Tindferð 93 helgina 17. - 19. maí 2013
Frá Skaftafelli inn Morsárdal um Bæjarstaðaskóg að Kjós á Miðfellstind
og út úr Morsárdal um Morsárlón með Morsá og Skaftafellsheiði.
 

Dásemdar ævintýri í óbyggðum
Morsárdals og Miðfellstinds
í logni og hita alla helgina
en hálfskýjuðu veðri og þoku á tindinum
með allt á bakinu í tjaldútilegu tvær nætur
sem gaf dýrmæta upplifun í  safnið


Efri: Bára, Rósa, Gunnar, Björn H., Anna Sigga, Brynja, Droplaug, Heiðrún, Ingi, Súsanna, Lilja Sesselja, Irma, Láki Jöklamaður, Ingvar Jöklamaður.
Neðri: Hjölli, Örn, Sigga Sig., Gerður, björn Matt, Ástríður, Ósk, Gylfi, Sæmundur, Ágúst, Bestla.
Jón Heiðar yfirleiðsögumaður tók mynd og á mynd vantar Áslaugu, Kjartan og Óskar sem hjóluðu degi fyrr inn Morsárdal
og hin Fjallhressu Fríðu, Kára, Róbert og Skúla Wild sem gengu degi fyrr inn dalinn.

Árleg jöklaganga Toppfara á Vatnajökul var hvítasunnuhelgina 17. - 19. maí
en í þetta sinn fórum við í tjaldútilegu með allt á bakinu tvær nætur
inn hin litríka og svipmikla Morsárdal þar sem gengin var alpakennd leið um brött fjöll
og tindurinn Þumall setti sterkan svip á daginn...

Lagt var af stað frá Olís Norðlingaholti föstudagsmorguninn 17. maí...
í blíðskaparveðri eins og fyrri ár í Skaftafell...

Gott veður alla leiðina... Eyjafjallajökull ofan Þorvaldseyri með túnin fallega græn eins og sveitin öll undir Eyjafjöllum...
þökk sé meðal annars öskunni þarna um árið... gosárið mikla 2010 sem við rifjuðum upp á leiðinni...

Síðasta menningarlega máltíð fyrir óbyggðirnar var á Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri
þar sem menn fengu sér allt frá fiski að sveittum borgara...

Lómagnúpur hvítur niður efstu hlíðar... við munum ekki eftir því áður síðustu sex ár á leið í Skaftafell í maí... það hefur víst lítið snjóað á þessu svæði í vetur en vorið búið að vera kalt og snjókoma nánast daglega til fjalla þessar vikurnar...

Enn gott veður í Skaftafelli þrátt fyrir rigningarspá á því svæði þennan dag...
við vorum einstaklega heppin með veður eins og fyrri daginn ;-)

Glacier Guides... Jöklamenn... Arctic Adventures...
byrjaðir að græja sig fyrir óbyggðirnar og menn fengu úthlutað jöklabúnaði þeir sem ekki voru með...

Sæmundur að sýna okkur gönguleið morgundagsins á Miðfellstind...
en hann ásamt nokkrum fleirum leiðangursmanna helgarinnar hafa áður gengið á Miðfellstind í misjafnlega góðu veðri og skyggni...

Óbyggðir helgarinnar... hinn ægifagri Morsárdalur með þrönga dalinn Kjós inn af honum vestan megin
og Morsárjökul og Morsárlón austsan megin... hvílík dýrð sem beið okkar...

Séð í stærra samhengi með Skaftafellsjökul og Svínafellsjökul suðaustar en þeir hafa komið við sögu okkar í fyrri ferðum á þessu svæði
eins og í magnaðri ferð á Hrútsfjallstinda árið 2011...

Bongóblíða í Skaftafelli og menn í léttu ferðaskapi... það var eitthvað einstakt við að geta lagt strax af stað gangandi við komuna í Skaftafell frekar en að fara beint í rúmið eins og fyrri ár ;-)

Ágúst var með stílinn á hreinu... heiðargrænn frá bakpoka að tannbursta ;-)

Gylfi var einn af þeim sem báru yfir 20 kíló á bakinu í þessari ferð...

... og Sigga Sig var ein slíkra ofurmenna einnig þrátt fyrir meiðsli og önnur vandkvæði...
konan sú kann að bíta á jaxlinn eins og herforingi...

Leiðsögumenn dagsins voru Ingvar, Jón Heiðar, Róbert og Láki...
...að ótöldum Óskari Wild sem fór hjólandi degi fyrr inn í Morsársal ásamt Áslaugu og Kjartani
til móts við fjögur Fjallhress, Skúla, Róbert Beck, Fríðu og Kára sem við hittum síðar um daginn í dalnum...

Við vorum í banastuði í þessu veðri og til í að takast á við krefjandi verkefni helgarinnar sem búið var að undirbúa vikum saman með búnaðarpælingum, bakbokaburði og endalausum matarvangaveltum ;-)

Lilja Sesselja, Bestla, Irma, Droplaug, Gylfi, Sigga Sig., Björn H. í hvarfi og Ástríður.

Við spóluðum af stað inn í lognið... loksins var komið að þessari ferð sem algerlega stóð og féll með veðráttunni sem ekki hafði lofað góðu fyrir helgina, frost í kortunum og úrkoma lengstum framan af... en skyndilega læddust hlýindi inn í kortin rétt fyrir brottför... og við vorum í logni og ótrúlegum hlýjindum þessa helgi... sem varð enn afstæðari í því veðri sem ríkti vikuna á eftir með nöprum norðanvindi en svo hlýjum, en rennvotum sunnanvindum... þetta minnti á veður-heppni Vestmannaeyjaferðarinnar í vetur... það verður ekki af þessum hópi skafið að veðurguðirnir eru honum einstaklega hagstæðir flestum stundum... eða kannski er þetta bara spurningin um að láta slag standa og leggja af stað... ?

Gengið var frá vestari enda á tjaldstæðinu við Skaftafell í 108 m hæð...

Farið yfir ytri brúnna yfir Morsá og stefnt inn dalsmynnið og svo að Bæjarstaðaskógi...

Þangað voru 4,7 km... 7,3 km að Morsárjökli og 11,5 km í Kjósina sem var endastaður dagsins... það er í Kjósarmynninu...

Skýjað en smá sól sem skein mismikið gegnum skýin en lognið var dýrmætast... og þar á eftir úrkomuleysið...

Menn báru frá 15 - 20+ kílóa bakpoka...

Þetta var fyrsta bakpokaævintýri Toppfara en það var eins og menn hefðu ekki gert annað árum saman...

...en þó skal þess getið að bæði í Perú og Slóveníu bárum við hluta af farangrinum dögum saman
og eins voru nokkrir reynsluboltar í hópnum sem margsinnis hafa gengið með allt á bakinu...

Skaftafellsheiðin birkivaxin og vorleg... það var meira laug komið út á trjánum en á okkar heimaslóð...

Sólin var í suðri... en það var skýjaðra við fjöllin... þangað sem við stefndum...

Vestara Meingil framundan vinstra megin og Miðfellið sjálft sem við ætluðum að ganga upp á, á morgun framundan en Miðfellstindur sjálfur í skýjunum... en það munaði ekki miklu eins og reyndin varð alla helgina...

Áning við innri brúnna... og menn fengu sér sopa af jökulánni...

Nú var þverað yfir dalinn að skóginum...

... sem gaf notalega stemmningu í vorloftinu...

Birkið óðum að laufgast....

Farin var hálfgerð krókaleið um skóginn sem hefði getað verið styttri en það var bara gott að fá smá skógarferð...

Lúpínan búin að dreifa vel úr sér á þessu svæði og var óðum að vakna í brekkunum með stöku grænum knúpum...

Vegalengdirnar... nú voru bara 7 km innst í Kjósina...

Fjöllin tignarleg innar í dalnum og jökullinn fallandi fyrir framan okkur...

Sjá skógivaxnar hlíðarnar á vinstri hönd en að sögn Súsönnu garðyrkjufræðings má finna upprunalegu birkitegundirnar sem uxu á Íslandi  í Bæjarstaðaskógi (ath betur).

Smá hvíld og vatnssopi... jú, tökum hópmynd hérna í þessu góða, bjarta veðri með fjallasýnina... aldrei að vita hvernig þetta veður myndi leika okkur... þetta var of gott til að vera satt.. - sjá hópmyndina efst í ferðasögunni.

Róbert - Láki - Jón Heiðar - Ingvar -  flottir fjallaleiðsögumenn ;-)

Áfram var haldið... það var eitthvað svo stutt eftir... en samt tók þetta tíma... við gengum hratt þessa kílómetra inn dalinn og sumir hefðu viljað fara þetta hægar en það var svo sem gott að komast snemma í náttstað...

Hvílíkt veður...

Morsárjökull lengst til vinstri og fallandi skriðjökullinn undir brúnu grjótinu sem ræsist fram með jöklinum
en svo mátti sjá innar hvernig mikið jarðfall hafði fallið ofan á jökulinn með gríðarlegum grettistökum veltandi um allt að sögn Jöklamanna...

Sjá fróðlega grein jarðfræðinga um "large rock avalanche on Morsárjökull"
þann 20. mars 2007 sem Gylfi sendi:
http://www.nattsud.is/skrar/file/EGU2010-10099-1.pdf

Síðasti kaflinn inn að tjaldstæði... við sáum nokkur góð tjaldstæði á leiðinni sem söguritari hér myndi mæla með að tjalda frekar en að fara alla leið að Meingili, vatn fellur úr hlíðunum vestan megin og vel hægt að finna mun betri náttstað en í hallanu og grýtinu í Meingili... þó það hafi verið óskaplega skemmtilegur tjaldstaður svona eftir á ;-)

Fjöllin norðan Skaftafellsheiðar... Kristínartindar í hvarfi en þeir rísa þarna austar ofan á þessum fjallgarði...
og Skarðatindur var þarna innar... sjá tindana lengst til vinstri...

Skyndilega sáum við glitta í græn tjöld hinum megin Kjósarmynnisins... við vorum að lenda...

Best að koma sér út úr þessu grjóti... sem lokkaði mann í hverju skrefi með dýrðarinnar steinum í öllum litum og formum...

Kristínartindar þarna í hvarfi...

Hópurinn að koma inn með Kjósarmynni...

Hérna skyldi sofið... undir fallandi fossum Vestara Meingils í hallandi mosabreiðu...

Áslaug og Óskar knúsuðu alla og buðu þá velkomna í bæinn ;-)
... en þau höfðu lagt sig fyrr um daginn á meðan hinir fjögur Fjallhress ásamt Kjartani gengu inn Kjósina...

Magnaður náttstaður...

Ingi, Bára og Gunnar týndu sprek á leiðinni fyrir varðeldinn annað kvöld...
og Ágúst líka en hann var mun lengur að skila sér inn og náðist ekki á mynd.

Leiðsögumennirnir tjölduðu neðst á mosabreiðunni...

Tjöld Fjallhress-manna.

Vandkvæðalaust tjölduðu menn í grýttum, hólóttu mosanum í halla innan um birkikjarrið
...útsjónarsemin var með ólíkindum ;-)

Tjald þjálfara...

Rósa var ein í tjaldi eins og margir í þessari ferð... ekkert væl... þetta var ferð "með allt á bakinu"  ;-)

Droplaug endaði á að deila tjaldi með Hjölla til að einfalda málin...

Og Sæmundur tjaldaði langefst í breiðunni... ofan við Siggu Sig og Irmu og Gylfa og Lilju...

Eftir tjöldun tóku menn við að elda eins og allir... en ekki bara sumir... hefði gert þetta margoft áður ;-)
Gylfi hitaði upp dýrindispottrétt sem Sigga Sig hafði útbúið fyrir sinn bíl
en það voru fleiri sem elduðu pottrétti fyrir helgina...

Ágúst var að sjálfsögðu í grænu tjaldi sem hann keypti fyrir ferðina ásamt öðrum bakpokabúnaði eins og fleiri ;-)

Svo vísiteruðu menn hvor annan milli fyrir og eftir mat...

Gerður og Anna Sigga deildu tjaldi en reynslubrunnur Gerðar kom okkur öllum að mjög góðum notum þar sem hún er bókstaflega öllu vön í ferðamennskunni og gaf mörg góð ráð sem við fáum að deila hér fyrir síðari ferðir :

Hér kemur hennar útbúnaðarlisti fyrir þessa gönguferð
með allt á bakinu:

Farangurinn:

Í útilegunni:

 

Tjald

Bakpoki

Svefnpoki

Dína

Prímus

Rauðspritt

Eldspýtur

Disk

Bolla

Hnífapör

Myndavél

Krem

Varasalva

Sólvörn

Snyrtidót, greiðu

Tannbursta/krem

Plastpoka

Lyf, plástur

GPS/áttaviti/kort

Eyrnatappa

Svampa/blautklúta

Sessu

Í göngunni:

 

Gönguskó

Brodda

Exi

Belti

Úlpa

Regnbuxur

Sólgleraugu

Skíðagleraugu

Lopa/fleespeysu

Dún/primaloftúlpu

Göngubuxur

Varmaundirföt

Lambúshetta

Húfa

2 sokkar

2 vettlingar

Legghlífar

Vaðskó

Fjallapappír

Svartan plastpoka

Aukareimar

Hitabrúsa

Vatnspoka/flösku

Í tjaldinu:

 

Ullarsokka

Varmaundirföt

Höfuðljós

Vekjaraklukku

 

Maturinn:

Matseðill alla dagana:

1.dagur    Hamborgari eða kjúklingasalat á leiðinni – Banani- Saml. Rækjusalat  Nasl  Pasta með skinku og piparosti

2.dagur  Músl   Brauð: Smjör, kæfa  - Spælt egg, síróp, bacon   - Roastbeef, remolaði  Nasl   Kindalundir með piparostasósu  og kartöflustráum
3.dagur  Músl  Ristað brauð: Soðið egg, kavíar – Flatkaka, smjör, hangikjöt  Hafa eitthvað í bílnum að borða og drekka.

Nasl:

 

T.d. Harðfiskur, þurrkaðir ávextir, hnetur, súkkulaði.

 

Drykkir:

 

T.d. Kakó, te, kaffi, Resorb, Súpur, Orkudrykki.

 

 

Fjallgönguklúbburinn varð sex ára um daginn... þann 15. maí án þess að nokkuð væri haldið upp á það...
enda menn ennþá að jafna sig eftir fimm-ára-afmælisárið mikla í fyrra... en menn voru ekki lengi að gera sér mat úr SEX-ÁRA áfanganum og vildu meina að þema ferðarinnar ætti að vera eitthvað sexý svo Ingi og Heiðrún mættu með gúmmívarnir handa öllum...
og við sögðum vafasama brandara sem versnuðu eftir því sem ofar dró yfir sjávarmáli ;-)

Hjólreiðamennirnir þrír og Fjallhress höfðu það notalegt á sínu tjaldstæði eftir fyrri nótt í Bæjarstaðaskógi ;-)

Fríða, Róbert Beck og Kári Valur... dúndurgöngumenn og góðir ferðafélagar ;-)

Björn og Bestla tjölduðu neðar í búðunum eins og fleiri... en þau eru reynslumikil eins og Gerður í bakbokaferðalögum og voru að æfa sig í þessari ferð fyrir fimm daga ferðalag í Esjufjöll sem rísa í Vatnajökli nær Suðursveitinni... en sú ferð er hin árlega ofurgönguferð hlaupaklúbbsins á Seltjarnanesi, TKS.

Leiðsögumennirnir höfðu það notalegt og borðuðu sama þurrmatinn eldaðan á primus og flestir í búðunum...

... en þeir sváfu ekki allir eins og flestir... heldur voru tveir þeirra í "svefnstæði" með smá himni... minnti mann á leiðsögumennina í Perú sem sváfu undir smá dúkum... allir í kös við erfiðar aðstæður... en þar leyfir veðráttan slíkt... hér voru þeir heppnir hversu lygnt það var... erfitt að sjá notalegheitin í þessu í íslenska vindinum... hvað þá roki og rigningu ;-)

Ástríður og Ósk voru líka neðst í mosabreiðunni eins og Ingi og Heiðrún og Björn Matt...
en þær tjölduðu alvöru tjaldi sem vóg meira en fjögur kíló og var örugglega ekkert grín að bera á bakinu
... en þær ákváðu að koma með í ferðina með stuttum fyrirvara og létu ekkert stoppa sig...
fyrirmyndar-hugsunarháttur því það eru ekki til hindranir... bara lausnir...
og þær sáu ekki eftir því að hafa látið slag standa ;-)

Þetta voru hinar notalegustu tjaldbúðir...

Gunnar var einn af nokkrum sem keypti sér prímus fyrir þessa ferð... og hann virkaði vel ;-)

Gerður og Anna Sigga suðu dökkt pasta og blönduðu niðurskorinni skinku saman við og pipar-rjómaosti...
Gerður sagði lykilatriði að gera vel við sig í mat þrátt fyrir frumstæðar aðstæður á bakpokaferðalag ;-)

Þjálfarar... sem átti ekki prímus... mættu bara með steiktan kjúkling, kartöflustrá (sem er almennt sniðugt þar sem þau eru svo létt en ókostur hve fyrirferðamikil þau eru) og lauflétt garðasallat (sem geymist bara einn dag eða svo hnoðandi í bakpoka við öll hitastig)... en svona nesti slapp fyrir stutt bakpokaferðalag eins og þessa helgi... en annars þarf primusinn, þurrmatur og meðlæti að duga þegar gengið er í fleiri daga...

Eftir kvöldmat og spjall lögðu leiðsögumenn línur fyrir morgundaginn.. vakna kl. fjögur, ganga kl. fimm, vera sex tíma upp og fjóra tíma niður... þetta stóðst næstum því en tafir urðu fleiri á leið upp en ráðgert var enda stór hópur á ferð. Úrkoma í kortunum kringum hádegi en léttara fyrir og eftir hádegi... við ætluðum að ná tindinum fyrir hádegi sem náðist reyndar ekki (vorum nær eitt) en um leið varð ljóst eftir á að líklega varð aldrei skyggni af tindinum... þetta var flott plan ;-)

Allir til í að vakna snemma, kvöldið var ungt og nægur tími til að fara að sofa snemma...

... sem við og gerðum...


... með allt klárt fyrir morgundaginn ;-)

Hitinn mældist 12 gráður í tjaldi þjálfara þegar þeir fóru að sofa...
og hann steig nokkrum mínútum síðar upp í 14 gráður með tjaldið lokað...

Morguninn eftir var vaknað klukkan fjögur í sama blíðskaparveðrinu, hitanum og logninu sem ríkti bókstaflega alla þessa helgi...
...
með kalli frá Rósu og öðru raski nágrannatjaldanna...
en Gunnar svaf á sínu græna... og varð einskis var... þar til Ingi og Björn H., vöktu hann við brottför um fimmleytið
af því Anna Sigga áttaði sig á að hann vantaði í hópinn við búmmið...
Lexían af þessun er sú að notast verður við sömu aðferð og í Perúferðinni að liðskipta hópnum þannig að hvert lið passar að allir séu mættir í sínu liði... sama og við gerðum á gosstöðvunum 2010 sem skipti sköpum í myrkrinu og mannmergðinni þar... og á eftir að koma sér til dæmis vel á Hornströndum í sumar og í Nepal á næsta ári ;-)

Lagt var á brattann klukkan nákvæmlega 5:11 á laugardagsmorgninum 18. maí 2013...

Tjaldstaðurinn þarna fyrir neðan... og dökku þúfurnar eru strákarnir að ræsa Gunnar sem var ekki lengi að koma sér af stað...
hraðskreiðari menn fyrirfinnast varla... ólofthræddur með öllu og öllu vanur á fjöllum árum saman...
það var lán í óláni að þetta var Gunnar sem svaf yfir sig ;-)

Útsýnið varð strax magnað niður í Kjósarmynni og Morsárdal með skæru tjaldlitina okkar þarna í fjarska...

Kjósin... hvílíkur dalur...

Þetta var skemmtileg leið um kjarr og mosa innan um grjótið en ansi brött
og fékk svitann til að renna í stríðum straumum...

Sæmundur, Lilja Rósa og Björn Matt í góðum fílíng...

Morsárdalur með tjaldstæðið lengst fyrir neðan...

Hvítar fjallshlíðar Kjósarinnar...

Nafnlaus er hann tindurinn sem gnæfði yfir tjaldstæðinu í suðvestri en Rauðhellar er örnefni sunnar í fjallinu...
Rauðhellnatindur?... væri gaman að ganga á hann einn daginn... og rekja sig eftir hryggnum þarna... ef hann er fær...

Skaftafellsfjöll drottnuðu yfir dölunum og við vorum smá í þessu hrikalega landslagi sem þarna er sorfið hopandi jöklinum...

Kjósin í allri sinni djúpu dýrð... hvít niður hálfar hlíðar en litirnir ljómuðu samt þarna niður undan...

Brött leið en vel fær...
og svitinn lak í logninu og hitanum sem ekkert dró úr ofar...

Sjá mynni Morsárdals þaðan sem við komum deginum áður úr Skaftafelli...

Brátt vorum við komin að fossinum í Vestara Meingili...

Hann var fallegur fyrsti áningastaður dagsins...

Veturinn hopandi fyrir sumrinu fyrir framan okkur...

Lausagrjót aðeins á klöppunum en allir vanir...

Fossarnir í Meingili magnaðir...

Gunnar og Heiðrún áttu eftir að ganga inn eftir þessu gili síðar í ferðinni
og voru ekki svikin af dýrðinni þarna inni...

... en þarna gátum við bara séð hluta af því að ofanverðu...

Gunnar skilaði sér inn ásamt fylgdarmönnum sínum á þessum tímapunkti...
afreksmenn þeir félagar ;-)

Eins gott að drekka vel í þessari svitnun...
 og gott að fylla brúsann sem búið var að tæma svona í upphafi ferðar ;-)

Við tók enn meiri bratti til að byrja með eftir pásuna...

... en svo lagaðist það smám saman...

... áður en við tók enn meiri bratti sem minnti á köflum á Þverártindseggjarleiðina í fyrra...

... og við komumst upp í snjólínu í rúmlega 700 m hæð...

Stórbrotið landslag og við vorum ósköp smá í samhenginu eins og svo oft áður á fjöllum...

Miðfellið sjálft og tindar þess gnæfandi yfir í þokunni...

Litið til baka niður aflíðandi brekkuna sem tók við eftir Meingilið...

Þokan gældi við tindinn allan daginn...

Snjórinn þungur og mjúkur og allir fóru í legghlífar...

Fjallhress fundu sér aðra litla, grýtta eyju til að græja sig ;-)

Morsárdalur allur fyrir neðan og útsýnið var magnað...

Góða skapið var með í för alla helgina og skemmtisögur flugu í allar áttir...

Litið til baka...

Framundan þarna efst vinstra megin var snjóbrekkan langa að hryggnum við bröttu brekkuna sem taka þarf í hliðarhalla að skarðinu við Þumal
og menn höfðu haft áhyggjur af eftir ferðasögur fyrri göngumanna á Miðfellstind...
Virtist ekki neitt í fjarlægðinni en leyndi á sér þegar nær dró...

Var hann að lyfta sér...?... það munaði ótrúlega litlu allan morguninn...

Komin nær snjóbrekkunni löngu þar sem áningarstaður tvö var þennan dag...

Menn að skila sér inn...

Gott að fá sér smá nesti og hlaða batteríin fyrir frekari uppgöngu...

Við horfðum á sólina berjast eins og ljón við létt skýin...

Leiðsögumennirnir mátu snjóflóðahættu á meðan...

Hún virtist talsverð miðað við spýjurnar allt um kring... ábendingar voru að öllum líkindum snjóflóðin í flestum brekkum á svæðinu, gömul og ný, langt ísafnað gilið framundan, frostið síðustu vikur og snjókoman síðustu sólarhringa, blautur snjórinn sem lá ofan á harðara lagi neðar og kannski eitthvað fleira (ágiskun þjálfara)... en þykkt, samloðun og snjókornastærð var metið (og eflaust eitthvað fleira - athuga betur) og úrskurðað að ganga upp gilið væri í lagi þrátt fyrir allt... en taka varð og með í reikninginn yfirvofandi snjóflóðahættu í þessari suðurhlíð síðar um daginn í bakaleiðinni eftir hugsanlega snjóbráð af sólinni þar sem sólin þyngir efsta lagið sem eykur líkur á að hann renni af stað á harðara lagi neðar (dýpra)...

Jú, sólin var sterk og björt og bakaði okkur svört þennan dag þeir sem ekki gættu sín...

Lagt aftur af stað vopnuð hækkuðum blóðsykri eftir máltíðina...

Þetta var dýrðarinnar dagur...

Þessi brekka átti eftir að reyna vel á marga...

Fagur var þessi fjallasalur sem ljómaði í morgunsólinni fyrir klukkan átta að morgninum...

Skyldi hryggurinn ofan við snjóbrekkuna vera fær...?

Litið til baka ... pokarnir voru léttir núna eftir "allt á bakinu" í gær ;-)

Kári Valur Fjallhress skrifaði þúsundmetra áfangann í snjóinn ;-)

Jú, hún var löng þessi brekka...

Það "brattnaði" ofar... en þar tók þokan við og útsýni var lítið til að byrja með...

Leiðsögumenn mátu hliðarhallabrekkuna að Þumli, snjóflóðahættu, snjóþykkt og göngufæri...

Allir í belti, brodda og með ísexina í hönd... það var aðeins flóknara að klæða sig í þær græjur en á láglendi... ein af ástæðunum fyrir því að oft er betra að taka ákvörðun um að fara í brodda á meira aflíðandi stað... þó það hafi ekki átt við í þarna, aðstæður einfaldlega ekki betri en þetta í það skiptið...

Yfir okkur slútti vestasti tindur Miðfells og virtist vera að molna niður ofan á okkur...

Skyndilega lyfti þokan sér og Þumall birtist i allri sinni stærð...

Það var þess virði að sleppa skylduverkunum og munda myndavélina...

Ekkert vitað hvort þetta yrði svona einnar sekúndu-glæta eins og á Skessukamb í janúar 2012 og Kirkjufell í ágúst sama ár ;-)

Leiðsögumennirnir ákváðu að troða stíg í snjóhlíðina og koma fyrir línum til að krækja menn í á leið yfir...

Við höfðum svo sem nóg að gera við að græja okkur, borða og drekka...

... en svo voru allir tilbúnir og þá tók við biðin langa við að ferja alla yfir á línunum... einn í einu milli trygginga...

Hvað var langt í tindinn?... Róbert tók upp minnisbókina og taldi upp tölur niður í hið óendanlega... þeir höfðu greinilega undirbúið sig mjög vel fyrir þessa ferð enda vorum við fyrsti hópur ársins til að fara þarna upp og ekki margir sem fara þarna árlega þó það sé sífellt að aukast...

Þetta gekk ágætlega... skyggnið hafði versnað aftur og menn fóru með mismikið útsýni þessa leið...

Við sem síðustu vorum yfir urðum á endanum þakklát því skyggnið gerði ekkert annað en batna
og það var nóg að mynda á meðan maður beið ;-)

Gerður ofurkona fer yfir... konan sú marga ausuna sopið á fjöllum hérlendis og erlendis og hvergi hætt ævintýrunum...
klárlega fyrst og fremst léttu hugarfari að þakka þetta ótrúlega form og elju sem yfir þessari konu er...
....óskaplega dýrmæt fyrirmynd okkar allra ;-)

Næsti !

JÁ ! Sólin kom !

Smám saman... þokulétti fyrir létti...

...birtist útsýnið niður í Morsárdal, Kjós og um Skaftafellsfjöllin öll smám saman skýlaust...

... og Miðfellstindur hinn vestasti varð fallegur í blámanum...

Magnað að upplifa svona útsýni á þennan birtingarkennda hátt...

Hryggurinn sem við áðum fyrir neðan fyrir löngu snjóbrekkuna og virðist ágætlega fær
ef menn vilja krydda þetta eitthvað og forðast brekkuna...

Léttara með hverri sekúndu...

Líklega græddum við á þessari bið því á þessari rúmlegu klukkustund sem við vorum þarna við skarðið að Þumli
var veðrið "léttskýjaðast" eftir þoku fyrr og síðar um daginn á sama stað...

Björn, Bestla og Róbert leiðsögumaður.

Jæja, hvernig gekk ferjunin yfir?... litið til baka af fremstu mönnum yfir...

Það var kominn tími á síðustu menn yfir hliðarhallann...

Þarna reis Þumall í allri sinni ógnvænlegu stærð...
of brattur til að snjórinn nái að læsa klónum í hann til lengri tíma...
Mikilfengleikur sem hvergi kemst fyrir á mynd og upplifist eingöngu á staðnum...

Við komum okkur yfir hliðarbrekkuna að Þumli eitt í einu milli leiðsögumannanna
sem kræktu okkur hvert og eitt í línuna með þremur millibilum...

Litið til baka á Láka sem var á pósti tvö, Róbert við skarðið og

Jón Heiðar á pósti þrjú...

Ingvar á síðasta póstinum í línunni...

Línurnar nældar í sylgjuna beggja vegna tryggingarinnar til að ekkert augnablik væri "öryggislaust".

Í Slóveníu þar sem við fórum tæpistigur og hryggi upp á hæsta fjall landsins
vorum við með tvær karabínur og nældum okkur alltaf í hinum megin áður en maður losaði þá síðari
til að vera alltaf tengdur við aðra hvora línuna...

Óskar allra síðastur leiðsögumannanna og sá sem fylgdi mönnum fótgangandi yfir án línu...

Komin yfir á skarðið austan við Þumal
þar sem Vatnajökull blasti hinum megin við eins langt og augað eygði í ólýsanlegu, hvítu víðfeðmi...

... og útsýnið til suðurs varð sífellt betra...

Síðustu menn yfir hliðarhallandi brekkuna með Morsárdal í baksýn...

...söguritari og Óskar Wild, Fjallhress, Toppfari og Jöklaleiðsögumaður dagsins ásamt hinum fjórum...

... sem skiluðu sér allra síðastir eftir frágang á línunni með Kjósina fyrir neðan...

Magnaður útsýnisstaður og við vorum ölvuð af fegurðinni sem þarna ríkti...



Þetta var sannarlega staðurinn fyrir hópmynd:

Gunnar, Ágúst, Skúli Wild, Anna Sigga, Sæmundur, Ingi, Óskar Wild, Rósa, Björn H., Irma, Bj-örn Matt, Hjölli, Bestla, Kári Fjallhress, Örn, Lilja Sesselja, Kjartan, Róbert Fjallhress, Fríða Fjallhress.
Gylfi, Brynja, Ástríður, Sigga Sig., Áslaug (í hvarfi?), Súsanna, Ósk, Gerður Jens., Droplaug, Ingvar Jöklamaður, Jón Heiðar Jöklamaður og Bára tók mynd en á mynd vantra þá Láka og Óskar Wild Jöklamenn.

Ofan af skarðinu beið okkar hringleið kringum Miðfellstind að norðan og yfir á austuröxl þar sem fært er upp á tindinn...

Sjá jeppa og tjaldbúðir Landsbjargar sem klifu á Þumal frá bækistöðvunum þennan sama dag...

Kominn var tími á línur en þetta var ansi sleipt niður bratta hlíðina í ljósasnjónum ofan á harðfenninu neðar...

Ofurmennin Hjölli, Ingi, Örn og Björn Matt með fyrrgreindar bækistöðvar klettaklifurmanna Landsbjargar neðan við Þumalinn
en uppgönguleið þeirra var hinum megin og því sáum við því miður ekki til verka þeirra þarna upp...

Miðfellstindur hinn vestasti...

Ingvar að græja ofurmennalínuna...

Tveir af björgunarsveitarmönnum Landsbjargar skottuðust upp til okkar á meðan við græjuðum okkur
Þetta var lengri vegur að fara en sýndist...

Jón Heiðar fór yfir öryggisatriðin í sinni línu...

Skvísulínan sem Óskar gætti vel...
Droplaug, Gerður, Súsanna, Ósk, Irma og Ástríður.

Fyrstu tvær línur af fimm voru fljótar af stað...

en við hin fengum heimsókn og spjölluðum við björgunarsveitarmennina sem voru ótrúlega röskir að ná okkur og sögðu okkur frá leiðangrinum sínum sem kom yfir Breiðamerkurjökul og ætlaði að klífa Þumal þennan dag... verið var að setja upp línur sem tók einhverja klukkutíma... en meðal þeirra var tvítugur drengur sem var að klífa Þumal í annað sinn ef svo mætti segja... eftir að hafa verið í móðurkviði í fyrra sinnið í sögulegum leiðangri árið 1993 en þá voru 7 ára drengur og 70 ára maður með í för ásamt fyrrgreindri barnshafandi móður og fleirum...

Loks kvöddum við drengina sem NB rrenndu sér á afturendanum niður alla brekkuna á leið aftur í tjaldbúðir ;-)

... en við gátum einfaldlega ekki sleppt augna-takinu af Þumli...

Litum stöðugt við og mynduðum í gríð og erg... uppnumin og algerlega í núinu á þessum magnaða stað...

Ekki var óendanleiki Vatnajökuls í bláma himins síðra aðdráttarafl...

Brátt fækkuðum við fötum...

...í þessari gegndarlausu blíðu...

Línulífið er sérstakt fyrirbæri... þar sem allir þurfa að vera í takt... nýta pásurnar sem gefast til að gera allt sem þarf á sama tíma og hinir og tefja aldrei sína línu nema bráða nauðsyn beri til... tímaskilin milli línanna sýndu það vel hversu lítið þarf til að dragast mikið aftur úr...

Þumall bætti á sig þokuslæðingi stuttu eftir að við yfirgáfum hann... það var eins og hann hefði lyft sér í klukkutíma bara fyrir okkur úr því Miðfellstindur var svona þungabrúnn þennan dag... við verðum Þumli ævinlega þakklát fyrir það... töfrar hans sigruðu okkur gjörsamlega...

Í hina áttina voru óendanlegar ísbreiður Vatnajökuls...
það var einfaldlega ekki hægt að biðja um meira þennan dag...

Við gengum neðan við Miðfellstinda norðan megin...

... og misstum smám saman sjónar á Þumli...

Brekkurnar bröttnuðu ofar austan megin...

Litið til baka með síðustu línuna í fjarska...

Myndavélin fór í mínus eftir að hafa dottið ofan í snjóinn þegar verið var að mynda og togað var í myndatökumann í línunni...
það er mjög erfitt að vera ljósmyndari í jöklalínu ;-)

Smá pása rétt fyrir neðan tindinn... ein af sögulegum tásumyndum Toppfara...

Ofurlínan... Ingvar, Björn Matt, Rósa, Hjölli, Ingi og Gunnar...

Við vorum skjót þarna upp síðustu brekkuna... þar sem konan hafði runnið niður og fengið ísexina í lærið í Miðfellstindsferð Ferðafélags Íslands árið 2010 þar sem Skúli og Óskar Wildboys voru með í för, en allt fór þá vel að lokum...

Síðasta haftið...

Við vorum komin... en allt í þoku og ekkert skyggni af tindinum en við fögnuðum engu að síður og nutum þess að vera þarna í logni og hita
Án efa heitasta Vatnajöklulsganga okkar í sögunni því alls kyns hlífðarfatnaður fór aldrei í notkun hjá mörgum...

Hryggurinn yfir á hinn tindinn... helfrosinn með smá lausasnjó yfir...

 


Ekki fært þetta skiptið og við ákváðum að svekkja okkur ekkert á því heldur taka bara mynd ;-)

Nesti, hvíld og spjall í blíðskaparveðri...

Ekkert rak á eftir okkur nema tíminn... hvorki kuldi né vindur...

Toppfagn !

Lífið á tindinum er oft ansi tætingslegt...

... hver að sinna sínu...

... fyrstu menn farnir niður og hinir ekki einu sinni komnir í línu...

... en allt hófst þetta með rólegheitunum enda enginn að flýta sér...

Snjóhaftið rétt við tindinn tafði aðeins...

... en svo gekk þetta vel og fljótlega fækkuðum við aftur fötum...

... í sömu þokunni og á tindinum...

... líka við Þumal þar sem fyrr um daginn hafði verið glimrandi skyggni og útsýni...

Til baka var farið sömu leið en skyggnið fór versnandi og ekkert sást til Þumals í skarðinu góða
sem var sérkennilegt af jafn stórum massa í þetta mikilli nálægð...
en við skemmtum okkur konunglega í staðinn...

Tókum þetta hikstalaust og hífuð eftir veislu dagsins...

... þar sem leiðsögumenn höfðu í nógu að snúast við að krækja mönnum í og af...

... í línurnar báðum megin...

... en það gekk ótrúlega vel til baka enda notast við sömu tryggingar þó þræða þyrfti línurnar aftur á...

Komin yfir á snjóhengjuna austan megin...

Litið til baka...

En mesta eldraun bakaleiðarinnar var eftir... langa brekkan niður sunnan megin sem hafði blotnað í hita dagsins svo menn runnu endalaust til á klakanum undir og erfitt var að fóta sig almennilega í endalausum brattanum...

Sumir tóku broddana af sér því snjór safnaðist stöðugt undir þá sem var verst í þessu færi og bratta... aðrir treystu ekki hálkunni undir lausasnjónum og skófluðust á broddunum niður... og enn aðrir renndu sér broddalausir alla leið með aðstoð ísaxarinnar...

Færið skánaði ekki þegar brattinn minnkaði... pomp niður annan hvert skref og það reyndi vel á þolinmæðina...

Loksins komin á fast land... hópurinn var þéttur við snjólínuna í um 700 m hæð (eða hver var hæðin þarna) í rigningu sem fékk okkur til að missa aðeins móðinn og hlakka ekki mikið til þess að kúldrast í tjaldi um kvöldið í þessari bleytu sem við töldum bíða okkar niðri miðað við veðrið þarna uppi...

... og við lögðum á brattann niður í regnfötunum...
og sumir Perúfararnir í ponjó-unum sínum sem áttu vel við í logni dagsins ;-)

Varasamur kafli í lok göngudags þar sem allir eru óþreyjufullir að komast niður í hvíldina...

... en þetta gekk ótrúlega vel...

... og við náðum að halda sæmilega hópinn að mestu síðasta kaflann...

Smám saman þynntist rigningarþokan...

... sem var ansi þétt þarna uppi...

... en greinilega ekki í neinu magni neðar...

Fórum aðeins ofar yfir gilið...

Óskaplega fallegt þrátt fyrir rigningarveðrið... ekta Ísland...
ekki síðra í dumbungnum sem virðist alltaf svo mikill á myndum en er bara milt og gott á staðnum...

Morsárdalur og mynni Kjósarinnar í léttu skapi framundan...

Grunur okkar um grenjandi rigningu á tjaldstæðinu reyndist ekki réttur...

Lítið sem ekkert hafði rignt um daginn í dalnum og við tókum gleði okkar á ný síðustu metrana niður...



Það var greinilega engin ástæða til að pakka strax saman og koma sér burt úr Kjósinni ;-)

Yfir lækjarsprænuna síðustu metrana...

... og komin í tjaldið eftir alls 13,8 km göngu á 12:20 - 12:40 klst. upp í 1.446 m hæð
með 1.550 m hækkun alls miðað við 189 m upphafshæð...

Hvernig skyldi Heiðrún hafa haft það í einverunni allan daginn meðan við þvældumst um þarna uppi?
Hún dólaði sér um Rauðhellnatind og inn Meingilið sem hún kvað vera ægifagurt og benti okkur á bergskálina austan megin í gljúfrinu...

Menn böðuðu sig í læknum, sumir frá toppi til táar á meðan aðrir létu táslurnar nægja... og kaldur var sóttur í kælinn...

Tekið til við að elda...

... og viðra daginn sem menn máttu vera ánægðir með...

Notalegt var það í blíðviðrinu....

Leiðsögumennirnir kvöddu um sexleytið og gengu út dalinn...
Róbert - Ingvar - Jón Heiðar - Láki (og Óskar sem varð eftir hjá okkur!)
Haf þökk fyrir örugga og trausta leiðsögn alla leið á tindinn og til baka ;-)

Skál fyrir frábærum degi... og góðu veðri ;-)

Óskar og félagar tóku þetta alla leið og grilluðu með kolum ;-)

Kvöldmatur þjálfara... hangikjöt, grænar baunir og kartöflustrá...
borðað inni í tjaldi því það tók skyndilega að rigna og allir flúðu inn í sitt afdrep...

Þeir allra hörðustu skriðu aftur út úr notalegheitum tjaldsins þegar það stytti upp nokkrum mínútum síðar...
vopnaðir regngallanum sem kom svo reyndar lítið að notum það sem eftir lifði af mildu kvöldinu...

Sumir sofnuðu í rigningunni eða lásu bara bók í notalegheitunum...

Strákarnir tóku til við að hita heitt kakó...

Það var sannarlega Stroh-ið sem hélt uppi fjörinu til tæplega ellefu ;-)

Stelpurnar voru hæstánægðar með þetta kakóstúss í strákunum ;-)

... og brandararnir flugu sem aldrei fyrr...

Jess... við nýttum sprekið sem týnt var inn dalinn deginum áður...

Fagurt var það...

Hreindýr kom út úr skóginum...

Ágúst skoðaði með okkur myndir dagsins sem voru stórkostlegar... hvílíkur myndasmiður...

Varðelds-hópmynd af þeim allra þrautseigustu sem entust út kvöldið:

Skúli, Óskar, Kjartan, Kári, Heiðrún, Bára, Rósa, Ágúst ogFríða, Róbert, Gerður, Ástríður, Súsanna, Áslaug...
en Örninn tók mynd og á mynd vantar Ósk sem sótti Björn inn í tjald því kvöldið var ekki fullkomnað án höfðingjans...

Reynt var að kalla á hina út úr svefnpokunum en ekkert dugði...
og því fór svo að sumir sváfu frá því hálfátta um kvöldið eða svo
og vöknuðu því ansi snemma næsta morgun úthvíldir og jafnvel eirðarlausir að koma sér heim...

... en það átti ekki við höfðingja Toppfara sem kunna að njóta á láglendi sem hálendi...
...v
ið gátum ekki verið í betri félagsskap en með þessum tveimur... Gerði og Birni...
Sannur heiður og forréttindi að fá að njóta félagsskapar þeirra á fjöllum og annars staðar ;-)

Jæja... var kominn tími á tjald eða... ;-)

Svona var veðrið þetta kvöld... þykk þoka yfir fjöllunum en ekki rigning...

Næsta dag var vaknað snemma eða upp úr sex fyrstu menn og fyrir átta þeir síðustu...

Þeir sem sofnuðu snemma vöknuðu eðlilega snemma og voru fyrstir að pakka saman...

Enda lögðu fyrstu menn af stað út dalinn um hálfníu um morguninn
eða sexmenningarnir þau Hjölli, Brynja, Droplaug, Sæmundur, Rósa og Súsanna ;-)

Sautján Toppfarar og fjórir Fjallhress héldu hópinn og lögðu af stað rétt fyrir níu... og þremenningarnir á hjóli, Áslaug, Óskar Wild og Kjartan, voru síðust af stað en mun fljótari til byggða því fótgangandi liðið dólaði sér um dalinn að lóninu þar sem sexmenningarnir fóru svo sömu leið til baka og á föstudaginn en hinir tóku jökulsánna og skógarstíginn austan megin til baka...

Það gekk ótrúlega vel að axla aftur byrðarnar eftir krefjandi göngur síðustu tvo daga...

Heldur léttara í bakpokunum eftir matarátið síðustu tvo daga...
en sumt blautt í farangrinum og fljótt að vera þyngra með því...

Við vorum tuttugu og eitt sem héldum hópinn út dalinn klukkan 8:53 á hvítasunnumorgninum...

og freistuðum þess að fara að Morsárlóni til að skoða skriðjökulinn í nærmynd og komast yfir ánna...
...til að ná öðruvísi gönguleið en inn dalinn í byrjun helgarinnar...

Veðrið með besta móti þennan þriðja og síðasta dag... og mjög létt yfir fjöllunum svo við fengum smá svekk og hugsuðum hvort þetta hefði átt að vera uppgöngudagur á Miðfellstind... en það dugði stutt og dimmdi aftur yfir efstu tindum svo við gátum hætt að svekkja okkur á því ;-)

Kennileitið að lóninu... björgin tvö í beinni línu frá tjaldstæði að lóni...

Björn var brattur þrátt fyrir mest krefjandi gönguferð sem Toppfarar hafa lagt í...

Ofurmennin í Fjallhress... hin fjögur fræknu voru ekki lengi að ná okkur
en við lögðum fyrr af stað þar sem við vissum að okkar stóru hópur færi hægar yfir...

... enda voru svona björg ein af mörgum afvegaleiðingum á leiðinni...

...en við vorum bara að njóta og ekkert að stressa okkur ;-)

Sólin leit við öðru hvoru þennan dag og sólarvörnin kom sér vel eftir jöklagönguna deginum áður...

Þessi leið þriðja dagsins reyndist hreint ævintýri sem fullkomnaði helgina...

...og sannaði vel fyrir okkur að það er greinilega hægt að ganga þrjá daga í röð með allt á bakinu tvo daga
við mismikinn svefn tvær nætur á fremur "krefjandi tjaldstæði"...

Morsárdalur og Kjós renna okkur seint úr minni eftir þessa fögru útivistarhelgi...

Veðrið jafn dásamlegt á þessum þriðja degi og hina tvo...

...milt, hlýtt, lygnt og bjart þó lítið sæi til heiðs himins...

Farið var um hóla og lægðir... mosa og möl... læki og lón...

Gerður að mynda tjörnina með Skarðatinda að speglast í kyrrð flatarins...

Skaftafellsheiðarfjöll og Kristínartindar þarna hinum megin...

Hvílíkt myndefni...

Þetta var yndislegt... að ganga nokkurn veginn á jafnsléttu eftir stanslausan brattann í gær...

Þrjú góð tákn þessarar ferðar...; ísexin fyrir jökulinn, tjaldið fyrir útileguna og grjótið fyrir náttúrudýrðina...

Vor... sumar í lofti...

Speglun Skarðatinda...

Birkið og grjótið í Morsárdal...

Brátt vorum við komin að Morsárjökullóni... sem tekur nú við vatni úr hæsta fossi landsins, Morsárfossi, sem tók titilinn af Glym árið 2007
með því að mælast í heilum 30 lendarmetrum í ofangreindu "grjótflóði" en Gylfi sendi líka þennan tengil:
http://www.lovethesepics.com/2013/04/wondrous-waterfalls-in-iceland-60-pics/

Allir á myndavélinni...

Það var styttra og léttara en áhorfðist og óskaplega fallegt að ganga að Morsárlóninu...

...sem var fagurt og friðsælt...


Sigga Sig., Ágúst, Gunnar, Ósk, Ingi, Heiðrún, Anna Sigga, Bestla, Björn Matt., Örn og Bára.
Irma, Gerður, Lijla Sesselja, Gylfi, Ástríður og Björn Hermanns.

Enn ein hópmyndin... að þessu sinni eingöngu af Toppförunum sautján sem héldu hópinn síðasta daginn
 við lón Morsárjökuls sem sést hér í baksýn, svar-grýttur eftir jarðfall í tonnavís...
þar sem lengsti foss landsins myndaðist í fyrra og kemur eingöngu í leysingum...
tekin án Fjallhressu samferðamannann okkar fjögurra sem lokkuðu okkur með sér að lóninu þennan dag...

Fjögur Fjallhress sem öll eru í toppformi og dúndurgóðir göngumenn ;-)
Skúli - Róbert - Kári valur - Fríða.

Smá rigningardropar komu þarna við brottför frá lóninu... en það var of hlýtt til að fara í regnfötin og best að vona að þetta yrði ekki neitt frekar en í fyrr skiptin þessa helgi þar sem það virtist svo oft vera að fara að rigna en aldrei varð úr einu né neinu...

Við vorum á tignarlegum slóðum sem aldrei gleymast...

Morsárlón á hér með sinn stað í hjarta okkar eftir friðsæl kynni...

Flottar fjallakonur að ganga með jökullóni á aðra hönd og fallegar grænar mosagrónar hlíðarnar ofar... ekta Ísland...

Súld utar í dalnum... skyldi hann rigna... en hann gerði það aldrei !

Morsá... ekki brúuð efst við lónið eins og áður fyrr... brúin farin enda erfitt að viðhalda brú svona ofarlega...
ekkert annað í boði en vaða á táslum eða vaðskóm...

Ekki allir með vaðskó enda búið að gefa út að það bæri brúað yfir inn dalinn sem var rétt þá leiðina sem farin var á föstudaginn... en þessi óvissuferð vissi ekkert um slík loforð enda voru flestir með kvöldskóna sína meðferðis fyrir náttstað og nýttu þá... góð lexía greinilega að vera alltaf með vaðskó með sér í óbyggðaferð óháð yfirlýsingum um vöð eða ekki vöð á leiðinni... maður veit aldrei hvað á vegi manns verður... sérstaklega þegar í för er hópur sem alltaf er til í að fara nýjar leiðir... ;-)

"Jökulköld" en eiginlega ekki mjög köld heldur hálf "upphituð" af lóninu í blíðviðrinu sögðu menn...
þrátt fyrir ísinn fljótandi í lóninu eða hvað...? ... og fóru ýmist á táslum, vaðskóm eða gönguskóm yfir...

Eðalmennirnir Björn Matt og Ágúst fóru á táslunum þar sem engir voru vaðskórnir en létu sig hafa það ;-)

Mikið var frískandi að bleyta táslurnar og þurrka þær og hita þær aftur með sokkum og skóm...

Hið hressandi fótabað gaf okkur orku fyrir síðustu kílómetrana út dalinn...

Eftir ánna tók skógarstígurinn við meðfram ánni neðst í hlíðum Skaftafellsheiðar og við vorum himinlifandi yfir að hafa lagt í þessa leið
því hún gaf allt aðra upplifun en inn dalinn og mun léttari yfirferð...

... gegnum ilmandi vaknandi birkið á köflum...

... meðfram árbakkanum...

Litið til baka...

Ansi fallegt á köflum...

... sums staðar er áin búin að sópa sig inn bakkann og stígurinn endar í engu og hefur færst ofar...

... kræklóttir kaflar þar sem við týndum okkur í dýrðinni...

Sjá tréð úti í læknum...

Ágúst tók magnaðar myndir í þessari ferð eins og fleiri ljósmyndarar hópsins...

Litið til baka - Meingilið þarna skýrt og tindar Miðfells enn í skýjunum og áfram munaði óskaplega litlu...

Við nutum dagsins og tókum nestispásur og myndatökuspásur eins og enginn væri morgundagurinn...

Táslumynd í safn Toppfara...

Áfram um skógarstíginn eftir nestið...

En brátt vorum við komin að neðri brúnni sem við áðum við tveimur dögum fyrr...

Gaman að hafa farið um allar "þrjár" brýr Morsár ;-)

Litið til baka inn Morsárdal frá brúnni...

Við brúnna er hægt að halda áfram skógarstíginn sem þarna beygir upp aá Skaftafellsheiðina en við lögðum ekki í hana þar sem sú leið er eflaust illfærari með fyrirferðamikla bakpokana ...fyrir utan bekkurnar sem okkur hugnaðist ekki með 15 - 20+ kíló á bakinu ;-)

Sandurinn víðveðmur...

Litið til baka að brúnni...

Gerður ofurkona að mynda Morsárdalinn sem hún var afskaplega ánægð með að ganga loksins inn með... það var heiður að fá að fara með þessa konu þarna inn eftir... konu sem gengið hefur um allt Ísland að manni finnst... meðal annars um Núpsvötn sem þarna sjást handan Skeiðarársjökuls í marga daga með allt á bakinu með Ferðafélagi Íslands fyrir mörgum árum...

Litið til baka til síðustun tveggja manna... Bára og Björn Matt.

Síðasta kaflann út dalinn hittum við Torfa og Ásdísi hjá Arctid Adventures sem ætluðu að hjóla inn að lóni...
n líklega fóru þau þá ekki skíðandi niður af Dyrhamri þennan dag... ath.

Það var straujað síðasta kaflann í steikjandi sól á köflum...

Komin að syðri brúnni...

Björn var ofurmenni að klára þessa ferð svona beint eftir vorpróf í sagnfræði HÍ og önnur verkefni lífs síns þessa dagana...

Lending í Skaftafelli eftir 11,5 km á 4:28 klst. frá 189 m hæð niður í 108 m með um 20 m hækkun eða svo þennan dag...
...sem þýddi alls
36,9 km í heildina þessa helgi ;-)

Knús, fataskipti, viðrun, pakkað... og lagt af stað í bæinn með viðkomu í Systrakaffi hluti af hópnum
en aðrir áttu erindi í bænum og fóru greiðar heim á leið...

Stelpurnar ákváðu að vigta herlegheitin eftir gönguna...

Irma bar 17,5 kg...

Gunnar tók þennan stein með sér síðustu kílómetrana... hann var eins og smækkað kort af svæðinu...

Gangan í heild - 36,9 km allt í allt.

Gangan eingöngu upp á Miðfellstind á degi tvö - 13,8 km á 12:23 klst.
upp í 1.446 m með 1.550 m hækkun alls miðað við 189 m upphafshæð...

Gangan inn Morsárdal frá Skaftafelli um Bæjarstaðaskóg að Kjósarmynni á degi eitt...
alls 11,6 km á 3:31 klst. upp í 189 m með 90 m hækkun miðað við 108 m upphafshæð.

Gangan út Morsárdal um Morsáralón og meðfram Skaftafellsheiði í Skaftafell...
alls 11,5 km á 4:43 klst. niður í 108 m með 20 m hækkun miðað við 189 m upphafshæð eða svo ;-)

Hjartansþakkir elsku vinir...

fyrir helgarævintýri sem gaf okkur enn einn framandi fjársjóðinn í minningabankann
og reynslubankann þar sem við upplifðum margt nýtt þessa helgi
sem blæs okkur byr í brjóst fyrir frekari óbyggðaævintýri
því það er greinilega endalaust hægt að uppgötva nýjar perlur í ævintýraheimi Íslands...
... og allt hægt ef maður bara leggur í hann og lætur sig hafa það ;-)

Sjá allar myndir þjálfarar hér: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T93MiFellstindurOgMorsardalur17_190513

... að ekki sé talað um dýrindismyndir leiðangursmanna á fésbók ;-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir