Æfingar alla þriðjudaga frá ágúst út september 2009
í öfugri tímaröð:

Lágafell 29. desember
Úlfarsfell 15. desember
Esjan 8. desember
Jólahlaðborð Toppfara
Háihnúkur Akrafjalli 1. desember
Helgafell Mosó 24. nóvember
Esjan 17. nóvember
50 ára afmæli Soffíu Rósu
Úlfarsfell 10. nóvember
Reykjafell og Æsustaðafjall 3. nóvember
Grímmannsfell 27. október
Þverfell - Langihryggur Esjunni 20. október
Smáþúfur 13. október
Valahnúkar 6. október
50 ára afmæli Inga

Hátíðarganga um Lágafell

Alls mættu 38 manns á síðustu æfingu ársins á Lágafell og Lágafellshamra þriðjudaginn 29. desember.

Þar af voru tvö ný andlit; þau Finnbogi og Súsanna og tvær ungar meyjar, þær Embla og Emilía, 12 ára...
...og auðvitað Día, Dimma og Dofri...

Veðrið var hátíðlegt og í stíl við gönguleiðina um Lágafellskirkjugarð; heiðskírt, nánast fullt tungl og stjörnubjart..

 

Gengið var frá Lágafellslaug undir Vesturlandsveg og upp á hnúka Lágafells með útsýni yfir Mosfellsbæinn í norðaustri og Reykjavíkurborg í suðvestri.

Vindurinn var napur þegar komið var á Lágafellið en skyndilega lægði og við gengum í logni mestan hluta kvöldsins en skv. veðurstofu var N7 og -5°C... alveg örugglega kaldara þar sem við vorum þetta kvöld...

Færið var gott, snjór yfir öllu sem gaf mikla birtu í samanburði við snjóleysið hingað til í vetur
og lítil hálka enda ferskur snjór frá því í gær...

Embla, dóttir Nönnu og Emilía vinkona hennar voru með í för...

...ásamt fleiri Toppförum:

Anna Elín, Anton, Áslaug, Ásta H., Bára, Birna, Björgvin J., Finnbogi, Gerður, Gnýr, Guðmundur Baldur, Gylfi Þór, Halldór, Heiðrún, Helgi Máni, Hjölli, Ingibjörg Þóra, Ingi, Inga Lilja, Jín Sig., Kalli, Kristinn, Lilja Sesselja, Rikki, Roar, Rósa, Sirrý, Sigrún, Snædís, Soffía Rósa, Sólveig, Stefán Heimir, Súsanna, Sæmundur og Örn.

 

Þjálfarar reyndu að kreista eins mikið út úr þessari gönguleið og hægt var... hér á klöngri milli hnúka á Lágafelli...

Og vildi ekki nokkur maður sleppa Lágafellshömrum þegar Lágafellinu lauk
svo haldið var ótrautt upp norðurhlíðar Úlfarsfells sem nefnast
Lágafellshamrar.

Þeir voru þræddir uppi á heiðinni að Arnarnípu með flottu útsýni til borgarinnar.

Helgi Máni, Kalli og Sæmundur hér fremst á mynd.

 

Þjálfarar græjuðu freyðivín við hamarsvegginn (sem hér með skal svo kallast) þar sem ætlunin var að klöngrast niður... fínasta æfing í klöngri í miklum bratta með öryggið af borginni í flasinu á manni svona í myrkrinu... þegar það hvarflaði eflaust að einhverjum hvað hann væri nú eiginlega að gera þarna......

Og skáluðum við með ljúffengum bollum frá Ástu H. fyrir frábæru gönguári 2009 og spennandi nýju gönguári 2010...

Ásta átti annars afmæli þennan dag og fékk afmælissönginn á tindinum...
...snilldarljósmyndari á ferð og Sæfari með meiru...

Jú, jú við ætluðum þarna niður... þetta var hvorki hált né ótraust... jú lausir steinar reyndar... en nauðsynlegt að fara um svona slóðir... og vera öruggari í bratta næst... líka í sálinni þegar maður ekur Vesturlandsveginn til borgarinnar næst og horfir á þessa snarbröttu brekku og rifjar upp... "þarna fór ég...".

Niðri biðu félagarnir eftir þeim sem varð um og ó í mesta lausagrjótinu og var farið í nokkrum hópum niður að laug yfir Vesturlandsveginn þar sem heiti potturinn beið með þátttökumeti í pottinum upp á 28 manns... vá hvað það var gott að gufusjóða sig aðeins í hitanum eftir útiveruna...

Margt í umræðunni... m. a. nýárssund 1. janúar og stofnfundur sjósundsfólks og auðvitað stefna Sæfarar þangað
í Nauthólsvíkina
kl. 12:00 á Nýársdag...

Hátíðleg æfing í kristaltæru veðri í svartasta skammdeginu þegar það er nauðsynlegast að gera eitthvað öðruvísi
til þess að maður frjósi ekki fastur í myrkri tilverunni...

Alls 6,6 km á 2:20 - 2:35 klst. upp í 123 m hæð á Lágafelli og 272 m hæð á Lágafellshömrum
með
229 m hækkun miðað við 43 m upphafshæð.

Nýársgangan á austanverðri Skarðsheiði framundan á laugardaginn 2. janúar og veðurspáin glimrandi flott !!!

Byrjum árið í þeim anda sem við viljum hafa það...
...á fjöllum á framandi slóð í hvaða veðri sem er...
 

 

Jólasveinar á Úlfarsfelli

120. æfing var þriðjudaginn 15. desember og var það sérstök jólaæfing gegnum skóginn
og "
upp á fjallið þar sem jólasveinarnir búa"...

Við vorum svo heppin að hitta óvænt á Þvörusleiki þar sem hann var á vappi við fjallsrætur...
...og bauð hann upp á
heitt kakó og piparkökur við bústaðinn sinn í skógarkjarrinu...

Alls mættu sautján "ungir Toppfarar á uppleið" og spjölluðu aðeins við jólasveininn í skóginum...

Og eldri Toppfarar létu sig ekki vanta enda var skorað á alla sem telja sig "unga í anda" að mæta
þó þeir hefðu enga unga Toppfara með sér...

Þá var með í för heiðursgestur að vestan, skíðagöngumaðurinn Elías Sveinsson frá Ísafirði sem farið hefur sjö sinnum í Vasa-gönguna í Svíþjóð en hún er frægasta skíðagöngukeppni í heimi - 90 km löng og mikil þrekraun.

Hér með Hugrúnu skíðagöngukonu á mynd sem bauð honum með í göngu.

Myrkið grúfði yfir fjöllunum...

...en það var algert logn, 4°C og stjörnubjart svo kvöldið var töfrandi friðsælt og fallegt...

...með kristaltærum frostnöglum á greninu í skóginum...

Yngsti göngumaður kvöldsins var hún Helga Signý, 3ja ára sem hér gengur með Gerði ömmu sinni með góðfúslegri aðstoð Sirrýjar en það eru sko ekki allir svona hepppnir að eiga fjallgöngugarp fyrir ömmu eins og Helga Signý...

Uppi á tindinum var nestisstund með heitu kakói, smákökum, mandarínum og jafnvel rjóma...

Jólasveinninn hafði skilið eftir smá jólasælgæti handa öllum krökkum sem gátu gengið alla  leið upp á fjallið
og eftir nestið var hafin leit í myrkrinu af
jólasveinahúfu sem ku hafa verið skilin eftir full af gotteríi...

Íris Mjöll fann fenginn og dreifði glaðningnum til fjallgöngumanna kvöldsins...

Skyldubúnaður kvöldsins var jólasveinahúfa og voru þær í ýmsum útgáfum...
Hreindýr, jólatré, blikkandi ljós...

Og áður en haldið var niður af fjallinu voru sungin fjögur jólalög sem yngstu börnin stungu upp á...
bráðum koma blessuð jólin
skín í rauðar skotthúfur
í skóginum stóð kofi einn
jólasveinar ganga um gólf.

Ungir fjallgöngumenn kvöldsins voru:


Andri
- 8 ára sonur Gylfa Þórs


Anna Lilja
- ? ára dóttir Lilju Sesselju


Ástþór
- 12 ára sonur Hjölla


Breki
- 12 ára sonur Áslaugar


Dagný Rún
- 6 ára frænka Sigrúnar


Garðar Örn
- 10 ára sonur Gylfa Þórs


Helga Sigrý
- 3ja ára ömmubarn Gerðar


Hilmir
- 4ra ára sonur þjálfara


Íris Mjöll
- 9 ára dóttir Lilju B. og Jóhannesar Rúnars.


Irma Gná
- 12 ára dóttir Jóngeirs


Jóhanna
- 10 ára dóttir Ólafs og Nönnu B.


Karen Lóa
- 10 ára dóttir Soffíu Rósu


Óskar
- 10 ára sonur Ástu H.


Patrekur
- 12 ára vinur Breka hennar Áslaugar


Tinna Kristín
- 9 ára dóttir Hrundar og Kristins


Viktor Máni
- 7 ára barnabarn Jóns Sig. og Ingibjargar?


Margrét Silfa
- 15 ára dóttir Ingu


Efri frá vinstri:
Ástþór, Tinna Kristín, Íris Mjöll, Hilmir, Anna Lilja, Irma Gná, Garðar Örn, Viktór Máni, Margrét Silfa og Óskar.
Neðri frá vinstri:
Dagný Rún, Jóhanna, Karen Lóa, Breki, Patrekur og Helga Signý.
Vantar Andra á mynd.

Fjallgöngumenn framtíðarinnar sem vonandi feta oftar í fótspor mömmu, pabba, afa, ömmu, frænku...

Toppfarar kvöldsins frá 3ja ára til 70 ára:

Ágústa, Áslaug, Ásta H., Bára, Björgvin J., Gerður, Guðmundur Baldur, Gylfi Þór, Helgi Máni, Hildur V., Hjölli, Hrund, Ingibjörg, Inga, Jóhannes R., Jón Sig., Jóngeir, Kári Rúnar, Kristinn, Lilja B., Lilja Sesselja, Nanna B., Ólafur , Rósa, Sigga Sig., Sirrý, Sigrún og Örn.

Niður var svo skoppað í göngugleði og áframhaldandi leit að Þvörusleiki sem hvarf með dularfullum hætti í skóginum...

Jólagangan í ár var 3,3 km á 1.58 klst. eða skemur fyrstu menn, upp í 280 m hæð með 124 m hækkun.

Þjálfarar þakka Soffíu Rósu og aðstoðarmönnum fyrir alveg hreint frábært uppátæki sem kom svo skemmtilega á óvart og gaf einstaka jólastemmningu sem ekki gleymist - hvílíkur snillingur !!!

Friðsæl og falleg ganga í sannkölluðum jólaanda

Næsta æfing verður milli jóla og nýárs frá Lágafellslaug um Lágafell og Lágafellshamra
þar sem
skálað verður á tindinum fyrir frábæru gönguári 2009 !

Ekki verður æfing þriðjudaginn 22. desember en við mælum með Esjunni ef menn hafa tíma og vilja fjölmenna og minnum á að nýta hátíðarnar til útiveru þegar ráðrúm gefst... desember er töfrandi tími þó dimmur sé og friðsælt skokk eða ganga á
t. d.  jóladag er eitthvað sem margir hafa tamið sér og sleppa aldrei... 

Gleðileg jól elskurnar !
 

 

Afmælisganga á Esjunni

Alls mættu 28 manns á 119. æfingu þriðjudaginn 8. desember og gengu til heiðurs afmælisbarni dagsins; Birni Matthíassyni sem varð sjötugur þennan dag.

 


Rikki, Rósa, Eyjólfur og Gerður.

Gengið var upp að steini og afmælissöngurinn tekinn upp á myndband og settur á YouTube þar sem félagar Björns gátu ekki á sér setið og urðu að óska honum til hamingju með þennan virðulega aldur á réttum degi!

Björn fagnar afmæli sínu á siglingu um Karabíska hafið með Heiðrúnu, konu sinni
og fékk eftirfarandi kveðju frá Toppförum:

http://www.youtube.com/watch?v=xXa0mJXOTb0


Úti-afmæliskortið sem var sérhannað fyrir rok, rigningu og fjallabrölt... og var úr sér gengið eftir athöfnina...

Veðrið var með versta móti, hávaðavindur og slæmar rokhviður og úrkoma til að byrja með, en svo létti til og varð stjörnubjart svo sjaldan hefur annað eins sést...

Sjá af frábærum vef Stjörnuskoðunar stöðu himintungla þegar þessi frásögn er unnin
en þar er alltaf hægt að sjá stöðuna hverja stund:

www.stjornuskodun.is

Enn hvassara var uppi við steininn en 23 fóru þangað þar sem fimm; Halldóra Á., Helga Sig., Hjölli, Roar og Sirrý sneru við frá vaðinu við áfanga fjögur.


Jóhannes R., Anton, Eyjólfur, Kári Rúnar, Gerður, Rikki og Sigga Sig.

Slóðinn var að mestu auður upp að vaði en þó hálkublettir á leiðinni og hlíðin var svo ansi hál og varasöm á köflum
en flestir í
gormum eða negldum skóm og því í engum vandræðum.

Alls varð æfingin 7,1 km á 2:24 - 2:30 klst. upp í 594 m mældri hæð og 582 m hækkun miðað við 12 m upphafshæð og er athyglivert að hæðin mældist lægri en vanalega á báðum gps-tækjum þjálfara og vegalengdin hefur lengst á þessum kafla á Esjunni þar sem hún mældist alltaf um 6,5 - 6,7 km en mælist nú í vetur iðulega um 7 - 7,1 km !

Þetta höfum við einnig séð á vanalegum hlaupaleiðum að skyndilega breytast mælingar á leið sem alltaf hefur mælst ákveðið löng og eina skýringin sem við finnum er sú að staðsetning gervitungla hafi breyst eða mælingar séu nákvæmari en áður?


Draugasöngurinn í myrkrinu... þegar æfingar stóðu yfir...

Annars var afmælisgangan gengin af eftirfarandi 28 manns:

Anton, Áslaug, Bára, Eyjólfur, Gerður, Guðjón Pétur, Guðmundur Baldur, Halldóra Á., Harpa, Helga Sig., Hildur Vals., Hjölli, Hugrún H., Ingi, Ingvar Páll, Jóhannes R., Kári Rúnar, Lilja K., Óskar Bjarki, Rikki, Rósa, Sigga Sig., Sigrún, Sirrý, Skúli, Soffía Rósa, Stefán A. og Örn.

Og Díu, Dimmu og Dofra.

Til hamingju með afmælið Björn !


Björn á toppi Kilimanjaro í júlí 2009 í tilefni af afmælisári sínu

Sjá viðtal við Björn í Fréttablaðinu í tilefni dagsins 8. desember 2009:

http://epaper.visir.is/media/200912080000/pdf_online/1_1.pdf


Á Kerlingu í Eyjafirði í sjö tinda göngu 13. júní 2009

Elsku Björn !

Toppfarar þakka þér einstaka vináttu og framúrskarandi frammistöðu
í krefjandi göngum með okkur allt árið um kring.
Megum við njóta félagsskapar þíns um ókomna tíð og feta sem flest í fótspor þín á fjöllum!
 

 

Jólagleði Toppfara...

... var haldin laugardagskvöldið 5. desember að lokinni göngu um Bláfjallahrygginn...

 ...og mættu 47 manns sparibúnir og í hátíðarskapi í Sjávarsalinn Grandagarði...

Anna Elín, Áslaug, Ásta H., Bára, Bára H., Björgvin, Eyjólfur, Gerður, Gísli, Gnýr, Guðjón, Guðrún Helga, Gylfi Þór, Halldóra Á., Harpa, Heiðrún, Helga Bj., Helga Sig., Helgi Máni, Hildur Vals., Hugrún, Hjölli, Inga, Ingi, Íris Ósk, Jóhannes R., Jón Tryggvi, Kalli, Kári Rúnar, Kristín Gunda, Lilja Sesselja, Lilja B., Linda Lea, Nanna, Roar, Rósa, Sigrún, Sigga Sig., Sirrý, Stefán Alfreðs., Steinunn, Svala, Sæmundur, Valgerður og Örn.

... og gæddu sér á jólahlaðborði frá Vertanum...

... og skemmtu sér fram að miðnætti við ýmsar uppákomur, m. a. Söng Sæfara:

Litlu ofurhetjurnar:
(texti eftir Bergljótu Hreinsdóttur, vinkonu Sigrúnar)

Litlu ofurhetjurnar
ætla út á sjó
en er þó um og ó
;;skjálfandi þau vaða
en halda sinni ró ;;

Litlu ofurhetjurnar
fara smá í kaf
í hið kalda haf
;;hendast svo í pottinn
og ekki veitir af;;

Litlu ofurhetjurnar
elska þessa stund
dýrka þessa stund
;;kuldinn skiptir engu
það léttir þeirra lund;;

... og einnig var fjallalag Toppfara frumflutt sem er óðum að verða til í nokkrum versum en Helga Björns reið á vaðið:

Toppfarar þeir tölta á fjöll
Telja það vera gaman
Alltaf heyrast hlátrasköll
Er hópurinn kemur saman.
Ummbrassa...

... og þjálfarar fengu það óþvegið þegar þeir voru látnir vinna saman blindandi...

... og sló þetta skemmtiatriði í gegn...

Helgi Máni, Jón Tryggvi, Kalli, Sigrún og Sirrý héldu utan um jólagleðina fyrir tilstilli Helga Mána og þökkum við þeim kærlega fyrir að gera þetta kvöld eins skemmtilegt og það var... og eins er Soffíu Rósu þakkað sérstaklega fyrir að koma og "skreyta salinn með grænum greinum" þó hún mætti ekki í hlaðborðið !

Helga Björns bauð upp á fordrykk við komu...
Sólveig Hansen frá Danmörku hélt þakkarræðu fyrir að veru sína í Toppförum
í tímabundinni veru hér á Íslandi...
Rikki fjöldaframleiddi og dreifði sönghefti Toppfara og lék á gítar...
Linda Lea og Gnýr leiddu fjöldasöng í byrjun...
Fjallalag sem
Helga Bj. samdi var frumsungið...
Áslaug "greindi" þjálfara og hélt góða tölu um niðurstöður...
Valgerður hélt fallega ræðu um komu sína í Toppfara
Sæfararnir Anna Elín, Áslaug, Ásta H., Helga Bj., Nanna P., Kári Rúnar, Sigrún og Sirrý
sungu sérsamið lag um "Litlu Ofurhetjurnar"...
Ingi hélt ræðu og fór fyrir skál til þjálfara og hann og Heiðrún fengu Hjölla og Gylfa Þór til að aðstoða sig við
subbulegasta skemmtiatriði kvöldsins - vantar mynd - sem vakti mikla lukku...
Ingi kom einnig með tónlist og allar græjur og hélt uppi stuðinu allt kvöldið...
... og hverju er ég að gleyma meira???

... og svo hjálpuðumst við að við að ganga frá á miðnætti...
...og menn fóru niður í bæ eða hurfu til síns heima eftir dúndurkvöld sem lengi verður í minnum haft og gefur tóninn fyrir næstu jólalgeði að ári... þá skulum við hafa salinn til 02:00 um nóttina og fá einhvern til að ganga frá svo allir geti dansað áhyggjulausir fram á rauða nótt... :-)

Sjá myndband af samsöngnum á YouTube:

http://www.youtube.com/watch?v=-jQrPNN_bfA

Og frábært myndband Gylfa Þórs af jólagleðinni:

http://gylfigylfason.123.is/flashvideo/viewvideo/20791/

Og frábærar myndir hjá  Gylfa Þór:

 www.123.is/gylfigylfason
 

 

Hávetur á Háahnúk


Júlíus, Björgvin J. og Eyjólfur ná hópnum
Ekki snjókoma á mynd heldur snjófjúk frá göngumönnum úr sköflunum ofar sem flassið grípur.

Alls mættu 45 manns á 118.æfingu þriðjudaginn 1. desember og gengu alla leið á Háahnúk við krefjandi aðstæður veðurs en heiðskíru veðri og fullu tungli í töfrandi vetrarríki fjallasalar Akrafjalls.

Spáin dagana fyrir gönguna var frost og vindur og það stóðst... samkvæmt veðurstofu var veðrið á Akrafjalli kl. 18:00 :
NA 15 m/s og -5°C og 24 m/s í verstu hviðunum !

Ingi og Óskar Úlfar mældu hitann uppi á Háahnúk -11 og -11,2°C
og þar giskaði Simmi á
13 - 15 m/s sem var þá rétt til getið!


Ef vel er rýnt í þessa mynd sést hópurinn ganga í birtunni af höfuðljósum upp síðustu brekkuna að Háahnúk með tunglið eins og sól í myrkrinu...

Við lentum í vandræðum við aðkomu að fjallinu neðan við vatnsbólið þar sem frosinn krapi var á slóðanum og þurftu fólksbílarnir að leggja neðar og menn að ganga upp að upphafsstað en það lengdi göngu þeirra um nokkur hundruð metra.

Þetta olli því að þeir sem voru seinni til þurftu að ganga lengri vegalengd til að ná hópnum en þeir Björgvin J., Eyjólfur og Júlíus voru nú ekki lengi að því :-)

Þetta var í fjórða sinn sem þjálfarar eru þarna í desember og aldrei lent í þessum vatnselg áður, en þar sem það er annar slóði að fjallinu (sem ekki fær á sig vatnið frá vatnsbólinu???) er það lexían eftir þetta að fara hann alltaf að vetri til og vori, en þá er beygt inn á hann vestar, nær Akranesi.

Þá sáum við ljóstýru við klettinn þegar við komum á upphafsgöngustað og reyndist þar vera á ferð Óskar Úlfar Skagamaður sem gekk á æfinguna frá heimili sínu á Akranesi - eða úr vinnunni? (var búinn að vera á gangi í 1,5 klst.) og hann lét sig ekki muna um að ganga til baka eftir æfinguna og afþakkaði far... en líklega var það þá alls um 5 klst. gangur hjá honum á ? hve margir kílómetrar? 

 

Hópurinn gekk upp hefðbundinn gönguslóðann sem var góður uppgöngu og í snjófargi í bröttu brekkunni í upphafi sem var mun heppilegra en fljúgandi hálkan sem við áttum alveg eins von á.

Gengið var nokkuð þétt eins og hægt var með vindinn í fangið og á hlið og lítið stoppað uppi á tindinum þar sem í logni hefði aldeilis verið áhrifamikið að slökkva ljósin og njóta fjallasýnarinnar í myrkrinu með snjófölina yfir öllu...

Við leyfðum okkur nefnilega bara öðru hvoru þetta kvöld að horfa yfir fjallasal Akrafjalls í allri sinni dýrð með tunglsljósið glitrandi á snjónum, tindana tignarlega nálægt okkur og höfuðborgarljósin og Akranesljósin í appelsínugulri fjarlægð... og fengum beint í æð í nokkrar sekúndur hve magnað það getur verið að vera á fjöllum í snjó og tunglsljósi... og héldum svo áfram að berjast við vindinn og kuldann...

Við flýttum okkur niður með vindinn í bakið og vorum ekki lengi að koma okkur aftur í bílana...
...stað þar sem við lögðum af stað í kuldalegu veðri fannst manni... en var nú bara brakandi blíða í samanburði við vindinn og kuldann uppi...


Hugrún, Ketill, Ingvar Páll á sini fyrstu æfingu, Kristín Gunda, Sigga Sig. og Kalli.

Lilja Kristófers bauð okkur inn á kaffihús Skagamanna, Skrúðgarðinn þar sem sveittir, veðurbarðir og rauðkinna fjallgöngumenn voru boðnir velkomnir með heitu kakói og piparkökum í sannkölluðum aðventuanda...

Einstaklega notalegur endir á barningi kvöldsins :-)


Guðjón Pétur, Soffía Rósa, Ingi, Sigga Sig., Lilja og Gylfi Þír í hvarfi og svo Halldór.

Mikið var skrafað um jólagleðina og tindferð laugardagsins á Bláfjallahryggnum... en veðurspáin sveiflast frá hörkufrosti, heiðskíru og vindi yfir í hita og snjókomu... ekkert hægt að sjá fyrr en í fyrsta lagi á fimmmtudag hvernig veðrið verður á laugardaginn... best ef það verður snjór, snjór, snjór og ekki mikill vindur eða kuldi...


Inna, Hjölli, Anton, Kristinn, Gerður, Áslaug, Anna Elín, Rósa og Halldóra Á.

Jaxlar kvöldsins voru:

Anna Elín, Anton, Ágústa, Áslaug, Ásta H., Bára, Björgvin J., Eyjólfur, Fríða, Gerður, Guðjón Pétur, Guðmundur Baldur, Gylfi Þór, Halldór, Halldóra Á., Hermann, Hjölli, Hrafnkell, Hugrún, Ingi, Ingvar Páll, Inna, Jóhannes R., Júlíus, Kalli, Kári Rúnar, Ketill, Kristinn, Kristín Gunda, Leifur, Lilja B., Lilja K., Lilja Sesselja, Óskar Úlfar, Rikki, Rósa, Simmi, Sigga Sig., Sirrý, Sigrún, Soffía Rósa, Steinunn, Valgeir, Valgerður og Örn.

Þar af var Ingar Páll að mæta á sína fyrstu æfingu og Inna, 14 ára mætti með föður sínum, Antoni í annað sinn.

Og auðvitað létu Brútus, Dimma, Día, Dofri, Tína og Þula sig líka frjósa og fjúka með félögum sínum...


Lilja K., Rikki og Sigrún við kakóbarinn

Æfingin endaði á 6,1 km í 2:12 - 2.19 klst. upp í 560 m hæð með 498 m hækkun miðað við 71 m upphafshæð.

ATH þessi gönguleið hefur hingað til mælst um 5 km svo það má slyrja sig hvort frostið hafi ruglað tækin
en þau sýndu öll þrjú hjá þjálfurum 6,1 - 6,3 km.

Dúndur-frammistaða við krefjandi aðstæður sem gerast ekki erfiðari en þetta á hversdagslegri þriðjudagsæfingu... en allir stóðust verkefnið og lærðu sjálfsagt heilmikið um sjálfan sig, búnað og klæðnað við hörkuvetraraðstæður...

Ullarfatnaður, ullarvettlingar, belgvettllingar yfir, lambhúshetta, skíðagleraugu, hálkugormar og 3ja laga hlífðarfatnaður eru búnaður sem maður kemur sér skilyrðislaust upp eftir göngu eins og þessa og er alltaf með í för hjá þeim sem kynnst hafa krefjandi vetrargöngum... það er varla að maður taki þetta úr pokanum þó það komi sumar...

Hörkukvöld !

Það er ekki spurning að hér með gerum við það að hefð á hverju ári að fara aðventugöngu á Akrafjall og endum á heitu kakói í Skrúðgarðinum þar sem síðustu drög eru lögð að að tindferð og jólagleði helgina á eftir...
 

 

 

Helgafell á hálfu tungli


Mynd: Tunglið lengst til vinstri gult að lit og göngumenn með höfuðjósin hvít.

Alls mættu 42 manns á 117. æfingu á Helgafell í Mosfellsbæ þriðjudaginn 24. nóvember.

Veðrið var það sísta í langan tíma... við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þegar við fórum út úr bílunum við fjallsrætur... orðin afskaplega góðu vön með logn og blíðu en nú blés vindurinn kaldur og úrkomulaus.

 Snjóhríð virtist belja á Esjunni sem hafði hvítnað seinnipartinn og það var aldrei að vita nema við fengjum einn skell yfir okkur miðað við vindinn og skýin í norðri... en við sluppum...

Léttskýjað, N5 og 3°C.

Gengið var upp stíginn í vesturhlíðinni og farið um brúnirnar sunnan megin með útsýni suður yfir Mosfellsbæ og klöngrast sem mest við máttum yfir kletta og brekkur á leiðinni til að nýta þetta litla fjall sem best til æfingar og teyjga æfinguna sem næst 5 kílómetrum...

Veðrið hélt sínu striki með strekkingsvindi úr norðri en engri úrkomu og hálft tunglið fylgdist með allan tímann.

Myrkrið var algert eins og þessi frásögn ber með sér og gott að hafa borgarljósin til að halda áttum þar sem það var hálfskýjað og lítil sýn til fjarlægra fjalla.

Sjá göngumenn bera við borgarljósin á göngu... agaleg myndaskilyrði þegar vindurinn blæs þetta vel...

Í bakaleiðinni var farið um norðurbrúnina og hnúkana þar og komið við á hæsta tindi þar sem þjálfari myndaðist við að taka draugamynd með borgarljósin í baksýn en sá gjörningur tókst ekki þar sem vindurinn skók myndatökumanninn þannig að allar myndir voru hreyfðar.

Göngumenn kvöldsins voru:

Anna Elín, Anton, Ágústa, Áslaug, Bára, Eyjólfur, Gerður, Gísli, Halldóra Á., Halldóra Þ., Harpa, Helga Bj., Helgi Máni, Hjölli, Fríða, Hrafnkell, Hugrún, Inga Lilja, Íris Ósk, Jóhanes R., Kalli, Kári Rúnar, Kristín Gunda, Lilja B., Lilja K., Óskar Bjarki, Óskar Úlfar, Petrína, Rikki, Roar, Rósa, Sigrún, Sigga Rósa, Sigga Sig., Sirrý, Sigrún, Sólveig H., Steinunn, Stefán A., Valgeir og Örn.

Auk þess var Inna, 14 ára dóttir Antons með í för og hundarnir Dimma, Día, Dofri, Tara og Þula.

Fínasta æfing þrátt fyrir vindinn sem gleymdist nú bara í mesta fjörinu á leiðinni og endaði hún í 4,4 km á 1:29 - 1:34 klst. upp í 226 m með 166 m hækkun en heildarhækkun þó meiri með öllum þvælingnum upp og niður.

Sæfarar vöktu athygli á ályktun sem gerð var á síðasta sæfundi (á mánudeginum þar sem fimm mættu í sjóinn!) þar sem fram kom að sárlega vantar karla á jólagleðina 5. des. til móts við kvennafansinn sem þangað mætir og var þessari athugasemd komið á framfæri á æfingunni og þjarmað að þeim karlpeningi sem mætti til göngu... þjálfari bíður nú eftir formlegum skráningum þeirra í gleðina... :-)

 

 

Ljósfarar á Esjunni


Nanna, Kári Rúnar, Gnýr, Anton og Rikki.

116. æfing var þriðjudaginn 17. nóvember og mættu hvorki meira né minna en 55 manns þrátt fyrir slyddu í veðurkortunum...  og gengu náttúrulega í veðurblíðu upp að steini með einhvurju sýnishorni af úrkomu á nokkurra mínútna kafla á miðri leið...

... eða hálfskýjuðu, A2 og 3°C...


Valgeir, Guðmundur Baldur, Sigrún, Heiðrún, Helgi Máni, Júlíus.

Björn, Helga Sig, Sirrý og fleiri? lögðu af stað á undan hópnum, Guðjón Pétur fór geyst upp og alla leið upp að klettabeltinu við Þverfellshorn og eins fóru Anton, Hjölli og Kristinn hraðar upp og niður um mýrina, Ingi gekk með Hafsteini föður sínum upp að vaði, Soffía Rósa sneri við á miðri leið þegar hnéð fór að kvarta, og Halldóra Ásgeirs mætti hópnum á miðri leið eftir krókaleiðum :-)


Hólmfríður, Hrafnkell, Heiðrún, tíkin Tína, Petrína, Áslaug.

En annars fór hópurinn slóðann með ánni upp að steini í snjóföl við 400 m hæð og lítilli hálku svo fáir settu á sig gormana.

Í umræðunni var glæsilegt 50 ára afmæli Soffíu Rósu um liðna helgi þar sem tæplega 20 Toppfara fjölmenntu.
Sjá sérumfjöllun með myndum síðar, neðar á síðunni.

Gerður og Rósa hér í hrókasamræðum með borgina í fjarska.

Við steininn var nestispása og "út-sýning" yfir alls kyns ljós í umhverfinu...
...borgarljósin, friðarsúluna, höfuðljósin allt um kring og stjörnuljósin á himni...
...meira að segja snjófölin kallaði fram smá birtu sem þó er bara svipur hjá sjón miðað við alvöru snjó...

Hópmynd var ekki tekin að sinni... enda var myrkur :-)

En mættir voru...

Anton, Ágústa, Áslaug, Ásta H?, Bára, Birna, Björgvin J., Björn, Eiríkur, Elsa Þ., Eyjólfur, Gerður, Guðjón Pétur, Guðmundur Baldur, Gurra, Gylfi Þór, Hafsteinn heiðursgestur, Halldór, Halldóra Á., Heiðrún, Helga Bj., Helga Sig., Helgi Máni, Hjölli, Hólmfríður, Hrafnkell, Ingi, Inga, Jóhannes R., Júlíus, Kalli, Kári Rúnar, Kristinn, Lilja B., Lilja Sesselja, María, Nanna P., Petrína, Rikki, Sigfús, Simmi, Sigga Rósa, Sirrý, Sigrún, Soffía Rósa, Sólveig H., Sólveig M., Steinunn, Svala, Valgeir, Valgerður og Örn en þar af var Valgeir að mæta á sína fyrstu æfingu.

Þá voru hundarnir Día, Dimma, Dofri og Tína glaðhlakkanlega með í för.

Um tuttugu manns fóru í heita pottinn í Lágafellslaug á eftir og nefnast pottverjar þessir hér með "pottfarar" þar sem sérdeildir eru nú óðum að myndast í Toppförum... en stungið var upp á nafninu "Sæfarar" yfir þá ævintýragjörnu og hugrökku sem ræddu það fyrir viku síðan á Úlfarsfelli að prófa að fara í sjósund með Áslaugu og Kára Rúnari sem stundað hafa þetta sport í einhvern tíma... og mættu svo galvösk á sjósundsæfingu síðasta mánudag; Ásta, Elsa, Nanna P., Sirrý, Sigrún, Snædís og Soffía Rósa.

...og lentu beint í fréttunum á RUV í kjölfarið... sjá viðtal við Áslaugu og Kára og hópinn í lok fréttatímans:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497813/2009/11/16/17/
smellið á fréttahlutann "Einar Örn" þar sem mistök eru í merkingum á fréttunum þetta kvöld !

Sæfarar bjóða alla Toppfarar velkomna á æfingu í Nauthólsvík alla mánudaga kl. 18:00
(mæting 10 mín fyrr, farið ofan í kl. 18:00 og í heita pottinn á eftir,
ókeypis aðstaða en geymsla fyrir verðmæti kostar 200 kr. og hægt að sameinast um hana).

Pottfarar fara í heita pottinn eftir hverja þriðjudagsæfingu - Lágafellslaug eða önnur laug eftir fjalli.

Hér með eru því Pottfarar og Sæfarar formlega komnir á blað (spurning með formenn og svona?...) og bara tímaspursmál hvenær hálendisfarar (jeppadeildin), ljósfarar (þeir sem mæta yfir vetrartímann í myrkri), maraþonfarar (hádegisskokkararnir, hellafarar (hellamennirnir Hjölli ofl.), utanfarar (gönguferðir erlendis), og ég veit ekki hvað... komast formlega á blað sem undirdeild Toppfara... möguleikarnir eru ótakmarkaðir...

Spurning með Toppfarar - grúppuna á Fésbókinni sem samskiptasvæði?
 

 

Soffía Rósa fimmtug !

Soffía Rósa Gestsdóttir fagnaði 50 ára afmæli sínu föstudaginn 13. nóvember 2009
og mættu tæplega tuttugu Toppfarar í glæsilega veislu í Fóstbræðraheimilinu.

Við komuna í afmælið tóku við gínur af Soffíu í fjallgöngubúningnum, skíðabúningnum og svo útivistartjaldið hennar með öllum græjum og fjórhjólið... og stækkaðar myndir af fjallgöngum með Toppförum blöstu m. a. við.

Félagarnir sungu auðvitað "Soffíu sönginn" með höfuðljósin og slökkt í salnum og Rikka á gítarnum
"Við göngum svo léttir í lundu" sem
Sigga Rósa samdi texta við:
 

Við fögnum og syngjum hér saman
Því Soffía á afmæli í dag
Hún sér um að svo verði gaman
Svo umhugað um okkar hag
Tralalalalala...

Svo flott hún á fjórhjóli þeysir
Um fjöllin sem elskar hún mest
Frískleg og fjörug hún leysir
Flest allar þrautirnar best
Tralalalalala...

Með Toppförum tindum hún safnar
Svo tíguleg ávallt hún er
Teinrétt hún hræðslunni hafnar
Þótt torveldur toppurinn sé
Tralalalalala...

Hjálpsöm og hress gönguforkur
Hún lífinu tekur með stæl
Hvetur og hlúar að okkur
Hún er okkur öllum svo kær
Tralalalala...

(Sigríður Rósa Magnúsdóttir Hansen)

Og félagarnir afhentu henni svo forláta glerlistaverk eftir Siggu Sig. (www.glerkunst.com)  af fjallinu hennar Soffíu Rósu, Baulu, og auðvitað var kortið sérhannað af sama listamanni... Soffía Rósa á fjórhjólinu sínu að mæta á fjallgönguæfingu... og með fylgdi gjafakort í "Eldur og Ís dekur" á Nordica Spa, hnéhlíf og fjallanammi sem Helga Björns útvegaði frá Ameríku :-)

Björn hélt ræðu til heiðurs Soffíu Rósu og innan um mörg skemmtiatriðin var sýnt myndband sem sonur afmælisbarnsins tók saman þar sem Toppfarar á fjöllum komu við sögu og áttu stundum orðið...

Soffía Rósa sparaði ekki þakklætið eftir afmælið til félaga sína frekar en hennar er von og vísa - sjá fésbókina.

Gleði hennar bjartsýni, jákvæðni, hvatning, stuðningur og þakklæti er einstakt framlag í fjallgönguklúbbinn frá því hún kom í hópinn í ágúst 2007, hún er einn allra sterkasti fjallgöngumaður sem Toppfarar hafa átt og þjálfarar þakka henni bljúgir fyrir hennar einstaka anda frá fyrsta skrefi með Toppförum...

...megi þau vera framundan okkur félögunum saman um ókomna tíð...
 

 

Kynjaverur á Úlfarsfelli

115. æfing...
...hver er eiginlega að telja...? 
...var þriðjudaginn
10. nóvember 2009...
...þó ekkert benti til þess að það væri vetur nema myrkrið... 
...og óræður fjöldi göngumanna mætti í svartaþoku og rigningarúða...
...hvað vorum við eiginlega mörg?...
...og gengu inn í dimma þokuna...
... hvaðan kom hún?...
... sem umlukti
Úlfarsfell...

...uppi létti þokunni...

...og kennsl voru borin á 46 manns...

...en ýmsir svipir sáust bregða fyrir...

Greinileg víma var á andlitum margra...
... og greina mátti enn djúpstæðari sælu hjá hluta af hópnum sem ekki fannst eðlileg skýring á...
... en þau áttu það öll sameiginlegt að hafa gengið á
tinda kennda við hól og tröll á Snæfellsnesi þremur dögum áður...
...og er það landsvæði nú til rannsóknar m. t. t. þessarar sérkennilegu vímu sem fólkið sveif um í...

Niðurstöður greiningardeildar benda til þess að umrætt fyrirbæri hafi verið fólk með ólæknandi fjallabakteríu á ferð í kærkomnum rigningarúða og þoku eftir blíðskaparveður alla þriðjudaga frá því í sumar...
...en þarna stóðst veðurlýsing þó ekki því það var "léttskýjað" þetta kvöld skv. veðurstofu... SV1 og 5°C...

Innan hópsins sást til kvikmyndatökumanns ...
...sem reyndi að villa á sér heimildir...
 ...með því að segjast vera að "safna gögnum í
50 ára afmæli Soffíu Rósu Gestsdóttur"...
...sá afmælidagur var reyndar staðfestur í Þjóðskrá Íslendinga en bíður nánari rannsóknar...

Hnattræna staðsetningarkerfið
hjá bandaríska hernum (
Global Positioning System - GPS)
 mældi þessar verur á
4,4 km kafla í alls 1:24 - 1:27 klst. upp í 283 m - 299 m - 255 m hæð með 206 m hækkun miðað við 95 m upphafshæð en 451 m hækkun alls sé miðað við bröltið upp alla tindana...
 

Ein almennileg mynd náðist af þessu dularfulla fyrirbæri...

Þar var flottur fjallgöngumaður á ferð sem þó er eingöngu 11 ára að aldri og kallaður  Krummi... og mátti draga ályktanir af umræðum göngumanna að þar færi sonur Gnýs... en það nafn fannst ekki í þjóðskrá Íslendinga og því voru ekki heldur borin endanleg kennsl á hann...

Þó voru tölur í staðsetningarkerfinu af ferðum hans með sama hóp í desember árið 2008 og fundust nánari gögn um hann og fleiri unga fjallgöngumenn á vefsíðunni: http://www.fjallgongur.is/toppklubburinn.htm

...en af þeim má ráða að hann tilheyri þessum sérkennilega hópi göngumanna sem mætir á æfingu öll þriðjudagskvöld óháð veðri, vindum, færð og birtuskilyrðum...
...og kallast
Toppfarar...

En nöfn þeirra sem hægt var að greina með rafsegulbylgjum þetta kvöld voru...

Anton, Áslaug, Ásta H., Bára, Björgvin J., Elsa Þ., Eyjólfur, Gerður, Gísli, Gnýr, Guðmundur Baldur, Guðjón Pétur, Guðríður, Gylfi Þór, Halldóra Á., Harpa, Helga Bj., Helga Sig., Helgi Máni, Hermann, Hólmfríður, Hrafnkell, Ingibjörg, Inga, Kalli, Kári Rúnar, Kristinn, Kristín Gunda, Krummi, Lilja Sesselja, María, Nanna B., Nanna P., Óskar Bjarki, Rikki, Roar, Rósa, Simmi, Sigga Rósa, Sigga Sig., Sigrún, Snædís, Soffía Rósa, Sólveig H., Sæmundur og Örn.

Af orðum innan hópsins mátti greina að Björgvin J., Gísli og Guðmundur voru að mæta í sína fyrstu göngu...

... og loks skal þess getið að hundarnir Dísa, Dimma, Dofri og Tinni skildu eftir spor sín og önnur verksummerki á fjallinu...

Frekari rannsóknir fara nú fram um fyrirbærið og verða niðurstöður áfram birtar hér á þessari vefsíðu :)

Post scriptum...
Skýringin á þessari undarlegu frásögn af einni saklausustu æfingum fjallgönguklúbbsins má rekja til þess að ritari Toppfara var beðin um að segja "eitthvað fyndið" um Soffíu Rósu fyrir framan kvikmyndavél á æfingunni en þar stóð þjálfarinn á gati og gat eingöngu farið fögrum orðum um hana Soffíu sína  sem telst til einna allra bestu göngumanna Toppfara frá upphafi vega og til eins af allra dýrmætustu klúbbmeðlimum hans...
Undirmeðvitund þjálfarans var greinilega ósátt við eigið húmorsleysi og virðist hafa velt þessari vanhæfni fyrir sér síðustu nótt því svo þegar ritarinn tók til við að skrifa lýsingu á æfingunni tók undirmeðvitundin við og reit ofangreinda frásögn undir áhrifum að dulúð þokunnar í gærkveldi... ...okkur öllum auðvitað eingöngu til tilbreytingar og gleði í skammdeginu :-)

 

 

Fullt tungl og logn

á Reykjafelli og Æsustaðafjalli


Skálafell í fjarska, Æsustaðafjall nær, speglun tunglsljós í litlum polli næst.

Alls mættu 58 manns á 114. æfingu þriðjudaginn 3. nóvember í algeru logni og fullu tungli
og er það þátttökumet á vetraræfingu.

Þar af voru Leifur og Styrkár að mæta á sína fyrstu æfingu.

Veðrið var með besta móti enn og aftur á þriðjudegi þetta haustið... logn, 2°C og auð jörð.

Gengið var um Skammadal gegnum sumarhúsabyggðina sem blómstrar á sumrin
og minnir á gömlu gildin nægjusemi og hófsemi sem á vel við á okkar tímum...

Tunglið reis í allri sinni dýrð á norðausturhimni og brátt fóru stjörnur og borgarljós að glitra okkur til leiðsagnar og heiðurs...

Þetta var ólýsanlega fallegt kvöld.

Áning var á hæsta tindi Reykjafells í 277 m hæð skv. gps og var svo gengið um heiðina yfir á Æsustaðafjall en þar lentum við aldrei þessu vant í mýrinni sem við höfum bara farið um í frosti og snjó áður og varð sumum hugsað til leiðsögumannsins þarna fremst... hva, þetta var náttúrulega bara óvænt æfing í mýrargöngu :-)

Hópmyndin var ansi myrk og fékk ekki samþykki vefstjóra en mættir voru:
Anna Elín, Anton, Ágústa, Áslaug, Ásta H., Bára, Birna, Björn, Eiríkur, Elsa Inga, Elsa Þ., Eyjólfur, Gerður, Guðjón Pétur, Gurra, Gylfi Þór, Halldór, Heiðrún, Heimir, Hermann, Hjölli, Hrund, Ingibjörg, Ingi, Jóhannes R., Jóhannes G., Jón Sig., Júlíus, Kalli, Kári, Kristinn, Kristín Gunda, Leifur, Lilja B., Lilja K, Lilja Sesselja, María, Nanna B., Nanna P., Óskar Bjarki, Óskar Úlfar, Petrína, Rikki, Rósa, Sigga Rósa, Sigga Sig., Sirrý, Sigrún, Skúli, Soffía Rósa, Sólveig H., Sólveig M., Steinunn, Styrkár, Svala, Valgerður, Þorsteinn og Örn.

Hundarnir voru sex ?;
Día, Dimma, Dofri, Tína, Þula og svo var Venus var að mæta á sína fyrstu æfingu.


Tunglið og höfuðljósin...

Ljósadýrðin var ólýsanleg, sláandi bjart af tungli og á Æsustaðafjalli slökktum við ljósin og skoðuðum stjörnurnar...

Karlsvagninn beint fyrir ofan okkur í norðri og fleiri dýrðindi...

Stærsta hindrun kvöldsins var stokkurinn sem liggur vestan við Æsustaðafjall og varð það hin mesta skemmtun að komast þar yfir m. a. með aðstoð Inga og Gylfa Þórs sem slengdu :-) konunum yfir af slíkri röggsemi að sumum leist ekkert á blikuna.

Gullin kvöldstund

... sem gaf 5,1 km á 1:43 klst. upp í 277 m hæð með 167 m hækkun.

Tröllatindar í umræðunni og mikil tilhlökkun til þeirrar ferðar enda fer veðurspáin nú dagbatnandi... og eitthvað barst tilraun þjálfara til þess að halda jólagleði Toppfara á Broadway til tals en þar vantar betri mætingu og stór spurning hvort einhverjir hugmyndaríkir Toppfarar séu ekki til í að fara í skemmtinefnd og skipuleggja álíka gleði reglulega yfir árið? Ferðirnar í maí, júní og ágúst halda uppi fjörinu yfir sumartímann (og vetrarferðin í feb. ornar okkur að vetri til) en það væri óskandi að til væri nefnd sem myndi skipuleggja árshátíð í mars, haustfagnað í október og jólagleði í desember fyrir þá sem vilja eiga góðar stundir annar staðar en á fjöllum :-)
 

 

Ljósaganga á Grímmannsfelli

Alls mættu 43 manns á æfingu þriðjudaginn 27. október og gengu upp með Katlagili á hæsta tind Grímmannsfells, Stórhól.

Þar af voru þrír nýjir meðlimir; þeir Eyjólfur og Magnús (ekki bræður! :-) ) og hún Solvej Dürke Bloch sem verður með okkur í mánuð og er íslensk að hálfu? en býr erlendis. Þó nokkur pláss hafa losnað í klúbbnum í haust og hafa þjálfarar hleypt inn tíu manns til viðbótar þeim 100 sem eru í klúbbnum þar sem nokkrir meðlimir eru óvirkir af ýmsum orsökum og ansi erfitt að segja nei við þá sem haft hafa samband þar sem við höfum hingað til fagnað hverjum sem komið hefur í klúbbinn :-)

Skráðir meðlimir í klúbbnum eru því orðnir 110 manns eða 100 manns virkir sem er algert hámark og hér með verður eingöngu hleypt inn í klúbbinn þegar pláss losna sem gerist í hverjum mánuði ef menn ákveða að endurnýja ekki æfingagjöldin.
Við vonumst til þess að flestir meðlimir séu til lengri tíma í klúbbnum og innan hans haldist þessi kjarni sem myndast hefur gegnum tíðina og fer saman á fjöll í ævintýraleit allt árið um kring en gerum okkur um leið grein fyrir því að klúbburinn hentar líka þeim sem vilja tímabundið koma inn og ganga með okkur á fjöll þegar þeir eru t. d. að æfa sig fyrir ákveðið verkefni svo það verða alltaf einhver mannaskipti í hluta hópsins.

Mættir voru:

Efri frá vinstri: Birna, Magnús, Þorsteinn, Hjölli, Sigga Sig., Rikki, Hildur Vals., Björn, Sirrý, Kalli, Sigrún, Gnýr, Óskar Bjarki, Snædís, Hugrún, Anton, Gerður, Örn, Nanna P., Rósa, Rakel, Júlíus, Fríða, Hrafnkell, Kári Rúnar og Ásta H.

Neðri frá vinstri: Kristinn, Lilja Sesselja, Hrund, Steinunn, Ágústa, Petrína, Gylfi Þór, Kristín Gunda, Áslaug, Soffía Rósa, Óskar Úlfar, Inga, Sólveig H., Eyjólfur, Ingibjörg.

Jóhannes Rúnars náði hópnum á göngu eftir myndatökuna og Bára tók mynd.

Hundarnir voru sex; Dimma, Día, Númi, Tína, Þula og ?nafn (Jóhannesar).

Þar sem upphafsstaður var annar en áður var gengið öfuga leið miðað við vanalega eða inn með gilinu og þaðan upp en rökkrið var það mikið í snjóleysinu að fallegt landslag Grímmannsfells og viðfeðmt útsýni þess naut sín ekki sem skildi.

Lega Grímmannsfells svipar að mörgu leyti til Akrafjalls, tvær fjallbungur sem klofna í tvennt fyrir miðju þar sem á rennur um gil sem endar í fögru gljúfri. Í sumar ætlum við enda að ganga upp alla þrjá hnúka Grímmannsfells í góðu útsýni og skoða gil og gljúfur þess þegar það skartar sínu fegursta í sumarblíðunni.

Veðrið var með skásta móti þessa vikuna eða skýjað, úrkomulaust og austanvindur; A4 og 7°C.
Farið var að rökkva í upphafi göngunnar enda
sólsetur kl. 17:28 og komið myrkur á miðri leið inn gilið
og allir komnir með höfuðljós þegar tindinum var náð á myrkri heiðinni.

Nestispásan var á tindinum eins og vanalega með friðarsúluna og borgarjósin  í fjarska og niðurleiðin rösk í beinni línu að bílunum þar sem við skófluðumst yfir stöku snjóskafla sem kúrðu ofarlega í norðurgiljunum frá októberhretinu í byrjun mánaðarins.

Alls var þetta því 7,7 km ganga á 2:36 - 2:42 klst. upp í 492 m hæð með 405 m hækkun

Gylfi Þór kom með þá góðu hugmynd að fara í heita pottinn í Lágafellslaug eftir æfingu þegar gengið er á fjöll norðan og austan megin borgarinnar og er það frábær hugmynd þar sem heitur pottur er það besta eftir útiveruna. Við finnum góða laug til að stinga okkur ofan í þegar gengið er sunnan megin. .. t. d. Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði ?

Nokkrir fóru því fyrir tilstilli Gylfa í heita pottinn í Lágafellslaug eftir æfinguna og hittu göngumenn af Helgafelli sem sáu tilkomumikla ljósakeðjuna frá Toppförum á Grímmannsfelli...:-)
 

Sjá mjög góðar myndir af göngunni hjá Gylfa Þór með alvöru myndavél hér:

http://gylfigylfason.123.is/album/default.aspx?aid=162970&lang=en

... og fleiri myndir félaganna á fésbókinni, m. a. frá Júlíusi.

 

Hátíð á Þverfelli

Þátttökumet var enn slegið á vetraræfingu þriðjudaginn 20. október
þegar
55 manns mættu til göngu á Þverfell Esjunnar upp Langahrygg Steini og niður hefðubundna leið.

Fjögur voru ný á æfingu, þau Hrafnkell og Hólmfríður og Samúel og Erla.

Þá var Karen Lóa 10 ára mætt með móður sinni Soffíu Rósu en hún var að mæta í annað sinn með Toppförum.

Hundarnir voru þrír?: Día, Dimma og Tína - voru fleiri?

...þetta var sérstök æfing fyrir margar sakir...

Veðrið var eins gott og það getur orðið að vetri til,
algert
logn allan tímann alveg upp að efsta punkti og kvöldsól í 5°C.

Gengið var upp gegnum skógarrjóður, gil, grýttar brekkur og klettahjalla
 í þéttum
bratta sem fékk kroppinn til að hitna svo um munaði í veðurblíðunni og svitinn rann...
... þetta var
hörkufjallgönguæfing...

Við Fálkaklett náðum við í skottið á sólsetrinu sem rauðlogaði í vestri
með borgina, sæinn og fjallahringinn glitrandi í ljósaskiptunum.

Kvöldkyrrðin var áþreifanleg og sterk

Mættir voru:

Efst frá vinstri: Hrafnkell, Kristinn, Hrund, Óskar Bjarki, Anton, Jón Sig., Ingibjörg, Halldór, Örn, Anna Elín, Gnýr, Rikki, Halldóra Þ., Sigga Rósa, Roar og Sæmundur.

Miðjan frá vinstri: Sirrý, Petrína, Lilja B., Hólmfríður, Erna, Hugrún, Steinunn, Eiríkur, Erla, Samúel og Kári Rúnar.

Neðst frá vinstri - allir sem sitja:: Gurra, Simmi, Helgi Máni, Elsa Þ., Rakel, Harpa, Áslaug, Nanna B., Ágústa, Inga, Linda Lea, Nanna P., Guðjón Pétur, Svala, Kalli, Hildur Vals., Snædís, Kristín Gunda, Rósa, Sigrún, Lilja Sesselja, Helga Bj., Valgerður og Jóhannes fremst.

Á mynd vantar mægðurnar Soffíu Rósu og Karen 10 ára sem sneru við fyrr, Gylfa Þór sem var líka bak við myndavélina
og Báru sem tók mynd.

Frá hömrunum var gengið upp með gilinu áleiðis á hnúkana sem rísa um Langahrygginn og myndar Gljúfurdalinn sunnan við Kerhólakamb og við stöldruðum reglulega við og horfðum á eftir síðustu geislunum hverfa logandi ofan í hafsflötinn áður en myrkrið tók endanlega kvöldið yfir...

Í nestispásunni á hæsta tindi Langahryggjar í 491 m hæð var öllum hópnum alveg óvænt boðið upp á Tópas-staup og Nóa-konfekt í boði Siggu Rósu og Rikka sem nákvæmlega þetta kvöld fögnuðu 25 ára brúðkaupasafmæli og ákváðu að halda upp á það gangandi á fjöll með félögum sínum í Toppförum.

Stemmningin var frábær og veðrið til þess að njóta stundarinnar til hins ítrasta - við skáluðum fyrir hjónunum
með glitrandi útsýnið í suðri og þögla hvíta tindana í norðri í algeru logni.

Jón Sig. samdi þessar línur og sendi þjálfara í tilefni dagsins:

Sigga og Rikki eru nú sérstök „Silfurhjón“
með Toppförum þau arka eins og ljón
Þau eiga sér nú fagra framtíð bjarta
með eðalgull og demanta í sínu hjarta

Takk fyrir bæði tvö og Jón og hjartans hamingjuóskir elsku Sigga Rósa og Rikki !

Hífuð af kvöldkyrrðinni (ekki Tópasnum auðvitað) héldum við áfram upp að steini (1:55 klst.) og áðum aftur þar örlitla stund áður en haldið var niður á leið um austari slóðann í snjósköflum í fyrstu en góðu færi annars. Uppi við steininn hittum við fyrir fimm félaga úr "Gullnu línunni" - göngufélagsskap sem myndaðist í einni jöklalínunni þegar 66°Norður gekk á Hvannadalshnúk í vor en þau ganga vikulega og stefna á Hrútsfjallstinda og 24 tinda á næsta ári...

Á niðurleiðinni um slóðann missteig Roar sig og bólgnaði upp á hægri ökkla. Hann kældi sig í læknum, fékk áburð og verkjalyf hjá félögum sínum og skokkaði svo sprækur það sem eftir leið ferðar (með verki en vildi bara klára þetta sem fyrst og fara "létt yfir" með hraðanum og við áttum fullt í fangi með að elta þá Guðjón niður !) Eflaust tognaður á ökklanum með tilheyrandi bólgu, mari og eymslum næstu daga en vonandi nær hann fljótt bata !

Nokkrir félagar liggja nú veikir heima með flensur af ýmsu tagi og við sendum okkar bestu batakveðjur til þeirra allra!

Æfing kvöldsins var ekkert slor og lengri en lagt var upp með sem gjarnan vill gerast ef vel viðrar...
...7,2 km á 2:54 - 3:03 klst. upp í 597 m hæð með 591 m hækkun.

Einstök æfing

...sem fer í sérflokk vetraræfinga fyrir sakir veðurblíðunnar og brúðkaupsafmælisins sem fagnað var á ógleymanlegan máta við töfrandi aðstæður... hugsið ykkur að eiga svona fallega kvöldstund að vetri til á Íslandi...?

Það er ekki hægt að biðja um meira þessa dagana !
 

 

Sumar á Smáþúfum

Alls mættu 47 manns á æfingu þriðjudaginn 13. október og gengu upp vesturhlíðar Blikdals Esjunnar Smáþúfum í sannkölluðu sumarveðri eða hálfskýjuðu, S3 og 9°C.

Anna Einars var að mæta á sína fyrstu æfingu með hópnum og svo mætti kær félagi aftur, hún Soffía Rósa eftir nokkurra mánaða meiðslahlé og var dásamlegt að sjá hana aftur í göngugallanum með bros á vör og gleði í hjarta eins og alltaf!

Gengið var frá viktarplaninu upp hamraveggina í vestri með frábæru útsýni til sjávar, fjalla og borga með borgarljósin glitrandi í fjarska þegar húmaði að.

Lagt var upp með að þetta yrði heldur krefjandi æfing þar sem hækkunin var talsverð eða 555 m upp í rétt rúma 600 metra... en til samanburðar fyrir áhugasama þá var hækkunin síðasta laugardag 627 m upp í 786 m sem munar ekki miklu svo það var ekkert skrítið að pústa svolítið í brekkunum þarna!

Margir Búrfells- og Leggjarbrjótsfarar voru á æfingunni þetta kvöld og fengu því dúndurþjálfun út úr þessari göngu þar sem líkaminn lætur ekki segja sér það oft að hann þurfi að standa í krefjandi fjallgöngum með nokkurra daga millibili án þess að bregðast snarlega við með betra þoli og styrkara stoðkerfi !

Á mynd:
Sigga Ingva., Steinunn, Petrína,  Sigga Rósa, Guðrún Helga, Ágústa (nær), Anna Einars., Elsa Inga og Kalli.

Sólarlags naut því miður ekki þetta kvöld þó útlit væri fyrir það fyrr um daginn en það var ekki hægt að kvarta þar sem hitinn var 10° í upphafi göngu og var komin í 8°C í lok göngunnar.

Siggar Rósa, Rikki, Petrína, Kalli, Helgi Máni og neðar er Sigrún.

Akrafjall í fjarska í skýjunum og VesturlandsvegurHvalfjarðargöngum.

Soffía Rósa sneri fljótlega við eftir kærkomna göngu með hópnum (skynsemin réð þar för)
og Elsa Inga sneri einnig við fyrir neðan Arnarhamarinn
en aðrir héldu áfram upp stígandi brekkurnar sem ekki linnti fyrr en ofan við Arnarhamarinn.

Mættir voru 47 manns:

Efri frá vinstri:
Kristinn, Kári Rúnar, Júlíus, Anton, Hrund, Sirrý, Örn, Valgerður, Rikki, Óskar Bjarki, Hermann, Rósa, Helga Bj., Helga Sig., Ólafur, Ingi, Sigga Ingva., Bára, Guðrún Helga, Kristín Gunda, Skúli, Kalli, Snædís, Sæmundur, Anna Einars., Helgi Máni, Lilja B., Jóhannes R.,

Neðri frá vinstri:
Björn, Harpa, Sigrún, Lilja Sesselja, Petrína, Anna Elín, Gerður, Sigga Rósa, Nanna B., Steinunn, Guðjón Pétur, Ágústa, Hildur Vals., Áslaug, Elsa Inga, Sigga Sig., Halldóra Þ.
Vantar Soffíu Rósu á mynd.
Hugrún tók mynd.

Ingi með "níðstafinn" sinn (enn eitt hlutverk "priksins")... en Hugrún tók "leitarmannastafinn" sinn í tilefni broddastafs Inga þar sem hann var aldrei þessu vant í bílnum eftir eftirleitir um síðustu helgi svo þetta urðu heilmiklar spekúlasjónir á göngunni.

Hundarnir voru fimm eftir röð á mynd: Tína, Día, Dofri og Þula en vantar Tinna á mynd.

Helga Sig., Anna Einars og Elsa Inga - sjá brattann í þessum brekkum á mynd.

Á Arnarhamri var útsýnis notið í öllu sínu veldi á frábærum stað en svo tók við lítil hvilft með smá lækkun fyrir síðustu hækkunin að Smáþúfunum sjálfum og þar sneru þrjár við til baka áður en þær fóru nánast alla leið upp.

Menn borðuðu nesti uppi en þeir sem voru sniðugastir settust í bratta hlíðina í austri þar sem lognið og kyrrðin var algjör á meðan hinir stóðu í golunni uppi og blöðruðu frá sér allt vit... í léttleikanum sem alltaf grípur um sig í hressandi svita útiverunnar.

Niður var skáskorið um hlíðarnar eins beina leið og hægt var í vaxandi myrkrinu með höfuðljós og fannst glöggt hvernig hitinn hækkaði aftur í logninu frá sunnangolunni eftir því sem neðar dró enda talsverðu lækkun.

Á planinu mætti bóndinn á Skrauthólum (næsti bær við) og bar upp þá ósk hvort þessi hópur sem hann sá fikra sig niður hlíðarnar með ljósin í myrkrinu, væri til í að taka fyrir hann eftirleitir í næsta dal um næstu helgi... Rikki tók við þessari beiðni en þar sem þjálfarar eru uppteknir eru spurning hvort menn séu ekki til í að hópa sig saman, þeir sem vilja taka góða laugardagsgöngu í fallegum dal...? Sjá nánar síðar!

Þétt æfing annars í lygilega góðu veðri og fjölmennustu vetraræfingunni til þessa
sem skilaði 6,8 km á 2:32 klst. upp í 604 m hæð með 555 m hækkun!
 

 

Fyrsti snjórinn á Valahnúkum


Valahnúkar framundan

Vetrartímabilið hófst með snjó og stæl þriðjudaginn 6. október á Valahnúka við Helgafell
í fallegu vetrarveðri; hálfskýjuðu sólsetri, og golu, A3 og 4°C.

Þátttökumet var slegið á þessari fyrstu vetraræfingu þar sem aldrei hafa fleiri mætt á æfingu á vetrartímabili
eða
43 manns en gamla metið var 30 manns!


Húsfell vinstra megin.

Klöngrast var upp hnúkana úr vestri í austur með Helgafellið á hægri hönd og Búrfellsgjá og Húsfell á vinstri hönd.
Snjórinn allt um kring og hálka á köflum sem flækti málin en jók gæði æfingarinnar því veturinn er jú framundan !

Alls mættu 43 manns og sex hundar
og minntust nákvæmlega
eins árs frá upphafi efnahagshrunsins á Íslandi þann 6. október með sigurtáknið á lofti:

Við lifum af kreppuna með göngum á íslenskum fjöllum sem eiga sér engan líka í veröldinni !!!

Í stafrófsröð:
Anna Elín, Áslaug, Ásta H., Ásta Þ., Bára, Birna, Björn, Eiríkur, Elísabet Rún, Elsa Inga, Elsa Þóris., Gerður, Gylfi Þór, Halldór, Harpa, Helga Bj., Helgi Stefnir, Hermann, Hildur V., Hjölli, Ingibjörg, Íris Ósk, Hugrún, Jóhannes R., Kári, Kristinn, Kristín Gunda, Lilja B., Lilja Sesselja, Nanna B., Ólafur, Óskar K., Rakel, Rósa, Sigga Ingva., Sigga Sig., Sirrý, Sigrún, Sólveig, Steinunn, Sveinn Máni, Sæmundur og Örn.

Hundarnir voru átta;
Brútus, Dimma, Día, Dofri, Rapp, Stormur, Tinni og Þula
og áttu þeir misauðvelt með klöngrið og leist stundum ekkert á blikuna :-)

Þetta var hollt og gott og menn voru ánægðir með öðruvísi æfingu þar sem reyndi á aðra færni en í tilbreytingarlítilli göngu og samhjálpin var ríkjandi þegar á þurfti að halda í klettunum.

Hálkan hafði áhrif á leiðarval og hér var farið niður að Valabóli (vin í eyðimörkinni að hætti skátanna) í stað þess að fara bröttu klettana sem við höfum farið áður í betra færi en þeir bíða bara betri tíma...

Sirrý hér á göngu meðfram klettunum á miðri leið með haustlaufin umvafin snjó.

Þetta var gullfallegt kvöld í ferskum snjó og tæru útsýni með fjöllin allan hringinn
og himininn í einstökum
bleikum og bláum litum sem einkenna vetrargöngurnar.

Eftir klöngur upp á hæsta hnúk var farið að strítunum sem sumir sögðu að hétu Tröllaborgir og eru kenndar við skessur þrjár en þar var lítið staldrað við þar sem mikið teygðist úr hópnum með klöngrinu ofan af hæsta punkti
og því var haldið áfram að
síðasta hnúknum.

Þar var áð með nesti og rökkrið skreið yfir.

Hundarnir voru ekki lengi að þefa uppi stærsta hjartað í hópnum...
...
Björn átti fullt í fangi með að fá eitthvað af nestinu sínu sjálfur...

Alls var gengið 5,3 km á 1:54 - 2:04 klst. upp í 210 m hæð með 115 m hækkun miðaði við 95 m upphafshæð.

Vetraræfing beint í æð í vetrarveðri eins og þau gerast fallegust !
 

 

Ingi fimmtugur !


Mynd: Þorleifur Einar Pétursson

Ingi hélt upp á 50 ára afmæli sitt laugardaginn 3. október
og bauð félögum sínum í Toppförum til veislunnar ásamt vinum og vandamönnum.


Mynd: Þorleifur Einar Pétursson


Rúmlega
þrjátíu Toppfara hittust í fordrykk hjá þjálfurum í Reykjavík og æfðu söngatriði...
...og mættu svo í afmælið í
Miðgarði á Skaganum þar sem gleðin var við völd.

Mynd: Þorleifur Einar Pétursson

Bára hélt smá ræðu til Inga og Heiðrúnar og sýndi myndband sem hún gerði af sögu Inga í Toppförum í klúbbnum frá upphafi
Sjá hér http://www.youtube.com/BaraKetils#play/all

Og hópurinn var með ljósagjörning þar sem ljósin voru slökkt í salnum
og við sungum með höfuðljósin söng um Inga undir laginu "
Guðjón" eftir Hörð Torfa:

Nú góðan dreng skal lofa hér í ljóði
og líta yfir helstu afrek hans.
Sá ofvirki oft berst af miklum móði
hann margri hættu bíður upp í dans.
Með lýsingunni líkast bjöllum hringi
ljóst má vera að þetta er hann Ingi. 

Sem prímusmótor planar flest í heimi
í pípulögnum kann hann brögðin flest.
Af elju stakri ellimerkin geymi
enda sprækur á við graðann hest.
Hann hefur og mun alla ævidaga
ala manninn upp á Skipaskaga.

 Fjallamennskan fangar hug hans tíðum
á fjöllum virðist finna hugarró
Með vangaroða vappar eftir hlíðum
og virðist ekki geta fengið nóg.
Nú ertu á toppnum og við fögnum honum
enda einn af Íslands bestu sonum.


Mynd: Þorleifur Einar Pétursson

Ingi fékk að gjöf frá Toppförum gullfallegt málverk eftir Bjarna Þór listamann af bæjarfjallinu sínu - Akrafjalli.


Mynd: Þorleifur Einar Pétursson

 Sigga Sig hannaði afmæliskort af Akrafjali og Inga með appelsínugula bakpokann sinn...
Og
Soffía Rósa kom með fimmtíu gular rósir handa afmælisbarninu.

Þorleifur tók allar myndirnar hér að ofan og birtir  allar myndir úr afmælinu
á lokaðri myndasíðu sem Toppfarar hafa aðgang að - sjá tölvupóst.

Vegleg veisla - frábært kvöld - yndislegir vinir
og ekki annað hægt en birta nokkrar myndir af herlegheitunum hér á síðunni !
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Gallerí Heilsa ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / 588-5277 - Netfang: bara(hjá)galleriheilsa.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir - sími +354-867-4000 - netfang: bara(hjá)toppfarar.is