Tindferð 31 - Hádegishyrna og Mórauðihnúkur 2. janúar 2010
Með tungli og sól á nýársgöngu Töfrar vetrarfjallamennsku eins og þeir gerast tærastir
Fyrsta ganga ársins 2010 var farin laugardaginn 2. janúar og var þátttökumet enn slegið í tindferð þar sem 44 félagar mættu og nutu fegurðar vetrarins í mesta skammdeginu með bæði tungl og sól á himni... Gengið var á Hádegishyrnu og Mórauðahnúk á austanverðri Skarðsheiði með kristaltærri sýn á Skessuhorn og tinda Skarðsheiðar og fjöllin allt um kring í vestri, austri, norðri og suðri. Veðrið var með besta móti, Heiðskírt, NA 2 m/s og -5 til -11 °C. Ein fegursta gangan í sögu klúbbsins... enn einu sinni... ...sem segir manni bara eitt;... fjallamennskan býður upp á ótakmarkað marga fagra göngudaga sem ekki skyggja hver á annan heldur bæta enn einum dýrgrip í fjársjóð fjallgöngumannsins í hvert sinn sem hann leggur í hann...
------------------------- Lagt var að stað úr bænum kl. 7:00... daginn eftir nýársdag... jebb, svona er lífið þegar maður er á fjöllum allt árið...
Og lagt í hann gangandi frá
Draganum kl. 8:28
í næturmyrkrinu en með nánast
fullt tungl
á himni Sjá ísilagðan lækinn sem gengið er yfir á mynd.
Tunglið
vísaði veginn upp austurhlíðar
Hádegishyrnu
þar sem gengið var meðfram brúnum
Villingadals
Ingi fræddi
okkur reglulega um
hitastigið,
vindkælinguna og vindmetra á sekúndu
Toppfarar og tunglið... félagar á fjöllum...
Færið var mjög gott, brakandi þunnt lag af snjó yfir öllu og hvergi hálka nema við vatnsföll, læki og mýrar. Hálkugorma-áherzla þjálfara má sín lítils þegar dagarnir eru alltaf svona góðir en allur varinn er góður þar sem maður vill bara lenda einu sinni í því að komast hvorki lönd né strönd fyrir hálku...
Austurhlíðar Hádegishyrnu eru ótrúlega drjúgar en þegar náð var tæplega 900 m hæð vorum við komin upp á heiðina og stutt í tindinn við brúnirnar í vestri. Mjög grýtt landslag sem mildaðist í snjónum.
Tunglið enn með í för.. það skilaði okkur alla leið... ...og var eins og eitt af göngumönnunum í röðinni frá sjónarhóli þjálfarans sem rak lestina...
Að baki var sólin að koma upp... ...með Akrafjall, Esjuna, Móskarðahnúka, Búrfell á Þingvöllum, Hvalfell, Eyjafjallajökul, Botnssúlur, Hvalfell, Heklu, Kálfstinda, Klukkutinda, Tindaskaga, Kvígindisfell, Skjaldbreiður, Skriðutind, Hlöðufell, Stóra Björnsfell, Þórisjökul, Geitlandsjökul, Langjökul, Ok, Eiríksjökul og Strút... í roðanum í suðri og austri...
Eyjafjallajökull var eina fjallið sem stóð í okkur og fékk á sig
kenningar eins og Lyngdalsheiði og Þríhyrning... Fjórir jöklar hvorki meira né minna...
Skyndilega reis Skessuhornið í vestri...
Og við máttum vart mæla fyrir þeirri tignarlegu sýn sem greip okkur á brúninni... hrikalegri tind er erfitt að finna á Suðvesturhorninu sjónrænt séð og Skessuhornsförum varð á orði... "hvað vorum við eiginlega að gera þarna í mars í fyrra?...
Þarna var golan nöpur og fljót að kæla menn niður svo afráðið var að leita skjóls í suðurbrúnum niður að Grjótárdal með hrygginn vestur að Lambatunguhnúk neðar... freistandi að halda áfram en þessi leið bíður okkar síðar... hugsanlega í nýársgöngu 2011? þar sem gaman væri að ganga upp Kambshornið á hrygginn og vestur á Skarðskamb... með sólargeislana þá skínandi á okkur allan daginn ólíkt skugganum sem við vorum í þennan dag.
Gengið að nestisstaðnum... Akrafjall og brúnir Miðfjalls í Skarðsheiði til suðurs nær.
Nestið var meira og minna frosið... þjálfari minnist þess ekki að hafa áður bitið í samloku og fengið nístandi tannkul við hvern bita... en kakóið gerði allt gott og klesst samloka með heitu kakói var góður og gamalkunnur biti eftir nýlokin veisluhöld hátíðanna...
Sólin tók sína fyrstu geisla á okkur í matnum og litirnir
einstakir á þessum árstíma
Köld en nærð var gengið af stað aftur með brúnum Hádegishyrnu.
Ásta, ástríðuljósmyndari hér í félagsskap Skessuhorns í fjarska.
Tungið að setjast í vestri yfir
Snæfellsjökli
og
fjallgarði Snæfellsness
með rauðgula sólargeislana á snjónum nær...
Fjallasýnin í austri... Ok, Langjökull-Geitlandsjökull, Þórisjökull, Stóra-Björnsfell, Hlöðufell, Skjaldbreiður, Skriðutindur og Kvígindisfell á mynd.
Brúnir Mórauðahnúks sem tekur við af Skarðshyrnu í norðri... sjá kortið "Skarðsheiðarhringur" sem gefið var út af sveitarfélögunum á svæðinu í haust og Ingi dreifði á klúbbfélaga ásamt korti af Hvalfirði.
Fjörutíuogfjórir Skarðsheiðarfarar...
Efri:
Bára, Ásta H., Kári Rúnar, Petrína, Hlynur, Lilja K., Ketill,
Anton, Rikki, María, Hjölli, Óskar Úlfar, Heiðrún, Birna,
Guðmundur Baldur, Jóhannes Svavar, Anna Elín, Þorsteinn, Inga
Lilja, Lilja B., Ingi, Eyjólfur, Áslaug, Ingvar Páll, Snædís,
Björgvin J., Sigrún, Leifur, Halldór og Kristinn. Þar af var Hlynur hennar Petrínu að mæta á sína fyrstu göngu og sást lítið aftast... Og fjallaskutlan hún Dimma var líka með.
Skessuhornsfarar með Skessuhorn í baksýn.
Roar, Þorsteinn, Guðjón Pétur, örn. Faðmlag utan um Siggu sem sýnt hefur fádæma hetjulund og styrk frá hinum örlagaríka degi í fyrra. Á mynd vantar Gylfa Þór, Simma, Soffíu Rósu og Stefán Heimi sem ekki voru í göngu dagsins.
Mórauðihnúkur var jafn aflíðandi og Hádegishyrna...
Og útsýnið nú til norðurs m. a. að Baulu og Tröllakirkju á Holtavörðuheiði og vestur á fjallgarð Snæfellsness í vestri og Hafnarfjalli við Skarðsheiðina og svo Skorradalsvatni nær í norðri.
Norðurhlíðar Skarðsheiðarinnar með Skessuhorn fjærst...
Sólin virtist varla rísa til að skína á okkur enda
sólarupprás kl. 11:21
og
sólsetur 15:38...
Gengið var alla leið að norðurbrún Mórauðahnúks áður en snúið var yfir á brúnirnar við Villingadal.
Harpa, Eyjólfur, Björgvin Jóns og Elsa Þóris.
Gengið að brúnunum við Villingadal þar sem við sáum brúnirna sem gengnar voru í myrkrinu um morguninn.
Tindur Toppfara í febrúar...
Strútur
í fjarska við
Eiríksjökul
sem er tindurinn í apríl...
Gengið niður
Mórauðahnúk
sem merkur er hæstur
810 m
á Skarðsheiðarkortinu en þarna er hæðin lægri og hæsti punktur
mun nær Hádegishyrnu sem þýðir að kortið er ekki með öllu rétt
ef maður horfr á merkta staðsetningu og hæðartölu á kortinu,
enda er svona vinna sífellt í endurskoðun. Við ákváðum að láta
hæsta punkt ráða þar sem segja má að farið sé niður af
Hádegishyrnu ofar - sjá kort neðar - en eins mætti segja að
þessi tangi sé Mórauðihnúkur og þá þyrfti hann að skilgreinast
lægri eða um
Mórauðihnúkur var drjúgur eins og Hádegishyrna en útsýnið í allt
aðrar áttir
Litið til baka upp á Mórauðahnúk í skugganum... Synd að hafa sólina ekki hærra á lofti en um leið var þetta tær snilld og ekki hægt að kvarta.
"Erfiðasta" yfirferð dagsins... smá brekkur niður af Mórauðahnúk sem voru vel færar.
Þarna var grýttast og seinfarið um hált lausagrjótið.
Gljúfrin svo neðar sem eru hvert öðru fallegri og leyna á sér
þar til komið er nær
Heiðrún, Heimir og Hjölli með
Skorradalsvatn
í baksýn sem var
ísilagt
eftir frosthörkur síðustu daga
Komið niður í
Villingadal
með fossa
Villingadalsár
ofan af Skarðsheiðinni... Sigga Rósa, Kristín Gunda, Heiðrún, Björn og Ingi.
Gengið var að stærsta gljúfrinu þar sem frosnir lækir runnu niður um allt... nei við ætluðum ekki þarna niður... bara skoða... Óskar Úlfar, Guðmundur Baldur, Harpa, Hjölli, Rósa og Anton.
Gengið meðfram gljúfrinu um Villingadal í austur í leit að góðum stað til þverunar.
Gljúfrin
sameinast
á einum kafla svo krækja þurfti fyrir þau og þvera einn af
mörgum ísilögðum lækjum
Kjarrið tók við og maður fann ilminn af birkinu í hjartanu ...
Góð leið fannst niður í gljúfrið þar sem ísilögð Villingadalsá rann í klakahröngli.
Jú, enn líf í henni undir ísnum og hefði verið auðvelt að leika
sér þarna lengi með myndavélina
Grasið tók við og gamall vegaslóði að bílunum meðfram Dragaá sem bauð upp á ísilagða fossa á leiðinni... Síðasti tónn ferðarinnar var þar með sleginn... Klingjandi kristaltær ganga á mörkum dags og nætur Flottari dag á fjöllum í svartasta skammdeginu er ekki hægt að hugsa sér.
Gangan mældist
14,5 km
á
6:10 - 6:20 klst.
upp í 973 m
hæð
(Hádegishyrna) og
819 m hæð
(Mórauðihnúkur)
Komin í bæinn um kl. 16:00 eftir sólsetur í rökkri.
Gps-prófíllinn með hæsta punkt 973 m.
Gps-slóðinn í afstöðu við nágrennið (vítt sjónarhorn).
Google Earth loftmyndin með
Skessuhornsgöngunni
frá því í 28. mars 2009 sem fylgir okkur um ókomna tíð...
Við eigum nú eingöngu eftir að ganga um miðhluta
Skarðsheiðarinnar... búin með vestur- norður- og
austurhlutann...
Árið 2010 hefst með tærri snilld sem gefur auðvitað tóninn fyrir
framtíðina... |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|