Allar þriðjudagsæfingar frá
júlí út september 2019
í öfugri tímaröð
Gunnunes Sveit í borg 7 af 12 þann 24. september.
Helgafell Hf klúbbganga með Olgeiri - 17. september.
Esjan þjótandi 10. september.
Blákollur Hafnarfjalli 3. september.
Djúpavatnseggjar og Sogin 27. ágúst.
Dýjadalshnúkur og Tindstaðafjall um Kerlingargil í Miðdal 20. ágúst.
Katlagil og Hjálmur Vestari í Grímmannsfelli 13. ágúst.
Vesturey í Viðey 6. ágúst.
Brekkukambur Hvalfirði 30. júlí.
Líklega mætti enginn í skipulagða göngu þriðjudaginn 23. júlí ?
Geithóll Esju með Heiðu 16. júlí.
Vífilsfell með Jóhönnu Fríðu 9. júlí.
Skálafell Mosó með Sigríði Lár og Olgeiri 2. júlí.
Torfdalshryggur, Hulduhóll og Hjálmur með Jóhönnu Fríðu í sumarfríi þjálfara 25.
júní.
Esjan upp að steini með Gylfa 18. júní.
Gunnunes
Yndisganga var þriðjudaginn 24. september...
Þetta
var sísta gangan til þessa í "Sveit í borg" - þemanu...
en engu að síður algert yndi...
... sem í var bréf frá Bjarka nokkrum frá því 27. júlí 2016 í Viðey... :-)
Gullfallegt veður og kvöldsólargeislarnir vermdu okkur í
sumarlegu veðri sem virðist ætla að ríkja fram yfir
næstu helgi
Í
vesturfjörunum gengum við fram á flokk manna að tína
sjávargrjót upo í tvær kerrur...
Stóri-fótur eða "Big-foot"... Björn fann einn á Miðfelli í Ókunna slóða áskoruninni.... og hér var annar...
"Sveit
í borg þema" þessa árs er búið að festa í sessi eina
yndisgöngu í mánuði í klúbbnum...
"Bæði
betra" segja þjálfarar... því báðar spara akstur og
tíma...
Heilmikið brölt í grjóti, þúfum og drasli... við reyndum
að plokka... en gáfumst strax upp....
Konfekt
frá Ástu Henriks í yndisgöngu um Gunnunes 240919... í
tilefni af 10 árum hennar í klúbbnum...
Örn,
Lilja Sesselja, Ásta H., Njáll, Kolbeinn, Björgólfur,
Guðmundur Jón, Katrín Kj., Berglind, Ágústa, Bjarni,
Harpa, Arna
Hinum
megin sjávarinsblasti strandlengjan öll frá ósum
Leirvogsár um Mosó, Grafarvog og Gufunes við okkur...
Sökum
lúpínunnar fórum við ekki móana upp að mastri og þaðan
niður í bílana....
Alls 4,5 km á 1:32 klst. upp í 40 m hæð mest frá sjávarmáli þar sem lægst var gengið... Guli
hringuinn ganga kvöldsins,
rauði um Vesturey
í Viðey í sumar og
græni byrjunin á
Leirvogsárgöngunum
|
Helgafell í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 17.
september bauð Olgeir klúbbmeðlimum upp á
Helgafell í Hafnarfirði
Nýliðarnir eru
þónokkrir þetta haustið og tvö af þeim mættu í
sína fyrstu göngu þetta kvöld...
Mættir á mynd:
Takk elsku Olgeir
fyrir hjálpsemina :-) |
Fyrsta formlega æfingin fyrir
#Laugavegurinnáeinumdegi https://www.facebook.com/events/2619879971363645/ var þjótandi upp að Steini á Esjunni í suddaveðri en glimrandi gleði og mætingu framar vonum... Upptími var frá 39 - 65 mín og niðurtími frá 22+ mín... Alls tími upp og niður var 62 - 100 mín... Frábær frammistaða ! Alls mættu 11 manns á Esjuna um hálfsexleytið þriðjudaginn 10. september Stemningin var ótrúleg.... þetta var jú erfitt á leið upp... og ekkert nema andvarpað og pústað... ... f jöldi hlaupara á Esjunni þetta kvöld segir allt um hversu margir hafa "séð ljósið" í þessum efnum...
Arna, Njáll, Súsanna, Jóhanna Fríða, Jórunn Atla., Birgir, Guðmundur Jón, Bára Auk þess fóru Njóla og Doddi fyrr um daginn á Esjuna Alls 11 + 2 + 2 manns á þessari æfingu :-) Ekkert gleður þjálfarahjartað eins mikið og þegar þeir sem maður þjálfar ná árangri umfram væntingar... Þjálfarinn (sem er hlaupari) vill að sem flestir Toppfarar nái hennar tíma upp að Steini (39:58) og niður (22:26)... alls 62:24... og stefni undir 60 mín upp og niður næstu mánuði... það er ekki flókið... bara æfa vikulega og árangurinn skilar sér. Hvernig bætir maður tímann sinn á Esjunni eða öðrum fjöllum? - Æfa þol x 3 lágmark á viku (skokk, hraðfjallgöngur, hjól, spinning gönguskíði, ræktin...). - Taka vikulega svona röska fjallgönguæfingu - og mæta sama hvað, engar afsakanir ! - Nærast vel og drekka vel daginn sem fjallæfing er tekin. - Ekki stoppa fyrr en uppi við Steininn, stoppa þá úrið og núlla og mæla niðurleiðin sér - eða mæla þetta saman og muna millitímann við Steininn (merkja lap-tíma ef hægt á úrinu). - Temja sér jákvætt hugarfar og hvetja sig áfram, vera stoltur af tímanum sínum og nýta samanburð við aðra til að fá orku en ekki til að brjóta sig niður. Bera virðingu fyrir þeim sem eru betri en maður sjálfur, taka þá til fyrirmyndir, stefna að bætingu út frá eigin getu og vera ánægður með sjálfan sig sama hvað. Maður getur verið ansi góður í þessu þó maður sé ekki með þeim bestu, það er ekki takmarkið, heldur að ná því besta af manni sjálfum miðað við getu og aðstæður hjá hverjum og einum. - Ekki gefast upp þó tíminn sé verri en síðast, dagsformið er misjafnt og æfa bara áfram vel. ... og loks... Njóta þess að þjóta... ... þetta er öðruvísi en venjuleg fjallganga og venjuleg hlaupaæfing...
Lexíur þjótandi æfingar kvöldsins voru margar... ... erfitt en gaman... ... augljós gleði hjá öllum í lok æfingar...
... það er nauðsynlegt að vera með hlýja yfirhöfn og jafnvel þurr föt í bílnum ef suddi er á æfingunni og akstur langur heim...
komin snemma heim þetta kvöldið en samt búin að ná dúnduræfingu og útiveru... allt var rennandi blautt þegar heim var komið en samt gengum/skokkuðum við okkur til hita... maður er fljótur að kólna verulega mikið eftir svona æfingu ef maður fer ekki inn í bíl og heim í sturtu... þetta var algert náttúrukikk... það er lúmskt gaman að gera þetta... gerum þetta aftur. Fimmuskali þjálfara: Góð viðmiðunarregla fyrir erfiðleikastig á æfingu eða útiveru er fimmuskali þjálfara Í seinni tíð bætti þjálfari við sjötta liðnum sem var heilsa eða líðan... Og á 50 fjalla árinu 2018 þá bættust liðirnir erfiðleikastig leiðarinnar, (bratti, er göngustígur, fara yfir ár/læki) (7), Og í Toppfaraheiminum er svo tíundi liðurinn... sem þýðir tíu álagsliðir sem þjálfarar notast við í tindferðunum sérstaklega... og sem dæmi þá vógu hópsamsetningar- og rötunarliðir Jökulgils og félaga þungt í áhyggjum/ábyrgðarkennd þjálfara þar síðustu helgi... en réðu á endanum engum úrslitum og voru minni álagspunktar en þeir áttu von á :-) Við skorum á alla Toppfara að vera með... ...og taka þjótandi æfingu einu sinni í mánuði á fjöllin í borginni til skiptis...
Guðmundur Jón höfðingi... Einhvern veginn var víman svo lengi að renna af mönnum að við komum okkur ekki heim En Sikileyjafarar réðu ráðum sínum fyrir sjöttu Toppfaraferðina erlendis... þessi er allt öðruvísi en hinar... þessi er lúxusferð... dagsferðir með dagpoka... alltaf góð gisting með sér baðherbergi... sól og blíða í veðurspánni alla dagana... sólarvörn, sólgleraugu, sundföt og baðhandklæði eitt af skyldubúnaði ferðarinnar... en samt ætlum við að ganga á tvö af virkustu eldfjöllum heims... Etnu og Stromboli sem bæði hafa gosið oftar en einu sinni frá því við keyptum ferðina okkar... |
Tveimur dögum
eftir
afreksgöngu um
Friðlandið að
Fjallabaki
Sex af þessum
tíu voru í
þessari
krefjandi göngu
helgarinnar...
Nú var farin ný
leið upp á
Blákoll...
Frábært að fá
þennan slóða og
þurfa ekki að
fara með
samviskubiti í
gegnum
einkalóðirnar
Heiðskírt veður þetta kvöld og kristaltært útsýni í allar áttir...
Þétt hækkun er
upp Blákoll og
því var þessi
ganga eingöngu
fyrir sterkari
hluta hópsins
Leiðin brattnar þegar ofar er komið og í raun er þetta fjall ekki vetrargöngufjall þó við eigum sögu af því í janúar... og tvisvar í mars... á þriðjudagskveldi í janúar svartamyrkri og hálku... á laugardegi í mars sem hluti af tindferð þar sem farið var upp austan megin... og á þriðjudegi í mars í snjó og dagsbirtu en rökkri á niðurleið niður brekkurnar að sunnan í boði Hönnu fyrrum Toppfara sem þá bauð félögum sínum á fjallið meðan á Perúferðinni stóð árið 2011...
Þetta var því
önnur
sumarkvöldgangan
á fjallið... og
ekki síðri en
hér um árið
2012...
Fuglalífið uppi
í fjöllunum er
eitt af mörgu
sem göngur í
óbyggðunum gefa
manni
Tindurinn á Blákolli er þverhníptur hryggur þar sem bratt er niður beggja vegna...
... og ekkert um sléttlendi þarna uppi...
Strákarnir brugðu á leik á tindinum...
Hér höfum við setið og borðað nesti þrisvar sinnum áður...
... aldrei í sama veðrinu, færinu, birtunni... magnaður nestisstaður...
Bestla var eina
konan sem mætti
þetta kvöld...
ofurkonur
Toppfara hafa
verið
kyngimagnaðar í
gegnum
tíðiðna...
Björn H., Maggi,
Guðmundur Jón,
Agnar, Gylfi,
Björgólfur,
Bjarni, Ólafur
Vignir og Bestla
Niðurgönguleiðin hófst með sólina enn á lofti... beint í fangið sem er dásamlegt...
Reynir mikið á hnén á svona þéttri niðurleið... eins gott að halda sér í formi fyrir slíkt sama hvað...
Mjög flott
leið... minnir
svolítið á
Háahnúk á
Akrafjalli...
Menn eru jafn
glaðir með
léttari
göngurnar á
þriðjudögum og
þær erfiðari...
Klöngrið neðst en á góðum stíg allan tímann...
Sólin sest og húmið tekið við... hér var allt baðað í kvöldsólinni fyrr um kvöldið...
Alls 6,1 km á 3:02 klst. upp í 734 m með alls 671 m hækkun úr 68 m.
Það er kominn
höfuðljósatími...
|
Djúpavatnseggjar og Sogin Þriðjudaginn 27. ágúst fórum við í fyrsta sinn um Sogin frá Vigdísarvallavega frekar en um Keilisveg... ... og var það ágætis nálgun á svæðinu þar sem gengið að Djúpavatni Næst þurfum við að muna að það er afleggjari stuttu áður en komið er að Djúpavatni Sogin eru undurfögur náttúrusmíð... smækkuð útgáfa af Landmannalaugasvæðinu... ... litirnir þeir sömu... gilin... kambarnir... ... í margfalt minni sniðum en sama ægifegurðin sem gerir mann alltaf jafn andaktugan við að ganga þarna um... Leirinn var blautur og þykkur... ... klesstist við skóna og það var aldeilis nauðsynlegt að vera í alvöru gönguskóm í þesari göngu... Því miður var rigning þetta kvöld og þoka yfir svo svæðið naut sín ekki sem skyldi... Njáll, Guðmundur Jón, Arna, Katrín Kj., Njóla, Gylfi, Lilja Sesselja, Ólafur Vignir, Magga, Við þræddum okkur um Sogin eins og hægt er en misstum þó af neðstu giljunum Gangan var ekki bara fínasta upphitun fyrir Hábarm og Jökulgil í litadýrð heldur og landslagsgerð... ... þar sem okkar bíður að þræða okkur langan veg upp gil þar sem grjót í læknum verður eina festan... Mjög falleg leið hér um og algerir töfrar... Þessir litir... Um helgina ætlum við að ganga allt Jökulgilið og vaða mörgum sinnum yfir jökulkvíslirnar... Efst í Sogunum gengum við upp á eggjar sem við köllum Djúpavatnseggjar... en eru merktar Grænavatnseggjar... en vestan þeirra er annar hryggur sem er nafnlaus... og hlýtur að vera grænavatnseggjar... og þessi þá Djúpavatnseggjar... Djúpavatn hér neðan okkar... já, þetta ættu að heita Djúpavatnseggjar... Stundum lyftist þokan og við sáum ágætlega yfir... ... en þess á milli sást ekkert nema nærumhverfið.. Ætlunin var að þræða okkur eftir báðum eggjum þessara vatna og líta Spákonuvatn einnig augum en það liggur enn vestar... En þar sem þokan skreið um allt og löng krefjandi ganga framundan um helgina Biggi er besti vinur hundanna... mætir með beinafganga af lambalæri... betra getur maður ekki gefið hundum.. Þeir námuðu þetta í sig... ... og nutu hvers bita... Fallegur nestisstaður... Agnar náði okkur á hlaupum... og hljóp á undan eftir eggjunum... Við ákváðum að klára eggjarnar og fara svo niður að Djúpavatni... Kvöddum Grænavatn með sínar eggjar honum megin... jú.... Austan megin blasti Sveifluhálsinn við í allri sinni vegalengd... og Krýsuvíkurmælifell í suðri eins og Keila... Djúpavatn hér fyrir neðan... Yndislegt að ganga þarna um enda milt veður þó dumbungur væri... Hópmynd við þennan fagra klett takk :-) Við enduðum við veiðikofann við Djúpavatn þar sem fólk dvaldi og var við veiðar... Alls 6,3 km á 2:27 klst. upp í 364 m hæð með 280 m hækkun úr 195 m upphafshæð. Sjötta ferðin inn á Fjallabak að safna fjöllum í Friðlandinu... |
Dýjadalshnúkur
hinn fagri
Þriðjudaginn 20. ágúst fór Örn með 16 Toppfara á
Dýjadalshnúk í fjórða sinn í sögu klúbbsins
Gengið var upp með Kerlingargili sem svo heitir
stórbrotið og umfangsmikið
Leiðin upp með gilinu er krefjandi á fótinn allan tímann en þeim mun fallegri fyrir vikið...
Stórskorið og hyldjúpt...
... og mjög gaman að upplifa það frá brúnunum...
Þessi ganga tók vel á og var fínasta æfing fyrir
Hábarm sem er á dagskrá eftir eina og hálfa viku
Berjamó... og haustlitir farnir að skreyta
sveitina... við örvæntum eigi...
Fallegt var það og bratt með eindæmum...
Gljúfrið er litríkt og leynir verulega á sér eins og oft þegar nær dregur...
Nýliðar klúbbsins sem hafa skráð sig í sumar í
tengslum við löngu tindferðirnar skila sér illa
Ofan úr gljúfrinu er farið upp Tindstaðafjall fram á brúnir þess...
... og svo eftir þeim í áttina að Dýjadalshnúk sem rís litlu neðar en hæsti punktur á Tindstaðafjalli...
Dýjadalshnúkur... gengið niður á hann ofan af Tindstaðafjalli... hann mældist 738 m hár...
... en brúnir Tindstaðafjalls voru 766 m en eru hæstar um 790 m...
Kerlingargilið séð ofan frá... engin smá smíði...
dæmigert að hafa ekki nafn á einhverjum kvenskörungi um það...
Batman og Skuggi voru hundar kvöldsins...
Litið til baka að brúnum Tindstaðafjalls þar sem síðustu menn skila sér inn á Dýjadalshnúk...
Mjög falleg leið og tignarleg allan tímann...
Tilvalinn myndatökustaður... hér hefði verið
gaman að fá hópmynd...
Hópmyndin var því tekin í matarpásunni sem var
líka flottur staður...
Guðmundur Jón, Katrín Kj., Súsanna, Björn Matt.,
Dalene, Davíð, Karen Rut, Njóla. Allt leiðangursmenn Hábarms eftir eina og hálfa viku... það verður veisla sú ferð...
En margir fengu mynd af sér á þessum stað og það var þess virði :-)
Kuldi uppi og vindur... þá er gott að koma sér aftur af stað eftir nestið...
Niðurgönguleiðin er brött niður í mót og vel þegin eftir allt bröltið upp á við...
Gljúfrið blasir við ofan af brúnunum í brekkunum... ansi glæsilegt...
Bjarni, Davíð, Ingi og Maggi klöngruðust niður um
það meðan Örn tók hópinn hefðbundna leið meðfram gljúfrinu
Ansi flott og hrikalegt að sjá...
Töfrandi landslag á þessum slóðum og allt of fáir
sem fara hér um
Alls 6,0 km á 3:18 klst. upp í 766 m hæð hæst með alls 676 m hækkun. Sjá
hér tölfræðina okkar á Dýjadalshnúk....
Sogin og eggjarnar kringum
Djúpavatn, Grænavatn og Spákonuvatn á dagskrá eftir viku |
Katlagil Þriðjudaginn 13. ágúst var ætlunin að ganga á Molddalahnúka og Ölkelduhnúk Þjálfarar völdu fegurstu leiðina sem gefst á þetta víðfeðma klofna fjall... nefnilega um katlagil sem sker fjallið í tvennt og endar í ægifögru gljúfri vestan megin þangað sem leiðin var einmitt farin... Svo óheppilega vildi til að Guðmundur Jón skarst illa á höfði þegar klöngrast var inn með ánni þar sem gaddavír sem strengur er þvert yfir gilið neðarlega sást illa og rak hann höfuðið í en fleiri höfðu víst rekið sig í hann en voru með höfuðfat og varð því ekki meint af... bert holdið gegn gaddavírnum er hins vegar ansi ójafn leikur og því var tók það gaddana eina sekúndu að skera heila sjö sentimetra af kollinum á Guðmundi svo vel blæddi... en Guðmundur fékk góða aðhlynningu frá Jórunni lækni og Báru hjúkrunarfræðingi sem voru með allar græjur og fór hann vel pakkaður inn til baka og beint á slysadeildina eftir að hafa þrábeðið sig frá fylgd enda engin höfuðáverki heldur eingöngu skurður... þar var hann saumaður fimm sporum og var kominn heim áður en þjálfarar skutluðu Katrínu heim til hans síðar um kvöldið eftir gönguna. Lexían eftir þetta sú að bert hold er viðkvæmt gagnvart náttúruöflunum sbr. ótal skurðir og sár á fótum í gegnum tíðina... ... og að þegar fyrsti maður varar menn við hlutum eins og vír eða öðru þá þurfa aftari menn að halda kallainu áfram til þeirra sem enn aftar koma svo það skili sér til allra að einhvers ber að varast... þegar Örn kallaði á hópinn fremst að vara sig á gaddavírnum litu hins vegar flestir niður á við enda vanir að gaddavírinn sé til trafala við jörðu en ekki í 1,5 metra hæð og því rak t. d. Arnar sig líka uppundir þar sem hann var skimandi eftir vírnum við jörðina en var svo heppinn að vera með derhúfu sem varði höfuðleðrið vel... ... riðja lexían sú að hafa alltaf augun hjá sér þó aðrir fari á undan, aldrei að vita hvað leynist framundan enda er enginn til að vara þá við sem fara fremst og eins fengu þeir sem á eftrir okkur komu, Heiða, Gunnar Már og Aðalheiður enga aðvörun... ... og fjórða lexían sú að það borgar sig greinilega að vera með ágætis sjúkrabúnað því það blæddi vel úr sárinu sem þurfti þéttar umbúðir og vafning kringum höfuðið þar sem engin leið var fyrir Guðrmund að halda við sárið alla leið niður á slysadeild keyrandi einn í bílnum... Hann var hinn hressasti þegar hann tók á móti þjálfurum í Viðarrimanum eftir gönguna Gljúfrið inn með Katlagili er stórbrotið og alltaf jafn fallegt að ganga hér inn eftir Alls mættir 26 manns og dásamlegt andrúmsloft í hópnum.. Gamlir og nýjir félagar... meðal annars Hildur Vals sem býr fyrir vestan og kom nú í heimsókn... Upp með gilinu ofan gljúfursins tók við ljúf ganga þar sem enn var svolítið vatn í læknum... En svo var allt þurrt... grunnvatnsstaðan greinilega lág og ekkert í efti hluta jarðvegarins í fjallinu... Við gengum eftir árfarveginum eins langt upp eftir og hann gaf færi á og nutum náttúrunnar í botn... ... þangað til við komum að fyrsta fossinum... þar sem ekkert vatn rann... Sérlega fallegur staður og við vorum dolfallin... hér skyldi sko tekin hópmynd... Með glæsilegri hópmyndum í sögunni... flottur hópur rammaður inn í náttúruna... Í stafrófsröð: Þar af nokkrir að koma eftir langt hlé og yndislegt að hitta þetta glaða og gefandi fólk aftur :-)
Aldrei áður höfum við gengið upp þornaðan fossfarveg... þetta var sérstakt... Ótrúlega fallegt... dúnmjúkur mosinn og grjótið eins og tröppur... Ofar hélt farvegurinn áfram... og við með... Undraheimur undir vatninnu nú berskjaldaður og hálf umkomulaus að sjá... Smám saman þrengdist aftur gilið... Hér komin í meira gljúfur... Ingi að knúsa Hildi Vals... elsku Hildur... þú ert alltaf velkomin í Toppfaragöngu ef þú ert í bænum... yndislegt að hitta þig... finnst einhvern veginn að þú munir koma fljótt aftur í göngu... vonandi reynist sú tilfinning rétt... Lengra komumst við ekki en það var þess virði að skoða þetta gljúfur vel... Ingi sá leið upp... en hún reyndist erfiðari þegar ofar var komið... ... og Örn lóðsaði hann upp ofar... Mögnuð mynd... ekta Toppfarar... bestir í heimi... Sjá Inga kominn upp - tekin frá bröttu brekkunni þar sem við hin bröltum upp úr gilinu... Nestispása í kvöldsólinni með útsýni til vesturs úr Katlagili... Ofar var enn farvegurinn skorinn gegnum landið uppþornaður og umkomulaus að sjá... N'u var tekin stefna á vestari tindinn sunnan í Grímmannsfelli... ekki á eiginlegan Hjálm sem er austar... heldur þann sem er vestar og er jafnhár ef marka má mælingar þjálfara árið 2015 þegar við gengum á báða tindana svipaða leið og nú... Sjá Stórhól sem er hæsti tindur Grímmannsfells en þangað er drjúgur gangur Uppi á tindinum blasti skyndilega borgin við í kvöldsólinni... Kyngimögnuð sýn og eitt af kostunum við síðsumarsgöngurnar... ... og við nutum útsýnisins vel þrátt fyrir hífandi rok og kulda... Gönguleið Jóhönnu Fríðu meðan þjálfarar voru í sumarfríi blasti nú við um Hulduhól, Torfdalshrygg og Hjálm Niðurleiðin bar greið og fljótfarin um þéttar grasi grónar brekkurnar og vindurinn hvarf aftur neðar... Dásemdarkvöldsólin naut sín í skjólinu neðar og við gengum í gullnu landinu til baka í bílana.. Alls 5,8 km á 2:41 klst. upp í 474 m hæð með 421 m hækkun miðað við 106 m upphafshæð. Sjá myndband þjálfara af kvöldinu: ... eina myndbandið sem til er af því á youtube... ótrúlegt :-) Næsta þriðjudag 20/8 er breyting á dagskránni sem og þri 3. september þar sem Bára þjálfara verður úti á landi að vinna báða þessa þriðjudaga og Örn mætir einn; Dýjadalshnúkur hinn glæsilegi í Blikdal Esjunnar eftir viku og svo Blákollur í Hafnarfjalli í byrjun septemer en þar á milli er Gunnunes 27/8 sem er Sveit í borg ganga nr. 8 á árinu og þá verður Báran með í för... bara veisla framundan... bara veisla... :-) Bestu kveðjur til Guðmundar höfðingja... veit ekki hvar við værum án hans og Katrínar :-) |
Vesturey Gangan um Viðey í júní í fyrra heppnaðist svo vel að þjálfarar ákváðu að fara aðra ferð út í eyjuna þriðjudaginn 6. ágúst Þrettán manns mættir og flestir í sumarfríi og nákvæmlega engu stressi með tímasetningu æfingarinnar kl. 16:15 Siglingin frá Skarfabakka út í Viðey tekur um fimm mínútur eða minna og okkur var tíðrætt um sjósundsfólkið Það var gaman að fara nú til vinstri og skoða óbyggðirnar í Viðey langt frá byggingum og öðrum minjum manna... ... en færið var eftir því óbyggðakennt og illfært... djúpþýft á köflum og tók vel í... Sjá eiðið hér sem tengir Heimaey við Vesturey Viðeyjar... þarna flæðir sjórinn yfir á háfjöru... Fjörurnar í Vesturey voru fjölbreyttar þar sem hægt var að fara um þær eða ef við gáfum okkur tóm til þess.. Grjótið var grænhært af sjávargróðrinum svo óskaplega fallegt var á að líta... Hamrarnir glæsilegir hér á norðurhlutanum, sjá Geldinganes lengst til vinstri og Úlfarsfell fjær... Fegurðin í fjörunni var heillandi... ... og við gleymdum okkur í töfrunum... Það er eitthvað við það að ganga í fjöru.... eða skokka meðfram sjónum... Veðrið lék við okkur þetta kvöld þó spáin væri mun verri... Eftir barning við að þræða okkur í mjög þýftu grasinu meðfram brúnunum Það er Hornstrandafílingur úti í Vesturey... eins og í Geldinganesi... Sagan drýpur af hverju strái úti í Viðey eins og við komumst að í fyrri göngu um eyjuna í fyrra... Nú lásum við um sjóslys í seinni heimsstyrjöldinni við Viðey þar sem 15 Kanadamenn fórust í illviðri... ... og fjölskyldan að Mógilsá við Esjurætur átti stóran þátt í björgunaraðgerðum á slysstað... Mjög gaman að lesa og skoða... Áhrifamikil lesning... Mikils virði að hafa svona skilti sem segja söguna... Hópmynd í fjöru Vestureyjar... Gylfi, Biggi, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Arnar, Guðrún helga, Dalene, Björn Matt. Friðurinn... slökunin... ferskleikinn... orkan... víðáttan... náttúran... Við reyndum að fara eins stóran hring og unnt var... ... og komumst að því að þetta væri Kattarnefið sem alltaf væri verið að koma mönnum fyrir... Þornaður krabbi liggjandi í grasinu... eftir sjófuglinn líklega... eða bara skolast á háfjöru þarna yfir eiðið... Sumarið á Íslandi er einstakt... þökk sé löngum og stundum hörðum vetrinum Nú var sko tími til að skoða húsakost og veitingastað Viðeyjar að lokinni göngu... ... og nokkri fengu sér einn kaldan eða heitan drykk enda í sumarfríi Alls 4,8 km á 1:32 klst. upp í 35 m hæst með alls 94 m hækkun miðað við 0 m upphafshæð :-) Gula slóðin nú árið 2019 og rauða slóðin í fyrra 2018. Yndislegt takk fyrir ! |
Brekkukambur Þriðjudaginn 30. júlí var eitt af Hvalfjarðarfjöllunum tólf á æfingu... Lagt var af stað við Hvalstöðina og farið beint upp brekkurnar að sunnan... Mjög heitt í veðri eða 18 gráður og við vorum fljótlega að stikna úr hita og allt of mikið klædd... Einmuna blíða þetta sumar árið 2019... minnir á sumarið 2012... Brekkukambur er sérstaklega fallegt fjall og það litríkasta í Hvalfirði... Þjálfarar ætluðu sér að fara styttri vegalengd en síðast ... frekar en að fara öxlina austan megin... Team Orange á Brekkukambi... vinsælasti liturinn á fjöllum líklega :-) Ofar lentum við á stíg sem var líklega eftir menn frekar en kindur og við nutum góðs af honum á köflum... Jebb... þetta var alvöru fjallganga á Brekkukamb og við nutum þess öll að fá loksins svoleiðis eftir langt hlé þjálfara Hópmynd kvöldsins: Guðmundur Jón, Helga Björk, Þóranna, Biggi, Örn, Guðrún Helga, Arnar, Bjarni og Sigga Sig. Leiðin á Brekkukamb er fjölbreytt og mjög skemmtileg... Alls kyns bergmyndanir... litir... form... og áferð... sjá steininn hér með hundunum... Awena kann að sitja fyrir :-) Rákir í berginu... ekki af manna völdum heldur náttúrunnar... Uppi á brúninni blasti Hvalfjörðurinn við í allri sinni fegurð... Fjallasýnin var kyngimögnuð ofan af brúnunum... Þyrill, Múlafjall, Reynivallaháls nær Og efst uppi blöstu fjöllin við uppi á hálendi Langjökuls Eiríksjökull, Okið, Fanntófell, Prestahnúkur, Geitlandsjökull, Langjökull, Hafrafell, Stóra og Litla Björnsfell, Þórisjökull, Sólstafir í vestri ofan af hæsta tindi sem við töldum vera þarna á vesturbrúnum en skv. gps er óverulegur munur á tindinum sem við vorum með merktan inn hér vestan megin og vörðunum sem dreifðust uppi á heiði Brekkukambs mun austar og nær uppgöngustaðnum okkar... munurinn var þá 1 - 2 metri en var misjafnt eftir gps-tækjum þeirra sem voru með þau þetta kvöld... En útsýnið var stórfenglegt og við blasti Svínadalur sunnan Skarðsheiðarinnar, Akrafjall og félagar... Nestisstund í þessu heilandi útsýni og spjallað um allt... Hundarnir elska fjallgönguklúbbinn... ekki nóg með að þeir fái frelsi, útiveru og hreyfingu að vild... Niðurgönguleiðin var svipuð og uppgönguleiðin... Desembertindferðin verður óhefðbundna leið á Þyril þar sem við ætlum hinum megin upp á hann Alls 8,7 km á 3.20 klst. upp í 633 m hæð með alls 652 m hækkun úr 5 m hæð. Rauða slóðin árið 2011 = 7,6 km Glæsilegt kvöld á fallegt fjall í dásamlegu sumarveðri og áhrifamiklu útsýni takk fyrir ! |
Geithóll Esju
Frá Heiðu á fb: "Toppfaragangan var fámenn en notaleg. Það ringdi hressilega í bænum en þegar komið var fram hjá Mosfellssveit var hætt að rigna og við fengum þetta yndislega gönguveður. Það var þvílík þoka til að byrja með en létti svo alveg en læddist svo yfir aftur á niðurleið og við fengum smá dembu í svona fimm mín og svo búið..."
|
Vífilsfell
Frá Jóhönnu Fríðu á fb:
"Takk fyrir notalegt kvöld á Vífilsfelli þar sem dökku skýin
fyrir ofan fellið í byrjun, viku aðeins fyrir sólinni
|
Skálafell Mosó
Frá Olgeiri á fb:
Frábær Toppfara ganga 9.7 km 3 tímar þar sem veðrið lék við okkur.
|
Torfdalshryggur, Hulduhóll og Hjálmur
Frá Jóhönnu Fríðu á fb:
"Takk fyrir samveruna þetta dásemdar skemmtilega kvöld.
"Ráðgátan leyst ! Ég sendi höfundi nýjustu árbókar FÍ um
Mosfellsheiði, Bjarka Bjarnasyni, fyrirspurn um hvað þetta gæti
verið. |
Esjan upp að steini
Frá Gylfa á fb:
"Sex mættu í félagagöngu þennan
dag, en þrátt fyrir bjart veður var mjög hvasst og amk 20-25
metrar í kviðum á fjallinu.
|
Við erum á
toppnum... hvar ert þú?
|