Allar þriðjudagsæfinga frá 
október út desember 2018
í öfugri tímaröð
Úlfarsfell 18. desember.
Lágafell féll niður vegna 
forfalla þjálfara 11. desember. 
Búrfellsgjá 4. desember.
Esjan upp að steini  27. nóvember.
Vífilsstaðahlíð um 
Vífilsstaðavatn 20. nóvember.
Helgafell Mosó 13. nóvember. 
Reykjaborg og Lali 6. nóvember.
Helgafell Hafnarfirði 30. október.
Geldinganes 23. október.
Fjallið eina og Sandfell 16. 
október.
Þríhnúkar Bláfjöllum 9. október.
Hringleið um Reynisvatn og Langavatn 2. október.
| 
									 Jólaganga á Úlfarsfell 
									
									 
									Ellefu mættu 
									í hefðbundna jólagöngu á Úlfarsfell 
									
									 
									Úr því staðan 
									var þessi var afráðið að fara upp bröttu 
									leiðina og alla leið yfir á hæsta tind 
									
									 
									Sjö stiga 
									hiti, logn og auð jörð...  
									
									 
									Jólalegt 
									nesti og nánast allir með jólahúfur eins og 
									vera ber en Örninn gleymdi sér aldrei þessu 
									vant 
									
									 
									Katrín að 
									mæta í sína fyrstu göngu með nýja hnéð og 
									var knúsuð í bak og fyrir... 
									
									 Alls 4,3 km á 1:53 klst. upp í 309 m hæð með alls 297 m hækkun úr 51 m. Gleðileg jól elskurnar ! 
									Sjáumst í 
									spennandi göngunni á 
									Fragafell 
									ofan við Seljalandsfoss í byrjun janúar 
									... nú svo er 
									þjálfari búinn að bjóða mönnum á 
									Strút 
									eins rösklega og við getum á gamlársdag....  | 
								
| 
									 
									
									Heill þér sjötugri ! 
									
									 
									Við gengum 
									til heiðurs Gerði Jensdóttur 
									þriðjudagskvöldið 4. desember 
									
									 
									... og nú lá 
									nýfallinn snjór yfir öllu  
									
									 
									Búið að 
									malarleggja stíginn alla leið að gjánni 
									sjálfri  
									
									 
									Höfuðljósin 
									sem við njótum nú árið 2018 eru margfalt 
									lélegri en þau sem við notuðum fyrstu árin í 
									sögu Toppfara...  
									
									 Sem betur fer nær malarstígurinn ekki upp með gjánni þar sem hún þrengist upp í mót á Búrfellið sjálft... 
									
									 
									... þar tekur 
									við gamli stígurinn sem þrengist smám saman 
									með klettaveggjunum  
									
									 
									Við minntumst 
									þess að hafa hörfað úr skarðinu í Búrfellinu 
									í fyrra á svipuðum tíma vegna mikils vinds 
									og skafrennings 
									
									 
									Töfrar svona 
									kvölds... með snjóinn yfir öllu...  
									
									 Aldrei myndum við vilja vera án þessarar kyngimögnuðu upplifunar á dimmasta tíma ársins... 
									
									 Gígbarmur Búrfellsgjár gefur heilmikið brölt og bætir upp sléttlendisarkið til og frá um gjánna... 
									
									 
									Borgarljósin 
									í fjarska og myrkrið fjallsmegin...  
									
									 
									Gerður keyrði 
									óvart Í Kaldárselið frekar en í Heiðmörkina 
									þetta kvöld og var því sein á æfinguna 
									
									 Þrettán mættir... það var góð ára yfir kvöldinu og sérlega góður andi... 
									Örn, Birgir, 
									Súsanna, Guðmundur Jón, Njóla, Doddi, ?, 
									Gerður Jens., Katrín Blöndal, 
									
									 
									Það var 
									engins purnign að taka mynd af 
									Kilimanjaró-förunum...  
									 
									Þjálfari las 
									upp þessa vísu í skarðinu...  
									 
									Gjöfin frá 
									Toppförum sem afhent var Gerði í 
									afmælisveislunni sem fjölskyldan hélt henni 
									liðna helgi... Takk ! Sigga Sig og Jóhanna Fríða fyrir algera snilld í gjafamálum ! 
									
									 
									Hún og Ágúst 
									sem einnig átti afmæli þennan dag 
									
									 
									Þar var 
									skálað í nokkrum svona glösum... með 
									toblerone súkkulaði í meðlæti...  
									
									 Alls 6,1 km á 1:56 klst. upp í 169 m hæð með 137 m hækkun miðað við 94 m upphafshæð sem er ekki lægsta hæð leiðarinnar. 
									Takk ! elsku 
									Gerður og aðrir félagar Toppfara...   | 
								
| 
										 
										
										Esjan í myrkri 
										
										 
										
										Þriðjudagskvöldið 27. nóvember gaf 
										dásamlega æfingu á Esjunni hefðbundna 
										leið upp að steini 
										
										 
										Auð jörð 
										og frosin og engin hálka nema stöku 
										svell á slóðinni sem nú er ansi troðinn
										 
										
										 
										Við buðum 
										Gerði, Bjarna og Inga hjartanlega 
										velkomin úr ævintýralegri Afríkuferð 
										Ágústar Rúnarssonar 
										Gerður 
										Jensdóttir hér fremst á mynd... en hún 
										verður sjötug á morgun... miðvikudaginn 
										28. nóvember 
										
										 
										Þegar 
										ekki er snjór yfir öllu... þá er myrkrið 
										afgerandi og eina leiðin að hafa gott 
										höfuðljós...  
										
										 Alls 6,6 km á 2:15 - 2:30 klst. upp í 611 m hæð með 609 m hækkun úr nánast sjávarmáli eða 4 m hæð. Yndi og ekkert annað... og alvöru æfing eins og alltaf upp Esjuna :-)  | 
									
| 
			 Á slóðum 
			berklasjúklinga  
			 Það var ansi 
			notalegt að mæta á fjallgönguæfingu innan borgarmarkanna við 
			Vífilsstaðavatn  
			 Enn í sumarveðri eins og síðustu vikurnar með auða jörð og milt loftslag... 
			 Við gengum fyrst 
			með Vífilsstaðavatni upp að austurendanum  
			 Mikið spjallað og 
			spáð í næstu utanlandsferð Toppfara  
			 Þrátt fyrir myrkrið 
			og auðu jörðina...  
			 Nú er bara flett 
			upp í símanum þegar menn eru að spá í hlutina...  
			 Á leiðinni niður að 
			Vífilsstaðavatni aftur komum við við í Gun Hill eða Gunnhildarbrekku 
			(eða -heiði) 
			 Þarna niðri mátti 
			lesa... "láttu þér batna"...  
			 Fjórtán manns mættir.. Guðmundur Jón, 
			Arnar, Georg með Gutta, Guðrún Helga, Karen Rut, Súsanna og Steinunn 
			Snj. 
			 Dásamlegt að fara 
			svo niður stíginn að vatninu og í bílana eftir þvælinginn í 
			"torfærunum" austan megin 
			 Alls 5,4 km á 1.35 klst. upp í 155 m hæð með alls hækkun upp á 135 miðað við 55 m upphafshæð. Esjan næst en ganga 
			upp að steini gefur hörkugóða æfingu og svo er það Háihnúkur í 
			Akrafjalli...   | 
		
| 
								 
								Í 
								kvöldsólarroða  
								
								 
								Sólsetrið 
								skreytti gönguna á Helgafell í Mosfellsbæ 
								þriðjudaginn 13. nóvember 
								
								 
								Stundum er 
								veturinn svona ljúfur við okkur...  
								
								 
								Frábær mæting eða 
								17 manns og þar af Birgir að koma í sína aðra 
								göngu eftir Grunnbúðir Everest  
								
								 
								Kilimanjaro-sigur 
								félaganna í umræðunni þar sem heldur er ekki 
								sjálfgefið að allir komist á tindinn þann í 
								hópferð 
								
								 
								Snjóleysið og 
								sumarfærið þýðir auð jörð og mun meira myrkur en 
								ef snjóföl væri yfir öllu  
								
								 
								Við gengum eins 
								stóran hring og unnt er á Helgafellinu og 
								horfðum niður á Þingvallaveginn norðan megin,
								 
								
								 
								Birtu nýtur 
								ótúlega lengi eftir að sólin er sest en þessi 
								ljúfa og milda birta sem skiptir stöðugt litum 
								
								 
								Þetta... 
								nákvæmlega þetta er það einstaklega mikilvæga 
								við þriðjudagsgöngurnar um háveturinn...  
								
								 
								Dásamlegt að 
								ganga með félögunum og fá gefandi samræðum um 
								alls kyns spennandi hluti...  
								
								 
								Flókin og frekar 
								dýr ferð þar sem leiðsögn þarf að vera 1:2 eða 
								1:3 í Monte Rosa tindunum 
								
								 
								Halldóra Þ., 
								Guðmundur Jón, Arnar, Lilja Sesselja, Súsanna, 
								Örn, Davíð, Guðrún Helga, Herdís, Svavar. 
								
								 Alls 4,4 km á 1:35 klst. upp í 231 m hæð með alls 309 m hækkun miðað við 59 m upphafshæð. 
								Slagveðurspá um 
								helgina... en þjálfarar skora á alla Toppfara að 
								skella sér út að ganga, halupa, hjóla, synda...  | 
							
| 
								 Smá fréttainnslag 6. nóvember: 
								Jakobsvegurinn 
								 Elsti höfðingi 
								Toppfara, Björn Matthíasson gekk allan 
								Jakobsveginn  
								 Birgir, Ester, 
								Sigríður Lár og Olgeir gengu upp í Grunnbúðir 
								Everest ásamt fleirum 
								 Anton, Ágúst, 
								Bjarni, Gerður Jens, Ingi, Katrín Blöndal og 
								Kolbrún Ýr sigruðu Kilimanjaro þann 6. 
								nóvember Þetta var óvenju 
								flott haust árið 2018...  
								Ferðasögu   | 
							
| 
								 Illviðri á Reykjaborg 
								
								 Þriðjudaginn 6. nóvember geysaði illvirði á landinu en skást átti ástandið að vera á suðvesturhorninu og vesturlandi... 
								
								 
								Reykjaborg og 
								Hafrahlíð voru á dagskrá þetta kvöld  
								
								 Eingöngu sjö manns mættir í grenjandi rigninguna og hávaðarokið sem var slíkt að hvorki var hægt að tala né slaka á... 
								
								 Eina leiðin var að berjast gegn veðrinu og fara fetið eins og hviðurnar leyfðu... 
								
								 Hundarnir geta allt að manni finnst... en í slagviðri með mikilli úrkomu og vindi reynir meira á þá... 
								
								 
								Úrkoman hætti 
								fljótlega og þá var það bara vindurinn sem var 
								verkefni kvöldsins...  
								
								 Ekki sjens að ná góðum myndum í þessu roki... 
								
								 
								Farið var yfir á 
								Lala á leiðinni til baka en brúnunum sleppt á 
								sjálfri Hafrahlíðinni 
								
								 
								Snjóskaflar á 
								leiðinni en auð jörð neðar þar sem vindurinn var 
								ekki eins slæmur... 
								
								 Erfitt að taka hópmynd en það var samt á það reynandi... 
								
								 
								Skínandi góð 
								mynd.. Davíð, Guðmundur Jón, Birgir Hlíðar, 
								Helga Björg, Jóhann Ísfeld og Steinunn Snorra. 
								Birgir að mæta í 
								sína fyrstu göngu frá því hann gekk upp í 
								Grunnbúðir Everest í október 
								
								 Alls 4,7 km á 1:39 klst. upp í 289 m hæð með alls hækkun upp á 282 m miðað við 78 m upphafshæð. Allar göngur Toppfara á Reykjaborg frá upphafi: 
 
								Því miður ekki 
								spennandi veður næstu helgi fyrir dagsgöngu... 
								nema við séum til í að fara þó það blási aðeins 
								eða rigni eða snjói... einu sinni gerðum við það 
								og uppskárum margar sögulegar ferðir... já, það 
								er spurning... við megum ekki verða of lin... 
								ekki gefa of mikið eftir... þá hættum við að 
								geta svona lagað... að mæta og taka hressandi 
								kvöldgöngu í brjáluðu veðri... sem einmitt 
								styrkir mann og eflir fyrir átök sem aldrei er 
								hægt að vita hvenær berast á borð fyrir mann í 
								lífinu... þessar erfiðu ferðir... barningurinn 
								við veðrið... eru einmitt þær ferðir sem við 
								rifjum langtum oftar upp en þessar með góða 
								veðrinu...   | 
							
| 
								 
								
								Snjór á Helgafelli 
								 Þriðjudaginn 30. október rak 
								okkur í rogastans þegar mætt var til göngu á 
								Helgafell í Hafnarfirði 
 
								 Vegurinn hér með lokaður 
								síðasta spölinn að Kaldárseli og komið nýtt 
								malarstæði  
								
								 Blíðskaparveður þetta kvöld og gullið kvöldhúmið allsráðandi... snjóföl yfir og hvítt í fjallinu sjálfu... hreinir töfrar... 
								
								 Sólin sest og myrkrið mætt á þriðjudagsæfingar hér með fram í febrúar... 
								
								 
								Örn fór upp 
								Gvendarselshæðina í smá hjáleið áður en farið 
								var á Helgafellið sjálft  
								
								 
								Gotti mætti óvænt 
								í göngu með Dagbjörtu sem kom í kærkomna 
								heimsókn með Steinunni 
								
								 
								Ellefu manns 
								mættir... Doddi, Guðrún Helga, Arnar, Súsanna, 
								Guðmundur Jón, Björn Matt.,  
								Batman, Bónó og 
								Moli og Gotti voru og með...  
								
								 Gatið í klettinum neðan við Gvendarselshæð er skemmtilegt fyrirbæri... 
								
								 
								Á fjallinu var 
								snjór yfir öllu...  
								
								 Rökkrið skollið á en sólroðinn enn sjáanlegur í vestri með borgarljósunum... 
								
								 
								Fínasta skyggni í 
								þessu heiðskíra veðri með snjófölina yfir 
								öllu...  
								
								 
								Aldrei myndi 
								maður vilja vera án þessara töfra...  
								
								 
								Sjá tindinn 
								framundan og ljós af öðrum hóp að ganga upp 
								fjallið 
								
								 
								Sjá troðinn 
								snjóinn undan göngumönnum sem treðst og festist 
								og fýkur ekki svo glatt... 
								
								 
								Ægifegurð á 
								toppnum...  
								
								 
								Sýnin á borgina í 
								fjarska ofan af fjallstindi er heilun á sál og 
								líkama 
								
								 
								Súsanna er trygg 
								sínu Helgafelli eins og fleiri Hafnfirðingar í 
								hópnum 
								
								 
								Flottur hópur á 
								ferð... mætingin er alltaf léleg á þessum 
								árstíma....  
								
								 
								Niðurleiðin var 
								um gilið sem er fallegasta leiðin á Helgafellinu 
								
								 Klöngrið í gilinu ennþá skemmtilegra að vetri til í myrkri en að sumri... 
								
								 
								Höfuðljós og 
								keðjubroddar.. þökk sé þessu tvennu eru svona 
								kvöldgöngur tær snilld allt árið um kring... 
								
								 Alls 6,9 km 2:22 klst. upp í 342 m hæð með alls hækkun upp á 407 m miðað við 88 m upphafshæð. 
 Sjá allar 
									göngur Toppfara á Helgafellið í Hafnarfirði 
									frá upphafi...  
								Þjálfarar freista 
								þess að grípa góðan veðurdag til að ná 
								nóvembertindferð   | 
							
| 
								 
								
								Slagveður rökkur og myrkur 
								
								 
								Í viðleitni til 
								þess að bjóða upp á léttari göngur annan hvern 
								þriðjudag síðustu tvö ár 
								
								 
								Þriðjudaginn 23. 
								október var því hins vegar ekki að heilsa...  
								
								 
								Við ákváðum að 
								fara öfuga leið miðað við síðast og byrja á 
								suðurströndinni  
								
								 
								Svalt en þurrt og 
								lygnt til að byrja með... friðsælt veður... 
								
								 Með Viðey hinum megin hafsins fundum við þessa fallegu syllu skagandi út úr berginu og ákváðum að taka hópmynd... 
								
								 
								Átján manns 
								mættir... mun fleiri en síðustu þriðjudaga...
								 
								
								 
								Með 
								vesturbrúnunum tók að rökkva og töfrar 
								ljósaskiptanna nutu sín vel á þessum kafla...
								 
								
								 
								...og 
								þó það sé alltaf svolítið sjokk að fá það 
								skríðandi inn á veturna...  
								
								 
								Hringleiðin um 
								Geldinganes er ævintýri líkust ef menn hafa á 
								annað borð ánægju af því að ganga úti við 
								
								 Sjórinn talar við mann allan tímann og fylgir manni eins og skugginn... 
								
								 
								Í 
								norðvesturendanum var áð og hópurinn þéttur enn 
								einu sinni í smá skjóli  
								Þrír af nokkrum 
								áhættuþáttum þegar við metum aðstæður í 
								göngunum... en það var tiltölulega hlýtt... autt 
								færi... rötun auðveld... nálægðin við borgina 
								mjög góð... þjálfarar þekktu leiðina mjög vel... 
								hvergi hættulegur kafli yfirferðar...  
								
								 Nú reyndi á að vera með höfuðljós því í þessu skyggni.. þungskýjuðu, rigningu og auðu færi er ekkert sem lýsir leiðina nema höfuðljósin... ekki snjór á jörðinni, tunglsljós né stjörnubjartur himinn... 
								
								 
								Öll norðuströndin 
								var nú gengin í myrkri með rigninguna og vindinn 
								beint í fangið svo allir blotnuðu að einhverju 
								leyti 
								
								 Hópurinn var því þéttur mjög vel fyrri hluta göngunnar en frá norðausturendanum og alla leið að suðurströndinni var gengið í einni beit... og því reyndi líka vel á þá sem ekki voru með höfuðljós og gátu ekki haldið í við hópinn... því ef þeir fylgdu ekki hópnum var myrkrið allt um lykjandi og erfitt að sjá niður til að fóta sig í blautu berginu og margbreytilega gróðrinum... leiðin um Geldinganesið er nefnilega ágætlega krefjandi yfirferðar þó misgreinanlegur slóði sé alla leiðina og auðvelt að týna slóðinni þegar stórgrýttast er norðan megin... hvað þá misstíga sig í hrjúfri yfirferð og margbreytilegu færinu... 
								
								 
								Saklaust æfing 
								innan borgarmarkanna endaði því sem hörkuæfing 
								með fjöldann allan af lexíum,  Alls 7,6 km á 2:10 klst. upp í 28 m hæð með alls hækkun upp á 138 m miðað við 3 m upphafshæð. Geldinganesið er komið til að vera sem árleg æfingaleið í þessum klúbbi... sannarlega flott leið sem vert er að upplifa á öllum árstímum í öllum veðrum og birtuskilyrðum... og ekki verra að þurfa ekki að keyra í klukkutíma til og frá borginni :-) Lexíur kvöldsins: 
								* Höfuðljós eiga 
								alltaf að vera í bakpokanum  
								* Regn- og 
								vindheldur hlífðarfatnaður á alltaf að vera í 
								bakpokanum  
								Vinsamlegast ekki 
								taka þennan búnað úr bakpokanum ykkar...   | 
							
| 
								 
								 
								 
								Grrenjandi 
								rigningin allan þriðjudaginn 16. október... og í 
								raun dagana á eftir og helgina á eftir...  
								 
								Þegar á hólminn 
								var komið var þurrt lengstum og fínasta veður... 
								 
								Níu manns 
								mættir... Sigga Sig. og Slaufa, Örn, Guðmundur 
								Jón, Guðrún Helga, Ólafur Vignir,  
								 
								Sandfellið var 
								napurt og þar dró vindurinn upp regnjakkana 
								okkar aftur  
								 Leiðin var falleg milli fjallanna... skriður, hraun og mosi... og haustlitirnir skreyttu allt yndisfagurlega... 
								 
								Við fórum upp 
								snarpar og grýttar austurhlíðarnar á Fjallinu 
								eina 
								 
								Þar uppi var 
								veðrið skárra og enn var skyggni í stakasta lagi 
								 Nokkrir kaflar á niðurleiðinni brattir í hollu klöngri og þarna lagðist rökkrið hratt yfir... 
								 ... og þá komu höfuðljósin sér vel því í jafn þungbúnu veðri og var þennan þriðjudag... ekkert tunglsljós... engin snjóföl... lítið skyggni... þá er ekki möguleiki að sjá nokkuð af viti nema vera með alvöru ljós... 
								 
								Alls 4,5 km á 
								1:38 klst. upp í 269 m hæð á Sandfelli og 232 m 
								á Fjallinu eina   | 
							
| 
								 
								 
								
								 
								Þriðjudagsæfingar 
								í byrjun október hafa oftar en ekki verið í 
								fyrsta snjó vetrarins... 
								
								 
								Þessi regla var 
								ekki brotin þennan 9. október árið 2018  
								
								 Úrkomubeltin gengu yfir landið í fjarska og áttu eftir að mæta á svæðið þegar á leið... 
								
								 ... en það merkilega var hversu snjóþungt var á svæðinu miðað við auða jörð og milt haustið í bænum... 
								
								 
								Engu að síður 
								fallegt veður til að byrja með og birtan 
								einstök...  
								
								 
								Örninn gekk beint 
								af augum frá malarstæðinu við 
								Hafnarfjarðar-Bláfjalla-afleggjarann  
								
								 
								Rökkrið seig 
								fljótlega á þegar upp var komið en hnúkurinn sem 
								sjálfum Þríhnúkagígnum  
								
								 Myndirnar orðnar loðnar ef ekki var notað flass... og ekki hjálpaði veðrið sem var slyddukennt og vindasamt... 
								
								 
								Miklar breytingar 
								hafa verið við gíginn frá því við gengum að 
								honum fyrst árið 2009...  
								
								 Allt snævi þakið í kring og eins gott að renna ekki ofan í... 
								
								 
								Sjö manns 
								mættir... Helga Björk, Lilja Sesselja, Karen 
								Rut, Guðmundur Jón, Sigga Sig. og Súsanna 
								
								 Já... ferðamannalandið Ísland... komnir gámar neðan við gígana... og stígur alla leið niður á veg... í gámunum eru græjur til að bjóða upp á súpu þegar farið er í ferð niður í gíginn... og salernisaðstaða... ekkert af þessu var fyrir nokkrum árum síðan... svæðið er varanlega breytt... eins og svo margir aðrir staðir sem við komum reglulega á... 
								
								 
								Já... 
								keðjubroddar og höfuðljós... veturinn er 
								mættur...  
								
								 
								Alls 4,4 km á 
								2:09 klst. upp í 566 m hæð með alls hækkun upp á 
								346 m miðað við 313 m upphafshæð.  | 
							
| 
								 
								
								Gengið í spegilsléttu sólarlagi 
								
								 Heilunarganga var þriðjudaginn 2. október kringum tvö ólík vötn á höfuðborgarsvæðinu... 
								
								 
								Reynisvatn sem 
								markast af góðum göngustíg allan hringinn og er 
								fjölfarið  
								
								 
								... og hins vegar 
								Langavatn sem er mun fjær borginni... lengst 
								uppi í sveit í raun...  
								
								 
								Gengið var 
								meðfram Reynisvatni til að byrja með og svo 
								farið upp á heiðina í áttina að Langavatni 
								
								 
								Alger friður var 
								við bæði vötnin...  
								
								 Enginn stígur er kringum Langavatn og meðfram því rísa nokkur sumarhús og fleiri en eitt var fyrir báta... 
								
								 
								Fjara þess er 
								torfær og mjög grýtt...  
								
								 Mættir nokkurn veginn þeir sömu og síðustu þriðjudaga: 
								Jóhann Ísfeld, 
								Guðmundur Jón, Arnar, Guðrún Helga, Örn, Karen 
								Rut, Guðlaug Ósk, Steinunn Sn., með Bónó, Ólafur 
								Vignir, Gerður Jens og Lilja Sesselja og Bára 
								tók mynd  
								
								 Það þurfti að gæta hvers skrefs... til að misstíga sig ekki og detta eða brotna... 
								
								 En við austurendann settist sólin á vatnsflötinn og við fylgdumst andaktug með... 
								
								 Áþreifanleg fegurð og mikil heilun sem við drukkum inn... 
								
								 Hlýjir litir sólarlagsins og mildir litir haustins skreyttu þetta kvöld hvert skref... 
								
								 Dásamlega samvera og innihaldsríkar samræður einkenna svona kvöld... 
								
								 
								... það er alltaf 
								þess virði að skella sér í kvöldgöngu með þessum 
								bestu göngufélögum í heimi 
								
								 Við norðvesturenda vatnsins tók smám saman að rökkva og skyggnið minnkaði smátt og smátt... 
								
								 Þarna var einhvurs lags stígur í landslaginu að byrja að mótast... 
								
								 Sólin farin... og gráminn gaf birtu áður en myrkrið tók yfir... 
								
								 Blankalogn og dásamlegur friður... Úlfarsfellið að speglast... 
								
								 Hvítt til fjalla... Esjan, Hátindur og Móskarðahnúkar... 
								
								 Þetta var löng ganga en mjög rösk og við áðum nokkrum sinnum á leiðinni... 
								
								 Þegar komið var að Reynisvatni var nánast komið myrkur en fegurðin var enn alltumlykjandi... 
								
								 Kyngimagnað alveg... og þess virði að ljúka hringleiðinni kringum Reynisvatnið líka... 
								
								 Annað hefði verið algert stílbrot á þessari gullfallegu göngu... 
								 Alls 8,6 km á 2:15 klst. upp í 129 m hæð hæst með alls hækkun upp á x m miðað við 91 m upphafshæð. 
								
								 
								Stuttu eftir að 
								heim var komið fékk Bára þjálfari símtal um 
								skyndileg, alvarleg veikindi fatlaðs bróður síns
								 
								...
								lífsreynsla sem við lendum öll í einu sinni eða 
								oftar á lífsleiðinni... 
								Verum góð hvort 
								við annað... alltaf...   | 
							
| 
     
 Við erum á 
	toppnum... hvar ert þú?  |