Æfingar alla þriðjudaga frá janúar út mars
2015
í öfugri tímaröð:
Húsafell, Fiskidalsfjall og
Festarfjall 31. mars
Rauðuhnúkar 24. mars
Snjóflóðanámskeið í Bláfjöllum
með Jóni Heiðari hjá Asgard-Beyond 17. mars
Bæjarfell og Arnarfell Krýsuvík
- féll niður vegna óveðurs 10. mars.
Tröllafoss, Þríhnúkar, Haukafjöll 3. mars.
Ásfjall og Vatnshlíð í stað
Kleifarvatnshöfða v/veðurs/færðar 24. febrúar.
Helgafell í Mosó í stað
Kleifarvatnshöfða v/veðurs 17. febrúar.
Smáþúfur Blikdal í Esjudalagöngu
nr. tvö 10. febrúar.
Melahnúkur um Melaseljadal í Esjudalagöngu nr. 1 af 12 á árinu 3. febrúar.
Vatnshlíð og Ásfjall 27. janúar.
Húsfell 20. janúar með Birni Matt og Hjölla (þjálfarar í 10 ára afmæli sonar
síns).
Austurtindur Akrafjalls 13. janúar.
Úlfarsfell í stað Melahnúks v/veðurs 6. janúar.
Esjan nýársganga með Gylfa 1.
janúar.
Loksins sólarmegin
Loksins kom sólin...
... þriðjudaginn 31. mars og við mættum 29 manns til göngu á þrjú falleg fjöll við suðurstönd landsins...
... rétt utan við Grindavík með sjóinn brimandi fagran neðan okkar...
Kalt var þó í veðri en lygnt og við nutum þess að ganga í þessari blíðu...
Mættir voru: Ágúst, Anna Elín, Lilja Bj., Jóhannes, Lilja Sesselja, Ósk S., Svavar, Bjarki, Jón Tryggvi, Alda, Ástríður, Björn Matt., Guðrún Vala, Halldór, Örn, Játi, Ólafur V., Guðmundur Jón, Irma, Sóley, Katrín, Sigga Sig., Arna, Olgeir, Gylfi og Doddi en Bára tók mynd og það var enginn ferfætlingur með í för. ... þar af nokkrir
sjaldséðir hrafnar og enn einn karlmaðurinn nýr í hópnum... :-)... Fjöllin framundan síðar í apríl... þarna í fjarska... Sýlingarfell og Stóra Skógfell...
Ofan af fyrsta
fjallinu, Húsafelli var skíðað niður að fjalli nr. tvö þetta kvöld
sem var Fiskidalsfjall...
Smá klettklöngur og þarna bakaði sólin okkur í blíðunni svo maður tímdi varla að halda áfram...
Sýlingarfell og Stóra Skógfell...
Fiskidalsfjall var hæsti punktur þetta kvöld... 210 m
...og gaf magnað útsýni til norðurs alla leið á Snæfellsnesið...
Meradalahnúkar og allir hans vinir flögguðu öllu sínu... en tindarnir þeir hafa nokkrum sinnum beðið um að komast á dagskrá Toppfara og eru á vinnslulista undir "hávetrartindar"... flott að taka þá á stuttum degi að hávetri þar sem leiðin er jú krefjandi upp og niður en almennt örugg og nær að baða sig óhindrað í lágri vetrarsólinni...
Vetrarsólin já... þetta var sannarlega orkusprengja þetta kvöld !
Festarfjall
framundan hægra megin... síðasta fjall kvöldsins... við komumst ekki
yfir meira þetta kvöld
Á leið upp
Festarfjallið færðist skugginn með hnígandi sólinni sífellt ofar í
hlíðinni
Eitt af mörgum töfrandi augnablikum sem svona kvöld gefa manni...
... og eru ástæðan
fyrir því að við leggjum alltaf aftur í hann viku eftir viku...
mánuð eftir mánuð... ár eftir ár....
Festarfjallið mældist 203 m hátt... og er þverhnípt að sunnan... algerlega magnað að standa þar uppi og horfa niður í ægilegt brimið sem hamaðist á kolsvartri og tandurhreinni ströndinni...
... með tunglið
hækkandi á lofti og bleika kuldamóðuna yfir svo langt sem augað
eygði...
Dásamlegir félagar á yndislegu kvöldi...
Við hefðum getað
farið niður um brúnina sunnan megin... ekki svo bratt og ágætlega
grýtt til að fóta sig... en þar sem það var svolítið frost í jörðu
ákváðu þjálfara að hentugra væri að sinni að fara sömu leið niður og
upp sem var ekki líkt okkur...
Niðri glumdi í briminu.. það var ógnvekjandi voldugt og áhrifamikil sjón að fylgjast með...
... enda töfðust mestu fagurkerarnir við að mynda og njóta...
... og tímdu ekki öðru en að þræða sig eftir brúnunum út eftir meðan fyrstu menn geystust í bílana...
... þetta var
magnað...
Alls 6,7 km í 2:32 - 2:51 klst. upp í 175 m, 210 m og 203 m hæð með alls hækkun upp á 443 m miðað við 10 m upphafshæð...
Gullfallegt kvöld í
alla staði... ekki hægt að hugsa sér það betra... Gleðilega páska
elskurnar...
|
Rauðuhnúkar við Bláfjöll Enn ein hörku vetrargangan í ár og skemmtileg var hún :-)
Viku eftir glitrandi
fagurt kvöld í Bláfjöllum á snjóflóðanámskeiði með
Jóni Heiðari Asgard-Beyond
Með lagni tókst okkur
að klöngrast upp alla tindaröðina í sómasamlegu
skjóli utan í tindunum, milli þess sem hífandi
vindurinn feykti okkur til hliðar í skörðunum... með
dæmigerðu brúnalofni á efstu tindum sem alltaf er
jafn sérkennilegt að upplifa
Það
var stuð í mönnum þó sumir mættir lasnir og með
kvef...
Skemmtilegt klöngur á köflum þar sem feta þurfti
varlega um klettana
Meirihluti mættra
voru karlmenn :-)... og nýliðarrnir aldeilis að
standa sig þennan veturinn ásamt höfðingjanum...
Halldór, Doddi, Maggi, Svavar, Hjálmar, Björn Matt,
Játi, Bjarki, Örn og Kristján.
Þeir
leyna á sér Rauðuhnúkarnir... búin að ganga þá að
vetri í snjó og að hausti í rökkri
Þjálfurum tókst næstum því að tala sig inn á að
sleppa síðustu tveimur tindunum þar sem vindurinn
jókst með kvöldinu eins og spáin sagði til um og við
vorum í vandræðum með að halda okkur á fótunum þegar
leið á í erfiðustu skörðunum
... en svo ákváðum við að þreifa okkur áfram þar sem einhverjir voru almennt ekkert á því að láta þar til sitja...
...og
það var lítið mál að klára þetta með því að fara
skaflinn að norðvestan
Endað var á góðu klöngri niður síðustu brekkuna í norðaustri (ekki á mynd)... en þá var myndavél þjálfara frosin í vindinum þó kuldinn væri ekki svo mikill þetta kvöld... og við gengum loks meðfram hnúkunum til baka norðan megin undan vindinum en í mun minna skjóli en við áttum von á... í fallegu landslagi og skafrenningi sem hefði gefið magnaðar myndir bara ef... en þegar komið var í bílana mátti ekki minna vera með komast upp á veg fyrir kófinu og Doddi komst ekki upp með að fara Hafnarfjarðarafleggjarann...en þetta slapp í glimrandi gleði og þakklæti með flotta útivist sem fer í reynslubankann ásamt öllum hinum illviðrisgöngum vetrarins sem við eigum eflaust eftir að rifja oft upp þegar árin líða... nema þessi verði eins og þeir sem koma skulu og við séum hreinlega búin að vera svona ljónheppin síðustu vetur.. eða búin að gleyma því að þessir vetrar séu alltaf svona... neijjj... þetta er búið að vera slæmur vetur veðurfarslega séð ! :-)... og þess vegna verður svo gott að upplifa þakklætið svona sterklega þegar vorið kemur og sumarið... svo við erum bara heppin með það sem framundan er :-) |
Lærdómsríkt og sérlega faglegt
Þriðjudaginn 17. mars kenndi Jón Heiðar Andrésson hjá Asgard Beyond - www.asgardbeyond.is okkur helstu grunnatriði í mati á snjóflóðahættu og viðbrögðum við snjóflóðum... en þetta kvöld skörtuðu Bláfjöll sínu fegursta í blankalogni og heiðskíru veðri... þar sem dansandi norðursljós háloftanna fengu okkur varla til að tíma að fara heim í lok námskeiðs enda þau fegurstu í sögu klúbbsins... Hér verður tekið saman það helsta sem farið var í á námskeiðinu og vísað í Leif Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumann og Everestfara og ýmsan fróðleik af veraldarvefnum.
Við byrjuðum á leiðarvali: Almennt skal sniðganga brekkur þar sem snjóflóðahætta er til staðar og velja öruggar leiðir um hryggi, grjót og aflíðandi brekkur eða halda sig í jöðrum gilja ef unnt er. Snjóflóðahætta er mest þar sem snjór safnast saman, í giljum, hvilftum og skálum og forðast skal að ganga í miðjum brekkum. Brestir í snjóþekjunni sem þjálfarar hafa t. d. upplifað í könnunarleiðangri fyrir klúbbinn á Trönu og Múla 2013 og fleiri í klúbbnum gleymast aldrei þeim sem hafa upplifað, en ef þeir heyrast þegar gengið er í brekku þá skal snúa við hið snarasta. Almennt er sagt að snjóbrekkur í 30 - 50 % halla eru skilgreindar sem hættusvæði en snjóflóð geta fallið utan þessara prósentutalna að sögn Jóns Heiðars og allt niður í 25% skv. Leifi Erni sem skrifar kaflann um snjóflóð í Fjallabók Jóns Gauta Jónssonar, okkar gamla leiðsögumanns í Toppförum. Gott er að temja sér frá upphafi að meta halla í brekkum og þróa með sér tilfinningu fyrir honum, t. d. með því að nota lófa og útréttan þumal (45% halli þá beint upp af 90% horni - sjá glærurnar á veraldarvefnum) eða stilla upp stöfum og mynda 90% horn (sjá Fjallabókina)... eða nýta tæki ef þau eru til staðar eins og áttavitann sem sumir geta mælt halla, og nú á tímum snjallsíma sem margir hverjir mæla halla ef þeir eru lagðir á yfirborðið... prófum þetta í göngum ! Litlar brekkur geta spýjað niður snjóflóði eins og stórar... sbr. snjóflóðið sem við sáum á Þingvöllum forðum daga á Búrfellsgöngunni í brakandi blóðu þann 5. febrúar 2012 og alltaf þarf að horfa á heildarmyndina, hvað er fyrir neðan okkur og ofan? Þó við séum stödd á "öruggum" stað geta snjóbrekkur verið fyrir ofan okkur sem geta sent niður snjóflóð á okkur... og ef við erum á tæpistigum þá getur slíkt snjóflóð sópað okkur fram af... sbr. gangan meðfram gljúfri Laxár í kjós í fyrra vetur þar sem fleiri en eitt snjóflóð náði út í ánna og hefði sópað okkur út í á... og því skal forðast að standa undir bröttum snjóþungum brekkum sbr. Drottningargilið sem við skoðuðum, en ef ekki verður hjá því komist skal dreifa hópnum og senda einn í einu eins og við gerðum í fyrstu göngunni okkar á Snæfellsjökli o.fl. ferðum. Nýfallin snjóflóð í umhverfinu eru augljósasta vísbendingin um yfirvofandi snjóflóðahættu eins og við höfum oft séð í okkar göngum, og gott er að venja sig alltaf á að hafa auga með því hvar sem við göngum, horfa á þessar brekkur og sjá hvernig snjóflóðið hefur fallið, hver er hallinn á brekkunni því þannig gerir maður sér fljótt grein fyrir hversu saklausar brekkurnar geta verið og hversu algeng snjóflóð eru að vetri til sbr. Þverártindsegg 2012 þar sem við sáum mörg snjóflóð og heyrðum þau falla allt í kring. Rúllandi snjóboltar eru einnig merki um snjóflóðahættu og höfum við oft séð þá í okkar ferðum sbr. Vatnshlíðin í fyrra o. m.fl.
Veðrið dagana fyrir göngu er nauðsynlegt að skoða að vetri til m. t.
t. snjóflóðahættu. Skafrenningur eða hríðarveður = uppsöfnun mikils
magns snævar á stuttum tíma (þar sem snjórinn hefur ekki haft tíma
til að bindast neðri lögum) og snögg hlýnun = asahláka, rigning eða
sólargeislun á suðurhlíð (bráðnun veldur að binding gefur sig og
styrkur minnkar) eru aðalhættumerkin.
Mat á snjóalögum: Mikilvægt er gera sér grein fyrir því að snjóflóðahætta er alltaf til staðar þar sem snjór safnast upp, að hann geti verið lagskiptur og að mesta hættan skapast þegar efstu snjóalög liggja ofan á veikari lögum neðar, þ. e. efri lög eru illa bundin neðri lögum og renna af stað undan fallþunganum... eða eins og Jón Heiðar orðaði það þá yfirvinnur fallþunginn þá samloðun sem er í snjóalögunum þannig að þyngdarafl jarðar togar snjóinn bæði til sín og niður á við eftir því sem hallinn er meiri þar til togkrafturinn verður meiri en samloðunarkrafturinn.
Ein vönduð prófun getur gefið góða vísbendinu um ástand brekkunnar, en um leið verður að gera sér grein fyrir því að ástandið getur verið annað á öðrum stað og því þarf alltaf að horfa gagnrýnið á eigið mat og endurtaka prófun ef ástæða er til. Margar snöggar prófanir á víð og dreif á svæðinu geta þannig gefið betri mynd en ein góð mæling (Leifur Örn). Útivistarfólk getur haft áhrif niður á 1,5 metra (og kallað fram snjóflóð með umgangi) en almennt er talið nóg að gera prófun niður á 1 metra (ath?). Snjóþekja þar sem mjúkur snjór er á yfirborði snjóþekjunnar sem þéttist smám saman þegar neðar dregur án þess að skörp skil séu á milli laga, er almennt metin örugg og án teljandi snjóflóðahættu, en þetta getur breyst á sama svæði þannig að harður snjór liggi skyndilega ofan á mýkra lagi og þar er hættan klárlega til staðar. Flekaflóð eiga sér stað þar sem heilu snjóalögin bindast illa við mýkra undirlag og skríða af stað í heilum fleka eins og einhverji í okkar hópi hafa séð.
Samþjöppunarpróf: Til að meta þetta grafa menn snjógryfjur eins og við gerðum þetta kvöld á öruggum stað sem um leið á að gefa góða mynd af því svæði sem verið er að meta... um 1 m á breidd og 2 m á lengd og 1 m á dýpt... og við mátum snjóalögin á rannsóknarhliðinni (1 m hliðarhliðinni) með því að ýta og stinga í snjóinn frá efsta lagi að neðsta... Ef hnefi stingst inn er snjóalagið hættulega mjúkt, ef fjórir fingur ganga inn þá er það frekar mjúkt, einn fingur (meðal), einn blýantur (frekar hart) og loks hnífur gengur inn (hart). Ef veikustu lögin eru efst er lítil snjóflóðahætta, ef sterk lög eru efst og veik neðar þá er hætta til staðar.
Því næst gerðum við 30
cm breiða og djúpa súlu niður eftir öllum veggnum sem Jón Heiðar
skar fínlega með snjósög
Samþjöppunarpróf ...og æfðum þetta öll í gryfjunum okkar síðar um kvöldið.
Í sýnikennslunni losnaði hluti þekjunnar af súlunni við CTM13 eða svo?
...og þá tók Jón Heiðar þann part frá og kannaði nánar veika lagið á þekjunni sem brotnaði í prófinu (kubbaðist af súlunni og bendir til veikleika sem bendir til snjóflóðahættu)... með stækkunargleri og kristallaspjaldi (og hitamæli), til að sjá betur útlit snjókornanna, stærð, þéttleika, samloðun (og hitastig með sérmæli?)... en slíkar mælingar kallast "stækkað samþjöppunarpróf" (e.Extended Compression Test) og gefa góða vísbendingu um ástandið í viðkomandi hlíð og öðrum sem snúa eins gagnvart snjósöfnun og sól. Prófunin gefur staðlaðar tölulegar niðurstöður sem menn miðla sín á milli og bera þannig saman vitneskju um snjóalög ýmissa svæða.
... og við fengum að skoða... en þetta mat gefur m. a. færi á að meta hvort snjóflóðahættan sé að minnka og þá hversu hratt. Sjá ýmis myndbönd á
veraldarvefnum: og: https://www.youtube.com/watch?v=_HoGgXneLm4 Fyrirlestur: https://www.youtube.com/watch?v=VF5Bg_qyJpg
Já, það var brjálað
stuð þetta kvöld og mikið hlegið
Til að tryggja áreiðanleika er gerð önnur súla til að gera samanburðarprófun...
... þar sem sama niðurstaða á að koma út og í fyrri mælingu...
... en það gerðist ekki og því hefði þurft að gera enn aðra sem oft er gert og jafnvel fleiri...
... en við skelltum í hópmynd þar sem við gleymdum okkur og sólin var sest...með Stóra Kóngsfell og hluta af Drottningu í baksýn...
Örn, Ester gestur, Ágúst, Magnús, Svala, Björn, Vallý, Helga, Irma
og Jón heiðar en Bára tók mynd.
Verklegar æfingar:
Nú var að gera þetta sjálf...
Strákarnir voru saman inni í gilinu þar sem snjóalögin voru
breytilegust...
Ágúst, Björn og Magnús...
Irma var með þjálfurum á þéttasta svæðinu upp með hlíðinni...
... og stelpurnar voru fjórar saman hinum megin við gilið í svipuðum snjóalögum og þjálfarar og Irma...
Helga, Svala, Vallý og Ester... ekki leiðinlegt hjá þeim frekar en fyrri daginn :-)
Farið að skyggja en mannsaugað er svo mikið flottara en allar
myndavélar og fúnkeraði mun lengur en þær...
Irma að gera samþjöppunarpróf
... og losa frá það sem kubbaðist af við prófið til að meta veika lagið...
Meðan á þessu stóð fékk Jón Heiðar útkall frá björgunarsveitunum vegna snjóflóðs í Bláfjöllum sem fólk var hugsanlega í... og tók nokkur símtöl þar sem svör voru mísvísandi og Jóhannes Toppfari hringdi einnig þar sem hann fékk sama útkall og datt við auðvitað í hug - vitandi af okkur á þessu námskeiði í Bláfjöllum... en svo var útkallið afturkallað þar sem í ljós kom að snjóflóðið var gamalt.
En hvað skal gera ef snjóflóð fellur á hóp af fólki
Skiptir sköpum að vera með snóflóðaýli (þar sem lífslíkur minnka hratt fyrsta klukkutímann)... sem því miður er ekki almenn eign gönguhópa á Íslandi, enda leitast menn þess í stað við að sniðganga snjóflóðahættusvæði en engu að síður ef við skyldum lenda í flóði þá er staðan margfalt betri ef allir eru með ýli svo hægt sé að finna mþá sem lenda undir (ýlirinn sendir boð frá viðkomandi og því er ýlirinn stilltur á sendingu) og til að hægt sé að rekja sig til þeirra sem eru með ýli með því að stilla ýlinn sinn á "móttöku". Snjóflóðastöng hjálpar við að staðsetja viðkomandi endanlega og skófla svo við að grafa. Þriggja loftneta ýlar í dag einfalda og stytta
leið umtalsvert þar sem þeir eru með stefnuör og fjarlægðarmælingu
Í upphafi göngu er ráðlegast að prófa mælana hjá öllum í hópnum eins og við gerðum á Baulu hér forðum daga, með því að allir kveiki á sínum, stilli á sendi og fararstjóri stillir sinn á móttöku og lætur alla ganga framhjá til að kanna hvort þeir virki allir og svo þarf að prófa hans sendi í lokin. Ef lent er í snjóflóði eru allir þannig örugglega stilltir á sendingu og þeir sem komast upp úr flóðinu verða þá að muna að stilla allir sinn á móttöku og byrja að leita...
Reyna skal að staðsetja þann eða þá sem lentu í snjóflóðinu sem nákvæmast beint eftir flóðið, ekki færa til hluti sem finnast heldur skilja þá eftir á nákvæmlega þeim stað, ef það hjálpar síðar til við erfiðleika með að finna viðkomandi við nákvæmari staðsetningu. Ýlirinn nemur í um 20 m radíus í allar áttir. Ef margir geta leitað með ýli skal halda 40 m fjarlægð á milli manna, en ef maður er einn að leita skal skipuleggja leit með því að fara niður snjóflóðið með um 20 m fjarlægð frá einum flóðjaðrinum að hinum og skáskera sig niður með um 40 metra á milli þannig að enginn blettur fellur utan 20 m radíusins sem ýlirinn nemur.
Þegar búið er að staðsetja viðkomandi er gengið eftir ýlinum og farið varlega þegar komið er í 5 m fjarlægð þar sem ekki er gott að þjappa meira snjóinn ofan þess sem grafinn er (loftun) og byrja þarf fínleit svokallaða... þar sem farið er nákvæmlega eftir ýlinum eins og hægt er þar til minnstri fjarlægð er náð. Þá er hafin staðsetning með snóflóðastöng þar sem stungið er í spíral út frá staðnum sem ýlirinn benti á og byrjað að grafa þegar búið er að stinga í hinn grafna (stöngin látin standa þar sem stungið var í hann til að gefa skýra staðsetningu)... en þessi partur af leitinni, fínleitin, vefst helst fyrir mönnum þegar á reynir skv. Leifi Erni í Fjallabókinni Moksturinn er og vandmeðfarinn þar sem fara skal um 1 metra neðan við fundarstað og grafa geil neðan við stöngina með því að stinga skóflunni niður með hliðarveggjum og moka snjónum með jörðu frekar en að lyfta honum og ef fleiri eru að moka þá færa þeir þennan snjó enn fjær.
Við prófuðum leit með nokkrum ýlum sem voru þetta kvöld og það var mjög skýrt hvernig ýlirinn nam þann sem var með hann frekar en þá sem reyndu að villa til um fyrir leitarmönnum og voru ekki með ýli svo þetta var mjög áreiðanlegt í raunvirkni.
Já, 91 m í þessa átt... en ef þessi tækni á að virka í okkar hópi þá þurfa allir að vera með ýli... eða allavega tveir og þá verður annar þeirra að vera sá sem lendir í flóðinu og hinn ekki til að þetta nýtist... og ekki yrði hægt að staðsetja nokkurn annan sem ekki er með ýli svo það er eiginlega allir eða enginn ef vel á að vera því ef þessi eini sem ekki er með ýli reynist vera sá eini sem lendir ofan snjóflóðsins þá nýtur allur hópurinn ekki góðs af því að vera allir mðe ýli... fyrr en utanaðkomandi hjálp berst sem er með ýli... en þá geta verið liðnar dýrmætar mínútur... Norðurljósadýrð...
Kvöldið endaði á þvílíkri norðurljósadýrð að annað eins hefur ekki
sést í göngum í þessum klúbbi þó oft hafi það verið flott...
Litla myndavél þjálfara nam þetta auðvitað ekki almennilega í allri sinni takmörkun...
... en þau voru
óteljandi augnablikin sem gaman hefði verið að fanga á mynd...
.. og við reyndum að halda einbeitninni við leit eftir snjóflóð með
ýlunum...
Frábært kvöld og heilmikill fróðleikur
*Mikilvægast að vanda leiðarval,
kunna að meta snjóflóðahættu og sniðganga snjóflóðahættusvæði með
öllu.
Kærar þakkir Jón Heiðar fyrir
einstaka fagmennsku og ljúfmennsku við okkur eins og alltaf
Sólheimajökull um helgina þar sem
læra skal broddatækni, leiðarval, áhættustjórnun, áhættumat og
ísklifurtækni...
Aukatindferð hugsanlega í loks mars
28/3 ef einstaklega vel virðar og þjálfarar komast... erum orðin
ansi eirðarlaus eftir fallegum göngudegi eins og var þennan
þriðjudag þar sem við fundum það svo glöggt hvað það er ólýsanlega
gott að vera í fjöllunum
ATH! |
Ísilögð ganga um
Tröllafoss og Leirvogsá
Loksins kom gott veður þriðjudaginn 3. mars
Gengið var meðfram ánni sem var ísilögð að mestu... en þó rennandi
þarna bæði undir og yfir ísnum
...
enda lögðu þjálfarar upp með að þurfa að snúa við vegna færis en
allir voru á hálkubroddum
...
þar til ísinn gaf sig á erfiðasta kaflanum og engin leið var önnur
en hoppa yfir eða klöngrast upp með bröttum hlíðunum...
... svo síðustu menn sneru við og gengu yfir ánna á þéttum ís á kafla sem Anton benti okkur á...
... og það gekk þurrt og vel fyrir sig...
... en sumir vildu ekki sleppa klöngrinu ofan við brotna haftið og klöngruðust yfir ísfossinn eins og Elena hér á mynd :-)
Jebb... þetta var svolítið skemmtilegt og góð tilbreyting frá
fjallabröltinu :-)
Mættir voru 26 manns:
Bjarki að koma í sína fystu göngu með hópnum og féll vel
inn í sérlega flottan nýliðahópinn þennan veturinn..
Sólin skein allan þennan dag... og við biðum öll ólm eftir því að
kvöldaði til að komast í göngu...
Fegurðin var ekki síðri ofan við gljúfrið og við rifjuðum upp þrjár
fyrri ferðir á þessar slóðir... þar sem við gengum fyrst að
sumarlagi, óðum ánna ofan við fossinn og gengum á Stardalshnúka og
Þríhnúka og óðum hana aftur
Tvisvar farið að vori til, einu sinni síðsumars og tvisvar að
vetri... nú í mun meiri snjó og ís en áður... Hópmyndin þann 27. ágúst 2013...
Núna leit hann svona út... nánast allur í ís...
Nær séð... virkilega fallegt... en þarna stendur maður niðri og horfir á fossinn ef gengið er sunnan megin...
Og
gljúfrið ekki síðra að kíkja niður um... en Slaufa átti alla athygli
Siggu í þessari ferð... og oft okkar hinna líka
Eftir gljúfrið og fossinn tók fjallabröltið við...
... þar sem klöngast var upp á alla þrjá Þríhnúkana sem eru fallega stuðlaðir og formfagrir með meiru...
...
og þar dró stundum til tíðinda...
Ansi
skemmtilegt svæði... og ekki farið á Stardalshnúkana í þessu
skammdegi... en þeir eru komnir á dagskrá að sumri á næsta ári þar
sem ætlunin er að þvælast upp og niður þá alla... Blandan
"Stardalshnúkar og Skálafell" bíður svo afmælis-ársins 2017 þar sem
við munum rifja upp fallegustu og skemmtilegustu göngurnar okkar frá
upphafi... en sú ferð kom ánægjulega á óvart á sínum tíma, enda
fundum við þá góða uppgönguleið upp bratt suðvesturhornið og fórum
niður mosabrekkurnar í miðju fjalli...
Síðasti Þríhnúkurinn... öxlin upp að hátindi með Þverárkotshálsinn
neðan við þarna í þokunni... förum bara síðar í þá göngu... Hátindur
í allri sinni dýrðarinnar klettaklöngursuppgöngu og
kattarhryggjarniðurgöngu bíður líka afmælisársins...
Eftir dásamlegu birtuna nánast alla gönguna húmaði að á leið yfir á Haukafjöll... ávalar bungurnar framan við mynni Þverárdals... en þaðan mátti glitta í dalinn, Kistufell, Hátind, Laufskörð og Móskarðahnúka gegnum éljagang og rökkur...
... og síðasti spölurinn um Haukafjöllin genginn í rökkri og myrkri með höfuðljósin að vopni af einskærri leti eiginlega... Alls
6,5 km á 2:25 klst. upp í 168 m við fossinn, 297 m á Þríhnúkum og
267 m á Haukafjöllum
Sólheimajökull ráðgerður um helgina en veðrið olli frestun á þeirri
ferð og við samglöddumst þeim Toppförum ...
og spáum í veðurglugga ef mögulegt er með fjallgöngu í staðinn þessa
helgi og vonum það besta með gott veður |
Varaplan enn einu sinni vegna veðurs á Ásfjall og Vatnshlíð frá Ásvallalaug í stað Kleifarvatnshöfða sem bíða dagskrár á næsta ári úr þessu
Þriðjudaginn 24. febrúar var veðurspáin sæmileg en þó vaxandi úrkoma og smá vindur eða 6-8 m/sek í kortunum...
... sem taldist
gott og stefnan því tekin skv. dagskránni á tilraun
tvö á Innri og Syðri stapa við Kleifarvatn
En með herkjum... var komist á bílunum að Kleifarvatni þar sem kyngdi niður snjó án afláts með hraðversnandi bílfæri... enda þurftu einhverjir að ýta bílunum yfir Vatnsskarðið... og því afráðið að í þessari miklu snjókomu sem var þetta kvöld þrátt fyrir lognið... væri ekki ráðlegt að festast inni við kleifarvatn vegna illfærðar til baka eftir göngu og því snúið við og gengið á Vatnshlíðina og Ásfjallið frá Ásvallalaug þar sem menn höfðu sameinast í bíla í upphafi æfingar... því bílfærið að t. d. Helgafelli í Hafnarfirði var heldur ekki tryggt í þessum skafrenningi og lítið annað í stöðunni en finna gönguleið þar sem ekki reyndi á bílfæri...
Þetta telst hér með erfiðasti veturinn í sögu klúbbsins því aldrei fyrr höfum við svona oft þurft að aflýsa, fresta og breyta plani vegna veðurs... Það er kannski ekki skrítið afhverju við byrjuðum dagskrá Toppfara fyrsta veturinn 2007 - 2008 á því að hafa bara Esjuna og Úlfarsfell til skipti... þangað til við gátum ekki annað en fært okkur upp á skaftið í febrúar 2008 og leitað á önnur mið af einskæru áhuga á að vilja fara aðrar slóðir þó það væri vetur og myrkur... og héldum því fram árum saman eftir það að veturinn væri almennt friðsæll og ægifagur árstími til að ganga á fjöll þó myrkur væri og kalt og snjóþungt... en þessi vetur 2014 - 2015 og að hluta síðasti vetur einnig... hefur einfaldlega verið það erfiður að þessi friðsæli ljómi hefur aðeins fölnað í minningunni í stanslausum illviðrum, vindi og úrkomu í bland... en við trúum því að þetta sé óheppni að hluta og vitum vel að þessi friðsæld og fegurð er þarna ef veðrið er stillt... og höldum í nostalgísku vonina minnug þeirra ótal kvöldgangna þar sem brakandi snjórinn, tunglið, stjörnunar, norðurljósin, friðarsúla og borgarljósin í fjarska gáfu okkur einstaka upplifun í lygnum, myrkvuðum óbyggðunum... við verðum einfaldlega að vinna okkur inn fyrir þeim með þessum veðurgöngum sem eru auðvitað bara skemmtilegar ef þannig er á það litið :-)
Þótt ótrúlegt sé þá var þetta þriðjudagskveld 24. febrúar eiginlega stund milli stríða... smá hlé milli mjög slæmra illviðra sem gengu yfir landið á sunnudag fram á mánudag og svo aftur á miðvikudag og fimmtudag... þetta var í raun "veðurgluggi vikunnar" sem þó fór ekki betur en svo að breyta þurfti plani... :-)
Gengið var frá lauginni hefðbundna leið upp sunnan megin um ásana upp á Vatnshlíðina og þaðan um hæðirnar á Ásfjallið og niður með Ástjörn... í lygnu veðri og fremur úrkomulausu þegar að göngu kom... í fyrsta sinn án þess að leiðin væri skreytt glimrandi veitingum og skemmtiatriðum Hafnfirðingum sem gert hafa þessa gönguleið einstaka í huga Toppfara... eða alls 6,0 km á 1:54 klst. upp í 143 m hæst með alls hækkun upp á 246 m miðað við 29 upphafshæð.
Takk fyrir kvöldið kæru vinir! Elena, Olgeir, Björn Matt., Dóra, Lilja Sesselja, Nonni, Guðrún Helga, Arnar, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Súsanna, Svavar, Anton, Helga Bj. og Hjölli en Örn tók mynd og Bára ásamt mörgum öðrum félögum sat hema enn að losa sig við sérlega slæma flensuna sem að sögn hefur hrjáð landann með þessum illviðrum í bland :-)... við erum komin af eljusömum forfeðrum sem lifðu af þessi veður, færð og veikindi við miklum mun erfiðari aðstæður en við... við getum ekki kvartað heldur skulum heiðra forfeðurna með því að standa okkur sem best í þessum verkefnum sem eru auðvitað bara holl og góð og stórskemmtileg þegar á botninn er hvolft því það er ekkert gaman að lifa ef veðrið er alltaf gott :-)
|
Sólgleraugnaganga
í snjóbyl
Okkar árlega sólgleraugnaganga sem svo heitir þriðjudagsæfingin sem farin er þegar sól er enn á lofti kl. 17:30....
... var farin á
Helgafell í Mosfellsbæ í stað fallegu höfðanna við
Kleifarvatn
... og spáin gekk eftir... farið var að versna veðrið síðdegis og það blés vel með snjóhríðinni að austan...
... en þetta var ekki
jafn slæmt og á Smáþúfum fyrir viku... eða á
Melahnúk fyrir tveimur vikum...
... og gengið beinustu leið á hæsta tind Helgafells sem mældist 227 m hár að sinni...
Eingöngu ellefu manns mættir sem var framar vonum miðað við aðstæður...
Nýliðarnir duglegir
að mæta eða þau Elena, Guðrún Vala, Svavar og og
einn gestur í viðbót á þessu ári...
Hópmynd á tindinum:
Til baka var farið
sömu leið en niður harða skaflinn sem ekki allir voru til
í að renna sér niður um Enn ein krefjandi gangan í vetur en merkilegt hvað þetta venst vel, herðir og safnar í reynslusarpinn :-) Myndir teknar af Erni og Gylfa, takk Gylfi fyrir lánið :-)
Sjá frábært myndband
frá Gylfa:
https://www.youtube.com/watch?v=DMx-tD-t8ys&feature=share
|
Smá ganga... í smá miklum vindi... ( Ég er að segja ykkur það... Örn er miklu betri í þessum fyrirsögnum en ritarinn ! )
Enn eitt illviðrið gekk yfir
þriðjudaginn 10. febrúar
Spáin var vindasöm og köld... og rættist all hressilega með allt að 40 m/sek í vindhviðum ef marka má gps-niðurhalninguna gegnum Endomondo sem þó má spyrja sig hversu áreiðanleg er... en vindmælirinn sem Örn tók upp fauk út í veður og vind í látunum sem segir eitthvað... :-)
Gengið var inn dalsmynnið og upp
harðan skafl upp á öxlina sem liggur upp í mót alla leið á
þúfurnar...
Vindurinn var mikill frá byrjun göngunnar og teymdi menn þrjóskulega til austurs dalsmegin á öxlinni, enda gætti Örninn þess að vera ekki nálægt brúnunum þar sem vindhviður í svona veðri geta verið mjög varasamar og komið úr öllum áttum þó ríkjandi vindur sé bara úr einni átt...
Frábær mæting þrátt fyrir krefjandi
veður... eða 15 manns og þar af nokkuð margir nýliðar og endurkomnir
Toppfarar sem lofar mjög góðu enda standa þau sig með eindæmum vel í
hverri krefjandi göngunni á fætur annarri þessar vikurnar :-)
Svo kom myrkrið... og með vaxandi
vindinum ofar voru áhættuþættirnir orðnir of miklir og ráð að snúa
við þegar ekki var orðið stætt lengur
Og... hey, einu sinni aflýstum við
æfingu á bílaplaninu í vitlausu veðri en það var í fyrsta sinn sem
æfing var afboðuð vegna veðurs í sögu klúbbsins -
þann 18. janúar
2011 - þar sem ekki var hægt að fara út úr bílnum einu sinni...
Já, gaman að
rifja upp fortíðina...
En aftur að Smáþúfunum árið 2015... Þarna voru áhættuþættirnir/mótbyrsþættir orðnir þónokkrir; einn þjálfari í stað 2ja, myrkur, mikill vindur, kuldi, reglulegur éljagangur, hálka á köflum, varasamar brúnir í nágrenninu sem ekki mátti fara nálægt, fremur löng leið, fremur mikil hæð (600+ m), fremur hátt hlutfall nýliða og gamalla félaga sem komnir eru aftur eftir hlé. Styrkleikar/meðbyrsþættir: Þaulfarin leið innan hópsins, einföld rötunarlega séð, hættulítið landslag, nálæg við byggð/hjálp mikil, þaulvanir félagar innan um, áhugasamir og áræðnir nýliðar sem nú þegar eru búnir að sanna sig í erfiðu veðri að ákveðnu leyti, góð samstaða innan hópsins og nýliðarnir í góðum tengslum við vana félaga. Alls 4,5 km á 1:32 klst. upp í 385 m hæð með alls hækkun upp á 348 m miðað við 48 m upphafshæð.
Enn en lærdómsríka æfingin í vetur...
hann er gjöfull þessi en kannski er þetta alltaf svona á veturna og
við erum bara fljót að gleyma því...
Frábær frammistað og sérlega flottir
nýliðar þessar vikurnar :-) |
Úr golu í gust á
Melahnúk
Þriðjudaginn 3.
febrúar var
dásamlega bjart
á æfingu til að
byrja með...
Þjálfari með
biluðu
varamyndavélina
meðferðis...
Gullfalleg leið
og verður án efa
aftur á dagskrá
síðar með
annarri útfærslu
kringum
Lokufjallið og
Hnefa...
Þétt stemning og
alls kyns
vangaveltur um
helgargönguna á
Móhálsatinda á
Reykjanesi,
Talvert svell er
ofar dró... og
allir í
brodda... enda
engin leið að
halda áfram ofar
án þeirra enda
þarfaþing mikið
Þarna var enn gott veður... og himininn óskaplega fagur ásýndum... þetta er magnaður árstími á fjöllum...
En vaxandi
skafrenningur
eftir því sem
ofar dró...
Brátt reyndi á
vindþol og
veðurþol búnaðar
og sálar...
Þarna var á borð
okkar borið
algerlega svart
á hvítu hversu
mikill munur
getur verið á
veðrinu með
ótrúlega lítilli
hækkun...
Þau svifu í
einhverri vímu
niður sem höfðu
látið sig hafa
það að fara alla
leið...
Önnur lexía
kvöldsins sú og
ekki í fyrsta
sinn... að vera
alltaf með allan
vetrarbúnað
meðferðis...
Og vera með allt
skipulagt í
bakpokanum og
sumt hreinlega
innan seilingar
á göngunni (í
vösunum)
Það er hollt og
gott að lenda í
erfiðum veðrum
til að læra af
reynslunni eins
og þetta kvöld
Sjá magnað
myndband Gylfa
af göngunni þar
sem skilin í
veðrinu sjást
mjög vel:
Alls 4,5 km (neðri
hópur) til 5,0
km (þeir sem
fóru alla leið)
á 2:29 - 2:33
klst. upp í 529
m og 550 m
Þetta kvöld var
mjög gefandi og
lærdómsríkt...
|
Hafnfirsk
gestrisni á Ásfjalli
Hafnfirðingar buðu félögum sínum upp á sannkallaða veislugöngu á fjallið sitt þriðjudaginn 27. janúar...
Snjófæri var
fínt og það gekk á með smá éljum einu sinni
milli þess sem menn skoppuðu í glimrandi
gleði og hlátri
Neðan við
fjallið mikla var hópurinn þéttur meðan
Hafnfirðingarnir fóru fyrr upp
Þú hýri Hafnarfjörður
Sér leikur létti blærinn ... og þessum líka hvílíkum veitingum...
Hákarl og
brennivínssnafs... pönnukökur og kleinur...
Þessa mynd
birti Jóhanna Fríða á fésbókinni sem "fyrir
og eftir"... hvílíkar snilldarinnar
veitingar á fjalli :-) Mættir voru 29 manns: Alda gestur, Ágúst, Ástríður, Björn Matt., Elena gestur, Gerður Jens., Guðmundur Jón, Guðný Ester, Guðrún gestur, Gylfi, Hallldór, Hjálmar, Irma, Játi, Jóhanna Fríða, Katrín, Kristján, Lilja H., Lilja Sesselja, Njóla, Nonni, Ósk, Sigga Sig., Sjöfn, Sóley gestur, Stefán, Súsanna og Örn en Bára var á vakt þetta kvöld og svekkti sig mikið af að hafa misst af öllum herlegheitunum eins og fleiri sem ekki komust þetta kvöld.
Slaufa var nýliðinn í hópi ferfætlinga Toppfara... en Drífa gaf henni eflaust línurnar og tók vel á móti henni :-)
Farið var aðeins öðruvísi leið en í fyrra og niður suðvesturhornið af tindinum sem var mun skemmtilegri leið en um stíginn :-)
Alls 6,0 km á
2:12 klst. upp í 142 m mælda hæð með alls
hækkun upp á 320 m miðað við 20 m upphafshæð
Frábær ganga
sem stendur upp úr öllum öðrum og skipar
Ásfjalli í algeran sérflokk
Hjartans
þakkir elsku Alda, Björn, Halldór, Jóhanna
Fríða, Njóla, Nonni og Súsanna |
Húsfellið
Meðan þjálfarar
héldu upp á 10
ára afmæli
yngsta sonar
síns
þriðjudaginn 20.
janúar
Veðrið var með
ágætasta móti og
stemningin eftir
því í 30 manna
hópi sem mætti
Gengið var
meðfram
Valahnúkum og
svo beint á
Húsfellið yfir
úfið hraunið
Hjartansþakkir
fyrir að leyfa
okkur þjálfurum
að vera tíu ára
þennan þriðjudag
elsku Björn og
Hjölli |
Austurtindur Akrafjalls
Enn og aftur var erfitt veður þriðjudaginn 13. janúar... ófært um Kjalarnes og Suðurlandsveg út úr borginni um morguninn... en það lægði er leið á daginn og var orðið nokkuð skaplegt þegar við lögðum í hann við austurrætur Akrafjalls þar sem við rifjuðum upp fyrri göngu þar um tveimur árum áður í janúar 2013 á því sögulega baksviðsári þar sem við einbeittum okkur að fjöllum og leiðum í skugga þekktari fjalla...
Við hófum gönguna um efsta hluta námunnar sem þarna er og gengum smá hóla og brekkur til að byrja með...
... en svo tók aflíðandi leiðin við alla leið upp á tind...
Kuldinn beit og vindurinn blés... sífellt harðar og kaldar eftir því sem ofar dró...
... en
fallegt var það í myrkrinu eins og alltaf á
þessum töfrandi friðsæla og fagra árstíma...
Höfuðljósin
frá Gylfa alveg að gera sig þessi dægrin...
Þetta var vinaganga í "vinamánuðinum janúar" sem gaman væri að festa í sessi.... menn skulu endilega bjóða vinum sínum með í göngu þennan mánuðinn og það voru nokkrir slíkir með í för þetta kvöld... m. a. hún Alda sem er vinkona og vinnufélagi Óskar... búin að vera á leiðinni nokkrum sinnum í göngu með okkur en annað hvort verið brjálað veður, göngu aflýst eða eitthvað álíka... en nú lét hún sig hafa það... fékk vonandi jafn mikið út úr töfrum kvöldsins og við... sem fáum greinilega aldrei nóg af þessari einstöku birtu, friðsæld og kyngimögnun sem einkennir þessar myrkurgöngur þó veðrið geti aðeins nartað í mann eins og þetta kvöld :-)
Já, það var kalt... en allir vel búnir og nutu þess að taka snjóbrekkurnar þétt alla leið...
Hálla eftir því sem ofar dró svo broddarnir voru dregnir fram er leið á efst...
En þar tók skafrenningur við á kafla enda blés byrlega en mikið var þetta eitthvað frískandi...
Það er ekki
af stílleik Toppfara skafið...Örn og Súsanna
bæði í sitthvorum litnum í broddunum sínum
Flott kvöldganga og frábæra mætingu þrátt fyrir erfitt veður :-) Alda gestur, Áslaug, Ástríður, Bára, Björn Matt., Dóra, Guðmundur Jón, Guðrún Vala gestur, Gunnar, Gylfi, Heiðrún, Helga Bj., Helgi gestur, Ingi, Irma, Játi, Jóhanna Fríða, Katrín Kj., Kristján, Lijla Sesselja, Nonni, Ósk S., Óskar Wild, Sjöfn, Stefán A., Steingrímur, Súsanna, Svala og Örn og þær Día og Drífa pössuðu okkur öll en þær tvær máttu vel kallast sjaldséðir hrafnar þar sem við höfum ekki séð þær í einhverjar vikur eins og Áslaugu og Óskar og Dóru og Nonna en mikið var gott að sjá þau og úff, hvað maður saknar þeirra sem lítið hafa sést í langan tíma... farið að koma elskurnar ! :-)
Og þar af
voru þrír gestir, þau Alda með Ósk, Guðrún
Vala með Gylfa og Lilju Sesselju og Helgi
með Svölu
Alls 7,3 km á 2:50 - 3:01 klst. upp í 581 m hæð með alls hækkun upp á 555 m miðað við 79 m upphafshæð.
Sjá nokkrar
ólíkar slóðir okkar á Akrafjalli, gula
slóðin hægra megin sú sem við gengum þetta
kvöld |
Nýársganga með Gylfa
Hin árlega
nýársganga með Gylfa var farin þann 1.
janúar 2015 upp að steini
Sjá allar
myndir á fésbók Gylfa:
Nýjársdagsganga á Esjuna með nokkrum
Toppförum.
Hjartansþakkir elsku Gylfi minn fyrir
frábært framtak :-) |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|