Laugardaginn 9. júní gengu 19 Toppfarar á eitt grýttasta, brattasta og sérstakasta göngufjall landsins í veðurblíðu sem vart gerist betri á Íslandi... logni, sól og 12 - 17°C hita... á stuttermabol og stuttbuxum jafnvel alla leiðina á enda...
Efri:
Ísleifur, Katrín Kj., Guðrún Helga, Rósa, Sólveig,
Soffía Rósa, Örn, Guðmundur og Björn,
Lagt var af stað frá planinu neðan við Bröttubrekku kl. 9:50 með iðandi sumarið við fætur vora...
Farið hefðbundna leið upp með hjöllunum í átt að fjallsrótum í austri...
Lilja Sesselja og Björn að skila sér upp hjallana... eftir tafir við að fækka fötum í hitanum... með Sátu (750 m) í baksýn lengst til vinstri hálfhvíta og Bröttubrekku fyrir miðri mynd... þar sem maður hefur oft stoppað í miðjum akstri dolfallin yfir tignarleik Baulu... bara orðið að staldra við og jafnvel taka mynd...
Við vorum ekkert öðruvísi þennan dag og tókum grimmt myndir af fjalli dagsins sem nálgaðist í hverju skrefi... Skvísumynd í hitanum.... Sólveig, Jóhanna G., Bára, Rósa, Guðrún Helga, Lilja Kr., Hildur Vals., Katrín, Jóhanna Karlotta, Soffía Rósa og Steinunn.
...og töffaramynd í svitanum...
Guðmundur - Örn - Gylfi - Ágúst - Ísleifur
Notalegasta ganga til að byrja með... góð upphitun fyrir klöngrið sem beið....
Litið til baka á
Bungu
(520 m) með Guðrúnu Helgu og Lilju...
Við
stefndum á
stuðlabergsnámurnar
sem búið er að loka fyrir Þá gekk Soffía Rósa "heim til sín" í Norðurárdalinn alls 14 km eftir gönguna sjálfa... geri aðrir betur ;-)
Þetta gat hreinlega ekki verið fallegri dagur á fjöllum...
Brátt vorum við komin í stuðlabergsnámurnar...
Hvílíkt grjót... Formfagurt, litríkt svo lygilegt mátti heita...
Mosavaxið að hluta en annars staðar ferskara...
Baulugrjótið eins og grjót(lækjar)sprænur rennandi niður úr henni... eða skriðjöklar úr stuðlabergi...
Við settumst í lungamjúkar mosabreiðurnar innan um stuðlana í fyrstu nestispásu af mörgum þennan dag... Chillaður dagur með meiru ;-)
Af hverju voru strákarnir eiginlega að taka mynd af?
... stelpunum náttúrulega ;-)
... innan um magnað grjótið sem þarna féll fram undan þunganum að ofan og varla var þorandi að setjast á þá...
Úr
námunum var stefnan tekin á
áætlaða uppgönguleið...
nógu langt til vinstri eða austur til að sniðganga
lausagrjótið
Grjótið varð stærra og grófara...
...en ennþá vel viðráðanlegt...
Þarna var hjallinn sem við fórum niður um á verkalýðsdaginn þarna um árið... var þetta ekki fín uppgönguleið?... ekki eins langt til vinstri og við upphaflega áætluðum en þetta leit vel út... vorum við að láta afvegaleiðast eins og svo margir eða myndi þetta sleppa?
Þetta gekk órúlega vel... við biðum eftir lausagrjótinu sem ekki kom og siluðumst hægt og hljótt... hlæjandi og kátt upp brekkurnar...
...
í umræðum um spennandi göngur klúbbmeðlima í sumar
sem nú njóta þess að
uppskera frábært
gönguform
Brattinn jókst
smám saman og við vorum farin að
klöngrast með höndum sem fótum...
en nokkrir notuðu
stafina
allan þennan dag
Hvergi jarðveg að sjá á köflum... ein stór grjóthrúga eins langt og maður sá niður á milli hnullunganna...
Sumir lausir, aðrir fastir... þetta gekk ótrúlega vel því þarna vorum við ekki komin í skriður eða lausagrjót að ráði...
Enda ennþá mosi á köflum og bindiefni því til staðar innan um grjótið...
Brekkan nánast í sjónmáli upp á hrygginn að tindinum...
Björn með Mælifell í baksýn...
Ekki spurning að ganga á það einn
vetrardaginn
með hrikalegt útsýnið yfir á Baulu...
Jóhanna Karlotta og Steinunn
Guðrún Helga fremst, örugg og fim gegnum grjótið allan þennan dag bæði upp og niður...enda á leiðinni á Mont Blanc í sumar þar sem gott er að vera fótaviss, öruggur og vanur öllu ;-)
Hendur eða stafir... þetta voru snillingar á ferð hver með sínu lagi...
Pása á góðum stað í mosa og vel bundnu grjótinu...
Öðlingar dagsins... Gleðin og hláturinn voru ríkjandi áttir þennan dag í öllu logninu...
Það var bókstaflega hlegið yfir öllu...
Aftur tók alvaran við...
Ótrúlega stutt eftir... talið í rúmlega tvöhundruð metrum...
...en þetta landslag var ekki tekið með spretthlaupi og tók sinn tíma...
Útsýni til
Mælifells
fyrir neðan og
Holtavörðuheiði
að koma í ljós hægra megin...
Ofar tók grjótið að þynnast og minnka... með tilheyrandi lausagrjóti og skriðuföllum...
Við
héldum okkur við
skaflinn
í von um fastara undirlag og Gylfi komst upp
hann
þó hópurinn hefði ekki getað farið hann allur
Efst var þetta orðið að
stíg...
fleiri farið sömu leið sem gjarnan vill verða, því
einhvern veginn hugsa flestir eins og velja sér
svipaða leið...
Ekki verra þegar svona hópur fer svo yfir stíginn og formar hann enn betur...
Komin upp að efsta skafli... sólin, lognið og hitinn enn við lýði í rúmlega 800 m hæð...
Sem betur fer höfðum við eirð í okkur til að fara út á brúnirnar í austri...
Því
þar leyndist
perla sem var
óspart nýtt og alveg í stíl við
perlur hópsins
sem röðuðu sér hver á
eftir annarri þarna upp Með Litlu Baulu í baksýn (á dagskrá í mars 2013) og Tröllakirkju á Holtavörðuheiði (frá því í febrúar í ár) hvíta enn lengra í burtuen við sáum allar þrjár Tröllakirkjur Vesturlands þennan dag glitrandi innan um aðrar fjallaperlur og jökla allan hringinn í kringum okkur...
Brattinn í austri illfær upp...
Þarna komu jöklarnir í ljós...
Og við dóluðum okkur við myndatökur á þessum fagra stað... Katrín hefðarkona hér á enn einum tindinum sem þau hjónin sigra af elju og ástríðu sem aðdáunjarvert má teljast enda er það fyrir tilstilli þess lags ástríðumanna að fjallgönguklúbburinn gengur árum saman ;-)
Sólveig var í
sinni fyrstu tindferð ásamt móður sinni Jóhönnu
Gunnlaugs en eins og gjarnan vill vera, er hún ekki
eins lofthrædd og móðir sín
Jæja, tindurinn beið... best að koma sér af stað...
Nei... Sæmundur átti eftir að fara á klettinn... Klárlega slakasti Toppfarinn sem ekkert bítur á... hógværðin og ljúfmennskan inn að beini... Sjá
hrygginn neðan við klettinn...
norðurhryggurinn
sem forvitnilegt væri að ganga upp einn daginn...
Ekkert að þessum skafli...
... og smá klöngur í viðbót upp á tindinn - sjá klettinn hægra megin á mynd þar sem menn tóku myndirnar...
Hryggurinn upp á tind var rjóminn á köku Baulu...
Við flýttum okkur ekkert upp á hann...
... enda teygðist vel úr hópnum á þessum dýrðarinnar stað...
... og við tókum myndir alveg galið...
Litið til baka með útsýni yfir fjallendið norðan Baulu alla leið niður að Haukadalsvatni austan við Hvammsfjörð...
Tindurinn... með sumrið að ýta vetrinum niður austurhlíðarnar...
Hvílíkur staður... Hvammsfjörður í baksýn lengst vinstra megin og hvít fjöllin handan hans...
Sjá
brattann ofan af hryggnum austan megin...
Síðasti spölurinn upp á tind með hryggnum var gullinn eins og Baulugrjótið sjálft... og við nutum útsýnisins og veðurblíðunnar út í yztu æsar... þetta var sannarlega fagur dagur eins og síðustu vikur hafa verið meira og minna í engri rigningu vikum saman á suðurhluta landsins...Þarna þarf að gæta sín vel í slæmu skyggni eins og í fyrstu göngu Toppfara á Baulu í janúar 2008 undir leiðsögn Jóns Gauta og Guðjóns Marteins þar sem við skófluðumst um snjóskafla og príluðum í þoku, snjó og bítandi frosti við brúnirnar alla leið á tindinn í sætum sigri...
Nestispása á tindinum... Vð
vorum himinlifandi með
afslappaða og vel
heppnaða uppgönguleið
og skildum ekkert í illu umtali fyrri göngumanna á
Baulu að sumri til...
Björn blóðugur
niður á ökkla
eftir þvælinginn á stuttbuxum um grjótið sem var
hatrammt
Svalasti Toppfari allra tíma...
Þetta var hin notalegasta toppstund... þar sem göngumaður einsamall á ferð skilaði sér stuttu á eftir okkur á tindinn... hógvær innan um ærslabelgina... og eins höfðum við veifað manni með hund við fjallsrætur sem við giskuðum á að hefði verið Gunnar Þorri?
Ánægðir Baulufarar... ...reynslunni ríkari... en allsendis óafvitandi um hvað beið þeirra hinum megin fjallsins...:
Jóhanna Karlotta, Ísleifur, Jóhanna G., Björn,
Sólveig, Sæmundur, Steinunn, Guðrún Helga,
Guðmundur, Örn, Ágúst og Gylfi.
Niður var farið um suðvesturhrygginn þar sem þjálfarar ákváðu að prófa niðurgönguleið sunnan megin frekar en að fara sömu leið til baka... sem hefði líklega verið létt og laggóð eins og uppgönguleiðin... eða ekki... aldrei að vita nema prófa því það er miklu einfaldara að klöngrast upp kletta, grjót og skriður en niður um þess lags landslag...
Magnaður tindur
Klettarnir í Baulu... Enn
að falla smám saman niður í litlu sem engu haldi
ofan af þessari óskaplegu grjóthrúgu
Niðurgönguleiðin byrjaði vel...
... þó hægt væri farið...
...en í þessum suðurhlíðum fóru aðstæður að líkjast hamfara-lýsingum fyrri göngumanna á Baulu að sumarlagi...
...í lausagrjóti og skriðuföllum þar sem menn þurftu að hafa sig alla við í hverju skrefi...
Niðurgangan tók jafn langan tíma og uppleiðin...
Það var
óendanlega langt niður...
þó það virtist alltaf svo stutt... áður en hún
loks tók enda...
Örn horfði fyrst til suðvesturhryggjarins en svo ákváðum við að prófa skriðurnar sem virtust lofa góðu...
En bara að þvera þangað yfir á þær var meira en að segja það...
Og menn reyndu bæði að fara grjótið og skriðurnar...
Og komust að því að það var engin leið betri en hin...
Skriðurnar jú góðar á kafla þar sem hægt var að renna sér tvö skref niður í hverju skrefi í lausamölinni undir grjótinu...
En svo harðnaði í dalnum neðar og illfært grjótið tók aftur við...
Fyrstu menn voru klukkustund á undan síðustu þar sem hver fór með sínu lagi..
Það
eru
forréttindi að
upplifa þá tilfinningu að fagna mosa innilega
Táslurnar búnar á því og blóð komið á bæði hnén... við þurftum svo sannarlega á smá hvíld að halda eftir þessa orrustu...
Eftir voru rúmir 3 km að bílunum og við svifum þá svo lifandis fegin að þurfa ekki að slást við meira grjót...
Nú þekkjum við Bauluna vel "báðum megin" ...
...og erum... allavega sum okkar... spennt að vita hvernig þessi suðvesturhryggur er og eins norðurhryggurinn frá Mælifelli...
Jóhanna Karlotta og Steinunn... að plana sjö daga göngu um Hellismannaleið frá Rjúpnavöllum við Heklurætur um Áfangagil og Landmannahelli inn í Landmannalaugar og svo um Laugaveginn alla leið í Þórsmörk sem telst til 55 km + 54 km eða alls rúmlega 100 km... en þessi leið er búin að vera á vinnuborði þjálfara enda tilvalið að lengja gönguna um Laugaveg og taka perlurnar austan megin að fjallabaki... Sjá
frábæra leiðarlýsingu sem
Hugrún Toppfari
vann en hún hefur leiðsagt um þessa leið nokkrum
sinnum: Og eins eru upplýsingar hér og á fleiri stöðum á veraldarvefnum: http://www.nefsholt.com/default.cfm?id=253&page=sidur&lang=1&brid=1504
Dásemdin ein síðasta kaflann...
Klettahjallarnir ofan við bílana eru ekki færir alls staðar en ekkert mál að finna góðan stað...
Við vorum á
dóli
allan þennan dag og það hélt áfram eftir gönguna með góðri viðrunar-pásu að
lokinni
7:52 -
8:08 klst. göngu
...áður en haldið var heim eftir
9,9 km
göngu upp í
942 m hæð með
alls
910 m
hækkun miðað
við
138 m
upphafshæð...
Hér með horfa leiðangursmenn eflaust öðrum augum á Baulu... þegar ekið er framhjá henni Vesturlandsveg þar sem vesturhlíðarnar (uppgönguleiðin) og svo suðurhlíðarnar (niðurgönguleiðin) blasa við... og við vitum nákvæmlega hvernig þessar skriður eru undir fæti... Ekki spurning að ganga næst upp með ánni, framhjá Bjarnafossi og alla leið upp Mælifellsgilið að skarðinu milli Mælifells og Baulu og þar upp norðurhrygginn... og annað hvort niður okkar góðu norðvestur-uppgönguleið þar sem merkilegt nokk var lítið um lausagrjót... eða niður suðurhrygginn sem við slepptum þennan dag þar sem skriðurnar freistuðu meira í hlíðunum... en voru eftir á að hyggja líklega greiðfærari en þær... en aldrei að vita nema prófa... þess vegna verðum við að fara aftur... og hver sagði já, aftur og aftur.... ;-) Allar myndir þjálfara hér:
... og frábærar
myndir leiðangursmanna á fésbókinni ! |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|