Æfingar alla þriðjudaga frá október út desember 2012
í öfugri tímaröð:

Samantekt 5 ára afmælisársins
Gamlárshlaupið 31. desember
Úlfarsfell jólaganga 18. desemberLágafell og Lágafellshamrar
Úlfarsfell 11. desember
Heiðursganga Esjunni 4. desember
Háihnúkur Akrafjalli 27. nóvember
Úlfarsfell frá Leirtjörn 20. nóvember
Rötunarnámskeið 12. og 13. nóvember á Hnefa Lokufjalli verklega hlutann.
Búrfellsgjá 6. nóvember.
Esjan 30. október.
Valahnúkar 23. október.
Gráuhnúkar 16. október.
Lali, Hafrahlíð og Reykjaborg 9. október.
Esjan tímamæling 2. október.
 

Toppfarar urðu 5 ára á árinu 2012 !

...og héldu upp á það allt árið um kring...

Við byrjuðum á að skála í freyðivíni á tindi Eyrarfjalls fyrsta þriðjudag í janúar
í myrkri, snjó, frosti, logni og frábærri stemmningu...

Gerðum tilraun til að taka fimm tinda nýársgöngu um Súlárdal á Skarðsheiði í janúar
en þurftum að láta
þrjá tinda nægja vegna veðurs...

Gengum með uppblásna blöðru á hverjum manni upp á Kistufell Esjunnar og niður Gunnlaugsskarð í frosti og harðfenni þann 15. maí á sjálfan afmælisdaginn með Toppfarafreyðivíni og Toppfaraafmælisköku í lokin...

Sigruðum Þverártindsegg í frábæru veðri og útsýni með Glacier Guides og Fjallhress og mynduðum fimmu á tindinum með Toppfarabjór og Toppfaraköku í lokin að Króki í Suðursveit...

Gengum á alla fimm tinda Botnsssúlna í júlí í dásamlegu veðri með Toppfarafreyðivíni í lokin
og létum þar fimm ára gamlan og mjög fjarlægan draum verða að veruleika...

Fórum til Slóveníu og gengum í Júlíönsku ölpunum með sigri á hæsta fjalli Slóveníu í 2.864 m hæð
með fimm stykki af
 fimm ára afmælisblöðrum í öllum litum í farteskinu...

Héldum haustfagnað í október með fimmævintýrahausfagnaðarárshátíðarhelgi  með fordrykk í þokukenndu myrkri að Álfasteini, sparibúinni fjallgöngu á Einhyrning, fossagöngu inn Nauthúsagil, vaði um Merkurker og loks kvöldverði og skemmtanahaldi að Álfasteini þar sem dansað var  til nákvæmlega kl. 05.05 um morguninn í tilefni ársins...

Gáfumst ekki upp og gerðum aðra tilraun til að ganga á fimm tinda Skarðsheiðarinnar sem umkringja Súlárdalinn
og uppskárum besta veðrið til þessa á fjallgarðinum í sögu klúbbsins...
 

Næsta afmælisár Toppfara verður 10 ára afmælisárið 2017... hvað gerum við eiginlega þá ?
... Kilimanjaro... Elbrus...  Aconcagua eru t. d. góðar hugmyndir ;-)
 

 

Gamlárshlaupið

Sex Toppfarar (fleiri?) tóku þátt í Gamlárshlaupi ÍR frá Hörpu á Gamlársdag kl. 12:00 við frekar krefjandi aðstæður kulda og vinds.
Það voru þau Björn Matt, Ágústa (með Perúgrímuna), Steinunn og Kristján ;-) sem hér sjást á mynd
en auk þeirra hlupu Björn H. og Bestla og fleiri?

Til hamingju elskurnar!
Þið eruð náttúrulega langflottust og haldið uppi heiðri Toppfara í árslok afmælisársins!
 

 

Vetrarævintýri á Úlfarsfelli

Fimmtán börn og tuttuguogfimm fullorðnir mættu í jólalega göngu á Úlfarsfell þriðjudaginn 18. desember...

Það var frost, logn og léttskýjað... stjörnubjart, hálfur máni og glitrandi borgarljós allt um kring... og flúgandi hálka svo aldrei hefur annað eins sést í okkar göngum... allir stígar svellum lagðir og best að fara ótroðnar, þurrar slóðir...

Ofar í hlíður Úlfarsfells tók náttúrulegra umhverfi við... brakandi snjóskaflar og hrímaður mosi..

Töfraland fyrir börn sem voru ekki lengi að sjá ævintýralega möguleika í hverjum hjalla og spennandi giljum...

Hálkubroddarnir nauðsynlegir en börnin sýndu enn og aftur hæfni sína umfram okkur í fótavissu þar sem flest voru þau ekki brodduð en fóru fimlega um og hikuðu hvergi í mestri hálkunni öllu vön... fögnuðu hverri svellbungu sem fannst og minntu okkur skemmtilega á hversu dýrmætt það er að varðveita barnslegu forvitnina og staðföstu áræðnina til að takast á við framandi hluti með því að hafa ánægju af áskoruninni...

Það voru nokkrar heiðurskonur með í för þetta kvöld... en hér er sú yngsta sem var að koma í sína fyrstu göngu með Toppförum utan móðurkviðar... fyrsta Toppfarabarnið í sögunni... hún Margrét 3ja ára þeirra Irmu og Játvarðar... og hún gaf ekkert eftir sér eldri í gleðinni og eljunni...

Uppi á brúnum með borgina alla í fanginu fengum við okkur jólanesti...

Jón og Valla Slóveníufarar ;-)

Jóhann Ísfeld, Sigurþór 11 ára, Egill 8 ára og Steinunn Snorra með hundana sína Mola og þann nýjasta Bónó sem var orðið ansi kalt í restina og fékk að lúra innanklæða ;-)

Aðalheiður hefðarkona með barnabörnin sín Örn 7 ára og Ásdísi Birtu 12 ára
sem munaði ekkert um að taka bróður sinn á háhest á erfiðustu köflunum ;-)

Margrét 3ja ára, Játvarður og Irma sem fyrst gekk með barn í göngu með Toppförum
og hefur ekkert gefið eftir á fjöllum ;-)

Heiðrún og Ingi með dóttur sína Láru og dótturson Arnbjörn Inga 6 ára sem er mikill fjallamaður en hann tók vini sína tvo með, þá Elvar Loga 6 ára og Tómas Tý 6 ára ;-)

Mæðgurnar Jóhanna Karlotta og Aðalheiður ásamt Lilju G. og Gerði Björns... eðalkonur á ferð ;-)

Helga Björns með aupair-stúlku dóttur sinnar, henni Louise frá Þýskalandi, en þetta var fyrsta ganga Helgu frá því hún slasaðist alverlega á skíðum á Ítalíu í febrúar á þessu ári og eins og henni er einni lagið er ekki gefist upp heldur mætt aftur til leiks eins og heilsan leyfir og var henni fagnað mjög þetta kvöld. Heiður að fá slíka konu aftur í hópinn ,-)

Gerður Jens með barnabarni sínu Helgu Signý 6 ára, syni sínum Grétari og börnum hans Lilju 5 ára og Fannari 6 ára...
sum sé þrír ættliðir á ferð ;-)

Lilja Sesselja og Anna Lilja 12 ára og Gylfi með Andra sinn 11 ára
en Anna Lilja og Andri hafa oft mætt í Toppfaragöngur áður og eru öllu vön ;-)

Nöfnurnar Kristín Gunda ásamt bróðurdóttur sinni Kristínu Hönnu 8 ára sem kristín Gunda á ansi mikið í
því óskaplega voru þær líkar ;-)

Góðvinkonurnar Súsanna og Svala héldu uppi heiðri Hafnarfjarðar ;-)

Guðmundur Jón og Katrín með barnarbörnin sín tvö Ömu Rut 6 ára og Atla Steinar 11 ára sem hefði viljað klifra og klöngrast miklu meira þetta kvöld ;-)

---

Vantar mynd af Hjölla!...  og eins Ósk sem kom á eftir hópnum og náði okkur neðan við tindinn á niðurleið.

Eftir nesti var leitað að jólasveinahúfunni sem Skyrjarmur... já, einu sinni hét skyrgámur það að sögn krakkanna... hafði týnt á leiðinni til byggða... en þar var smá jólanammi sem gaf ágætis orku á niðurleiðinni...

Og... niðurleiðin var hreint ævintýri... í ærslalátum gegnum harða, sleipa skafla sem voru ekkert nema fínustu rennibrautir niður fjallið í myrkrinu...

Veisla fyrir yngri kynslóðina sem lét ekki einn einasta skafl framhjá sér fara...

Hey, hér er flott að fara niður...

Gilin voru best þar sem snjórinn hafði náð að safnast þar upp og festast...

Börnin hikuð hvergi og fullorðna fólkið átti fullt í fangi með að hemja grislíngana...

 

Bara eina ferð í viðbót...

Sumir tímdu ekki að fara heim...

Alma Rut fann frostkristal í moldinni og tók með sér heim...

... og amma varð að taka mynd af englinum með gullið ;-)

Það var allt nýtt til að renna sér sem mest þegar neðar dró...

Hver einasta svellbunga þar til auð jörð tók við... ;-)

... og máninn fylgdist með öllu saman...

Alls 3,3 km á 1:57 klst. upp í 275 m hæð með 295 m hækkun miðað við 58 m upphafshæð.

Með flottustu jólagöngum á Úlfarsfell til þessa þar sem lognið, birtan og færið var með ævintýralegasta móti ;-)

Næsta æfing er þriðjudaginn 8. janúar um baksvið Akrafjalls á Austurtind þess !

Gleðileg jól elskunar !

 

 

 

Lágafell... hvað?

Þriðjudaginn 11. desember tókum við okkar hefðbundnu "millijólaognýársgöngu" á Lágafell í Mosó
þar sem enginn er virkur þriðjudagurinn milli hátíðanna í ár...

Tekinn var hringurinn frá Lágafellslaug... að hátíðlegri Lágafellskirkjunni... upp á Lágafell eftir öllum þess hnúkum og giljum... og til suðurs upp á Lágafellshamra í Úlfarsfelli... áður en farið var aftur niður um bröttu brekkuna okkar góðu inn í bæinn að Lágafellslaug þar sem heiti potturinn beið mjúkur og hlýr...

Jólastemmningin var allt umlykjandi þó lítill væri snjórinn... ljósin, grenitrén, hálkan, stjörnuhvolfið voru alveg með þetta...
en það var óvenju hlýtt miðað við árstíma eins og oft áður í þessari göngu...

Myrkrið var því alvöru þegar "best" lét í þvælingnum milli Lágafells og Úlfarsfells og bauð upp á ýmsar nýjar þrautir á leiðinni þar sem við beygðum heldur fyrr til suðurs en áður, því þjálfarar létu síhækkandi trén austan í Lágafelli snúa sér aðeins of fljótt niður að veg... en það er stórmerkilegt að upplifa hversu landlsagið kringum borgarfjöllin breytist stöðugt... komin skilti í dalnum, fleiri göngustígar og trén óðum stækkandi í Lágafelli... og NB tókuð þið eftir því hversu há grenitrén eru orðin við fjallsræturnar í Úlfarsfelli neðan við brekkuna góðu - magnað að upplifa þetta!

Brekkan okkar í Lágafellshömrum sveik ekki... og var greið alla leið í toppfarískri yfirvegun eins og áður þó færið væri svolítið hart og hált, alltaf jafn merkilegt að uppgötva hversu greiðfær þessi óásjálega brekka er... eigum enn eftir að lenda í því að þurfa að snúa frá brekkunni vegna ófærðar/hálku og fara niður austar í hömrunum...

Alls 6,4 km á 2:20 - 2:24 klst. upp í 121 m á Lágafelli og 276 m á Lágafellshömrum
með alls hækkun upp á 383 m miðað við 34 m upphafshæð.

Friðsælt og notalegt í ljúfasta félagsskap ;-)
 

 

Jólatoppar 2012


Mynd fengin að láni frá Gylfa.

Hjartansþakkir elsku Gunnar og María fyrir höfðinglegt boð á jólagleði Toppfara í ár og allir fyrir samveruna þetta kvöld.
Hlaðborðið var sérlega glæsilegt og stemmningin einstaklega ljúf.
Ekki spurning að endurtaka hlaðborðið að ári!
 


 

Til heiðurs höfðingjum
og hefðarkonum

Þriðjudagskvöldið 4. desember gengu Toppfarar til heiðurs aldurshöfðingjum sínum á Esjuna um svell og snjó alla leið upp að steini um Einarsmýri í blíðskaparveðri til að byrja með en skafrenningi og kulda efst...

Mættir voru: Aðalheiður E., Aðalheiður S., Anna Sigga, Bára, Berglind, Björn E., Björn matt., Dagbjört, Gerður J., Guðlaug, Guðmundur Jón, Gunnar, Heiðrún, Hildur R., Ingi, Jóhann Ísfeld, Jóhannes, Katrín, Kjartan, Kristín Gunda, Lilja Bj., María E., Ólafur, Ósk, Soffía Jóna, Steinunn S., Svala, Sylvía, Willi, Þórunn og Örn en auk þess var Guðrún Vala 11 ára mætt með móður sinni og rúllaði þessu upp á góðfúslega lánuðum hálkugormum frá Aðalheiði Steinars ;-)

Við steininn var sunginn afmælissöngurinn í tilefni af því að Ketill var 75 ára þennan dag (og vant við látinn heima fyrir) og Björn verður 73ja ára á laugardaginn 8. desember... fyrir utan að Gerður átti afmæli um daginn í nóvember... og Helga varð hvorki meira né minna en sextug í október... og Katrín sannar sem betur fer að ofurmenni á fjöllum geta víst líka átt afmæli fyrri hluta ársina þar sem hún er í febrúar... að ógleymdri henni Aðalheiði sem var að bætast í raðir Toppfara (og hélt þessa flottu ræðu í jólagleðinni um síðustu helgi) og fór á undan hópnum upp Esjuna þetta kvöld þar sem hún var tímabundin síðar um kvöldið en vildi ekki sleppa æfingu!... og ætlaði alla leið upp á Þverfellshorn en sneri við efst í brekkunum í mesta vindinum... sem segir allt um í hvurs lags eðalhóp hún var réttilega að bætast í... ;-)

Þjálfari kallaði eftir skoðun félaganna á æfingunni á því hverjir skyldu kallast aldurshöfðingjar klúbbsins... allt saman byrjaði þetta upprunalega á afmælisgöngu til heiðurs Birni á 70 ára afmæli hans þriðjudagskveldið 8. desember 2009... en það ár gekk hann á Kilimanjaro í tilefni afmælisins í júlí og var erlendis á sjálfan afmælisdaginn sinn... svo við tókum afmælissönginn upp á myndband og sendum honum á youtube... í kjölfarið þótti okkur tilvalið að heiðra hann og Ketil í byrjun desember þar sem báðir áttu þeir afmæli í þeim mánuði, komnir yfir sjötugt en mætandi engu að síður báðir tveir í allar erfiðustu tindferðir klúbbsins...

...fljótlega fannst okkur við einnig verða að heiðra elstu konurnar í hópnum af þeirri einföldu staðreynd að Gerður og Katrín sem komnar voru rétt yfir sextugt og Helga sem var að fara að nálgast sextugsafmælið sitt eru með sterkustu og eljusömustu göngumönnum klúbbsins... alltaf jákvæðar, mæta einna best af öllum í klúbbnum og eiga allra erfiðustu göngur klúbbsins að baki eins og höfðingjarnir og jafnvel mjög há fjöll erlendis með okkur eða öðrum... allt upp í tæplega 6.000 m hæð í Perú...

... en menn voru sammála því á æfingunni að miða aldurshöfðingjaaldurinn við sjötíu árin og láta jafnt yfir bæði kyn ganga en ekki miða við 70 ár hjá körlum og 60 ár hjá konum... rökin þau meðal annars að menn vilja ekki vera minntir of oft á aldurinn enda greinilega ofurmenni á ferð... sjötíu ár eru sannarlega heiðursaldur sem óumdeilanlega er aðdáunarverður í krefjandi íþrótt eins og fjallgöngum ;-)...

...kannski við skírum bara nýjan hóp fyrir sextíu+ árin... "undanfarar"... þeir sem komnir eru yfir sextugt þangað til þeir verða sjötugir og komast í höfðingjahópinn... undanfarar af því þau eru okkur fremri í reynslu og andlegu atgerfi og leiða okkur hin í til frekari afreka fram að sjötugu... ;-) ... eða leyfum fólki að vera í friði með sinn aldur þar til 70 árum er náð?

Hugsum málið - menn mega endilega koma með sína skoðun til okkar, bara gaman að velta þessu fyrir sér, en um leið  mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur öll að vekja athygli á þessu afreksfólki í kringum okkur ;-)

Alvöru æfing ganga í flottu veðri, færi, landslagi , útsýni og félagsskap... sem Björn tók haltrandi á öðrum færi eftir meiðsli við fall á hlaupum í síðustu viku... já, þessir höfðingjar eru sannarlega í sérflokki...

Alls 5,6 km á 2:20 klst. upp í 591 (597 m) mælda hæð með 622 m hækkun miðað við 6 m upphafshæð ;-)

Haf þökk öll kæru höfðingjar, hefðarkonur, aldurshöfðingjar, undanfarar...
afreksfólk Toppfara !

Það er heiður að njóta félagsskapar ykkar... sem mætið af meiri krafti en margur annar í erfið veður og krefjandi göngur klúbbsins án þess að gefa eftir heldur njótið áskorunarinnar.... með því sannið þið svo ekki verður um villst að það er andlegt atverfi, hugarfar og viðhorf sem ræður mestu um hversu oft og langt menn komast á fjall...  slíkar fyrirmyndir erum við lánsöm að geta notið félagsskapar við í Toppförum og erum ævarandi þakklát fyrir !
 


 

Töfrum líkust aðventuganga
á Akrafjalli
í friðsælu veðri, snjó, tungli og stjörnum
... og funheitu jólakakói í skóginum...
 

Okkar árlega aðventuganga á Háahnúk í Akrafjalli var sérlega falleg og friðsæl í ár þriðjudaginn 27. nóvember...
...þar sem gengið var í hálku og snjó undir stjörnu- og tunglskini í logni og ótrúlegum hita...

Að ráði Inga Skagamanns var farið um Tæpigötu inn með gljúfrinu í stað þess að fara hefðbundna leið um stíginn í Reynisásum þar sem mikil hálka var í öllum brekkum en þetta var hálkan af þeirri gerðinni sem gerir mikið gengnar slóðir nánast óaðgengilegar á fjöllum eins og Esjunni, Úlfarsfelli, Akrafjalli o.fl... en þar sem allir voru á hálkubroddum var okkur kleift að þræðast inn eftir á mjóum, hálum slóðanum ofan gljúfursins sem var snöggtum skárri...

Í Berjadalnum var blankalogn og menn rifu sig úr úlpum og jökkum... og margir gengu á peysunni einni saman...
...dáleiddir í náttúru-birtu-dýrðinni alla leið upp á tind í 555 (558) m hæð...
þar sem stjörnuhvolfið vakti yfir okkur í
mögnuðu útsýni til nágrannabyggða og höfuðborgarinnar...

Mættir voru 41 manns:

Aðalheiður E., Anton, Arnar, Ágúst, Ástríður, Bára, Bestla, Björn H., Dagbjört, Dóra, Elísabet, Gerður Jens., Guðmundur Jón, Guðrún Helga, Gunnar, Halldóra Á., Heiðrún, Heimir, Hjölli, Ingi, Jóhann Ísfeld, Jón, Katrín, Kjartan, Lilja Kr., Lilja Sesselja, María E., Nonni, Ósk, Rikki, Roar, Rósa, Sigga Rósa, Sigga Sig., Soffía Jóna, Steinunn S., Súsanna, Svala, Sæmundur, Valla og Örn.

Niðurgangan gekk vel gegnum ökkladjúpan snjó efst og svo snjóföl og hálku niður að Tæpigötu... í óðamála umræðum um heima og geima... í stíl við mögnuð áhrifin af landslagi kvöldsins...

...en eftir gönguna fór bílstrollan í forvitnilega óvissuferð gegnum sveitina inn að skógarlundi Skagamanna undir leiðsögn Inga og Heiðrúnar... en Heiðrún hafði stungið upp á skóginum fyrir aðventukaffið, í stað þess að fara inn í þorpið og það var sérlega vel heppnað... enda var vandað til verka hjá þeim hjónum þetta kvöld eins og þeim er vant, þar sem sonur þeirra hafði kveikt upp í grillinu til að undirbúa komu hópsins og menn gátu yljað sér við eldinn með kakóinu ;-)

Kvöldstund eins og þær gerast allra fallegastar að vetri til...

Það er bókstaflega þess virði að koma sér í þriðjudagskvöldgöngur um veturinn til að uppskera
þó ekki sé nema eina svona kvöldstund á hverju ári...

Alls 4,6 km á 2:18 - 2:21 klst. upp í 558 m hæð með 551 m hækkun allls miðað við 66 m upphafshæð.

Takk elsku Heiðrún og Ingi fyrir öðlingsskapinn þetta kvöld... þið eruð höfðingjar heim að sækja !
 



 

Vetrarfegurð á Úlfarsfelli

Þriðjudaginn 20. nóvember mættu 35 Toppfarar til leiks við kulda, vind, myrkur og vetrarfæri á 247. æfingu klúbbsins... þau Aðalheiður E., Aðalheiður St., Anton, Arnar, Bára, Elísabet, Gerður Bj., Gerður J., Guðmundur Jón, Guðrún Helga, Halldóra Á., Heiðrún, Heimir, Hjölli, Ingi, Irma, Jóhann Ísfeld, Jóhannes, Katrín Kj., Kristín Gunda, Lilja Bj., Lilja S., Lilja Sesselja, Ólafur, Roar, Rósa, Sigga Rósa, Sigga Sig., Soffía Jóna, Steinunn S., Sæmundur, Thomas, Valla og Örn.

Gengin var hefðbundin leið upp frá Leirtjörn suðaustan megin sem þýddi um 44° gráðu stefnu í norðaustur á tindinn á korti ... eða 44°+15° misvísun sem þýddi 59° stefnu á Stóra hnúk frá suðausturhorni Leirtjarnar...

Farið var um alla hnúka fjallsins þetta kvöld... fyrst upp á Vesturhnúk sem blasir við borginni, þá þvert í norður yfir á brúnirnar ofan Mosfellsbæjar sem heita Lágafellshamrar og til baka aftur yfir á Stóra hnúk sem er hæstur tinda Úlfarsfells og svo á Litla hnúk þaðan sem farið var niður austurhlíðarnar og tekinn sveigur aftur inn á hefðbundnar niðurgönguleiðir í suðurhlíðum.

Skyggni var fagurt til nágrannabyggða fjallsins þar sem borgarljósin og friðarsúlan nutu sín vel af þessum flotta útsýnispalli náttúrunnar... að ekki sé talað um göngumannaljósin sem við fylgdumst með utan í Esjunni, bæði neðan við Kerhólakamb og svo undir Þverfellshorni... en víðfeðmt og fagurt útsýnið kemur alltaf jafn mikið á óvart á þessu lága bæjarfjalli Úlfars sem sumir vilja meina að njóti ekki sannmælis í skugga Esjunnar... það þurfi að stofna vinafélag Úlfarsfells til að varðveita betur jarðargersemar þess allar og tryggja betri umgengni... þar sem ekki síst fjórhjólandi bílaumferð er að gegnumskera landslagið sundur og saman...

Þessi dásamlegi barningur... við kulda og smá vind á köflum, aðallega efst og í skörðum þar sem þrengir um vind... og myrkri sem hafði ekkert í snjófölina og alla ljósadýrðina að gera... og hálkuna sem faldi sig í stöku svellbungum... endaði á 6,1 km göngu í 1:45 - 1:56 klst. upp í 298 m á Vesturhnúk, niður í 203 m við Lágafellshamra, upp í 299 m á Stóra hnúk og niður í
253 m á Litla hnúk með alls hækkun upp á 393 m miðað við 88 m upphafshæð... en gps er alltaf missaga með þetta milli tækja og ekki hárnákvæmt frekar en áttavitinn og kortin... eins og flest mannanna verk... það er víst bara Úlfarsfellið sjálft og fætur vorir sem geyma hárnákvæma vitneskju um för okkar þetta kvöld ;-)

 

 


 

Ratað með korti og áttavita

Mánudags- og þriðjudagskvöldin 12. og 13. nóvember tóku 22 Toppfarar rötunarnámskeið hjá Jóni Heiðari Andréssyni hjá Jöklamönnum/Arctic Adventures/Fjallakofanum.

Bóklegi hlutinn var fyrra kvöldið í boði Unnar Valborgar sem skaffaði húsnæði að Síðumúla 33 (www.vendum.is)
og þökkum við henni fyrir frábærar móttökur og flotta aðstöðu ;-)

Verklegi hlutinn var svo tekinn kvöldið eftir á Lokufjalli upp að Hnefa í mynni Blikdals í gullfallegu veðri, logni, hita, stjörnubjörtu og skínandi fögrum norðurljósum sem skríddu himininn er leið á kvöldið... en norðurljósin tóku magnaðan súludans kringum Friðarúluna þegar við ókum í bæinn aftur rúmlega níu um kvöldið... sem var algerlega ógleymanleg sýn!

Þeir sem mættu voru: Aðalheiður St., Anna Sigga, Ágúst, Áslaug, Bára, Björgvin, Björn, Gerður, Guðmundur Jón, Guðmundur Víðir, Hanna, Heiða, Katrín Kj., Kjartan, Lilja Bj., Lilja Sesselja, Soffía Jóna, Súsanna, Unnur og Örn...

...hér á mynd öll með útprentað kort frá Gerði sem gerði sér ekki lítið fyrir og prentaði út svæðið í Blikdalnum
sem ætlunin var að rata um þetta kvöld í þremur útgáfum, takk kærlega Gerður mín fyrir skörungsskapinn  ;-)

Farið var í grunnatriði rötunar með áttavita og kort þar sem við lærðum að taka stefnu eftir fyrirfram áætlaðri gönguleið á korti og einnig að taka stefnu eftir kennileiti að áfangastað á staðnum... en stefnt var að toppi Hnefa í Lokufjalli sem var um 62 gráður í norðaustur...

Þetta er ótrúlega einfalt þegar maður er búin að átta sig á hvernig áttavitinn er nýtanlegur... nálin leitar alltaf í norður (í norðursegulskautið )... í sömu átt og línur vísa efst upp á korti (öll kort eiga að vísa í norður)... en þannig finnur maður út gráðuna til að ganga eftir þar sem áttavitin er nýttur sem gráðubogi... en ekki má gleyma að muna eftir misvísuninni... þessari 15 gráðu skekkju sem er á þessu ári hér í Reykjavík en er mismunandi um landið og allan heim... og minnkar um 0,3 gráður á hverju ári... en ástæðan er sú að jörðin er segulmögnuð og nálin leitar í norðursegulskautið sem er ekki alveg í norður og á stöðugri hreyfingu.

*Halda skal áttavitanum láréttum með spegilinn þannig að maður sjái hakið að ofan og neðan.
*Ekki láta neina málmhluti trufla nálina á áttavitanum (eins og úr á handlegg).
*Beina hakinu efst á speglinum á áttavitanum beint á áfangastaðinn (passa hvort augað er "réttara" eða nota bæði augun).
*Snúa nálinni í áttavitanum inn í örina sem teiknuð er í botn áttavitans þannig að nálin snúi upp í rauðu örina.
*Passa að það sé ekki öfugt - þá fær maður 180° skekkju.
*Þarna nýtist spegilinn til að sjá hvað maður er að gera!
*Gráðan sem þá sést efst á áttavitanum við efra hakið er sú stefna sem tekin er á áfangastaðinn.

Ef ekki er hægt að halda stefnunni allan tímann, t.d. vegna lækjar/hamrabeltis/gljúfurs/ þyrpingar/stöðuvatns/fells/mýrar o.s.frv.... þarf að taka aukakrók til hliðar sem tekur mann út af stefnunni og þá þarf að gera ráðstafanir, annað hvort með því að telja skrefin út af leið og telja sig til baka eftir aukakrókinn (fremur ónákvæmt) eða merkja á einhvern hátt staðinn þar sem farið var út af leið og skila sér aftur þangað; (t.d. taka brúnna yfir á með aukakrók en vera t. d. búin að hlaða smá vörðu á bakkanum til að finna aftur staðinn hinum megin árinnar svo hægt sé að halda sömu stefnu... eða merkja staðinn á annan hátt... eða taka nýja stefnu frá brúnni ef áfangastaðurinn er í augsýn eftir aukakrókinn og ganga þá þaðan!

Eftir góða æfingu í að taka stefnuna á tind Hnefa... og taka nýja stefnu ef maður þurfti að fara út af leið eða gera ráðstafanir vegna krókaleiðarinnar... æfðum við okkur í að nýta félagana framar í hópnum sem kennileiti til að halda stefnunni sem aftasti maður. Þetta er gott að gera til þess að hvíla sig á því að ganga stanslaust mænandi niður á áttavitann - sem er annars nauðsynlegt að gera því maður er fljótur að fara út af leið ef maður gleymir sér og gengur ekki stöðugt með nálina inni örinni (til að halda stefnunni).

Með þessari aðferð er einnig hægt að nýta sjáanleg kennileiti sem eru nær í umhverfinu en fjarlægur áfangastaðurinn svo lengi sem þau eru í beinni stefnu sem gengið er eftir ef þau eru greinanleg og endurnýja kennileitið þegar komið er að því fyrsta með því að finna annað sem er í sömu stefnu/línu og stefnt er. Ef ekkert sést, í niðaþoku eða svartamyrkri, er hægt að notast við "lifandi kennileiti" sem eru göngufélagarnir með því að láta þau ganga á undan og beina þeim stöðugt inn á stefnuna ef þau fara út af leið miðað við áttavitann með því að segja hægri, vinstri, beint áfram (hér þarf líka að vera stöðugt vakandi!).

Næst var farið í að staðsetja sig út frá kennileitum í umhverfinu sé maður villtur og óviss um nákvæmlega hvar maður er staddur þar sem nýta má kortið og áttavitann ef skyggni er eitthvurt til allavega þriggja kennileita sem maður getur borið kennsl á í fjarlægð sem ekki eru öll á sama svæði/sömu átt. Sjá þríhyrninginn (mynd neðar) sem við náðum að mynda út frá þremur greinanlegum stöðum út frá korti og sjónarhorni okkar með nógu ólíka afstöðu til að hægt væri að miða út staðsetningu; þ. e. frá Arnarhamri í vesturöxl Blikdalsins (ljósin í byggð við Brautarholt ollu miklum vangaveltum þar sem við miðuðum við rangan stað í þeim byggðakjarna), frá gatnamótunum inn í Miðdal og frá norðurenda Hvalfjarðargangna.

 Friðarsúlan sem miðja Viðeyjar, Akranesbær, Háihnúkur/Geirmundartindur Akrafjalli, einhver Hvalfjarðarkennileiti o. fl. hefðu verið góð kennileiti líka ef við hefðum verið með stærra kort sem hefði náð yfir þessi svæði, en við vorum bara með kort af Blikdalnum og nágrenni og urðum að nýta þau, sem var bara vel ;-)

Þríhyrningurinn sem kom í ljós við að taka gráðurnar út frá korti, mínus 15 gráður misvísun frá (vörpun af landslagi yfir á kort) og strikuð línu út frá þessu með línurnar í botni áttavitans í sömu stefnu norður, gaf nokkurn veginn þá staðsetningu sem villtur maður gæti staðsett sig út frá (og gefið upp í síma ef hann er villtur/slasaður/fastur og óskar eftir hjálp)...  en almennt til að átta sig á eigin staðsetningu og geta ratað til baka eftir landslagi á korti og þeim kennileitum sem hann sér í umhverfinu ef skyggni er eitthvurt.

Frábært námskeið eins og annað af hendi Jóns Andrésar. Stutt en markvisst og hagnýtt - svo nú reynir á okkur öll að viðhalda þessari þekkingu... með því að taka alltaf stefnuna í upphafi göngu, bæði á korti heima og á staðnum... og eins þríhyrningsstaðsetja okkur t. d. í góðu skyggni á einum fjallstoppinum í góðri tindferð ;-)... og lesa sér frekar til um rötun ef menn hafa áhuga... ekki spurning að viðhalda þessu reglulega hér með í göngunum okkar með því að mæta með áttavitann ef von er á lélegu skyggni og við getum tekið stefnuna heima á korti og séð hvort við römbum á réttan stað (með gps til öryggis í vasanum)... eða taka stefnuna í góðu skyggni á staðnum og þurfa að gera ráðstafanir ef farið er út af leið eða t. d. ef skyggni bregst að endastað á leiðinni...

Takk allir fyrir þátttökuna - frábært að hafa náð að halda þetta námskeið!
 
Við þökkum Unni og Gerði sérstaklega fyrir þeirra framlag þessi kvöld
og að sjálfsögðu Jóni Heiðari fyrir frábæra kennslu ;-)

Næsta námskeið í fjallamennsku fyrir Toppfara verður um miðjan mars þar sem við ætlum að læra um mat á snjóflóðahættu og viðbrögð í snjóflóði - bóklegt á mánudagskveldi og verklegt á þriðjudagskveldi en þá mætir Jón Heiðar aftur til leiks ferskur frá Kanada þar sem hann er að taka alþjóðleg fjallaleiðsögumannaréttindi.

 

 


 

Í slagviðri um Búrfellsgjá

Viku eftir hávaðarok og kulda á Esjunni þar sem lúta þurfti lægra haldi fyrir veðri með annarri og styttri göngu en áætlað var... en heilmikilli æfingu samt í barningi við vind... var æfing í annars slags slæmskuveðri þriðjudaginn 6. nóvember... í roki og grenjandi rigningu um saklaust landslag Búrfellsgjárinnar í Heiðmörk og mættu alls 23 manns til leiks.

Gengið var hefðbundna leið um stíginn og lagt í hringleiðina um gígbarminn þó vindur væri ansi mikill í skarðinu enda reyndist það skárra en til stóð í byrjun... sem var skólabókardæmi um vindhegðun til fjalla þar sem mestu hviðurnar eru gjarnan í fjallsskarði og alls staðar þar sem þrengir um vindinn... nákvæmlega eins og reynt var að vara við þegar háhýsið Höfðaborg var reist við strönd borgarinnar... beint af sjó og í suðri af Esju og félögum... þar sem fróðir menn sögðu byggingu háhýsa í borg þýða vindasamari borg... og við rifjuðum upp nokkrar göngur í brúnalogni í sögu okkar eins og Baula í maí 2009 og Eyjafjallajökull í apríl 2008...  áður en menn skiluðu sér vel þvegnir og endurnærðir eftir 5,7 km náttúruþvott og spjall á 1:32 klst. þar sem farið var upp í 186 m hæð með 189 m hækkun alls miðað við 108 m upphafshæð en lækkun niður í 90 m á leiðinni... og reyndist þetta skínandi góð búnaðarprófun... orð sem menn hafa stundum séð rautt yfir þegar liðið hefur á suman veturinn í sögu okkar... ;-)

Það var ansi misjafnt hvað hélt og hvað ekki... þekkt merki og yfirlýst vatnsheldni búnaðar, aldur eða fyrri reynsla virtist þar ekkert geta sagt til um hvað virkaði betur en annað þar sem sumir voru þurrir undan eldgömlum fatnaði og aðrir blautir í dýrum, lítið notuðuðum fatnaði og allt þar á milli...

Fram kom á búnaðarfyrirlestrinum um daginn að framleiðendur útivistarfatnaðar þurfa alltaf að velja á milli vatnheldni og öndunar... því meiri vatnsheldni því minni öndun og öfugt... líklegast heldur lítið annað en sjóklæðnaður í svona veðri ef gengið er klukkustundum saman þar sem hann er framleiddur alveg vatnsheldur... en sá fatnaður henta þeim ekki vel sem svitna mikið eða eru almennt að reyna á sig með tilheyrandi svitnun eins og í fjallgöngum... því sjóklæðnaður andar ekki... Þá hefur okkur sýnst af reynslunni að núningur og notkun hafi áhrif... þar sem nuddast saman fer að leka... en mest kom á óvart á fyrirlestrinum að hlífðarfatnaðinn/skeljarnar ætti að sjálfsögðu að þvo eins og annan fatnað (eftir þvottaleiðbeiningum) - ekki væri mikið varið í hann annars... en þetta var nýtt hljóð í kútnum þar sem maður hefur verið skammaður fyrir að þvo hann... stilla á meira en 30°C... nota þvottaefni... nota ekki sérhæft þvottaefni... og nánast verið skammaður fyrir að "nota" fína og dýra 3ja laga fatnaðinn þegar leitað hefur verið eftir skýringum á því hvers vegna hann lekur í vatnsviðri (nú auðvitað lak jakkinn, það var rigning ;-) ) ... og eftir situr tilfinning um að þessi dýri, fíni fatnaður eigi bara að virka á hlaupum út úr bílnum og inn í hús ;-) ... og alls ekki á göngu í alvöru veðrum... en á þessum eina og hálfa klukkutíma var einmitt forvitnilegt að sjá að það var ekki bara sjóklæðnaðurinn á Erninum sem hélt - endilega deilið ykkar vatnsheldni þetta kvöld á fésbókinni þar sem Sigga Rósa hóf þessa þörfu umræðu:
 http://www.facebook.com/groups/toppfarar/permalink/10151236302311248/

Takk elsku
Aðalheiður Eiríks sem var að koma í sína fyrstu göngu með hópnum ;-), Aðalheiður S., Anna Sigga, Anton, Ásta H., Ástríður, Dagbjört, Gerður Bj., Guðmundur Jón, Halldóra Á., Jóhann Ísfeld, Katrín Kj., Kristín Gunda, Lilja Seselja, Ósk, Rikki, Roar, Sigga Rósa, Steinunn Sn., Súsanna og Þórunn
fyrir endalausu eljuna, sérlega notalega samveru
og hressandi útiveru þetta kvöld ;-)

 


 

Elja á Esjunni

Þrjátíuogfjórir Toppfarar mættu galvaskir til leiks á Esjuna þriðjudaginn 30. október þrátt fyrir mikinn vind og gáfu ekki eftir fyrr en í fulla vindhnefana við Mógilsánna neðan við grjótbrekkuna. Ætlunin var að fara um Þverfjallið og Langahrygg upp að steini og niður stíginn en vegna veðurs var ákveðið að vera á stígnum svo menn gætu snúið við þegar hentaði og hægt væri að halda hópinn með góðu móti í myrkrinu ef veður versnaði. "Áhættugreining" æfingarinnar hljóðaði upp á þrjá áhættuþætti (veikleikaþættir); vind, kulda og myrkur síðari hluta göngunnar - en styrkleikaþættir æfingarinnar voru heiðskírt veður, tunglbirta, úrkomuleysi, gott göngufæri (hálkublettir þó á kafla sem teljast til áhættuþátta), göngustígur alla leið, vel þekkt leið, nálægð við þjóðveg og höfuðborg og vanur hópur á ferð... svo við vorum í frekar góðum málum þrátt fyrir vindhaminn.

Veðrið var skaplegt til að byrja með enda í skjóli meira og minna hálfa leið svo vel gekk að fara upp gilið á öxlina, en eftir það tók vindurinn vel í í fangið og hélst erfiður yfir brúnna og áfram upp að ánni þar sem snúið var við, en það var ansi gott að ná þessu alla þá leið, þar sem við gerðum ekki endilega ráð fyrir því að ná svo langt í þessu veðri. Nokkrir sneru til baka við brúnna en flestir kláruðu æfinguna alla leið og voru hæstánægðir með slaginn, enda bestu aðstæður til að æfa sig í slíku veðri í krafti hópsins á öruggri leið ;-)

Heiðskírt var þetta kvöld... tunglið og friðarsúlan... borgarljós og höfuðljós tóku við þegar sólarbjarminn hvarf... en hálkublettir voru á stígunum enda vægt frost og vindkælingin fór upp í allt að -7°C á veðurmæli Inga. Þá mældi hann vindhviðurnar að meðaltali 18 m/sek þetta kvöld, en þær fóru upp í 34 m/sek þegar verst lét.

Alls varð barningurinn við veðrið þetta kvöld 5,1 km á 1:36 klst. fyrir þá sem fóru alla leið en 3,9 km undir klukkutímanum fyrir þá sem sneru við frá brúnni og hækkunin um 390 m miðað við 15 m upphafshæð og 395 m hæstu hæð við ánna.

Þeir sem mættu voru:

Anna Sigga, Arnar, Ástríður, Bára, Berglind, Björn Matt., Dagbjört, Dóra, Guðmundur Jón, Guðrún Helga, Halldóra Á., Heiðrún, Ingi, Irma, Jóhann Ísfeld, Jóhannes, Jón, Katrín, Kjartan, Kristín Gunda, Matthías, Nonni, Ólafur, Ósk, Rósa, Soffía Rósa, Steinunn S., Sylvía, Sæmundur, Valla. Þórunn og Örn auk ferfætlingana sem gáfu heldur ekkert eftir ;-)

Frábær mæting... flott frammistaða...
 og dýrmæt æfing í að fóta sig í miklum vindi og kulda ;-)

Við færum Inga kærar þakkir fyrir að taka að sér að gæta síðasta manns í stað Báru, þjálfara
sem þurfti að snúa fyrr við af æfingunni vegna fjölskylduaðstæðna ;-)


 

Þokukenndir Valahnúkar

Þokan læddist um borg og bý... láglendi og hálendi þriðjudagskveldið 23. október þegar tekin var æfing á Valahnúka sem rísa milli Helgafells í Hafnarfirði og Húsfells og hafa gjarnan verið gengnir samferða fjöllum þeim... en mega vel standa einir að heilli klönguræfingu ef brölt er yfir þá alla...

Mættir voru:

Drífa, Sæmundur, Elísabet, Dóra, Ástríður, Svala, Helga E., Nonni, Anna Sigga, ?, Súsanna, Valla, Kristín Gyunda, Guðrún Helga, Sylvía, Björn Matt., Steinunn Sn., Örn, Þórunn, Arnar, Jón, Berglind, Guðmundur Jón, Katrín, Ingi, Hildur R., Kjartan, Gerður Jens., Ólafur, Björgvin, Hildur Vals., Aðalheiður, Elsa Þ., Heiðrún, Gylfi og Ásta Henriks fremst en Bára tók mynd og Elísabet var að mæta á sína fyrstu æfingu með hópnum.. og ferfætlingarnir Fura og Moli og ...? ;-)

Þokan lék á als oddi eins og ferfætlingar og tvífætlingar... en sjaldan höfum við kynnst þoku sem þessari á láglendi nema úrkoma fylgi með...

Fura hér á mynd á sinni fyrstu göngu með hópnum og með smalaeðlið sitt á hreinu ;-)

Landslagið og skyggnið töfrakennt og síbreytilegt...

 ...í stíl við krókóttan tindahrygginn sem bauð upp á alls kyns ævintýr...

... upp og niður kletta þar sem fóta þurfti sig varlega á köflum... það er kærkomið að geta tekið svona góða klönguræfingu á saklausum slóðum í krafti hópsins... sérstaklega í friðsælu veðri eins og menn bentu á... þó skyggnið væri farið að daprast í rökkrinu... ;-)

Kjartan rétti hverjum manni hjálparhönd niður brattasta kaflann eins og herforingi...
...nákvæmlega svona er allt hægt í krafti hópsins ;-)

Á köflum stakk þokan af yfir á Húsfell eða Helgafell og gaf okkur yfirsýn yfir töfraland Valahnúka í rökkrinu...

Þetta var sólarkveðjuganga... hér með göngum við eftir sólsetur þar til um miðjan febrúar á næsta ári... en birtu nýtur samt á æfingu fram í miðjan nóvember og byrjar aftur að lýsa í upphaf æfingarinnar í lok janúar...

Tunglið hálft á himni og höfuðljós komin á enni...

Blankalogn og færið gott...

Við völuvegginn austan megin í hnúkunum tóku þeir sem ekki voru búnir að fá nóg af klöngri
smá klifur upp á hæstu völuna ;-)

Við borðuðum nesti í kyrrðinni með ljósin slökkt í kvöldrökkrinu... og kláruðum svo síðasta hnúkinn í austri áður en snúið var við um skarðið milli Valahnúka og Helgafells... og enduðum í 5,3 km á 2:10 klst. upp í 209 m hæð með 240 m hækkun alls miðað við 90 m upphafshæð... með stjörnur og tungl á himni...

Þoka og rökkur... logn og heiður himinn á köflum... stjörnur og höfuðljós... klöngur og síbreytilegt landslag... notalegt spjall og vinaleg hjálparhönd... hlátur á köflum og bros í grennd...
Hvers er hægt að óska sér betra á þriðjudagsfjallgönguæfingu í október? ;-)
 

 


 

Gullnir Gráuhnúkar

Þriðjudagskveldið 16. október fengum við stórkostlegt sólarlag á æfingu er við gengum með síðustu geislum sólarinnar inn í kvöldið og enduðum í stjörnubjörtu myrkri undir heiðum himni...

Svalt var úti og frost í jörðu... með smá snjóföl hefði þetta verið eins fulkomið og það getur orðið að vetri til... þegar hvít jörðin skaffar sinn hluta af birtunni ásamt sólarlagi, tungli, stjörnum og borgarljósum... ásamt friðarsúlunni þarna lengst inni í borginni... og jú, höfuðljósunum sem verða einmitt óþarfi á slíkum kvöldum...

Himininn skipti litum hverja sekúndu og var fyrst heiðgulur með sólinni síðustu metra hennar niður fyrir sjóndeildarhring...

... en dekktist smám saman og við tóku rauðari litir...

Hópmyndin var óformleg þetta kvöld... stílhreinar skuggamyndir í litadýrðinni...

Mættir voru:

Anna Sigga, Arnar, Ágúst, Ásta H., Ástríður, Bára, Bestla, Björn H., Björn Matt, Gerður J., Guðrún Helga, Gunnar, Gylfi, Hanna, Helga E., Hildur R., Hjölli, Irma, Jóhann Ísfeld, Jóhannes, Katrín, Kristín Gunda, Lilja Bj., Lilja Sesselja, Linda Lea, María E., Nonni, Ósk, Rósa, Sigga Sig., Soffía Jóna, Soffía Rósa, Stefán, Steinunn Sn., Sylvía, Sæmundur, Þórunn og Örn auk þess sem Eiríkur var að taka sína fyrstu göngu með hópnum ;-)

Skálafell á Hellisheiði var baðað í bleikum og bláum lit í austri...


Stefán, Sigga Sig., og Kristín Gunda.

Esjan, Móskörðin, Skálafell (og Botnssúlur út af mynd) sömuleiðis í norðri...

Gengið var á alls sjö mosagræna Gráhnúka sem dreifast um svæðið frá þjóðveginum að Stóra Meitli og freistuðu okkar lengstum þangað til við drifum okkur þarna um í febrúar í fyrra í fyrsta sinn... enn einn töfraheimurinn í seilingarfjarlægð frá borginni sem leynir á sér þegar nær er komið...

Hver með sínu lagi, áferð og hæð voru hnúkarnir en ansi áþekkir og allir ávalir þó misbrattir séu...

Litir suðursins þar sem Stóra Sandfell (til móts við Litla Sandfell við Geitafell) og Litli Meitill risu sunnar (ekki á mynd)...
og hnúkar númer þrjú og fjögur þetta kvöld hér á mynd ...

Stóri Meitill fjær... dekkri, grýttari, brattari og hærri en Gráu hnúkarnir norðan við hann...

Hellaferð í Búra í umræðunni þar sem tuttugu Toppfarar nutu botnlausrar litadýrðar neðanjarðar í boði Ísleifs og Ágústar
síðasta laugardag en slíkar ferðir eru ómetanlegt framlag til klúbbsins...

Hnúkur þrjú til suðurs í sömu bleiku og bláu litunum og hinir en þessir litir verða gjarnan alls ráðandi yfir svartasta skammdegið þegar eingöngu nýtur sólar í örfáar klukkustundir...

Önnur hópmynd... ef ske kynni að það sæust ekki allir á hinni... eða þannig... ;-)

Dýpkun litanna hélt áfram allt kvöldið þar til myrkrið tók við... en nesti var borðað á hnúki fimm og sá síðasti og sjötti í röðinni var stærstur og brattastur... þar sem frosinn jarðvegurinn minnti okkur á að hálkubroddarnir eru málið hér með í öllum göngum ;-)


Sigga Sig., Guðrún Helga, Katrín, Hjölli, Örn, María, Gunnar, Soffía Rósa og Sylvía.

Alls 4,8 km á 1:57 klst. upp í 411 m hæð með 400 m hækkun alls milli tinda miðað við 319 m upphafhæð.

Töfrum skrýdd æfing eins og þær gerast fegurstar um sólarlag...

...svona kvöldstund bætir tvímælalaust sál og líkama svo um getur... jafnvel betur en mörg heilsuvaran 
hvort sem nokkrum manni tekst að færa vísindalegar sönnur á það eður ei ;-)
 


 

Votir haustlitir við Hafravatn
... á göngu um Lala, Hafrahlíð og Reykjaborg í Hádegisfelli

Þriðjudaginn 9. október var kveikt á friðarsúlunni í Viðey með viðhöfn... á fæðingardegi Johns Lennons... en fyrr um kvöldið tóku 32 Toppfarar notalega æfingu um fellin við Hafravatn í mildu og fallegu veðri, en rigningu í fyrsta sinn fyrir einhverja alvöru frá því í vor... þó varla hafi þetta verið meira en nokkrir dropar eins og vanalega...

Gengið var hefðbundna leið upp frá Dísarhóli um Lala og Hafrahlíðina sjálfa og þrætt með brúnunum til austurs áður en haldið var á Reykjaborgina sem hér sést í bakgrunni í fjarska...

Haustfagnaðarvíman ekki runnin af mönnum
og það var ósköp ljúft að taka rólega æfingu og rifja upp ævintýri helgarinnar á spjallinu...

Mættir voru:

Efri: Lilja nýr meðlimur, Gerður Bj., Aðalheiður, Jóhann Ísfeld, Roar, Halldóra, Björgvin, Dagbjört, Steinunn Sn., Guðmundur Jón, Áslaug, Örn, Kjartan, Nonni, Stefán, Ólafur, Berglind, Björn E., Guðlaug, Hjölli og Björn Matt.
Neðri: Þórunn, Soffía Jóna, Katrín, Gylfi, Gerður J., Ágúst, Lilja Sesselja, Irma og Ósk en Bára tók mynd og svei mér þá ef ekki náðust nánast allir hundar kvöldsins á mynd... Flóki hennar þórunnar, Drífa hans Nonna, Día hennar Áslaugar og Gotti hennar Dagbjartar en ekki sést í Mola þeirra Jóhanns og Steinunnar... voru fleiri?

... en Sigrún Lilja - kölluð Lilja var að mæta á sína aðra æfingu með hópnum þar sem hún tók tímamælinguna á Esjunni samviskusamlega eins og aðrir í síðustu viku... og það rúlla inn tímar frá klúbbmeðlimum... m. a. þeim sem tóku áskorun Willa á mánudeginum og fóru í alvöru keppni upp... endilega sendið okkur ykkar Esjutíma, ekki spurning að halda utan um það ;-)

Eftir Hafrahíðinni var gengið til austurs meðfram vatninu inn heiðina...
heldur þungbúið og rigningin rann mildilega og ósköp létt yfir okkur ;-)

Heiðursmaðurinn hann Ágúst las yfir lýðnum um góða umgengni að Álfasteini... ;-)... áður en hann bauð félögum sínum í hellaferð inn Búra með Ísleifi sem ratar þar vel um og ætla víst einhverjir Toppfarar að skella á sig höfuðljósi og hita vel upp fyrir myrkur vetrarins með hellaskoðun með þeim félögum um helgina ;-)

Rjúpur sáust á ferð þetta kvöld og jólamaturinn barst í tal... en á tindi Reykjaborgar borðuðum við nesti og spjölluðum um dagskrá næsta árs þar sem þjálfari bar undir hópinn hvort væri meira spennandi að fara um Hornstrandir sem við höfum lengi verið á leiðinni að gera... eða ganga Fimmvörðuháls og Laugaveg öfugan kryddaðan ýmsum útúrdúrum sem er líka gamall draumur þjálfara... en okkur sýndist áhuginn vera ákveðnari á Hornstrandirnar... enda kominn tími til að við förum þangað... og þá stefnum við á öfugan Laugaveg árið 2014... og treystum á að þolinmæðin þrautir vinnur allar ;-)

Ofan af  Reykjaborg tóku höfuðljósin við eins og myrkrið af rökkrinu.. á göngu um melar og mosa, mýri og kjarr...
áður en gangan endaði eftir
4,8 km göngu á 2:00 klst. upp í 302 m hæð með alls hækkun upp á 391 m...
 

Dagskráin 2013 kemur á vefinn í dag...

Þema ársins er
baksviðs eða "backstage"... við ætlum í tindferðir á fjöll sem eru í skugga þekktari fjalla... hverfa til fyrri tíma og hafa fastar tindferðir fyrsta laugardag í mánuði alltaf á ný fjöll og óháð þáttökufjölda... fara aukatindferðir á fjöll sem þegar eru að baki ef veður og þátttaka leyfir... rifja upp dýrmætar fjallaperlur á þriðjudögum innan um ný fjöll... fara í vetrarferð í sjötindagöngu til Vestmannaeyja í mars, vorferð inn Morsárdal á Miðfellstind við Vatnajökul í maí, ganga Skarðsheiðina á enda og Laugaveginn á einum degi í júní... fara á Hornstrandir í júlí, í tjaldútilegu við sumarbústað þjálfara í Landsveit með göngu að fjallabaki í lok júlí... halda haustfagnað á Siglufirði í október og jólagleði að Álfasteini ...

...sum sé halda áfram að safna nýjum fjöllum... njóta fjallaperlanna sem eru að baki...  vera forvitin og áræðin... fara ótroðnar slóðir og kanna ókunn fjöll... skapa ómetanleg verðmæti sem hvergi verða í krónum talin...
með hlátri á köflum og brosi í grennd eins og þessum klúbbi er aldeilis lagið sama hvað á gengur ;-)
 

 

Esjan hratt upp mót hvössum vindi

Árleg tímamæling var á Esjunni upp að steini þriðjudaginn 2. október og mættu 27 manns til leiks eða þau Anton, Ágústa, Ásta H., Bára, Berglind, Gerður J., Guðmundur Jón, Gylfi, Halldóra Á., Heiða, Hildur R., Hjölli, Ísleifur, Jóhann Ísfeld, Jón, Katrín, Kristín Gunda, Kristján, Ólafur, Ósk, Roar, Rósa, Sigrún Lilja (nýr meðlimur!), Soffía Jóna, Soffía Rósa, Valla, Þórunn og Örn, en auk þess melduðu Aðalheiður, Ásta Guðrún, Björn E., Gerður Bj., Halldóra Þ., Jóhannes og Lilja Bj.... ?fleiri?  sig inn samviskusamlega deginum á undan eða sama dag á öðrum tíma í tímamælingu á eigin vegum.

Fyrstu menn voru rétt um 40 mín upp að steini - Jóhann Ísfeld var 41 mín og fleiri ekki langt frá þessum tíma! - þrátt fyrir erfitt veður og þeir síðustu rúmlega 70 mín ;-(....  og við skiluðum okkur öll til baka eftir rúmlega 2ja klst. göngu í gullfallegu sólarlagi og sluppum við höfuðljósin ;-) ... eða alls 7 km á 2:04 klst. upp í 597 m mælda hæð (algengasta hæðarmælingin gegnum tíðina á steininum) með alls hækkun upp á 630 m skv gps.

Veðrið þetta þriðjudagskvöld var ekki gott til tímamælingar... mjög hvasst í fangið upp alla leið og lítið að marka eltingarleik við hraðamet, eða tímabætingar... enda stefna menn síðar á Esjuna... við skorum á alla að taka árlega tímann á sér upp Esjuna við góðar aðstæður til að taka púlsinn á sér gegnum árin... mæta léttklæddir og láta sig hafa það að arka upp án þess að stoppa, vera lafmóður, mðe blóðbragð í munninum og púlsinn háan allan tímann... og senda okkur tímann sinn ef þeir vilja vera með í tölfræðinni ;-)

Það stefna víst margir Toppfarar á Esjuna á mánudaginn næsta... endilega fjölmenna og taka tímann!
Flott framtak Willi að blása til þessa ;-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir