Tindferð 48 - Grjótárdalur Skarðsheiði laugardaginn 8. janúar 2011
Nýársganga Toppfara árið 2011 var krefjandi við hörku vetraraðstæður á suðaustanverðri Skarðsheiðinni þar sem vel reyndi á menn og búnað í bítandi frosti frá -10 og upp í allt að -24°C skv vindmælingartæki Inga, nöprum vindi á köflum og fljúgandi hálku mest alla leiðina... og bókast hún með erfiðari göngum í sögu klúbbsins... Fegurðin var ólýsanleg... Lagt var af stað í kuldalegum vindnæðingi og myrkri úr Eyrarskógi... gengið á Kamb í rökkri og sólarupprás... upp á heiðina á Hádegishyrnu og Miðkamb í meginhrygg Skarðsheiðarinnar í björtu þokumistri og loks um hrikalegan hrygginn á Miðfjalli niður á Eyrarkamb til baka þar sem sólin lýsti gegnum skýjaþokuna í öllu sínu appelsínugula veldi vetrarins á dolfallna göngumennina þar sem þeir fikruðu sig í hálkunni síðasta kaflann umvafin tignarleika sem á sér fáan líka... Skjálfandi af létti þegar hryggnum sleppti en ekki síður skjálfandi af gleði yfir afrekinu sem var að baki klöngruðumst við áfram niður Eyrarkambinn þar sem krefjandi gönguaðstæður héldu okkur áfram vel við efnið niður grýttar og hálar brekkurnar í sólsetri, svo rökkri og loks myrkri þar sem loksins var hægt að anda léttar og slaka á eftir rúmlega 8 klst. göngu... í sama myrkrinu og vindnæðingjum og ríkt hafði við bílana þegar við lögðum af stað um napran mogruninn með enga hugmynd um hvers lags töfrar biðu okkar... -------------------------------------------
Lagt
var af stað
kl.
9:36
í rökkri sem vék óðum fyrir dagsbirtu sólarinnar sem
átti enn eftir einn og hálfan tíma í upprás
Þetta var kuldalegur morgunn...
Næðingur
á malarstæðinu og
myrkur
Grjótárdalurinn fyrir framan okkur með kambana sem
gengnir skyldu þennan dag
Birtan
kom hratt í takt við hópinn sem óðum hækkaði sig upp
á
Kamb...
fyrsta tind dagsins
Hálkan jókst með hverju skrefinu upp brekkurnar og fljótlega voru menn farnir að fóta sig í mosa og grjóti innan um hálkubletti. Myndband frá Erni: http://www.youtube.com/BaraKetils#p/a/u/6/hbQXUneIzUs
Litið
til baka niður í mynni
Grjótárdals
með
Eyrarskóg
í fjarska við ánna
Grjótá
Menn að gera sig klára eftir fyrstu matarpásu dagsins en hér fóru margir í keðjubroddana að ráði þjálfara þar sem ofar biðu okkar hryggjarsprænur með tilheyrandi hörðum snjósköflum í brekkunni austan megin sem yrðu að öllum líkindum erfiðir yfirferðar.
Á Kambshorni tók ísinn völdin...
Uppi á
Kambi reis hryggurinn inn að heiðinni
eða að "meginlandi" Skarðsheiðarinnar
Framundan hér er fyrri grjóthryggur Kambs.
Hérna
fóru þeir í
keðjur eða brodda
sem ekki voru búnir að
járna sig.
Stefán Alfreðs í fararbroddi ofan á fyrri hryggnum með hópinn í baksýn. Ágústa, Kári Rúnar, Kjartan og Súsanna fremst og svo hópurinn.
Grjótið orðið ísilagt og skaflarnir að verða ansi harðir með vaxandi hæð og tilheyrandi kulda.
Seinni hryggurinn á Kambi sem lét aðeins hafa fyrir sér...
Hér var snjóskaflinn gegnumfrosinn sem og jarðvegurinn í kring og við vorum komin í umhverfi þar sem keðjubroddarnir töluðu tungumálið... Búnaður sem var framandi fyrir suma í hópnum þar sem lítið hefur reynt á þá í vetur en aðrir vanir hálkugormunum og jöklabroddum.
Skyndilega rann Ágústa af stað niður stuttan en harðan snjóskaflinn nokkra metra og Kjartan sem var í sinni fyrstu göngu með hópnum á eftir henni til björgunar, en hvorugu varð meint af sem betur fer... ekki heldur nýju dúnúlpunni hennar Ágúst sem var fyrsta áhyggjuefnið hjá henni sjálfri;-).. en sálartetrið var slegið og sumir urðu smeykir eftir þetta óhapp enda óþægilegt að sjá hversu auðveldlega og snögglega hægt er að missa stjórn á aðstæðum þegar hálkan tekur völdin. Gárungar hópsins í gleðimennsku sinni voru hins vegar ekki lengi að snúa þessu upp í allar tegundir af hlátursefni og Kjartan fékk það óþvegið... en stimplaði sig þar með inn í hópinn af stakri prúðmennsku.
Eftir óhappið gekk flestum svo vel að fóta sig innar með klettunum og
fóru þar upp á hrygginn
Þónokkrir að fóta sig í fyrsta sinn á keðjubroddunum og ekki með mikla reynslu af hálkugormunum sem við höfum notast við síðustu þrjá vetur þar sem síðasti vetur var einstaklega mildur svo lítið reyndi á þá, svo það var ekki skrítið að þetta væri flókið í þessum bratta og hálku. Hérna þurfti að lúta lögmálum broddana og stíga þétt og jafnt til jarðar til að láta þá þekja yfirborð jarðvegarins svo þeir gætu unnið rétt - í stað þess að stinga áfram jarkanum á skónum í hliðarlínu eins og maður gerir í halla almennt þegar jarðvegurinn gefur eitthvað eftir og maður er eingöngu á skónum. Þegar upp var komið minntu þjálfarar á þessa reglu sem eingöngu lærist með æfingunni, að nota allt yfirborð broddana þegar gengið væri í halla, til að ná góðu gripi á göngunni og við ákváðum að taka broddaæfingu í matarpásunni sem beið okkar á Hádegishyrnu þar sem brekkurnar voru búnar í bili. Þegar á hólminn var komið voru svo engir skaflar þar og allt grýtt, svo sú æfing fór forgörðum því miður. Lítil þörf var á broddunu fyrr en komið var svo á hrygginn á Miðfjalli en þar var ekki hægt að taka æfingu þar sem ekki gáfust litlar og öruggar brekkur þar svo menn fengu sína þjálfun gegnum raunverulegar aðstæður hryggjarins og gafst sú reynsla vel enda eru raunverulegar aðstæður besta æfingin. Eftir á að hyggja hefði hluti hópsins hins vegar þurft að æfa sig betur á broddunum, þriðjudagarnir eru hugsaðir sem vettvangur æfinga fyrir tindferðirnar, bæði á líkamlegu formi en ekki síður búnaði, en góð veðurtíð og snjóleysi hefur gert það að verkum að ekki reynir á hálkubúnað fyrr en á háum fjöllum í tindferðum og í þessari voru aðstæður sérlega krefjandi. Þessi kafli í byrjun göngunnar var því góður til að koma mönnum í gírinnn en hefði í raun þurft að nýtast betur til æfingar þar sem við fengum ekki fleiri brekkur til að æfa okkur á fyrr en kom að hryggnum góða á Miðfjalli á síðasta kafla dagsins þar sem vel reyndi á en vel gekk þó.
Slegið var á létta strengi eftir þennan kafla og við hristum höfuðið yfir því hve við höfum haft það "allt of gott" síðasta ár hvað snjóleysi og veðurblíðu varðar en almennt voru menn fegnir og þakklátir með bæði krefjandi veður og krefjandi færi þar sem loksins væri á þá reynt fyrir alvöru.
Litið til baka ofan af grjótstallinum yfir hryggina með Kambshorn á Kambi lengst í fjarlægðinni. Svipmikið umhverfi þó ekki væri skyggnið betra en þetta... með sólina að koma upp gegnum skýjaþokuna.
Við tóku glæsilegir hamrarnir á Kambi sem rísa yfir Grjótárdal og skyggnið versnaði.
Sé gengið í blindahríð á svona kafla er nauðsynlegt að þekkja umhverfið og leiðina svo menn fari ekki fram af hengibrúnum og snjóhengjum sem mörg dæmi eru um í íslenskri útivistarsögu landpósta og annarra farandmanna sem fara þurftu yfir heiðarnar á hestum eða gangandi hér áður fyrr. Sjá örlagaríku atburðina á Snæfjallaströnd á nákvæmlega sömu slóðum og við munum ganga um í ágúst í ár þar sem landpósturinn fór fram af snjóhengju á Snæfjallaströnd og snjóflóð tók svo þrjá björgunarmenn á haf út þar sem þeir leituðu hans síðar um daginn - í jólablaði Morgunblaðsins 2010: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1361698&searchid=39fc2-089b-6f846 Og fleiri slys á svipuðum slóðum í sunnudagsmogganum 23. janúar.
Úlpur
og
loðhúfur
-
ullarnærföt
og
ullarvettlingar
-
primaloft
og
dúnn
-
belgvettlingar
og
lambhúshettur
-
skíðagleraugu
og
keðjubroddar....
Brátt
vorum við komin að hálsinum milli Kambs og
"meginlandsins"
Þjálfarar voru með
gps-punkt á honum ef skyggnið myndi
afvegaleiða okkur rangan veg
Nokkrar af lopapilsaskvísum Toppfara sem voru byrjaðar að umbreytast í ísdrottningar... Áslaug, Hanna (sem bíður eftir pilsi sem vinkona hennar ætlar að sauma!) , Lilja K., Ágústa og Heiðrún.
Stefán Alfreðs, Áslaug, Heiðrún, Ágústa, Sæmundur og Kári Rúnar... Geislandi göngugleðin skein í gegnum allan búnaðinn og ánægjan leyndi sér ekki á andlitunum... ef þau sáust á annað borð... Til marks um krefjandi veðrið þá var Kári kominn með húfu sem er sjaldgæf sjón ;-)
Gangan
yfir á
Hádegishyrnu gekk betur en þjálfarar áttu von
á þar sem hún er ansi drjúg
Hópurinn þéttur öðru hvoru og menn himinlifandi yfir að fá loksins alvöru vetrarævintýri...
Komin á Hádegishyrnu þar sem leið dagsins tengdist leið nýársgöngunnar í fyrra. Sannarlega ekki sama skyggnið og í fyrra en brúnirnar sáust þó aðeins og ísilagðir hamraveggirnir neðar. Staður þar sem hægt er að dvelja lengi við myndatökur og íhugun... en við fórum fljótlega niður í skarðið og fengum okkur nesti.
Bjartara var yfir
norðanmegin
og blár himinn sást á
köflum með ágætis útsýni niður í
Borgarfjörð
og
Skorradal
Nestisstaðurin... hádegismaturinn...
kaldur en kærkominn
beint úr pokanum... Menn farnir að "hríma" í þessari hæð eftir snjóþokuna.
Áfram var lagt af stað meðfram síðustu brúnum
Hádegishyrnu...
austasta
"torginu" á meginhrygg Skarðsheiðarinnar
Skarðsheiðin er einn glæsilegasti fjallgarður suðvesturhornsins sem skartar nokkrum kömbum, hyrnum eða hornum eftir nöfnum er mynda dali hennar og við kynntumst fjórum þeirra þennan dag á ógleymanlegan máta rétt eins og í nýársgöngunni í fyrra... http://www.fjallgongur.is/tindur31_hadegishyrna_morhn_020110.htm
Við fórum niður skarðið með botninn á Grjótárdal á vinstri hönd og yfir á meginlandið hinum megin í átt að Miðkambi.
Hérna
ætluðu þjálfarar við að taka hópinn í æfingu í
broddagöngu - í brekkum
sem liggja beggja vegna skarðsins - sæmilega brattar en öruggar
Færið
á þessari leið... brakandi hart og hált
yfirborðið á Miðkambi
Þarna var þokan þykkust og engin leið að sjá nema með gps hvar við vorum, en þó sást öðru hvoru niður með brúnunum sem við vildum ekki ganga of nálægt þar sem hætta er á að fara fram af í svona giljum og skörðum sem koma inn á brúnirnar þegar skyggni er lélegt og mikilvægt að þekkja landslagið þegar skyggni er þetta slæmt.
Á hæsta tindi dagsins, Miðkambi í 1.026 m hæð, léttri snjóþoku, kulda og litlu skyggni... Miðkambur er nafngift þjálfara og næst austasta "torg" Skarðsheiðarhryggjarins en vestar eru "Skessukambur" og svo "Skarðskambur" sem einnig eru nafnlausir á kortum en svipmiklir tindar á Skarðsheiðinni sem við teljum að megi hafa nafn og hafa ofangreind verið notuð innan hópsins í fyrri göngum hans.
Efri:
Þar af var Kjartan að koma í sína fyrstu göngu með hópnum og stimplaði sig vel inn sem "óvæntur bjargvættur Ágústu" og Guðmundur K. var að koma í sína fyrstu tindferð með hópnum, en þeir voru í mjög góðu formi og höfðu fullt vald á þessari krefjandi göngu enda báðir með grunn í björgunarsveitarstarfi áður fyrr.
Torfi,
Rósa, Sjoi, Gerður, Sæmundur, Jóhanna, Hildur Vals
og Súsanna...
Gunnar, Ingi ogMaría E. Myndband frá Katli: http://www.youtube.com/BaraKetils#p/a/u/4/5eF5m5ZPXNU
Skyggni var lítið og þjálfarar gengu eftir gps en fremsti Örninn var ekki með punkt á Miðfjalli sjálfu sem er óvenjulegt þar sem við erum alltaf bæði með punkta til öryggis (í 2 eða 3 gps-tækjum!) svo aftasta Báran þurfti að rétta fremstu menn reglulega af sem var ansi snúið þegar gæta þurfti síðasta manns í leiðinni í lélegu skyggni, vindi og kulda sem er fljótt að taka nærri mönnum og enn fljótar ef þeir verða óöruggir...
Brúnirnar í nærumhverfinu voru það eina sem
greindist gegnum þokuna og þar sem þjálfari var að
spara það að líta á gps-tækið nema öðru hvoru þar
sem það barðist við að virka í frostinu og hafði það
pakkað í lopasokka inni í vasa, þá var landslagið
fljótt að
afvegaleiða
mann og áttirnar að tapast, sem er nákvæmlega það
sem gerist þegar maður gengur í engu skyggni.
Þjálfarar létu því brúnirnar sem kennileiti lokka sig vestur yfir á
norðurhlíð Miðdals í stað þess að taka smá vinstri
beygju yfir á Miðfjall, vestan Miðfjalls, en áttuðu
sig fljótt þökk sé gps og sneru við eftir
Lexía þjálfara eftir þennan krók var því sú að vera bæði án undantekninga með alla mikilvæga punkta til að ganga eftir. Við notkun á gps-tæki til rötunar lærist fljótt hvar maður vill hafa punkta, t.d. alltaf á upphafsstað (bíllinn) og áfangastað (tindurinn) en einnig á öllum varasömum eða tæpum stöðum eins og Kaldahrygg fyrr um daginn, upphafi hryggjarins á Miðfjalli etc og svo vill maður hafa punkt á öllum beygjum sem verða á leiðinni svo maður fari rétta leið en gangi ekki beina línu milli punkta þegar leiðin liggur ekki þannig veg.
http://www.youtube.com/BaraKetils#p/a/u/3/mQ4-3Jv9Bxk Færið þennan dag... brakandi frost í jörðu og allt hrímað svo smátt og smátt runnum við saman við umhverfið...
Það var Skarðheiðin sem réð ríkjum og það eina sem
við gátum gert var að halda okkur heitum í
galsafenginni göngugleðinni
Göngumenn komnir
á vald
Skarðsheiðarinnar...
Wildboys Toppfara... þeir Sæmundur og Stefán standa náttúrulega undir nafni og skera sig úr...
Dóra,, Anna Sigga, Nonni og Heiðrún... það fjölgar óðum í Team Orange liði Toppfara...
Þjálfarar voru fegnir þegar þeir sáu hrygginn sinn á Miðfjalli... við vorum komin réttu megin við Miðdal ;-)
Við
tók
svipmesti
hluti leiðarinnar þennan dag...
Hryggurinn var tæpur á tveimur köflum þar sem
snarbratt var niður í
Grjótárdal
(vinstra megin) eins og allan hrygginn (ófært þeim
megin í öllum færum) en meira aflíðandi niður í
Miðdal
um grjótbrekku sem þó var orðin hættulegri en
þjálfarar reiknuðu með í könnunarleiðangri í
nóvember,
Aðstæður voru enn meira krefjandi þar sem
vindurinn
blés á hlið á þessum köflum milli hnúka á hryggnum
Áslaug, Hildur, María E., Anna Sigga, Ágústa og Súsanna... með strákana allt um kring ;-) Menn tóku "stutt og föst skref" að ráði þjálfara sem stóð til tryggingar á versta kaflanum á hryggnum.
Sigga Rósa og Día fremstar í flokki að klöngrast niður á
hrygginn á
keðjubroddunum
frá Kahtoola
sem
Anton
pantaði fyrir hópinn í haust
Þeir
dugðu
vel
gegnum stórgrýti, svell og bratta og þeir sem voru
með
jöklabrodda
voru margir hverjir komnir á þá með ísexina í hönd. Nokkrir höfðu á orði að næst tækju þeir jöklabroddana með í bakpokann þó þeir væru á keðjubroddunum... þetta var sannarlega ein af þessum mikilvægu ferðum sem kenna manni hvaða búnað maður vill alls ekki vera án í næstu ferð... þó það þýði að hann velkist ónotaður í bakpokanum í næstu tíu ferðum... maður tekur hann ekki úr...
Fegurð
hryggjarins naut sín vel í
vetrarsólinni
sem barðist við að komast gegnum þokuna og snerta
okkur almennilega
Mjúkir og þéttir snjóskaflarnir á góðum köflum þessa leið gáfu stuðning og öryggi gegn hálkunni..
Hópurinn þéttur eftir fyrsta kaflann á hryggnum sem tók í.
Hérna
fóru
allir í keðjur í stað Yaktrax hálkubroddanna nema
Ásta Bjarney sem var enn með sína hálkubrodda heila
Myndband frá Katli: http://www.youtube.com/BaraKetils#p/a/u/2/DwOuSoU3MJ4
Kári
Rúnar að aðstoða félagana niður klettabeltið. http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/7/h72d82CcuNQ
Hrímugir klettarnir... sem gáfu gott skjól... á hryggnum sem stöðugt tók breytingum... í ólýsanlegri fegurðinni sem dáleiddi okkur... Myndband frá Katli: http://www.youtube.com/BaraKetils#p/a/u/1/AYSCJD018GU
Fegurðin læstist um okkur líka og breytti konum Toppfara
í Snædrottningar:
Meðan
menn settu á sig broddana fór þjálfari yfir viðbrögð
ef maður rennur niður brekku í hálku og er ekki með
ísexi (ísaxarbremsa) en þá skal nota
olnboga og hné
til að stöðva sig ef maður er á maganum - en
olnboga og hæla
ef maður er á bakinu (og ekki í jöklabroddum þar sem
þá brýtur maður sig á ökkla, getur farið úr ökklalið eða
slítur liðbönd í ökkla sbr. nýleg slys og mörg
gegnum tíðina í vetrarfjallamennsku). Spyrja má hvort þorandi sé að stöðva sig með hælunum í keðjubroddunum af hættu á áverkum á ökkla með viðstöðunni sem broddarnir gefa, en við teljum að broddarnir séu ekki nægilega langir til að hafa þar áhrif þegar runnið er í halla niður brekku - sbr. þegar við renndum okkur niður af Norðursúlu í brattri snjóbrekku og notuðum hælana til að stýra hraða - en þar var NB snjór og ekki bara svell) en slys Kristínar Gundu á Þverfellshorni í Ljósafossgöngu Steina og Ljóssins í desember 2010 gefur manni tilefni til að íhuga þetta betur og í raun segja að meðan annað sannast skal ekki nota hælana. Á móti kemur að það er skárra að fá áverka á ökkla og stöðvast í brekkunni, en rúlla hraðar og lengra niður langa brekku og eiga hætti á alvarlegri meiðslum - svo fremi sem sársaukinn frá ökklanum valdi því ekki að maður renni enn stjórnlausar niður... þetta er ansi umhugsunarvert...
Snædrottningarnar nítján:
Heiðrún, Hanna, Áslaug, Sigga Rósa, Dóra, Súsanna,
Anna Sigga, María E., Jóhanna Karlotta, Ásta
Bjarney, Sólveig, Elsa Þóris, Gerður og Bára.
Ísmennirnir sautján:
Anton,
Sjoi, Gunnar, Roar, Hjölli, Rikki, Stefán A., Björn,
?, Örn, Torfi og Nonni. Ingi var að frjósa á höndunum eftir að hafa hjálpað Sjoa í keðjubroddana sem hann lánaði honum og var ekki búinn að festa á sig sex punkta gaddana sína sjálfur, en fingurnir voru hættir að hlýða í þessum kula (lærdómsrík upplifun fyrir alla) og það var ekki fyrr en hann fékk lopafingravettlinga frá þjálfara lánaða sem hann kláraði að festa þá á sig. Lopafingravettlingar eru eitt af því sem þjálfari hefur undantekningarlaust með sér á fjöll af fenginni reynslu þar sem oft þarf að athafna sig með fingrunum og fingravettlingar úr öðrum efnum en ull hætta að virka í nógu miklu frost og verða jafn kaldir og umhverfið. Maður getur verið í virkilegum vandræðum uppi á fjöllum í miklum kulda ef maður getur ekki lengur rennt upp rennilásnum, ýtt á takka á gps-tækinu, opnað bakpokann, opnað vatnsflöskuna, notað símann/talstöðina o. m fl.
Í
þessum kulda sem var þennan laugardag er að mati
þjálfara undantekningarlaust nauðsynlegt að vera í
tvennum eftirfarandi vettlingum: Valkvætt til viðbótar þessu gæti svo verið fingravettlingar til að geta athafnað sig þegar þannig þarf utan belgvettlinga og þar koma ullarfingravettlingar mun sterkar inn en nokkrir aðrir fingravettlingar eftir margreynd tilfelli innan klúbbsins. Ef einhverjum var kalt á höndunum í þessari ferð þá verða þeir að endurskoða klæðnaðinn sinn fyrir næstu ferð því við vorum engan veginn í mesta kuldanum og mesta vindinum sem þessi klúbbur hefur kynnst eða mun kynnast og það er beinlínis hættulegt að vera orðinn of kaldur á fingrum ef annað er framundan en að ganga sér rösklega til hita (ekki sjálfsagt ef hópurinn er hægur eða stopp) eða lækka sig niður í meiri lofthita (ekki sjálfsagt ef leiðin er löng í mikilli hæð). Í þessum tilfellum kemst maður upp með að vera orðinn kaldur og nær fljótlega í sig hita en um leið og maður þarf að vera áfram í kuldanum og fara úr vettlingunum til athafna sig með fingrum þá er nauðsynlegt að vera ekki orðinn of kaldur á fingrum. Fyrir þá sem eru búnir að horfa á Everest-þættina sem þjálfarar gáfu klúbbmeðlimum í jólagjöf þá skal minnt á manninn sem tók sjensinn í mesta frostinu efst uppi þegar hann fór úr vettlingunum og tók myndir berhentur - gegn ráðleggingum leiðsögumanna sínna - og missti framan af öllum fingrum... ekki reynsla sem við erum að lenda í NB! en engu að síður umhugsunarvert...
Sjá
ferðasögu
Önnu
Svavarsdóttur
frá
árinu 2003 sem var fyrst íslenska kvenna til að fara
á fjall hærra en 8000 m
Áfram teygðist hryggurinn í suður og smám saman fór vetrarsólin að ráða meiri ríkjum eftir því sem neðar dró hverjum metra...
Landslagið breyttist úr hvítum lit yfir í
gulan
og rauðan...
en þessi
litadýrð er eitt af því sem gerir
vetrarferðirnar að tærari upplifun
Eingöngu einu sinni áður í sögu klúbbsins höfum við upplifað svona
mikið hrím þó það hafi oft
komið við sögu í minna mæli en þarna. Bæði veðrið og færið var enn verra þá og enginn með brodda svo Jón Gauti, leiðsögumaður frá ÍFLM þurfti að höggva hvert spor fyrir okkur í hjarnið til að stíga í bæði upp á Skarðshyrnu og niður af Heiðarhorni sem þýddi langa bið í miklum kulda... og þar beinlínis skulfum við blá af kulda þegar yfir lauk verstu og hægustu brekkunni niður af Heiðarhorni... og tókum leikfimiæfingu til að koma hita í okkur aftur fyrir þá kílómetra sem eftir voru leiðarinnar að bílunum... þar sem við fórum alsæl og reynslunni ríkari heim með ferð í minningunni sem aldrei gleymist ;-)
Í
þessari ferð 2007
rann
Halldóra Ásgeirs niður ísilagða brekkuna á
Heiðarhorni
Veðrið
var ólíkt
fallegra
þennan dag en forðum daga árið 2007... og menn
gulllnir og
hrímaðir
eins og hægt var... Hildur Vals, Anton, Gunnar, Steinunn, Sjoi og Nonni.
Hjálpsemin
og
samheldnin
í þessum hópi er ómetanleg og eitt af því sem gerir
Toppförum raunverulega kleift
Síðasti kaflinn á hryggnum var
töfrum líkastur
þar
sem klettarnir gnæfðu yfir mann
Vetrarsólin með ísilögðum klettum Miðfjalls... Óraunveruleg sýn með fjúkandi létta þokuna ofan af fjöllunum kringum sólina og djúpan bláan lit á heiðskírum himni ofar...
Það var líkt og við gengjum
úr
einum heimi í annan..
Bjallan
á atgeir
Gunnars frá Hlíðarenda...
jú, Inga... lét vel í sér heyra í byrjun
göngunnar...
Loks
sá fyrir endann á hryggnum en sum okkar
vildu ekki
að
ævintýrið
tæki enda...
Eyrarkambur
tók við af hryggnum á
Miðfjalli
og
Svínadalur, Hvalfjörðurinn
og nærliggjandi umhverfi kom í ljós mað
Grjótárdal
á vinstri hönd
Hópurinn að þéttast í skjólinu við klettana fjær
Sjá
fyrra myndband hér frá Katli á þessu kafla:
Menn áttu fullt í
fangi með að halda sér á fótunum...
Hér
sést niður í
Grjótárdal
vinstra megin og yfir á Kamb þar sem við gengum á
fyrsta tind dagsins um morguninn... Kári Rúnar við hryggjarendann á Miðfjalli...
Er við
litum til baka á
roðagullinn hrygginn
sem virtist ókleifur í fjarlægðinni... eins og framandi
ævintýri... Myndband frá Katli: http://www.youtube.com/BaraKetils#p/a/u/5/_Rl5wtypBNU
Hópurinn að þræða sig frá hryggnum en hvorki ævintýrið né krefjandi göngufærið var á enda þarna þó manni fyndist það, þar sem niðurleiðin um Eyrarkamb var bæði langdregin og erfið alla leið inn í myrkrið aftur og minnti mann á gosgönguna á Fimmvörðuháls 1. apríl 2010 þar sem við gengum dauðþreytt 38 km á 13 klst. með ískaldan vindinn í bakið í myrkrinu á heimleið um nóttina... Myndband frá Erni: http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/8/0by_Yu536iE
Í
sigurvímunni
Anna Sigga, Anton, Ágústa, Áslaug, Ásta Bjarney, Bára, Björn, Dóra, Elsa Þ., Gerður, Guðmundur K., Gunnar Viðar, Hanna, Heiðrún, Hildur Vals., Hjölli, Ingi, Jóhanna Karlotta, Kári Rúnar, Ketill, Kjartan, Lilja K., María E., Rikki, Roar, Rósa, Sigga Rósa, Sjoi, Sólveig, Stefán A., Steinunn, Súsanna F., Sæmundur, Torfi og Örn.
Nákvæmlega á þessum mínútum hurfu síðustu gullnu
sólargeislarnir í fanginu á okkur
Neibb.. ekki búið enn... áfram
vindur
og
skafrenningur... áfram
hálka
og
bratti
neðan við
klettabeltin... áfram
klöngur
meðfram klettunum...
Menn fóru hins vegar létt með þetta eftir það sem á undan var gengið...
Litið
til baka á tignarlegan hrygginn á Miðfjalli sem
leynir á sér eins og svo margar
fjallaperlurnar...
Er klettahryggnum sleppti urðum við eins og kýrnar á vorin og þustum af stað niður Eyrarkambinn, alveg grunlaus um hve erfiður hann myndi reynast okkur... lúnum göngumönnunum sem vorum komnir í orkuskuld og vatnsskuld og nestisskuld og jafnvel hitaskuld... þeir sem ekki voru nægilega vel búnir... enginn búinn að senda lærdóminn sinn af því reyndar - var bókstaflega engum aldrei nokkurn tíma kalt í þessari ferð???
Þarna
hefðum við þurft að taka þriðju
nestispásu
dagsins
Fjallasýnin til austurs var glæsileg á
Hlöðufell,
Skjaldbreið,
Botnssúlur
og
Hvalfell
svo þau svipmestu séu nefnd
Við
teyguðum eins
og þyrstur maður vatn í eyðimörk eins lengi og unnt var þá
sólargeisla sem gáfust á himninum
eftir sólsetur
Brattasti hjallinn á Eyrarkambi var seinfarinn í klöngrinu en hjálpsemin innan hópsins réð úrslitum eins og alltaf..
Hjallurinn
að baki og enn myndafært í
ljósaskiptunum
en eftir það var þetta búið hjá
myndavélinni...
hún stóð sig jafnvel og aðrir í ferðinni... tók eina
mynd í hverri "ferð út undan klæðum þjálfara" og
heimtaði svo skjólið aftur undan kuldanum og safnaði
kröftum fyrir næstu mynd.
Loksins... loksins... eftir endalausar grýttar brekkur niður Eyrarkambinn þar sem frosnir fossar og frosinn jarðvegur tafði för... brekkur sem urðu sífellt styttri og meira aflíðandi þar til þær enduðu á jafnsléttu þar sem veldi mannsins tók aftur við með tilheyrandi girðingum, vegum, brúm og göngustígum alla leið að bílunum... kærkomin fyrirbæri eftir harðsnúnar óbyggðirnar þarna uppi...
Allir
svo
fegnir að þetta var að verða búið að þeir gerðu
bara grín að 50 m brekkunni upp að bílunum ofan við göngubrúnna
og tóku hana í nefið með allra síðustu svita-orkudropunum
þar sem
sælan
fékk óáreitt að
taka völdin í hjartanum
yfir stórkostlegum göngudegi sem var að baki...
Gengið
var á
Kamb
(884 m),
Hádegishyrnu
(986 m),
Miðkamb
(1.023 m ) og
Miðfjall
(944 m) á alls
16,4
km
langri leið á
8:20
klst.
Sjá afvegaleiðingu þjálfara inn á hrygginn að Miðdal efst vinstra megin á myndinni í stað þess að fara um Grjótárdal. Í báðum tilfellum er um að ræða hrygg með brúnum báðum megin og þessar litu út í þokunni eins og brúnirnar á Miðfjalli en voru bara í vestur en ekki suður, en áttirnar eru það fyrsta sem tapast í engu skyggni. Lambatunguhnúkur beið betri tíma - göngu þvert yfir Skarðsheiðina í haustfagnaði Toppfara í byrjun október 2011 - þar sem þjálfarar mátu það svo á Hádegishyrnu að lítið hefði upp á sig að fara um hann í engu skyggni, ekki síður þar sem aðstæður voru krefjandi og hópurinn þurfti að eiga næga orku fyrir langa leið til baka um Miðfjall í þessu veðri og færi.
Annað
gps-tækið mældi Miðkamb svona háan en við látum
lægri tölu gps-úrsins gilda þar sem hún er líklega
nærri lagi
Fyrsta tindferð klúbbsins á nýju ári 2011 sló nýjan en gamalkunnugan tón í klúbbnum þar sem við fáum hugsanlega aftur að reyna á okkur við krefjandi aðstæður veðurs og færðar í næstu tindferðum eins og fyrstu tvö ár klúbbsins, eftir ótrúlegt tímabil á árunum 2010 og 2009 með nánast engar tindferðir í öðruvísi en glimrandi fallegu og friðsælu veðri. Margsinnis í þessari ferð minntist maður fyrstu svaðilfara Toppfara árin 2007 og 2008 þar sem bítandi frost, hvassir vindar, fljúgandi hálka og kuldalegt myrkrið réð oft ríkjum og herti menn til frekara öryggis við aðstæður sem þessar... Í lok þessa dags á nýju ári... þarna sem við stóðum sigrihrósandi við bílana í sama myrkrinu og vindnæðingnum og mæddi á okkur um morguninn... kom svarið við spurningunni sem hvarflaði að mörgum þennan morgun um "hvað þeir væri eiginlega búnir að koma sér út í"... fátt í tilverunni gefur eins sterka upplifun og fjallganga sem þessi þar sem jafnt reynir á líkama sem sál, búnað sem félagsanda... þar sem maður fer reynslunni ríkari heim á svo margan hátt... nákvæmlega þetta var svarið... svar sem veldur því að ef menn komast á bragðið á annað borð, þá leggja þeir í hann aftur og aftur... sama hvað...
Myndasíða
Toppfara úr ferðinni:
Og öll
myndbönd úr ferðinnni á leiðinni in á Youtubesíðu
Toppfara - þau lýsa vel aðstæðum veðurs og færðar:
Sjá
flottar myndir félaganna á
fésbókinni og tvö
myndbönd af hryggnum frá Erni: |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|