Æfingar alla þriðjudaga frá október út desember 2010
í öfugri tímaröð:

Gamlárshlaupið á Skaganum
Lágafell og Lágafellshamrar 28. desember
Úlfarsfell 21. desember
Esjan 14. desember
Helgafell Mosó 7. desember
Háihnúkur Akrafjalli 30. nóvember
Úlfarsfell 23. nóvember
Þverfell og Langihryggur Esju 16. nóvember
Búrfellsgjá 9. nóvember
Hádegisfell, Reykjaborg, Hafrahlíð og Lali 2. nóvember
Úlfarsfell 26. október
Haustmaraþonið 23. október
Æsustaðafjall og Reykjafell 19. október
Kögunarhóll - Rauðhóll - Geithóll Esju 11. október
Skálafell Mosó 5. október
 

Gamlárshlaup Skagamanna !


Hlaupahópur Lilju Kristófers að mæta á svæðið...

Átta Toppfarar ákváðu á þriðjudagsæfinu milli jóla og nýárs að í stað þess að mæta í árleg Gamlárshlaup ÍR sem sum okkar hafa mætt í ár eftir ár skyldum við vísitera Skagamann svona einu sinni í stað þess að þeir kæmu til okkar og taka þátt í árlega Gamlárshlaupi Skagamanna þar sem hlaupahópur Lilju Kristófers var í aðalhlutverki...


Upphitun sem var stjórnað af hlaupahópi Skagamanna

Úti var kalt og vindurinn blés grimmur á Skaganum... aldrei þessu vant... ;-) ...en við fengum konungbornar móttökur af hendi Skagakvenna sem báru okkur á höndum sér frá því við villtumst inn í bæinn í leit að Akratorgi og skráningarstað hlaupsins. Við vorum eins og dekurbörn og fengum sérstakan kynningarrúnt um hlaupaleiðina þar sem þetta var afskaplega óformlegt hlaup, hvorki leiðarmerkingar né tímataka en þeim mun léttara yfir mönnum eins og galsinn á myndunum ber með sér... en verst var að Lilja náði ekkert að skemmta sér með hlaupafélögum sínum þar sem hún var svo upptekin við að sinna gestunum frá Reykjavík...



Eftir
5 km hlaup í norðangarra sem beit gegnum öl hlaupafötin og alla búninga sem menn skrýddust
rúlluðu Toppfararnir í mark hver á eftir öðrum.

Ketill að koma í mark með Valdísi fagnandi í markinu ásamt Auði sem mætti sérstaklega til að hvetja sína menn en hún bókstaflega stakk af frá pottunum yfir hátíðarmáltíð kvöldsins. Aftan við hana er Skúli hennar Lilju og dóttir þeirra en Skúli heldur á dótturdóttur þeirra
sem bræddi okkur öll með engilásjónu sinni ;-)

Hjölli hringdi í Inga og Heiðrúnu og tilkynnti komu Toppfara í bænum og þau hjónin heilsuðu auðvitað upp á sína menn sem skrýddust sérkennilegum búningum mörg hver, Ketill hér sem Arabi (búningur keyptur í söguegri ferð til Egyptalands 1998) og Valdís sem bleikt fiðrildi í tilefni af því að hafa fæðst á kvenréttindadaginn 19. júní árið 1975 á sjálfu !Kvennaári Sameinuðu þjóðanna" þegar vakin var alheimathygli á högum og baráttumálum kvenna um allan heim.
http://kvennasogusafn.is/index.php?page=artoel-og-afangar 

Og til marks um heimilislegheit Skagamanna þá heilsaði Steini Pé upp á okkur við komuna í bæinn þar sem hann sá Toppfarabílinn á Akratorgi og var gott að sjá þann félagann sem staðið hefur í meiðslum síðustu vikur en er allur að koma til og vonandi alla leið upp á fjall fjótlega aftur...


Dóttir Lilju að taka mynd af mömmu fremsta í flokki hlaupafélaga sinna...

Hlaupahópur Lilju kom saman í mark og var lang skrautlegastur... Lilja sem þjónustustúlka fyrir miðri mynd ásamt Ágústu, Toppfara sem skurðhjúkrunarfræðingur en hún var með heilu varalituðu "blóðsletturnar" á búningunum og í andlitinu... sem voru alveg í stíl við varalitaklessurnar sem við hin settum á andlitið í viðleitni til að skrifa "Topp-fari"... að tillögu Báru , þjalfara, en fór um allt andlitið og minnti frekar á húðsjúkdóma-útbrot... ;-)

Hanna hélt vel utan um okkur, tók á móti í markinu, tók myndir og, hitaði kakó...
 og bakaði meira að segja smákökur á methraða fyrir hlauparana frá Reykjavík... eða eitthvað svoleiðis......

Ásta Henriks 24 tinda kona að koma í mark í jólasveinafílíng... með varalitinn á andlitinu alveg í stíl við fötin...

Sirrý sem var í "búningi hlauparans" eins og þjálfarar og Hjölli...
Næst ætlum við að mæta í búningi eins og hinir...
Þetta var of gaman til að vera ekki með alla leið næst í búningagalsanum...

Hlaupararnir frá Toppförum...
Ketill, Örn, Bára, Sirrý, Lilja, Hjölli, Ásta en á mynd vantar Ágústu og Valdísi.

Já, veitingarnar... þvílíkar og annað eins... smákökur og lagkökur og heitt kakó í boði hugulsamrar Hönnu Toppfara
og allt saman kryddað með freyðivíni og hvítvíni frá þjálfara, Lilju og Ágústu...


Sirrý, Ásta H., Hanna, Valdís, Ágústa, Lilja K., Ketill, Hjölli, Örn og Bára tók mynd.

Skál !
fyrir frábæru hlaupi, frábærum móttökum, frábærum endi á frábæru ári með frábærum félögum...
bara einfalt í anda dagsins þar sem hláturinn var í aðalhlutverki... eins og alltaf...

Það er spurning hvort þetta verði endurtekið að ári eða allavega farið annaðhvert ár á Skagann á Gamlársdag til móts við 10 km í Reykjavík því betri stemmningu var ekki hægt að hugsa sér í hádeginu á Gamlársdag... freyðivínið sem ólgaði í blóðinu áleiðinni í bæinn var skínandi góð upphitun fyrir Gamlárskvöld...

Þess skal og getið að í Reykjavík hlupu Ásta Snorra, Jóngeir, hádegisskokkari ásamt Irmu dóttur sinni og eflaust fleiri?
í
10 km í Gamlárshlaupi ÍR en þar var enn og aftur slegið þátttökumet eða rúmlega 12 hundruð manns...
http://m.mbl.is/sport/frett.html?nid=1536897
 

 

Fjallgönguárið 2010 kvatt


"Það sem liðið er... lifir að eilífu... og vermir um ókomna tíð"

Alls mættu 38 manns á æfingu milli jóla og nýárs þriðjudaginn 28. desember
til að kveðja glæsilegt fjallgönguár
2010 og fagna nýjum spennandi ævintýrum árið 2011.


Steini Ljósafossgöngumaður x365 sem tilnefndur er einn af mönnum ársins 2010
að skála í orkudrykk ásamt  Siggu Rósu, Ágústu, Jóhannesi, Steinunni og Rikka sem skálar í koníaki...
 

Gengið var hefðbundna leið frá Lágafellslaug gegnum nýja hverfið í Mosfellsbæ upp á Lágafell meðfram Lágafellskirkju með upplýstan kirkjugarðinn og yfir á norðurbrúnir Úlfarsfells sem geyma svipmikla Lágafellsharmana  og niður um bratta skriðuna í gilinu sem snýr að þjóðvegi eitt þegar ekið er gegnum Mosfellsbæ áleiðis inn í Reykjavík og loks gengið gegnum bæinn aftur að lauginni.


Alma og Torfi voru langflottust og mættu með freyðivín og alvöru kampavínsglös sem var alveg í stíl við glæsileika ársins 2010.

Veðrið var með besta móti eins og fyrri ár í þessari áramótagöngu, algert logn, fremur hlýtt og autt færi
eða skýjað, A1 og 2°C...

Skilyrði til þess að skála í freyðivíni, koníaki, stroh-sopa, mýktu kakói eða bara vatnssopa... og kveikja á stjörnuljósum í myrkrinu... og halda smá ræðu... voru með besta móti...

Mættir voru:
 Alma M., Anton, Auður, Ágústa, Árni, Ásta H., Bára, Björgvin, Droplaug, Elsa :, Elsa Inga, Gerður, Halldóra Á., Helga E., Helga Birna, 8 ára, Hildur V., Hulda, Hanna, Jóhannes, Leifur, Lilja B,. Lilja K., Rikki, Roar, Rósa, Sigga Rósa, Sirrý, Sigrún, Soffía Rósa, Steinunn, Súsanna, Svanur, Sylvía, Torfi, Steini og Örn.

Auk þess voru tvær ungar stúlkur hennar Sylvíu með í för
 þær
Anna Rannveig, 11 ára og Helga Birna, 8 ára
og gengu þær alla leiðina þetta kvöld sem var vel af sér vikið!


Rósa, Björgvin og Sirrý... allavega ;-)

Alls reyndist æfingin 6,9 km löng á 2:33 - 2:35 klst. upp í 123 m og 277 m hæð með 434 m hækkun alls
miðað við
52 m upphafshæð... og endaði í heita pottinum í Lágafellslaug  þar sem liðnar og komandi göngur voru í umræðunni... og endurvakning á "pottförum" því menn vilja eindregið fara að mæta aftur í pottinn eftir göngu á þriðjudögum !


Gengið niður skriðuna í Lágafellshömrum sem gekk betur en nokkru sinni... góð leið til að sjá eigin framfarir í styrk og þor í bröttum brekkum að vetri til í myrkri... en kannski erum við hreinlega búin að mynda betri stíg þarna niður um ásamt fleirum því þetta var einhvern veginn minnsta mál þessi niðurleið...


Sjá gps-þversnið af göngunni þar sem brattinn niður gilið kemur vel fram.

Uppi á Lágafellshömrum þakkaði þjálfari fyrir ógleymanlegt fjallgönguár 2010 og sagðist eiga erfitt með að lofa öðru eins ári 2011 þar sem sumt verður seint toppað eins og gosgangan á Fimmvörðuhálsi og endalausar stillur og heiðríkja um mörg af glæsilegustu fjöllum landsins...en var bent pent á að Perú væri nú framundan árið 2011 og að þetta hefði hann alltaf sagt í lok hvers árs síðustu ár... sem var dagsatt... við höfum alltaf sagt þetta og skýringin hugsanlega að hluta til sú að við erum mest upprifin af því sem ferskast er í minningunni... en það gerir nýrri göngurnar ekki flottari en þær fyrri... því enn minnist maður lotningarfullur fjallgangnanna frá öllum síðustu árum sem allar eiga sér sinn stað í hjartanu þar sem hvergi skyggir ein ganga á aðra hvort sem þær voru árið 2007, 2008, 2009 eða 2010... heldur bætast bara sífellt fleiri gönguperlur í safnið... og því er niðurstaðan einfaldlega sú sama og nefnt hefur verið áður í þessum klúbbi þegar við höfum komið alsæl heim úr enn einni tindferðinni og manni finnst maður aldrei hafa upplifað annað eins ævintýri... nefnilega að...
fjallamennskan býður upp á óendanlega marga stórkostlega göngudaga...
sem bíða þeirra sem leggja í hann sama hvað...
um ókomna tíð!

Þá skal og nefnt að þrátt fyrir ógleymanlegar fjallgöngur árið 2010 sem eru hver annarri glæsilegri í minningunni þegar litið er yfir farinn veg stendur að mati þjálfara upp úr þessu ári alveg
einstakur félagsskapur klúbbmeðlima sem gerir hópinn sterkari en nokkru sinni, ekki eingöngu á fjöllum heldur og í samstöðu og gleði í hverju því sem þessi hópur tekur sér fyrir hendur í framtíðinni... Guð gefi að okkur takist að varðveita þennan anda sem sannarlega getur fleytt okkur um framandi slóðir með ævintýralegri lífsreynslu en nokkru sinni er unnt að öðlast ef maður leggur ekki af stað...
 

 

Jólaganga á Úlfarsfelli
við erfiðar aðstæður og kuldameti á æfingu  !

Á frosnu tjörninni inni í skóginum í norðvesturhlíðum Úlfarsfells með vasaljós og jólasveinahúfu á höfði...
"Mamma mér er kalt... hvenær borðum við nestið...?

Alls mættu 36 manns eða 22 fullorðnir og 13 börn á jólaæfingu Toppfara gegnum skóginn í Úlfarsfelli þriðjudaginn 21. desember. Það var lygnt og léttskýjað en bítandi frost og það mesta sem um getur í sögu Toppfara á þriðjudagsæfingu... 
á dimmasta degi ársins með fullt tungl á léttskýjuðum himni og nýafstaðinn tunglmyrkva frá því um morguninn...

Sæmundur með Hlín 10 ára og fleiri aftar og Málfríði 13 ára og Örnu 10 ára fremst á mynd...
...og Þulu sem er ein af eðal-Toppförunum í hópi ferfætlinga...


Efri: Sæmundur, Málfríður, Arna, Andri Már og Íris Mjöll með Töru.
Neðri: Ísak, Álfheiður og Drífa, Hilmir, Nökkvi og Palli.
Á mynd vantar Arnbjörn Inga og Nökkva Snæ af þeim sem voru yngri en 14 ára.

Mættir voru:

Palli, 4 ára, Arnbjörg Ingi 4 ára, Hilmir 5 ára, Ísak 7 ára, Nökkvi 7 ára, Álfheiður 8 ára, Nökkvi Snær 8 ára, Arna 8 ára,
Hlín 10 ára, Sæmundur 10 ára, Íris Mjöll 10 ára, Andri Már 11 ára og Málfríður 13 ára.

... og Anna Sigga, Anton, Ágúst, Álfgrímur, 16 ára, Ásta H., Bára, Dóra, Gerður, Heiðrún, Hjölli, Hulda, Ingi, Inna, 16 ára, Jóhannes, Jón Júlíus, Lára, Lilja B., Oliver Snær, 14 ára, Sigga Sig., Sigurður, Súsanna F., Sæmundur og Örn.
Þar af voru Álfgrímur, Lára og Oliver að koma í fyrsta sinn í göngu með hópnum og eru alltaf velkomin aftur ;-)

... og tíkarfansinn Dimma, Drífa, Sebra, Tara og Þula.

Andri Már 11 ára og Hulda fá sér nesti við skúrinn.

Kuldinn beit fast þetta kvöld og það var í sannleika sagt varla stætt fyrir börn né fullorðna til göngu úti við þetta kvöld... hvað þá að ganga alla leið upp á tindinn vestan megin í Úlfarsfelli þar sem ískaldur norðaustan-vindurinn læstist um göngumenn en hópurinn þrjóskaðist alla leið af fenginni reynslu þeirra sem vita að þeim er verðlaunað erfiðið svo vel reyndi á yngstu göngumennina sem sumir sneru fyrr við. Í raun hefðum við átt að láta nægja að fara hálfa leið upp... þetta var varla hollt eða gott... en það var þess virði að koma fram á brúnina til að sjá stórt og bjart fullt tunglið blasa við okkur í norðaustri og borgina glitra í jólaljósunum þarna niðri í vestri...

Uppi var kuldinn slíkur að hvorki var hægt að borða nesti né leita að sælgæti frá jólasveininum... hvað þá slaka á og syngja nokkur jólalög... við hröðuðum okkur því til baka niður þar sem við skyldum borða nestið í minna frosti og helst logni... og sungum bara jólalög á leiðinni gegnum skóginn... og fengum okkur bara nesti við skúr skógræktarinnar... áður en kuldinn rak okkur loks frostbitin með hörku sinni til byggða inn í hlýjuna... þar sem Örn náði í skottið á síðustu börnunum með smá jólaglaðning frá jólasveininum sem hefði verið gaman að leita að í skóginum ef veðrið hefði verið betra...

Dóra, Þula, Palli 4ra ára, Jón Júlíus og Álfheiður 8 ára að borða nesti í -9° frosti...
Palli var einn af yngstu göngumönnum kvöldsins en gekk alla leið upp á brúnina.

Þetta er fjórða árið í röð sem við förum í þessa jólagöngu... alltaf verið hlýtt og lygnt með tilheyrandi friðsæld og rólegheitum á tindinum með nesti, söng og jólanammileit...  og alltaf autt færi nema árið 2008 þegar við náðum að renna okkur á snjósköflum til baka niður... sem var tær snilld... hvenær kemur snjórinn???... í ár beit frostið sem aldrei fyrr og ískaldur vindurinn sigraði okkur þegar ofar var komið... þetta var því afrek í sjálfu sér... að ganga í -9°C frosti og eflaust allavega -15°C ofar, jafnvel meira en það... sérstaklega þegar maður er ekki vanur og enn á barnsaldri... við þökkum þeim sem mættu fyrir eljuna og notalegu samveruna þrátt fyrir harðindin að þessu sinni... það hlaut að koma að því að veturinn hefði sitt að segja á þessu á dimmasta tíma ársins um hávetur...
Alls
2,9 km á 1:17 - 1:35 klst. með nestinu í lokin upp í 278 m hæð með 119 m hækkun miðað við 59 m upphafshæð.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla
með
jólakúlu af náttúrunnar hendi frá ferðafélaga okkar síðustu fjögur árin... tunglinu!
sem myrkvaðist og varð bronslitað svo aldrei gleymist þeim sem sáu
að morgni þessa síðasta dags okkar á
fjallgöngu fyrir jól
þann
21. desember 2010:



Næsta æfing sem jafnframt er sú síðasta á árinu er
stjörnuljósaganga frá Lágafellslaug upp á hið mjög svo lága Lágafell og yfir á Lágafellshamra í Úlfarsfelli og endað í heita pottinum í Lágafellslaug... Tilvalin ganga fyrir alla í klúbbnum...líka börn þar sem auðvelt er að stytta gönguna með því að sleppa Lágafellshömrunum í Úlfarsfelli og láta Lágafellið nægja.
Skyldubúnaður er STJÖRNULJÓS !

Sjá jólakveðju þjálfara ofar á vefsíðunni með fjallajólatrénu árið 2010...
og í
jólapóstinum til klúbbmeðlima frá þjálfurum...
með hjartans
þakklæti...
njótið elskurnar!
 

 

Höfðingjar Toppfara heiðraðir
á Esjunni


Björn Matthíasson og Ketill Arnar Hannesson

Alls mættu 39 manns á 165. æfingu þriðjudaginn 14. desember á Esjuna í afmælisgöngu til heiðurs aldursforsetum Toppfara, þeim Birni matthíassyni sem átti afmæli þann 8. desember (1939) og Katli Arnari Hannessyni sem átti afmæli þann 4. desember (1937). Öðlingsmenn sem gengið hafa með klúbbnum frá stofnun hans þann 15. maí 2007 og farið i margar af erfiðustu fjallgöngum Toppfara... bæði á þriðjudögum í göngur fram á nótt... og sögulegar tindferðir á há og krefjandi fjöll eða jökla eins og Hvannadalshnúk, Heklu, Kerlingu, Tindfjallajökul, Snæfellsjökul, Dyrfjöll, Snæfell... og er skemmst að minnast þeirra beggja í sömu ferð þann 1. apríl í ár gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi þar sem við gengum alls 36 - 38,5 km á tæpum 13 klst... og þeir voru ekki þeir þreyttustu þegar komið var niður...

Gengið var á "höfðingjahraða" þar sem Björn og Ketill skiptust á að stjórna gönguhraðanum og voru menn hæstánægðir með hann þar sem hópurinn gekk allur óslitið upp svo lítið þurfti að þétta og kallaði Örn þetta "háfjallahraða "þar sem hæstu fjöll heims eru sigruð á nákvæmlega honum... með þrautsegju og seiglu en ekki óþolinmæði og látum...


Óskar Bjarki á leiðinni upp á Þverfellshorn

Gangan var kannski hefðubundin leið upp Esjuna..
með
hlátrasköllum og brosandi andlitum eins og alltaf í þessum dásamlega hópi...
en annað var ekki hefðbundið þetta kvöld...
aðkoman var lokuð þvegna vegavinnu og þurfti að snúa við og beygja inn að Esjustofu með tilheyrandi flækjum...
myrkrið var með versta móti í dumbungi og þoku, kolniðamyrkri og engu skyggni...
aurbleytan á göngustígnum ataði leiðina sem aldrei fyrr alla leið upp að steini...
hlýindin voru með ólíkindum mikil þó um hávetur væri að ræða og þau mestu í vetur til þessa eða +7 til +9°C...

Þetta hafði allt saman hinar ýmsustu afleiðingar...


Sirrý með hattinn

...
Ásta Henriks, Ágúst og Helgi Máni hröðuðu sér upp en fóru óvart á undan hópnum upp þar sem þau gengu frá Esjustofu og héldu að hópurinn væri lagður af stað (en hann hafði aldrei þessu vant tafist um 10 mín niðri við bílana) og enduðu þau á að bíða eftir okkur hinum við brúnna... rennsveitt og lafmóð eftir tilgangslausan eltingarleikinn við félaga sína....

... Rikki sem var hálftíma of seinn af stað villtist upp á Rauðhól þegar hann ætlaði á eftir hópnum með því að stytta sér leið framhjá neðsta gilinu en myrkrið í blautri þokunni lét ekki að sér hæða áður en hann fann hópinn aftur...

...og svo voru aðrir sem storkuðu bara ástandinu og létu það ekki slá sig út af laginu... Óskar Bjarki skellti sér einsamall upp á Þverfellshorn í öllu þessu myrkri, þoku og engu skyggni þrátt fyrir úrtölur þjálfara og félaga sinna sem voru með hugann við Kristínu Gundu sem hafði runnið í hálkunni ofan af Þverfellshorni síðasta laugardag... en hann var ekki lengi að þessu og náði hópnum á niðurleiðinni áður en komið var niður að brúnni sem er ótrúlega rösklega gert... og var þjálfaranum sem ekki stóð á saman ansi létt...

... og sirrý mætti náttúrulega með forláta sjóhatt í takt við veðrið sem náðist alla leið inn í myndavélina gegnum þokuna ólíkt flestu öðru í dimmunni þetta kvöld...


Myrkrið... Ásta Bjarney og Elsa Þóris og fleiri ógreinanlegir...

Já, þetta voru annars í heild þau...
 Anton, Ágúst, Ágústa, Ásta Bjarney, Ásta H., Bára, Björgvin, Björn, Dóra, Elsa Þ., Gerður, Gísli, Guðjón Pétur, Gunnar, Hanna, Heiðrún, Helga Margrét, Helgi Máni, Hjölli, Guðmundur K., Ingi, Jóhannes, Jón Júlíus, Ketill, Leifur, Lilja Sesselja, María E., María S., Óskar Bjarki, Rikki, Rósa, Sigga Rósa, Sirrý, Sigurður, Stefán A., Svanur, Sylvía, Þorsteinn J. og Örn...

sem fengu dúnduræfingu út úr þessu veðri...
og sungu við steininn
Svífur yfir Esjuna og afmælissönginn fyrir höfðingja hópsins...
og skiptust á fréttum af
Ljósafossi laugardagsins og dansinum fram á rauða nótt...
og fengu afhent
jólakort frá þjálfurum með vinsamlegum tilmælum um að opna ekki fyrr en á aðfangadag NB ;-)

Þar af voru Guðmundur og Svanur að mæta á sína fyrstu göngu með hópnum og var vel fagnað af kvennafansi Toppfara sem fagnar nú hverjum karlmanninum á fætur öðrum sem slæst í för klúbbsins... enda voru karlmenn í meirihluta sem mættu þetta kvöld...


Þokan var ekkert grín...

Alls 6,9 - 7, 1 km æfing á 2:39 - 2:44 klst. upp í 593 m hælda hæð í þetta sinn
með
580 m hækkun miðað við 13 m upphafshæð.

Heill sé höfðingjum
og öðrum meðlimum Toppfara sem gera þennan klúbb að því allra besta sem gerist á þriðjudagskveldi sem þessu...
Takk fyrir heiðurinn af nærveru ykkar allra... sem auðgar tilveruna með dýrmæta hætti ;-)
 

 

Froststilla á Helgafelli Mosó

Einu sinni sem oftar mættu Toppfarar á æfingu á þriðjudagskveldi.
Það var
7. desember árið 2010 og froststilla eins og ríkt hafði nánast allan þann vetur bæði dögum og jafnvel vikum saman... já, heiðskírt í veðri, algert logn, frost og brakandi hrímuð snjóföl yfir öllu sem auðveldaði för því vel sást til fjalla og nærumhverfis í myrkrinu undir stjörnubjörtum himni með friðarsúluna eins og ljóskastara í fjarska og borgarljósin eins og jólaseríu um löndin öll...

Nokkrar óljósar myndir náðust af gönguför þessari í myrkrinu
þar sem höfuðljósin lýstu upp náttmyrkrið í snjófölinni...

Alls töldust 38 manns vera mættir að sinni:

Alma M., Anna Sigga, Anton, Auður, Ágúst, Ágústa, Áslaug, Ásta H., Bára, Björgvin, Elísabet, 11 ára, Elsa Þ., Gerður, Gunnar, Halldóra Á., Halldóra Þ., Hanna, Helga Bj., Hjölli, Hólmfríður, Hrafnkell, Jóhannes, Jón Júlíus, Kristín Gunda, Lilja K., Lilja Sesselja, María E., Óskar Bjarki, Roar, Sirrý, Sigurður, Súsanna F., Sylvía, Vallý og Örn... og  Dimma, Día, Drífa, Kátur, Sebra og Tína.

Þar af var Elísabet, 11 ára dóttir þeirra Gunnars og Maríu að mæta í sína fyrstu göngu með hópnum ;-)

Þegar vel tókst til náðist stöku nothæf flassmynd af göngumönnum...
Roar, Halldóra Á., Gunnar og Anna Sigga fjær
og Hrafnkell, Hólmfríður, Auður, Ágústa, Krristín Gunda og Vallý nær.

Hrafnkell var afmælisbarn dagsins og auðvitað var sungið fyrir hann á einum hnúknum ;-)

Gengin var hringleið um Helgafellið frá vestri með suðurbrúnum upp og niður dældir, gil og hnúka
og þrætt með norðurbrúnum til baka þar sem Esjan blasti við "snjóhvít" í myrkrinu.


Ásta H., Björgvin, Ágúst og Súsanna F. að klöngrast niður einn af síðustu hnúkunum þetta kvöldið.

Friðsæl ganga og greinilega sú léttasta sem gefst í þessum klúbbi þar sem við náðum ekki að kreista eins mikið úr þessu felli eins og Úlfarsfellinu um daginn... en hentaði vel þar sem eingöngu þrír dagar voru liðnir frá því hópurinn fór 18 km göngu um Sveiflluháls og kringum Kleifarvatn á laugardaginn svo þetta var bara dásamlegt liðkun eftir helgina og fyrir næstu helgi...

... eða alls 4,5 km á 1:38 - 1:44 klst. upp í 236 m hæð með 343 m hækkun alls miðað við 63 m upphafshæð.

Ljósafossganga Þorsteins Jakobssonar í algleymi næsta laugardag...
Mæting kl. 14:00 -
gengið af stað kl. 14:30 - ljósafjoss niður Esjuna kl. 16-17:00.
Toppfarar fjölmenna með
jólasveinahúfur og njóta dagsins með Steina og öllum þeim sem vilja styðja gott málefni ;-)

Hafið samband við þjálfara ef jólahittingur er í bígerð innan einhverra í hópnum á laugardagskvöldið eftir gönguna
þar sem Óskar og Skúli frá Egilsstöðum eru mættir í bæinn og vilja auðvitað jólast smá með félögum sínum
en þjálfarar eruð því miður vant við látnir þetta kvöld !
 

 

Aðventuganga á Akrafjalli

Alls mættu 40 manns á æfingu þriðjudaginn 30. nóvember og tóku hefðbundna göngu upp á Háahnúk á Akrafjalli.
Fremur hlýtt var í veðri miðað við froststillurnar það sem af er vetrar, en með hlýjindunum var rysjóttur dumbungur sem truflaði aðeins fagurt útsýnið svo  Reykjavík og Akranes sveipuðust dulúðugri þokunni efst þar sem vindurinn blés kaldur og blautur og minnti okkur á fyrri ferðir á þessar slóðir á þessum árstíma...

Við virðumst ekki hafa heppnina með okkur á þessari leið í upphafi aðventu síðustu þrjú árin en þó var þetta veður það skásta til þessa og ótækt að kvarta, kærkomið að vera ekki í nístandi frosti, skyggni betra en áhorfðist og færið autt og gott nema ofar þar sem hálkulettirnir leyndu á sér og urðu að svellbungum efst við tindinn svo við skelltum á okkur hálkubroddunum til að vera örugg á á niðurleiðinni.


Irma að setja á sig broddana

Mættir voru:
Anna Sigga, Anton, Auður, Ágúst, Ágústa, Ásta Bjarney, Ásta H., Bára, Björgvin, Droplaug, Einar, Gísli, Guðjón Pétur, Gunnar, Hanna, Heiðrún, Heimir, Hermann, Ingi, Irma, Jóhannes, Kári Rúnar, Kristóin Gunda, Leifur, Lilja K., María E., Rikki, Rósa, Sigga Rósa, Sigag Sig., Skúli, Súsanna F., Sylvía, Sveinn Halldór, Sæmundur, Valdís, Þorsteinn J., Þorsteinn P., Þóra og Örn... og Kolur, Tara, Þula...

Þar af var Sveinn Halldór að koma í sína fyrstu göngu með hópnum ;-)


Galito Akranesi - Stillholti 16 - 18.

Eftir 5,1 km göngu á 2:05 - 2:15 klst. upp í 571 m hæð með 511 m hækkun miðað við 60 m upphafðshæð var komið að síðasta hluta æfingarinnar... heitu kakó og meðlæti á veitingastaðnum Galito á Akranesi þar sem móttökurnar voru til fyrirmyndar í alla staði.


Auður, Skúli, Lilja K., Heimir, Sigga Sig., og Hanna.

Notalegt og hlýtt við dekkuð borð með rjúkandi heitu og hnauðþykku súkkulaði og þéttþeyttum rjóma og hinum ýmsu smákökum sem yljuðu vel undir fjörugum samræðum rúmlega 30 göngumanna... sem tóku ekkert eftir því hvernig þeir lyktuðu eða litu út í augum annarra gesta staðarins ;-)

Til að krydda kvöldið tóku Rikki og Sigga Rósa upp á því að ganga til byggða frá fjallsrótum inn á Akranes (jebb, "bara" 4 km) þar sem þau höfðu snúið fyrr við þar sem Sigga Rósa er að jafna sig eftir aðgerð á liðþófa... og þegar búið var að lýsa eftir þeim í gms símum klúbbfélaga og tveir Skagamenn (Guðjón og Ingi) farnir af stað til leitar... skiluðu þau sér í hús sveitt og sæl með bakpokann á bakinu og göngustafina í hendi... þau eru án vafa ein af brautryðjendum Toppfara sem þarna buðu upp á nýja útgáfu af  reykvískum túristum sem höfðu spurt sig til vegar í bænum meðal furðu lostinna heimamanna ;-)

Þetta var þriðja Akrafjallsganga Toppfara í upphafi aðventunnar... veturinn 2008 enduðum við á heitu kakói og smákökum í boði Skagakvenna við fjallsrætur (já, á bílastæðinu í myrkrinu með höfuðljósin)... því næst á kaffihúsinum Skrúð á Akranesi árið 2009 að frumkvæði Lilju Kristófers og nú á veitingstaðnum Galito... betra gat þetta ekki verið og þjálfarar þakka Skagamönnum kærlega fyrir notalega hefð sem dýrmætt er að halda í um ókomin ár seigra göngumanna sem ganga á fjöll allt árið um kring óháð veðri,færð og birtuskilyrðum... með bros á vör og gleði í hjarta óháð öllu ;-)

Gleðilega aðventu elskurnar !
 

 

Með tungli og norðurljósum
á för um Úlfarsfell


Hópurinn á göngu með tunglið fyrir ofan sig í norðaustri.

Alls tóku 49 manns góða æfingu þvert og endilangt um Úlfarsfellið þriðjudaginn 23. nóvember. Gengið var frá Leirtjörninni suðvestan megin í Úlfarsfellshverfinu og farið fyrst upp á Vesturhnúk og þaðan þvert niður á Lágafellshamra sem rísa við Mosfellsbæinn norðan megin í fellinu og þaðan gengið í slaufu til baka upp á Stóra og Litla hnúk áður en snúið var niður til baka um suðausturhlíðarnar að bílunum.


Hópurinn við Lágafellshamra norðan megin á Úlfarsfelli með Grafarvogshverfi Reykjavíkurborgar næst hægra megin á mynd og sundin fjær.

Heiðskír himininn með risavaxið tunglið í norðaustri og upplýst stjörnubjart himinhvolfið skreyttu göngu kvöldsins fyrir ofan okkur ásamt borgarljósum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og friðarsúlu John Lennons og Yoko Ono í fjarska fyrir neðan okkur og í lokin skrýddu norðurljósin himinhvolfið þvert yfir fellinu í norðri þegar gengið var niður að bílunum svo ljósadýrðin varð ekki skrautlegri þetta kvöld.

Undir fótunum brakaði svo hrímuð jörðin sem gerði landslagið greinanlegra í myrkrinu og vel fært um mýrar og mold
þó launhált hafi verið á köflum og nauðsynlegt að vara sig... og ísköld golan beit vel í á köflum...


Sif, Alma, Sirrý og Helga Björns... alla vega á myndinni ;-)

Mættir voru:

Alma M., Anna Sigga, Anton, Arnar, Ágústa, Ásta H., Ásta Þ., Bára, Björgvin, Björn, Elsa, Gerður, Gísli, Guðmundur, Guðrún G., Guðrún Helga, Gunnar, Gylfi Þór, Halldóra Á., Hanna, Helga Bj., Hermann, Hólmfríður, Hrafnkell, Inna, Irma, Jóhanna Karlotta, Kristín Gunda, Leifur, Lilja Sesselja, Óskar Bjarki, Rikki, Roar, Rósa, Sirrý, Sigurður, Steinunn, Súsanna F., Súsanna Á., Svala, Sylvía, Sæmundur, Torfi, Þorsteinn, Þóra, Örn.

Þar af var Sylvía að mæta á sína fyrstu æfingu með hópnum :-)

... og náttúrulega skoppuðust Kátur, Sebra, Skuggi og Tína himinlifandi með...


Tunglið yfir skýjahjúpnum sem lá yfir Esjunni og borgarljós Mosfellsbær neðar.

Gullfalleg æfing

...sem skilaði okkur 6,3 km á 1:52 - 2:00 klst. upp í 291 m á Vesturhnúk, 307 m á Stóra hnúk og 263 m á Litla hnúk
með alls hækkun upp á
402 m miðað við 93 m upphafshæð.

...góð slaufa það um þetta litla hverfisfell Úlfarsárdalsmanna sem smám saman reisa nú hús sín við fjallsræturnar
þrátt fyrir allt og allt... og breyta aðkomu að upphafsgöngustað fellsins á ári hverju;-)

Athugið! Eftir æfinguna fengum við þær fréttir að Svala hefði dottið á leiðinni niður Úlfarsfellið og borið fyrir sig höndina með þeim afleiðingum að hún úlnliðsbrotnaði og er komin í gifs í allavega fjórar vikur. Mikil synd og minnir okkur á að það er aldrei of varlega farið og hve mikið við þurfum að hafa gætur á þegar við erum á fjöllum.

Okkar bestu kveðjur til Svölu með von um að henni batni fljótt og vel.
 

 

Dagur íslenskar tungu
með
ljóðalestri á Esjunni


Droplaug, María og Guðjon Pétur klöngrast upp Fálkakletta...

Alls mættu 32 manns á æfingu þriðjudaginn 16. nóvember á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar...og Arnars Jónssonar Bárusonar, 21 árs sem passað hefur ungan son þjálfara vikulega síðustu fjögur árin frá því Toppfarar tóku til starfa 2007... og passaði enn og aftur þetta kvöld...!


Droplaug, Óskar Bjarki, Jón Júlíus og Dóra... sem gekk úr sér bakverkinn þetta kvöld!

Gengið var upp með Fálkaklettum og Búahömrum á Þverfell og um Langahrygg Steininum fremur bratta og krefjandi leið til að byrja með en svo aflíðandi um Langahrygginn á brakandi snjó og hefðbundna leið um göngustíginn til baka þar sem hálka var á köflum hálfa leiðina niður.


Hildur Vals., Inga Lilja, Áslaug og Kristín Gunda.
Fjær eru Guðjón Pétur, María og Lilja K.

Það var blankalogn og smá hlýjindakafli ríkti akkúrat þetta kvöld eftir frost síðustu daga, sem gerði ekkert annað en skella göngumönnum í hressilegt svitabað frá fyrsta skrefi með þá tilfinningu að við værum að ganga í 10°C hita...
en hugsið ykkur.. þetta voru saklausar +3°C... ! 


Björgvin, Leifur, Anna Sigga, Guðmundur, Ingi og Heiðrún.

Lundin léttist eftir því sem ofar dró eins og vanalega... sem var í beinu samræmi við langtímarannsóknir þjálfara á "Tengslum skaplyndis og hæðar yfir sjávarmáli" þar sem helztu niðurstöður eru þær að lund Toppfara léttist eftir því sem ofar dregur sjávarmáli (í stað þess að sýna dæmigerð viðbrögð mæði, þreytu og höfuðverkja við þunnu lofti) og endar í miklum hlátraköstum, stöku æringjahætti og jafnvel athyglisverðri ærslabelgingshegðun á efstu tindum sem þarfnast frekari rannsókna... sjá nánar leiðarlýsingar á tindferðum Toppfara síðustu fjögur árin... en þessi hegðun fjallgöngumannanna á sinn þátt í því að víðfrægt orðspor Toppfara nær langt út fyrir landsteina Íslands... ;-)


Stefán A., Örn, Lilja K. og Steini.

Í umræðunni var m. a. ljósaganga Steina á Esjunni 11. desember í tilefni af 365 - toppa - ári hans þar sem hann toppar 365 sinnum fjallstinda á árinu í ómældum fjölda fjallgangna og fjalla til styrktar ljósinu. Þetta var toppur nr. 353 á árinu!

Að sjálfsögðu ætla margir Toppfara að fjölmenna í þessa göngu:
 
11. desember kl. 14:00.

Sjá www.ljosid.is 


Reykjavíkurborg úr Esjuhlíðum.

Þegar ofar dró tók snjórinn við og blaut þokan svo engan veginn var hægt að mynda dýrðina og friðinn sem skapaðist við þessar aðstæður með flassmyndum.

Á hæsta hluta Langahryggjar rifjaðist upp fyrir okkur kvöldgangan í fyrra þegar Rikki og Sigga Rósa buðu okkur upp á konfekt og snafs á brúðkaupsafmæli sínu sem varð til þess að gera þessa gönguleið ógleymanlega og kennda við þau tvö þar með.


María, Heiðrún, Guðjón Pétur og Sirrý.

Í 601 m mældri hæð við Steininn var sama blankalognið og fyrr um kvöldið (eins og gjarnan síðustu vetur!) með tilheyrandi friðsæld þegar ljósin voru slökkt og við vorum umlukin fannhvítri jörð og þoku sem hindraði sýn niður í byggð en gaf dulúðuga sýn á Þverfellshornið gnæfandi yfir okkur dökkt og hvasst.


Sirrý... óþrjótandi grúskari og hugmyndasmiður...
sem smitað hefur Toppfara m. a. af snilldarbókinni um örlagaríkan leiðangur Shacletons um suðurheimskautin
sem breytti viðhorfi manns til þrautsegju og þess hvers maðurinn er megnugur þegar á reynir...
Bókin hefur gengið milli nokkurra í klúbbnum en hér með er aftur vakin athygli á þessari bók sem breytir lífi manns...
http://topdocumentaryfilms.com/the-endurance-shackletons-legendary-antarctic-expedition/#comments
Bókin heitir Harðfengi og hetjudáð eftir Alfred Lansing - Skuggsjá 1980
Hluti af Háspennusöguröð Skuggsjár en er sönn og vel unnin heimildasaga.

Við
Steininn sló hátíðlegum blæ á göngu kvöldsins þegar Sirrý las upp af stakri snilld áhrifamikið ljóð eftir afmælisbarn dagsins um fugl Toppfara, rjúpuna sem kemst við illan leik undan fálkanum til þess eins að fara í soðið hjá mannskepnunni...

Þjálfari skorar á klúbbmeðlimi að semja aukavers við ljóðið þar sem fjallgöngumaður kemur við sögu... eða hvaðeina annað sem hugmyndaríkum ljóðskáldum hópsins rennur í hug ;-)

ÓHRÆSIÐ
   Jónas Hallgrímsson

Ein er upp til fjalla
yli húsa fjær,
út um hamra hjalla,
hvít með loðnar tær,
brýzt í bjargarleysi,
ber því hyggju gljúpa
á sér ekkert hreysi
útibarin rjúpa.

Valur er á veiðum,
vargur í fuglahjörð,
veifar vængjum breiðum,
vofir yfir jörð,
otar augum skjótum
yfir hlíð og lítur
kind, sem köldum fótum
krafsar snjó og bítur.

Rjúpa ræður að lyngi
- raun er létt um sinn, -
skýzt í skafrenningi
skjótt í krafsturinn,
tínir mjöllu mærri
mola, sem af borði
hrjóta kind hjá kærri,
kvakar þakkarorði.

Valur í vígahuga
varpar sér á teig
eins og fiskifluga
fyrst úr löngum sveig
hnitar hringa marga.
Hnífill er að bíta.
Nú er bágt til bjarga,
blessuð rjúpan hvíta!

Elting ill er hafin.
Yfir skyggir él.
Rjúpan vanda vafin
veit sér búið hel.
Eins og álmur gjalli,
örskot veginn mæli,
fleygist hún úr fjalli
að fá sér eitthvert hæli.

Mædd á manna bezta
miskunn loks hún flaug,
inn um gluggann gesta
guðs í nafni smaug.
Úti garmar geltu,
gólið hrein í valnum.
Kastar hún sér í keltu
konunnar í dalnum.

Gæðakonan góða
grípur fegin við
dýri dauðamóða, -
dregur háls úr lið.
Plokkar, pils upp brýtur,
pott á hlóðir setur,
segir: "Happ þeim hlýtur!" -
og horaða rjúpu étur.

Hátíðleg og krefjandi kvöldganga sem gaf okkur heila 7 km á 2:50 - 2:57 klst. upp í 601 m hæð með 594 m hækkun miðað við 13 m upphafshæð (hækkun alls 680 m með öllu)
og verður þessi framganga að teljast
aðdáunarverð á miðjum vetri á Íslandi!

 

Undir stjörnubjörtum himni
í Búrfellsgjá

160. æfing þriðjudaginn 9. nóvember var í félagsskap þúsunda stjarna um Búrfellsgjá í Heiðmörk.

Alls mættu 46 manns... Alma Í, Alma M., Anton, Arnar, Ágúst, Ágústa, Áslaug, Ásta H. Ásta S., Bára, Brynja, Ellen María, Gerður, Guðmundur, Guðrún Helga, Halldóra Á., Halldóra Sif, Dóra, Helga Margrét, Helgi Máni, Hermann, Hjölli, Hulda, Jóhanna Karlotta, Jón Júlíus, Leifur, Lilja Sesselja, Óskar Bjarki, Rikki, Roar, Rósa, Sigga Sig., Sirrý, Sigrún, Sigurður J., Árni, Stefán A., Súsanna F., Súsanna Á., Svala, Torfi, Vallý, Þorsteinn J., Þór, Þóra, Örn.

Og Día, Dimma, Dímon?, Drífa, Kolur, Skuggi, Þula... en...


Frá vinstri: IGuðjón Pétur, Lilja, Auður, Hanna,  Heiðrún, Ingi, María og Skúli.

...þá er ekki allt upptalið þar sem Toppfarar æfa á fleiri í einum stað á landinu suma daga...
Alls mættu
átta manns á æfingu á Akrafjall þetta sama kvöld...;-)
Lilja sendi þessa mynd hér að ofan af görpunum sem aldrei gefa eftir!

 

Við eina af litlu gjótunum og gjánum sem kljúfa gönguleiðina að Búrfelli sýndi Sigurður J. eða Sjói, Útivistar-maður með meiru, okkur koparskrúfur tvær sem voru  sitt hvorum vegg gjárinnar; Kringum árið 1970 voru þær reknar niður samsíða en þetta kvöld árið 2010 eða um 40 árum síðar, var misgengið auðsjáanlegt þar sem þær liggja ekki lengur samsíða heldur hafa rekið i sitthvora áttina... flekar jarðar eru augljóslega á hreyfingu...
http://www.ferlir.is/?id=3182 
og
http://is.wikipedia.org/wiki/Jar%C3%B0saga_%C3%8Dslands

Og smá umræða um að  flekaskilin sjálf séu ekki nákvæmlega á Þingvöllum heldur hliðlægt við þá:
http://www.kofun.is/index.php?option=com_content&task=view&id=148&Itemid=50

Spurning hvort þessar merkingar sem rætt er um hér tengist þessum koparskrúfum???:
http://www.evropusamvinna.is/Apps/WebObjects/HI.woa/swdocument/1015133/Reykjanes+-+Merkjal%C3%BDsingar.pdf

Endilega sendið mér slóð á umfjöllun um þessar koparskrúfur á veraldarvefnum ef þið finnið!


Frá fyrsta skrefi þetta kvöld glitraði frostið á grasi, lyngi, mosa og steinum...
Akstursleiðin um Heimörkina á leiðinni á æfingu var glitrandi falleg með þessa frost-gimsteina skínandi um allt landslagið í rökkrinu...

Leiðin inn Búrfellsgjánna geymir neðanjarðar vatnsból (Vatnsgjá), gamlar réttir, hella, hættulegar gjótur og ægifagra klettaveggi  sem einu sinni sorfust við rennslu hraunsins úr gígnum í Búrfelli og mynda gjánna sem smám saman opnast inn í gíginn... þar eru einnig t. d. mannvistarleifar Geirmundar nokkurs Bjarnasonar frá Sviðholti á Álftanesi sem lá úti upp frá seljum Álftnesinga í þrjár vikur í júní 1704 og lifði á súrum og grasi... - sjá http://www.ferlir.is/?id=5984

Sjá frábærar upplýsingar enn og aftur um þær slóðir sem við förum á Reykjanesi
á metnaðarfullum vef Ferlis-manna
www.ferlir.is
Þar má m. a. lesa eftirfarandi fróðleik um Búrfellsgjá (með leyfi ferlir.is):

 "Búrfellið er eldstöð frá nútíma. Fjallið, sem er ólíkt öðrum nöfnum þess á landinu vegna þess að það er gjall- og klepragígur, sem gaf af sér mikinn hraunmassa. Önnur Búrfell eru jafnan umfangsmeiri og úr móbergi eða bólstrabergi. Hraunið þekur um 18 km2 lands. Búrfellsgjá, sem reyndar er hrauntröð með nokkrum þvergjám (sprungum), er 3,5 km löng. Hún liggur niður úr suðvesturhlíð Búrfells og telst meðal bestu dæma um hrauntraðir frá nútíma. Það myndar nú stóran hluta þess gróna lands sem byggðirnar í Hafnarfirði og Garðabæ standa á. Svæðið er bæði aðgengilegt og einstaklega fallegt. Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krísuvík. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58
metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Búrfell gaus einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst fyrrnefnt Búrfellshraun. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Rofist hefur ofan og utan úr Búrfelli og hefur myndast hvasst egg á toppi fjallsins sem er úr lausri gosmöl".

http://www.ferlir.is/?id=6765


Grænadyngja - Trölladyngja - Keilir ber við himinn.

Rökkur var á fyrstu skrefum okkar um Heiðmörkina inn að gjánni og heiðskírt skyggni til skínandi hvítra fjallanna (þar sem enn bjartara hefði verið að ganga um þetta kvöld)... og í suðvestri roðaði himininn þar sem sólarlagið leið smám saman undir lok... en eftir því sem lengra dró jókst myrkrið og höfuðljósin tóku við... og stjörnurnar, sjálft smíði náttúrunnar þegar við höfðum vit á að slökkva á höfuðjósunum...

 


Stefán A., Ágústa, Súsanna Á., Jóhana Karlotta o.fl...

Á hringleið um gígbarminn stöldruðum við við og slökktum ljósin þar sem borgin blasti við okkur og í ljós komu stjörnurnar á himninum með Karlsvagninn, Júpíter, Pólstjörnuna og Fjósakonurnar allavega greinanlegar og sífellt fleiri stjörnur að birtast eftir því sem roðinn í vestri minnkaði... og þeir sem voru heppnir sáu stjörnuhrap... ótrúlegt sjónarspil

Þessi sýn á stjörnubjartan himininn fullkomnaðist svo í botni gígsins, þangað sem við klöngruðumst auðvitað í svona góðu veðri og færð... þúsundir stjarna blöstu við í myrkrinu með umgjörð gígbarmsins fyrir ofan okkur allan hringinn... og þeim fjölgaði stöðugt með vaxandi myrkrinu svo sjá mátti m.a.s. óljósan stjörnuklasa í norðri...

Þarna hefði maður getað legið í klukkustund og skoðað sig um... látið sig dreyma... jafnvel sofna í góðum dúnsvefnpoka... (með mjúkan bakpokann náttúrulega sem dýnu ;-)) en það var lag að halda til baka og uppljómuð gerðum við það eftir fullkomna kvöldstund í óbyggðum... í nokkurra mínútna fjarlægð frá borginn...

Sjá loftmynd af Búrfellsgjá
-til glöggvunar á landslagi svæðisins sem við gengum um í myrkrinu.
Þessi mynd er einnig frá www.ferlir.is (með leyfi):


Við gengum gegnum gjánna sem hér sést eingöngu að hluta og hringinn kringum gíginn.
Stjörnuskoðunin á barminum var þar sem hann rís hæstur vinstra megin í vestri.
Seinni stjörnuskoðunin var svo í botni gígsins áður en við snerum við.

Stjörnufans kvöldsins varð alls 6,3 km á 2:10 - 2:19 klst. upp í 180 m hæð og lægst niður í 86 m hæð með alls hækkun upp á 274 m upp og niður fjölbreytt landslag Búrfellsgjár...

Stjarnfræðilega flott ganga

...um gjá sem er alltaf jafn ævintýralegt að ganga um...
Sérstaklega að sumri til með börn þar sem ævintýri fyrir þau eru á hverju strái
Þá er hægt að gangan niður í Vatnsgjánna og skoða allt sem að ofan greinir frá...
Og eins að hausti til þegar haustlitirnir galdra fram töfralist...
Við höldum okkur hins vegar við veturinn og förum árlega í Búrfellsgjá á myrkasta tíma ársins...
Maður er augljóslega ekki svikinn af slíkri göngu...
Vonandi fáum við snjó yfir öllu næst ;-)
 

 

Kórfarar á Reykjaborg
Fyrsta kóræfing Toppfara...

Æfingin um fjögur fell í Mosfellssveitinni við Hafravatn þriðjudaginn 2. nóvember var létt og laggóð.

Veðrið var lygilega gott miðað við hávaðarokið og kuldann í bænum... blankalogn til að byrja með þar sem við vorum í skjóli við Dísarhól vestan við Lala og Hafrahlíðina, og smám saman jók í vindinn þegar gengið var upp á Hádegisfellið en aldrei varð sá vindur nokkur að ráði nema í fáeinum hviðum sem gengu yfir hópinn á leiðinni upp með klettum Reykjaborgar og með hlíðum Hafravatns... þess á milli lygnt og friðsælt...

Farið var að rökkva í byrjun æfingar með tilheyrandi lélegum myndaskilyrðum en léttskýjaður himininn og gott skyggni til borgarljósa Reykjavíkur, Akraness og Mosfellsbæjar og bæjarljósanna í öllum dulúðugu húsunum Hafravatns- og Bláfjallamegin héldu áttun okkar þar sem við þræddum okkur um heiðina vestan Bjarnarvatns og norðan Hafravatns.

Myrkrið tók svo við á Hafrahlíðinni og við slökktum ljósin á Lala og skoðuðum stjörnurnar þar sem Gylfi Þór benti okkur á Júpiter í austri langskærastan...

Sjá einstaklega vandaðan vef stjörnuskoðunarmanna á Íslandi - mikill töfraheimur:
http://www.stjornuskodun.is/
Þar er hægt að sjá stjörnuhvolfið í nóvember á Íslandi:
http://www.stjornuskodun.is/media/stjornuskodun-2010/Stjornuskodun-november-2010.pdf


Anna Sigga, Anton, Auður, Ágústa, Áslaug, Ásta H., Ásta S., Bára, Dave, Dóra, Droplaug, Einar, Elsa Þ., Guðmundur, Guðrún G., Gylfir þór, Hanna, Helga Bj., Helga Margrét, Hermann, Hjölli, Inga Lilja, Irma, Jón Júlíus, Ketill, Leifur, Lilja Seselja, Óskar Bjarki, Ragnhildur, Rikki, Rósa, Sirrý, Torfi, Valdís, Þorsteinn J., Þóra, Örn... og Feykir, Dimma, Día, Kolur og Skuggi.

Þar af voru Dave og Helga Margrét að mæta á sína æfingu með hópnum ;-)
....og Óskar Bjarki kom aftur eftir langt hlé... sem var afskaplega kært come-back ;-)

Á Hafrahlíðinni tókum við eina ljóshópmynd - af því það var svo gott veður - logn á þessari stundu og friðsælt... en þegar þjálfari blés til söngs með þennan tilvalda kór uppraðaðan fyrir framan sig... fór skyndilega að blása...strekkingvindur gekk yfir hópinn og ekkert heyrðist... Hafrahlíðin kærði sig greinilega ekkert um svona gjörning... greinilega ekki sama ærslabelgurinn og Hafnarfjallið... svo við frestuðum æfingunni þar til niður úr þessu veðri yrði komið... nefnilega niður á bílastæði þar sem sterkur og hljómfagur söngur þeirra sem lögðu í hann glumdi um Hafrahlíð og nágrenni... söngur sem lofaði meira en góðu fyrir laugardaginn þegar við syngjum í súlnasal Vestur- Norðursúlu í lygnri sunnanátt og friðsælu veðri eins og veðurkortin boða nú...

Alls 5,1 km æfing á 1:39 - 1:43 klst.... við sem reyndum að teygja svoleiðis úr þessari leið... við erum orðin allt of hraðir göngumenn !... upp í 290 m á Reykjaborg og 257 m á Hafrahlíð með alls hækkun upp á 356 m á leiðinni miðað við 98 m upphafshæð... afskaplega ljúf útivera þrátt fyrir slæmt veðurútlit;-)

Fyrsti vísir að kór Toppfara leit dagsins ljós á Hafrahlíð...
-söngvarar sem láta hvorki veður né vind stoppa sig...
 -og mæta á æfingu í fjallgöngubúnaði...
- og halda tónleika á fjöllum...
...ha, hverjir?

"Kórfarar"
-sem munu láta "til sín heyra" næsta sögulega laugardag í Botnssúlum...

Þetta er spurningin um hugrekki...
að þora að syngja... eins og að þora að ganga á fjöll... !!!
 

 

Sólarkveðja á Úlfarsfelli


Ragnhildur, Björn og Halldóra Ásgeirs í fyrstu brekku kvöldsins með Hádegisfell, Reykjaborg, Lala og Hafrahlíð í baksýn við Hafravatn...
...gönguleiðin á næstu æfingu þriðjudaginn 2. nóvember...

Alls mættu 51 manns á æfingu þriðjudaginn 26. október og gengu góðan útsýnishring á Úlfarsfelli í áhrifamiklum ljósagjörningi náttúrunnar með sólina í vestri og tunglið í austri... og glitrandi fjallasýnina allan hringinn fjær og gyllt borgarljósin nær.

Þegar komið var upp á Litla hnúk í 265 m hæð sáust síðustu leifarnar af geislum sólarinnar
sem settist í fyrsta sinn í vetur
áður en æfing hófst eða kl. 17:29...


Roar, Halldóra, Ragnhildur, Ágústa, Skúli, Alma, Irma, Sæmundur, Ingi, Súsanna, Sigrún, Sirrý, Einar og Sigga Sig.

Fjallasýnin í suður að m. a. Blákolli, Sauðadalahnúkum, Ólafsskarðshnúkum, Vífilsfelli, Bláfjallahrygg öllum, Bláfjallahorni, Drottningu, Stóra Kóngsfelli, Þríhnúkum og Stóra Bolla loks lengst til hægri... fjöllum sem öll eru nú þegar í safni Toppfara...


Ragnhildur, Lilja Sesselja, Sæmundur, ?Þóra?, Brynja, Alma, Valdís og Ingi.

Á tindi tvö í 303 m mældri hæð, þeim hæsta á Úlfarsfelli sem við nefndum Stórahnúk í fyrstu göngum okkar,
sáum við fjöllin á Reykjanesi líkt og varpa skugga sínum á skýin... ekki í fyrsta sinn sem við fáum svona sýn í fjallgöngu...


Nærmynd

Skýin í takt við fjöllin

Sveifluháls lengst til vinstri  (jólagangan á dagskrá í desember 2010),
Hörðuvallaklof, Grænadyngja og Trölladyngja (mesta strítan hægra megin) o.fl. fjöll í þeim hnapp (árleg vorganga í maí)
og Keilir (staka strítan lengra hægra megin við miðja mynd).

Ofan af Stórahnúk var gengið svo hratt að ljósop myndavélarinnar náði bara að búa til hrærigraut úr göngumönnunum en festi skýrari mynd af Esjunni með sængina útbreidda yfir sig fyrir nóttina og Mosfellsbæ fyrir náttlampa...

Ljósflugur kvöldsins:

Alexander, Alma M., Anna Sigga, Anton, Arnar, Auður, Ágústa, Árni, Áslaug, Ásta H., Bára, Björn, Brynja, Einar, Elsa, Guðjón Pétur, Guðrún G., Guðrún Helga, Gylfi Þór, Halldóra Á., Hanna, Heiðrún, Heimir, Helga Bj., Hermann, Inna, Ingi, Irma, Jón Júlíus, Kári Rúnar, Ketill, Kristín Gunda, Lilja K., Lilja Sesselja, Ragnhildur, Rikki, Roar, Rósa, Sif, Sigga Sig., Sirrý, Sigrún, Skúli, Súsanna, Svala, Sæmundur, Torfi, Valdís, Þorsteinn J., Þóra og Örn.

Þar af var Ragnhildur að koma í sína fyrstu göngu með hópnum og var kynnt sem einum af "vinum Ágústu" undir hlátrasköllum hópsins en þetta gátu ekki verið betri meðmæli þar sem þaðan hafa komið þvílíkir öðlingar
eins og sagan sýnir ;-)

... og Dimma, Día?, Drífa, Kolur og Þula voru náttúrulega með til að reka okkur áfram...

Á þriðja hnúk kvöldsins, Vesturhnúk svonefndum gegnum tíðina, í 301 m mældri hæð blasti höfuðborg landsins við í allri sinni ljósadýrð með sólsetrið eins og björt, litrík leiktjöld í baksýn og friðasúluna sem hollýwoodískan ljóskastara á allt saman...

Þetta var síðasta stórleiksýning sólarinnar til Toppfara á þriðjudögum árið 2010...
...þar til við dönsum sólardansinn aftur í febrúar !

En magnað sjónarspilið hélt áfram þetta kvöld í rökkrinu sem smám saman tók við... með appelsínugulu tunglinu sem gægðist hógvært upp af Esjunni í norðaustri þegar við gengum í norður yfir á miðju Úlfarsfells, áður en við snerum við og tókum smá leðjuslag í bakaleiðinni... náttúrulega til að smyrja skóna fyrir veturinn... já, já, best að brosa bara að þessu ;-)

...en þess skal getið þjálfurum til varnar (aldeilis gott að vera ritari Toppfara!... hey, þetta er spillling!;-)) að leiðin ofar í hlíðunum gegnum móann (til að sniðganga veginn) er undirlögð af gaddavír, mýri og lækjarsprænum (skv. minningum af fyrri göngum) sem okkur fannst henta illa í hlýju, blautu og snjó/frostlausu færi í myrkri... en heldur var þessi leðja samt meiri en mann minnti í þessum hlýindum og líklega verri en ofangreind leið um móann, enda sátu tveir jeppar þarna fastir (ekki í fyrsta sinn sem við hittum á slíkt á þessari leið!) og sprændu drullunni enn frekar um allt... uss, þessi bakaleið er ónýt, við förum hana ekki aftur og finnum næst góða óvissuleið norðan megin sem lengir gönguna um 1 km eða svo... en "það er ekki neitt" ;-)

Ljósaganga kvöldsins hljóðaði upp á 6,2 km á 1:55 klst. upp í 303 m hæð hæst með 184 m hækkun eða alls rúmlega 300 m hækkun milli hnúka miðað við 119 m upphafshæð.

Þess skal getið að í bakaleiðinni sprakk á afturdekkinu hjá Birni sem var ekki lengi að skipta um nýtt og veittu þjálfarar honum eiginlega bara móralskan stuðning á meðan (hann var svo laghendur og fljótur að þessu!) en þegar við ókum í burtu í almyrkrinu sunnan með Úlfarsfelli léku óvænt norðursljós gjörning sinn á himni yfir öllu fjallinu með friðarsúluna vestan megin við það og tunglið austan megin í mögnuðu samspili... þar til borgarljósin gleyptu myrkrið og sviptu okkur sýninni með því að aka inn í geltan manngerðan heim malarinnar/borgarinnar... ógleymanleg sýn sem undirstrikaði ljósadýrð þessarar kvöldæfingar og nærði hjartað fyrir vikuna...

Hvílík fegurð
...á saklausu þriðjudagskveldi sem borgarljósin meina mönnum almennt sýn á... við vorum sannarlega lánsöm sem klæddum okkur í gönguskóna þetta kvöld... svona útivera nærir hjarta og sál ekkert síður en lungu og líkama á annan hátt en önnur líkamsrækt... verum þakklát fyrir heilsu, form og svigrúm til þess arna !

P.s...
Þjálfarar eru að gera
dagskrá ársins 2011 og hafa ákveðið að vera með aðeins lengri/flóknari göngur í október en á fyrri vetrum þar sem við finnum að hópurinn er orðinn ansi reynslumikill og við verðum að gera dagskrá sem hentar ekki bara þeim sem eru nýlegir í klúbbnum eða að upplifa vetrargöngurnar í fyrsta sinn heldur og þeim sem nú fara inn í hvern veturinn á fætur öðrum með okkur og eru orðnir öllu vanir. Við teljum að þessi hópur geti hæglega farið í ágætis kvöldgöngur út október og eins síðari hlutann í febrúar og allan mars þegar sól hækkar óðum á lofti. Þetta þýðir að þessar vanalegu leiðir á nærtækustu fjöllin við borgina sem hafa verið á dagskrá frá okt til mars (Esja, Úlfarsfell, Mosófjöllin öll etc) verða fremur á dagskrá í nóv/des/jan og aðeins flóknari/meira krefjandi leiðir í okt/feb/mars en við munum hafa léttari og erfiðari göngur í bland svo allir komist.  Endilega sendið línu um ykkar skoðun á þessu! Að sjálfsögðu breytir slæmt veður öllu og þá endurskoðum við leiðarval við fjallsrætur í hvert sinn en á svona kvöldi er kærkomið og dýrmætt að ná 2 - 2:30 klst. göngu fremur en 1:30 klst til að halda sér í góðu gönguformi ;-)

 

Haustmaraþonið !

Fjórir Toppfarar tóku þátt í árlega Haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara
og fóru hálft maraþon á fínum tímum ;-)

Sjá heildarúrslit / umræður og fréttir á www.hlaup.is og www.hlaup.com


Ketill, Bára, Örn og Gunnar eftir að allir voru komnir í mark

Félag maraþonhlaupara heldur tvö hlaup á ári þar sem hægt er að velja um þátttöku í heilu og hálfu maraþoni og taka margir hlauparar þátt ár hvert og njóta dagsins til hins ítrasta með því að taka púlsinn á eigin formi og hitta aðra hlaupara.

Þó nokkuð margir Toppfarar æfa nú hlaup á eigin vegum - enda er hlaup góð leið til að tryggja gott þol fyrir fjallgöngurnar - og einhverjir eru í hlaupahópum úti um allan bæ og því skorum við á alla að setja markið á næsta hálfmaraþon;
Vormaraþon Félaga maraþonhlaupara sem er í lok apríl á næsta ári.

Þar sem þó nokkrir Toppfara tóku þátt í fyrsta vetrarhlaupi í Powerade-hlaupaseríunni núna í október ætlum við einnig að fylgjast með því og flytja fréttir af þeim mánaðarlega - sjá síðar þá umfjöllun.

Svo er Gamlárshlaupið á Gamlársdag 31. desember kl. 13:00 en þá mæta menn gjarnan í búningi
og skála jafnvel þegar komið er í mark og er stemmningin í því hlaupi einstök ;-)

Alexander, Anna Elín, Anton Pétur, Ásta H., Ásta S., Ágúst, Ágústa, Björn, Elsa Inga, Gunnar, Hermann, Hugrún, Jón Sig., Lilja K., Linda Lea, Hjölli, Hrafnhildur, Hulda, Ingibjörg, Jóngeir, Ketill, Kristín Gunda, Petrína, Rósa, Stefán A.,Steinunn?, Vallý, Þorsteinn P.,... hverjir fleiri eru að hlaupa???

Sjá þáttinn Sportið á RÚV þar sem fjallað var m. a. um Haustsmaarþonið:
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4567965/2010/10/26/

Sjá þáttinn Ævintýraboxið á ÍNN þar sem einnig var fjallað m. a. um Haustmaraþonið:

http://adventurebox.is/index.php?option=com_content&view=article&id=106&Itemid=27

Sjá lið Toppfara á hlaupasíðunni:http://hlaup.com/ShowTeam.aspx?tid=28

 

Fyrsti snjórinn !
...á
Æsustaðafjalli og Reykjafelli


Esjan, Laufskörð og Móskarðahnúkar í hvítum klæðum í baksýn og haustlitir gróðursins í forgrunni göngumanna.

Hvít jörð var í fyrsta sinn í vetur á æfingu þriðjudaginn 19. október er við mættum til léttrar göngu á Æsustaðafjall og Reykjafell í Mosfellsbæ.

Veðrið var með besta móti, léttskýjað og lognstilla yfir glitrandi hvítum fjallahringnum allt um kring og 4°C með gula, bleika, bláa og gráa liti á himnum... en á þessu áttum við engan veginn von eftir vindhviður, rigningu og slyddu fyrr um daginn og á leiðinni á æfingu... veðri sem var líkt og slökkt á fyrir þá sem lögðu í hann þetta kvöld eins og svo ótrúlega oft áður...

Ekkert að marka þetta gluggaveður / bílaveður sem fær margan manninn til að sleppa útiveru dagsins... best að láta sig hafa það og uppskera skínandi fagran göngutúr sem frískar líkama og sál eins og þetta kvöld ;-)


Ásta Bjarney, Kristín Gunda, Roar, Halldóra Á. (í hvarfi), Gunnar, Drífa, Árni, Heimir (í nýrri úlpu!) og Sigga Sig á Æsustaðafjalli
með hvítt Reykjafell í baksýn sem var gengið á í ljósaskiptunum.

Alls mættu 37 manns eða Alma Í., Alma M., Anna Sigga, Anton, Arnar, Árni, Ásta Bjarney, Ásta H., Bára, Björgvin J., Dóra, Einar, Fríða, Guðrún Helga, Gunnar, Halldóra Á., Heimir, Helga Bj., Hermann, Hildur Vals., Hrafnkell, Inna, Jóhanna, Jón Júlíus, Kári Rúnar, Kristín Gunda, Leifur, Roar, Sigga Sig., Sirrý, Sigrún, Snædís, Torfi, Valdís, Þorsteinn J., Þóra og Örn.

... og Dimma, Drífa, Kátur?, Kolur, Skuggi, Þula voru skoppandi glöð sem fyrr...


Reykjafell vinsta megin og Úlfarsfell hægra megin með Mosfellsbæ nær og Reykjavík fjær.

Sólsetur var fljótlega eftir byrjun æfingar og ljósaskiptin tóku smám saman við þar sem snjófölin, tunglið, borgarljósin og friðarsúlan lýstu brátt leið okkar... jú og höfuðljósin líka ;-)

Á tindi Æsustaðafjalls í saklausri 222 m hæð var útsýnið glimrandi gott allan hringinn m. a. að Helgafelli, Esjunni, Móskarðahnúkum og Skálafelli og um Mosfellssveitirnar allar, Helgadal, Grímmannsfell og fjöllin í austri og suðri... því hvítara sem innar dró landi og ofar sjávarmáli.


Grímmannsfell - báðar bungurnar - framundan í fjarska.

Genginn var víður hringur um Æsustaðafjallið þar sem þjálfarar reyndu að teygja lopann á gönguleið dagins áður en haldið var suður á Reykjafell og reynt að sniðganga mýrina sem vakti ómælda athygli í fyrravetur ;-)... og tókst það með nokkuð góðu móti en jörð var annars ótrúlega hörð í þessu stutta kuldakasti frá því á mánudag þó ekki væri þörf á hálkubroddunum... sem allir gleymdu eða skildu eftir í bílunum að meðtöldum þjálfurum... eins og markaðsvæddir þjónar neyzlusamfélagsins sem finnst nóg að kaupa hlutinn svo þeir fari nú ekki líka að nota hann ;-)


Halldóra og Roar sem tóku slaginn með okkur fyrsta veturinn árið 2007 - 2008 þegar ekkert okkar vissi hvernig það raunverulega var að ganga allan veturinn í myrkri og öllum tegundum af  veðrum og alls kyns færð og við komumst að því að það var eitt af tærustu ævintýrum fjallamennskunnar...

Á Reykjafelli í 285 m mældri hæð fengum við borgarljósadýrðina í fangið utan um friðarsúluna fögru áður en við lögðum í hann til baka úr snjólínu niður í myrkvaðan Skammadalinn þar sem smáhýsin einstöku smöluðu okkur að bílunum.

Ganga alls upp á 5,6 km á 1:42 klst. upp í 222 m og 285 m með alls 303 m hækkun miðað við 107 m upphafshæð.

Notalegasta æfing í fallegu veðri sem aldeilis rættist úr
...og gaf tóninn fyrir fegurð vetrarins framundan...
 


 

Þriggja hóla óvissuferð á Esju
Kögunarhóll - Rauðhóll - Geithóll

Það var ekki nóg með að þjálfarar færðu æfingu vikunnar fram á mánudag 11. október )vegna landsleiks íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Portúgal á þriðjudaginum) með tilheyrandi rugli á rútínunni fyrir þá sem og aðra í hópnum heldur fóru þeir ruglaða óvissuferð með hópnum um hóla Esjunnar í suðurhlíðum þar sem eitthvurt rugl var á nöfnum allra þessara hóla og var loksins hægt að nota þessi höfuðljós í myrkraðri bakaleiðinni þar sem þó tókst ekki að ruglast neitt á niðurleiðinni enda dáleiddi kærkomin friðarsúlan af okkur allan ruglugang... og hringdi inn veturinn fyrir þennan hóp sem nú fer inn í fjórða veturinn sinn á fjöllum með tilheyrandi töfrum myrkrurs og veturs á þriðjudögum sem eiga sér engan líka í fjallamennskunni ;-)

 Rugludallar kvöldsins voru 30 alls eða þau Anna Sigríður, Anton, Auður, Ágúst, Ágústa, Áslaug, Ásta Bjarney, Bára, Björgvin, Brynja, Dóra, Droplaug, Elsa Þ., Gerður, Guðjón Pétur, Guðrún Helga, Gunnar, Helga Bj., Hildur V., Jón Júlíus, Kristín Gunda, Leifur, Lilja K., María E., Rikki, Sirrý, Súsanna F., Svala, Þorsteinn J. og Örn... ásamt Dimmu, Drífu og hvolpinum Kát sem var að koma í fyrsta sinn með eiganda sínum, Björgvini Jóns og leist ekkert á þennan ruglaða hóp ;-)

Gengið var um fyrri slóðir Hjölla þar sem hann fór með hópinn í janúar á þessu ári þegar þjálfarar voru erlendis og var sú ganga mögnuð í veðurblíðu um háveturinn að sögn þeirra sem fóru - sjá www.hjolli.com.

Gengið var frá bílastæðinu við Mógilsá austur að Esjustofu um Kögunarhól upp á Rauðhól og um tindahrygg Geithóls en svo má ætla að hólar kvöldsins heiti eftir upplýsingarsöfnun frá hinum ýmsu vefjum sem lýsa gönguleiðum á Esjunni eins og www.kjalarnes.is, www.ferlir.is og www.esjustofa.is o.m.fl.

Þjálfarar höfðu aldrei þessu vant ekki farið könnunarleiðangur um slóðir kvöldins og stefndu á Kögunarhól og Rauðhól sem þeir höfðu lengi haft sjónar á út frá almennum kortum en þegar á hólminn var komið var Rauðhóllinn tvíhóla og bak við hann reis myndarlegur, mjór hryggur sem við klöngruðumst upp á og menn sögðu vera Rauðhól út frá fyrri ferð hópsins en telst líklegast Geithóll samkvæmt upplýsingum á vefnum sem allar eru í samræmi við þá niðurstöðu, en það var erfiðara að átta sig nægilega vel á þessu þar sem það var komið rökkur og við létum gönguna bara flæða í fullkomnu chaos-theoritísku kæruleysi yfir örnefnum gönguleiðarinnar ;-)

Endilega sendið mér póst ef þetta er ekki rétt niðurstaða með nöfnin !!!

Á Geithól var komið rökkur og við klöngruðumst við næsta mann og  höfuðljós um hann - loksins kom að því að nota þau eftir viðbragðsstöðu í þrjár vikur að skipun þjálfara!

Óvissuferðin niður til baka álpaðist vel um malarhrygg og neðst um gilið ofan við skóginn og gegnum efsta hluta hans þar sem kynjamyndir myrkursins nutu sín vel... en við söknuðum tærleikans sem gjarnan einkennir myrkurgöngur vetrarins því það var "bara skýjað, hlýtt og autt yfir" sem var í ósamræmi við myrkrið... eins og maður má nú vera þakkkátur fyrir þessa veðurblíðu haustsins þá hefði maður viljað hafa frost, snjóföl, stjörnubjart og jafnvel tunglið á himni.. slíkir töfrar vetrarins bíða okkar enn... (þessi snjór er útpælt upplýsingarlegt fyrirbæri af náttúrunnar hendi)... að ekki sé nú talað um hálkuna svo við getum nú farið að nota þessa hálkubrodda sem Anton hélt áfram að útdeila meðal hópsins þetta kvöld við þakklátar undirtektir ;-)

 ... til þess eins að vera svo ólýsanlega þakklátur þegar sólin hækkar aftur á lofti og það vorar með heitara loftslagi, þurru veðri og hálkulausu færi... þetta er Ísland og landinn í hnotskurn... stöðugt flæði gegnum harðindi og velgengni með tilheyrandi fjölbreytileika svo engin ganga er eins, engin æfing er eins, ekkert þriðjudagsævintýri eins... það eru forréttindi að hafa heilsu, líkamlegt form, sjálfstraust, reynslu, búnað og svigrúm til að stunda fjallamennsku allt árið umn kring við svo ólíkar aðstæður birtu, veðurs og færðar... sama hvað...

Óvissa dagsins mældist alls 6,6 km á 2:37 klst. upp í 483 m hæð á efri Rauðhól og 560 m á Geithól.

Þetta var ruglað gaman !
 

 

Skálafell í vindi eins og vanalega !

Skínandi góð mæting var á Skálafell í Mosó þriðjudaginn 5. október þrátt fyrir hryssingslega veðúrspá og veðurútlit... og nýafstaðinn haustfagnað sem án efa sat í mönnum ennþá þetta kvöld... en kom ekki í veg fyrir að nánast allir mættu frá þeim krefjandi degi... eða 50 manns alls...

Gengið var upp skíðasvæðið í suðurhlíðum beinustu leið á hæsta tind þar sem veðrið bauð ekki upp á neinar gloríur og sóttist þetta ansi vel þar sem vindurinn kom í veg fyrir að menn stöldruðu mikið við og skoðuðu sig um í fallegu haustlitunum sem nutu sín vel þegar kvöldsólin leit við á köflum með fjallasýnina sunnan megin fjallsins.

Þessi leið upp Skálafell er forvitnileg í sumarfæri skíðasvæðisinis og útsýnið ofan af fjallinu er stórkostlegt allan hringinn (sem við fengum því miður ekki að njóta þetta kvöld sakir skýjafars niður í 500 m hæð) en þjálfarar ákváðu að þessi leið yrði ekki farin aftur og hafa augastað á mun skemmtilegri leið vestan megin sem er meira í stíl við slóðir klúbbsins og verður leiðin sú á dagskrá 2011 ;-)

Mættir voru:

Alexander, Alma Ísleifs., Anna Sigríður, Anton, Auður, Ásta Bjarney, Ásta H., Ásta Snorra., Bára, Björgvin J., Björn, Ellen, Elsa Þóris., Elsa Inga, Gerður, Gísli, Guðrún G., Huðrún Helga, Guðmundur, Gylfi Þór, Halldóra Á., Halldóra Þ., Hanna, Hermann, Hildur Vals., Hjölli, Inna 15 ára, Irma, Jóhannes, Jón Júlíus, Kristín Gunda, Lilja Bj., Lilja K., Lilja Sesselja, Roar, Rósa, Sigga Sig., Sirrý, Skúli, Stefán A., Steini J., Steini P., Súsanna F., Sæmundur, Torfi, Valdís, Vallý, Þór, Þóra og Örn.

Anton deildi svo út hálkubroddum til félaganna á æfingunni þar sem tæplega 80 stykkja pöntun fór í gegnum hann á dögunum (voru þeir kannski skýringin á þessari dúndurmætingu?... neeeei, nei, nei... þetta var náttúrulega púra fjallamennska og veður-elja!) og geta menn nálgast broddana sína á næstu æfingum og eins geta menn haft samband beint við hann ef þeir vilja kaupa þau eintök sem voru umfram hópapöntunina - sjá bréf þjálfara til hópsins í vikunni.

Æfing dagsins endaði á 4,2 km á 1:29 klst. upp í 787 m hæð með 394 m hækkun. Ósköp létt og laggott en hentaði vel eftir laugardagsævintýrið mikla... og enn einu sinni sluppum við við að nota höfuðjósin sem er óvenjulegt komið þetta langt inn á haustið/veturinn en við lofum því að næsta þriðjudag munum við þurfa að styðjast við þann búnað í bakaleiðinni og þar með fram í febrúar/mars á næsta ári ;-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Gallerí Heilsa ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / 588-5277 - Netfang: bara(hjá)galleriheilsa.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir - sími +354-867-4000 - netfang: bara(hjá)toppfarar.is