Allar þriðjudagsæfingar frá
október út desember 2019
í öfugri tímaröð
Esjan öðruvísi 80 ára
heiðursganga 10. desember féll niður vegna veðurs.
Lágafell og Lágafellshamrar í Úlfarsfelli frá Lágafellslaug
Háihnúkur Akrafjalli 26.
nóvember.
Úlfarsfell þjótandi 19.
nóvember.
Sjávarsíðan frá Gufunesi að
Korpu 12. nóvember.
Helgafell í Hf þjótandi 5. nóvember.
Leirvogsárósar um fjörur
Mosfellsbæjar að ósum árinnar Korpu 29. október.
Múlafjall Hvalfirði 22. október.
Lyklafell við Nesjavallaleið 15.
október.
Geldinganes 8. október.
Miðfellsmúli Hvalfirði 1.
október.
Jólaspólað upp Úlfarsfell Síðasta gangan fyrir jól var hefðbundin um Úlfarsfell frá skógræktinni í Úlfarsfelli Nítján manns mættir sem er frábær mæting... en eingöngu eitt barn að sinni... Snjór yfir öllu eftir fárviðrið um daginn sem enn er verið að kljást við afleiðingar af fyrir norðan... ... og glitrandi jólaljós innan um venjuleg borgarljós í höfuðborginni Keðjubroddar nauðsynlegir þar sem troðningurinn á öllum stígum skapar svellað færi...
Uppi á Hákinn var þessi hópmynd tekin... ljósin því miður að trufla þó þeim sé flestum beint niður... Uppi á Hákinn velti Örninn því upp hvort menn vildu skella sér á hæsta hnúk Úlfarsfells sem er 900 m frá Hákinninni ... sem gaf okkur skemmtilegan hring á fjallinu og gaman að fara niður þessa leið en ekki alltaf bara upp... Snjórinn fínn á fjallinu upp á birtugefandi skilyrði og mýkra færi Já, þetta var jólaganga og jólanesti með í för... sem komst ekki á dagskrá fyrr en niðri eftir göngu Ágústa hér með hreindýrakæfu hvorki meira né minna... Dásamlegt... Og Sarah kom með breskt jólagóðgæti... ... svokallaðar mince pies jólakökur með rúsínum og kanil sem smakkaðist mjög vel :-) Alls 3,2 km á 1:14 klst. upp í 293 m hæð með 251 m hækkun úr 46 m upphafshæð. Gleðileg jól elskurnar okkar... þið eruð langbest og langflottust... Næsta æfing verður á Eldborg, Drottningu og Stóra Kóngsfell í Bláfjöllum þriðjudaginn 7. janúar :-) |
Jólatré og
jólaljós
Í níunda
sinnið
gengum við
"gamlársgönguna"
okkar
hefðbundnu
um Lágafell
og
Lágafellshamra
í
Úlfarsfelli
Kirkjugarður
Lágafellskirkju
er
einstaklega
fallegur á
jólaaðventunni
Við gengum frá sundlauginni og framhjá kirkjugarðinum og þaðan upp á Lágafellið og rifjuðum upp fyrri göngur hér um í myrkrinu með snjó yfir öllu sem hefur alltaf verið óskaplega fallegt og bjart...
N'u var
rigning en
hlýtt og
lygnt niðri
á lága
fellinu með
byggðina
óðum að
umkringja
fellið eins
og
Úlfarsfellið...
Þar sem áður
var mói með
stöku
hríslum...
Leiðin okkar
frá
Lágafelli
yfir á
Úlfarsfellið
er enn
óbyggð sem
betur fer
Sálin nærð á
gefandi
spjalli um
jeppa...
Mount
Rainiers...
Peruferðina
hans Ágústar
í vor... og
fleira...
Auð jörðin
því miður
því þá er
myrkrið
meira
afgerandi...
Brúnin á
bröttu
brekkunni er
alltaf jafn
magnaður
staður að
standa á...
Hópmynd efst
í
brekkunni...
sem stundum
hefur hrakið
menn til
baka og menn
nánast
neitað að
fara niður
um...
Við allavega
rúlluðum
þarna niður
uppteknari
af því að
spjalla og
heyra hvað
næsti maður
sagði
Alls 6,9 km á 2:14 klst. upp í 287 m hæð með 320 m hækkun úr 43 m hæð. Sjá allar fyrri göngur á Lágafell og Lágafellshamra í Úlfarsfelli frá upphafi:
Nú bauð
veðrið ekki
upp á
nestispásu í
rigningunni
og bleytunni
svo við
vorum heldur
fljótari en
oft áður
Flott æfing
og gefandi
samvera sem
er vel þegin
hvað varðar
algera
nútvitund í
nokkra
klukkutíma |
Yndisganga
Sannkölluð
yndisganga var þriðjudaginn 26. nóvember þegar 24 manns mættu í
hefðbundna aðventugöngu
Ef vel er rýnt
í þessa mynd má sjá móta fyrir Guðfinnuþúfu vinstra megin með
Geirmundartind í hvarfi ofar
Þjálfarar lögðu
upp með jólahúfum og jólalegu nesti og flestir mættu með annað
hvort...
Auð jörð en
góður stígur alla leið... þetta var átjánda skitið okkar um
þessa leið...
Uppi á tindinum
kveikti Stefán á jólakerti og gat stillt því upp á steypta
stöpulinn á tindinum
Jólagóðgæti á boðstólnum úr öllum áttum og dásemdarsamvera uppi á tindinum...
... það var engin ástæða til að flýta sér...
... menn bara sátu og nutu..
Lilja Sesselja,
Súsanna, Gylfi, Jón Steingríms, Jórunn Atla., Njóla, Biggi,
Guðmundur Jón, Örn, Steingrímur,
Niður var farið sömu leið um stíginn og þéttur hópurinn niður að klettunum...
Þar fór hver á
sínum forsendum en þetta er eini kaflinn sem er raunverulega
varasamur á leið á Háahnúk... Alls 5,6 km á 2:31 - 2:41 klst. upp í 567 m hæð með 531 m hækkun úr 42 m. Forréttindi að
fá svona kvöld... svona vetur.. svona veðurtíð allt þetta ár frá
því í vor... Sjá hér allar
göngur Toppfara á Akfrafjall frá upphafi vega árið 2007
... sem er
ótrúlegt... Við reyndum að ná þessum töfrum í fyrra með desembertindferð um allt Akrafjallið...
... en það tókst ekki í líkingu við árið 2007... við reynum bara aftur síðar :-)
Gaman að sjá þetta
samantekið... átjánda sinnið uppi á Háahnúk... |
Þjótandi upp og niður
Þriðja þjótandi æfingin á árinu var á Úlfarsfellið þriðjudaginn 19. nóvember...
... í talsverðum vindi en lítilli úrkomu og nettu vetrarfæri...
Fimmtán manns
mættu... hvorki meira né minna...
Þrjú fóru í
alvörunni þjótandi upp á tind þetta kvöld... þau
Kolbeinn, Stefán og Jórunn Ósk...
Allir hinir nema
þrjú síðustu fylgdu þjálfurum sem buðu upp á
röska göngu án þess að stoppa fyrr en uppi
Uppi við húsið
biðum við eftir öllum... ... eða eins og Guðmundur Jón orðaði það... "það tekur því ekki að þjóta " :-) :-) :-)
Niður askóðum við
um stíginn á Litla hnúk og fengum smá hálku á
þeim kafla þar sem fara þurfti varlega...
Fremstu menn voru 35 mínútur... Kolbeinn og Stefán en metið á Kolbeinn á 33 mínútum:
http://fjallgongur.is/fjallatimar/fjallatimar_allir_fra_upphafi.htm
Síðustu menn voru ekki nema 1:06 klst. upp og niður sem er ansi vel af sér vikið...
Frábær æfing og
framúrskarandi mæting og frammistaða...
... nú, þá er
bara að mæta á fjallgönguæfingarnar þar
sem ekki er verið að þjóta...
... svo einn af
kostum þjótandi æfinganan er sá að þá kunnum við
betur að meta "venjulegu" fjallgönguæfingarnar
Sjá allar Úlfarsfellsgöngurnar okkar frá upphafi:
|
Sveit í borg 11 af
12
Þriðjudaginn 12. nóvember var næst
síðasta Sveit í borg gangan
Leiðin sú er virkilega falleg og
villtari en gangan um fjörurnar í Mosfellsbæ
Engir reiðstígar hér... heldur
klettanasir og fjörur til skiptis...
Mjög fáir mættir eða eingöngu 4
fyrir utan þjálfara...
Fjörurnar og klettarnir voru samt
veisla... ekkert síður í myrkrinu en dagsbirtu...
Góð skilti varða leiðina um
fjörurnar sem lýsa fjallasýninni til Snæfellsness...
Það var flóð þetta kvöld... og
þegar við þræddum okkur meðfram fjörunni norðan Gorvíkur
... og þá átti maður fótum sínum fjör að launa með því að stökkva upp í mosabörðin ofan við fjöruna...
... en þess á milli gengum við í
sandinum og veittum athygli þeirri fánu sem þarna var...
Hjartalaga bláskel... með skrauti... svo fallegt...
Við mynni árinnar Korpu... þar sem
við enduðum síðast um fjörurnar í Mosó... Töfrandi staður þar sem við tókum nokkrar jógaæfingar, hugleiðslu og andakt...
Upp með Korpu var svo farið til
baka um gangstéttina meðfram sjónum...
Bjarni mættur í Riddarapeysunni sinni... glóðvolgri af prjónunum... Algert yndi... synd að fleiri
skyldu ekki mæta... Alls 9,2 km á 2:15 klst. upp í 37 m hæð með 129 m hækkun úr 17 m og niður í 0 m :-) Síðasta Sveit í borg gangan verður
frá Össur Grjóthálsi 5 og að Gufunesi.... |
Þjótandi...
Frábær mæting og
frammistaða var á fyrstu þjótandi æfinguna upp
Helgafell í Hf þriðjudaginn 5. nóvember...
Alls mættu 17 manns, sumir snemma og fóru skokkandi upp og niður fyrir myrkur frá 1:01 klst.eða gangandi rösklega upp og niður á rúmum 1:30 klst.
Flestir voru
kringum 40+ mín upp á tind Helgafells í Hf. með
rösklegri göngu á tímamælingu...
Fljótustu menn
upp og niður þetta kvöld voru Kolbeinn á 1:01 og
Jórunn Ósk á 1:02 sem eru frábærir tímar
Stefán Bragi ofurfjallahlaupari á
besta skráða tímann um gilið
frá steininum við bílastæðið upp og niður
Þjálfarar mættu í
fjallgöngufötunum og lögðu af stað um 17:30
Myrkrið skall
fljótt á og það reyndi á að vera með bæði
höfuðljósin og svo brodda á leið niður
Þarna lengra til vinstri skyldi fara upp og þar hittum við höfðingjahjónin Guðmund Jón og Katrínu á niðurleið...
...
en þau höfðu lagt
fyrr af stað eins og flestir og þau sögðust
ekkert vera að spá í tímanum
Gylfi náði þessari mynd af þeim þremur saman uppi...
... en því miður
náðust ekki myndir af Súsönnu, Jórunni, Ágústu,
Kolbeini, Jóni og Völlu
Við náðum hins
vegar að gefa hvort öðru orku og hvatningu þegar
við mættumst
Vonandi ná sem flestir að átta sig á hversu
frábær svona æfing er...
Það myndast
ákveðið vinasamband milli manns og fjalls þegar
maður gerir þetta...
Uppi á tindinum
var ljóst að við vildum vera í broddum á
niðurleið...
Steinar og Arna
eingöngu á gormum sem eiga til að renna á sléttu
yfirborðinu...
Hópmynd af þeim sem voru á svipuðum tíma uppi: Örn, Jóhann Ísfeld, Steinunn Sn. með Bónó, Steinar, Hafrún, Arna og Ólafur Vignir en Bára tók mynd.
Því miður náðust
engar myndir af Jórunni, Súsönnu, Ágústu og
Kolbeini Alls 17 manns... frábært !
Niðurleiðin var
varasöm í hálkunni með eingöngu gorma á léttum
gönguskónum...
Þegar við lentum
hittum við fjallahjólara
með ljós á leið á Helgafellið í Hf í myrkrinu
þegar við lentum...
Sjá allar
æfingar okkar á Helgafelli í Hafnarfirði frá
upphafi... Alls sem
sé þetta kvöld 5,8 km á 1:36 hjá okkur sem
fórum rösklega gangandi í fjallgöngufötum
Hvernig tekur maður þessar þjótandi æfingar ?
Fara
rösklega upp og niður, stoppa hvergi nema
uppi, og stoppa þá úrið í leiðinni...
Virkilega vel
gert allir !
Næstu
þjótandi æfingar verða Úlfarsfell frá
Leirtjörn og svo Ásfjallið í desember...
Sjá samantekt á öllum
tímum Toppfara á æfinafjöllunum efri
taflan.. http://fjallgongur.is/fjallatimar/fjallatimar_allir_fra_upphafi.htm Endilega senda mér
alltaf alla tíma ef menn eiga á þessum
fjöllum eða öðrum...
|
Leirvogsárósar
um fjörur Mosó
Þriðjudaginn 29.
október var komið að tíundu Sveit í borg
göngunni og þeirri fyrstu af þremur
Nú var gengið frá
Leirvogsánni þar sem hún rennur niður til sjávar
og farið gegnum hestasvæði Mosfellinga
Myrkrið skall fljótlega á svo landslagið náði ekki að sýna listir sínar sem skyldi á þessari fallegu leið...
Hlýtt, algert
logn og úrkomulaust...
Meðan Bára beið
eftir Söruh sem villtist af leið þegar hún var
að ná í skottið í hópnum
Sjá hópinn hér að
koma til baka af tanganum... leiðin að hluta
komin á kaf í sjó (vinstra megin á mynd)
Smá fútt í þessu
þar sem þetta var svo létt ganga :-)
Hin hópmynd kvöldsins... komin á þurrt með Esjuna í baksýn...
... og með
höfuðljósin slökkt...
H
Hér spila menn
golf allt árið um kring....
Við reyndum að ganga sem mest utan reiðstígarins...
... meðfram sjónum í mosa og grasi þar sem það
var mögulegt...
...en enduðum alltaf á reiðstígnum aftur þar sem liggur hann við fjöruna að mestu...
Áin Korpa rennur
í gullfallegum flúðum til sjávar við bæjarmörk
Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar
Sjá Staðahverfið
í Grafarvogi hægra megin... og ánna Korpu...
Arkið til baka um
reiðstígana var ansi rösklegt og hraðar en við
áttum von á...
Riddarapeysan
hennar Söruh sem hún prjónaði fyrir
áskorunina....
Þetta eru
sannarlega litirnir hennar Söruh... fjólublár,
bleikur, blár og hvítur... |
Múlafjall
Þriðjudaginn 22. október tókum við hörkuæfingu á Múlafjall í Brynjudal í Hvalfirði...
... og nældum okkur þannig í níunda tindinn sem umlykur Hvalfjörðinn en þjálfarar hafa áhyggjur af því að mjög fáir muni ná þessari áskorun og vildu gera mönnum kleift að ná þessu með því að blása til aukaferða og bæta þannig þeim tindum við sem ekki hafa verið á dagskránni á árinu...
Þennan dag var
mjög hvasst og mjög kalt... og því ekki
spennandi að fara á fjall...
Þjálfarar mundu
nokkurn veginn eftir leiðinni sem við fórum
þarna upp árið 2012...
Frost í jörðu...
frosnir pollar og ísilagðar tjarnir svo Batman
lenti ofan í vök uppi á fjalli
Skjól niðri í
Brynjudal og því byrjaði gangan í friðsæld og
notalegheitum e
Botnssúlurnar yfirgnæfandi í austri... magnað að ganga í ljósaskiptunum...
Mykrið skall
fljótlega á... við byrjuðum í ljósaskiptunum
enda komið langt fram í október
Tíu manns mættir, frábær mæting í þessu veðri:
Örn, Sarah, Jón
Steingríms., Stefán, Ingi, Elísa, Kolbeinn,
Stefán, Bestla, Bjarni, Björn H.
Ný girðing uppi á fjalli... og sú gamla flæktist fyrir fótum okkar nokkrum sinnum gangandi í myrkrinu meðfram henni áleiðis á tindinn og til baka... vonandi skilja þeir ekki eftir heilu rúllurnar eins og þessa sem hefur verið skilin eftir á sínum tíma og er farin að hverfa ofan í jarðveginn...
Við gengum sömu
leið til baka en þegar komið var fram á
brúnirnar á Brynjudalnum
... og komu fram
á þessa kletta hér með bílana í eingöngu 250 m
fjarlægð frá okkur...
Dúndurgóð æfing
sem skilaði án efa miklu í þoli... alls 9,4 km á
2:52 klst. upp í 398 m hæð Þetta átti einmitt ekki að vera svona langt en nú vitum við að maður kemst ekki upp með mikið styttra en þetta frá skógræktinni... líklega hefði þetta verið styttra frá Ingunnarstöðum sem rís undir miðju fjalli... þaðan er farið upp sneiðina sem við komum niður um þarna um árið í 12 km göngunni okkar á Múlafjallið endilangt... prófum þann uppgöngustað næst ! :-) |
Lyklafell Þriðjudaginn 15. október var spáð hvassviðri um allt suður- og suðvesturland og gul viðvörun í gildi... Samt mættu 15 manns á æfingu og þjálfarar voru hæstánægðir með eljuna... Gengið var frá Nesjavallaleið um móa, grjót og mela á þetta lága en fallega fjall Það er greinilega slóði upp á Lyklafellið svo margir hafa og eru að ganga á það greinilega Leiðin greið sunnan og vestan megin en aðeins brattara norðan og austan megin svo leita þurfti að leið niður... Hvass hliðlægur mótvindur var alla leiðina að fjallinu og því var skjólið sem gafsts neðan við vindinn mjög kærkomið... Kvenþjálfarinn fékk þessa... Helga var greinilega alveg með þetta :-) Örn, Lilja Sesselja, Katrín Kj., Helga Björk, Jórunn Ósk, Valla, Jón Steingríms., Biggi, Guðmundur Jón. Uppi á tindi Lyklafells er mjög víðsýnt... en svo hvasst að við höfðum okkur öll við að halda jafnvægi... ... en það hindarði okkur ekki í að leita að annarri leið niður... Þar settum við stefnuna aftur í bílana um 3,6 km leið... Þá reyndi á höfuðljósin... og að vera með nýjar rafhlöður í þeim... myrkrið er verra í auðu færi... fjarri byggð... Hjartalaga sveppir á leiðinni...
Alls 7,2 km á 1:58 klst. upp í 310 m hæð með 391 m hækkun úr 221 m upphafshæð. Frábær æfing, langtum betri en við áttum von á og veðrið mun minni hindrun en við áttum von á... Rauðufossar að upptökum Rauðufossakvíslar á laugardaginn ef áhugi og veður leyfir... |
Friðsælt og fallegt
Geldinganesið var gengið í þriðja sinn í klúbbnum þriðjudaginn 8. október Gengið var rangsælis að sinni og þannig munum við skiptast á að ganga þetta nes næstu árin... Örn sniðgekk mýrina í austurendanum og fór sjávargrjótið um tangann sem var skemmtileg tilbreyting Dásamlegt veður... sjórinn spegilsléttur og friðurinn var áþreifanlegur... ... enda var spjallað eins og enginn væri morgundagurinn allt kvöldið... Þar sem einu sinni var afdalað malarstæði... Sláandi að sjá þetta fyrir okkur sem notið hafa Geldinganessins í friði og ró frá mannskepnunni til þessa... Fegusti hluti Geldinanessins er tanginn í norðvesturhlutanum... Hópmyndin tekin svo á tanganum sjálfum með Akrafjallið í baksýn Jón, Jóhann Ísfeld, Valla, Kolbeinn, Guðmundur Jón, Maggi, Örn, Sigga Sig., Bjarni, Ólafur Vignir, Ágúst. Þar af voru ofangreind Hafrún og Steinar í sinni fyrstu göngu með klúbbnum Það var tekið að rökkva síðari hluta göngunnar um vesturhlutann og suðurhlutann Borgarljósin farin að taka til sín... og húmið að skríða inn... Við námurnar náðu flestir sér í ljós... og myrkrið skreið inn síðustu kílómetrana... Geldinganesið er náttúruparadís fyrir hundaeigendur og hlaupara... og er mjög vel nýtt af þeim hópi... Suðurhlutinn er orðinn vel stígaður alla leið að námunum Hópurinn þéttur við bátinn rétt áður en komið er inn á eiðið að bílastæðinu... Alls 7,1 km á 2:10 klst. upp í 21 m hæð með 35 m hækkun úr 5 m en í raun frá sjávarmáli... Friðsæl og falleg æfing og fínasta útivera með minna kolefnisspori en við klukkutímaakstur út úr bænum... |
Miðfellsmúli Loksins hundskuðumst við á Miðfellsmúla í Hvalfjarðarsveit þriðjudaginn 1. október... ... eftir frestanir oftar en einu sinni á þetta Hvalfjarðarfjall ... og gat veðrið ekki verið betra... stafalogn, hlýtt og yndislegt á októberkveldi... Tveir sjaldséðir hrafnar í göngunni... Ágúst og Steinunn... Skuggi gerði allt til að vinna Jasmin á sitt band þetta kvöld... Tuttugu manns mættir... mjög góð mæting eins og alltaf þegar æfingin er létt... Efri: Kolbreinn, Jóhann Ísfeld, Steinunn Sn., Guðmundur Jón, Katrín Kj., Ágústa, Arna, Ólafur Vignir, Steingrímur, Bára tók mynd og hundar kvöldsins voru fimm; Batman, Bónó, Jasmín, Moli og Skuggi :-) Þeir eru ansi fáir sem eru markvisst að ná öllum tólf fjöllum Hvalfjarðar...því miður eru innan við tólf manns líklega að ná því sem er undir væntingum þjálfara... en við gefumst ekki upp og höldum í vonina... enn eru þrír mánuðir eftir af árinu... og búið að skora á Laugavegsfara sem eru virkilega að meina það að ætla að ganga 55 kílómetra í einum rykk... að takast á við þessi fjöll... kannski skilar það sér í einum eða tveimur í viðbót... Laufskálaréttar-stemning í göngunni... Akrafjallið hér í baksýn... það verður gengið í desember á þriðjudegi... þannig að jú, það eru ennþá fjjögur fjöll eftir... Fram af suðvesturbrúnum Miðfellsmúla blasti sveitin við... virkilega fallegt fjall og fallegt útsýni... Í bakaleiðinni tók að rökkva og við bílana í kjaftaganginum við að koma sér í bílana Alls 4,0 km á 1:34 klst. upp í 278 m hæð með alls 236 m hækkun úr 59 m upphafshæð. Harpa farin til Bhutan... hugsum til hennar... |
Við erum á toppnum... hvar ert
þú?
|