Æfingar alla þriðjudaga frá apríl
út júní 2013
í öfugri tímaröð:
Flosatindur Kálfstindum 25. júní
Trölladyngja, Grænadyngja, Hörðuvallaklof og Lambafellsgjá 18. júní
Vífilsfell 11. júní - klúbbmeðlimaganga á vegum hópsins
Akrafjall 4. júní með Inga í sumarfríi þjálfara
Svartagjá, Víðihamrafjall og Glymsgljúfur 28. maí
Rauðihnúkur við Skarðshyrnu 21. maí
Mófell og Ok við Skessuhorn 14. maí
Fremra og Innra Mjóafell og Gatfell Þingvöllum 7. maí
Þriðjudagsæfing 30. apríl féll niður vegna
tindferðar 1. maí á Þrífjöll Snæfellsnesi
Grænsdalur, Dalaskarðshnúkur og Dalafell 23. apríl
Sandfell í Kjós 16. apríl
Stóri Bolli og Miðbollar um Grindarskörð 9. apríl.
Bleikhóll, Ketilstindur,
Skarðatindur, Miðdegishnúkur og Hofmannatindur Sveifluhálsi 2. apríl
Flosatindur Kálfstindum
Síðasta æfing á vegum þjálfara fyrir sumarfrí var þriðjudaginn 25. júní á Flosatind...
...í tignarlegu Kálfstindaröðinni sem við höfum þrætt okkur um í tveimur mögnuðum tindferðum síðustu ár...
Að þessu sinni létum við sjálfan Flosatind nægja enda brattur og lausgrýttur...
Gengið var upp
með Flosaskarði frá bílastæði við Þverfellið sem
við gengum á
... en nú var farið upp um skarðið en ekki niður um það...
... en um Flosaskarð flúði Flosi í Njálu... undan Kára Sólmundarsyni eða hvernig var þetta nú aftur...
Úr skarðinu var gengið beint upp á Flosa... í lausagrjóti ofan á móbergsklöppum og svo lausum skriðum ofar... í talsverðu grjóthruni sem var erfitt að eiga við í svona fjölmennum hópi...
mun einfaldara að
spóla þarna upp fáir á ferð þar sem ekkert þarf
að huga að þeim sem eru fyrir neðan... en við
erum öllu vön og tókum þetta á þolinmæði og
yfirvegun... leiftrandi gleði og kátínu á köflum
á milli þess sem okkur varð ekki um sel... og
rifjuðum upp mesta grjóthrunsfjallið í sögu
okkar...
Ofar læddist
þokan um okkur... hún hafði legið utan í hæsta
tindi allt kvöldið... og fór nú lækkandi um allt
niður í skarðið...
Við litum okkur því nær á fagurt bergið um allt ... þar sem ekkert var útsýnið ofan af þessum gjöfula útsýnisstað... og fengum okkur nesti á efsta tindi með upprifjun á krefjandi tindferðinni á Reyðarbarm, Syðri Kálfstind, Hrútagil og Flosatind þann 1. maí 2010 þar sem farið var niður austari brekkur í miklum bratta, hálku undir og grjóthruni... en ilmandi vori við fjallsrætur þar sem við sofnuðum í grasbalanum áður en haldið var heim um Laugarvatnshelli... en þá var vegurinn um Lyngdalsheiði norðar en nú...
Ætlunin var að fara hringleið þetta kvöld ofan af Flosatindi um norðurhlíðar niður í nyrðra skarðið í spor okkar frá því 2010 og þaðan niður um Kálfsgilið fagra í sporin 2012... en í þessu veðri og skyggni var ákveðið að fara sömu leið til baka þar sem búast mátti líka við grjóthruni og þoku hinum megin... og gekk niðurleiðin mun betur en við ætluðum miðað við uppgönguna...
Við nutum þess að
láta hlátrasköllin glymja um kletta og björg mót
þokunni...
Í skarðinu... sem við lentum í neðar en fyrr um kvöldið á uppleiðinni... opnaðis skyndilega fyrir skyggnið...
...og við þræddum okkur upp á slóðann utan í Illkleif sem við nefndum svo forðum daga tindinn sem rís sunnan megin við Flosatind...
Síðustu metrana gengu menn á tópassleginni orku sem Helga nýtti úr safninu sínu fyrir Laugaveginn sem frestaðist fyrr í sumar... gegnum ilmandi birkikjarrið... og allir til í að leggjast bara í mosann til að þétta hópinn fyrir hópmynd þó klukkan væri orðin margt eftir tafsama för um grjóthrunssvæði kvöldsins:
Mættir voru: Anna Jóhanna, Ástríður, Bára, Berglind, Droplaug, Gerður, Guðlaug, Guðmundur Jón, Guðrún Helga, Halldóra Þ., Heiðrún, Helga Bj., Hjálmar, Ingi, Irma, ísleifur, Jóhann Ísfeld, Jón, Lilja Sesselja, Ólafur, Ósk, Rósa, Steinunn Sn., Súsanna, Svala, Þórunn og Örn en Bónó, Moli ogFlóki skoppuðu með ;-)
Alls 5,5 km á 4:11 klst. upp í 836 m hæð með 641 m hækkun miðað við 192 m upphafshæð. Hornstrandir í umræðunni allt kvöldið og hvílík plott í gangi með mat og þema...... enda á dagskrá næsta þriðjudag 2. júlí til laugardagsins 6. júlí... loksins förum við á þennan afskekktasta landshluta Íslands... og veðurspá er frábær...;-)
Þjálfarar kveðja
hópinn að lokinni Hornstrandaferðinni þann 6.
júlí.
|
Á tröllaslóðum
Þriðjudaginn 18. júní gengu 30 Toppfarar um svipmikið og litríkt landslag á Reykjanesi í breytilegu veðri...
Það gekk á með
litlum skúrum til að byrja með... en svo
mildaðist veðrið eftir því sem leið á
Eftir hefðbundna fjallgöngu á Trölladyngju var farið um grasigrónar brekkur á Grænudyngju og borðað nesti þar í skjóli...
...áður en haldið var niður í dalinn austan
Grænudyngju í svipmiklu landslagi að
Hörðuvallaklofi
Mættir voru:
Jón, Irma,
Súsanna, Svala, Gerður, Aðalheiður E., Ólafur,
Katrín Kj., Berglind, Guðmundur Jón, rn, Valla,
Helga Bj., Matti og Jóhannes:
Mikið spjallað og sumir í sæluvímu eftir mergjaða helgarferð á Snæfellsnes þar sem skíðað var upp og niður Snæfellsjökul og gengið á Kirkjufellið sem sárabót vegna frestunar á Laugavegsgöngunni miklu sem ekki tókst að fara í vegna bílfærðar og göngufærðar...
Aðrir gengu á Hvannadalshnúk og nokkrir Toppfarar voru á Esjufjöllum í Vatnajökli... einn á Kirkjufellinu deginum á undan Snæfellsneshópnum... og svo var það Þórsmörkin... og fleiri ævintýri sem klúbbmeðlimir fóru í um liðna helgi og sló tóninn fyrir sumarið með Toppfara um allt land að ganga... sumarið sem er vel þeginn uppskerutími þeirra sem ganga allan veturinn og koma sterkir inn í bjartasta og notalegasta göngutíma ársins ;-)
Lambafellsgjáin sveik ekki og bættist í safn nokkurra klúbbmeðlima þetta kvöld sem hafa ekki gengið þarna um áður...
Fallegt kvöld ...sem byrjaði á súld en endaði í léttskýjuðu veðri sem þar með tók við fram yfir eftirfarandi helgina með sólarblíðu og hita.,.. en helgin sú, þann 21.-23. júní var upphafleg Laugavegshelgin okkar sem jónsmessuganga á bjartasta tíma ársins... þar til þjálfarar færðu hana fram um eina viku í vetur vegna fótboltamóts á Skaganum sömu helgi... en þarna munaði bara viku á því að við hefðum getað gengið Laugaveginn í dásamlegu veðri og betra færi en vikuna áður í ófærðinni... en það þýðir ekki að svekkja sig á því... við gefumst ekki upp frekar en áður og förum þennan Laugaveg síðar í sumar ef færi gefst... eða allavega seinna !
Alls 7,6 km á
3:145 klst. upp í 391 m á Trölladyngju, 402 m á
Grænudyngju, 302 m á Hörðuvallaklofi og 161 m
efst í Lambafellsgjá |
Upp
með
Svörtugjá
um
Víðihamrafjall
Þriðjudagsæfinginn 28. maí hófst í blíðskaparveðri,
sól, logni og hita... eða um 15°C...
Í Glymsgöngunni þetta
árið komum við aftan að Glym...
Komið var að Svörtugjá um Kálfadal en við létum veginn upp á heiðina afvegaleiða okkur aðeins of langt upp eftir og þurftum að lækka okkur niður í dalinn aftur á leið að gjánni... en græddum auðvitað góða skriðuæfingu á því og nutum þess bara að ganga um vaknandi birkið í brakandi sumarveðrinu...
Við komumst aðeins inn með gjánni en það var þröngt á þingi í 45 manna hópi...
Magnaður útsýnisstaður frá gjánni...
Með fossinn í Svörtugjá í baksýn sem er fágætur
bakgrunnur á okkar göngum Jóhannes, Bára, Guðmundur Jón, Kristín Gunda, Ísleifur, Heiða, Steini P., Ósk, Anna Jóhanna, Helga Bj., Guðlaug, Nonni, Dóra, katrín Kj., Sigga Sig., Svala, Sigríður Arna, Þórunn, Steinunn Sn., Súsanna, Addý, Björn Matt., Brynja, Heiðrún, Ingi, Lilja Bj., Ásta H., Arnar, Guðrún Helga, Björn H., Ásta Guðrún, Jóna Kristín, Halldór, Aðalheiður E., Rósa, Lilja Sesselja, María E., Gerður Jens., Anna Sigga, Gylfi, Ástríður, Irma og Vallý en Gunnar var kominn upp í klettana og Örn tók mynd auk þess sem Drífa, Birta og Emma, Bónó og Moli tóku klettaklifrið á þetta með hópnum ;-)
Eftir gjánna var klöngrast upp Víðihamrafjall vestan
megin við þá Svörtu um lausar grjótskriður til að
byrja með en svo
Sjá gjánna hægra megin...
Grjóthrunshætta á þessum kafla og mikilvægt að muna að gæta hvers skrefs en ekki síður hvar stafnirnir stingast niður því það eru frekar þeir sem koma grjótinu af stað... og halda yfirvegun því ótti er mjög smitandi fyrirbæri... og fylgja hópnum í halaröð því þegar menn þvera aðra leið en hópurinn ofan hans eru þeir frekar að sópa niður grjóti á þá sem eru neðar...
...en þetta gekk vel og var fínasta æfing í klöngri, skriðugöngu, grjóthrunshættu og lofthræðslu...
Bratt var það... Botnssúlur að hluta í baksýn í suðaustri...
Halldór beið síðastur með Birtu og Emmu því
hundarnir eiga til að ýta fólki til á klöngri á
svona leið og trufla það þegar síst skyldi
Klöngrið var mest allra efst en fínasta leið var þetta engu að síður og gaman að fara upp með gjánni...
Útsýnið yfir Hvalfjarðarbotn að Hvalskarðsá sem
rennur niður í Botn
Uppi á Víðihamrafjalli tókum við nestispásu í svalri golunni með Hvalfellið yfirgnæfandi... meiri snjór í því en oft áður... skaflinn okkar langi og mjói þarna lengst til hægri... sá sem hverfur síðastur og við renndum okkur niður þrjú ár í röð... þurfum kannski að endurtaka þessa leið að ári... "Glymur - Hvalfell"...
Útsýnið út Hvalfjörðinn... alltaf jafn stórfenglegt á þessu svæði...
Heiða leitaði hundsins síns sem hvarf í byrjun göngunnar en beið við bílana?
Við komum að Glym ofan frá og gáfum okkur góðan tíma
til að skoða dýrðina... Sjá myndir þeirra af fésbók: - ath -
Gljúfrið fallegt efst og svo féll fossinn í einni bunu neðar alls 198 metra segja nákvæmustu menn...
Niður var svo farið með gljúfrinu en Glymur sést ekki allur nema hinum megin (austan)á hefðbundinni leið sem farin verður kannski að ári... nema við spinnum einhverja öðruvísi göngu þar um og skoðum gljúfrin í Hvalfelli sem eru lítið síðri...
Alls 6,2 km á 2:50 klst. upp í 154 m í gjánni, 310 m á Víðihamrafjalli (ekki efsti tindur þar) og 351 m við Glym með 363 m hækkun alls miðað við 84 m upphafshæð.
Gullfallegt og
notalegt... og vonandi viðrar fyrir Skarðsheiðina
alla um helgina... sunnudagurinn lítur glimrandi vel
út ;-) |
Ískaldur Rauðihnúkur
Tveimur dögum eftir mergjaða helgarferð í Morsárdal á Miðfellstind í Vatnajökli þar sem gist var í tjöldum tvær nætur í óbyggðunum var æfing á Rauðahnúk vestan Skarðsheiðarinnar... einn af mörgum leyndum tindum baksviðs utan í þessum fjallgarði sem leyna á sér...
Ótrúlega kalt
í veðri og ekkert sem minnti á
blíðskaparveðrið síðustu helgi... napur
norðanvindur og ískuldi...
Hornstrandaferðin meðal annars í
umræðunni...
Við fórum
skemmtilega leið upp á Rauðahnúk... þræddum
okkur með klettarimanum sem liggur í suður
frá hnúknum sjálfum...
Smám saman
kom tindur Skarðshyrnu í ljós... vestasti
tindur þessa fjallgarðs sem við ætlum að
ganga þvert og endilangt um
Everest-sigur Ingólfs Geirs Gissurarsonar Fjölnishlaupara í umræðunni en sá maður toppaði tind Everest fyrr um daginn : ...og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður er rétt ókominn á tindinn tæpum tveimur dögum síðar ef að plön haldast: http://everest.fjallaleidsogumenn.is/ Við Nepalfararnir létum okkur bara dreyma um væntanleg ævintýri upp í grunnbúðir Everest á næsta ári: http://www.fjallgongur.is/nepal_2014.htm
Ofarlega á
leið á Rauðahnúk sáum við til Skessukatla
utan í Skarðshyrnu sem gefa fjallavatnasvip
á Skarðsheiðarniðurgönguleiðina
Magnað útsýni til suðurs að Esjunni og Akrafjalli...
Skarðshyrna í seilingarfjarlægð... þarna ætlum við að koma niður 1. júní með grýtta ávala hryggnum vinstra megin...
Uppi á tindinum í 763 m hæð horfðum við til Hafnarfjalls í allri sinni dýrð... einn flottasti fjallgarður á suðvesturhorni landsins...
Mættir voru
ótrúlega fáir eða 21 manns... Thomas, Ásta Guðrún, Björn E., Jóhanna Karlotta, Jóna Kristín,Gerður Jens., Halldór, Sigga Rósa, Hildur Vals., Kristín Gunda, Örn, Guðjón, Heiðrún, Ingi, Guðmundur Jón, Katrín kj., Jóhann Ísfeld, Dagbjört, Matti og Steinunn Sn. en Bára tók mynd og Bóno og Moli... Emma og Birta... og Gotti léku með ;-)
Það var kalt á toppnum... við leituðum skjóls fyrir nesti í kuldanum eftir 4,7 km uppgöngu...
... og fundum hana utan í suðsuðausturhorninu...
Útsýnið til
Hafnarfjalls og baksviðstinda þess sem
við þræddum okkur um í mars í fyrra...
...en við ákváðum að það væri of tafsöm leið
til baka í þessu veðri....
Alls 9 km ganga á 3:21 klst. upp í 763 m hæð með 851 m hækkun miðað við 51 m uppphafshæð. Flott æfing í nöpru veðri en sumarið samt í seilingarfjarlægð á svona stöðum eins og við þennan læk Neðra Skarðs ;-)
|
Myljandi líparítsnilld um
Við bætum nýjum
fjallatindum í safnið í hverri viku þessa dagana...
Gengið var með
Mófellsánni að Mófellsfossi (ath örnefni) og stiklað yfir ánna með
misgóðum árangri...
... og komið upp á
brúnir Mófells ofan við gljúfrið
...og
Mórauðahnúk og Hádegishyrnu
hvíta austast sem við gengum
á í nýársgöngu árið 2010...
Mófellið var
aflíðandi upp alla leið á möl, mosa, frosinni mýri og stöku
snjósköflum...
Brátt tók Skessuhornið að birtast okkur í nærmynd í svimandi hrikaleik sínum...
Það var stuð þetta
kvöld... flott veður og nýjar slóðir...
Ofar á Mófelli
sleppti græna mosalitnum og við tóku myljandi líparítskeljarnar sem
einnig einkenna Mórauðukinn austar
Ok-ið er
fagurmótaður hryggur efst í dalnum...
Snjóskaflarnir urðu örari þegar ofar dró...
...en Ok-hryggurinn beið bjartur og hlýr...
Magnað landslag nær og fjær...
Þetta var greiðfær ganga um hrygginn alla leið...
Ægifagurt bergið... sorfið undan tímans tönn...
Á lengra kveldi væri gaman að fara næst hringleið þarna um Ok-ið og enda ofan við gljúfrið...
Sólin skein nánast allt þetta kvöld í vestri svo umhverfið ljómaði í norðankuldanum...
Nestispása á Ok-inu
með tinda Skarðsheiðarinnar yfirgnæfandi
Mættir voru 31 manns: Efri Gylfi, Jóna Kristín, Halldór, Anna Sigga, Jóhannes, Lilja Bj., María E., Gunnar, Guðrún Helga, Rósa, Dóra, Arnar, Berglind, Arnar, Guðný, Ósk, Ólafur, Sigga Rósa, Guðmundur Jón, Örn, Ísleifur og Ingi. Neðri: Gerður J.,
Aðalheiður E., Lilja G., Heiðrún, Droplaug, Anna Jóhanna og Ágústa
Eftir nesti og
hópmynd var farið rösklega til baka með lægjandi norðangoluna í
fangið...
Óskaplega falleg leið þetta kvöld sem við verðum að endurtaka eitthvurt árið í framtíðinni...
Alls 8,2 km á 2:45 - 3:00 klst. upp í 401 m og 513 m hæð með 471 m hækkun alls miðað við 70 m upphafshæð. Gullin og svöl
kvöldsólarganga... |
Fremra og Innra Mjóafell
Það hellirigndi þegar
við sameinuðumst í bíla hjá Össuri Grjóthálsi fimm
þriðjudaginn 7. maí...
Mjóufellin á
Þingvöllum eru langir, ávalir, lágir
fjallshryggir...
Mættir voru eingöngu
23 manns sem er með lægstu tölu á æfingu síðustu
misseri:
Fyrst var gengið á Fremra Mjóafell sem mældist 393 m hátt og er talsvert minna um sig en það Innra...
Ofan af því Innra tóku Ok, Langjökull, Þórisjökull, Skjaldbreið, Hlöðufell og fleiri fjöll að birtast okkur í norðri...
Víglína sumars og veturs... við byrjuðum í
sumarblíðu en enduðum á hæsta tindi Innra Mjóafells
í kaldri norðangolu
Já, það var ansi
langt þetta Innra Mjóafell...
Skyggnið sérlega tært í vorsvalanum og göngufærið með prýðilegasta móti...
Litið til baka um
Innra Mjóafell með Þingvallavatn í baksýn og
Hengilssvæðið hvítt þar fyrir aftan.
Loksins komumst við á
hömrum girtan tind Innra Mjóafells... ATH innskot 26. maí 2020: Þessi tindur er Gatfell, Innra Mjóafell nær að lægðinni milli hans sunnar.
Botnssúlurnar tóku að
birtast undan skýjunum með lækkandi sólinni...
Bakaleiðin var farin
niður í dalinn með uppþornuðum árfarveginum í
kjarri, gras, mosa og möl sem óðum eru farin að
lykta af sumrinu sem er á næsta leyti er það ekki...
alls 12 km ganga á 3:51 - 4:14 klst. upp í 393 m og
543 m hæð með alls hækkun upp á 655 m miðað við 235
m upphafshæð. |
Grændalur Mögnuð gönguleið í jarðhita og litadýrð en vetrarveðri
Farin var litrík og eldheit gönguleið inn Grændal norðan Hveragerðis þriðjudaginn 23. apríl og um Dalafjöllin til baka...
Heldur vetrarlegt enn til fjalla... það snjóaði vel og blés á Hellisheiðinni á leið á æfinguna...
...en heitt var það og notalegt í dalnum sjálfum...
Fáfarnari dalur en Reykjadalur sem nú laðar að sér
fjölda manns allt árið um kring þar sem heitur
baðlækur rennur um hann allan...
Það var einnig nóg af hita hérna megin Dalafells... rjúkandi gufa, bullandi hverir og heit jörð í öllum hlíðum...
Kindagötur inn eftir öllum dalnum og slóð eftir fyrri göngumenn og hestamenn sem smám saman dró úr eftir því sem innar dró...
Fara þarf varlega á þessari leið... stundum stungust
skór og fætur djúpt ofan í gljúpan, stundum heitan,
jarðveginn
Ansi notalegt og hlýtt á köflum...
Bullandi grár leirinn í stærsta hvernum og gufusjóðandi hiti um allt...
Við héldum okkur á kindagötunum en freistandi er að fara næst alveg niður að grænu hlíðunum á hægri hönd...
...ef maður er tilbúinn til að að blotna kannski aðeins í fæturna...
Dagbjört og Gotti voru alveg í stíl við ljósbrúnslegnar grænu hlíðar Grændals... ;-)
Þetta er ævintýralegur dalur...
Í sólríku veðri á heitum sumardegi... er eflaust dásemdin ein að dóla sér þarna um...
Grændalur fer því aftur á
dagskrá á næsta ári yfir
hásumarið...
... og þá skulum við þræða okkur um fjöllin austan megin til baka...
Þetta var krefjandi ganga þó um kindagötur og slóða væri... þúfur, mýrar, leir, lúmskar brekkur, litlir hryggir, snjóbrekkur...
... hér tókum við hrygginn á þetta frekar en að stikla ánna þegar innar dró í dalnum..
Allir litir sumarsins að slípa sig til...
Austan megin er hægt að fara en þá þarf líklega að
stikla yfir ánna nokkrum sinnum innar...
Mættir voru:
Efri:
Anna Jóhanna, Halldór, Guðrún Helga, Arnar, Dóra,
Guðmundur, Súsanna, Gylfi, Jóhannes, Lilja Bj.,
Jóhannes, Björn E., Ásta Guðrún, Ólafur og Anton. ...en menn voru farnir að kalla Bónó bara Tínó af því hann týndist yzt í dalnum og lét Jóhann leita að sér drjúga stund ;-)
Leirinn læsti sig stundum í skóna með tilheyrandi
þyngslum og drullugangi...
Nestispása innarlega í Grændal...
Landslagið var ekki síðra innst í dalnum...
Þjálfarar ákváðu að freista þess að ganga inn og upp eftir fossunum frekar en að fara upp á Dalaskarðshnúk um Dalaskarð eins og vaninn er... en menn ganga gjarnan hringleið inn Reykjadal og Grændal til baka eða öfugt sem er tær snilld...
Tindurinn innst í dalnum er nafnlaus eins og margir
tignarlegir og fagrir tindar sem á vegi okkar hafa
verið...
Jú, fallegt var það og ævintýralegt klöngrið inn með fossunum...
Ljósmyndararnir tóku sinn tíma og við nutum þess að vera á þessum fallega stað...
Snjórinn gott undirland fyrir bröltið upp og spyrja má hvort skraufþurr sandurinn á móberginu sé erfiðari viðfangs á brakandi sumri... en við prófum það næst og berum saman þessar slóðir milli árstíða...
Komin upp fyrir fossana...
Jú,
eigum við ekki að fara enn innan... þarna er
gljúfrið sem við fórum um í febrúar 2011
Snjórinn okkar besti vinur á þessari slóð... líklega illfærara í snjólausri tíð...
Hérna fórum við bara út í lækinn og stressuðum okkur
ekki á nokkrum blautum skrefum
Þetta reyndist vera rúsínan í pylsuendanum...
... og við uppgötvuðum að lækurinn sá sem við vorum búin að rekja okkur eftir inn allan Grændalinn á upphaf sitt í Álftatjörn sem við þveruðum forðum daga á ís og höfum nokkrum sinnum gengið meðfram í fyrri göngum um svæðið norðar um bæði Tindagil og Kattartjarnir...
Sólin aðeins að lýsa upp landið þarna í vestri...
... og við fengum fagurt skýjafar í sólsetrinu það sem eftir leið kvölds á leið okkar á bæði Dalaskarðshnúk...
...
og Dalafell ofan af honum um Dalaskarð... Magnað landsvæði í einu orði sagt
Alls 10 km á 3:30 - 3:43 klst. upp í 369 m í
Grændal (eða ofar eftir því hvað maður vill velja),
460 m á Dalaskarðshnúk
Krefjandi ganga með lúmskri hækkun alla leið, þéttri
lækkun í lokin, krefjandi undirlendi og frískandi
vetrarveðri |
Sumarlegt á Sandfelli í Kjós
Nú bætast óðum nýjar slóðir í safnið... þar á meðal þetta formfagra fjall í Kjósinni þriðjudagskveldið 26. apríl... fjall sem við höfum horft á löngunaraugum árum saman... lætur mikið yfir sér þó lágt sé og hefur alveg efni á því... frábært útsýnisfjall og stórskemmtilegt uppgöngu...
Farið var um
afleggjarann að sumarbúðunum að Vindáshlíð
Dásamlegt landslag og vor í lofti... en vetur norðan megin í Esjunni... við virtum fyrir okkur fyrri slóðir okkar á þessu ári á norðausturhorni Esjunnar um Írafell, Hádegisfjall, Skálafellsháls, (Skálafell), Múla, Trönu og Möðruvallaháls...
Mættir voru
dásemdarfólkið:
Niður var farið um norðvesturhlíðina í átt að Sandfellstjörn og þaðan gengið um Múlann til baka...
... og rambað á góðan slóða gegnum klettabeltið niður í ilmandi gróðurinn með fuglasönginn allt í kring... þetta var eitt af þessum kyrrlátu vorkvöldum þar sem tjald og útilega komu upp í hugann og við vorum svekkt að þurfa að skila okkur í bílana og keyra heim frekar en að taka bara fram tjaldstólinn...
Alls 5,2 km á 2:13 klst. upp í 402 m hæð með 421 m hækkun miðað við 74 m uppphafshæð.
Falleg kvöldstund
sem gaf okkur góða orkuhleðslu fyrir snjókomuna
og slagviðrin |
Ægifagrir vetrarBollar
Vetur réð enn ríkjum þriðjudaginn 9. apríl þegar færa þurfti æfingu í annað sinn frá Háhrygg í Dyrafjöllum vegna ófærðar á Nesjavallavegi... og stefnt var á Stóra Bolla og Miðbolla við Grindaskörð í staðinn... enn einu sinni í frekar erfiðu veðri... en í þetta sinn naut náttúrufegurðin sín vel í veðrinu...
Höfðum ekki komið á skipulagðri æfingu á austari Bollana síðan í september 2008 ef frá er talin æfingin án þjálfara sem farin var í september 2012 þegar þeir voru staddir í Slóveníu ásamt átján öðrum Toppförum...
Í þetta sinn
tókum við stefnuna beint á Stóra bolla af
gönguslóðanum miðjum...
... sem þýddi reyndar að þá slepptum við syðsta Miðbollanum...
...en kynntumst aukagígnum norðan við Stóra bolla í staðinn ...
Við hittum skemmtilegan gönguhóp þetta kvöld sem fór öfuga leið við okkar og kallaði sig Eilíft líf - ath nafn!
Mögnuð náttúrufegurð ríkir í Grindaskörðum... hvort sem er að sumri eða vetri...
... og þjálfari
sem nú sker niður myndamagn vefsíðunnar og
þjálfarabréfanna í
stuttyrðingar-kjarnyrðingar-bestoffmynda-niðurskurðarátaki...
átti í mesta basli við að skera niður fjölda
fagurra mynda þessarar göngu...
Eftir Stóra bolla
var farið í fótspor
ársins 2008 um Miðbollana
sem allar myndir þessarar ferðasögu eru teknar
á... Aðalheiður E., Anna Sigga, Anna jóhanna, Arna, Arnar, Ágúst, Ágústa, Ásta H., Ástríður, Bára, Berglind, Bjarni, Brynja, Dóra, Gerður J., Gréta, Guðlaug, Guðmundur Jón, Guðrún Helga, Gunnar, Gylfi, Helga Bj., Irma, Jóhann Ísfeld, Jóhannes, Jóna Kristín, Katrín Kj., Kristín Gunda, Lilja Bj., Lilja G., Lilja Sesselja, María E., Matti, Nonni, Ólafur, Ósk, Sigga Sig., Stefán, Steinunn S., Súsanna, Svala, Sæmundur, Thomas, Þórunn og Örn.
Endað var í
Grindaskörðunum sjálfum eftir klöngur og brölt í
hraungígum af öllum stæðrum og gerðum í rysjóttu
veðri...
... og loks tekin ein gleðibuna niður langa snjóbrekku úr skörðunum...
Alls 7,3 km æfing
á 2:31 - 2:44 klst. upp í 564 m hæð á Stóra
bolla, 536 m og 511 m á Miðbollum
Flott ganga
hressilegu vetrarveðri og bókstaflega mögnuðu landslagi
! ... |
Logandi kvöldsól
spegilslétt Kleifarvatn og litríkt landslag á formfögrum Sveifluhálsi syðri
Fyrsta sumarkvöldganga
ársins var þriðjudaginn 2.
april á hinum töfrandi fagra
Sveifluhálsi sem aldrei
bregst bogalistin... Í þetta sinnið var stokkið á Bleikhól sem rís utan við hrygginn að austan áður en farið var á hina eiginlegu hryggjarsveiflu...
Fyrst á Ketilstind
sem þjálfarar nefna svo þar
sem Ketilsstígur er vestan
megin við hálsinn
Því næst var stefnt á
Skarðatind sem er
tindóttur og skörðóttur
mjög...
... í sama tröllslega og magnaða landslaginu...
Þetta var veisla fyrir augun... litir, form og áferð í hæsta gæðaflokki...
... sem stundum minnti á taflborðið á Fmmvörðuhálsi eftir gosið þar sem hvítur og svartur áttust við í hatrammri rimmu...
Móbergið í aðalhlutverki og
allt annars lags en fyrr í
ár þegar við gengum þarna í
vetrarveðri í byrjun febrúar
í kyngimögnuðu umhverfi...
Þangað lengst... lengra en augað eygir gengum við í ágætis veðri til að byrja með og hér á milli hryggjanna í erfiðu veðri til baka... Glittir í Arnarvatn lengst í fjarska en hringleið um það vatn er á dagskrá eitt gott þriðjudagskveldið á næsta ári... jú, jú dagskráin 2014 er í fullri vinnslu ;-)
Veturinn á undanhaldi... vor í lofti síðustu daga og andinn eftir því... ;-)
Eftir Skarðatind var
klöngrast á Miðdegishnúk en
þangað er eingöngu ein leið
fær
Falleg leið og vel fær að vetri sem sumri...
Skarðatindur í baksýn, tví-
eða þríhnúka... og syðri
tindar Sveifluháls fjær með
Arnarvatni lengst í fjarska.
Á Miðdegishnúk var matur... í skjóli vestan megin... fallegt og kyrrlátt veður...
Útsýnið í suðsuðvestur um Syðri Sveifluháls... alger ævintýraveröld að þvælast þarna um...
Hópmynd með þann Syðri í baksýn: ...
Einn tindur eftir af fimm þetta kvöld...
Landslagið breyttist á hverri mínútu...
Miðdregishnúkur norðan megin... ekki einfalt að finna aðra leið á hann en þá sem við fórum...
Kleifarvatnið spegilslétt og friðsælt...
Veislan var á jörðu sem himni... eins og oft áður í göngunum...
Apríl er sólarlagstíminn...
eins og september...
Landslagið til norðurs í átt að síðasta tindi kvöldsins...
...Hofmannatindi sem
þjálfarar skíra svo þar sem
Hofmannaflöt er þarna vestan
megin...
Litið til baka með Miðdegishnúk í fjarska illkleifan að sjá...
Þarna fangaði Keilir okkur alveg...
... sólarlagið breyttist stöðugt og myndavélarnar voru misgóðar að grípa dýrðina...
Öftustu menn gleymdu sér í myndatökum og máttu ekkert vera að því að koma sér niður fyrir rökkur...
Enda ekki hægt að yfirgefa svona sýn...
Svona hélt þetta áfram þar til sólin hvarf með öllu...
Þá var rökkrið ekki lengi að
skella á og við á niðurleið
einhverja óvissuferð í boði
fararstjóra
Strákarnir handlönguðu alla
hér niður sem vildu... og
svo var straujað í rökkrinu
í bílana... Dýrðarinnar ganga í töfrandi fallegu landslagi, útsýni og veðri ;-)
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|