Þriðjudagsæfingar frá janúar út mars 2016
Skíðagöngunámskeið með Ulli í
Bláfjöllum 29. mars.
Grindaskörð 22. mars
Sandfell Eilífsdal 15. mars.
Helgafell í Hafnarfirði að njóta
eða þjóta 8. mars.
Brodda- og ísaxaræfing á
Úlfarfelli 1. mars.
Valahnúkar og Húsfell 23.
febrúar.
Sólgleraugnaganga og fjallatími
að njóta eða þjóta á Mosfell 16. febrúar.
Skyndihjálparnámskeið í Úlfarsfelli með Jóni Heiðari og Ragga hjá Asgard Beyond
9. febrúar.
Lokufjall, Hnefi og
Melahnúkur 2. febrúar.
Úlfarsfell að njóta eða þjóta
fjallatími 26. janúar.
Ásfjall þorraganga 19. janúar.
Klifurhúsið - jaðarsport 1 af 12
- 12. janúar.
Reynivallaháls nýársæfing 5
janúar.
Nýársganga á Esjuna með Birni Matt og Gylfa.
Frábært
skíðagöngunámskeið
Það var
sérlega
lærdómsríkt
og ótrúlega
skemmtilegt
skíðagöngunámskeiðið
Við vorum
tuttutu
manns sem
mættum, níu
með eigin
skíði, þar
af þrjú
(fjögur) með
ansi forn
eintök...
Fín aðstaðan
hjá Ullungum
í
Bláfjöllum...
Ólafur hér
að mæla
hvort skíðin
passi Nonna
þar sem
þyngd segir
til um hvaða
skíði henta;
Veðrið var
með betra
móti en við
áttum von á
þar sem
spáin var
ekkert
voðalega góð
Já, það er
allt flókið
þegar maður
er að gera
eitthvað í
fyrsta
sinn...
Fram að því
hefur þessi
íþrótt
frekar haft
á sér
stimpilinn
að vera
fyrir ömmu
eða þá sem
ekki geta
svigskíðað
Hópnum var
skipt í
þrennt og
leiðbeinendur
voru þrír;
Árni
Tryggvason,
Eiríkur
Sigurðsson
og Ólafur I.
Jóhannesson...
Árni hér á mynd með hópinn sinn.
Fyrst var
farið yfir
skíðin og
stafina,
mýktina, já
dansinn
dunaði...
... og svo
fórum við
nokkrar
ferðir fram
og til baka
þar sem
farið var í
hvert
atriði...
Já, og svo
er mikilvægt
að kunna að
detta og
standa upp
aftur...
Ólafur I.
Jóhannesson
var elstur
leiðbeinenda
þetta kvöld
og þau voru
heppin sem
lentu með
honum í hóp
Umræður
sköpuðumst
um alls kyns
hluti
tengdum
gönguskíðamennskunni
Roar mætti á
gönguskíðabrautina
þetta kvöld
á sama tíma
og við og
heilsaði upp
á okkur
Eiríkur
Sigurðsson
var með
þriðja
hópinn og
fór með þau
stærri
hringinn svo
þau skiluðu
sér aðeins
seinna inn
en við Sjá metnaðarfulla vefsíðu Ullar: www.ullur.wordpress.com.
Fornu skíðin
fjögur...
Katrín og
Guðmundur
voru á 25
ára gömlum
skíður frá
Atomic...
Kærar þakkir
Árni,
Eiríkur og
Ólafur og
Hugrún
Hannesdóttir
stjórnarmeðlimur
Ullar
P.s.
þjálfari fór
kvöldið
eftir ein
með hundinum
|
Risavaxin snjóbjörg
Skíðagöngunámskeiðið sem vera átti í Bláfjöllum
þriðjudaginn 22. mars á vegum Ullunga
Þetta átti að
vera "njóta eða þjóta æfingin" sem var færð frá
apríl mánuði,
Menn taka þá bara
þjóta-tímamælilngu á Grindaskörðum hver og einn
eftir smekk...
Við vorum átta
sem vorum nægilega galin til að mæta í þessu
veðri og fimm náðust á mynd...
Batman hefur
aldrei verið eins rennandi blautur í nokkurri
göngu né göngutúr
Gönguslóðinn var
undir snjó að mestu síðasta kílómetrann upp í
skörðin
Strákarnir
fífluðust aðeins með björgin...
Hörkuæfing í
frábærum félagsskap alls 6,3 km á 1:44 klst. upp
í 478 m hæð
Skíðagöngunámskeiðið færðist um viku til
þriðjudagsins eftir páska þann 29. mars
Gleðilega páska
elskurnar... og góða skemmtun í
Skarðsheiðardraumnum hans Inga |
"Blíður"
sunnanvindur
Fjallið sem liggur
norðan við Miðdal og
vestan við Eilífsdal
bak Esju heitir
Sandfell að sunnan
og Eyrarfjall að
norðan
Gotti, sex ára
hundurinn hans Matta
mætti eftir langt
hlé...
Þetta var dásamlega
hressandi útivera...
Mosfellið komst í
umræðuna oftar en
einu sinni...
Sandfellið er
fjölbunga (nýyrði!)
og við létum okkur
hafa það að klára
upp á hæsta tind
Ánægð með að þrjóskast við... þeta var hreinlega svo "ótrúlega gaman eitthvað"... ! Heimir, Sigga Sig., Sarah, Svavar, Njóla, Sigga Rósa, Matti, Ólafur Vignir Anton, Karen Rut, Helga Björns., Ágúst, Njáll, Arna, Björn Matt., Katrín Kj., Guðmundur jón, Ester, Gerður jens., Örn, Gylfi og Bára tók mynd... liggjandi á hnjánum til að fjúka ekki... og reyndi að ná hundunum inn á myndina... en það hvarflaði auðvitað ekki annað að þeim ferfætlingum en að láta vindinn feykja sér um allan tind eins og fuglarnir í þessum ofsavindi sem þarna var í 429 m hæð :-)
Niður var farið ofan í dalinn og með ánni í hliðarhalla utan í Sandfelli.. við komumst hvergi í tæri við Eyrarfjallið að sinni... það tók að skyggja á niðurleið, tunglið kíkti við og rökkrið var ansi þykkt þegar komið var í bílana... eins og leðjan á skónum og fjórum fótum hundanna þriggja sem höfðust ólíkt að...
Slaufa þeirra
hlýðnust og fór
beint í ánna að þvo
sér með Siggu enda í
bandi, Batman ekki í
bandi og skildi
ekkert hvers vegna
honum var bent á að
fara út í á eða
djúpan poll til að
þrífa af sér mestu
leðjuna... og
Gotti harðneitaði að
fara inn í bíl og
gelti á alla bíla
sem lögðu af stað í
bæinn, eflaust
stórhneykslaður á
þeim að láta þessa
2:16 klst. löngu
göngu alls 5,7 km
upp í 429 m hæð með
alls hækkun upp á
394 m miðað við 112
m upphafshæð
nægja... vorboðinn
var slíkur þetta
kvöld að
áþreifanlegt var á
sál og skinni...
ennþá ratljóst og
ráð að njóta eins og
hann gelti óðum að
okkur öllum...
vonandi mætir hann
bara næst með Matta
sínum og
Dagbjörtu... það
bíður okkar ekkert
annað en endalaus
birtan úr þessu...
hlýjir vindar...
vorleysingar... auð
jörð... ilmur af
lyngi... mjúkur
mosi... sól og
blíða...
Vá hvað þetta var
gott og gaman ! |
Frábær
frammistaða
Þriðji
fjallatíminn á árinu var á Helgafell í
Hafnarfirði
Fimm tóku
þjótandi nálgunina á þetta og fóru geyst
yfir en hinir nutu bara kvöldsins
Þotuliðið
stóðst svo sem ekki alveg mátið að njóta
og gáfu sér tíma til að taka myndir og
setja á sig brodda...
.... og skemmtu sér samt konunglega í öllu kappinu...
Alvöru
vetrarfæri... blautt til að byrja með,
fljúgandi svell og svo snjóskaflar...
Og...
hafa til samanburðar tímana hjá Dóru og
Nonna sem fóru í janúar í erfiðu veðri
og færð http://www.fjallgongur.is/fjallatimar_helgafell_hf.htm
Aðalheiður lagði fyrr af stað en hópurinn, sem er einmitt gott að gera ef menn vilja vera í friði og taka tímann sinn í rólegheitunum og um leið ná að taka á móti hópnum á tindinum... enda var henni fagnað af mörgum þegar upp var komið :-)
Örn leiddi hópinn og var 35 mín upp en Rikki fylgdi fast á eftir og var 36 mín...
Gylfi fagnaði þriðja besta tíma á 39 mín...
... og Ólafur var rétt á eftir á 40 mínútum...
Frábær
frammistaða hjá fyrstu mönnum og dýrmætt
að byrja að safna þessum tímum Alveg magnað að eiga þessa tíma um hávetur í erfiðu vetrarfæri !
Hinir í hópnum komu fljótlega á eftir fyrstu mönnum og þjálfari auglýsir hér með eftir tímum þeirra !
Já... endilega sendið mér tímana ykkar... !
...bara gaman að eiga þá og bera saman milli árstíða og ára !
... líka þið sem lögðuð af stað seinna en hópurinn !
Uppi var hópurinn þéttur... því planið var að njóta öll saman sem eitt...
... en fyrst var tekin hópmynd af öllum þessum englum...
Rikki,
Gylfi, Anton, Ágúst, Ólafur Vignir,
Guðmundur Jón, katrín Kj., Ósk, Alda,
Heiða, María Guðrún, Ásta Guðrún, ...og hundurinn Batman... sem passaði svo vel upp á síðustu menn þrátt fyrir örþreytu á Vestur- og Norðursúlu síðustu helgi... þar sem hann gekk móti snjóbylnum til baka hvað eftir annað... hvítur í framan og vindstrekktur... hann hreinlega týndi hópnum þetta kvöld... og fannst að lokinni æfingu á bílastæðinu... eflaust ruglast í ríminu enda ekki vanur að hópurinn hans sé að ganga á fjöll þar sem svona margir aðrir hópar eru að ganga á sama tíma á sama stað...
Já, eftir allan hamaganginn... "þessa afskaplega dýrmætu þjálfunaræfingu upp á hæsta tind Hafnarfjarðar"...
... og klöngrast smá eftir allt of auðvelda göngu í spor svo margra annarra um gilið á Helgafellinu...
... og voru einhverjir að kynnast þessari leið í fyrsta sinn...
... fallegasti staðurinn á Helgafelli...
Og svo var farið til baka austan megin í snjó og blíðu...
Hrútsfjallstindahópurinn 2015 sem er
ekki ennþá kominn niður á jörðina eftir
stórkostlega ferð á þá tinda
Alls 7,4
km á 2:18 klst. upp í 348 m hæð með alls
hækkun upp á 307 m miðað við 89 m
upphafshæð.
Frábær
frammistaða, dúndurmæting, krefjandi
færi, blíðskaparveður, ægifagurt
landslag, besti félagsskapur í heimi...
...jú,
Batman biður um aðeins fáfarnari slóðir
svo hann ruglist ekki svona í ríminu
aftur við að passa síðasta mann
En...
dýrmætt að vera komin með þriðja
fjallatímann í safnið á þessu fallega
fjalli...
Það æfist
nefnilega að sjá nafnið sitt á lista
yfir marktíma og vera skyndilega borinn
saman við aðra... það er algerlega á
valdi manns sjálfs hvernig maður lítur á
listann... brúklegastur er hann sem
hvatning til að gera betur |
Brodda- og ísaxaræfing
Þriðjudaginn 1. mars
var brodda- og ísaxaræfing í Úlfarsfelli þar sem
gengið var á jöklabroddum
Frábær mæting var
þetta kvöld... 32 manns... og veðrið með besta móti...
Við vissum ekki hvar
við áttum eiginlega að taka hópmyndina...
Alda, Arnar, Ágúst,
Ásta Guðrún, Ástríður, Bára, Björn Matt., Ester,
Gerður jens., Guðmundur Víðir, Guðmundur J'on, Guðný
Ester, Guðrún Helga, Gunnhildur Heiða, Heiðrún,
Hlöðver, Ingi, Jóhannes, Karen Rut, Katrín Kj.,
Lilja Bj., Magnús, María Guðrún, Njóla, Ólafur
Vignir, Ósk Sig., Sarah, Sigga Sig., Sigríður Arna,
Svavar og Örn
Gengið var upp á
Vesturhnúk og snjórinn og klakinn eltur á röndum en
heppnin var ekki alveg með okkur þennan dag
Þessi æfing endaði
því á að vera gagnlegust hvað varðaði það almennt að
setja á sig broddana og ganga á þeim...
Það var óskaplega fallegt veður þetta kvöld og litirnir magnaðir...
En við höfðum engan
tíma til að dúllast í myndatökum á þessum broddum og
pælingum yfir þeim
Ferðamennskan er mætt
á Úlfarsfellið... meðan við lentum á Vesturhnúk komu
nokkrir ferðamenn í fylgd heimamanna á fjórhjólum
upp á tindinn og njutu sólsetursins sem glitraði
yfir borginni ofan af fjallinu...
Ætlunin var að þræða
okkur niður að Lágafellshömrum norðan megin og taka
alla þrjá hnúkana en við enduðum á að sleppa
norðurenda fjallsins þar sem við töfðumst það mikið
í upphafi göngu í baslinu með broddana sem ekki
pössuðu
Jú, það var fínasta snjóbrekka upp á Stóra hnúk...
... og við gátum æft
sikk sakk hliðarhalla göngu...
Að ganga á broddum: *Ganga aðeins gleitt með smá bil milli fóta til að flækja ekki broddunum hvor í annan eða flækja broddunum í skálmarnar og detta um sjálfan sig af þeim sökum eins og margir hafa reynt (sbr. rifnar skálmar á hlífðarbuxum v/broddanna). Chaplin eða skíðastökkvarar hér fyrirmyndin. *Lyfta fótum vel upp til að reka ekki broddana í hjarnið og detta fram fyrir sig. Með broddunum erum við komin með "lengri fætur" og auðvelt að gleyma sér þegar líður á daginn og menn orðnir þreyttir eða kærulausir. Líkaminn vanur ákveðinni vegalengd sem hann þarf að lyfta fætinum upp og stíga næsta skref (flókin taugalífeðlisfræðileg athöfn) en þegar maður er kominn á brodda þarf maður að muna að lyfta hærra upp til að reka sig ekki niður undir. *Taka stutt skref til að hafa betra vald á hverju skrefi.*Stíga jafnt á yfirborðið svo broddarnir nái allir að grípa taki í hjarnið en ekki stíga á ská (eins og maður gerir í skóm og hliðarhalla þegar maður stingur jarkanum á skónum inn í brekkuna til að mynda syllu í jarðveginn - alls ekki gera þetta ef maður er á broddum heldur nýta alla broddana til að grípa í hjarnið með því að ganga "flötum fótum"). *Stíga föstum skrefum niður í snjóinn en ekki léttum svo broddarnir nái að grípa vel í snjóinn (ef hált færi). * Ganga með framhlið manns vísandi niður brekkuna ef undirlagið er mjög frosið, bratt og hált til að ná sem jöfnustu gripi - en ekki "ganga á hlið" eins og maður gerir vanalega á göngu í hliðarhalla. Á við í mikilli hálku, svelli eins og t.d. áKerhólakambi í desember 2007 þar sem við fórum vel yfir þetta og æfðum ofl. ferðum. * Þegar hálkan er minni en samt til staðar skal ganga í hliðarhalla með því að snúa "efri" fæti, þ.e. fætinum sem er ofar í brekkunni í göngustefnu en "neðri" fæti um 45° niður í móti til að nýta betur yfirborð broddana og hafa meira vald/öryggi á göngunni. Með því að ganga zikkzakk upp brekku er gott að hvíla kálfana með þessu þar sem maður beitir efri og neðri fæti misjafnt eftir því hvernig maður snýr mót hallandi brekkunni.
Sumir fóru út á ystu
nöf... nei, smá ýkjur...
... og fundu hvernig
brekkan harðnaði eftir því sem ofar dró... góð lexía
því oft leggur maður af stað alsaklaus í fínu færi
Örn prófaði ísaxarbremsu í þessari brekku sem var samt ekki örugg fyrir hópinn allan...
... og nokkrir prófuðu sig með honum sem voru nægilega öruggir...
... en það var nóg að
prófa sig á broddunum þarna upp fyrir þá sem ekki
eru vanir þeim Að ganga með ísexi: * Ef farið er í brodda skal alltaf taka ísexi með í hönd líka því þá er maður kominn í hálkufæri þar sem nauðsynlegt er að geta stöðvað sig með ísaxarbremsu.*Halda skal í ísexina með breiðara skaftið fram og beittara skaftið snýr aftur (oddurinn) og venja sig á að halda alltaf á henni svona þar sem viðbragðið til ísaxarbremsu liggur beinast við í þessari stöðu. *Ef gengið er í hliðarhalla skal ísexin ávalt vera í þeirri hendi sem snýr að brekkunni til þess að viðbragðið ef maður dettur sé einfaldara við að grípa til ísaxarbremsu. *Sé gengið niður brekku getur verið gott að styðja ísexinni aftan við sig til að hafa stuðning/hald.
Hundarnir eru með náttúrulega brodda á loppunum sínum... og alltaf klæddir eftir veðri... vá, hvað mannskepna er stundum langt á eftir dýrum merkurinnar... þó hann hagi sér alltaf eins og hann eigi heiminn og sé æðri öllu sem í honum er... sem er svo fjarri lagi... við erum líklega oftast eins og sjálfmiðaður óviti sem er smám saman að ganga að jörðinni dauðri... og ekkert annað í stöðunni fyrir hana og dýraríkið og plönturíkið en að losa sig við þennan skaðlega óvita !...
Í þessari brekku
dugðu keðjubroddarnir ekki... Sigríður Arna snýr hér
við og fer í spor hópsins um mýkri hluta
brekkunnar...
Og svo var æft að
fara beint upp... Sjá efri konuna á mynd: ekki haldið rétt á ísexinni - breiða skaftið skal snúa fram og oddurinn aftur !
Fegurðin var
áþreifanleg og við nutum útiverunnar og máttum varla
vera að því
En jú, ísaxarbremsan var eftir í snjóhengjubrekkunni ofan af Litla hnúk í suðvesturhorninu... Ísaxarbremsa: *Ísaxarbremsu er ekki hægt að lýsa - hana verður einfaldlega að æfa verklega! *Með því að halda alltaf rétt á exinni er maður viðbúinn eins og hægt er að grípa til hennar. *Mikilvægt að halda henni sem næst brjóstkassanum þegar bremsunni er beitt og missa hana ekki of langt ofan við sig til að geta beitt líkamsþunganum á ísexina - lítið hald í henni ef maður er kominn lengst fyrir neðan exina sjálfa. *Hinn hlutinn af líkamsþyngdinni á að fara á hnén og lítið/ekkert annað af líkamanum að snerta jörðina - til að láta líkamsþungann liggja á exinni annars vegar og hnjánum hins vegar en þetta getur skipt sköpum upp á að bremsan virki ef hjarnið tekur illa við. *Broddarnir mega ALDREI snerta jörðina ef maður rennur af stað. Þetta er mikilvægasta viðbragðið því ef broddarnir rekast í hjarnið á hraðferð rennandi niður kastast menn til og fara í loftköstum niður án þess að geta nokkuð stjórnað sér og beitt exinni og geta slasast illa við það - en ekki síður við það að fóturinn mun höggvast móti mótstöðunni þegar broddarnir fara í hjarnið og ökklar eða aðrir hlutar fótar geta brotnað illa. * Menn þurfa að æfa vel ísaxarbremsu, hún verður þeim eingöngu töm sem æfir hana oft og reglulega við allar aðstæður.*Nauðsynlegt er að vera jafnvígur á hægri og vinstri hendi og æfa bremsuna á báðum þannig að hún sé manni töm beggja vegna og æfa fall með höfuð niður í móti á maganum og bakinu, fall frá hlið beggja vegna en ekki eingöngu með falli niður í móti á afturendanum eins og einfaldast er að gera. *Gott er að fara alltaf yfir ísaxarbremsu í hvert skipti sem farið er á brodda og hún tekin í hönd ef menn gera það sjaldan á hverju ári og fyrir þá sem fara reglulega á brodda með ísexi að æfa sig í huganum á göngunni, taka hana í viðbragðsstöðuna önnur hendi á efra skafti og hin á neðra skafti og ísexin ber við brjóstkassa. *Þegar ísaxarbremsa er æfð er öruggast að vera ekki á broddunum til að auka ekki slysahættuna og velja öruggt æfingasvæði, þ. e. svæði þar sem menn stöðvast sjálfkrafa neðar og ekkert tekur við annað en snjór, hvorki grjót, möl, gljúfur né annað.
Við prófuðum að fara
niður á bakinu og maganum, með fætur og höfuð á
undan eftir því hvað menn lögðu í... Að
renna niður á bakinu með höfuðið á undan flæktist
aðeins fyrir okkur og Guðmundur Víðir benti á að
hann hefði lært að stöðva sig fyrst - eða draga úr
hraðanum með því að stinga fyrst "neðri oddinum"
niður (þeim sem er í höndinni við mjöðmina) https://www.youtube.com/watch?v=94QFImjdEAo Sem
fyrr en auðvelt að horfa á þetta og hlusta... en
allt annað að prófa sig áfram og renna og þurfa að
stöðva sig... ótrúlega frískandi og lærdómsríkt að taka svona
raunæfingu - við verðum að vera duglegri að æfa
þetta hvar sem tækifæri gefst á göngu...
Æfingin endaði á 5,3 km göngu á 2:25 klst. upp í 295 m hæð með alls hækkun upp á 269 m miðað við 97 m upphafshæð. Glimrandi falleg og flott æfing sem við verðum að hafa árlega og oftar svona aukalega á göngu !
Sjá frábæru
Fjallabókina hans Jóns Gauta og fjöldann allan af
fróðleik á veraldarvefrnum um göngu á bröddum og
ísaxarbremsu |
Stafalogn
Þriðjudaginn 23.
febrúar mættu 22 manns á hefðbundna
fjallgönguæfingu á hina ægifögru og vanmetnu
Valahnúka
Gengið var hefðbundna leið um Valahnúkana sjálfa...
... með klöngri eftir þeim endilöngum...
... því þeir leyna nefnilega vel á sér og geta stoltir staðið að heilli fjallgöngu alveg einir...
En í stað þess að fara grjótþverhnípið á miðri leið eins og vanalega...
... var farið
meðfram því enda mjög tafsamt í hóp að klöngrast
þessa brekku þó oft höfum við gert það gegnum
tíðina...
Mættir voru:
Dásamlegt veður
og fínt skyggni... þetta er tötrandi tími sem
við erum að fara inn í með komandi mars-mánuði
Rökkrið skreið yfir á leiðinni yfir á Húsfellið...
... og myrkrið
tók síðasta hluta göngunnar en uppi á Húsfelli
var ekki annað hægt en að setjast niður og njóta
matarpásunnar
... en
þarna vorum við að upplifa fyrsta haustið í sögu
Toppfara og vorum algerlega dolfallin... En vá hvað þetta var falleg birta þetta kvöld árið 2016...
Mynd frá Ágústi
Rúnars sem margir fylgjast vel með á snjáldru,
ekki síst fyrir einstaklega fallegar myndir
Til baka var
straujað í myrkrinu og logninu... alls 9,7 km á
3:00 klst. up í 210 m á Valahnúkum og 302 m á
Húsfelli með alls hækkun upp á 392 m miðað við
88 m upphafshæð... kraftmikil og löng ganga á
kyrrlátu kveldi sem hefði ekki getað verið betur
nýtt ! :-) Úff, hvað við sem ekki vorum misstum
af fallegri, þéttri og dýrmætri æfingu ! |
Sólgleraugnaæfing á Mosfelli
Vopnuð
sólgleraugum mættum við sautján manns í
fjallatíma tvö af tólf á árinu þriðjudaginn 16.
febrúar...
... og allir
ákváðu að njóta nema þjálfarar og Sarah enda
vindur, kalt og hálka
En... við enduðum á að ná eingöngu þotutíma upp á tind hjá þjálfurum - 0:23:13 - þar sem hópurinn eðlilega fylgdi stígnum sem leiddi þau um slóðina sem liggur hliðlægt í suðurhlíðum en fer svo bratt upp suðvesturhornið sem er ekki alltaf æskilegt að vetri til... en þar var leiðbeiningaleysi þjálfara um að kenna... og Sarah fór á eftir hópnum sem hafði að hluta til lagt fyrr af stað...
... svo þjálfarar
þutu upp algengasta slóðann sem liggur upp á
hrygginn
En hópurinn fór í tveimur hollum inn með Mosfellinu að sunnan og sleppti þessari bröttu ísbrekku og tók góða slaufu suðvestan megin og þaðan upp á tind... þar sem þjálfara komu á móti þeim... þetta var eitthvað öfugsnúið og fínasta lexía til að slípa þetta enda tökum við árið í að þróa þetta...
Uppi var varla
tekið að rökkva... og við nutum þess að ganga
ÖLL SAMAN ljóslaus alla leið niður með flotta
fjallasýn á þessu skemmtileg fjalli sem loksins
bauð upp á eitthvað annað að en lekandi
leirdrullu... :-)
Á síðasta klaflanum gekk loksins á með smá hríð eins og von var á samkvæmt veðurspánni...
.. og því urðu
andstæður þessarar göngu ansi miklar...
sólgleraugu í byrjun göngunnar með sólina enn á
lofti... Guðný Ester átti
afmæli þetta kvöld... eins og Katrín átti
síðasta þriðjudag... magnað alveg hvað menn
velja kvöldgöngu á afmælisdeginum sínum...
alvöru fjallgöngumenn þessir Toppfarar :-)
Alls 4,7 km á 1:17 klst. upp í 292 m hæð með alls hækkun upp á 260 m miðað við 82 m upphafshæð... einhverjir fóru lengra eða styttra en þetta, en þetta er slóðin hans Roars þar sem þjálfarar fóru lengri leið og gengu á móti hópnum :-)
Lexía kvöldsins: Yfir vetrartímann þegar slóðarnir eru ekki greinilegir, skyggni og færð breytilegt, er betra að annar þjálfarinn fari þjótandi með þeim sem það vilja og hinn fari rösklega gangandi upp og niður... og þeir sem ekki leggja í að þjóta en vilja engu að síður taka röska göngu og reyna vel á þolið, geta þá fylgt seinni þjálfaranum... þar sem flestir ef ekki allir ættu að geta fylgt á eftir... og þeir sem vilja algerlega njóta allan tímann og ekkert vera röskir, ættu að ná að hafa miðhópinn í sjónmáli... við höldum áfram að slípa þetta til á árinu og eigum eflaust eftir að finna alls kyns aðrar útgáfur af þessu :-) Og... þjálfari
hefði átt að muna að fara vel yfir leiðarval
kvöldsins... NB það er ekki
spurning að allir Toppfarar sem vilja koma sér í
eða viðhalda góðu fjallgönguformi... |
Skyndihjálp á fjöllum
Þriðjudaginn 9. febrúar var
skyndihjálparnámseið á fjöllum í stað hefðbundinnar
þriðjudagsgöngu Aðstæður voru með besta móti...
ískalt, logn við skjól af trjánum, snjór yfir öllu,
gott pláss í skóginum í Úlfarsfelli Leiðbeinendur voru þeir
Jón Heiðar Andrésson og
Ragnar Þór Þrastarson Námskeiðinu var skipt upp í fjóra hluta:
Viðbrögð við
óhappi: Einangrun, pökkun, sálræn fyrstahjálp Fyrsta hjálp (þeir eru ekki formlegir fyrstuhjálpar-leiðbeinendur en farið yfir nauðsynleg atriði) Skert BHS, blæðing, meðvitunarstig VÁSE, öndun
Verklegar
æfingar
I. VIÐBRÖGÐ VIÐ ÓHAPPI Fyrst var farið í viðbrögð við slysi
og hvernig skyldi kallað á hjálp.
http://www.safetravel.is/is/112-iceland-app/
------------- Sjá eftirfarandi upplýsingar frá 112: Snjallsímaforritið 112
ICELAND er afar einfalt i notkun og
hefur tvennskonar virkni. Annarsvegar er
hægt að kalla á aðstoð ef um slys eða óhapp
er að ræða. Hinsvegar að skilja eftir sig
“slóð” en slíkt má nota ef óttast er um
afdrif viðkomandi og leit þarf að fara fram. Forritið leysir ekki af hólmi önnur öryggistæki eins og neyðarsenda og talstöðvar. Er fyrst og fremst viðbót sem nýtist þeim sem nota snjallsíma. Ekki er þörf á gagnasambandi til að nota forritið. Hefðbundið GSM samband dugar. 112 ICELAND má
nota bæði hérlendis og erlendis. Sæktu forritið fyrir Android síma, Windows síma og iPhone. Svona notar þú 112 ICELAND
Valitor þróaði forritið í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Stokk en að verkefninu hafa einnig komið Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. ------------ En aftur að námskeiðinu:
Þegar kallað er á hjálp er
mönnum oft mikið niðri fyrir, of margir fara
að hringja, sambandið er lélegt, Ákveða skal einhvern einn sem kallar á hjálp. Spara skal rafmagn allra símanna með því að slökkva á hinum símunum ef fyrirséð að menn gætu þurft að haldast lengi við áður en hjálp berst. Símar tæmast fljótt, sérstaklega ef kalt í veðri. Gott að vera með aukahlaðið batterí fyrir símann fyrir neyðartilfelli og spara ragmagnið með því að stilla símann á lágmarks virkni (flugmót o.fl.). Halda skal yfirvegun og forgangsraða upplýsingum. Segja hvar viðkomandi er staddur (Botnssúlum), hversu margir (18 manns), hvað gerðist (karlmaður rann niður brekku), hvaðan var lagt af stað (frá Botnsdal -skiptir miklu upp á leit að vita hvort frá Botnsdal eða t. d. Svartagili, í hvaða hæð (að segja "um það bil 600 m hæð" segir heilmikið og útilokar stórt leitarsvæði) og helst gefa upp staðsetningu af gps (West-breiddargráðan og North-lengdargráðan á Íslandi - passa að gps-tækið sé örugglega á réttum stað en ekki enn á síðasta stað sem það var á þegar slökkt var á því síðast! - það tekur stundum svolítinn tíma að koma inn ef það var slökkt á því þegar slysið gerðist). Neyðarlínan spyr þeirra spurninga sem þarf en ef tíminn er knappur og erfitt samband þá er mikilvægt að vanda hvað er sagt og þá skiptir mestu að gefa upp staðsetningu eins vel og hægt er (hvaða fjall, hvaðan gengið, hæð), fjölda í hópnum, hvað gerðist og hvernig ástandið er nú. Þá er góð regla að allir séu meðvitaðir um hvar þeir eru staddir, þar sem aldrei er að vita hverjir þurfi að kalla á hjálp og segja staðsetningu. Ef fararstjóri og þeir sem eru með gps-tæki slasast og eru óviðræðuhæfir, þá gæti lent á þeim sem hvorki er með gps né skipulagði ferðina að þurfa að taka aðalhlutverkið og lýsa staðsetningu. Niðurstaða:
II FYRSTA HJÁLP Skyndihjálparnámskeið í óbyggðum þar sem lært er hvernig bregðast skal við alls kyns vandamálum eru nánast botnlaus fræði... og Jón Heiðar og Raggi eru ekki lærðir skyndihjálparleiðbeinendur en búnir að læra skyndihjálp í óbyggðum og fóru í gegnum með okkur það helsta sem skiptir máli þegar við lendum í óhappi lengst uppi í fjöllum. Almennt gildir að
Meta þarf meðvitund og tilkynna það í kalli á hjálp þar sem ástandið segir mikið um alvarleikann:
VÁSE En... sem fyrr
segir þá er fyrsta hjálp botnlaus fræði sem tekur
marga daga að fara almennilega í gegnum NB það er
nauðsynlegt að hver og einn fari á almennt
skyndihjálparnámskeið til að læra að hnoða og
blása, Raggi sýndi okkur góða spelku sem er sveigjanleg í allar áttir og þjálfarar ætla að bæta henni í skyndihjálparbúnaðinn sinn í bakpokunum sínum, en þeir eru með alls kyns hluti þar eins og fatla, sáraumbúðir, bönd, kælikrem, hitakrem, teygjubindi, plástra, verkjalyf, orkubita, o. m fl.
III UMÖNNUN HINS SLASAÐA Helsti óvinur fjallgöngumannsins við slys í óbyggðum á Íslandi er kuldinn... og þar er kuldinn af jörðu ekki síst sá mikilvægasti að eingangra sig frá auk varna gegn veðri og vindum. Dæmin sanna að sé vel eingangrað á hliðum og að ofan þá kólnar sjúklingi samt mjög hratt ef hann er ekki einangraður frá kaldri jörðinni. Það er því í forgangi að einangra hinn slasaða frá jörðu sem fyrst og pakka honum svo inn undan veðri og vindum. Leiðbeinendur voru með alls kyns dýnur til að sýna okkur... og við skoðuðum aðra möguleika eins og bakpokana sjálfa, fatnað, einangrunardýnur sem eru í sumum bakpokum o.fl. Við ræddum í því samhengi hversu fljótt maður er að taka dýnuna úr bunkanum þegar verið er að skammta farangur ofan í bakpokann, og því mikilvægt að vera með dýnu sem er létt og tekur lítið pláss ef maður á annað borð vill vera með slíkan öryggisbúnað með sér en hann getur algerlega skipt sköpum ef einhver þarf að liggja slasaður í einhverja klukkutíma á jörðinni að bíða eftir hjálp - sjá myndir neðar af mismunandi dýnum. Ef enginn er með dýnu er hægt að nota sessur sem menn eru oft með, einangrunarspjöld úr bakpokanum sem Bára sýndi úr sínum og voru notuð í slysinu á Skessuhorni 2009. Þá má raða bakpokunum saman og leggja undir sjúklinginn en það er meira en að segja það ef hann er illa slasaður því pokarnir eru ekki þægilegi að liggja á. Þá sanna dæmin að almennur fatnaður er ekki vel einangrandi, það þarf að vera einhvers konar loftfylling eða álíka einangrunarfyrirbæri í því sem sett er undir hinn slasaða.
Við skoðuðum neyðarskýli fyrir einn, tvo og fleiri... breiða skal út skýlið (þetta er eins og þunnt teppi) og smeygja því yfir sig og alveg undir að ökklum og pakka þannig öllum hópnum inn - þar sem menn getu þá hlúð að hinum slasaða og beðið eftir hjálp.
Dýnurnar... sú besta var þessi
appelsínugula til hægri... en hún er líka þyngst og
fyrirferðamest.
Neyðaskýlið skal lagt fyrst niður, þá
dýnan og loks sjúklingurinn ofan á (gæta að líðan,
hreyfigetu, áverkum)
... og þannig eru allir komnir inn í
hús og í þónokkru skjóli fyrir veðri og vindum. IV VERKLEGAR ÆFINGAR - RAUNDÆMI:
Að lokinni kennslu var hópnum skipt upp í fjóra
minni hópa sem æfðu allir ákveðið tilfelli...
Sarah lét ekki íslenskuna flækjast fyrir sér og fékk góða þýðingu frá Helgu Edwald áður en þær ásamt Svavari fóru í að bjarga Báru og þá kom pokinn hans Svavars að mjög góðum notum, en hann var keyptur í Sports Direkt... og skorað er á alla að kaupa hér með, kostar ekki mikið en einangrar mjög vel og gæti vel skipt sköpum ef á reynir þar sem neyðarskýli er ekki auðveldur kostur fyrir alla að eiga vegna kostnaðar. Lexían hjá þeim var sú að Báru varð aldrei kalt, hún lá á bestu dýnunni (þeirri þyngstu sem eflaust fýkur fyrst þegar verið er að forgangsraða ofan í bakpokann), og í neyðarplastpoka frá Marmot sem Svavar koma með, varð ekkert kalt á fótunum - hugsanlega af því hún klæddi sig í plastpoka á fótunum (reynsla af hlaupum o.fl. að plastpokar einangra vel frá kulda við langvarandi útiveru!). Hópurinn gerði hlutina ekki í réttri röð sem var fínt til að skerpa vel á því og hann gleymdi að kalla eftir hjálp en fékk svo góða yfirferð á síma-appi með Jóni Heiðari - sem gekk á milli og kenndi mönnum á það - sjá neðar samantekt á því !
Guðmundur Víðir, Kolbrún og Sigríður Arna hlúðu að Jóni Tryggva sem slasaðist og var vel pakkað inn. Lexían hjá þeim var sú að nálægð líkama annarra gaf áþreifanlegan hita hjá hinum slasaða o. m. fl.
Örn "slasaðist" á Heklu og var með
snúinn ökkla.
Heiðrún, Ingi, Doddi, Gunnhildur Heiða og Guðmundur Jón hlúðu að Katrínu sem varð frekar seint kalt? og helstu lexíur þeirra voru að það var gott að hafa góða sálræna skyndihjálp liggjandi svona á jörðinni (Gunnhildur Heiða), fótkuldinn kom fljótt o. m. fl.
Jón Heiðar og Raggi flökkuðu á milli
og fóru yfir atriðin með okkur, hvað gekk vel og
hvaða vangaveltur við vorum með...
Batman hafði miklar áhyggjur af
eigendum sínum sem báðir "lágu slasaðir á jörðinni"
lon og don...
Spelkan hans Ragga kom sér vel í
þessari útfærslu þegar sjúklingur liggur með
andlitið upp og verið er að pakka honum inn
Sjá spelkuna hér.
Jón Andrés sýndi okkur Gaia-appið
sitt... hann notast fyrst of fremst við gps í
símanum sínum nú orðið í stað gps
https://www.gaiagps.com/gaiapro/ OverviewGaiaPro provides extra features and maps, on iOS, Android, and gaiagps.com. You get access to Mapbox aerial and roadmaps, and you can create and download layered maps. On the website, GaiaPro members can print maps and make routes. In the app, GaiaPro members get tides, and extra weather information from Wunderground. https://itunes.apple.com/us/app/gaia-gps-topo-maps-trails/id329127297?mt=8
Besta en þyngsta og fyrirferðamesta dýnan...
Næst besta og fyrirferðarlítil dýna... en rándýr og keypt í BNA...
Hér er hún í fullri stærð hjá Helgu Edwald. Eftir verklegu æfingarnar fórum við
yfir hvert tilfelli fyrir sig Sjá góðar glærur frá Björgunarskólanum ... þar sem gott er að fara yfir og spá í þetta, tileinka sér það mikilvægasta og helsta... http://skoli.landsbjorg.is/Open/CurriculumDetail.aspx?Id=1 oghttps://www.landsbjorg.is/assets/bjorgunarskolinn/fyrsta%20hj%C3%A1lp%202%20-%20gl%C3%A6rur.pdf ...hlaða niður 112-appinu, kunna að lesa staðsetningu af gps, spara rafmagnið á símanum, fara á skyndihjálparnámskeið, vera með einhvers lags einangrunardýnu í bakpokanum, hindra ofkælingu fljótt og vel, kaupa Marmot-neyðar-plastpokann hans Svavars í SportsDirekt (kostar lítið= allir geta keypt hann!), vera með neyðarskýli í bakpokanum ef mögulegt er, stöðva blæðingu fljótt og vel, búa um brotinn útlim eins og aðstæður leyfa, meta blóðrás ef úr lið og ekki kippa í lið nema hún sé stöðvuð/verulega skert, hlaða niður gaiagps.com appi eða álíka, muna að halda yfirvegun, halda hópinn, halda sér heitum, vera alltaf með nóg að drekka og borða í bakpokanum, vera alltaf með allan búnað með sér, pakka alltaf niður og vera með hlý föt með sér ef ske kynni að maður þarf að halda kyrru fyrir í nokkra klukkutíma, muna að vera góð hvert við annað ef á reynir, hlúa vel að hinum slasaða og veita honum sálræna skyndihjálp, lesa sér til um skyndihjálp í óbyggðum, horfa á þætti/kennslu um slíkt á veraldarvefnum,læra af reynslu annarra og manns sjálfs og ræða þessa hluti í hvert sinn sem slys verða á fjöllum... sbr. slysið um daginn á Skarðsheiðinni 2016 sem á að skerpa enn meira á mikilvægi þess að vera með jöklabrodda í löngum, bröttum snjóbrekkum og láta ekki keðjubroddana fara með mann of langt, of hátt og of bratt... o. m. fl. sem festist í minnið og kallast ósjálfrátt fram ef við skyldum einhvern tíma þurfa að nýta það sem við lærðum á þessu frábæra námskeiði... en reynslan af Skessuhorninu 2009 segir allt sem segja þarf um hversu mikið það reynir á alla þessa hluti þegar óhöpp verða í ísköldum raunveruleikanum... Takk kærlega
fyrir okkur Jón Heiðar og
Ragnar hjá
www.asgardbeyond.is |
Loksins venjuleg fjallganga
Innan um alls kyns
vesen í þjálfurum eins og fjallatíma-njóta-þjóta-göngur (24/2)...
a ! ... og það ekkert
slor með 8,9 km göngu á þrjá tinda...
Sólsetrið fallegt
úti á hafi... með dagsbirtu til að byrja með í upphafi göngu...
Ægifagurt við
sjávarsíðuna... og mjög falleg gönguleið sem við höfum oftast farið
að vetri til...
Farið var um
Lokufjall upp á Hnefa þar sem borðað var nesti...
Hópmyndin var tekin
upp á Melahnúk í 602 m hæð og þar rifjuðun menn upp brjálaða veðrið
frá því í fyrra þar sem menn fuku upp og niður í snarvitlausu
veðri... það bara gafst ekkert öðruvísi veður nánast allt árið
2015... Framúrskarandi
frammistaða á svona kveldi... Núpshlíðarháls og
Selsvallafjall á laugardaginn í fínu veðri og frábærri mætingu... |
"There
is no
mountain
like
Þátttökumet
í langan
tíma var
slegið
þriðjudaginn
19.
janúar
Kærkomnir
félagar...
kjarninn
sem
gefur
aldrei
eftir...
sjaldséðir
hrafnar...
Byrjað á
Vatnshlíðinni
með
hálfgerðum
helgispjöllum
með því
að ganga
að hluta
malbikaða
veginn
sem búið
er að
leggja í
suðurhlíðum
Ásfjalls
fyrir
nýjasta
Vallahverfið,
en færið
var
slíkt að
við
ypptum
bara
öxlum og
þóttumst
ekkert
taka
eftir
þessu...
en þar
uppi á
hélt
Ágúst
smá tölu
um
jaðaríþrótt
Toppfara
númer
tvö á
árinu... Uppi á Ásfjalli beið Súsanna með hlýjan arminn, kertaljós og veitingar og nú opnuðust flóðgáttir af veitingum...
...heitt kakó frá Súsönnu, flatkökur með hangikjöti frá Helgu, kleinur frá Dodda og Njólu...
Birkisnafs frá Arnari...
... páskaegg frá Öldu...
... og að sjálfsögðu hákarl frá Nonna og Dóru...
Hjartansþakkir
fyrir
einstaka
gestrisni
enn einu
sinni á
þessu
flotta
fjalli
ykkar
elsku
Hafnfirðingar.
Það var svolítið miður að yfirvofandi handboltaleikur Íslands gegn Króatíu á Evrópumeistaramóti í Póllandi rauf friðinn að hluta til í í lokin á þessu frábæra kveldi þar sem stefnt var að því að ná seinni hálfleiknum... sem var ákveðin sóun á verðmætum þar sem þetta gerist eingöngu einu sinni á ári... að slegið er upp viðlíka veislu og þessari... til þess eins að komast að því þegar lent var "í byggð" að staðan væri 13-4 fyrir Króatíu og Ísland stórtapaði leiknum og missti þar með af þátttökurétti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar... við hefðum þá frekar viljað vera lengur uppi á Ásfjalli.. og lofuðum okkur því að láta ekki handboltaleik taka aftur af okkur hafnfirskan heilagleika þessarar göngu... enda var Hvaleyrarvatnið sem útúrdúr upphaflega áætlunin og við verðum nú að standa við það á næsta ári :-) Alls 6,2 km á 2:21 klst. upp í 135 m hæð með alls hækkun upp á 167 m miðað við 24 m upphafshæð.
Njóta
eða
þjóta
æfing í
næstu
viku á
Úlfarsfelli...
|
"Ef
þú hefur amk 3 útlimi sem virka þá getur þú stundað klifur.
Fyrsta hliðarspor Toppfara árið 2016 var stigið í Klifurhúsinu þriðjudaginn 12. janúar...
... þegar tuttugu Toppfarar prófuðu að klifra utan í alls kyns veggjum...
... sem voru miserfiðar... og stundum erfiðari og stundum léttari en maður hefði haldið...
Hópnum var skipt í tvennt þar sem
grjótglíma var háð í öðrum hópnum
...og hinn hópurinn fór í alvöru klifur í línuveggnum þar sem farið var upp sjö metra í klifurbelti...
... og sko ekki hætt fyrr en höndin
náði upp á þverbitana á veggnum takk fyrir...
Á erfiðasta veggnum... þessum sem var
sjö metrar og hallað fram á við...
...en strákarnir leyfðu sér ekki annað en fara alla leið án þess að blikna...
Jú, Ester og Sarah héldu líklega uppi
heiðri Toppfarakvenna og fóru lengra en við hinar...
Áttuhnúturinn var
rifjaður upp og fleiri hnútar eins og pelastikk...
Í seinni hópnum á línuveggnum voru
þeir Hilmir að verða 11 ára sonur þjálfara
Bára, Hilmir, Doddi, Sarah, Erna,
Ósk, Guðmundur Víðir, Ingi, Gunnar, Steingrímur, Kári.
KLifurhúsið kom ánægjulega á óvart...
þetta var miklu skemmtilegra...
Fyrsta jaðaríþrótt lokið af tólf á árinu... næst er það íshellirinn
með Ágústi, svo gönguskíði, fjallaskíði, sjósund, fjallahlaup,
brautarhlaup, hjólreiðar, sund, skák, golf og badminton... og sko þá
eigum við samt eftir köfun, kajak, hellaferð, ólympískar lyftingar,
skauta, ísklifur, veiði, snjósleða, motorcross, jeppasafarí,
svigskíði, jóga, handavinnu, ljósmyndun, uppistand, skotvopn og
svo óskaplega margt fleira... sendið þjálfara góðar hugmyndir ! |
Fjölmenni
á
nýársæfingu
Þeim var
vel
fagnað
sjaldséðu
hröfnunum
sem
mættu í
fyrstu
æfingu
ársins
2016
... þar
sem
gengið
var upp
Reynivallaháls
að
vestan
alla
leið á
Háahrygg
Hópmyndin
var í
anda
myrkursins
sem nú
lykur um
allt...
Gengið
var
aflíðandi
upp
gegnum
sumarhúsahverfið
og svo
upp tvo
klettahjalla
Uppi blés kaldur vindurinn en við fengum okkur samt nesti í skjóli við smá grjótköst...
Stemningin
frábær
og
umræðurnar
líflegar
... en
menn
höfðu
greinilega
engu
gleymt
og
hikuðu
hvergi
við
frosnar
snjóbrekkur
Alls 6 km á 2:40 klst. upp í 380 m hæð með alls hækkun upp á 338 m miðað við 64 m upphafshæð.
Sjaldfarin
og
glæsileg
fjöll
framundan
næstsu
helgi og
veðurspáin
er
glimrandi
falleg |
Flott
nýársganga
á
Esjunni
Frá Gylfa á fésbókinni þar sem sjá má fleiri myndir: Mættum 12 og 3 ferfætlingar á Esjuna í vetrarveðri og snjóhríðum. https://www.facebook.com/gylfigylfason/media_set?set=a.10153373023450488.1073741894.609315487&type=3 |
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |