Allar þriðjudagsæfingar frá janúar út mars 2019
í öfugri tímaröð:


Melahnúkur og Hnefi Lokufjalli 26. mars.
Leirvogsá frá Hrafnhólum að Grafará 19. mars.
Helgafell Hafnarfirði óhefðbundin leið 12. mars.
Geithóll Esju 5. mars.
Leirvogsá frá Mosfelli að Þverá - Sveit í borg II 26. febrúar.
Smáþúfur 19. febrúar.
Eyrarfjall12. febrúar.
Smáþúfur áleiðis með Inga og Bjarna 5. febrúar.
Guðfinnuþúfa Akrafjalli með Inga og Bjarna 29. janúar.
Leirvogsá frá sjó að Mosfelli - sveit í borg 1 af 12 22. janúar.
Úlfarsfell 15. janúar.
Meðalfell 7. janúar

Hvalfjarðartindur nr. 4 af 12
Melahnúkur og Hnefi
í Lokufjalli

Hvasst en léttskýjað var þriðjudaginn 26. mars þegar fjórða fjallinu sem varða Hvalfjörð var bætt á lista ársins
og létu sextán manns ekki veðrið hamla för þessa vikuna...

... og uppskáru fallega leið og mun skemmtilegri en okkar hefðbundnu úr Blikdalnum
nema vera skyldi að tilbreytingin sé svona gefandi að það blekki eitthvað...

Gengið var um Þjófaskarð í melaseljadal norðvestan megin í mynni Miðdals
og gnæfðu hin Hvalfjarðarfjöllin yfir öllu saman...

Smá vor í lofti ef að var gáð...
en þessa dagana gengur á með éljum og hvössum vindi dögum saman...
og jörð margoft alhvít þar til sólin eða hitinn fjarlægir þetta helsta verksummerki um baráttuhug vetrar við vorið...

Já... þetta er ástæðan fyrir því að við förum á fjöll en höldum okkur ekki á láglendinu
þó það sé reyndar meiri lenska nú en nokkru sinni í klúbbnum...
útsýnið verður  um leið mjög gefandi og víðsýnt þó ekki sé farið á mjög há fjöll...
... maður getur ekki hægt ef maður kemst á bragðið á annað borð...

Hundar Toppfara blómstra sem aldrei fyrr þetta misserið... eru orðnir þó nokkuð margir og allir vinir...
Batman er forystuhundurinn... tók við af Dimmu... sem féll frá nokkrum mánuðum eftir að hann kom í hópinn...
kannski rétti hú honum formlega keflið í hundaheiminum án þess að við tækjum eftir því...
og hinir hlýta þessari röðun í mesta bróðerni... 

Forréttindi og hrein undun að njóta fjallanna og óbyggðanna með þessum ferfætlingum
... þeir gefa okkur án efa meiri ánægju af útiverunni en ella
enda eiga margir hundar Toppfara pláss í hjörtum mokkar fyrir lífstíð...
Dimma, Þula, Drífa, Skuggi... sem öll eru fallin frá...
og fleiri síðustu ár sem enn eru í fullu formi...

Eyrarfjallið hér útbreitt vestan megin...
sjá má leiðina sem við fórum í myrkrinu fyrr í vetur hér upp suðurhlíðarnar

... alla leið á tindinn í töfrandi birtu þó myrkur væri...

Dagsbirtan er félagi okkar á fjöllum hér með fram á haustið og er það alltaf afskaplega kærkomið
eftir dimmuna í vetur þrátt fyrir töfrana sem henni fylgir...

Sjá Melahnúk hér neðan við Dýjadalshnúk og Tindstaðafjall
sem við þurfum að fara að endurtaka göngu á fljótlega...

Sævar, Jórunn, Ragnheiður, Bjarni, Ólafur Vignir, Guðmundur Jón, Birgir, Karen Rut, Sigga Sig.,
Tryggvi, Helga Fjóla, Bryndís og Magnús Páls. en Örn tók mynd í fjarveru Báru sem var að vinna.

Og á mynd vantar Inga og Súsönnu sem sneru fyrr við ofan af Melahnúk.

Niður af Melahnúk var farið á Hnefa sem gnæfir efstur í Lokufjalli í vestri...

Virkilega fallegt og formfagurt fjall... sem við erum búin að vera á leiðnni að rekja okur eftir þvert og endilangt...
og náðist nú eingöngu að taka norðurhlutann... höfum þessa leið eftir brúnunum öllum og láglendið til baka á dagskrá á þriðjudegi á næsta ári...

Þegar farið er með brúnum fjalla sem ekki láta mikið yfir sér...
leynast oft flottar klettanasirog magnaðir útsýnisstaðir...
og höfum við oft uppgötvað ægifagra staði fyrir algera tilviljun eins og hér...

...en brúnirnar á Laugagnípu neðan við Kerhólakamb á Esjunni... hér á mynd...

...og stórbrotna skarðið í Hafursfelli á Snæfellsnesi koma fyrst upp í hugann... sjá hér...

...  en dæmin eru mörg önnur...

Það er þess virði að fara fram á brúnirnar á svona stað...

Magnaður staður á ekki hærra og svipmeira fjalli en Lokufjalli...

Alls 6,6 km á 3:10 klst upp í 553 m hæð á Melahnúk og 421 m á Hnefa
með x m hækkun miðað við 65 m upphafshæð.

Flott veðurspá á laugardaginn og skorað er sérstaklega á Snæfellsjökulsfara að nýta helgina vel til göngu
þjálfarar eru í fermingarundirbúningi... en það er aldrei að vita nema þeir spái í aukaferð ef áhugi er á því...
sjáum til þegar nær dregur helginni !
 

 

Leirvogsá III
frá Hrafnhólum að Grafará
 úr vorblíðu í snjóhríð
með skrautlegu snjókomu-vaði yfir ána
og viðkomu á Þverárkotshálsi í bakaleiðinni

Sveit í borg 3 af 12

Þriðja gangan upp með Leirvogsá frá sjó að Leirvogsvatni var þriðjudaginn 19. mars...

Í þetta skiptið byrjuðum við ofar og gengum til vesturs frá Hrafnhólum
að ármótum Leirvogsár og Grafarár og nú í fyrsta sinn sunnan megin árinnar
og fórum til baka norðan megin með viðkomu á Þverárkotshálsi sem hér sést snjólaus ofar á mynd vinstra megin...

Það var talsverður vindur þennan dag...
alla vikuna réttara sagt því svona er veðrið dögum saman...
en það var engu að síður sólríkt og fallegt til að byrja með...

Það gekk hins vegar á með snjóhryðjum allan þennan dag
og við vissum að við fengjum eina hríðina yfir okkur þetta kvöld þó gangan hæfist svona óskaplega fallega...

Fjallstindar Esjunnar bókstaflega glitruðu ofan okkar og útsýnið var virkilega fagurt...

Móskarðahnúkar hægra megin... Hátindur vinstra megin...
allt fjöll sem við förum reglulega á og eigum minningar af í mjög ólíkum göngum eftir veðri, færð og árstíma...

Hér skil ég ekki alveg afhverju ég tók ekki fallega hópmynd...
þó ekki væri nema til að eiga samanburðinn af hópmyndinni sem var tekin uppi á Þverárkotshálsi
í snjóhríðinni síðar um kvöldið...

Við fylgdumst með skýjabökkunum hrannast upp í vestri og vissum hvað beið okkar...

... en nutum þess að vera enn í góðu veðri sem lofaði smá vori handan við hornið...

Bakkar Leirvogsár eru stórskemmtilegir og breytast stöðugt alla leið frá sjó að Leirvogsvatni...
ef maður bara gefur þeim gaum og nýtur hverrar stundar með ánni...
það er sannarlega þess virði að gera þetta...
og þjálfari er rétt að byrja þetta verkefni sem mun standa næstu árin...
að rekja sig eftir vötnum, fjörum og ám á höfuðborgarsvæðinu öllu...

Stundum þarf að brölta aðeins meðfram Leirvogsánni...
og koma sér yfir hjalla, grjót, læki og þverár...

Töfraheimur Leirvogsár er algert undur... þeim sem finnst gaman að njóta náttúrunnar í öllum sínum myndum...
þjálfari er að verða meyr með aldrinum og sífellt bljúgari af aðdáun og væntumþykju gagnvart landinu...
líklega er þetta eftir langvarandi samband við landið sem hefur sífellt fleiri sögur að segja manni...
ef maður bara staldrar við og gefur þeim gaum...

Mosfellið hér í fjarska... en það átti að vera útúrdúrinn í Leirvogsgöngu tvö í febrúar...
ef veður hefði ekki hamlað för... sem og áin sem var með öllu ófær til vaðs
sökum vatnsmagns sem var ekkert í líkingu við eðlilegt vatnsmagin árinnar þetta marskvöld...

Einmitt þessi ólíku kynni áf ánni í hverjum mánuði á öllum árstíðum eru gefandi og opna manni
nýja sýn á landið sem er stöðugt að kljást við árstíðirnar...

... og tekur stakkaskiptum eftir því hvað gengur á í himnunum...

Því miður er framlag mannskepnunnar til þessarar dýrindis veraldar ekki merkilegt í samanburði...
hér sáum við fokið plast úr mannheimum á girðingunni...

Skyndilega dimmdi yfir...
éljagangurinn var hafinn enn á ný þennan dag og í fyrsta sinn í göngunni...
allt gránaði um leið, vindurinn jókst og snjókoman var beint í fangið...

Það var bókstaflega skíðagleraugnaveður á þessari stundu...

Hríðin mætti rétt áður en við komum að vað-staðnum...
 en þar sem það var ekki mikið í ánni... höfðum við enga afsökun... flestir gíraðir inn á að vaða...

... og því létum við ekki freistast til að hætta við og sleppa vöðun heldur skelltum okkur bara út í...
og skemmtum okkur konunglega... þetta var mun minna mál en leit og og mátti halda...

Líklega var þetta kuldalegasta vaðið í sögu Toppfara...
Spurning með vöðunina á Leggjabrjót...
en nei, þá var ekki úrkoma þó það væri kalt og mikill vindur...

Þetta gaf öllum nýtt viðmið við vöðun... nú verður ekkert vandamál að vaða ár...
við rifjum bara upp Leirvogsánna í mars 2019 þegar snjóhríðin buldi á okkur rétt á meðan..
og þá verður vöðun  að sumri til sem er nú yfirleitt árstíminn fyrir a tarna ekkert mál :-)

Myndband af þessum hluta göngunnar:
https://www.youtube.com/watch?v=MRpF1d3uaIg

Menn voru misvel undirbúnir fyrir vöðun...
sumir með allar græjur, vaðskó og þurrklút...
aðrir á góðum skóm með góðar legghlífar og blotnuðu ekki...
 Bjarni var með góða plastpoka sem hann batt utan um skóna upp við hné og það dugli næstum því fullkomnlega...
aðrir létu bara vaða á skónum yfir og sættu sig við að verða blautir það sem eftir lifði göngunnar...

Þjálfari var í plastpokum utan yfir sokkana... í nýjum leðurgönguskóm... með góðar háar legghlífar...
og blotnaði ekkert við að ganga á þessu yfir... alger snilld og engin spurning að útbúa sig alltaf svona
ef gangan er ekki þeim mun lengri og eingöngu dagsganga...

Svo var það klárlega ein lexía kvöldsins að góðir leðurskór eru alltaf málið...
ekki léttir gönguskór sem leka um leið og það er bleyta... þó ekki sé vaðið eins og þetta kvöld...

En... það er ekkert mál að skella sér bara í vaðskóna þegar þess þarf...
eftir nokkur skipti eru handtökin skjót og manni verður þetta fljótt tamt...
veit ekki hvaða leti þetta var í okkur sem nenntum ekki að ná í vaðskóna :-)

Það var sem við manninn mælt....
þegar allir voru komnir yfir létti til og sólin skein handan við éljabakkann sem var horfinn jafn hratt og hann kom
svona að mestu allavega...

Allt hins vegar orðið hvítt...
líka Þverárkotshálsinn sem var brúnn og saklaus fyrr um kvöldið...

Komin langleiðina upp með Mosfellið og Leirvogsánna í baksýn...

Sérlega skemmtilegt og minnti á fyrri vorgöngur í mars og apríl
þar sem við höfum lagt af stað í vorsól og auðri jörð...
 og endaði í snjóhríð og hvítri jörð síðari hluta göngunnar...

Uppi hélt áfram að snjóa aðeins en þetta var ósköp milt og umræður svo líflegar...
og orkan svo vel hlaðin eftir ánna... að menn tóku ekkert eftir því að það hélt áfram að snjóa...

Frábær frammistaða !

Bryndís, Tryggvi, Laufey gestur, Helga gestur, Davíð, Lilja Sesselja, Ingi, gylfi, Bjarni, Svavar.
Magnús Páls, Örn, Björn Matt., Biggir, Batman, Helga björk, Súsanna, Sigríður Arna
en Bára tók mynd og Katrín Kj. og Guðmundur Jón sneru við frá vaðinu
þar sem Katrín lagði ekki í ótrygga ánna á nýja hnénu...

Við fórum upp á neðri hluta Þverárkotshálss... sá hluti er einmitt merktur Þverárkotsháls á korti
en talsvert ofar höfum við merkt okkar gps-punkt á þennan háls í viðleitni til að telja hann sem tind á Esjunni
en efst er svo Hátindur sem reis svipmikill fyrr um kvöldið yfir okkur í sólinni...

Niður skoppuðum við svo í hvítri en mjúkri jörðinni
sem var enn að melta nýfallna mjöllina og virtist hissa mitt í blábyrjuninni á vorinu... 
það voru nefnilega vorjafndægur daginn eftir og farfuglarnir eru að byrja að mæta...

Landslagið er breytt þegar komið var niður á láglendið sunnan við bæinn Þverárkot...
því áður fyrr þurftum við alltaf að keyra yfir Þverá sem rennur úr Skánardalnum við Móskarðahnúka
til að ganga á Hátind eða þar í kring...

Þverárkot...

Bóndinn hér... Sveinn Sigurjónssin á alla okkar aðdáun...
hann og dóttir hans komust í fréttirnar í fyrra þar sem skorað var á vegagerðina og borgina að tryggja nægilegt vegasamband til bæjarins sem tilheyrir Reykjavíkurborg en bóndinn hefur þurft að vaða ánna eða fara á ótraustum ís
þegar verst lætur og ekki hægt að keyra yfir hana:


Sveinn Sigurjónsson, bóndi að Þverá að vaða Þverá la leið heim til sín að vetri til...
Mynd fengin að láni frá mbl - sjá neðar:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/16/borgin_i_vidraedur_um_veg_vid_thverarkot/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/11/16/thverarkot_i_vegasamband/

Gaman að sjá menn leysa svona hluti fallega...
en í úrskurði sínum tók Reykjavíkurborg fram að þessi lausn væri ekki fordæmisgefandi...
 sem er svo sem ekki skrítið... en gaman að svona fallegum endi
þar sem dóttirin barðist eins og ljón fyrir föður sinn...

Við ætluðum aldeilis að ganga meðfram ánni í bakaleiðinni
af því vegir eru bannaðir í Sveit í borg - verkefninu...
en girðingar um allt hindruðu för og því urðum við að taka veginn frá Þverárkotshálsinum...

Sjá snjómagnið sem fennir um leið og hindranir og stallar í landinu hindra för þess í vindinum...

Jebb... klæði mig bara í svona brauð-plastpoka þegar von er á blautri göngu...
byrjaði á þessu í óbyggðahlaupunum... og fann árangurinn... og farin að gera þetta í fjallgöngunum líka...
munar miklu þó maður sé í góðum skóm... skiptir engu þó þetta sé ekki smart eða svalt...
kostar ekkert og þessir pokar duga í nokkrar ferðir sem segir allt um hversu sterkir þeir eru :-)

Alls 5,4 km á 1:58 klst upp í 198 m hæð með alls 346 m hækkun miðað við 102 m upphafshæð.

Sjá göngurnar þrjár frá upphafi...

Gula í jan:https://www.youtube.com/watch?v=78mhut9z_zU

Rauða í febrúar: https://www.youtube.com/watch?v=ugvAKGWgRbE&t=2s

Græna í mars: https://www.youtube.com/watch?v=hGiZFtzN1_o&t=4s
 

Sjá leiðina í heild frá sjó að Leirvogsvatni þar sem við förum hringinn í kringum vatnið í júní.

Sjá myndband hér af æfingunni í heild:
https://www.youtube.com/watch?v=hGiZFtzN1_o
 

 

Til hamingju með 70 ára afmælið
elsku Katrín ofurkona !

Loksins gátum við afhent fimmta höfðingja Toppfara 70 ára afmælisgjöfina
í tilefni þess að hér með er hún komin í höfðingjahóp Toppfara sem hleypir eingöngu 70 ára og eldri inn...
en Katrín Kjartans er önnur konan sem fær inngöngu á eftir Gerði Jensdóttur sem átti afmæli í lok síðasta árs...

Sigga Sig og Jóhanna Fríða útbjuggu óskaplega fallega gjöf handa henni
með fallegum orðum sem byrja á K-á... og af nægu var að taka þó stafurinn væri frekar erfiður...


Hópurinn lagði til orðin og voru menn aldeilis hugmyndaríkir og hittu naglann oft á höfuðið
enda er Katrín ofurkona á fjöllum... með eindæmum örugg, ekki til í henni lofthræðsla frekar en í Guðmundi...
prjónandi handa okkur vettlinga í gríð og erg... gefandi okkur sem erum að byggja sumarbústaði trégræðlinga... og afleggjara...
 en við þjálfarar  eigum vel yfir eitt hundrað tré sem hafa komið upp af þeirra græðlingum í garðinum okkar í sveitinni...
og fleiri geta sagt svipaða sögu... en þau hjónin... Guðmundur bættist nefnilega líka við höfðingjahópinn á árinu...
þau eiga mætingametið í klúbbnum... enginn hefur mætt viðlíka vel og þau...
nánast í hverja einustu göngu frá því þau skráðu sig í klúbbinn
fyrir utan síðustu mánuði þegar Katrín gekkst undir liðþófaaðgerðir og svo liðskipti á hné...
en nú eru hún mætt aftur... og virðist ætla að taka fjöllin í nefið en á ný...

Blíðskaparveður var þetta þriðjudagskvöld 12. mars og margir mættir til leiks...

Örn fór óhefðbundna leið á Helgafellið...
og nú upp hraungatið að suðaustan í stað þess að fara niður um það...

Því var gengið fyrst meðfram fjallinu að vestan í gullinni kvöldsólinni...

... mjög skemmtilega leið sem gaman er að skokka fyrir þá sem það gera...

... og var virkilega notalegt að ganga í fallegu, friðsælu veðri...

Skuggalegra var suðaustan megin og fjöllin á Reykjanesi föl af snjó
en fallegt var það engu að síður...

Leiðin kringum Helgafell í Hafnarfirði er mjög skemmtileg...
en hún er ennþá skemmtilegri kringum Húsfellið... austurhlutinn er algert ævintýri um úfið hraun og
yfir gjótur og sprungur sem aldrei fyrr á þessu svæði...
við þurfum að setja þá leið á lista Toppfara eitthvurt kvöldið þegar við erum í stuði....

Leiðin upp að hraungatinu er snörp og löng í talsverðum bratta og klöngri...

Og lítur ekkert sérlega árennilega út séð neðan frá...

En hún er vel gefandi og góð æfing....

Sjá hraungatið farið að birtast hér...

Snjóföl á stöku stað en annars smá vor í lofti...

Örn var einsamall þetta kvöld en menn héldu vel hópinn aftast...

Móbergsklappirnar minna á Húsfellið á þessum kafla en best er að fara austan megin upp...

Heilmikið brölt og frábær aðkoma...

Það má spyrja sig hversu lengi þetta gat heldur...

Skriðukennt færi á köflum... lausagrjót ofan á móberginu... ekta Reykjanesfjöll...

Ákveðið var að hafa hópmynd í gatinu beggja vegna...

Arna, Arnar, Dóra, Guðmundur Jón, Guðrún Helga, Guðrún J., Gunnar Már, Gylfi, Heiða, Herdís, Jóhannes, Jórunn,
Katrín Kj,.
Nonni, Ólafur Vignir, Sigga Sig., Súsanna, Svavar og Örn en Bára var veik heima
og hundarnir voru  nokkrir... Batman, Bónó, Hera, Slaufa, Tinni... fleiri ?

Hópmyndin hinum megin... magnað...

Brölt svo upp úr þessu öllu í einum grænum...

Mergjað sjónarhorn á gatið ofan frá...

Uppi skein kvöldsólin gul og hlý...

Það var tær snilld að ná geislum hennar áður en hún settist...

Kvöldsólarroðinn skreytti því síðustu metrana upp á tindinn...

Lönguhlíðar hér í fjarska og Vatnshlíðin hægra megin..

Á tindinum var þessi hópur... gönguhópurin hans Helga Jóhannssonar, lögfræðings...
en hann fór svo á Snæfellsjökul á fjallaskíðum með Jóhannesi Toppfara helgina á eftir
meðan við gengum Síldarmannagötur...
og það segir ekkert um það að við séum farin að eldast og gefa eftir sko, ha, er það nokkuð, nei, glætan ! :-)

Uppi á tindi Helgafells var veisla...

... í boði Katrínar og Guðmundar...

Heimabakaðir orkumolar...

... og íslenskur fljótandi ópall...

Skálað fyrir ofurhjónunum sem eru okkur mikil fyrirmynd
og eiga vonandi eftir að ganga með okkur í mörg ár ennþá...

Niður var svo arkað í tómu kæruleysi eftir hryggjarleiðinni sem færri fara nú orðið
þar sem gilið freistar allra en það er styttri ganga á Helgafellið en hryggurinn gamli...
 en gilið blasir við þegar að fjallinu er komið svo það er ekki skrítið hversu vel það afvegaleiðir menn...

Helgafell í Hafnarfirði bregst manni aldrei og gefur alltaf góða göngu allan ársins hring...
það er ómetanlegt að eiga minningar af því í öllum veðrum... alls kyns færi... á öllum árstíðum...
í myrkri sem dagsbirtu og gullinni kvöldsól...
og ekki skrítið að mörgum þykir hreinlega vænt um þetta fjall...

Alls 9,2 km á 2:35 klst. upp í 323 m hæð með alls m hækkun miðað við m upphafshæð.

Síldarmannagötur um helgina og veðurútlit er mjög gott...
 

 

Geithóll Esju
í blíðskaparveðri og frábærri mætingu

Veðrið togaði hvorki meira né minna en 25 Toppfara á fjall þrátt fyrir sprengidaginn mikla
sem yfirleitt hefur valdið dræmri mætingu í gegnum árin...

... og var það skynsamleg ákvörðun því fallegra gerist það ekki á þessum árstíma
og alls ekki sjálfgefið í byrjun mars að fá svona vorlega kvöldgöngu...

Farin var óhefðbundin leið upp Esjuna... austan megin við Mógilsána...

... á góðum slóða sem verður sífellt betur troðinn og er mikið notaður af fjallahlaupurum
þar sem flottur hringur er upp þessa leið og niður gamla malarbílslóðann enn austar...
Að vera aleinn í heiminum í góðu veðri... að hlaupa þá leið... langt frá ysi og þysi hefðbundnu leiðarinnar...
er fullkomið frelsi og algert yndi...

Þetta var yndislegt kvöld og mikið spjallað...

Útsýnið tært og kærkomið yfir allt suðvesturhornið...

Svalara í lofti en síðustu daga... enda var þá komið óvænt vor...
sem var andstætt snjóþunga vetrinum sem Bára þjálfari kom beint úr af flugvellinum þetta síðdegið...
þar sem Vasaloppet tók hana í nefið þegar 28 km voru eftir... (rauða bandið)...
en hún ætlar aftur að ári og bauð hópnum með... skráning hefst kl. 9:00 laug 16. mars
og tekur yfirleitt um 10-20 mín að verða uppselt... :-)

http://www.vasaloppet.se/en/races/ski-races/vasaloppet/

Esjan bókstaflega geislaði af fegurð...
og virtist lofa því að þetta yrði mildur endir á vetrinum út mars...

Við trúðum því og vorum komin á flug í umræðum um spennandi göngur sumarsins...

Gunnlaugsskarðin geislaði snævi þakið í fjarska ofan okkar
en við höfum eingöngu farið þar um einu sinni þegar við fórum á Kistufell Esjunnar
og það er löngu kominn tími á að fara þangað aftur
en aðkoman er löng að skarðinu og þetta er frekar stutt tindferð en löng kvöldganga í raun...

Orkuhleðslan sem fæst við göngu eins og  þetta kvöld var vel þegin
og eina rétta lýsingin á líðaninni eftir svona göngu er "ölvaður af náttúrunni"...
já... það er ekki fjarri lagi.. þeir sem ekki kannast við þetta...
endilega farið í göngu þar sem vel reynir á í fallegu veðri
og greinið líðanina þegar heim er komið og fram á næsta dag...
stundum er víman nokkra daga að renna af manni... þetta er ekki ofsagt...
nema þjálfari sé svona mikill landslagsfíkill og allt of hrifnæm... það gæti reyndar alveg skýrt þetta að hluta :-)

Litið til baka á leiðina upp eftir... flott leið...

Sólin var ótrúlega lengi á lofti í göngunni
en einhvern veginn var þjálfari ekki að muna eftir því að taka hópmynd í geislum hennar...
sem hefði nú verið sniðugt að gera...

Hundar kvöldsins voru fimm og eiga þeir allir það sameiginlegt að ef þeir mæta vel
þá eignast þeir ákveðinn samastað í hjarta manns... eins og Drífa sem hér fer upp með Nonna...
farin að eldast elsku litla skinnið... búin að ganga með okkur árum saman...
og er fegursti hundurinn sem verið hefur í Toppförum ásamt Díu systur sinni...
en Día flutti norður fyrir nokkrum árum og féll frá fyrir ekki svo löngu síðan
og verður alltaf minnst með söknuði eins og Dimmu og Þulu...

Sólin sendi síðustu geisla sína ansi fallega til okkar áður en hún settist...

... og því voru það hreinir töfrar að ganga upp brekkurnar...

Grámi ljósaskiptanna tók við þegar sólinni sleppti...

Og framundan var Geithóll... fagurmótaður hryggur undir klettabelti Esjunnar...
fáir vissu af honum hér áður fyrr... nú er verið að skrásetja alla tinda og örnefni Esjunnar sem nákvæmast
að frumkvæði Ásgeirs Jónssonar, hátindafara... í samvinnu við Landmælingar Íslands...
og er það vel þegið og þarft verk...

Slóðinn sem við vorum á liggur ofar í skarðið að Steininum
en við áttum stefnumót við hrygginn atarna...
og beygðum því af stígnum og lögðum í hann sunnan megin...

Það var gott að velja skaflana til að létta yfirferð...
Arna og Ágúst á vesturhlið Geithól... "the west face of Geithóll"... nei, ég segi svona... :-)
snjóalögin eru misjöfn eftir því í hvaða átt þau eru...
sólin, vindar, veður ræður miklu um hvernig þetta leggst, safnast, bráðnar og liggur í fjöllunum fram á vorið...
norðurhliðin oft víðsjárverðust ef mig minnir rétt svona hratt í huganum...

Björn og Bestla náðu hópnum þegar þarna var komið sögu...
en þau skráðu sig snöggvast í hópinn þennan seinnipart og eru kærkomin aftur til okkar :-)

Hér sést best lögun Geithóls... hefði mátt fá fallegra nafn... einhvers lags hryggjarnafn...

Fínasta klöngur hér upp og það er vel hægt að klöngrast eftir honum öllum en það tekur tíma...
og því sleppti Örn því þetta kvöld þar sem tekið var að skyggja þegar nestið var búið
og lét tindinn nægja hálfa leið fram og til baka...

Katrín fagnaði Bestlu og Birni, vinum sínum kærlega og fékk mynd af sér með þeim
þegar þau náðu hópnum á leið á hæsta tind...

Virkilega flott leið og langtum skemmtilegri en Steinninn...
líklega verður þetta sífellt algengari leið næstu árin...

Við tókum nesti þarna uppi þó ísköld gjólan næddi um allt í þessari 557 m hæð...
...  en við reyndum að vera í skjóli sunnan megin...

Hópmynd úr því við gleymdum því í sólinni...
ekki slæmur staður reyndar en afstaðan sést ekki nægilega vel samt...

Tryggvi nýliði, Arnar, Guðrún helga, Arney, Gísli, Jórunn, Örn, Dóra, Georg,
Njáll, Arna, Katrín Kj., Björn Matt., Herdís, Ólöf, Jón Garðar, Bjarni, Nonni og Agnar,
Guðmundur Jón, Bestla, Halldóra Þ., og Ágúst
en Bára tók mynd og hundarnir voru Batman, Drífa, Gutti, Hera og Skuggi...
já, þessar elskur :-) Jú og Bára tók mynd !

Katrín fékk sérstaka mynd af sér með Guðmundi sínum
þar sem hún var að mæta í sína fyrstu göngu frá því hún varð sjötug
en því miður voru gjafakonurnar ekki með svo hennar bíður enn pakki frá hópnum
en hópurinn söng afmælissönginn fyrir hana á tindinum áður en haldið var niður...

Þarna var byrjað að rökkva nokkuð og kuldinn rak flesta hratt niður af fjalli...

Við skiptum því hópnum og Bára fylgdi aftari mönnum niður...

Virkilega fallegt að ganga niður með borgina í fanginu eins og alltaf á Esjunni...

Það er áfangasigur að ná tæplega 3ja tíma kvöldgöngu án þess að kveikja höfuðljósin í byrjun mars...
fremri menn náðu því... við öftustu kveiktum lokin ljósin
og rákumst á tíkina Heru sem týndi Jórunni sinni
ofan við skóginn en þær náðu saman í rökkrinu
og Hera lærði þarna að missa ekki eiganda sinn of langt frá sér þegar gengið er á fjöll með 24 öðrum...

Alls 7,6 km á 2:55 - 3:03 klst. upp í 557 m hæð með alls hækkun upp á 550 m úr 12 m hæð.

Síldarmannagötur á dagskránni næsta laugardag en áhuginn var lítill þegar að var komið
og veðurspá versnandi  svo við frestuðum göngunni um viku í von um að betri veðurspá og betri mætingu...
annars förum við sama hvað... og látum ekki nokkur snjókorn og smá golu í bakið hindra för :-)
 

 


Leirvogsá frá Mosfelli að Þverá
 mergjuð ganga í sudda en fallegu landslagi
upp með beljandi stórfljóti sem fór hamförum yfir bakka og stíga
svo sjón var að sjá og upplifa í návígi.

Önnur gangan af tólf í flokknum "Líttu þér nær - Sveit í borg" var þriðjudaginn 26. febrúar...

... og nú var keyrt upp að sumarhúsunum sem við sáum í myrkrinu í fyrstu göngunni ofan á bökkum Leirvogsár
og farið niður í gljúfrið að staðnum þar sem við enduðum gönguna í janúar...
og tekin hópmynd þar áður en það tæki að rökkva...

Leirvogsáin fór hamförum þetta kvöld...
við höfðum aldrei upplifað hana í þessu ástandi áður...

Margföld að magni og það óð svo á henni yfir stokka og steina að glumdi um allt...
vangaveltur þjálfara um að vaða ánna og ganga á Mosfellið í bakaleiðinni hefðu aldrei getað orðið að veruleika
í þessum vatnsmagni árinnar...
enda höfðum við hvort eð er horfið frá þessari hugmynd að útfærslu göngunnar
þar sem veðurspáin var svona blaut og vindótt.... sem reyndist svo reyndar lygnt...
en það hefði ekki breytt því að við hefðum aldrei getað farið yfir þessa á nema með ákveðnum viðbúnaði við vöðun
sem var ekki alveg sá létti útútdúr sem upprunalega var hugmyndin :-)

Við gengum meðfram henni norðan megin og það er fínasti stígur til að byrja með gegnum allt gljúfrið...

... en gljúfrið atarna er stórbrotið og ægifagurt...

... og leynir aldeilis á sér þegar niður er komið...

Björg sem marra í rólegheitunum á bökkum Leirvogsár
voru skyndilega úti í miðri á í þessum leysingum sem nú eru...

.. og áin breiddi vel úr sér um allt...

Hulinsheimur sem vel þess virði er að heimsækja...
og við skulum skoða næst að hásumri eða hausti með allt í blóma...

Þetta beljandi stórfljót var sláandi að upplifa...

... og sjá hvernig stígurinn hvarf stundum undir vatnið...

... sem og tré og gróður...

Stöku snjóskaflar... og klakar á ferð...

En friðurinn var alger í þessum rigningarsudda...
veðurhamurinn sem reið yfir rúmlega hálft landið þetta kvöld og þessa nótt...
var hvergi nærri okkur...

Við vorum í gírnum fyrir suddarigningu... og blauta yfirferð... og nutum hvers skrefs...

Þetta var engu að síður mun betra veður en áhorfðist og við vorum fegin að hafa látið slag standa...
því lognið var algert og enginn vindur...

Sjá ánna koma þarna niður hægra megin uppi... þetta minnti á skelfilegu ánna sem lemur sig í gegnum Aquas Calientes neðan við Machu Picchu í Perú árið 2011... en þorpið það er einn áhrifamesti staður sem þjálfarar hafa heimsótt
þar sem stórljótið sópar reglulega hluta að þorpinu burtu þegar það vex óvenju mikið í ánni við leysingar...
sem gerist reglulega... og því hanga sterkustu húsin neðst og þau veikari ofar í hlíðunum...

Þarna er nánast ekkert láglendi... og þorpið hangir utan í hlíðunum...

... og áin keyrir sig í gegn á milli fjallanna...
algerlega ógleymanlegt og enn læddist að manni óhugur við upprifjunina...

Í samanburði var þetta rennsli í Leirvogsánni reyndar ekki eins stórbrotið...
en samt áhrifamikið og sérkennilegt hvernig þetta minnti báða þjálfara á þennan stað í Perú
þegar þetta barst í tal í bakaleiðinni...

Hér glumdi enn meira í ánni en neðar... sökum hárra hamraveggjanna
og ef maður gaf sér tíma til að líta í kringum sig...

... þá lúrðu fuglarnir í björgunum... flýjandi rigninguna eins og þeir gátu...

Við héldum áfram upp með ánni eftir að gljúfrinu sleppti...

... dáleidd af hamnum sem náttúran var í...

Ofar gljúfursins er fallegur og vel við haldinn kofi... veiðikofi eða hvað... við vissum það ekki...
en bílfært er ofar að honum...

Allt var rennblautt... mýrlendi... leysingar... rigningar... lækir... áin...

... og nokkrir þverlækir sem komu niður úr Esjunni og enduðu allir í Leirvogsánni...

Við þurftum þvíum að hoppa, stikla, vaða eða bara ganga yfir nokkra svona...

... og stundum náði áin upp að malarslóðanum og þá var hann genginn í pollunum...

Ofar breiðir áin úr sér í fleiri en einum sprænum og það þarf að passa að loka sig ekki inni á milli þeirra
ef þrætt er upp með... ef maður vill halda sér nokkurn veginn þurrum...

En undir lokin vorum við orðin svo blaut og kærulaus
að við gengum bara yfir lækina án þess að hugsa hvort hægt væri að stikla...

... þar til við komum að Þverá... sem gengur niður úr Grafardal við Þverárkotsháls...
þar sem Hátindur rís efstur austan megin og Kistufellið er vestan megin...

Þar létum við göngu kvöldsins nægja að sinni skv áætlun...
hér skyldum við enda næst í mars... í göngu þrjú meðfram Leirvogsánni...
en næst verður keyrt upp að Hrafnhólum og gengið sunnan megin með ánni...
og ef veður leyfir þá vaðið yfir ánna og gengið upp á Þverárkotshálsinn sem hér sést á mynd...
vonandi fáum við flott veður þann dag og verðum sko til í að vaða smá...

Í bakaleiðinni veltum við því fyrir okkur að ganga alveg meðfram ánni efsta hlutann
og sleppa veginum sem afvegaleiddi okkur í bleytunni... en vegurinn vann...
og það var ágætt eftir á að hyggja...
því það skyggði hratt og við vorum orðin rennandi blaut...

... og áttum eftir að þvera nokkra læki... hér var einn með snjóbrú sem var ekki örugg...
banaslys ferðamannsins í Sveinsgili fyrir nokkrum árum hefur gert mann mjög tortrygginn
gagnvart snjóbrúm yfir læki, gil og ár...

Við slepptum takinu á veginum þegar komið var að bústaðnum og fórum þaðan meðfram ánni...

... og til baka um gljúfrið sem nú var aldeilis rökkvað...

... en við ákváðum að þrjóskast við að kveikja höfuðljósin...

... og rétt sluppum við það með myrkvuðu klöngri upp úr gljúfrinu :-)

Ansi vel gert af nýliðunum Ragnheiði og Sævari  sem voru algerlega að njóta og passa greinilega vel við
léttgeggjaðan hópinn sem þarna var á ferð :-)

Alls 7 km á 2:07 klst. upp í 83 m hæð með alls 183 m hækkun miðað við 65 m upphafshæð.

Gula línan ganga dagsins...
bleika línan þriðjudagsganga á Kistufell Esjunnar 15. maí 2012
og rauða þriðjudagsgangan á Hátind Esjunnar 19. júní 2012
á 5 ára afmælisárinu mikla þar sem sérvaldir tindar voru valdir nokkra ofur-þriðjudaga það árið :-)

Virkilega flott ganga þrátt fyrir blautt veður og sérlega blautt færi !
Synd að fleiri skyldu ekki mæta...
þetta var vel þess virði að upplifa í blautri veðurtíðinni sem nú ríkir...
við hvetjum alla til að láta veðrið ekki hamla för... sérstaklega ekki þegar farið er í láglendisgöngurnar...
þetta er svo frískandi... heilandi... orkugefandi... reynslugefandi...

Geithóll Esjunnar er næsta þriðjudag...
gullfalleg og vanmetin leið á flottan hrygg hinum megin við Mógilsá austan við Steininn í Esjuhlíðum. :-)

Og... aukatindferð verður á Vestursúlu og Norðursúlu í Hvalfirði næsta laugardag
þar sem veðurspá er glimrandi góð... ef áhugi er nægur - sjá fb !
https://www.facebook.com/events/305763526801231/

Og svo eru það Síldarmannagötur þann 9. mars auðvitað !
https://www.facebook.com/events/2245612018987537/
 

 

Smáþúfur
... sigraðar í annarri lotu ...

Gerð var önnur tilraun til að komast upp á Smáþúfur í Blikdal með viðkmu á Arnarhamri
þriðjudaginn 19. febrúar og var Örn einn með hópinn að sinni þar sem Bára var að vinna...

Spáð var versnandi veðri þetta kvöld og var veðrið farið að færast sífellt lengra inn í daginn
þegar að var komið svo verulega hvasst var á Reykjanesi þar sem Bára var við vinnu
en í Reykjavík og á Kjalarnesi var enn vel fært gangandi þó blési hressilega...
... og mun betra veður var á fjalli þegar á hólminn var komið en áhorfðist...

Þetta var engu líkt þeim veðurham sem gekk yfir Bjarna og Inga Skagamenn sem þrjóskuðust hér upp
fyrir tveimur vikum í fjarveru þjálfara og enginn mætti nema þeir tveir...
nú var skyggni var gott... sem og að dagsbirtu naut nú mestan part göngunnar
sem þýðir allt aðrar aðstæður en þegar myrkrið bætist ofan á skafrenning, vind og kulda...

Fljótlega var keðjubroddum komið á skóna...
enda skafið af fjalli í kulda og vindi og engin leið að fóta sig nema með klærnar úti
eins og hundarnir gerir bara alltaf af náttúrunnar hendi þegar hentar... :-)

Og þá var ráð að vera ekki of nálægt brúnunum eins og við höfum hingað til gert á leið upp á Arnarhamar
til að njóta útsýnisins... því í sviptivindum og hálku er varasamt að taka áhættu á að feykjast fram af...
og því tók Örn sneiðing austar upp á hamarinn og sleppti þéttu brekkunni efst upp á hann...

Á Arnarhamri festir ekki snjó... þaðan feykist hann hreinlega fram af sama hvað...

Tíu manns mættir... og tveir hundar sem eru bestu vinir...
þar af eingöngu ein kona og það nýliði, Ragnheiður...
sem eingöngu var búin að mæta í eina göngu áður... fjölmennu Úlfarsfellsgönguna í janúar...
sem var sem betur fer ekki endurtekin hvað fjölda varðar...

Reyndar er veðrið ekki búið að hjálpa til... en þetta er engu að síður það sem við erum vön...
10-20 manns og það er hámarksfjöldi að okkar mati...
þannig erum við þéttur hópur og í takt... skemmtilegar umræður innan hópsins..
allir passa hver annan og þjálfarar hafa yfirsýn...
persónuleg stemning og nándin styrkir bönd sem myndast manna í millum við barning við erfiðar aðstæður...
bönd sem aldrei slitna þó árin líði og menn eru fjarverandi jafnvel árum saman og koma aftur...
þá eru þessi ósýnilegu tengls sem náttúran hefur bundið okkur órofin...
eins og við höfum svo oft upplifað í þessum klúbbi...

Dásamlegt að hafa þessa dagsbirtu... og þetta skyggni... og þetta útsýni...
þó gangan á Smáþúfur sé einföld upp brekkurnar
þá er landslagið í kring... tignarlegur fjallgarður Blikdals í austri og sjórinn í vestri að gefa fágætt útsýni
sem nærir sál og líkama betur en margt annað... þó það sé erfitt veður og krefjandi aðstæður...

Vindurinn gefur oft ægilega fegurð á himni... eins og þetta kvöld...
skafin skýin á stöðugri ferð í miklum hæðum og ógnarstærðum...
sem liggja yfir veröldinni eins og æðri máttur...
sem veit miklu meira en við um stærra samhengi heimsins...

Flott hópmynd á tindinum...
Örn tekur öðruvísi hópmyndir en Bára og vel sést á þessari að það er gott að breyta til...

Georg, Jóhannes, Guðmundur Jón, Bjarni, Ingi, Ólafur Vignir, Ragnheiður, Sævar, Agnar og Örn tók mynd.

Vel gert hjá Ragnheiði að vera eina konan... :-)

Kynjahlutfallið í Toppförum hefur almennt verið nokkuð jafnt milli karla og kvenna
en þó hafa fleiri konur bæst við sem nýliðar síðustu vikurnar...
en síðustu ár hafa karlmennirnir engu að síður mætt almennt betur...
og allt of margar flottar Toppfarakonur horfið á braut...

Sem svar við því hafa þjálfarar tekið upp léttari göngur annan hvern þriðjudag...
í viðleitni til að halda í þá sem lenda í meiðslum eða missa úr og þurfa að koma sér aftur í form...
sem og nýliða sem ekki eru öryggir með formið sitt... en þetta er samt ósköp einfalt...
eina leiðin til að vera í góðu formi er að mæta og láta sig hafa það...
og halda forminu við með reglulegum göngum... ekki detta úr formi...

Flestir geta mun meira en þeir halda...
og svona hópur er besta leiðin til að kalla það fram í manni og fá mann til að leggja í hann...
þó vindurinn gnauði við gluggann... og droparnir lemja á rúðunni...
það er nefnilega alltaf betra veður þegar út er komið en inni staðið og horft út...
það vita allir sem fara reglulega út sama hvað... hundafólk, hlauparar og ástríðufullir göngumenn...

Við viljum fyrst og fremst vera sterkur gönguhópur
þar sem menn geta fengið krefjandi ferðir allt árið og sterkir göngumenn haldið sér við í góðu gönguformi
fyrir spennandi dagsferðir allt árið og árlegu jöklaferðina í maí ár hvert
sem og allar þær krefjandi ferðir sem klúbbmeðlimir hafa farið síðustu ár erlendis...
og því eru æfingar eins og þessar mjög dýrmætar...
að koma heim... útsleginn af þreytu en alsæll með dagsverkið...
og líkaminn á fullu að vinna úr æfingunni langt fram á næsta dag...

En það er líka gott að njóta og slaka... og þess vegna eru léttari þriðjudagarnir...
þar er líka svo gott að vera...
og koma hlaðinn heim af orku og fegurð, heilun og friði...
en þær leyna oft á sér þessari "léttari" göngur og gefa meiri þjálfun en ætla má...
eru lengri og hraðari þar sem yfirferð er einfaldari og láglendari...
sbr. Leirvogsárgangan í janúar sem tók vel í...
já, gott í blandi báðar útfærslur...

 

Örn ákvað að fara óhefðbundna leið niður af þúfunum... beinustu leið niður af þeim frekar bratta leið
en þó ekki niður í dalinn eins og við gerðum einu sinni þegar við bókstaflega flúðum veðrið og vindinn
sem sló okkur flöt oftar en einu sinni... það var fyrir tíu árum síðan... árið 2009....
eða eins og segir í frásögninni:

"Menn steinlágu í verstu hviðunum og skriðu svo af stað þess á milli..."

http://www.fjallgongur.is/aefingar/8_aefingar_april_juni_2009.htm

Sjá hér frásögnina flutta yfir, bara þessi ganga:
... mikið óskaplega þykir manni vænt um fólkið sem þarna er...
Ingi sá eini sem er í báðum göngum fyrir utan þjálfara;

Hörkuganga í hávaðaroki um
Smáþúfur og Blikdal Esjunnar

Ekkert gefið eftir... menn mæta greinilega ekki í svona veðri nema meina eitthvað með því !

90. æfing var þriðjudaginn 28. apríl og mættu níu manns í bálhvössum vindi og hugsanlegri rigningu sem þó varð engin nema einhvurjir dropar á stöku stað... eða hálfskýjuðu veðri, SA14 og 9°C.


Mættir voru Ingi, Örn, Halldóra Á., Roar, Helga Bj., Hildur Vals., Ragna, Bjarni og Bára.

Mjög hvasst var frá upphafi göngunnar og áttu þjálfarar alveg eins von á því að enginn myndi mæta þar sem rigningin var þar að auki mikil í bænum og varla stætt að vera að einhverju flandri...

En... þau fáu sem mættu gáfu sig ekki og vildu klára gönguna alla leið upp á Þúfurnar í 600 m hæð þrátt fyrir erfiðan mótvind. Menn steinlágu í verstu hviðunum og skriðu svo af stað þess á milli... þetta fer að vera vani hjá hópnum... og við náðum upp á Þúfurnar eftir 3,3 km göngu og 1:43 klst. barning við bálhvassan vindinn beint í fangið...

Niður flýttum við okkur svo undan veðrinu í einskærri gleði þess sem ekki gefur eftir... og fengum ágætis skjól í köflum í hlíðinni og góða nasasjón af því glæsilega útsýni sem þessi gönguleið býður upp á yfir á Akrafjall, Skarðsheiði og til sjávar.
Hingað verðum við að koma aftur um hásumar í blíðskaparveðri...

Blikdalurinn gleypti okkur í stærð sinni enda stærsti dalur Esjunnar og tæplega 7 km langur.
Ofan okkur gnæfðu glæsilegir tindar
Dýjadalshnúks og Tindstaðafjalls í austri sem félagar okkar gengu á í langri Blikdalsgöngu síðasta laugardag í gullfallegu veðri
sem Roar fræddi okkur um á milli vindhviða  sjá www.123.is/gylfigylfason og fésbókina.

Blikdalsá rennur um dalinn frá tignarlegum fossi í dalsbotni sem sameinar smám saman óteljandi sprænurnar er renna sitt hvoru megin dalsins og endar í tignarlegu gljúfri neðst... en ekki fundum við Mannskaðafoss (líklega er hann mun neðar  í gljúfrinu) enda nenntum við varla að leita þarna í restina  eftir langa orrustu við rokið sem hélt áfram að vinda sig um okkur í bakaleiðinni og feykti okkur að lokum út úr dalnum af einskærum dónaskap gestgjafans þetta kvöldið...

En æfingin sem var alls 7,5 km löng á 3:08 klst. upp í 598 m hæð með 536 m hækkun...
...endaði á
Café Bjarna og Rögnu þar sem við gæddum okkur á heitu kakói og meðí af mun betri gestrisni og áframhaldandi spjalli um næstu göngur.

... en við gengum svo langt þetta kvöld að plana janúartindinnn 2010 á Strút með gistingu heila helgi í Húsafelli í sumarbústöðum sem Helga bauðst til að panta... og létum sko engar vindrokur meðfram bílnum fæla okkur frá þessari rólegheitastund sem var kærkomin við bílinn í samanburði við hvassviðrið ofar hlíða...

...megi brunnar roks og rigningar tæmast fyrir föstudaginn á Baulu...

 

Niðurgönguleiðin var því í svolitlum hliðarhalla með þessari leið Arnarins og undan vindi
og í heilmiklum snjó sem fengið hafði frið til að safnast saman en ekki skafist af fjallinu í veðurham
eins og á uppgönguleiðinni...

Komið myrkur að mestu og flestir kveiktu höfuðljósin...
en Örninn sem var fremstur kveikti ekki ljósið alla gönguna...
jebb... það styttist óðum í að fá heila göngu í dagsbirtu og er það óskaplega vel þegið...

Ingi og Bjarni ofurmennin af Skaganum létu þessar Smáþúfur sko ekki sigra sig
og voru hæstánægðir með æfinguna... því erfiðara... því betra :-)
þannig var alltaf andinn... við megum ekki verða of værukær og missa einmitt þennan anda...

Alls 7,3 km á 2:28 klst. upp í 596 m hæð með alls hækkun upp á 695 m miðað við 49 m upphafshæð.

Sjá hér tölfræðina frá upphafi:

Nafn Hæð
m.
Hækkun
m.
Upphafshæð
m.
bætt við síðar
Vegalengd
km.
Dagsetning Tímalengd
göngu
klst.
Fjöldi
manns
Ganga
Smáþúfur
Blikdal
598 536 7,5 28. apríl 2009 3:08 9 Æfing 90
2. 604 555 6,7 13. október 2009 2:32 45 Æfing 111
3.
T8 af 8
597 873 26
8 tinda Blikdalsganga
20. mars 2010 8:35 53 Tindferð 34
4. 594 534 60 6,8 1. febrúar 2011 2:30 45 Æfing 171
5. 601 683 50 7,2 31. janúar 2012 2:40 42 Æfing 214
6. 612 646 41 6,8 12. febrúar 2013 2:51 44 Æfing 257
7. 385
snúið við v/veðurs
348 48 4.5 10. febrúar 2015 1:32 15 Æfing 347
8. 605 603 52 7,1 24. nóvember 2015 2:47 13 Æfing 387
9. 601 571 54 7,1 1. nóvember 2016 2:41 17 Æfing 434
10. 596 695 49 7,3 19. febrúar 2019 2:28 10 Æfing 545


Gangan á Wikiloc... já... við erum að gera skurk í þessu núna ! :-)
https://www.wikiloc.com/mountaineering-trails/arnarhamar-og-smathufur-blikdal-esju-190219-33323696

 

 

Töfrandi birta á Eyrarfjalli
á sólgleraugnagöngu til fagnaðar sólinni...
 sem nú sest eftir að æfing hefst...


Efri: Georg, Guðmundur Jón, Bjarni, Ólafur Vignir, Ingi, Örn, Dóra, Nonni, Doddi.
Helga Björk, Birgir, Jórunn A., nýliði, Gerður Jend höfðingi.
Bára tók mynd og Batman og Gutti skemmtu sér vel með hópnum...

Fimmtán manns mættu í sólgleraugnagöngu á eitt af tólf fjöllunum sem varða Hvalfjörð
og eru hluti af áskoruninni um að ná öllum fjöllunumn sem varða fjörðinn þann á árinu...

Veður var með ágætum í bænum.. en aðeins hráslagalegra við fjallsrætur... þar blés nokkuð þegar gangan hófst...
en fljótlega tókum við ekkert eftir því orðin heit af göngunni og héldum ótrauð upp aflíðandi lendurnar
 á þetta fjall sem er víðfeðmt og fjölbreytt þegar nær er komið..

Fljótlega gefst mikið útsýni af því til sjávar... Hvalfjarðar... Akraness... og Hafnarfjalls...

Yndislegt að ganga í dagsbirtu... nú víkur myrkrið óðum... og við tekur vor í lofti smám saman...

Sólin skein í fjarska í vestri og við vonuðums til að ná einhverjum geislum
áður en yfir lyki sólargangi þann daginn...
en varð ekki að ósk okkar...

Í staðinn... skreyttu sólargeislarnir vesturhluta himinsins svo töfrum líktist...

Höfuðljósin smám saman komin í gagnið...

... og broddarnir einnig...
þó aflíðandi leið væri þá var öruggara að hafa fast hald undir fótum í svellinu sem var ofar...
andstætt rennblauta snjónum neðar...

Fyrirtaks dæmi um gagnsemi keðjubroddana sem duga vel í þessu færi og óþarfi að vera vopnaður jöklabroddum
svo vísað sé í eilífðardeilur fjallamanna um hvort keðjubroddar eigi rétt á sér eður ei...

Kyngimöögnuð birtan skreytti þetta kvöld...
Bjarni Skagamaður hér að græja búnaðinn sinn með Akrafjallið í baksýn og mynni Hvalfjarðar...
þessi mynd kemst í sérflokkinn hér með...

Birtan af náttúrunnar hendi... og manngerð birtan... blandaðist við snjóbirtuna...
náttúran hafði klárlega vinninginn...
hvað varðar fegurð... flæði... fjölbreytileika... eins og alltaf...

Uppi tók við 1,2 km ganga inn heiðina á tindinn... þarna blés vel og var kalt...
*allt annað veður en niðri... en Örninn sagði okkur vera enga stund þarna yfir á þennan hæsta punkt fjallsins...
og það var rétt hjá honum.. við vorum enga stund yfir...

Yfir heilu snjóskaflana.. snjóbrekkurnar... frosnu tjarnirnar... í allt annarri veröld en neðar...

Á tindinum var kalt... ekkert nestisveður...
en þegar við slökktum ljósin var magnað að virtða fyrir sér öll ljós mannlegrar tilveru niðri á láglendinu allt í kringum fjallið...
í Miðdalnum... Eilífsdalnum... Kjósinni.. Hvalfirðinum... Skaganum... Grundarhverfinu...

Til baka var straujað sömu leið... ekkert veðurfarslegt svigrúm til skreytinga á þeirri leið...

... nema ef vera skyldi að birtan hélt áfram að dreifa rósum á leið okkar...
það er eitthvað sérstakt við vetrargöngurnar hfyir dimmasta tíma ársins...
leikur myrkursins og birtunnar beint í æð á alls kyns máta... við myndum aldrei vilja vera án þessa árstíma...
án þessarar upplifunar á hverju ári...

Brátt hlýnaði með hverjum betra niður í mót... við sneiddum lítið eitt styttri leið til baka síðasta kaflann... en fengum það í hausinn með dýpri sköflum og erfiðari yfirferð en uppleiðin sem var valin sérstaklega yfir grjótið og mosann...
en það gaf þá meiri æfingu í brölti og fótun yfir krefjandi gönguland... þetta var jú æfing...

Alls 6,9 km á 2:32 - 2:37 klst. upp í 491 m hæð með 495 m hækkun alls úr 71 m upphafshæð.

Hörkuæfing og virkilega flott kvöldganga !

...  og frábær frammistaða nýliða kvöldsins...
hennar Jórunnar Atladóttur sem var að fara í sína fyrstu vetrargönguna í myrkri
og var létt og hröð í förum... eins og einmitt þarf í þessum krefjandi löngu kvöldgöngum
en það var frekar hraður og röskur hópur mættur svo sterkari hluti hópsins gat notið sín að sinni :-)
 

 

Guðfinnuþúfa
með Inga og Bjarna af Skaganum

Þjálfarar fóru í Kanarímaraþonið sem hluta af Evrópulandasöfnun þar sem ganga skal á fjall eða hlaupa heilt eða hálft maraþon í öllum löndum Evrópu... og náðu þannig í Spán í safnið... en á meðan buðu Ingi og Bjarni Skagamenn upp á göngu á Guðfinnuþúfu í Akrafjalli þriðjudaginn 29. janúar í krefjandi veðri og færð. Alls mættu 10 manns og fengu hörkuæfingu þar sem afráðið var að fara ekki lengra en upp á þúfuna að sinni.

Viku síðar... þriðjudaginn 5. febrúar voru þjálfarar að hundskast heim frá Kanarí í tómu kæruleysi...
og þá buðu Ingi og Bjarni félögunum upp á göngu á Smáþúfur en það kvöld gekk á illviðri um landið og var sérlega hvasst á suðvesturhorninu svo veginum um Kjalarnes, Hellisheiði ofl var lokað það kvöld... en strákarnir af Skaganum mættu engu að síður... og börðust í einn og hálfan tíma áleiðis áður en þeir gáfu undan veðrinu og hundskuðust til baka í bílana :-)

Virkilega vel gert og áminning um það sem áður var... þegar við fórum í göngu sama hvernig veðrið var og lærðum heilmikið á því um búnað, veður og eigin getu... en samt auðvitað nauðsynlegt að gæta varúðar og öryggis enda tóku allir aðrir þá skynsamlegu ákvörðun að vera heima eða ganga í næsta nágrenni þetta kvöld.

TAKK elsku Ingi og Bjarni !
 fyrir flottar göngur meðan við vorum erlendis !
 

 

Sveitin í borginni 1 af 12...
Leirvogsá frá sjó að Mosfelli

Ganga 1 af 12 á árinu þar sem við gerum öðruvísi en vanalega
og rekjum okkur eftir ám, vötnum og fjörum
á samfelldri leið frá Össur Grjóthálsi 5 að Leirvogsvatni á Mosfellsheiði...
var þriðjudaginn 22. janúar...

Lagt var af stað frá flugvellinum við Tungubakka í Mosfellsbæ þar sem Leirvogsáin rennur til sjávar
eins og sjá má á þessari mynd ofan við göngumenn...

Tuttugu manns mættir í blíðskaparveðri... en hnausþykk snjókoma dundi á okkur rétt á meðan við keyrðum á æfinguna og lóðsuðum inn bílana á réttan stað við flugvöllinn... svo úr okkur var allur máttur...
en þegar við spjölluðum áður en gangan hófst þá létti jafn hratt til og þykknað hafði upp seinnipartinn...
svo við enduðum í léttskýjuðu og lygnu veðri sem var framar vorum miðað við veðurútlitið á staðnum... 

Göngufærið var djúpur ferskur snjór alla leið...
sem var lítið mál fyrir öftustu menn en langtum meira verkefni fyrir þá sem fóru fremstir
og þurftu að stíga hvert skref án þess að vita hvað beið undir...

Mosfellið hér framundan og síðustu hundruð metrar Leirvogsár í lygnri friðsældinni á sléttunum vestast...

Smátt og smátt létti til á Esjunni líka og það birti ótrúlega til við að losna við úrkomubeltið...

Magnað alveg...
Kistufellið að skaga sér fram úr skýjunum... augun námu þetta mun betur en myndavélar og símar...

Dásamleg birta til að byrja með... æj, við hefðum átt að taka hópmynd í þessari birtu...

Gengið er meðfram ánni og undir Vesturlandsveginn þar sem mislægu gatnamótin eru inn í Leirvogshverfið
en hverfið a tarna er ægifagurt með náttúruna í bakgarðinum
og meðfram sjónum rísa tignarleg hús sem vísa til vesturs með sólarlagið í fanginu öll kvöld...
slík lífsgæð verða ekki metin til fjár og er þetta hverfi dæmi um perlur sem leynast víða á höfuðborgarsvæðinu
þó aldrei komist það í umræðuna... en flest okkar voru að koma hingað í fyrsta sinn í lífinu...

Gamall vegslóði er þennan vestassta kafla meðfram ánni þó ekki hafi hann sést undir snjónum
og helst sá slóði sæmilegur smá kafla austan megin...

... að efri brúnni hér rétt ofar en þaðan er það náttúran villt og úfin yfirferðar
sem var vel þegið af okkar hálfu...

Við efri brúna voru ljósin komin á stjá og þá magnaðist myrkrið um leið...

... og ljósmengunin slík að þar með er erfiðara að nema fjærumhverfið og sjónum meira beint að slóðanum og því sem er framundan...

Þeir sem vildu sleppa ljósunum héldu sig aftast og sáu meira af öllu umhverfinu nær og fjær...
það er ótrúlegur munur á þessu og vel þess virði að þjálfa augun í að nýta snjóinn sem birtugjafa lengur en í borginni...

Þegar komið er yfir efri brúna þarf að taka tillit til (sumar-) húseigenda
sem greinilega halda til á þessu svæði allt árið um kring norðan árinnar
og því héldum við okkur nær ánni eins og hægt var...

Tuttugu manns mættir... Davíð og Kristín Fjóla náðu í skottið á hópnum hér sem var ansi vel af sér vikið
og náðu þannig að vera með á hópmyndinni...

Lilja Bj., Jón Garðar, Guðrún Helga, Arnar, Örn, Ingi, Lilja Sesselja, Ólöf, Nonni, Jóhann Ísfeld, Ásta H., Guðmundur Jón.
Jóhannes, Fjóla, Davíð, Bjarni, Gerður Jens, Dóra og Steinunn Sn.

En það var brjálað að gera í hundalífinu... Drífa gamla þeirra Dóra og Nonna, Drífa nýja hennar Fjólu nýliða
Bónó og Moli og svo Batman... en það eru fleiri hundar á leiðinni með nýjum meðlimum svo það verður vonandi fjörugt í lífi ferfætlinga hópsins næstu vikurnar... og enn meiri ástæða til að drífa í að endurnýja félagatalið sem er frá því 2014... já, ég lofa að fara í þetta sem allra fyrst... er alveg að klára að velja topp-tíu-ferðirnar...úin með mánuðina... en á eftir erfiðustu, lengstu, blautustu, hvössustu, snjómestu, köldustu... og þá fer ég í að uppfæra félagatalið sem féll í skuggann af fasbókinni þegar hún tók allt yfir fyrir nokkrum árum... en það er nokkuð ljóst að það er þess virði að hafa vefsíðuna algerlega utan hennar  og aldrei að vita hvað verður um notkun fb þegar árin líða...

Eftir að efri brúnni sleppir er göngulandið hrjóstrugt... með brölti upp og niður meðfram ánni í hliðarhalla...

Mjög skemmtilegur kafli... ekki síður að sumri til og þá flóknari en í snjónum sem lá mjúkur yfir öllu saman...

Stundum vorum við efst í gljúfrinu sem smátt og smátt dýpkaði og stækkaði...

... gegnum trjálundi og yfir litlar lækjarsprænur...
þetta er paradís á jörð si svona í bakgarði borgarinnar...

Áin sjálf óskaplega falleg ef maður gaf sér tíma til að njóta hennar...

Nokkrar léttar hindranir sem var gott að fá úr því þetta var láglendisganga...

Já, eins gott að við fengum svona brölt...annar hefði þetta verið allt of létt...

Við fengum tignarlegustu ásýnd sem gefst á Mosfellið í þessari göngu.... fannhvítur skagaði tindurinn til himins
og minnti á stærri fjöll... minnti á framandi slóðir í myrkri og mikilli hæð og kulda... svona ásýnd er dæmigerð í göngum á há fjöll... í myrkri og kulda... við vorum komin til Nepal og Perú og Afríku fyrr en varði...

Neðan við Mosfellið beygir Leirvogsáin í mjög fallegu gljúfri sem er alger paradís að sumri til
og engan veginn hægt að upplifa sig innan bæjar þegar þar er komið...

Við gengum inn í beygjuna og létum þar við sitja... hér var fannferngið með mesta móti...
hlaðist upp í friði fyrir vindunum... og snerum við eftir að Ingi hafði lýst því yfir að hann væri til í að bjóða upp á Haahnúk og Smáþúfur næstu tvo þriðjudaga meðan þjálfarar eru erlendis... en Ásfjallið og Valahnúkar voru komnir á dagskrána og við veltum þessu því yfir á hópinn að ákveða hver fyrir sig - sjá umræður á fabók Toppfara !

Farin var sama leið til baka og nú var lítið mál fyrir Örn að lóðsa hópinn á troðnum slóðanum í snjónum...
allt annað en að ganga fyrstur og lenda í djúpum og grunnum slóðum án þess að hafa hugmynd um hvernig næsta skref verður... enda gekk hann stundum upp í klof í einhveri lautinni...
en við erum einmitt að flokka ferðirnar eftir fannfergi meðal annars
og þar á Kerling í Eyjafirði vinninginn... frábær helgarferð á sjö tinda Glerárdals árið 2009...

Sjá hér eitt húsanna sem liggja meðfram gljúfri Leirvogsár og virtust vera sumarhús í leiðangri þjálfara í sumar
en eru greinilega heilsárshús...

Við reyndum að virða friðhelgi ábúenda eins og hægt var með því að halda okkur utan í brekkunum í gljúfrinu
og var þetta klárlega skemmtilegast hluti leiðarinnar... að brölta í þessum hliðarhalla...
uss...  það er algert fjallgöngubröltandi gen í okkur... sem ókyrrðis við þennan stöðugleika í hæðarmetrum...
en það er samt vel hægt að njóta þess að ganga smá á jafnsléttu... þessi leið var gott dæmi um það...

Bakaleiðin var rösklegri en "inn úr leiðin" þar sem færið var betra
en hún leyndi á sér og var drjúg eins og svo oft áður...

Dásamleg útivera þetta kvöld... að mati þjálfara vel þess virði að fara þessa leið og spara akstur út úr borginni
þó auðvitað hafi þetta verið heilmikll akstur fyir þá sem eru hinum megin á höfuðborgarsvæðinu...

Síðasti kaflinn meðfram ánni... sjá glæsihýsið á hægri hönd... einu sinni var búið þarna...
nú er þetta flott ferðaþjónusta skilst okkur...

Tunglið var nánast fullt þetta kvöld og reis fyrir aftan okkur... en náðist ekki vel á mynd...
heilunin sem felst í því að ganga með tunglinu yfirgnæfandi í myrkri óbyggðunum er sterk upplifun
sem hvergi næst á mynd né í frásögn... eingöngu á eigin skinni...

Alls 6,6, km á 2:18 klst. upp í 48 m hæð með alls 67 m hækkun miðað við 6 m upphafshæð.

Hörkuganga þó láglend hafi verið og menn eflaust þreyttir eftir þessa æfingu, að hluta til út af þungu sjófærinu
en brölt í sumarfæri hefði gefið heilmikla þreytu líka... við skorum á alla að prófa þessa leið að sumri til
og bera þetta saman...

Og gefið öll þessari göngu einkunn á fasbókarviðburðinum takk !
Bara gaman að sjá hvað mönnum fannst :-)

https://www.facebook.com/events/2233575640298082/?active_tab=discussion
 


 

Dúnmjúkur friður á Úlfarsfelli
í fannhvítri fegurð
og snjóbirtu af bestu gerð

Þriðjudaginn 15. janúar varð óvænt sprenging í mætingu þegar 32 manns mættu í hversdagslega göngu á Úlfarsfellið
frá nýja bílastæðinu sunnan við fellið, litlu austar en það gamla sem nú er horfið vegna framkvæmda á svæðinu
... ekki í fyrsta sinn sem aðkoma að fjöllunum við borgina hafa breyst
frá því við byrjuðum að ganga á þau í þessum klúbbi
sem segir allt um hvernig borgin þenst út að fjöllunum sínum...

Ferskur snjór yfir öllu og útiveran var með notalegasta móti í logni og þurru veðri
með logandi borgina fyrir neðan í fjarskanum...

Fimm nýliðar mættu til göngu... þau Ólöf og Jón Garðar...
Gísli hennar Arneyjar sem vann árgjald í fyrra gegnum haustáskorunina og var með okkur á síðasta ári
og hjónin Ragnheiður og Sævar en þau skráðu sig eftir gönguna og töldust því gestir þetta kvöld
ásamt Jórunni og systrunum Ólöfu og Matthildi Elmarsdætrum.

Sendið mér línu ef það vantar einhvern í þessa upptalningu NB !
Það var meira en að segja það að vera eini þjálfarinn og fá skyndilega 32 manns á æfingu
og þar af nokkra nýja því við viljum alltaf þekkja alla persónulega í okkar göngum :-)

Gengin var hefðbundin leið upp á Vesturhnúk til að byrja með og var hliðarslóðinn upp hann í góðu lagi
og engin hálka en það er eini kaflinn sem getur verið til heilmikilla vandræða á fjallinu
þegar færið verður mjög svellað...

Nokkrir gamlir félagar mættu einnig til leiks... þau Dóra og Nonni og svo er Hjálmar kominn aftur
og fleiri á leiðinni...

Í stafrófsröð þar sem margir eru ekki greinanlegir:

Agnar, Arna, Arnar, Arney, Birgir, Björn Matt., Dóra, Gísli. Guðmundur Jón, Guðrún Helga, Gunnar Már, Heiða, Helga björk, Herdís, Jóhann Ísfeld, Jóhanna Fríða, Jón Garðar nýliði, Katrín Kj., Kolbrún Ýr, Lilja Sesselja, Nonni, Ólöf Rún, Sarah, Steinunn Sn., Svavar og Örn en Bára var að vinna.

Sem og gestirnir fyrrnefndu:
Jórunn, Ragnheiður og Sævar og svo Matthildur og Ólöf Elmars.

Hundarnir voru:
Balti þeirra Arneyjar og Gísla
Batman þjálfaranna
Bónó og Moli þeirra Steinunnar og Jóhanns Ísfeld,
Tinni og Moli hennar Heiður
Skuggi hennar Örnu

Vantar hugsanlega hundinn hennar Jórunnar gests og fleiri ?
Sendið mér línu !

Gengið var á alla þrjá hnúkana í sömu röð og oft áður þegar farið er frá Leirtjörninni
og færið var með besta móti í nýfallinni mjöllinni...

Svona kvöld... með ferskan snjóinn yfir öllu... sem gefur einstaka birtu svo nánast er hægt að sleppa höfuðljósunum...
jafnvel með tungsljósið og stjörnurnar... sólsetrið í fjarska... er engu líkt...
og veldur því að við höldum meira upp á vetrargöngurnar en sumargöngurnar...
og þá erum við reyndar að horfa til tindferðanna fyrst og fremst
þar sem gengið er í sólarupprás og sólsetri í einni og sömu göngunni
sem er ólýsanleg upplifun...
það er eitthvað við þennan dúnmjúka frið sem skapast í þessari útiveru...

Menn héldu vel hópinn þetta kvöld og Jóhanna Fríða gætti síðasta manns af sinni stöku snilld...
takk Jóhanna mín :-)

Alls 4,6 km á 1:30 klst. upp í 310 m hæð með 253 m hækkun frá 96 m upphafshæð.

Leirvogsáin frá sjó að Mosfelli er næsta þriðjudag...
og þar með hefst "Sveit í borg" ævintýrið þar sem þátttakendur gefa göngunni einkunn...
verður gaman að sjá hvernig þetta reynist... og heyra hvað mönnum finnst...
í besta falli kemur þetta mönnum á óvart og við njótum í botn
í versta falli hlæjum við að þessari vitleysu... :-)

Hva, er þetta ekki fjallgönguklúbbur eða hvað ?
... hvaða þvælingur er þetta á láglendinu meðfram ám, sjó vötnum
þegar fjöllin eru hérna beint fyrir ofan okkar ?
Já... segðu ! :-)

Verum öll með !
Og NB gestir geta ekki mætt í þessar Sveit í borg göngur
en þeir eru velkomnir á aðrar æfingar með okkur að prófa :-)

https://www.facebook.com/events/2233575640298082/

 

Meðalfell
Fyrsti tindur af tólf kringum Hvalfjörð
á nýársæfingu í sumarblíðviðri

Fyrsta æfing ársins var mánudaginn 7. janúar... á mánudegi aldrei þessu vant...
þar sem þjálfarar voru vant viðlátnir á þriðjudeginum sökum mikilvægs bikarleiks hjá yngsta syninum
en gátu ekki hugsað sér að halda ekki út æfingu eftir jólafríið
og lendingin innan hópsins var sú að hafa æfingu á mánudeginum...

... sem var aldreilis heppilegt því það kvöldið var blíðskaparveður... lygnt, hlýtt og þurrt...
ólíkt þriðjudagskveldinu 8. janúar í slagvirði sem hefði stýrt okkur yfir á Úlfarsfellið
og Meðalfellinu hefði verið frestað um viku
í von um að þriðjudaginn 15. janúar yrði betra veður...

Því fór svo að við fengum dýrindis spjallveður og nutum þess að viðra okkur eftir hátíðarnar...
tveir þriðjudagar dottið út vegna hátíðanna... sem var reyndar ágætis hvíld...
en um leið mjög gott að koma sér af stað aftur...

Við gengum upp á hæsta tind Meðalfells sem mældist 370 - 376 m hár
og var styttra upp á hann en okkur minnti og því endaði gangan í 3,4 km
sem var ansi stutt en hækkunin bætti upp vegalengdina og við vorum alsátt með áfangann
á þessum dimmasta tíma ársins...

Eingöngu tíu manns mættir... skrifast að einhverju leyti á mánudaginn... og líklega á aksturinn...
langtum betri mæting almennt ef lítið er keyrt úr vænum...
en samt áttum við von á að fleiri myndu vilja fara á þetta fallega fjall...
þó það væri myrkur og hávetur... af því það var sumarveður í raun...
fyrirtaks færi og ekki einu sinni þörf á keðjubroddum þó snjófölin skreytti efsta hluta fjallsins...

Agnar, Ólafur Vignir, Guðmundur Víðir, Örn, Gerður Jens., Heiða, Gunnar Már, Katrín Kj.,
Guðmundur Víðir og Bára tók mynd með Batman á stangli :-) 

Snjóleysið magnar upp myrkrið... og þó þakklætið sé mikið gagnvart blíðunni þá söknum við snævarins...
sem gerir allt svo fallegt og ferskt... og hefði gefið okkur kyngimagnaða sýn til allra átta af þessu fjalli...
í stað þess að sjá mest megnis eingöngu manngerðu ljósin allt í kring...

En... fyrsta fjallið af tólf sem varðra Hvalfjörð komið í safn ársins...
fjórir til fimm af þeim eru á dagskrá Toppfara á árinu en hina verða menn að fara á eigin vegum eða með öðrum...
ef þeir vilja vera með í áskoruninni um að ná tólf tindum Hvalfjarðar... áskoranir sem komar eru til að vera á hverju ári...
á nýju svæði í hvert sinn... Þingvellir verða undir árið 2020...

Alls 3,4 km á 1:56 klst. upp í 370 m hæð með alls hækkun upp á 371 m miðað við 60 m upphafshæð.

Sjá göngu kvöldsins gula á kortinu - NB það er farið á hæsta tind ef einhver skyldi efast um það !
Við erum búin að bera þetta saman við margar aðrar göngur og okkar eigin eftir endilöngu fjallinu árið 2014
og þetta er hæsti tindurinn !
Græna slóðin er gangan frá því 8. apríl 2014 þegar við gengum eftir öllu fjallinu og klöngruðumst niður
bratta leið í endanum og gengum veginn til baka... og enduðum í 9,7 km á 3:39 klst.... :-)

Varðandi áskoranir ársins...

Athugið að í Tólf tinda áskoruninni kringum Hvalfjörð mega menn fara með okkur, öðrum eða á eigin vegum
en í áskoruninni "Ókunnar slóðir á eigin vegum" er skilyrði að fara einn og nýjar slóðir í fyrsta sinn
og var þetta talsvert rætt þetta kvöld þar sem mörgum pörum langar að vera með og vilja fara saman...

Við spáðum í að breyta áskoruninni um að vera einn á ferð á nýjum slóðum í
að það mættu vera tveir hámark og þá þyrftu menn að ná helmingin fleiri slóðum... en nei...
sú áskorun fær að standa óbreytt... "ókunnar slóðir á eigin vegum" ...
þeir sem vilja á annað borð taka þessum áskorunum velja sér þá "Tólf tinda Hvalfjarðar"
ef þeir vilja ganga með öðrum, tvö saman eða fleiri...

Ókunna slóða áskorunin hentar nefnilega þó nokkuð mörgum Toppförunum
sem fara heilmikið einir á ferð á nýjar slóðir og hafa gert árum saman margir hverjir...
og hafa þeir fagnað þessari áskorun því hún kristallar einmitt það sem þeir eru að gera síðustu ár
og hefur oft vakið aðdáun þjálfara :-)
... enda eru tólf tindar Hvalfjarðar spennandi áskorun sem hentar öllum
og við skorum auðvitað á þá sem vilja meira
að ná 50 fjöllum eða firnindum á árinu eins og ellefu Toppfarar náðu að gera á síðasta ári :-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir