Æfingar alla þriðjudaga frá janúar út mars 2013
í öfugri tímaröð:

Nónbunga og Skálatindur Eilífsdal 23. mars
Skálafellsháls, Hádegisfjall og Írafell 19. mars
Húsfell 12. mars
Poweradehlaupin mars
Þríhnúkar við Bláfjöll 5. mars
Blákollur við Jósepsdal 26. febrúar
Mosfell 19. febrúar
Smáþúfur 12. febrúar
Helgafell í Hafnarfirði 5. febrúar
Helgafell í Mosó 29. janúar
Nepalkynningafundur 28. janúar
Ásfjall 22. janúar
Þverfell og Langihryggur Esju 15. janúar
Austurtindur Akrafjalls nýársganga 8. janúar
 


Afreksganga
á Nónbungu og Skálatind í Eilífsdal

Þriðjudaginn 23. mars tóku 32 Toppfarar hörkuæfingu með 10,5 km göngu á  Nónbungu og Skálatind við Eilífsdal
í fínu færi þar sem rættist úr veðri og skyggni...

Gengið var gegnum sumarhúsabyggðina og upp með lendum Nónbungu sem sannarlega ættu frekar að heita Nónbungur í fleirtölu... eins og Ósk kallaði þær... þar sem hver hæðin á fætur annarri lokkaði okkur sífellt lengra upp á hálendið...

Við héldum af stað úr sumrinu í Reykjavík... í hráslagainnn sem hófst við bílana í dalnum með élgagangi og regnskúrum...
upp í misblauta kaflana á Nónbungu og enduðum á samfelldum snjóbreiðunum á Skálatindi...

Misstum aldrei niður göngugleðina enda magnað landslag og útsýni á þessum slóðum...
...hér með hluta af Hvalfirði og Meðalfellsvatni í baksýn ofan af Nónbungu...

Við vorum í fjórða sinn að ganga um þessar endalausu lendur Nónbungu...

Fórum fyrst niður um þær á hringleið um Eilífsdal í mars 2011 þar sem farið var á fimm tinda í brakandi fallegu sólarveðri...
http://www.fjallgongur.is/tindur51_eilifsdalur_5tindar_120311.htm

... svo í kvöldgöngu í sama áræðnisflokknum og þessi kvöldganga var með göngu á Þórnýjartind og um Hjöllaslóðir til baka í sept 2011... http://www.fjallgongur.is/aefingar/17_aefingar_agust_sept_2011.htm

... í þriðja sinn í tilraun til að taka hringleið um Flekkudal en þurftum frá að hverfa frá Nónbungu vegna ofsavinds í mars 2012...
http://www.fjallgongur.is/tindur73_nonbunga_240312.htm

... og loks í magnaðri tindferð hringinn í kringum Flekkudal með viðkomu á níu tindum á Esjunni í maí í fyrra 2012...
http://www.fjallgongur.is/tindur77_flekkudalur_170512.htm

Það gekk á með éljum... hryðjum... skýjum... en heldur skánaði það er leið á kvöldið og við uppskárum laun erfiðisins á mögnuðum útsýnistað efst á Skálatindi sem teygir sig inn í Eilífsdal af hrygg Nónbungunnar og við gátum virt fyrir okkur svipmikinn klettasal Eilífsdalsbotnsins...

...þar sem Eilífstindurinn sjálfur rís ósnertanlegur öllum nema klifrurum... og Hjölli fer með Toppfarafélaga sína árlega í mergjaða kvöldgöngu í júlí uppp grýtta, brattaskálina vestan megin... þar sem byrjað er í Eilífsdal og endað niður Þverfellshornið...
http://www.fjallgongur.is/aukagongur_klubbmedlima.htm

Ekki hægt annað en taka aðra hópmynd úr því það var skyggni á þessum stað...

Efri: Gréta, Soffía Jóna, Björn Matt., Anna Sigga, Guðmundur jón, Svala, Björn H., Anton, Katrín Kj., Sigga Rósa, Guðmundur V., Jóhanna V., Ólafur, Kristján, Guðlaug, Hjölli, Lilja Sesselja, Hjálmar, Ósk, Anna Jóhanna og Ástríður.
Neðri: Kjartan, Brynja, Ágústa, Susanna, Bestla, Gerður Jens., Lilja Kr. en á mynd vantar Inga og Heiðrúnu og Helgu Bj., semsneru stuttu áður við og og Bara tók mynd með Dimmu, Díu og fleiri ferfætlinga í kring...



Til baka var farið sömu leið í kyngimögnuðu rökkri þar sem tunglið lék sífellt stærra hlutverk og varpaði sérkennilegri birtu á skýin og fjöllin allt í kring í samspili við setjandi sólina í blankalogni... þar til myrkrið tók yfir í lokin... og höfuðljósin komu sér vel til að komast rétta leið gegnum sumarhúsabyggðina... og þá komu líka rauðu og hvítu blikkandi ljós þjálfara í góðar þarfir svo allir skiluðu sér í bílana eftir 3:45 - 4:09 klst. göngu
alls 10,5 km upp í 812 m hæð með 744 m hækkun alls miðað við 122 m upphafshæð... ansi vel af sér vikið á þessum árstíma!

Skínandi góð æfing fyrir spennandi ævintýri sumarsins... eins og Miðfellstind, Laugaveginn og kannski Hornstrandir...
en nú liggur á að menn æfi vel, mæti vel og taki sínar eigin þolæfingar til viðbótar ef þeir ætla Laugaveginn...
t. d. væri Esjan/Úlfarsfell/Helgafell hratt upp alla fimmtudaga eins og í gamla daga fínasta þjálfun ;-)

 

 

Skálafellsháls... Hádegisfjall... Írafell...
... bak við Skálafell, Trönu og Móskarðahnúka...

Hífandi rok og ískuldi komu ekki í veg fyrir að tuttugu Toppfarar mættu til leiks um baksvið norðausturhorns Esjunnar þriðjudaginn 19. mars... til að taka krefjandi æfingagöngu á Skálafellsháls, Hádegisfjall og Írafell... já, kortin eru svolítið missaga en líklegast er aukafjallsbungan milli Írafells og Skálafellsháls svokallað Hádegisfjall þó menn hafi eflaust líka viljað kalla Skálafellshálsinn Hádegisfjall...

Gengið var með afleggjaranum að bænum Írafelli... með Skálafell í suðri í fjarska framundan... Múla, Trönu og Möðruvallaháls á hægri hönd og Írafell sem við enduðum á, á vinstri hönd... og Móskarðahnúka enn að fela sig bak við Trönu...

Eyðibýlið Írafell... skoðuðum þetta hús ekki nánar þar sem veðrið einhvern veginn fékk menn ekki mikið til að staldra við... en draugalegt var það þó vinalegt væri bæjarstæðið enda enn einhver heybúskapur á svæðinu... og Gylfi fræddi okkur um Írafellsmóra... þar til hann féll nánast við í götuna... og þá þorðum við ekki að ræða þau mál frekar í bili...

http://www.forn-sed.no/folkesagn/folkesagn/spokelser/draug9.shtml

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/69802/

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/59146/

http://www.ruv.is/frett/samfelagid-i-naermynd/irafellsmori-eltir-aettina

... en þetta var bara fallegur dalur... hross og bústaður í grennd...

Skálafellsháls framundan þar sem við örkuðum upp með með vindinn í bakið...

Gengið var gegnum bæjarstæðið, yfir túnin og upp á Skálafellsháls meðfram Þvergili og ísalögðum fossum þess...

Þetta var ansi þétt og langt upp eftir... enda ein af þessum endalausum brekkum sem blekkja mann með "tindarlegum" klettabeltum efst séð að neðan.... en eru svo bara millibrúnir fyrir tindinn sem rís miklu ofar bak við hnúka og hjalla...

Kjölurinn með Laxá í Kjós fjærst en þetta svæði ásamt Stíflisdalsvatni sem eru upptök Laxár eru framtíðargöngusvæði Toppfara...

Hópmynd meðan sólin var enn á lofti... með Móskarðahnúka, Múla  og Trönu í baksýn...

Anna Jóhanna, Hjálmar, Matti, Dagbjört, Aðalheiður S., Nonni, Guðmundur V., Guðlaug, Gerður Jens., Ísleifur, Helga Bj., Örn, Ágústa, Lilja Sesselja, Arna , Katrín Kj., Guðmundur Jón, Ólafur og Gylfi en Bára tók mynd og Gotti og Drífa skoppuðust með ;-)

Ansi flott blanda af eljusömum reynsluboltum og nýlegri klúbbmeðlimum sem létu veðrið ekki stöðva för !

Á hægri hönd var gönguleið nýárstindferðarinnar um Múla, Trönu og Möðruvallaháls sem var farin í þröngum veðurglugga, blautu færi og lélegu skyggni... leið sem er ansi tignarleg ef kuldinn og vindurinn væru ekki að þvælast svona mikið fyrir... eins og hann gerði líka síðustu helgi þegar Ingi bauð félögum sínum í aukagöngu um Skarðsheiðina og níu manns slógu til í fallegu heiðskíru veðri og skyggni en kulda og vindi: http://gylfigylfason.123.is/photoalbums/244374/

Uppi á efsta tindi Skálafellsháls... komin á áfangastað sem við áttum eiginlega ekki von á að ná í þessu veðri... í 591 - 617 m mælda hæð eftir tækjum... með flotta sýn á norðurhlíðar Skálafells og nágrennis... hífandi vindur og ískluldi... hér fóru skíðagleraugun upp og menn bættu á sig fötum...

Sjá betri mynd frá Gylfa... þjálfari gleymdi myndavélinni og tók sínar myndir á símann sem slapp ótrúlega vel... en þarna sést samt munurinn vel... miklu skýrari myndgæði...

Takk fyrir lánið Gylfi!

Niður til baka straujuðum við ólm í að komast í betra veður... niður á Hádegisfjall sem svo má kalla aukabunguna sem þarna rís á milli Skálafellsháls og Írafells...

Þar gafst eitt gott skjól... kærkomið logn í smá tíma... áður en við héldum áfram yfir á Írafell... með vaxandi rökkri og ágætis veðri...


Önnur mynd að láni frá Gylfa - takk!

En ofan af Írafelli tókum við bara snjóbrekkuna þó ætlunin hafi verið að sniðganga hana yfir á hornið suðvestan megin... en það slapp vel þó einhverjir settu á sig broddana til öryggis... á meðan aðrir renndu sér eins og sést á myndbandinu hans Gylfa sem hann setti saman eftir gönguna áður en hann fór í ævintýraferð með syni sína til Ameríku þar sem Grand Canyon og fleiri spennandi staðir voru framundan þeim... en Toppfarar eru með eindæmum ævintýragjarnir og eru nú þrír þeirra í sleðaferð á Grænlandi undir fararstjórn Greenland Tours sem eru samstarfsaðilar Arctic Adventures... þau Anton, Jóhanna Fríða og Kjartan...

http://www.greenlandtours.com/


Þriðja myndin frá Gylfa - takk!

Við sluppum fyrir höfuðljósatíma... sem var ansi tæpt... hæstánægð með hörkuæfingu í krefjandi veðri... alls 7,1 km uppskera á 2:39 - 2:47 klst. upp í 608 m, 352 m og 268 m hæð með 618 m hækkun miðað við 49 m upphafshæð.

Hífandi snilld og ekkert annað !

Snilldarmyndband Gylfa af göngunni hér á vefnum: http://www.youtube.com/watch?v=ET5MnGHqcRA

Og gullfallegar myndir hans úr göngunni teknar á góðri vél: http://gylfigylfason.123.is/photoalbums/244428/
 

 

Poweradehlaup vetrarins:

Október: Ágústa, Steinunn, Sæmundur, Örn.
Nóvember:
Steinunn !
Desember:
Steinunn og Sæmundur.

Gamlárshlaupið: Ágústa, Bestla, Björn H., Björn Matt, Kristján, Steinunn.
Janúar:
Steinunn.
Febrúar:
Steinunn
Mars:
Steinunn !

Steinunn hélt algerlega nafni Toppfara á lofti þennan veturinn en hún æfir með KR vestur í bæ;-)

Fjórir Toppfarar mættu í fyrsta Powerade-hlaup vetrarins af sex eða þau Ágústa, Steinunn, Sæmundur og Örn
og stóðu sig frábærlega - til hamingju!

Sjá úrslit og tilkynningar um þessa frábæru hlaupaseríu sem haldið hefur verið úti árum saman með sjálfboðavinnu nánast sömu mannanna frá upphafi - í frábærri stemmningu þar sem endað er í heita pottinum - en menn hafa gjarnan haldið sér vel við yfir veturinn með þessum hlaupum og tekið púlsinn á sér mánaðarlega - í keppni þar sem hlaupið er í myrkri í öllum veðrum án brautargæslu:  www.hlaup.is.

Við skorum á alla skokkandi/hlaupandi Toppfara til að mæta í næsta hlaup !
 

 

Baksvið Hafnarfjarðarfjalla

Bak við Helgafell í Hafnarfirði...

... og bak við Valahnúka hina fögru...

... beið Húsfellið eftir Toppförum... en fjallið það má og teljast vera "bak við" Búrfellið í Heiðmörk... enda sjaldfarnasta fjallið ef þessum fjórum... fernu sem tilvalið væri að ganga á alla í einu á góðum laugardegi...

... en við vorum þarna stödd á þriðjudagskveldi þann 12. mars... í óskaplega friðsælu og fallegu veðri... léttskýjað, lygnt og hlýtt... og landið allt var með okkur í vorfílíngnum... í óða önn að sópa ofan af sér snjónum sem fauk um allt í síðustu viku...

Aðkoman að Húsfelli er tæplega fjögurra kílómetra löng hvorki meira né minna... og því lögðu þjálfarar upp með að nýta þá láglendisgöngu til rösklegrar þoljálfunar... sem var auðvitað ástæðan fyrir þessari góðu mætingu þetta kvöld... en ekki ha?, vorið í lofti... já, jú, kannski var það líka eitthvað að draga sjaldséða og kærkomna hrafna á æfingu ;-)

Svona til að minna á að veturinn ræður enn ríkjum bauð Húsfellið upp á góðan snjóskafl sem þó var það mjúkur að engin leið var að renna sér niður um hann í bakaleiðinni... en slík ævintýri hafa gjarnan einkennt þennan árstíma í sögu okkar...

Efri hluti Húsfells í formfögrum og stórgerðum móbergsklöppum er ekki langt frá fegurðinni á Helgafelli...

Mættir voru... með Lönguhlíð, Helgafell og Valahnúka í baksýn:

Standandi: Aðalheiður S., Droplaug, Þórunn, Steinunn S., Matti, Dagbjört, Berglind, Ásta Guðrún, Guðlaug, Ólafur, Hjölli, Arna, Soffía Jóna,  Björn E., Kristín Gunda, ?, Guðmundur, Örn, Gylfi, Stefán, ?, Gunnar, Thomas, Halldóra Á., Aðalheiður S., Guðmundur V., Katrín Kj., Arnar, Hanna, Brynja, Gréta, Nonni og Bjarni.
Sitjandi: Svala, Anna Sigga, Gerður J., Sigga Sig., Kjartan, Lilja Sesselja, Jóhanna Fríða, María E., Helga Bj., og Súsanna.. en Dimma, Drífa, Moli og Bónó... allavega skoppuðust með og Bára tók mynd.

Spáð var slyddu þetta kvöld... hún hitaði bara upp meðan við gengum og sendi örfáa dropa niður á þessum tímapunkti...en svo ekki söguna meir... fyrr en við vorum öll komin vel á veg heimleiðis í bílnum að úrkoman buldi á bílnum... vel sloppið enn einu sinni...

Alls 8,8 km æfing á 2:24 klst. upp í 298 m hæð með 412 m hækkun miðað við 87 m upphafshæð.

Flott þjálfun og dýrmæt vegalengd þetta kvöld...

Nú lengjast göngurnar smám saman og erfiðleikastigið eykst með hækkandi sól... baksvið Esjunnar á dagskrá næsta þriðjudag á nýjum slóðum Hádegisfells og Írafells austan Trönu og Móskarðahnúka og norðan Skálafells... í norðausturenda Esjunnar... þar næsta þriðjudag er það baksviðið norðvestan Esjunnar á Nónbungu, Paradísarhnúk og Skálafellstind frá Eilífsdal (ekki Flekkudal)... og í vor og sumar bíða okkar fleiri fjöll "baksviðs" í norðurhluta Esjunnar á þriðjudagskvöldum... eins og Sandsfjall í Flekkudal, Meðalfell við Meðalfellsvatn og Sandfell í Kjós...

Nýtið góða veðurdaga eins og nú eru framundan um helgina til þjálfunar og munið þá góðu einföldu reglu að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi... það er eingöngu með staðfestu og reglusemi sem menn komast í gott líkamlegt form og halda því árum saman...

 

Vetur á Þríhnúkum

Þriðjudaginn 5. mars sluppum við ansi vel undan veðrinu og náðum ágætis göngu á Þríhnúka við Bláfjöll í þéttum og ísköldum vindi en engri úrkomu... svífandi um eftir sumargönguna í Eyjum eingöngu þremur dögum áður... sem var absúrd tilhugsun í þessu veðursamhengi sem nú ræður ríkjum með snjóstormi í Reykjavík svo hversdagslífið allt fór úr skorðum...

Skyggni var ágætt til Hafnarfjarðarfjallanna og alla leið á Skjaldbreið í austri...

Það var það kalt að myndavélin fraus... og náði ekki fleiri myndum á Þríhnúkunum svo formfögrum og gullfallegum... með ísilagðan þríhnúkagíginn sjálfan... mikil synd þar sem landslagið þarna er fagurt til myndatöku...

Mættir voru ekki svona fáir í langan tíma eða þau Anna Sigga, Anton, Ásta Guðrún, Ástríður, Bára, Björgvin, Björn HE., Brynja, Elsa Inga, Guðmundur Jón, Gylfi, Hanna, Jóhann Ísfeld, Jóhanna V., Jóhannes, Katrín Kj., Lilja Bj., Ósk, Steinunn Sn., Súsanna, Svala og Örn... og Bono og Moli skoppuðu með og týndust sko ekki ;-)

...en svo náði vélin einni mynd á niðurleið eftir mikla upphitun innanklæða... og við skunduðum til baka og fórum sæl í bæinn með 4,2 km æfingu að baki á 1.54 klst. upp í 561 m hæð með 361 m hækkun miðað við 310 m upphafshæð.

 

Bónó týnist á Blákolli

Það rættist aldeilis úr veðri þriðjudagskveldið 26. febrúar þegar 38 manns tóku æfingagöngu á Blákoll við Jósepsdal...

Gengið var frá motorkrosssvæðinu vestan megin yfir hóla og hæðir áður en komið var á hinn eiginlega Blákoll sem bungast þarna um hraunið sunnan við Sauðadala- og Ólafsskarðshnúka...

Gleðin var svo sannarlega við völd...
Jóhanna V., Gréta nánast í hvarfi, Gerður Jens., Valla, Irma, Anna Sigga og Kristín Gunda með Sebru? í flottum gír...

Þetta var hörkuæfing með endalausum hækkunum og lækkunum sem voru holl upphitun fyrir lengri og meira krefjandi þriðjudagsgöngur sem nú framundan eru eftir því sem sólin hækkar á lofti... og ekki spurning að nýta þessare styttri göngur til að vinna upp þolið...

Mættir voru:

Standandi: Gylfi, Björn E., Ásta Guðrún, Lilja Sesselja, Anna Sigga, Guðmundur Jón, Ólafur, Soffía Jóna, Jón, Valla, Hjálmar, Anna Jóhanna, Lilja Bj., Svala, Elsa Inga, Hjölli, Örn, Ósk, Björgvin, Anton og Jóhanna V.

Sitjandi: Jóhannes, Ástríður, Arna, Steinunn Sn., Kristín Gunda, Dagbjört, Berglind, Þórunn, Örn og Aðalheiður, Katrín Kj., Irma, Guðmundur V., Gerður J., Gréta og Bjarni en Bára tók mynd.

... og Bónó, Dimma, Gotti og Sebra...

Við náðum okkur í smá snjóskafl á leiðinni upp og niður af Blákolli sjálfum til að minna okkur aðeins á veturinn
í þessari sumarblíðu sem nú ríkir þessa dagana...


Útsýnið til Sauðadalahnúka og Vífilsfells í suðri...

Uppi borðuðum við nesti í rökkrinu og gengum beinni og ekki eins hæðótta leið til baka þar til myrkrið var endanlega skollið á... engin úrkoma þetta kvöld þrátt fyrir slíka spá nema í eina mínútu þegar við vorum að skila okkur í bílana og hvass éljagangurinn dundi yfir okkur... hefðum ekki getað gengið klakkklaust með slíka hríð í fangið nema vera með skíðagleraugu... eru ekki örugglega allir með skíðagleraugu í bakpokanum?

Bóno þeirra Steinunnar og Jóhanns Ísfelds týndist á leiðinni til baka... lengstum vonuðum við að hann hefði fylgt þeim sem fóru hraðar til baka en hópurinn... svo reyndist ekki vera... hann fannst ekki þrátt fyrir köll og leit eftir að göngunni lauk... daginn eftir fór Steinunn upp eftir að gá að litla skinninu eftir svefnlausa nótt... hér kemur orðrétt lýsing hennar af Toppfarafésbók:

Sælir kæru Toppfarar og takk fyrir gönguna í gærkveldi.
Eins og gangan var nú skemmtileg þá endaði hún frekar illa, því mér tókst að týna öðrum hundinum mínum, honum Bónó og fann hann ekki þrátt fyrir töluverða leit. Eftir svefnlausa nótt ákvað ég að fara aftur upp í Jósepsdal til að leita í björtu. Það fyrsta sem ég sé á bílastæðinu, er sjálfur Bónó litli, í hnipri við vegg sem hefur skýlt honum í því leiðindaveðri sem var nú þarna um nóttina.
Mig langar að láta ykkur vita því það voru margir sem höfðu áhyggjur af pjakknum. En allt endaði þetta vel. Knús og kossar frá mér og Bónó.
 

Alls 5,3 km á 2:22 - 2:26 klst. upp í 546 m hæð með 474 m hækkun með öllu milli hæða miðað við 236 m upphafshæð... sem er næstum því jafnhátt og hæsta fjallið sem við göngum á í Vestmannaeyjum um helgina þar sem farið verður á fjöll frá 188 m upp í 283 m hæð... ;-)
Ótrúlega góð veðurspá eftir illviðri í allan vetur um helgar... blíðviðri á laugardeginum fram yfir hádegið... þetta bara þröngur veðurgluggi sem við fáum eins og verið hefur í vetur...
 

 

Drullugaman baksviðs á Mosfelli

Sumarlegt var það þessa vikuna... þegar 258. æfing var þriðjudaginn 19. febrúar... í vindi og rigningu... lágskýjuðu en ágætis skyggni... gleði og hlátri... blautu og drullugu færi... á fjallinu sem gjarnan hefur verið blautt og leðjótt gegnum árin... það eina sem boðið hefur okkur tvisvar upp á aurskriður á ólíkum stöðum á fjallinu... svo sumir eru farnir að kalla það Drullufell... sem átti vel við þennan dag í hlýjindunum... ;-)

En fallegt er það Mosfellið og landslagið allt í kring... þar sem gengið var meðfram gljúfri Leirvogsár... í umhverfi sem skartar sumarhúsum og náttúrufegurð innan um námur og framkvæmdasvæði Ístaks... synd ef þessi paradís hverfur öll undir mannanna verk... en í baksviðs-anda ársins var farið allt aðra leið á Mosfellið en vanalega... ekki upp sunnan megin og í vestur á tindinn... heldur upp vestan megin og norðan með og þaðan upp á tindinn...

Mættir voru:
Þórunn, Súsanna, Örn, Arna, Ástríður, Hjölli, Lilja Sesselja, Elsa Þ., Katrín Kj., Gylfi, Brynja?, Ísleifur, Berglind, Guðmundur, Valla, Roar, Áslaug, Steinunn Sn., Jóhann Ísfeld, Ásta Guðrún, Björn E., Nonni, Aðalheiður E., Aðalheiður S., Guðlaug, ?, Jón
Neðri: Jóhanna V., Svala, Ósk, Dagbjört, Kristín Gunda, Björn, Irma, Lilja og Stefán en á mynd vantar Ástu H. og Gerði J. sem komu á eftir hópnum og fóru aðra leið en hittu á hópinn uppi... og Bára baksaðist við að taka hópmynd með einhvurn leynifélaga sem stillti sér upp fyrir myndatöku en sést hvergi...

Alls 6,3 km á 2:12 klst. upp í 293 m hæð með 347 m hækkun með öllu miðað við 57 m uppphafshæð.

Hressandi útivera þar sem gengið var úr dagsbirtu og ljúfri golu um láglendið inn í myrkur og blautan vind uppi á felli
sem var kærkomin upplifun eftir "allt of stillt veður" síðustu þriðjudaga... eða þannig... við erum ekkert að kvarta samt!
 

 

 

Sólinni fagnað á Smáþúfum

Þriðjudaginn 12. febrúar... á sjálfum sprengidegi... mættu 44 manns á æfingu í stað þess að sitja yfir söltuðum kjötkötlunum...

Berglind, Ólafur, Björgvin, Guðmundur, Guðlaug, Dagbjört, Jóhann Ísfeld, Steinunn Sn., Kristín Gunda, Ingi, Guðrún Helga, Soffía Jóna, Örn, Anna Sigga, Arnar, Stefán A., og Guðjón Pétur.
Neðri: Ísleifur, Þórunn?, Arna, Katrín Kj., Ósk, Jóhanna Fríða, Súsanna, Lilja Kr., Sigga Sig., Steinunn, María E. og Dvala

... en þjálfari tók mynd í upphafi göngunnar í tímastressi yfir að ná sólargeislunum áður en þeir sigu of langt til hliðar með sólinni... svo á myndina vantar eftirtalda  af hópnum þetta kvöld... sem var mættur ofar í brekkurnar eða náði í skottið á hópnum er leið á gönguna, þau: Aðalheiði E., Önnu Elínu, Ágúst, Ágústu, Áslaugu, Ástu H., Ástríði, Björn E., Gunnar, Hjölla, Jóhönnu V., Kjartan, Kristján og Maríu E.

Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem við fengum sól á sólgleraugnagöngunni okkar...
en ekki rigningarsudda eða blindaþoku eins og tvö síðustu ár...

Gengin var hefðbundin leið með brúnunum í sumarfæri til að byrja með...

... með listfengið sólarlagið í vestri...

... og kristaltæra fjallasýn til norðurs á Akrafjall, Hafnarfjall og Skarðsheiði...

Englar á ferð og stemmningin dásamleg...

Snæfellsjökullinn alhvítur og roðasleginn í húminu...

Það blakti ekki hár á höfði allt kvöldið...

Snjófæri og hálka þegar ofar dró að Arnarhamri...

Hvílík dásemd að ganga og spjalla í góðra vina hópi í þessu blíðskaparveðri...

Hálkubroddarnir fóru á um miðja vegu...

... svo bröttustu brekkurnar urðu auðfærar og öruggar...

Á Arnarhamri var útsýnið stórfenglegt í sólarroðanum
með hvít fjöllin allan hringinn og hafið ljósblátt í vestri neðan við rauðgulan himininn...

Borgin og nágrannabyggðir upplýstar og Bláfjallasvæðið sömuleiðis...

Máninn á lofti og ljósmyndarar kvöldsins máttu varla hvorki mæla né ganga...

Áfram var haldið að Smáþúfunum sem aldrei hafa boðið okkur upp á aðra eins veðurblíðu áður...

Þar áðum við með nesti eins og alltaf... þakklát að fá að snæða í þetta sinnið í blankalogni.. og góðu skyggni þrátt fyrir rökkrið... því snjórinn, stjörnurnar, máninn, borgarljósin og sólarlagið tendruðu næga birtu svo flestir voru ekki enn búnir að kveikja á höfuðljósunum.

Niðurgangan sömu leið til baka gekk glimrandi vel
og gangan endaði á 6,8 km á 2:51 klst. upp í 612 m hæð með 646 m hækkun alls miðað við 41 m upphafshæð.

Töfrandi fögur kvöldganga...
 ...enn og aftur í vetur...
Við lifum á þriðjudagsgöngunum úr því helgarnar gefa ekkert svigrúm til lengri gangna þessa mánuðina
enda er mætingin á æfingarnar frábær í vetur ;-)
 

 

Kyrrlát kvöld á Helgafelli

Þriðjudaginn 5. febrúar tókum við lágstemmda göngu um Helgafell í Hafnarfirði
í skugga hörmulegs banaslyss við Hátind Esjunnar síðasta sunnudag.

Veðrið með fegursta móti... heiðskírt... friðsælt... og fallegt...
sem minnti staðfastlega á hversu fjallamennska að vetri til er mikils virði í tærri fegurð sinni þrátt fyrir allt...

Útsýni óskert til fjalla á suðvesturhorninu frá kvöldsólargullnum fjöllum Reykjaness...
upp í upplýst Bláfjöll þakklátra skíðamannanna sem þar nutu sömu dýrðarinnar á fjöllum og við...  

Mættir 43 manns með fjall kvöldsins í baksýn:

Efri: Ágúst, Bjarni, Gunnar, Steinunn, Lilja Sesselja, Jóhannes, Björn E., Jóhann Ísfeld, Steinunn Sn., Valla, Guðlaug, Jón, Sigga Sig., Ísleifur, Irma, Örn, Guðmundur V., Þórunn, Arnar, Ólafur, Matti, Guðrún Helga, Nonni, Hildur H., Guðmundur Jón, Þórbjörg og Aðalheiður E.
Neðri: Stefán, Ásta H., Elsa Þóris, Elísabet Sunna, 13 ára, María E., Jóhanna Fríða, Ástríður, Súsanna, Ósk, Kjartan, Brynja, Dagbjört, Áslaug, Kristín Gunda og Katrín Kj., en Bára tók mynd.

Ágúst kom með blóm á æfinguna og færði okkur ekki góðar fréttir af afrekskonunni henni Helgu Björns
en hún sendi hann með þessi blóm til hópsins og voru þau afhent þjálfara - takk elskurnar ;-)

Eins og vanalega var gengið um Gvendarselshæð áður en farið var á Helgafellið sjálft
og landslagið sveik ekki...

Og svo fórum við gljúfrið upp sem naut sín vel í vetrarbúningnum...

Rökkrið seig yfir og bláminn tók við...

Hálkubroddarnir virkuðu vel og við rifjuðum upp tímana áður en þeir komu ti sögunnar og við vorum á hálkugormunum...
en komumst samt allar okkar leiðir þá eins og núna...

Uppi var fagurt... en andrúmsloftið kyrrlátt enda allir slegnir yfir slysinu um helgina
og hugur okkar hjá Fjallavinum og aðstandendum konunnar sem lést.

Alls 5,2 km á 2:00 klst. upp í 343 m hæð með 423 m hækkun miðað við 89 m upphafshæð.

Heimförin - fegursta lagið hans Ásgeirs Trausta:

http://www.youtube.com/watch?v=9TM3M5u_pt8&list=FLVtQ58VOFpkn21UNog7D7nA

Heim á leið, held ég nú
hugurinn þar er
hugurinn þar...

Ljós um nótt, lætur þú
loga handa mér
loga handa...

Það er þyngsta raun
þetta úfna hraun...

Glitrar dögg, gárast lón
gnæfa fjöllin blá
gnæfa fjöllin...

Einn ég geng, einni bón
aldrei gleyma má
aldrei gleyma...

Löng er för, lýist ég
*lít samt fram á veg*

Heim á leið, held ég nú
hugurinn þar er
hugurinn þar...

Ljós um nótt, lætur þú
loga handa mér
loga handa...

Það er þyngsta raun
*þetta úfna hraun*

Söngur: Ásgeir Trausti - Texti: Einar Georg Einarsson
Dýrð í dauðaþögn 2012.
 

 

Í birtu - rökkri - ljósaskiptum - myrkri
á Helgafelli í Mos
ó

Þriðjudaginn 29. janúar var birtuganga á Helgafell í Mosfellsbæ í fallegu veðri, góðu skyggni og ágætis færi...

Mættir voru 40 manns:

Aðalheiður E., Aðalheiður St., Anna Elín, Anna Sigga, Arna, Ágúst, Áslaug, Ástríður, Bára, Bestla, Björn H., Dagbjört, Dóra, Droplaug, Gerður Bj., Guðlaug, Guðmundur Jón, Halldóra Á., Hjölli, Irma, Jóhann Ísfeld, Jóhanna V., Jóhannes, Katrín Kj., Lilja Bj., Lilja G., Lilja Sesselja, Matti, Ólafur, Ósk, Roar, Soffía Jóna, Soffía Rósa, Steinunn S., Svala, Valla, Þórunn og Örn ásamt ferfætlingunum glöðu og kátu ;-)

... og Hafnfirðingarnir Súsanna og Jóhanna Fríða mættu á hitt Helgafellið þetta kvöld
og sendu þessa mynd í síma þjálfarans ;-)

Gengin var hefðbundin leið upp vesturhlíðar í harðfenni og hálku og þrætt svo með brúnum sunnan megin yfir á austurhlíðar og um hnúkana í norðurhlíðum á hæsta tind og loks til baka...

Grunnbúðir Everest
...meðal annars í umræðunni en eftir kynningarfund með Ítferðum kvöldið á undan tóku þjálfara ákvörðun um að fara með tuttugu Toppfara þá gönguleið í 17 daga ferð í okt/nóv 2014... og þegar eru 30 manns skráðir á listann... sjá sér-Everest-póst næsta föstudag til þeirra sem eru búnir að skrá sig upp á nánari upplýsingar um ferðina!

Alls um 4,4, km á 1:50 - 1:55 klst. upp í 226 m hæð með alls hækkun upp á 329 m miðað við 62 m upphafshæð skv. gps
enda ansi hæðótt leið um hnúkakennt Helgafellið í öllu sínu skemmtilega landslagi ;-)

Ljósaskiptaganga
...í birtu, ljósaskiptum, rökkri og svo myrkri...
...myrkri sem sífellt verður minna af næstu þriðjudaga svo við förum aftur að sjá hvort annað og landslagið almennilega...

Tindferð á Sveifluhálsi syðri vonandi um helgina... ef veður gefur færi á því... ótrúlegt hvernig spáin er sífellt erfið helgi eftir helgi... en þetta þroskar bara þolinmæðina... kannski er glufa á sunnudag... eða laugardag... við vöktum spánna fram á fimmtudagskvöld!
 

 

Toppfarar til Nepal 2014
Kynningarfundur Ítferða mán 28. janúar kl. 17:30

Ítferðir halda kynningarfund fyrir Toppfara um Nepal ferðir sínar til Everest Base Camp og Anna Purna Base Camp
mánudaginn 28. janúar kl. 17:30.

Þjálfarar ætla með hópinn til Nepal árið 2014.
Skoðum möguleikann á að fara með Ítferðum þetta kvöld.

Þjálfarar hafa meiri augastað á Annapurna fjallahringnum en grunnbúðum Everest þar sem fleiri hafa mælt með Annapurna sem er sögð ríkari flóra af menningu og náttúru og Everest sé hrjóstrugra - um leið er spennandi að ganga í grunnbúðir hæsta fjalls heims.
Sjáum hvað kynningin leiðir í l
jós ;-)

Veðurskilyrði eru sögð best í okt/ nóv og því stefnum við á þann tíma, enda góður tími til að yfirgefa Ísland,
en vorið kemur einnig til greina. Metum þetta.

Skráning í ferðina hefst á kynningarfundinum. Miðað verður við hámark 20 manna ferð.

Mæting í Íþróttamiðstöðina Laugardal kl. 17:30 - ca 2 klst. fundur.
Þetta eru húsin við hliðina á Laugardalshöllinni (vestan megin) - þriðja húsið af fjórum á 3. hæð - verður merkt kynningarfundinum!

Sjá slóða á vefsíðu Ítferða um Nepal-ferðirnar:

http://itferdir.is/read/2012/09/05/nepal-31-mars-til-17-april

Sjá umfjöllun um Nepalferð íslenskrar fjölskyldu með Ítferðum í Sunnudagsmogganum þann 20. janúar.

 

 

Ásfjall í sérflokki
eftir ógleymanlega heimsókn í Hafnarfjörðinn
þar sem þorra var fagnað með
kertaljósum, pönnukökum og brennivíni

Þriðjudaginn 22. janúar fóru 53 Toppfarar þorragöngu upp á Ásfjall í Hafnarfirði og fengu höfðinglegar móttökur hjá Hafnfirðingum sem lýstu upp fjallstindinn með ljósum og kertum og buðu upp á íslenskt brennivín og heimabakaðar pönnukökur...

Metþátttaka í langan tíma á þriðjudegi var í þessa göngu... aðdráttarafl Ásfjalls fór ekki á milli mála...
 en mættir voru:

Aðalheiður E., Aðalheiður S., Anna Elín, Anna Sigga, Anton, Arna, Ágúst, Ásta H., Ástríður, Bára, Björn E., Björn Matt., Brynja, Dóra, Elsa Inga, Gerður Bj., Gerður J., Gréta, Guðlaug, Guðmundur Jón, Gunnar, Gylfi, Halldóra Á., Heiðrún, Helga Bj., Hjölli, Ingi, Irma, Jóhanna Fríða, Jóhanna G?, Jóhanna V., Jóhannes, Jóna, Katrín Kj., Kristín Gunda, Lilja Bj., Lilja Sesselja, María E., Nonni, Ólafur, Rikki, Roar, Sigga Rósa, Soffía Jóna, Stefán, Steinunn S., Súsanna, Svala, Vallý, Þorbjörg, Þórunn og Örn ásamt ferfætlingunum ;-)

Lagt var af stað frá bílastæðinu við Tjarnarvelli í rökkri og heiðskíru veðri með hálffullan mánann hátt á himni...

Gengið var inn á stíginn sem liggur kringum Ástjörnina og farið um Hádegisskarð svokallað (nefnist Skarð hjá Landmælingum)
sem Stefán fræddi okkur heilmikið um á tindinum síðar um kvöldið... og gengið upp með ásnum sunnan megin áleiðis á fjallið sjálft sem nefnist Ásfjallsöxl vestari...

Það dimmdi yfir eftir því sem leið á kvöldið en tunglið lýsti för
og menn komust upp með að sleppa höfuðljósinu hálfa eða nánast alla leið þetta kvöld...

... enda stafaði birtu af Ásfjalli sem aldrei fyrr í myrkurgöngum okkar á þriðjudagskvöldum að vetri til...
 

Ofurkonurnar...
Svala, Jóhanna Fríða, Vallý og Súsanna búnar að undirbúa heimsókn félaga sinna á fjallið sitt af eindæmum höfðingsskap... útsýnisskífan upplýst með ljósaseríu... kertaljós um allt... íslenskt brennivín í tilefni þorra... og heimabakaðar pönnukökur...

Nýliðar klúbbsins
í janúarmánuði eru nú orðnir tólf talsins og fjórir þeirra voru mættir þetta kvöld, þær Gréta sem var í sinni þriðju göngu með hópnum (annar tvímenninganna á Esjunni í síðustu viku - sést ekki hér á mynd), Jóhanna V., sem var að mæta í sína fyrstu göngu með hópnum (sést ekki á mynd, Arna sem var í sinni annarri göngu með hópnum (lengst til vinstri á mynd), og vinkonurnar Þorbjörg og Hildur voru og mættar í sína fyrstu göngu með hópnum (nr. 2 og 3 vinstra megin á mynd) en þær stöllur mættu í Ártúnið og fundu engan Toppfara... en náðu samt að skutlast yfir í Hafnarfjörðinn á réttum tíma og ná hópnum á harðahlaupum sem var ansi vel af sér vikið ;-)


Mynd fengin að láni frá Ágústi á fésbók - takk Ágúst minn ;-)

Svala hélt ræðu og tindinum og kallaði þjálfara til sín þar sem þeim voru gefin brjóstmerki Gaflara... til að setja á bakpokann við hliðina á minjagripunum frá Perú og Slóveníu... og skipa þessi merki heiðursess hjá þjálfurum hér með, enda Ásfjallið engum öðrum fjöllum líkt eftir þetta kvöld...
Takk elskurnar fyrir þessa snilld ;-)

Undir alíslensku veigunum var Stefán með sögustund
um tilurð örnefna á gönguleið kvöldsins og klæddist sjóhatti í tilefni þess m. a. að varðan nefnist Dagmálavarða (Dagmálahæð ere örnefni við Áslandsfjall á kortum) en varðan sú var kennileiti fyrir sjómenn á siglingu um Hafnarfjörðinn en hér kemur þetta orðrétt frá Stefáni:

Varðan efst á fjallinu, Dagmálavarða (einnig nefnd Ásfjallsvarða) var upphaflega hlaðin og notuð sem leiðarmerki á fiskimið, þ.e. sjómenn notuðu vörðuna til að átta sig á þekktum fiskimiðum fyrir utan Hafnarfjörð sem kölluðust Ásvörðuslóð. Í endurminningum Erlends Björnssonar hreppstjóra og formanns frá Breiðabólsstöðum á Álftanesi segir " Miðið Ásvörðuslóð er þegar Valahnjúkarnir eru um vörður á Ásfjalli." Samstarfsmaður minn hjá Siglingastofnun sagði mér að síðar hafi varðan verið notuð sem innsiglingarmerki fyrir skip og báta á siglingu inn í Kópavogshöfn sem sýnir vel hvað þetta lága fjall sést víða að.

Í seinni heimsstyrjöldinni (árið 1941) úbjuggu breskir hermenn svo nokkur herbyrgi víðs vegar um Ásfjallið m.a. efst þar sem Dagmálavarðan stendur en þar voru hlaðin varðskýli og grafnar skotgrafir milli þeirra og sjást hleðslurnar enn. Talið er að það hafi verið hlaðin a.m.k. 7 herbyrgi á Ásfjalli og má sjá leyfar þeirra ef gengið er um fjallið.  

Útsýnisskífa er rétt hjá Dagmálavörðu og er ótrúlega mikið útsýni allan hringinn af þessu lága fjalli
en það sést auðvitað ekki nema í dagsbirtu og góðu skyggni
(Stefán Alfreðsson, janúar 2013).

Kærar þakkir Stefán,
 ekki spurning að taka lengri göngu um þetta fjall næst á hermannaslóð í aðeins meiri birtu ;-)

Menn hlustuðu af fullri athygli enda er Stefán með skemmtilegustu sögumönnum sem gefast...

Hafnfirðingar Toppfara...
núverandi eða áður búandi í Hafnarfirði og með sterkar taugar til bæjarins:

Anton, Rikki, Stefán, Björn Matt, Hildur Harðar
Jóhanna V., Jóhanna Fríða, Vallý, Svala og Súsanna.

Á mynd vantar öðlings-Hafnfirðinga eins og Dóru og Nonna (sem ekki voru á mynd) Arnar og Guðrúnu Helgu, Kjartan
og fleiri? sem ekki komust á æfinguna en var sárt saknað ;-)

Þegar pönnukökurnar voru búnar... og flaskan orðin tóm...


...eftir ógleymanlega stund á tindi Ásfjalls í notalegheitum sem eiga sér enga hliðstæðu í sögu Toppfara...
með upplýstu "Hafnarfjarðarborgina" byggðarmegin og svartamyrkrið óbyggðamegin...
var farið niður með Áslandshverfinu á stígnum til baka...
og endað í byggð eftir 4,2 km göngu á 1:31 - 1:37 klst. göngu upp í 135 m mælda hæð en Ásfjall telst vera 127 m hátt...
með 145 m hækkun alls miðað við 22 m upphafshæð.

... á meðan ofurkonurnar tóku leikmunina saman og gengu með þá niður í bíl í Áslandshverfi...

Mögnuð kvöldstund með meiru !

Hjartansþakkir elsku Jóhanna Fríða, Stefán, Súsanna, Svala og Vallý og aðrir Hafnfirðingar
fyrir höfðinglegar móttökur í alla staði.

... fyrir að koma hinu fagra Ásfjalli á blað Toppfara með ógleymanlegum hætti...

Þegar litið var til baka úr bílnum upp í Ásfjallið á heimleið loguðu kertin glatt í myrkrinu efst uppi...
til vitnis um gleðina sem þarna ríkti stuttu áður...
og ekki síður til vitnis um birtuna sem alltaf sigrar myrkrið ef menn gefa sér tíma til að láta gott af sér leiða...
... láta jákvæðnina, ósérhlífnina, þakklætið og vinsemdina ráða ríkjum í lífinu...

Ekki spurning að ganga næst frá Ásvallalauginni eins og frá Lágafellslauginni í Mosó
... og finna fleiri svona flottar göngur í borgarjaðrinum yfir svartasta skammdegið...
 þar sem við erum búin að fara margoft á öll fjöllin í kringum borgina sem eru fær á þessum dimmasta tíma ársins
... og því við höfum svo gaman af því að prjóna nýjar gönguleiðir ;-)
 

 

Þokukenndur Langihryggur
Esjunnar

Þriðjudaginn 15. janúar keppti Ísland við Makedóníu á Heimsmeistaramótinu á Spáni... og sigraði 23:19 á meðan 31 Toppfari tóku þriðjudagsæfinguna sína um Þverfell og Langahrygg á Esjunni... alla leið að steini og hefðbundna leið um stíginn til baka...

Veðrið var með ágætum eftir slagviðri fyrr um daginn og nóttina á undan... komið logn...
en ennþá skýjað og þokuloft efra með léttri úrkomu á köflum...

Færið því með besta móti... mjúk jörð og rennblautir skaflar þegar ofar dró...
Á milli þess sem við óðum leirinn skoluðust skórnir í sköflunum eins og eftir pöntun...

Ágætis skyggni til að byrja með um fjallslendurnar og við fylgdumst eftirvæntingarfull með þremenningunum sem komu seinna á æfinguna og virtust alltaf vera að því komin að ná okkur... bárum aldrei kennsl á þau í myrkrinu og fjarlægðinni... en þegar þokan lagðist yfir ofar á Langahrygg sáum við ekki meira til þeirra og vonuðu að annað hvort væru þau með gps punkta af leiðinni (allavega Steininum) eða þau myndu snúa við... sem þau og líklegast gerðu því við sáum ljósin á leið niður þegar við vorum að skila okkur niður á bílastæði við Mógilsá... og þjálfara ákváðu að hinkra eftir þeim á bílastæðinu til að kasta kveðju á hina dularfullu þremenninga... en misstu af þeim í myrkrinu...

Með í för þetta kvöld voru einn nýliði, hún Sigríður Arna sem kallast hér með Arna að eigin uppástungu... og Guðrún Vala 11 ára dóttir Dagbjartar og Matta sem er ótrúlega sterkur göngumaður og hefur áður gengið með okkur við krefjandi aðstæður vetrarins... og hún Unnur Eir, dóttir Aðalheiðar Eiríks sem nú fer í gegnum nýliðanámskeið Flugbjörgunarsveitarinnar... svo þau Jóhannes sem er í nýliðasveit Hjálparsveita skáta (í Kópavogi?) höfðu um nóg að tala...

En mættir voru annars eftirtaldir: Aðalheiður E., Anna Elín, Arna, Bára, Dagbjört, Dóra, Gerður J., Guðmundur Jón, Guðjón, Guðrún Helga, Gylfi, Ingi, Irma, Jóhann Ísfeld, Jóhanna Fríða, Jóhanna G., (sem var ansi gaman að sjá aftur eftir langt hlé ;-)), Jóhannes, Lilja Bj., Lilja Sesselja, Matti, Ólafur, Roar, Soffía Rósa, Steini P., Steinunn S., Súsanna, Þórunn og Örn auk fyrrnefndra gesta.

Þetta var dulúðugt og fallegt eins og það friðsælast getur verið í þokunni og myrkrinu á þessum árstíma...
Sjá hvernig höfuðljósið litar þokuna á þessari mynd með ljós göngumanna í fjarska framundan.

Langihryggur var sleginn snjó hér og þar... en skaflarnir komnir fyrir alvöru neðan við Steininn og lágu í stórum stíl í giljum og skorningum á leiðinni niður... hvar sem hann hafði náð að skafast saman í vindi og úrkomu... svo stundum var engan stíg að sjá...

Alls um 7,3 km á 2:57 - 3:04 klst. upp í 598 - 600 m mælda hæð með um 688 m hækkun miðað við 8 m upphafshæð
og smá lækkanir/hækkanir á leiðinni.

Frábær æfing með dásamlegu fólki og nýliðum og gestum sem féllu alveg í kramið ;-)
 

 

Tónninn 2013 sleginn á Akrafjalli
... með baksviðsgöngu á Austurtind ...
...í friðsælu blíðskaparveðri...

 

Nýársæfing Toppfara árið 2013 var baksviðs upp á Austurtind Akrafjalls þar sem lagt var af stað frá bænum Fellsenda gegnt Grundartanga við þjóðveg eitt... en þarna liggur vegaslóði upp á fjall við gil og malarnámur í fjallsrótum... þó við reyndum eins og við gátum að sniðganga þetta þrennt með sæmilegum árangri ;-)

Mættir voru alls 42 manns:

Anna Elín, Anton, Ágústa, Ásta H., Ástríður, Bára, Bára Sigurbjörg., Bjarni, Björn E., Brynja, Dagbjört, Gerður Jens., Guðlaug, Guðmundur Jón, Guðjon, Gylfi, Heiðrún, Hjölli, Ingi, Jóhanna Fríða, Jón, Jóna Benný, Katrín Kj., Kjartan, Kristján, Lilja Sesselja, Matthías, Ólafur, Ósk, Lilja G., Simmi, Sigga Rósa, Soffía Rósa, Steini P., Steinunn Sn., Súsanna, Svala,, Thomas, Valla, Þórunn og Örn.

Þar af voru vinkonurnar Bára Sigurbjörg og Jóna Benný og hjónin Bjarni og Gréta að mæta í sína fyrsta göngu með hópnum og sjaldséðir hrafnir kættu og þjálfara mikið eins og Anna Elín og Steini Pé sem var dásamlegt að sjá eftir ansi löng hlé ;-)

Veðrið var friðsælt og fallegt... stjörnubjart og hlýtt... lygnt og léttskýjað...
Það eina sem vantaði var snjóinn til að lýsa upp landslagið en við fengum góðar snjóbreiður þegar efst lét...
og fínustu brekkur á leiðinni niður...

 

 

Þetta voru englar á för þarna um Akrafjall... Gerður, Guðlaug, Ástríður, Soffía Rósa og Ósk hér í forgrunni...

Sigga Rósa og Lilja Sesselja...

Gylfi, Thomas, Jóhanna Fríða og Katrín...

Ingi, Kjartan, Hjölli, Anton og Heiðrún...

Matti, Dagbjört og Ólafur...

Svala og Súsanna með Björn E., Gerði og Lilju G. baksviðs ;-)

Dásamlegt að ganga með þessum englum...
knúsa og kyssa á nýju ári...
finna fyrir botnlausu þakklætinu með að eiga slíka félaga á fjöllum...
vini sem eru til í spennandi fjallgöngur á árinu framundan...
þar sem Ísland er undir endanna á milli...

Smáútúrdúr... :


Mynd frá Benna

Árið 2011 fór Skagamaðurinn Berent Karl Hafsteinsson, bróðir Inga Toppfara, upp á Akrafjall alla leið á Háahnúk þessa sömu leið og við fórum um austurhlíðarnar... með björgunarsveitarbíl Skagamanna fyrir tilstilli Inga bróður... þar sem björgunarsveitarmennirnir óku með Benna og konu hans upp á fjallið og alla leið á tindinn... en Benni stórslasaðist í mótorkrossslysi árið 1992 og gekk í gegnum margar aðgerðir og langt bataferli þar sem hann missti m. a. annan fótinn fyrir neðan hné... og í þyrluflugi yfir Akrafjalli þegar hann var fluttur slasaður á sjúkrahús á hann víst að hafa sagt við þyrlumennina að þarna skyldi hann standa þegar hann yrði fertugur.. og stóð við það...


Mynd frá Benna

Þennan dag 21. júní 2011 lét hann gamlan draum rætast og fór brúðkaups- og afmælisferð á fjallið sitt þar sem fjölskyldan hans hitti hann á Háahnúk en þau komu gangandi þangað á móti honum.
Benni, Maja konan hans, Hafsteinn, faðir Benna og Inga, Heiðrún, Hafdís, Ingi og Siggi með Akranes í bakgrunni.

 

En.. aftur inn í myrkrið og veturinn árið 2013... uppgönguleið Toppfara þetta janúarkvöld var sum sé farin að hluta til í spor Benna bróður... heldur sunnan til í austurhlíðunum með vegaslóðanum að hluta til að sniðganga gil og námur... en bakaleiðin var farin norðarlegar og endaði því með krókaleiðum um námurnar þar sem síðustu menn fóru upp á fleiri malarhrauka en fremstu menn í týndri göngugleðinni sinni... ;-)
... greinilega ágætis ævintýri að fá út úr því að fara baksviðs á fjalli ;-)

Alls um 7 km á 2:49 klst. upp í 581 m hæð með 563 m hækkun miðað við 78 m upphafshæð... en þess skal getið að skagastrákanir Guðjón, Simmi og Steini Pé héldu áfram eftir fjallinu um Jókubungu, Háahnúk og niður um vatnsbólin og enduðu á einum 10+ kílómetrum eða svo? 

Dásamleg byrjun á árinu
...þar sem tónninn var sleginn fyrir óhefðbundnar slóðir
með ævintýralegum aukakrókum ;-)
... og vonandi sem mestu þakklæti fyrir að hafa heilsu, svigrúm og getu
til þess að GANGA á fjöll allt árið um kring sama hvað...!

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir