Æfingar alla þriðjudaga frá apríl til júní 2012
í öfugri tímaröð:

Skjaldbreiður 26. júní
Hátindur Esju 19. júní
Kyllisfell og Kattartjarnir 12. júní
Móskarðahnúkar - 5. júní í umsjón Hjölla í fjarveru þjálfara
Múlafjall 29. maí
Lambafell og Lambafellshnúkur 22. maí
Kistufell Esju 15. maí
Tungukollur 8. maí
Keilir 24. apríl
Kálfadalahlíðar, Gullbringa og Geithöfði Kleifarvatni 17. apríl
Vífilsfell 10. apríl
Kerhólakambur Esju 3. apríl

Glæsilegur fjallahringur á
 Skjaldbreið


Mýflugur á myndavélinni?

Miðnæturganga Toppfara í ár... ef miðnæturgöngu skyldi kalla þar sem við vorum komin í bæinn nær ellefu en tólf um kvöldið... og hvergi nærri fjallstoppi á miðnætti... var á hina glæsilegu Skjaldbreið á hálendinu sunnan Langjökuls í mögnuðum fjallasal sem lætur mann aldrei ósnortinn...

Lagt var af stað úr bænum klukkan sautján til að nýta tímann vel í brakandi sólarblíðu sem einkennt hefur þetta sumar út í eitt frá því snemma í vor... og ekið undir skýjabreiðu sem lá yfir hálendinu svo gekk á með skúrum sem þó náðu aldrei til okkar þó einn og einn dropi rækist í menn án þess að meina nokkuð með því...

Verkefni kvöldsins var létt en gullfallegt... við svolítið framandi aðstæður þar sem við slógumst við mýflugur í fyrsta sinn í miklum mæli... en við minnumst þó mýflugna á Högnhöfða í júlí 2010 en eiginlega ekki mikið oftar en það...

Sólin skein í heiði í vestri og við máttum varla telja öll fjöllin sem blöstu við ofan af þessu fagra útsýnisfjalli bókstaflega í öllum áttum...

Heitt í veðri og menn léttklæddari eftir því sem leið á... þó það kveldaði meir og við hækkuðum okkur sífellt meira frá sjávarmáli... þar sem léttskýjaðra varð yfir fjallahringnum með kveldinu og við fórum smátt og smátt að sjá lengra inn eftir jöklum og láglendi...

Sjúkradeildin var með í för... Lilja Bjarnþórs öll að koma til og Vallý að mæta aftur eftir nokkurra vikna hlé... dásamlegt að fá þessar kraftmiklu konur með í för ;-)

Langjökull teygði letilega úr sér með Vestari og Eystri Hagafellsjökli... þar sem Klakkur fangaði okkar sýn (píramíta-lagaða strítan vinstra megin ofan við Gylfa) en þangað ætluðum við í byrjun júlí í fyrra en urðum að aflýsa vegna lélegrar bílfærðar... það var annað sumar þá en nú...

Gangan á Skjaldbreið er fremur tilbreytingarlítil en gígurinn uppi verðlaunar erfiðið og útsýnið toppar flesta tinda...

Komin á klettinn neðan við gígbarminn og lítið eftir á hæsta tind...

Útsýnið ofan af hæsta punkti til baka á hópinn að skila sér inn... með sólstafina og skúraleiðingar skríðandi norðvestan megin við Skjaldbreið á m. a. Kvígindisfell, heiðina á síldarmannagötum, Akrafjall, Þverfjall og Fanntófell lengst til hægri...

Útsýnið til suðurs niður á tindaraðirnar norðaustan Þingvallavatns... Tindaskagi næst, Hrafnabjörg stapinn hægra megin, Klukkutindar, Skefilsfjöll, Hrútafjöll og Kálfstindar... sést smá í Skriðu og Skriðutindar eru austan megin við hana...

Nestispásan var tekin á tindinum í blíðskaparveðri og gullnu útsýni til Þingvallahálendisins...

Hópmynd með Hlöðufell í baksýn:

Sirrý, Lilja Bj., Irma, Jóhannes, Kjartan, Ísleifur, Alma, Anton, Guðmundur, Fjölnir, Unnur, Súsanna með Dimmu, Ósk, Katrín Kj., Örn, Torfi, Björn Matt, Ágúst, Hjölli, Halldór, Vallý, Lilja Sesselja, Steinunn, Björn H., Bestla, Gylfi og Gerður en Bára tók mynd...

Við þræddum okkur um gígbarminn í útsýnisveislu sem sjaldan gefst eins vel...

Skriða framundan stór og breið með Skriðutindum hinum megin við sig en Skriða skyggir á Rauðafell við Brúarárskörð.
Glittir í Laugarvatn hægra megin og nyrstu Klukkutindana...

Útsýnið til austurs... Klakkur í Langjökli vinstra megin, Vestari og Eystri Hagafellsjökull, Jarlhettur, Þórólfsfell litla fjallið brúna og Hlöðufell stóri stapinn með snjóinn efst...

Litið til baka um gígbarminn en gígurinn var fullur af snjó...

Misvel greiðfært en hægt að klöngrast um hann allan hringinn...

Nærmynd af hópnum með Þórisjökul í baksýn og Stóra Björnsfell nær...

Fjærmynd... Stóra Björnsfell, Þórisjökull, Langjökull og Klakkur...

Stóra Jarlhetta, Hlöðufell, Kálfstindur, Högnhöfði og hluti af Skriðutindum.

Hlöðufell bankar nú stöðugt á dyr Toppfara í næstu auka-tindferð ;-)

Hópurinn á gígbarminum í sama útsýni...

Högnhöfði, Skriðutindar en glittir í Rauðafell á bak við og Brúarárskörð eru tómarúmið ofan Skriðutinda
og loks Skriða hægra megin...

Nærmynd af hópnum með Botnssúlur í fjarska í vestri.. þangað sem við ætlum á laugardaginn 30. júní
á sjálfan forsetakosningadaginn í frábæru veðri ef marka má spánna...

Stundum þurfti að klöngrast neðan við klettana í gígbarminum...

Botnsúlur í fjarska ásamt Hvalfelli, Akrafjalli og Kvígindisfelli að hluta nær lengst til hægri.

Litið til baka eftir gígbarminum... allir í góðum göngugír en samt slakir og ferðasögurnar flugu á víxl enda gerðu Toppfarar víðreist um helgina og gengu Fimmvörðuháls hvoru megin á Magna og Móða, um Hornstrandir (næsta sumar?), Hellismannaleið (sem er á vinnulista Toppfara), jafnvel á sjálfan Hjálpleysuhring þeirra Wildboys sem er ansi freistandi framtíðarverkefni Toppfara...... og meira að segja í Chamonix á leið á Mont Blanc en þessa vikuna toppa Guðrún Helga og Arnar risann sjálfan og við fylgjumst spennt með... enda ætlum við þangað árið 2013...

Þeir sem ætla á Botnssúlur á laugardaginn fengu mynd af sér áður en haldið var niður:

Halldór, Anton, Jóhannes, Björn matt, Kjartan, Gerður, Örn, Bára, Björn H., Bestla, Guðmundur, Katrí Kj., Ósk, Gylfi, Lilja Sesselja, Ísleifur, Alma, Torfi, Súsanna og Unnur...

Niðurgangan var mögnuð með sólstafi og rigningarskúra sem skreyttu himininn niður á Okið, Fanntófell, Hvalfjörð og aðrar gersemar Borgarfjarðarsýslunnar...

Greitt gengið á góðu spjalli sem er ekki síst það dýrmætasta sem svona göngur veita... en síðustu metrana datt Vallý heldur illa í grjótinu og skrámaði sig og fékk hnykk á bakið sem var ekki alveg að henta þessa dagana eftir brjósklosaðgerð fyrir nokkrum vikum... en hún lét sæmilega af sér eftir á og við vonum það besta fyrir hennar hönd enda jaxl á ferð sem getur sigrað allt með gleði og jákvæðni að vopni ;-)

Veðrið sífellt fallegra og sólsetrið farið að skreyta himininn allan...

Botnssúlurnar frá Þingvöllum á leiðinni í bæinn... þangað sem við ætlum á laugardaginn... aksturinn tók ekki nema 1:15 klst... í góðu bílfæri alla leið... dásamleg kvöldganga sem minnir enn og aftur á að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi... líka að fara á glæsilegt fjall á hálendinu og skila sér á sómasamlegum tíma í bæinn... enda ganga Toppfarar fyrst og fremst á gleðinni og jákvæðninni og lenda af þeim sökum í ótrúlegustu ævintýrum allt árið um kring;-)

Alls 9,5 km á 3:21 - 3:33 klst. uppp í 1.079 m hæð með 680 m hækkun miðað við 544 m uppphafshæð.

 

 

 

Kattarklöngur um Hátind

Þriðjudaginn 19. júní gengu 22 Toppfarar á Hátind Esjunnar um suðurbeltið og niður Kattarhryggi
á stórskemmtilegri leið í mildu og fallegu veðri...
Enn eitt þriðjudagskveldið þar sem ekki hefur komið úrkoma í göngum hópsins frá því snemma í vor...

Farin var hefðbundin leið um Þverárkotsháls þétt og aflíðandi yfir móa og melar...

... þar sem gangan sóttist vel í þéttum hópi sterkra göngumanna sem fara orðið létt með að hrista af sér rúmlega fjögurra klukkustunda kvöldgöngu sisona...

Alls kyns ævintýri framundan innan hópsins í umræðunni... Hellismannaleið öfug frá Landmannalaugum, Strandir, Hornstrandir, Fimmvörðuháls... svo ekki sé talað um Grænland og Mont Blanc...

Ægifögur var ásýndin á gula Móskarðahnúkana og græn Laufskörðin svo ósköp nálægt...

Komin upp hálsinn og klettabeltið að Hátindinum sjálfum framundan...

Virðist ekki vel kleift séð úr fjarlægð... en eins og gjarnan vill verða...

... vel fært þegar komið er á staðinn líkt og Kistufellið um daginn...

Við fórum heldur meira til hægri upp (austan megin) en vinstra megin (vestan megin) eins og lýst er í bók Þorleifs og Ara en þarna voru verksummerki eftir fyrri göngumenn eins og sjá mátti reyndar vinstra megin líka... og svo fóru sögur af skriðunni sem Stefán fór með hópinn um í fyrra í sögulegri ferð þar sem skósólinn losnaði af Auði og binda þurfti um með sjálflímandi sárabindi...

Klöngur var þetta jú... en létt til að byrja með...

... í mosaslegnum klettarimum...

Ásta Guðrún, Irma og Ástríður með Laufskörðin svo falleg í fjarska og Móskarðahnúka enn fjær...

Stundum þurfti að beygja aðeins fyrir horn til að finna betri leið...

... en yfirleitt gekk þetta vel hvar sem maður klöngraðist...

... og við skemmtum okkur konunglega í klifrinu...

Ingi og Lilja Sesselja með hópinn ofar.

Brátt vorum við komin upp úr mesta brattanum...

.. og við tók talsverð aðkoma að tindinum um aflíðandi rimann sem liðaðist frá meginlandinu sem breiddist úr þegar nær dró...

Jón, Gerður, Guðrún Helga, Bestla og Arnar...

... Arnar og Guðrún Helga á leiðinni til Chamonix að ganga á "þann hvíta"... sjálfan Mont Blanc eftir helgina... Bestla ásamt manni sínum, Birni á leið í 10 daga kajak- og gönguferð til Grænlands á vegum samstarfsaðila Arctic Adventures, Jón ásamt konu sinni, Valgerði Lísu á leið í Júlíönsku alpana í Slóveníu ásamt fleiri Toppförum í september og Gerður... ja, það er hægt að skrifa heila ferðabók um hana, tiltölulega nýkominn frá Eþíópíu og á leið til... hvert aftur ? - Gerður, þú þarft að skrifa ferðabók fyrir okkur hin til að njóta !

Flott leið upp restina af hryggnum...

Litið til baka í suður með Grímmannsfell hægra megin og Bláfjöllin frekar en Hengilinn í fjarska sýnist manni...

Ásinn - riminn - hryggurinn - til suðurs upp að tindinum sjálfum...

Nestispása á hæsta tindi í 924 m mældri hæð (er 909 m) næsthæsta tindi Esjunnar og sá sem lengi vel var talinn hæstur áður en Hábunga stal senunni...... en þar varð aðeins svalt í golunni með þokuna í norðri sem skyggði sýn að hluta en við nutum útsýnisins til austurs, suðurs og vesturs... með gullin Móskörðin og Laufskörðin eins og marglita perlufesti til austurs...

Útsýnið til vesturs yfir á Kistufell sem gleymist okkur aldrei sem gengum þar upp
þann
15. maí á 5 ára afmælisdegi Toppfara...

Útsýnið til norðurs yfir á meginland Esjunnar sem var ósköp hráslagalegt og ekkert í líkingu við glitrandi fegurðina sem þarna var að finna í hverju skrefi á hringleið okkar um Flekkudal fyrir mánuði síðan... vorið er klárlega besti tíminn til að ganga um meginland Esjunnar áður en snjórinn hverfur og grátt grjótið tekur við innan um leðjuna...

Við ætluðum niður aðra leið...

... um Kattarhryggi svokallaða sem komu ánægjulega á óvart...

Kjartan, Ísleifur, Jóhanna G., Soffía Rósa, Jón og Katrín Kj.

Frábær gönguleið og það meira að segja á góðum slóða... með Kistufellið í fanginu...

Þessa leið verðum við að fara aftur...

Anton og Dimma komin fram á eina klettanösina niður rimann...

Á kafla var farið til hliðar við hann en eflaust hægt að vera eitthvað lengur uppi á hryggnum
ef menn finna góða leið, sérstaklega á uppleið...

Litið til baka eftir þessari gullfallegu leið...

Smám saman varð hún meira aflíðandi og klöngrið minnkaði...

... en þó ekki alveg...

.. og við héldum dýrðarinnar klöngrinu áfram niður...

... með sögum af flugslysum og skóslysum...

Litið til baka eftir neðri brattari hlutanum...

Aftari menn að skila sér niður beltið...

Þessi leið leyndi á sér og var með þeim skemmtilegustu sem við höfum farið...

Næst skulum við þræða okkur hérna megin upp...
og fara niður innar í Grafardalnum... og rekja okkur með ánni alla leið til baka...

Hópmyndin gleymdist uppi... og líka á vefsíðunni... en er bætt hér við loksins... tekin neðan við Hátind með austurhorn Kistufells í baksýn sem varðar Grafardalinn vestan megin til móts við Hátind og verður þessa sumars ekki síst minnst fyrir göngur á þessa tvo tinda á þriðjudagskeldi í glimrandi gleði þar sem sumum var til efst að þessar leiðir væru kleifar en reyndust hinar skemmtilegustu klöngurleiðir;-)

Dimma foringi, Hjölli, Anton, Jóhanna G., Jón, Kjartan, Valgerður Lísa, Ingi, Örn, Guðmundur, Irma, Ísleifur, Lilja Kr., Katrín Kj., Unnur, Arnar, Gerður, Guðrún Helga, Soffía Rósa, Heiða, Ástríður, Bestla, Lilja Sesselja, Björn H., Ásta Guðrún og Elsa Þ. en Bára tók mynd.

Við tók 3 km ganga að bílunum um dalsmynni Grafardals...

...sem hélt áfram að vera stórskorið undir það síðasta...

... og gaf okkur hásumar Jónsmessunnar beint í æð.. hvílík forréttindi að fá svona árstíð þar sem hvergi þarf að huga að birtuskilyrðum og hægt að ganga úr sér heila nótt án þess að taka eftir því...

Grafardalurinn í allri sinni sumarkvöldsdýrð... varðaður bröttum hömrum á Kistufellinu í vestri vinstra megin
og
Hátindi hægra megin í austri...

Tignarleg kvöldganga

...þar sem nokkrir í hópnum kláruðu þar með síðasta óklifna tind Esjunnar sunnan megin...

á 9,5 km göngu upp í 924 m hæð með 987 m hækkun miðað við 86 m upphafshæð...

Botnssúlurnar framundan þar næstu helgi... þar sem mun fleiri völdu þá helgi eins og dagskráin lagði upphaflega upp með... í tómu áhyggjuleysi yfir veðrinu þá... þar sem komandi helgi býður upp á frábært laugardagsveður eins og allar helgar hafa gert frá því í lok apríl... við erum fljót að gleyma því hversu dýrmætt svona veðurdagar eru og eigum auðvitað að njóta áhyggjuleysis sumarsins sem sannarlega stendur undir nafni þessar vikurnar á Íslandi ;-)
 

 

Kyllisfell og Kattartjarnir
á svipmikilli og ægifagurri gönguleið
...þar sem perlur og gimsteinar leyndust við hvert fótmál...

Á 230. æfingu þriðjudaginn 12. júní var farin gullfalleg ganga upp á Kyllisfell og kringum Kattartjarnir
ofan
Reykjadals - sunnan Þingvallavatns - norðan Hveragerðis... í sólríku sumarveðri...

Lagt var af stað við Ölkelduháls suðaustan Tjarnarhnúks og sunnan við Álftatjörn
og stefnt beint á
Kyllisfellið með útsýni fljótlega í allar áttir...

...hér með Dalaskarðshnúk næst í baksýn, Molddalahnúka fjær vinstra megin og Skálafell á Hellisheiði fjærst vinstra megin við miðja mynd.. rétt ofan við Soffíu Rósu sem var ein þriggja félaga sem "sneru aftur" í klúbbinn þetta kvöld eftir langvarandi meiðsli eða af öðrum ástæðum... en hin voru Ásta Henriks og Gerður Björns og við fögnum þeim innilega aftur í hópinn ;-)

... líklega er þetta Litli Meitill frekar en Stóri sem er hægra megin og svo má sjá rétt glitta í Geitafell líklega þarna lengst í fjarska..

Í suðurhlíðum Kyllisfells fóru Kattartjarnir að koma í ljós.. ásamt Þingvallavatni og fjöllum þess svo sást alla leið að fjallsalnum sunnan Langjökuls þegar best lét... og einn af eðal ljósmyndurum Toppfara aftursnúin... Ásta Henriks var ekki lengi að grípa það á mynd...

Hæstu tindar Kyllisfells framundan en það mældist 493 m hátt...

Með í för þetta kvöld voru tveir upprennandi fjallgöngumenn á sextánda ári...
...þau
Fjölnir, stjúpsonur Ísleifs og Eva Valdís, dóttir Jóhönnu Karlottu...

Á hæsta tindi Kyllisfells með hluta af Kattartjörnum vinstra megin á mynd og Þingvallavatn fjær.

Hópurinn að skila sér inn - Tjarnarhnúkur í baksýn hægra megin - hringlaga gígur sem er fyrsti hluti af magnaðri fernu á göngu um hann, Lakahnúk, Hrómundartind og gegnum Tindagil... ein flottasta ganga sem gefst á suðvesturhorni landsins og er á dagskrá í þriðja sinn í klúbbnum næsta sumar 2013...

Ofan af Kyllisfelli kom dýrðin endanlega í ljós... og við gengum niður á suðausturhorn Stóru Kattartjarnar...
Súlufell við enda vatnsins... en það er á dagskrá sumarið 2013...

Kattartjarnir eða Katlatjarnir...

Það var vel hægt að skilja hvers vegna einhverjir vilja meina að Kattartjarnir heiti Katlatjarnir því í djúpgrænum vötnunum mátti vel greina gígkatlana í óendanlegu dýpi að því er virtist...

... og við gleymdum okkur endanlega í botnlausri fegurð kvöldsins...

Austurbrúnir tjarnanna eru þverhníptar niður og myndatökustaðirnir voru margir fyrir góða hópmynd..

Í röð nokkurn veginn eftir lofthræðslu... ;-)

... sem er um að gera að æfa úr sér við hvert tækifæri eins og þetta í krafti hópsins...

Anton, Ágúst, Örn, Valgerður Lísa, Ásta Henriks., Soffía Rósa, Helga E. og Hríma, Guðrún Helga, Irma, Ástríður, Fjölnir 15 ára, Hjölli, Ásta Guðrún, Steinunn Th., Alexander, Guðmundur, Stefán, Sirrý, Arnar, Björn Matt., Gerður J., Lilja Sesselja, Steinunn, Soffía Jóna, Sæmundur, Rósa, Jóhanna G., Ísleifur, Gerður Bj., Áslaug, Eva Valdís 15 ára, Jóhanna Karlotta, Heiða og Aðalheiður og loks Día skvísa ;-) en Báta tók mynd.

Já, svo þarf að vanda sig að fara til baka í ekki of miklum asa...

Litið til baka ofan af hinni brúninni...

Þetta minnti óneitanlega á gríska baðströnd og við sáum fyrir okkur iðandi mannlífið kringum Kattartjarnir
ef
bara það væri aðeins heitara loftslag... hvað þá uppstreymandi heitt vatn í tjörnunum...

Litið til norðurs út eftir Stóru Kattartjörn með Súlufellið að bera við himinn
og hópinn óljósan að ganga meðfram brúnunum hægra megin...

Anton og Dimma úti á klettanösinni norðan megin...

Þessari hérna... en við enda tjarnarinnar beið appelsínugul ströndin...

Og Hríma sem elskar að synda skellti sér náttúrulega út í...

... við mikla aðdáun og öfund okkar hinna sem mænt höfðum á girnilegar tjarnirnar ofan af brúnunum...

FFagur strandstaður sem þetta var...

Áður en við gengum inn í skuggann vestan megin áðum við með nesti í sólinni við enda Stóru Kattartjarnar...

Í friðsæld og fegurð sem fangaði okkur enn frekar...

Á meðan við sóluðum okkur við enda vatnsins fór Örn könnunarleiðangur um austurströndina þar sem kaðall nokkur er til taks þar sem klettarnir ná út í vatnið en við höfum áður gengið á ís að vetri til meðfram þeim... og komst hann að því að kaðallinn er slitinn sunnan megin og leiðin fremur ógreiðfær fyrir hópinn í heild nema farið sé ofar í klettana...

Hinum megin hitti hann Ósk sem komið hafði á eftir hópnum... þar sem hún hafði óvart mætt niður í Reykjadal og lét hvorki tímaleysi né torfæra akstursleið - á sínum Ford Fokus þar sem hún villtist tvisvar og festi sig einu sinni svo hún þurfti að bakka niður eina brekkuna og skilja loks bílinn eftir neðan við síðustu brekkuna neðan við leiðina upp og niður í dalinn - hamla sér við að fara á eftir hópnum þetta kvöld... þrátt fyrir úrtölur þjálfara gegnum símann á kafla... og hún beið hópsins því uppi á Kattartjarnahryggjum... þetta hefðu fáir leikið eftir... afskaplega fáir sem segir allt um elju þessarar konu ;-)

Örn tók þessa mynd til baka þar sem hópurinn sést sitja í hlíðinni við enda vatnsins...

Það var því farið ofan við kaðalleiðina og klöngrast upp hrygginn sem er hluti af Kattartjarnahryggjum er svo nefnast...

Þetta var vel fært og skemmtilegt klöngur í mosaslegnum, bröttum skriðum og grjóti...

... í töfrandi umhverfi...

Fjölnir, Ísleifur, Hjölli og Áslaug komin upp...

Farið var svo aftur niður á ströndina um lausar skriður...

...sem sendu sæluhroll niður með baki nýslegnum Bauluförum sem varla munu fyrir hitta önnur eins skriðuföll og lausagrjót og laugardaginn 9. júní... svo þetta var nú ekkert..

Við tók vesturströndin um Stóru Kattartjörn...

...á þurru þar sem eitt sinn var undir vatni...

Mósaík af náttúrunnar hendi í klettunum vestan megin...

Enn og aftur stóðum við frammi fyrir því að ekkert í mannanna verkum er til sem ekki á sér fyrirmynd í náttúrunni...

Hér skortir jarðfræðilegan fróðleik... þversnið á gosgöngum sem svo hafa mosagróið og veðrasts/litast undir vatni og á þurru?

Minnti mann á gangandi jarðsöguna sem var við hvert fótmál í Jökulsárgljúfrum sem við gengum í fyrra
í stórkostlegri sumarferð norður í öræfi...

Litið til klettabrúnanna austan megin sem við gengum um fyrr um kvöldið og tókum hópmyndina...

Í hverju skrefi leyndust perlur sem afvegaleiddu og töfðu ljósmyndara hópsins svo um munaði...

Vatnssorfið grjót á uppþornaðri ströndinni með hópinn að koma sér upp haftið milli tjarnanna í suðri...

Meira að segja leiðin á milli tjarnanna var ægifögur og við minntum okkur á að fara oftar fallegar gönguferðir
en ekki eingöngu upp og niður fjöllin fögur...

Litið til baka yfir Stóru Kattartjörn úr brekkunni...

Nærmynd...

Farið gegnum skarðið á klettunum sem hægt er að ímynda sér að eitt sinn hafi runnið elgurinn í gegnum...

Séð yfir Stóru Kattartjörn...

Hinum megin haftsins tók Litla Kattartjörn við...

Hógværari, hlýlegri og mýkri en stóra systir...

... með stórgrjóti út með ströndinni...

... þar sem hafmeyjan sjálf Eva Valdís 15 ára náðist á mynd...

Litið til baka meðfram austurströndinni...

Fara þurfti upp með klettunum á kafla en þar var allt grasi gróið og dásamlegt...

... nema menn veldu að stikla grjótið meðfram tjörninni neðan við klettana
eins og mestu ævintýramennirnir auðvitað gerðu...

Úr hlíðunum draup ferskvatnið með mosanum innan um grjótið...

...og við vorum bergnumin af heilu sfinxunum sem leyndust í hlíðunum ofan okkar...

Litið til baka yfir Litlu Kattartjörn - hópurinn að ganga meðfram vatninu hægra megin...

Vinstra megin eru Kattartjarnahryggir og Súlufell lengst í sólinni...

Síðasta hluta gönguleiðar kvöldsins var farið um saklaust mýrlendi meðfram Álftatjörn
sem var síðast gengin frosin þvert yfir hana á vatnaleiðinni í febrúar 2011...

Þar sem smáatriðin við fætur okkar héldu áfram að heilla okkur upp úr skónum...

Alls 6,6 km ganga á 2:31 - 2:45 klst. upp í 493 m og 391 m með alls 441 m hækkun  miðað við 396 m upphafshæð...

Með göngum fegurstum

...um töfraland sem sannaði enn og aftur hvílíkar perlur leynast í óbyggðunum
ef maður bara reimar á sig skóna og leggur  af stað...
 

 

Móskarðahnúkar með Hjölla
þriðjudaginn 5. júní:


Mynd fengin að láni frá Ágústi af fésbók - takk ;-)
 

 

Múlafjall
...gegnum skóg og sveit - fram hamra og hengiflug...

Þriðjudaginn 29. maí... lentu nokkrir Þverártindseggjafarar á Múlafjalli í Hvalfirði
ásamt félögum sínum sem annað hvort voru búnir að heimsækja eggina eða ætla síðar á hana...

Gengið var gegnum Brynjudalsskóg innst í Brynjudal og upp á suðausturbrúnir fjallsins...

... gegnum ilmandi útspringandi greni...

... með sólina hátt á lofti á þessum dásamlega, bjarta árstíma... en vindinn til að byrja með ansi stríðan úr austri.. áður en hann skyndilega þagnaði uppi á miðju fjalli og eftir sat "afsakandi golan" eins og Jón Kalman orðar það svo fagurt í þríleik sínum um drenginn sem fylgdi póstburðarmanninum yfir Snæfjallaheiði...

Uppi á Múlanum sá vítt til fjalla... Hvalfellið og Glymur hér á mynd en og Botnssúlurnar voru einna fyrriferðamestar
enda eiga þær sviðið í Hvalfirði... og á Þingvöllum líka ef því er að skipta ;-)

Fjölbreytt landslagið á köflum ofan á Múlafjalli... þýft, grýtt og hólótt...
... ogmeira að segja sat þrjóskur skafl við mýrarnar...

Útsýnið niður í Botnsdal var nánast botnlaust...

Raktar voru norðurbrúnir fjallsins allt til enda með Botnsdalinn á hægri hönd...

Litið til baka hér á Hvalfellið eins og einræðisherra í ríki sínu fyrir botni Hvalfjarðar með kvennabúrið sitt... Botnssúlurnar fjórar...
næstum fimm ef Súlnaberg sem mætti heita Austursúla er talið með... í handhraðanum ;-)

Þrautsegjan þjálfaðist um tilbreytingarsnauðar lendurnar alla leið fram á brún eftir rúma sex kílómetra göngu...
Þetta var ansi langt fjall...

... en það var þess virði að klára út eftir því framan í Múlanum voru hamrar og fuglabjörg sem heilluðu menn fram á brúnir liggjandi og skimandi eftir hreiðrum sem leyndust inni í skúmaskotum svo aðdáunarvert gat talist...

Auðvitað var hópmyndin tekin á einni nösinni... með Hvalfjörðinn líka í skýjunum...

Ísleifur, Torfi, Anton, Alma og Skuggi, Sirrý, Gunnar, heiða, Anna Sigga, Lilja Bj., María E., Guðrún Helga, Soffía Jóna, Halldór, Bestla og Björn fyrir framna, Elsa Inga, Brynjar, Jóhanan G., Rannveig, Gunnar 11 ára, jakob, Sólveig, Hjölli, Ástríður, Áslaug, Nonni, Día, Gerður J., ?, Helga E., Björgvin, Guðmundur, Katrín Kj., Örn, Ósk, Ólafur, Ágúst, Jóhann Ísfeld, Hildur Vals., og Sigga Sig með ? skoppandi fram á brúninni en Bára tók mynd.

Nokkrir fóru niður á brúnirnar enn vestar og sáu skyndilega tvo hrafna og einn örn fljúga frá bráð sinni úr syllunum svo eftir feyktist hvítt fiður um hamrana frá fengnum sem þeir voru að gæða sér á...
...áður en haldið var til heiðar aftur meðfram suðurbrúnunum...

... og lent mjúklega um aflíðandi hjallana ofan við Ingunnarstaði gegnum skógræktina aftur að bílunum...

Heldur lengri ganga í vegalengd og tíma en lagt var upp með þar sem þjálfarar voru ekki búnir að fara þennan eiginlega hring um fjallið... en þessi hópur getur bókstaflega allt... m. a. 12 km göngu á 3:49 - 4:08 klst...

...á dásamlegu dóli og útsýnisflugi...

...með kindum og fuglum um Hvalfjarðarbotn upp í 394 m hæð hæst með alls 517 m hækkun  miðað við 95 m upphafshæð...

Flestir ekki lentir eftir Þverártindsegg... ekki skrítið... en þjálfari minnti menn á að með kvöldgöngum sem þessum... allan ársins hring eiga klúbbmeðlimir ekkert minna skilið en að toppa fegurstu fjöll á Íslandi... eggjarnar fara klárlega í þann flokk ásamt fleiri fjöllum sem tindferðirnar gegnum árin hafa komið í sarpinn og þar standa vorferðirnar að Vatnajökli og löngu ferðirnar á sumrin upp úr í hágæðum... vonandi tekst öllum að nýta æfingar eins og þessar til að ná þeim hæðum einhvern tíma á fjallgönguferli sínum... það er þess virði ;-)

 


 


Kistufell Esju
á 5 ára afmælisdegi Toppfara þann 15. maí

Þriðjudaginn 15. maí 2012 héldu Toppfarar upp á 5 ára afmæli fjallgönguklúbbsins þar sem nákvæmlega fimm ár voru liðin frá því fjallgönguklúbburinn lagði af stað í sína fyrstu göngu á Esjuna hefðbundna leið upp að steini...

Afmælisgöngufarar voru alls 39 manns:

Efri frá vinstri:
Gunnar, Kjartan, Sigga Sig, Jóhann Ísfeld, Björn H., Ólafur, Jóna, Sylvía, Roar, Gylfi, Thomas, Steinunn, Stefán, Guðmundur, Hjölli, Guðlaug, Arnar, Guðrún Helga, Elsa Þ., Anton, Nonni og Örn.

Neðri frá vinstri: Heimir, Sigga Rósa, Lilja Kr., Willi, Bestla, Hildur Vals., Katrín R., +Astríður, Katrín Kj., Gerður Jens., Ósk, Auður, Rósa, Ágústa, Brynja, Einar Sig. og Bára tók mynd.

... allir í góðu formi á sál og líkama fyrir krefjandi kvöldgöngu með öllum pakkanum við hörku vetraraðstæður...

 

Fimm árum eftir þessi fyrstu spor... lágu önnur á heldur óárennilegri gönguferð en um stígana á Esjunni... upp suðausturhrygginn um hamrana á bröttu klöngri um klettahjalla (hægra megin á mynd), eftir öllu Kistufellinu yfir á suðvesturhornið (vinstra megin á mynd) og niður um Gunnlaugsskarð (sést ekki á mynd) og til baka í hliðarhalla ofan við gljúfrin í Kistufellinu (vinstra megin á miðri mynd) niður að bílunum þar sem kalt freyðivín og súkkulaðikaka beið lúinna göngumanna í nöprum vindi og núll stiga hita...

Lagt var af stað frá bænum Norðurgröf og farið þétta brekku með smá klöngri hægra megin við Gljúfur sem svo heitir rismikið gljúfrið suðaustan megin í Kistufellinu... sem þennan dag var klakabundið ísfossum sem réðu ekkert við kuldakastið er riðið hafði yfir landið að norðan dagana á undan og varaði enn þennan dag um miðjan maí fram á miðvikudagskvöld..... kvöldið fyrir tindferð um Flekkudal norðan megin í Esjunni þar sem við þá gengum í brakandi sumarblíðu og horfðum á Kistufellið frá Hátindi í sól og sumarsvita...

Allir með sína 5 ára afmælisblöðru í tilefni dagsins og hátíðarskapið var í algleymi...

Sumarlegt göngufæri til að byrja með í spriklandi lækjarsprænum og mjúkum mosanum...

Klöngur kvöldsins var ekkert sem þessi hópur er ekki stöðugt að koma sér í á eljusömum þriðjudagsæfingum sem nú teljast alls 227 stykki hvorki meira né minna... af alls 310 fjallgöngum á vegum þjálfara eða 327 fjallgöngum alls að meðtöldum aukagöngum sem klúbbmeðlimir hafa boðið upp á í fríi þjálfara...

Nonni, Björn H., Willi, Lilja Kr., Auður, Sylvía, Thomas, Óafur, Arnar, Elsa, Björgvin og Heimir... allavega...

Kistufell Esjunnar er tindur nr. 222 í sögu Toppfara...

...sem er alger tilviljun tölfræðilega séð en alveg í stíl við sögulegt afmælið...

Ofarlega í brekkunni tóku smá klettahjallar við upp á klettanösina...

...þaðan sem gafst gott útsýni yfir suðurlendur Kistufells alla leið til borgarinnar og nágrennis...

Blöðrurnar settu skemmtilegan svip á kvöldið..
Tóku sig ótrúlega vel í frosti og vindi meginpartinn...
...en líklega var helmingur hópsins sprunginn á því þegar kvöldinu lauk á meðan aðrir voru enn fullir af lofti... ;-)

Eftir klettanösina austan við Gljúfur

... gljúfrið sem við slepptum að skoða betur þar sem vindurinn blés hart upp öxlina...
og við skoðum betur næst...
var haldið áfram upp þéttar lendurnar...

Engan bilbug að finna á mönnum þó vindurinn væri kaldur og flestir komnir í skelina...

Enda mergjað útsýni og kristaltært skyggni til allar átta sunnan megin Esjunnar...

... þar sem við tókum fyrstu nestispásu kvöldsins sem var sú eina í skaplegu hitastigi og aðstæðum...

Austan megin var Hengillinn ansi hvítur en Grímmannsfellið óðum að taka á sig sumarbúninginn
og út af mynd blöstu
Þingvallafjöllin smám saman við eftir því sem ofar dró...

Mosfell fyrir miðri mynd, Helgafell í Mosó hægar megin, Æsustaðafjall og Reykjafell, Hafrahlíð við Hafravatn og vinstra megin er hluti af Grímmannsfelli. Fjærst eru svo Bláfjöllin með Vífilsfelli og félögum, Drottningu, Stóra Kóngsfelli, Þríhnúkum, Bollum, Grindaskörðum og Lönguhlíð...

Suðvestan megin blasti höfuðborgin og nágrenni við... með Reykjanesskaga fjærst...

Vel nærð... eins gott því þetta reyndist eina matarpásan hjá sumum þetta kvöld... var haldið áfram upp að hamrabeltinu...

Gengið inn eftir öxlinni að góðum uppgöngustað um hamrana...

Ekki einn dauður punktur... slakur staður... léttur stígur... eða annað auðvelt færi á leið kvöldsins... nema helzt straujið uppi á Kistufellinu í hörðu snjófæri þar sem þéttur ískaldur vindurinn hélt mönnum við efnið...

Útsýnið hreinlega fullkomið þetta kvöld...

Brátt komu austari tindar Esjufjallgarðsins í ljós ofar, Hátindur í allri sinni dýrð (á bak við göngumenn) og Þverárkotsháls...



Móskarðahnúkar með trausta félaga sínum Skálafelli frá nýju sjónarhorni...

Fjær gátum við virt Kálfstinda fyrir okkur frá því í kröfugöngunni 1. maí...

Hamrabeltið í Kistufelli sem hópurinn nálgast hér á mynd leit heldur illkleift úr fjarlægð...

...en er furðu greiðfært þegar að er komið...

Klöngur af bestu gerð þar sem gæta þarf að grjóthruni á köflum í stórum hópi...

Slóði farinn að myndast og þræða má sig upp eftir misljósum verksummerkjum fyrri göngumanna...

Þjálfarar voru búnir að finna góða leið upp vikuna áður framhjá hörðum snjósköflum og klaka...
sem var orðinn meiri eftir kuldakastið síðustu daga... en þrír af mörgum lotfhræðslulausum ævintýramönnum Toppfara,
Gunnar, Anton og Kjartan stungu sér óhikað beint upp síðasta kaflann í stað þess að sniðganga skaflinn eins og hópurinn gerði samviskusamlega á eftir fararstjóranum ;-)

Brattast alveg efst og litlu mátti muna að hálka, frost og klaki myndu hamla för en svo fór ekki og gangan sóttist mjög vel...

Skugginn af Kistufellshorninu bar vel við jörð undan kvöldsólinni og minnti okkur á El Misty í Perú
og fleiri tinda í morgunsólum, vetrarsólum eða kvöldsólum klúbbsins...

Strákarnir komnir fyrstir upp...

 ...á meðan hópurinn tók öruggari leið um klettana...

... þar sem ekki tókst alveg að sneiða framhjá hálkunni...

... og smá klaki kom hiki á einhverja... en það er ótrúlegt hvað hægt er að gera í krafti hópsins...

Ísilagðir klettarnir í vorhretinu...

Esjan er fjallið hans Hjölla og hann stóð eins og gate-keeper fyrir neðan hálku-haftið
og sagðist grípa þann sem rynni niður... en ekki kannski "hvern sem er"... ;-)

Hjölli kynnti Gunnlaugsskarðið fyrir félögum sínum í einni af mörgum klúbbmeðlimagöngum sem hann hefur boðið upp á í fríi þjálfara þessi fimm ár sem liðin eru í sögu Toppfara... og því var ganga dagsins að hluta til honum til heiðurs ;-)

... á þessum kafla var farið á hlátrinum ekkert síður en fótafiminni ;-)

Hjölli með útsýni austur til Þverárkotshálss, Móskarðahnúka, Skálafells og Þingvallafjallanna...

Uppi tók sólin á móti okkur...
... og
vindurinn í engu skjóli en hann var ekki eins slæmur og við mátti búast
af vindstrengnum sem straukst meðfram Kistufellinu neðar...

Magnaður útsýnisstaður...

Göngufærið brakandi hart og einhverjir fóru í brodda en flestir biðu með það þar til á austurhorninu...

Við tók gullfallegur hluti kvöldsins þar sem gengið var til setjandi sólar í vestri sem þó var enn svo hátt á lofti... hvílík forréttindi að geta tekið svona langa kvöldgöngu að vori til þegar haft er í huga að annars staðar í heiminum er alltaf komið myrkur um kvöldmatarleytið... eins og í Perú þar sem myrkrið skellur alltaf á klukkan sex...

Litið til baka í austur að Þingvöllum...

Þessi kafli gekk mun betur en þjálfarar áttu von á enda færið með besta móti og vindurinn hélt mönnum vel gangandi fremur en að tíminn færi í slór við brúnirnar í suðri sem hefði verið gaman í betra veðri... en í þessum vindi og þessu harða, hála færi var öruggara að halda sér ofarlega á heiðinni og vera ekki mikið í hallanum niður að brúnunum...

Það hafði snjóað og harðnað færið þarna frá því í síðustu viku... sem sé orðið vetrarlegra en vikuna fyrr þó maí væri... sem var jákvætt fyrir þá sem stefna á hringleið um Flekkudal á fimmtudag og eins er vorhretið heppilegt fyrir Þverártindsfara um hvítasunnu eftir rúma viku þar sem þá bráðnar ekki ofan af sprungunum í jöklunum í suðurjaðri Vatnajökuls...

Myndefni kvöldsins var skínandi fallegt...

 ...og ljósmyndararnir voru aðal eftirlegukindurnar...

Þrír þeirra með í för þetta kvöld... Gylfi, Roar og Thomas:

- sjá myndasíður -

Furðu fljótt vorum við komin á austurhornið en tókum sveig að því
þar sem fararstjórinn gleymdi sér aðeins við beina stefnu á vörðuna í
Gunnlaugsskarði ;-)

Þverfellshorn og Kerhólakambur í fjarska í vestri...

Útsýnið niður á höfuðborgina..

Á þessum kafla var kaldast þetta kvöld...

...og allur búnaður tekinn í gagnið...
meðal annars
broddarnir þar sem næsti kafli var meðfram snjóhengjunum í Gunnlaugsskarði......

Ekki spurning að taka hér mynd á vestari hluta Kistufells sem rís ofan gönguleiðarinnar á Þverfellshorn með borgina í baksýn:

Efri: Anton, Steinunn, Ólafur, Gunnar, Ósk, Arnar, Ástríður, Guðrún helga, Jóhan  Ísfeld, Örn, ?, ?, Guðmundur,  ?, Rósa, Roar, Stefán, ?, ?, ?, Bestla og Björn.
Neðri:
Gerður, Hildur vals., DSigga Sig., Heimir, Katrín, ?, Sigga Rósa, Lilja Kr., Einar Sig., Auður, Katrín R., Ágústa, Brynja, Sylvía og Katrín en Bára tók mynd.

Hér með horfir maður öðrum augum á Kistufellið þegar ekið er um Vesturlandsveg eða Þingvallaveg framhjá Esjunni...

Ísköld og vindbarin héldum við áfram inn eftir Gunnlaugsskarði í hörðu snjófæri
með ískaldan og grimman
norðanvindinn beint í fangið...

Örn leitaði að góðum stað til að fara niður snjóhengjurnar sem við vissum að væru ekki lungamjúkar eins og í síðustu viku...

...og fann góðan stað þar sem hann gat sporað með skónum góðar tröppur niður...

Hluti af hópnum fór niður á öðrum stað þar sem ekki þurfti að byrja á að snúa sér við á hengjubrúninni til að fara niður (sem getur verið erfitt ef menn eru lofthræddir) eins og á eftir Erni...

 ...en sú leið var harðari neðan við sylluna svo höggva þurfti spor með ísexinni sem fór misauðveldlega í menn...
sérstaklega þegar þeir þurftu að spora sjálfir þegar kom að þeim...

Hóparnir á báðum stöðum að koma sér niður...

Það var meira að segja hægt að fara tröppurnar fram á við...

... og renna sér bara alla leið...

...eins og skörungurinn hún Gerður gerði sem er aldursforseti kvenna í Toppförum og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna
enda fréttist af henni í hinum ýmsu
ævintýraferðum um allan heim... fallhlífstökki og hvaðeina...
nú síðast í
Eþíópíu og þá þegar farin að kokka aðrar spennandi ferðir... ,-)

Svo sannarlega aðdáunarverð fyrirmynd sem taka má ofan fyrir !

Síðustu menn að skila sér niður en hér reyndi meira á suma en aðra... og menn hjálpuðust að og gáfu ekkert eftir...

Haf kæra þökk Guðmundur, Stefán og Thomas og aðrir fyrir hjálpsemina og alúðina þetta kvöld
sem er
ómetanleg þeim félögum sem á henni þurfa að halda á ögurstund...

Kuldinn beit og það tók í að bíða meðan stór hópur skilar sér gegnum hindrun eins og eitt stykki frosin snjóhengja...
svo menn lögðu smám saman af stað niður að skarðinu en fararstjóri skikkaði alla í
nesti á miðri leið...
... enn í miklum kulda og
lítið um notalegheit sem við hefðum helst viljað á saklausu maíkvöldi...
en ekki í boði frekar en oft áður og alveg
í stíl við lífið í Toppförum eins og Anton orðaði það...
.. þessi hópur lætur
ekkert slá sig út af laginu og heldur áfram með bros á vör
gegnum
þykkt og þunnt eins og þetta kvöld ;-)

Litið til baka að snjóhengjunum...

Frosni nestisstaðurinn... það var nokkurra stiga frost þetta kvöld á efstu stöðum...

Eins gott að koma sér bara úr vetrinum sem fyrst í sjöhundruð metra hæð...

 ...og fara niður í vorið og lognið sem skiluðu sér samt aldrei alveg þetta kvöld þó spáð væri lygnara veðri fram eftir kveldi...

Farið var greitt niður um Gunnlaugsskarðið á mosa, möl og snjó...

... og við sáum hefðbundna gönguleið upp Esjuna í fjarska í vestri...

Komin úr glerhörðum snjó í harðar grjótskriður sem linuðust með hverjum hæðarmetranum nær sjávarmáli...

... sem maður segir... ekki einn dauður punktur á gönguleið kvöldsins ;-)

Gunnlaugsskarðið er tignarleg leið sem verður tvímælalaust farin aftur á þriðjudagskveldi á næsta ári
upp skarðið og niður í sumarfæri...

Framundan eftir vetrarævintýrið... sem vill jú banka upp á á fjöllum í tíma og ótíma langt fram eftir vori og jafnvel sumri...
(að menn skuli vera að leita uppi þennan vetur svona langt fram eftir okkar stutta sumri)...

...beið okkar hliðarhalli rúma 2 km um lendurnar mitt í Kistufellinu alla leið fyrir vesturhornið
og yfir á það
eystra þar sem fyrst þá var hægt að lækka sig létt niður að bílunum...

Allra árstíða verkefni voru á þeirri leið...

Og ökklarnir kveinkuðu sér hjá þeim sem voru veikir fyrir...

... en þessi leið er gullfalleg og síbreytileg sem nýtur sín best í sól fyrr um kvöldið sem við skulum endurtaka einhvern tíma að hásumri
og taka þá
hringleið um gljúfrin öll í Kistufellinu...

Kistufellið sigrað

...eftir 4:33 - 4:58 klst. upp í 815 m hæð með 820 m hækkun miðað við 101 m upphafshæð.

Frammistaða kvöldsins var framar vonum þjálfara sem fremur áttu von á að gangan yrði rúmir fimm tímar... það er afrek út af fyrir sig að taka svona erfiða göngu að kvöldi til, hvað þá í þessu krefjandi veðri og göngufæri sem kuldakastið bauð okkur upp á þetta árið...

Ganga kvöldsins sýndi glögglega úr hverju þessi hópur er gerður... göngumönnum sem eru öllu vanir og gefa aldrei eftir sama hvernig á móti blæs... reynslunni ríkari og sterkari eftir hverja ferð sem gefur ekkert annað en möguleikana á enn stærri ævintýrum framundan...



Niðri biðu fremstu menn eftir þeim síðustu með
freyðivín og afmælisköku í boði þjálfara... sem var súkkulaðikaka með lakkrís-hraunmolum og piparmyntu-mosa að hætti Nýja Kökuhússins sem hefur bakað nokkrar kökur fyrir Toppfara síðustu ár ;-)

Þrjú af mörgum ómetanlegum gleðigjöfum Toppfara buðu upp á skemmtiatriði þar sem Stefán klæddi sig í forláta netabolinn
sem hann fékk að gjöf frá Toppförum ásamt fleiru í
fimmtugsafmæli sínu í byrjun ársins...

...og gaf Kjartani félaga sínum annan eins við mikla lukku viðstaddra...

Það sem þessi hópur getur ekki gert... berir að ofan í núll stiga hita var greinilega "ekkert" eftir frostið á fjöllum ;-)

Willi veitingamaður skenkti í glösin
Örn skar kökuna
og
Bára þakkaði mönnum fyrir einstakan anda Toppfara sem ber að varðveita eins og gimstein...

Skál elsku hjartans Toppfarar fyrir fimm árum á fjöllum

Haf kæra þökk fyrir dásamlega samveru, vináttu, gleði og samhug öllum stundum á fjöllum sem annars staðar.

Það eru
forréttindi að tilheyra þessum hópi
og
fátt sem skákar þeirri guðs gjöf að geta lagt í fjöll og óbyggðir í öðrum eins dýrindis félagsskap og þessum ;-)

Við erum rétt að byrja...

...Þverártindsegg, Slóvenía, Miðfellstindur, Mont Blanc, Jökulgilstindar, Nepal, Birnudalstindur, Aconcagua...

Listinn er endalaus - möguleikarnir botnlausir  - gleðin fölskvalaus ...

Okkur eru allir vegir færir ef andinn er ákveðinn... ;-)
 

 

Tungukollur með kvöldsólarlagi

Þriðjudaginn 8. maí var tekin hörkugóð æfing á fallegri leið upp á nyrsta tindinn í Hafnarfjalli, Tungukoll
sem rís svipmikill vinstra megin þegar ekið er frá Borgarnesi yfir Borgarfjarðarbrúnna á leið suður til Reykjavíkur...

Lagt var af stað frá Háumelum inn í Innri Seleyrardal á góðum kindagötum með snarbrattar hlíðar Tungukolls á vinstri hönd, norðurhlíðar Klausturstunguhóls hægra megin og hamrabelti Hafnarfjalls framundan þar sem ísfossar og hverfandi snjóskaflar
í blandi við ilmandi grjót og hlýjan mosa settu svip sinn á dalinn...

Þar var stikað yfir Innri Selayrará áður en haldið var upp þéttar mosaslegnar grjótskriðurnar...
...skreyttar mjúkum snjósköflum á stöku stað...

Rjómablíða hið ytra sem hið innra...

Logn og sól þó lofthitinn væri ekki mjög hár og bros á hverju andliti yfir dýrðarinnar kveldi...

Lilja Bj., Steinunn og Unnur.

Litið til baka út Innri-Seleyrardal þaðan sem við komum inn eftir...
Borgarfjarðarbrúin í fjarska og Borgarnes með Snæfellsnesfjöllin enn fjær....

Uppi á hryggnum sem liggur upp á Tungukoll hvíldu fremstu menn sig í glensi í brakandi sólarblíðunni þar til síðustu menn skiluðu sér og haldið var síðasta spölinn upp myljandi grjótskriðurnar sem brakaði í eftir vikulangan þurrk í sól og svölu lofti...

Þverhnúkur vinstra megin á mynd, Katlaþúfa og Klausturstunguhóll... Þverfellið út af mynd vinstra megin en þess skal getið að í map-source kortinu með gps-tækjunum er Tungukollur ranglega merktur Klausturstunguhóll en þessi villa sést um leið og menn skoða önnur kort af svæðinu og fyrri skrif um þetta svæði - að Klausturstunguhóll rís nær miðju Hafnarfjalls og ber sitt sérkennilega hamrabelti beggja vegna hryggjarins.. þar sem geilin góða er og gleymist ekki þeim sem gengið hafa gegnum hana sbr. Jónsmessugangan okkar í fyrra; http://www.fjallgongur.is/aefingar/16_aefingar_april_juli_2011.htm

Útsýnið magnað til austurs að Skarðsheiðinni... Skessuhorn, Skessukambur, Heiðarhorn ... og Skarðshyrna út af mynd...

Ágúst og Sirrý fremst á mynd með Innri Svartatind og Rauðahnúkafjall framar á myndinni
sem við gengum á í vetur ásamt Blákolli ofl:
http://www.fjallgongur.is/tindur72_blakollur_8tindar_170312.htm

Sólin ekki nándar nærri sest yfir Snæfellsnesinu með Heiðrúnu... og jökulinn í skýjunum yfir þessu fallega veðri...

Ingi á heimslóðum og Ágúst með Skarðsheiðina í baksýn fjær og Ytri Svartatind og Rauðahnúkafjall nær...

Síðasti spölurinn upp á tind Tungukolls í grjóti og mosa...

Litið til baka yfir hrygginn að Þverfelli og Þverhnúk í Hafnarfjalli ásamt
Svörtutindahryggnum og Esjunni að kíkja lengst í fjarska...

Uppi á Tungukolli gafst útsýni eins og það best getur verið til allra átta í Borgarfirði og nágrannasveitum...

Við rifjuðum upp haustfagnaðsgönguna óborganlegu frá því október 2010...
...þegar menn buðu upp á mergjuð skemmtiatriði á hverjum tindi og við áttum ógleymanlegar stundir á fjöllum
sem líklegast verða aldrei endurteknar í sömu mynd:

http://www.fjallgongur.is/tindur45_hafnarfjall_9tindar_021010.htm

... bara rifja upp eitt stutt atriði sem fær mann enn á til að skella upp úr
en boðið var upp á heilu leikritin, söngatriðin, veitingar og hvað eina ;-) :
http://www.youtube.com/watch?v=HOO2C9mQnGU&lr=1&uid=VtQ58VOFpkn21UNog7D7nA

Í nestispásunni..
Tungukollur er enn einn
veitingastaðurinn á heimsmælikvarða sem Toppfara heimsækja...

Hvort fleiri ærslabelgir en öðlingsmenn séu í Toppförum skal ósagt látið... blandan sú er allavega glimrandi góð...
enda margir gæddir báðum gáfum í hópnum...
Jóhannes komst ekki hávaðalaust frá því að mæta með langflottustu húfuna í hópnum...
... sem prjónakonur Toppfara... og ljósmyndarar... voru ekki lengi að gera sér mat úr...

Í rjómaskapi voru...

...með Bolakletta og síðasta kaflann á Blákolls-Svörtutinda-hryggjarleiðinni frá því í mars næst í baksýn,
 og
Eiríksjökul sem við ætlum á í júlí, Ok sem við loks sigruðum í kröfugöngu í fyrra... og Þórisjökul sem við gengum á 2008 og þurfum að setja aftur á dagskrá sem fyrst... glitrandi fagra fjær... með Skorradalsvatn í miðjunni...

Efri: Ingi, Nonni, Guðjón, Þorsteinn, Anna Sigga, Jóhann Ísfeld, ?Arnar Ólafur, Hjölli, Guðrún Helga, Súsanna, BJóhanna G., Kjartan, Brynjar, Ósk, Örn, Sylvía, Sirrý, Rósa, Hanna, Guðmundur, Ágúst og KStefán.
Neðri: Ásta Guðrún, Heiðrún, Sigga Sig, Anton, Hildur vals., Guðlaug, Jóna, Auður, Gerður, Katrín, Willi, Lilja Kr., Ástríður, Unnur, Björn H., Bestla, Björn E.,  og Steinunn en Bára tók mynd og Dimma og ... skottuðust með hópnum... en á mynd vantar Björn Matt?, Gerði ?, Jóhannes og Lilju Bj.

Eftir nesti, hlátrasköll, myndatökur og útsýnisviðrun...

...var haldið niður heiðar um vesturöxlina sem blasir við frá Borgarnesi.. svo freistandi öll þessi ár... en aldrei komist formlega undir tærnar á þjálfurum né Toppförum... nema þeim Inga og Heiðrúnu sem farið hafa bæði hrygginn og hlíðina niður... ef einhvern tíma var tækifæri til þess að prófa þessa leið þá var það þetta kvöld í logni og með sólina hátt á lofti...

Greiðfært til að byrja með niður að klettunum...

Ein flottasta niðurgönguleiðin í Hafnarfjalli og alveg í stíl við aðrar leiðir í því...
...bratti, grjótskriður og magnað útsýni...

Örn skoðaði hamrabeltið í miðjum hryggnum og leist ekki nægilega vel á svo skáskorið var framhjá því niður hlíðina ofan við gljúrið
á góðri leið þar sem tæplega fimmtíu manns voru ekki lengi að fóta góðan slóða...

Það var þess virði að staldra við á brúnunum og líta beint niður hamrana og skriðurnar... yfir Borgarfjörðinn... og út eftir öllu Snæfellsnesinu...

Sigga Sig., Stefán, Björn H. og Bestla...

Neðan við hamrabeltið var haldið inn á hrygginn aftur sem þá var orðinn greiðfær og fljótfarinn...

Litið til baka upp eftir hryggnum þaðan sem hópurinn kom niður - sjá göngumenn í slóðanum neðan við hamrana...

Mynd frá Antoni ofurmenni ;-)

Ekki spurning að fara upp hrygginn næst og klöngrast um hamrabeltið eins og hægt er...

Yfir Innri Seleyrará varð að fara um djúpt gilið úr gljúfrinu sem var ofar...

Hvað er gil og hvað er gljúfur...? best að athuga það ;-)

Gildalshnúkur...
Hæsti tindur Hafnarfjalls sem við höfum nokkrum sinnum heimsótt..
...síðast á Jónsmessugöngunni fyrrnefndu í fyrra... hér hvítur efst á mynd...

Myljandi gult grjótið í Tungukolli sveik engan sem "elskar þetta hljóð" eins og Heiðrún orðaði það
þegar glumdi í því eins og glerbrotum undan göngumönnunum...

Anton sendi þessa mynd af jökulrispum í grjótinu...
Rispurnar sýna gjarnan stefnu jökulsins við hop - hér frá vinstri til hægri - brotalínur eru svo að ofan og niður...

Göngunni lauk við byrjandi sólarlag á tíunda tímanum...

Dásamlegur tími til að vera á fjöllum...
Svona útivera bætir, hressir og kætir... nærir, líknar og læknar eins og engin mannanna verk geta gert... ;-)

Alls 5,8 km á 2:53-3:02 klst. upp í 687 m hæð með 670 m hækkun miðað við 70 m upphafshæð.

Afmælis- og vorferð Toppfara á Þverártindsegg í umræðunni:
www.toppfarar.is

...og eins sumarferðalagið í Kverkfjöll og Öskju sem margir eru áhugasamir um en eiga eftir að skrá sig:
http://www.fjallgongur.is/kverkfjoll_2012.htm

Næsta æfing er um leið afmælisganga þann 15. maí á Kistufell í Esju sem er krefjandi en mögnuð gönguleið og ein flottasta kvöldganga sem gefst í Esjunni og á suðvesturhorni landsins ef því er að skipta... en þann 15. maí 2007 fórum við okkar allra fyrstu fjallgönguna upp Esjuna... mikið vatn runnið til sjávar síðan... formið og reynslan langtum framar því sem þá var... ótrúlega margir enn í klúbbnum frá því þetta fyrsta ár... og eins margir haldið tryggð við hann frá því þeir gengu í klúbbinn... fyrir það erum við ævinlega glöð og þakklát því óáþreifanleg verðmæti hópsins skapast með tímanum við slíka tryggð... enda einstakur hópur á ferð sem gefur okkur öllum svo miklu meira en eitt stykki fjallgöngu á kvöldi sem þessu... ;-)
 

 

Kvöldkyrrð á Keili

Þriðjudaginn 24. apríl rifjuðum við upp gömul kynni við Keili sem við höfum ekki heimsótt í þrjú ár...

Veðrið með friðsælla móti, logn og átta stiga hiti en lítið um sólargeisla nema rétt við sjónarrönd í vestri yfir sjónum..

Farin var upp sömu leið og áður... suðaustan megin um brattar, lausar grjótskriðurnar...

...sem var ágætis æfing í nokkurs konar "sumarhálku" með skriðuklöngri um lausagrjót ofan á móbergsklöppunum...

Skínangd góð æfing fyrir brattann á Þverártindseggjum um hvítasunnuna:
http://www.fjallgongur.is/thverartindsegg_mai2012.htm ... en á tenglum þarna má sjá myndir úr fyrri ferðum
þar sem brattinn er talsverður bæði í byrjun í skriðum og klettum
og svo um snjó og jökul ofar...

... og góð æfing fyrir Kálfstinda 1. maí sem eru ekki alveg eins brattir í lausagrjóti og þetta kvöld
...ef einhver skyldi vera að velta því fyrr sér...

Nesti og gleði uppi og tekin hópmynd á þessum góða palli sem þarna er kominn á tindinn... en æfingin var óvenju fjölmenn eða alls 50 manns og því var varla pláss fyrir alla í stigunum...

Mættir voru:

Efri standa: Björn E., Jóna, María E., Irma, Brynjar, Herdís, Jakob, Ísleifur, Lilja Bj., Katrín R., Rannveig, Guðmundur, Þorsteinn, Katrín Kj.,, Sigga Rósa, Rikki, Gerður J., Guðrún Helga, Arnar, Unnur, Ásta Bjarney, Lilja Sesselja, +Osk, Hildur Vals., Alexander, Jóhanna G., Sjoi, Jóhann Ísfeld, Sirrý, Rósa, Anton, Ólafur, Örn, Soffía Jóna, Hrönn, Örn og Óskar með Díu.

Framar eru: Hjölli, Sigga Sig., Jóna, Ástríður, Ásta Guðrún, Súsanna, Ari, Kjartan, Jóhannes og Tara, Ágúst og Willi... en Bára tók mynd og Simma, Día, Tara og fleiri ferfætlingar létu einnig að sér kveða ;-)

... svo fór og Skagadeildin á Geirmundartind (Ingi og Heiðrún) og Háahnúk (Auður, Hanna, Lilja Kr.) á sama tíma..
og horfðu til
Snæfellsjökuls í sólarlaginu eins og við þegar ekið var í bæinn frá Keili...

Niður var farið hefðbundnari leið með Keilisbörn í fanginu og höfuðborgarsvæðið allt...

...í ekki mikið skárri slóða en uppleiðina þó troðnari væri...

... en í stað þess að fara sömu leið yfir hraunið var farið um sjaldfarnari slóðann sunnar sem lengdi gönguna um hálftíma eða 1,5 km á að giska... ótrúlega mikil viðbót meðfram Oddafelli en þeim mun meiri hreyfing og þjálfun í kaupbæti... á auðveldri leið þar sem menn fóru greitt yfir...

Notalegasta kvöldstund

...um fallegar slóðir á flottri æfingu
sem telst alls til
9,4 km á 2:55 -3:06 klst. upp í 388 m hæð með 294 m hækkun miðað við 188 m upphafshæð.


Snæfellsjökull minnti enn á sig í kvöldsólinni á akstursleiðinni í bæinn - sjá óljósan skuggann lengst til hægri - ekki mikil myndgæði...

Snæfellsjökull frá síðustu viku enn glóðheitur í æðunum... og Þverártindsegg um hvítasunnuna lofandi góðu í pípunum... með Kálfstinda þann 1. maí og Flekkudal á upstigningardag á hliðarlínunni fram að afmælisferðinni miklu í suðursveitina...

 

 

Kálfadalahlíðar, Gullbringa og Geithöfði
í kvöldsólarglóð

Loksins kom gott veður...

...á dásamlegri göngu suðaustan megin Kleifarvatns þar sem gengið var um þrjú fell og ströndina til baka
með sólarlagið yfir spegilsléttu vatninu allt þriðjudagskvöldið 17. apríl...

Lagt var af stað frá Hverahlíð og farið um höfða og gil, brekkur og fell, klappir og kletta...

Mættir voru:

Efri: Torfi, Guðlaug, Alma, Ásta Guðrún, Brynjar, Jóhanna G., Steinun Th., Björn E., María E., Örn, Sigga Rósa, Jóhann Ísfeld, Ísleifur, Ólafur, Soffía, Þorsteinn, Bestla, Björn H., Guðrún Helga, Arnar, Guðmundur, Anton og Stefán.

Neðri: Elsa Inga, Ósk, Alexander, Súsanna, Lilja Sesselja, Jóhanna Fríða, Ágústa, Áslaug og Día, Anna Sigga, Hugrún, Ágúst, Katrín, Ástríður, Gylfi og Steinunn en Bára tók mynd.

Til að nýta þetta góða veður sem best var lopinn teygður og gengið um Kálfadalahlíðar á leiðinni á Gullbringu...
sem er ósköp saklaust fell hér á mynd dökkt keilulaga...

... og farið um móbergsklappir og grýti eftir gömlum lækjarfarvegum sem gylltust í kvöldsólinni...

Útsýnið magnað til norðurs yfir Kleifarvatn og í fjarska mátti sjá gegnum Vatnsskarð (gamla staðsetning þess? áður en vegurinn kom gegnum Sandfellsklofa) til Esjunnar, Skarðsheiðarinnar og Hafnarfjalls eftir því hvar við vorum stödd hverju sinni...

Hér á Kálfadalahlíðum sem rísa tvöfaldar suðvestan Gullbringu, sunnan Geithöfða (sem við gengum á þetta kvöld) og norðnorðvestan Geitahlíðar (sem við sáum í suðri ofan af fjöllum dagsins)...

Móbergsklappirnar upp á efsta tind á Kálfadalahlíðum...

...sem blekktu svolítið í umfangi sínu og þóttust vera Gullbringa
nema hvað gps-tækið var ekki sammála og við héldum lengra inn eftir...

Litið til baka ofan af Kálfadalahlíðum en þær "eiga" fellið vinstra megin á mynd, svipmikið hraunið (ath nafn) sem þarna hefur runnið úr Brennisteinsfjöllum og Geitahlíð stórt og breitt í fjarska... förum einhvern tíma á það...

Loksins kom Gullbringa í ljós... ansi framlág en falleg og við stefndum þangað í nestispásu í kvöldsólarlaginu...

Hvammahraun frá Brennisteinsfjöllum norðan hennar sem rennur tilkomumikið út í Kleifarvatn.

Gullbringa bauð öllum til sætis á tindinum og skal þess getið að Gullbringu- og Kjósasýsla er kennd við þetta hógværa fjall... eða öfugt... spurning hvort nafnið kom fyrst á fjallið eða sýsluna...

Kvöldið svalt þrátt fyrir sólina en við nutum hvers augnalbliks eins og kýrnar á vorin og pældum ekkert í klukkunni... vissum varla hvað við áttum af okkur að gera fyrir kæti yfir góða veðrinu sem varla hefur látið sjá sig á þriðjudögum það sem af er árinu 2012...

Hæsti tindur Sveifluhálss hægra megin við miðja mynd... Stapatindur en á hann ætlum við á þriðjudagskveldi í sumar ;-)
... og eigum svo eftir að taka syðri hluta Sveifluhálss sem tindferð einn daginn..

Vesturhlíðar Gullbringu voru lungamjúkar af sandi og við rúlluðum niður...
Kálfadalahlíðar hér á vinstri hönd og syðsti hluti Sveifluhálssins í fjarska hægra megin.

Geithöfði framundan í bakaleiðinni að strandlengjunni... 

Við slepptum ekki brölti upp á hann og sáum ekki eftir því í þessu fallega veðri... áður en við klöngruðumst niður hann að austurbökkum Kleifarvatns þar sem við röktum okkur eftir ströndinni og heilsuðum upp á veiðimenn sem voru hér og þar í lygnu og gullfallegu kvöldinu...

Gullbringa hér í baksýn göngumanna.

Gullin kvöldganga

...á fallegum slóðum upp á 8,3 km á 2:51 -2:58 klst. upp í 313 m á Kálfadalahlíður, 325 m á Gullbringu og 227 m á Geithöfða með alls hækkun upp á 483 m miðað við 144 m uppphafshæð...

Snæfellsjökull framundan á fimmtudag... eftir miklar vangaveltur um hvort færa skyldi þá ferð frá laugardeginum...
vonandi verður það rétt ákvörðun út frá veðurspá og við fáum gullin dag á fjöllum... ;-)
 


 

Vetrarævintýri á
Vífilsfelli

Þriðjudaginn 10. apríl mættu 44 manns á æfingu sem átti að vera sakleysisleg vorganga upp stuttaralegt Vífilsfellið eftir sólarblíðu síðustu tvo daga og alveg fram að klukkan 17:30... en reyndin varð önnur því um leið og Vífilsfellið frétti af för Toppfara voru veðurguðirnir kallaðir til og veturinn sendur yfir svæðið... hvers vegna í ósköpunum eftir þetta fallega veður allan þriðjudaginn var óskiljanlegt... nema það hafi einhverra hluta vegna þótt við hæfi hópsins en það skal skal ósagt látið...

Þessi ganga var til heiðurs Ástu Henriks og Hildar Vals sem buðu félögum sínum upp á ævintýralega göngu fyrir ári síðan upp á Vífilsfellið í mjög svo breytilegu veðri (ferðasaga í vinnslu frá þeim)... en þjálfarar stóðust ekki mátið að fara exploratory óvissuferð á uppleið og hefðbundna leið um slóðann niður heiðina... þar sem alltaf er mun skemmtilegra að fara hringleið fremur en fram og til baka sömu leið... að ekki sé talað um að kanna ókunnar slóðir...

Gengið var því gegnum malarsvæðið og upp á Vífilsfellsöxlina í norðri sem snýr að þjóðveginum... og skartað hefur kroti í mosann gegnum árin á nyrstu þúfum... og haldið þaðan upp brattar brekkurnar sem liggja grýttar við gilið norðvestan megin en þar höfðu þjálfarar séð góða leið úr bílglugganum á leiðinni að fjallsrótum þar sem "smá snjóskaflar" hlytu að vera færir í þessari vorblíðu sem búin var að þýða allt síðustu daga...

Gull af mönnum á ferð...

...og bros á hverju andliti eins og vanalega...

Ósk, Súsanna, Jón, Kjartan, Valgerður Lísa, Unnur nýliði, Thomas, Irma, Kristjana, Roar, Ari, Jóhannes, Sirrý, Steinunn Th og Halldóra Ásgeirs...

... með Esjufjallgarðinn, Moskarðahnúka og félaga útbreitt í baksýn... í góðu skyggni sem þá var ennþá...

... en mættir voru annars:

Alma, Anton, Arnar, Ari, Bára, Guðrún Helga, Gylfi, Halldóra Á., Heimir, Herdís, Irma, Jóhanna Fríða, Jóhannes, Jón Tryggvi, Jóna, Kjartan, Kristjana, Lilja Sesselja, Nonni, Ólafur, Óli, Ósk, Roar, Sigga Rósa, Sigga Sig., Sirrý, Soffía jóna, Stefán, Steinunn Th., Súsanna, Sylvía, Thomas, Torfi, Valgerður Lísa, Willi, Þorsteinn, og Örn.. auk þess sem fimm nýliðar voru mættir eða þau hjónin Hrönn og Jói, Björn og Bestla og svo Unnur Valborg með ferfætlinginn...? og Gunnlaugur gestur með hundinn Albert Einstein...

Saklaus leið að sjá... góður skafl með gilinu og smá snjóhengjur efst...

Þegar nær var komið reyndist skaflinn sem Örn vildi fara þvert yfir miðja hlíð heldur harður svo hann freistaðist til að prófa snjóhengjurnar efst í brekkunni þar sem það var ósköp stutt haft til að komast upp á heiðina... hann var enn harðari og Erni leist ekki nógu vel á færið þar fyrir allan hópinn og sneri aftur að brekkunni neðar en mestu ævintýramennirnir í hópnum tóku strax við af honum að höggva spor með skónum eða ísexi til að komast upp og var Jóhannes þar fremstur í flokki eins og oft áður ásamt Kjartani, Antoni, Stefáni, Ara og fleirum... með Gylfa á kvikmyndavélinni... - sjá neðar...

Örn mat það hins vegar svo að þetta væri of hart fyrir rúmlega fjörutíu manns til að fóta sig um og hóf að höggva góð spor þversum í þennan skafl hér á mynd til að komast yfir í gilið hinum megin sem hafði verið ætlunin þegar neðar var metið...

Þar kom ísexin hans að góðum notum og exin hans Stefáns sem var í fullri notkun í efri hlíðum...

Lexía kvöldsins meðal annarra sú - og ekki í fyrsta skipti í sögu þessa klúbbs - að hvar sem fannir liggja í fjöllum skal ALLTAF taka með sér ísexi og brodda (jöklabroddarnir nauðsynlegir í svona hörðum fönnum) því saklausir snjóskaflar geta verið glerharðir sama hvað sólargangi, lofthita, veðurfari og árstíðum líður og hindrað þannig för á annars auðveldri leið... sbr. Hlöðufellið í júlí 2009 o.m.fl...

Efri hópnum gekk vel að höggva dýpri spor í ísinn efst (vantar góða mynd af efri hóp) og því voru allir hvattir til að fara þá leið ef þeir treystu sér til að greiða göngu hópsins í heild, leið sem tók vel í í miklum bratta... en hinir tóku þveruðu hlíðina á eftir Erni sem var mun mýkri... en þetta fór eftir smekk hvers og eins...  sumum fannst þægilegra að fara beint upp efri brúnina fremur en þvert yfir bratta snjóhlíð neðri leiðina sem endaði í grjóti neðst og því var mikivægt að gæta sín í hverju skrefi...

Fínustu spor yfir og þegar sást til fremstu manna sem þurftu fljótlega ekki lengur að höggva spor heldur gátu sporað með skónum alla leið upp gilið þá var leiðin augljóslega greið og menn drifu sig upp en Halldóra Á., Roar og Sirrý sneru þó við þar sem þeim leist ekki nógu vel á þennan barning og var það skiljanlegt sjónarhorn út af fyrir sig, ekki allra smekkur að fóta sig um harðar snjóbrekkur...

Hálkubroddarnir komu sér vel en ekki allir með þá meðferðis í vorblíðunni... og þá auðvitað ekki nýliðarnir fimm sem bættust við hópinn þetta kvöld "að vori til" og vissu líklega varla hvað þeir voru búnir að koma sér út í... en virtust hafa sama lúmska gamanið af öllu saman eins og flestir hinna... sumir þó raunverulega að bíta á jaxlinn í hópnum en aðrir kipptu sér ekkert upp við þetta og nutu hvers augnabliks... enda þveraða leiðin lítið öðruvísi en hlíðin efst að steininum í Esjunni sem við höfum margoft farið í hífandi hálku jafnvel í bland við myrkur og erfið veður... og ansi lítil í samanburði við skaflinn upp á Blákoll um daginn... að ekki sé rifjað upp lengra aftur í tímann þegar við fórum t. d. á Heiðarhorn og Skarðshyrnu brodda- og ísaxarlaus á eftir Jóni Gauta fjallaleiðsögumanni sem hjó hvert spor klukkustundum saman í hríðarbyl og hörkufrosti... og mörg önnur dæmi á bæði þriðjudagskvöldum og helgargöngum...

"... ef maður hættir að gera... þá hættir maður að geta..."

Uppi á sléttunni tók klöngrið við upp á tindinn gegnum mosaslegnar móbergsklappir meðfram hörðum skaflinum sem lá yfir hefðbundinni gönguleið en skaflar eru yfirleitt harðastir á jöðrunum meðfram grjótinu og harkan yzt sagði því ekki allt um ástand skaflsins í heild... við áttum eftir að kanna möguleikann á að fara hann í bakaleiðinni fremur en að þræða okkur gegnum allt klettabeltið til baka... en ráðlegast er alltaf að gera ráð fyrir því versta með snjóskafla á fjöllum og meta þá frekar harðari en mýkri ef giska þarf á það... til mörg dæmi um göngumenn eina á ferð sem runnið hafa illa af stað í saklausum snjósköflum og átakanlegt dæmi hjá Kristínu Gundu t. d. í Ljósagöngu Steina í desember 2010...

Meðan á öllu þessu stóð... menn varla búnir að hrista adrenalínskjálftann af sér frá snjóbrekkunum... versnaði veðrið hratt með snjókomu og vindi... allt orðið hvítt á endanum á dökku Vífilsfellinu sem hafði risið snjólaust og vorlegt að sjá þegar ekið var að fjallsrótum í byrjun kvöldsins en stóð alpahvítur þegar ekið var frá honum síðar um kvöldið... nánast eins og við hefðum kallað þetta yfir hann með innlitinu... ;-) ... talandi um sjálflægni ;-)

Landslagið á Vífilsfelli svíkur engan sama hve oft maður gengur á það
og í snjóföl njóta klappirnar sín allra best...

Lítið skyggni á tindinum... eins og vanalega í sögu Toppfara á þessu fallega fjalli í sjöttu göngunni á það án þess að fá útsýni... það er gott að einhver reynir á þrautsegju vora... við gefumst ekki upp og stefnum á Vífilsfellið að ári í meira sumri...

Heldur kuldaleg nestispása á tindinum og hópmyndin fór forgörðum í vetrarhörkunni... hugurinn að velta bakaleiðinni fyrir sér... skyldi skaflinn stóri vera nægilega mjúkur fyrir snarlegheita niðurgöngu... eða biði okkar að klöngrast sömu leið til baka niður á Vífilsfellsherðarnar...? ... fátt eins skemmtilegt og klöngur og líklega gera sér ekki nógu margir grein fyrir því hversu dýrmætar æfingarnar eru fyrir tindferðirnar þar sem allt verður svo yfirstíganlegt þegar búið er að ganga í gegnum alls kyns hindranir á þriðjudagskveldi áður en lagt er í hann heilu dagana í óbyggðum um helgar... því flóknari og erfiðari þriðjudagsæfing... því meiri færni og öryggi í erfiðari og lengri fjallgöngum að degi til... því ber að fagna hverri krefjandi þriðjudagsæfingu sem hefur náð að ögra manni og styrkja...

Jóhannes og Ari voru undanfarar niður skaflinn meðan hópurinn kom sér niður af klettunum með aðstoð beggja þjálfara og þar með varð ljóst að við gátum skautað niður skaflinn í sporum sem héldust sæmilega mjúk alla leið til aftasta manns... en það mátti ekki miklu muna og hálkubroddarnir reyndust aftur vel hér...

Leiðin greið ofan af sléttunni eða Vífilsfellsherðunum og nokkrir fóru rennandi sér niður skaflinn með tilheyrandi kúveltingum... sem geta verið varasamar ef menn missa stjórn á rennslinu vegna hraða... t. d. ef skaflinn harðnar neðar sem hefur gerst þó eðlisfræðin segi að svo eigi ekki að vera með vaxandi mýkt við hærra hitastig nær sjávarmáli... og í ærslaganginum runnu menn eitthvað saman en varð víst ekki meint af ;-)

Alls 5,3 km á 2:38 - 2:46 klst. upp í 394 m á Vífilsfellsöxl og 669 m hæð á tindinum með 637 m hækkun miðað við 225 m upphafshæð.

Sjá gula slóð kvöldsins, sú svarta okkar fyrri leiðir upp Vífilsfellið. Hefðbundin leið þá neðri gula línan fram og til baka. Sjá punkta merkta VifilsfN og VifilsfN2 en þar er skemmtileg leið ofan af Vífilsfelli niður í Jósepsdal sem þjálfarar voru með sem varaplan ef veðrið héldist gott... sem það gerði ekki... kannski náum við því sumarið 2013 með sama klöngrinu norðvestan megin upp... ;-)

Svo eigum við alltaf eftir að fara Bláfjallahrygginn allan og um Vestur Bláfjöll sem eru stórskemmtilegir hnúkar sunnan við Vífilsfellið og vestan megin frá Ólafsskarðashnúkum...

Frábær frammistaða á flottri leið
og eins og Jóhannes sagði á fésbókinni var þetta fín æfing í bratta fyrir Þverártindsegg um hvítasunnu ;-)
... en NB þá í línum, með jöklabrodda og ísexi...

Snilldarmyndband frá Gylfa af þessari æfingu: http://www.youtube.com/watch?v=lfT7a0xII5M&feature=youtu.be

Lexíur kvöldsins voru nokkrar
en tvær mikilvægastar að mati þjálfara fyrir utan það sem að ofan er þegar frá greint:

Það er dýrmætt að halda við lönguninni og færninni við að fara ótroðnar slóðir eins og þessum hópi er sannarlega lagið gegnum árin... og taka því sem að höndum ber sem gjaldi fyrir óvissuna, þó það þýði að snúa við ef svo ber undir því það felst lærdómur í hverju framandi skrefi og hver einasta lexía við nýjar aðstæður hækkar inneignina í reynslubanka hvers og eins á fjöllum.

Það er mikilvægt við allar hindranir, erfiðleika og krefjandi verkefni í óbyggðum að sýna stillingu, yfirvegun, samstöðu, hjálpsemi, tillitssemi... og lausnamiðaðan þankagang fremur en hindranamiðaðan... að ekki sé talað jafnvel um jákvæðni og ósérhlífni... því óöryggi og ótti er mjög smitandi fyrirbæri eins og við höfum áður rætt - mun meira smitandi en flestar aðrar tilfinningar einfaldlega af því að ótti er lífsnauðsynleg aðvörun til annarra í kring um að hætta steðjar að.

Þetta kvöld var aðdáunarvert að sjá hversu áræðinn og yfirvegaður þessi hópur er, hve vel hann vinnur saman og valinn maður í hverju rúmi til að rétta hjálparhönd og greiða leiðina... Hvernig vanari hluti hópsins leggur sitt á vogarskálarnar svo þjálfarar geti hugsað um hagsmuni hópsins í heild og hlúð betur að óvanari hluta hópsins... Það er mikilvægt að við gerum okkur öll grein fyrir því að þessi háttsemi skapast og vex í hópi sem venst því að ganga sem einn maður árum saman og gerir okkur kleift að upplifa aðra hluti en ella. Þarna felst ríkidæmi sem þessi hópur státar af með réttu.

Haf þökk allir sem einn þetta kvöld  ;-)

 

Vor og vetur á Kerhólakambi

Þriðjudaginn 3. apríl var gengið á Kerhólakamb sem fyrstu sumargöngu ársins... í blíðskaparveðri við fjallsrætur og lengstum framan af... en blautri þoku og hrímkulda á tindinum...

Farin var hefðbundin leið inn um Gljúfurdalinn yfir ánna á steinaskoppi með ilmandi vorið í lofti...

... og við rifjuðum upp fyrri fjórar göngur þessa leið þar sem farið var t. d. upp klettana hér á mynd í desember 2007 sem sjöundu tindferð Toppfarar sem þá var farin með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum þar sem við æfðum í fyrsta sinn broddagöngu og ísaxarbremsu...

Það var ansi sumarlegt að skoppa um steina með svífandi fuglamergðina yfir hausamótunum...

Leiðin einstaklega skemmtileg um gljúfrið og ágætis tilbreyting frá hefðbundnum brekkum og hlíðum...

Ansi þétt og sleipt á köflum upp úr gljúfrinu...

...og áfram var það þétt alla leið þetta kvöld upp á tind...

Gljúfurdalur Esjunnar... sem endar innst neðan við steininn og Þverfellshorn...

Útsýnið suður til borgarinnar með Úlfarsfell í fjarska áður en allir hinu litlu félagar þess birtust eftir því sem ofar dró...

Klettahamrar Árvallagils...

Þar tókum við fyrri hópmynd kvöldsins í góðri birtu og skyggni...

En mættir voru:

Alma, Anna Sigga, Anton, Auður, Ástríður, Bára, Elsa Þ., Guðrún Helga, Gunnar Jökull, Halldóra Á., Herdís, Hugrún, Ingi, Ísleifur, Jakob, Jóhann Ísfels, Jón, Jóna, Kjartan, Lilja Kr., María E., Ólafur, Ósk, Rannveig, Rikki, Roar, Sigga Rósa, Sirrý, Soffía Jóna, Súsanna, Sylvía, Thomas, Torfi, Valgerður Lísa, Willi, Þorsteinn og Örn.

... en þar af voru undanfarar þau Halldóra og Roar sem gengu á undan hópnum alla leið á tindinn og sneru við í bakaleiðinni til að toppa aftur með hópnum...

... og þá skal sérstaklega getið hans Gunnars Jökuls, 11 ára sem mætt hefur í nokkrar göngur Toppfara og er sannur fjallamaður með ástríðuna á hreinu... ;-)

Þær voru krefjandi lendurnar upp...

Þokan kom í rúmlega fimm hundruð metra hæð og þar áðum við norðan Níphóls í ágætis skjóli...

Áður en haldið var inn í enn þéttari þoku, meiri vind og kaldara loftslag eftir því sem ofar dró síðasta kaflann upp á kambinn sjálfan...

Örn tók sjensinn og valdi upppgönguleið suðaustan megin við skaflinn fræga sem alltaf liggur lengstum fram á vor vestan megin í kambinum og reyndist leiðin vel greið í góðu klöngri en með þessu styttum við gönguna um líklega einar 20 mínútur fram og til baka...

Uppi á kambinum að hæsta tindi í 858 m hæð var þung snjóþoka og hart snjólag ofan á öllu grjótinu... við sáum lítið og ekkert fengum við útsýnið... en máttum vera ánægð með afrekið á þessu þriðjudagskveldi þegar varla er hægt að segja að það sé komið vor þegar gengið er upp í þessa hæð...

Niðurgönguleiðin sú sama þar sem þokunni létti í um 500 m hæð og skyndilega opnaðist útsýnið með tilheyrandi birtu sem þó tók fljótt að rökkva og var orðin ansi dimm hjá síðustu mönnum gegnum gljúfrið, en Roar og Halldóra sýndu okkur aðra leið meðfram læknum utan í hömrunum þar sem hægt er að þræða sig meðfram ef menn vilja sniðganga að stikla yfir lækinn í gljúfrinu en þar þarf þó að fara varlega og stikla á steinum utan með hlíðinni og gæta að grjóthruni... prófum það næst ;-)

Alls 6,9 km á 3:25 - 3:36 klst. upp í 858 m hæð með 801 m hækkun miðað við 589 m upphafshæð.

Þetta var önnur gangan af mörgum á þessu ári þar sem við göngum til heiðurs þeim klúbbfélögum sem boðið hafa upp á göngur meðan þjálfarar eru í vant við látnir en þeir Sæmundur og Stefán hafa oftar en einu sinni boðið upp á göngu á Kerhólakamb gegnum tíðina og þökkum við þeim kærlega fyrir það framtak ;-)

Vel af sér vikið á þriðjudagskveldi í byrjun apríl...

Eyjafjallajökull framundan í upphafi páskahelgarinnar og veðurspá góð ;-)

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir