Æfingar alla þriðjudaga frá júlí út september 2014
í öfugri tímaröð:

Búrfellsgjá 30. september
Ólafsskarðshnúkar 23. september
Þyrilsnes 16. september
Kvígindisfell 9. september
Svörtuloft og Geirmundartindur um Kjalardal í Akrafjalli 2. september
Gildalshnúkur og Vesturhnúkur Hafnarfjalli 26. ágúst
Heiðurshlaup Reykjavíkurmaraþoni 23. ágúst
Sköflungur 19. ágúst
Minningalundur Fjallaseli 17. ágúst
Kistufell Esjunnar vestan megin með Hjölla í sumarfríi þjálfara 12. ágúst
Búrhamrar Esju með Hjölla í sumarfríi þjálfara 5. ágúst
Möðruvallaháls og Trana 29. júlí
Litla Sandfell og Geitafell 22. júlí
Hátindur og Jórutindur 15. júlí
Vífilsfell með Gylfa í forföllum þjálfara 8. júlí
Andlát og útför Ketils Arnars Hannessonar
Helgafell í Hafnarfirði með Súsönnu 1. júlí

Vel sloppið með veður
í Búrfellsgjá


Guðmundur, Gylfi, Örn, Steingrímur, Jón, Lilja Sesselja, Katrín, Valla og Steinunn fremst með Bónó og Mola og Bára tók mynd.

Arnarfell og Bæjarfell í Krýsuvík var verkefni æfingarinnar þriðjudaginn 30. september... en vegna slæmrar veðurspár var ákveðið að fara Búrfellsgjanna í staðinn þar sem við hefðum verið of berskjölduð fyrir hvassri sunnanáttinni þarna við suðurströnd landsins...

... en svo var bara fínt veður framan af og við reyndum að hugga okkur við mjög svo myrk og úfin skýin sem grúfðu yfir Bláfjöllum, Grindaskörðum og fjöllunum norðan kleifarvatns... og sannfæra okkur um að það væri örugglega mun verra veður þarna hinum megin þar sem ekkert er skjólið við sjóinn...

Við vorum hins vegar  í ágætis skjóli þegar innar dró í gjánna...

... en það blés harkalega þegar komið var upp í skarðið... alltaf versta veðrið í skörðum... svo harkalega að þegar öftustu menn duttu ítrekað við uppgöngu á gígbarminn ákváðum við fjögur að bíða barminn af okkur... tímdum nú ekki að fara að misstíga okkur svona rétt fyrir Nepal.... og vera í skjóli meðan hinir þræddu sig allan hringinn... auðvitað var fínasta veður þarna uppi... alltaf verst í skörðum... en þarna fór að rigna og þá dimmdi fljótt yfir og allt breyttist... en svo létti aftur til og var fallegt og friðsælt...

Steingrímur bauð okkur í hellaferð í bakaleiðinni og var það vel þegið þar sem æfingin var heldur létt þetta kvöldið...

En hellirinn fannst ekki þrátt fyrir talsverða leit... Steingrímur var fljótur í förum og leitaði vel en það getur verið ótrúlega erfitt að finna svona helli ef lítil eru kennileitin í kring... svo við snerum við eftir nokkra leit og skoppuðum í endalausum Nepal-pælingum til baka... átta af tíu mættum á leið til Nepal eftir eina og hálfa viku og undirbúningur á suðupunkti...

Notalegasta æfing í ótrúlegri röð illviðra þessa vikuna... hver lægðin á fætur annarri... þrumur og eldingar um kvöldið þegar heim var komið og lítið lát á veðrinu nema smá gluggi um helgina komandi sem sífellt þrengist þegar nær dregur helgi...

Alls 6,2 km á 1:44 klst. upp í 179 m hæð með um 230 m hækkun alls miðað við 103 m upphafshæð
en talsvert lægri lægstu hæð á leiðinni :-)

Fimmtíuogfimmára-afmælisganga Inga á Háahnúk með afmæliskakói á eftir á Skaganum...
...vonandi í betra veðri en þessa vikuna :-)

 

 

Karlmannlegt var það
um Ólafsskarðshnúka og Bláfjallahrygg 
í rigningu og þoku

Karlmenn voru í meirihluta á æfingu þriðjudaginn 23. september... sem eingöngu gerist öðru hvoru í Toppfaragöngum...
... voðalega munaði miklu um kvenþjálfarann... ;-)

...þegar gengið var á Ólafsskarðshnúka
og tiplað yfir á Bláfjallahrygginn áður en haldið var niður um Draumadali aftur niður í Jósepsdal...

Gengið var úr norðurmynni Jósepsdals sem er umlukinn á þrjá vegu af tveimur Sauðadalahnúkur
og tveimur Ólafsskarðshnúkum í austri, nyrsta hluta Bláfjallahryggjarins í suðaustri brúnum Draumadala í suðri
og svo tveimur Bláfjallahnúkum í suðvestri og loks Vífilsfelli í norðvestri...

Óskaplega fallegur staður í góðu veðri en svo sem ekki svo slæmt í íslenska dumbungnum
sem nú er alls ráðandi þessar vikurnar...

Bíllfærið slapp vel inn að Jósepsdal og allt of mikið af jeppum ef eitthvað var :-)

Hjölli tók að sér að "vera Bára" á þessari æfingu þar sem hún var á vakt þetta kvöld...
og gætti hann vel síðustu manna... einn af mörgum öðlingum í þessum klúbbi sem gera hann að því sem hann er...
þéttum, samhentnum og notalegum hópi sem allt getur og allt gerir sama hvað :-)

Gott var prílið og hollt á þessum ávölu hnúkum sem hafa verið gengnir á öllum árstímum í klúbbnum...

Búin að ganga á hvern einasta hnúk á þessu svæði nema...
við eigum alltaf eftir þessar Eldborgir í Lambafellshrauni þarna í austri... hægra megin út af mynd...
þær eru á dagskrá á næsta ári...

Þarna hinum megin gengum við í brakandi blíðu á gullfallegum vetrardegi
og horfðum á Ólafsskarðshnúkana tignarlega og snjóhvíta með félögum sínum á beggja vegu...
í einni af mörgum mögnuðum tindferðum á þessu ári...
Bláfjallahrygg í febrúar í gullnu vetrarveðri...

Þoka, rigningarúði og rökkur þegar ofar og innar dró en hæstur var Bláfjallahryggurinn í tæplega 700 m hæð...

Mættir voru:
Steinunn Sn., Jón, Jóhannes, Hjölli, Valla, Jóhann Ísfeld, Rósa, Guðmundur Jón, Arnar, Björn E., Ástríður, Ásta Guðrún.
Njóla, Anton, Helga Björns., Katrín Kj., Ósk og Steingrímur... en Örn tók mynd og Bára var því miður að vinna...

Hörkulið á ferð... synd að hafa misst af þessu segir ritarinn við þessi skrif... :-)

Höfuðljósin fóru upp á brúnum Draumadala þar sem farið var fljótlega niður og gullfallega gilinu við Bláfjallahnúka sleppt
þar sem skyggnið leyfði ekki útsýnisdól að sinni...

Alls 7,5 km á 2:46 klst. upp í 635 m á hærri Ólafsskarðshnúk og 695 m á Bláfjallahrygg,
með alls hækkun upp á 603 m miðað við 327 m upphafshæð.

Flott og fremur krefjandi æfing... frekar erfiðleikastig 3 en 2 sögðu einhverjir...
 og allir rennblautir og vel þreyttir eins og vera ber eftir alvöru æfingu :-)

 

Gullfallegt Þyrilsnes
í friðsælu sólsetri

Hún var létt en gullfalleg gangan um Þyrilsnesið í Hvalfirði þriðjudaginn 16. september...

Lygnt og svolítið svalt í veðri enda haust... og sólin að setjast í mistrinu í vestri...

Gengin var hringleið um nesið allt frá austri í suðvestur og norðurströndina til baka í austur...

Fjöllin allt í kring nú þegar í safni Toppfara að einu undanskildu í Brynjudal
og við rifjuðum upp ýmsar göngur gegnum tíðina í Hvalfirðinum...

... þar sem sumir eiga sína fyrstu göngu í sögunni með hópnum og aðrir skemmtilegar sögustundir eða önnur uppátæki...

Eina fjallið sem enn er ekki í safninu er Þrándarstaðafjall og Kjölur efstur á heiðinni þar á milli að Kjósinni
... enda verður það gengið í nóvember í ljúfri og ægifagurri tindferð um Djúpadalsborgir og Bollafell...

Það er eitthvað við það að ganga meðfram sjónum... orka og ferskleiki sem einstakt er að anda að sér...

Mættir voru 18 manns:

Örn, Rósa, Lilja Sesselja og Anna Lilja dóttir hennar, Arna,  Stefán Alfreðs., Katrtín Kj., Jón,
Ágúst sem var fagnað eftir talsvert hlé, Guðmundur Jón, Sigríður Arna, Sigga Rósa,
Andri sonur Gylfa og Gylfi, Valla,
Björn Matt að jafna sig á meiðslunum og Bára sem tók myndina.

Nestisstund með sólsetrið í fanginu...

Þessi var skafinn inn að beini og fjöðrum...

Botnssúlurnar vinkuðu handan Brynjudals... ekki leiðinlegt að rifja upp göngurnar á þær gegnum tíðina...

Það var myndað sem vitlaus við værum þetta kvöld...

... enda myndefnið gullið...

Norðurströndin er brattari en sú syðri...

... og því tignarlegri og ævintýralegri þó það sé eflaust umdeilanlegt...

... þar sem við náðum að finna smá kletta til að skoða...

.... og tæpigötur til að tipla...

Við vorum á ægilegum sögustöðum Harðar og Hólmverja...
en Hvalfjörðurinn geymir mikil örlög í sögu Íslendinga allra sem og heimamanna...

Dóluðum okkur og nutum kyrrðarinnar...

Sólarlagið breyttist stöðugt...
maður á bara að standa/sitja og horfa í klukkutíma eða svo þegar sólsetrið er svona síbreytilegt og fallegt...

Þyrill hinum megin sjávarins...

... þarna flúði hún upp í klettana í geiliina með börnin tvö...

Þessi klettur var ómótstæðilegur og hélt mönnum fram í myrkur :-)

Eldrauðir sveppir á ferð alveg í stíl við haustlitina...

Myrkrið skollið á þegar við loks skiluðum okkur í bílana á dásamlegu dólinu...
rétt sluppum við höfuðljósin eiginlega meira af þrjósku en þarfaleysi...

Alls 5,9 km á 2:16 klst. upp í 102 m hæð með alls hækkun upp á 139 m miðað við 22 m upphafshæð og 1 m lægstu hæð.

Bara yndislegt :-)
 

 

Kvígindisfelli kom á óvart
með tröllvöxnum klettum og töfrandi álfaborgum

Þriðjudaginn 9. september bættum við enn einu fjallinu í safnið þegar gengið var á Kvígindisfell við Usahryggi
en fjallið atarna kom verulega á óvart og bauð upp á dulúðuga hamra og tröllvaxnar klettaborgir...

Gengið var norðan megin á fjallið vestan við Uxavatn en ekki "aflíðandi" leiðina sem lagt hafði verið upp með austan megin
og var það mikið lán þar sem leiðin sú var ægifögur og ævintýralega krefjandi :-)

Mættir voru: Jóhann Ísfeld, Njáll, Björn Matt., Ósk S., Katrín Kj., Nonni, Dóra, Hjölli, Gylfi, Þorbjörg gestur Njólu (tvíburasystir Dodda!), Anton, Lilja Sesselja, Helga Bj., Ásta H., Arna, Steinunn Sn., Súsanna og Sigga Rósa
en Örn leiddi gönguna og Bára var fjarri góðu gamni í 3ja daga blóðsöfnunarferð á Norðurlandi :-)

Gljúfrið í norðurhlíðum Kvígindisfell var heill heimur út af fyrir sig og þess virði að fóta sig betur um í góðu tómi síðar :-)

Tröll og álfar um allt að passa fjallið sitt...

En göngumenn fengu frið til uppgöngu og önduðu að sér tröllslegnum björgunum...

Þétt var það upp með gljúfrinu og góðar skriður á köflum... krefjandi hollt og gott :-)

Litið til norðurs með Þverfell... sem er á dagskrá á næsta ári... í fjarska í þokunni...
Mýrlent á köflum en móinn annars haustaður og mjúkur...

Reyðarvatn ofar og Uxavatn hægra megin... frábært að ná góðu skyggni þetta kvöld
þar sem spáin var heldur tvísýn og þjálfarar voru næstum því búnir að breyta plani þar sem þetta átti að vera útsýnisganga...

Því miður fór svo að á tindinum þar sem ætlunin var að horfa á Botnssúlur og Hvalfell.. Ok og Fanntófell... Langjökul og Þórisjökul... Skjaldbreið og Skriðu... og tindaraðirnar allar norðaustan Þingvallavatns... byrgði þokan sýn... og vindur blés svo það var ekki einu sinni borðað heldur nestisstund frestað þar til neðar drægi... vestan megin við gljúfrið sem var lítið betri leið en upp... en aldrei kom næðisstundin til að borða og endað var á að klára gönguna til enda og nestast bara í bílnum á leið í bæinn eins og stundum áður...

Rökkur og höfuðljós síðustu kílómetrana en allir sælir með fjall sem komið hefur einna mest á óvart enda lætur það ósköp flatt og tilbreytingalaust yfir sér úr fjarska og líður kannski fyrir öll þau glæsifjöll sem rísa allt í kring og fanga fljótar athyglina...

Lexía kvöldsins klárlega að gljúfur og gil sem virðast ekkert vera úr fjarska geyma gjarnan ægifagurt landslag þegar nær er komið.

Alls 8,9 km á 3:08 klst. upp í 789 m hæð með alls hækkun upp á 488 m miðað við 414 m upphafshæð.

Mið-Jarlhettur endilangt frá norðri til suðvesturs um helgina og veðurspá með ágætum :-)

 

 

Svörtuloft um Kjalardal
á Geirmundartind í Akrafjalli
á nýjum slóðum þar sem leiðin brattnaði vel upp og niður
og sólin sló upp veislu áður en myrkrið reif í

Farið var nýja leið upp á hæsta tind Akrafjalls þriðjudaginn 2. september
með brölti upp brattan Kjalardalinn sem krýndur er dökku hamrabelti er Svörtuloft heitir...

Mættir voru 19 manns að meðtöldum þjálfurum eða þau Arna, Bára, Björn Matt., Gerður Jens., Guðmundur Jón, Guðmundur Víðir, Gunnar, Helga Bj., Ingi, Irma, Jóhann Ísfeld, Ólafur Vignir, Ósk Einars., Sigga Rósa, Sigga Sig., Steingrímur, Steinunn Sn., Vallý og Örn en Bónó og Moli voru og með og fengu ekkert að smála :-)

Farið var upp með svipmiklu gljúfrinu að fossi Kjalardalsár og klöngrast aðeins í klettunum sem er alltaf jafn gaman :-)

Það skiptust á skin og skúrir... heitt og lygnt... í og úr jakka og peysu... það var rysjótt en heitt í veðri...

Mikið spjallað um ævintýri sumarsins og komandi landvinninga
 en Gerður og Helga fara í spennandi hjólaferð til Króatíu... Ingi og Heiðrún ganga um Krít og...
og Nepalfararnir hafa hafið lokaundirbúning fyrir grunnbúðir Everest í október...

Kjalardalur er fagurmótaður og alger veisla fyrir göngumanninn...

Íslenska sauðkindin lætur ekki að sér hæða :-)

Ofar var annar foss sem rann neðan úr Svörtuloftum...

Hafnarfjallið var baðað sólskini þegar við lögðum af stað í gönguna í rigningarskúr...
en svo kom sólin til okkar og það dimmdi yfir á Hafnarfjallinu
sem hafði gefið okkur þetta líka hressandi slagveður síðasta þriðjudag :-)

Færið með besta móti... allt blautt eftir rigningar og ekkert frost í jörðu ennþá...

Hlátur og gleði með í för og yndisleg stemning :-)

Ætlunin var að koma niður vestan megin við gljúfrið... mjög spennandi leið... en við völdum svo niðurgöngu um bröttu Pytta-brekkuna þar sem það var farið að rökkva og ekki spennandi að klöngrast niður nýja klettana í myrkri... en við förum þetta auðvitað síðar :-) !

Ingi... þessi engill... ætlar að sjá um þriðjudagsgöngurnar meðan þjálfarar eru í frí... Blákollur þann 14/10, Snókur eða Skarðshyrna þann 21/10 og Geirmundartindur um Pytta þann 28/10 (upp sömu leið og við fórum niður en lagt af stað frá vatnsbólinu að vestan og farið niður um brúnirnar.

Mjög spennandi göngur sem gaman verður að fá ferðasögur og myndir af eftir Nepal :-)

Svörtuloft voru skemmtilegur síðasti áfangi á þéttri hækkuninni upp á Akrafjallsbrún...

... og vel fær á mörgum stöðum þegar nær var komið...

Kjalardalurinn hér hálfur á mynd og Skarðsheiðin norðan megin til enda í fjarska...

Himininn breiddi út listaverkið sitt þegar upp var komið...

... og við horfðum á sólina setjast í sjóinn meðan við gengum brúnirnar að Geirmundartindi...

Ljósmyndararnir töfðust og máttu ekkert vera að því að ganga...

Sjá hópinn á brúnunum með Geirmundartind hæstan fyrir miðri mynd...

Pyttarnir þarna niðri og Akranesbær vinstra megin í bleiku sólarlaginu...

Vallý og Arna með sólina við sjónarrönd...

Dýrðin breyttist stöðugt... september og apríl eru sólarlagsgöngutíminn í þriðjudagsgöngunum...
hvílíkar veislur gegnum árin...

Brúnirnar að Geirmundartindi drógust á langinn en voru þess virði að þræða sig um á nákvæmlega þessum augnablikum...

Gátum ekki hætt að mynda :-)

Sjá hópinn á brúninni á leið upp á Geirmundartind... þar áðum við og skrifuðum í gestabókiina...

Niðurgönguleiðin var um bröttu brekkuna ofan við Pytta... ekki árennileg að sjá þegar gengið var framhjá henni upp á Geirmund en reyndist svo ekkert mál enda færið þétt af bleytu í jarðveginum og grjóthrunið nánast ekkert... sérstaklega ekki miðað við Kistufellið vestan megin með Hjölla sem þjálfarar og fleiri misstu því miður af í byrjun ágúst :-)

Þarna var rökkrið farið að síga á Skarðsheiðina og Akrafjallið... og gott að koma sér niður fyrir myrkur sem skall fljótt á og flækti för síðustu tvo kílómetrana í bílana meðfram fjallinu í þúfum, mýri og lækjargiljum sem héldu okkur vel við efnið allt til enda... sem fyrr er okkur kippt illþyrmilega inn í haustmyrkrið á saklausri septembergöngu... en fyrr en varir gerum við ekki annað en ganga í myrkri alla þriðjudaga og verðum einlæglega glöð þegar birtan kemur aftur í lok janúar :-)

Alls 7,6 km á 3:40 - 3:50 klst. upp í 615 m hæð á Svörtuloftum og 647 m á Geirmundartindi með alls hækkun upp á 633 m miðað við 62 m upphafshhæð.

Ægifögur og bleiksólargullin æfing
sem gaf mikið af sér og reyndi vel á í bratta, undirlagi og myrkri í lokin
Svona eiga þriðjudagsgöngurnar að vera... veisla fyrir auga og sál og krefjandi fyrir huga og skrokk :-)
 

 

Hafnarfjall
eins og sögur fara af því...

Við fengum alvöru krefjandi slagveðursgöngu á Hafnarfjallið þriðjudaginn 26. ágúst
þegar ætlunin var að ganga á Gildalshnúk sem er hæstur allra tinda Hafnarfjalls...
en snúið var við vegna veðurofsans í um 800 m hæð og skotist upp á Vesturhnúk
sem rís efstur á brúnunum ofan við Vesturlandsveg áður en haldið var niður...

Veðrið var með ágætum til að byrja með...
nýr brottfararstaður neðar á veginum en áður, þar sem nú voru lokuð hlið inn á allar slóðir inn að dalnum...

Brúnirnar fallegar og útsýnið magnað niður á Borgarnes...

Við rifjuðum upp haustfagnaðarferðina miklu árið 2010 þegar gengið var um alla tinda Hafnarfjalls...
alls níu talsins og þá töldum við e kki með Blákoll, Hróarstinda og Syðri Hafnarfjallsöxlina
sem mættu tilheyra Hafnarfjalli í raun...

Hér eru  myndböndin úr þeirri ferð af nokkrum skemmtiatriðum sem algerlega slógu í gegn:
https://www.youtube.com/results?search_query=hafnarfjall+toppfarar

...en þokan beið ofar... og rokið magnaðist með hverju skrefinu ofar... eins og rigningin...
þeir sem ekki voru komnir í gallann allan urðu gegndrepa...

Í um 800 m hæð í skarðinu leist okkur ekki á veðrið og ákváðum að snúa við en taka Vesturhnúk
sem var þarna rétt hjá svona til að finnast við hafa komist eitthvurt þetta kvöld :-)

Þar var ágætis brúnalogn til að byrja með eftir ansi hvassan vind í skarðinu og á leið upp á hnúkinn...
og þá var þessi mynd tekin... veðrið enn saklaust... en svo skall hamurinn á okkur sem aldrei fyrr þetta kvöld og við flýttum okkur niður.

Gylfi gerði frábært myndband af göngunni:
https://www.youtube.com/watch?v=2JGObnyYy_8&feature=youtu.be

Alls 7,5 km á 3:27 klst. upp í 825 m hæð með alla hækkun upp á 1.054 m miðað við 54 m upphafshæð.

Agalega skemmtilegt og frískandi enda var stemningin eftir því þétt og hífandi glöð :-)

Sjá frábært myndband Gylfa úr göngunni: http://www.youtube.com/watch?v=2JGObnyYy_8

Lexíur göngunnar:

1. Höfuðljósin í bakpokann hér með, farið að rökkva fyrir níu

2. Vera alltaf með allan búnað í bakpokanum sama hvernig spáin er eða veðrið í bænum og niðri á láglendi... þessi saklausa skýjahula sem huldi efstu tinda Hafnarfjalls geymdu greinilega hellirigningu og hávaðarok þegar á hólminn var komið :-)
 

 

Heiðurshlaup
til minningar um Ketil Arnar Hannesson
23. ágúst 2014

Toppfarar tóku ásamt fleirum þátt í heiðurshlaupi til minningar um Ketil Arnar Hannesson, Toppfara og föður Báru þjálfara
með því að hlaupa honum heiðurs í Reykjavíkurmaraþoni laugardaginn 23. ágúst 2014.

Fyrrum Hádegisskokkarar pabba... tóku líka þátt eða þau Irma Gná, Jóngeir og Heiða
en Jóngeir er merkingarmaður Toppfara og á heiðurinn af glæsilegu merkingunum á bolina sem við fengum okkur fyrir hlaupið.

Hilmir, 9 ára hljóp afa sínum til heiðurs og var vel merktur Ketilgörpum eins og fleiri.

Við vorum auðþekkjanleg í rauðu mannhafinu... Valla með sinn bol vel merktan :-)

Elsti þátttakandinn í heiðurshlaupinu var sjálfur höfðingi Toppfara, Björn Matthíasson sem hljóp 10 km.

Hilmir 9 ára og Irma Gná 16 ára voru yngstu heiðurshlaupararnir.

Menn tóku þátt um allt land og jafnvel í Bretlandi og Noregi...
hlupu, gengu, kepptu, sigldu... og sendu hlýjar hugsanir - sjá viðburðinn:

https://www.facebook.com/events/1439820119630741/permalink/1453384714940948/

 



 

Sjá sem dæmi frá Sæmundi Toppfara sem nú býr fyrir norðan:

"Ég hljóp 11 km heiðurshlaup í Svarfaðardal í dag.
Það er sama vegalengd og fyrsta hlaup sem ég fór í fyrir nokkrum árum.
Þar var Ketill.
Hann hélt mér óafvitandi á fótum á leiðarenda þar sem ég ákvað að ég ætti að geta klárað þetta fyrst „gamli“ gat það.
Við enduðum hlaupið í Laugardalnum þar sem ég var algjörlega gersigraður en Ketill hoppaði þá beint inn í Laugar þar sem hann var að fara á lyftingaræfingu.
Aðeins að rífa í lóðin.
Ég hugsaði þá að ég væri til í að geta þetta.
Hann var þá 73 ára minnir mig.
Hugsa oft um þessa stund þegar mig vantar kraft og innblástur".

( Tekið af fésbókinni )

 

 

 

 


 

 

 

Reykjavíkurmaraþonhlaupararnir - frábær hópur:

Efri: Ástþór, Írunn, Sigga Rósa, Elísabet dóttir Gunnars, Sylvía, Gunnar, Steinunn, Ólöf, Rakel dóttir Ólafar, Steinunn Sn., Jóhanna Fríða, Pétur V., Jóhann Ísfeld og Heiða.
Neðri: Gylfi, Arnar, Hilmir sonur þjálfara, Bára, Örn, Valla, Björn og Jóngeir og Lilja Sesselja tók mynd
en Irma Gná ofl. misstu af heildarmyndatökunni.

Hjartansþökk allir fyrir þáttökuna, fyrir vináttuna, virðinguna og samhuginn.

Sérstakar þakkir fær Jóngeir fyrir að hanna og merkja bolina okkar svona glæsilega :-)
http://pamfill.is/

Haf þökk allir sem einn elsku vinir... það var ómetanlegt með öllu að gera þetta.
 

 

Knús og þakkir á Sköflungi

Þjálfarar mættu aftur til leiks eftir 2ja vikna frí í byrjun ágúst... reyndar mætti Örninn bara þar sem Bára var á vakt fram á kvöld...
en að þessu sinni var gengið um gamlar slóðir á Sköflungi í Dyrafjöllum...

Þrætt var eftir þessum formfagra hrygg sem teygir sig nokkra kílómetra til norðurs frá Nesjavallaleið...

Talsvert klöngur upp og niður en mestan partinn alsaklaust og greiðfært...

... og fyrst og fremst ævintýralegt þar sem dýrðin naut sín sem betur fer í góðu veðri með rigningardumbuninn í bænum en ekki í fjöllunum...

Ægilegastur er Sköflungur norðan megin við miðju þar sem þessi bratti klettur rís og lokkar menn eftir öllum hryggnum...

Allt óskaplega fallegt og litríkt eftir gott sumar á suðurlandi...

Mestu ævintýramennirnir vildu auðvitað spreyta sig á brattasta klettinum og klöngruðust af stað...

... og komust vel áleiðis en þurftu að snúa til baka niður og komust ekki yfir hrygginn því miður
Gylfi, Hjölli og Steingrímur í essinu sínu :-)

Hinir létu sér nægja hefðbundna leið utan í öllu saman...

... og héldu sig efst við hamrana ofan við lausamölina í móberginu...

Já, hann er ansi brattur og eingöngu fær til endanna...

Ævintýri sumarsins í umræðunni... hvílíkar veislur sem hafa verið á borðum klúbbmeðlima í sumar um allt land... :-)

Sjá klettinn norðan megin...

Neðan við tindinn var nestispása....

... og svo hópmynd...

En auðvitað kláruðu menn hrygginn allt til enda...

... hættu ekki fyrr en hryggurinn endar í engu við norðurendann þar sem Þingvallavatnið blastið við....

Sigga Sig., Ósk, Jóhann Ísfeld, Björn Eiríks., Steinunn Sn., Irma, Guðmundur Víðir, Gylfi, Steingrímur, Njáll, Arna, Súsanna, Gerður Jens.,
Ólafur Vignir, Lilja Sesselja, Ósk Einars., Áslaug með Díu skvísu fyrir framan, Jón, Valla, Ásta Guðrún, Hjölli og Ástríður en Örn tók mynd.

Til baka var farið um grasi gróin túnin í Folaldadölum á ljúfu spjalli í notalegheitunum...

Alls 8,8 km á 2:36 klst. upp í 426 m hæð með alls hækkun upp á 374 miðað við 371 m upphafshæð þar sem farið var upp og niður og lækkað sig niður í 281 m í dalnum til baka...

Þjálfarar þakka klúbbmeðlimum af öllu hjarta fyrir höfðinglega gjöf til minningar um Ketil Arnar Hannesson, Toppfara og föður Báru þjálfara sem lést í júlí s.l.
hópurinn safnaði fyrir vindhana og trjám sem gróðursett voru í Fjallaseli, bústað þjálfara síðastliðna helgi, yfir 100 tré sem mynda stórt faðmlag utan um bústaðinn og mun standa sem myndarlegur og fagur minningarlundur löngu eftir okkar tíð. Sjá síðar sérmyndir og þakkir til hópsins fyrir þessa einstöku gjöf sem við getum ekki nægilega þakkað fyrir... þið eruð elskulegust kæru vinir.
 

 

Minningalundur
Ketils Arnars Hannessonar
í Fjallaseli Landsveit


Efri: Björn, Hjölli, Lilja Sesselja, Gylfi, Bára, Örn.
Neðri: Garðar og Gylfi synir Gylfa, Anna Lilja dóttir Lilju Sesselju og Hilmir sonur þjálfara.

Sunnudaginn 17. ágúst gróðursettu nokkrir Toppfarar tugi trjáa í sumarbústaðalandi þjálfara
á ættarjörð Ketils Arnars.

Þetta var höfðingleg gjöf frá 59 Toppförum sem söfnuðu góðri upphæð til að gróðursetja minningalund
en Hjölli, trjáræktandi með meiru átti hugmyndina.

Hist var í hádeginu í Kjarri undir Ingólfsfjalli sem Súsanna mælti með og þar fengum við frábæra þjónustu.
www.kjarr.is

Keypt var eftirfarandi: Alls 26 litlar stafafurur, 12 stærri stafafurur, 12 lítil birki, 5 stærri birki, 10 keisaraaspir, 12 litla sitkaelrir, 6 stærri sitkaelrir, 2 fjallareynir og loks 1 stk af hegg, skógarkvist, fjallarós og rauðu sunnutré.

Við enduðum á að setja allt saman inn í bíl til að hlífa við gustinum af keyrslu í kerru.

Eftir innkaupin var komið við í Hraunborgum í bústaðalandi móður Hjölla
 þar sem stungnar voru upp nokkrar stórar furur sem Hjölli hafði eitt sinn gróðursett litlar með föður sínum.

Allir hjálpuðust að við að stinga upp og bera herlegheitin í kerruna.

Stórar voru þær og fengu að liggja í kerrunni... alls 9 stykki...

Á landvegamótum á leið í Fjallasel þjálfara hittum við fyrir einskæra tilviljun á Sæmund fyrrum (og ávalt) Toppfara en hann býr nú fyrir norðan og var á heimleið eftir að hafa hjólað Laugaveginn í einum rykk með félögum sínum í Súlum, björgunarsveit norðanmanna :-)

Í Fjallaselinu var hafist handa... þjálfarar hikandi við hvar ætti að setja þetta allt saman niður... en allir hjálpuðust að og synir Gylfa og dóttir Lilju voru hvílíkar hjálparhellur... náðu í hrossaskít í landinu við hliðina á í hjólbörur á meðan Hilmir sonur þjálfara sá um vatnið...

Við byrjuðum á boga vestan megin við bústaðinn... og átti hann eftir að enda sem byrjunin á einum stórum faðmi
utan um framhlið bústaðarins frá vestri um suðurhlið að austurhlið...

Með gjöfinni var vindhani sem Björn lét smíða sérstaklega fyrir okkur... hann fer á góðan stað í sveitinni...

Eftir gróðursetningu og smá kaffipásu (ég lofa að bjóða ykkur í almennilegt kaffi og meðlæti næst þegar þið komið !!!)
var tekinn smá göngutúr um land Ketils Arnars áður en heiðursfólkið hélt heim á leið...
en þjálfarar héldu áfram að gróðursetja afganginn sem voru öll þessi...

Við gróðursettum annan boga austan megin og tengdum hann við þann að vestan...

Plönturnar sem voru stakar fengu sérstakan stað í skjóli við hleðsluvegg og þær sem tengdu armana saman fengu skjól frá stórum trjám sem þjálfarar prófuðu að flytja úr garðinum sínum í Reykjavík í vor...

Hilmir sá um vatnið...

... og hjálpaði til þar sem við vorum í kapphlaupi við birtuna sem óðum var að hverfa inn í sólsetrið...

Sólsetrið var friðsælt og fallegt þetta kvöld... sem fyrr í einu stóru málverki á þessum stað...

Hjartansþakkir elsku vinir fyrir ómetanlega gjöf 
sem mun standa löngu eftir okkar tíð og vera minnisvarði um yndislega vináttu og hlýhug
til minningar um góðan göngufélaga, hlaupafélaga, vin og ættarföður.
 

 

Kistufell Esjunnar vestan megin
með Hjölla

Þriðjudaginn 12. ágúst mættu 15 manns í magnaða göngu upp bratt vesturhornið á Kistufelli Esjunnar undir leiðsögn Hjölla í fallegu veðri og skyggni. Það brattnaði sem aldrei fyrr á leið upp að hætti Hjölla og stendur þessi ferð upp úr sem ein sú allra brattasta í sögunni á þriðjudögum :-)

Alls 7,3 km á ... klst. upp í 804 m hæð með alls hækkun upp á um 800 m miðað við 75 m upphafshæð.

Allar myndir göngunnar frá Hjölla hér á fésbók:

https://www.facebook.com/hjorleifurk/media_set?set=a.10203723503421017.1020965080&type=3

 

 

Búrhamrar Esju með Hjölla

Þriðjudaginn 5. ágúst bauð Hjölli upp á enn eina óhefðbundnu gönguna um Esjuna meðfram Búrhömrum á suðvesturhorninu
og mættu fimm manns.

Alls...
 

 

 Þétt stemning á skemmtilegri leið
um Möðruvallaháls og Trönu
gegnum spriklandi Eyjadalinn í bakaleiðinni


Ólafur Vignir, Guðmundur Jón, Örn, Katrín Kj., Steingrímur, Rósa, Gerður Jens., Ósk Einars., Maggi og Eva gestur en Bára tók mynd.

Það rættist vel úr veðri þegar gengið var um fjallgarðinn austan Eyjadals í norðanverðri Esjunni þriðjudaginn 29. júlí...

... þegar 11 manns mættu til leiks í göngu sem yrði löng og ströng en spennandi um baksvið Móskarðahnúka...

Við vorum næstum hætt við gönguna þar sem blíðskaparveðrið í höfuðborginni lokkaði
og úfin skýin yfir Esjunni í kaldri norðanáttinni gáfu ugg um erfitt veður norðan megin...

... en það reyndist logn þegar á hólminn var komið og þó skýjahulan lægi yfir fjöllunum stóðumst við ekki freistinguna að halda plani og leggja í hann og sjá til... svo hringleið um Meðalfellsvatn og Kaffi Kjós og önnur varaplön fóru aftur upp á hilluna...

Það blés á köflum uppi en mun minna og sakleysislegra en áhorfðist
svo við héldum áfram för gegnum þokuna sem greip okkur í um 500 m hæð...

Áðum í svalri golunni með útsýni niður á skýin sem börðust við sólina og höfðu betur allt kvöldið því miður...

En við gleymdum okkur þegar komið var að Heimrahöggi og Fremrahöggi...

... skemmtileg nöfn á hryggnum atarna sem hélt okkur hugföngnum eftir heldur flata heiðina upp í mót á Möðruvallahálsi...

Rifjuðum upp vetrarferðina á Múla, Trönu og Möðruvallaháls þann 5. janúar 2013...

... þar sem færið slapp vel í blautu veðri um þennan hrygg sem getur ekki verið gott að fara í mikilli hálku...

Óskapega fallegt þrátt fyrir allt og mikil synd að ná ekki að njóta fjallanna allt í kringum Eyjadal og Svínadal...

...að ekki sé talað um Móskarðahnúkana og Laufskörðin sem þarna sjást að aftanverðu ef skyggni hefði gefist
og við verðum hreinlega að skoða síðar...

... við eigum stefnumót við þessar slóðir síðar...

Þegar hryggnum sleppti var gengið á hæsta tind Trönu sem mældist 752 m hár að þessu sinni...

... og farið niður skarðið milli hennar og Móskarðahnúka áður en við lækkuðum okkur vestan megin
um Norðurárdalinn alla leið niður í botn Eyjadals...

Falleg leið og brött... klöngur á köflum en fljótfarið í litlum og þéttum hópi þar sem hvergi var hik á mönnum...

Við tók sumargrænn Eyjadalurinn í spriklandi lækjarsprænum úr öllum áttum sem smám saman stækkuðu í Eyjadalsá
eða hvert er nafnið á ánni?

Ísland er fallegasta land í heimi á fögru sumarkvöldi...

Þetta var langur kafli til baka... 4,7 km sagði gps þegar lagt var í hann... en hvílíkur kraftur í hópnum... !

... við tókum þetta á sprettinum og það þó með í för væri saklaus gestur
alveg grunlaus um uppátækjasemi Toppfara á ósköp venjulegum þriðjudagskvöldum...

Alls 13,3 km á 4:30 - 4:33 klst. upp í 752 m hæð með alls hækkun upp á 850 m miðað við 75 m upphafshæð...

Frábær frammistaða á göngu sem frekar ætti að vera dagleið en kvöldganga... og ansi sætt að ná þessu miðað við úrtölurnar sem ásóttu okkur í upphafi ferðar... þarna verðum við að ganga um aftur með skyggni á Móskarðahnúka... förum þá á Seltind vestan megin sem gnæfði yfir okkur þetta kvöld og lokkaði grimmt :-)
 

 

Í grenjandi rigningu og þoku
um Litla Sandfell og Geitafell

Æfingin þriðjudaginn 22. ágúst verður að teljast með þeim allra sístu í sögunni þar sem eingöngu ellefu mættu til leiks á fjöllin sem standa upp úr hrauninu sunnan við Þrengslin í blinda þoku og grenjandi rigningu...

Fínasta veður í bænum þegar lagt var af stað... sumir í sumargöngufatnaði og aldeilis ánægðir með sólina sem hafði látið sjá sig af og til yfir daginn... en við keyrðum fljótlega inn í rigninguna á Hellisheiði sem lamdi á bílunum og göngumönnum þegar við lögðum af stað um sexleytið áleiðis upp á Litla Sandfell... sem gat lítið sýnt sínar fjölbreyttu hliðar í þokunni...

Það hvarflaði alvarlega að okkur að snúa við á þjóðveginum... og á bílastæðinu...
og snúa við til borgarinnar þar sem hlaut að vera enn þurrt...

...en þaulvön að kyngja rigningunni í allt sumar létum við okkur hafa það
og gengum eftir minni upp og niður Sandfellið og yfir langdreginn mosann að Geitafellinu
þar sem Birni og Báru tókst að týna hópnum um stund í þokunni...

Þjálfarar eingöngu með punkt á hæsta tindi Geitafells en hefðu mátt vera með punkt af uppgönguleiðinni á fellið líka þar sem það er hömrum girt að austan... og tóku því áhættu með að leggja upp mosavaxnar hlíðarnar sem sýndu ekki efsta hluta sinn fyrir þoku... sem var auðvitað brattur og hamraður hið mesta... svo við máttum hafa okkur öll við að komast klakklaust gegnum klettabeltið í þokunni... en allt hafðist þetta, þökk sé endalausu klöngrinu gegnum árin... en grjóthrun og bratti var ekki góð blanda við bleytuna sem einkenndi þessa göngu... því sumir voru ekki einu sinni með regnbuxurnar sínar meðferðis... og því var ákveðið þegar upp á brúnirnar var komið að láta þar við sitja, sleppa langdreginni göngunni inn að hæsta tindi, sem vel að merkja er falleg leið í einhverju skyggni, og finna betri leið niður sunnar ... það var ráð að koma sér til baka með hálfan hópinn blautan en þó ekki kaldan þar sem það er jú almennt mjög heitt í öllum þessum sunnlensku rigningum... svona svo maður haldi uppteknum hætti við að sjá ljósu punktana í allri þessari bleytu sumarsins :-)

Niðurgönguleiðin var skínandi fín og fljótfarin... sem og bakaleiðin í bílana um mosana... og ævintýraleg var hún með eindæmum... um óhugnanlegustu gjótur og dauðadjúpar sprungur svo um okkur sló raunverulegan óhug við að kíkja niður um þessi skelfilegheit... þarna var komin ástæðan fyrir aðvörunum um varasamt gönguland á þessu svæði, þar sem mönnum er eindregið ráðlagt að gæta sín og fara ekki þarna um að vetri til... þar sem snjóbrýr gætu hæglega fellt menn niður um tugi metra að því er virtist miðað við óendanleika sumra þeirra...

En fegurðin var þarna innan um...
og dásamlegt spjallið sem alltaf fæst í hæsta gæðaflokki með notalegri göngu í yndislegum vinahópi...
sem gerði þetta allt fyrirhafnarinnar virði þrátt fyrir allt...

Alls 7,6 km á 2:44 klst. upp í 407 m hæð á Geitafellsbrúnum og 304 m á Litla Sandfelli
með 384 m hækkun alls miðað við 210 m upphafshæð.

Sjá gulu slóðina sem við gengum þetta kvöld (þvælingurinn í miðjunni þegar Björn og Bára urðu viðskila við hópinn)
og þá svörtu af síðustu göngu Toppfara fyrir þremur árum. Sjá hvernig við fórum greinilega of snemma upp eins og Erni fannst,
það er betri og meira aflíðandi leið suðaustan megin (svarta línan)...

Fyrir þjálfara er lexía göngunnar sú að gæta þess betur að halda hópinn í svona mikilli þoku - það er greinilga auðvelt að missa sjónar af fremstu mönnum í ekki meiri þoku en þetta - og eins að hafa fleiri punkta af gönguleið þar sem farið er upp mjög brött fjöll (eða vera með slóðina í gps) og fyrir allan hópinn er lexía göngunnar sú að sama hvernig veðrið er í bænum og þann daginn, sama hvernig veðurspáin, er þá er allra veðra von á Íslandi allt árið um kring, líka á hásumri í nágrenni Reykjavíkur og nauðsynlegt að vera alltaf með hlífðarfatnað meðferðis í bakpokanum :-)

Takk fyrir dásamlegu útiveruna alltaf þrátt fyrir allt og vináttuna öllum stundum elskurnar :-)

Næsta æfing er ansi spennandi um nýjar slóðir bak við Esjuna og Móskarðahnúka
þar sem við tökum bakaleið um sumarlækjarspriklandi Eyjadalinn :-)
 

 

Friðsæl kyrrðarganga
í vináttu og samhug
um Hátind og Jórutind

Þjálfarar mættu aftur til leiks eftir sumarhlé og forföll í júní og julí á fallega tinda í Dyrafjöllunum
þar sem skugga bar á vegna nýlegs fráfalls Ketils Arnars Hannessonar, Toppfara og föður Báru þjálfara þann 3. júlí síðastliðinn
en það stafaði birtu af vináttu og samhug innan hópsins og fyrir það erum við óendanlega þakklát...

Gengin var sama leið og fyrir fjórum árum síðan upp hjallana í vegghömrum áleiðis á Hátindinn...

Rigning í kortunum eins og ríkjandi hefur verið þetta sumarið
en það sást lítið til hennar, var bara hlýtt og lygnt svo þetta var hið dásamlegasta gönguveður...

Þetta var klöngurferð með meiru... frá upphafi til enda...

Anton afvegaleiddi Örninn fyrr upp Hátind en áætlanir sögðu til um með brúnunum í vestri...

...en það var aldeilis skemmtileg leið þó brött væri og svolítið tafsöm í 29 manna hópi...

Útsýnið kyngimagnað í súldinni en ekki sást þó yfir Þingvallavatn á nyrðri strandirnar og fjöllin okkar þar...

Á efsta tindi hélt Hjölli smá tölu og tilkynnti um samskot Toppfara vegna fráfalls Ketils Arnars
þar sem keyptur verður vindmælir í nafni hans og nokkur tré gefin þjálfurum til að gróðursetja í Fjallaseli þeirra
til minningar um góðan göngufélaga sem var okkur öllum dýrmæt fyrirmynd...

Hjartansþakkir elsku vinir.

Ofan af Hátindi var haldið aðra bratta leið þvert niður í dalinn...

...um mjúkan leir, grjót og mosa...

Jú, þetta var brött æfing....

Litið til baka... þarna fórum við niður þar sem rákin sést úr skarðinu...

Milli tinda lá leirinn og mosinn í mildri kyrrð og friðsæld sem einkenndi þessa göngu...

Athyglisvert... það hafa sum sé einhvern tíma verið nokkrir þurrir dagar í röð á suðvesturhorninu :-)

Krækja þurfti líka fyrir Jórutind til að komast góða leið upp hann með hópinn
en Anton hinn óhræddi þræddi sig eftir þverhníptum hryggnum, en þá leið könnuðu þjálfarar fyrir fjórum árum
og útilokuðu sem mögulega leið fyrir hópinn enda varasamt brölt í snarbröttum klettum...

Vestan megin við Jórutind er finasta leið... en í sama brattanum og hinar þetta kvöld...
svo seinfarið var það fyrir alla að klára alla leið...

Á meðan síðustu menn tíndust upp léku þeir fremstu sér á tindunum
og klöngruðust m. a. upp á stríturnar sem skaga eins og tennur upp úr Jórutindi...

Örninn kannaði með aðrar mögulegar niðurgönguleiðir en þá að fara sömu leið til baka ofan af Jórutindi...
og fann eina sem er örugglega fín en hefði verið seinfarin með hópinn og því héldum við plani...

Nestispása á öxlinni á Jórutindi...

... í fínasta útsýni sem aldrei skyggði á utan þokumóðunnar sem lá yfir fjarlægustu fjöllunum...

Mættir voru 29 manns:

Sigga Sig., Guðmundur, Jón 10 ára gestur, Katrín Kj., Doddi, Roar, Njóla, Guðmundur V., Halldóra Á., Irma, Maggi, Björn Matt., Gerður Jens., Steinunn Sn., Jóhann Ísfeld, Súsanna, Svala, Lilja H., Arna, Guðbjörg gestur, Sigga Rósa, Hjölli, Helga Bj., Örn, Ásta H., Anton, Anna Elín, Stefán A. og Bára tók mynd með Dimmu, Bónó og Mola þakkláta allt um kring...

Við urðum að taka mynd af fjallamanninum mikla frá Danmörku...
Jóni sem er 10 ára og hefur farið margar göngu- og ævintýraferðirnar með ömmu sinni og afa, Katrínu og Guðmundi...
hann fylgist m. a. með þeim gegnum fésbókina og nýtir hvert tækifæri til útivistar þegar hann kemur til Íslands...
þau eru heppin að hafa hvort annað...

Niðurgönguleiðin af Jórutindi virtist brattari en uppgönguleiðin eins og gjarnan vill verða...

Meðfram honum var svo gengið til að komast upp í norðurskarðið...

... þar sem hann blasti við okkur hömrum girtur...

Við vorum á algjörum hringadróttinsslóðum...

Aftur stóðumst við ekki mátið og skelltum okkur upp á aukatindinn
sem grípur athyglina þegar gengið er til baka um dalinn í bílana...

Hann var í sama bratta andanum og hinir þetta kvöld... en var samt hlaupinn upp og niður af Jóni fjallamanni
og fær því að heita Jónstindur í okkar bókum þar sem ekkert er nafnið á honum á kortum
því þeir eru ekki margir 10 ára strákarnir sem hlaupa svona upp og niður fjöll með fremsta leiðsögumanni
þegar þeir vísitera Ísland alla leið frá Danmörku...

Hjartansþakkir elsku vinir fyrir hlýhug, kveðjur, blóm og auðsýnda samúð við fráfall Ketils Arnars
Það er gulls ígildi að eiga ykkur að og geta farið út að leika sér með vinum sínum að nýjum áskorunum árum saman :-)
 

 

Vífilsfell með Birni og Gylfa

Þriðjudaginn 8. júlí gengu 16 manns á Vífilsfell í smá þoku, vindi og rigningu í fjarveru þjálfara en daginn eftir var útför Ketils Arnars Hannessonar, Toppfara og föður Báru þjálfara og mættu margir Toppfarar í jarðarförina... hjartansþökk elsku vinir.

Alls...
 

 


Ketill Arnar Hannesson Toppfari og faðir Báru þjálfara
lést fimmtudaginn 3. júlí eftir snarpa baráttu við krabbamein.

Hann var einn af ötulustu göngumönnum klúbbsins
árin 2007 til 2012 og fór í margar af erfiðustu fjallgöngum okkar
í sögunni en mætti lítið síðustu tvö ár vegna veikinda.

Hans er sárt saknað.

Hjartans þakkir allir fyrir hlýhug og kveðjur.

Ketill Arnar verður jarðsunginn frá Seljakirkju
miðvikudaginn 9. júlí kl. 13:00.


Á Hrútsfjallstindum þann 8. maí 2011.

 

Helgafell í Hafnarfirði með Súsönnu

Þriðjudaginn 1. júlí var ekkert gefið eftir á enn einum rigningardeginum og gengið á Helgafell í Hafnarfirði fyrir tilstilli Súsönnu
og mættu þrír til leiks...
Alls...
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir