Tindferð 92 miðvikudaginn 1. maí 2013
Dalsmynnisfell - Svartafjall - Snjófjall - Skyrtunna
Snæfellsnesi
 


Svartafjall - Snjófjall - Skyrtunna
Alvöru vetrarferð
um sjaldfarnar slóðir í alpakenndu landslagi
þar sem vetur og sumar tókust stanslaust á
í fallegu síbreytilegu veðri og skyggni

Kröfuganga Toppfara í ár var á þrífjöllin svokölluðu á Snæfellsnesi...
fáfarin fjöll sem rísa norðan Hafursfells, austan Ljósufjalla og vestan Hrútaborgar og Tröllakirknanna þriggja í austri...

Kalt var í veðri, hægur vindur á köflum og bjart að mestu...
þó það gengi á með éljagangi og hvössum vindhviðum í fjallaskörðum...
og það yrði funheitt á köflum þegar sólin náði sér á strik á skjólstæðum stöðum...
Það er erfitt að lýsa síbreytilegu veðrinu þennan dag... nema ef vera skyldi stanslaus slagur veturs og sumars
þar sem veturirnn hafði vinninginn en sólin vann ;-)


Jóhanna Fríða, Irma og Sigga Sig... þrjár af toppgöngumönnum klúbbsins sem margsinnis hafa látið sig hafa það í erfiðustu göngum sögunnar
og létu ekki sitt eftir liggja þennan dag...

Loksins fengum við alvöru tindferð... menn voru sko til í alvöru fjallaferð þennan dag... þjálfarar nefnilega farnir að hafa áhyggjur af því að færni hópsins til að takast á við göngu sem skilaði mönnum úrvinda til byggða væri að gleymast... en þeir sem mættu þennan dag sýndu og sönnuðu svo ekki var um villst að menn hafa engu gleymt...

Dásamlegt skyggni þennan dag og himininn síbreytilegur með sólríkum léttskýjum sínum og éljagangi inni á milli...
þetta var einn af þessum dögum þar sem himininn bauð ekki upp á síðra landslag en jörðin sjálf...

Þjálfarar hringdu í Svan, bónda á bænum Dalsmynni til að fá leyfi til að ganga um landið...
þeim sama og við hittum á leið á Hafursfellið í fyrra...
en bóndinn sá heldur úti skemmtilegri bloggsíðu: http://dalsmynni.123.is/

Dalsmynnisbóndinn sagði lítið í Núpánni... en við lögðum ekki í að stikla yfir hana og fundum þessa líka fyrirtaks stíflu til að komast yfir...
en við mælum ekki með göngu þarna um heldur heillavænlegast að fara yfir brúnna á veginum áður en komið er að bílastæðinu...

Heldur bratt og illfært að stíflunni enda ekki ætlað til göngu...
en þetta gaf tóninn fyrir verkefni dagsins... bratt og krefjandi var það ...

Þarna reyndi meira segja aðeins á lofthræðsluna hjá sumum... ;-)

Dalsmynnisfellið í baksýn.

Jú, í þessu veðri og færi ákváðu þjálfarar að næla sér í Dalsmynnisfell í leiðinni...
Núpudalur skyldi genginn í bakaleiðinni þar sem köld jörðin gaf gott færi inn eftir að Þrífjöllunum...

Hafursfellið ægifagurt í vestri og við rifjuðum upp mergjaða tindferð þangað síðasta haust: http://www.fjallgongur.is/tindur84_hafursfell_220912.htm... og var ein af mörgum tindferðum sem dræm mæting var í og olli því að þjálfarar enduðu á að ákveða að hafa eingöngu eina tindferð í mánuði til að ná nægri þátttöku...
sem sýnir sig að virðist ganga vel því frábær þátttaka hefur verið í tindferðirnar síðustu mánuði
eins og þennan kröfugöngudag með 34 manns mættum...

Uppi á Dalsmynnisfelli sem mældist 294 m hátt blöstu Þrífjöllin við í norðri...

Í austri blasti Hrútaborgin við og tindarnir í Kolbeinsstaðafjalli sem við gengum á fyrr í vetur í magnaðri, fámennri ferð..
en Tröllakirkjan í Kolbeinsstaðafjalli er eina kirkjan sem við eigum eftir á Vesturlandi...

Fyrsti Þrífjallatindur dagsins... Svartafjall sem er hnúkótt og klettótt en ágætlega fært að sjá...

Hvílíkur dýrðarinnar dagur...

Færið glimrandi gott... nógu kalt og hart til að strauja yfir heiðina að fjallsrótum...

Einhver ullarþæfingur að angra myndavélina sem skemmdi sumar myndir dagsins því miður...

Við rætur Svartafjalls fengum við okkur fyrstu nestispásu dagsins í góðu skjóli áður en lagt var í hann...

Færið fljótlega orðið ansi hált og menn komnir á hálkubroddana... svo með ísexina í hönd...
og brátt fengu jöklabroddarnir að komast í notkrun...

Þá búin að þrjóskast við fyrstu brekkuna sem er dæmigert að gera of lengi þegarhálkubroddarnir eru annars vegar... en það er alltaf spurning hvenær skal skipta yfir því það er líka slysahætta af jöklabroddunum, þreyta og aukin tíðni blöðru og sára á fætur ef gangan er löng á þeim...
og menn gjarnir á að detta frekar á broddunum...

En það var sannarlega kominn tími á jöklabroddana þarna á miðri leið... sumir með eigin brodda, aðrir fengu lánað eða leigt..

Sumir ansi gamlir en stóðu vel fyrir sínu en einhverjir voru þó til vandræða
þar sem festa þurfti þá aftur reglulega svo reyndi á þolinmæði þeirra sem í því stóðu...

Þjálfari fór yfir broddanotkun, ísaxarnotkun og ísaxarbremsu og best hefði verið ef við hefðum öll getað æft ísaxarbremsuna en þjálfarar vissu sem var að gönguleið dagsins var löng og því gáfum við okkur ekki tíma til þess... en þjálfarar ákváðu með sjálfum sér að næsta vetur skyldi ein þriðjudagsæfingin vera brodda- og ísaxaræfing... og ekki spurning að fara eina brodda- og ísaxartindferð árlega hér með ofan á jöklagöngurnar á vorin...

Jaxlar klúbbsins voru í essinu sínu og fengu allt sem þeir vildu í þessari ferð...
bratta, hálku og krefjandi veður innan um magnaða veðurdýrðina sem lengstum ríkti þennan dag...

Sjá éljaganginn sem gekk reglulega yfir svæðið og hvarf jafn hratt og hann kom...

Komin á hæstu brúnir Svartafjalls...

Ekkert að finna á veraldarvefnum um fyrri göngur manna á Svartafjall
og bóndinn í Dalsmynni vissi ekki til þess að menn væru að ganga almennt þar um...

Mögnuð fjallsbrún sem gaf vítt útsýni í allar áttir...

Tindurinn kleifur og flottur en ósköp lítið pláss á honum...

Það var eins gott að skiptast á og gera eitthvað annað meðan menn röðuðu sér þarna upp...

Flestir vildu mynd af sér á tindinum...

Ekki annað hægt en að staldra við og njóta útsýnisins...

Dásamleg stund á tindinum og allir glaðir...

Útsýnið af tindinum til vestnorðvesturs:

Skyrtunna vinstra megin á mynd og Snjófjall hægra megin... hinir tveir tindarnir sem gengir voru þennan dag
fyrir utan sjálft Dalsmynnisfellið sem varðar uppgönguleiðina í suðri og við byrjuðum á...
... og fjallið Hestur sem er lengst til hægri og við stefnum á að sumarlagi einn daginn...

Útsýnið til norðausturs að botni Breiðafjarðar...

Björn og Bestla að fá mynd af sér á tindinum...

Hinir komnir á vestari tind Svartafjalls með Skyrtunnu og Snjófjall í baksýn...

Nærmynd af Skyrtunnu vinstra megin við hópinn... uppgönguleiðin sem úr varð beint upp hrygginn hérna megin...

Nærmynd með Snjófjallið hægra megin og mjóan hrygginn sem við áttum eftir að þræða okkur eftir...

Ullin því miður að trufla myndavélina... ef þetta er ull þarna á linsunni...

Litið til baka frá vestari tindinum á hópinn að fóta sig upp hæsta tind Svartafjalls...

Vinirnir Kjartan og Jóhanna Karlotta á tindinum...

Gerður fjallakona með meiru á tindinum en konan sú getur allt og fer allt...
Dýrmæt fyrirmynd okkar allra þar sem gleði og jákvæðni er hennar aðalsmerki
og hún hefur margsinnis sýnt okkur að með það tvennt að vopni eru manni bókstaflega allir vegir færi...

Hryggurinn á Svartafjalli til austurs... illfær eða ófær...
og ástæða þess að þjálfarar sniðgengu austurhlíðina sem lá beinast við að fara upp frá Dalsmynnisfelli
og völdu suðvesturhlíðarnar frekar þar sem þær virtust vel færar...

Síðustu menn að skila sér ofan af hæsta tindi með hópinn nánast allan kominn yfir á vestari tindinn...

Örn leitaði að góðri leið niður af Svartafjalli um vesturhrygginn... jú fín leið þarna niður þó bratt væri í mjúkum snjónum...

Eigum við ekki að taka hópmynd hérna...?

Hjölli og Dimma með fjallið Hest í baksýn...
Dimma var ferfætlingur ferðarinnar og ekki í fyrsta sinn fararstjóri sem sá um allt eins og herforingi...
Minnti okkur á tindferðina í fyrra á uppstigningardegi í maí um Flekkudal þar sem Dimma blómstraði:
http://www.fjallgongur.is/tindur77_flekkudalur_170512.htm

Jú, tökum hópmynd, sólin komin og útsýnið magnað...

En við vorum of sein... skugginn kominn og erfitt að greina göngumenn í sundur
en við náðum þó björtu yfir landslaginu framundan í baksýn hópsins...
... og tókum betri hópmynd seinna í ferðinni en misstum þar líka af sólinni reyndar ;-)

Ofan af Svartafjalli var haldið á Snjófjall um brattar snjóbrekkurnar
með Skyrtunnu Baululaga í austri og Ljósufjöllin skýlaus með öllu ásamt félögum sínum...

Nærmynd til Ljósufjalla sem voru óskaplega fögur að sjá þennan dag í vetrarbúningnum...

Þessi dagur var veisla fyrir ljósmyndara hópsins...

Séð neðan frá fremsta manni...

Og ofan frá aftasta manni... Hafursfellið í baksýn og Tvíhnúkar hægra megin... en þeir eru frekar reyndar fjórhnúka...
En Anton stakk upp á að við færum um þá og hluta af Hafursfelli í bakaleiðinni... sem hefði verið hægt í minni, mun  hraðskreiðari hópi...
en þetta var meira en nóg verkefni, þessir þrír plús einn tindar dagsins...
við förum bara aðra ferð á Hafursfellið, Tvíhnúka og kannski þá Hest í leiðinni... að sumarlagi um vestanverðan Núpudal...

Flestir voru að taka á stóra sínum í þessari ferð hvað erfiðleikastig varðar...
og nokkrir að stíga í fyrsta eða annað sinn á brodda með ísexi í hönd...


... svo lærdómur ferðarinnar var mikill enda jafnaðist hún á við krefjandi jöklagöngu að vori til...

Neðan við vestari hnúkinn á Svartafjalli biðu ísilagðir klettarnir...

... sem töfðu öftustu menn við myndatökur...

Magnað landslag og skyggni þar sem sólin ljómaði... þegar skýin létu hana í friði...

Alpakennt yfirbragð sem minnti okkur ekki á neitt annað en árlegu jöklagöngurnar við Vatnajökul í maí...

Skínandi góð æfing fyrir Miðfellstind eftir rétt um tvær vikur...

Við þurfum að finna fleiri svona leyndardómsfull fjöll sem leyna á sér...

... og fáir hafa farið um...

 ...ekkert eins skemmtilegt og að láta koma sér á óvart á fjöllum ;-)

Útsýnið til suðurs að Hafursfelli og Tvíhnúkum...



Nærmynd af Hafursfelli með hrynjandi skýjunum fyrir ofan...

Jú, við áttum erindi við tvö önnur fjöll þennan dag... það var ráð að halda áfram...

Litið til baka um vestari hnúk Svartafjalls...

Snjófjallið saklaust að sjá í samanburði við Skyrtunnu.. . en leyndi sannarlega á sér...

Lítið virðist vera gengið á Svartafjall og Snjófjall...
og ekkert til á veraldarvefnum um göngur á þessa tinda nema af síðu Toppfara...

Báðir þessir tindar eflaust færir að sumarlagi...

...og gullfallegir að "vetrarlagi"...

Það var erfitt að slíta sig frá dýrðinni og halda áfram...

Eftir Svartafjall var haldið upp á Snjófjall...

Sem stóð undir nafni og sendi skyndilega... í miðri sólarbongóblíðunni milli fjalla á okkur snjókomu...
sem hvarf jafnhratt og hún kom nokkru síðar...

Virtist mjög greiðfært að sjá úr fjarska...

... en reyndist aðeins eggjaðra en áhorfðist þegar nær dró...

... og bauð upp á þennan líka flotta hrygg eftir öllum tindinum...

... sem flestir nutu að ganga eftir endilangt...

Snarbratt norðan megin niður fannhvítar brekkurnar út á heiðina og enn norðar alla leið út í sjó...

Síðustu mönnum leist ekki á blikuna...

...og því fórum við öll sem aftast vorum til hliðar með hryggnum efsta hlutann...

... á meðan hinir voru ekki lengi að koma sér yfir...

... enda mjúkur snjór og flestir orðnir öllu vanir eftir stanslaust brölt á þriðjudögum...

Færið gat ekki verið betra þennan dag...

Best að koma sér niður í skjól að borða...

Eftir hrygginn fengum við okkur nesti númer tvö...

...og enduðum matartímann í sól og blíðu...

... þar sem tekin var mynd af fánaberum dagsins... Jóhönnu Fríðu, Súsönnu, Lilju Sesselju og Vallý...

Skyrtunna birtist aftur skýr og árennileg í sólinni...

Jú, við ætluðum að láta slag standa úr því veðrið fór ekki versnandi og það gekk bara á með stuttum hryðjum...

Södd og sæl eftir tvo flotta tinda lögðum við á ráðin um Skyrtunnu...

Eina færa leiðin sem við vissum um var vestan megin... en þjálfarar höfðu vonast til að komast upp austan megin til að einfalda yfirferðina... en voru fallnir frá því úr því göngufærið var svona þennan dag þó það væri ansi freistandi þar sem þverun í hliðarhalla yfir á vesturhlíðar var ekki mjög spennandi eftir erfitt bröltið á fyrri tinda dagsins...

Skyndilega birtust tveir ernir sem flugu yfir okkur og voru greinilega að skoða leiðangurinn sem þarna þvældist um...

Algerlega magnað að sjá þessa stóru fugla yfir okkur - mynd tekin með engan aðdrátt.

Útsýnið til norðurs í Breiðafjörð um Stóra Langadal...

Litið til baka upp síðustu brekkuna á Snjófjalli...

Á milli Snjófjalls og Skyrtunnu kom hávaðarok í skarðinu eftir lognið í skjólinu... sem var dæmigert fyrir veður þessa dags...
andstæðurnar skiptust á eins og í borðtennisleik...

Myndatökuefni dagsins var ótæmandi fallegt ;-)

Útsýni til suðurs að Hafursfelli og félögum norðan megin þess með éljagangi að færast yfir...

Fjallið Hestur... heldur saklausara hér og uppgönguleið líklega fyrir miðju... en þetta leynir á sér þar til nær er komið...

Litið til baka frá fremstu mönnum á hópinn að skila sér niður af Snjófjalli...

Fremstu komnir yfir skarðið og öftustu á leið að skarðinu...

Thomas og Stefán?

Jú, það var ágætt rok þarna í skarðinu...

Síðasti tindurinn eftir og sá þekktasti og fjölgengnasti...

Þetta leið vel út... við ætluðum að fara með hlíðinni og upp vestan megin en færið var ekki upp á það besta fyrir slíkt...

Skyrtunna er brött og fögur að sjá... líka í nærmynd...

... en þetta gekk mjög vel...

Þétt á smá kafla upp snjóhengju í skarðinu...

Litið til baka með Snjófjall og Svartatind í baksýn...

Hestur aftur séður úr skarðinu... vestanstæðari en fyrr um daginn...

Svona lét sólin... kíkti bara endrum og eins niður... á þessu augnabliki akkúrat á báða fyrri tinda dagsins ;-)

Við sáum fína uppgönguleið í austurhlíðum sem við ákváðum að prófa þar sem vesturhlíðin var ekki beint í seilingarfjarlægð...
...hún gæti varla verið mikið betri en þessi hvort eð var...

... og það reyndist rétt...

Þetta gekk glimrandi vel...

Smá brölt á köflum en aðallega róleg halarófa upp þéttar brekkurnar...

Komin langleiðina upp og síðasta brekkan eftir...

Jóhanna Fríða, Gerður, Valla, jón, Guðmundur, katrín og Vallý...

Efsta brekkan upp... þetta var brattara en sýnist á mynd...

Þarna efst sneru fremstu menn við... komnir í 954 m hæð þar sem færið var orðið víðsjárvert... hjarn ofan á lausasnjó á mjóum, bröttum hryggnum efst... neðstu menn komust í 920 m hæð en Skyrtunna er sögð 956 m há og fyrri leiðangrar hafa ekki komist alla leið upp á tindinn þar sem hann er mjög brattur klettarimi allra efst...

Við snerum því sátt við enda orðið að þrekraun í lokin
og þessi þó þetta langa uppganga var framar vonum í þessu göngufæri og veðri...

Nærmynd af efstu mönnum sem nokkrir gengu alla leið upp áður en þeir sneru endanlega við...

Það þýddi ekkert annað en vera sáttur...

Af tvennu var betra að snúa heil heim...

Heldur lengdist milli fremstu og síðustu manna þennan kafla til baka og hér biðu menn í ísköldum vindinum sem var heldur erfiður...

Þjálfari vildi hins vegar ekki skilja allra síðustu menn eftir þarna efst uppi...

En loksins skiluðu þeir sér, takk þeir sem þarna hjálpuðu til ;-)

Og við straujuðum niður í dalinn, skjólið og sólina sem tók á móti okkur beint í fangið...

Fegurð þessa dags var ósvikin...

Þetta var þétt og fallegt á leið niður...

... um fjallasal sem er eflaust flottur að sumarlagi líka...

... en var ansi greiðfær í ekki of mjúkum snjónum...

Komin áleiðis niður Núpudal með Hafursfellið og Tvífjöllin á hægri hönd...

Litið til baka með Skyrtunnu í baksýn...

Ansi glæsilegt fjall... gengum við virkilega þarna upp hægra megin...?

Jú, áfram skyldi haldið austan megin í dalnum sem var fljótlegasta leiðin í bílana að mati þjálfara þó það hefði verið mjög gaman að fara vestan megin, en tíminn og þreyta hópsins sagði okkur að best væri að koma mönnum sem léttast til baka...

Ljósufjöllin í vestri voru tignarleg...

Síðasta nestispásan...

...í brakandi góðri stemmningu og fallegu veðri...

Útsýnið úr nestispásum okkar er heilt safn út af fyrir sig...

Sólin bakaði okkur og auðvitað vildum við þá taka eina hópmynd með Skyrtunnu í baksýn...

... en við vorum of sein... hún var farin... en það var engu að síður gaman að fá myndina með fjallið í baksýn...

Leiðangursmenn dagsins:

Efri: Guðmundur, Björn H., Guðmundur Víðir, Ísleifur, Stefán, Arnar, Guðrún Helga, Anton, Jón, Sigga Sig., Anna Sigga, Jóhannes, Örn, Guðlaug, Ósk, Thomas, Lijla Sesselja, Súsanna og Jóhanna Fríða.
Neðri: Gerður J., Svala, Katrín Kj., Valla, Vallý, Anna Jóhanna, Kjartan, Brynja, Irma, Ástríður, Gylfi og Bestla
en á mynd vantar Jóhönnu Karlottu og Hjölla sem sneru fyrr við - Bára tók mynd og Dimma gætti hópsins.

Nokkrir kílómetrar eftir að bílunum...

Björn náði í hitabrúsann sinn sem rann niður brekkuna ;-)

Brátt tók mosinn við...

Litið til baka... þetta var ægifagurt...

Vallý og Svala í hrókasamræðum...

Við gengum um Geithellistungur niður með Hvíthlíð og svo Rauðgili niður í Núpudal

Jebb, Skyrtunna er glæsilegt fjall...

Hrútaborg og Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli...
það var gaman að rifja upp fyrri göngur okkar á fjöllin allt um kring...

Áfram gekk á með éljagangi í grennd en ekki á okkur...

Núpudalur var friðsæll og fagur...

...vígvöllur sumars og veturs...

Litið til baka á fjöll dagsins þar sem rétt glittir í Snjófjall bak við Svartatind...

Við urðum að koma okkur yfir Núpánna...

... ekkert mál...

Tvíhnúkarnir norðan við Hafursfellið... ætli nafnið eigi við þessa tvo en ekki fleiri tinda þarna?

Síðdegissólin farin að varpa skuggum á landslagið og heiðskír himininn tók við á láglendinu...

Sumarið er alveg að koma ;-)

Komin út dalinn og menn fóru annað hvort með gljúfrinu eða um hæðina ofan við bílastæðið...

Sömu hestarnir og heilsuðu upp á okkur á Hafursfellinu í fyrra kinkuðu kolli...

Og við enduðum 18,3 km göngu á 9:15 - 9:35 klst. göngu upp í 294 m hæð á Dalsmynnisfelli,
50 m á Svartatjalli, 887 m á Snjófjalli og 954 m á Skyrtunnu með 1.580 m hækkun alls miðað við 54 m upphafshæð.

Mergjuð ferð sem jafnast fyllilega á við krefjandi jöklagöngu...
með tærum snilldargöngumönnum sem allt geta þegar á reynir...
 og nutu þess að láta reyna vel á sig... utan við þægindarammann þegar best lét...
á göngu sem gaf okkur dýrmæta reynslu og innlegg í æfingasafnið fyrir komandi ævintýri sumarsins
á Miðfellstind í maí... Laugaveg á einum degi í júní... og Hornstrandir í júlí... ;-)

Sjá slóðina á gps af göngu dagsins í heild.

Nærmynd af gps-slóðinni á Skyrtunnu:
Græna línan er slóð af Wikiloc frá Leifi Hákonarsyni þar sem farið er vestan megin upp...
og ekki alla leið á tindinn þar sem brattur klettarimi er allra efst.
Gula slóðin er okkar ganga þennan dag þar sem Örn og fremstu menn sneru við og hópurinn fyrir aftan.

Sjá allar myndir þjálfara hér: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T92SvartafjallSnjofjallSkyrtunna010513
og magnaðar myndir leiðangursmanna á fésbó
k.
 Gullfallegar myndir Thomasar hér:http://thomasfle.smugmug.com/Toppfarar/Svartafjall-Snj%C3%B3fjall/29216274_s4qF5Q#!i=2489744568&k=VvMvNt2
Myndir Gylfa hér:

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir