Allar þriðjudagsæfingar frá
október út desember 2016
í öfugri tímaröð
Lágafell 27. desember.
Badminton TBR-húsinu 20. desember.
Rauðhóll og Geithóll Esju 13.
desember.
Lágafell og Lágafellshamrar frá
Lágafellslaug 27. desember.
Badminton TBR 20. desember.
Rauðhóll og Geithóll Esju 13. desember.
Úlfarsfell frá skógrækt 6. desember.
Háihnúkur Akrafjallli 29.
nóvember.
Reynisvatnheiði kringum Reynisvatn frá Grafarvogslaug með golfívafi 15.
nóvember.
sjan 8. nóvember.
Smáþúfur Blikdal Esju 1. nóvember.
Æsustaðafjall og Reykjafell 26. október.
Jókubunga um Kúludal í Akrafjalli 18. október.
Djúpavatnskambur og Djúpavatnsfjörur 11. október.
Helgafell í Mósó 4. október.
Lágafell
í
roki
og
smá
rigningu
Hin hefðbundna Lágafellsganga frá Lágafellslaug um Lágafellshamra niður af Úlfarsfelli endaði frekar óhefðbundin og róleg að sinni þar sem þjálfara voru tímabundnir vegna persónulegra ástæðna og veðrið var ekki upp á sitt besta... hvert illviðrið rekur nú annað um jólahátíðina og milli jóla og nýárs svo ekki á að lægja fyrr en kvöldið fyrir gamlársdag...
... vindurinn var slíkur að það náðist engin almennileg mynd af fallegu jólakrossunum í kirkjugarðinum í Lágafelli...
...
en
það
var
smá
skjól
á
fellinu
og
þar
náðist
þessi...
sem
er
samt
ekki
góð...
Mættir voru 10 manns eða þau Örn, Svavar, Ólafur Vignir, Súsanna, Gerður jens., Katrín Kj., Guðmundur Jón og Steingrímur en Bára tókj mynd og Batman ljómaði af kæti að fá loksins fjallgöngu eftir að hafa verið út í bíl allan síðasta þriðjudag meðan hópurinn var í badmintontímanum... hundurinn sá ekkert ánægður með þetta jaðaríþróttavesen á þjálfurum... fjallganga er best... og já... maður finnur það þegar maður dettur út, hvað það er gott að mæta í göngu... og vont að missa mikið úr.... líkaminn dettur fljótt úr formi... og sálin líka einvhern veginn... og þessi ósjálfræðni með að pakka niður í bakpokann og græja búnaðinn... en maður er líka fljótur að koma sér aftur í gírinn... ! :-) ... besta leiðin til að vera í formi er að detta aldrei úr formi... ... um leið og maður hættir að gera þá hættir maður að geta... ... ekki gera ekki neitt... Já, svo satt... ef maður hefur ekki tíma eða ráðrúm að gera samt alltaf eitthvað, frekar en ekkert !
Alls
5,5,
km á
1:19
klst.
upp
í
165
m
hæð
með
alls
hækkun
upp
á 53
m
miðað
við
110
m
upphafshæð
En
við
örvæntum
eigi...
því
þessi
æfing
er á
dagskrá
17.
október
2017...
|
Vá hvað
það var
gaman
Korteri
fyrir
jól
tókum
við
síðustu
jaðaríþrótt
ársins...
badminton...
í
TBR-húsinu
við
Glæsibæ
Sá
yngsti
10 ára
og sá
elsti 77
ára og
allt þar
á
milli...
sumir að
prófa í
fyrsta
sinn og
aðrir að
rifja
upp
gamla
takta
Við fengum úthlutan tveimur völlum í boði staðarhaldlara þar sem þetta var til heiðurs jhöfðingjum Toppfara, þeim Katli heitnum og Birni Matt sem æfðu hér badminton saman... og þar sem laust var á þriðja vellinum á nýttum við hann líka þar sem við vorum tíu manns mætt og allir til í að keppa :-)
Björn gaf keppnistóninn og það var ekkert gefið eftir... menn hentu sér í gólfið ef þurfti... Súsanna var með stóran marblett á handleggnum eftir kvöldið... og Jóhönnu Fríðu tókst að slíta líklega vöðva í miðjum leik... haltraði út af og gat ekker tspilað eftir það... úff, þetta var greinilega hættulegra en fjallganga ! :-)
Ótrúlega
gaman að
prófa
þetta og
spila
hvort
sem
maður er
alger
byrjandi
eða
búinn að
prófa
nokkrum
sinnum...
Björn
Matt.,
Guðmundur
Viðir,
Kolbrún,
Svavar,
Örn,
Bára,
hilmir
11 ára.
Takk
fyrir
frábært
kvöld...
Björn afreksmaður... hér er bréf þjálfara til TBR þegar við pöntuðum völlinn: "Þetta val á badminton í desember kemur til af því að tveir af elstu klúbbmeðlimum okkar léku báðir badminton hjá TBR, annar til áratuga með skólafélögum sínum úr MA, faðir minn Ketill Arnar Hannesson hagfræðingur f.1937, en hann lést árið 2014 (ég ólst upp við að fara stundum með honum í badminton frá því ég var nokkurra ára gömul og er núna 48 ára) - og hinn Björn Matthíasson f.1939, einnig hagfræðingur sem er ennþá að ganga með okkur erfiðar fjallgöngur - en þeir kynntust í fjallgönguklúbbnum og pabbi bauð honum að bætast í þeirra badminton-hóp fyrir nokkrum árum, því badmintonfélagarnir voru að detta út hver á eftir öðrum vegna heilsufars og aldurs... og sem sé þá fóru þeir í að „yngja upp“ í hópnum og pabbi endaði á að bjóða fjallgöngufélaga sínum, Birni að koma í hópinn, þá 72ja ára eða svo... við hlógum endalaust að þessu í klúbbnum en valið var einfaldlega af því að Björn var í toppformi :-) Báðir þessir menn voru hlauparar (pabbi hljóp t. d. maraþon á 70 ára afmælisári sínu og Björn gekk á Kilimanjaro á 70 ára afmælisári sínu) og þeir eru okkur miklar fyrirmyndir í klúbbnum, ekki nóg með að hlaupa og ganga á fjöll þá mættu þeir sum sé einu sinni í viku í badminton... magnað alveg :-) Þeir eiga báðir afmæli í desember, pabbi 4. og Björn þann 8. og því höfum við alltaf í desember gengið þeim til heiðurs fyrir að vera okkur svona miklar fyrirmyndir og nú þótti tilvalið að hafa bara jaðaríþrótt desembermánaðar badminton sem var þriðja íþróttin sem þeir stunduðu báðir ofan á hlaup og fjallgöngur :-)
Ég sé þegar ég skrifa þetta, að
þetta er nú bara efni í blaðagrein :-)...
Við
gerum
þetta að
ári ekki
spurning
í
desember
kringum
afmæli
þeirra
Björns
og
Ketils...
Hér má
sjá
góðar
upplýsingar
á
vefsíðu
badmintonmanna:
...og hér frábæran bækling um ýmsa
leiki sem hægt er að fara í þegar margir eru að æfa saman: |
Rauðhóll
og
Geithóll í hægviðri og sumarfæri
Sex
manns
mættu í
hörkugöngu
upp á
flotta
hrygginn
Geithól
þriðjudaginn
13.
desember með
viðkomu
á
bungunni
Rauðhóli
Alls 7,4 km á 2:28 klst. upp í 546 m hæð með alls hækkun upp á 574 m miðað við 16 m upphafshæð.
Síðasta
æfingin
fyrir
jól er
svo
jaðaríþróttaæfing
í
badminton
í TBR
húsinu
við
Glæsibæ
þar sem
við
prófum
þessa
innanhússíþrótt
til
heiðurs
höfðingjum
Toppfara
sem
báðir
stunduðu
hana
saman
hér áður
fyrr
meðfram
hlaupum
og
fjallgöngum
og
fleiri
íþróttum...
hefðbundin
Lágafellsganga
milli
jóla og
nýárs...
Esjuganga
á
nýársdag
með
Gylfa og
Birni ef
að líkum
lætur...
og árið
2017
byrjar
með stæl
á
Blákolli
við
Hafnarfjall
en þar
með
hefst 10
ára
afmælisárið
þar sem
við
lítum
yfir
farinn
veg...
og förum
léttar
og
erfiðar
fjallgöngur
til
skiptis
á árinu
:-) |
Jólaganga á Úlfarsfell
Hún var
fyrr en
venjulega
okkar
árlega
jólagleðiganga
á
Úlfarsfell
þriðjudaginn
6.
desember
Ekkert
sérlega
jólalegt...
nema ef
vera
skyldi
grenitrén
í
upphafi
göngunnar...
Útsýnið yfir borgina alltaf jafn tilkomumikið og veðrið dásamlegt þetta kvöld...
Gengið var rá skógræktinni og úr því veðrið var svona gott og eina barnið mætt í gönguna var hann Einir 12 ára... var afráðið að taka alla tindana á fjallinu og gengið um nýjan stíg sem við höfum ekki farið á áður... sem liggur frá skógræktinni skásniðinn utan í vesturhlíðum að Vesturtindi... æj, gleymdi að taka mynd af góða skiltinu með kennileitum og örnefnum á fjallinu... svona til að hafa nöfnin rétt en vera ekki alltaf að nota okkar nafngiftir :-)
Uppi var
ansi
hvasst
en hlýtt
og auðtt
og
úrkomulaust
Mættir
14
manns...
Barn
göngunnar...
Einir 12
ára
sonur
Karenar
Rutar...
fótboltamaður
hjá
Breiðabliki
en í smá
pásu
enda
alltaf
úti að
leika...
Aldrei
komið
svona fá
börn í
þessa
göngu
áður
heldur
ritari... en
það er
okkur
þjálfurum
að
kenna...
Alls 4,3 km á 1:30 klst. upp í 300 m hæð með alls hækkun upp á 276 m miðað við 59 m upphafshæð.
Rauðhóll
og
Geithóll
á
Esjunni
næsta
þriðjudag,
fremur
löng og
ágætlega
strembin
ganga |
Jólasnjór
á
Akrafjalli
Hin árlega aðventuganga á Háahnúk var farin þriðjudaginn 29. nóvember...
... þar sem farið var hefðbundna leið um stíginn í nettum bratta í klettabeltinu sem getur verið varasamt...
... en var fínt í sumarfærinu sem nú ríkir á þessu metári í hita mánuðum saman...
... en sumarfærðið réð eingöngu ríkjum neðar í hlíðum...
... því þegar ofar dró tók snjórinn við...
... en með snjókomunni kom jólaandinn sem hvorki bleyta, kuldi né lélegt skyggni bitu á...
... gleðin áfram við völd og bros á hverju andliti... þetta er ótrúlega gaman sama hvað...
Keðjubroddarnir
fínir
við
þessar
aðstæður
og þeim
var
kippt
undir
skóna á
uppleiðinni
Á tindinum var sungið jólalag og stemningin var notaleg...
Frábær
mæting í
þessa
göngu
einsog
reyndar
almennt
á æfingu
þessa
þriðjudaga
síðustu
vikurnar
Niðurleiðin
var sömu
leið...
skyggnið
mun
betra
með
snjóinn
yfir
öllu...
... áfram snjókoma ofar en það hitnaði aftur með lækkuninni...
... og smám saman létti til...
... með sumarfærinu sem tók við neðst þar sem fara þurfti varlega í klettunum...
Aðventukakóið
hjá Inga
og
Heiðrúnu
var
noalegt
eins og
alltaf
að
lokinni
göngu... Alls 5,1 km á 2:12 klst. upp í 563 m hæð með alls hækkun upp á 505 m miðað við 67 m upphafshæð... |
Jólalegt um Búrfellsgjá
Þó stutt sé og saklaus þá var kvöldgangan um Búrfellsgjána í Heiðmörk... með snjóinn yfir öllu... friðsælu veðriðu... himninum gulum af borgarljósum... stjörnubjörtum himninum hvolfandi yfir gígbotninum... já, þá var hún dásamleg útivera enn einu sinni... þriðjudaginn 22. nóvember... þar sem 21 manns mættu... sem undirstrikar að þó klúbbmeðlimir vilji eindregið fá krefjandi og framandi kvöldgöngur þá sé það þakklátt að fá inni á milli notalegar göngur þar sem allir fá notið sín...
Gengin var
hefðbundin leið með brakandi ferskan snjóinn
yfir öllu...
... og upp gígbarminn hringinn í kring með borgarljósin í fjarska en samt svo nálægt...
Mikið spjallað og
margir í hópnum á leið í spennandi ferðir á
næsta ári...
Það er eitthvað við þessar myrkurgöngur... kyrrð og friðsæld... og um leið ögrandi áskorun... vel þegin og kærkomin útivera...
Alls 6,0 km á 1:47 klst. upp í 184 m hæð með alls hækkun upp á 182 m miðað við 114 m upphafshæð.
|
Golf og
ganga
Okkar árlega sundlaugarganga í nóvember... þar sem gengið er frá sundlaug út úr borginni... kringum stöðuvatn í nágrenni borgarinnar... og upp á hóla, hæðir eða fell sem á leiðinni verða... var þriðjudaginn 15. nóvember... og í þetta sinn bættum við jaðaríþróttinni golf við allt saman... og tókum eina sveiflu á æfingagolfvellinum í Grafarholti þar sem við fórum framhjá honum á leið inn í Grafarvog aftur :-)
Mættir
voru
ellefu
manns...
hvílíkir
snillingar
sem
þetta
fólk
er...
mætandi
sama
hvernig
veðrið
er...
þjálfarar
hætta
aldrei
að dást
að
klúbbfélögum
sínum þó
árin
líði...
já, það
er
alltaf
jafn
stórmerkilegt
hversu
margir
mæta þó
úti sé
bylur og
spáin
slæm...
Jón
Tryggvi,
Arnar,
Ólafur
Vignir,
Rósa,
Örn,
Katrín
Kj.,
Guðmundur
Jón,
Erna,
Sarah,
Guðrún
Helga
Gengið
var
rösklega
þetta
kvöld
enda
rúmir 12
km þegar
yfir
lauk...
frá
lauginni
niður
með
malarveginum
við
Iðntæknisstofnun
Útivistarparadísin er mikil við Reynisvatn... sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa vonandi vit á að varðveita.... en börn í Grafarholtinu heimsóttu borgarstjóra um daginn og mótmæltu fallega fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum við vatnið... og fengu loforð um að svæðið yrði varðveitt áfram sem útivistarparadís...
Friðsæld og fegurð fylgir kærkomnum snjónum... með honum hverfur sortinn sem fylgir skammdeginu... og í staðinn erum við komin með hvíta jörð sem er svo björt að við kveiktum aldrei á höfuðljósunum þessa gönguna þrátt fyrir að fara lengst upp eftir úr byggð... um stíga sem þjálfarar vissu ekki einu sinni um... Jón Tryggvi heimamaður á svæðinu lóðsaði okkur um mun stærri hring en ætlunin var... því heiðarnar hringinn kringum reynisvatn voru á áætlun.... og að koma niður þær við miðjan golfvöllinn þar sem ljósastaurarnir voru var ætlunin... en við enduðum á að fara mun lengra inn eftir og þaðan til baka... græddum heila tvo kílómetra á þessu sem var auðvitað stórgróði :-)
Í bakaleiðinni var þvígengið meðfram golfvellinum sem liggur niður með Grafarholtinu með íbúðahverfið á hægri hönd... snilldarhönnun þar á ferð... og þar sem við gengum trjágöngin niður af golfsvæðinu... stukkum við eitt andartak inn á æfingavöllinn sem liggur austan megin við Bása sem hér eru upplýstir (þar sem menn æfa að slá kúlur endalaust út á upplýsta svæðið þarna til að æfa sveifluna)... og vanasti golfarinn í hópnum... Jón Tryggvi tók góða sveiflu frá teig eitt minnir mig... hvíta kúlu sem þjálfari kom með... fattaði ekkert að koma með appelsínugula... og hún var látin standa þar sem hún lenti í hvítum snjónum... það vvar ekki veður né aðstæður til að leika meira golf að sinni... en næst skulum við taka þetta alla leið og taka eina holu saman á fjalli... heimagerða holu í snjónum með göngustaf sem stöng... eða taka bara alvöru hring á æfingavellinum eitt þriðjudagskvöld og fá þannig að kynnast þessari skemmtilegu íþrótt af alvöru... auðvitað, bara gaman :-)
Batman
vildi
vera með
í
golfinu
og var
ekki
lengi að
bíta í
kúluna...
Já, komdu hérna Batman ! :-)
Alls
12,1 km
á 2:27
klst.
upp í
134 m
hæð með
alls
hækkun
upp á
310 m
miðað
við 46 m
upphafshæð
Hörkuganga
sem
reyndi
lumskt
mikið á
þar sem
gengið
var
rösklega
og allt
of mikið
á
jafnsléttu
og
malbiki
svo
liðirnir
kvörtuðu
hjá
okkur
sumum...
já,
merkilegt,
þetta
var
einmitt
reynslan
af
sundlaugargöngunum
hér um
árið...
þessi
frá
Garðabæjarlauginni
upp á
Urriðaholtsheiðarnar
var t.
d. mjög
erfið...
segir
hvað
fjallgöngur
í
óbyggðum
eru
greinilega
miklu
hollari
en
einhæf
ganga á
malbiki... |
Sumarlegt á
Esjunni
Þrettán manns mættu á Rauðhól og Geithól í Esjunni þriðjudaginn 8. nóvember um mjög skemmtilega leið sem leynir á sér... veðrið og færið með sumarlegasta móti þó nokkrir rigningardropar féllu reyndar í byrjun.. Mont Blanc í umræðunni og uppselt orðið á Tindinn sjálfan en nokkrir búnir að staðfesta Hringinn kringum Fjallið Hvíta... snúið var við á miðri leið þar sem Rósu leið ekki vel og afráðið að ná þessari leið síðar í vetur :-)
Alls 2,9 km á 1:12 klst. upp í 274 m hæð með alls hækkun upp á 263 m miðað við 16 m upphafshæð.
Óvenjuleg æfing
næsta
þriðjudag...
létt en löng...
og leynir því á
sér... okkar
árlega
sundlaugarganga
þar sem gengið
er frá sundlaug
út úr borginni,
upp fjöll, fell,
hóla eða heiðar
og kringum vatn
við
borgarmörkin...
að þessu sinni
um
Reynisvatnsheiði
kringum
Reynisvatn frá
Grafarvogslaug...
þar sem svo
heppilega vill
til að
golfvöllur er í
bakaleiðinni...
en golf er
einmitt
jaðaríþrótt
nóvembermánaðar
og því skulum
við öll taka
eina sveiflu eða
eitt pútt í
leiðinni... |
Hörkuframmistaða
á Smáþúfum
Súsanna, Arna, Heiðrún, Hlöðver, Gerður, Guðný Ester, Ingi, Örn, Steingrímur, Ólafur Vignir, Svavar, Erna, Anna Sigga, Katrín Kj., Ágúst, Guðmundur, Bára og Batman mættu á æfingu þriðjudaginn 1. nóvember...
... og gengu hefðbundna leið upp á Smáþúfur með viðkomu á Arnarhamri í Blikdal Esjunnar...
... með fjallstindana fannhvíta allt í kring en autt færi nánast alla leið upp og sumarlogn til að byrja með...
Dagsbirtan enn við völd í byrjun æfingarinnar en rökkrið mætt á svæðið og myrkrið tók fljótlega við...
Borgin geislaði í fjarska og skýin lágu yfir öllu svo enga birtu var að fá að ofan...
... en
höfuðljósin eru
orðin svo sterk
að það er eins
og við séum inni
í stofu orðið á
göngu þessi
misserin
Alls 7,1 km á 2:41 klst. upp í 601 m hæð með alls hækkun upp á 571 m miðað við 54 m upphafshæð.
Tvíhnúkar og
Hafursfell á
laugardaginn ef
veður leyfir og
spáin er góð... |
Ljúft og
gott í
Mosó
Eftir kröftugan könnunarleiðangur um Kúludal Akrafjalls í síðustu viku var ansi ljúft að fara notalega göngu um fjöllin við Skammadal Mosfellssveitarinnar þriðjudaginn 26. október...
... þar
sem
gengið
var á
Æsustaðafjall
og
Reykjafell
í ágætis
veðri og
mun
skárra
en
veðurútlit
sagði
til um
Lilja
H.,
Soffía
Jóna,
Heiðrún,
Anna
Sigga,
Jóhannes,
Ingi,
Sóley,
Ólafur
Vignir,
Svavar,
Súsanna
og Örn
tók mynd
Soffía
Jóna og
Anna
Sigga að
koma
eftir
hlé og
Sóley að
koma inn
í hópinn
Alls 5,7
km á
1:49
klst.
upp í
229 m á
Æsustaðafjalli
og 274 m
á
Reykjafelli
Smáþúfur
Blikdal
á
dagskrá
eftir
viku sem
er
erfiðari
ganga en
svona
verður
næsta
ár...
|
Hörku
könnunarleiðangur
Æfingin þriðjudaginn 18. október var erfið og löng um nýjar slóðir á Akrafjalli...
... þar sem fimmtán manns könnuðu ókunnar slóðir um leyndan dal sem skorast inn í fjallið að sunnan...
Farið var inn með dalnum og í fyrst ætlunin að þræða með brúnunum að vestan...
... en
þegar
þokan
slæddist
inn á
fjallið
... og völdu frekar að leita innar í dalinn...
... sem koma á óvart sakir dýptar og mikilfengleika...
... og bauð upp á aðeins saklausari uppgönguleið hér vinstra megin...
Brattinn og grýtið var verkefni þessa kvölds...
... en lygnt, hlýtt og úrkomulaust...
...svo við gátum leyft okkur að þvælast þetta í ljósaskiptunum...
Kúludalsáin tók af okkur loforð um að koma aftur í þennan dal í snöggtum meira sumri og birtu næst...
Þokan læddist niður með brúnunum og læsti loks klónum alveg í okkur þarna uppi...
... svo skyggni var lítið og ansi dulúðugt í myrkrinu sem tók við á heiðinni...
... en töfrarnir til staðar einmitt vegna þessa...
... og dýrmætur lærdómurinn af því að ganga í myrkri og þoku...
... mjög
slæmu
skyggni
þar sem
kennileiti
voru
bókstaflega
engin
nema
nánasta
umhverfi
Það er eitthvað við þessar myrkurgöngur...
... og
það er
okkar
reynsla
að
stundum
einfalda
þær
heiminn
fyrir
manni á
göngu
... leið
sem við
hefðum
líklegast
fljótlega
gefist
upp á í
skyggni
og
drifið
okkur
upp í
brekkurnar
Hörkugönguleið sem tók verulega á... grýtið og brattinn án efa setið eitthvað í mönnum daginn eftir... en til þess eru þriðjudagsgöngurnar... þetta er líkamsrækt Toppfara sem vilja æfa vel sama hvaða árstími er í gangi... og sem nú veltir því líklegast margur fyrir sér hvort hann vilji fara í Mont Blanc ferðina miklu árið 2017 og Kilimanjaro ferðina 2018...
Leiðin okkar þetta kvöld... sjá hvernig Suðurgilið var að villa um fyrir þjálfurum sem skildu ekkert í því hvaða brekka og gil þetta var í þokunni á leið um heiðina á Jókubungu... þá var gott að vera með gps og geta horft á hæðarlínurnar og séð að þetta var gil á miðju fjalli en ekki Merkjagilið sem er suðaustar eins og Bára dró ályktun um fyrst því hún vissi að það væri eitthvað smá gil að skerast inn sunnan megin... svona reynir heilinn stöðugt að samsama það sem hann sér við það sem hann veit og er fljótur að ákveða að þessi hóll sé sá sami og síðast... þegar hann er það kannski alls ekki :-)
Nokkrar af göngum Toppfara á Akrafjall... gula slóðin slóð kvöldsins 2016, skærbláa fyrsta þriðjudag 2013, dökkbláa um Kjalardal á hæsta tind, Geirmundartind 2014, græna um Pytta á Geirmundartind 2010, rauða árlega aðventuganganá Háahnúk um Tæpigötu 2012 og bleika hringleið í janúartindferð í blindaþoku allan tímann 3. janúar 2009...
...og þá
er
ótalin
hringleiðin
um
fjallið
á alla
tinda
milli
jóla og
nýárs
2007 þar
sem
þessi
mynd var
tekin
Ásýnd Akrafjalls er langfegurst frá Akranesbænum sjálfum... fallegasta gönguleiðin á Akrafjall að mati þjálfara er um Kjalardal á Geirmundartind og sú næstskemmtilegasta um Pytta á Geirmundartind... en Ingaslóðir á nösina á leið niður af Háahnúk sem við fórum í sumar er líka ein sú flottasta sem gefst á fjalli við Reykjavík þar sem þessi mynd var tekin
... svo Akrafjall er sannarlega óþrjótandi... en p.s.... við verðum að viðurkenna að Austurtindur er sísta leiðin... en fínasta myrkurganga að vetri til þar sem leiðin er örugg og afglíðandi alla leiðina og hvergi hætta á að villast eða afvegaleiðast um björg og hamra :-)
Frábær
kvöldganga
sem
jafnast
að mörgu
leyti á
við
dagsgöngu
hvað
varðar
erfiðleikastig...
og þar
með gæði
þjálfunar |
Í
slagviðri
Það var ótrúlega góð mæting á þriðjudagsæfingu 11. október þegar afgangurinn af fellibylnum Matheusi gekk yfir Ísland með slegnum metum í rigningarmagni dögum saman og hávaðaroki... eða alls 11 manns :-)
Ágúst,
Katrín
Kj.,
Guðmundur
Jón,
Erna,
Björn
Matt.,
Sarah,
Súsanna,
Ester,
Svavar,
Örn og
Batman
Ætlunin var að ná brúnunum sem varða Djúpavatn að austan og eru nafnlausar... sem og Traðarfjöllin sem rísa lág og hógvær sunnar... í safnið þar sem nánast öll önnur fjöll á Reykjanesi eru komin þegar gengin í klúbbnum... en við enduðum á að ganga eingöngu upp á þennan kamb þarna framundan (og reyndar þennan nafnlausa gíg hér undir myndatökumanninum)... og ákváðum að nefna hann Djúpavatnskamb eins og Svavar kallaði hann frekar en Djúpavatnsbrúnir því það er meira réttnefni :-)
Eftir að
hafa
nánast
skriðið
upp á
alsaklausan
gíg sem
varð á
vegi
okkar í
upphafi
ferðar...
sáum við
að
frekari
fjallgöngur
voru
ekki í
boði í
þessu
veðri...
og
ákváðum
að sjá
hvort
við
gætum
gengið
eitthvað
í skjóli
meðfram
Djúpavatni...
en
komumst
lítið
áleiðis
þar sem
það er
snarbratt
niður af
kömbunum
ofan í
vatnið...
sem lét
eins og
stórsjór
úti á
Atlandshafi
í
hraglandanum...
svo við
enduðum
á að
klífa
bara upp
á
kambinn
í algeru
skjóli...
berjast
með
hiðarvindinn
eftir
honum
öllum og
niður
megin...
þar sem
kvenþjálfarinn
fékk þá
hugmynd
að kanna
með
möguleikann
á að
þræða
sig með
vesturfjörum
vatnsins...
en þær
voru
einnig
engar í
boði
þegar að
var
komið...
en við
gátum
skoðað
myndarlega
veiðikofann
sem við
höfum
oft
horft á
ofan af
Djúpavatnsbrúnum...
og
rigndi
okkur
bókstaflega
þar
niður
þar sem
við
gleymdum
okkur í
Mont
Blanc
Svo við
vorum
öll
orðin
södd og
vel
blaut þegar
við
örkuðum
til baka
í bílana
í
rökkrinu...
Prestahnúkur
á
laugardaginn
og
veðurspáin
glimrandi
góð...
en
slagviðrin
í
vikunni
ógna
þeirri
vegferð
engu að
síður... |
Að njóta
Hún var létt og
löðurmannleg fyrsta þriðjudagsæfingin á
vetrartímabilinu þann 4. október
Upphaflega átti þetta að vera "njóta eða þjóta æfing" eins og ætlunin var einu sinni í mánuði á þessu níunda starfsfmári Toppfara, en þær hafa ekki fallið í kramið hjá hópnum Báru til mikilla vonbrigða (Örn keypti þetta hugmyndi eiginlega ekki heldur :-)) og því hafa þær fjarað smám saman út frá því í mars og enda líklega sem auka-nálgun á fjöllin eftir smekk þeirra sem áhuga hafa á því, svona meðfram okkar venjulegu fjallgöngum - svo ef einhverjir vilja spá í þessa fjallatíma þá endilega látið kvenþjálfarann vita sem yrði svo glaður að geta sett inn einhverja tíma hjá einhverjum á einhverju fjalli :-)
Það er nefnilega
svo geggjað gaman að fara einsamall eða með
vini/vinum sínum léttklæddur og bakpokalaus og
ganga eins rösklega upp á þessi hversdagslegu
fjöll og uppgötva þegar maður er kominn til baka
á kannski innan við klukkustund eða á rúmlega
hálftíma... að fjall sem einu sinni var manni
bara heilmikið mál... er orðið að skokkandi
léttri æfingu sem skilar manni löðursveittum og
brimsaltum inn í bílinn... með vöðvana titrandi
og brennandi heita eftir álagið... og maður
keyrir heim með tónlistina á fullu... í sæluvímu
yfir mergjuðum klukkutíma með sjálfum sér og
hundinum á fjalli...
... en ég skal
hætta þessu... skil vel að þetta höfðar ekki til
nærri allra ! :-)
... en fyrir þá
sem vilja vita það þá er ætlunin/draumurinn að
fara skokkandi um Leggjabrjót, Síldarmannagötur,
Selvogsgötu, Hengilinn, Kerhólakamb,
Reykjadalinn, Móskarðahnúka, Fimmvörðuháls o. m.
fl. á næstsa ári... jafnvel Laugaveginn eins og
nokkrir Toppfarar hafa nú þegar gert... sem
aukaferðir eftir smekk, veðri, vindum og áhuga
hópsins, þjálfara og veðurguðanna :-) |
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |