Æfingar alla þriðjudaga frá október út desember 2014
í öfugri tímaröð:

Lágafell og Lágafellshamrar frá Lágafellslaug 30. desember.
Jólagangan á Úlfarsfell féll niður vegna veðurs og færðar 16. desember.
Mosfell höfðingjaganga 9. desember.
Háihnúkur Akrafjalli 2. desember.
Hádegisholt og Sandahlíð kringum Urriðakotsvatn frá Garðabæjarlaug 25. nóvember.
Grímmannsfell 18. nóvember.
Rauðhólar um Rauðavatn og Elliðavatn frá Árbæjarlaug 11. nóvember
Reykjaborg, Lali og Hafrahlíð um Hafravatn 4. nóvember.
Geirmundartindur um Pytta Hafnarfjalli með Inga 28. október í fjarveru þjálfara v/Nepal.
Snókur með Inga 21. október í fjarveru þjálfara v/Nepal.
Blákollur Hafnarfjalli með Inga 14. október í fjarveru þjálfara v/Nepal.
Háihnúkur 55 ára afmælisganga með Inga 7. október.

Skál fyrir kyngimögnuðu ári 2014
æsispennandi ári sjaldséðra hrafna 2015
... og 75 ára afmæli Björns Matt hörkuToppfara :-)

Loksins gátum við afhent Birni gjöfina okkar í tilefni 75 ára afmælis hans þann 8. desember s. l.
en um var að ræða forláta lampa úr smiðju Siggu Sig glerlistakonu...

... með þessari mögnuðu mynd af Birni hrímuðum á Heklu þann 23. október 2011 á lampanum...

Veðrið var friðsælt og ljósadýrðin í Mosfellsbænum söm við sig...

Snjórinn eitthvað hörfað undan hlákunni milli jóla og nýárs... en við fundum skafla milli hnúka og uppi á Úlfarsfelli...

Ólafur Gunnars var fallega skreyttur um stafina sína þetta kvöld...
eitthvað sem við þurfum að taka upp eftir honum fyrir næstu jólagöngur :-)

Brekkan okkar góða... sem alltaf hefur verið fær... en virtist í fyrstu í harðfenni... var vel fær í mjúkum snjónum...

... sem sporaðist vel alla leið niður...

... en vindurinn uppi gerði okkur ókleift að tendra stjörnuljós og blys og skála ofan hamranna...
svo við leituðum bara skjóls niðri í skóginum...
NB skógi sem ekki var þegar við fórum okkar fyrstu göngur þessa brekku...
þessi grenitré eru óðum að vaxa og enda með því að flækja för þennan síðasta kafla niður Lágafellshamrana á komandi árum...
hvað skyldum við halda þessu lengi áfram og sjá muninn á þessum vaxandi skógi?...
einhvern tíma var sagt þar til "við" yrðum 100 ára... :-)

Skálað í freyðivíni og spennandi hugmyndir viðraðar um komandi ár á skemmtisviðinu...
en þjálfari rifjaði upp vangaveltur sínar frá í fyrra af ýmsum stjórahlutverkum innan hópsins
og eftir mikla íhugun er niðustaða þjálfara sú að líklega sé  best að skipa nefndir innan klúbbsins sem hver og einn raðar sér í eftir smekk...
sjá fésbók Toppfara þar sem þjálfari viðrar þessa hugmynd innan hópsins :-)

Maður getur nú alveg vanist því að fá smá bubblur í blóðið í miðri göngu og svífa síðustu kílómetrana til baka...
... sum sé þetta kvöld eftir 7 km göngu á 2:46 klst. upp í 120 mælda metra á Lágafelli og 257 m á Lágafellshömrum
með alls hækkun upp á 376 m miðað við 35 m upphafshæð...
og heiti potturinn var góður :-)


Bára, Bestla, Björn H., Björn Matt., Gerður Jens., Guðmundur Jón, Guðný Ester, Gylfi, Halldóra Á., Helga Edwald, Irma, Játi, Katrín Kj., Lilja Sesselja,
Ólafur G., Roar, Strefán A., Steingrímur, Súsanna, Svala, Vallý og Örn.

Skál fyrir mögnuðu ári 2014 þar sem veðrið lék vel við okkur í ævintýralegum tindferðunum
en var allra handa eins og vera ber á þriðjudögum...
og skál fyrir spennandi ævintýraári sjaldséðra hrafna 2015 þar sem farið verður á framandi fjöll og óhefðbundnar þriðjudagsgöngur...
... fyrir utan hinar ýmsustu hugmyndir sem bíða handan við hornið eins og umrætt grímuball og svona :-)
 

 

Höfðingjaganga á Mosfell
með mögnuðustu norðurljósum í sögunni

Höfðingjagangan okkar í ár til heiðurs Birni Matthíassyni aldursforseta vorum...
sem aldrei gefur eftir og mætir í okkar allra erfiðustu göngur...
var farin á Mosfell þriðjudaginn 9. desember...
degi eftir 75 ára afmæli hans sem hann hélt upp á með vísiteringu til fæðingarborgar sinnar Leipzig í Þýskalandi...
og var hann því fjarstaddur þetta kvöld...
en við létum það ekki stöðva okkur í að knúsa hann yfir hafið...

Kalt var þetta kvöld og nokkur vindur...

...nýfallinn snjór og frekar hált í frostinu...

...hálfskýjað og stjörnubjart...

...og umfangsmestu norðurljós sem við höfum nokkurn tíma fengið að njóta í göngunum okkar
skríddu himininn ofan okkar í norðri...

Hálkubroddar komu sér vel í frostinu...

Gengið var góða hringleið um fjallið þar sem nálægðin við Esjuna að norðan,
höfuðborgina að suðvestan og Mosfellsbæjarbyggðina að sunnan naut sín mjög vel...

Það blés vel og beit í svo við leituðum að skjólgóðum stað til að senda Birni smá afmæliskveðju...

... og fundum smá skjól í snjóbrekkunum vestan við klettana í vesturhlutanum...
þar sem við mynduðum Toppfara-hjarta úr höfuðljósunum...


Aðalheiður, Bára, Bestla, Björn H., Doddi, Gerður Jens., Guðmundur Jón, Guðný Ester, Gunnar, Játi,
Jóhann Ísfeld, Katrín Kj., Njóla, Rikki, Sigga Rósa, Sigga Sig., Steingrímur, Steinunn Sn. og Örn.

... og tókum svo hópmynd umkringd hjartanu sem við sendum honum yfir hafið til Þýskalands...

"Toppfara-hjarta sent til þín elsku Björn yfir hafið...
með hjartans hamingju-afmælis-óskum frá elskulegum fjallafélögum þínum sem sakna þín mikið þessi dægrin

Hjartað er myndað úr höfuðljósum okkar á Mosfelli í kvöld 9/12 í frosti, vindi, snjó, myrkri
og flottustu norðurljósum sem við höfum nokkurn tíma séð í okkar fjallgöngum,
breiður ljósbálkur sem lá yfir allri Esjunni alveg frá Kerhólakambi að Móskarðahnúkum
og síðar um kvöldið uppljómaðist Skálafellið allt að aftan með norðurljósum eins og geislabaugur.

Algerlega ólýsanlegt og með því magnaðasta sem við höfum séð en við trúðum því að þessi dýrðarinnar norðurljósasýning náttúrunnar
væri höfðingjanum okkar til heiðurs þetta kvöld. Það mátti ekki minna vera þegar þú átt í hlut.

Knús til Heiðrúnar og hlökkum til að sjá þig elsku vinur - knús frá okkur öllum."

Hvílík sæla það var að fá á sig ískaldan vindinn...
finna fyrir brakandi hörðum snjónum undir broddunum...
vera umlukinn myrkrinu en þó magnaðri birtunni af snjónum og stjörnunum
og njóta norðurljósanna sem breiddu úr sér ægifögur yfir fjöllunum í norðri...

Algerlega magnað í alla staði enda svifum við heim...
Hvílík orkusprauta það er að fá ekta þriðjudags-fjallgöngu í vetrarhamnum eins og hann gerist flottastur :-)

Alls 4,4 km á 1:43 - 1:47 klst. upp í 281 m hæð með alls hækkun upp á 270 m miðað við 65 m upphafshæð.
Fagurt kvöld og enn einu sinni minnir það okkur á hversu gefandi og dýrmætt það er að stunda fjallgöngur allt árið um kring... svona lagað gefst eingöngu yfir myrkasta tíma ársins... og þegar veðrið skreytir það enn betur
með frosti, vindi, hálku, snjó, stjörnum og norðurljósum þá er gott að vera til :-)
 

 

Jólanaglar á Akrafjalli
í notalegum aðventuanda á Skaganum

Það spáði ekki vel þriðjudaginn 2. desember þegar okkar árlega aðventuganga á Háahnúk var á æfingaáætluninni... og ekki viðraði vel í bænum fyrr um daginn sem hjálpaði mönnum ekki við að koma sér í göngugírinn þennan dag... en ákveðið var að halda plani og meta aðstæður við fjallsrætur þar sem oft rætist úr veðri þegar á hólminn er komið... og nauðsynlegt að æfa öll veður þó skynsemin verði alltaf að vera með í för...

Því mættu eingöngu 9 manns til göngu þrátt fyrir freistandi kakó og pipakökur á Skaganum
og náðu fínustu æfingu nánast alla leið upp á Háahnúk...

Snjókoma, skafrenningur og slæmt skyggni var í bænum svo hugur okkar sem ekki fórum var hjá félögunum okkar
... en veðrið og færið var saklausara á Skaganum...

Gengið var inn tæpigötu inn Berjadalinn frekar en að fara hefðbundna leið upp Reynisásana og gaf þetta ágætis skjól til að byrja með...
en hviðurnar jukust eftir því sem ofar dró... Jóhannes undanfari fór á undan og sagðist ekki hafa getað staðið uppi á Háahnúk... og þá var afráðið að snúa við, um 60 m fyrir neðan tindinn,eða um 200 lengdarmetra frá tindinum... "ef Jóhannes gat ekki staðið þá"... :-)

Naglarnir: Steingrímur, Katrín Kj., Guðmundur Jón, Heiðrún, ingi, Jóhannes, Irma og Játi
en Örn tók mynd og Bára þjálfari var á vakt þetta kvöld hundsvekkt að missa af þessari hollu útiveru :-)

Ingi og Heiðrún buðu upp á sitt árlega aðventukakó á Skaganum eftir göngu...
hefð sem er orðin ómissandi hluti af jólunum hjá Toppförum...
Hvílík dásemd að sækja engla heim og spjalla saman í notalegheitunum í þessum dimmasta mánuði ársins :-)

Leið kvöldsins hér gul - inn Berjadalinn um Tæpigötu - en sú svarta er hefðbundin upp Reynisása.

Alls 4,4 km á 1:50 klst. upp í 490 m hæð með alls hækkun upp á 470 m miðað við 58 m upphafshæð.

Hjartansþakkir elsku Ingi og Heiðrún fyrir gestrisnina og allir fyrir mætinguna :-)

Jólagleðigangan næstu helgi og vetrarveður í kortunum... jólin á sinn fegursta máta eru greinilega að koma :-)
 

 

Krefjandi var það...
upp Hádegisholt og Sandahlíð
kringum Urriðakotsvatn frá Garðabæjarlaug

Sjöunda og næst síðasta sundlauga-vatnaþema-ganga ársins þar sem við höfum skemmt okkur konunglega við að prófa gönguleiðir upp á heiðar og fell við höfuðborgina frá sundlaugunum... var farin þriðjudaginn 25. nóvember...

... þar sem gengið var frá sundlaug Garðbæinga gegnum hraunið og Kauptún að Urriðakotsvatni austan megin og þaðan um tvær girðingar upp á Hádegisholt og yfir á Sandahlíð... og til baka vestan megin vatnsins um golfvöllinn og mýrina að Kauptúni og sömu leið um stíginn til baka inn í Garðabæ...

... en myrkrið umlukti okkur í efstu hlíðum og gaf okkur enn eina útgáfuna af fögru útsýni yfir borg og bý
frá "óbyggðunum" kringum borgina...

Hópmyndin var tekin í bakaleiðinni eins og einhver gleymskunnar-hefð er að komast á... :-)
en frægi jólageithafurinn fyrir utan Ikea var alveg með þetta planað að fá sig inn á hópmynd Toppfara :-) :

Sigga Sig., Haldór, Gylfi, Stinunn Sn., Örn, Hjölli og Steingrímur.
Játi, Katrín Kj., Guðmundur jón, Jóhann Ísfeld, Njóla, Rósa og Jón.
Irma, Björn Matt., Aðalheiður, Valla, Súsanna, Svala, Lilja Sesselja og Bára tók mynd
auk þess sem Dimma, Bónó og Moli nutu útiverunnar með okkur :-)

Það rigndi aðeins í byrjun göngunnar og loftið var svalt... færið blautt og létt... en svo var þurrt alla tímann þar til komið var til baka í Garðabæinn... en þá var komin fljúgandi hálka á stígunum svo við gengum meðfram þeim og haglél buldi í smá tíma síðustu metrana... enda var aðeins hvítt yfir daginn eftir... en svo hlýnaði undir helgina í slagviðri... en það er að grána í fjöllunum svo vonandi verður orðið snjóhvítt yfir þegar jólagleðigangan verður í byrjun desember...

Alls 11,2 - 12 km á 3:13 klst. upp í 131 m og 130 m með alls hækkun upp á 354 m miðað við 21 m upphafshæð skv. gps.

Sjá leiðina á korti... ansi rösklega farið og frekar krefjandi ganga enda heilir 12 kílómetrar á rúmum þremur tímum með pásum... þessi leið fer í "kannski-flokkinn " og verður kannski farin einhvern tímann síðar :-)

Síðasta sundlaugaganga ársins verður okkar árlega ganga frá upphafi - frá Lágafellslaug á Lágafell og niður um Lágafellshamra í Úlfarsfelli... og þjálfarar hafa ákveðið að hafa árlega alls þrjár sundlaugagöngur... ein í þremur dimmustu mánuðum ársins, janúar, nóvember og desember... hefð hefur nú þegar skapast fyrir Lágafellinu í lok des og Ásfjallinu næstsíðasta þriðjudag í janúar svo síðasti þriðjudagur í nóvember verður sá þriðjudagur sem rúllar mismunandi sundlaugargöngum næstu árin :-)
 

 

Mikið gott að fá góða fjallgöngu
í fínu veðri og sumarfæri á Grímmannsfelli

Grímmannsfellið fékk Toppfara í heimsókn í sjötta sinn þriðjudaginn 18. nóvember
og bauð upp á myrkur en sumarfæri og fínasta veður... þar sem gengið var upp með Katlagili og inn á heiðina alla leið á hæsta tind á Flatafelli og ákveðið að geyma Hjálm að sinni og halda niður með gilinu aftur en það reyndist nægilegur skammtur þetta kvöld :-)

Nepalsögurnar flugu um allt og menn spekuleruðu mikið í næstu ævintýrum klúbbsins árið 2015
á íslenskri sem erlendri grundu...


Njóla og Aðalheiður

Innileg og hlý vinátta hefur einkennt þennan klúbb frá upphafi enda margir gengið í gegnum ansi margt á löngum eða stuttum tíma í klúbbnum en eitt er víst... vinur í raun er á hverju strái í göngunum...

Tólf jólasveinar og sá þrettándi tók myndina... já jólasvemningin er byrjuð enda rúmar tvær vikur í jólagleðina :-)
Örn, Jóhann Ísfeld, Ingi, Steinunn, Moli, Bónó, Njóla, Guðmundur, Katrín, Súsanna, Hjölli, Játi, Irma og Aðalheiður
en Bára tók mynd.

Alls 7,7 km á 3:13 klst. upp í 487 m hæð með alls hækkun upp á 460 m miðað við 98 m upphafshæð.

 

Það eru margir listamenn í Toppförum... Heiðrún er sannarlega ein af þeim... Ingi kom með nokkra belgvettlinga sem hún hefur prjónað út frá fallegum  náttúrumyndum sem hún hefur tekið... norðurljós, plöntur, jöklar... og einhverjir fengu sér flott eintak...

Hringleið um Urriðakotsvatn um heiðarnar frá Garðabæjarlaug er næsta þriðjudag... sundstjóri sagði ekki spurning að prófa Garðabæjarlaug þetta kvöld... þjálfari hefur bitið það í sig að við hættum ekki fyrr en við höfum gengið frá öllum sundlaugunum á höfuðborgarsvæðinu :-)

Garðbæingar Toppfara eru sérstaklega velkomnir... og mega alveg sýna okkur bestu leiðina yfir hraunið að Urriðakotsvatni... viljum helst fara stíginn sem er austar, í áttina að Vífilsstöðum, frekar en að fara nær Hafnarfirði þar sem umferðin er meiri þeim megin þar sem við viljum vera sem mest í óbyggðunum :-)
Hlökkum til, þetta verður enn ein forvitnilega gangan sem vonandi kemur ánægjulega á óvart :-)
 

 

Rösklegt Rauðhólaskopp
við Elliðavatn frá Árbæjarlaug

Sjöunda vatna-sundlauga-þriðjudags-gangan af tíu á vatnaþema-árinu mikla 2014 var farin þriðjudaginn 11. nóvember
í kyrrlátu veðri og góðu skyggni... þar sem gengið var frá Árbæjarlaug meðfram Rauðavatni...

...inn á Rauðhólasvæðið sjálft þar sem klöngrast var upp á nokkra létta hóla með fallegu útsýni yfir borgina...

 ...áður en þvælst var um mýrlendi í einhverjum vandræðagangi að Elliðavatninu sjálfu þar sem við fengum okkur smá nesti...

... áður en snúið var við um reiðstíginn gegnum Norðlingaholtið og gegnum Árbæjarhverfið að lauginni aftur.

Fínasta ganga með röskri yfirferð og fínni vegalengd þjálfunarlega séð sem vóg upp á móti allt of litlu klöngri upp og niður miðað við okkar smekk... og dásamlega samveran náttúrulega klikkaði heldur ekki :-)

Enn ein skemmtilega tilraunin (og drepfyndin að sögn sumra án þess að gera lítið úr þessu!) í þessu vatna-sundlaugaþema okkar á þriðjudögum í ár... en fyrir þau okkar sem hafa áhyggjur af þessu allt of saklausa borgar-brölti sem bliknar jú svolítið  í samanburði við okkar vanalegu, áralöngu fjallgöngur í myrkri yfir svartasta skammdegið í alls kyns veðri á hinum ýmsustu fjöllum kringum höfuðborgina... skal nefnt að um helmingur þessara sundlauga-gangna eru það vel heppnaðar að þær verða reglulega á dagskrá öðru hvoru yfir dimmustu þriðjudagana innan um "alvöru fjallgöngur"... á meðan hinn helmingurinn verða skemmtilegar í minningunni en ekki endurteknar og fellur þessi því miður í seinni flokkinn, þar sem hún var "fjallgöngulega séð" of létt... þrátt fyrir að vegalengdin og rösk yfirferðin gæfi reyndar heilmikið :-)

Dásamlegur félagsskapur sem aldrei klikkar... sama hvaða leið er farin !

Katrín Kj., Heimir, Guðmundur Jón, Örn, Svala, Gunnar Viðar, Arnar, Rósa, Guðrún Helga og Irma.*María E., Njóla, Sigga Sig., Súsanna, Jóhanna Fríða, Stefán, Vallý og Bára tók mynd en á mynd vantar Gerði Jens., Gylfa, Lilju Sesselju, Jóhann Ísfeld  og Steinunni Snorra sem voru öll farin þar sem myndin var tekin í lok göngu við Árbæjarlaugina af því þetta gleymdist alveg í Rauðhólunum.

Alls 10 km ganga á 2:27 klst. upp í 99 m hæst með alls hækkun uppp á ... m miðað við 86 m upphafshæð.

Gengum meðfram Rauðavatni og rétt komum við hjá Elliðavatni svo við skuldum sjálfum okkur eiginlega að taka hringleið um Elliðavatn einn daginn... ef menn geta sæst á að taka borgargöngu að hluta til að ná röskri láglendisgöngu :-)

Tökum fjallgöngu á Grímmannsfell næsta þriðjudag í staðinn fyrir Reytnisvatnsheiði svo allir fái eitthvað út úr þriðjudögunum, en höldum plani með heiðarnar umhverfis Urriðavatn frá Garðabæjarlaug í nóvember ... og svo er það strandlengjuganga kringum Geldinganes innan um Akrafjall og Úlfarsfell í desember og endum árið á Lágafellslaugargöngunni okkar árlegu upp á Úlfarsfell sem var kveikjan að þessu öllu saman :-)
 

 

Fagnaðarfundir við Hafravatn

Mikið var yndislegt að hitta alla göngufélagana aftur... þriðjudaginn 4. nóvember eftir 18 daga fjarveru í Nepal... og fá alls kyns fréttir m. a. af mögnuðum þriðjudagsgöngum með Inga í fararbroddi... strákaferð á Eiríksjökul á fjallaskíðum... og dúndurballi með Vesen og Vergangi... og... allt að gerast...


Örn, Vallý, Gylfi, Rósa, Gunnar, Játi, Ólafur Vignir, Guðmundur Jón, Lilja Sesselja og Gerður jens.
Steinunn, Súsanna, Irma, Helga Edwald, Jóhanna Fríða og María E. en Bára tók mynd.

Þetta var ansi notalegt um Reykjaborgina, Lala og Hafrahlíðina við Hafravatn og Örninn... illa slasaður á hægri ökkla valdi svo niðurgönguleiðina til baka um heiðina frekar en fara niður og þræða okkur um vatnið eins og ætlunin var... sem skipti engu... það var enginn að spá í leiðinni.. bara blaðrað út í eitt um háfjallagöngur og önnur ævintýri, og hlegið og sagðar sögur... og haldið áfram að plana jólagleðigönguna þann 6. desember sem menn eru greinilega margir búnir að taka harðákveðnir frá... enda orðinn fastur liður í jólaaðventu-lífi Toppfara...

Alls 5,2 km á 2:05 klst. upp í 259 m hæð með 360 m hækkun alls miðað við 87 m upphafshæð.

Íslands er best og allt sem það innifelur... ekki síst bestu göngufélagar í heimi :-)
 

 

Glæsilegar göngur með Inga
í fjarveru þjálfara í Toppfaraferð til Nepalferð
 þann 11. - 28. október 2014

Ingi bauð félögum sínum upp á mergjaðar þriðjudagsgöngur í október meðan þjálfarar ásamt 16 öðrum Toppförum gengu upp í Grunnbúðir Everest. Allar þrjár göngurnar voru fremur krefjandi og langar en veður var frábært öll skiptin og þéttur hópur á ferð.

Þeir sem mættu voru himinlifandi með göngurnar enda hugsaði Ingi vel um fólkið sitt frá upphafi til enda :-)

Sjá fleiri myndir á fésbók Heiðrúnar og fleiri Toppfara :-)

Hjartansþakkir elsku Ingi og Heiðrún fyrir veisluna !
 

 

55 ára afmælisganga Inga
á Háahnúk með 54 félögum og einum engli...
þar sem náttúran sló upp veislu í tilefni dagsins...


Mynd fengin að láni frá Roari Toppfara af fésbók.
Aðalheiður E., Anna Elín, Arna, Arnar, Ásta Guðrún, Bára, Björn E., Björn Matt, Doddi, Guðmundur Jón, Guðný Ester, Guðrún Helga, Gunnar Viðar, Gylfi, Halldór, Halldóra Þ., Heiðrún, Helga Bj., Helga Edw., Hjölli, Ingi, Irma, Játi, Jóhann Ísfeld, Jóhannes, Jón, KatrínmKj., Kári, Lilja H., Lilja Sesselja, Njáll, Njóla, ÓIlafur Vignir, Ósk E., Ósk S., Óskar Wild, Roar, Sigga Sig., Stefán Alfreðs., Steingrímur, Steinunn Sn., Steini P., Súsanna, Svala, Valla, Vallý, Þórey, Örn A. og Ör og 3 hestakonur úr Laufskálaréttum með Siggu Sig. og einn frá NY í BNA með Halldóri (vantar nöfnin á þeim). 

Ingi Skagamaður... fagnaði 55 ára afmæli sínu með afmælisgöngu á Háahnúk Akrafjalli þriðjudaginn 7. október...
og gekk þar með í fimmtugasta og fimmta sinn á árinu á Akrafjallið...

Hópurinn gaf honum og Heiðrúnu sérsmíðaðan lampa úr smiðju Siggu Sig...
með mynd af þeim hjónum úr Perúferðinni forðum árið 2011...

Ingi gaf skemmtilega skýrslu um ferðir sínar á Háahnúk á árinu fyrir göngu...
síðasta vor setti hann sér þau markmið að ná 55 gönguferðum upp á Háahnúk fyrir 55 ára afmælisgönguna 7. október,
vera 30 mínútur upp að vörðu og 15 mínútur niður... þessu náði hann með sléttum 30 mín upp og 13,5 mín niður... :-)

Alls voru 54 manns mættir... vantaði bara einn upp á 55 töluna ef maður er samviskusamur í skráningunni...
við trúum því að sá fimmtugasti og fimmti hafi verið engill sem kallaði fram það besta og fegursta
í náttúrunni og veðrinu þetta kvöld... það var algerlega fullkomið frá upphafi til enda...
logn, hlýtt, sumarfæri, roðaslegið sólsetur, fullt tungl og stjörnur...

... alveg í takt við þann yndislega anda sem sveipast um þau Inga og Heiðrúnu svo við öll hin njótum góðs af
sem erum svo heppin að fá að vera samverðamenn þeirra á fjöllum og í lífinu :-)

Gengin var hefðbundin leið upp og færi með besta móti en þessa leið förum við á hverju ári
á þriðjudagskveldi í lok nóvember eða byrjun desember í alls kyns erfiðu færi og veðri og fögnum upphafi aðventunnar...

Það var einhver sérstakur blár litur í skýjunum... líklega mengunin frá Holuhrauni...
enda mældust háar tölur í þessum landshluta þennan dag...

Akrafjallið er stórskorið og hefur heillað okkur frá fyrstu göngu þar upp árið 2007...

Akranesbær... þaðan hafa komið margir dásamlegir göngufélagar á köflum í Toppfara og við söknum þeirra sárt...

Ingi var slakur í þessari göngu og naut þess að ganga með félögum sínum...

 

Snæfellsjökulinn skipti stöðugt litum og fylgdist glæsilegur með okkur í fjarskanum allt kvöldið...

... og sólin settist rjóðandi heit í hafið...

Nærmynd... betri myndavélar náðu þessu óskaplega fallega...  sjá fésbók...

Friðsældin þetta kvöld var kyngimögnuð...

Himininn málaðist fallega blár og fallega rauður...


...alveg í stíl við lógó Toppfara sem var í vinnslu þessa vikuna og hefði átt að vígjast þetta kvöld en náðist því miður ekki...

Himininn hreinlega logaði....

Andrúmsloftið þetta kvöld var einstaklega notalegt og vinalegt...

... og leiðin naut sín sérlega vel....

Litið til baka... Halldóra Þórarins náði okkur í efri hlíðum :-)

Mjög sérstakur blár litur í himninum þetta kvöld og engin leið að útskýra það öðruvísi en með menguninni af Holuhrauninu...

Sjá blámann hér þegar komið var ofar...

Sjá hópinn bera við himinn á leið á Háahnúkinn sjálfan...

Öftustu menn dóluðu sér og nutu augnabliksins...
á meðan fyrstu menn voru löngu komnir upp á meðan húmið seig að :-)

Uppi var magnað að vera... svolítið napurt í smá gjólu en yndislegt andrúmsloft...

Tunglið komið upp í austri og fegurðin var alltumlykjandi...

Hópmyndin á myndavél þjálfara... enginn smá munur á henni og þeirri sem Roar tók og er fremst í ferðasögunni :-)

Niður var farið með ljós á höfði...

... og tunglið reis upp yfir Háahnúk á sama tíma og við enduðum gönguna
eftir 4,6 km göngu á 2:21 klst. upp í 564 m hæð með alls hækkun upp á 485 m miðað við 76 m upphafshæð...

Eftir göngu var afmælisboð hjá Inga og Heiðrúnu á Skaganum þar sem húsið var skreytt...

Hannes og Lára... börn Inga og Heiðrúnar löguðu kakó fyrir tugi manns meðan við vorum að ganga...
ekki í fyrsta sinn sem þau standa í ströngu fyrir hópinn í kakóboði á Skagann :-)

Gjöf okkar til Inga og Heiðrúnar... meistaraverk Siggu Sig...
www.glerkunst.com og https://www.facebook.com/pages/SiggaS-Glerk%C3%BAnst/379299305179

Nóg sæti handa öllum inni og úti á palli...

Afmæliskakan... ansi gott með heitu kakóinu eftir gönguna...

Hjartansþakkir elsku Ingi og Heiðrún fyrir yndislegt kvöld í alla staði...
fyrir vináttu ykkar og hlýju í garð okkar allra öllum stundum... 
... það var engin tilviljun að náttúran skartaði sínu fegursta þetta kvöld...
sumt fólk einfaldlega kallar þeð besta fram í öllu og öllum í kringum sig með nærveru sinni einni saman...
það eru forréttindi að fá að njóta samveru og vináttu ykkar elsku hjón
:-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir