Allar þriðjudagsæfingar frá október út desember 2019
í öfugri tímaröð

Esjan öðruvísi 80 ára heiðursganga 10. desember féll niður vegna veðurs.
Lágafell og Lágafellshamrar í Úlfarsfelli frá Lágafellslaug
Háihnúkur Akrafjalli 26. nóvember.
Úlfarsfell þjótandi 19. nóvember.
Sjávarsíðan frá Gufunesi að Korpu 12. nóvember.
Helgafell í Hf þjótandi 5. nóvember.
Leirvogsárósar um fjörur Mosfellsbæjar að ósum árinnar Korpu 29. október.
Múlafjall Hvalfirði 22. október.
Lyklafell við Nesjavallaleið 15. október.
Geldinganes 8. október.
Miðfellsmúli Hvalfirði 1. október.

Jólaspólað upp Úlfarsfell

Síðasta gangan fyrir jól var hefðbundin um Úlfarsfell frá skógræktinni í Úlfarsfelli
og nú um stíginn upp á Vesturhnúk og svo niður bröttu leiðina til baka...

Nítján manns mættir sem er frábær mæting... en eingöngu eitt barn að sinni...
Þorsteinn Ingi ofur-Toppfari þeirra Lilju Sesselju og Gylfa
sem mætt hefur í nokkrar göngur með hópnum og kann sannarlega að ganga á fjöll með mömmu og pabba...

Snjór yfir öllu eftir fárviðrið um daginn sem enn er verið að kljást við afleiðingar af fyrir norðan...

... og glitrandi jólaljós innan um venjuleg borgarljós í höfuðborginni
sem skreytir svo fallega allar göngur á Úlfarsfell þegar myrkrið ræður ríkjum...

Keðjubroddar nauðsynlegir þar sem troðningurinn á öllum stígum skapar svellað færi...
þá er nefnilega betra að fara ótroðnar slóðir...


Í stafrófsröð: Ágústa, Biggi, Bjarni, Davíð, Guðmundur Jón, Gylfi, Helga Björk, Ingi, Jón Steingríms., Katrín Kj., Kolbeinn,
Lilja Sesselja, Sarah, Súsanna, Svavar, Valla, Þorsteinn ingi 3ja ára og Örn en Batman fékk hundinn Storm til að leika með sem Ingi tók með :-)
... og leifur vinur Davíðs var gestur kvöldsins en hann gekk með okkur á Fimmvörðuháls
og ætlar að skrá sig í klúbbinn í janúar og koma með okkur Laugaveginn næsta sumar :-)

Uppi á Hákinn var þessi hópmynd tekin... ljósin því miður að trufla þó þeim sé flestum beint niður...
þau eru orðin svo öflug, mun öflugri en bara fyrir örfáum árum síðan...
 að við þurfum líklega að fara að taka þau af höfðinu og lýsa hvort á annað eða hafa slökkt á þeim flestum
fyrir hópmyndatökurnar...

Uppi á Hákinn velti Örninn því upp hvort menn vildu skella sér á hæsta hnúk Úlfarsfells sem er 900 m frá Hákinninni
úr því Þorsteinn Ingi og foreldrar ætluðu sömu leið til baka... en mönnum hugnaðist ekki sá útúrdúr
og því var haldið áætlun og farið bröttu leiðina til baka...

... sem gaf okkur skemmtilegan hring á fjallinu og gaman að fara niður þessa leið en ekki alltaf bara upp...

Snjórinn fínn á fjallinu upp á birtugefandi skilyrði og mýkra færi
þó svellað færi á köflum komið með honum...

Já, þetta var jólaganga og jólanesti með í för... sem komst ekki á dagskrá fyrr en niðri eftir göngu
þar sem kaldur vindur var uppi og ekkert notalegt við nestispásu þar...

Ágústa hér með hreindýrakæfu hvorki meira né minna...

Dásamlegt...

Og Sarah kom með breskt jólagóðgæti...

... svokallaðar mince pies jólakökur með rúsínum og kanil sem smakkaðist mjög vel :-)

Alls 3,2 km á 1:14 klst. upp í 293 m hæð með 251 m hækkun úr 46 m upphafshæð.

Gleðileg jól elskurnar okkar... þið eruð langbest og langflottust...
hlökkum mikið til að upplifa öll ævintýrin sem framundan eru á næsta ári...
það verður aldeilis eitthvað enn eitt árið í viðbót með yndislegasta félagsskap í heimi :-)

Næsta æfing verður á Eldborg, Drottningu og Stóra Kóngsfell í Bláfjöllum þriðjudaginn 7. janúar :-)
Jebb... byrjum með stæl og ekkert minna !
 

 

Jólatré og jólaljós
á Lágafelli og Lágafellshömrum

Í níunda sinnið gengum við "gamlársgönguna" okkar hefðbundnu um Lágafell og Lágafellshamra í Úlfarsfelli
frá Lágafellslaug framhjá Lágafellskirkju... að þesu sinni í rigningu og hlýjindum...
þriðjudaginn 3. desember...

Kirkjugarður Lágafellskirkju er einstaklega fallegur á jólaaðventunni
og skartar krossum sem eru litríkari og stærri en þeir sem prýða kirkjugarða Reykjavíkur...

Við gengum frá sundlauginni og framhjá kirkjugarðinum og þaðan upp á Lágafellið og rifjuðum upp fyrri göngur hér um í myrkrinu með snjó yfir öllu sem hefur alltaf verið óskaplega fallegt og bjart...

N'u var rigning en hlýtt og lygnt niðri á lága fellinu með byggðina óðum að umkringja fellið eins og Úlfarsfellið...
því nú er komin malbikaður vegur og upplýst iðnaðarhverfi milli Lágafells og Úlfarsfells að norðan...
þetta endar bara á einn veg... mannabyggð allan hringinn kringum Úlfarsfellið...
þó manni finnist það óhugsandi núna...

Þar sem áður var mói með stöku hríslum...
eru nú stór og myndarleg tré... bæði á Lágafelli og við Úlfarsfellsrætur að norðan...
svo mesti höfuðverkurinn er að komast í gegnum skóginn án þess að afvegaleiðast til byggða...

Leiðin okkar frá Lágafelli yfir á Úlfarsfellið er enn óbyggð sem betur fer
og nú lentum við á fína stígnum sem kominn er norðan megin alla leið upp á hæsta tind á Úlfarsfelli
en uppi á brúnunujm beygðum við til hægri og röktum okkur eftir brúnunum með Mosfellsbæinn á hægri hönd og hæstu hnúka Úlfarsfells á þeirri vinstri..

Sálin nærð á gefandi spjalli um jeppa... Mount Rainiers... Peruferðina hans Ágústar í vor... og fleira...
 eitt af því besta við fjallgöngurnar... eru einmitt þessi samvera... að spjalla um allt milli heima og geima...
fá góðar hugmyndir og kveikja á nýjum áætlunum... innblásinn af orkun félaganna...

Auð jörðin því miður því þá er myrkrið meira afgerandi...
það snjóaði heilmikið aginn eftir, miðvikudaginn 4. desember...
svo við vorum degi of fljót þarna upp... og það var létt rigning allt kvöldið... svo menn urðu ansi blautir...
en allt var þetta með mildasta móti í 4ra stiga hita og golu...

Brúnin á bröttu brekkunni er alltaf jafn magnaður staður að standa á...
og alltaf finnst manni jafn merkilegt að ramba svona inn á hann... en svo er þó ekki...
Örn er kominn með innibyggðar gps-skrár í heilann og ratar orðið blindandi á suma staði...
en ef í harðbakkann slær þá eru þjálfarar með gps-punkt í tækjunum sínum...
sem ekki var notaður þetta árið þó... en þó fegurra með snjóinn yfir öllu...

Hópmynd efst í brekkunni... sem stundum hefur hrakið menn til baka og menn nánast neitað að fara niður um...
en þetta kvöld var brekkan undarlega saklaus og létt niðurgöngu... hvort það var myrkrið... sumarfærið... endurtekningin... vaninn... eða andrúmsloft hópsins þar sem enginn hikaði né var lofthræddur erfitt að segja...

Við allavega rúlluðum þarna niður uppteknari af því að spjalla og heyra hvað næsti maður sagði
en hvar fæturnir lentu í bröltiinu í skriðunni og grjótinu...
og harða mosanum og grasinu sem huldu ójafnt grýtið undir sér...

Alls 6,9 km á 2:14 klst. upp í 287 m hæð með 320 m hækkun úr 43 m hæð.

Sjá allar fyrri göngur á Lágafell og Lágafellshamra í Úlfarsfelli frá upphafi:

Nú bauð veðrið ekki upp á nestispásu í rigningunni og bleytunni svo við vorum heldur fljótari en oft áður
og athugið að árið 2016 þá var Lágafellshamrahlutanum í Úlfarsfelli slepptog eingöngu farið á Lágafell:

Lágafell 124 80   7,3
með Lágafellshömrum
30. desember 2008 2:19 22 Æfing 73
2. 123 80   6,6
með Lágafellshömrum
29. desember 2009 2:20 38 Æfing 121
3. 123 434 52 6,9
með Lágafellshömrum
28. desember 2010 2:33 38 Æfing 167
4. 121 383 34 6,4
með Lágafellshömrum
11. desember 2012 2:20 29 Æfing 250
5. 121 377 36 6,5
með Lágafellshömrum
10. desember 2013 2:36 24 Æfing 290
6. 120 376 35 7
með Lágafellshömrum
30. desember 2014 2:46 21 Æfing 340
7. 165 53 5,5 27. desember 2016 1:19 10 Æfing 442
8. 123 371 90 6,0
með lágafellshömrum
öfug leið
17. október 2017 1:56 15 Æfing 481
9. 129 320 43 6.9
með Lágafellshömrum
3. desember 2019 2:14 14 Æfing 583
Lágafellshamrar
2. 272 229 6,6
með Lágafelli
29. desember 2009 2:20 38 Æfing 121
3. 223 434 52 6,9
með Lágafelli
28. desember 2010 2:33 38 Æfing 167
4. 276 383 34 6,4
með Lágafelli
11. desember 2012 2:20 29 Æfing 250
5. 254 377 36 6,5
með Lágafelli
10. desember 2013 2:36 24 Æfing 290
6. 257 376 35 7
með Lágafelli
31. desember 2014 2:46 21 Æfing 340
7. 272 371 90 6,0
með Lágafelli
öfug leið
17. október 2017 1:56 15 Æfing 481
8. 287 320 43 6.9
með Lágafelli
3. desember 2019 2:14 14 Æfing 583

Flott æfing og gefandi samvera sem er vel þegin hvað varðar algera nútvitund í nokkra klukkutíma
með dásamlegu fólki eins og alltaf :-)

 

Yndisganga
á Háahnúk í Akrafjalli
í blankalogni og stjörnubjörtu
... níunda aðventugangan og átjánda sinnið á Háahnúk ...

Sannkölluð yndisganga var þriðjudaginn 26. nóvember þegar 24 manns mættu í hefðbundna aðventugöngu
upp á Háahnúk í Akrafjalli í blíðskaparveðri...
algeru logni alla leið og líka uppi á tindinum og heiðskíru veðri svo stjörnurnar hvolfdust yfir okkur á leiðinni
og borgarljós Skagamanna og höfuðborgarbúa nutu sín vel í næturmyrkrinu...

Ef vel er rýnt í þessa mynd má sjá móta fyrir Guðfinnuþúfu vinstra megin með Geirmundartind í hvarfi ofar
en hann er hæsti tindur Akrafjalls og mjög skemmtilegur tindur að heimsækja...
Hliðarstígurinn hér upplýstur hægra megin
en það var auð jörð alla leiðina að undanskildum smá sköflum efst...

Þjálfarar lögðu upp með jólahúfum og jólalegu nesti og flestir mættu með annað hvort...
þjálfarar hvorugt og skömmuðust sín mikið... fundu ekki húfurnar í jóladótinu...
en Bjarni var svo sætur að bjóða aukahúfu að láni sem kvenþjálfari þáði með þökkum :-)

Auð jörð en góður stígur alla leið... þetta var átjánda skitið okkar um þessa leið...
manni er farið að þykja ansi vænt um ahna.. alls kyns minningar varða hana...
meðal annars þegar Ingi fór hana í 55 sinnið árið 2014 þegar hann varð 55 ára sem var alger snilld :-)

Uppi á tindinum kveikti Stefán á jólakerti og gat stillt því upp á steypta stöpulinn á tindinum
sem er með ólíkindum að ná að gera...
því þó það sé gott veður almennt..
þá er langt í frá sjálfgefið að fá slíkt logn á tind Háahnúks að hægt sé að vera með kerti logandi...

Jólagóðgæti á boðstólnum úr öllum áttum og dásemdarsamvera uppi á tindinum...

... það var engin ástæða til að flýta sér...

... menn bara sátu og nutu..
horfðu upp í stjörnuhvolfið eða til borgarinnar sem glitraði í fjarska...

 

Lilja Sesselja, Súsanna, Gylfi, Jón Steingríms, Jórunn Atla., Njóla, Biggi, Guðmundur Jón, Örn, Steingrímur,
Stefán, Bjarni, Katrín Kj. og Ingi.
Neðri: Ágústa, Valla, Kolbeinn, Inga Guðrún, Björgólfur, Jóhanna Fríða, Erna, Sarah
og Bára tók mynd og Batman og Hera nutu fjallakyrrðarinnar með okkur :-)

Niður var farið sömu leið um stíginn og þéttur hópurinn niður að klettunum...

Þar fór hver á sínum forsendum en þetta er eini kaflinn sem er raunverulega varasamur á leið á Háahnúk...
Skagamenn yppta bara öxlum enda fara þeir þetta alla daga ársins gangandi, rösklega eða skokkandi
en leiðin var verri hér áður fyrr í meiri hliðarhalla þar til hún var færð til og mótast hefur aðeins meiri stígur með tímanum
þó eftir sitji klöngrið niður bert bergið á smá kafla...

Alls 5,6 km á 2:31 - 2:41 klst. upp í 567 m hæð með 531 m hækkun úr 42 m.

Forréttindi að fá svona kvöld... svona vetur.. svona veðurtíð allt þetta ár frá því í vor...
en fyrst og fremst forréttindi að hafa heilsu til að komast með í svona göngu...
og geta stundað fjallgöngur árum saman... í dásamlegum félagsskap eins og þessum...

Sjá hér allar göngur Toppfara á Akfrafjall frá upphafi vega árið 2007
þar sem dagsferðin á alla tindana í desember árið 2007 stendur enn upp úr sem sú allra fegursta í sögunni...


Æfing númer 29...
... þarna buðum við upp á aukaæfingu milli jóla og nýárs á laugardegi þann 28. desember 2007 :-)

... sem er ótrúlegt...
en segir allt um töfrana sem gerast á þessum dimmasta tíma ársins...
þegar sólin kemur upp og sest í nánast einu löngu sólarlagi yfir dagsbirtutímann...

Við reyndum að ná þessum töfrum í fyrra með desembertindferð um allt Akrafjallið...

... en það tókst ekki í líkingu við árið 2007... við reynum bara aftur síðar :-)

Akrafjall
Austurtindur
581 563 75 7,0 8. janúar 2013 2:49 42 Æfing 251
2. 581 555 79 7,3 13. janúar 2015 2:50 29 Æfing 343
Akrafjall
Geirmundartindur
643 584 13,9
með Háahnúk
28. desember 2007 5:32 8 Æfing 29
2. 653 584 11,5
með Háahnúk
10. júní 2008 5:13 22 Æfing 52
3. 647 579 15,8
með Háahnúk
3. janúar 2009 6:02 19 Tindferð 18
4. 651 581 70 8,5 27. apríl 2010 3:17 44 Æfing 135
5. 650 581 69 8 17. ágúst 2010 3:12 49 Æfing 148
6. 647 584 63 6,9 4. janúar 2011 3:17 41 Æfing 168
7. 644 668 68 7,3 28. febrúar 2012 Æfing 218
8. 647 633 62 7,6
með Svörtuloftum Kjalardal
2. september 2014 3:52 19 Æfing 325
9.
Tindur 2 af 2
653 928 57 10,6
með Háahnúk
18. ágúst 2015 4:30 13 Æfing 373
10. 651 640 51 6,7 19. apríl 2016 2:59 10 Æfing 407
11. 656 620 58 7,9 11. apríl 2017 4:44 9 Æfing 456
12.
3ja tinda hringleið
661 920 53 14,1
með Háahnúk og nafnlausum næst hæsta tindi
1. desember 2018 5:13 9 Tindferð 164
Akrafjall
Háihnúkur
555 584 70 13,9
með Geirmundartindi
28. des. 2007 5:32 8 Æfing 29
2. 553 584 11,5
með Geirmundartindi
10. júní 2008 5:13 22 Æfing 52
3. 563 498 5 25. nóvember 2008 1:59 30 Æfing 69
4. 547 579 15,8
með Geirmundartindi
3. janúar 2009 6:02 19 Tindferð 18
5. 565 502 7,2 15. september 2009 3:48 48 Æfing 107
6. 560 489 6,1 1. desember 2009 2:12 45 Æfing 118
7. 571 511 60 5,1 30. nóvember 2010 2:05 40 Æfing 163
8. 559 568 66 5,0 29. nóvember 2011 2:30 44 Æfing 207
9. 558 551 66 4,6 27. nóvember 2012 2:18 41 Æfing 248
10. 560 574 66 5,4 26. nóvember 2013 2:25 17 Æfing 288
11. 564 585 76 4,6 7. október 2014 2:15 54 Æfing 330
12. 490 470 58 4,4 2. desember 2014 1:50 9 Æfing 338
13.
Tindur 1 af 2
555 928 57 10,6
með Geirmundartindi
18. ágúst 2015 4:30 12 Æfing 373
14. 566 543 67 5,3
með Ingatanga
17. maí 2016 2:25 17 Æfing 411
15. 563 505 69 5,1 29. nóvember 2016 2:12 17 Æfing 438
16. 569 524 68 4,9 2. janúar 2018 2:12 13 Æfing 490
17.
3ja tinda hringleið
578 920 53 14,1
með Geirmundartindi og nafnlausum næst hæsta
1. desember 2018 5:13 9 Tindferð 164
18. 567 531 42 5,6 26. nóvember 2019 2:31 24 Æfing 582
Akrafjall
Svörtuloft Kjalardal
615 633 62 7,6
með Geirmundartindi
2. september 2014 3:52 18 Æfing

Gaman að sjá þetta samantekið... átjánda sinnið uppi á Háahnúk...
nú er leiðin lítið eitt lengri eftir að bílastæðið kom neðan við ánna
sem skekkir aðeins samanburð á göngutíma og vegalengd
og stígurinn upp á Háahnúk er orðinn mjög vel troðinn og greinilegur alla leiðina sem ekki var fyrstu árin
enda var klettaleiðin í byrjun hættumeiri þá... í minninu allavega :-)

 

Þjótandi upp og niður
Úlfarsfellið

Þriðja þjótandi æfingin á árinu var á Úlfarsfellið þriðjudaginn 19. nóvember...

... í talsverðum vindi en lítilli úrkomu og nettu vetrarfæri...

Fimmtán manns mættu... hvorki meira né minna...
það er brjáluð orka í mönnum og sem betur fer eru flestir á kveikja á því
að svona æfingar einu sinni í mánuði eru gulls ígildi fyrir alla í hópnum...
til að njóta þess að þjóta... til að geta svo verið að njóta í góðu formi á fjöllum í rólegheitunum þess á milli...
og ekki dragast alltaf aftur úr... eða vera lafmóður...
heldur með sterk lungu og gott líkamlegt form fyrir a tarna...

Þrjú fóru í alvörunni þjótandi upp á tind þetta kvöld... þau Kolbeinn, Stefán og Jórunn Ósk...
og voru strákarnir 23 mín upp á Stóra hnúk um Hákinn... og Jórunn á 26 mín...

Allir hinir nema þrjú síðustu fylgdu þjálfurum sem buðu upp á röska göngu án þess að stoppa fyrr en uppi
enda margir ekki vissir um að rata í myrkrinu sem er ekki skrítið...
og voru fremstu menn í þeim hópi 30 mín og svo komu menn stuttu síðar hver á fætur öðrum...

Uppi við húsið biðum við eftir öllum...
líka þeim sem ætluðu bara að njóta... en það voru þau Jóhanna Fríða, Guðmundur Jón og Katrín...
en þau voru engu að síður eingöngu nokkrum mínútum lengur en við sem gengum rösklega...

... eða eins og Guðmundur Jón orðaði það... "það tekur því ekki að þjóta " :-) :-) :-)

Niður askóðum við um stíginn á Litla hnúk og fengum smá hálku á þeim kafla þar sem fara þurfti varlega...
og svo var farið um veginn að bílastæðinu og endaði gangan á 4,3 km og 1:01 klst. þeir sem voru fljótastir gangandi
en þó skokkandi reyndar niður síðasta kaflann...

Fremstu menn voru 35 mínútur... Kolbeinn og Stefán en metið á Kolbeinn á 33 mínútum:

http://fjallgongur.is/fjallatimar/fjallatimar_allir_fra_upphafi.htm
(fleiri tímar á leið inn NB)

Síðustu menn voru ekki nema 1:06 klst. upp og niður sem er ansi vel af sér vikið...

Frábær æfing og framúrskarandi mæting og frammistaða...
heilmikil samvera og spjall uppi og svo niðri eftir æfinguna...
en það er líklega helsti ókostur þjótandi æfinganna...
að við náðum ekki eins miklum spjalltíma og í hefðbundinni fjallgöngu...

... nú, þá er bara að mæta á fjallgönguæfingarnar  þar sem ekki er verið að þjóta...
það mættu sorglega fáir á njótandi æfinguna fyrir viku um sjávarsíðuna milli Gufuness og Korpu...
stuttur akstur, létt ganga... þar vorum við þvílíkt að njóta...

... svo einn af kostum þjótandi æfinganan er sá að þá kunnum við betur að meta "venjulegu" fjallgönguæfingarnar
og vonandi glæðist mætingin í þær... sem og á njótandi æfingarnar...
mætingin segir allt um raunverulegan áhuga :-)

Sjá allar Úlfarsfellsgöngurnar okkar frá upphafi:

Úlfarsfell 295
309
273
251
4,4 - 7,4 Reglulega 0:57-
1:43
8-34 Æfing 3
o.s.frv.
Fylla inn síðar allar göngur sem vantar í upphafi
ca 10. 299 206 4,4 10. nóvember 2009 1:26 47 Æfing 115
11 280 124 3,3 15. desember 2009 1:55 46 Æfing 120
12 299 180 6,3 2. febrúar 2010 1:43 46 Æfing 123
13 303 184 119 6,2 26. október 2010 1:55 51 Æfing 158
14 307 402 93 6,3 23. nóvember 2010 1:52 49 Æfing 162
15 278 219 59 2,9 21. desember 2010 1:35 36 Æfing 166
16 274 281 55 3,1 20. desember 2011 1:44 41 Æfing 210
17 313 320 93 4,4 24. janúar 2012 1:31 44 Æfing 214
18 299 393 88 6,1 20. nóvember 2012 1:45 35 Æfing 247
19 304 284 122 2,8 5. nóvember 2013 1:03 25 Æfing 285
20 285 411 41 9,3 7. janúar 2014 2:41 44 Æfing 291
21 277 321 71 4,4 27. maí 2014 1:54 19 Æfing 311
22 243
Snúið við v/veðurs
174 80 2,7 6. janúar 2015 0:43 8 Æfing 341
23 295 218 79 4,3 8. desember 2015 1:09 5 Æfing 388
24 269 223 56 3,8 15. desember 2015 2:09 16 Æfing 389
25 316 320 96 4,7 - 4,9
Fjallatími 1
26. janúar 2016 Þj:0:54:43 27 Æfing 394
Nj:1:33
26 65 5 54 0,4
Skyndihjálparnámskeið
9. febrúar 2016 0:10 18 Æfing 397
27 295 269 97 5,3
brodda- og ísaxaræfing
1. mars 2016 2:25 32 Æfing 400
28 300 276 59 4,3 6. desember 2016 1:30 14 Æfing 439
29 304 295 126 4,8 14. febrúar 2017 1:55 18 Æfing 449
30 301 438 64 7,8 8. ágúst 2017 2:33 12 Æfing 471
31. 309 293 59 4,1 9. janúar 2018 1:40 21 Æfing491
32. 309 297 51 4,3 18. desember 2018 1:53 11 Æfing 538
33. 310 253 96 4,6 15. janúar 2019 1:30 32 Æfing 540
34. 334 328 90 4,3
þjótandi
19. nóvember 2019 1:01 15 Æfing 581

 

Sveit í borg 11 af 12
Yndisganga frá Gufunesi að Korpu
um strendur Grafarvogshverfis

Þriðjudaginn 12. nóvember var næst síðasta Sveit í borg gangan
og í annað sinn af þremur meðfram ströndinni í byggð...
frá Gufunesi að ánni Korpu í Grafarvogshverfi...

Leiðin sú er virkilega falleg og villtari en gangan um fjörurnar í Mosfellsbæ
en um leið var byggðin nær okkur en þar að hluta...

Engir reiðstígar hér... heldur klettanasir og fjörur til skiptis...
og alger paradís fyrir þá sem vilja ná sér í fallegan göngutúr í villtri náttúru án þess að þurfa að fara úr bænum...

Mjög fáir mættir eða eingöngu 4 fyrir utan þjálfara...
svo við tókum þá ákvörðun í kjölfarið að sleppa hluta af Sveit í borg verkefninu
sem liggur um Álfsnes og svo frá Esjurótum um Kjalarnes að Hvalfjarðargöngunum
þar sem okkur grunar að þessa sé ekki nægilega spennandi fyrir menn að mæta í því miður
því áfram mæta bara þeir sem alltaf mæta á fjall hvort eð er, en ekki þeir sem við vorum að hugsa þetta sérstaklega fyrir
... þ. e. þá sem mæta sjaldan og þurfa að koma sér í meira form áður en þeir fara aftur upp í fjöllin
 eru nýir eða að koma eftir hlé...

Fjörurnar og klettarnir voru samt veisla... ekkert síður í myrkrinu en dagsbirtu...
sem þýddi að við vorum í meiri fjarlægð frá byggðinni...

Góð skilti varða leiðina um fjörurnar sem lýsa fjallasýninni til Snæfellsness...
sem og flóru og fánu svæðisins...

Það var flóð þetta kvöld... og þegar við þræddum okkur meðfram fjörunni norðan Gorvíkur
sem er líklega vinsælasta fjaran á þessari leið... þá féll stundum alveg að...

... og þá átti maður fótum sínum fjör að launa með því að stökkva upp í mosabörðin ofan við fjöruna...

... en þess á milli gengum við í sandinum og veittum athygli þeirri fánu sem þarna var...
og gátum alveg gleymt okkur í þeim heimi ef öldurnar hefðu ekki kippt manni aftur í raunveruleikann
í fimmtu hverju askvaðinu eða svo...

Hjartalaga bláskel... með skrauti... svo fallegt...

Við mynni árinnar Korpu... þar sem við enduðum síðast um fjörurnar í Mosó...
gengum við út á þennan klett og létum sjóinn lemja og frussast að okkur í tunglskininu..

Töfrandi staður þar sem við tókum nokkrar jógaæfingar, hugleiðslu og andakt...

Upp með Korpu var svo farið til baka um gangstéttina meðfram sjónum...
við ætluðum að fara aftur fjöruna... en freistuðumst til að fara stíginn því hann var svo greiðfær...

Bjarni mættur í Riddarapeysunni sinni... glóðvolgri af prjónunum...

Algert yndi... synd að fleiri skyldu ekki mæta...
sérstaklega þeir sem þurfa að bæta formið fyrir fjöllin...

Alls 9,2 km á 2:15 klst. upp í 37 m hæð með 129 m hækkun úr 17 m og niður í 0 m :-)

Síðasta Sveit í borg gangan verður frá Össur Grjóthálsi 5 og að Gufunesi....
fallega leið um skóg, fjörur og ása... vonandi mæta fleiri þá því þetta er alltaf skínandi góð æfing
en jæja, allt í lagi... við skulum halda okkur almennt við fjöllin og hætta þessari láglendisvitleysu þá, allt í lagi... 
með þeirri þrjóskulegu undantekningu þjálfara sem vill rekja sig með öllum ám á höfuðborgarsvæðinu
frá sjó að upptökuvatni... og Korpa er fyrst árið 2021... frá sjó að Hafravatni... jebb, gullfalleg leið :-)
 

 

Þjótandi...
upp Helgafellið í Hafnarfirði
í fallegu veðri, frosti, hálku...
 frábærri mætingu og glimrandi frammistöðu


Jón og Valla leggja í hann... fleiri farnir á undan... og nokkrir lögðu seinna af stað...

Frábær mæting og frammistaða var á fyrstu þjótandi æfinguna upp Helgafell í Hf þriðjudaginn 5. nóvember...
í rökkri og svo myrkri... frosti, logni og heiðskíru veðri svo veðuraðstæður voru mjög góðar...
en frosti í jörðu og hálku svo færið var krefjandi...

Alls mættu 17 manns, sumir snemma og fóru skokkandi upp og niður fyrir myrkur frá 1:01 klst.
eða gangandi rösklega upp og niður á rúmum 1:30 klst.

Flestir voru kringum 40+ mín upp á tind Helgafells í Hf. með rösklegri göngu á tímamælingu...
svo við erum komin með fyrsta markmiðið fyrir alla röska göngumenn að fara upp þetta fjall - að ná undir 40 mín :-)

Fljótustu menn upp og niður þetta kvöld voru Kolbeinn á 1:01 og Jórunn Ósk á 1:02 sem eru frábærir tímar
og hér með komið verðug markmið fyrir sterkari hluta hópsins að stefna á undir 60 mín upp og niður um gilið

Stefán Bragi ofurfjallahlaupari á besta skráða tímann um gilið frá steininum við bílastæðið upp og niður
alls 5,7 km á 41:57 mín sem er magnaður tími frá því um daginn...
og hlauparar eiga allir að reyna við þennan tíma ekki spurning :-)

Þjálfarar mættu í fjallgöngufötunum og lögðu af stað um 17:30
með Skagamönnum sem voru búnir að melda sig inn og mættu með 19 ára gömlu dóttur sini henni Örnu...

Myrkrið skall fljótt á og það reyndi á að vera með bæði höfuðljósin og svo brodda á leið niður
en okkur tókst eins og fleirum að ruglast á leiðinni upp og elta villustíg í myrkrinu
sem endaði í sjálfheldu og þurftum að snúa við... og það voru fleiri en við sem villtust... líka annað fólk á fjallinu...
en þá kom sér vel hversu mikil umferð af fólki er á Helgafellinu almennt...
menn sáu til hvor annars og gátu rétt sig af leið...

Þarna lengra til vinstri skyldi fara upp og þar hittum við höfðingjahjónin Guðmund Jón og Katrínu á niðurleið...

... en þau höfðu lagt fyrr af stað eins og flestir og þau sögðust ekkert vera að spá í tímanum
heldur dagatalinu fyrst og fremst enda komin yfir sjötugt og hvert ár því vel þegið...
en þjálfari hefur ofurtrú á þeim og er handviss um að þau eigi eftir að mæta á Helgafellið
næstu tíu árin með okkur...

Gylfi náði þessari mynd af þeim þremur saman uppi...

... en því miður náðust ekki myndir af Súsönnu, Jórunni, Ágústu, Kolbeini, Jóni og Völlu
sem voru farin fyrr af stað upp...

Við náðum hins vegar að gefa hvort öðru orku og hvatningu þegar við mættumst
og stemningin var frábær eins og á Esjunni í september...

Vonandi ná sem flestir að átta sig á hversu frábær svona æfing er...
allir mæta og fara upp og niður á eigin forsendum... hittast uppi á tindi ef hægt er, annars niðri við bílana...
og allir hvetja hvor annan... alltaf einu sinni í mánuði á mismuanndi fjöllum kringum borgina
og þjálfa okkur þannig markvisst í betra fjallgönguform..

Það myndast ákveðið vinasamband milli manns og fjalls þegar maður gerir þetta...
heimsækir fjallið sitt allt árið um kring árum saman og tekur stöðuna á færinu, veðrinu,
umferðinni  og umgengninni um það...
einn á ferð eða með hundinum sem elskar fjallið jafn mikið og maður sjálfur...
Einsamall á ferð hlustar maður nefnilega á fjallið... og það skilar manni sterkari til baka...
með einhvers lags rósemd í hjartanu... sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins...

Uppi á tindinum var ljóst að við vildum vera í broddum á niðurleið...
þeir sem náðu niður í dagsbirtunni sögðu að þetta hefði sloppið...
en í myrkrinu leist okkur ekki á annað en að negla okkur...

Steinar og Arna eingöngu á gormum sem eiga til að renna á sléttu yfirborðinu...
og fóru sér því hægt niður verstu hálkukaflana...
en hinir með keðjubroddana sem eru tær snilld þegar tekin er þjótandi æfing á fjalli að vetri til...

Hópmynd af þeim sem voru á svipuðum tíma uppi:

Örn, Jóhann Ísfeld, Steinunn Sn. með Bónó, Steinar, Hafrún, Arna og Ólafur Vignir en Bára tók mynd.

Því miður náðust engar myndir af Jórunni, Súsönnu, Ágústu og Kolbeini
en Jón og Valla eru á fyrstu mynd kvöldsins að leggja af stað...
og myndir fyrr í sögunni af Guðmundi Jóni, Katrínu og Gylfa :-)

Alls 17 manns... frábært !

Niðurleiðin var varasöm í hálkunni með eingöngu gorma á léttum gönguskónum...
við fórum varlega og vorum fjórum mínútum lengur niður en upp sem segir allt um færið...

Þegar við lentum hittum við fjallahjólara með ljós á leið á Helgafellið í Hf í myrkrinu þegar við lentum...
þeir fengu ráð um færið og voru greinilega þaulvanir fjallinu... með negld dekk og vel búnir... geislandi af eftirvæntingu...
það var áþreifanlega orkugefandi að hitta svona annað ástríðufólk á fjöllum... sem fer líka út að leika sér með vinum sínum...
uppi í fjöllin... þó það sé myrkur...

Helgafell Hf 338 260 8,4 11. sept. 2007 2:19 15 Æfing 12
2. 340 250 6,3 18. mars 2008 2:10 21 Æfing 40
3. 344 257 6,1 3. mars 2009 2:00 13 Æfing 82
4. 353 268 7,5 16. mars 2010 2:18 36 Æfing 129
5. 150 62 92 3,3
(Gvendarselshæð)
8. febrúar 2011 1:15 19 Æfing 172
6. 349 495 91 6,9 21. febrúar 2012 2:25 35 Æfing 217
7. 343 423 89 5,2 5. febrúar 2013 2:00 43 Æfing 256
8. 345 430 90 5,0 11. mars 2014 2:00 15 Æfing 300
9. 345 472 90 8,1 12. maí 2015 2:40 16 Æfing 359
10. 345 472 90 4,8 8. september 2015 1:24 11 Æfing376
11. 345 472 90 4,8 27. október 2015 1:24 16 Æfing 383
12. 348 307 89 7,4 8. mars 2016 2:18 28 Æfing 401
13.
með Jóhönnu Fríðu
348 28. júní 2016 20 Æfing 417
14.
Minningaganga
348 5,0 21. febrúar 2017 2:05 24 Æfing 450
15. 349 452 4,8 7. nóvember 2017 1:44 15 Æfing 484
16. 342 407 88 6,9 30. október 2018 2:22 11 Æfing 532
17. 323 282 72 9,2 12. mars 2019 2:35 19 Æfing 548
18.
með Olgeiri
17. september 2019 8 Æfing 572
19.
þjótandi
355 311 91 5,8 5. nóvember 2019 1:36 17 Æfing 579

Sjá allar æfingar okkar á Helgafelli í Hafnarfirði frá upphafi...
farið mismunandi leiðir upp og niður á öllum árstímum...

Alls sem sé þetta kvöld 5,8 km á 1:36 hjá okkur sem fórum rösklega gangandi í fjallgöngufötum
með brodda á niðurleið og talsverðu stoppi uppi á tindinum
við að spjalla, njóta, græja brodda og taka hópmynd...

Hvernig tekur maður þessar þjótandi æfingar ?

Fara rösklega upp og niður, stoppa hvergi nema uppi, og stoppa þá úrið í leiðinni...
og mæla sig við sína fyrri tíma í hvert sinn...
gera þetta einu sinni í viku á sama fjallið eða breyta til milli nokkurra fjalla..
fram á sumarið 2020...
og sjá hvernig formið eykst með hverjum mánuðinum...
þó maður sé ekki alltaf að ná sínum besta tíma...
heldur bara fara eins hratt og dagsformið leyfir hvert sinn...
því hver einasta svona æfing skilar sér í betra fjallgönguformi...
sterkara hjarta- og æðakerfi, sterkara stoðkerfi og sterkari lungum...
meira jafnvægi, meira sjálfsöryggi og meiri gleði

#Laugavegurinnáeinumdegi

#Bætumfjallgönguþolið

Virkilega vel gert allir !
... og mjög dýrmæt þolþjálfun sem skilar sér í hefðbundnar fjallgöngur án efa

Næstu þjótandi æfingar verða Úlfarsfell frá Leirtjörn og svo Ásfjallið í desember...
og svo einu sinni í mánuði hér með... njótum þess...
til að geta notið þess að fara í fjallgöngu alla hina þriðjudagana :-)

Sjá samantekt á öllum tímum Toppfara á æfinafjöllunum efri taflan..
og á alls kyns fjöll eða gönguleiðir neðri taflan...

http://fjallgongur.is/fjallatimar/fjallatimar_allir_fra_upphafi.htm

Endilega senda mér alltaf alla tíma ef menn eiga á þessum fjöllum eða öðrum...
mjög dýrmæt tölfræði sem við njótum öll góðs af NB !

 

 

Leirvogsárósar um fjörur Mosó
að ósum árinnar Korpu
 Sveit í borg 10 af 12

Þriðjudaginn 29. október var komið að tíundu Sveit í borg göngunni og þeirri fyrstu af þremur
þar sem fjörurnar verða þræddar frá ósum Leirvogsárinnar um Mosfellsbæ og Grafarvog gegnum Gufunes
alla leið upp að Össuri Grjóthálsi 5...

Nú var gengið frá Leirvogsánni þar sem hún rennur niður til sjávar og farið gegnum hestasvæði Mosfellinga
sem liggur við sjávarsíðuna í Leirvogi og er sérlega fallegt og sveitarlegt umhverfi...

Myrkrið skall fljótlega á svo landslagið náði ekki að sýna listir sínar sem skyldi á þessari fallegu leið...

Hlýtt, algert logn og úrkomulaust...
en frostið frá því um daginn lá samt enn í fossunum sem runnu til sjávar ofan af golfvellinum sem liggur eftir ströndinni...

Meðan Bára beið eftir Söruh sem villtist af leið þegar hún var að ná í skottið í hópnum
fór hópurinn út á tangann... og Örn smellti af mynd þar sem ekki var hægt að bíða eftir stelpunum tveimur
því það féll hratt að og menn þurftu að koma sér sem fyrst upp á meginlandið...

Sjá hópinn hér að koma til baka af tanganum... leiðin að hluta komin á kaf í sjó (vinstra megin á mynd)
og því þurftu menn að vaða smá í restina til að komast í land...

Smá fútt í þessu þar sem þetta var svo létt ganga :-)
...en menn höfðu orð á því að vaðskórnir sem slysuðust til að vera á búnaðarlista Rauðufossafjalla...
þar sem NB engin þörf var á vaðskóm (þetta var Hellismannaleiðarlýsingu að kenna sko !)..., 
... hefðu betur mátt vera í lýsingu á þessari göngu... :-) ... en annars blotnuðu menn ekkert að ráði :-)

Hin hópmynd kvöldsins... komin á þurrt með Esjuna í baksýn...

... og með höfuðljósin slökkt...

Hér er ægifagurt í dagsbirtu og fráfalli sjávar... og fuglalífið blómlegt með meiru...
innan um allt hestafólkið... golfspilarana... skokkarana... hjólarana...
og göngumennina sem fara meðfram sjónum milli Grafarvogs og Mosfellsbæjar...
að maður tali nú ekki um flugmennina sem leika sér utan í Úlfarsfelli á svifflugi niðr hingað...

Hér spila menn golf allt árið um kring....
svo hlýtt af sjónum að golfvöllurinn helst þurr og snjólaus að mestu allan veturinn...
og því er vorið fyrst á þessum slóðum... og haustið þrjóskast...

Við reyndum að ganga sem mest utan reiðstígarins...

... meðfram sjónum í mosa og grasi þar sem það var mögulegt...
með sjóinn á hægri hönd og húmið yfir öllu...

...en enduðum alltaf á reiðstígnum aftur þar sem liggur hann við fjöruna að mestu...

Áin Korpa rennur í gullfallegum flúðum til sjávar við bæjarmörk Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar
í austurhluta Grafarvogs... og þarna snerum við við og héldum til baka til hinna upprunalegu árósa kvöldsins...

Sjá Staðahverfið í Grafarvogi hægra megin... og ánna Korpu...
hingað munum við ganga í næstu Sveit í borg göngu eftir tvær vikur þar sem gengið verður frá Gufunesi...

Arkið til baka um reiðstígana var ansi rösklegt og hraðar en við áttum von á...
og endaði gangan á að taka eingöngu 2:09 klst. á 10,5 km leið með 69 m hækkun
úr 15 m upphafshæð upp í 30 m hæð hæst
flott æfing á rösklegri göngu með smá ævintýralegu ívafi á tanganum :-)

Riddarapeysan hennar Söruh sem hún prjónaði fyrir áskorunina....
og sem hún mun vera í á laugardaginn á Selvogsgötu í riddaragöngunni...
 ef hún velur ekki kajakferð vikunnar í klúbbnum sínum...

Þetta eru sannarlega litirnir hennar Söruh... fjólublár, bleikur, blár og hvítur...
magnað að sjá alla prjóna sína liti eftir þessu mynstri og sjá hversu ólíkar peysurnar verða eftir litunum...
 

 

Múlafjall
níundi Hvalfjarðartindurinn í höfn

Þriðjudaginn 22. október tókum við hörkuæfingu á Múlafjall í Brynjudal í Hvalfirði...

... og nældum okkur þannig í níunda tindinn sem umlykur Hvalfjörðinn en þjálfarar hafa áhyggjur af því að mjög fáir muni ná þessari áskorun og vildu gera mönnum kleift að ná þessu með því að blása til aukaferða og bæta þannig þeim tindum við sem ekki hafa verið á dagskránni á árinu...

Þennan dag var mjög hvasst og mjög kalt... og því ekki spennandi að fara á fjall...
en þeim mun sætara að ná þessari göngu...

Þjálfarar mundu nokkurn veginn eftir leiðinni sem við fórum þarna upp árið 2012...
og voru með gps-slóðina... en þetta endaði samt í þrælingi gegnum úfið kjarr og skóg
sem hugsanlega var lægri og saklausari fyrir sjö árum síðan...

Frost í jörðu... frosnir pollar og ísilagðar tjarnir svo Batman lenti ofan í vök uppi á fjalli
og var í vandræðum með að krafla sig upp úr henni aftur...

Skjól niðri í Brynjudal og því byrjaði gangan í friðsæld og notalegheitum e
en uppi á heiði Múlafjalls var vindurinn mun minni þó en í bænum og á leiðinni keyrandi svo við sluppum ansi vel við veðrið...

Botnssúlurnar yfirgnæfandi í austri... magnað að ganga í ljósaskiptunum...

Mykrið skall fljótlega á... við byrjuðum í ljósaskiptunum enda komið langt fram í október
og dagsbirtan á bara eftir að fylgja okkur í þrjár vikur enn á þriðjudegi...

Tíu manns mættir, frábær mæting í þessu veðri:

Örn, Sarah, Jón Steingríms., Stefán, Ingi, Elísa, Kolbeinn, Stefán, Bestla, Bjarni, Björn H.
og Bára tók mynd og Batma og Skuggi léku sér eins og enginn væri morgundagurinn...

Ný girðing uppi á fjalli... og sú gamla flæktist fyrir fótum okkar nokkrum sinnum gangandi í myrkrinu meðfram henni áleiðis á tindinn og til baka... vonandi skilja þeir ekki eftir heilu rúllurnar eins og þessa sem hefur verið skilin eftir á sínum tíma og er farin að hverfa ofan í jarðveginn... 

Við gengum sömu leið til baka en þegar komið var fram á brúnirnar á Brynjudalnum
freistuðust þjálfarar til að stytta sér leið gegnum skóginn í bílana...

... og komu fram á þessa kletta hér með bílana í eingöngu 250 m fjarlægð frá okkur...
en þetta reyndist ókleif leið niður og við neyddumst til að þvælast sömu leið til baka í skógarbrekkunum upp á veginn
og um hann til baka niður að skógræktinni þar sem bílarnir biðu í myrkrinu...

Dúndurgóð æfing sem skilaði án efa miklu í þoli... alls 9,4 km á 2:52 klst. upp í 398 m hæð
með alls 434 m hækkun frá 84 m upphafshæð...

Þetta átti einmitt ekki að vera svona langt en nú vitum við að maður kemst ekki upp með mikið styttra en þetta frá skógræktinni... líklega hefði þetta verið styttra frá Ingunnarstöðum sem rís undir miðju fjalli... þaðan er farið upp sneiðina sem við komum niður um þarna um árið í 12 km göngunni okkar á Múlafjallið endilangt... prófum þann uppgöngustað næst ! :-)

 

Lyklafell
Hörkuæfing... frábær mæting...
bálhvöss útivera... gefandi samvera...

Þriðjudaginn 15. október var spáð hvassviðri um allt suður- og suðvesturland og gul viðvörun í gildi...

Samt mættu 15 manns á æfingu og þjálfarar voru hæstánægðir með eljuna...

Gengið var frá Nesjavallaleið um móa, grjót og mela á þetta lága en fallega fjall
sem lúrir milli Nesjavallaleiðar og Suðurlandsvegar...
og er ansi smátt í samanburði við Vífilsfellið sem tekur athyglina hægra megin á mynd...

Það er greinilega slóði upp á Lyklafellið svo margir hafa og eru að ganga á það greinilega
þó enginn í okkar hópi hafi spáð í þetta falda fjall...

Leiðin greið sunnan og vestan megin en aðeins brattara norðan og austan megin svo leita þurfti að leið niður...

Hvass hliðlægur mótvindur var alla leiðina að fjallinu og því var skjólið sem gafsts neðan við vindinn mjög kærkomið...
þar áðum við og Helga Björk sem varð fimmtug um daginn gaf öllum falleg spjöld frá hjartalag.is
sem gaf öllum notaleg áminningu á lífsins vegferð...

Kvenþjálfarinn fékk þessa... Helga var greinilega alveg með þetta :-)

Örn, Lilja Sesselja, Katrín Kj., Helga Björk, Jórunn Ósk, Valla, Jón Steingríms., Biggi, Guðmundur Jón.
Ólafur Vignir, Kolbeinn, Elísa og Steinunn Snorra en Bára tók mynd og Batman, Gormur, Bónó og Moli voru mjög ánægðir með að eigendur sínir skyldu ekki láta veðrið stoppa sig í að taka æfingu þessa vikuna :-)

Uppi á tindi Lyklafells er mjög víðsýnt... en svo hvasst að við höfðum okkur öll við að halda jafnvægi...

... en það hindarði okkur ekki í að leita að annarri leið niður...
gegn vindinum sem sópaðist sem aldrei fyrr upp með austurhlíðunum...
og fannst ein góð í norðausturhorninu eftir að hafa snúið frá norðurhlíðunum...

Þar settum við stefnuna aftur í bílana um 3,6 km leið...
og á þeim kafla misstum við þessa dagsbirtu hér og enduðum í myrkri... sem skall hratt á...

Þá reyndi á höfuðljósin... og að vera með nýjar rafhlöður í þeim... myrkrið er verra í auðu færi... fjarri byggð...
og verst ef það er rigning ofan á ofangreint... en fremstu menn náðu samt að sleppa höfuðljósunum
sem undirstrikar vel hvernig myrkrið ýkist/eykst við að kveikja ljósin...

Hjartalaga sveppir á leiðinni...

Alls 7,2 km á 1:58 klst. upp í 310 m hæð með 391 m hækkun úr 221 m upphafshæð.

Frábær æfing, langtum betri en við áttum von á og veðrið mun minni hindrun en við áttum von á...
sem minnir enn og aftur á að við eigum bara að láta slag standa og mæta...
við sjáum aldrei eftir því....

Rauðufossar að upptökum Rauðufossakvíslar á laugardaginn ef áhugi og veður leyfir...
 

 

Friðsælt og fallegt
á Geldinganesi


Kajaræðari leggur af stað austan megin... en þeir eru mjög algengir á Geldinganesinu enda með aðstöðu hér...

Geldinganesið var gengið í þriðja sinn í klúbbnum þriðjudaginn 8. október
og nú í blíðskaparveðri... algeru logni með spegilsléttan sjóinn allt í kring en því miður skýjuðu veðri
en þjálfarar voru að vonast til að menn myndu loksins upplifa sólarlagið á þessum stað
sem er með ólíkindum fagurt á kvöldin allt árið um kring...

Gengið var rangsælis að sinni og þannig munum við skiptast á að ganga þetta nes næstu árin...
eins lengi og það verður mögulegt þar sem alltaf er verið að ræða skipulagningu á byggð hér
enda frábær staðsetning... sérstaklega þegar sundabraut verður komin...

Örn sniðgekk mýrina í austurendanum og fór sjávargrjótið um tangann sem var skemmtileg tilbreyting
og þaðan tók við eini virkilega krefjandi kaflinn á Geldinganesi, um stórgrýtið og þúfurnar norðan megin...

Dásamlegt veður... sjórinn spegilsléttur og friðurinn var áþreifanlegur...

... enda var spjallað eins og enginn væri morgundagurinn allt kvöldið...

Þar sem einu sinni var afdalað malarstæði...
og eitt rör upp úr jörðinni og gamalt plastker með rennandi vatni úr slöngu...
er nú skyndilega komið gámaþorp... vinnubúðir... kranar... rör úti um allt... vinnandi menn...
þar sem líklega er verið að bora fyrir heita vatninu sem þarna rann í sífellu...

Sláandi að sjá þetta fyrir okkur sem notið hafa Geldinganessins í friði og ró frá mannskepnunni til þessa...
en þetta er líklega bara forveri þess sem koma skal hér...
byggð og svo vegur gegnum Geldinganesið yfir sundin blá inn í borgina...

Fegusti hluti Geldinanessins er tanginn í norðvesturhlutanum...
en þjálfari gleymdi sér svo í umræðum að hún tók engar myndir á þessum kafla því miður...

Hópmyndin tekin svo á tanganum sjálfum með Akrafjallið í baksýn
sem var sérlega viðeigandi þar sem nýjir Skagamenn væru mættir á sína fyrstu æfingu:
þau Hafrún og Steinar og stimpluðu þau sig mjög vel inn í klúbbinn frá upphafi
enda sérlega gaman að fá fleiri Skagamenn í hópinn :-)

Jón, Jóhann Ísfeld, Valla, Kolbeinn, Guðmundur Jón, Maggi, Örn, Sigga Sig., Bjarni, Ólafur Vignir, Ágúst.
Hafrún, Steinar, Jórunn Ósk, Steinunn Sn., Bjarni og Marilyn en Bára tók mynd.

Þar af voru ofangreind Hafrún og Steinar í sinni fyrstu göngu með klúbbnum
og Jón og Valla að koma aftur eftir nokkuð langt hlé og JÓrunn Ósk að koma líka eftir rúmlega árs hlé...

Það var tekið að rökkva síðari hluta göngunnar um vesturhlutann og suðurhlutann
en vesturhlutinn er líka mjög skemmtilegur í góðu undirlagi en tignarlegum brúnum niður að sjó...

Borgarljósin farin að taka til sín... og húmið að skríða inn...

Við námurnar náðu flestir sér í ljós... og myrkrið skreið inn síðustu kílómetrana...

Geldinganesið er náttúruparadís fyrir hundaeigendur og hlaupara... og er mjög vel nýtt af þeim hópi...
einmitt oft í ljósaskiptunum þegar sólarlagið og borgarljósin speglast í sjónum
og maður er alltaf jafn hugfanginn af fegurðinni á þessum stað...

Suðurhlutinn er orðinn vel stígaður alla leið að námunum
og líklega fara margir þann stíg og svo veginn til baka upp úr námunni og um nesið uppi...

Hópurinn þéttur við bátinn rétt áður en komið er inn á eiðið að bílastæðinu...

Alls 7,1 km á 2:10 klst. upp í 21 m hæð með 35 m hækkun úr 5 m en í raun frá sjávarmáli...

Friðsæl og falleg æfing og fínasta útivera með minna kolefnisspori en við klukkutímaakstur út úr bænum...
enda níunda gangan í Sveit í borg þemanu... nú eru bara þrjár göngur eftir...
frá Leirvogsánni í Mosó eftir allri strandlengjunni gegnum Mosfellsbæ, Grafarvog, Gufunes
og alla leið upp í össur Grjóthálsi 5... það verður eitthvað :-)
 

 

Miðfellsmúli
Sannkölluð yndisganga
á áttunda Hvalfjarðarfjallið

Loksins hundskuðumst við á Miðfellsmúla í Hvalfjarðarsveit þriðjudaginn 1. október...

... eftir frestanir oftar en einu sinni á þetta Hvalfjarðarfjall
sem er í áskorun þjálfarra á árinu um að toppa öll tólf fjöllin sem varða Hvalfjörð...

... og gat veðrið ekki verið betra... stafalogn, hlýtt og yndislegt á októberkveldi...

Tveir sjaldséðir hrafnar í göngunni... Ágúst og Steinunn...
nokkrir nýliðar og einn gestur, hún Marilyn sem skráði sig í klúbbinn í kjölfarið :-)

Skuggi gerði allt til að vinna Jasmin á sitt band þetta kvöld...
og merkti rækilega bakpoka Ágústar í byrjun æfingar við litla gleði eigandans...
mjög miður en engin leið að vita hvað hundunum gengur til þegar þeir gera þetta...

Tuttugu manns mættir... mjög góð mæting eins og alltaf þegar æfingin er létt...
sem hefur valdið því að þjálfarar hafa verið með fleiri léttar æfingar síðari ár en áður...
en við verðum samt að passa að missa ekki alveg niður þolið fyrir krefjandi kvöldgöngur... þó fáir mæti í þær...
því þær henta þó einhverjum í hópnum...

Efri: Kolbreinn, Jóhann Ísfeld, Steinunn Sn., Guðmundur Jón, Katrín Kj., Ágústa, Arna, Ólafur Vignir, Steingrímur,
Björn Matt, Ágúst.
Neðri: Harpa, Biggi, Pálín Ósk, Ingi, Bjarni, Örn, Stefán Bragi og Marilyn sem kom sem gestur
en skráði sig í klúbbinn í kjölfarið á göngunni sem er frábært :-)

Bára tók mynd og hundar kvöldsins voru fimm; Batman, Bónó, Jasmín, Moli og Skuggi :-)

Þeir eru ansi fáir sem eru markvisst að ná öllum tólf fjöllum Hvalfjarðar...
því miður eru innan við tólf manns líklega að ná því sem er undir væntingum þjálfara...
en við gefumst ekki upp og höldum í vonina... enn eru þrír mánuðir eftir af árinu...
og búið að skora á Laugavegsfara sem eru virkilega að meina það að ætla að ganga 55 kílómetra í einum rykk...
að takast á við þessi fjöll... kannski skilar það sér í einum eða tveimur í viðbót...

Laufskálaréttar-stemning í göngunni...
svo mikið var spjallað að við máttum bókstaflega ekkert vera að því að ganga... dásamlegt alveg...

Akrafjallið hér í baksýn... það verður gengið í desember á þriðjudegi... þannig að jú, það eru ennþá fjjögur fjöll eftir...
Þyrill, Múlafjall, Hvalfell og Akrafjall...

Fram af suðvesturbrúnum Miðfellsmúla blasti sveitin við... virkilega fallegt fjall og fallegt útsýni...

Í bakaleiðinni tók að rökkva og við bílana í kjaftaganginum við að koma sér í bílana
dimmdi snögglega svo myrkur var á akstursleiðinni heim... já, það er kominn vetur...

Alls 4,0 km á 1:34 klst. upp í 278 m hæð með alls 236 m hækkun úr 59 m upphafshæð.

Harpa farin til Bhutan... hugsum til hennar...
mjög spennandi land að heimsækja... við fylgjumst spennt með !
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir