Lágafell og Lágafellshamrar Jólaljósaæfing í auðu færi, hlýjindum og stjörnuskini. Mynd: Lágafellskirkja frá fyrsta hnúknum.
Síðasta fjallgönguæfingin í
ár sem jafnframt var
73. æfing
var
þriðjudaginn 30. desember
milli jóla og nýárs.
Veður og færð var með besta
móti og nánast eins og vor í
lofti enda autt færi, hlýtt
og lygnt; A2, 3°C og
léttskýjað. |
Lagt var af stað frá Lágafellslaug í Mosfellsbæ og var þetta hreinn lúxus í tilbreytingunni við að hópast saman í byggð með wc við hendina fyrir brottför... en hittast ekki við fjallsrætur þó það sé almennt auðvitað mest sjarmerandi... Gengið var úr bænum, undir Vesturlandsveg, upp með Lágafellskirkju og eftir Lágafelli endilöngu upp og niður hnúka þess með góðu útsýni yfir Mosfellsbæinn. Anton Már og Grétar Jón sneru við frá kirkjunni og þegar Lágafelli sleppti og við tóku Lágafellshamrar hinum megin heiðarinnar sneru Hjörleifur og strákarnir áfram eftir veginum inn í bæinn en hópurinn hélt áfram upp hamrana. Þeir voru svo þræddir þar til þjálfarar fundu brekkuna góðu sem lokkað hefur mann og annan og er fremur óárennileg frá þjóðvegi eitt en reynist fínasta æfingabrekka og fékk þjálfara til að kokka á staðnum góða þolæfingu síðar meir... 10 x upp og niður... nei, ég segi svona... en í alvöru... góð æfing... :)
|
Stjörnuskoðun
fór fram í litlum hópum
eftir áhuga á leiðinni og
slökktum við stundum ljósin
fyrir dýrðina enda gapti
stjörnuhvolfið yfir okkur...
Karlsvagninn
og
Pólstjarnan...
og svo kann þjálfari ekki
meira en væri til í að vita
meir... Það var svo óskaplega friðsælt í lokin að setjast í miðja hamrabrekkuna og njóta útsýnisins til norðurs í veðurblíðunni... ... bara sitja sisona á dúnmjúkri og hlýrri mosasinunni í sjálfum desember mánuði rétt eins og það væri frekar svolítið áliðið á ágústskveldi og enginn að flýta sér heim... Síðasta spölinn inn í byggðina aftur teygðist vel úr hópnum og menn skiluðu sér á nokkurra mínútna millibili í laugina þar sem rúmur helmingur skellti sér í pottinn og skrafaði þar til blóðþrýstingurinn leyfði ekki meir og heimtaði vatn og sykur... |
Áður
en þjálfarar fóru í pottinn
skoðuðum við kort frá Inga
af
Skarðsheiðinni
og
Esjunni...
tveimur af gjöfulum
fjallgörðum höfuðborgarinnar
og réðum ráðum okkar
varðandi
Skarðsheiðardrauminn þeirra
Skagamanna sem bíður okkar næsta
sumar... Síðasta kvöldganga ársins 2008 gaf af sér 7,3 km upp í 257 m hæð með 213 m hækkun á 2:19 - 2:23 klst. Frábært kvöld með góðum félögum sem sumir hverjir keppa í Gamlárshlaupinu á morgun... gangi ykkur vel elskurnar... ... og eins stefna margir næsta laugardag á Akrafjallið...
... komandi ár bíður með
spennandi ævintýrum... ...það kreppir engan veginn að fjallgönguskóm Toppfara...
Mættir þetta kvöld voru
annars: |
Jólaganga á Úlfarsfell í snjómjöll og stjörnum... ...með þátttökumeti á vetraræfingu... Er þetta jólasveinn á göngu...? Á 72. æfingu fjallgönguklúbbsins sást til 31 manns á göngu upp snævi þaktar hlíðar Úlfarsfellsins. Þar voru á ferð 12 börn frá aldrinum 4ra - 11 ára, hundurinn Þula og 19 fullorðnir sem mættu með jólasveinahúfur, höfuðljós eða vasaljós, heitt kakó, smákökur, konfekt, mandarínur og annað jólalegt í nesti...
Aðstæður voru eins góðar
og hugsast gat; lygnt og
léttskýjað, rétt um
frostmark í brakandi
mjúkri snjómjöll og
stjörnuskini...
Yngsti þátttakandinn í göngunni var Yngvi Snær Bjarnason 4ra ára sem fór stundum á fjórum fótum þegar hálkan og hallinn var of mikill... og fékk smá far í fanginu á pabba eða Inga svona erfiðustu kaflana... en hann stóð sig með eindæmum vel eins og allir krakkarnir þetta kvöld sem nutu þess að fara í kvöldgöngu á fjalli sem var upplýst í náttmyrkrinu af snjó, stjörnuskini og höfuðljósum... ...en annars voru ungu Toppfararnir á uppleið eftirtaldir þetta kvöld: |
|||
Andri Gylfason - 7 ára |
Anton Már Grétarsson - 5 ára. |
||
Ástþór Hjörleifsson - 11 ára |
Dagur Gnýsson - 6 ára |
||
Einar Logi Þorleifsson - 8 ára |
Garðar Örn Gylfason - 9 ára |
||
Guðmundur Hrafn (Krummi) Gnýsson - 10 ára
|
Helgi Freyr Tryggvason (Grétars) - 11 ára
|
||
|
Jóhanna María Bjarnadóttir - 7 ára |
||
Nökkvi Snær Jónsson (gestur) - 6 ára |
Yngvi Snær Bjarnason - 4ra ára |
||
Gengið var rólega gegnum
skóginn og upp
snjóskafla í hlíðinni í
nokkrum áföngum til að
ungir sem aldnir kæmust
upp. Bjart yfir öllu í
snjónum og heiðríkju
himinsins, borgarljósin
og nærliggjandi fjöll í
kyrrð allt um kring og
hreinlega jólaandi yfir
fjallinu. Uppgangan gekk
vel og áð var efst með
nesti og myndatökum.
Þjálfari gleymdi að hafa einnar mínútu kyrrðarstund með slökkt á öllum ljósum sem hefði verið tikvalið í þessari heiðskíru með stjörnurnar yfir okkur en þar sem það er flókið þegar börnin eru mörg, var brátt lag að koma sér niður og þá var augnablikið farið þegar þjálfari mundi eftir þessu... hópurinn dreifður í ærslaganginum til baka sem var sko svo stórskemmtilegur í snjónum...
En annars mættu Bára, Bjarni, Gnýr, Grétar Jón, Gylfi Þór, Heimir, Heiðrún, Helga Björns., Hjörleifur, Ingi, Jón Tryggvi, Kristín Gunda, Helga Sig., Ragna, Sigríður Sig., Soffía Rósa, Stefán Heimir, Þorleifur og Örn. |
|||
Niðurleiðin bauð upp á
góðar
snjóbrekkur
til að renna sér... Sungið var eitt jólalag þegar niður var komið að frumkvæði þess yngsta, honum Yngva og vildi hann endilega syngja "Jólasveinar einn og átta... ofan koma úr fjöllunum..." og svo var skrafað um næstu göngur... jólaljósagönguna frá Lágafellslaug þar sem við förum í pottinn á eftir, Akrafjall í byrjun ársins 2009 fyrir gamla og nýja félaga og svo nærtækast Esjugönguna með Hjörleifi næsta laugardag 20. des. frá Eilífsdal og yfir á Þverfellshorn með brodda og ísexi... mjög spennandi - sjá allt um hana á www.hjolli.com. |
Hörkuæfing í hvassviðri á Esjunni Í grjótbrekkunni 71. æfing var þriðjudaginn 9. desember og mættu 18 manns í ágætis veðri sem spáð var versnandi með kvöldinu... byrjandi hláku eftir frost og snjókomu eða hálfskýjuðu, A7 og 3°C skv. veðurstofu. Með í för voru Björn endurkominn frá því í sumar og var vel fagnað og eins mætti Sigríður nokkur sem var með okkur aðeins í í fyrrasumar en hún var á sinni fyrstu vetraræfingu með hópnum. Þá voru Hildur og Jón Finnur mætt á sína þriðju æfingu en þau voru að fara Esjuna í fyrsta sinn í lífinu eins og fleiri hafa gert með þessum hópi... og það við krefjandi aðstæður, eiginlega þær verstu við steininn að vetri til sem sögur fara af í klúbbnum... líklega um eða yfir 20 m/sek? enda varla stætt þarna uppi fyrir hvassviðrinu. |
Gengið
var upp hægra megin árinnar
í lygnu og hlýju veðri og í snjó frá byrjun og
var slóðinn troðinn upp að
áfanga fjögur við
Mógilsá og Rauðhól en vindur
jókst smám saman úr austri. Á
leiðinni hittum við fyrir
Esjufarana góðu frá því í
fyrra við þriðja mann sem enn
ganga á Esjuna upp að á og voru þeir
hressir að vanda. Við Mógilsá vildu allir halda áfram en einn hafði þó snúið við fyrr til að stytta æfinguna. Vindurinn var á hægri hlið með austanáttinni, það var bjart yfir fjallinu í snjónum, nánast fullt tungl gægðist öðru hvoru gegnum skýin og það fór að hvína í vindinum í klettahömrunum ofar... Þegar komið var upp grjótbrekkuna breyttist veðrið úr friðsamlegri göngu í golu um ósnertan snjó sem enginn hafði farið nýlega um og yfir í sterkan meðvind og hálku í hlíðinni svo við feyktumst út eftir hlíðinni og upp að steini án þess að geta haft mjög sterka skoðun á því hvert við vorum að fara... og hugurinn þegar farinn að velta því fyrir sér hvernig við kæmumst nú niður í þessari fljúgandi hálku og hvassa vindi sem virtist aukast með hverju skrefinu... Í hlíðinni var nefnilega orðið hált eins og gjarnan vill verða í vetrargöngunum, en það verða oft veður- og færðarskil frá áfanga fjögur og ofar og í þetta sinn voru þessi skil afar skýr og ólík því sem vant er þar sem oft er vindur við ánna en skjól svo í hlíðinni sjálfri. Aðstæður breyttust í þetta sinn í um 500 m hæð og skyndilega vorum við komin í hvassviðri svo varla stóðu menn í fæturna og fuku upp að steini og héldu sér svo í hann eða lögðust niður í rokinu. |
Af
fenginni reynslu eftir
ótalmargar göngur í á annan
vetur kipptum við okkur ekki
upp við þetta en
óhjákvæmilega voru menn
misvanir þessum aðstæðum.
Þjálfari staldraði því stutt
við þarna uppi og hætti við
að bíða eftir síðustu mönnum
sem voru í góðum höndum hjá
Erni en
Guðjón Pétur bauðst til að
fara á móti þeim. Þar sem
þau áttu stutt eftir og
höfðu aldrei komið að
steininum áður ákvað Örn að
fara með þeim alla leið og
snúa svo niður á eftir okkur
hinum sem þegar vorum lögð
af stað en gátum fylgst með
ljósum þeirra ofar í
fjallinu.
Niðurleiðin markaðist af tvennu í huga leiðandi þjálfara; að lækka okkur eins fljótt og auðið var til að komast sem fyrst úr kuldanum og vindinum og fóta sig eingöngu um snjóskaflana vestan til þar sem glerhált var á allri möl og grjóti og svellbungur um alla Einarsmýri en hún er erfið viðureignar og hættulega launhál. Var enda fljótt lygnara og hlýrra er neðar dró, eins magnað og það er nú alltaf að finna þennan mun svo glöggt... en menn áttu skiljanlega miserfitt með að fylgja hraða fremsta manns sem þétti hópinn eins ört og auðið var og sá ekki betur en að menn skemmtu sér margir hverjir konunglega við að hlaupa nánast niður snjóskaflana...
Mynd hér af
niðurleiðinni, sjá
snjóþungann sem var
talsverður innan um sorfna
en svellhála mölina og
grjótið. Kvöldgangan í þetta sinnið var eftir á að hyggja afrek út af fyrir sig, vonandi ekki ofraun fyrir óvanari meðlimi hópsins sem sýndust allavega jafn glaðir og upphrifnir og hinir sem voru með þetta sérstaka sælubros á andlitinu sem birtist þegar maður gengur upp að ákveðnum mörkum hjá sjálfum sér... (..."aðeins sá sem þekkir yztu nöf hefur kynnst lífinu..." (með tilvísun í Markgreifann af Sade); Paulo Coelho, skáldsagan 11 mínútur, 2003). Við sem gengum allan síðasta vetur vorum sammála því að þessi vetur er mun erfiðari veðurfarslega séð en í fyrra... hvar eru allar friðsælu kvöldstundirnar í brakandi snjónum og stjörnubjörtum himni...? Getur verið að maður gleymi því erfiða og muni bara góðu stundirnar...? ... eða er þetta erfiðari vetur...? Þjálfari minntist á það í lok æfingar að Toppfarar sjá um Esjuljósagöngu á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar þann 14. febrúar 2009 og því verða allar þriðjudagsæfingar í janúar á Esjunni til að þeir Toppfarar sem vilja leiðsegja með hópnum það kvöld kunni vel á allar aðstæður veðurs og færðar á þessari leið... gangan þetta kvöld undirstrikaði vel þessa nauðsyn...
...en annars var þetta
6,5 km
æfing
á
2:23 klst.
upp í
602 m
hæð með
586 m
hækkun miðað við 16 m
upphafshæð...
OG: svo var rætt um
jólagleðina
á vegum skemmtinefndar sem
verður hjá Þorbjörgu næsta
laugardagskvöld
13. desember...
bara gaman saman með góðum
félögum... |
|
70. æfing var þriðjudaginn 2. desember og mættu 19 manns í frosti og golu en auðu færi í byrjun desembermánaðar og því kolniðamyrkri frá upphafi æfingar eða hálfskýjað, A4 og -2°C skv. veðurstofu. Gengin var gamalkunnug leið upp með suðvesturhorni Úlfarsfells um vegaslóðann og svo gönguslóðann að vindbelgnum á Vesturhnúknum með borgarljósin beint í æð en það er alltaf jafn áhrifamikið að ganga þessar hlíðar með borgina svona beint í flasinu á manni mitt uppi í fjallshlíðum. Gengið var á Stóra og Litla hnúk og þrætt niður með Litla hnúk í bakaleiðinni til að lengja hringinn eins og unnt var og sneiða um leið fram hjá vegaslóðunum Ívan Alex 8 ára, einn af ungu Toppförunum á uppleið mætti á þessa myrkuræfingu og skokkaði þetta bara létt með eldri fjallafélögum og var nú bara fyrstur að bílunum í bakaleiðinni. Hér fær hann sér heitt kakó en amma klikkar aldrei á heita kákóinu í vetrargöngunum og hefur aldeilis komið fleirum á bragðið með að hafa heitt á könnunni í göngunum... Kistufell í umræðunni og einnig Skarðsheiðarævintýri Inga, Grétars Jóns, Hjörleifs og Þorbjargar en lesa má mjög skemmtilega frásögn Þorbjargar á vefsíðu hennar eins og hennar er von og vísa - sjá http://www.123.is/fingurbjorg. |
Efri frá vinstri: María, Gurra, Soffía Rósa, Örn, Hildur, Jón Finnur, Helga Bj., Alexander og Jón Tryggvi. Neðri frá vinstri: Simmi, Ragna, Bjarni, Irma, Gylfi Þór, Ívan Alex, Stefán Heimir, Guðjón Pétur, Þorbjörg og Bára tók mynd. Laggóð æfing um breytilegt landslag Úlfarsfells sem þó gefur frábært útsýni og ólíkar gönguleiðir frá hinum ýmsu hliðum... ... en þetta gerði í heildina 4,4 km æfingu á 1:23 klst. upp í 303 m hæð með hækkun upp á 204 m. ...en við erum jú komin í jólaskap og erum sko alveg til í meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó... ...því þá birtir upp á gönguleiðunum og um umhverfið fjær og nær sem gefur magnaða upplifun í vetrarmyrkrinu... en við vitum vel að það er stutt í snjóinn og ef að líkum lætur þá verður síðari hluta vetrar frá áramótum að vori ólíkur þeim fyrri með tilheyrandi snjóþyngslum og leysingum... þangað til vorið kemur fyrr en varir... og þá er maður ríkur af reynslunni sem veturinn gaf og sumarið verður létt og laggott... |
Akrafjall ...í niðamyrki og auðu færi... ...og þátttökumet var slegið á vetraræfingu með alls 30 manns... Frá vinstri efst: Alexander, Gurra, Helga Sig., Ketill. Næstefst: Simmi, Íris Ósk, Þorbjörg, María, Kristín Gunda, Hildur, Grétar Jón, Jón Finnur, Irma, Bjarni, Þorleifur, Jóhannes og Linda. Næstneðst: Ingi, Roar, Hjörleifur, Helga Bj. og Margrét Gróa. Neðst: Guðmundur Ólafur, Gylfi Þór, Guðjón Pétur, Gnýr, Ragna, Jón Tryggvi og Bára. Örn tók mynd. Hildur og Jón Finnur voru þarna á sinni fyrstu æfingu með hópnum og auk þess var hundurinn Dimma með í för. Mynd frá Gylfa Þór. |
69.
æfing
var þriðjudaginn 25. nóvember en þá
var förinni heitið vestur á
Akrafjall
í boði sexmenninganna okkar frá
Akranesi. Lagt var af stað frá malarstæðinu við vatnbólið kl. 17:54 í kolniðamyrkri og vestangolu, SV5 en hlýju veðri, um 5°C og auðu færi svo það var sumarbragur á síðustu göngu nóvembermánaðar. Gengið var upp vestan við Berjadalsmynni með suðurhryggnum að brúnunum þar sem útsýni gaf vestur á Akranes og suður til Reykjavíkur og brúnirnar raktar alla leið að hæsta hnúk á syðri hryggnum og þeim þriðja hæsta á Akrafjalli; Háahnúk sem mældist 563 m hár á gps þjálfara en er sagður 553-555 m. Prófað var að þræða slóðann út með hlíðinni að tanganum (sem kallast Stórabrík?) í nostalgíu frá í sumar en snúið var strax við þar sem hálka var á slóðanum og ekki ráðlegt að þræða þetta í myrkri og vindi í þverhnípi. Efst voru nefnilega komnar svellblettir af kuldanum... |
Með
aukinni hæð jókst vindurinn og
kuldinn og má ætla að uppi við
Háahnúk hafi verið kringum 0°C og
SV10 m/sek en veðurstofan gaf
upp SV12 á Botnssúlum kl. 18:00 þetta
kvöld. Nestispásan var því
hráslagaleg í strekkingnum en
áreynslulaus af gömlum vana fyrri
nestispása klúbbsins við vetraraðstæður. Gestabókin fékk kvittun í tilefni af fyrstu ljósagöngu hópsins á fjallinu í myrkri og var afráðið að fara sömu leið til baka en ekki niður í Berjadal til að þræða Tæpugötu að sinni. Niðri beið okkar hátíðarstemmning í stíl við gleðibrag kvöldsins, heitt kakó, rjómi, kleinur og smákökur í boði Akurnesinganna en hér hellir Gurra upp á heitt kakó fyrir þjálfarann sem þáði sko svoleiðis með hjartans þökkum...
Gangan kvöldsins var
5 km
löng á
1:59 klst.
(fyrstu menn um 1:55) upp í
563 m
hæð með
498 m
hækkun. Færið og hitinn heppilegur á
þessum árstíma en snjóleysið olli
myrkri allt um kring svo ekki mátti
sjá fjallatindana alla að sinni... |
Úlfarsfell ...í rigningarsudda, roki og blindaþoku...
... eða
19 toppfarar
sem tóku stutta en all hressilega æfingu
með óvæntum endi |
68.
æfing var þriðjudaginn 18.
nóvember og mættu
19 manns
í þéttum rigningarsudda, roki og
blindaþoku... eins og þjálfari segir...
það er aldeilis mæting þrátt fyrir
allt... Lagt var af stað frá malarstæðinum austan Úlfarsfells og gengið upp Litla hnúk, Stóra hnúk og svo á Vesturhnúk og farið upp og niður mosa og grjót og klöngrast aðeins í grjóti upp á hæsta punkt. Skyggni var ekkert og kennileiti engin nema upplýst skyggnis-stöðin við Hafravatnsveg sem þó hvarf í þokunni þegar fjær dró upp Litla hnúk. Gengið var eingöngu eftir minni en eftir margar göngur um Úlfarsfell í fyrra vetur í myrkri, þó aldrei færum við þessa leið þá, var engan veginn hægt að villast þarna að mati þjálfara og því einstakt að upplifa þessa tilfinninu að vita vel hvar maður var staddur þó ekkert væri að sjá... svona gefur reynslan manni mikið þegar á reynir... svona æfing er dýrmæt í reynslubankann... Aldrei höfum við verið stödd á Úlfarsfelli áður og gjörsamlega ekkert séð niður til byggðar, ekki einu sinni til borgarljósanna sem blasa vel við ofan af Vesturhnúk... eða annarra ljósa í fjarska frá byggðum nágrennisins, slík var þokan og rigningarhríðin... |
Bakaleiðin
var mun skaplegri, rokið í bakið en ekki
fangið, en allir samt orðnir rennblautir
og jafnvel kaldir í vindinum svo hætt
var við útsýnistúrinn norður með enda
ekkert að sjá nema myrkrið og upplýsta
regndropa á hraðferð... Skjól fékkst aðeins frá syðri hnúkunum á niðurleiðinni og var gengið um mosa, grjót og lækjarsprænur og klofað yfir vírgirðingar og stöku snjóskafla. Bílnúmer varð m. a. á vegi okkar og Útivistar-maðurinn hann Jón Tryggvi hreinsaði landið af þeirri sjónmengun. Fimmtán lögðum við af stað á þessa æfingu en í bakaleiðinni af Vesturhnúk mættum við fjórum ljósum... þar fóru Akurnesingarnir sem létu það ekki á stöðva sig að mæta of seint og missa af hópnum heldur leituðu sína menn uppi í suddanum... þaulvant fólk orðið sem gengur að jafnaði á fjöll þrisvar í viku þessa dagana en þau ætla að sýna okkur bæjarfjallið sitt næsta þriðjudag, Akrafjall í myrkri... en þá verður sko logn og kyrrt, friðsæl snjókoma og bara smá gola eða eiginlega logn... er það ekki annars...? |
Uppi
á Stóra hnúk skutluðust Þorleifur og
Einar sonur hans upp á steypta klumpinn
og sunginn var
afmælissöngurinn í sterkasta
vindinum sem blés þetta kvöld þarna
óáreittur uppi á fjallstindi... og í
beljandi rigningu... Þorleifur átti afmæli deginum áður og boðaði til veislu í lok æfingar... því niðri beið okkar heitt kakó á brúsum og heimabakaðar pönnukökur með sykri sem þeir feðgar buðu rennblautum göngufélögum sínum upp á... Hvílíkur fengur á ögurstund... ... algjörlega súrrealískt í toppfarískum anda að snæða í gleði og gamni svona góðar veitingar í jafn vondu veðri svona blautur og veðurbarinn... Ógleymanlegt eins og önnur uppátæki toppfara sem gefa þessu svo mikið gildi... sörurnar hennar Rögnu, jarðarberin hennar Soffíu Rósu og pönnukökur Þorleifs og Einars eru öll komin í matarfjallaklúbbinn í minningabankanum... |
Esjan í stjörnuskini á fullu tungli...
67. æfing var þriðjudaginn 11. nóvember og mættu 23 manns, þar af einn nýr, hann Jóhannes, í kristaltæru vetrarveðri; heiðskíru, logni og góðu færi, með tunglið nánast fullt og stjörnuskin. Lagt var af stað kl. 17:34 í dimmu rökkri og gengið nokkuð rösklega með hléum upp að Mógilsánni við áfanga fjögur. Þar sneri einn við vegna tímaskorts en allir hinir fóru upp að steini. Skyggnið var magnað... tunglið skært og stjörnurnar komu smám saman í ljós eftir því sem sólarlagsroðinn hvart af himni í vestri og var áhrifamikið að sjá Karlsvagninn svona skýran beint upp af Þverfellshorni þegar við tókum síðasta spölinn um hlíðina. Stefán fjallaleiðsögumaður var við annan mann á sömu leið og við og þá mættum við nokkrum fleirum á göngu. |
Færið var upp á sitt besta, of hart til að nokkur væri drullan og of autt til að nokkur væri hálkan. Stöku snjóskaflar í efstu hlíðum en þeir ekki einu sinni hálir að ráði. Ragna bauð upp á heimabakaðar sörur svona alveg óvænt og voru það bestu smákökur sem þjálfari hefur smakkað uppi á fjöllum... bara namminamm... ...en þessi uppákoma minnti óneitanlega á afmælisgöngu Soffíu Rósu fyrir nákvæmlega ári síðan, þann 13. nóv. þegar hún bauð upp á súkkulaði húðuð jarðarber... Bara meira svona... þetta er er dásamleg viðbót við fjallamennskuna í góðra vina hópi. Takk Ragna fyrir notalega orku sem virkaði vel í ja, líklega -5 - -6°C uppi við steininn... |
Frá
steininum skelltu nokkrir vaskir sér
lengra upp hlíðina að klettunum á
meðan hinir tíndust upp að steini en
þeir Þorleifur og Grétar Jón ætluðu
alla leið upp á hornið og drógu
Jóhannes með sér upp klettana...
Á endanum fór Grétar Jón alla leið upp en Jóhannes og Þorleifur sneru við þegar þeir fundu ekki keðjurnar og Jóhannesi leist orðið rétt mátulega á þetta uppátæki svona á fyrstu æfingu... Við héldum hins vegar þegar við litum til baka og sáum ljós á tveimur stöðum í klettunum að vinirnir tveir hefðu skilið nýja félagann eftir til að vígja hann inn í hópinn.. en Grétar Jón var líkur sjálfum sér og kláraði Þverfellshornið auðvitað... Hópurinn tíndist annars niður um hrygginn meðfram mýrinni og svo niður á slóðann og voru menn rétt rúma tvo tíma að þessu, þeir lengstu 2:17 klst. sem er hraðar en í fyrra enda bestu aðstæður sem völ er á á þessum árstíma og menn almennt í betra formi. Æfingin varð 6,5 km á 2:10-2:17 klst upp í 618 m hæð skv. gps með 604 m hækkun (skráum alltaf mælingu gps óháð opinberum hæðartölum til að bera saman með tímanum). Listaverkin á himninum þetta kvöld voru ólýsanleg... stjörnurnar, tunglið, friðarsúlan sem reis tíguleg eins langt upp í geim og mann eygði... drungalega grábláir fjallaklettarnir upplýstir af tunglinu í náttmyrkrinu... og svo þessi útblástursslæða sem dróst eftir himninum eftir þotuflug en hún lýstist svona vel upp í myrkrinu með tunglsljósinu og færðist smám saman til suðurs, fór svo fyrir tunglið þegar myndin var tekin og náði að friðarsúlunni á endanum... Engan veginn hægt að lýsa þessu en náttúruleg ljósadýrð vetrarnætur-... vetrarnáttúruaflanna nýtur sín vel þó ekki sé farið lengra út úr borginni en þetta... |
Helgafell í slagviðri... Toppfarar láta ekki á sér standa sama hvernig viðrar... 66. æfing var þriðjudaginn 4. nóvember og mættu hvorki meira né minna en 18 manns í krefjandi veðri sem spáð var versnandi með kvöldinu... þ. e. grenjandi rigningu og hvassri austanátt, 14 m/sek og 9°C... Lagt var af stað kl. 17:41 frá bílastæðinu við Skammadal í rökkri og austanvindi en þjálfari hafði orð á því hve mætingin var góð og fékk til baka þau svör að það hefði ekki hvarflað að nokkrum að sleppa æfingu... þrátt fyrir slæma veðurspá og hráslagalegt veður þegar leið á þriðjudaginn... Menn eru greinilega komnir á það stig að hlakka til vikulegrar fjallgöngu og finna mun á sér ef þeir sleppa æfingu... komnir með sælusvipinn á andlitið þegar þeir mæta og pæla ekkert í veðrinu... Þetta er mjög mikilvægur áfangi í reglubundinni þjálfun því þessi líðan þýðir að ástundun verður mun auðveldari en ella... og mæting á æfingu er orðin gefandi fyrir líkama og sál áður en lagt er af stað en ekki eingöngu eftir æfingu... |
Gengið
var upp brekkurnar í austri og
farið sunnan með fellinu til að
sneiða hjá mýrinni innar með, en
einnig til að ná sem lengstri
vegalengd úr þessu hógværa
fjalli sem í góðu veðri gefur
skemmtilegt útsýni yfir borg og
bý einmitt frá brúnum þess allan
hringinn... Nóg var mýrin samt... og drullan... en gengið var í blautu færi alla leið, snjóskaflasýnishorn á stöku stað en annars blautt og sleipt grjótið, þung mýri, lækjarsprænur, mosi og þykk sina. Meðvindur var fyrri hluta æfingarinnar en allir urðu vel blautir að utan strax... Ingi, Jón Tryggvi, María, Helga og Halldóra öll vel búin og glöð... Þetta reyndi hressilega á göngubúnaðinn og var ágætt að fá prufukeyrslu á dug hans í algjöru slagviðri... |
...en
menn leysa hlutina á ýmsa
vegu... Hér ber Helga Björns saman vatnsheldu fiskvinnsluhanskana sína frá 66°Norður sem hún keypti í stórri stærð til að geta verið í hlýjum fingravettlingum innan undir... en þeir eru algjörlega vatnsheldir og uppháir... og kosta 300 krónur... ..og Örn er hér í Marmot belgvettlingunum sínum sem þykja góð vara en þeir blotnuðu strax í gegn við fyrstu notkun þrátt fyrir fullyrðingar um vatnsheldni á umbúðum en þeir kostuðu 6.800 krónur í fyrra vetur og einhverjum þúsundköllum meira í dag...
Þegar gengið er á fjöll x1-2 í
viku og hlaupið x5-6 í viku þá
reynir
raunverulega á
búnaðinn sem er í notkun og
viðhorf mann breytist við að sjá
að það skiptir virkilega máli að
fá sér það sem endist og
dugar... með útsjónarsemi, nýtni
og hagstæðum innkaupum... en
ekki með því að eltast
gagnrýnislaust við dýr merki...
og vera góður með sig.. eða
þannig þið vitið....
Yfirborðsmennskan getur verið
dýrkeypt þegar á reynir... eins
og vel sannast þessa dagana... Dýr
útivistarfatnaður sem stundum
virðist seldur sem lífsstílsvara
fyrir sparinotkun í og úr bílnum
innanbæjar og virkar engan
veginn uppi á fjöllum eða
úti á hlaupum í vondu veðri við
endurtekna notkun... er
varasöm vara... |
Ljósfarar
á fjöllum... Jólaljósatré Toppfara í nóvember Bára, Gnýr, Guðjón Pétur, Gurra, Halldóra Á., Helga Bj., Helga Sig., Ingi, Irma, Ísi Ósk, Jón Tryggvi, María, Ragna, Roar, Simmi, Soffía Rósa, Þorbjörg og Örn. Bakaleiðin var vel valin af Erni um skjólsæla staði við hnúkana norðan með og kletta og brekkur sunnan við og gekk síðari hlutinn mun betur en áhorfðist í verstu hviðunum með vindinn í fangið... Svakalega gaman... óskaplega gott... frábær frammistaða... Svona slagveðurs æfing jafnast ekki við nokkuð annað og kennir manni heilmikið um veður, búnað, þol og styrk við krefjandi aðstæður en hún skilaði okkur 4,5 km á 1:44 klst. upp í 219 m með 112 m hækkun. Þetta var frábær æfing ! |
Reykjafell og Æsustaðafjall...
Ásta, Bára, Einar Logi, Gnýr, Guðjón Pétur, Gurra, Ingólfur, Irma, Íris Ósk, Jón Tryggvi, Linda, Margrét Gróa, María, Ragna, Roar, Simmi, Soffía Rósa, Þorleifur, Örn... ljósfarar í stafrófsröð. |
65.
æfing var þriðjudaginn 28. október
og mættu 19 manns
upp í Skammadal í hörkufrosti við
sólsetur. Lagt var af stað kl. 17:42 og var mætingin ótrúlega góð þó komið sé fram í lok október. Með í för var Einar, fjallastrákurinn okkar 7 ára gamli sem ekkert gefur eftir og er bara fremstur í göngunum orðið eins og ekkert sé. Kvöldsólarlagið lék á himni í vestri til að byrja með en fljótlega tóku við ljósaskipti og myrkrið réð svo ríkjum. Snjór var yfir öllu og jafnvel hálka og frostið jókst greinilega eftir því sem leið á kvöldið en það var logn í upphafi og friðsælt. Örn ákvað að fara öfuga leið sem var góð tilbreyting og var því gengið gegnum Skammadal um smáhýsahverfið sem minnir óneitanlega á nægjusemina sem nú þarf að rifja upp á krepputímum... og farið um lækjarsprænuna í klakaböndum áður en brekkur Reykjafells tóku við í norðri. |
Þarna var komið myrkur og tindinum náð í borgarljósadýrðinni í fjarska með leifar af kvöldsólinni á himni. Snjór yfir öllu og heilmiklir snjóskaflar á leiðinni norður að Æsustaðafjalli en þarna blés austanvindurinn óhindrað og varð ískaldur í bakið síðasta kaflann. Í snjóbreiðunni yfir fjöllum og fellum nær og fjær var magnað að ganga þetta kvöld og sannast sagna hefði verið hægt að taka þessa æfingu án nokkurra höfuðljósa því snjórinn er ótrúlega góður birtugjafi enda slökktu sumir á ljósunum og gengu fjær hópnum til að njóta... Grímmannsfell í austri frá því síðasta þriðjudag og Helgafell í vestri á dagskrá næsta þriðjudag... |
Létt og frjáls stemmning í hópnum og munur frá því sem áður var þegar við þekktumst ekki eins mikið... nú hafa menn ekki við að spjalla og eins merkja þjálfarar mun á hópnum hvað form varðar... ...menn mæta tilbúnir í 12 km án þess að blikna en sætta sig alveg við rúma 5 km þegar kuldinn bítur og myrkrið grúfir yfir... ...og allir sammála því hve afskaplega góðar þessar vetrargöngur eru fyrir sál og líkama í skammdeginu... ...bara dásemdar heilsurækt...
|
Grímmannsfell í stjörnuljósum... Töfrandi æfing í rötun án rafmagns í myrkri og blíðskaparveðri vetrarins. 64. æfing var þriðjudaginn 21. október og mættu 23 manns á sérstaka rötunaræfingu í kjölfar námskeiðs sem haldið var kvöldið áður. Tvö ný andlit voru á æfingunni; Gnýr og Hólmgeir og svo Anton Örn, 5 ára með Grétari pabba sínum og loks voru hundarnir Dimma og Nemó með í för. Stefán frá Björgunarsveitinni Ársæli mætti góðfúslega til að láta okkur æfa verklega rötun sem hann kenndi hópnum deginum áður og var sú kennsla vel þegin. Veðrið skartaði sínu fegursta; logn, kalt, kvöldsól og snjóföl yfir öllu eða hálfskýjað, A2 og 0°C skv. Veðurstofu. Lagt var af stað kl. 17:43 þar sem tafir urðu á umferð á leiðinni á æfingu en samt þurftu Helga og Margrét að elta okkur uppi. |
|
Rökkrið skreið fljótlega yfir en nóg var af ljósum þetta kvöld...
Kvöldsólarbjarminn fram eftir kveldi... Þó nokkur tími fór í að æfa áttavitana og sóttist gangan seint svo úr varð þegar 1,5 klst. var liðin og toppurinn ekki enn undir fótum í um 400 m fjarlægð að láta þar við sitja og nota tímann í áttavitaæfingu. Hópnum var skipt upp í fjóra hópa og mönnum sagt að taka stefnuna að bílunum og nota fremsta mann sem viðmiðun á stefnu... Flestir náðu að æfa sig en við munum halda þessu áfram næstu æfingar og hvetjum alla til að fá sér áttavita og átta sig á þessu :) |
|
Hér rýna Gnýr og Hjörleifur í áttavitann og leiða Kristínu Gundu áfram til viðmiðunar... Bakaleiðin fór aðeins úr leið og endaði niður með hlíðum nyrðri bungu fellsins en kvöldið var svo fallegt og kyrrsælt að enginn var að flýta sér... Kvöldævintýrið endaði í 3:27 klst. æfingu, 8,9 km göngu, með hæsta punkt í 489 m hæð og hækkunin 411 m. Frábær æfing í fallegu umhverfi, töfrandi útsýni, vetrarlegu færi, með góðu fólki og... ... mögnuðum stjörnum þegar við mundum eftir því að líta af áttavitanum og upp í himininn... Hreinir töfrar á vetrarkvöldi... |
Rötunarnámskeið ...að rata án rafmagns eins og þjálfari segir... ...var haldið fyrir Toppfara mánudaginn 20. október og mættu 13 manns og lærðu kortalestur og notkun áttavita. Þjálfarar þakka Helgu Sig. og Stefáni hjá Björgunarsveitinni Ársæli fyrri frábært námskeið :) Sjá vefsíðu sveitarinnar www.bjorgunarsveit.is. Sjá slóð námsgagna: http://www.scout.is/skatastarf/hugmyndir/kompas/index.html Hér með æfum við það sem við lærðum á námskeiðinu og höldum því við... notum gps tækið eingöngu til öryggis og temjum okkur að rata án rafmagns... |
Skemmtidagur
Skoppara
! Var laugardaginn 18. október... 13 manns æfðu loftfimleika í Adrenalín garðinum í björtu, stilltu og svölu veðri og um þrjátíu manns mættu til Rannveigar og Guðbrands sem buðu upp á forláta fiskisúpu a la Rannveig og meðlæti í boði félaganna. Myndir
af ævintýrum sumarsins rúlluðu undir samkomunni,
Myndirnar hér eru frá Rögnu og Bjarna - sjá fleiri á www.picasaweb.google.com/Toppfarar. |
Skálafell í hríðarbyl... 63. æfing var þriðjudaginn 14. október og mættu hvorki meira né minna en 22 manns í fyrsta snjóinn á æfingum vetrarins... Það var komin rigning og rok í bænum upp úr klukkan 17:00 eftir blíðskaparveður um daginn... og fljótlega breyttist rigningin í slyddu á leiðinni... hláku.. ...og loks snjókomu þegar við lögðum bílunum í 387 m hæð á bílastæði skíðasvæðisins í Skálafelli... Með í för var einn nýr meðlimur, hún Linda sem kynntist hópnum í sumar á 24 tindum og hundurinn Dimma sem var afskaplega þakklát Hjörleifi fyrir fá að koma með... Myndin til hliðar er tekin í upphafi æfingarinnar... sjá snjóinn þá þegar upp úr kl. 17:30 í 387 m hæð.
|
Lagt
var af stað kl. 17:48 en það tók víst aðeins
lengri tíma að keyra upp eftir en þjálfarar
og aðrir gerðu ráð fyrir skv. lýsingu á
vefnum. Í byrjun var þung snjókoma og ákveðin suðvestan átt en við gengum upp skíðabrekkurnar í norður þar til lyftum sleppti og heiðin tók við. Skyggni var lítið og útsýni ekkert, fljótlega fór að skyggja og síðustu metrana upp að mastrinu var komið rökkur. Við mastrið var skjól við húsið og ljósin kveikt þar inni svo þetta voru algerar lúxúsaðstæður á fjalllstoppi sem komu sér sérlega vel í þessu veðri því uppi var strekkingsvindur og líklega -3-4°C. |
Eftir um 10 mín nestisstopp og fjörlegar umræður um skemmtidag Skoppara undir umsjón Þorbjargar og skemmtinefndar voru höfuðljósin sett á ennið og hökunni skotið inn undir hálsmálið... til baka var gengið í stífum mótvindi og nístandi kulda en mjög fljótlega lægði vind og hlýnaði með lækkandi hæð. Niðurleiðin var rösk um dúnmjúkan nýfallin snjóinn sem greinilega hafði safnast upp meðan við gengum um fellið og var komið niður í þessari líka veðurblíðunni og einstöku friðsæld sem einkenndi vetraræfingarnar síðasta vetur... bílarnir snjóbarðir og umhverfið afstætt miðað við sumarlegt veðrið í bænum þennan dag... Já, svona stuttu eftir hríðarbylinn ofar hlíða þar sem við flýttum okkur niður í nístandi vindinum... tímdum við skyndilega varla að fara inn í bíl og hefðum vel getað gengið einhverja kílómetra til viðbótar...
Töfrandi vetraræfing, fínasta búnaðarprófun
á klæðnaði við krefjandi aðstæður, góð
áminning um breytileika hitastigs og veðurs
miðað við hæð og frábær útivera með góðu
fólki... Allir í stuði fyrir laugardaginn og tilhlökkun í hópnum... sjá nánar um Skopparakvöldið hér neðar... |
Úlfarsfell 62. æfing var þriðjudaginn 7. október og mættu sautján manns, þar af ein ný, hún Irma og eins var hundurinn Aska aftur mætt á æfingu og var ekki að sjá annað en að hún iðaði öll i skinninu af gleði yfir að sjá göngufélagana sína... Veðrið var yndislegt, logn, hlýtt og hálfskýjað, SA3 og 9°C svo þessi göngutúr var kærkomin upplyfting fyrir sál og líkama eftir óviðrin á öllum vígstöðvum síðustu daga. Lagt var af stað gegnum skóginn kl. 17:37 og farið um brekkurnar við hamrana svona til að gera nú sem mest úr þessu hversdagslega en samt gjöfula fjalli, Úlfarsfelli... Gengið var um hamrabeltið norðan til en það voru nýjar slóðir fyrir okkur og farið svo í suður um Arnarnípu að Stóra og Litla hnúk. |
Það var gaman að koma á Úlfarsfell í sumarbúningnum og rifja upp síðasta vetur þegar við þvældumst þarna reglulega um í myrkri og alls kyns veðrum en skemmst er að minnast svaðilfararinnar sem þremenningarnir Soffía Rósa, Ragna og Bjarni fóru í þegar hinir skemmtu sér í Ölpunum... Útsýnið er alltaf jafn gefandi af þessu fjalli... Úlfarsfell er vanmetið fjall... og voru fleiri slík í umræðunni... nefnilega Akrafjall þar sem oft viðrar og skyggnist vel en fallegustu myndir fjallgönguklúbbsins frá upphafi voru teknar þar milli jóla og nýárs í fyrra... Af Litla hnúk var farið um hlíðina suðvestan með að Vesturhnúk þar sem borgin og sundin blasa glæsileg við manni og við munum geta séð friðarsúluna síðar í vetur í myrkrinu...en í rökkri gengum við til baka gegnum skóginn og tókst Erni með lagni að fá þrjár góðar brekkur út úr þessu fjalli... |
Efnahagsmálin annars í umræðunni og við vorum sammála því að á svona stundum er mikilvægast að halda áfram að ganga saman og nota útiveruna og hreyfinguna til að styrkja anda og líkama... Þessi æfing var bókstaflega endurnæring eftir erfiða daga á áframhaldandi krefjandi tímum... Hafið þökk fyrir þið sem mættuð... Kristján, Stefán Heimir, Oddný, Halldóra Ásgeirs., Soffía Rósa, Margrét Gróa, Roar, Guðjón Pétur, Helga Sig., Arnar og Aska, Ingi, Irma, Örn, María, Sigmundur og Gurra en Bára tók mynd. ... en æfingin var 4,7 km á 1:46 klst. upp í 309 m hæð með 251 m hækkun. |
Við erum á toppnum... hvar ert þú?
|