Æfingar alla þriðjudaga frá janúar
út mars 2014
í öfugri tímaröð:
Gljúfur Laxár í Kjós 25. mars
Litli Meitill 18. mars
Vetrarfjallamennskunámskeið Bláfjöllum eða Helgafell í Hafnarfirði 11. mars
Vatnshlíðarhorn Kleifarvatni 4. mars
Stóra og Litla Lambafell og Lambatangi við Kleifarvatn 25. febrúar
Selfjall, Sandfell og Rjúpnadalahnúkar 18. febrúar
Esjuljósaganga 11. febrúar
tórhöfði og félagar um Hvaleyrarvatn 4. febrúar
Ásfjall og Vatnshlíð frá Ásvallalug um Ástjörn 28. janúar
Vífilsstaðahlíð frá Salalaug um Vífilsstaðavatn 21. janúar
Hádegishæð frá Árbæjarlaug um Rauðavatn 14. janúar
Úlfarsfell, Vesturtindur frá Grafarvogslaug um Leirtjörn 7. janúar
Nýársganga á Esju að hætti Gylfa
nýársdag miðvikudaginn 1. janúar
Þriðjudaginn 25. mars var óhefðbundin æfing meðfram Laxár í Kjós upp að Þórufossi í blíðskaparveðri...
Vor í lofti og milt færi... bráðnandi snjór og vorleysingar í jörðu...
Gengið var frá afleggjara að Hækingsdal með leyfi landeigenda og upp með vatnsmikilli ánni að gljúfrinu sem er ofar...
Brakandi logn þegar komið var að gljúfrinu og veðrið dásamlegt...
Sólin á lofti nánast allan tímann og bjart allt til enda...
Þegar ofar dró sáum við stórt snjóflóð sem fallið hafði út hlíðunum ofan árinnar alla leið ofan í ánna...
Heldur óhugnanlegt að
sjá en lærdómsríkt... ansi saklausar brekkur og
sláandi að sjá þétt snjómagnið sem hrifið getur menn
og stórslasað... jafnvel banað eins og vel kom fram
í áhrifamiklu viðtali í Landanum á RUV við Friðjón,
fjallaleiðsögumann sem slasaðist alvarlega við störf
í þyrluskíðamennsku hjá Bergmönnum í apríl í fyrra:
...en Friðjón var okkar aðalleiðsögumaður á
Hvannadalshnúk þann 13. maí 2010
Það þurfti að klofa vel yfir snjóflóðið...
Brátt dýpkaði gljúfrið...
...en leiðin var greið þó stundum þyrfti að fóta sig varlega meðfram ánni...
... sem gerði gönguna skemmtilegri og þess virði að halda sig svona á láglendi...
Annað snjóflóðið sem við þveruðum... ótrúlegt að finna samanþjappaðan snjómassann sem staðfesti vel það sem alltaf er sagt í snjóflóðafræðslu... að samfallinn snjór í flóði er mjög þungur og þéttur eins og steypa og mun skaðlegri en ætla mætti þegar hann púðrast saklaus í brekkunum... enda rennur hann af stað undan þunganum þegar hann þéttist við bleytu, hláku eða snjóbráð eftir sólríkan dag og undir er þurrari eða harðari snjór sem virkar eins og færiband eða" renna" fyrir þyngri snjómassann sem liggur ofan á... í eðlisfræðilegum fallþunga þess sem þyngra er ofan á því sem sleypara er eða harðara... í langvarandi hláku þéttist snjórinn svo allur í gegn og þá fjarar snjóflóðahættan smám saman út þar sem snjómassinn er steyptur allur í gegn niður að jörð... við náum vonandi mætingu í snjóflóðanámskeið næsta vetur !
Þaðan kom það...
niður þetta litla gil... eins og fræðin segja að
jafnvel saklausustu gil geta verið varasöm...
Þetta var ansi
notalegt kvöld og menn óðamála að fá fréttir af
íshellaferð Ágústar með nokkra Toppfara sem skoðuðu
þetta magnaða náttúrufyrirbæri í Breiðamerkurjökli
síðustu helgi:
Var það Ásta Henriks sem bauð upp á þennan verndarengil á leiðinni ? :-)
Við þveruðum ótal
læki á leiðinni á snjóbrúm sem lokuðu vel fyrir
sprænurnar sem sprikkuðu vonglaðar undir
Þegar komið var að Þórufossi brattnaði hlíðin...
Og leiðin var tæp á
smá kafla en það versta sem hefði gerst hefði verið
að blotna illilega í ánni
Þórufoss... lítið
hægt að sjá í fljótu bragði um ástæðu nafnsins en
Ferlirs-menn klikka ekki á heimildaskráningum sínum:
Mættir voru 34 manns: Ólafur G., Gylfi,, Súsanna, Anton, Lilja Bj., Doddi, Hjölli, Ásta H., Gerður Jens., Steinunn Sn., Ósk E., Björn Matt., Sigríður Arna, Katrín Kj., Arnar, Örn, Jóhannes, Guðmundur, Ólafur Vignir, Steingrímur, Þórunn, Arna, Heimir, Sigga Sig., Jóhann Ísfeld, Jón, Njáll, Margrét, Lilja H., Svala, Valla, Halldóra Á. og Roar en Bára tók mynd og Flóki, Bónó og Moli skoppuðu með :-)
Eftir góða
nestisstund við fossinn var haldið til baka en ennþá
var bjart
Það var ansi gaman að
ná einni alvöru gljúfurgöngu upp að rjúkandi fossi
að vetri til á vatnaárinu mikla...
Eftir þessa þrjá fyrstu mánuði ársins af tólf erum við búin að hringa hin ýmsustu vötn, ganga fjörur, ganga á vatni og ganga með glúfri og ganga með fossi... verðum við ekki að baða okkur undir fossi áður en árið er liðið?... vaða yfir ár ogsynda í sjónum og... látum sjósundsfólkið koma okkur út í það :-)
Sjá snjóflóðið hér runnið niður í ánna...
Hvílíkur snjómassi !
Hann kom héðan... við
sáum fleiri snjóflóð á leiðinni og veltum mikið
fyrir okkur landslagi, snjóalögum, legu og
fallhraða...
Alls 7,8 km á 2:32 klst. upp í 163 m hæð með 117 m hækkun miðað við 103 m upphafshæð... gerist ekki saklausara á þriðjudagskveldi og flott að ná þessari vegalengd og tímalengd... en fagurt, skemmtilegt og öðruvísi var það og menn ánægðir með göngu kvöldsins... nú lofum við að fara að hækka okkur almennilega og ganga upp meiri brekkur :-)
... en þetta ár er
kennt við vatn í allri sinni mynd og afmarkast
nokkuð af láglendistakmörkum þess... og því ætlum
við m. a.
aukaferð kringum kleifarvatn á laugardaginn og vonum
að sem flestir nái að njóta þeirrar dýrðar sem þar
er um strandlengjuna alla og á fjöllin næst
vatninu... klárlega heill ævintýraheimur út
af fyrir sig... og svo bíður Bjarnarhafnarfjall
handan við hornið í byrjun apríl :-) |
Meitlað
brúnalogn
Enn og aftur
fengum við
erfitt veður
þegar haldið var
á Meitlana í
Þrengslunum...
Veðrið svo
óspennandi að
flestir melduðu
sig heima eða í
saklausari
göngur eða aðra
úviveru á
höfuðborgarsvæðinu...
Færið gott þrátt fyrir erfitt veður... og varla broddafæri en í mjúkum snjónum en menn fóru samt í hálkubroddana til öryggis.
Það
var ekki veður
til að æfa
broddanotkun og
ísaxarbremsu
eftir frábært
vetrarfjallamennskunámskeið
vikuna á undan
Gylfi mældi 19 m/sek á miðri leið með veðurmælinum sínum á miðri leið...
Ætlunin var að
ganga á báða
Meitlana og ná
góðri 10 km
kvöldgöngu í
sólinni meira en
helming
leiðarinnar
...en það var nokkuð ljóst að láta yrði nægja að ganga eingöngu á Litla Meitil að sinni... verðum bara að skipuleggja Meitlana báða að sumri til og vona að það verði þá ekki sumarrigningar nákvæmlega það kvöldið... það væri eftir því miðað við þau veður sem við fáum alltaf þarna... nei hættum nú þessu væli... :-)
Ólafur Bj.,
Gylfi, Ólafur
G., Jóhannes,
Lilja Sesselja,
Guðmundur Jón og
Ósk
Og ... á meðan tóku Hafnfirðingar snjóskíðagöngu í Heiðmörk í boði Björns, Súsönnu og Svölu... en voru hvorki með myndavélar, síma með myndavél né gps einu sinni... og sendu þessa mynd sem lýsir því hvernig þetta var NÆSTUM ÞVÍ :-)
... og Jóhann Ísfeld og Steinunn tóku þessa selfie-mynd á Vífilsfellshlíð :-)
Eftir tindinn var haldið til baka sömu leið... ekki veður til þess einu sinni að fara niður norðan megin og taka gilið fagra og Votabergið í bakaleiðinni...
Og því endaði
æfingin á 3,5 km
á 1:33 klst. upp
í 468 m hæð með
alls hækkun upp
á 287 m miðað
við 207 m
upphafshæð Lexía göngunnar: Veðrið á Íslandi er mjög breytilegt og skipast skjótt í lofti. Okkur þykir mjög skiljanlegt að menn sleppi að mæta í veðri sem þessu og því alger óþarfi að vera með samviskubit yfir því, sérstaklega af því þetta er talsverður akstur og ákveðin fyrirhöfn. Sem fyrr er það engu að síður okkar stefna sem þjálfara að halda plani óháð veðurspá og eingöngu breyta dagsrkánni eða aflýsa göngu ef veður er mjög slæmt. Ef við förum að breyta dagskránni oft um leið og veðrið er ekki með besta móti erum við fljót að hörfa of mikið undan veðrinu og þröskuldurinn lækkar stöðugt. Það er því vel þegið ef menn melda sig saman með annan möguleika til göngu eða útiveru gegnum fésbók eins og Hafnfirðingarnir gerðu þetta kvöld, þar sem það hentar ekki alltaf öllum að berjast við veðrið... en við þjálfarar munum almennt halda plani og þá mæta bara þeir sem nenna þessum barningi og vilja takast á við veðrið og eiga erfitt með að gera það öðruvísi en í öruggum krafti hópsins, því við verðum fljót að missa tökin á vetrarveðrum ef við hættum alfarið að ganga í þeim.
Kærar þakkir
Súsanna, Björn
og Svala fyrir
að melda inn
gönguskíðin í
Heiðmörk svo
aðrir höfðu
möguleika á að
skella sér með
og takk þið sjö
sem mættuð á
æfinguna, þetta
er alltaf
ægilega gaman og
nauðsynlegt að
fá nokkur erfið
veður á hverju
vetri til að
halda sér
sterkum og vel
við í hæfninni
til að takast á
við veðrið :-) |
Vetrarfjallamennska
Tólf Toppfarar fengu kennslu í grunnatriðum vetrarfjallamennsku þriðjudaginn 11. mars í Bláfjöllum á meðan þeir sem áður voru búnir að fara eða komust ekki tóku sína hefðbundnu þriðjudagsfjallgöngu á Helgafell í Hafnarfirði í umsjá hafnfirsku eðal-Toppfara-kvennanna Súsönnu, Svölu og Vallýjar...
Jón Heiðar Andrésson var leiðbeinandi námskeiðsins... kom ferskur úr áframhaldandi námi sínu í Kanada þar sem hann er að ná sér í alþjóðleg réttindi sem fjallaleiðsögumaður... en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki í vetur sem heitir Asgard Beyond og mun leiðsegja okkur um nokkra tinda í Öræfajökli í vor eins og frægt er orðið: https://www.facebook.com/asgardbeyond
Veðrið var ekki sérlega gott... vindur og úrkoma... og því hættum við við að fara upp hlíðarnar á Fram-skíðasvæðinu... eftir spekúlasjónir með leiðarval úr frá snjóflóðahættu og fengum þessa líka fínu aðstöðu í Drottningargili? þar sem góð harðfennisbrekka beið okkar fyrir ísaxarbremsuna, svelluð brekka hinum megin fyrir broddagöngu... og góðar snjóhengjur fyrir sprungubjörgunina... gátum ekki verið heppnari... og fengum svo í kaupbæti upplýst svæðið þegar tók að rökkva þar sem ljósin af skíðasvæðinu í Bláfjöllum lýstu upp allt okkar svæði eins og svið í bleikri birtu... sem við áttuðum okkar á hversu mikil var þegar þeir slökktu ljósin um hálftíuleytið þegar við vorum nánast búin...
Fyrst var farið í
belti og línur og æfð uppröðun og hnýting við göngu í línu á
jökli...
Svo var farið í brodda og æfð broddaganga í halla og hvernig bera skal sig að...
Sjá hvernig gengið er upp brekku með broddana á tánni inn í brekkuna á hægri fæti og vinstri fót í 45° eins og allir gera á myndinni og svo skal skipta til að hvíla... sama gildir í hliðarhalla en þá fer neðri fótur í 45° halla og efri fótur beint fram.
Helstu mistökin eru þau að fara of seint í broddana og of seint úr þeim... sérstaklega þegar hálkubroddarnir hafa bæst við og við þurfum að muna að skipta þegar þörf er á sbr. á Snjófjalli, Svartafjalli og Skyrtunnu í maí í fyrra... sjá hér umræðu úr búnaðarlistanum um hálkubrodda vs. jöklabrodda: Hálkubroddar eða jöklabroddar: Heitar umræður sköpuðumst
veturinn 2011
- 2012 á fésbókinni eftir andlát ferðamanns á Sólheimajökli í
nóvember 2011 þar sem
hann lést vegna ofkælingar eftir fall ofan í dæld á hálkugormum
einum saman (málmgormar á gúmmíteygju eins og hlauparar nota og við
prófuðu að nota fyrst áður en hálku(keðju)broddarnir komu) en hann
gat ekki komið sér upp úr dældinni aftur svona vanbúinn á jökli
auk þess sem leitað var á röngu svæði.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/11/14/lest_af_voldum_ofkaelingar/
Í þessum umræðum bentu þeir sem á annað borð ganga mikið á fjöll allt árið um kring og ekki síður að vetri en sumri, ákveðnir á að hálkubroddarnir gagnast vel á léttari leiðum og þar sem hálka er á leiðinni til að byrja með um léttari brekkur, kringum grjót, í mjúkum snjó o.fl. en að jöklabroddar verða svo að vera komnir á skóna þegar komið er í langar, brattar og hálar brekkur eða svipaða varasama staði og reynslan ein kenndi mönnum þessa ákvörðun. Fyrir þá sem fara sjaldan á fjall að vetri til og hafa eingöngu vanist jöklabroddum (hálkubroddarnir koma ekki fram fyrr en um 2009 - 2010 eða svo) er eðlilegt að vilja eingöngu notast við jöklabrodda eins og þeir eru vanir, en mjög leitt að okkar mati ef menn snúast alfarið gegn hálkubroddunum, því eins og nokkrir fjallamenn sögðu sem raunverulega eru að ganga á fjöll jafnvel vikulega eða oftar allan veturinn eins og þessi fjallgönguklúbbur, þá hefðu hálkubroddarnir fljótt sannað gildi sitt á léttari leiðum eða á einfaldari hluta fjallsins þar sem hálka er til trafala jafnvel á láglendi, en fara svo í jöklabroddana þegar brekkurnar eru orðnar langar, hálar og brattar eða að öðru leyti varasamar. Þarna reynir á að geyma ekki of lengi að fara í jöklabroddana sem eru algengustu mistökin almennt varðandi jöklabroddana eins og Jón Andrés sagði, en NB hvort sem hálkubroddar eru með í för eða ekki, eins og margir þekkja af eigin reynslu (eru að renna til lengi vel á hálli leið og jafnvel verið að höggva spor frekar en fara í brodda til að "spara broddatímann"... m. a. af því að mönnum hefur fundist slysahættan aukast þegar menn sleppa stöfunum og þurfa að nota ísexina). En einmitt af þeirri ástæðu... að það getur verið orkufrekt að ganga á jöklabroddum klukkustundum saman í halla og grjóti... þeir auka líkur á blöðrumyndun og reyna verulega á ökkla... flækjast gjarnan í skálmum og jarðlendi... með tilheyrandi aukinni slysahættu af öllu ofangreindu... er einmitt gott að hafa hálkubroddana meðferðis til að spara orku og ganga öruggur um svellaða kafla sem eru minna brattir og ekki varasamir og hafa vit á að fara svo í jöklabroddana þegar leiðin er orðin brött eða varasöm. Reynslan er mikilvægust í þessu að okkar mati, með reynslunni þróa menn með sér skýrari mörk um hvenær sleppa skal hálkubroddunum og fara í jöklabroddana - rétt eins og menn þurfa að gæta þess að fara nógu snemma í jöklabroddana þegar þeir eru það eina meðferðis... og sleppa þá stöfunum fyrir ísexina án undantekningar. Við getum því miður ekki tekið undir það að hálkubroddar eigi bókstaflega aldrei rétt á sér í fjalllendi, þar reynir einfaldlega á reynslu og dómgreind viðkomandi í hvert sinn. Málefnaleg og sanngjörn umræða um hálkubroddana er nauðsynleg og alltaf hollt að velta öllum sjónarhornum fyrir sér. Því má velta fyrir sér hvort fræðileg fjallamennska á Íslandi þurfi að skoða raunverulega gagnsemi hálkubrodda af málefnalegri alvöru en hingað til hefur verið og gefa frekar skýrari línur með notkun þeirra í samhengi við jöklabrodda þar sem hálkubroddar eru án efa góðir til síns brúks, svo langt sem þeir ná og ekki málefnalegt að okkar mati að útiloka þá með öllu við allar göngur í fjalllendi að vetri til :-) Hér vantar fleiri punkta sem ekki verður farið í hér eins og gagnsemi hálkubrodda til að þjálfa tilfinningu fyrir jöklabroddatækni almennt á léttum leiðum sem er jákvætt að okkar mati, spurningar um raunverulega hæfni í ísaxarbremsu þegar á reynir og hvernig megi bæta okkur þar, hvort nota eigi ísexi alltaf með hálkubroddum eða ekki, mögulega aukna slysahættu við að sleppa göngustöfum sem menn eru mjög vanir að hafa til að halda jafnvægi (sem reynir verulega á í miklum halla) og vera kominn með ísexi í hönd sem menn eru ekki eins vanir að hafa, en er nauðsynlegt og á absolut að vera með jöklabroddunum og ætti þá kannski að æfa betur með meiri notkun o. m. fl.
Að ganga á broddum:
*Stíga
jafnt á yfirborðið svo broddarnir nái allir að grípa taki í
hjarnið en ekki stíga á ská (eins og maður gerir í skóm og hliðarhalla
þegar maður stingur jarkanum á skónum inn í brekkuna til að mynda
syllu í jarðveginn - alls ekki gera þetta ef maður er á broddum
heldur nýta
alla
broddana til
að grípa í hjarnið
með því að
ganga
"flötum
fótum"). *Ganga aðeins gleitt með smá bil milli fóta til að flækja ekki broddunum hvor í annan eða flækja broddunum í skálmarnar og detta um sjálfan sig af þeim sökum eins og margir hafa reynt (sbr. rifnar skálmar á hlífðarbuxum v/broddanna). Chaplin eða skíðastökkvarar hér fyrirmyndin. * Taka stutt skref til að hafa betra vald á hverju skrefi.*Stíga föstum skrefum niður í snjóinn en ekki léttum svo broddarnir nái að grípa vel í snjóinn (ef hált færi). * Ganga með framhlið manns vísandi niður brekkuna ef undirlagið er mjög frosið, bratt og hált til að ná sem jöfnustu gripi - en ekki "ganga á hlið" eins og maður gerir vanalega á göngu í hliðarhalla. Á við í mikilli hálku, svelli eins og t.d. áKerhólakambi í desember 2007 þar sem við fórum vel yfir þetta og æfðum ofl. ferðum. *Þegar hálkan er minni en samt til staðar skal ganga í hliðarhalla með því að snúa "efri" fæti, þ.e. fætinum sem er ofar í brekkunni í göngustefnu en "neðri" fæti um 45° niður í móti til að nýta betur yfirborð broddana og hafa meira vald/öryggi á göngunni. Með því að ganga zikkzakk upp brekku er gott að hvíla kálfana með þessu þar sem maður beitir efri og neðri fæti misjafnt eftir því hvernig maður snýr mót hallandi brekkunni.
Eftir broddagönguna var farið í notkun á ísexi... Að ganga með ísexi: *Ef farið er í brodda skal alltaf taka ísexi með í hönd líka því þá er maður kominn í hálkufæri þar sem nauðsynlegt er að geta stöðvað sig með ísaxarbremsu. *Halda skal í ísexina með breiðara skaftið fram og beittara skaftið snýr aftur (oddurinn) og venja sig á að halda alltaf á henni svona þar sem viðbragðið til ísaxarbremsu liggur beinast við í þessari stöðu.* Ef gengið er í hliðarhalla skal ísexin ávalt vera í þeirri hendi sem snýr að brekkunni til þess að viðbragðið ef maður dettur sé einfaldara við að grípa til ísaxarbremsu.*Sé gengið niður brekku getur verið gott að styðja ísexinni aftan við sig til að hafa stuðning/hald.
Og þá var komið að verklegum æfingum í ísaxarbremsu sem aldrei er farið nógu oft í...
...og verðum að skerpa á þegar færi gefst í göngunum okkar fram á vor....
Fengum þessa fínu hjarnbrekku með góðan snjó neðar og menn gátu valið mismikla hörku á snjónum og vegalengd eftir smekk:
Ísaxarbremsa: * Ísaxarbremsu er ekki hægt að lýsa - hana verður einfaldlega að æfa verklega!* Með því að halda alltaf rétt á exinni er maður viðbúinn eins og hægt er að grípa til hennar.* Mikilvægt að halda henni sem næst brjóstkassanum þegar bremsunni er beitt og missa hana ekki of langt ofan við sig til að geta beitt líkamsþunganum á ísexina - lítið hald í henni ef maður er kominn lengst fyrir neðan exina sjálfa.* Hinn hlutinn af líkamsþyngdinni á að fara á hnén og lítið/ekkert annað af líkamanum að snerta jörðina - til að láta líkamsþungann liggja á exinni annars vegar og hnjánum hins vegar en þetta getur skipt sköpum upp á að bremsan virki ef hjarnið tekur illa við.* Broddarnir mega ALDREI snerta jörðina ef maður rennur af stað. Þetta er mikilvægasta viðbragðið því ef broddarnir rekast í hjarnið á hraðferð rennandi niður kastast menn til og fara í loftköstum niður án þess að geta nokkuð stjórnað sér og beitt exinni og geta slasast illa við það - en ekki síður við það að fóturinn mun höggvast móti mótstöðunni þegar broddarnir fara í hjarnið og ökklar eða aðrir hlutar fótar geta brotnað illa.* Menn þurfa að æfa vel ísaxarbremsu, hún verður þeim eingöngu töm sem æfir hana oft og reglulega við allar aðstæður.* Nauðsynlegt er að vera jafnvígur á hægri og vinstri hendi og æfa bremsuna á báðum þannig að hún sé manni töm beggja vegna og æfa fall með höfuð niður í móti á maganum og bakinu, fall frá hlið beggja vegna en ekki eingöngu með falli niður í móti á afturendanum eins og einfaldast er að gera.* Gott er að fara alltaf yfir ísaxarbremsu í hvert skipti sem farið er á brodda og hún tekin í hönd ef menn gera það sjaldan á hverju ári og fyrir þá sem fara reglulega á brodda með ísexi að æfa sig í huganum á göngunni, taka hana í viðbragðsstöðuna önnur hendi á efra skafti og hin á neðra skafti og ísexin ber við brjóstkassa.* Þegar ísaxarbremsa er æfð er öruggast að vera ekki á broddunum til að auka ekki slysahættuna og velja öruggt æfingasvæði, þ. e. svæði þar sem menn stöðvast sjálfkrafa neðar og ekkert tekur við annað en snjór, hvorki grjót, möl, gljúfur né annað.
Hér fer Soffía Rósa með höfuðið á undan og á maganum...
Ekki allra að láta sig hafa það með höfuðið á undan...
... en eftir því sem menn æfa oftar ísaxarbremsu því hugrakkari verða þeir...
... því reynslan kennir manni að hún grípur ótrúlega vel í
og það er mikilvægt
að æfa sveiflurnar í allar áttir frá öllum hliðum
Guðmundur hér á góðri ferð en hann er með ólofthræddustu Toppförunum...
Hópmynd í brekkunni
með broddana upp Bára, Guðmundur
Jón, Katrín Kj., Lilja H., Doddi, Njóla, Sigga Sig., Soffía Rósa,
Ólafur Bj., Arna, Njáll og Örn
... og svo eina hliðarmynd af því það var farið að rökkva... með Jóni Heiðari lengst í fjarska... þetta var aðeins niður í móti og kom mönnum vel í stöðuna fyrir ísaxarbremsuæfingu á maganum með höfuðið á undan :-)
Erfiðasta æfingin
var svo ísaxarbremsa niður
brekkuna á bakinu með höfuðið á undan
Þarna kominn með ísexina í hjarnið áður en fætur fara svo niður mót þyngdaraflinu...
Jöklasprungur: Eftir góðar rennur niður brekkuna með ísexinni var farið yfir legu jöklasprungna og hvernig togsprungurnar "leka" niður jökulinn... svo almennt er gengið þverf yfir þær... en stundum þarf að ganga samhliða þeim... eins og á Þverártindsegg 2012og því var gott að fara yfir það og skilja hvað þar skiptir mestu máli...
...að halda sömu vegalengd milli manna þó þeir raði sér sikk sakk yfir í línunum þar sem gengið er samhliða hugsanlegum sprungum og þannig tryggt að álagið á hverja snjóbrú sé þá ekki of mikið, því ef tveir standa á sama stað eru auknar líkur á að snjóbrúin gefi sig en ef eingöngu einn er í einu...
Farið var niður
gilið þar sem ágætis snjóhengjur voru fyrir verklegar æfinga í
sprungubjörgun
Hér fellur Örn niður sprungu... bleika birtan úr Bláfjallaskíðasvæðinu var mögnuð þetta kvöld...
Hvað gera menn
þegar leiðsögumaðurinn sem alltaf gengur fremstur Ef eingöngu ein lína ef á ferð skulu allir í línunni bíða, gott getur verið að grípa í hjarnið með ísexinni ef þarf, setjast strax allir niður, halda línunni strekktri og passa að þunginn dreifist á alla línuna en ekki bara fremsta mann sem tekur eðlilega mesta höggið við fallið og mesta þungann til að byrja með þegar slysið verður. Ef fleiri en ein lína er í leiðangrinum kemur önnur lína til björgunar: Björgunarlínan : Leiðsögumaðurinn þar nálgast brúnina varlega þar sem yfirleitt er snjóhengja á brúninni og sprungan liggur breiðari innan undir snjónum - notar til þess snjóflóðastöng til að kanna snjóalög og finna hvar fasta landinu sleppir til að gæta að eigin öryggi - grefur þá með skóflu úr brúninni til að bandið grafist ekki eins mikið inn, setur svo bakpoka, skóflu, skíði, staf eða annað þvert yfir snjóhengjuna til stuðnings til að línan skerist ekki inn í meðan á björgun stendur.Leiðsögumaður sendir svo aukaspotta niður til þess sem féll ofan í sprunguna með hnút og karabbínu (aukalínan sem leiðsögumaðurinn er með hjá sér í pokanum (þessa 20 metra)) en hann mælir út circa hversu langan spotta þarf miðað við hve sprungumaðurinn er farinn langt niður - setur karabínu á hnútinn - og sá sem féll nælir karabínuna á sama stað á beltinu og hina karabínuna (sá sem féll má alls ekki losa karabínuna sem fyrir er og heldur honum öruggur við sína eigin línu). Tryggja skal með spurningu til sprungumannsins hvort karabínan sé örugglega læst og með samfelldu átaki björgunarlínunnar í nokkrum áföngum þar sem fremsti maður í björgunarlínunni kallar "bakka" er maðurinn smám saman togaður upp úr sprungunni - mikilvægt að allir kalli skipun fremsta manns aftar á næsta mann, menn séu samtaka, veiti gott viðnám og taki hlutverk sitt alvarlega svo allt fari vel . Á meðan heldur lína sprungumannsins vel í og tryggir að hann falli ekki neðar ef eitthvað mistekst við björgunarlínuna (t.d. við að festa sjálfur aukaspottann í sig) og bakkar líka eins og línan þeirra losnar við uppgöngu leiðsögumannsins. Næst fremsti maður í þeirri línu skal meðan á björgun stendur næla sig í línuna með karabínunni sinni með því að næla henni fyrst í línuna og svo losa hana af hnútnum í beltinu - en þannig er hann laus úr línuhnútnum en áfram nældur í línuna og getur gengið rólega að sprungunni - þar skal hann halda munnlegu sambandi við þann sem féll og tryggja að alls sé í lagi hjá honum meðan hann er hífður upp. Til eru svo margar aðrar gerðir sprungubjörgunar sem fara þarf yfir á sérnámskeiði sem við tökum síðar eftir því hvort menn eru eingöngu tveir saman á göngu, ein lína á göngu o.fl.
Við tókum tvær æfingar í þessu og skiptumst á... Doddi féll næstur ofan í sprunguna og nú björguðuSoffía Rósa og félagar honum...
...með Guðmundu og félaga fremstan að halda við...
Bæði skiptin gengu mjög vel...
Og í raun gott fyrir alla að æfa að falla niður til að finna hvernig maður er dreginn upp en auðvitað er þetta einfaldara þegar aðstæður eru yfirvegaðar og undir stjórn og öryggi á æfingasvæðinu...
Um það leyti sem við vorum að ljúka við seinni æfinguna varð skyndilega myrkur... ljósin voru slökkt í Bláfjöllum og þá fundum við hversu ótrúlega mikil birtan var af skíðasvæðinu... bleiki liturinn alltumvefjandi var skyndilega farinn og við þurftum að ná í höfuðljósin... en þá fyrst tókum við eftir veðrinu að ráði... vindur og úrkoma á köflum ofan við snjóhengjuna eftir hvílíkt skjól í gilinu... orðin þreytt og svöng... já og smá blaut eitthvað... Hey, við gleymdum alveg að fá okkur nesti!!!... og ákváðum að láta þar við sitja... ekki fleiri æstir í að falla niður í sprungu og allir búnir að sjá hvernig björgunin fór fram... hversu einfalt þetta er í raun ef farið er eftir nokkrum mikilvægum öryggisatriðum...
Farið var vel yfir það sem gert var í björguninni til að skerpa á hlutverkum hvers og eins...
En Jón Heiðar tók smá snjóakkeriskennslu í lokin...
... og sýndi okkur tvær gerðir... T-akkeri og Snjóbolla-akkeri.
Í fyrra akkerinu gróf hann niður tvær axir þar sem önnur lá lárétt og hinni stungið á bak við beint ofan í bak við þá láréttu þannig að sú lárétta gaf þeirri lóðréttu stuðning til að halda í spottann sem þá var festur við...
þetta þarf að prófa vel áður en einhver sígur niður á þessu akkeri þar sem þykkt og samsetning snævar hefur allt um það að segja hversu öruggt þetta er... og mikilvægast að grafa nógu djúpt og grafa smá farveg fyrir línuna þannig að hún kippist ekki upp í mót... þetta virkaði fínt þarna þar sem snjórinn var frekar mjúkur og meðfærilegur þannig að hægt var að grafa og reka ísaxirnar niður...
Snjóbollinn var líka
gerður en hélt ekki sem
var ágætt fyrir okkur að
sjá, Hér er ágætis
tengill á hin ýmsu akkeri sem gera má í snjó frá amerísku
alpasamtökunum:
Loks var tími til að ganga í línu til baka og pakka saman... fengum að æfa okkur í að vefja upp jöklalínu þannig að hún flækist ekki með því að vefja henni bara í hringi... og þá loks hættum við og keyrðum heim þar sem fennt hafði í veginn frá því um daginn... alveg eins og í fyrra þegar við þurftum að draga suma bílana af stað... en nú gekk allt vel og við vorum alsæl að lokinni kennslu sem tók rúmar fjórar klukkustundir og var sérlega innihaldsrík. Kærar þakkir Jón
Heiðar Andrésson fyrir frábæra kennslu Skriðjöklanámskeiðið á Sólheimajökli féll því miður niður þessa helgina vegna óaðlaðandi veðurspár... mikil úrkoma en lítill vindur... þar sem lítil þátttaka réð endanlega úrslitum um að taka sjensinn á að stóru jöklarnir tækju mest alla úrkomuna sem spáð var... en við höfum tröllatrú á góðu námskeiði í Sólheimajökli um broddatækni, leiðarval í fjallendi, áhættustjórnun, áhættumat, sporagerð og ísklifurtækni... og ætlum að hafa þetta námskeið á dagskrá í mars á næsta ári... enda er heimur skriðjöklana magnaður sjónrænt séð líka og hreint ævintýri að ganga um þá :-) Þangað til skulum við æfa ísaxarbremsu og jöklabroddagöngu eins og aðstæður leyfa núna í mars og fram í maí í göngunum okkar... mæta með græjurnar sínar hver og einn eins og hann á og skellum okkur niður brekkur sem við finnum á leiðinni :-)
Margar myndir fengnar að láni frá Siggu Sig í þessari frásögn - sjá
albúmið hennar hér með texta við hverja mynd: --------------------------------
Skvísugangan á Helgafell í Hafnarfirði
Alls mættu um fimmtán Toppfarar á
Helgafellið, flestir með skvísunum þremur sem alltaf fylgir botnlaus
gleði og kátína enda erum við óendanlega heppin að hafa þær innan
okkar raða og vonum að svo verði um ókomna tíð... ... og svo fóru einhverjir á Akrafjallið, Esjuna, Úlfarsfellið... Takk
elskurnar... þið eruð best... hvar værum við án ykkar ? :-) |
Kaflarnir
á Vatnshlíðarhorni
Til hamingju
Gunnar og Steini og
félagar
Hún var þrískipt æfingin þriðjudaginn 4. mars þar sem ætlunin var að ganga á Vatnshlíðarhorn, Fagradalsmúla og læðast aðeins inn á Lönguhlíðar áður en snúið yrði við... en endað á því að ganga eingöngu á Vatnshlíðarhornið...
Við hófum gönguna í brakandi sólarblíðu við norðurenda Kleifarvatns... það var sannarlega sól og blíða þarna... blankalogn og yndislegt veður... sem var alveg í stíl við Hvalvatns- og Hvalfellsgönguna frá því um liðna helgi þar sem 25 félagar gengu 22 km á níu og hálfri klukkustund í þessari sömu veðurblíðu... svo gleðin og sælan lak enn af leiðangursmönnum...
Mættir voru 30 manns: Gylfi, Bestla, Örn, Halldóra Á., Súsanna, Ásta Agnars., Hjölli, Ósk, Ágúst, Doddi, Njóla, Nonni, Soffía Rósa, Steingrímur, Ólafur, Halldór, Guðrún Helga, Ástríður, Katrín Kj., Guðmundur Jón, Þórunn, Svala, Lilja Sesselja, Steinunn Sn., Lilja H., Ásta Guðrún, Margrét, Jóhann Ísfeld, Björn Eiríks og Bára sem tók mynd... með Dimmu, Flóka, Bónó og Mola skoppandi ofan í snjónum... Og við sungum fyrir Lilju Sesselju sem átti afmæli þennan dag og er að stíga upp úr flensu... og fögnuðum með Gunnari Viðari Toppfara, Fjallasteina og Vilboru Örnu og öðrum Kilimanjaro-förum sem sigruðu hæsta fjall Afríku þennan sama dag, 4. mars og þar fékk Gunnar afmælisssönginn með gítarspili og alles frá Steina... ekki amalegur afmælisdagur :-) http://framandifjoll.fjallaleidsogumenn.is/uhuru-tindur-ad-baki/
Kleifarvatnið bókstaflega glitraði í marsvetrarkvöldsólinni sem er alltaf svo blíð eftir skammdegi vetrarins...
Esjan úfin en
lægri fjöll
friðsæl að
sjá...
Vatnsskarðið hægra megin og Krýsuvíkurvegur að Kleifarvatni þarna niðri með Hafnarfjörðinn lengst í fjarska hægra megin...
Þjálfari hafði áhyggjur af snjóflóðahættu... rúllandi snjóboltar eru eitt af merkjunum... sjáanleg snjóflóð á svipuðum stað eru önnur merki en þau sáum við samt ekki þarna... en ábendingarnar þetta kvöld voru helstar nýfallinn snjór (blautari og þyngri ofan á frosnu, sléttu eldra lagi) frá því síðustu nótt og sólbakaðar hlíðarnar (þyngist og þéttist í hitanum ofan á harðrara sléttar lagi neðar) eftir bjartan daginn...
... en við vorum á öruggur slóðum á hryggnum þar sem grjótið var undir skónum og snjólagið of þunnt til að geta runnið eitthvað af stað en innar og sunnar í hlíðinni var snjósöfnun og í slíkum hvilftum og giljum getur snjór farið af stað eftir sólríkan stað og magnið komið á óvart á saklausum stað eins og Vatnshlíðarhorni og því ákváðum við m. a. að velja ekki aðra leið niður í bakaleiðinni en þá sem við fórum upp þó við frekar hefðum viljað...
Sveifluhálsinn gullinn í sólinni og skipti stanslaust litum... og það var gaman að rifja upp fyrri göngur á hann gegnum tíðina...
Þá fyrstu á
þessu gullnu
vetrar-sólar-tindferða
-ári 2014 sem
byrjar svona
vel:
Þá fyrri á syðri
hlutann 2013 þar
sem snúa þurfti
við vegna
illviðris á
miðri leið:
og þá fyrstu
2010 þar sem við
gengum í
leiðinni kringum
allt
Kleifarvatnið
sem var
ógleymanlegt
Jú, það var ráð að fara í brodda... nýfallni snjórinn hafði náð að bræða klakann eitthvað en ofar var hann svellaðri undir...
Örninn gerði góða slóð upp og þurfti að skófla sig aðeins gegnum mjúka, litla snjóhengju efst...
Fengum ekki nóg af að horfa á Sveifluhálsinn og Kleifarvatnið hvítt og slétt... og svo ólíkt því sem það var viku áður þegar við gengum á Lambafellin en þá var það frosið í öldugangi sem við höfum aldrei séð áður...
Gera má ráð
fyrir
snjóflóðahættu
frá tæplega 30°
halla upp í 50°
halla en hún nær
hámarki rétt
undir 40°
Hvílíkt spjall um lífsins gagn og nauðsynjar alltaf hreint í göngunum... :-)
Örninn að fylgja síðasta manni upp snjóhengjuna...
Yndislegt kvöld og sérlega gaman að fara upp sólbakaða hlíðina í þessari veðurblíðu...
... en uppi tók vindurinn við...
...og smá skafrenningur en útsýnið magnað og gönguleiðin greið...
Við gengum með norðurbrúnum Vatnshlíðarinnar að Vatnshlíðarhorni sem er annað hvort austan megin eða vestan megin á þessum vestasta hluta af fjallgarðinum öllum þarna frá Grindaskörðum eftir því hvaða korti maður trúir...
Einhvern veginn dró vindurinn úr okkur... kannski sat Hvalvatnsævintýrið enn í okkur... svo við ákváðum að láta þennan áfangastað við Vatnshlíðina nægja og sleppa Fagradalsmúla og Lönguhlíð sem voru í raun óraunhæfir áfangastaðir á kvöldi sem þessu... það munaði um þennan kafla frá Kleifarvatninu... hefðum þurft að leggja af stað alveg undir Vatnshlíðinni til að eiga inni þessa rúmu tvo kílómetra út eftir öllum Fagradalsmúlanum... en vildum frekar ná smá upphitun frá vatninu áður en lagt var á brattann... förum þetta bara síðar...
Snúið var við um heiðina yfir á vesturbrúnirnar með mögnuðu útsýni aftur yfir Kleifarvatnið og Sveifluhálsinn...
Snjóbrekkan farin á röskri niðurgöngu um ferskan snjóinn og ágætis æfingu í broddagöngu á hálku niður í móti...
... þar sem sumir nutu þess að láta sig gossa niður skaflinn...
Flóki hvarf stundum næstum alveg í snjóinn... og missti þefinn af Þórunni á niðurleið... varð ómögulegur og neitaði að halda áfram niður... þar til hann heyrði röddina hennar og þá geystist hann af stað... hann er kominn í félagatalið ásamt Dimmu sem fór í myndatöku á Hvalfelli um liðna helgi... söfnum endilega ferfætlingunum saman í félagatalið líka... löngu kominn tími á að koma því í verk... okkur þykir einfaldlega orðið svo óskaplega vænt um þessa ferfættu félaga okkar á fjöllum sem smita okkur af einlægri gleðinni og óbilandi vináttunni endalaust :-)
Síðasti kaflinn var genginn undir mánanum með hvít fjöllin svo falleg undir sífellt fleiri stjörnum sem birtust á himni eftir því sem myrkrið tók meira völdin... en vá, eins og það er nú fagurt á að líta þá er yndislega stuttu í að við þurfum ekkert að kveikja ljósin... Alls 7,1 km á 2:32 - 2:39 klst. upp í 398 m hæð með 422 m hækkun alls miðað við 146 m upphafshæð.
Með æfingum
léttustum á
árinu
|
Þriðjudaginn 25. febrúar mættu 39 manns á æfingu og gengu enn og aftur nýjar slóðir á þriðjudegi um Stóra og Litla Lambafell sunnan við Kleifarvatn með viðkomu á Engjahver (Stórahver?) og Lambatanga með suðurströnd Kleifarvatns.
Napur vindur og kuldi eins og síðustu daga... já, farið að teljast í vikum þessi norðaustanátt sem ríkt hefur um landið allt með nánast engri úrkomu allan febrúarmánuði...
Í fjarlægð vöktu
vættirnir yfir okkur... og gáfu okkur hjartalaga
merki frá Bleikhól við Sveifluhálsinn
Sjá Bleikhólinn í stærra samhengi við Sveifluhálsinn en við gengum á hann á þriðjudagskveldi í fyrra um leið og við tókum þrjá tinda á Sveifluhálsi á fallegu vorkvöldi...
Lambafellin leyndu ár sér með snörpum brekkum og ávölum bungum þess á milli...
Sólarlagið gullið og
Syðri Sveifluhálsinn snjóminni og saklausari að sjá
Nyrðri Sveifluháls með Kleifarvatnið og Vatnshlíðarnar hvítar lengst í fjarska...
Við verðum þarna hinum megin í næstu viku... þriðjudaginn 4. mars... HA? - ER KOMINN MARS ???
Í suðaustri reis Geitahlíðin... sem þjálfari var næstum búin að láta vera viðfang þessarar æfingar... fannst Lambafellin eitthvað svo ómögulega lág svona með hækkandi sól... en það var ágætt að við breyttum ekki plani... æfing kvöldsins var skínandi góð... Geitahlíðin fær sína þriðjudagsæfingu á næsta ári !
Ofan af Stóra Lambafelli var Litla Lambafell...
...lægra, litríkara, skrautlegra, heitara...
Ísland er best...
heitir lækir og litríkt berg að sumri sem vetri...
Sólarlagið skreytti kvöldið mjúkum, hlýjum litum sem bættu fyrir alla hvassa norðaustanátt sem buldi á okkur...
Síðustu
sólargeislarnir á efstu tindum Sveifluhálss sem voru
gengnir allir ásamt hringleið um Kleifarvatnið Já, þarna vorum á gullnum degi þann 11. janúar... og gengum nánast til suðurstrandar landsins...
Ofan af Litla
Lambafelli stóðumst við ekki mátið að taka smá krók
niður að Engjahver... eða Stórahver?
Bullandi sjóðheitur, grár leirhver sem var vel heitur fyrir fingurinn og ekki sjens að baða sig í honum...
Hópmyndin hér þó
farið væri að skyggja þar sem öskrandi rokið blés
myndatökumanni ekki byr í brjóst fyrr :-) Þar af voru Halldór frændi Hjölla og Antons og Guðlaug RL vinkona Sjafnar og Kristjáns að mæta í sína fyrstu göngu með hópnum (Guðlaug kom reyndar á Hádegishæðina í jan) en þjálfari náði bara að kynna Halldór þar sem Guðlaug var ekki mætt fyrir blaðrið í byrjun göngunnar :-)
Gangan til baka var ljúf og fjölbreytt um heita læki og harða snjóskafla...
Ekki oft sem við tiplum á tánum yfir heitan leir-læk... þetta var alveg að gera sig á "vatnaárinu mikla" :-)
Nú tók rökkrið völdin... og við kveiktum fljótlega ljósin og þvældumst gegnum sumarhúsahverfið við vatnið í myrkrinu því miður og upp á Lambatangann sem svo hlýtur að heita ef marka má kortin... en hann mældist 185 m hár og fær sinn stað í safninu af því hann er einfaldlega svo fagur og svipmikill... verst að fá bara útsýni í rökkri yfir vatnið... en það var ansi gaman að ná að klára allan hringinn eins og planið var og ná heilum 8 kílómetrum út úr ansi hvössu og köldu kvöldinu...
Alls 8,0 km á 2:40 - 2:44 klst. upp í 248 m, 237 m og 185 m með alls hækkun upp á 400 m meiðað við 157 m upphafshæð... enn ein "saklausa æfingin" sem leyndi á sér og lagði vel inn í æfingabankann fyrir löngu göngurnar á árinu...
Bjarnarhafanarfjall
um helgina... |
Broddaþjálfun
og norðurljós
Þriðjudaginn 18. febrúar fögnuðu 28 Toppfarar því að sólin sé ekki sest þegar æfing hefst með árlegri sólgleraugnagöngu...
... að þessu sinni á Selfjall, Sandfell og smá innliti á vestasta hluta Rjúpnadalahnúka...
Hávaðarok og
kuldi... en við vorum enn í gírnum frá
hvassviðrinu síðasta þriðjudag
... og margir uppfullir orku eftir flottar göngur helgarinnar með ýmsum göngufélögum...
Það er hugur í mönnum enda spennandi ár framundan og þess virði að æfa vel til að njóta sem best...
Gengið var upp á Selfjallið til að byrja með þar sem Waldorf-skólasvæðið blasti við í dalhvilftinni norðvestan við það...
... og haldið ofan af því á Sandfellið sem er nokkrum tugum hærra og myndarlegra að stærð...
... þar sem
staldrað var við á tindinum og
Bláfjallahryggurinn blasti við okkur snjóhvítur
og fagur
... þar sem við gengum frá Suðurgilinu sem er hinum megin við ljósin þarna hægra megin á Bláfjallasvæðinu...
... eftir öllum
hryggnum og um Draumadali yfir á
Bláfjallahnúkana nær
... og yfir á
Vífilsfellið sem hér með geymir minningar um
örþreytu og alsælu eftir magnaða Bláfjallagöngu
Ekki var góð leið
niður af Sandfellinu...
...og arkað á hörðum snjósköflum um vestasta
hluta Rjúpnadalahnúka sem bættust í safnið
... niður um
brattan og grjótharðan snjóskafl sem reyndi vel
á öryggi og broddatækni sem menn gátu rifjað upp
eða lært
Á hröðum
kílómetrunum til baka í bílana...
Skínandi góð
æfing Alls 7,3 km á 2:32 - 2:37 klst. upp í 287 m, 355 m og 329 m með alls hækkun upp á 667 m miðað við 141 m upphafshæð.
|
Mt. Esja
Walk of
Lights...
Our annual Mt Esja Walk of Lights on Tuesday night February the 11th was a real treat for the club as about 100 hikers took part despite of a strong wind and a slippery icy trail big part of the way...
...and hiked about 6,1
kilometers in more or less three hours up from 6 meters above
see level...
The meeting point was at 18:00 hrs. or just after sunset...
... with the peaks of Mt. Esja sunny for the last minutes that day...
Total of 48 members of the Mountain Hiking Club Toppfarar took part in this hike... and about 17 Icelandic guests or so which almost all were experienced hikers... and about 30 foreign guests... so we took one picture at the beginning of the hike... but ofcourse most of the foreign participants were not there as they came by bus and were waiting at Esjustofa... on the other side of the parking lot... there being the first lesson of the night (jes, we always "collect lessons" after each of our hikes to learn from our mistakes and be better the next time!)... So... most of the foreign hikers are not in this picture (we took another one of them later up in the mountain, see later photo af that point)... and also a bunch of hikers came a bit late and joined the hike after this photo was taken. Participants were:
Toppfarar:
Icelandic guests:
Foreign guests:
The weather that night was very windy... about 14 meters per second more or less depending on where you were... the temperature at one degree above celsius in the beginning... but colder as we got higher up the mountain... and colder as the wind blew faster... But it was a clear sky so the moon, stars and the northern lights got their very importand part in the experience that awaited...
Some were not planning on joining the
hike... but showed up at the meeting point to take some pictures...
The way we chose was the one of two most popular trails up Mt. Esja... through the swamp of Mister Einar or Einarsmýri... which ment lots of icy trail in the upper part... but still a more safer one since the other trail despite of being more rocky and dry... is rather steep in the last upper part and too dangerous in these icy conditions...
Everything was easy and "innocent in the beginning" as Barbara phrased it so well in her blogg (see below the link)...
...but we should have hiked a bit slower though since the last hikers at that first part were considerably far behind the first ones...
...thus came lesson number two that night: hike slowly in the beginning to let everyone warm up properly...
For the first half hour a few hikers joined in by catching up...
The trail was dry and easy in the beginning...
... but soon the snow and the ice were there...
... and the slopes got steeper...
... with still some hikers joining in at this part in a hurry from the parking lot :-)
Twilight setting in... and the moon arising in the sky... nearly full...
Many very experienced and strong hikers of Toppfarar were helpfull that night and lended their hands to fellow guests...
The trail soon went along a small and beautiful canyon which was rather icy...
... and guided by a bunch of hard snow...
... but we got easily over it in good footsteps for everyone to follow...
... but at that point many put on their crampons...
... expecially since this snow slope was rather steep and slippery...
... so some of those who did´nt have
crampons stopped here... about three to six people...
...not knowing that a
few hikers already got up the snow slope without any crampons...
At this point here the first hikers
had waited for the last ones over 15 minutes
... but we were hiking as a group and wanted to stay together all the way up as close as possible...
... and most people understood
that... our clubmembers and foreign guests... but not all the
Icelandic guests...
At the bridge where the two most
common trails up Mt. Esja split into two trails - the rocky and
steep one vs the wetter and more even one - the guide in the behind
took another group picture of those who had missed the group picture
in the beginning of the hike...
At that point the last light of the
sunset disappeared and we went hiking into the darkness... which
actually never really came...
From here on everyone who had crampons were asked to put them on and those who did not have one were warned that they might be sent back down the mountain, not beein able to continue up... but it never came to that... why?... because all of the hikers were so positive spirited... so determined to finish the hike all the way up... and fellow hikers were so helpful in all ways... that they all went all the way up except only two foreign hikers and a few Icelandic ones.... which was quite amazing !
These lighted up gloves which one of our Spanish participants had on his hands mayby says it all...
...this was yes a Walk of Light...
and definitely a walk of positive spirits :-)
The conditions of the trail was typically like this in the middle of the way... some rocky and dry trail to hike on for those not on crampons... and lots of snow on the other hand which was better to hike on if one had crampons...
But soon the snow took over... and
there were some snow blowing in the wind from the north...
So the last part was icy... slippery... but surprisingly not as windy as the first and middle part... why?...
...probably because we were a bit shelterd from the mountain itself as we were getting so near the highest slope to the top...
...just were the destination The Rock
was - here in the middle of the snow slope up there...
See the headlights of the hikers in
the front... and the mittens-light of the Spanish guy
We were actually
pretty surprised of how well everyone followed the guide lines for
the hike
We often get some good pictures in
our hikes in the dark of winter...
... so we all just have to imagine how it was between the shaking of the camera :-)
... and experience the dark as it
was... not...
Real heros at the Mt. Esja Walk of Lights...
... admirable participants... for not giving up... no matter what...
We arrived at the destination "The Rock" at 600 m rather surprised and very victorious... what a performance for those not used to mountain hiking... and not at all used to hiking in the winter time, in dark, cold, windy and icy contitions...
This would not have been possible if it were not for all those who lended a helping hand...
... lended some gear...
... and kept up the positive spirit of every hiker on the way...
As the last ones arrived at the Rock those who had been there first started going down after a good while up there in the wind...
... smile on everybody´s faces...
... and a bit of an amazement over the splendid performance of each participants...
... smile and joy on behalf of both experienced hikers as well as others...
...were definitely two extra lights that guided us on our way that night...
...besides the moon, stars, city lights and snow... :-)
The last heroes from Spain...
Four cheerful friends at the Rock of
Mt.Esja at 600 m... from the UK, Germany and The Netherlands?... if
I remember correctly?
Looking back up with the ountlines of the mountain... and lights from the last three experienced hikers on the way down...
The way back went much better than we expected... and the worries of the last guide knowing that most accidents in mountain hiking happen on the way down as the fatigue and the impatience of finishing causes a bit of a recklessness in the end... worrying over a very slippery trail... over some tired and thirsty and hungry hikers constantly sliding down the ice was a needless one...
yes, they actually were all that tired and hungry and... some of them but they just said that this was an extraordinary night to live and remember and nothing else mattered but the magic of it... they could drink, eat and rest later ... these answers will never be forgotten...
Three members of Toppfarar helped the last guide following the last participants down the mountain...
...and many more were in the middle of the group lending a hand to those who needed...
Thanks a lot dear Jóhannes, Óskar Wild and Soffía Rósa...
... and all the other Toppfarar who lended their crampons and sticks...
...and helped everyone finish all the way up or go down safely like Kjartan who followed two who turned back earlier...
Here is brilliant blogg from
barbara... very interesting for us to read the point of view of
participants :-)
The first hikers finished after about 2:27 hrs and the last ones after 3:05 hrs...
The gps-trail on the map.
And finally an old photo of both the traditionall trails, ours being the red one and the black being the rocky and steeper one.
No problemo they said... just cheerful thanks and lots of gratitude... which got even greater as we saw the northern lights in the sky playing all around the mountain as we headed into the city lights... city lights being that man made phenomenon which ruins us all every day of such pleasures as northern lights... of fresh sparkling snow... glittering stars... and powerfull moonlight... that filled our souls that night... and is the main reason why we, as a Mountain Hiking Club, go out of the city mountain hiking every thuesday night all year around for the past almost seven years :-)
Lucy and Val from the UK !
Lessons of the hike:
...
and definitaly more lessons to be collected bit by bit the days that
now follow as the mind progresses the hike... Will put all these photos with this text on the facebook site of Toppfarar.is ! See the event on facebook here, amongst some very good photos from two of our photographers in the Club; Gylfi þór Gylfason and Roar Aagestad:https://www.facebook.com/events/531207293653698/ And here is a wonderful blog from Barbara, one of the participants in the hike... one cries of laugher reading it!: http://barbarainbetween.wordpress.com/
|
Þriðjudaginn 4. febrúar var gengið á höfðana kringum Hvaleyrarvatn í sama léttleika-stíl og fyrri vatnagöngur ársins nema nú var sundlaug ekki brottfararstaður... og gengið hringleið um vatnið með viðkomu á fjórum höfðinglegum heiðum...
Rigning og smá vindur en við tókum varla eftir því... þessi láglendisganga sýndi vel hversu litlu munar um veðrið þegar gengið er svona nálægt sjávarmáli því við hefðum eflaust fundið aðeins meira fyrir veðrinu á Esjunni eða nálægum fjöllum...
Úsýnið ágætt til fjalla höfuðborgarsvæðisins eins og Helgafells og Húsfells sem voru steinhissa á þessu heiðarbrölti fjallgönguklúbbsins sem gengið hefur á alvöru fjöll allan ársins hring í kolniðamyrkri og alls kyns veðrum öll þessi ár en kosið að halda sig við rétt rúma eitt eða tvö hundruð metrana fyrstu vikur ársins og það nálægt byggð...
Óskaplega falleg leið þetta kvöld sem hefði notið sín aðeins betur í kvöldsólarlagi...
Alls fimm hækkanir og lækkanir í raun
en fjórir nefndir tindar á svæðinu og Fremstihöfði ekki tekinn
með...
Alls 6,2 km á 2:09 klst. upp í 133 m hæð með 367 m hækkun alls... þær leyna vel á sér þessar "láglendisgöngur" þar sem farið er upp og niður og slegist við hnéháar lúpínubreiðurnar... má maður þá frekar biðja um mosa og skriður :-) Vatnagöngurnar allar til þessa:
Alls fimm talsins; Úlfarsfell frá
Grafarvogslaug um Leirtjörn, Hádegishæð frá Árbæjarlaug um
Rauðavatn, Vífilsstaðahlíð ofl. frá Salalaug um Vífilsstaðavatn,
Ásfjall og Vatnshlíð frá Ásvallalaug um Ástjörn og loks Stórhöfði og
félagar um Hvaleyrarvatn... sjá skoðanakönnun á fésbók Toppfara um
hvernig til tókst með þessar vatnagöngur... hvort þær hafi verið of
léttar, stuttar, lágar... eða bara skemmtileg viðbót í
æfingaprógrammið... þjálfarar búnir að móta sína skoðun á málunum en
alltaf skemmtilegast að velta öllum hliðum fyrir sér -
endilega segið ykkar skoðun: Í nóvember tínum við upp hin vötnin sem eftir eru í safnið áður en árið er liðið; Hafravatn, Elliðárvatn, Reynisvatn og Langavatn og Urriðavatn... og loks höfðingjaganga um fjöruna alla kringum Geldinganesið sem leynir á sér eins og fleiri leiðir... :-)
Aukatindferð á Bláfjallahrygg um
helgina... |
Blótað á Ásfjalli
Þriðjudaginn 28. janúar buðu
hafnfirskir Toppfarar félögum sínum aftur upp á ekta þorrablót á
efsta tindi Ásfjallsins
Við vorum alls 44 sem mættum á þessa
létt...geggjuðu... æfingu:
Gengið var frá Ásvallalaug um
Ástjarnarásinn (nafnlaus) yfir úfið hraunið sem skreytir
Vallahverfið í Hafnarfirði alla leið að dyrum húsanna sem er
einstakt í sjálfu sér... og í fjarska blöstu "alvöru fjöll" við
okkur snjóslegin og freistandi í veðurblíðunni...
... og svo Sveifluhálsinn sem við
eigum nú allan í safninu frá Háuhnúkum að Krýsuvíkurmælifelli... og
svo Hörðuvallaklof með Grænudyngju og Trölladyngju... en við eigum
enn eftir smá legg... sem telja má til nyrsta hluta Sveifluhálssins
ef horft er á þetta sem samfelldan fjallstindahrygg... þ.e. frá
Helgafelli í Hafnarfirði að Háuhnúkum við Vatnsskarð...
Enn eitt þriðjudagskveldið í slíkri veðurblíðu að um munar... og svolítil synd að vera ekki á hærri fjöllum og meiri óbyggðum úr því veðurguðirnir eru svona gjafmildir þennan háveturinn... en ævintýrið var engu að síður stórt þetta kvöld... mögnuð fegurð á himni og gönguleiðin skemmtileg...
...að ekki sé talað um steinihlaðna fjallaskálann sem finna má á tindi Ásfjalls í 129,9 m hæð þar sem veitingar af þorrablótískum sið Íslendinga beið okkar í boði Hafnfirðinga sem eru með ærslafyllstu klúbbmeðlimum...
... og uppátækjasömustu... eins og
hér má sjá...
...þar sem Jóhanna Fríða kveikti á fljúgandi lampa...
... sem sveif yfir Hafnarfjörðinn í blankalogninu sem þarna var á hæsta tindi...
... og skreytti hátíðlegt kvöldið...
... þar sem menn gæddu sér á hákarli... íslensku brennivíni... heimabökuðum pönnukökum... kakói... rommkúlum... smákökum...
.... og sungu karlmannlega söngva...
Flottustu barþjónar í sögunni..... og það í hvorki meira né minna en 129,9 m hæð... sem er met í sögunni....
...og skákar algerlega börunum okkar á erlendri grund sem allir voru í meira en Hvannadalshnúklegri hæð... ...Mont Blanc fjallahringnum árið 2008 í 2.362 m hæð... Perú árið 2011 í 3.400 m hæð... ... og Slóveníu árið 2012 í 2.515 m hæð...
Með sótthreinsaðan maga og sálina
hífaða var haldið niður af fjalli...
Og endað í ísilögðum læknum sem sagði allt um í hversu "mikilli hæð" við raunverulega vorum... :-) ... og hringnum lokað gegnum hraunaðan móann að bílastæðinu eftir 6,1 km göngu á 2:36 klst. upp í 130 m hæð með alls 315 mhækkun miðað við 18 m upphafshæð...
Haf þökk elsku Hafnfirðingar
|
Blankalygn Vífilsstaðahlíð
Alls mættu 40 manns á þriðju og næstsíðustu sundlaugar-vatna-æfinguna þennan veturinn þar sem gengið var frá Salalaug í Kópavogi um Vífilsstaðaháls og Sandahlíð og loks upp á Vífilsstaðahlíðina þar sem gengið var svo niður að Vífilsstaðavatni og farið hálfan hring kringum það... áður en haldið var aftur til byggða að lauginni...
Veðrið var með besta móti... blankalogn og 4ra stiga hiti, skyggnið gott þó skýjað væri og færið sömuleiðis hæfilega krefjandi til að bæta upp "ekki nógu" langar og brattar brekkur... þó samtals hækkanir og lækkanir í þessari göngu leyndu á sér...
Stemmningin
yndisleg og það kjaftaði
hver tuska...
Skýin appelsínugul af borgarljósunum allt í kring... og heiðin snjóskellótt...
Lítið um þorramat í þetta skiptið og bara jólalega notalegt hjá okkur með smákökum frá Sigríðu Örnu :-)
Ofan af hæsta tindi Vífilsstaðahlíðar var ótrúlega fallegt útsýni úr ekki meiri hæð en 156 m (163 á einu gps) og við nutum þess að standa í algeru logni með sýn til allra nágrannabyggða Reykjavíkur með upplýst Bláfjöllin í fjarska sem lýstu svo fallega upp lágskýin á himni...
Í allri
þessari hálku sem nú er... sýnu verst alls
staðar þar sem mannskepnan er búin að troða
snjóinn... hefði nú verið gáfulegra að fara
bara upp á ógengið fjall einhvers staðar að
venju síðastliðina vetra...
og þá ekki Esjuna, Úlfarsfell, Helgafell
o.s.frv... þau eru í jafnslæmu ástandi og
göngustígarnir í byggð... en við erum að
skemmta okkur í skammdeginu og ætlum að
klára þessi
höfuðborgar-sundlaugar-vötn samkvæmt plani... og
nýta kannski einhverjar þeirra til göngu
aftur á dagskránni...
Óskaplega falleg leið sem við fórum... undir frásögnum ýmissa Kópavogsbúa sem þarna njóta útiverunnar reglulega... þar sem m.a. mátti lesa uppi á Vífilsstaðahlíð að vel þótti batinn ef berklasjúklingum af Vífilsstöðum tókst að ganga upp á Vífilsstaðahlíðina án þess að hósta upp blóði... jamm, við getum verið þakklát fyrir heilsuna...
Alls 9,1 km á 2:51 - 2:55 klst. upp í 158 m hæð hæst á Sandahlíð með 415 m hækkun alls miðað við 74 m upphafshæð en gps-tækjum bar ekkert voðalega vel saman og má alveg eins segja að við hefðum gengið 8,9 km upp í 163 m hæð með 425, 375 eða 315 m hækkun allt eftir smekk gjepjeess :-)
Vífilsstaðahálsinn mældist 129 m há, Sandahlíðin eystri (sem er aðeins hærri lengra í austur) (til önnur Sandahlíð við Urriðaholtið sem við eigum eftir að ganga um síðar í nóvember) ... mældist 158 m há og Vífilsstaðahlíð mældist 156 há eða 2 metrum lægri en Sandahlíðin sem var á milli... en við látum nægja að bæta einum "tindi" í safnið með þessari göngu, Vífilsstaðahlíðinni sjálfri í alkunnri toppfarískri hógværð þegar kemur að fjalla-safna-áráttunni :-)
Flott æfing
sem gaf langa vegalengd, krefjandi færi,
fína hækkun/lækkun og dásamlega útiveru...
|
Handbolti á Hádegishæð
Önnur sundlaugaganga ársins 2014 var þriðjudaginn 14. janúar... á Hádegishæð frá Árbæjarlaug um Rauðavatn... en þetta var æfing númer 414 og gönguleið/fell/fjall númer 314 í safninu... talan fjórtán var greinlega málið þennan fjórtánda janúar árið tvöþúsundogfjórtán :-)
Gengið var frá lauginni um undirgöngin að Rauðavatni en tekin sneið niður um Grafarholtsgolfvöllinn og þaðan upp á Hádegishæðina með ágætis hækkun í snjó og harðfenni... með fullt tunglið kíkjandi yfir öxlina á okkur á himni... stórhneykslað á okkur að vera ekki heima að horfa á handboltann... en fyrirgaf okkur þegar heyrðist í beina útsendingu í einhverjum símum í eyrum göngumanna...
Útsýnið fallegt til borgarinnnar og afgangurinn af sólarskímunni á himni í vestri lofaði góðu með framhaldið... það fer óðum að birta um klukkan hálfsex og í heiðskíru veðri má eygja von um glætu í upphafi æfingar næstu þriðjudaga...
Gengið var um Hádegishæðina... heiðina sem er mosavaxin og grýtt en var nú á kafi í snjó að mestu... og orðin ansi skógi vaxin á stórum köflum... svo skógurinn réð eiginlega för...
Á einhverjum af efstu punktum var staldrað við og hlustað á lokamínútur handboltaleiksins gegn Ungverjum í undanriðlum Evrópumeistaramótsins í handbolta 2014 þar sem litlu munaði að Ísland ynni en leikurinn endaði 27:27 og gaf Íslandi mikilvægt eitt stig upp í milliriðla... við vorum öll tilbúin til að stökkva hæð okkar í loft upp í fullum herklæðum þarna á Hádegishæðinni ef við hefðum unnið... en enduðum á að umla hálfvonsvikikn þegar leik lauk... en vorum samt ánægð og héldum bara áfram að njóta dýrðarinnar útiverunnar sem í boði var þetta kvöld...
Ekki hálka á heiðinni þar sem mannskepnan er ekki búin að troða spor um allt... troðninga sem enda í svelli um allt í byggð við hitabreytingar... heldur hálfharður snjór sem var kærkomin tilbreyting frá endalausu svellinu í byggð þessar vikurnar... enda kunnum við aftur mjög skýrt miklu betur við okkur þegar í myrkvaða og ósnortna heiðina var komið eftir óþægilega mikla birtu af gangstígarljósum að ekki sé talað um allan þennan umferðarnið... og þá teljum við ekki með allt skvaldrið sem glymur um öll fjöll af okkar eigin hálfu :-)
Við Rauðavatn var áð og fengið sér nesti þar sem gola var uppi á heiði og þar stakk Hjölli upp á að gengið yrði um frosið Rauðavatnið meðfram stígnum og það var skínandi góð hugmynd... en fyrst tókum við hópmynd á vélina hennar Ástu Henriks þar sem þjálfari gleymdi sinni og tók myndir göngunnar á símann :-) Aðalheiður E., Anna Elín, Arna, Arna Matt., Arnar, Ásta H., Bára, Brynjar?, Dagbjört, Doddi, Dóra, Grímur, Guðmundur Jón, Guðný Ester, Guðlaug, Guðrún Helga, Gylfi, Halldóra Á., Heiðrún, Helga Bj., Hildur Vals., Hjölli, Ingi, Jóhann Ísfeld, Jórunn, Katrín Kj., Kristján, Lilja H., Lilja Sesselja, Njáll, Nonni, Njóla, Ólafur, Óskar Wild, Roar, Rósa, Sif, Sigga Rósa, Sjöfn, Soffía Rósa, Steingrímur, Steinunn Sn. og Örn. Þar af voru nokkrir gestir... Arna Matt dóttir Dagbjartar og Matta, Brynjar hvers aftur???, Guðlaug vinkona Sjafnar og Kristjáns, Grímur maður Sifjar, Njóla kona Dodda og Steingrímur vinnufélagi Vallýjar en nokkur þessara hafa nú bæst við klúbbinn og eru boðin velkomin í hópinn :-)
Ekki oft sem við munum geta gengið á vatni á þessu ári... hafnfirsku grallarastúlkurnar voru eitthvað búnar að nefna það að við yrðum nú að ganga á vatni á þesssu vatna-þema-ári... svo það var tær snilld að ná því svona strax um miðjan janúar en mikið hvað við söknuðum þeirra hafnfirsku :-)
Magnað í
myrkrinu... litið til baka að Ástu Henriks og
Heiðrúnu sem voru greinilega að njóta hvers
skrefs...
Alls 9,3 km á 2:32 - 2:37 klst. upp í 136 m hæð með 327 m hækkun alls miðað við 73 upphafshæð...
Dúndrandi góð
æfing |
Grafarvogslaug
sló tóninn
Nýársæfing ársins 2014 sem kennt er við vatn í allri sinni birtingarmynd... var þriðjudaginn 7. janúar þar sem gengið var á Úlfarsfell frá Grafarvogslaug í fallegu veðri og góðu skyggni þar sem varla þurfti að kveikja höfuðljósin... í könnunarleiðangurs-anda klúbbsins sem sífellt fer nýjar slóðir og ætlar nú að skemmta sér konunglega við að ganga á fjöllin umhverfis vötnin næst höfuðborginni í svartasta skammdeginu... frá sundlaugunum ef mögulegt er...
Grafarvogslaugin um Leirtjörn fyrst á blaði... svo Árbæjarlaug á Hádegishæð um Rauðavatn... Salalaug um Vífilsstaðahlíð við Vífilsstaðahlíð og loks Ásfjallið og Vatnshlíð um Ástjörn... og endum þriðjudags-höfuðborgar-vatna-göngurnar í svartasta skammdeginu á Selhöfða og Stórhöfða við Hvaleyrarvatn þegar birtan hefur tekið við í byrjun æfinga...
Hálkubroddarnir nýttust vel strax við laugina í svellhálkunni sem einkennir þessar vikurnar en færið var sérlega gott þegar komið var í óbyggðirnar utan við borgina austan við Vesturlandsveg þar sem hvori drulla, mýri né blautur snjór töfðu för en hefðu vel getað gert það í þeirri veðráttu sem oft einkennir þennan hláku-tíma...
Vellíðanin jókst til muna þegar komið var út úr borginni... við kunnum greinilega betur við okkur í myrkrinu... þýfinu ... grýtinu... sköflunum... en nutum þess að vera vel heit eftir "borgargönguna" þegar lagt var upp suðausturhlíðar Úlfarsfells... nýárskveðjur og knús allsráðandi enda dásamlegt að hittast aftur og umræður um komandi verkefni ársins á alls kyns vígstöðvum... fjöllum, hlaupum, skíðum... um allan heim í umræðunni...
Eingöngu var farið upp á Vesturhnúk Úlfarsfells sem mældist um 285 m hár... þann sem fyrst er komið á þegar gengið er hefðbundna leið og horft yfir borgina af brúninni þaðan sem er alltaf magnað útsýni af fjalli svona nálægt byggð... og þar var ekki staldrað lengi við þar sem vindurinn blés hressilega og við héldum beint niður aftur í leit að skjólbetri stað fyrir stjörnuljós og freyðivín...
... sem var neðar í hlíðunum eftir beina
stefnu niður skaflana... sem voru rétt nógu
mjúkir eftir örlítil hlýjindi síðustu
daga...
... skáluðum í freyðivíni fyrir einstöku baksviðsári 2013 og komandi vatna-ári 2014...
... og kveiktum á stjörnuljósum...
... og blysum sem lýstu allt svo fallega upp...
... og gáfu loforð um margar nýjar spennandi slóðir sem við eigum ótroðnar á ári komandi...
Einstakt andrúmsloft...
... og Guðmundur Jón Toppfari sem nánast
alltaf mætir en var á bakvakt þetta kvöld og
komst ekki í göngu...
Alls 44 manns mættir: Þar af voru Kristján og Sjöfn að mæta í sína fyrstu göngu með hópnum og voru hæstánægð með byrjunina :-)
Alls 9,3 km á 2:41 - 2:54 klst. upp í 285 m
hæð með 411 m hækkun alls miðað við 41 m
upphafshæð
Dúndur-byrjun
á árinu.. |
Nýársganga á Esjunni
Gylfi Þór Gylfason boðaði félaga sína til nýársgöngu þann 1. janúar 2014 eins og síðustu ár og mættu 18 manns til leiks þrátt fyrir mikinn vind svo gilið við brúnna var látið nægja og uppskáru hressandi göngu í fallegu skyggni og nýárssól. Þjálfarar voru úti á landi og hafa hingað til ekki komist í þessa árlegu nýársgöngu á Esjunni en framtakið er frábært og orðinn ómissandi liður í lífi Toppfara :-) Sjá frábært myndband Gylfa af göngunni: http://www.youtube.com/watch?v=IruA0tGQsco&fb_action_ids=10151895891835488&fb_action_types=yt-fb-app%3Aupload_ne&fb_source=aggregation&fb_aggregation_id=288381481237582
Og allar myndir
úr göngunni á fésbók hans:
Haf kæra þökk
elsku Gylfi og félagar...
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|