Allar þriðjudagsæfingar frá október út desember 2019
í öfugri tímaröð

Æsustaðafjall og Reykjafell 31. mars.
Æfing féll niður vegna Covid-19 24. mars.
Fjallið eina og Sandfell 17. mars.
Litli og Stóri Reyðarbarmur 10. mars
Rauðuhnúkar við Bláfjöll 3. mars.
Mosfell þolæfing 25. febrúar.
Smáþúfur í Blikdal Esju 18. febrúar.
Drottning og Stóra Kóngsfell 11. febrúar.
Valahnúkar 4. febrúar.
Úlfarsfell þolæfing 28. janúar.
Esjan um Þverfell og Langahrygg að Steini 21. janúar.
Ásfjall og Vatnshlíð 14. janúar.
Helgafell í Mosó 7. janúar.

Æsustaðafjall og Reykjafell
með rúmlega tvo metra milli manna
á víðsjárverðum tímum Covid-19.

Þriðjudaginn 30. mars mættu átta manns á æfingu í miðju samkomubanni og 2ja metra fjarlægðarreglu milli manna að tilmælum yfirvalda og voru þjálfarar mjög tvístígandi með hvort halda ætti úti æfingum Toppfara... enda aflýstu þeir síðustu æfingu á Arnarfelli með miklum trega.. en vegna fjölda áskorana og vegna þess að þetta er lítill og heimilislegur fjallgönguklúbbur þar sem sjaldan sjást fleiri en 20 manns á æfingu... þá ákváðum við á endanum að halda þeim úti eins og staðan er núna... en þó með Örninn einan mættan þar sem Báran er starfandi hjúkrunarfræðingur á Landspítala og fer nú eingöngu í vinnuna og heim... og út að skokka eða að ganga einsömul að mestu... en ætlar þó vonandi að mæta í næstu göngu úr því svona vel gekk að halda 2ja metra reglunni... enda var hún með í prufukeyrslunni um Breiðdal kringum Helgafell og Húsfell fyrir tveimur vikum þar sem mjög vel gekk að halda tveimur metrum milli manna alla gönguna... :-)

Byrjað var á Æsustaðafjalli... hér að baki með Mosfellið enn fjær...
og fyrstu brekku Reykjafellsins undir fótunum...

Það sem þessi hópur er flottur... hópmyndir Covid-19 tímabilsins verða mjög sögulegar þegar tíminn líður...
nema þetta sé komið til að vera... nú þá er eins gott að þjálfa þetta bara strax...
að fara saman á fjöll með rúmlega tvo metra milli manna... ef svo skyldi fara á endanum næstu tvö árin að þurfa þykir...
(einn ritari svartsýnn sko núna :-) :-) :-) )

Grímmannsfellið hér í baksýn... leiðin upp á Reykjafellið er drjúg... en saklaus...
og hvergi þörf á að rétta fram hjálparhönd... og nóg pláss til að hafa tíu metra milli manna í stað tveggja :-)

Vorið er komið... þó það hafi skollið á hríðarveður daginn eftir...
það kom smá hlýjindakafli í byrjun vikunnar með fuglasöng á morgnana...
sem minnti mann fallega á að sumarið er handan hornsins...

Jebb... tíu metrar milli manna að minnsta kosti... hvílík frammistaða ! ... svona á að gera þetta :-)

Komin á hæsta punkt dagsins... í 273 m æð...

Ansi smart útsýnið af Reykjafelli... þessi leið er mergjuð utanvegahlaupaleið... það er stígur niður af þessum tindi til norðvesturs.. og niður á slóða sem liggur að Æsustaðafjalli aftur... dásamlegt...

Leifur renndi sér niður þennan skafl í stað þess að arka... frábært !

Komin aftur í byggð... við suðurenda bústaðahverfisins í Skammadal...
Þorleifur snillingur skoppar þetta án þess að hika :-)

Alls 5,4 km á 1.35 klst. upp í 221 m á Æsustaðafjalli og 273 m á Reykjafelli með alls 269 m hækkun úr 108 m upphafshæð.

Sjá tölfræðina á þessari leið frá upphafi (nema fyrsta þar sem farið var á Hafrahlíð líka 2007):

Nafn Hæð
m.
Hækkun
m.
Upphafshæð
m.
bætt við síðar
Vegalengd
km.
Dagsetning Tímalengd
göngu
klst.
Fjöldi
manns
Ganga
Æsustaðafjall 220 11,4
með Reykjafelli og Hafrahlíð
21. ágúst 2007 3:10 10 Æfing 9
2. 231 150 7
með Reykjafelli
4. mars 2008 1:45 17 Æfing 38
3. 224 180 5,1
með Reykjafelli
28. október 2008 1:42 19 Æfing 65
4. 218 167 5,2
með Reykjafelli
3. nóvember 2009 1:43 58 Æfing 114
5. 222 303 107 5,6
með Reykjafelli
19. október 2010 1:42 37 Æfing 157
6. 222 292 108 4,9
með Reykjafelli
15. nóvember 2011 1:39 42 Æfing 205
7. 221 292 101 6,4
með Reykjafelli
17. nóvember 2015 2:06 14 Æfing 386
8. 229 287 107 5,7
Með Reykjafelli
25. október 2016 1:49 11 Æfing 433
9. 230 390 110 4,9
með Reykjaelli
6. mars 2018 1:36 18 Æfing 499
10. 221 269 108 5,4
með Reykjafelli
30. mars 2020 1:35 8 Æfing 596

Frábær frammistaða hvað varðar 2ja metra regluna !
... dýrmæt útivera og vel þegin heilun og orka
... á þessum skrítnu og fordæmalausu tímum

...svo maður stelist nú til að nota tvö af vinsælustu orðum þessa tíma...
svona svo þau varðveitist hér í þessari ferðasögu þegar þetta verður orðinn hluti af lygilegri sögu mannskynsins
ekki síður en fjallgönguklúbbsins...

Ekki veðurútlit fyrir varagöngu næstu helgi í stað Tvíhnúka og Hafursfells sem áttu að vera á dagskrá í byrjun apríl...
vonandi gefa páskarnir okkur einn fallegan dag til göngu við höfuðborgina...
þjálfarar eru byrjaðir að semja flotta leið...
þar sem tilmæli Almannavarna verða í hámæli og virt í hvívetna frá upphafi til enda...
 

 

Gullið kvöld
á Fjallinu eina og Sandfelli
við Vigdísarvelli
... á degi tvö í 100 manna samkomubanni vegna Covid-19 ...

Fyrsta þriðjudagsæfingin eftir að 100 manna samkomubann var lagt á þjóðina
og mælst til þess að menn haldi 2ja metra fjarlægð milli manna í minni samkomum
vegna hraðrar útbreiðslu á Covid19 veirunni... var þriðjudaginn 17. mars...

Yndislegt kvöld... enn einu sinni í vetur...
þessum erfiða vetri hvað varðar illviðri... jarðhræringar... ófærð... veirufaraldur...

Ætlunin var að ganga á Krýsuvíkurmælifell og Drumb þetta kvöld...
þangað til þjálfarar áttuðu sig á því að gps-slóðin þeirra var frá gamla suðurstrandaveginum...
og úfið hraun á milli frá þeim nýja.... svo afráðið var að geyma hana þar til vorar...
og farið frekar á saklausu fjöllin tvö við Vigdísarvelli úr því Örninn var einn á ferð og Báran að vinna
og óvíst var með stað þar sem hægt væri að leggja mörgum bílum við nýja suðurstrandaveginn...

Minni snjór á svæðinu en við áttum von á... gott að ganga á jarðvegi frekar en snjó...
snjólausum og mjúkum en þó stutt í frostið neðar....

Nú var byrjað á Fjallinu eina og endað á Sandfelli... öfugt við síðustu æfingu á þessu tvo nágrannafjöll...

Gefandi að fara út að ganga á þessum erfiðu tímum... og spjalla við félaga sína... gleyma sér smávegis...
en mikilvægt að venja sig á 2ja metra fjarlægð milli manna hér með... öllum stundum...

Ágúst og nokkrir Toppfarar (Aðalheiður og Örn, Katrín og Guðmundur, Biggi, Bjarni, Katrín Blöndal o.fl. fyrrum Toppfarar)
 þurftu að fresta ferð til Perú síðar í þessum mars-mánuði vegna lokunar landamæra BNA og hraðrar útbreiðslu Covid19...
ástandið breytist mjög hratt milli daga... stuttu eftir sjokkið yfir að Trump lokar landamærum Bandaríkjanna...
voru menn fegnir að vera ekki farnir af landi brott... og allir Íslendingar sem búa erlendis árum saman
eru skyndilega að hrúgast heim í snarversnandi ástandi úti um allan heim...
líka þeri sem úthúðað hafa íslensku landi og þjóð árum saman á samfélagsmiðlunum...

... já... það er eins og heill mánuður hafi liðið á einni viku þessa dagana...
eins og heil vika líði á einum degi... fréttirnar breytast hratt og staðan um leið...
milli föstudaga er landslagið í samfélaginu allt annað en fyrir viku síðan...

Fjórtán mættir... hér eru ekki tveir metrar á milli allra...
þetta verðum við að passa án undantekningar hér með elskurnar mínar...
allir sem einn... alltaf... annars verðum við að hætta þessum göngum saman sem hópur...

Ágúst, Jóhanna Fríða, Karen, Vilhjálmur, Katrín Kj., Marsilía, Guðmundur Jón, Leifur, Helga Rún, Jóhanna Diðriks, Harpa,
Ólafur Vignir og Kolbeinn en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn og Bára var að vinna...

Það er stutt í vorið... bíðum aðeins... þegar það kemur... þá verður allt betra...

Skemmtilegt bröltið ofan af Fjallinu eina... næst var það Sandfellið...

Mjög fallegt veður og færið mjög gott...

Stundum pompaði snjórinn undan mönnum í sköflunum en almennt var færið gott...

Sjá hér Fjallið eina í fjarska bak við hópinn... lagður af stað upp á Sandfellið...
þetta nafn... það er ofnotað... Sandfell...

Himininn, skýjafarið og kvöldsólin í suðri var kyngimagnað þetta kvöld...

Gullfalleg birta og sýn... svo gott fyrir andann... líkamann... sálina...

Svona á að gera þetta... halda tveimur metrum á milli manna....
við verðum að virða þessi tilmæli... það er ástæða fyrir þeim...
alvarleiki faraldursins er raunverulegur þó hann sé ekki nógu áþreifanlegur ennþá hér á landi...

Sjá ástandið á Ítalíu fimmtudaginn 18. mars...
... herbílar keyra í röðum með líkkistur í hrönnum um miðja nótt
í ítalska þorpinu Bergamo á Norður-Ítalíu...
þar sem 475 manns hafa látist á einum degi hið mesta hingað til...
og átti sú tala eftir að hækka mun meira en það...

https://www.dr.dk/nyheder/udland/haeren-koerer-i-konvoj-med-ligkister-ud-af-italiensk

... en ekki gleyma að njóta staðar og stundar... hvílíkt útsýni og landslag allt í kring...

Sandfellið hér að baki... hraunið þarna um allt svo skemmtilegt...

Heilmikið landslag á þessum slóðum eins og Reykjanesinu er aldeilis lagið...
Hringadróttinsslóðir af bestu gerð...

Komin á afleggjarann að bílunum... rétt hjá Vigdísarvallaveginum sem er aðeins austar...

Bílar um allt eftir veginum... skrítið... 14 manns og ekki sameinast í bíla... hver á sínum bíl hér með...

Alls 4,9 km á 1:49 klst. upp í 273 m hæð með alls 274 m hækkun úr 127 m upphafshæð.

Vonandi náum við að halda úti fjallgöngum gegnum þennan Covid-19 faraldur...
það er ekki sjálfgefið... við tökum einn dag í einu...
verum góð hvort við annað... sama hvað....
 

 

Litli og Stóri Reyðarbarmur
á Lyngdalsheiði
Þingvallafjöll nr. 5 og 6 af 33 á árinu :-)

Fyrsta Þingvallafjallaáskorunarþriðjudagsæfingafjallgangan...
var þriðjudaginn 10. mars á Litla og Stóra Reyðarbam
sem rísa hér á vinstri hönd þegar keyrt er upp á Lyngdalsheiði frá Þingvöllum...

Sá Litli mun lægri en ekki síður formfagur en sá Stóri lengra vinstra megin...
ef ekki hreinlega fegurri þegar maður kynnist honum í návígi...

Hávaðarok... ekki aðlaðandi gönguveður...
við kyngdum tvisvar og lögðum af stað ákveðin í að ná góðri útiveru þrátt fyrir hvassviðrið...
og nutum þess í botn að slást við þessi veðuröfl þó veðurbarin værum við og úrvinda eftir á um kvöldið...

Á tagli Litla Reyðarbarms... var moldaður snjór ofan á hvítri fönninni...
og það var eins og við værum gangandi á mjólkurís... með karamellusósu... í boði náttúrunnar...

Mjög falleg leið... þessi Litli Reyðarbarmur er klárlega að komast aftur á dagskrá á þriðjudegi...
jú, og sá Stóri þá með úr því hann er þarna líka :-)

Við þræddum okkur eftir Litla Reyðarbarmi endilöngum...

Guðmundur Jón höfðingi vílar ekkert fyrir sér í fjallgöngunum
frekar en Katrín Kjartans sem var að hvíla verkjað hnéð eftir Rauðuhnúkana...
en þau hjónin hafa án efa farið í flestar göngur Toppfara af öllum klúbbmeðlimum frá upphafi fjallgönguklúbbsins...
þau hafa einmitt notið þess ekki síst að kljást við erfið veður og langar og erfiðar göngur... 
og eru hvergi hætt enda á leið til Perú með Ágústi og fleiri Toppförum...
þar sem ævintýrin bíða þeirra í röðum eins og hvergi annars staðar í heiminum...

Formfagurt... áferðarfallegt... litríkt...

Fremstu menn í banastuði og hörkuform á þeim sem voru mættir...
það var haldið vel áfram í þessu glaðhlakkalega roki... og því svarað með enn fleiri brosum, hlátri, gleði og þakklæti...
fyrir að vera nákvæmlega þarna... á þessum stað.. á þessari stundu...

Birtan svo falleg... enn einu sinni í vetur... sjá Þingvallavatnið
og fjallakransinn sem umkringir það og við erum byrjuð að saxa á á árinu...

Gylfi og Lilja Sesselja... eðal Toppfarar til margra ára...

Já... hann var fallegur þessi minni Reyðarbarmur....

Heilmiklar hækkanir upp og niður enda samansafnað 440 m hækkun í þessari göngu...

Stóri Reyðarbarmur rísandi þarna upp vinstra megin...
fjær eru Hrútafjöll sem áttu að vera janúar-tindferðin en náðust ekki sökum veðurs og ófærðar...
en bíða okkar þegar vorar... og hægra megin er Laugarvatnsfjall...

Biggi að fljúga móti vindinum niður þennan hnúk... njótandi alla leið...

Milli Barma...  Barmaskarð... þar sem gamli Lyngdalsheiðarvegurinn lá og við keyrðum um fyrstu ár Toppfara...
skrítið að upplifa allar þessar breytingar á vegum og mannvirkjum kringum fjöllin...

Vel gekk að fara þarna á milli enda snjór yfir hrauninu að mestu en eflaust lítið eitt ógreiðfærara að sumri...

Stóri Reyðarbarmur framundan...

Sólsetrið svo fallegt í þessu háskýjaða vindrokna veðri....

Fjórtán mættir... synd að við skyldum ekki vera fleiri úr því þetta var Þingvallafjall
og löngu skipulögð þriðjudagsæfing...

Lilja Sesselja, Valla, Þorleifur, Jón Steingríms., Biggi, Marsilía, Guðmundur Jón, Kolbeinn.
Ólafur Vignir, Bjarnþóra með vini sínum Batman , Gylfi, Stefán og Örn
en Bára tók mynd.

Hraunið... svo mosamjúkt að það var dásamlegt...

Nú var sannarlega kominn tími á keðjubrodda... sumir komnir á þá frá byrjun...
en það slapp vel þangað til við komum að Stóra Reyðarbarmi.. þá var þetta engin spurning...

Brekkurnar upp á Stóra Reyðarbarm eru brattar og nokkrar í röð...

Hörkufólk á ferð sem lætur sig hafa það með bros á vör ... alltaf... sama hvað...
hvílík orka að vera með svona fólki ! :-)
#Takkfyrirokkur

Sjá færið... og útsýnið... og hallann í brekkunum...

Þétt öðru hvoru en Örn var ekki alveg nógu ánægður með að menn færu svona mikið á undan
því þá er erfiðara að þétta hópinn og passa að aðrir fylgi ekki á eftir
og öftustu menn fá minni hvíld en þjálfari ætlar sér að hafa í göngunni...

Við biðjum því alla að virða leiðarval og gönguhraða fararstjóra...
við skiljum vel ef menn vilja æfa sig og fara á undan eða taka krókaleiðir...
endilega gera það til að njóta og æfa eins og þeim hentar
en pössum þá að aðrir komi ekki á eftir og virðum almennt val fararstjóra í göngunni eins og hægt er...

Þessar brekkur á Stóra Reyðarbarmi voru svolítið erfriðari en á Litla Reyðarbarmi
sem var
yndisganga kvöldsins á meðan sá Stóri var hörkuganga kvöldsins...

Langa brekka númer tvö... hér beið Valla og fékk sér smá nesti...
en fékk við það svo mikla orku að hún fór á eftir hópnum ein upp brekkuna
en sneri svo ofar við með Jóni þar sem hann flýtti sér til baka ofan af tindinum til að fara til hennar...

Þjálfarar voru uggandi yfir þessari snjóbrekku...
og ætluðu ekki með hópinn þarna upp á keðjubroddunum einum saman ef það væri harðfenni...

... svo reyndist ekki vera... það var mjúkt snjófæri og gott að spora upp brekkuna...

Hreinir bláir litir af öllum gerðum...

Litli Reyðarbarmur fyrir neðan... og lægri hluti Stóra Reyðarbarms að baki göngumönnum...
Þingvallavatn í fjarska hægra megin ásamt Henglinum og öllum hinum fjöllunum...
meðal annars Súlufelli og Miðfelli og Dagmálafelli sem eru að baki í janúar og febrúar
og svo fjöllin þrjú sunnan Þingvallavatns sem eru á dagskrá næstu helgi í blíðskaparveðri...

Frosinn mosinn á efsta hlutanum... tindurinn í augsýn efst vinstri megin...
og Hrútafjöll og Kálfstindar lengst til vinstri...

Þingvallavatn, Búrfellið og Botnssúlurnar...
nær eru Arnarfell sem er á dagskrá á þriðjudegi eftir tvær vikur
og næst eru Stóri og Litli Dímon... en síðstnefndu eru ekki á Þingvallafjallalistanum
og þurfa líklega að bætast á hann... er það ekki ?

Þarna var mjög hvasst.. síðustu mínúturnar... varla stætt frekar en uppi á tindinum...

Síðustu metrarnir upp á tindinn...

Komin í 517 m hæð og framundan voru Kálfstindarnir í allri sinni dýrð...
og svo Hrútafjöllin sem bíða ólm eftir því að kynnast Toppförum á árinu...

Við stöldruðum nánast ekkert uppi á tindinum... eftir að síðustu menn skiluðu sér upp...
erfitt að halda sér standandi og ekkert hægt að spjallla... og nánast ekki hægt að taka myndir...
allar myndir á tindinum úr fókus vegna vindhviðanna...

Farið að rökkva... og ráð að koma sér niður úr þessum vindi og þessu vetrarfæri í öruggara skjól...

Mjög fljót á leið niður og þarna vann snjórinn með okkur...
skíðað eða runnið eða skokkað niður í dásamlegri mjöllinni...

Sáum Jón og Völlu neðar aðeina á undan en þau voru það fljót í förum að við náðum þeim aldrei í bakaleiðinni...
röskir göngumenn með eindæmum bæði tvö...

Þegar niður var komið var tekið sléttlendið meðfram Litla Reyðarbarmi vestan megin
sem var á köflum harðir snjóskaflar eða mosaþembur með sköflum á milli... og allir fljótir í förum...

Myrkrið mætti á þessum síðasta kafla göngunnar og höfuðljósin komin á alla í lokin...

Ísinn með karamellusósunni...
aldrei verið í alveg svona fallegri blöndu af hreinum og skítugum snjó eins og þarna...
alltaf eitthvað nýtt í þessum fjallgöngum...

Mikill skafrenningur síðasta kaflann... og í myrkrinu var þetta mjög kuldlegt...
en ljósin frá bílnum þeirra Jóns og Völlu bjargaði miklu.... við gengum í áttina að bílljósunum
sem voru eins og bjargvættur í heimskautafílíngnum þarna... 

Ljósið í myrkrinu...

Stefán flýtti sér á undan hópnum til baka...
þar sem hann vissi að hann hafði keyrt bílnum sínum út í skafl og átti eftir að losa hann úr honum...
Báran leitaði hans dyrum og dyngjum á heiðinni við Litla Reyðarbarm
þar sem hún taldi bara ellefu manns í upphafi straujsins
en menn sögðust hafa séð hann fara á undan og Örn staðfesti það svo síðar...

Það var enda ráð að drífa sig í þennan mokstur...
Kolbeinn gekk líka í málið þegar honum bar að og Örn dró svo bílinn upp úr skaflinum eftir að lofti hafði verið hleypt úr dekkjum
og tók þetta nokkrar tilraunir... en það var sérstakt að upplifa þegar hinir bílarnir fóru af svæðinu hversu myrkt varð á svæðinu... þetta var allt saman viðráðanlegra þegar bílljósin lýsa allt upp.. en þegar myrkrið tekur yfir, dráttarbíllinn snýr í hina áttina til að geta dregið bílinn upp... vindurnn gnauðar og snjórinn lemur á allt... þá verður fljótt ansi hráslagalegt... 
það var því vel þegið þegar bíllinn varð laus úr skaflinu... bara stuð og vasklega gert hjá strákunum ! :-)

Og kominn tími til að draga bíla úr skafli...
ekkert gerst á þessum illviðrasama vetri svo þetta var bara gaman :-)

Alls 7,5 km á 2:27 klst. upp í 517 m hæð með 440 m hækkun úr 215 m upphafshæð.

Hörkuganga og yndisganga í senn.. það krefjandi að það er eðlilegt NB að vera þreyttur og veðurbarinn
eftir þessa krefjandi kvöldgöngu...
sem skilar sér sannarlega í erfiðar göngur sem framundan eru á Öræfajökli, Leggjabrjót, Botnssúlum, Laugavegi o.s.fvr...

Eftir rökræður innan hópsins var ákveðið að telja þessi fell dagsins sem tvö en ekki eitt...
þar sem það er nú vegur á milli þeirra og klárlega því ekki eitt fjall heldur tvö :-)

Ævintýrið í heild á Youtube:
https://www.youtube.com/watch?v=7CuM7x0yCc4&t=20s

Sjá slóðina á Wikiloc:
https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=47742244
 

 

Rauðuhnúkar við Bláfjöll
á mjallahvítu kveldi
í gullnu sólsetri

Enn ein fullkomna kvöldgangan var í vetur þriðjudaginn 3. mars
og nú á hina sjaldförnu og óþekktu Rauðuhnúka við Bláfjöll

sem við höfum tvisvar gengið á áður að sumri og vetri en ekki í svona góðu veðri eins og nú...

Stóra Kóngsfell hér í baksýn en það bauð líka upp á einmitt svona veður þann 11. febrúar síðast liðinn
en nú varði dagsbirtan mun lengur og engin höfuðljós voru brúkuð í göngu kvöldsins...

Drottning hér þessi minni vinstra og Stóra Kóngsfell hægra megin...

Hnúkótt og bygljótt landslag Rauðuhnúka hér nær...

... móbergsklappir... grjót... og skriður... upp og niður..

Stórkostleg birta... litir... landslag... svona kvöld í mars mánuði eru fullkomin...
og einkenna einmitt þennan mánuð...

1) nægilega bjart fram á kvöld...
2) sólin enn á lofti...
3) og snjór ennþá í fjöllnuum þó þau séu lág...

Oft er þetta horfið í apríl nema á hærri fjöllum
en þó getur þetta varað fram í maí ef slíkur er veturinn það árið...

Allt of fáir mættir... miðað við gæði kvöldsins... æji, synd...

Kolbeinn, Steinar Adolfs., Hafrún, Vilhjálmur, Katrín Kj., Guðmnundur Jón og Ólafur Vignir.
Sigga Lár., Helga Rut, Biggi og Gylfi
en Örn tók mynd og Bára náði ekki æfingunni og Batman var eini hundurinn...

Marsilía þurfti því miður að snúa við í byrjun göngunnar þar sem buxurnar hennar rifnuðu illa þegar hún rann niður af vegöxlinni
en þjálfarar senda henni góða strauma og vona að þetta komi ekki að mikilli sök...
æji... þetta er svo leiðinlegt...

Þetta var fallegri hópmynd... með dásamlegt sólarlagið með á myndinni...

Örninn er ansi lunkinn að ná fallegum hópmyndum og oft öðruvísi og stundum betri en kvenþjálfarinn :-)

Hvílík fegurð... svona kvöld jafnast á við áhrifamikla tónleika... gefandi hugleiðslu....
eða hvers kyns aðra meðferð á sál eða líkama....
beinlínis á heimsmælikvarða...

Fjallabrosið hans Gylfa...
hvernig var annað hægt að svona kvöldi... í svona landslagi... birtu... sólarlagi... félagsskap...

Sérstakar klettamyndir á leiðinni... en þessi leið er mjög gjöful hvað það varðar
og í raun heill heimur út af fyrir sig...

Þríhnúkar sjást þarna þrír saman í fjarska... og Helgafellið í Hafnarfirði er litla bungan hægra megin
sem rís upp úr hraunbreiðunni í fjarska
og líklega er þetta smá angi af Valahnúkum og svo Húsfellinu þarna lengst til hægri...

Bláfjallahryggurinn... útbreiddur austan megin... hann gaf okkur eina fegurstu gönguna í febrúar í sögunni...
þann 8. febrúar árið 2014... þessari gleymum við aldrei...
 og minnumst hennar alltaf þegar við horfum á Bláfjallahrygginn:

http://www.fjallgongur.is/tindur103_blafjallahryggur_080214.htm

Sjáanleg snjóflóð um allt... snjóhengjur... snjósöfnun... og veðurskilyrðin þess leg...

Heilmikið brölt upp og niður... eins og Valahnúkar í fimmta veldi eða svo :-)

Skínandi góð æfing á kveldi eins og þessu...
að æfa brölt, klöngur og brekkur upp og niður...

Sjónarspilinu var ekki lokið... sólin kvaddi með stæl eins og oft áður...
mannskepnan á ekki roð í þessa snilld...

Symfónía náttúrunnar... magnað...

Mikið spjallað og þéttur hópur á ferð... en nýliðar þessa árs og þess síðasta eru óðum að komast inn í hópinn
 og kynnast innbyrðis... það gerist um leið og menn mæta vel... 
sérstaklega í tindferðirnar þar sem samveran er lengur en tvo til þrjá klukkutíma...
og hafa þau staðið sig með eindæmum vel hvað þetta varðar...

Ótal fallegar myndir teknar þetta kvöld... af fararstjóranum sem er erfitt...
það er nægt verkefni að leiða hópinn, finna bestu klöngurleiðina, rata alla leiðina og huga að hópnum öllum...
og erfitt að vera í myndatökum á sama tíma...

Tunglið... og Skagamennirnir Steinar Adols og Hafrún
sem mæta mjög vel þrátt fyrir að þurfa að keyra þennan aukakafla frá Akranesi...
eins og fleiri Skagamenn hafa gert í gegnum tíðina og eru að gera enn þann dag í dag...

Úti í enda Rauðuhnúka þarf að velja hvort gengið skuli norðvestan megin eða suðaustan megin...
báðar leiðir hafa kosti og galla...

Örnin valdi suðausturleiðina...
hún er í hvarfi frá Bláfjallaveginum og bílaumferðinni sem er talsverð meðan skíðasvæðið er opið...
hún er beinni til baka og því styttri en hin...
hún er í skugga frá sólarlaginu...
og hún er mjög hæðótt og gjótuð... og hentaði ágætlega þetta vetrarkvöld...

Batman leiddi leiðina...

Dalir upp og niður eins og hnúkarnir sjálfir...

Sjá skíðasvæðið í Bláfjöllum upplýst eins og glóandi gull í húminu...

Kettamyndirnar um allt uppi í hlíðunum...

Greiðfært í snjónum og stundum svolítið mjúkt færið á köflum...

Sjá skafinn snjóinn kringum grjótið... og líkt og gosmökkur upp af Bláfjallahrygg...

Alls 4,7 km á 2,06 klst. upp í 456 m hæð með 311 m hækkun úr 401 m upphafshæð.

Fullkomin kvöldganga eins og þær gerast allra fegurstar á þriðjudögum...
#takkfyrirokkur :-)
 

 

Mosfell
mergjuð þolæfing
aftur... í gullfallegu veðri

Dúndurmæting var á þolæfingu númer tvö á árinu þegar 28 manns fóru rösklega upp Mosfellið þriðjudaginn 25. febrúar...
og aftur í fullfallegu veðri eins og á Úlfarsfellinu í janúar... lygnu og sólríku veðri...

Flestir voru lagðir af stað á undan þjálfurum sem lögðu af stað kl. 17:29
með alla Toppfarana sína dreifða um fjallshlíðarnar framundan...

Um helmingur hópsins fór þetta mjög rösklega og beið uppi meðan hægari hópurinn skilaði sér upp
og var mikill kraftur í mönnum og frammistaðan ótrúlega góð...

Veðrið fulkomið og himininn svo fallegur að við drukkum í okkur hvert skref
hvort sem farið var rólega eða rösklega...

Kálfstindarnir í kvöldsólarroðanum.. og Heklan kíkti líka á okkur og var rauðbleik... en er út af mynd hér...
og myndaðist ekki nægilega vel svona langt í burtu... þessi Samsung Galaxy 7 sími tekur frábærar myndir
en kann ekkert að draga að svo vel sé (súmma) :-)

Uppi á tindinum í 238 m hæð biðu röskustu göngumennirnir í allt upp í 40 mínútur sem er of langur tími...
maður er sveittari eftir röska yfirferð upp heldur en eftir hefðbundna göngu og því er verra að bíða í gjólunni á efsta tindi eftir hraða uppgöngu heldur en eftir rólega göngu upp... svo við þurfum að útfæra þetta betur...
rösku göngumennirnir þurfa að fara seinna af stað og hægari hópurinn að leggja fyrr af stað...
höfum næst tímann 17:15 fyrir rólegu göngumennina og röska fólkið miðar við að fara ekki fyrr af stað en kl. 17:30
eða jafnvel síðar og ná frekar hægu mönnunum smám saman á uppleið...

Alls 28 manns... ótrúlega flott mæting... frábær frammistaða....

Efri:
Arna, Jón Steingríms., Valla, Hafrún, Kolbeinn, Örn, Ágústa, Helga Björk, Harpa, Katrín Kj., Biggi, Guðmundur Jón, Katrín Blöndal, Kolbrún Ýr, Sævar.
Neðri:
Steinar Ríkhaðrs., Steinar Adolfs., Stefán, Davíð, Bjarni, Ágúst, Jóhanna Fríða, Halldóra.
Bára tók mynd og Gylfi og Lilja Sesselja mættu fyrr og voru að klára þegar við lögðum af stað og Jóhanna Diðriks og Vilhjálmur náðu í skottið áokkur á niðurleið... svo við tælum að telja þessa fjórmenninga með þar sem við hittum á þau...

Mögnuð mæting takk fyrir !

Davíð var fljótastur á 20:50 upp og 17 mín niður eða alls 37:50 og hér með er það besti vetrartímin á fjallinu.
Stefán, Kolbeinn, Biggi, Helga Björk, Valla og Jón komu rétt á eftir og svo fleiri eftir það... virkilega vel gert

Bára þjálfari á tímann 31:43 upp og niður um austuröxlina í apríl 2017 og líklega þá í sumarfæri...
svo nú væri gaman að allir nærðu sér í taíma þá leiðina í sumarfæri
og ein leið kvöldsins að sumarlagi...
Mosfellið er nefnilega mjög skemmtilegt þjótandi æfingafjall !

http://fjallgongur.is/fjallatimar/fjallatimar_allir_fra_upphafi.htm

Eftir sólsetursheilun uppi var haldið af stað niður um suðvesturöxlina...

Jóhanna Diðriks og Vilhjálmur náðu í skottið á okkur á þessum kafla og rétt misstu af hópmyndinni...
en voru ekki lengi að ná hópnum á horninu...

Niðurleiðin var töfrum líkast í bleikum bjarmanum af sólsetrinu...
með borgina glitrandi í fjarskanum svo fallega...

Við fórum geyst hér niður... en vanalega er þessi leið grýtt og vandniðurfarin svo hvað varðar tímamælingu
þá var þetta færi ekki verra en sumarfærið á nákvæmlega þessum kafla...
og við fórum í raun styttri leið en vanalega er farin um suðvesturbrekkuna þar sem snjórinn var fær alls staðar...

Ein af lexíunum í vetur eftir ótal röskar göngur á Úlfarfellið í öllum veðrum og færð...
að veturinn er ekki endilega verri hvað varðar að taka röska göngu/hlaup upp og niður en að sumri til...
snjórinn er mjúkur og sléttir út allar ójöfnur sem grjótið býður mannin upp á að sumri til...
þó ókosturinn sé svo hálkan og snjóþyngslin og allt það á móti... 

Það greiddist hratt úr hópnum á niðurleið þar sem menn fóru flestir á sínum hraða
en öftustu menn héldu hópinn á gefandi spjallinu...

Alls 3,5 - 3,8 km á 37:50 sá fljóstasti - 1:22 kvenþálfarinn sem lagði af stað kl. 17:29 og var síðastur til baka
en þeir sem lögðu fyrr af stað voru líklega rúmlega 1,5 klst. í heildina.

Sjá æfinguna í heild hér:
https://www.youtube.com/watch?v=u3I2QM0--m4&t=27s

Sjá hér allar Toppfaraæfingar á Mosfelli frá upphafi.

Mosfell 289 211 4,1 25. mars 2008 1:37 19 Æfing 41
2. 289 211 4,8 24. febrúar 2009 1:30 20 Æfing 81
3. 293 213 5,1 9. mars 2010 1:51 55 Æfing 128
4. 294 216 78 3,6 25. janúar 2011 1:24 59 Æfing 170
5. 297 226 71 4,0 17. janúar 2012 1:25 44 Æfing 213
6. 293 347 57 6,3
baksviðs
19. febrúar 2013 2:15 37 Æfing 258
7. 281 270 65 4,4 9. desember 2014 1:47 20 Æfing 339
8. 292 260 82 4,7 16. febrúar 2016 1:17 17 Æfing 398
9. 295 258 76 4,5 7. febrúar 2017 1:26 12 Æfing 448
10. 291 228 73 4,2 30. janúar 2018 1:23 25 Æfing 494
11.
þolæfing
298 238 70 3,8 25. febrúar 2020 00:37:50
1:22
27 Æfing 592

Aukatindferð á laugardaginn á Búrfell á Þingvöllum...
Þingvallafjall nr. 4 af 33 á árinu...

https://www.facebook.com/events/216498316167848/
 

 

Sólgleraugnaganga
á Smáþúfur

Þriðjudaginn 18. febrúar var sólgleraugnaganga...
í tilefni af því að sólin er ekki sest þegar lagt er af stað á fjall á þriðjudagsæfing...
reyndar átti hún að vera síðasta þriðjudag... þegar við gengum í dýrindisveðri á Drottningu og Stóra Kóngsfell...
en það steingleymdist og því var ekkert annað í stöðunni en að taka þessa göngu viku síðar :-)

Meiri töffararnir á þessari mynd ! :-)
... Guðmundur er svalastur... ekki spurning ! :-)

Leifur Orri, Gylfi Þór, Sævar, Ágústa, Katrín Kj., Stefán, Biggi, Kolbeinn, Elísa, Marsilía, Ingi, Harpa, Bjarni, Jóhanna Fríða,
Gunnar, Sigga Sig., Guðmundur Jón og Örn tók mynd en Bára var að vinna og Batman var eini hundurinn.

Sævar var að mæta í sína fyrstu göngu og stóð sig glimrandi vel
enda ekki beint léttasta gangan tilað byrja á... vel gert takk ! :-)

Gangan á Smáþúfur er hörkuganga... vel á fótinn allan tímann... og lítið um láglendi...
enda farið alla leið frá sjávarmáli upp í 601 m hæð...

Auð jörð til að byrja með og friðsælt veður og gott skyggni... en svo tók snjórinn við...
skyggnið fór á Arnarhamri og það hvítnaði í fjöllin í vægri snjókomu sem kom yfir á hamrinum á leið upp á Smáþúfur...

Síðustu menn að skila sér upp á Arnarhamarinn en þarna hvarf skyggnið og fjallasýnin...

Hópmynd í 601 m hæð á Smáþúfum... þær eru í sömu hæð í Steinninn...
og lagt af stað úr svipaðri hæð við Esjurætur...
svo þessi ganga er nokkurn veginn til jafns á við að fara upp að Steini
hvað varðar vegalengd, hækkun, hæð og upphafshæð :-)

Hitasti undir frostmarki og lopaleysurnar hrímuðust....töfrarnir á veturna eru dásamlegir...
fyrsta hrímaða riddarapeysan í sögunni takk fyrir :-)

Hvernig er annað hægt en vera glaður... þegar farið er á fjall á hversdagslegu þriðjudagskveldi...
gengið úr dagsbirtu í myrkur... úr auðri jörð í snjókomu... með víðáttumikið útsýni til fjalla...
í fersku lofti í tindum prýddum og óbyggðakenndum Blikdal Esjunnar...

Alls 7,0 km á 2:49 klst. upp í 601 m hæð með 590 m hækkun úr 60 m upphafshæð.

Flott ganga - hörkuæfing - dúndur frammistaða !

Meitlarnir á laugardaginn ef að líkum lætur... á hnúka, fell og eldborgir þar í kring...
dásamlegt að ná rúmlega 20 km göngu svona stuttu frá Reykjavík á nýjar slóðir að hluta...
það verður gaman... við skulum njóta ! :-)
 

 

Dýrðarinnar kvöld
á Drottningu og Stóra Kóngsfelli
í sólsetri og stjörnubirtu
... þar sem Venus skein allra skærast...

Þriðjudagskvöldið 11. febrúar settist sólin ekki fyrr en kl. 17:44...
og með réttu hefðum við því átt að vera með sólgleraugnagöngu þetta kvöld...
en af ýmsum ástæðum gleymdu þjálfarar því... en ætla aldrei að gleyma því aftur...
og bæta skulum við fyrir þetta næsta þriðjudag á Smáþúfum
þar sem við skulum mæta með sólgleraugu og tökum þá sólgleraugnamynd til sárabóta:-)

En hvílíkt dýrðarinnar kvöld sem þetta var þennan þriðjudag í tindunum við Bláfjöllin...
í sólsetri með himininn heiðan og stjörnurnar sem tóku við eftir að sólin var sest...

Keðjubroddarnir héldu þessari göngu uppi... við hefðum ekki getað gengið vandræðalaust þarna um nema án þeirra...
því grjótið var frosið og það voru svell á milli... og skaflarnrir voru frosnir...
meira að segja á láglendi hefði verið erfitt að fóta sig öruggur á skónum einum saman.. .

Ferðamannaiðnaðurinn er að breyta öllu... kominn stigi hér upp Eldborgina sem var ekki áður fyrr...
en hann var frosinn og svellaður... og ekki spennandi niðurgöngu...

Örninn fór óvart upp þetta skarð eitthvurt árið í engu skyggni og þoku...
og sá að það væri í raun betra að fara hér upp en um skarðið vinstra megin þar sem við fórum alltaf áður fyrr...
með því er farið á báða hnúkana án þess að þurfa að snúa við nema ofan af öðrum þeirra
og það er gefandi að koma svona upp á öxlina frekar en á milli hnúkana...

Stöðug bílaumferð upp í Bláfjöll þetta kvöld... og svo heim aftur með okkur síðar í myrkrinu...
Eldborgin hér að koma í ljós svo falleg ... og Bláfjallasvæðið fjær með lyftunum um allt ef að er gáð...

Útsýnið ofan af Drottningu og Stóra Kóngsfelli er stórkostlegt...
við nutum hvers andartaks... hvers skrefs... þetta kvöld...

Fyrri hnúkur Drottningarinnar...

Útsýnið niður til Rauðuhnúka í norðaustri... á þá ætlum við í marsmánuði...
það verður sérlega gaman því þeir eru sjaldfarnir en mjög svipmiklir og fjölbreyttir...
og leyna á sér þegar nær er komið...

Friðurinn og fegurðin var fullkomið þetta kvöld...

Eldborgin hér í allri sinni formfegurð... hún telst ekki sem sér fjall í okkar tölfræði...
það truflar mann alltaf... og alltaf íhugar maður að bæta úr því...
hún fellur sannarlega í skuggann af Drottningu og Stóra Kóngsfelli... já, spurning...

Hinn hnúkurinn á Drottningu... þjálfarar farnir að skima eftir skástu leiðini niður...
hún var ekki árennileg vestan megin ofan af norðurhnúknum...
og heldur ekki úr skarðin þar sem við förum vanalega þar sem frosin snjóhengja hamlaði för efst..
og heldur ekki vestan megin ofan af syðri hnúknum en það var samt skásta leiðin þegar á reyndi og Örninn lagði af stað og einhverjir á eftir... en Báran var ekki sannfærð og var áhyggjufull yfir lengd brekkunnar ef einhverjir rynnu af stað...
og vildi finna skárri leið svo við leituðu aftur norðar...
en það var verra færi og því snerum við aftur á þennan niðurgöngustað sem Örninn var búinn að velja...
já.. ég vitleysan í mér segir ritarinn :-)...

Og þetta reyndist fínasta leið.... var alveg á mörkunum á keðjubroddunum einum saman...
en þetta var eini kaflinn þar sem þær vangaveltur áttu við...
brýnt fyrir mönnum að fara varlega og nýta allt yfirborð broddanna... ekki stíga á jarkann heldur beint á skóna/broddana... fast niður eins og við æfðum vel á Hóls- og Tröllatindum þeir sem voru þar...
og það var svolítið hald í snjónum líka svo þetta slapp... og grjótið tók fljótlega við neðar...

Stóra Kóngsfell hér framundan ofan af síðustu metrunum niður af Drottningu...

Svæðið á milli Drottningar og Stóra kóngsfell er varasamt...
djúpar, þröngar og faldar gjótur leynast um allt og það er mikilvægt að fara rétta leið yfir þetta hraun...
í mjúku snjófæri getur þetta verið enn varasamara því þá felur snjórinn þær...
en um leið er þetta öruggara færi því snjóbrýr eru líklega yfir flestum gjótunum og í þessu frosti virtist þetta öruggt...

Örninn ratar þessa leið blindandi og leiðin var greið alla leið...

Sjá hér sorfinn snjóinn ofan af einni sprungunni... óskaplega fallegt svæði...
við þurfum að fara að hundskast yfir á Litla Kóngsfell einhvern tíma...
heitir hann annars ekki það þessi hnúkur þarna ? ... skil ekki afhverju við höfum ekki komið því í verk ?

Það er kominn fínasti stígur upp á Stóra Kóngsfell... við fórum hann og færið var mun betra en við áttum von á...
en þjálfarar áttu alveg eins von á því að við hefðum ekki getað komist upp á þessi fjöll kvöldsins
 ef færið hefði verið of svellað eða hart fyrir keðjubroddana og voru búnir að búa hópinn undir það...

Þetta reyndist hins vegar fínasta færi... frosið grjót en þó ekki alveg... og lausasnjór ofan á að hluta...
frábært að ná þessu á þessu fallega kveldi...

Upplýst skíðasvæðið í Bláfjöllum skreytti fljótlega allt svæðið eftir því sem það húmaði að...

Komin í 612 metra hæð... stórkostleg útsýnið ofan af Stóra Kóngsfelli í allar áttir...
stakt og frístandandi sem það er...

Með borgina glitrandi í baksýn...

Efri: Lilja Sesselja, Valla, Þorleifur, Jón Steingríms., Ílafur Vignir, Gunnar, Steinar Ríkharðs., Jóhanna Diðriks.,
Vilhjálmur, Karen Rut, Elísa og Örn.

Neðri: Harpa, Stefán, Ágústa, Helga Rún, Jóhanna Fríða, Gylfi, Leifur og Kolbeinn en Bára tók mynd...
 
og Batman var eini hundurinn og á bestu broddunum enda fór hann fljúgandi upp og niður frosna skaflana á báðum fjöllunum
og skildi ekkert af hverju við vorum svona hikandi við að ganga á þá :-)

Orðið dimmara þegar við snerum við ofan af tind Kóngsins eftir íhugun og... fegurðarhleðslu þarna uppi...
sömu leið til baka þar sem við vildum ekki lenda í vandræðum með færið...
en annars höfum við oft farið niður norðaustan megin sem er skemmtileg leið og mjög brött en vel fær í rólegheitunum...
það bíður sumarfæris síðar...

Birtan... sem stafaði af sólsetri.... heiðum himni... stjörnum... snjónum... Bláfjallasvæðinu... borginni...
og loks höfuðljósunum okkar var ævintýri líkast.. jafnast á við flottasta gjörning á Feneyjartvíæringnum...
ef menn bara leggja í hann upp í fjölllin á þessum árstíma þá upplifa þeir yfirnáttúrlega fegurð
og lygilega töfra eins og enga aðra...

Þessi hnúkur þarna niðri... Litla Kóngsfell kannski ?... finn ekki nákvæmara kortið mitt við þessi skrif...
minnis samt líka að þetta sé annað nafn og Litla Kóngsfell sé annars staðar...
við skulum skoða þennan hnúk í sumarfæri síðar... ef það er fært þarna á milli í úfnu hrauninu sem er ekki sjálfsagt...

Vel gekk að fara niður og það reyndi vel á keðjurnar í frosnu grjótinu...

 

... en mikið erum við lánsöm að þeir hafi komist á kortið á Íslandi því jöklabroddar hefðu verið skelfing í þessu færi
og líklega aukin slysahætta af þeim en keðjubroddunum í þessu grýti... nema þarna efst ofan af Drottningu...
þá hefði verið gott að hafa þá :-)

Kórónaveiran sem nú geysar um Kína og er að dreifa sér um jörðina í umræðunni ásamt mörgu öðru...
umhverfisverndin og tvískinningurinn þar... stjörnuhvolfið... jarðhræringarnar á Reykjanesi...
og ógn þeirra við heitavatnslagnirnar að borginni...óveðrin í vetur og snjóflóðin...
þetta er sannarlega hamfaravetur...
erum við nokkuð að kalla yfir okkur hamfarir með þessu endalausa hamfaratali... ?
.. ja, maður bara spyr sig svona í rólegheitunum...

Kaflinn á láglendinu framhjá Drottningu og svo Eldborg til baka í bílana var dulúðug og eins og af öðrum heimi...

Þarna hefði berið betra að allir hefðu fylgt fararstjóra því þessi kafli getur verið varasamur í gjótum
þó ógnin hafi verið hverfandi vegna snjóalaga... en aldrei að vita því þarna er landslagið mjög stórskorið
og það er betra að einn ráði för svo við séum á sömu leið ef eitthvað gerist...
pössum þetta öll því það er ekki gott ef fleiri elta þann sem fer út af slóð fararstjórans...
þá geta menn fljótt verið viðskila og komnir allt aðra leið en æskilegt er að fara
og stundum í vandræðum eins og nokkur dæmi sanna klúbbnum......

Mikið var þetta fallegt... eins og að ganga í töfraheimi...
það er þess virði að slökkva sem mest á ljósunum og sjá allt umhverfið í stærra samhengi
því höfuðljósin þrengja sjónsviðið þar með við ljósgeislann.. 

Komin framhjá Drottningu og Eldborgin framundan...

Venus hér að skína skært niður á okkur í skarðinu neðan við Eldborgina... vá...

Fullkomið kvöld á fjöllum !

Alls 5,0 km á 1:46 - 1:50 klst. upp í 522 m á Drottningu og 612 m á Stóra Kóngsfelli
með 334 m hækkun all úr 422 m upphafshæð.

Bætum fyrri þetta með sólgleraugnagönguna á Smáþúfum næsta þriðjudag...
en NB við gætum tekið upp á því að fara frekar Úlfarsfellið óhefðbundið ef veður eru válynd í næstu viku...
 

 

Valahnúkar
í dagsbirtu og myrkri
hlýjindum og leysingum

klöngri og slabbi

Frábær mæting var þriðjudaginn 4. febrúar þegar gengið var á Valahnúka við Helgafellið í Hafnarfirði
þrátt fyrir frekar rysjulega veðurspá og neikvæðar aðvaranir þjálfara sem rættust lítið...
... bíddu, hvar var þetta slagveður ? :-)

Allur hryggurinn var rakinn frá vestri til austurs og enginn tindur sniðgenginn nema flókið væri að þvæla 25 manns þar um
og því farnar krókaleiðir upp og niður og kringum og meðfram þegar á þurfti að halda...

Mjög skemmtileg leið um þennan vanmetna klettarima sem fellur í skuggann af Helgafelli og Húsfelli
en er klárlega fegurri staður en hvoru tveggja ofangreint...

Dagbjart til að byrja með sem er ótrúlega kærkomið eftir myrkur í byrjun æfinar frá því um miðjan nóvember...
og gengið í ljósaskiptunum og inn í myrkrið í bakaleiðinni...

Mikið af nýliðum og einn gestur sem skellti sér með á bílastæðinu og heitir Þorsteinn...
hann er velkominn í klúbbinn ef honum hugnast þetta brölt með okkur... :-)

Við fórum upp hinum megin á þennan... og í stað þess að klöngrast hér niður eins og vanalega...
fórum við til baka ofan af honum að vestan og gengum fyrir hann að norðan...
vildum ekki lóðsa hvern og einn hér niður í lélegri birtu ef eitthvað skyldi koma upp á...

Við slepptum þessum hliðartindi... en Stefán skellti sér upp á hann sem var frábært hjá honum...
meira svona ! :-)

Færi kvöldsins var blautur snjór... ofan á frosinni jörð... eða svelli... slabbkennt eins og það mest getur verið...
en þó ekki drulla í jarðveginum eins og oft á vorin...

Mikið spjallað og spáð... samræðurnar í þessum göngum eru jafn dýrmætar og hreyfingin og útiveran...
og án efa ein af lykilástæðum þess að svona kvöld gefa manni svona mikið...

Við fundum djúpa skafla á miðri leið sem höfðu skafist ofan af rimanum...
lungamjúkir og saklausir... allt annað en hrímað hjarnið á Hóls- og Tröllatindum
sem gáfu okkur veislu eins og þær gerast flottastar í tindferðunum þremur dögum fyrr...

Fegurstu klettarnir á Valahnúkum eru þessir sérkennilegu klettamyndarnir austarlega í þeim...
þegar hópurinn kom að þeim lýstust þeir sérkennilega upp og síðustu menn tóku andann á lolfti
og bara nutu töfranna sem við blasti...
og Jóhanna Fríða bað í kjölfarið menn að lýsa á þá og snúa baki við myndavélunum..

... mjög smart ...

Það fór að rigna lárétt þegar á þessu stóð...
og þjálfari náði því ekki að taka almennilega hópmynd á þessum tímapunkti...
en þó náðist þetta... en betri hafa þær nú verið...
það var ekki sjens að ná að þurrka lisnuna og smella af...
linsan varð strax blaut...

Úr því veðrið var svona gott... hlýtt og lygnt og úrkomulítið...
skelltum við okkur út í bláendann á þennan fallega keilulaga lokahnúk Valahnúka...
áður en við snerum til baka...

Komin út í enda... fallegt að standa þarna og horfa á Helgafellið stórt og voldugt sunnan megin...
en það lá þoka yfir Húsfelli og því var það ekki sjáanlegt... enn var skyggni til fjalla...
myrkrið ekki alveg lagst yfir...

Svo var straujað.... til baka... rösklega... sem var gott...
fínasta leið til að æfa þolið er að ganga alltaf mjög rösklega til baka...
sérstaklega þegar það er láglent eins og alla leiðina ofan af Valahnúkum og til baka að bílunum...
enda greiddist mikið úr hópnum milli fyrstu og síðustu manna...

En blautt var það.... heilu tjarnirnar lágu yfir frosinni jörðinni... uppleystur snjór í bunkum...
þetta var stórskemmtilegt... og hörkubúnaðaræfing á skónum... sem sumir þoldu álagið þó ekki væru legghlífar með í för...
en þær gera heilmikið í svona færi... og hlífa skónum að stórum hluta í svona bleytu...

Við skemmtum okkur konunglega ! :-)

Slitnir keðjubroddar frá GG-sport... þriðja notkunin... Örn fékk þeim skipt fyrir nýja...
sorglegt ef nýrri keðjubroddarnir eru mun síðri en þessir fyrstu sem við keyptum þegar þetta kom til landsins...
þá er spurning að leita aftur til upprunans...
microspikes... eða annarra sem framleiða endingarbetri brodda eða hvað ?

Frábær æfing upp á 6,4 km á 1:52 klst. upp í 212 m hæð með 225 m hækkun úr 89 m hæð.

Glæsileg mæting... það er mikill kraftur í hópnum... bæði vönum klúbbmeðlimum og nýliðum... njótum þess...
og tökum fagnandi á móti birtunni... hlýjunni... vorinu...
og spennandi árinu framundan sem er hafið með aldeilis flottum krafti !
 

 

Yndisþolæfing á Úlfarsfelli
 í gullfallegum ljósaskiptum
brakandi snjó... algeru logni
og frábærri mætingu takk fyrir ! 

Fyrsta þolæfing ársins var á Úlfarsfell hefðbundna leið upp suðurhlíðar á Hákinn
og svo yfir á Stórahnúk og Litla hnúk... þriðjudaginn 28. janúar...

Frábær mæting þetta kvöld... alls 30 manns melduðu sig á fjallið þennan dag... þar af náðust 18 á hópmyndina
en Maggi fór um morguninn og skóflaði sig í gegnum nýja snjóinn fyrir okkur... Leifur var að klára þegar við vorum að leggja af stað á bílastæðinu... við mættum Hörpu á niðurleið þegar við vorum nýlögð af stað... Ólafur Vignir hitti á hópinn á niðurleið og Björn Matt og Dalene byrjuðu með hópnum en héldu ekki í við öftustu menn og hefðu frekar átt að fara fyrr af stað til að ná okkur uppi og geta farið með okkur sem fórum rólega niður af tindinum... þá melduðu Gylfi, Jórunn Ósk, Lilja Sesselja og Sigga Sig. sig inn fyrr um daginn... og Aðalheiður og Örn skrifuðu nöfnin sín á eina vörðuna uppi... svo áhuginn og eljan er greinilega mikil í hópnum fyrir þessum þolæfingum sem er framar vonum þjálfara :-)

Þjálfarar lögðu af stað kl. 17:31 og fóru flestir þá af stað
en Arna, Guðmundur, Jóhanna Fríða, Katrín Kj. og Súsanna voru farin fyrr af stað upp
og vorum við öll á svipuðu róli á tindinum svo hægt var hittast og njóta saman útsýnisins þar
og taka hópmynd af flestum...

Jórunn Atla, Biggi, Bjarni, Ingi og Kolbeinn fóru hratt upp og náðu á frábærum tímum upp á tind
eða kringum 23 mínútur... og þjálfarar fylgdu þeim sem vildu fara rösklega en þó ekki á hámarks hraða
og var magnað að sjá hvað allir náðu að halda uppi góðum hraða alla leið upp...
jafnt nýliðar sem þeir sem eru að koma aftur eftir hlé vegnag meiðsla...

Birtan þetta kvöld var engu lík... heiðskírt... dagsbirta til að byrja með... brakandi nýr snjór yfir öllu...
svo fallegt og ferskt... hálfur máni á himni... stjörnur... ljósaskipti... algert logn og alger friður...

Þau átján sem náðu að vera uppi á svipuðum tíma:

Guðmundur Jón, Katrín Kj., Arna, Herdís, Kolbeinn, Vilhjálmur, Jóhanna Diðriks., Katrín Blöndal, Jóhann Ísfeld, Örn, Ingi.
Bjarni, Biggi, Súsanna, Jórunn Atla., Jóhanna Fríða, Ágústa.
Batman, Hera og Skuggi voru með og nutu lífsins ekkert síður eða jafnvel meira en við :-)

Riddarapeysur Toppfara a la Guðmundur , Katrín og Jóhanna Fríða !

Svo fallegar... Jóhanna Fríða með sína aðra peysu í mjög fallegum litum...
stelpurnar báðar með vettlinga sem Katrín prjónaði í stíl við peysurnar... alger snilld !

Guðmundur á fjórar riddarapeysur sem Katrín hefur prjónað á hann...
já, það eru nokkrir sem vilja eignast fleiri en eina riddarapeysu... og eru byrjaðir að prjóna slíka...
stundum af því fyrri peysa var of víð eða of síð eða of þröng eða...
... og stundum af því mann langar í aðra liti með þessu fallega mynstri...

Eftir spjall uppi, notalegheit og heilun af töfrandi útsýninu var haldið af stað niður...
þeir hröðustu á tímamælingu og fóru geyst yfir... Bjarni, Biggi, Ingi, Jórunn Atla, Kolbeinn, Vilhjálmur og Örn...
og flestir þar á eftir og svo nokkrir í notalegheitunum aftast með Báru þjálfara...
flott, einmitt að gera þetta... hver á sínum forsendum... að njóta...

Töfrarnir þetta kvöld voru ólýsanlegir og fangast engan veginn á ljósmynd...

Það var svo kærkomið að fá dagsbirtuna... og upplifa ljósaskiptin á göngunni...
 alla birtuna frá snjónum... himninum... borginni...

Þessi melding er sú flottasta í sögunni líklega...
Aðalheiður og Örn greinilega fyrr á ferð en hópurinn...
og því er þetta hópmynd þeirra sem ekki voru með okkur á tindinum :-)

Sem sé Aðalheiður, Björn Matt., Dalene, Gylfi, Harpa, Jórunn Ósk, Leifur Orri, Lilja Sesselja, Maggi, Ólafur Vignir,
Sigga Sig., Örn... fleiri ?

Ofan af Litla hnúk var einn stór skafl í brekkunni góðu...
þeirri sem yfirleitt er varasömust að vetri til... niður af horninu...
þar er strax komið svellað færi snemma vetrar... og svo snjósöfnun...
þetta er ísaxarbremsuæfingabrekkan okkar... og nú var hún með djúpan skafl upp að lærum...
... það þarf að spá í snjóflóðahættu í henni í raun...
sem og utan í efsta hnúk þar sem nú er snjóhengja og margir stytta sér oft leið upp...
og jafnvel í bratta horninu upp á Hákinn...
alls staðar þar sem snjór safnast efst og halli er yfir 30%.

Dýpt snjóskaflsins náðist í raun ekki nægilega vel á mynd hér... en mikið var þetta gaman...

Þetta eru forréttindi... að fá að ganga um ferskan snjó á fannhvítu fjalli við borgina...
án þess að þurfa að biðja um leyfi... borga... bíða... bara fara og njóta... hvenær sem er...
það er ekki sjálfgefið...

Yndislegt að spjalla... skóflast... eða láta sig gossa hér niður á fartinni...
eða bara rúlla niður snjóinn í rólegheitunum...

Fyrir þá sem fóru hratt hér niður... þá er tilfinningin stórkostleg...
og líðanin niðri eftir að hafa farið hratt niður Úlfarsfellið er engu öðru lík...
hún er ástæðan fyrir því að menn gera þetta árum saman... hálftími hratt upp og niður Úlfarsfellið...
og þú svífur heim alsæll og með brennsluna á fullu í líkamanum... sáttur með frábær þolæfingu...
og kominn heim á einum klukkutíma.. það er stök snilld !

Fjórhjól keyrðu upp fjallið þegar við vorum á uppleið.... þau voru að njóta eins og við...

Alls 4,1 km á 1:08 þeir rólegustu en hröðustu um 36 mínútur ?
upp í 308 m hæð með alls 254 m hækkun úr 89 m upphafshæð.

Gullfalleg og frábær æfing og mætingin framar vonum...
næst verður það Mosfellið í lok febrúar rösklega upp og niður og vonandi sama mætingin og áhuginn og nú..
það er frábært fjall til að taka svona æfingu á... eitt af uppáhalds þolæfingafjalli kvenþjálfarans...

 

 

Esjan öðruvísi
upp Þverfell á Langahrygg að Steininum
og niður Einarsmýri

Frábær mæting var óhefðbundna leið upp á Esjuna þriðjudaginn 21. janúar...
sama kvöld og Ísland keppti við Noreg í milliriðli á EM í handbolta...
en þar brást íslenska liðið í fyrstu brekku leiksins...
og náði aldrei forskoti Norðmanna eftir það...

Dagsbirtan mætt í mýflugumynd í byrjun æfingarinnar... svo kærkomið...
skortur, mótlæti og erfiðleikar... gefa manni þakklæti, auðmýkt og styrk sem annars fengist ekki...

Dásamlegt að ganga utan stíga eins og við gerum almennt að mestu... sérstaklega upp Esjuna....
þar sem hundar eru bannaðir upp hefðbundna leið... þá er ekkert annað í stöðunni en fara utan stíga...
og velja slæm veður að kveldi í myrkri þegar fáir eða engir eru á ferli en við...
til að laumast svo niður stíginn til baka.. í þeirri von að þeir sem þó gætu hugsanlega verið á stígnum..
skilji að ferfætlingar jarðarinnar eiga líklega sama rétt á að njóta Esjunnar og hin skaðsamlega mannskepna...
sem skemmir mest og skilur langtum meiri skaða og ummerki eftir sig á Esjunni en nokkurn tíma hundarnir... ...

Logn og fínasta veður niðri við bílana... en þéttur og krefjandi vindur uppi á Langahrygg...
og blautt snjófæri sem flækti hundalífið heilmikið...
því þegar gengið er í snjó við frostmark safnast snjóboltar á loppur þeirra
svo þeir þurfa sífellt að naga þá af sér...
og Hera litla sem hefur farið í nokkrar flottar og alvöru göngur með okkur...
en er ekki eins stór og Batman og Gormur...
var borin á höndum Jórunnar að hluta til undan mesta snjónum...

Kostirnir við að eiga hund sem fjallgöngumaður eru ótal margir...

1. Hann er alltaf til í göngu... sama hvernig veðrið er = tryggur göngufélagi.
2. Hann er alltaf glaður og þakklátur að vera úti... sama hvernig veðrið er = gleðigjafi.
3. Hann getur skipt sköpum við rötun ef maður villist = öryggisatriði.
4. Hann heldur á manni hita ef maður þarf að halda kyrru fyrir, er eins og hitapoki = lífshjálp.
5. Hann er raunverulegur hitapoki ef gist er í göngutjaldi yfir nótt = hitagjafi.
5. Hann deilir gleðinni og ánægjunni af fjallgöngunni með manni af öllu hjarta
svo sést langar leiðir = jákvæðari upplifun.

Hundar eru ómetanlegir félagar á fjöllum... 
þeir gerafjallgönguna ennþá ánægjulegri en ella...
og ákvörðunina um að drífa sig út léttari en ella...
Þeir sem eiga hunda gera sér fullkomlega grein fyrir því að þeir hafa unnið í ákveðnu happdrætti...
sem aðrir skilja ekki eða vita ekki um sem ekki eiga hunda en er engu að síður staðreynd...

... það er ekki hægt annað en mæla með því við alla fjallgöngumenn að fá sér hund...

Afhverju eru hundar bannaðir á Esjunni en ekki menn ?

1. Hundar skilja ekki eftir sig úttroðna stíga sem þarf stöðugt að gera við
og stækka stöðugt með enn meiri skemmdum en fyrir bara nokkrum árum síðan...
2. Hundar skilja bara eftir sig náttúrulegan útskilnað sem gefur gróðri Esjunnar næringu...
en maðurinn skilur eftir sig alls kyns rusl, skilti og óafmáanleg ummerki sem skemma náttúrulegt yfirbragð fjallsins.
3. Síðan hvenær er maðurinn merkilegri en hundurinn ? Hver ákvað það ?

Ef við myndum spyrja Esjuna sjálfa... hvort ætli hún myndi velja hunda eða menn arkandi um sig alla ?

Æjii... ég bara segi svona... mannskepnan er skaðlegasta skepna jarðarinnar...
hún mætti stundum vera auðmýkri og umburðarlyndari gagnvart öðrum skepnum jarðarinnar...
frekar en að valta yfir allt og alla...
og banna, binda, misþyrma, drepa og fanga önnur dýr merkurinnar án þess að hugsa sig tvisvar um...

Steinninn var þakinn snjóskafli... skefldur... (ekki skelfdur NB) ... svo berja þurfti klakann af skiltinu...
töfrar myrkursnjóillviðrisvetrargangnanna eru óumdeildir að okkar mati...
gefa okkur dulúð og kraft sem er heilandi.... styrkjandi... orkugefandi...

Frábær mæting takk fyrir.... 16 manns...
og við hefðum verið 18 manns ef Ágústa hefði ekki gleymt gönguskónum sínum
en hún var mætt við fjallsrætur með lúffurnar frá Dórukoti sem hún pantaði af miklum skörungsskap...
og eins ef Bára hefði ekki verið sárlasin heima með flensu...

Nýliðarnir standa sig frábærlega í vetur... mæta í öllum veðrum og vindum og þótt það sé mikilvægur handboltaleikur...
án þeirra væru sumar göngurnar ansi fámennar.... og flestar aukatindferðirnar einfaldlega ekki farnar...

Perúfarar... Laugavegsfarar... Öræfajökulsfarar... Leggjabrjótsfarar... Þingvallafjallafarar... Fjallabaksfarar...
markmiðin á árinu eru misjöfn hjá mönnum... sumir með eitthvað eitt... aðrir nokkur eða jafnvel öll ofangreind...
...en það eru augljós tengsl milli mætingar og þeirra sem hafa ákveðin göngumarkmið á árinu
ákveðin áskorun eða markmið kemur manni greinilega miklu frekar út úr húsi en ella...

Alls 6,9 km á 2:49 lst. upp í 599 m hæð með 615 m hækkun úr 16 m upphafshæð.

Vel af sér vikið í krefjandi veðri og færð með handboltann í beinni í eyranu !

Svona æfingar skila sér án efa í lengri og erfiðari dagsferðirnar... :-)

Enn ein óveðursvikan í gangi í janúar... og ekki gott veðurútlit á laugardaginn...
því miður nýttum við ekki síðasta laugardag sem hefði verið dýrmætt að gera því hann var sá besti í janúar....
við skulum bara láta okkur hafa það og fara í göngunæstu helgi...
eins og hægt er eftir veðri á staðnum...
ekkert væl... !
 

 

Ásfjall og Vatnshlíð
milli storma

Veðurspáin þriðjudaginn 14. janúar var ekkert skárri en þriðjudaginn á undan...
foreldra beðnir að sækja yngstu börnin í skólann og gul eða appelsínugul viðvörun um allt landið...
þessa nótt áttu tvö alvarleg snjóflóð eftir að falla á Vestsfjörðum svo mikill skaði hlaust af
en þó ekki mannskaði en litlu mátti muna samt...

https://www.ruv.is/frett/yfirlit-um-snjoflodin-enn-er-haetta-a-fleiri-flodum

Þar sem illviðrin hafa stjórnað tilverunni nánast allar tvær vikurnar í janúar var ráð að finna stund milli stríða og það var mikill munur á veðurspánni eftir því hvar á höfuðborgarsvæðinu var um að ræða... svæðið suðaustast var skást að mati þjálfara og því var tilvalið að velja Ásfjall og Vatnshlíð í staðinn fyrir aðra tilraun til að fara á Drottningu og Stóra Kóngsfell við Bláfjöll sem frestuðust þar með út af kortinu í bili eftir tvo erfiða þriðjudaga í röð... en kosturinn við Ásfjallið er sá að þar reynir ekkert á bílfæri því lagt er af stað úr byggð og þar reynir ekkert á öryggisógn þar sem við erum nánast í byggð...

Veðrið reyndist mun betra en áhorfðist þennan dag...
í borginni sjálfri þó ekki væri hægt að segja það sama um þjóðvegina kringum borgina, hvað þá alla landsbyggðina...
svo við nældum okkur í skínandi góða útiveru með jú, talsverðum vindi ofar en friðsæld við tjörnina og neðar í hlíðunum...

Örn tók eins stóran hring og uppbygging á svæðinu leyfir að Vatnshlíð
þar sem nú þrengir talsvert um heiðarnar af mannanna verkum og þar sem við stóðum ofan við Vallahverfið í Hafnarfirði sungum við afmælissönginn fyrir Björn Matthíasson sem varð áttræður þann 8. desember 2019 og fagnar afmæli sínu með fjallgönguklúbbnum næstkomandi laugardag í Haukahúsinu í Hafnarfirði með öndvegis mat og drykk í boði hússins...

Ofan af Vatnshlíðinni var snúið yfir á Ásfjallið sem hefur einhvern sjarma sem erfitt er að útskýra
en fangar alla sem ganga á það og uppgötva þessa perlu í nánast miðri byggð en samt einhvern veginn utan hennar...
hér er gott að koma gangandi eða skokkandi og ná sér í náttúruorku af bestu gerð...

Við rifjuðum upp veglegar veislur Hafnfirðinga í gegnum tíðina hér á tindi Ásfjalls
en nokkrir þeirra ötulustu í þeim gjörningi eru nú fluttir í aðra bæjarhluta
enda er allt hverfult og allt hefur sinn gang og sinn tíma...

Ansi hvasst var uppi á Ásfjalli og lítið staldrað þar við og haldið rösklega niður suðuröxlina til baka
á stígnum alla leið inn að Ásvallalaug... bara dásamlegt...

Alls 5,6 km á 2:03 klst. upp í 110 m hæð á Vatnshlíð og 135 m á Ásfjalli með 220 m hækkun úr 15 m hæð.

Dúndrandi afmælisveisla á laugardaginn... varla orka til að hafa aukagöngu er það ?
... dæmigert samt að þennan laugardag er spáð glimrandi stund milli stríða... með enn annarri lægðinni yfirvofandi á sunnudeginum... spurning hvort einhverjir vilji nýta þennan sólríka og friðsæla dag til göngu...
það verður þá eitthvað stutt og laggott... því framundan það kvöldið er
dans og glens langt fram á rauða nótt og ekkert annað :-)
 

 

Í snjóstorminum
á Helgafelli í Mósó

Veðurspáin fyrir fyrstu æfingu ársins... þriðjudaginn 7. janúar var mjög slæm og það leit jafnvel út fyrir að vera ófært innanbæjar þetta kvöld svo þjálfarar frestuðu göngu á Drottningu og Stóra Kóngsfell um viku og völdu Helgafell í Mosó sem varafjall þar sem ekki þótti heldur forsvaranlegt að þvæla mönnum afleggjarann að Helgafelli í Hafnarfirði og þar sem Úlfarsfellið var á dagskrá í lok janúar og Esjan eftir tvær vikur var þetta öruggasta fjallið að fara á... alveg við byggðina í Mosfellsbæ sem nú nær upp að hlíðum fjallsins... og alveg við þjóðveg eitt... sem þýddi að það væri ekki mögulegt að týnast eða villast á fjallinu... enda mjög stutt og einföld ganga upp á hæsta tind frá þjóðveginum...

Við lögðum það í hendur hvers og eins að meta hvort skynsamlegt væri að fara út í þetta veður keyrandi eður gangandi og áttum von á að enginn myndi mæta... af tvennu var skárra að fá skammir fyrir að halda úti æfingu en fyrir að aflýsa henni... og vorum að vona að þetta myndi sleppa þar sem versta veðrið átti í raun ekki að skella á af fullum þunga fyrr upp úr kvöldmat og því gætu einhverjir viljað viðra sig og æfa búnaðinn í þessu veðri... sem varð úr.... Kolbeinn mætti galvaskur og mjög vel búinn svo við ákváðum að leggja af stað og sjá hvernig veður og færð væri á þessu lága, saklausa fjalli... og enduðum á að ganga alla leið á tindinn enda eingöngu 1,5 km þangað frá bílastæðinu og vorum örskotsstund að þessu...

Gangan gekk vel upp á tindinn enda veðurhamurinn á hlið og í bakið...
en til baka voru aðstæður allt aðrar og vissum við hvað beið okkar frá tindinum... vindur á hlið og í fangið
og því var erfiðara að sjá á skjáinn á gps-tækinu... sérstaklega af því nú þurfa þjálfarar gleraugu til að sjá þetta almennilega... svo við vorum fljót að afvegaleiðast undan vindi og halla of langt til suðurs en það var í lagi því við vissum að stutt væri í brúnirnar sama hvar við kæmum fram á þær svo fljótlega þegar við sáum borgarljósin neðan við okkur gerðum við okkur grein fyrir því að við vorum heldur sunnar en við vildum og færðum okkur yfir hjalla og einn stóran höfða og könnuðumst þá við stíginn okkar upp brekkuna, þessa einu löngu sem liggur í skálínu alla leið upp...

Þaðan niður tókum við á rás og skoppuðum þetta í hendingskasti...
Bára náði varla að halda í við strákana sem fóru í loftköstum niður...
en mikið var þetta gaman.... frelsið og léttleikinn var gefandi og styrkjandi...

Þegar niður var komið fannst okkur veðrið hafa versnað
og það var engin leið að tala saman að ráði fyrr en í skjóli við bílana
þrátt fyrir að vera komin niður á láglendið...

Þar viðrðuðm við gönguna... spjölluðum saman... fórum yfir búnaðinn..
og kvenþjálfarinn tók myndir til að minna okkur á og setja í búnaðarlista Toppfara...

Lexíur kvöldsins voru margar... meðal annars þessar:

1. Það er erfitt að sjá á gps-tækin í hríðarbyl, sérstaklega þegar maður er hættur að sjá nema hafa lesgleraugu :-)

2. Maður er fljótur að afvegaleiðast af réttri leið þegar vindur og halli í landslagi togar í eina átt.

3. Það er nauðsynlegt að vera með gps-punkt á mikilvægum stöðum eins og efstu brún í brekkunni sem við vorum líklega bara með í gömlu gps-úrunum frá fyrstu árum Toppfara þegar við vorum alltaf á litlu fellunum við borgina og vorum komin með mjög dýrmætt safn af alls kyns gps-punktum sem glötuðust þegar gps-úrin úreltust því miður...

4. Æskilegast er þegar von er á slæmu veðri og lélegu skyggni að velja æfingafjall sem er lítið umleikis og með góð kennileiti allt í kring eins og borgarljós og upplýsta þjóðvegi sem vísa mjög vel veginn ofan af fjallinu til að átta sig á staðsetningu.

5. Þó eingöngu þrír séu saman að ganga þá eru menn fljótir að verða viðskila ef veðrið er mjög slæmt og skyggni lítið
og mikilvægt að halda hópinn sem þéttustum allan tímann. Menn geta fljótt orðið viðskila við hópinn í svona veðri og þá er úr vöndu að ráða.

6. Mjög erfitt er að ráða ráðum sínum í hópi þegar veðrið er mjög slæmt þar sem erfitt er að tala og skoða og velta vöngum í bylnum... maður þarf því að vita alltaf hvar maður er staddur og hvert maður er að fara þar sem svigrúm til ráðagerða er takmarkað.

7. Ef maður er vel búinn þá eru manni allir vegir færir í erfiðu veðri... búnaðurinn skiptir sköpum... ef bara eitt er í ólagi... hendur, fætur, höfuð, læri... þá eru aðstæður fljótt hættulegar...

Þetta fór á fasbók Toppfara:

Skipti sköpum að vera með þrennt í snjóstorminum á Helgafelli í kvöld:

1. Hlífðarvettlingana frá Dórukoti yfir ullarvettlingum undir = Funheitt á höndunum.

2. Skíðagleraugu = eins og að vera innanhúss.

3. Upphá hetta á jakkanum sem nær upp fyrir höku = hylur andlitið alveg ásamt skíðagleraugunum.


... og svo í ullarnærfötum innst, ullarpeysu og hlífðarbuxur og hlífðarjakka yfir..
þannig alveg skotheld og þoldum veðrið vel...
einu vandræðin voru að sjá nægilega vel á gps-ið gangandi gegn vindinum til baka...
þar sem við fórum of langt til vinstri en áttuðum okkur þegar komin fram á brúnirnar :-)

Dýrmæt búnaðarprófun og veðuræfing :-)

... upp á 3 km á 0:43 klst. upp í 221 m hæð með 165 m hækkun úr 69 m.

Slæma veðrið hélt áfram dagana eftir þennan þriðjudag... og tók af okkur helgargönguna
sem var svo sem í lagi þar sem Miðfell og Dagmálafell gáfu okkur glimrandi góða göngu
og því setti þjálfari góða "30 mín á dag helgaráskorun" áToppfara - sjá ofar !

Myndband af göngunni hér:

https://www.youtube.com/watch?v=bEcKFbC0SZQ
 

 


 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir