Tindferð 164
Akrafjall hringleið um þrjá hæstu tindana
laugardaginn 1. desember 2018
á 100 ára fullveldisafmæli Íslands
100 ára fullveldisganga
Níu Toppfarar
héldu áætlun og tóku mjög skemmtilega hringleið
um allt Akrafjall á þrjá hæstu tinda þess Ferðasagan í heild hér:
Á þessum dimmasta
tíma ársins leggjum við alltaf af stað í myrkri
með höfuðljós í dagsferðunum
Því er það svo að þegar snjór ef
yfir öllu er nánast ekki þörf á því að vera með
höfuðljósin... nema rétt fyrst
Uppi á brúninni
ofan Selbrekku var nánast hægt að sleppa
höfuðljósinu í snjónum
Bálhvasst var
þennan dag en ekki sérlega kaldur lofthiti...
Við gengum
hefðbundna leið upp með Guðfinnuþúfu áleiðis á
Geirmundartind
Hópmynd við
klettinn sem varðar "Guðjónsleið" svokallaðan...
til móts við Ingatanga sunnan megin Leiðin utan í klettinum... Komið upp hér...
Hópmynd ofan við
Guðjónsleið...
En... það var
árið 2018... allt frosið og hált... og við á leið upp í kulda og
vindstrekkingi... mót vindinum...
Brúnirnar beggja
vegna Akrafjalls eru veisla göngumannsins...
Birgir
Everest-grunnbúðarfari og Ingi og Bjarni
Kilimanjarofarar höfðu um nóg að tala og bera
saman bækur...
Besti
félagsskapur í heimi... að vera með
fjallgöngufélögum sínum og ræða reynslusögur
Guðfinnuþúfa að
baki og stutt eftir á hæsta tind Akrafjalls
Björn höfðingi
með í för og gaf í raun lítið eftir miðað við
okkur hin þrátt fyrir að vera tæplega 79 ára
Efstu
norðurbrúnir Akrafjalls eru glæsilegar beggja
vegna Geirmundartinds
Hafnarfjallið í
fjarska... í skýjunum efstu tindar... sem og öll
Skarðsheiðin... og Esjan...
Háihnúkur hér í baksýn hinum megin Berjadals... þarnra áttum við eftir að standa síðar um daginn...
Rokið var svo
mikið að það var erfitt að taka myndir... halda
sér kjurrum...
Geirmundartindur... í viðleitni til að ná
einhverju skjóli gegn norðaustanáttinni...
Það var ekki sjens að borða nesti á þessum tindi... allt fjúkandi hvasst og kalt...
Við ákváðum að ganga lengra inn fjallið og freista þess að finna betri nestisstað...
Brúnirnar hér ofan við Pyttana eru magnaðar....
Hérna komum við upp þegar við göngum á Akrafjall frá Pyttum svokölluðum... Skarðið... saklaust að sumri til...
... en heldur meira mál að vori og vetri eins og
Ingi og félagar fengu að finna fyrir
En spáið í
mætinguna á eina þriðjudagsæfingu árið 2010...
vá fjöldinn... algert brjálæði...
Pyttaleiðin er mögnuð og sú næstskemmtilegasta... Kjalardalurinn er hins vegar uppáhald þjálfara...
... hér á leið
upp hann í norðurhlíðum Akrafjalls 2. september
2014...
Við leituðum að
skjólsælum stað til að borða nesti en fundum
engan og snerum við og borðuðum við klettana
ofar... En...svona leit þessi staður
út í desember árið 2007...
Nú er ég hætt að rifja upp... komin aftur til ársins 2018...
Full orku héldum
við áfram leiðinni... nú frá norðurbrúnunum yfir
á meginland Akrafjalls að næsthæsta punkti
fjallsins
Langur vegur um
léttan mosa og grýti... en það gat fljótt breyst
og orðið stórgrýtt og mjög úfið
Við
máttum ekki lækka okkur né snúa oft fljótt til
hægri... nema þá fara alveg niður hér í
Berjadalinn og upp aftur...
Á næst hæsta tindi Akrafjalls... í 601 m hæð... 50 metrum hærri en Háihnúkur... ótrúlegt... Háihnúkur vinstra megin í fjarska og Geirmundartindur hægra megin í ekki eins miklum fjarska...
Nú örkuðum við áfram til suðurs... og smám saman fór sólin að láta sjá sig...
Allt varð bjartara og hlýrra ásýndum með hálfgildins sólargeislunum frá vetrarsólinni...
Við vorum eldheit
eftir fjörugar umræður um Klaustursmál
alþingismanna sem voru hleraðir https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/12/05/segir_ummaelin_ofyrirgefanleg/
Allt helfrosið í kuldanum þarna uppi...
Hundurinn leitaði að vatni til að drekka og kvenþjálfarinn tók þátt í leitinni...
Loksins vatn hér... með frosnu þaki yfir læknum...
Hvílík náttúrusmíð... eitt af töfrum vetrargangnanna... frostið sem breytir öllu í ævintýri...
Nú vorum við komin yfir á syðri bungu fjallsins og gengum til vesturs...
Þetta sóttist
mjög vel og þrátt fyrir eldheitar umræður og
gefandi með eindæmum
Venus á lofti
ofan göngumanna... þetta var ekki máninn... skv.
stjörnufræðingnum í fréttunum um kvöldið... https://www.visindavefur.is/svar.php?id=7036
Ofan af hæstu heiðinni á Akrafjalli lá leiðin niður í mót í átt að Háahnúk...
Sólin lék smám saman listir sínar í suðri þar sem borgin geislaði í þessum stutta birtutíma sem nú gefst...
Við tókum aðra hópmynd í þessari fegurð:
Björn Matt.,
Jakobsstígsfari, Ingi og Bjarni
Kilimanjaro-farar, Birgir Grunnbúðir
Everest-fari,
Ægifagurt og
einstakt að ganga í þessari birtu sem þarna
blasti við og litaði allt umhverfið
Greið leið og við
geystumst áfram... vorum svolítið að flýta okkur
því Ingi átti stefnumót við útvarp Skagamanna
Sólin náði stundum að senda geisla sína alla leið til okkar...
Sjónarspilið var áhrifamikið og við störðum stjörf á ofan af suðurbrúnunum... Frambjóðandinn klettastrítan hér...
Kyngimagnað...
Esjan norðvestan
megin... Blikdalurinn... Miðdalurinn...
Eyrarfjallið... Hnefi... Smáþúfur...
Með
norðurbrúnirnar og Geirmundartind í baksýn
hér...
Suðurbrúnirnar eru ekki síðri þeim nyrðri...
Við drukkum í
okkur vetrarsólarfegurðina í hverju skrefi...
þetta var ekki sjálfsagt...
Litið til baka á Jókubungu... sjá brekkuna sem farið er niður um þaðan og yfir að Háahnúk...
Gróðurinn að þrauka í vetrarhörkunni... sjá stráin tvö þarna við skóinn til að sjá smæðina...
Það er ekki annað hægt en fyllast aðdáunar á náttúrunni...
Háihnúkur framundan og blámi himinsins var heilandi inn að beini...
Sjórinn í vestri... þetta var stærra en allar myndavélar gætu fangað...
Brúnirnar voru veisla á vinstri hönd í gula og gráa litnum... og sá blái og hvíti réð ríkjum á hægri hönd...
Við fundum ekki fyrir þreytu né kulda... enda með vindinn núna í bakið og stutt eftir að manni fannst...
Sjórinn þarna niðri... ekki sjálfgefið að fá svona fjallgöngu á þessum árstíma...
Himininn að vetrarlagi tekur að mörgu leyti við fegurðinni sem jörðin býður upp á að sumri...
Þetta var lygilega fagurt á að líta til sjávar í suðvestri...
Komin á Háahnúk þar sem við höfum farið upp í byrjun aðventu síðustu níu ár...
Borgin í sólinni...
Esjan og Bláfjallasvæðið að hluta...
Mjög hvasst þarna og hættulegt að fara of nálægt brúnunum... Sjá vindstrengina á hafi úti...
Bjarni sá um skráninguna í gestabókina í skjóli af stöplinum á tindinum...
Batman virtist
ekki skilja hættuna sem stafaði af vindinum fram
af brúnunum og við þurftum að margkalla hann til
baka...
Ingi mældi vindkælinguna mínus 15,4 gráður og eitthvað hærra þó myndavélin næði því ekki...
Hérna var ekki gott að vera nema í smá stund...
Engin leið að tala eða setjast og borða...
Við drifum okkur niður og afréðum að fara í skjól við Þingmanninn neðar...
Sjá afstöðuna af
leiðinni.. Geirmundartindur efstur vinstra
megin... Berjadalur...
Við fórum aldrei í keðjubroddana í þessari göngu... það þurfti ekki...
Akranes hér neðar úti á skaganum...
Litið til baka... það var ekkert hægt að gera nema feta sig hér niður... lítið hægt að tala í brjáluðum vindinum...
Þingmaðurinn
vinstra megin... svo hvasst að það var ekki
ráðlegt að þræða sig niður hér til að ná í
skjól...
Þingmaðurinn var
þögull og hugsandi yfir skugganum sem lá yfir
fullveldisafmælinu
Héðan var straujað og hópurinn ekki þéttur meir... þetta var þannig veður að það vildu allir koma sér niður...
Háihnúkur... flottur er hann...
Sjá vindinn berja á sjónum... þetta var virkilega hvasst...
En fallegt engu að síður... við prísuðum okkur sæl margoft þennan dag fyrir að hafa skellt okkur í göngu...
Lexía dagsins
klárlega sú að við eigum að fara nánast alveg
óháð veðri...
Þetta var langtum framar vonum og ekki slæmt veður í raun nema helst við Háahnúkinn eingöngu...
Fremstu menn voru fljótir niður... öftustu aðeins lengur...
Við ætluðum að
ganga með jólasveinahúfur og íslenska fánann í
tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands og
aðventunnar...
Ekki einu sinni hér var þörf á keðjubroddunum... fínasti stigur og leið niður...
Guðfinnuþúfa hér í baksýn... óskaplega fagurmótaður tindur...
Við lögðum af
stað frá nýja bílastæðinu neðan við veginn og
því var gengið niður veginn og yfir ána
Áin farin að frjósa...
Guðfinnuþúfa og brúnirnar að Geirmundi ofar... flott bílastæði :-)
Haf þökk Akrafjall fyrir virkilega fallega og frískandi vetrargöngu á aðventunni...
Alls 14,1 km á
5:13 - 5:30 klst. upp í 661 m á Geirmundartindi
skv. gps og 601 á næsthæsta og loks 578 á
Háahnúk
Leiðin á korti... mjög skemmtileg leið...
Þetta var langtum meira en við gátum beðið um í þessu veðri... magnaður dagur !
Til hamingju
Ísland með 100 ára fullveldi... þrátt fyrir alla
hnignun velmegunarinnar...
Sjá leiðina á
Wikiloc: |
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |