Allar þriðjudagsæfingar frá
janúar úr mars 2018
í öfugri tímaröð
Drottning og Stóra Kóngsfell 27
mars.
Helgafell Mosó frá Skammadal 20.
mars.
Lambafell og Lambafellshnúkur
13. mars.
Reykjafell og Æsustaðafjall 6.
mars.
Blákollur Jósepsdal 27. febrúar.
Lokufjall og Hnefi 20. febrúar.
Stórhöfði og hinir þrír
höfðarnir umhverfis Hvaleyrarvatn 13. febrúar.
Þverfell og Langihryggur að Steini Esju 6. febrúar.
Mosfell 30. janúar.
Ásfjall án þjálfara 22. janúar
Esjan án þjálfara 16. janúar.
Úlfarsfell 9. janúar.
Háihnúkur Akrafjalli 2. janúar.
Vetrarríki
Eftir
vorblíðu...
leysingar..
og
drullumall...
grænan
mosa.. og
ilmandi
moldina
síðustu daga
Nokkuð
hvasst og
hált en
bjart orðið
allt kvöldið
á þessum
árstíma og
gott skyggni
og útsýni
Gengin var
hefðbundin
leið á öll
þrjú
fjölllin en
við höfum
stundum
farið aðrar
leiðir á þau
Sjá Eldborgina í baksýn komandi upp grýtta skarðið á Drottningu...
Stóra Kóngsfell hér í baksýn hægra megin...
Eingöngu níu
manns
mættir... er
það veðrið
sem hafði
þau áhrif...
eða
aksturslengdin...
eða
fjöllin... ?
Ótrúlega
mikill snjór
á svæðinu
miðað við
borgina...
Stóra
Kóngsfellið
er glæsilegt
fjall sem og
Drottningin...
Hópurinn sem
var mættur
var röskur
og fór þetta
án þess að
stoppa mikið
Brekkurnar
upp á Stóra
Kóngsfell
eru
lausgrýttar
og torfarnar
almennt
Vindur uppi
á Stóra
Kóngsfelli í
604 m hæð
Georg og
Gutti,
Guðmundur
Jón,
Arngrímur,
Birgir,
Erna, Helga
Björk, Heiða
og Jóhanna
Fríða... Örn tók mynd en Bára var veik heima...
Batman var í
essinu
sínu....
enda með
frábæran
leikfélaga...
hann Gutta
sem náðist
ekki á
mynd...
Bakaleiðin
var framhjá
Drottningu
og meðfram
Eldborginni
Fegurðin
náðist vel á
mynd hér...
Rauðuhnúkar
vinstra
megin...
þeir eru á
dagskrá í
haust...
Alls 5,0 km
á 1:38 klst.
upp í 523 m
á Drottningu
og 604 m á
Stóra
Kóngsfelli
Tær snilld
og þess
virði að
hætta ekki
við þessa
göngu þó
veðurspáin
hafi verið á
mörkunum
Undirhlíðar
að hætti
Jóhönnu
Fríðu næsta
þriðjudag
þar sem
þjálfarar
eru
erlendis...
Sjá frábærar
myndir
leiðangursmanna
á fasbókinni
:-) |
Vor í lofti
Heilunarganga var þriðjudaginn 20. mars
þegar gengið var um létt og
löðurmannlegt
... eins
gott að þetta var heilandi...
...
þveröruga leið miðað við vanalega...
... sem
gefa smá aukabrölt miðað við hefðbundna
leið vestan megin
Hringleiðin farin öfuga leið miðað við
vanalega og reynt að fara eins víðan
hring og unnt var
Merkingar
og skiltagerð... stígagerð og
frágangur...
Í
fjallinu má finna jurtirnar
... við
þurfum að taka einhvern tíma jurtaþema í
göngunum !
Heilmikil
hækkun fæst út úr Helgafellinu ef gengið
er þvert og endilangt um það allt saman
Heiða setti inn þennan tengil á Toppfarahópinn á fasbókinni...
Þetta er
svo satt... að ganga um í náttúrunni er
einstök upplifun og mjög gefandi...
Hvílíkir englar á ferð !
...
skrifað af saknaðarsárum kvenþjálfaranum
Heiðrún,
Ingi, Svavar, Bjarni, Súsanna, Ólafur
Vignir, Perla, Helga Björk, Birgir,
Guðmundur Jón.
Til baka
um austurklettaborgirnar var farið sömu
leið
Alls 4,6 km á 205 klst. upp í 224 m hæð með alls hækkun upp á 323 m miðað við 106 m upphafshæð.
Heldur
meira krefjandi ganga næsta þriðjudag...
Vorið er í nánd...
og hér
með lengjast þriðjudagsgöngurnar smám
saman fram á sumarið...
En... til
að koma til móts við þá sem eiga
erfiðara með að komast frá vinnu og út
úr bænum kl. 17:00
Með þessu
náum við að komast til móts við bæði þá
sem vilja fara fyrr af stað
Eftir því
sem árin líða þá reynir æ meira á hjá
þjálfurum að vera komin fyrr heim
Því
þegar menn eru að stunda þetta nánast
hvern einasta þriðjudag árum saman þá
fer það að skipta máli |
Blóðrautt sólarlag Þriðjudaginn 13. mars gengum við á Lambafellshnúk og Lambafell í Þrengslunum Við byrjuðum á Lambafellshnúknum sem við höfum í fyrri tveimur göngum endað á Með Blákoll í Jósepsdal í baksýn... sem við gengum á fyrir tveimur vikur síðan... Mættir 13 manns... þetta var æfing númer 500... æj, þjálfarar mundu það fyrr um daginn Guðmundur Jón, Súsanna, Örn, Arna, Ólafur Vignir, Lilja Sesselja, Njáll. Ætlunin var að fara niður í skarðið ofan af Lambafellshnúk og upp þessa skriðu hér fyrir framan hópinn á Lambafellið Bláfjallahryggurinn hér, Ólafsskarðshnúkar, Sauðadalahnúkar, Vífilsfell og Blákollur lengst til hægri. Sjá leiðina sem við gengum meðfram Lambafellinu hægra megin... Þrengslavegur hér vinstra megin, námurnar sem í raun skemma alveg göngur austan megin í Lambafelli Lambafellshnúkur er drjúgur uppgöngu og í frosnum jarðveginum með lausagrjótið ofan á Vindurinn furðurlega stilltur í skarðinu eins og hann var hvass ofar í brekkunum... Fínasta færi á snjónum... harðir skaflarnir...ekkert svel... heldur haldgott hjarn... Keðjubroddarnir voru algert þarfaþing í þessari göngu Það var yndislegt að ganga út eftir Lambafellinu í skjóli og kæruleysi láglendisins Lambafellshnúkur hér dökka fjallið í baksýn... Í suðurendanum gengum við upp á Lambafellið í sakleysislegum brekkum sem tóku lítið í... En þarna hófst sólarlagið sem varaði það sem eftir var kvöldsins Litirnir spegluðust í svelluðum pollum og tjörnum í kring... Hvílík dýrðarinnar sýn yfir allt... Bláfjöllin hér austan megin... Blákollurinn þessi dökki og fjær er Esjan og Móskarðahnúkar og Skálafell... Geitafellið fjær hálf hvítt en nær er aukabunga í suðurtagli Lambafellshnúks Kvöldið var svo fallegt.... og skjólið svo mikið þarna vestan megin... og lofthitinn það hár... Ansi langt til baka í hvössum vindi en frábæru skyggni og virkilega fallegu útsýni... Litirnir sveifluðust stöðugt milli bleikra afbrigða og blárra... bara veisla... Helga Björk er ein af nokkrum alveg frábærum nýliðunum síðustu mánuði og hún skellti sér upp á þennan Já, þetta var drjúgt... og heilmikið landslag ofan á fjallinu... Við skoppuðum yfir þessa móbergshrúgu nánast allir Sjá bláa bergið hér utan í klettunum... Skálafell á Hellisheiði vinstra megin, Stóri Meitill og hluti af Gráu hnúkum nær Móbergskletturinn... Blóðrautt sólarlagið náði hámarki á þessum tímapunkti... ... hefði ekki verið flókið... æj... Um leið og sólin settist tók að rökkva... ... en dúluðug fegurðin magnaðist bara við það, þar sem geislar sólarinnar náðu þá upp á hærri skýin... Snæfellsjökull þarna lengst hinum megin ávalur og fagur.... Litið til baka... Litli Meitill - Þrengslavegur - Sandfell og Geitafellið er í hvarfi fyrir móbergsklettinum... Loksins komin á hæsta tind Lambafells... í lok göngunnar í raun... ... en það var miklu meira en "ekkert"... mjög hvasst hér ... vorum lengi þarna niður og það tók vel í að taka við öllum vindinum á meðan maður vandaði hvert skref... En minnisstæðast við þessa niðurgöngu fyrir ritara... kvenþjálfarann... Maður var feginn að komast niður í skarðið.... en þetta var dúndurgott og hollt... mjög gefandi æfing sem reif verulega í og gaf þeim mun meira í staðinn... heldur lengra og erfiðara en þjálfarar lögðu upp með... og efinn um hvort þetta var sniðugt að fara niður skriðuna frekar en upp í byrjun göngunnar nagar þá svolítið... af tvennu er léttara að fara svona skriðu upp frekar en niður... en það er auðvelt að vera vitur eftir á... og jæja, við fengum alllavega hörkugóða æfingu úr þessu við að koma sér niður langa bratta grjótskriðu í hvössum vindi og rökkri :-) Alls 5,9 km á 2:34- 2:37 upp í 462 m á Lambafellshnúk og 561 m á Lambafelli Frábær frammistaða - gullfallegt kvöld - geggjuð orkuinnspýting NB ... ekki skrítið ef menn voru dauðþreyttir eftir þessa æfingu... Mun léttari ganga næst... skemmtilegri útgáfan af Helgafelli í Mosó... frá Skammadal NB ! |
Gaddfreðið og sólríkt Þriðjudaginn 6. mars... eftir sögulega göngu á Dagmálafjall og Hornfell undir Eyjafjallajökli þann 3. mars Mjög gott að hittast og viðra svona lífsreynslu þar sem allt var með okkur þrátt fyrir óhappið Örn mættur en allur marinn og lemstraður... en vel göngufær og hratt batnandi... Eftir miklar umræður um broddanotkun enduðum við á að fara fljótlega í keðjubroddana innst inni í Skammadal Þetta frost sem nú ríkir dögum saman... ... breytir saklausum brekkum og aflíðandi heiðum í varasama staði ... keðjubroddarnir eru tilvaldir einmitt í svona færi... Mættir voru 18 manns... rífandi mæting þessar vikurnar... sama hvernig veðrið er... Efri: Heiða og Tinni, Ólafur Vignir, Örn, Davíð, Rúnar, Svavar, Guðmundur Jón, Njáll, Arna, Guðlaug Ósk. Ískaldur vindurinn blés og það var virkilega kalt en fallega bjart í sólsetrinu Byrjað á Reykjafellinu með Mosfellsbæinn í fjarska niðri í dalnum... Bláfjöllin og Vífilsfellið glitrandi uppi á heiði... .... og Esjan og félagar sem og Þingvallafjöllin enn fjær... Við fengum dagsbirtu alla gönguna... engin höfuðljós... það var mikils virði... Alls 4,9 km á 1:36 klst. upp í 282 m hæð á Reykjafelli og 230 m hæð á Æsustaðafjalli Mög falleg og ný leið á Lambafellið og hnúkinn hans í Þrengslunum næsta þriðjudag... |
Drullumall að hætti vorsins á Þriðjudaginn 27. febrúar ríkti hlýjindakafli á suðvesturhorni landsins Við fundum mest fyrir þessuá akstsursleiðinni inn að svæði motorkrossara En gönguleiðin var skárri þó blaut væri og þetta slapp vel í mosanum og snjósköflunum sem voru jú ansi bljúgir... Kvenþjálfari dauðsá eftir því að hafa ekki lokkað liðið niður að þessu leysingarlóni Hlátrasköllin glumdu víst um allt... Sjá stórskemmtilega frásögn hennar hér af fasbókinni með hennar leyfi :-) "Reyndi að ná í skottið á duglegu vinunum í Toppförum, Við... höfðum ekki hugmynd um allt þetta sem í gangi var hjá Halldóru Mættir alls 21 manns sem var frábær mæting á ósköpm hversdagslegt fjall Aðalheiður, Svala, Davíð, Guðmundur Jón, Heiða, Kolbrún Ýr, Súsanna, Gunnar Már, Helga, Björn Matt útbýr nesti ekki eingöngu fyrir sig heldur og hundana í Toppförum Komið rökkur eftir smá nesti á tindinum í þokunni... Bílljósin af Suðurlandsveginn skreyttu fjarskann og nokkrir kveiktu á höfuðljósunum Hundurinn Tinni var smeykur við bljúgan snjóinn og lét Gunnar Má bjarga sér Þessi brekka var algert dúndur... Alls 5,6 km á 2:25 - 2:31 klst. upp í 537 m hæð með alls hækkun upp á x m miðað við 233 m upphafshæð. Sjá tölfræðina á Blákolli frá upphafi til samanburðar
Dagmálafjall og Hornfell framundan á laugardaginn |
Hvílíkur veðurgluggi !
Í tilefni af því að
sólin er ekki sest í upphafi æfingar klukkan 17:30...
Átjáns manns mættir
þrátt fyrir þunga snjókomu fram að brottför... Efri: Svavar,
Birgir, Georg, Rúnar, Örn, Ingi, Bjarni Skagamaður, Gunnar Már,
Katrín og Guðmundur
mættu ekki til göngu því miður... Hjartansþakkir elsku vinir - þið eruð yndi :-)
Við fórum hefðbundna leið upp með gljúfrinu...
...sem er stórskorið og heilt ævintýri út af fyrir sig
... og svo var
beygt áleiðis á hamrana alla í Lokufjalli
Ofan af Lokufjalli
héldum við upp á Hnefa...
Fínasta færi og engin hálka að ráði nema efst í Hnefa...
Þessi kafli stundum verið varasamur en var laufléttur þetta kvöld...
Dýjadalshnúkur og
Tindstaðafjall sköguðu upp úr dalnum
Sólsetrið var virkilega fallegt þetta kvöld og skýjafarið í vestri síbreytilegt...
Það er eitthvað við það að ganga á fjall og hafa sjóinn þarna niðri...
... einhver orka
sem ekki fæst uppi á miðju landi...
Færið var svellað
þegar ofar dró og það var skynsamlegt að fara í keðjubroddana sem
flestir gerðu,
Á Hnefa blés ágætlega eftir lygna uppgöngu enda komin í 429 m hæð sem telst ágætt svona nálægt sjó...
... svo við
leituðum skjóls fyrir stutta matarpásu
Niðurleiðin var
rösk og bein alla leið í bílana...
... og yfirleitt
farin í myrkri þar
sem þessi leið er
gjarnan valin að
vetri...
Við komumst næstum
því upp með að sleppa höfuðljósunum allt kvöldið...
Um leið... og þá
meina ég á nákvæmlega sömu sekúndu og þjálfarar stigu upp í bílinn
sinn fór að snjóa... Verðum að muna
eftir þessum veðurglugga Frábært kvöld...
þjálfari bljúgur af þakklæti og þykir óskaplega vænt um þessa
gjöf... Langvarandi og
friðsæl heiðskíra framundan í kortunum... ... það verður eitthvað... sólgleraugu.... broddar... ísexi... brakandi blíða... :-) https://www.facebook.com/events/1999399186983361/ En annars var æfing
kvöldsins 5,8 km á 2:09 klst. upp í 429 m hæð
|
Gullin
fegurð
Heilunarganga
um
höfðana
umhverfis
Hvaleyrarvatn
var
á
dagskrá
þriðjudaginn
13.
febrúar
Veðrið
var
með
besta
móti
eftir
sérlega
illviðrasamar
vikur
frá
áramótum
Slaufa
og
Batman
eru
mikið
kærustupar
þegar
þau
hittast...
Gengin
var
enn
önnur
leið
um
alla
höfðana
sem
varða
Hvaleyrarvatnið
að
sunnan...
Jóhannes, Sigga Sig., Gunnar Már, Karen Rut, Erna, Arnar, Kolbrún Ýr, Svala, Björn Matt., Arna, Njáll, Súsanna, Birgir, Davíð, Guðmundur jón, Maggi og Örn tók mynd en Bára var að vina og Batman og Slaufa hoppuðu með...
Nú
birtir
óðum
og
menn
nutu
þess
að
sjá
vel
yfir
gönguland
kvöldsins
Mjög
þungfært
þar
sem
skóflast
þurfti
gegnum
mikinn
snjó
sem
reyndi
vel
á
Sjá tölfræðina hér úr fjallasafninu:
Mjög góð stemning í hópnum og margir að spá í ferðir vorsins og sumarsins... þar sem þjálfarar ætla að bjóða upp á óbyggðahlaup á óvenjumarga sérstaka staði meðfram fjallgöngunum... m. a. allar helstu gönguleiðirnar á suðvesturhorninu eins og Síldarmannagötur, Selvogsgötu, Leggjabrjót... sem og á fjöll eins og Skjaldbreið, Heklu og Strút... að ekki sé talað um leiðir fjær eins og Hellismannaleið og Fimmvörðuháls... bara gaman og óskandi að sem flestir komi með !
Í lok göngunnar kom rökkrið en fegurðin er einstök á þessum árstíma í ljósaskiptunum...
Alls 6, 4 km á 2:27 klst. upp í 139 m með alls hækkun upp á 262 m miðað við 42 m upphafshæð.
Lokufjall
og
Hnefi
á
dagskrá
næsta
þriðjudag...
ATH!
Við
ætlum
að
hafa
brodda
og
ísaxaræfingu
þar
næsta
þriðjudag
27/2
...
og
helgina
þar
á
eftir
er
spennandi
ganga
á
sjaldfarin
fjöll
utan
í
rótum
Eyjafjallajökuls... |
Orkuganga
á
Esjunni
Þriðjudaginn 6. febrúar var hörku orkuganga um óhefðbundnar slóðir á Esjunni...
...
þar
sem
farið
var
upp
brekkurnar
á
Þverfelli
og
þaðan
um
Langahrygg
að
Steini
Ansi
rysjótt
veðrið
þessa
dagana...
snjó
kyngir
niður
á
milli
slagviðra...
Mættir voru:
Gunnar
Már,
Birgir,
Jóhanna
Fríða,
Heiða,
Olgeir,
Georg,
Perla,
Davíð,
Ingi,
Guðmundur
Jón,
Björn
Matt.,
Maggi
og
Agnar
Önnur hópmynd með Kistufell Esjunnar í baksýn...
Ofan
á
Langahrygg
tók
að
skyggja
og
myrkur
þegar
komið
var
upp
að
steini
Niðurleiðin
var
rösk
og
greið
í
snjónum
og
engum
slóða
til
að
byrja
með
en
svo
var
komið
inn
á
göngustíginn
í
miðjum
hlíðum
Hörkuæfing
og
fín
mæting...
þjálfari
lofar
léttari
æfingu
næst...
enda
verður
þá
heilun
á
Hvaleyrarvatni
...
og
látum
verkefni
þess
kvölds
vera
að
spá
í
það
hvað
sé
svona
heilandi
við
það
að
taka
kvöldgöngu |
Loksins dagsbirta
Vel var
mætt á æfingu á Mosfell þriðjudaginn 30.
janúar... alls 25 manns...
Aðalheiður, Agnar, Arna, Bára, Birgir,
Davíð, Erna, Georg, Guðmundur Jón,
Gunnar Már, Heiða, Heimir, Helga Björk,
Herdís, Jóhanna Fríða, Jóhannes, Karen,
Kolbrún Ýr, Rúnar gestur, Sigga Sig.,
Súsanna, Svavar, Örn A. og Örn
Þar sem
snjór var yfir öllu, tunglið lagt af
stað yfir himinhvolfið, ansi léttskýjað
og sólin ekki fyrir svo löngu sest...
Gengin var
leiðin um
stíginn í
suðurhlíðum að
vesturenda
Mosfellsins
Mun skemmtilegri leið en hefðbundin upp austurbungurnar sem betra var að eiga inni fyrir niðurgönguna...
Tunglið
braust loksins almennilega út úr
skýjunum fyrri part kvöldsins
Esjan var fögur á að líta með nýfallna mjöllina yfir sér allri og fjallasýnin var tignarleg til norðurs...
Í
borginni var löngu komið myrkur... á
þessum tíma er gott að vera út úr
borginni og njóta birtunnar
Niður af
tindinum var strunsað í lungamjúkum
snjónum á spjallinu um komandi tindferð
um helgina...
Alls 4,2 km á 1:23 klst. upp í 291 m hæð með alls 228 m hækkun miðað við 73 m upphafshæð.
Eyrarfjall og Eyrarhyrna um helgina
komandi og veðurspá er mjög góð... |
Úlfarsfell milli slagviðra
Þriðjudaginn 9. janúar var smá stund
milli stríða eftir slæmt hvassviðri
fyrr um daginn og slagveður
Rigningarmagnið síðustu daga hafði
ekki tekist að losa um klakann sem
lá á stígunum í Úlfarsfellinu
... en svo var auð jörð að mestu aðeins ofar upp bröttu brekkuna og maður sá eftir því að hafa járnað sig...
...
en skyndilega var maður aftur feginn
að vera á broddunumþegar ofar kom
Hlýtt
og milt veður...
Skyggnið samt fínt og allir fegnir
að ná smá útiveru eftir hátíðarnar
Falleg var hún birtan í myrkrinu...
og ef maður dróst aftur úr... þá var
best að slökkva höfuðljósið...
Uppi á efsta hól Úlfarsfells var vindur og rigning en allir í brjáluðu stuði :-)
Hópmyndin í bleytunni svolítið
þokukennd en lítið hægt að dúlla sér
í því í þessu veðri...
Aðalheiður, Arnar, Bára, Birgir,
Georg, Gerður Jens., Guðrún Helga,
Gunnhildur Heiða, Gunnar Már, Helga
Björk,
Ofan
af Stóra hnúk var farið á
Vesturhnúk... æj, hann heitir það
samt ekki, það er okkar nafngift frá
því áður fyrr
Ansi mikil bleyta og drulla í þessari göngu innan um ísinn... og ilmandi jörðina... þetta var bara yndi...
Þóranna á og býr með nokkrum
glæsilegum hundum...
Niðurleiðn var farin einhvern veginn
þar sem við misstum af stígnum oftar
en einu sinni í myrkrinu og
sköflunum
Niðri
beið svo klakinn alla leið í gegnum
skóginn og þá var nú eins gott að
gæta sín... fullkomin réttlæting á
tilveru keðjubroddanna þar sem
enginn hefði farið að setja á sig
ísbrodda/jöklabrodda heldur farið þá
að reyna að fóta sig á svellinu...
megi þá frekar vera til þessi
millivegur að geta skellt á sig
keðjubroddunum og fara yfir svona
kafla Alls 4,1 km á 1:40 klst. upp í 309 m hæð með alls hækkun upp á 293 m.
Þjálfarar fara erlendis næstu tvo
þriðjudaga og því eru klúbbgöngur á
Esjuna 16/1 og Ásfjallið 23/1
Sjáumst aftur á Mosfellinu
þriðjudaginn 30. janúar |
Undir ofurmána á Akrafjalli
Nýársæfing
ársins
2018
var
hefðbundin
leið
upp
á
Háahnúk
á
fullu
tungli
sem
kallast
ofurmáni
þessa
dagana
Snjóföl
á
jörðu
og
fínt
færi...
nema
þar
sem
mannskepnan
er
búin
að
eyðileggja
allt
saman
Veturinn
hefur
verið
með
eindæmum
góður
til
þessa...
sérlega
lygn
og
úrkomulaus...
Sjá
færið
hér...
svellað
eftir
mannaferðir
á
Háahnúk
sem
er
genginn
á
hverjum
einasta
degi
allt
árið
um
kring...
Tilraun
var
gerð með
hópmynd
með
þetta
ofurtungl
í
baksýn...
Mynd
tekin
með
alla
kveikt
á
höfuðljósunum
en
þeim
vísað
niður
á
við
Hér
með
slökkt
á
höfuðljósunum...
og
þá
fangaðist
best
þessi
ægilega
birta
sem
af
fullu
tungli
stafar...
Og
loks
hér
með
sterku
höfuðljósi
hennar
Jóhönnu
Fríðu
á
höfði
ljósmyndarans sem
lýsti
á
hópinn...
Georg,
Guðjón
Pétur,
Heiða,
Kolbrún
Ýr,
Guðlaug
Ósk,
Jóhanna
Fríða,
örn,
Gunnar
Már,
Ingi,
Davíð,
Guðmundur
Jón
Niðurleiðin
var
farin
beint
af
Háahnúk
niður
bratta
hlíðina
í
stað
þess
að
fara
stíginn
sem
var
allur
svellaður
Í
neðri
hlíðum
var
auð
jörð
og
myrkrið
eftir
því
en
að
uppástungu
Inga
fórum
við
niður
bratta
gilið
niður
á
Tæpigötu
Alls 4,9 km á 2:12 klst. upp í 569 m hæð með alls hækkun upp á 524 m miðað við 68 m upphafshæð.
Flott
byrjun
á
árinu
og
allir
fegnir
að
komast
út...
létt
ganga
næsta
þriðjudag
um
Úlfarsfell
frá
skógræktinni
um
bröttu
leiðina
...en
í
sumar
verður
munurinn
á
þessum
tveimur
tegundum
meiri
þar
sem
orkugöngurnar
eru
hugsaðar
fyrir
þá
sem
eru
í
ágætis
gönguformi
og
því
haldið
rösklega
áfram
svo
þeir
fái
notið
sín...
og
heilunargöngurnar
hugsaðar
fyrir
þá
sem
eru
að
koma
sér
í
gang
eftir
hlé
eða
eru
nýir
í
hópnum
og
því
farið
rólega
svo
allir
fái
notið
sín...
en
að
sjálfsögðu
mæta
menn
bara
í
báðar
tegundir
og
lemja
sig
áfram
í
þessum
erfiðari...
jafnvel
þannig
að
þeir
geta
ekki
talað
fyrir
mæði...
|
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |