Æfingar alla þriðjudaga frá janúar út mars
2010
í öfugri tímaröð:
Skálafell á Hellisheiði 30. mars
Árshátíð 27. mars
Stóra-Reykjafell 23. mars
Helgafell Hafnarfirði 16. mars
Mosfell 9. mars
Drottning og Stóra Kóngsfell 2. mars
Búrfellsgjá 23. febrúar
Hnefi Lokufjalli 16. febrúar
Esjuljósaganga 9. febrúar
Úlfarsfell frá Skyggni 2. febrúar
Lali, Hafrahlíð og Reykjaborg 26. janúar
Upphitun fyrir Fimmvörðuháls á Skálafelli Hellisheiði
Alls mættu 44 manns á 131. æfingu þriðjudaginn 30. mars í heiðskíru veðri, vindi og frosti eða N10 og -4°C.
Gengið var frá malarstæði við eina borholuna norðan við Skálafell. Lilja B., Jóhannes, Anna Elín, Súsanna og Gylfi Þór með m. a. Stóra Meitil, Vífilsfell, Lambafell, Grímmannsfell? (fjærst) og Stóra Reykjafell í baksýn.
Gengið var um mosa og harða snjóskafla að fjallinu sem reis í fjarska og var aðkoman drjúgt löng. Sirrý, Lilja Sesselja og Kalli með Stóra Reykjafell, Esjuna, Móskarðahnúka, Vörðuskeggja / Hengilinn í baksýn.
Upp var farið um góðan hálkulausan hrygg í haldgóðum mosanum. Súsanna og Guðrún Helga með fjallasal Ölkelduhálss og Þingvallavatns og fjöllin sunnan Langjökuls í fjarska.
Ætlunin var að fá gott útsýni að Eyjafjallajökli og gosstöðvunum í ljósaskiptunum... það tókst harla þar sem mistur lá yfir suðurlandi en tærara útsýni var í aðra áttir og veltum við því fyrir okkur hvort gosið hefði þar eitthvað að segja.
En Anton með sunnlenska bændablóðið í æðum
lét ekki segjast og benti okkur pent á það
sem fyrir augu bar Með góðum vilja mátti nefnilega sjá hvítan gosstrókinn hægra megin við miðja mynd og þetta kvöld sáu augun rétt grilla gegnum mistursmökkinn í hvíta tinda Tindfjallajökuls og dökka tinda Þríhyrnings vinstra megin við gosstrókinn svo þetta var augljóslega gosið í Eyjafjallajökli. Þetta hefði verið mögnuð sýn í betra skyggni og á það reynandi í rökkri að sjá hvað fyrir augu ber ofan af Skálafelli...
Efri frá vinstri: Dóra, Inga Lilja, Guðrún Helga, Hrafnkell, Petrína, Inga Þóra, Jón Sig., Örn, Kári Rúnar, Björgvin J., Jóhannes, Alexander, Anton, Hrafnhildur T., Óskar Bjarki, Anna Elín, Sirrý, Kristinn, Hjölli, Kalli, Hanna Steina, Jón Júlíus, Leifur, Ketill, Lilja B., Neðri frá vinstri: Áslaug, Svala, Súsanna, Lilja K., Gylfi Þór, Fríða, Hildur Leifs?, Sigrún, Helga Bj., Valgerður, Reynir, Ásta H., Sæmundur, Auður, Lilja Sesselja, Sigga Sig., Heimir, Rikki og Bára tók mynd. Día, Drífa og Þula eru svo líka búnar að læra að stilla sér upp fyrir hópmynd :-)
Næðingurinn var kaldur og lítið tómarúm til að fara yfir fjallasýnina sem t. d. blasir hér við til norðausturs. Hengill, Botnssúlur (hvítar rétt við heiðina), Ármannsfell, Þórisjökull, Stóra Björnsfell, Skjaldbreiður, Hlöðufell, Kálfstindar, (Bláfell þetta hvíta ?). Nær eru Ölkelduháls með Dyrafjöllum Lakahnúk, Hrómundartindi o.fl.
Ákveðið var að fara sömu leið til baka þar sem þjálfarar voru komnir með bullandi móral yfir vegalengd göngunnar sem var orðin ansi löng svona tveimur dögum fyrir mjög langa göngu um Fimmvörðuháls... niðurleiðin hér með hraunið á Hellisheiði framundan og Hengilinn í fjarska.
Kvöldsólin farin að roða kvöldið fallegum lit. Sjá ísinn sem lá yfir votasta svæðinu við fjallsrætur.
Sólin, frostið og ískaldur vindurinn gaf tóninn fyrir gönguna á Fimmvörðuháls eftir tvo daga þar sem allt getur gerst varðandi veður og færð Þetta varð 8,4 km á 2:25 - 2:30 klst. upp í 581 m hæð með 222 m hækkun eða alls 470 m hækkun með öllu brölti miðað við 359 m upphafshæð... sem sé... hálf leiðin upp á fimmtudag :-) Hugurinn kominn hálfa leiðina upp á Fimmvörðuháls og hinn hlutinn af manni á leiðinni þangað innan 2ja sólarhringa...
|
30
Hist var í Iðnaðarmannasalnum Skipholti 70 þar sem okkar beið fordykkur. Salurinn var skreyttur fögrum blómum og blómaskreytingum a la Soffía Rósa og er mikiol synd að eiga ekki til mynd af skreytingunum sem voru á borðunum og blómameistaranum... Ágústa límdi nöfn á bakhluta allra sem mættu og máttu menn þar með spyrja hina út úr hverjir þeir væru... Þetta var létt og skemmtileg byrjun á góðu kvöldi svona meðfram stöðugri umræðu um eldgosið...
Veislustjóri var Sigga Rósa og bauð hún mönnum til sætis og borðhalds um kl. 20:00.
Við gæddum okkur á köldu og heitu hlaðborði
með matreiðslumanninn
Lárus Loftsson
á hnífnum Undir borðhaldi fórum við í annan leik sem Ágústa kom með en þar var um nafnagátu að ræða þar sem leysa þurfti úr orðaþrautum um karlmannsnöfn og vinningsborðið vann írskan kaffilíkkjör.
Þessu næst hélt Þjálfari ræðu og rifjaði
stuttlega upp sögu Toppfara gegnum upprifjun
á Toppförum ársins 2007 og 2008.
Úr ræðu þjálfara: Björn Matthíasson fagnaði sjötugsafmæli sínu í desember síðastliðinn á sama ári og hann fer með okkur í nokkrar af erfiðustu göngum síðasta árs og nægir þar að nefna Tindfjallajökul og sjö tinda göngu í Eyjafirði sem báðar töldu yfir 20 km í vegalengd, með mikilli hækkun og krefjandi færi. En hann var þar að undirbúa sig fyrir göngu á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro sem hann kleif í júlí í fyrra án þess að veikjast eins og hámenntuðu læknarnir gerðu aldeilis árið á undan :-). Þess skal og getið að Björn fór einsamall í þessa ferð frá Íslandi með erlendri ferðaskrifstofu, hann fór ekki með Íslendingum eða félögum sínum sem er miklu auðveldara þegar farið er í svona langan og erfiðan leiðangur eins og þennan en nákvæmlega þetta finnst okkur sýna vel þann karakter, styrk og sjálfstæði sem einkennir þátttöku Björns í fjallgönguklúbbnum. Hann mætir og lætur sig hafa það sama hvað.
Hinn Toppfari ársins 2009 er Sigríður Sigurðardóttir, en hún er án efa mesta hetja Toppfara frá upphafi. Sigga sýndi óbifanlegt æðruleysi eftir slysið á Skessuhorni 28. mars, gekk eflaust í gegnum ólýsanlega erfiðleika án þess að kvarta nokkurn tímann eða gefa eftir. Slysið varð NB 28. mars og hún var mætt aftur á æfingu þriðjudaginn 5. maí á Hafnarfjall, eða rúmum mánuði eftir alvarlega áverka, þar sem hún gekk upp þessi bröttu fjöll með hvíta hvassa tinda yfirgnæfandi og alla leið að snjólínu. Hún hefur tekið þetta í nokkrum skrefum frá slysinu, sem öll verða að teljast stórsigrar, fyrst með því að ganga kringum húsið sitt, svo fara í lengri göngutúra, fara á lág fjöll, snjólaus fjöll, í góðu veðri, fyrst bara yfir sumarið en svo hélt hún áfram inn í veturinn og hefur smám saman yfirstigið snjóinn, brekkurnar og veðrið. Hún hefur tekið á stóra sínum í hverjum þessara áfanga en áfram heldur hún ótrauð og hefur gengið á nánast alla tindana eftir slysið og svei mér þá ef öll þessi sól og veðurblíða í vetur er ekki bara til heiðurs hennar hugrekki!
Hjartans þakkir fyrir að heiðra okkur með nærveru og þátttöku ykkar í fjallgönguklúbbnum og fyrir að vera góðar fyrirmyndir fyrir okkur öll með því að sýna okkur fram á að það er hægt að stunda fjallgöngur óháð aldri og sama í hverju maður lendir. Þessu næst sýndu þjálfarar myndband af annál ársins 2009 þar sem stiklað er á stóru yfir viðburðaríkt ár 2009 í lífi Toppfara. Þjálfari tók fram að sá knappi tími sem myndbandið er, eða rúmar 6 mínútur, rúmar engan veginn allt sem á daga okkar dreif á síðasta ári, enda væri að slíkt ógerningur, verðmæti undangenginna fjallgangna rúmast hvergi nema í hjörtum okkar sem förum á fjöll með þessum klúbbi. Tvennt viljum við þó nefna sérstaklega sem upp úr stendur á síðasta ári til viðbótar því sem fram kom í ræðunni fyrr um Toppfara ársins. Það er annars vegar ítrekuð þátttökumet frá miðju ári sem endaði með því að klúbburinn fylltist og tók á sig endanlega mynd en þar með náðu þjálfarar því háleita og langþráða markmiði að gefa fjallgönguklúbbnum þrjú ár til að standa sig áður en þeir gæfust upp en slík uppgjöf kom blákalt oft til greina fyrsta eina og hálfa árið. Hitt er sú dýrmæta staðreynd að nýju félagarnar sem komu inn í klúbbinn á síðasta ári tókst með sínum heillandi og gegnheilu persónutöfrum að fullkomna klúbbinn að mati okkar þjálfaranna, því það er skoðun okkar Arnar að klúbburinn hafi aldrei staðið eins sterkur og þéttur sem Toppfarar eins og í lok ársins 2009. Við stöndum því í eilífri þakkarskuld bæði gagnvart þeim sem tóku með okkur fyrstu skrefin og yfirgáfu ekki klúbbinn þegar hann var sem fámennastur fyrstu tvö árin og um leið þeim sem fylltu hann á síðasta ári og hafa verið dyggir félagar síðan. Sjá myndbandið á Youtube: http://www.youtube.com/watch?v=ja0EJFg8R3M Að loknu myndbandinu tóku fleiri skemmtiatriði við.
Valgerður
var með leik þar sem reyndi á ræktarsemi eða
vökvunartækni þeirra Önnu Elínar, Áslaugar
og Guðrúnu Helgu
Þá frumfluttu
Rikki og Sigga Rósa
með aðstoð salarins nýjan texta við lagið
"Bjartir dagar" "Langar göngur"
Langar göngur, bjarta fagra daga
Heiðurshjónin, Örn og Bára heita
Ávalt fremstur, Örninn leiðir
Bára passar, alla unga sína
Langar göngur, bjarta fagra daga
Duri, duri, duri,duri...
Áður en dansinn tók svo að duna á gólfinu undir stjórn Diskóteksins Dollý kenndi Harpa okkur "salsa" við stormandi lukku veislugesta og gaf þar með góðan tón fyir dansgólfið sem svitnaði fram að síðasta manni út úr húsi...
Það var nákvæmlega vika liðin frá
eldgosinu í Eldfjallajökli við Fimmvörðuháls
og hugur okkar var þar frekar en í bænum
enda höfðu nokkrir félagar farið gangandi
eða akandi eða á annan hátt upp að
gosstöðvunum þennan dag eða ætluðu daginn
eftir. Eldgosið var stöðugt í umræðunni og
margir farnir snemma heim þar sem spennandi
ferðadagur beið sumra á sunnudeginum. Við
hin dönsuðum fram yfir miðnætti en
árshátíðinni lauk í fyrri kantinum eða
rúmlega eitt eftir miðnætti. Eitthvað hafði
eldgosið eflaust áhrif á lélega endingu
okkar þetta kvöld, en eins er þetta stór
árshátíðarmánuður og þjálfarar hallast að
því að næsta árshátíð eigi að vera í
vetrarferðinni í febrúar ár hvert, enda
áttum við þar dúndurkvöld fyrir mánuði síðan
þar sem dansað var til hálfþrjú eftir
erfiðan göngudag og Toppfarar hafa gegnum
tíðina sýnt fram á að þeir eru
í mesta stuðinu kvöldið eftir góða göngu...
enda "high" af
háfjallavímunni
margnefndu sem ekkert skákar :-) |
Stormandi
góð ganga
Skilaboðin voru skýr þegar hópurinn hittist á Olís bensínstöðinni við Rauðavatn... ekki hætta við þó vindar blésu... og hópurinn lét slag standa... veðrið virtist ekki eins slæmt og við óttuðumst, skyggni var gott, útkoma lítil sem engin og þjálfunarlega séð er best að hætta ekki við heldur halda sig við planið... fara þá styttra og annað en áætlað var... Ástandið í fjöllunum er samt allt annað en í borginni og þó gott veður sé í bænum getur verið óveður á fjöllunum í nágrenni borgarinnar eins og veðurspáin sagði einmitt til um. Við veltum vöngum á Olís og flestir voru ákveðnir í að taka slaginn. Anton var nýkominn yfir heiðina (eftir könnunarleiðangur að Eyjafjallajökli þar sem skyggni var því miður lítið) og sagði heiðina í góðu standi og það varð úr...
Við vorum alls 26 manns sem lögðum í hann þennan þriðjudag 23. mars á æfingu nr. 130... og gátum ekki kvartað því bæði hafa þjálfarar og sumir nýlegri félagar kvartað yfir "allt of góðu veðri í vetur" og voru menn tilbúnir til að prófa búnað, líkama og sál í krefjandi veðri.
Þetta voru þau... ... frá vinstri: Jóhannes, Kristinn, Anton, Ásta H., Lilja B., Kári Rúnar, Vallý, Sigrún, Helgi Máni, Jón Júlíus, Ágústa, Irma, Dóra, Björn, Sif, Áslaug, Sirrý, Örn, Súsanna, Helga Bj., Snædís, Rósa, Elsa Inga, Reynir, Óskar Bjarki og Bára sem tók mynd.
Skyggnið var kristaltært eins og oft þegar miklir vindar blása og manni fannst eins og að engin ský gætu tollað á fjöllunum í þessu roki... Lagt var af stað frá skíðaskálanum í Hveradölum í "venjulegum vindi" en þegar upp var komið á fyrstu hnúkana í suðri blés vindurinn hvasst, það var enginn venjulegur vindur og menn áttu misauðvelt með að fóta sig og koma sér úr fyrstu skörðunum. Ofar var skárra veður en hvar sem vindur gat þrengst um og eflt sig urðu hviðurnar hvassari og við fukum af stað... Flestir tóku þessu fagnandi, nutu þess að takast á við vindinn eins og við höfum áður upplifað í fyrri göngum (og mun verra en þetta) en á köflum leiddust sumir til að mynda stöðugra göngulag sem varð nú samt jafnvel bara óstöðugra þegar menn flæktust hver fyrir öðrum...
Uppi var tekin ákvörðun um að þræða sig niður að klettaborgunum og fara um dalinn í skjóli til baka til að vera sem minnst í vindinum í stað þess að ganga um vestari hnúkana þar sem slíkt klöngur var ekki æskilegt í óútreiknanlegum vindhviðum. Sjá Hengilsvæðið í fjarska og Vörðuskeggja til enda.
Þessi átti skilið að kallast "steinninn" þar sem hann stendur stakur á Stóra Reykjafelli og er ágætis kennileiti úr fjarska. Þarna var gott skjól og menn fengu sér vatnssopa.
Áfram var haldið að hinum ýmsu klettaborgum þar sem menn gátu klöngrast um ef þeir vildu spreyta sig en þjálfarar gáfu þó lítið svigrúm til þess vegna veðursins. Þarna eru flottar geilur til að æfa sig í klöngri en við gerum það bara næst... Íslensk útgáfa af steininum milli klettaveggjana í norska Geirangursfirðinum er þarna meðal annars... nema það er ekki hengiflug neðar...
Jú, detour um dalinn... hljómaði vel en þýddi snarbratta brekku til að komast niður í hann og stóð valið um að klöngrast um grjótið með Erni eða þvera snarbratta brekku í snjóskafli sem var ágætlega mjúkur en vakti samt óöryggi með sumum og fóru flestir um hann þar sem Örn beindi mönnum frekar þangað.
Þarna var
skjól
fyrir utan einstaka
hviður sem greinilega náðu að endast
framhjá fjöllunum og inn dalinn,
Menn hjálpuðust óhikað að og réttu fram góðar hjálparhendur á þessum kafla.
Innar í dalnum tók svo við þverun brekkunnar yfir í skarðið sem er lengst til hægri á myndinni... hinum megin við það lá dalurinn útbreiddur þar sem skálinn og bílarnir biðu. Við bókstaflega fukum upp skarðið og inn í tómarúm skjólsins sem tók við bara einum metra neðan við skarðið eins magnað og það er nú alltaf þegar vindarnir blása um fjallaskörð. Við tók lygnt veður að bílunum og menn fór alsælir heim eftir góða baráttu við veðuröfl og færð sem skilaði af sér knappri gæðaæfingu eða 4 km á 1:51 - 1:58 klst. upp í 541 m hæð með 210 m hækkun miðað við 331 m upphafshæð. Stormandi lukkuleg frammistaða og takk fyrir hjálpsemina :-)
|
Um Gullna hliðið á Helgafelli
129. æfing var þriðjudaginn 16. mars og mættu 36 manns til að ganga á Helgafell Hafnfirðinga í dumbungsveðri en lygnu og hlýju eða SA3 og 8°C skv. veðurstofu. Helgafellið er án efa næst vinsælasta fjallgangan kringum Reykjavík á eftir Esjunni, en engu að síður voru fimm manns að fara þarna um í fyrsta sinn en aðrir orðnir ansi kunnugir svæðinu.
Mættir voru: Efri frá vinstri: Inga Þóra, Rikki, Örn, Hrafnkell, Reynir, Bára, Kalli, Rósa, Súsanna, Óskar Bjarki, Kristinn, Björn, Anton, Leifur, Birna, Lilja Sesselja, Björgvin J., Gísli, Stefán A., Hermann, Sirrý, Jón Júlíus og Kristín G. Neðri frá vinstri: Nanna B., Áslaug, Fríða, Bára, Ágústa, Helga Bj., Sigga Sig., Hildur vals., Sigrún, Dóra, Helgi Máni, Ketill og Helga E. Þar af voru Helga E., Kristín G. og Jón Júlíus að ganga í fyrsta sinn með hópnum. ... og Dimma, Día, Drífa, Tinni, Tína, þula og... (Helgu Bj.?) fetuðu líka með...
Gengið var upp Gvendarselshæðina í vestri til að auka gæði æfingarinnar og svo inn á hefðbundna leið upp slóðann norðvestan megin frá en ekki farið um skarðið í vesturhlíðum sem er einnig vinsæl uppgönguleið en styttir leiðina og því ekki að skapi þjálfara :-)
Frá tindinum var ekki farið til baka sömu leið heldur að suðurbrúnum og niður um steinbogann sem hópurinn fór um í september árið 2007 þegar Einar nokkur sýndi okkur þennan fallega stað. Sumum leist ekkert á blikuna á þessum slóðum en leiðin var greiðari en áhorfðist og menn voru alsælir með nýja gönguleið á Helgafellið. Því miður náðust ekki betri myndir af göngunni í þessu dimma og blauta skyggni...
Niður á sléttlendinu sunnan við Helgafell var svo gengið um malarveginn vestan megin sem var eitt drullusvað á köflum og stefnan því tekin beint yfir sundurskorið hraunið að bílunum í stað þess að þræða malarveginn sem liggur kringum Helgafellið en sú leið hefði orðið 1 km lengri en þetta kvöld (8,4 km skv. göngunni 11. sept 2007). Þjálfarar eru þegar búnir að ákveða að þegar við förum á Helgafellið á næsta ári þá göngum við norðvestan megin inn dalinn hálfan hring um fellið, upp suðurhlíðina og steinbogann að tindinum og niður hefðbundna leið... þá verðum við búin að taka allan hringinn kringum Helgafell með spennandi útúrdúrum...
Það var fjölskyldustemmning í þessari göngu eins
og oft áður og hundarnir létu ekki sitt eftir
liggja á því sviði frekar en öðrum... Þeim munaði heilmikið um að stoppa eina sekúndu fyrir myndatöku... en þeim munaði ekkert um að fara með tvífættum fjallamannvinum sínum alls 7,5 km á 2:18 - 2:25 klst. upp í 353 m hæð með 268 m hækkun miðað við 85 m uphafshæð skv. gps.
Skínandi glöð æfing frá toppi til fjalla-táar |
Leðjuslagur á Mosfelli
Alls mættu 55 manns á æfingu nr. 128 á Mosfell þriðjudaginn 9. mars og gengu í þungskýjuðu veðri, lítilsháttar rigningu en aldeilis miklum hlýindum sem boðuðu vorkomu eða S5 og 8°C. Þetta var leðjuslagur ársins... gönguleiðin drullug frá jarka eða upp að ökkla milli grjóts og mosa en lítið við því að gera þegar frost er neðar í jörðu og jarðvegurinn farinn að þiðna ofar... einn af vorboðunum á fjöllum...
Gengið var frá kirkjunni og upp suðurhlíðarnar um fjölbreytt landslagið meðfram gljúfrum og giljum og áleiðis á einn af tindunum í suðvestri með viðkomu á nokkrum góður útsýnisstöðum.
Útsýnið var ágætt til suðurs um lágu fjöllin Grímmannsfell, Æsustaðafjall, Reykjafell, Reykjaborg, Helgafell Mosó og Úlfarsfell og svo til borgarinnar og sjávar. Neðan við tindinn í vestri sást gljúfur Leirvogsár vel en Esjuhlíðarnar földu sig bak við skýjaþykkni sem lá yfir hærra landslagi en 400 m og því gafst ekki færi á góðri sýn á Kistufellið sem nýtur sín sérlega vel ofan af Mosfelli.
Mættir voru: Efri: Ólafur, Hildur L., Örn, Leifur, Sirrý, Stefán A., Halla, Ingi, Petrína, Rikki, Anton, Heiðrún, Eyjólfur, Nanna B., Hjölli, Hanna, Björn, Lilja K., Kalli, Harpa, Kristinn, Hrafnhildur, Björgvin J., Gísli, Hrafnkell, Reynir, Hermann, Inga Lilja, Jóhannes Svavar, Lilja B., og Birna. Neðri: Aníta, Valgerður, Svala, Súsanna, Auður, Irma, Kári Rúnar, Áslaug, gerður, Sigga Rósa, Inga Þóra, Sigrún, Sif, Fríða, Snædís, Helga Bj., Hildur V., Ingibjörg M., Elsa Inga, Áslaug, Inga Lilja, Halldóra Kristín og Bára tók mynd
Dimma, Día, Dofri, Tinni og Tímon sýndu svo
mismikla tilburði til þess að smala fé á
leiðinni
Rikki
átti afmæli á æfingunni og var tekinn í
gullstól
af strákunum að skipun þjálfara... :-) Sunginn var svo afmælissöngurinn og honum færðar hamingjuóskir en Rikki er einn margra Toppfara frá síðasta ári sem komið hafa inn með stæl og látið til sín taka frá upphafi.
Það var einbeittur ásetningur þjálfara að ná æfingunni upp í 5 km á þessu hógværa fjallli og því var klöngrast niður um hnúka og skriður og upp aftur í norðurhlíðum á leiðinni til baka. Þar fengum við nasasjón af aurskriðum á leiðinni en engin leið er að forðast slík fyrirbæri í vorleysingum nema sleppa brekkum alveg sem hentar okkur auðvitað ekki en þarna var um forvitnilegar og saklausar smáskriður að ræða og engin hætta.
Við tók þvottur á gönguskónum í snjóskaflinum upp aftur sem hentaði aldeilis vel eftir aurinn og vetrargalsinn frá því í síðustu viku hljóp í menn sem sumir tóku snjóskaflinn beint upp í klofandi kátínu. Farið var að rökkva í lok æfingarinnar þegar snúið var til baka og veðrið enn með blíðasta móti... logn eða gola og smá dropar öðru hvoru... ekkert í líkingu við slagviðrið sem menn bjuggust við... sem hefði nú verið góð búnaðaræfing...
Síðasta klöngrið á leiðinni til baka og svo tók leðjan við og loks blautt grasið að bílunum svona til að gefa okkur færi á að þrífa skóna fyrir bílferðina heim... landslagið var alveg að okkar hentugleika þetta kvöld... Fyrsta vorið í lofti á árinu ... ... með göngu sem var 5,1 km á 1:51 - 1:53 klst. upp í 293 m hæð með 213 m hækkun. Fjallið því 100 m lægra en þjálfari hefði slegið inn fyrir æfingu fyrir mistök (389 m í stað 289 m) en það kom ekki að sök því kosturinn við 300 m yfir sjávarmáli þetta kvöld var skyggni alla leið og skal þess getið að klöngrið gaf svo alls 353 m hækkun ef talið er milli gilja og hnúka. Almennt látum við hækkunina frá upphafsstað að hæsta tindi gilda sem hækkun hverrar göngu, en ef um fleiri en eitt fjall/tind er að ræða eða mjög ójafna gönguleið, þá látum við samtals-hækkunartöluna gilda sem er oft mun hærri en almenna hækkunar-talan þegar mikið er farið upp og niður á leiðinni.
Ætli við fáum einhvern snjó úr þessu... aldrei
að vita... í fyrra gengum við í snjóbyljum út
marsmánuð... |
Loksins kom veturinn...
Já, ekki fyrr en í byrjun mars... Fyrsta alvöru vetrarganga hópsins á æfingu í allan vetur (fyrir utan Akrafjallið í desember og Valahnúka í byrjun október) var þriðjudaginn 2. mars á æfingu nr. 127 og mættu 32 manns upp í Bláfjöll að ganga á Eldborg, Drottningu og Stóra Kóngsfell. Vegna ófærðar var hætt við að fara í Grindaskörðin og Bollana sem færð voru aftur í september á dagskránni í staðinn. Farið var úr bænum í ágætis veðri og ekið upp í Bláfjöll í mun kuldalegra veður (dæmigert fyrir Bláfjöll, Skálafell, Þingvelli o.fl.)eins og oft vill verða þegar farið er frá nánast sjávarmáli inn í land og upp um nokkur hundruð metra... í stanslausri umferð skíðamanna sem göptu af undrun þegar göngumenn fóru að leggja bílum sínum við Eldborgina en ekki skíðaskálann og taka upp göngustafi en ekki skíðastafi... hvaða furðufólk var nú þetta... manni fannst maður vera með átroðning á svæði skíðamanna... en um leið var skakið af skíðasvæðinu hvetjandi, veitti ákveðið öryggi og var meira að segja birtugefandi síðasta kaflann... það getur nefnilega verið ansi einmanalegt þarna upp frá í vondu veðri, myrkri og enginn nálægt... Lilja K. og Hanna frá Akranesi voru í seinna lagi á æfingu en náðu hópnum galvaskar á Eldborginni og mega eiga það að hafa ekki gefist upp eða snúið við í þessu veðri... og voru aldeilis alsælar eftir á eins og alltaf... maður sér aldrei eftir því að mæta...
Gengið var um gígbarma Eldborgar fyrst og svo upp snarpa brekku Drottningar þar sem útsýnið var skoðað ofan af báðum tindum hennar (514 m og 522 m)... svona þegar það gafst á milli snjóhríða... Sjá hópinn stefna á móbergsklappirnar sem voru betur færar í snjónum en eru allajafna of sleipar í sumarfæri, en við förum vanalega upp skriðuna þar sem skaflinn er vinstra megin. Spáð hafði verið sunnanátt en úr varð austsuðaustanátt fannst manni eða NA12 og 2°C á Sandskeiði skv. Veðurstofunni með 17 m/s í verstu hviðum sem gat vel verið rétt þegar verst lét, en þær voru þó ekki margar hviðurnar þetta kvöld og aldeilis góðar lognstundir á milli.
Ofan af Drottningu var farið niður um góðan skafl sem var ansi góð tilbreyting frá möl og grjóti ... Var snjóflóðahætta þarna?
Halli snjóflóðahættu er 30° - 45/50° svo brekkan
féll undir það en var líklega um 50° efst sem er
almennt of bratt fyrir snjóflóðasöfnun (nær ekki að
safnast að ráði saman, en getur safnast saman
neðar og myndað hættu). Blautur snjór var í gegn en
ekki veikur undir miðað við lögin sem sáust af
þversniði mjög djúpra spora göngumanna (skrefa/skóflupróf) - í ekki miklu magni
- á litlu
svæði - án snjóalaga... líkur á snjóflóði voru
því almennt ekki til staðar. Öruggast er ef veikast snjórinn er efst og þéttari neðar (sést með skófluprófi - með því að skoða lagskiptingu snævarins með því að stinga niður holu (helst 1,5 m djúpa), helst nokkrar til að fá réttasta mynd af snjóalögum) öfugt við snjóflóðahættu þar sem efsta lag er þétt og þungt og veikara lag er neðar (þungi snjórinn binst þá illa snjónum (gerist dæmigert við hláku og frost til skiptis til viðbótar skafrenningi) sem liggur neðar og rennur þá af stað á veikara laginu sem virkar eins og færiband og eins við flekaflóð þar sem þyngri og þéttari snjór binst svo saman að hann rennur af stað á mýkri, veikari snjó (veika lagið getur t. d. verið í miðju snjóalaginu, ekki endilega neðst)). Nánar... og skipulagðar... síðar um mat á snjóflóðahættu... þetta var útúrdúr !
Niðri beið okkar
sundurskorið hraunið
milli Drottningar og Kóngs sem allt liggur í
gjám og gjótum og ítrekaði þjálfari að fara
varlega og fylgja slóða fremsta manns og ekki að
ósekju því fyrr um daginn hafði kona fallið ofan
í hraunsprungu milli Valahnúka og Húsfells... á
þeirri nú annars saklausu leið... Þess skal getið að gjótur leynast víða á þeim svæðum sem við göngum reglulega um án þess að vera almennt hættulegar en varasamasta svæðið sem við þekkjum til er á svæðinu kringum Geitafell í Þrengslunum þar sem hraunbreiðan er ansi stór og skorin og utan alfaraleiðar. Þá er svæðið þetta kvöld nokkuð varasamt ef maður þekkir það ekki og eins Bollarnir við Grindaskörð og hraunið kringum Húsfell, Búrfellsgjá, Valahnúka og Helgafell (og sjálfsagt fleiri svæði sem mig rekur ekki minni til í fljótu bragði nú). Mikilvægast er að fara slóða ef hann er til staðar (oft samt hulinn snjó að vetri til) eða allavega fara leið þar sem maður þekkir landslagið vel (ótrúlegt hvað landslag greypist í minni ef maður á annað borð hefur áhuga á því). Hraunsprungur eru varasamastar þegar líður á veturinn þar sem snjóbrýr hafa náð að safnast og harðna ofan á gjótum (en geta samt myndast fljótt í snjókomu, skafrenningi og frosti) og geta þá virst fast land undir fótum en gefið skyndilega eftir við mikinn þunga. Almennt skal alltaf hafa varann á þegar farið er ofan í snjóskafl á þekktu hraunsprungusvæði, halda sig á "föstu landi", lesa umhverfið og reyna að sjá sprungulandslagið og stíga varlega til jarðar... Helst ferðast með öðrum eða ef einsamall þá láta reglulega vita af sér, vera með síma (best ef hann gefur gps-staðsetningu því þá er hægt að finna viðkomandi ef kveikt er á honum þó ekki sé hringt (ef meðvitundarlaus eða misst símann/pokann frá sér úr seilingarfjarlægð - gsm-sími framtíðarinnar!)) og vera alltaf þannig búinn að maður geti hafst við í einhverja klukkutíma í óbyggðum (eftir eitt slys á fjöllum er maður alltaf með allt með sér).
...en nóg um alvarleika slysahættu á fjöllum...
Þessir Toppfarar fengu veturinn beint í æð...
Efri:
Reynir, Örn, Rósa, Hermann, Óskar Bjarki,
Kristinn, Lilja Sesselja, Rikki, Sigrún, Kári
Rúnar, Sirrý, Hjölli, Gerður, Hanna, Hildur V.,
Kalli, Lilja K., Inga Þóra, Halldór,
Hrafnhildur.
Þar af voru Inna Antonsdóttir, 15 ára og Nanna
Kristinsdóttir, 16 ára að ganga með feðrum sínum...
Ofan af Stóra Kóngsfelli langaði fararstjóra að fara aðra leið niður í stað þess að fara sömu leið til baka og spann niðurleiðina til austurs. Þar ætlaði hann sér að fara niður með okkur norðaustan megin um snjóskafl þar sem slík niðurganga er auðveld, mjúk og greiðfær... en snjóskaflarnir létu standa á sér enda ekki mikil snjósöfnun á svæðinu þennan veturinn og við klöngruðumst niður bratta skriðu í austri og tókum hluta leiðarinnar í kærkomnum snjóskafli. Skyndilega birtist skíðasvæðið fyrir framan okkur í fjarska og Drottningin... við höfðum farið heldur lengra til suðausturs en ætlunin var (þess vegna fannst góði skaflinn ekki) en engu að síður góð leið og afskaplega hollt að fást við snarpa niðurgöngu í krefjandi veðri. Fararstjórinn fór alla leiðina þetta kvöld eftir minni og notaðist ekki við gps (þó það væri til staðar til öryggis m. a. með punktum af bílum og fjallstoppum) en þegar maður gengur þannig í engu skyggni er maður fljótur að tapa áttum (eins og gerðist meðal göngumanna sem bentu á Drottningu og spurðu hvaða fjall þetta væri og fannst þeir vera komnir niður vestan megin af Kóngnum)... nema kennileiti í nánasta umhverfi vísi manni leið og er þá algengast að maður beygi of fljótt af (til hægri eða vinstri og fari jafnvel í hringi) og vanmeti umfang svæðisins eins og gerðist í þessu tilfelli (umfangið ofan af Stóra Kóngsfelli). Með því að venja sig á að notast við eigin tilfinningu og minni af umhverfinu þjálfar maður hins vegar rötun best og jú, fer stundum aðra leið en maður ætlar sér (betra þá að vita að það er í lagi landslagsins vegna eins og við vissum að skriðurnar niður austan megin væru færar) en lærir um leið hvernig ákvarðanir maður tekur í engu skyggni. Þá er það oft kostur við svona þreifingar að maður uppgötvar nýjar leiðir sem maður hefði annars ekki farið um. Ókosturinn er sá að villast eða lengja gönguna of mikið (varasamt í erfiðu veðri, ef illa búinn og yfirvofandi myrkri eins og þetta kvöld), en þá er nauðsynlegt að hafa gps og áttavita til að koma manni aftur á rétta leið. Í göngum þar sem maður fer óvart eða viljandi aðra leið en maður ætlar sér og uppgötvar ný svæði getur oft verið mjög spennandi að koma heim, hala niður gps-slóð dagsins og skoða á korti hvar maður fór og hvaða ákvarðanir maður tók (sérstaklega gefandi ef maður þekkir svæðið vel og kynnist þá sjálfum sér við villandi aðstæður...) Í tilfelli kvöldsins þekktum við svæðið mjög vel, leiðin reyndist góð á hólminum, skemmtilegt var að hafa farið þarna niður (næst þegar við göngum á Drottningu getum við skoðað hvar niðurgönguleiðin okkar blasir við) og lexían var sú enn og aftur að maður hefur tilhneigingu til að reikna vegalengdirnar styttri en þær eru almennt í engi skyggni og taka beygju of fljótt eða án þess að ætla það (í þessu tilfelli til hægri/austur). Fari maður alltaf merktan slóða og þekkta leið og/eða gengur stöðugt eftir gps lærir maður síst að rata og glatar hæfileikanum til að lesa í umhverfið og rata við alls kyns aðstæður. Að þessu leyti til eiga menn að taka því fagnandi í hvert sinn sem þeir villast án þess að lenda í alvarlegum vandræðum (í stað þess að finnast það hafa verið ósigur eða klaufaskapur) því sú reynsla er svo lærdómsrík og við mælum með því að taka villu/rötunargöngur með öðrum eins og reyndar menn hafa gert innan þessa hóps (og við Örn lent óvænt í með hópnum stundum gegnum tíðina í mikilli þoku) og við áætlum að taka í framtíðinni með hópnum.
Við fjallsrætur Stóra Kóngsfells fórum við aftur yfir hraunið og komum fljótlega á slóðann okkar fyrr um kvöldið en strax var farið að fenna yfir hann og gott að vera meðvitaður um það að í úrkomu og skafrenningi er maður fljótur að tapa slóðinni til baka. Það var farið að rökkva á þessum kafla en kennileiti skýrt af Drottningu og brátt tók fallegur appelsínugulur bjarminn af ljósum skíðasvæðisins við og umferðin af Bláfjallaafleggjara fór ekki framhjá manni (þetta eru allt góð kennileiti i slæmu skyggni, jafnvel bara hljóðin af bílunum getur verið nægt kennileiti í myrkri, þoku, slæmu skyggni þegar ekkert sést og maður getur notað heyrnina). Annað gott "óáþreifanlegt kennileiti" en heyrnin er vindáttin... ef maður er meðvitaður um hvaða vindátt ríkir þegar maður leggur af stað og er á göngunni (muna að veðurspáin er ekki alltaf að segja rétt til eins og þetta kvöld) getur maður notast við hana þegar maður villist og þarf að fara í ákveðna átt. Þetta er auðvitað háð því að maður þekki áttirnar og að vindátt breytist ekki, en það er mikilvæg regla í öllum fjallgöngum að vera alltaf meðvitaður um áttirnar, hvað snýr í norður/suður etc... og þeir allra áttuðustu eru meðvitaðir um þetta 24t sólarhringsins, hérlendis og erlendis... en það eitt og sér einfaldar oft málin og menn búa ánægjulega óvænt að þessari tilhneigingu þegar þeir t.d. villast í erlendri stórborg... "þetta er norður og þess vegna hljótum við að vera austan við Eiffelturninn sem þýðir að Montparnasse er..." !
Æfingin byrjaði á því að menn skutluðu bílunum
sínum utan með
Bláfjallaafleggjara beint í
snjóskafl
og ypptu öxlum yfir því hvort þeir sátu fastir
eður ei... það var seinni tíma vandamál, ha, ha...
fjallganga var málið...:-)
Sumir létu ófærðina ekkert á sig fá og fengu sér bara heitt kakó í tómri gleði og hamingju að lokinni göngu... bara gaman saman.. þetta hafði verið svolítið ströng æfing í kapphlaupi við veður, færð og birtu og þjálfarar höfðu ekki gefið neitt svigrúm fyrir nesti... svo menn björguðu bara lífi sínu í lok æfingar :-)
Kári Rúnar var ekki lengi að draga bíl Reynis upp úr skaflinum með hjálp Arnar, Kalla, Óskars Bjarka og Báru... og hlustaði ekki á það að Reynir væri búinn að fá bróður sinn til að koma úr bænum að draga sig upp... svona eiga menn að vera... :-)... og fleiri björgunaraðgerðir fóru fram þetta kvöld sem ekki náðust á mynd...
Kvenþjálfarinn gaf sér stund milli stríða til að
taka myndir Þjálfarar fylgdu auðvitað síðasta manni af æfingu... eins og alltaf... alla leið út úr snjóskaflinum við Eldborg og þá var klukkan ekki nema rúmlega átta um kvöldið og heilt vetrarævintýri að baki á eitt stykki kvöldmatartíma... og bílaröðin um Bláfjallaafleggjara nánast samfelld alla leið í bæinn innan um skíðamenn með sama sælubrosið á vörinni og við... Allir í himnasælu með krefjandi göngu sem var sérlega skemmtileg og með ævintýralegum blæ... best var að sjá hve menn voru þakklátir fyirr að fá loksins alvöru vetrargöngu... ...sem gaf af sér æfingu upp á 4,7 km á 2:00 - 2:04 klst. upp í 522 m og 606 m hæð með alls 369 m hækkun.
Jáhérna, þetta er nú aldeilis fyrirlesturinn
í einni lýsingu á æfingu hér að ofan... |
Bjart yfir Búrfellsgjá
Alls mættu
37
manns á
æfingu 126
í Heiðmörk 23. febrúar þar sem gengið var um
Búrfellsgjá
í heiðskíru veðri og auðu færi
Mættir voru:
Frá vinstri efri:
Ásta S., Elsa Inga, Birna, Nanna B.,
Inga Þóra, Eyjólfur, Sif, Hrafnkell,
Ingibjörg M., Björgvin J., Rósa, Snædís,
Fríða, Anton, Hildur V., Hjölli,
Kristinn, Halla, Hermann, Stefán A.,
Örn, Lilja B., Sigrún, Jóhannes Svavar
og Reynir.
Á mynd vantar Ástu H., Hildi, Kári
Rúnar, Leif og Ingimund Dimma, Tinni, Tímon og Tína röltu með og það er spurning hvort þau hafi saknað hinna D- eða T-anna...
Gengin var hefðbundin leið um slóðann
sem liggur um gjánna framhjá
vatnshellinum og réttunum
Gengið var um gígbarminn í sólsetrinu sem var fagurt á að líta í suðvestri og blöstu Grindaskörðin m. a. við sem verða gengin að viku liðinni og eins lágu Húsfell, Valahnúkar og Helgafelli í Hafnarfirði fyrir framan okkur.
Húsfellið hér í baksýn og aðeins glittir í Þríhnúka og svo Stóra Bolla lengst til hægri.
Þeir gerast ekki mikið flottari gígmarbarmarnir sem við göngum reglulega um...
Vesturbarmurinn. Trölladyngja lengst í vinstri í fjarska og Keilir þar við hliðina með Heiðmörkina i vestri neðar. Nesti var borðað ofan í gígnum í skjóli og spjalli m. a. um fréttaumfjöllun Stöðvar tvö á skysinu á Skessuhorni þann 28. mars 2009 þar sem tekin voru viðtöl við Siggu Sig sjálfa og Jón Gauta fjallaleiðsögumann hjá ÍFLM: Átakanleg umfjöllun og myndir sem snertu bæði þau okkar sem voru með í ferðinni og aðra sem sáu samantektina, sjá www.stod2.is.
Til baka var gengið rösklega sömu leið og taldist þetta 5,9 km á 1:31 - 1:38 klst upp í 183 m hæð með alls 231 m hækkun með öllu brölti upp og niður.
Engin höfuðljós í fyrsta sinn á æfingu í
margar vikur... |
Gullin vetrarsól á fjalli nr. 99...
125. æfing var þriðjudaginn 16. febrúar og mættu 37 manns til göngu á Lokufjall í mynni Blikdals.
Mættir voru þetta kvöld: Anna Elín, Auður, Ágústa, Áslaug, Bára, Berglind, Birna, Björgvin J., Björn., Ellen María, Eyjólfur, Finnbogi, Gerður, Halla, Halldóra Á., Harpa, Heiðrún, Helga Bj., Hildur V., Hrafnhildur, Hugrún, Ingi, Inga Lilja, Hanna, Júlíus, Kalli, Kári Rúnar, Kristín Gunda, Lilja K., Óskar Bjarki, Rósa, Sirrý, Sigrún, Snædís, Valgerður, Örn. Og ferfætlingarnir Día, Dofri, Ísabella, Tína og... Þar af voru Berglind og Finnbogi að koma í aðra göngu sína með hópnum þrátt fyrir að vera skráð í klúbbinn snemma í vetur en þau gengu á Kilimanjaro í janúar og varð gárungum að orði að það væri nóg að skrá sig í Toppfara til að komast á Kilimanjaro... ekki endilega mæta á æfingu... :-) ... en nei, þjálfarar samþykkja ekki slíka hugarvillu... æfingin skapar meistarann enda æfðu þau vel fyrir þessa göngu þó ekki væri það með okkur :-)
Gengið var með gljúfri
Blikdalsár og farið um klettaborg
Lokufjalls og upp á Hnefa
sem telst hæsti tindur þess.
Barmar Blikdalsár voru í klakaböndum og sprænur hennar ofar frosnar heilum svellum.
Umhverfið vorlegt
nær sjávarmáli en
fjallatindarnir hvítir og úfnir skýjum að
norðaustan...
Eftir skoðunarferð um gljúfrið var snúið til
norðurs að Lokufjalli.
Litir og landslag kvöldsins minnti fremur á
haustgöngurnar
okkar þegar daginn er tekið að stytta en ekki
lengja...
Sólin settist að baki okkar í vestsuðvestri með Kjalarnesið og Reykjavík til suðvesturs og Akranes til norðvesturs.
Hugrún, Ellen María og Halldóra með mynni
Blikdals í fjarska
og bílaflotann við þjóðveg eitt fjær...
Uppi á klettaborg Lokufjalls reis Skarðsheiðin í síðustu geislum kvöldsólarinnar og var sýnin mörgnuð um skörðótta heiðina. Hafnarfjall var "á fullu í skýjunum"... veðravítið atarna þar sem 11 - 17 m/sek geisuðu skv. mæli vegagerðarinnar þegar við vorum á leiðinni á æfinguna...
Áfram var haldið eftir Lokufjalli að
Hnefa sem reis
myndarlegur í austri með
Dýjadalshnúk og
Tindstaðafjall fjær.
Blikdalur í rökkrinu sem brátt tók við eftir sólsetur.
Þjálfari lýsti áætlaðri gönguleið kringum hann
þann 20. mars í tindferð
þar sem við förum í
26 km sjö tinda göngu á Melatind, Dýjadalshnúk,
Tindstaðahnúk, Kistufell, (Þverfellshorn),
Hábungu, Kerhólakamb og Smáþúfur. Löng ganga á spennandi leið sem hentar vel fyrir Hvannadalshnúksfara og alla þá sem vilja sjá útsýnið ofan af Esju í allar áttir og skrá vesturhluta Esjunnar með fótum sínum fráum...
Að Hnefa slepptum fórum við upp einn hjallann
enn í átt að Melahnúk
og náðum 475 m hæð
áður en kvenþjálfarinn stoppaði viljugustu
folana af sem voru fremstir og mælti með því að snúa við
áður en Melahnúkur yrði genginn líka... eða
hefðu þeir kannski farið upp á Dýjadalshnúk...
tja, einhverjir hefðu verið til í það... og ekki
spurning að skoða þann möguleika þegar við förum
þarna aftur um í september
í ár þar sem þjálfarar stálust í raun í þessa
göngu fyrr en áætlað var til að ná
Strút sem 100.
fjallinu í sögu klúbbsins... Myrkrið tók við þegar farið var niður Hestabrekkurnar að Blikdalsá og þurftum við að fara varlega yfir lækjarsprænur og votlendi sem allt lá í klakaböndum niður hlíðarnar að ánni. Aftari hluti göngumanna lét afvegaleiðast af spjalli í myrkrinu og fór freistandi bílslóða í stað þess að fylgja fremstu mönnum og enduðu of langt til norðurs áður en menn áttuðu sig. Þetta þýddi 400 m til viðbótar við þá sem fóru beinni leið og var ágætis áminning til okkar allra um að þegar myrkrið skellur á er best að halda hópinn og fylgja foringjanum sem er víst þekktur fyrir að vilja fara ótroðnar slóðir og sniðganga slóða og vegi eins og mest hann getur... enda er ganga um breytilegt landslagið náttúrulega miklu hollari :-) Gullin ganga í vetrarsól ... sem varð 7,2 km löng á 2:22 klst. upp í 475 m hæð með 422 m hækkun miðað við 53 m upphafshæð...
Húsafell næstu helgi og allir í banastuði fyrir
100. fjallið í safn
Toppfara... Strút... og veðurspá með eindæmum
hagstæð... |
...Gengið í ljósi náttúru og manna...
Alls mættu um 68 manns í árlega Esjuljósagöngu Toppfara þriðjudaginn 9. febrúar 2010 sem var með óhefðbundnu sniði í ár þar sem eiginleg Esjuljósaganga á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar féll niður vegna sparnaðar. Í anda þess að "safnanótt" verður á föstudagskvöld 12. febrúar í Reykjavík í stað Vetrarhátíðar fór hópurinn sína hversdagslegu æfingagöngu upp að steini og skoðaði "fjallasafnið sitt" ofan úr hlíðum Esju... alls 98 fjöll sem það safn geymir og yfir 20 þeirra í sjónmáli frá steininum... enda er æfingasvæði Toppfara óbyggðirnar og náttúran sjálf með öllum sínum óendanlega mörgu og fjölbreyttu fjöllum og fellum... engin æfing eins og sífellt nýjar slóðir í alls kyns veðrum á ólíkum árstíðum... Hvílíkt forréttindasport hún er fjallamennskan á Íslandi...
Mættir voru í stafrófsröð - á mynd vantar
talsvert marga:
Veðrið var með besta móti - SA4 og 5°C - og færið líka... vor í lofti og hvergi vetur að finna... nema snjóföl lítið eitt efst í klettum Esjunnar en ásýnd hennar er vanalega þessu lík í lok maí ár hvert en ekki í febrúar... þessi vetur er mun mildari en hinir tveir fyrri sem Toppfarar hafa gengið á fjöll.
Dagsbirta var í upphafi göngunnar þar sem þjálfarar vildu halda sig við vanalegan æfingatíma á þriðjudegi kl. 17:30 til að valda ekki misskilningi en tókst náttúrulega að gera það samt með því að leiðrétta ekki tímann alls staðar á vefsíðunni :-)... sem við biðjumst velvirðingar á. Nokkrir skiluðu sér því hálftíma seinna í gönguna eða kl. 18:00... og fréttist m. a. af nýju Skagadömunum, þeim Auði og Hönnu sem voru ekki lengi að skella sér upp á eftir hópnum og náðu okkur uppi á steini með því að fara styttri leiðina upp... góðar... og fengu náttúrulega dúnduræfingu út úr því...
Smám saman skreið
rökkrið yfir en ætlunin var að komast
upp að steini í kvöldglætunni
Vel gekk að halda hópnum saman og var hann þéttur á hefðbundnum stöðum en þess voru dæmi að menn lögðu fyrr af stað upp til að hafa nægan tíma og eins sneru sumir við á miðri leið og fóru ekki alla leið upp.
Talsverð umferð gangandi og hlaupandi fólks var á fjallinu þetta kvöld en það segir margt um veðurblíðu vetrarins að hægt sé að fara á harðahlaupum niður hlíðar Esjunnar á strigaskóm í engri hálku síðdegis þann 9. febrúar...
Frá ánni við áfanga fjögur var myrkrið skollið á og menn fóru að kveikja ljósin. Við
steininn var áð í dimmunni sem samt var
ekki svo dimm og útsýnið glæsilegt niður að sjó
Niður Esjuna var svo
farið í þéttri ljósakeðju sem vel sást
frá fjallsrótum og greiddist smám saman úr hópnum eftir því sem menn
fóru hver á sínum hraða niður.
Esjuljósaganga ársins varð því lengri en áður þar sem fyrri árin höfum við eingöngu farið upp að steini enda þá með erlenda ferðamenn og börn með í för í vetrarlegra veðri en þetta sinnið, en svona er fjallgöngulífið... engin ganga eins og þessi varð 7 km löng á 2:25 - 2:44 klst. upp í 595 m mælda hæð með 584 m hækkun miðað við 11 m upphafshæð skv. gps. ...Björt ganga í ljósi náttúru og manna... Nú tekur
birtan óðum við af
ljósunum og myrkur-hluti vetrarins kveður með
hækkandi sól... Alls eru 98 fjöll að baki okkar nú og þar sem við viljum eindregið leyfa Strút að vera fjall nr. 100 í safni Toppfara verður breyting á dagskránni næsta þriðjudag og gengið á Hnefa við Blikdal í Esjunni sem fjall nr. 99 í stað Lágafellshamra. Þá munum við ganga um gljúfur og hamra á auðveldri leið á allra færi :-)
Þegar Edmund
Hillary (1919-2008), sem sigraði fyrstur manna tind Everest
með Tenzing Norgay 1953, fetaði í fótspor Ernest
Shackletons (1874-1922) um Suðurskautið (Fyrsti leiðangurinn
þvert yfir Suðurskautið - Shackletons´s Endurance 1914-1917)
upplifði hann skammdegi Suðurskautsins vikum saman án sólarglætu og
varð ljóst hvers vegna sólin varð guð margra samfélaga manna gegnum
árþúsundirnar... |
Sólargangur á Úlfarsfelli
Alls mættu
46 manns
á 123. æfingu
þriðjudaginn
2. febrúar
og fögnuðu
sólarlagi
við upphafi æfingar Þjálfari fór vikuvillt þar sem ætlunin var nú að setja upp sólgleraugun þegar sólin væri ekki sest í byrjun æfingar eins og í fyrra og grípa þannig síðustu sólargeislana... ekki það að þeir hefðu nú ekki skinið á okkur austan megin við Úlfarsfell... en sólsetur er jú 17:36 þann 9. febrúar... en það var of flókið að breyta þessu svo við létum þetta standa enda kom þetta ekki að sök og við vorum kampakát með birtuna...
Leifur, Helgi Máni, Helga Sig., Eyjólfur, Snædís,
Kristín Gunda, Óskar Bjarki, Rósa, Sigrún, Kristinn, Hrafnkell,
Harpa, Jóhannes Svavar, Súsanna, Kalli, Fríða?, Hermann, Valgerður,
Lilja B., Örn, Guðrún Helga, Halla?, Roar, Hrafnhildur, Hugrún,
Anton, Nanna B., Hjölli, Ólafur, Guðjón Pétur, María. Á mynd vantar Sif sem gekk heiman frá sér frá Reynisvatni sunnan megin og hitti okkur á uppi... og skokkaði létt til baka heim eftir veginum þegar við hin ókum Úlfarsfellsveginn til borgarinnar... og Soffía Rósa fór á fjórhjólinu sínu upp sama veg upp í Grafarvog... hvílíkt topplið...
Halla hér að mæta í sína fyrstu göngu og Irma snúin aftur úr
barnsburðarleyfi og var fagnað innilega.
Gengið var á Úlfarsfell frá Skyggni... já, ekki rafstöðinni.... hvaða rafstöð, Bára...?.. hmm... nú er þetta jarðstöð...?... æj, já, eitthvað svona -stöð eitthvað... útvarpsbylgjur, rafbylgjur... en menn fundu upphafsstaðinn á endanum... enda öllu vanir með þjálfara sem láta fólkið sitt æfa sig í að rata og mæta við fjallsrætur hálft árið um kring...
Farið var um austurhlíðarnar
upp á Litla og Stóra hnúk,
Vesturhnúk
og eftir heiðinni í norður ...og gerð stólpa-grín-leit að rafstöðinni hennar Báru í bakaleiðinni :-)
Stuð
var í hópnum frá fyrsta
skrefi enda afskaplega bjart yfir öllu og öllum og myrkrið tók svo við á efsta tindi í
399 m
mældri hæð en við tókum ekkert eftir því.
Færið var gott en
hálka þó í öllum pollum og á votlendi og stungust nokkrir niður
á leiðinni
Á Vesturhnúk var notið útsýnisins yfir Reykjavíkurborg sem farin er að teygja sig upp eftir hlíðum Úlfarsfells en landslag fjallsróta þess hefur breyst mikið frá fyrstu göngu okkar þar upp árið 2007...
Húsafell
í umræðunni... hverjir eru komnir með gistingu...? eigum við
ekki að grilla um kvöldið...?
Með þessum viljugum tilþrifum eftir hversdagslegu Úlfarsfellinu - sem gefur einmitt ótrúlega fjölbreyttar göngur í smæð sinni - tókst að ná 6,3 km æfingu á 1:43 - 1:50 klst. upp í 299 m hæð með 180 m hækkun miðað við 119 m upphafshæð.
Næsta æfing verður okkar árlega Esjuljósaganga - ljósagjörningur á Esjunni - þar sem skorað er á alla Toppfara að mæta og bjóða vinum, vandamönnum og öllum sem áhuga hafa að prófa eina góða kvöldgöngu með Toppförum í myrkri með ljós síðari hlutann og mynda samfellda ljósakeðju niður hlíðar fjallsins- sjá allar upplýsingar hér á vefsíðunni! Birtan er
hér... sólin er komin... við lifðum af myrkrið... |
Brúðarmars á Reykjaborg
Alls mættu
51 manns
á
122. æfingu
þriðjudaginn
26. janúar
ásamt
þjálfurum...
...og létu sér ekki nægja að gefa þjálfurum
veglega gjöf, búnt af rauðum rósum og forláta
málverk með ljósmyndum
Bara besta og
flottasta fólk í heimi... Dagsbirta var í byrjun æfingarinnar...
Mynd frá Gylfa Þór.
... og einstaklega óður andi sveif yfir vötnunum
þrátt fyrir hryssingslegasta veðrið í langan
tíma
En...
Genginn var öfugur hringur miðað við áður eða
fyrst upp á Reykjaborg
Þar tók við fyrsti
leðjuslagurinn
í sögu Toppfara...
Þessu fylgdu nokkur umhverfisspjöll sem við
reyndum að lagfæra sem mest við gátum
Mættir voru... það margir að flassið náði ekki utan um hópinn :-) Anna Elín, Anton, Áslaug, Ásta H., Bára, Birna, Björgvin, Björn, Ellen María, Elsa Inga, Eyjólfur, Gerður, Guðjón Pétur, Guðrún Helga, Gylfi Þór, Halldór, Halldóra Á., Heiðrún, Heimir, Helgi Máni, Hermann, Hjölli, Hólmfríður, Hrafnhildur T., Hrafnkell, Inga Þóra, Ingi, Inga Lilja, Ingibjörg M., Jóhannes Svavar, Kalli, Kári Rúnar, Kristín Gunda, Lilja B., Lilja K., Lilja Sesselja, Nanna B., Ólafur, Óskar Bjarki, Roar, Rósa, Sigga Sig., Sif, Sirrý, Sigrún, Snædís, Soffía Rósa, Sólveig, Súsanna, Þorsteinn, Örn. Þar af voru Hrafnhildur T., Ingibjörg M. og Sif að mæta á sína fyrstu æfingu. Svo voru Dimma, Dofri, Tara, Þula og... ? með í för. Sendið mér póst ef einhvern vantar :-) Gangan var hin hressilegasta og dásamlegt að vera með jafn góðu fólki á fjöllum við krefjandi veðuraðstæður en taka ekkert eftir því fyrir hlátri, spjalli og umæðum um komandi ævintýri á árinu... Alls varð þetta 5 km æfing á 3:04 klst. upp í 291 m (Reykjaborg) og 258 m (Hafrahlíð) hæð með 197 m hækkun. Hróarstindar á Hafnarfjallssvæðinu á laugardaginn og margir stefna þangað í því blíðskaparveðri sem spáin segir... Mikið er gott að vera kominn aftur í íslenskt veður og íslenska náttúru... þó það sé myrkur rúmlega hálfan sólarhringinn...
Mynd frá Gylfa Þór.
Þjálfarar þakka hjartanlega fyrir veglega gjöf
og vinarvott sem snerti okkur djúpt ! |
Klúbbmeðlimagöngur í vetrarfríi þjálfara í janúar - vantar !
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|