Tindferð nr 80 - Botnssúlurnar allar fimm laugardaginn 30. júní 2012
Lagt var af stað kl. 8:09 á laugardagsmorgninum 30. júní en það var ellefti laugardagurinn í röð sem einmuna veðurblíða ríkti á suðvesturhorni landsins frá því upp úr miðjum apríl... sjaldan séð annað eins veður dögum, helgum, vikum saman enda fannst okkur ekki tiltökumál að taka sjensinn á að láta góða veðrið helgina á undan fara ónýtta framhjá þar sem mun fleiri vildu halda upphaflegri dagskrá og fara þessa helgi á Botnssúlurnar...
Þingvallavatn
spegilslétt... iðandi mý um allt og svitinn bókstaflega
rann í stríðum straumum af manni öllum
Komin í brekkuna undir Syðstu súlu með Miðsúlu svipmikla í baksýn... efsti tindur vinstra megin en í fyrra þræddum við okkur líka eftir austari hryggnum hægra megin, eins langt og upp var komist áður en við þveruðum neðan við og fórum upp á tind hennar norðvestan megin...
Útsýni til Skjaldbreiðar sem við gengum á í miðnætur-kvöldgöngu þriðjudaginn var... í fallegu veðri og sama mýinu...
Anna Sigga, Ástríður og Ósk með Svartagil, Þingvallavatn og fjöll þess í baksýn í suðri...
Hvílík stemmning...
sumargleðin lak í stríðum straumum
Ágætis hald í berginu þrátt fyrir þurrkinn en viðvarandi grjóthrun og við urðum að fara varlega...
Efri hlutinn var meira aflíðandi
... og mýið elti okkur...
Hryggurinn á Syðstu
súlu var snjóminni en í
miðnæturgöngunni okkar í
byrjun júlí í fyrra þrátt fyrir snjóþungan vetur...
Jóhannes fór aðra leið upp og var ekki lengi...
Flottar fjallakonur... Katrín og Bestla með félagana aftar og Langjökul, Skjaldbreið, Hlöðufell og Skriðu enn lengra ;-)
Smá klöngur-upphitun en afskaplega saklaus miðað við það sem framundan var á næstu tveimur súlunum sem á eftir komu...
Stórskemmtileg leið sem menn eiga hiklaust að velja ef þeir á annað borð ganga á Syðstu súlu...
Miðsúla blasti eggjandi við í norðri og beið komu okkar... með Skjaldbreið í baksýn hægra megin þar sem við höfðum staðið fjórum dögum áður og horft á Botnssúlurnar glitrandi í sólinni... - sjá þessa mynd frá því kvöldi:
Sýnin á Botnssúlurnar
þriðjudagskveldið 26. júní ofan af gígbarminum á
Skjaldbreið þar sem við horfðum spennt á verkefni
helgarinnar... Syðsta súla - Miðsúla - Vestursúla - Háasúla - Norðursúla
Fyrstu menn komnir á toppinn og hinir að skila sér í rólegheitunum inn...
Orðin ansi svöng þar sem fyrsta nesti var frestað þar til komið væri á tindinn... Ástríður - Halldóra - Ágúst
Einkennandi berg
Botnssúlna... móbergið "grjótið vaxið" og lausamöl
um allt á milli
Litið til baka ofan af tindinum... Hrafnabjörg í fjarska ásamt Kálfstindum og Hrútafjöllum... fjær voru Eyjafjallajökull, Tindfjallajökull og Hekla í morgunsólinni... en við náðum fyrsta tindi af fimm um ellefuleytið að morgni...
Félagarnir Ólafur og Matthías en þeir fóru gegnum 66°Norður prógrammið fyrir tveimur árum ásamt Jóhanni Ísleifi Toppfara og vonandi slær Matthías til og kemur í klúbbinn í haust þó hann hafi fengið hvílíka eldskírn sem þessi Botnssúluferð varð ;-)
Halldóra Þórarins á tindi Syðstu súlu... hana gleymdist að kynna í byrjun göngunnar sem sjaldséðan hrafn eins og Kára... og aldrei mundi ég eftir að bæta úr því á réttum augnablikum en hún er einn af þrautseigustu og áræðnustu göngumönnum Toppfara frá upphafi þó lítið hafi til hennar sést síðustu mánuði... og hún var að taka síðasta plássið í Slóveníu-ferðinni í september...
Stuð á tindinum... Ísleifur, Ágúst og Gunnar
Niður af Syðstu súlu beið Miðsúla sem blasti tignarlega við í norðri... með Háusúlu enn lengra fjær og jöklana í fjarska... Ok, Eiríksjökul, Þórisjökul og Langjökul fyrir utan allar fjallaperlurnar eins og Jarlhettur, Kerlingarfjöll, Heklu út af mynd...
Í þessari ferð sáum við til alls sjö/átta jökla enda var skyggnið með eindæmum tært þó hásumar væri...Snæfellsjökull - Ok - Eiríksjökull - Þórisjökull - Langjökull - Tindfjallajökull - Mýrdalsjökull - Eyjafjallajökull Og við rifuðum líka upp fyrstu gönguna á Botnssúlur... þann 7. október 2007 undir leiðsögn Jóns Gauta og Guðjóns Marteins þar sem lagt var af stað í miklum vindi þar sem menn fuku til og lögðust ítrekað í jörðina... og Óttar brákaði sig á handarbaki... og þrjóskast var upp hlíðina í dalnum upp þó menn væru smeykir... og endað í blankalogni á tindinum sem svo hélst það sem eftir leið dags með batnandi veðri: Þá leið gönguleiðin niður af Syðstu súlu svona út... ansi tignarlegur fjallgarður í vetrarbúningnum ;-)
En... við vorum sannarlega í sumri
þennan júnídag 2012 og síður skárra göngufæri en
hálku...
Jóhannes, Ingi og Gunnar... spólandi neðan við hópinn ;-)
Í sögulega skarðinu milli Syðstu súlu og Miðsúlu... en á tindi Syðstu súlu rifjuðum við upp mesta vindinn í sögu Toppfara þar sem við gerðum tilraun til að fara á Háusúlu og urðum frá að hverfa... og fukum ítrekað eins og spilaborg í bakaleiðinni... og þurftum að bíða færis fyrir vindinum til að komast yfir snjóhengjuna sem þarna safnast upp í skarðinu á vetrum og komast klakklaust niður snjóbrekkuna hinum megin... ... bara svona aðeins að rifja þetta upp... svona er ólíkt léttara og einfaldara að ganga að sumri til, hvað þá í góðu veðri og skyggni... en blindbyl og kulda... þar sem vel reynir á rötun, úthald og útsjónarsemi...
Útsýnið niður Súlnadal til Leggjarbrjóts og Hvalfjarðar, sjá Sandvatn fyrir miðri mynd.
Jóhanna Fríða meðal jafningja.... lofthræðslulausa liðið sem vílar ekkert fyrir sér ;-)
Hópurinn að fara yfir skarðið áleiðis á Miðsúlu - hér sést afgangur af snjóhengjunni sem safnast alltaf í skarðinu...
Uppgangan á Miðsúlu var tilraunakennd... Örn ákvað að prófa geilina sem einn skaflinn kom niður undan en til vara var uppgönguleið norðar sem við sáum í fyrra að var fær og hryggurinn sem við fórum í fyrra en er ekki fyrir alla...
Þetta var eitthvað fyrir ævintýramennina í hópnum... ;-)
Ansi bratt en fínasta leið...
Fremstu menn komnir efst að geilinni við berggangana fallegu utan í tindi Miðsúlu...
Öftustu menn að koma sér upp grjótið að sköflunum...
Snjóskaflarnir gátu ekki verið betri... nógu mjúkir fyrir spor og lítill klaki í þeim og nánast ekkert í jarðveginum í kring sem oft vill vera þegar skaflarnir eru að hopa... Mikil hitaskipti á sumrin milli daga og nætur gerir þrjóskustu snjóskaflana að slysagildrum þar sem þeir líta gjarnan saklausir út og rennblautir en reynast svo hörð klakastykki þegar á hólminn er komið... stundum fyrirvaralaust inni í þeim miðjum eða í köntunum hinum megin (eftir langa þverun) þannig að menn hafa gjarnan lent í sjálfheldu eða slysum þegar þeir eru þveraðir, sérstaklega ef þeir eru einir á ferð og ekki með vetrargræjurnar...
Fyrstu menn komnir upp, Örn fékk fremstu menn til að aðstoða uppi og niðri á þessum kafla, sem skipti sköpum til að allir kæmust þessa leið sem var ekki eins óárennileg í krafti hópsins...
Líklega ekki fær leið í snjóleysi en þó aldrei að vita ef menn eru þolinmóðir, útsjónarsamir og fámennir þar sem ekki þarf að stýra stórum hópi í gegnum grjóthrunshættuna...
Ekkert mál að fóta sig í sporunum og í svona veðri er allt auðveldara... brakandi logn, hreint skyggni og sólarblíða...
Ágúst með Syðstu súlu og Súlnadal í baksýn... hann er hluti af lofthræðslulausa liðinu en tafðist aftast við myndatökur allan þennan dag sem eru orðnar aðal ástæður fyrir veru manna aftast þessa dagana enda akki annað hægt, hvílík veisla fyrir fjallgöngumenn sem ljósmyndara ;-)
Geilin... fínasta leið í skaflinum og svo klöngur, útsjónarsemi og þolinmæði gegnum harðan jarðveginn ofar...
Örn að taka mynd af Ágústi...
Spurning hvernig þessi leið er snjólaus...
Síðustu menn upp...
reyndar var Gunnar þarna enn neðar að skila sér þar
sem hann sneri við að leita að gps-tækinu
Kominn í mjúkan jarðveginn sem beið ofar við þann harða (nýjasta sem var að bráðna undan skaflinum)...
Gunnar þarna lengst í fjarska í skaflinum og síðustu menn biðu eftir honum...
Við rifjuðum upp miðnæturgönguna á Syðstu súlu í fyrra þar sem Ingi fór einsamall á Miðsúlu í könnunarleiðangur og Gunnar kom á móti honum þar sem hann var að koma sér yfir á Syðstu súlu í þessum sömu sköflum sem voru meiri þá og harðari en nú...
Þá náðist þessi mynd af Inga að þvera skaflinn sem
var mun harðari þarna í byrjun júlí í fyrra en núna
í lok júní
Grænlands-... Perú-... (og væntanlega Mont Blanc-) -félagarnir komnir upp úr geilinni... Ekki ofsögum sagt að þeir ásamt fleiri Toppförum láti ekkert alvöru ævintýri framhjá sér fara í lífinu ;-)
Síðasti kaflinn upp á Miðsúlu...
Klöngur einkenndi
verkefni dagsins... umkringd mögnuðu útsýni til allra átta... Þetta voru alvöru tindar þessar súlur...
Útsýnið til austurs yfir austari hryggjarhluta Miðsúlu og Súlnabergs vinstra megin á mynd sem að færa má vel rök fyrir að sé sjötta Botnssúlan og fengi þá nafnið "Austursúla" en við gengum á þessa tvo hluta fjallgarðsins í september í fyrra... Þá var þessi mynd tekin... þar sem við veltum fyrir okkur hvort fær leið væri gegnum klappirnar vinstra megin við hrygginn... aldrei að vita nema fara könnunarleiðangur alla leið...
Anna Sigga - Björn - Gerður og Katrín staðin upp en til eru dásamlegar útgáfur af þessum brosandi englum á fésbókinni...
... eins og þessi hér fengin að láni frá Gerði ;-) Alvöru fólk... með hugarfarið í lagi.. sem getur allt...
Hópmynd nr tvö af fimm þennan dag ;-) Svo tæpur tindur að ekki var hægt að taka hópmynd með útsýni í leiðinni...
Niður af Miðslúlu var farið um fyrirhugaðar uppgönguleiðir dagsins... annars vegar fóru þeir sem vildu meira tæpa, bratta hrygginn frá því í fyrra... og hinir sem höfðu annan smekk fóru gilið meðfram honum...
Ansi bratt í byrjun og lítið eftir af föstum jarðvegi þegar kom að öftustu mönnum...
Litið til baka þessa leið...
Anna Sigga, Gunnar, Ingi, Jóhanna Fríða,
Jóhannes og Kári fóru hrygginn sem var tæpari en menn héldu
Komin upp fyrsta haftið...
...og svo var að koma sér niður hinum megin þar sem bókstaflega ekkert hald var hvorugu megin...
Ekki leið fyrir alla en þau sem fóru voru ansi sæl að klára þetta...
Hinir héldu sig aðeins meira á jörðinni... ;-)
... og fóru líka leið sem var brött en mun viðráðanlegri...
...þar sem fara þurfti hægt og varlega...
...sem tók sinn tíma og fremstu menn af hryggnum komu til hjálpar neðan frá...
En þetta gekk allt vel með hægum skrefum alla leið í samstillum hópi þar sem hjálphendur voru hvarvetna og samstaðan aðdáunarverð...
Best var að fara bara aftur á bak síðasta spölinn um fönnina...
Ágúst fór sína eigin leið alls endis slakur...
Og svo var bara að þvera varlega yfir á vesturhluta Miðsúluhryggjarins...
En hér skildu leiðir Halldóru og hópsins...
Litið til baka yfir hlíðina sem var ansi brött en vel fær í blautum snjónum...
Komin á lægri hryggjarhlutann...
Annar nestistími dagsins í sólbaði og slökun...
...með hrygginn af Miðsúlu í baksýn og báðar niðurgönguleiðirnar sjást.
Ekki oft sem við fáum hvílíkt veður eins og þennan dag...
Þriðja súlan á dagskrá var Háasúla...
Menn ennþá í mismiklum eftirskjálftum eftir brattann á Miðsúlu og gátu ekki með auðveldu móti séð greiða leið upp á hana...
Leiðin á milli þessara súlna er stórskemmtileg og vörðuð austari hrygg
Vestursúlu
Litið til baka með Miðsúlu yfirgnæfandi í baksýn vinstra megin...
Hvílík formfegurð...
Snjóhengja eins og jökulsprunga í skaflinum... - sama eðlisfræði svo langt sem það nær? -
Litið til baka með tinda Miðsúlu yfirgnæfandi...
Smá hliðarhalli hér í skaflinum yfir á hlíðarnar að Háusúlu...
... svo saklaus að menn gáðu ekki að sér og
Katrín rann af stað en náði fljótlega að stöðva sig,
Kári náði þessari mynd af þeim að stöðvast - sjá snjóinn undan skónum á Inga!
Engin hætta á ferð þar sem brekkurnar
urðu meira aflíðandi neðar þó
ekki hafi þetta verið þægilegt
Hliðarstígurinn að Háusúlu...
Litið til baka með Syðstu súlu í baksýn...
Þetta leit strax saklausar út þegar nær var komið...
Magnað útsýnið niður á Hvalvatn og Hvalfell í vestnorðvestri...
Það var reisn yfir Háusúlu og hér ákvað
Matthías, gestur ferðarinnar að bíða af sér eina súluna
Sumir
að fara langt út fyrir sinn þægindaramma en gáfu ekki eftir
Létt klöngur til að byrja með...
Gott hald í klöppunum meðan lausagrjótið var ekki yfirráðandi og brattinn orðinn mikill...
Litið til baka með austari hrygg Vestursúlu í baksýn...
Svo hófst alvöru klöngur...
Færið ekki mjög gott í þurrkinum og mun verra en í haustferðinni í fyrra...
En vel fært ef menn fóru varlega... enda vanur hópur á ferð á sífelldu klöngri allt árið um kring...
Síðasti kaflinn aðeins tæpur upp hrygginn...
... en svo stallað og fínt afganginn upp...
Hér hjálpuðust menn að og síðustu menn fengu pepp alla leið...
...enda ekki annað hægt en að klára úr því sem komið var...
Hjartansþakkir allir þeir sem voru til staðar fyrir félaga sína og réttu hjálparhönd, stundum heilu uppgöngu- eða niðurgönguleiðirnar...
Tindurinn á Háusúlu minnir á Skessuhorn... mosavaxin slétta efst að loknu klöngri á bröttum hrygg...
Uppi beið okkar "íslenskt Spánarveður"... 15°C hiti og iðandi mýflugur á þessum berskjaldaða stað...
Þetta var "heitasti" tindurinn... algerlega ógleymanlegt...
Útsýnið til vesturs yfir Hvalfjörð, Þyril, Brekkukamb og Þúfufjall, Skarðsheiðin fjær og Hafnarfjall en nær er Hvalfell og Hvalvatn að hluta...
Við slökuðum vel á... og horfðum á jöklana og fjöllin allan hringinn.... Súlnaberg (Austursúla) framundan - Ármannsfell - Hrafnabjörg - Kálfstindar - Hrútafjöll - Skefilsfjöll - Klukkutindar - Tindaskagi...
Hópmynd nr. þrjú af fimm á þessum einstaka útsýnisstað í Botnssúlufjallgarðinum...
Jú, jú, við vildum nú halda áfram þrátt fyrir chillað andrúmsloft...
...en máttum samt varla vera að því að halda áfram á hinar tvær súlurnar sem eftir voru fyrir taninu...
Hér var ákveðið að halda hópinn alla leið niður svo enginn yrði umkomulaus á millileiðinni...
Allir hjálpuðust að og þetta gekk eins og í sögu...
Ansi bratt á köflum með hengiflugið vestan megin á hægri hönd og bratt niður vinstra megin...
Hérna komst Gunnar að því að Ingi og Jóhannes voru stungnir af yfir á austurhrygg Vestursúlu og hélt í humátt á eftir þeim...
Hann stytti sér leið efst á hryggnum eins og Ágúst en við hin fórum neðan við hann...
Ansi þurrt og ansi bratt...
... en allt hægt með elju og þrautsegju...
... varkárni og hjálpsemi...
Strax orðið skárra neðar...
Komin á öruggan kafla hér... Miðsúla og Syðsta súla í baksýn... mikill snjór hérna megin (norðan) miðað við sunnan megin...
Litið til baka upp eftir hryggnum...
Háasúla lætur ekki að sér hæða... Hvalvatn og Hvalfell vinstra megin á mynd...
Ingi og Jóhannes skelltu sér könnunarleiðangur upp á austurhrygg Vestursúlu sem menn hafa almennt talið ókleifan göngumönnum án klifurtækja... og Gunnar náði þeim á miðjum hrygg... við fylgdumst með þeim fara torfærurnar þar sem stundum þurfti að þvera undir og framhjá klettum í hliðarhalla sitthvoru megin... en alla leið komust þeir... þessi ofurmenni ;-)
Síðasti spölurinn niður að skarðinu milli Vestursúlu og Háusúlu...
Sætur sigur að ná að klára aðra bratta súlu í miklu klöngri...
Ísleifur fór langt út fyrir þægindarammann sinn eins og fleiri... og við tókum ofan fyrir honum... aðdáunarvert afrek....
Komin í skarðið þar sem menn gátu ákveðið að snúa við og láta þrjár súlur nægja... eða klára hinar tvær...
Þetta var ekki spurning í þessu brakandi góða veðri... auðvitað héldu allir áfram... ;-)
Og áfram fylgdumst við með drengjunum á hryggnum fyrir ofan okkur... Gunnar hér kominn á stöpulinn góða sem örugglega er vel fært okkur "venjulega fólkinu" ;-)
Matthías - Ólafur - Ísleifur - Guðmundur... karlmenn voru í meirihluta í þessum leiðangri... sem segir allt um konurnar sem voru þarna þennan dag... en þegar strákarnir spurðu hvað það segði um þá vafðist þjálfara tunga um tönn en svaraði að það væri gott að þeir nenntu þessu líka ;-)
Getur verið að leiðin upp skaflinn þarna í geilinni sé fær?... erfitt að átta sig á því fyrr en á hólminum sjálfum...
Eftir Háusúlu fórum við dýrindisleið "milli súlna" yfir á skarðið milli Norður- og Vestursúlu...
...framhjá Hvalvatni og Hvalfelli með fjallgarðinn allan norðan megin í Borgarfjarðarsýslu í fjarska...
Stefnt á skarðið milli Vestursúlu og Norðursúlu...
Litið til baka á dýrðina.. Háasúla, Skjaldbreið, Langjökull, Stóra Björnsfell, Þórisjökull...
Strákanir komnir yfir versta kaflann... við höfðum séð þá fara niður fyrir hrygginn á skafli norðan megin og eins fóru þeir versta kaflann niður fyrir sunnan megin...
Hvalvatn - Ok - Eiríksjökull - Þórisjökull og félagar...
Veðrið ennþá með besta móti.. eins og skyggnið... og göngufærið... oggleðin og orkan...
Að koma upp skarðið milli Vestursúlu og Norðusúlu með austurhrygg Vestursúlu í baksýn...
Tekið enn fjær...
Smá grjótbrekka upp á Norðursúluna... ekki hægt að kvarta í þeirri hvíld sem fylgdi klöngurleysinu...
Þriðja nestispásan á fjórða tindinum með
Hvalfjörðinn allan og suðvesturhorn landsins fyrir framan okkur...
... og tókum á móti þremenningunum sem fóru
allan hrygginn á Vestursúlu... og fundu leið sem flestir hefðu sagt
ókleift...
Útsýnið af nestisstaðnum suður yfir á Vestursúlu sem lætur ansi lítið yfir sér frá þessu sjónarhorni...
Útsýnið suðvestur yfir fjallgarðana kringum sunnanverðan Hvalfjörð á Múlafjall, Þrándarstaðafjall, Reynivallaháls, Meðalfell... alla leið á Skálafell, Móskarðahnúka og Esjufjallgarðinn o.fl...
Vestursúlu-þremenningarnir... Gunnar - Ingi -
Jóhannes
Hópmynd tekin með Háusúlu vinstra megin og Miðsúlu að gægjast aftan við austurhrygg Vestursúlu hægra megin á mynd... við förum þennan hrygg í sérferð einn snemmveturinn eins langt og "venjulegt" fólk getur farið... þ.e. að stöplinum stóra allavega og vonandi aðeins lengra ;-)
Eftirleikurinn á síðustu tvær Botnssúlurnar var auðveldur og ekkert í líkingu við klöngrið á Syðstu-, Mið- og Háu-súlur...
...sem var gott þar sem orkan fyrir einbeitingu í miklum bratta var eflaust farin að þverra eitthvað undir sólinni klukkutímunum saman og einhverjir líklega farnir að fá einkenni sólstings á þessum höfuðfatalausa göngudegi...
Litið til baka af Vestursúlu á Norðursúlu með Hvalfell í baksýn og fjallgarðinn allan Vesturlands...
Ástríður og Ósk með Háusúlu og Skjaldbreið á milli sín...
Komin á tind Vestursúlu... síðasta tind dagsins og klukkan var um sjö að kveldi? (ath). Ingi, Ágúst, Sæmundur, Katrín og Guðmundur með Syðstu súlu í baksýn...
Anna Sigga, Örn, Ingi, Ágúst og Sæmundur með Háusúlu, austurhrygg Vestursúlu og Miðsúlu í baksýn... Athugið að á gps-kortum er Vestursúla gjarnan merkt sem Miðsúla... við förum eftir merkingum Ferðafélags Íslands sem gaf út göngurit um Hvalfjarðarbotn fyrir nokkrum árum þar sem merkingar Botnssúlna eru útlistaðar og Norðursúla fær t.d. nafn...
Það er erfitt að segja ofan af hvaða súlu
útsýnið er flottast yfir Botnssúlurnar allar...
Með fimmuna á lofti
og allar fimm Botnssúlurnar í safninu í einum
rykk...
Nú var bara að koma sér heim eftir afrekið...
Um sjö kílómetrar í beinni
línu að bílunum en við þurftum að krækja okkur niður af Vestursúlu og lengja
þennan kafla
... en það var ekkert miðað við krefjandi
verkefnin sem voru að baki þennan dag
Þremenningarnir ásamt Jóhönnu Fríðu styttu sér leið niður þennan skafl...
Greiðfær og skjót leið niður í lausamöl ofan á móberginu...
... í síðdegissólinni... alltaf jafn sterk upplifun að ganga með sólinni klukkutímum saman og fylgja henni stundum alveg eða nánast frá sólarupprás til sólarlags...
Ávalar bungurnar á Vestursúlu sem eru vel færar á öllum árstímum... Eins og nóvemberdaginn ógleymanlega þegar við gengum á Vestursúlu og Norðursúlu í gullfallegu veðri árið 2010: ... þar sem þessi mynd var tekin á brúninni á Vestursúlu á uppleið þar sem Syðsta súla fangaði sýnina...
Loks var snúið niður að Leggjabrjót um góða skriðu sem tafði ekki för...
... og yfir snjóskafl framhjá tjörn sem var að myndast undan honum... falin öllum nema þeim sem ganga utan í Vestursúlu en þarna vorum við enn í nokkurra hundrað metra hæð...
Gullfalleg bakaleið og við gleymdum okkur í síðdegissólinni þar sem forsetakosningarnar voru m. a. ræddar í þaula...
En þetta var ekki alveg búið...
Okkur
tókst að komast í bratta hamra þar sem fara þurfti
tæpa kletta niður síðasta kaflann ofan af
Vestursúlu...
Kári hjálparhella, Björn Hermanns og Örn að skila sér ofan af klettunum með sólina beint í augu ljósmyndarans...
Klettarnir litið til baka... ef við bara hefðum farið aðeins þarna ofar niður... en kannski var það illfærara ofan frá og ekki eins einfalt og séð neðan frá eins og oft vill verða...
Búrfell - Myrkavatn - Sandvatn...
Leggjarbrjótsleiðin liggur gegnum þetta
svæði og við sáum fleiri en einn slóða...
Sérkennilegur og lítill regnbogi var við sjónarrrönd yfir Þingvöllum og við fengum fréttir af súld og skýjuðu veðri á suðurlandi og við Heklu frá Hugrúnu en hér skein óáreitt sól í heiði allan daginn fyrir utanstöku ský sem skreyttu bara himininn eftir morgunkætina...
Litið til baka yfir leiðina ofan af Vestursúlu þar sem við á endanum vorum komin á slóða Leggjarbrjóts...
Og nú gengum við
framhjá og neðan við Botnssúlurnar Ennþá mun ofar en Leggjarbrjótsleiðin - sjá vegaslóðann sem liggur þarna upp eftir... sá sem var farinn í sumar til að sækja skálann í Botni til viðgerðar í vor?
Kindur í haga með Syðstu súlu...
Nokkrar lækjarsprænur voru á leiðinni, hver annarri fegurri...
Hið íslenska sumar í hnotskurn og mann langaði í nokkurra daga göngutúr um okkar fallega Ísland... margir Toppfarar á slíkum slóðum þetta sumarið og þjálfarar að kokka Hornstrandaferð næsta sumar í byrjun júlí...
Dásemdin ein síðustu tíu kílómetrana (ef talið er frá tindi Vestursúlu) þar sem við gengum rúmlega hálfan Leggjabrjót til baka að bílunum... eftir að hafa gengið á allar Botnssúlurnar... jebb, það er greinilega hægt að fara út fyrir rammann;-)
Sjá samanburðinn á
vegalengdinni á Leggjarbrjót og bakaleiðinni okkar
þar sem sést hvernig hópurinn gengur rúmlega hálfa
Leggjarbrjótsleið
Síðustu kílómetrarnir í kvöldsólinni...
Hver
á sínum hraða en það teygðist ekki mikið úr hópnum
miðað við vegalengd og tímalengd dagsins... Allir mættir voru í toppformi og svifu alsælir til byggða...
Ævintýrinu lauk kringum hálfellefu um kvöld í gullfallegri miðnætursól...
Kaldur úr læknum...
...og þrjár Toppfarafreyðivín mýktu allt eftir afrekið...
... og við lukum deginum vel í rjóðrinu við lækinn...
Gunnar og Ingi, tveir af fjórum undanförum lokakaflans skruppu í bústað Gunnars á Þingvöllum til að kíkja á pípulagnir á meðan hinir skiluðu sér inn af fjalli... og Gunnar sótti tvö kampavínsglös fyrir þjálfarana að skála með hópnum fyrir fimm tindum Botnssúlnanna í tilefni af fimm ára afmæli Toppfara á ári fimmunnar ;-)
Og Bestla las upp fyrir okkur frásögn Guðrúnar Helgu af göngu hennar og Arnars, mannsins hennar á Mont Blanc á Toppfara-fésbókinni þar sem snúa þurfti við í grátlega lítilli fjarlægt frá tindinum vegna veðurs eftir heljarinnar för... og við skildum svo vel vonbrigðin yfir að þurfa að lúta í lægri haldi fyrir veðuröflunum - en koma samt ríkari heim eftir stærra ævintýri en gefst á Íslandi...
... og við kvöddum Grænlandsfara sem nú fara sex saman í viku til Grænlands í göngu- og kajakferð þar sem samstarfsaðilar Arctic Adventures eru að sjóða saman ævintýraferð og þurftu nokkra tilraunaglaða ævintýramenn með sér en það var slegist um sæti í þessari ferð og margir sem ekki fengu... en Björn og Bestla fara svo í erfiðari túr viku seinna þar sem meira er ferðast um á kajak en enginn annar treysti sér í þann leiðangur enda eingöngu fyrir vana kajakræðara... og verður spennandi að fá ferðasögur frá báðum ferðum og fylgjast með ævintýrum félaganna...
Sjá vefsíðu Grænlandsferðanna á fésbók:
http://www.facebook.com/GreenlandTours
Til hamingju allir með þetta hreinasta afrek...
Það er heiður að
ganga með svona góðu fólki... elja, þrautsegja,
áræðni, jákvæðni, þakklæti, samheldni, virðing,
vinsemd og gleði fleytir mönnum nefnilega lengra...
á fjöllum ekkert síður en í lífinu...
Þau eru okkur öllum
ómetanleg fyrirmynd og dýrmæt áminning um að
Alls 24,9 km á 14:22 klst upp í rúmlega þúsund metra hæð á öllum fimm tindum með alls hækkun upp á 2.282 m miðað við 173 m upphafshæð!(Syðsta súla: 1.128 m / Miðsúla: 1.067 m / Háasúla: 1.031 m / Norðursúla: 1.018 m / Vestursúla: 1.098 m)
Google earth...
Hæðarþversniðið líkist ansi mikið Botnssúluásýndinni frá Hvalfirði ;-)
Ferðasagan í heild hér: http://www.fjallgongur.is/tindur80_botnssulur_allar5_300612.htm
... og allar
ljósmyndir þjálfara hér:
Og frábærar myndir
leiðangursmanna á fésbókinni! |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|