Tindferð 78 - Þverártindsegg laugardaginn 26. maí 2012

Þverártindsegg
... í stórfenglegu alpalandslagi...

Hvítasunnuhelgina 25. - 27. maí - sem jafnframt var 5 ára afmælishelgi fjallgönguklúbbsins - héldu rúmlega 30 Toppfarar austur í suðursveit og gistu að bænum Króki í boði Sæmundar Elíassonar ... og gengu á eina fegurstu fjallstinda landsins undir leiðsögn Arctic Adventures/Jöklamanna sem Jón norðan-Heiðar Rúnarsson stjórnaði en í þetta sinn vorum við samferða fjallgönguklúbbnum Fjallhress sem Wildboys halda úti austur á fjörðum...

Veðrið var með besta móti, heitar en nokkru sinni á jökli í sögu klúbbsins þar sem hann mældist 21° á tímabili enda rann svitinn stríðar en áður og menn sólbrunnu svo vel mátti merkja för eftir hjálma, buff og gps á skinni félagsmanna ;-)

Með í för var afmæliskakan... merkt hópmyndinni af Hrútsfjallstindum frá því í maí í fyrra...
í okkar árlegu jöklaferð á
Vatnajökul sem eru hverri annarri magnaðri...

Kakan var fjórði farþeginn í bílnum... vel pökkuð innan um farangurinn og hjálmarnir hengdir á höfuðpúðann ofan við hana...

Það segir ýmislegt um veðrið þessa helgi að til landsins kom hitabylgja sem ógnaði endingartíma kökunnar í heitum bílnum á leiðinni...

Menn komu sér austur á ýmsum tímum, sumir snemma, aðrir seint eftir því sem hentaði
og menn gerðu sér mismikið ferðalag úr akstrinum undir hinum mergjuðu
Eyjafjöllum sem aldrei klikka...

Nokkrir komnir í hús að Króki... bæ í eigu fjölskyldu Sæmundar þar sem átta manns gátu gist innandyra og aðrir úti á tjaldstæði
eða í svefnpokaplássi að Lækjarhúsum og nágrenni...

Kúrekarnir að tjalda fellihýsinu hans Kjartans í veðurblíðunni á föstudagskvöldið...

Það var notalegt á tjaldstæðinu eftir því sem leið á kveldið... 

Blíðskaparveður og allir í gírnum fyrir göngu um einn fegursta fjallasal landsins...

Ræs klukkan 01:45 - 02:00 eða svo... brottför kl. 2:45 frá tjaldstæði og stefnumót við leiðsögumenn og Fjallhress kl. 3:00 við afleggjarann af þjóðvegi eitt inn Kálfafellsdal sem er eingöngu fær jeppum og góðum bílstjórum inn áraurar bæði þurrar og blautar... allir mættir á réttum tíma nema Toppfararnir að bíl Jóhannesar með þjálfara innanborðs undanskildum... ekki til fyrirmyndar og má ekki gerast aftur...

Jóhannes er aðal-bílstjóri Toppfara... hann fór í loftköstum á sínum 38 tommum inn eftir dalnum... fer orðið nánast ekkert í jeppaferðir þar sem hann er alltaf í fjallgöngum... og naut þess því að halda færninni við þegar þessi fáu tækifæri gefast... skildi allan bílaflotann eftir í rykinu...


Mynd fengin að lani frá Ágústi Rúnarssyni

... sem gerði það að verkum að fyrsti bíll var í engu kunnugt um það sem gerðist á miðri leið....einn bílanna frá Fjallhress festist út í miðri ár svo draga þurfti hann upp... Anton sem allt getur var ekki lengi að vaða út í ánna á vöðlunum sínum og þræða kaðal við bílinn til að draga hann...


Mynd fengin að lani frá Ágústi Rúnarssyni

...með allan fjöldann á bakkanum að fylgjast með en á þessum tímapunki sameinuðust menn í stærri bíla og skildu allavega einn eftir...

Loks skiluðu allir sér inn Kálfafellsdalinn og síðasta krókinn inn eftir að upphafsstað göngunnar...
...skýin óðum að léttast og víkja fyrir rísandi morgunsólinni...

Tveir undanfarar lögðu af stað á undan...
til að kanna leiðina og setja tryggingar ef þyrfti á tæpustu stöðunum til að flýta fyrir fjöldanum...

Við vorum hvorki meira né minna en 29 Toppfarar, 20 Fjallhress og átta leiðsögumenn eða alls 67 manns... en það hefur aldrei gerst í sögu Toppfara enda ekki farið áður með öðrum á fjöll nema jú þegar ÍFLM setti okkur með stórum leiðangri á Hnúkinn þarna um árið ;-)

Jón Heiðar Rúnarsson var yfirleiðsögumaður dagsins... fjallamaður, björgunarsveitarmaður og skíðamaður á Akureyri... með glettnina og léttleikann að leiðarljósi... alveg í stíl við æringjana í Toppförum sem heilluðust upp úr skónum af þessum stjórnanda dagsins ;-)

Veðrið með fínasta móti... morgunroðinn kominn á skýin og við vorum til í allt...

Gangan hófst kl. 4:54 að morgni hvítasunnu-laugardagsins 26. maí...

Menn fljótlega komnir úr mestu fötunum enda á brattann að sækja frá fyrsta skrefi...

Myljandi grjótbrekkur á fyrsta hluta leiðarinnar
og gæta þurfti að
grjóthruni sem verður enn erfiðara viðfangs í þetta stórum leiðangri...

Allir enda með hjálma og vanir að gæta sín en Sæmundur vakti athygli á því eftir ferðina að það voru fyrst og fremst stafirnir en ekki fæturnir sem voru að koma grjóti af stað... umhugsunarvert fyrir okkur almennt... að gæta að stöfunum þegar við förum um grjóthrunsbrekkur, ekki nóg að stíga varlega til jarðar...

Mögnuð uppgönguleið og vel fær öllum sem á annað borð standa í klöngri allt árið um kring
og láta ekkert slá
sig út af laginu...

Skýin skriðu inn dalinn og fyrstu sólargeislar dagsins féllu á þau á kafla...

Fátt jafnast á við dagrenningu beint í æð á fjöllum...

Þetta gekk mjög vel í sterkum og samstilltum hópi þar sem enginn var í vandræðum og menn fylgdu vel á eftir...

Sjá út eftir að Kálfafellsdal þar sem bílarnir komu um morguninn inn eftir...

Sjá bílana fyrir neðan og Kálfafellsfjöll í baksýn orðin skýlaus...

Hvert skref var öðru ævintýralegra inn í töfraheim sem opnaðist betur eftir því sem ofar dró...

Skuggar göngumanna að falla á bergið í röðum...

Við vorum komin í sólargeislana sem risu hægt og hljótt með hverri sekúndu...

Ofar var mesta klöngrið á þessum kafla framundan og leiðsögumenn undurbjuggu það vel með tryggingum, línum
og varðstöðum á tæpustu stöðunum... meðan við virtum fyrir okkur útsýnið í tómu áhyggjuleysi...

Snæfell sunnan Vatnajökuls að koma í ljós... snjólaus eins og dökk stríta upp úr berg-sleginni rjómatertunni...

Eggin kom sífellt betur og betur í ljós undan skýjunum...

Þetta gekk vel um tæpistiguna með varðmenn á hverjum pósti...

... en svo var farið niður gil eitt sem var snjólegið alla leið upp
sem var fljótfarnara og öruggara í stórum hópi og línurnar ofar í klettunum ekki nýttar að sinni...

Litið til baka þar sem menn fóru tæpistiguna með aðstoð leiðsögumanna...

Fínasti skafl og við máttum varla ganga fyrir mali... ;-)

Frábær leið að fara þarna um en annars hafa menn einnig farið upp þessa strítu á klöngri eða í hliðarhalla
og áfram þann hrygg út á hliðarhallann sem svo tekur við ofar...

Við fylgdumst með norðanmönnum fara upp á undan okkur... fjórir menn á ferð - sjá þá ganga í snjóbrekkunni neðarlega á miðri mynd...

Haraldur Sigurðarson (www.naturalis.is) og félagar í Súlum - björgunarsveitinni á Akureyri (www.sulur.is) á ferð...
en Haraldur og fleiri hafa haldið úti 24 tindum síðustu ár við mikla lukklu fjallgöngumanna...
þ.á.m. Toppfara sem fóru ansi margir í fyrra (www.24x24.is)...

Við vorum komin í snjó þegar upp úr gilinu var komið... sléttum og úfnum... hörðum og mjúkum... blautum og þurrum...

Þarna höfðu fallið snjóflóð og yfirferðin líktist því að fara yfir úfið hraun á köflum...

Fjallasalurinn tók að opnast og við vorum hugfangin af staðnum...

Það voru greinilega engar ofsögur sagðar af þessum stað... hann var flottari en allar myndir sýna...

Landslagið var fremur framandi... minnti á evrópsku alpana fyrir þá sem þangað hafa komið...

Útsýnið til norðausturs að Snæfelli vinstra megin hálfpartinn í skýjunum og Karli og Kerlingu hægra megin við miðja mynd...

Karl og Kerling eru klettadrangar í Kálfafellsfjöllum... sagan segir að Kerlingin hafi eitt sinn verið hærri Karli...

Við tók hliðarhallinn inn undir Eggina sem mörgum fannst erfiðasti hluti leiðarinnar á meðan aðrir tóku hann létt..

Færið með góðu móti svo hægt var að spora alla leið en þó hált og hart á köflum...

Sumir hefðu viljað vera í broddum og þarna kom enn einn tímapunkturinn í síðustu jöklagöngum
þar sem
keðjubroddarnir hefðu komið að góðum notum til að gefa festu og öryggi þar sem ekki var farið í jöklabroddana...

Komin yfir mesta hallann og í góð spor hér síðasta hlutann...

Eftir hliðarhallann var fyrsta nestispása dagsins... í sól og hita undir Egginni....

Við vorum í hátíðarskapi rétt si svona í morgunsárið kringum sjöleytið... hvar annars staðar en á fjöllum ;-)

Ekki slæmur veitingastaður þetta...

Allir að skila sér inn...

... í morgunskugganum...

Eftir nestispásuna tóku línurnar við...

Menn röðuðu sér í átta manna hópa og vildu eðlilega helst vera með sínum fjallgönguhópi ;-)

Framundan var Eggin... köld... ógnvekjandi... freistandi...

... á ægifagurri leið þar sem maður missti algert tímaskyn og skildi ekkert í því að klukkan væri rétt um átta um morguninn...

...með alla þessa skínandi sól hátt á lofti og við lengst uppi í fjöllum... í miðjum himninum... ofan við borg og bý...

Við fórum inn í annan heim þar sem önnur lögmál giltu eins og gjarnan á fjöllum með eitthvurt skap...

Þetta var of lygilegt til að vera satt...

Magnað alpakennt landslag sem skilur eftir sig ljóslifandi minningar sem aldrei fölna...

Grátt yfir snjónum... aska frá Eyjafjallajökli hlaut það að vera...

Við höfðum verið í sól hingað til en nú tóku skýjabólstrar að skríða inn Kálfafellsdal og fylla hann dúnmúkum bólsturskoddum...
sem kitluðu okkur alla leið upp fyrir sig upp á tind... en náðu okkur aldrei...

Við þveruðum skriðjökulinn Skrekk með því að fara samsíða sprungulaginu, gengum þversum á línunum yfir... annar hver maður hægra megin og annan hver maður vinstra megin... þannig dytti annar hver maður ofan í sprungu ef hún opnaðist og hinir myndu þá halda...

Við heyrðum niðinn í vatninu renna niður Eggina... sjá litlu fossana í snjóslegnum klettunum... og öðru hvoru hrundi snjórinn í drunum niður... fyrir utan drunurnar ógurlega sem glumdu í fjallasalnum reglulega þennan dag... snjóflóð að falla í öðrum dölum í kringum okkur...

Ágústa, Toppfari,  Gestur leiðsögumaður og tvö eldhress frá Fjallhress... alveg í stíl við Eggina...

Fyrsta alvöru brekkan í upp snjó og línum...

Við biðum talsvert á þessum kafla meðan Jón norðan Heiðar mat snjóflóðahættu
og á meðan fóru tvær línur annars gönguhóps fram úr okkur sem hét Vatn & Heilsa frá Selfossi...

Það var brjálað stuð í línunum...

...og kátínan lak í stríðari straumum af göngumönnunum en svitinn og þá var nú mikið sagt í þessum hita ...

Örn og Hugrún að taka fram úr Hláturlínunni í brekkunni...

Sem mátti varla vera að þessu fyrir hlátrasköllum...

Þetta vannst betur svona og við komumst öll upp á endanum...

Færið skínandi gott... betra en að fara þarna um í glerhörðu færi á jöklabroddum...

Fölskvalaus gleðin var ríkjandi í þessari ferð...

Þetta var veisla leiðangursmanna sem æft hafa vel vikum, mánuðum, jafnvel árum saman
og áttu skilið að upplifa annan eins dag...

Við tók löng brekka upp að sprunguhaftinu ef svo má segja um sprungnu brekkurnar sem biðu ofar...

Og skýjaslæðan gældi við síðustu menn...

En sleppti fljótt takinu enda vorum við komin það ofarlega að sólin réð ríkjum þar með...

Hæstu tindar Kálfafellsfjalla risu upp úr skýja-djúpinu...

... "We are free... We´re all alone in our universe"...

Snjórinn lagskiptur og jökullinn sprunginn hér og þar í stöðugu falli niður dalinn...

Það var auðvelt að gleyma sér í myndatökum af kræsingum dagsins...

Hér mættum við norðanmönnunum fjórum og heilsuðumst...  fjórir björgunarsveitarmenn frá Súlum í Eyjafirði ...  þ. á. m. Haraldur Glerárdalsmaður sem leiðsagði Toppförum um Kerlingu og sex aðra tinda Glerárdalsins árið 2009 í enn annarri stórkostlegri ferð sem þessi klúbbur á í verðmætakistunni sinni ... en Haraldur bíður eftir því að Toppfarar þiggi heimboð hans á 16 tinda um Látrafjöll fyrir norðan sem er í vinnslu fyrir dagskránna 2013... það er alltaf eitthvað annað á dagskránni sem truflar árleg plön þjálfara að setja þessa spennandi gönguleið á dagskrá...

http://www.naturalis.is/index.php?option=com_content&view=article&id=25:latrarfjoll&catid=12:erfidleikastig6&Itemid=18

Ein af mörgum, bröttum brekkum á leiðinni...

Litið til norðausturs að Kverkfjöllum sem fóru hér að sjást hinum megin Vatnajökuls... og Karls og Kerlingar nær...

Fyrsta sjáanlega sprunga dagsins...

Hún lá þvert á brekkuna og var dæmigerð fyrir landslagið á þessari leið... sem er meira og minna sprungin alla leið upp á topp...

Ágústa og Lilja með Kálfafellsfjallstindana upp úr skýjunum...

Sólin bakaði okkur grimmt enda að nálgast hádegi... og við svitnuðum eða brunnum á víxl...

Stærsta sprunga leiðarinnar framundan...

Litið til baka... sjá brattann sem var vel fær en einkennandi fyrir gönguleið dagsins allan tímann...

Útsýnið til norðausturs...

Snæfell vinstra megin - snjólaus klettastríta yfir bergdröngum sem varða hana allan hringinn og Karl og Kerling fyrir miðri mynd...

Sprungan að koma í ljós...

Ekki langt í að hún opnist alveg svo fara þarf á stakri snjóbrú yfir hana
sem Hugrún og ofurfélagar í TKS gerðu hér um árið:

- sjá myndir -

Hér skyldi hoppa yfir og ekki hika... lítil hætta þar sem við vorum að sniðganga hana að mestu í öðrum endanum
en aldrei að vita samt og ágætt að æfa sig í sprunguhoppi...

Forvitnilegt verður að sjá hvernig þessi sprunga lítur út síðar í sumar...

Hvelfingin þarna niðri undir snjóbrúnni var mikil... enda er maður gjarnan að hoppa á snjóbrúnni báðum megin yfir svona sprungur sem lokast af snjóbrúm yfir vetrartímann og opnast að sumarlagi...

Allt gekk vel og við héldum áfram síðasta spölinn upp á tind...

Litið til baka að sprungunni...

Síðustu menn komnir yfir...

Það var varla hægt að ganga fyrir hitanum en  flókið að fækka fötum í línu þar sem ganga þarf í takt... auk þess sem smá gola var fljót að kæla mann aftur og erfitt að finna hvað hentaði best...

Sprungur og snjóhengjur um allt...

Við vorum skýjum ofar allan þennan dag...
...með tindana í Kálfafellsdal að brjótast gegnum skýjabreiðuna sem lá yfir dalnum og hindraði bratta sýnina niður í hann...

...en við hefðum ekki viljað skipta á hreinu skyggni með dæmigerðri kaldri norðanátt
og heitu logninu sem fylgdi þessu dúnmjúka veðri...

Robyn var einn leiðsögumanna dagsins... frá Finnlandi og á sínu þriðja starfsári á Íslandi...
Frábær drengur sem menn kynntust vel ef þeir gáfu sig á tal við hann...

Útsýnið yfir Kálfafellsdal...
Fjöllin upp úr skýjunum og snarbratt niður í dalinn fyrir neðan þegar færi gafst á að kíkja gegnum snjóbreiðuna...

Lítið eftir og síðasta brekkan framundan á tindinn...

Tindurinn að koma í ljós...

Ekki spurning að klára þetta í einum rykk...

Vatn & Heilsa komin á tindinn að fagna og taka hópmynd og Toppfararnir og Fjallhress að klára síðustu menn upp...

Nestisstopp uppi á fjallsbrún sem telst með þeim æsilegustu í sögunni...
bókstaflega nánast í fríu falli að manni fannst niður í kálfafellsdal þar sem bílarnir stóðu eins og litlar þúfur í grjótinu...
og tindurinn á Egginni ofan við mann...

Anton að fagna á tindinum...

Farið var á Eggina í röðum og menn klofveguðu eða tindafögnuðu...

Snarbratt niður aftur en ekkert mál í góðu snjófæri...

Litið niður á bækistöðvar við tindinn með Kálfafellsdal hyldjúpan beint fyrir neðan...

...alla leið niður á bílana sem sjást almennt frá brúninni... ansi sjaldgæf sýn af jafnháum fjallstindum...
Næstum hægt að fá svima við að horfa niður á myndinni...

Sæmundur - Kjartan - Steinunn - Jón sunnan-Heiðar á leið aftur niður af tindinum...
...með restina af Egginni alla leið yfir á Snæfell sunnan Vatnahjökuls...

Útsýnið til suðurs yfir Þverártindseggjar sem eru
"3 -4 km langur hryggur úr 4-6 milljóna gömlu basalti líkt og svo mörg fjöll á suðausturlandi"
að sögn Ara Trausta...

Útsýnið yfir hluta Vatnajökuls í vestnorðvestur til nyrsta hluta Veðurárdalsfjalla? - öskjulaga landslag sýnist manni
og fjær til Esjufjalla sem skríða út úr Vatnajökli...

Litið til baka á Egginni með Fjallhressa línu nær og Toppfaralínu fjær...

Alvöru tindur.. fjallseggjar eins og þær gerast flottastar...

Vatn & Heilsa á leiðinni niður... með Snæfell vinstra megin og Karl og Kerlingu upp úr skýjunum...

Krapið í Þverártindsegg næst (viljandi, svo fallegt) - Veðurárdalsfjöll nær
og Öræfajökull með Hvannadalshnúk, Sveinstindi (árið 2014) og félögum fjær...

Síðustu Toppfararnir að fóta sig um á tindinum fyrir toppa-mynd...

Jón norðan Heiðar tók hugmyndinni um að taka fimmu-hópmynd á tindinum vel...
....og gaf hana ekki eftir þegar hópurinn var á því að sleppa henni vegna hás flækjustigs varðandi í og úr línum... þökk sé honum ;-)

Tindafagn í hæsta gæðaflokki...

Litið til suðurs með áframhald af Egginni í átt til strandar...

Dásamlega frábærir félagar á fjöllum...

Óskar Wildboys - Fjallhress - Toppfari og leiðsögumaður Arctic Adventures, Stefán, Súsanna, Sigga Rósa, Rikki, Leifur, Steinunn, Anton, Bára, Jóhanna Fríða, Sylvía, Gylfi, Elsa Þóris, , Sigga Sig., Roar, Sæmundur, Anna Sigga, Lilja Kr., Gerður Jens., Katrín Kj., Hjölli, Jóhannes, Lilja Sesselja?, Ágústa, Hugrún, Kjartan, Unnur, Ágúst, Ingi og Örn... með gamlan fána Toppfara sem er sannarlega kominn tími til að endurnýja... með lógói sem er sífellt á vinnsluborði þjálfara og kláraðist ekki fyrir þessa ferð...

Esjufjöll í Vatnajökli og...

... menn drukku greinilega nóg að vökva í þessum hita... ;-)

Fimman sem leiðsögumennirnir mynduðu fyrir hópinn
en flæktist aðeins fyrir okkur þar sem við urðum að brölta þarna upp í línum...

... en við létum okkur hafa það, ekki síst fyrir þrjósku Jóns norðan-Heiðar...

... og við vorum ekki lengi að þessu...

Unnur, Katrín, Lilja, Ágústa, Bára, Gestur - leiðsögumaður, Jóhanna Fríða, Sylvía, Lilja Sesselja, Gylfi, Ingi, Jón norðan-Heiðar - leiðsögumaður, Jónsunnan-Heiðar - leiðsögumaður, Steinunn, Kjartan, Sæmundur, Stefán, Örn, Hugrún, Ágúst, Gerður, Sigga Rósa, Rikki, Súsanna og Óskar - leiðsögumaður... en á mynd vantar hröðu línuna sem var lögð af stað niður ásamt Fjallhress ;-)

Svo var að koma sér niður og í línur fyrir niðurgönguna...

... þó við tímdum því varla enda vorum við allt upp í einn og hálfan tíma uppi á tindinum...

 ... en undir það síðasta var komin gola og menn klæddu sig í úlpurnar...

... til þess eins að fækka öllum fötum aftur smám saman á niðurleiðinni í myljandi snjókrapinu...

...eftir því sem sólin bakaði okkur og snjóinn meira...

... í dásamlegu logninu alla leið niður...

Ágústa hoppar yfir eina sprunguna þar sem halda þurfti línum strekktum meðan hoppað var...

Þetta endaði á nokkurs konar brimbretta-aðstæðum...

...þar sem runnið var niður á skóm eða afturendum...

... og við hlógum okkur vitlaus á meðan...

Fórum gegnum skýjaþokuna á miðri leið...

... sem fljótlega opnaðist er neðar dró og Kálfafellsdalur kom aftur í ljós...

... með sínu hrikalega landslagi sem engum gleymist...

Aftur niður gilið góða...

... og grýttan brattann alla leið niður á bílana...

...en við mundum ekkert eftir því að hafa farið svona langa leið um morguninn í grjótinu...

Einkennandi brattinn á þessari leið sem gerir gönguna að einni af þeim stórbrotnari í sögunni...

... bókstaflega alla leið niður í dalinn... en í grunnbúðum biðu fyrstu menn á meðan hinir tíndust niður smám saman
svo um einn og hálfur tími skildi á milli manna...

Fannar, Svavar, Robyn og Matti leiðsögumenn...

Gestur, Jón sunnan Heiðar og fyrrnefndu drengir... að hvíla lúin bein og viðra tær eftir flottan túr...

Sumir fengu sér fótabað...

 Þjálfarar buðu öllum afreksmönnum dagsins upp á sérmerktan Toppfara-bjór
af hendi Jóngeirs Þórissonar hádegisskokkara frá upphafi 2007 (www.pamfill.is) ...

 ...merktur hópmyndinni af Hrútsfjallstindum frá því í fyrra í jafn stórfenglegri göngu og þennan dag...

Viðrun dagsins í vímu sem er engu lík...
....áður en óborganlegur bílahasarinn tók við aftur út dalinn í ekki minni hlátrasköllum en á bestu tímum í fjöllunum..

Á tjaldstæðinu tóku Halldóra Á. hans Roars, Heiðrún hans Inga, Helga hans Antons og Lilja Bjarnþórs og Íris hans Jóhannesar við hópnum með ferðasögu sína af göngu inn Klukkugil og fleira... þar sem Íris fann tanngarð úr dýraríkinu sem hún vildi endilega láta Önnu Siggu kíkja á...
en þær stöllur áttu sama dýrindisdag í óbyggðum eins og við ;-)

Eftir sturtu... eða enga sturtu... tók grillið við í sumarhitanum og sveitasælunni...

... þar sem við dekkuðum upp langborð í höðunni sem var skreytt diskóljósum...

Grillaðar voru alls kyns kræsingar á nokkrum grillum í samvinnu sem er þessum hópi vel lagið...

... og heilu krásirnar voru fram bornar...

Lopapeysuliðið stóð fyrir sínu en Óskar Wild og Sigga Sig slógu klárlega öðrum við í athyglisverðu mynstri...

Anton bauð upp á dýrindis forrétt eins og í fyrri útilegum... grafinn silung með kaldri sósu sem bráðnaði í munni...

Katrín R., Lilja Sesselja, Súsanna og Gylfi að elda ;-)

Borðhaldið að austan... ;-)

Borðhaldið að vestan ;-)

... og aukaborðið... með Perúdúk fyrir Perúfara...

Rikki stjórnaði fjöldasöng með Toppfaralaginu og fleiri góðum slögurum...

Kúrekarnir slógu í gegn með þema sínu sem þau tóku alla leið... þó Ísland gerði það ekki í Evróvisjón... en þau bættu nýju lagi í safn Toppfara með hreint út sagt frábærum heimasmíðuðum texta við lagið "Nína" og verður hér með sunginn næstu árin...

Núna erum hérna á Króki
allir eru í sælu móki
það er hvorki fúlt né flókið
er Toppfararnir koma saman
allir glaðir verð'í framan
er á fjöll við förum saman öll.

 Það er frítt á fjöllum okkar
enda við svo flottir skrokkar
Toppfararnir ætíð rokka
á fjöllin örkum dag' og nætur
höfum á hvort öðru gætur
með þreytta fætur líður okkur vel.

 Þegar svo á sléttlendi er komið allt hér umturnast
og við fögnum því að komast alla leið
og við borðum, drekkum, dönsum fram á rauða nótt

 Ert'að sofna, þú mátt ekki hætta svona fljótt
opna augun, sýndu að þú hafir nægan þrótt 

Dagurinn var æði með þér
kvöldið bjart og litríkt með þér
er nóttin kemur, vertu með mér

 Þegar svo á sléttlendi er komið allt hér umturnast
og við fögnum því að komast alla leið
og við borðum, drekkum, dönsum fram á rauða nótt 

Ert'að sofna, þú mátt ekki hætta svona fljótt
opna augun, sýndu að þú hafir nægan þrótt 

Ekki sofna Ó, rístu upp, af gleði er hér gnótt
Opna augun, njótum þess að vaka sumarnótt.

Jóhanna Fríða Dalqvist ;-)

Þá tók við hefðbundin spurningakeppni sem Ingi og Heiðrún stjórnuðu og sló enn betur í gegn en nokkru sinni... 

Giska þurfti á tilvísanir í texta úr göngum klúbbsins... og leika ýmsa Toppfara...

...og það var slegist um bjölluna eins og áður af alvöru keppnisskapi þar sem öllu var fórnað...

Hópsímtalið var í þetta sinn tekið til Skúla Fjallhress en þau gistu að Hala...

... sem endaði með því að hann mætti á svæðið ásamt Önnu konu sinni í síðasta hluta partý-sins...

Þar sem endingarbestu Toppfararnir héldu út til rúmlega eitt um nóttina... jú, jú til að halda út sólarhringsvöku...

... áður en haldið var til náða í hús... tjald... eða svefnpoka undir berum himni eins og Óskar gerði...
Allt hægt þegar veðrið lætur svona vel á Íslandi eins og þessa helgi þar sem einmuna veðurblíða ríkti langt fram í júní-mánuð...

Morguninn eftir var vaknað við tíst, hnegg, krunk og jarm að Króki...

... Spánarveðri þar sem morgunmatur var snæddur við tjöldin í blankalogni og sól...

Síðustu menn yfirgáfu ekki sveitina fyrr en á mánudeginum, öðrum í hvítasunnu og áttu frábæran aukadag með Sæmundi
þar sem m. a. var farið í göngu og niður á strönd...

Partýið búið...

Flestir dóluðu sér hins vegar í bæinn á sunnudag... framhjá sunnanverðum Vatnajökli þar sem tindarnir skráðu niður heimboð næstu árin í árlegri alpa-ferð fjallgönguklúbbsins... Miðfellstindur 2013, Sveinstindur 2014... Birnudalstindur?, Snæfell sunnan Vatnajökuls??? - jú, afhverju ekki?... hinir Hrútsfjallstindarnir, Jökulgilstindar (austar), Hnapparnir, Rótarfjallshnúkur, o.m.fl. spennandi... að ekki sé talað um fjöll utan jökla sem gæti verið spennandi að taka í sumar- eða haustferð einn daginn eins og Sunnutindur við Þrándarjökul (austar) , Lómagnúpur, Búlandstindur (austar)... listinn er botnlaus og skal ekki gera nokkurn mann brjálaðan... heldur þakklátan fyrir að svona margt spennandi sé mögulega framundan...

Sveinstindur... á dagskrá árið 2014...

önguleiðin er upp vinstra megin og jökullinn þveraður beint yfir neðarlega og svo með hryggnum upp...
en Jóhannes Toppfari sneri við fyrr í vor af þessari leið og nokkrir aðrir Toppfarar hafa farið þarna upp...

Sjá myndir Hugúnar og TKS-hópsins sem þarna fór um árið...
http://picasaweb.google.com/hugrun.hannesdottir/Sveinstindur19Juni2010

Veðurárdalsfjöll og Þverártindsegg í fjarska... með Breiðamerkurjökul að leka niður af Vatnajökli...
en ofar í honum rísa
Esjufjöll og svo Mávabyggðir vestar sem eru spennandi viðkomustaðir þeirra sem eru ósvöðvandi...

Hnapparnir sem eru hluti af sjö tindum öskjunnar í Vatnajökli sem hægt er að taka hringleið um
eins og fyrrnefndur TKS-hópur gerði árið 2011 og lenti í Grímsvatnagosinu á niðurleið:

https://picasaweb.google.com/hugrun.hannesdottir/OskjuhringurinnIOrFajokli21Mai2011

Miðfellstindur sem rís vestan Hrútsfjallstinda og Hvannadalshnúks... þangað ætlum við vorið 2013... helst gangandi með allar birgðir inn Morsárdal og gista þar tvær nætur og ganga upp... frekar en að ganga fram og til baka allan dalinn og tindana eins og menn gera gjarnan líka... Sjá ferðasögur af þeirri göngu hjá TKS-hópnum og fleirum:

...

Leiðsögumenn dagsins

...sem heilluðu okkur upp úr skónum og vönduðu vel til verka alla leið...
undir stjórn Jóns Heiðars Rúnarssonar rokkara að norðan (með ísaxar-gítarinn)...

Gestur, Danni, Fannar, Svavar, Robyn, Jón sunnan-Heiðar, Jón norðan-Heiðar og Matti
með Óskar í forgrunni...

Þeir fóru með okkur alls 10,7 km á 10:36 - 11:29 klst. upp í 1.569 m mælda hæð
með alls hækkun upp á
1.371 m miðað við 194 m upphafshæð skv gps...

Til hamingju með hin ægifögru Þverártindsegg
elsku Toppfarar...

... og hjartansþakkir fyrir stórkostlega fimm-ára-afmælisferð sem fer í toppeinkunnarflokkinn 10+ þar sem bókstaflega ekkert mátti betur fara. Mergjuð gönguleið, alpakenndir tindar, stórkostlegt landslag, geggjað veður, óborganlegt útsýni
og magnaður félagsskapur sem á engan sinn líka...

Það segir allt um þennan hóp að það er erfitt að velja hvort stendur upp úr eftir helgina...fjallið eða félagsskapurinn...
- hvílík helgi - hvílík veisla -

Sérstakar þakkir fær Sæmundur fyrir að bjóða okkur í fallegu sveitina sína, Fjallhress (www.wildboys.is) fyrir skemmtileg kynni, Jóngeir Þórisson (www.pamfill.is) fyrir að skreyta Toppfarabjórinn, Nýja Kökuhúsið fyrir fallegu afmæliskökuna og síðast en ekki síst Jón norðan-Heiðar og hinir frábæru leiðsögumennirnir hjá Arctic Adventures (www.adventures.is) fyrir vandaða leiðsögn um þessa íslensku alpa sem aldrei gleymast okkur.

Maður er heldur betur ríkari eftir svona helgi
á sál og líkama elsku vinir ;-


Besta myndin úr ferðinni - tekin af Roar Aagestad og fengin góðfúslega að láni ;-)

Næsta alpaferð verður á Miðfellstind við Þumal ofan Morsárdals í maí/júní 2013... þar sem gengið verður inn dalinn með tjald og allan búnað, gist tvær nætur í töfrandi fögrum fjalladal og gengið á tindana sem gnæfa yfir okkur... við skorum á þá sem vilja upplifa fjallaveislu í hæsta gæðaflokki að æfa vel og stefna að ári að Vatnajökli...

Myndband þjálfara af ferðinni með sænsku evróvisjón-ívafi ;-)
http://www.youtube.com/watch?v=AevUwH5IHHU&feature=share
 

Allar ljósmyndir þjálfara úr ferðinni: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T78Verartindsegg260512#

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir