Tindferð 192
Búrfell í Þingvallasveit frá Brúsastöðum
laugardaginn 29. febrúar 2020

Búrfell í Þingvallasveit
frá Brúsastöðum
fjórða Þingvallafjallið af 33 á árinu
í snjódrífandi fönn og algleymisbláma...

-------------------------

Laugardagurinn 29. febrúar... á hlaupársdegi árið 2020...
verður sögulegur á Íslandi sakir þess að þá var tilkynnt um fyrsta tilfellið af Kórónaveirunni Covid-19 á landinu í morgunblöðunum...
en tilkynningin kom kvöldið áður í útvarpi og á vefmiðlum...

Svona var Mogginn þegar við vöknuðum og lásum blöðin á þessum saklausa laugardegi...
og dagurinn litaðist af því að melta þetta og spá í framtíðina...
Bjarnþóra sleppti ferð til Tenerife þennan dag sem dæmi...

Þegar við keyrðum niður að Þingvöllum blasti þessi fegurð við... fjöllin við vatnið syndandi í skýjunum... þokunni...
einstakt að sjá og mikil fegurð...

Lagt af stað kl. 8:58... svolítið neðar en menn hafa áður farið frá Brúsastöðum
og sunnan við girðingu bæjarins að ósk bóndans sem er ugglaust orðin þreytt á stöðugri umferð göngumanna á fjallið...
en starfandi bóndi Brúsastaða þennan febrúar mánuð árið 2020 var Kristrún Ragnarsdóttir sem eftir 20 ára búsetu í Reykjavík tók nýverið við af búinu af föður sínum, Ragnari Jónssyni eftir að hafa rekið það í 57 ár alls... en þjálfarar höfðu hringt í hann kvöldið áður og hann gefið okkur leyfi til að leggja bílunum og fara um landið til að komast á Búrfellið...

Leiðin frá Brúsastöðum er eftir á að hyggja síðri en leiðin frá Svartagili við Öxará (Leggjabrjótsleiðin)
þó vaða þurfi Öxará fram og til baka á leiðinni... svo við getum ekki annað en mælt með Leggjabrjótsleiðinni frekar
en þessari en höfum reyndar ekki reynsluna af því að ganga hér að sumri til reyndar...

... en leiðin hér frá Brúsastöðum krefst þess að sniðganga ánna tvisvar með krækjum til suðvesturs
sem lengir leiðina þó ekki að ráði... þ.e. efri krækjan...

Mjög fallegt veður til að byrja með... algert logn og háskýjað... friður og fegurð um allt...

Ansi giljótt leið og krefjandi í mosa, þúfum, sprænum og eflaust mýri að sumri til...

... en fallegt var útsýnið og fjallasýnin um leið og við hækkuðum aðeins í landslaginu...

Þegar giljunum sleppti blasti fjall dagsins við... svo fallegt í hvítri fönninni...

Friðurinn og þessi djúpi blái litur var einstakur þennan dag...

Við vorum ein í heiminum á Þingvöllum fannst okkur...

Allt of fáir mættir... enda aukaferð og menn eflaust búnir að gera aðrar áætlanir um helgina...
en grátlegt samt af því þetta var eitt af Þingvallafjöllunum...
strax í þessari göngu fóru þjálfarar að efast um að einhver myndi ná þessum 33+ fjöllum á Þingvöllum á árinu...
en jú, það ná þessu einhverjir... þeir þrjóskustu og eljusömustu...
eins og menn hafa svo oft sýnt fram á í fyrri áskorunum þjálfara :-)

Örn, Ásmundur, Sigrún E., Ágústa, Bjarnþóra, Kolbeinn og Þorleifur en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn.

Eftir því sem ofar dró kom Þingvallavatnið betur í ljós og fjallakransinn allur...

Veðrið tók að versna þegar við nálguðumst fellið og vindurinn fór að blása...

Ármannsfell... Hrafnabjörg... Tröllatindar... Þjófahnúkur... Hrútafjöll... Skefilsfjöll... Kálfstindar... Reyðarbarmar...
allt á dagskrá á árinu 2020...

Botnssúlurnar að hverfa í snjóþokuna sem kom með vindinum og minnkandi skyggninu...

Við skelltum okkur í keðjubroddana þegar komið var að gljúfrinu sem liggur meðfram Búrfelli að sunnan
og krækja þarf fyrir til að komast á fjallið...

Sumir búnir að vera í broddunum allan tímann enda góðir í hörðum jarðvegi líka...
en ekki góðir í mjúkum snjó né mosa...

Mjög sérstök birtan... eins og áður þennan vetur á Þingvöllum...

Jörðin rann saman við himininn... svo fallegt...

Skafrenningur... vindurinn beint í fangið... ansi kuldalegt...
en stutt eftir á tindinn fannst okkur... eftir langa aðkomu að fjallinu...

Djúpbláminn í fjarska minnkaði stöðugt með lægri skýjum sem komu með vindinum og smám saman hvarf allt skyggni...

Brekkurnar upp á Búrfellið voru saklausar til að byrja með...

... og voru fínar alla leið upp nema á einum stað kannski...

... þessu horni hér... smá svellað færi alveg við grjótið efst...

Grjótið frosið og hrímað...

Sigrún Eðvalds í viðgerðum keðjubroddum sem maðurinn hennar græjaði
án þess að láta hana vita eftir að hún nefndi þetta af rælni eftir síðustu göngu...
þetta kallar maður að vera vel giftur sögðum við samróma og ræddum lífsins verkefni af öllum toga...
(sjá gyllta hlekkinn hægra megin við appelsínugula gúmmíið)

Stutt í tindinn... rokið á móti okkur... en færið gott og ennþá skyggni...

Allt skelfilega vindsorfið... náttúran er langtum flottari en mannskepnan...

Komin upp og skyndilega blöstu Botnssúlurnar við okkur...
ekki lentar í skýjunum ennþá en ekki eins bjartar og gullnar eins og fyrr um daginn því miður...

Komin á tindinn í 803 m hæð !

Sætur sigur eftir krefjandi göngu í erfiðu veðri hálfa leið...

Spáð í útsýnið og fjöllin öll á Þingvöllum allt í kring...

Gáfum okkur góðan tíma hér uppi og þá reyndi á að menn væru almennilega búnir...
en ullarpeysa, hlýtt höfuðfat, góð hetta, ullarvettlingar og hlífðarvettlingar utan yfir skipta sköpum í svona veðri
og er nauðsynlegur búnaður alltaf í öllum vetrarferðum NB...

Þessir Dórukots-hlífðarvettlingar eru tær snilld... ávanabindandi hreinlega... :-)
maður er bara ekki kaldur á höndunum með þá á sér... og einhvern veginn varla kalt þá í raun...

Þorleifur, Kolbeinn, Örn, Sigrún E., Ágústa, Bjarnþóra og Ásmundur og Batman skottaðist með á myndinni að hluta :-)
en Bára tók mynd...

Niðurleiðin var snaggaraleg og miklu léttari en við áttum von á...

Þessar brekkur og þessi hálka var ekkert þegar á hólminn var komið...

Styttum okkur aðeins leið yfir gljúfrið til baka með því að renna niður stutta snjóhengju hér efst í því...

Snjóþyngsli upp úr gljúfrinu aftur...

Þetta var skínandi góð æfing fyrir Öræfajökulinn í maí...

Þungfært til baka... og það byrjaði að snjóa...
en samræðurnar og samveran voru svo gefandi að við tókum varla eftir því :-)

Áin ofan við Brúsastaði... eflaust mjög fallegt að sumri til...

Hitastigið þannig að snjórinn festist á keðjubroddunum og við hentum þeim af okkur um leið...

Snjókoman jókst þegar á leið alla leið í bílana...

... og skyggnið minnkaði sem því nam en við sáum samt niður að bænum... hér vinstra megin í sjókófinu...

Girðingin meðfram bænum síðasta kaflann...
þessar tvær konur, Bjarnþóra og Sigrún Eðvalds. eru algerir englar og sérstaklega skemmtilegur og gefandi félagsskapur...
en þær klást nú við hálfan Landvætt og æfa gönguskíði, hjól, hlaup og sund...
á milli þess sem þær mæta í fjallgöngur... ansi vel gert og það verður gaman að fylgjast með þeim klára þessa áskorun...
og sjá þær svo taka heilan seinna... já, við getum það alveg stelpur ! :-)

Komin í bílana og allt á kafi í snjó... stuttu eftir að gangan hófst sáum við fjórða bílnum lagt við okkar bíla og fleiri en einn ganga út veginn í áttina að Þingvallavatni.. sá bíll var farinn þegar við komum til baka og við munum aldrei vita hverjir í ósköpunum voru þar á ferð...
en erlendir ferðamenn liggja stöðugt undir grun nú orðið þegar svona kemur upp á... :-)

Alls 14,9 km var niðurstaðana út frá fjórum gps-tækjum...

... á 6:15 - 6:19 klst...

... upp í 803 m hæð með 842 m hækkun úr 147 m upphafshæð...

Leiðin frá Brúsastöðum.. sjá fjarlægðina frá bænum...
lagt nokkuð neðan við bæinn á afleggjara sem liggur frá veginum til norðausturs...

Þrjár fyrstu Þingvallafjallagöngurnar á árinu...
sú græna ganga dagsins...
gula á Miðfell og Dagmálafell og sú rauða á Súlufell...

Við vorum ansi fennt...

... og bakpokarnir okkar líka :-)

Bakaleiðin varasöm um Mosfellsheiðina í miklum skafrenningi...

... og nokkrum túristabílum í vandræðum...

Yndisganga fyrri hlutann og hörkuganga seinni hlutann... erfiðari en við áttum von á...
enda vetur og þungfært og versnandi veður þegar á leið...
en félagsskapurinn var sko á heimsmælikvarða eins og alltaf í glymjandi gleði og gefandi samræðum :-)

Myndband af youtube hér:
https://www.youtube.com/watch?v=P4oUkU1ftLM&t=12s

Gps-slóðin á wikiloc:
https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=47528631

Viku eftir gönguna... þar sem við grínuðumst með það að vera komin í sóttkví viku seinna...
var ástandið samt verra en við hefðum giskað...
en þá voru alls 45 smit staðfest og farið að smitast milli manna á landinu sjálfu...

Tölfræðin á Íslandi laugardaginn 7. mars 2020...

Þetta var ástæðan fyrir því að við þurftum ekki að hafa áhyggjur
en samt gæta hreinlætis og hlýða tilmælum yfirvalda í hvívetna til að vernda viðkvæma hópa í samfélaginu
og hjálpa heilbrigðiskerfinu til að dreifa álaginu á útbreiðslu veirunnar og veikindum í samfélaginu á lengri tíma en ella...

Samanburðartölfræði Kórónuveiranna þriggja... SARS, MERS og COVID19

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir