Allar þriðjudagsæfingar frá
apríl út júní 2016
í öfugri tímaröð
Helgafell í Hafnarfirði 28. júní með Jóhönnu Fríðu.
Esjan Fjallorka til Frakklands fyrir landsliðið á EM 21. júní.
Fjallorkuganga á Ingólfsfjall
16. júní.
Hestaferð að Skógum 7. júní.
Sjósund frá Klébergslaug á Kjalarnesi 31. maí.
Ármannsfell frá Sandkluftavatni
24 maí.
Háihnúkur Akrafjalli -
fjallatími 5 af 12 - 17. maí.
Gráu hnúkar og Stóri Meitill 10.
maí.
Móskarðahnúkar 3. maí.
Súlur og Þorbjörn Reykjanesi 26.
apríl.
Geirmundartindur 19. apríl.
Stóra og Litla Sauðafell 12. apríl.
Níphóll Esju 5. apríl.
Helgafell í Hafnarfirði
Jóhanna Fríða bauð félögum sínum upp á öðruvísi göngu á fjallið
sitt, Helgafell í Hafnarfirði |
Áfram
Ísland Toppfarar
Þriðjudaginn 21. júní í sumarfríi þjálfara fjölmenntu Toppfarar á Esjuna til heiðurs og hvatningar íslenska landsliðinu í fótbolta sem keppti sinn síðasta leik í undanriðlum gegn Austurríki degi seinna... og sigraði og komst þannig í 8 liða úrslit... Dimma var með í för en hún var ansi dugleg að mæta í fjallgöngur þetta síðasta vor og sumar í hennar lífi elsku litla skinnið...
Menn mættu á mismunandi tímum þetta kvöld eins og hentaði...
...
og sumir gengu tvisvar upp Esjuna eins og Jóhanna Fríða... allt til
að senda aukaorku til landsliðsins :-) |
Áfram Ísland
!
Gönguhóparnir
Áfram Gakk
og Grenjað
úr Hlátri
hafa tekið
þátt í
Fjallorku-áskorun
Toppfara af
miklum móð
... svo það
var vel við
hæfi að við
gengjum með
þeim á
Ingólfsfjall
þriðjudaginn
16. júní...
... en báðir
þessir
gönguhópar
hafa með
miklli
lífsgleði og
skemmtilegheitum
tekið þetta
alla leið...
Farið var
Selfoss-leiðina
upp eða
um slóðann
sem farinn
er líklega á
hverjum degi
af
einhverjum
heimamanninum
Heldur færri
fari alla
leið um
heiðina upp
á hæsta tind
en samt var
góður slóði
alla þá leið
Því miður
var þoka
uppi á
fjallli sem
var synd í
allri
þessari
veðurblíðu
sem ríkt
hefur meira
og minna
... en það
spillti ekki
fyrir
gleðinni á
tindinum og
við
heiðruðum
landsliðið
með fánum um
allt
... en
boltinn sá
fór í fleiri
fjallgöngur
í tengslum
við
Fjallorku-áskorunina
Áfram Gakk
hópurinn
hefur
sömuleiðis
gengið á
ótal fjöll
síðustu daga
Fjórir
meðlimir
Áfram Gakk
voru með í
för að
sinni.. og
gleðin var
slík í
þessari
göngu að
þjálfarar
hafa ákveðið
að stofna
til fleiri
svona
"vinagangna"
með því að
bjóða Veseni
og Vergangi
og
Fjallagörpum
og Gyðjum
o.fl. hópum
Mæðginin
Anna Jóhanna
fyrrum
Toppfari og
Magnús
Birkir sonur
hennar hafa
bætt ansi
flottum
fjöllum í
Fjallorkusafnið...
Anna Björk
var fulltrúi
gönguhópsins
Grenjað úr
Hlátri en
þær hafa
gengið á
lang flest
fjöllin af
öllum sem á
anað borð
hafa tekið
þátt í
Fjallorku-áskoruninni, og
hún smitaðist í
pælingar með
göngu á
Snæfellsjökul
á Jónsmessu
að kveldi
21. júní
Sextán
manns, einn
fótboltastrákur
og
ofurhundurinn
Batman á
Ingólfsfjalli
fyrir
íslenska
landsliðið í
fótbolta :-)
Söngurinn á
tindinum:
Hafnfirsku
Toppfarakonurnar
eru í
sérflokki í
klúbbnum...
Þjálfarar og
fleiri voru
í EM-2016-
bolum
Tólfunnar...
sem er
merktur í
bak og
fyrir...
Leikirnir þar sem hægt er að setja úrslitin inn á bolinn... þetta verða sögulegir bolir...
EM í Frakklandi 2016 verður inngreypt í íslensku þjóðarsálina um aldur og ævi...
Tólfan er félagsskapur sem skapað hefur ótrúlega flotta stemingu í kringum landsliðið og er klárlega tólfri maðurinn :-)
Ungverska
lagið "Ég er
kominn
heim"...
Já, auðvitað merkir maður bolinn sinn ! Þetta verður dýrmæt eign eftir því sem árin líða...
Þjálfarar
tóku 11 ára
Fjölnis
fótboltastrákinn
sinn með í
þessa göngu
en
drengurinn
sá hefur
farið í
nokkra
könnunarleiðangra
með
foreldrum
sínum í
gegnum árin
og eiginlega
verið
bólusettur
gegn
fjallgöngum
í
kjölfarið...
en hann gekk
alltaf
fremstur og
átti auðvelt
með þessa
göngu þó
löng væri og
krefjandi á
köflum...
eins og unga
fólkið gerir
einmitt svo
oft... þau
eru
þindarlaus...
Eftir
nestisstund
í skjóli af
Inghól var
strunsað til
baka í
þokunni og
niður
stíginn...
Við vorum
ekkert að
flýta
okkur...
Spjallað og spáð í sumarið eftir göngu...
... þar sem
Áfram Gakk
reyndi
meira að
segja yfirtöku á
Grenjað úr
Hlátri...
Ingólfsfjall
var 28.
gangan í
Fjallorku-áskorun
Toppfara...
Alls 9,4 km á 3:50 klsts. upp í 560 m hæð með alls hækkun upp á 542 fm miðað við 79 m upphafshæð.
Þjálfarar
fara nú í
sumarfrí og
snúa aftur
til leiks
þriðjudaginn
26. júlí en
Gylfi,
Hjölli og
Jóhanna
Fríða bjóða
öll upp á
spennanndi
göngur þessa
þriðjudaga
sem eru
þjálfaralausir
en
þriðjudaginn
21. júní
verður
sérstök
Fjallorku-æfing
og svo er
það
Kerhólakambur
í júlí
en endilega
breytið því
og stofnið
viðburð á
Toppfarahópnum
ef menn
vilja fara
eitthvað annað... Hafið það sem best elskurnar, njótið sumarsins, verið góð hvert við annað og fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa heilsu og ráðrúm til þess að geta notið íslenskar náttúru á hennar besta tíma yfir hásumarið :-) Þjálfarar munu senda kveðju frá París á EM í næstu viku !
ÁFRAM
ÍSLAND
! |
Fryssandi
flott hestaferð
Hestaferð var jaðaríþrótt númer sex af tólf á árinu... og í stað þess að fara upp Reykjadalinn eins og ætlunin var upphaflega... þar til þjálfari ákvað að það væri ekki nógu spennandi þar sem núorðið er alltaf hrúga af bílum við upphafssstað hvern einasta dag vikunnar... sama hvað klukkan er... og spurði Ágúst hvort honum dytti eitthvað sniðugra í hug... og þá eitthvað annað en að fara stuttan reiðtúr frá Reykjavík sem var hinn kosturinn... þá var hann ekki lengi að græja spennandi hestaferð fyrir okkur við Skóga... hann hafði farið þarna með ferðamenn í fyrra og þá komið honum mikið á óvart hversu fallegt landslagið þarna er...
... og
við sáum
ekki
eftir
því að
grípa
þetta á
lofti...
Riðið
var frá
bænum
Ytri-Skógar
sem
leigðu
okkur
hestana
Nokkrir
vanir
hestamenn
voru í
hópnum..
Farið
var til
austurs
að skoða
leyndan
foss í
eigu
ábúenda...
Ágúst var kabboji kvöldsins og gætti hjarðarinnar með staðarhöldurum...
Farið var inn með gilinu...
... og yfir lækinn en þeir voru nokkrir þveraðir í þessari ferð...
... og
uppi
rann
þessi...
yfirvegaður
og
fagur...
Hér voru hestarnir skildir eftir og við fórum í smá göngu...
Þorsteinn foringi hópsins gætti hestanna á meðan...
Friður og enginn átroðningur... vonandi sem lengst á þessum fallega stað...
Ef sumarið hafði farið framhjá einhverjum þá var það komið í þessari ferð...
Ísland er fallegast í heimi á svona dögum...
Ágúst var vopnaður myndavélinni...
... og stillti okkur auðvitað upp við fossinn...
Þarna rennur hann... hverja einustu sekúndu ársins... án þess að gefa eftir...
Það er eitthvað við það að fara bak við foss...
Orkan er sérstök og maður gat ekki annað en bara staðið og horft og notið...
Getur
verið að
allir
þessir
staðir
sem
maður
heimsótti
sem
barn...
... það
er eins
gott að
njóta
svona
staðar
meðan
hægt
er...
Ágúst, Súsanna, Sigga Sig., Arna, Jóhanna Fríða og María... fyrri hópurinn...
Það var erfitt að yfirgefa þennan stað...
... hefði viljað bara sitja og njóta...
... drekka inn litina og tærleikann... yfirvegunina og friðinn...
Ísland er einfaldlega best í heimi... ef einhver skyldi ekki vita það :-)
Að sögn
heimamanna
féllu
björg úr
fossinum
fyrir
nokkru
og þau
eru hér
enn
... jæja við urðum að fara...
... það þurfti að leyfa hinum að komast að...
Ágúst
fór með
þeim
líka og
tók
myndir...
Við hin fórum í góðan hring á meðan út úr gilinu...
...og um sveitina undir forystu Þorsteins...
... með fuglana, grasið, melarnar, fjöllin, jökulinn, sjóinn, himininn og hestana...
... til
að minna
okkur á
hversu
lánsöm
við erum
Stundum var erfitt að taka myndir og halda sér um leið á baki... :-)
Fyrsta
ferð
yfir
ánna var
smá
ógnvekjandi...
svo
fórum
við yfir
læki og
sprænur
endalaust...
Íslenskt bjart sumarkvöld... þar sem allt verður svo friðsælt og tært... gæti aldrei lifað án þess...
Hóparnir sameinuðust eftir að seinni hópurinn hafði skoðað fossinn...
... og við tókum góðan hring um melarnar á leið að skóginum...
Alls fjórtán Toppfarar og þrír fylgdarmenn eða sautján manns...
...allir einhvern tíma farið á bak þó mörg ár væru síðan síðast og enginn í vandræðum...
Skógurinn
tók svo
við í
bakaleiðinni
og var
dásemdin
ein...
gaf aðra
upplifun
en
gilin,
lækirnir,
túnin og
melarnar...
Eftri skóginn riðum við upp með Skógá að Skógafossi... Mynd frá Ágústi - vantar
... þar
sem
Ágúst
tók
magnaða
hópmynd
af
hópnum..
... og
svo var
farið um
ferðamannasvæðið,
tjaldstæðið
og
veitingastaðina
sem
risið
hafa á
svæðinu
... að
Ytri
Skógum
þar sem
hestarnir
og
leiðsögumennirnir
komust
loksins
heim
Takk fyrir mig Stígandi... þú varst traustur og flottur... mig langar strax aftur...
Það var
svolítið
erfitt
að stíga
af baki
fyrir
suma...
öðrum
vannst
erfitt
að ganga
fyrst á
eftir...
en
ritari
var ekki
með
einar
einustu
harðsperrur...
og leið
sérstaklega
vel
daginn
eftir
þrátt
fyrir
stuttan
svefn
(við
komum
heim kl.
00:30!)
en það
var
einhver
framandi
mýkt
komin í
mjaðmirnar
og bakið
eftir
reiðtúrinn...
það er
eitthvað
öðruvísi
hollt og
gott að
fara á
hestbak...
þessi
mjúka
hreyfing
upp
eftir
öllum
hryggnum
frá
mjöðmum
að
hálsi...
Tímaleysið
var
algjört
hjá
þjálfara
í
þessari
ferð..
sem
skipaði
mönnum
að
"setjast
í græna
lautu og
borða
nesti"
eftir
ferðina...
Kærar þakkir Þorsteinn, Sunna, "finnska stúlkan" og Ágúst fyrir að gefa okkur svona flotta ferð ! Alls 12,5 km á 2:55 klst. upp í 105 m hæð með alls hækkun upp á 95 m.
Mergjuð
ferð í
alla
staði...
framar
vonum
eins og
sjósundið
og
gönguskíðin
og
klifurhúsið
Þetta
var
eiginlega
kveðjuganga
Irmu...
en Játi
var ekki
með því
miður...
Þjálfarar
fara nú
í
sumarfrí
og
klúbbmeðlimir
sjá um
þriðjudagsgöngurnar
fram
yfir
miðjan
júlí.
... Hey,
og æfið
vel
fyrir
|
Kalt
Sjósund var
jaðaríþrótt
maí-mánaðar...
númer fimm
af tólf á
árinu...
Jóhanna Fríða gaf okkur góðar leiðbeiningar um öryggisráðstafanir í sjónum eftir að hafa gefið góð ráð á snjáldru fyrir ferðina sem kom sér mjög vel því annars hefði maður t. d. farið ofan í í ullarfötum og ekkert grætt á því nema þyngsli og vesen...
Ganga þurfti smá spöl frá lauginni niður að sjó... og já, maður fer ekki í heita pottinn á undan... heldur eingöngu á eftir...
Við vorum
ein í
lauginni...
áttum
staðinn...
og stundina
út af fyrir
okkur...
Hópmynd tólfmenninganna fyrir sjóinn... Gerður Jens., Svavar, Björn Matt, Hjálmar, Maggi, Sarah, Bára, Þór, Steingrímur, Jóhanna Fríða, Súsanna og Kolbrún.
Þetta var
ekki eins
kalt og
ritari hélt
í byrjun...
en svo
læstist
kuldinn utan
um mann...
Það kom
ritara mest
á óvart
hversu kalt
það var að
hafa
hendurnar
ofan í....
Guðmundur Víðir, Katrín Kj., Guðmundur Jón og Örn sáum um landið á meðan við hin sáum um miðin...
... og við tíndumst smátt og smátt upp úr eftir því hver kuldastuðullinn var hjá hverjum og einum...
Steingrímur, Þór, Kolbrún, Gerður og Bára voru fyrst upp úr...
... hvernig fara þau eiginlega að þessu að þola þetta hugsaði maður...
Harðger
hópur varð
eftir og fór
hvergi...
Svavar,
Súsanna,
Hjálmar,
Maggi, Björn
Matt., Sarah
og Jóhanna
Fríða
Og þau voru ekki búin að fá nóg þegar þau komu upp úr aftur... og fóru aftur ofan í... það fannst ritara svolítið forvitnilegt... skyldi þetta vera eitthvað skárra þegar maður fer ofan í aftur... og ákvað að skella sér aftur ofan í með ofurmennunum... já það var auðveldara... og þannig tókst Báru að troða sér á mynd með harðgera hópnum þó hún hefði ekkert efni á því enda gat hún varla talað fyrir tannglamri :-)
Loks fengu
menn nóg...
og þá er ráð
að vera ekki
of lengi að
koma sér upp
úr...
ofkæling
getur læðst
aftan að
mönnum enda
brýndu
Jóhanna
Fríða og
Súsanna
fyrir okkur
að vera
vakandi
fyrir slíku,
fræddu okkur
um einkennin
Vá hvað
heiti
pottuinn var
góður eftir
ævintýrið...
Takk öll fyrir að mæta og láta ykkur hafa það... og þið sem mættuð til andlegs stuðnings...
...og síðast
en ekki síst
Jóhanna
Fríða og
Súsanna
fyrir að
gefa okkur
svona flotta
innsýn í
íþróttina
ykkar...
Jaðaríþrótt
júní-mánaðar
er í næstu
viku...
hestaferð um
ævintýralegar
slóðir að
Skógum...
Hey,
tölfræðin
fer á
skrá... í
fyrsta sinn
undir
sjávamáli...
|
Sem
betur
fer...
Við
vorum
þrettán
manns
sem
létum
okkur
hafa það
að taka
þriðjudagsfjallgöngu
þann 24.
maí þrátt
fyrir
hávaðarok
... og þó freistandi hefði verið að færa gönguna frá Ármannsfelli sem er alla leið á Þingvöllum... þar sem spáð var 18 m/sek þetta kvöld... þá höfðu þjálfara bitið það í sig að láta sig bara hafa það... því það er búin að vera þessa blessaða blíða vikum og mánuðum saman í vor og vetur og ekki gott að gefa strax eftir um leið og veðrið er ekki fullkomið... úr því það var ekki lengur úrkoma í þessu roki sem spáð var... en við vorum ekki viss hvort þetta væri rétt ákvörðun, frekar en þeir sem mættu og höfðu sömu áhyggjur... en við ákváðum að sjá til og meta aðstæður á staðnum...
Þjálfarar höfðu ákveðið að fara aðra leið upp en ráðgert var um Svartagil... nefnilega hinum megin við Sandkluftavatn... norðaustan megin í þeirri von að við fengjum þar meira skjól en í suðurhlíðum... enda mun styttri leið þar sem okkur grunaði að veðrið yrði alltaf til þess að við myndum ekki vilja vera mjög lengi á göngu...
... og
það
rættist
úr...
þarna
var
fínasta
veður...
... en
var
óendanlega
löng og
brött
Lausgrýtt
og bratt
svo
lúnir
snjóskaflar
komu í
góðar
þarfir
og voru
nýttir
til hins
ítrasta
á leið
upp
... og það var snöggtum betra að ganga í þeim frekar en í þessu úfna grjóti hér...
Veðrið líka úfið og himinin eftir því... sem þýddi magnaðar ljósmyndir af þessu kvöldi... þessi erfiðu veður gefa oft eitthvað allt annað en góðu veðrin... og því var mikilvægasta lexía þessa kvölds sú að það er vissara að láta bara slag standa og meta aðstæður á staðnum... það rætist ótrúlega oft úr veðri... enda sýndi veðurmælir Þingvalla að það voru 9 m/sek þetta kvöld kl. 18:00 en ekki 18 m/sek... sum sé helmingi rólegra...
Batman gætti síðasta manns og fór nokkrar ferðir upp og niður að smala...
Þegar upp á brún var komið tók þéttur vindurinn við... og það var á köflum svo að maður þurfti að fóta sig vel í rokinu... en aldrei svo að við þyrftum að setjast niður og bíða... eins og svo oft áður í verstu veðrum... og það var hlýtt... og gott skyggni... og úrkomulaust... og öruggt færi... það var ekki hægt að kvarta því áhættustuðullinn var eingöngu tveir (mikill vindur og langt frá byggð)...
Já, þetta var hallinn... gps-tækið hans Guðmundar... rýnið aðeins í skjáinn...
Uppi var
glatt á
hjala í
smá
skjóli
við
tindinn...
þar sem
við
fórum út
að
borða...
... í
meira
skjóli
en óviss
með hvað
biði
okkar
niður
brekkurnar...
... og
það
reyndist
rétt...
þetta
var
geggjuð
buna
alla
leið
niður ! Sumir blautir í afturendann eftir ferðina... en hvað gerir maður ekki fyrir eina skríkjandi góða bunu ?
Snjórinn náði lengra niður norðan megin sem hentaði okkur vel því síðasti kaflinn var tekinn í hliðarhalla í lausagrjóti ofan á móberginu... eins og öll leiðin er upp Ármannsfellið hinum megin á hinni hefðbundnu leið... sem er eitt af því sem hefur gert okkur fráhverft þessu fjalli... og við höfum margsinnis mænt á þessa leið frá Sandkluftavatni... nú erum við búin að prófa hana... og þar stendur tvímælalaust upp úr að hún er jú styttri en hin, en krefjandi í bratta og líklega er sama lausgrýtið þegar snjóinn sleppir... en kannski meiri mosi samt... verðum að prófa síðar síðsumars þegar allur snjnór er farinn :-)
Við
horfðum
á
bílveginn
upp að
Skjaldbreið...
og sáum
snjófargið
þarna
upp
frá...
Alls 3,8 km á 2:03 klst. upp í 778 m hæð (eingöngu farið á nyrðri tindinn) með alls hækkun upp á 488 m miðað við 292 m upphafshæð. Sjá gulu slóðina okkar þetta kvöld og þá bleiku árið 2008 síðsumars en hún er hefðbundin leið rúmir 7 km löng.
Alveg
frábært
að ná
þessu og
fá svona
flotta
göngu úr
kvöldi
sem
lofaði
ekki
góðu
veðurfarslega
séð ! Takk öll fyrir að mæta og vera svona glöð og jákvæð alltaf hreint !
Sjósund...jaðaríþrótt
nr. 5 af
12 á
árinu
næsta
þriðjudag
og spáð
rjómablíðu...
já, það
verður
sko stuð
!!! |
Leynda
perlan í
Akrafjalli
Fjallatíma
- að
njóta
eða
þjóta -
æfingin
upp á
Háahnúk
á
Akrafjalli
var
dásamleg
kvöldstund
í alla
staði
Við
lögðum
upp með
að besti
tími
Inga
Skagamanns
er
nákvæmlega
30:00
mín upp
á tind
Ingi kom stuttu síðar á 31:49 mín á utanvegaskóm og léttklæddur...
... og
Þór,
nýjasti
meðlimur
Toppfara
var
þriðji
upp á
tind á
frábærum
tíma
35:51
Sarah var fjórða á 37:21 og önnur konan upp... einnig í fjallgöngubúnaði en ekki hlaupabúnaði NB...
Steini Skagamaður var fimmti á 38:30 í fjallgöngubúnaði...
...svo komu Jóhann Rúnar á 41:59, Jóhanna Fríða á 42:50, Gylfi á 44:30, Arnar á 44:59 og Anna Elín á 49:10...
Örn fylgdi síðustu mönnum upp sem fóru rösklega á tímamælingu og nokkrir komu á eftir þeim - endilega sendi mér tímana ykkar ef þið viljið hafa þá skráða ! ... þá er nefnilega hægt að bæta tímann sem er mjög gefandi að gera :-)
Heiðrún og Sigríður Arna nutu svo lífsins alla leiðina á meðan hinir kyngdu blóðinu í hálsinum... :-) Ha?... var ekkert blóðbragð ?... þá hefur maður ekki tekið nægilega vel á því ! :-)
Sautján
manns á
þessari
æfingu
og allir
alsælir
með
uppgönguna...
Eftir hamaganginn upp beið okkar veisla á leið niður...
... þar sem Ingi fékk leyfi hjá þingmanninum að fara um lendur hans að sunnan...
... hérna beygðum við niður undir hamrana...
... um góðan slóða sem er orðinn vel troðinn og vel fær en ekki mjög spennandi í bleytu...
Töfrandi falleg leið sem minnti á Kirkjufellið og Hornstrandir...
Já, hann er tignarlegur þingmaðurinn sem þessi klettur heitir réttilega :-)
"Lítið þið við"... en þetta var of stórt landslag fyrir venjulega hópmynd !
Sjófulginn
kurraði
yfir
okkur og
forvitnaðist
um
ferðir
okkar...
Steini
fór í
eggjatínslu
á leið
til baka
inn
Berjadalinn...
Undir hömrunum er þessi fallega klettanös...
... þar sem við borðuðum nestið og nutum blíðunnar...
Hvílík
fegurð...
Þetta
minnti á
Lambatangann
neðan
við
Hælavíkurbjarg
í
Hornvík
á
Hornströndum
í
magnaðri
ferð
2013...
...
og var
göldróttur
staður
til að
vera
á...
Gott að fóta sig niður á nösina....
Hey, lítið þið við... jú, þetta var of stórt fyrir hópmynd...
Nærmynd :-)
Ingi
sagði
sögur í
nestispásunni...
og á
örugglega
eftir að
fara
seinna
með
okkur
lengra
út eftir
hömrunum
Og svo
hafa
þjálfarar
mænt
ánrum
samaná
uppgönguleið
suðaustan
megin...
verðum
að fara
hana
einn
daginn
:-)
Hópmynd á Ingakambi: Hlöðver, Hjölli, Steini, Gylfi, Anna Elín, Jóhann Rúnar, Sarah, Arnar, Guðný Ester, Þór, Örn,m Sigríður Arna, Kolbrún Ýr, Jóhanna Fríða, Heiðrún, Ingi og Bára tók mynd með Batman og Dimmu sem vildu ekkert endilega vera með á myndinni og flæktust samt þarna í fótunum á fólkinu :-)
Við héldum heimá leið full af orku eftir náttúrufegurð sem hleður mann betur en nokkuð annað...
Svona
dagar...
á svona
stöðum...
í svona
veðri...
hafa án
efa
haldið
lífinu í
fólki
hér áður
fyrr
Bakaleiðin um hamrana með sólina að villa um fyrir myndavélinni...
Við söknum þín Lilja Sesselja... og Súsanna og... allir þeir sem ekkert hafa verið með okkur í allan vetur og vor... af ýmsum orsökum... svona göngur vill maður uplifa með ykkur sem gengið hafa með okkur gegnum súrt og sætt árum saman...
Takk Heiðrún og Ingi fyrir gestrisnina á fjallinu ykkar :-)
Maður
nánast
flýgur
niður á
sælunni
einni
saman
eftir
svona
stundir
í
fjöllunum...
Dásamleg æfing í fínu veðri, góðu færi, flottri frammistöðu og kyngimögnuðu landslagi...
Alls 5,3
km á
2:25
klst.
upp í
566 m
hæð með
alls
hækkun
upp á
543 m
mðiað
við 67 m
upphafshæð. |
Gráu
hnúkar
og Stóri
Meitill
kosin
áfram
Tuttugu
Toppfara
kusu
frekar
að ganga
um
marghnúkaða
Hellisheiðina
Hafnfirsku
gleðigjafarnir
okkar,
Jóhanna
Fríða,
Svala og
Vallý
mættu
loksins
til
leiks
eftir
talsvert
hlé
Gráu hnúkarnir eru talsvert margir... fagurlagaðir og meira krefjandi en ætla má sakir mýktarinnar... og var þrætt eftir nokkrum þeirra til að byrja með... og svo hafði verið lagt upp með að ganga suðaustur að hinum mjög svo hógværu Lakahnúkum sem lúra þarna í hrauninu í áttina að Skálafelli... og þaðan átti að ganga yfir á Stóra Sandfell (sem á litla bróður sinn rétt hjá Geitafelli og við höfum gengið marg sinnis á)... en af því Bára skrópaði þetta kvöld, þá réð Örninn ekkert við sig og flaug ósjálfrátt að hæsta tindi á vestri hluta Hellisheiðarinnar...
En Stóri
Meitill
höfðaði
ekki til
allra og
því létu
Svala,
Vallý og
Njóla
Gráu
hnúkana
nægja
Hinir voru hæstánægðir með stefnubreytingu Arnarins...
... á þennan meitlaða klett sem trónir yfir svæðinu...
... og létu sig hafa það að brölta upp móbergsklettana...
... á fínni leið þó bratt væri...
... og það var sannarlega þess virði...
... að komast upp í 530 m hæð þar sem sjá mátti Suðurlandið og Litla Meitil þarna niðri...
Hjölli,
Jóhannes,
Þór,
Ester,
Jóhann
Rúnar,
Anna
Elín,
Njáll,
Sarah,
Arna,
Arnar,
Guðrún
Helga.
Stóri Meitill er flottur gígur...
... sem þræddur var allan hringinn...
... með
flottu
útsýni
yfir
þrengslin
til
sjávar í
suðri,
borgar í
vestri,
Hengilsins
í norðri
og
Hellisheiðar
í
austri...
Niður var farið sömu leið og upp um fremur brattar brekkurnar þar sem gæta þurfti aðeina að grjóthruni...
... og svo um mjúkan mosann og oddhvasst hraunið aftur meðfram þeim gráu í bílana á gasprandi spjallinu og þakklátri vellíðaninni sem líkaminn gefur alltaf eftir krefjandi átök... Alls 7,7 km á 3:01 klst. upp í 530 m hæð með alls hækkun upp á 446 m miðað við 325 m upphafshæð.
Ísland
féll úr
keppninni
þetta
kvöld en
þeir sem
mættu
máttu
vera
ánægðir
með
afrakstur
kvöldsins |
Gullin fegurð Móskarðahnúka
Ein
allra
fegursta
gönguleiðin
sem
gefst
við
höfuðborgina
... og þriðjudaginn 3. maí mættu 26 Toppfarar til göngu á þá í fallegri kvöldsól en svölu veðri...
... þar
sem
sumarið
er
byrjað
að ljóma
við
fjallsrætur
Haukafjöll hér mosagræn neðar og Grímmannsfell fjær ásamt Æsustaðafjalli í Mosó...
Sólin skein í heiði og allir í rjómaskapi þetta kvöld...
Brátt tóku skaflarnir við þegar ofar dró...
... og fjallshryggir sunnanverðrar Esjunnar minntu okkur á fyrri göngur á þá... Flekkudalsgönguna mögnuðu 17. maí 2012 sem dæmi á Hátind í sólarblíðu þar sem Dimma var aðalleiðsögumaðurinn...
Kattarklöngrið
á
Hátind
19. júní
2012 þar
sem
farið
var upp
þetta
bratta
horn
þarna og
niður
mögnuðu
kattarhryggina Kistufellið í 5 ára afmælisgöngunni þann 15. maí 2012 þar sem við gengum með blöðrur á bakpokunum langa leið og niður um Gunnlaugsskarð í köldu en sólríku veðri... alger afrekskvöldganga svona að voru til þar sem vetrarfæri var efst. Hey, þetta var allt árið 2012... við vorum í einhverjum Esjuham þá einmitt að klára alla tinda og leiðir :-)
En aftur að Móskarðahnúkunum gullfallegu sem aldrei bregðast manni sakir fegurðar og töfra...
Færið var mjúkt og öruggt þegar ofar dró í víkjandi sköflunum...
og
Tindfjallajökulsfarar
fengu
smá
fortíðarhvarf
til hans
vikuna á
undan
Batman,
Bónó og
Molo
voru
ansi
glaðir
að fá
göngu
þetta
kvöld
Í skarðinu var svalur vindur eftir blíðuna á leiðinni upp...
... og það var kalt á toppnum...
Síðasta
æfingin
fyrir
Sveinstind
í
Öræfajökli
Vatnajökuls...
Það
vantar
einhvern
veginn
eitthvað
ef maður
fer ekki
þessa
leið á
hverju
ári...
Hópmynd af englum... Njáll, Jóhann Ísfeld, Njóla, Doddi, Alda, Sigríður Arna, Ester, Ósk, Aran, Sarah, Guðlaug, Karen, Helga Bj., Ísleifur, Katrín kj., Guðmundur Jón, Steingrímur, Jóhannes,Jóhann Ísfeld, Ólafur Vignir, Elín Anna og Jóhann Rúnar og Ágúst en Örn tók mynd og Bára hundleið í vinnu að missa af þessari göngu... og Batman þarna og Bónó og Moli :-)
Hæsti
tindur
var
látinn
nægja
þetta
kvöld
Niðurgangan
var
snörp og
ljúf í
senn
alla
leið
niður úr
víkjandi
vetrinum
í
sprettandi
sumarið...
Dúnduræfing
fimm
dögum
fyrir
jöklaferðina
stóru og
rúmri
viku
eftir
Tindfjallaferðina
töfrandi |
Rekin af
fjalli á
Reykjanesi
Þriðjudaginn 26. apríl var dæmigerður könnunarleiðangur á ný fjöll í safnið, að þessu sinni á Stapafell, Súlur og Þórðarfell á Reykjanesi... lág fell sem rísa norðvestan megin við Bláa lónið og sjást vel af Keflavíkur- og Grindavíkurveginum og við höfum oft mænt á ofan af Þorbirni, Sýlingarfelli o. fl. fjöllum á Reykjanesinu... en til þess að komast að þeim keyrðum við þennan líka fína veg að námusvæðinu við Stapafell og sáum reyndar hliðið á leiðinni sem sagði eitthvað um tímamörk á efnistöku á svæðinu... en tókum þetta ekki til okkar þó mörg hver hugsuðu sitt... og ákváðum að hafa ekki miklar áhyggjur af þessu... og héldum okkar striki... við hlytum að komast burt af svæðinu á einhverjum af þessum vegaslóðum þarna um allt ef hliðinu yrði lokað...
Við vorum kannski svolítið kokhraust þegar við keyrðum inn á svæðið af Grindavíkurafleggjara og hlógum að þessum lágu fellum sem voru saklaus verkefni dagsins... en fyrsta fellið var brattur móbergsklettur sem nefndur hefur verið Súlur og reyndi verulega á þar sem lausagrjótið ofan á móberginu er ekki með því auðveldasta að fóta sig í... og við þurftum að hafa okkur öll við að fóta okkur upp... búin að stirðna í þessu móbergsklöngri eftir allan ísinn og snjóinn í vetur... :-)
Og ofan
af tindi
Súlna í
151 m
hæð
horfðum
við
niður á
Stapafellið
sem er
greinilega
ekki
orðið
neitt
neitt...
Þórðarfellið bauð okkur velkomið þegar þangað var litið ofan af Súlum suðaustan megin, sjá Þorbjörn þarna vinstra megin á bak við... menn ganga almennt á Þórðarfell frá afleggjaranum við Eldvörpin svo við skulum bara gera það næst og vera ekkert að voga okkur inn á þetta svæði aftur :-)
Við
þræddum
okkur
eftir
hryggnum
á Súlum
til
suðurs
með
Sandfellið
lengst í
fjarska
Móbergið
er
dæmigert
fyrir
Reykjanesið
og
reyndar
fleiri
svæði...
Sandkennd
skriða
neðar og
loftið
ilmaði
af
sumri...
brakandi
heit
mold vel
hituð af
sólinni
eftir
daginn...
Tuttuguogtveir mættir á æfingu þetta sólríka kvöld... Ágúst, Ásta Guðrún, Ástríður, Bára, Doddi, Ester, Gerður jens., Guðný Ester, Heiða, Heimir, Hjölli, Jóhannes, Jón Tryggvi, Ólafur Vignir, Sarah, Sigga Rósa, Sigga Sig., Svavar, Þór og Örn og aftur mættu fimm hundar eða þau Dimma, Batman og Slaufa og tveir nýir, Moli og Tinni hennar Heiðu og það var svo líf og fjör hjá þeim :-)
En þór
var að
mæta í
sína
fyrstu
göngu
með
hópnum
En...
áhyggjur
okkar af
því að
lokast
inni
síðar um
kvöldið
reyndust
réttar...
Þorbjörn
við
Grindavík
og Bláa
lónið
var
nærtækasta
fjallið...
Sólin
enn hátt
á lofti
og allir
í
stuði...
engum
datt
greinilega
í hug að
láta
þetta
svekkja
sig á
nokkurn
hátt
... enda
var það
vel þess
virði...
Þorbjörn leynir á óvenjulegum gersemum sem gaman er að sýna börnum til að koma þeim á bragðið með ævintýramennsku óbyggðanna... eins og við gerðum hér um árið eitt sinnið í klúbbnum að hausti til...
Uppi skein sólin og í fjarska mátti sjá Þórðarfell, Súlur og Stapafell hægra megin á mynd...
Þetta var svo dásamlegt að við vorum hálfsvekkt að þessi ganga varð ekki lengri en þetta... þrátt fyrir að hafa þurft að keyra í millitíðinni eftir fyrri gönguna á Súlur... frábær sárabót eftir vandræðaganginn fyrr um kvöldið, þar sem þjálfarar komu meira að segja einni mínútu of seint í Hafnarfjörð sem er líklega í annað eða þriðja sinn sem þeir koma of seint á þriðjudagsæfingu frá upphafi 2007... og keyrðu aðeins of snemma út af að Þorbirni... og komust ekki inn allan afleggjarann eins og vanalega að fjallsrótum... þar sem næstum því var líka lokað fyrr að fjallinu... en allt endaði þetta eins fallega og vel og það gat farið :-) Seinna fjallið gaf 3,0 km göngu á 1:23 klst. upp í 243 m hæð með alls hækkun upp á 201 m miðað við 48 m upphafshæð. Göngur kvöldsins voru því alls 5,3 km á 2:24 klst. sem var fínasta uppskera þó akstur væri þarna á milli.
Frábært
kvöld
sem við
eigum
líklega
eftir að
hlæja að
næstu
árin :-) |
Töffarinn
Geirmundur
Úr því
veðurspáin
batnaði ansi
mikið
sólarhringinn
fyrir
þriðjdaguinn
19. apríl
Sorglega
fáir mættir
miðað við
flotta leið
og flestir
mættir létu
ekki
ráðgerða
göngu á
Tindfjallajökul
eftir tvo
daga
Gengið var upp með brúnum Geirmundar í norðvetri... hefðbundna leið til að byrja með...
... en svo
var farið um
Guðjónsbrúnir
sem svo
heita
aukakrókarnir
hinum megin
við klettana
á leið upp
Mjög skemmtileg leið utan í brúnunum norðan megin...
... og örugg alla leið en fara þurfti varlega í snjóbleytunni...
Mjög skemmtilegt brölt sem sífellt fleirin fara enda slóðinn að verða ansi sjáanlegur...
Hér komum við einu sinni upp í bongóblíðu og tókum flotta hópmynd sitjandi utan í þessum kletti....
Tíu manns mættir... sóun á flottri leið en svona er þetta, svo margt í gangi alls staðar...
Guðmundur
Jón, Katrín
Kj., Ólafur
Vignir,
Helga Bj.,
Heiðrún,
Doddi, Roar,
Njóla, Ingi
og Örn tók
mynd
Uppi borðuðu menn nesti og horfðu á skýin hverfa smám saman af tindinum...
Það var ekki
annað hægt
en taka aðra
mynd í
þessari
veðurblíðu
sem þarna
læddist
inn...
... en
veturinn
gefur ekki
auðveldlega
eftir og í
kuldakastinu
síðustu daga
þetta föruneyti gerði það gönguna bara fegurri í kvöldsólinni...
... og gaf
enn eina
fallegu
útgáfuna af
Akrafjalli
Sólin... það verður allt svo óskaplega gott þegar hún mætir á svæðið...
... síðasti vetrardagur daginn eftir og hún er alveg að ná að hrekja veturinn á brott...
Sólsetrið á
Akrafjalli
er alltaf
gullfallegt
og gefur
sálinni án
efa
ómetanlega
orku og
endurnýjun
Alls 6,9 km á 2:59 klst. upp í 651 m hæð með alls hækkun upp á 640 m miðað við 51 m upphafshæð.
Gullfalleg
og ansi töff
kvöldganga í
síbreytilegu
veðri og
færð þar sem
gengið var
úr vorinu
upp í
veturinn
Hinir
tindarnir á
Tindfjallajökli
á dagskránni
eftir tvo
daga...
fimmtudaginn
21. apríl
|
Gullslegin
víðátta
Stóra og Litla Sauðafell við upphaf Kjósarinnar að sunnan hafa allavega tvisvar vikið fyrir merkilegri fjöllum...
... en
við
létum
slag
standa
þriðjudaginn
12.
apríl og
skunduðum
á þessi
hversdagslegu
fell
...sem
gáfu
okkur
ekki
mikla
hækkun
þar sem
gengið
var í
raun
ofan af
heiðinni
á þau
Þetta var með "lummulegustu fjallgöngunum" í sögunni... :-)
...en
útsýnið
allt frá
Skarðsheiðinni
í
norðri,
Kjósarfjöllunum
nær,
Þingvallafjöllunum
í
austri,
Sólin
bræddi
okkur
lengi
vel
þetta
kvöld...
Á "efsta
tind"i
Stóra
Sauðafells
í 417 m
hæð
fengum
við
okkur
nesti í
blíðunni
og
hlógum
að
einfaldleika
kvöldsins...
Það voru fimm ferfætlingar með í för og þeir þustu allir til Jóa þegar hann tók upp nestispokann...
Dimnma
hans
Hjölla
hógvær í
forgrunni,
Slaufa
hennar
Siggu
Sig sú
ljósa
vinstra
megin,
Átján
mættir...
með
Hengilinn
og
Bláfjölliin
öll í
baksýn...
Doddi,
Ólafur
Vignir,
Njóla,
Guðmundur
Jón.,
Katrín
Kj.,
Sarah,
Hjölli,
Ester,
Örn,
Jóhann
Ísfeld.
Víðáttan...
lognið...
sólarlagið...
bláminn...
endalausar
snjóbreiðurnar...
...það er eitthvað við það að ganga með svona vítt til allra átta og fjöllin glitrandi um allt...
Sólin
settist
meðan
við
vorum á
göngu og
við
eltum
hana
ofan af
Stóra
Sauðafelli
Þetta
átti
upphaflega
að vera
jaðaríþróttaæfing
númer
fjögur
af tólf
á árinu
... en kannski er það einfaldlega staðreynd að fjallaskíði eru töfrandi íþrótt en flækjustigið frekar hátt... fremur dýr lágmarks búnaður...skíðafæri öruggt hvað varðar snjóflóðahættu... skyggni þarf að vera fullkomið til að sjá fram fyrr sig... og aðkoma í lagi þar sem erfitt er að bera allan búnaðinn langa leið á bakinu...
Innsýnin
sem við
fengum
af
fjallaskíðunum
á
Tindfjallajökli
fyrir
tveimur
árum og
svo
aðeins á
Rauðukúlu
og
Hreggnasa
í janúar
í ár
staðfestir
þetta en
þar sást
líka að
það er
tær
snilld
að geta
rennt
sér
niður og
jafnvel
nánast
alla
leið í
bílana...
hentar
þeim vel
sem eru
slæmir í
hnjánum
og þola
illa
langar
göngur
niður í
mót...
en
spurning
hvort
fyrirhöfnin
sé þess
virði...
það er
allavega
ekki
skrírið
afhverju
menn
fara út
í
þyrluskíðamennsku,
þar
færðu
rjómann
af
þessari
íþrótt
og
losnar
við
uppgöngu
og burð
en
reyndar
ekki
tryggingu
á öryggi
hvað
varðar
snjóflóðahættu...
Smá
hraunhraukur
á
leiðinni...
svona
til að
fá smá
fjallgöngutilfinningu
mitt í
allri
þessari
auðn...
... en
útsýnið
og
víðáttan
sem fæst
með því
að hækka
sig.. þó
ekki sé
nema um
nokkra
metra...
Tærleikinn hér var slíkur að við tókum aðra hópmynd... Gerður Jens., Doddi, Sigga Sig, Guðmundur Jón, Sarah, Ágúst, Örn, Hjölli, Njóla, Jóhann ísfeld, Heiða, Este, Katrín Kj, Ólafur Vignir, María Guðrún og Bára tók mynd en Helga Bj. var snúin fyrr til baka vegna vinnu.
Litla
Sauðafell...
þarna
lengst í
fjarska...
jú, þótt
ótrúlegt
sé...
.... en
hún
reyndist
erfiðari
en
áhorfðist...
Þar uppi í 353 m hæð var sólin farin og við gengum í bleikum bláma vorhiminsins til baka í bílana...
... og tunglið tók við dýrðinni af sólinni...
Jú, það er komið vor... sérðu bara... þetta er allt að gerast :-)
Frekar
gljúpt
færi
eftir
sólbráðina
allan
daginnn
Alls 10,4 km á 3:09 klst. upp í 417 m og 353 m hæð með alls hækkun upp á 316 m miðað við 246 m upphafshæð.
Dásamleg
útivera
að öllu
leyti og
dýrmætir
kílómetrar
í
höfn...
Sjá
gula
slóðin
er ganga
kvöldsins,
dökk
bláa er
gangan
með
gljúfri
Laxár í
Kjós í
mars
2014,
græna
upp á
Írafell,
Hádegisfjall
og
Skálafellsháls
í mars
2013,
bleika
er
Sandfell
í Kjós í
apríl
2013,
skærbláa
er
tindferð
á Múla
og Trönu
í janúar
2013
|
Pólitískir...
já nei, ekki
pólskir!
Mitt í öllum
glundroðanum
sem nú
skekur
íslenskt
stjórnmála-
og
viðskiptalíf
... stungu nítján Toppfarar af úr látunum og stefndu á Kerhólakamb í vestanverðri Esjunni...
... en
"afvegaleiddust"
um hinn
"siðspilla"
Níphól
... og
"skúmaskot"
hin ýmsu
buðu upp á
gott skjól
fyrir
hvössum
vindinum
... og menn sögðu vera eintóm "skálkaskjól"... eða "skattaskjól" öllu frekar... :-)
Æ j, það er nauðsynlegt að hlæja að þessu eins mikið og við getum !
Örn íhugaði
"að segja af
sér" úr því
honum tókst
ekki að koma
mönnum upp á
Kerhólakamb
"Aflandsbrekkur"
Esjunnar
bjóða upp á
óþrjótandi
möguleika
til gróða..
nei, ég
meina til
göngu
Alls 4,8 km á 2:21 klst. upp í 569 m á Níphól með alls hækkun upp á 517 m miðað við 71 m upphafshæð.
Frábært
hversu
margir mættu
á þessum
víðsjárverðu
tímum
Og NB það er
alger móðgun
við
landslagið
að kenna það
á nokkurn
hátt við
siðspillingu,
skálkaskjól
og annan
ósóma
...og þá er átt
við bæði
siðspillinguna
og græðgina,
svindlið og
lygarnar hjá
þeim sem
gagnrýndir
eru
Verum góð
hvort við
annað umfram
allt sama
hvað |
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |