Tindferð 77 - Níu tinda ganga kringum
Flekkudal Esjunnar
fimmtudaginn - uppstigningardag 17. maí 2012
Dýrðarinnar dagur
Uppstigningardaginn 17. maí gerðum við aðra tilraun til þess að ganga níu tinda hringinn kringum Flekkudal í norðanverðri Esjunni með viðkomu á mögnuðum útsýnisstöðum sem skákuðu hver öðrum í fegurð og tignarleik og lék veðrið við okkur með brakandi logni og sól nánast hverja mínútu...
Spáin var glimrandi.... svona dag lét maður ekki framhjá sér fara... þó þreyta, streita og tímaleysi reyndi að afvegaleiða mann eftir ansi strembna en magnaða afmælisgöngu tæpum tveimur dögum fyrr á Kistufelli Esjunnar þriðjudagskvöldið 15. maí... http://www.fjallgongur.is/aefingar/20_aefingar_april_juli_2012.htm
Meðalfellsvatn var kristaltært og kyrrt...
...í blankalogni
morgunsins og það hvarflaði að okkur að dóla
okkur bara við vatnið allan daginn...
Taka tvö frá malarstæðinu við ánna upp lendurnar sunnan við bæinn Flekkudal...
Flekkudalur er
ekki talinn með dölum fegurstum á Esjunni
"Dórubrekka"
var nánast snjólaus
Útsýnið til norðurs yfir Meðalfellsvatn, Meðalfell, Reynivallaháls og hluti af Skarðsheiðinni...
Skaflinn með snjóhengjunni í mesta vindinum þarna í mars... var orðin mun saklausari tæpum tveimur mánuðum síðar...
Komin upp hálsinn og útsýnið tók við okkur eins og málverk allan hringinn... hvílík dýrð...
Útsýnið niður Miðdal framhjá mynni Eilífsdals til vesturs með Eyrarfjall hægra megin og Tindstaðafjall vinstra megin... ... sjá Háahnúk Akrafjalls eins og oddur við miðja mynd...
Þórnýjartindur
blasti við í vestri... þarna gengu menn upp í
fimm tinda göngu um
Eilífsdal í mars 2011
Á Nónbungu... fyrsta tindi dagsins með næstu tvö framundan; Paradísarhnúk vinstri megin en hann gnæfir yfir Flekkudal og gefur mikinn svip á hann... og Skálatindur hægra megin sem gnæfir yfir Eilífsdal og gefur mikinn svip á hann...
Litið til baka yfir Nónbungu sem við mældum 505 m háa en það er svo sem matsatriðið hvenær hún endar og aðrir hlutar Esjunnar taka við...
Komin ofar og útsýnið slíkt að það er ómögulegt að sleppa myndum eins og þessari ;-)
Broddar
settir á fyrir harðan skafl upp á tindana svo á
hálsinum ofan við Nónbungu...
Sólin, skýin og snjórinn voru skraut dagsins ....og gerðu hvert og eitt minningar og myndir þessa dags okkur ómetanlegt með öllu...
Síðustu metrarnir
að
Paradísarhnúk... með landslag Nónbungu
útbreitt að baki göngumanna...
Katrín og Hildur á leið á Paradísarhnúk sem var ísilagður yzt - sjá lengst til hægri.
Fyrsta áning dagsins á öðrum tindi dagsins... Paradísarhnúk sem bauð upp á tignarlega útsýnisstaði sem engin leið er að sjá fyrr en komið er á staðinn... og mældist 813 m hár en eins má velta vöngum hvar hann sé nákvæmlega þar sem brúnirnar bylgjast nokkrum sinnum inn dalinn... Útsýni til Botnssúlna og félaga í austri...
Brúnirnar á Paradísarhnúk óðum að hrista af sér veturinn...
Þessa brúnir gerðu okkur ansi smá...
... og klettanösin lokkaði okkur út eftir enda óborganlegt landslag...
... sama hvert var litið...
Hópmynd hér með
toppinn á
Hátindi
í baksýn sem glittir aðeins upp úr snjóbreiðunni
(tindur 4) ...
... en þetta var miklu flottari staður fyrir hópmyndatöku og við tókum andann á lofti...
...ef við máttum vera að því með myndavélina á lofti ;-)
Næsti viðkomustaður var Skálatindur vestan megin ofan Eilífsdals...
Þar sem Eilífstindurinn sjálfur sást í fjarska snjólaus neðan við snjóslegna hamrana...
... og við nutum þess að rölta um brúnirnar sem voru flestar búnar að losa sig við snjóinn með vorinu...
Snjóhengjurnar varasamar og allt að bráðna...
Gerður að mynda svipmikla hamrana í Eilífsdal...
Ástríður, Unnur og Ósk... fjallakonur sem hafa ekki hikað frá því þær gengu til liðs við Toppfara...
Einn af hömrunum ofan Eilífsdals að austan... Dimma að þefa fram af...
Snjórinn nánast að leka af klettunum...
Klettagatið í hamrinum fékk ómælda athygli...
.... og fékk nokkrar myndir af sér með hinum og þessum Toppfaranum...
Sjá Akrafjallið
gegnum gatið... austurhlíðarnar sem eru mest
aflíðandi
Þetta var heitur dagur þegar best lét... sjá hitauppstreymið þegar við litum til norðurs af Skálatindi...
Áfram var haldið inn á heiðina... magnaðir litir þennan dag...
... meginland Esjunnar með himininn skrýddan skýjum sem breyttust stöðugt...
Ósk, Guðmundur, Katrín, Ástríður, Ísleifur og Hildur... hvílíkt öðlingsfólk á fjöllum...
Dimma var drottning dagsins...
...lék á als oddi
sem aldrei fyrr...
Sjá göngufærið, hart og greiðfært...
Eilífsklettur framundan... tindur nr. fjögur... Hann er nafnlaus á öllum kortum en þennan dag mátti vel sjá hvernig hann skagar upp úr heiðinni alla leið í 916 m mælda hæð (hefur mælst hjá okkur aðeins lægri en Hátindur) og má alveg heita eitthvað en þjálfarar kalla hann Eilífsklett þar sem hann skagar upp úr heiðinni akkúrat fyrir miðjum dalsbotni Eilífsdals...
Snjórinn og skýin þennan dag voru alveg í stíl með sólina leikandi létt um bæði... Þessi hreinleiki og ósnertanleiki er einfaldlega það fegursta sem gefst í óbyggðum...
Unnur, Hildur,
Guðmundur, Katrín R., Ósk, Katrín Kj. og Gerður
með
Skarðheiðina og
Hvalfjörðinn í baksýn...
Komin enn lengra upp á heiðina... - Örn tók þessa mynd til baka fremstur manna.
Síðustu metrarnir upp á Eilífsklett...
Litið til baka frá honum yfir hópinn að skíða inn á skónum ;-)
Grýtt efst við klettinn...
Eilífsklettur framundan og Hábunga í fjarska en hún er hæsti tindur Esjunnar og ekkert nema hæsti punktur á langri heiðinni sme er ansi grýtt og ógreiðfær að sumri til... besti göngutíminn yfir heiðina er þegar snjórinn liggur enn yfir öllu harður og fínn...
Útsýnið til austurs taldi óteljandi fjallstinda allt frá Langjökulsfjöllum, Hvalfjarðarfjöllum, Þingvallafjöllum og Suðurlandsfjöllum...
Katrín R. og Ísleifur með Hátind, næst hæsta tind Esjunnar sem kom í ljós á þessum kafla eins og pýramídi upp úr sléttunni...
Þrjár á Eilífskletti... Hildur, Gerður og Bára...
Prjónapeysuliðið... ... fékk sérmynd af sér af því prjónaskapurinn er farinn að nálgast skottið á flottustu útsýnisstöðunum þegar best lætur...
Eruð þið ekki að koma?... ...spurði Dimma ansi oft... hljóp alltaf langt á undan hópnum og fylgdist svo með hvort hópurinn kæmi á eftir henni eða beygði einhvers staðar í aðra átt... þá kom hún á harðaspretti... ;-)
... annars beið hún eftir hópnum og tók fararstjórahlutverkið sitt alvarlega eins og herforingi ;-)
Botnssúlurnar í austri voru eins og glitrandi pýramídaperlur í fjarska...
Litið til baka að Eilífskletti...
Móskarðahnúkar handan Þverárdals og Skálafell enn fjær... Við sáum einnig Heklu, Tindfjallajökul og Eyjafjallajökul rísa smám saman úr djúpinu...
Hátindur Esjunnar... tindur nr. fimm þennan dag... langflottasti tindur Esjufjallgarðsins...
Kistufellið blasti við okkur ofan Grafardals... það var merkileg staðreynd að við skyldum hafa klöngrast þar upp tæpum tveimur sólarhringum áður... í vetrarveðri að kveldi til sem var í sérkennilegri mótsögn við sumarlega blíðu dagsins nú... en þrettán af átján leiðangursmönnum Flekkudalsins voru líka í afmælisgöngunni þann 15. maí og létu hvorki þreytu né streitu koma í veg fyrir að njóta þessa sólbjarta fimmtudags sem virtist loksins koma með sumarið með sér...
Við fylgdumst með þriggja manna leiðangri birtast uppi á Hátindi...Þau höfðu greinilega komið upp þar sem við ætlum á þriðjudagskveldi í júní... um hryggina úr Grafardalnum...
Upp á Hátind varð færið fremur hart og menn fóru flestir í brodda... Katrín fékk sérþjónustu og fékk hreinlega ekki að setja sjálf á sig broddana... hún á einn af öðlingsmönnum Toppfara.... sem hika ekki við að rétta hjálparhönd þegar á reynir... fyrir eiginmann...
Sólin yfirgaf okkur aldrei...
...heldur át upp
léttu bólstraskýin sem skreyttu himininn allan
daginn í hvert sinn sem þau reyndu að skyggja á
geislana...
Fullkominn dagur á fjöllum...
Litið til baka niður eftir uppgönguleiðinni á Hátind...
Smá brölt um einn klettinn á leiðinni...
... broddarnir komu sér ágætlega...
Útsýnið til austurs að Móskarðahnúkum...
Færið gat ekki verið betra...
Hreinar brúnirnar upp með hryggnum...
Hvílíkt útsýni...
Fjallasalurinn
var
framandi
þeim sem voru að þvera Esjuna í fyrsta sinn og
síbreytilegur
á langri leið beggja vegna fjallgarðsins
Þetta var allt
of flott til að geta "bara verið Esjan"...
Dimma með félögum sínum á tindinum...
Þarna blés golan... á einum fáum stundum dagsins fyrir utan vindinn á upp- og niðurleið í byrjun og lok dagsins...
Björgvin, Ólafur, Gerður, bára, Katrín, Ísleifur, Leifur, Anton, Ósk og Unnur...
Kistufellið... þarna stóðum við tæpum tveimur sólarhringum áður... í mun kaldara veðri og meiri vindi... árstíðaskipti urðu milli þessara daga því eftir kuldakast dögum saman sem endaði daginn eftir Kistufelli hófst hlýjindakafli á Flekkudal sem entist fram yfir Þverártindsegg tveimur vikum síðar og alla þá viku og helgi þar á eftir... http://www.fjallgongur.is/aefingar/20_aefingar_april_juli_2012.htm
Hryggurinn niður af Hátindi til suðurs þar sem hryggirnir taka við alla leið niður sunnan megin...
Sólfarar dagsins: Ósk, Unnur, Ástríður, Ísleifur, Guðlaug, Anton, Bára, Katrín R., Ólafur, Gerður J., katrín Kj., Hildur Vals., Guðmundur, Halldóra Á., Roar, Björgvin, Leifur og Örn tók mynd...
... með Laufskörð, Móskarðahnúka, Skálafell, Trönu
og Þingvallafjöllin
í baksýn
Við urðum að halda áfram...
Myndefni dagsins var gersamlega fullkomið...
... og erfitt að velja á milli mynda í ferðasöguna...
Hátindur var hæsti tindur dagsins og mældist 927 m hár en er 909 m skv Landmælingum...
Sjónarhorn aftasta manns til norðurs...
... og fremsta manns til baka...
Það var ekki hægt að biðja um meira...
Klöngrið til baka...
Sjá göngufærið sem var ennþá gott þarna...
Við ætluðum að borða nesti á Hátindi...
...en þar var gola og því var leitað að góðum stað fyrir neðan hann...
Færið óðum að linast og þyngjast um leið og við lækkuðum okkur ofan Þverárdals...
Fínn staður í sólinni með Suðurlandið í fanginu...
Vel nærð héldum við áfram til austurs að Laufskörðum og Móskörðum...
Síðari 3ja manna leiðangur dagsins leit þarna dagsins ljós... þremenningar sem mikið var deilt um hvort væru karlkyns eða kvenkyns... voru á þvælingi við Laufskörðin en hurfu sjónum og birtust skyndilega austan við Hátind þar sem þeir fóru upp snjóbrekkuna hér...
Þetta var æsispennandi og við fylgdumst grannt með...
Móskarðahnúkar framundan hægra megin...
Sjá dýpri spor hér... og Dimma að leiða gönguna ;-)
Litið til baka yfir þverunina ofan Þverárdals... Skýjafarið var listaverk út af fyrir sig þennan dag...
Anton að benda á göngumennina þrjá... þetta var flott brekka sem þeir fóru upp um...
Og við veltum fyrir okkur ýmsum uppgönguleiðum Hátinds í framtíðinni... meðal annars um rimann þarna á miðri mynd...
Dimma og Anton að njóta útsýnisins til suðurs yfir höfuðborgina og nágrannabyggðir...
Víðfeðmi Esju-heiðarinnar er drjúgt... þarna er auðvelt að villast í þoku...
Brátt tók fegurð Laufskarða við...
Útsýnisstaðurinn niður í Grafardal frá brúnunum vestan Laufskarða...
Grafardalur... hægt að fara hér upp á Laufskörðin eins og bræðurnir hafa gert...
Komið að Laufskörðum sem tengja Esjuna við Móskarðahnúka...
Móskarðahnúkar í allri sinni vorsnjódýrð norðanmegin...
Þarnra lágu þrjóskir skaflar eftir gönguleiðinni frá Laufskörðum....
Sem var ekkert mál að fóta sig um....
Komin fram á brúnina á Laufskörðum með útsýni yfir á Móskarðahnúka...
Mestu ævintýramennirnir í hópnum létu sig hafa það að prófa yfirferð um skörðin þó harðir snjóskaflar lægju yfir þeim...
Þau nenntu ekki í brodda og tóku þetta á slóðinni sem myndast hafði af fyrri göngumönnum...
... og við hin horfðum bara á þau á meðan...
Ekkert mál ;-)
Þau kláruðu auðvitað alla leið upp á hnúkinn sem kallast má austasta Móskarðahnúkinn...
...horfðu yfir til okkar...
... sem vorum Esjumegin...
...og veifuðu....
Sýnin frá þeim til hópsins Esjumegin...
Svo var að koma sér til baka... oft erfiðast að fara tæpistigurnar niður í móti...
En stelpurnar.... sem voru þrjár... til móts við strákana þrjá... Ástríður, Guðlaug og Katrin R...
...tóku þetta á kúlinu ;-)
Og allt gekk vel...
Slóðinn er fínn að sumri til og ekki spurning að fara þarna um árlega... ein flottasta gönguleiðin á suðvesturhorni landins...
Eftir nestispásu... enn einu sinni... og slökun innan um ævintýramennskuna varð að halda áfram frá þessum flotta stað...
Unnur, Ástríður, Roar, Halldóra, Ólafur, Guðlaug, Leifur, Katrín, Guðmundur, Ólafur... og...
Farið yfir skaflinn...
Við tók heiðin niður á síðustu tvo tinda dagsins... u ndir sama listaverki skýjanna þennan dag...
Seltindur framundan í Eyjadal... hvar skyldi vera uppgönguleið á hann úr dalnum?
Dimma skutla að leiða hópinn sinn...
Já, bara ekki hægt að velja milli allra þessara fögru mynda...
Katrín Kj.,
Unnur, Hildur, Gerður Jens og Ísleifur með
Móskarðahnúka
í baksýn...
Restin af skörðunum yfir á Laufskörð...
Gengið út eftir Seltindi með Botnssúlurnar dansandi fyrir framan okkur...
Útsýnið til Trönu af Seltindi sem mældist 648 m hár og var sjöundi tindur dagsins...
...en Trana er á dagskrá í
nýársgöngu árið 2013
á
spennandi hringleið um austasta hluta
Esjufjallgarðsins...
Dimma kann þetta... hvílir sig milli tinda... og gat lokkað Antoninn sinn niður í mosann....
Frá Seltindi var haldið að Esjuhorni sem var næstsíðasti tindur dagsins og númer átta...
Esjuhorn hinum megin Hrútadals...
Hann teygði sig ansi langt inn á meginlandið...
Og fékk þrjá
grjóthnullunga
senda frá Antoni niður ofan af hömrunum...
Fegurðin var alltumlykjandi ...ef maður gaf sér tíma til að horfa og njóta...
Hátindur að kíkja á gestina sína frá því fyrr um daginn...
Komið að Esjuhorni...
Litið til baka á Móskarðahnúka og Laufskörð...
Sólinni tekið að halla í vestri...
Brúnin á Esjuhorni sem mældist 720 m hátt...
Þar tókum við síðustu nestispásu dagins og horfðum til austurs yfir hálendið í austri...
Prjónaskapur Toppfara nær sífellt hærri hæðum en Katrín Kjartans er einna ötulust og smekklegust okkar allra... ... við vorum ljónheppin að fá þau hjónin í hópinn okkar...
Útsýnið til suðsuðausturs á Seltind og Móskarðahnúkar og Laufskörð... ... er ekki göngufært upp hrygginn þarna á Seltindi í sumarfæri... eða inn gilið eða hinum megin... verðum að prófa einn daginn ;-)
Tími til að halda suður og heim...
Gegnum snjóskafla og mosa... grjót og hamra...
Með Hvalfjarðarfjöllin í fanginu...
Niður á
Sandsfjall
sem var síðasti tindur dagsins
Ansi aflíðandi og notalegar lendurnar á Sandsfjalli...
...tilvalin leið að vetri til þar sem hvorki hálka né snjóflóðahætta hamlar för...
Í Sandsfjalli leynist fallegt Stekkjargilið við hamra sem gefa mikinn svip ofan við Meðalfellsvatn...
Fallegur staður í lok göngunnar þar sem við horfðum niður á vatnið sem lokkaði okkur inn í daginn...
Lendurnar niður að bæjunum Grjóteyri og Flekkudal....
Í lok dagsins var hringleiðin um Flekkudalinn... sem við horfðum hinum megin vatnsins þarna um morguninn að baki...
Sandsfjall ofan við bústaðina sem rísa milli bæjanna Grjóteyrar og Flekkudals...
Skógræktin við Grjóteyri og Meðalfellsvatn í baksýn...
Það er meira að segja stíll yfir niðurröðun á farangri félagsmanna í bílana... ;-)
Dagurinn endaði í gleði og grósku í ilmandi sveitinni við bæina Grjóteyri og Flekkudal eftir alls 20,8 km göngu eða 21,5 km að meðtöldum Laufskörðum upp í 924 m hæst miðað við gps með 1.537 m hækkun alls miðað við 71 m upphafshæð. Einn fallegasti og friðsælasti göngudagurinn í sögunni ...sökum veðurblíðunnar, fegurðarinnar, fjölbreytninnar og notalegheitanna...
Takk fyrir
dásamlegar stundir á gullfallegum og afslöppuðum
göngudegi
... Kistufellið blasti nefnilega við á leiðinni í bæinn og minnti á afrekið frá þriðjudagskveldinun sömu vikuna ;-)
Hvílík
verðmæti
sem þessi klúbbur skapar sér vikum, mánuðum og
nú árum saman... |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|