Tindferð 83 - seinni hluti
Þriðja ganga Toppfara á erlendum slóðum og fyrsta hæsta fjall Evrópulands til
þessa
vikuna 2. - 9. september 2012
Seinni hluti hér fyrir neðan - fyrri hluti ferðasögunnar á sérsíðu hér:
6. sept:
Triglav.
7. sept: Velo Polje fields og Tosc Cliffs.
8. sept: Brda og Bled.
9. sept: Bled og heimferð gegnum Ljubljana.
Dagar 6. - 9.
september þar sem gengið var á Triglav, hæsta fjall landsins,
6. september 2012
Morguninn eftir
var skínandi gott veður sem hélst það sem eftir var dagana okkar
í Slóveníu...
Þennan morgun eftir æsilegan afmælidag... beið okkar flottur morgunmatur í skálanum Koca na Dolcu...
Allur matur fluttur með innanveggjarlyftu frá kjallaranum...
Það var ansi kalt í morgunsárið...
Útsýnið ofan úr skálanum niður í skarðið hinum megin... sjá göngustíginn utan í hömrunum hægra megin...
Staðsetning þessa skála var virkilega flott... vindmyllur um allt til að ná í orku...
Við lögðum í hann eftir staðgóðan morgunmatinn... enn í skugga og því heldur svalt en sólin beið handan við hornið...
Við byrjuðum að
fara til baka inn á skarðið sem við komum að skálanum í
gærkveldi,
Litið til baka þar sem við sáum nú fjallstindana sem umkringja þennan skála...sannarlega tignarleg fjöll sem virðast ókleif við fyrstu sýn en eru meira og minna sundurskorin stígum og innhoggnu járni til að koma mönnum milli staða í fjöllunum...
Já, þetta var það sem koma skyldi... klöngur meira og minna utan í klettaveggjum á stömum kalksteininum...
Litið til baka
fyrsta kafla morgunsins... skarðið frá því í gær og í morgun
milli tindanna...
Tunglið á himni fylgdi okkur þennan dag sem fleiri...
Það var ekkert hik á leiðsögumönnunum...
Þeir virtust gagngert vera að vinsa úr þá sem væru óöruggir að fara bröltandi um fjöllin í hliðarhalla og bratta...
...en það hikaði varla nokkur maður...
Þeir sem ætluðu upp á Triglav síðar um daginn, yrðu að sýna öryggi á þessari leið...
...og það gerðu
allir sem einn í hópnum... sem kom leiðsögumönnunum á óvart þar sem reynslan
hafði kennt þeim að í svona hópi væru alltaf lágmark einn eða
fleiri sem gæfu eftir og segðu pass við hæsta tindi í svona
klöngri...
Á leiðinni komum við niður í dalverpi þar sem fyrri ferðalangar voru búnir að gera tákn í mosann með kalksteinum...
... en þetta voru ekki rákir í
mosann eins og heima...
Þarna komum við niður í mosadalinn...
Upp úr honum gengum við aftur inn í grjótið...
... innan um grýtt fjöllin allt í kring...
Skarðið - brekkan - skriðan okkar góða frá því deginum áður... þarna skiluðum við okkur úr tunglgöngunni... lentum í rigningardropum... renndum okkur niður skriðuna... fengum þrumuveður... og flýttum okkur restina af stígnum inn í skála sem er í hvarfi hægra megin...
Á varasömustu köflunum vildu Mica og Alja taka stafina af okkur svo menn gætu notast við báðar hendur til að fóta sig í mesta brattanum...
Hvernig þau fóru
svo að því að fóta sig á sömu leið og við... með fangið fullt af
íslenskum göngustöfum... þó þau væru vön þessum fjöllum...
Stálvírar og stálpinnar gera þessi fjöll kleifanleg um allar trissur...
... en það var eins gott að fóta sig örugglega...
Útsýnið niður í dali sem liggja í fjöllunum og ekki eru bílfærir þar sem þeir eru það hátt uppi...
Það hitnaði hratt með hækkandi sólinni...
Harðgerðar fjalllajurtir urðu á vegi okkar í Slóveníu eins og á Íslandi...
Litið til baka yfir farinn veg kalksteinsfjallanna...
Útsýnið varð mikilfenglegra eftir því sem ofar dró...
... en framundan var hæsti tindur Slóveníu í skýjunum ennþá...
Við vorum komin í ... m hæð í skálanu Dom Planika
Svona var skýjafarið utan í hæstu tindum...
... og svona þegar litið var til aðeins lægri fjalla í kring...
Glæsilegur skáli þar sem við borðuðum og fórum í klifurbúnaðinn...
Leiðsögumennirnir aðstoðuðu okkur... þarna bættust tveir leiðsögumenn við, þeir Martin? og Búggí ;-)
Við fórum í hjálma, klifurbelti, nældum við okkur línur og vorum með tvær karabínur til að næla í vírana utan í klettunum...
Alja tók niður hárið og við gátum skoðað herlegheitin... hún var ekki með hárkollu eins og okkur hafði dottið í hug...
Fyrir uppgönguna fóru leiðsögumennirnir vel yfir öll öryggisatriði...
...og kenndu okkur að næla okkur í vírana með karabínunum...
Það þurftu allir
að æfa sig og kunna handtökin...
Fyrir uppgöngu var tekin hópmynd með tindinn í baksýn... sá hæsti enn innar á fjallinu en þarna upp skyldum við fara áleiðis á hann...
Leiðarvísarnir sem voru um allt... í skála, skörð og dali... og líka einn sem vísaði á sjálfan fjallstindinn... ... sum sé 1 klukkustund og 30 mínútur í Triglav... Þríhöfða...
Við höfðum velt því fyrir okkur hvort leiðin lægi beint upp
klettana fyrr um daginn
Þetta var einfalt til að byrja með... og vel merkt rauða og hvíta hringnum...
Þarna upp hrygginn vorum við að fara...
Litið til baka, slóðinn góður til að byrja með enda ekki komin að klifrinu...
Sjá skálann fyrir neðan... glæsileg staðsetning og stórkostlegt landslag þarna í kring...
Komin að hamraveggnum þar sem farið var um geil nokkra...
Geilin...
Uppgöngukaflinn
var skiptur niður á leiðsögumennina þannig að Mica fór með
fremstu mönnum, Búggí með næstfremstu
Fín geil en hún
var brattari en sést á mynd þó vel væri hún fær...
Þegar við vorum Komin upp úr geilinni tóku við vírar sem einkenndu það sem eftir leið ferðar... stálvírar festir á járnstangir í bergið á berskjölduðustu stöðunum alla leið á tind... þar sem stundum var ekkert beggja vegna nema hengiflugið...
Bára, Valla og Rósa komnar upp úr geilinni...
Litið til baka niður í geilina...
Hvert vorum við eiginlega komin...?
Það voru fleiri á ferðinni en við... og menn mættu okkur, tóku fram úr okkur eða við fram úr þeim...
Þokan skyggði á útsýnið sem var að mörgu leyti ágætt því þá sáum við ekki hversu hátt og tæpt uppi við vorum...
Við áðum á köflum og þéttum hópinn ef þurfti...
Dæmigerður kafli á þessari leið... stálvírar til stuðnings þar sem ekkert var til að halda sér í með hengiflugið beggja vegna...
Serbarnir skrautlegu voru á sama róli og við upp á tindinn... maðurinn með vindilinn og stafinn... og röndótta konan... ;-)
Hópurinn þéttur á góðum stað...
Nokkrum sinnum á
þessari leið blöstu við minnisvarðar um göngumenn sem látist
höfðu á þessum kafla...
Áfram var haldið eftir pásuna...
Við vorum komin á Mali... næst hæsta tindinn og fórum nú yfir á þann hæsta en þurftum að lækka okkur á milli...
Ansi berskjölduð hér en vírarnir gáfu öryggi og við vorum látin næla okkur í þá með karabínunum á tæpustu köflunum en það fór svolítið eftir leiðsögumönnum hversu oft það var gert... þeir fyrstu ekki oft og þeir síðustu ansi oft sem tafði eðlilega þeirra för... því það var tafsamt að vera sífellt að næla karabínunum í og losa á milli staura... sumum fannst þetta auka hættuna á að hrapa frekar en að halda sér bara í þar sem maður gat gleymt sér í að berjast við að opna karabínurnar endalaust og festa hendurnar í þeim barningi frekar en að halda bara traustataki í vírinn og þræða sig áfram...
Sumir kaflar voru ansi tæpir...
Það var harðbannað að taka myndir á erfiðum köflum... eðileg krafa fararstjóranna til að tryggja okkar öryggi því ein mistök við myndatökur var nóg til að hrapa... en þjálfari óhlýðnaðist því samt nokkrum sinnum... og fleiri í hópnum...
Uppgangan á Triglav sjálfan...
Hér komin í samflot við Serbana sem hvorki voru með hjálma né klifurbelti en leiðsögumennirnir voru ekki ánægðir með að fólk væri almennt að fara þarna um án öryggisbúnaðar og sýndu það óhikað...
Litið til baka... hvernig í ósköpunum förum við aftur hérna niður þessa leið...
...því bakaleiðin er mun erfiðari en uppganga í svona tæpum bratta...
Valla hér að losa karabínuna af vírnum...
Skilti á miðjum
hryggnum sem vísaði í neyðarskýli neðan við hrygginn...
Tindafagn... Valla og Jón komin á hæsta tind Slóveníu í 2.864 m hæð !
Gps-tækið var næstum því sammála opinberum tölum ;-) Búin að ganga 5,56 km á 4:46 klst. frá því um morguninn, klukkan að íslenskum tíma, hún var þá rétt um eittleytið í Slóveníu...
Menn skiluðu sér inn og fögnuðu...
Mica-liðið
Jón - Örn -
Kjartan - Mica
Búggí-team:
Sigga Sig -
Jóhanna Fríða - Hildur - Rósa - Steinunn - Halldóra
Alju og Martins team: Heiðrún - Ingi - Simmi - María S - Guðjón - Martin - Alja og Gurra.
Í Slóveníu er sá
siður að þeir sem áður hafa gengið á Triglav eigi að flengja þá
á toppnum sem eru að sigra Triglav í fyrsta sinn...
Reykjandi á
toppnum...
Vindilmaðurinn og
röndótta konan nema nú var hún að reykja vindilinn og hann að
hringja í gsm...
Hæsta fjall
Slóveníu sigrað - fyrsta hæsta fjall Evrópulands komið í safnið...
Og þá var það niðurleiðin...
Best að kyngja bara... loka augunum... líta undan og leggja í hann...
Þetta gekk miklu betur en áhorfðist... það var beinlínis langbest að hugsa sem minnst og halda bara stöðugt áfram með sínu liði... hér skipti sköpum að vera með öruggu fólki í kringum sig, því einn mjög hræddur göngumaður hefði verið fljótur að keyra upp óttann í kringum sig...
Stundum þurftum við að bíða eftir þeim sem voru að koma upp...
Náði að stelast í einn smell hér á myndavélina...
... ansi tæpt á köflum...
...en þessir vírar voru alveg að gera sig... ;-)
Bergið stammt og vírarnir vel strengdir...
Hér þurfti að fara varlega í hliðarhalla...
Skyndilega fór að rofa til þegar við vorum komin nánast niður að geilinni í byrjun uppgöngunnar... fyrstu menn óheppnir því þeir sem voru á eftir okkur og ofar fengu meira útsýni eftir a skýin tóku að létta á sér...
Brátt var orðið alveg tært skyggnið þennan síðasta kafla...
Stórfenglegt útsýni...
Hvílík leið... þetta var ævintýri sem aldrei gleymist...
Komin á öruggari kafla hér en það var ekki allt búið...
Smám saman að létta til kringum hæstu tinda...
Komin að geilinni...
... sem hér sést...
Enn fallegra að fara niður hana en upp...
Við vorum orðin ansi góð í að halda okkur í víra og fóta okkur í þessum klettum...
Seiglan var aðdáunarverð í þessum bláklukkum...
Mögnuð fjöll...
... og magnaðir göngufélagar...
Komin úr klettunum og bara eftir að strauja niður að skálanum...
Strákarnir létu ekki segja sér það tvisvar að mega fara á eigin hraða niður afganginn...
Union togaði greinilega mest í menn ;-)
Það var ekkert annað en einn kaldur sem gat beðið manns eftir svona afrek... ;-)
Litið til baka á Búggí-hópinn sem kom í humátt á eftir okkur...
Sjá hvernig skyggnið er orðið betra ofar...
Skál fyrir afreki dagsins !
Rósa maraþonhlaupari lét heldur ekki segja sér tvisvar að mega fara á eigin hraða síðasta kaflann niður... ;-)
... og Jóhanna Fríða kom sömuleiðis á stökkum inn að skála ! ;-)
Það var líf og fjör á Planikunni... slökkviliðsmaður hér að æfa sig á göngu í öllum skrúða upp að skálanum...
Við fylgdumst með
því hvernig skýin smám saman hurfu ofan af hryggnum...
Menn voru bara stopp til að njóta útsýnisins sem þarna birtist þeim allt í einu... einhvern veginn mjög toppfarískt miðað við okkar sögu en einhverra hluta vegna fengum við ekki að njóta þess að upplifa þetta þar sem við fengum bara þokuna...
Æji... ef við bara hefðum beðið í klukkutíma eða tvo... sjá hvernig skýin eru farin af Mali og svo þeim hæsta vinstra megin...
Jú, það var
aldeilis að létta til og því hafði verið spáð Svona er þetta... það er aldrei hægt að vita hvernig skýjafarið fer og stundum er maður bara óheppinn...
Það var smá
grátlegt að standa þarna niðri... nýbúinn að vera þarna uppi í
þoku...
Bongóblíða við skálann sem fyrr um daginn hafði verið hálf drungalegur í þokunni...
Leiðarvísir á steyptri hellu við skálann...
Við komum frá
Dolic... vorum búin að fara á Triglav... og ætluðum næst á
Kredarica...
Brátt tóku skýin
að hrannast upp aftur á hæstu tindum... þetta var greinilega
stutt gaman þarna uppi... bara gluggi sem erfitt er að hitta á...
Okkar leið lá um hlíðar og skörð í skála næstu nætur... Triglavski Dom...
Fínn slóði til að byrja með... en klöngrið var sannarlega ekki búið...
Litið til baka í skálann...
Jú, jú, áfram tæpistigur og stálvírar...
Nú vorum við sjóaðri en nokkru sinni...
Framundan blöstu við fagrar fjallsbrúnir sem loka af þornaðan skriðjökulsdal...
...og við komumst seinna að því að þetta voru brúnirnar sem við myndum ganga um daginn eftir...
Tosc Cliffs... sem gáfu okkur stórkostlegt útsýni á Triglav daginn eftir...
Síðustu augnablikin á skálann Dom Planika...
Við vorum að skáskjóta okkur framhjá klettum þar sem okkar beið hinn skálinn handan við hornið....
... þar sem klöngrast þurfti áfram nokkra kílómetra eftir krefjandi uppgöngu á Þríhöfðann...
Jú, þarna var hann uppi á klettinum... skálinn sem við ætluðum að sofa í um nóttina...
Þetta var falleg leið upp að skálanum...
... í gullfallegu veðri og útsýni...
... þar sem síðdegisskuggarnir féllu á Tosc Cliffs...
Við vorum komin hinum megin við Triglav sem gnæfði yfir í skýjunum...
... og við gátum séð mannfjöldann á leið upp eða niður...
... á jafn svakalegu tæpigötunum og við vorum fyrr um daginn búin að fara um...
Við bara mændum og mændum upp... skyldi þetta vera skárri leið... en svo var ekki að okkur fannst þegar nær dró... og Mica var búinn að segja að þær væru svipaðar þó þessi væri aðeins styttri...
Mali eða næst hæsti tindurinn blasti við okkur en sá hæsti er innar á garðinum...
Virtist svipuð leið... utan í klettunum og ofan á hryggjum með víra til stuðnings...
Það ríkir mikil
stemmning á þessum stað allt sumarið
Síðustu metrarnir upp að skálanum voru skiljanlega þungir fyrir þá sem búnir voru að tæma allt sitt á Þríhöfðanum sjálfum...
Triglavski Dom í
2.515 m hæð... hæsti uppistandandi skáli Slóveníu...
Kapella á staðnum og sér skáli fyrir starfsmenn og vinnuhópa... vindmyllurnar um allt og stór þyrlupallur...
Þetta er margra
hæða hús með rafmagni og öllu saman...
Útsýnið í hina áttina niður á hin stórkostlegu slóvensku fjöll...
Við tókum eftir því að mikill fjöldi kvenna var á svæðinu að skila sér niður af Triglav...
... og í ljós kom
að þetta var sérstakur kvennauppgönguTriglavdagur þar sem
hundruð kvenna fara á hæsta tindinn...
Tölfræðin 6/9: Alls 9,3 km á 7:53 klst. úr 2.136 m upp í 2.863 m með alls hækkun upp á 1.088 m.
Við fengum fínasta skálaherbergi fyrir allan hópinn á þriðju hæð...
...þar sem þetta var útsýnið...
Salernin voru í kjallaranum svo það var um langan veg að fara þangað fyrir þriðjuhæðarhópinn...
Barinn... brjálað að gera...
Heitt og sveitt í matsalnum og erfitt að fá sæti...
... svo erfitt að við enduðum í sérherbergi í húsinu þar sem við gátum setið saman og borðað... Gurra - María - Bára - Valla - Hildur - Sigga ;-)
... en hann var ekki upphitaður og frekar kalt þarna inni... en við bættum það upp með hlátri og skvaldri...
Þetta blasti við út um einn gluggann þar sem maður sat...
Útsýnið norðan megin...
Ingi og Heiðrún klikkuðu ekki á spilamennskunni og buðu upp á spurningakeppni kynjanna... Strákaliðið...
...versus stelpuliðið...
Í matsalnum við barinn var áfram hiti og sviti... glaumur og gleði þar sem Alja gaf ekkert eftir og fékk íslendingana út á gólf með sér...
Þarna var dansað í fjallgönguskónum...
Einstök
stemmning... í 2.515 m hæð... þar sem við fórum samt snemma að
sofa... -----------------------------------------------
7. september 2012
Dagrenningin var alveg í stíl við mikilfengleik staðarins...
Þyrpupallurinn sem við sáum síðar um daginn nýtast oftar en einu sinni...
Það var meira að segja útivistarverslun í skálanum... ;-)
Morguninn var kaldur og svalur...
Sumir litu aðeins í kringum sig á svæðinu... kapellan hér...
Glæsilegasti skáli með öllu sem til þarf... og skemmtileg upplifun að vera þarna... en a bit too busy for our taste...
Sjá gamla mynd af skálanum sem hékk uppi í kapellunni...
... og að vetri til árið 1953... sagan er mikil á þessum stað...
Bakhúsið þar sem starfsmenn voru að laga mastur og fleira...
Í morgunsárið voru margir lagðir af stað á tindinn...
Sumir voru
alveg til í að fara aftur upp þessa leiðina til að ná útsýninu...
... en við fengum ekki nóg af að fylgjast með göngumönnunum...
Hópmynd með Triglav í baksýn ;-)
Við vorum lögð af stað snemma þennan morgun...
Framundan voru Tosc klettarnir sem farnir voru að rísa upp úr skýjunum...
Skýjafarið og veðrið þennan dag var magnað...
Góðir stígar með víraklöngri á milli...
Stefnan var tekin um Polje Fields til suðurs um klettabeltið hinum megin...
Jú, jú, enn var hangið utan í klettum...
Snilldarhandverk heimamanna... við vorum líka góð í að fóta okkur utan í syllunum sem alls staðar gáfu sjens... ;-)
Komin á léttari kafla og stefndum á skarðið þar sem leiðir lágu um allt fjalllendið þarna...
Skýjabakkinn sífellt að gefa meira eftir undan sólinni...
Komin á stígamótin þar sem göturnar lágu í allar áttir...
Við ætluðum sunnan við Tosc fjallgarðinn...
Gönguleiðin fyrir
tveimur dögum... þar sem við komum fram á brúnirnar eftir
tunglgönguna og tókum skriðuna í þrumunum...
Stórkostlegt umhverfi og veður...
Þetta var einn allsherjar dásemdarmorgun með öllu...
Dalurinn fyrir neðan blómlegur og fagur en þangað er ekki bílfært...
Klettarnir héldu okkur áfram vel við efnið...
Litið til baka upp
á Triglav - nú sést uppgönguleiðin vel.
Enn og aftur tóku leiðsögumennirnir alla stafinu á krítískum kafla...
Öruggt og vel járnað ;-)
... en hátt fall ef mönnum skrikar fótur svo það var gott að hafa vírana...
Litið til baka með Mica haldandi á öllum stöfunum aftast...
Litið til leiðarinnar að hluta til síðustu tveggja daga... afmælisveisluskálinn þarna á milli á brúninni hinum megin...
Þarna vorum við aftur að komast í gróðurinn...
... sem var dásamlegt...
Handan við klettahornið mættum við tugum kvenna á leið á Triglav... það var öngþveiti á stígnum og við byjuðum á að bíða en svo var það vonlaust og við urðum bara að mæta þessum hópum...
Við þennan skála áðum við og snæddum... batterí þessarar myndavélar var hlaðið í anddyrinu... allir boðnir og búnir að aðstoða eins og þarf í Slóveníu og við fylltum á vatnsbirgðirnar í þessum krana sem var sá fyrsti sem við gátum notað til þess arna í fjöllunum... við vorum greinilega komin nær menningunni...
Meðan við vorum þarna náði sólin til skálans og stemmningin var frábær... menn að höggva viðinn, sóla sig, spjalla og hafa gaman.. andrúmsloftið kringum slóvensku þjóðina á öllum aldri þarna í fjöllunum var heillandi í alla staði... allir glaðir og slakir...
Litið til baka til Triglav þar sem uppgönguleið okkar sést vel og aðkoman og frágangan...
Yfir okkur
sveimaði þyrlan öðru hvoru þennan dag... með birgðir og úrgang
sem hún flutti stanslaust milli skála og niður á láglendið...
Við héldum áfram göngu okkar sunnan við klettabeltið...
Enn var allt skýjað á láglendinu og við nutum þess að vera í einangruðum heimi fjallanna...
Stór hópur kvenna sem sigrað hafði Triglav í gær eins og við var á undan okkur á heimleið...
Fyrir örfáum árum
brotnaði illa úr berginu á einum stað gönguleiðarinnar svo gera
þurfti nýjan gönguslóða gegnum grjótskriðuna...
Við máttum alls
ekki stoppa á þessum kafla til að taka myndir eða annað til að
tryggja öryggi vegna grjóthruns...
Ein af nokkrum ástæðum fyrir því að það er gefandi að ganga erlendis þegar maður gengur mikið á Íslandi... það er dýrmætt að fá önnur sjónarhorn en maður er vanur eins og að horfa yfir furutoppa í rúmlega 2000 m hæð niður á fjallstinda eins langt og augað eygir langt yfir allri byggð...
... kynnast öðruvísi stígum, gróðri, bergi, veðri, landslagi, menningu... leiðsögumönnum...
Þennan dag mættum
við feðgum... sá eldri kominn yfir sjötugt og í glimrandi
formi...
Litið til baka
yfir farinn veg utan í Tosc cliffs... við hefðum alveg viljað
ganga á brúnunum sjálfum...
Komin í skarðið
þar sem taka þurfti ákvörðun um hvort gengið yrði tæpari leiðina
utan í þessari hlíð og klettum vinstra megin
Slóvenska féð var sérlega vinalegt og gæft...
Leið tæpigötunnar sum sé þarna efst utan í hlíðinni yfir í skarðið hægra megin...
Nærmynd til að sjá
stíginn... okkur fannst við sjá móta fyrir honum nokkurn
veginn... og leist verr á klettahlutann en grasbrekkuhlutann
Við héldum af stað yfir á brúnirnar...
... á einn tignarlegasta nestisstaðinn í sögunni...
Hittum þar fyrir heyrnarlausan eldri mann á göngu með göngugrind... sem gat gert sig vel skiljanlegan og sagðist ekki hafa heilsu í tæpistigurnar lengur... hann ætlaði niður í dalinn og ekki feta fótspor okkar þennan dag... svo var hann farinn... hvikur og óhikandi...
Útsýnið niður af brúnunum niður í Krma dalinn... sorfinn af skriðjökli sem einu sinni lét til sín taka...
Hér snæddum við... sóluðum okkur...
...hvíldum okkur... stússuðust í búnaðinum... og spjölluðum...
... tókum jógaæfingu í boði Heimis...
.... og enduðum á hópmynd með Triglav í baksýn...
Flottur var hann úr fjarska séð frá fjallsbrúnunum sem við horfðum á deginum áður... Þarna uppi vorum við og gengum meðfram honum og upp í skálann í skarðinu...
Við tók hin "víðsjárverða" leið sem Mica sagði varasamasta kafla gönguleiðarinnar í heild... af þeirri einföldu ástæðu að þar voru ekki vírar né járn til að styðjast við... bara eigin hendur og jafnvægislistin...
En þetta reyndist vera landslag sem við vorum einmitt vön að ganga í á Íslandi...
... utan í hlíðum og klettabeltum og fundum við því lítið fyrir þessum kafla... en nærtækast eru tindferðirnar sem við fórum í fyrir og eftir ferðina; sbr. Stapafellið í ágúst , Jarlhettur í ágúst og Hafursfellið í sepember ... enda voru leiðsögumennirnir hissa á því hversu vanur hópurinn var a fóta sig á þessum kafla og skildu ekkert í því hvað okkur fannst þetta lítið mál...
En þegar hlíðinni lauk tóku klettarnir við með stálvír og járni... og þá fannst Mica og Alju leiðin vera öruggari...
...en þar vorum
við enn að læra á öryggistilfinninguna...
Þetta var ansi bratt á köflum...
En yfirleitt nokkuð skaplegt...
Ingi og Gylfi tóku myndbönd á þessum kafla; sjá þau! Sjá trébrúnna utan í stígnum...
Komin á skárri kafla í restina inn að skarðinu...
... eða nei... það var enn smá bratti eftir... ;-)
Mögnuð leið sem
sumum kveið fyrir þar sem leiðsögumennirnir höfðu varað svo
mikið við henni...
Allavega var mönnum svolítið létt þegar farið var að halla minna niður undan okkur...
... og við komumst á öruggari slóðir...
Skarðið og gilið
þar sem við hefðum þurft að koma upp um ef við hefðum ákveðið að
taka ekki sjensinn á þessum tæpistigum...
Úr skarðinu gengum við niður með brúnunum...
Hér sáu menn slóvensk frjósemistákn á hverju strái leiðsögumönnum til mikillar skemmtunar... ;-)
Framundan voru hlíðar og skógar niður í byggð eftir ævintýralegan dag...
Við nutum þess að dóla okkur á spjallinu...
... og finna sólina taka sigið niður á við...
... í yndislegu landslagi...
... gegnum skóg...
... og út á enn einn flottan útsýnisstaðinn að Triglav þar sem erfitt var að ná góðri mynd móti sólinni...
Allir létu taka
mynd af sér með leiðsögumönnunum
Eftir góða pásu í
síðdegissólinni... þar sem við ræddum um framtíðarferðir
Toppfara...
Nú var gengið niður á við gegnum kjarr og skóg...
... en einmitt á
slíkum köflum... þegar allt erfiðið er að baki og menn farnir að
gleyma sér á niðurgöngunni verða slysin... Rósa féll illa við og
rak olnbogann utan í stóran stein... hlaut djúpan skurð af sem
þýddi að keyra varð með hana til byggða til að láta sauma og hún
missti af síðustu nóttinni í fjöllunum... en þetta gat ekki
komið á betri tíma í ferðinni því ævintýrið var nánast búið...
bara eftir létt útsýnisganga á morgun áður en við héldum til
byggða eftir hádegið... og hún fékk góðar umbúðir á skurðinn frá
hjúkkunum Báru og Völlu... en Rósa er sjálf hjúkrunarfræðingur
og tók þessu af stakri yfirvegun, vildi gera sem minnst úr
málinu enda sjálfstæð með eindæmum...
Stuttu eftir óhappi vorum við komin í náttstað...
Tölfræðin 7/9: Alls 15,1 km á 9:18 klst. úr 2.514 m upp í 2.006 m með alls hækkun upp á 498 m.
Þar beið okkar kaldur á krananum... ;-)
Hér var um fjölskyldurekinn skála að ræða... lítinn og notalegan sem margir voru hrifnastir af í ferðinni...
Fallegt umhverfi
og þó enginn væri þarna um kvöldið nema við
Skál fyrir frábærri göngu ;-)
Já, það var sko stuð ;-)
Kvöldkyrrðin kom yfir og maður sá að þessar framandi myndir af landslagi erlendis eru ekkert plat ;-)
Inni var tekið hressilega á því í matnum...
Barinn á þessum stað var eins flottur og hann var smár ;-)... þarna fengust alls kyns slóvenskir snafsar sem dæmi...
Kjarngóð grænmetissúpa með pylsu... þeir klikka ekkert á þessu heimamennirnir...
... og menn léku sér með matinn ;-)
Landsleikur Slóvena og Sviss var í sjónvarpinu fyrir ofan okkur og við enduðum á að lifa okkur inn í leikinn en því miður vann Sviss 2:0 - var það ekki annars?... en Ísland er í sama riðli og þessi lönd og stendur sig ágætlega, töpuðum fyrri leiknum fyrir Sviss þegar þetta er skrifað en eigum enn eftir að keppa við Slóveníu... leik sem maður fylgist nú með öðrum augum en nokkurn tíma áður eftir þessa ferð...
Svefnálman var
uppi í risi, kojur beggja vegna, stórar og rúmgóðar, allt
uppábúið eins og áður...
Dagur 4: Alls 15,2
km upp í 1.964 m með alls hækkun upp á 150 m -------------------------------------------------------------
8. september 2012
Morgunbirtan var ægifögur...
Matsalurinn á neðri hæðinni þar sem við fengum að geyma farangurinn og borðuðum síðar hádegismatinn...
En nú var kjarngóður morgunmatur með dásamlegum ostum og sultum...
Orðið ansi menningarlegt aftur... ;-)
Myndirnar af veggjum Slóvenía lýsa djúpstæðri væntumþykju og stolti gagnvart fjöllunum sínum og langri fjallamennskuhefð...
Hjörtun voru
fleiri í Slóveníu en stóri hjartasteinninn þarna í skóginum á
degi tvö...
Síðasti göngudagur ferðarinnar var stuttur og léttur... ganga
fram að hádegi upp í stórkostlegan útsýnisstað ofan við skálann
Þetta lofaði strax góðu...
Fjöllin í fjarska...
Við vorum að koma upp á brúnirnar á yzta legg Tosc Cliffs sem heitir Brda...
Það var synd að hafa ekki Rósu með, hún var komin til byggða eftir að hafa farið á slysadeildina til að láta sauma skurðinn á olnboganum og það var of flókið að koma henni aftur upp í skálann okkar þá um kvöldið...
Skyndilega vorum við komin fram á brúnirnar og sjálfur Triglav blasti við ásamt varðmönnum sínum öllum...
Við sáum gönguleið
gærdagsins eftir öllum þessum brúnum og leiðina daginn þar áður
frá Triglav og niður að dalsbotninum...
Djúpir, skriðjökulssorfnir dalir allt í kring... sjá hvernir brúnir Tosc Cliffs fjara hér út...
Veðurblíðan var einstök og við nutum þess að vera á þessum stórfenglega útsýnisstað...
Aftur fundum við hjarta... hjartalaga grasbala í skógivöxnum hlíðunum hinum megin dalsins...
Sjá hér dalinn í heild - Krma - og hjartalaga grasbalann til enda í fjarska...
Við fengum ekki nóg af að virða Þríhöfða fyrir okkur...
Okkar dásamlegu fararstjórar... hvílíkir englar... sjarmerandi persónuleikar sem gleymast okkur aldrei...
Þjálfarar létu taka mynd af sér með blöðrurnar fimm í tilefni afmælisársins...
Og við tókum að sjálfsögðu mynd af okkar frábæru fararstjórum...
Magnaðir ferðafélagar... Bára, Mica
leiðsögumaður, Heimir, Sigga Sig., Ingi, Heiðrún, Örn, María
S., Simmi, Gurra, Kjartan.
Mica að útskýra landslagið og lýsa leið okkar síðustu daga...
Fræga slóvenska plantan sem hét aftur... og er gullfalleg en stingur ef hún er tekin upp... og því tileinkuð kvenskepnunni... ;-)
Trjákönglar sem voru um allt í skóglendinu... Heimir safnaði mörgum til að gróðursetja á landinu sínu í Eyjafirði... og Bára hermdi eftir og ætlar að prófa á landinu sínu á suðurlandi... Alja var vongóð um að þetta gæti vel tekist... það þyrfti bara mold og hita og tíma og þolinnmæði...
Í bakaleiðinni fórum við um veiðilendur Ticos og komum við í veiðikofanum hans... þessum fyrrverandi forseta fyrrum Júgóslavíu sem var og er enn umdeildur og fararstjórar okkar voru ekki sammála um... var hann grimmur kommúnisti eða góður leiðtogi?... Mica gaf sig ekki með grimmdina og kommúnismann þó Alja lofsamaði foryztu hans og benti á að landið hefði liðast í sundur við fráfall hans... enda er sagt að hann hafi haldið ólíkum þjóðarbrotum Júgóslavíu saman með viljastyrknum einum og jú ströngum heraganum... http://www.globalsecurity.org/military/world/war/yugo-hist2.htm ... og margt fleira á veraldarvefnum um þennan mann...
Mica var fróður og sagði okkur margt um manninn... lýsti því meðal annars hvernig hann hefði undir það síðasta komið í þennan veiðikofa og setið á stól úti við og látið aðstoðarmenn sína hrekja bráðina nánast í veg fyrir hann svo hann gæti skotið hana á færi...
Við vorum svo kræf að við kíktum inn í veiðikofann sem nú er í niðurníðzlu...
Alltaf jafn skrítið að sjá hvernig hlutirnir eru bara skildir eftir...
Rúmin voru óskaplega stutt... eins og rúmin fyrrum á Íslandi...
Fínasta eldavél...
Morknaðir inniskór...
Þetta blað var frá því 20. apríl árið 2001... en Tito lézt árið 1980...
Múrsteinar undir rúminu...
Malandi um Tito og stjórnmál fortíðar og nútíðar kláruðum við síðasta kaflann niður að skálanum um hádegið...
Gps-sniðið af fyrri göngu þessa dags - 4,4 km á 245 klst. úr 1.650 m upp í 2.021 m hæð með alls hækkun upp á 548 m úr
Í skálanum beið okkar slóvenskur hádegismatur... súpa og brauð...
Nú var aldeilis líf í dalnum...
Slóvenar á öllum aldri að kíkja við og fá sér kaffisopa eða nesti eftir göngu upp í dalinn...
Eftir matinn héldum við síðasta spölinn niður í byggð...
.. og mættum Slóvenum á leiðinni... hér heilli barnahjörð með allt á hreinu í fjallamennskunni...
...í gönguskóm,
með bakpoka og göngustafi og fótviss...
Við fórum gegnum brakandi hlýjan skóginn...
... og enduðum við veginn þar sem ... tók á móti okkur...
Heimir með könglana sína... verður spennandi að fylgjast með ræktuninni hans...
Var þetta virkilega búið... það var sérkennilega sárt að gönguferðinni var lokið... en um leið var gott að líða þannig... hætta á tindinum... og vera þannig áfram þyrstur í fleiri ævintýri á fjöllum síðar... við gátum ekki annað en verið himinlifandi með Slóvensku fjöllin og slóvensku fjallamenninguna sem við fengum beint í æð gegnum leiðsögumenn okkar og samferðamenn í ölpunum... Slóvenía var okkur þá þegar orðin hjartfólgin... Tölfræðin 8/9 Alls 6,2 km á 3:26 úr 1.650 m upp í 2.021 m hæð og endað í 1.632 m
Tölfræðin af eingöngu þessari niðurgönguleið frá hádegismatnum:
1,5 km á 0:45 klst. úr 1.632 m niður í 1.370 m
Hótelið okkar í Bled eftir skemmtilegan akstur niður á láglendið...
Ein af mörgum útivistarbúðum á svæðinu... klifurbúnaður og alles...
Verslunarmiðstöðin í Bled... þetta var óskaplega lítill bær...
Strandlengjan við Bled...
Sum hótelin með baðaðstöðu niður að vatninu...
Klifurjurtirnar...
Kletturinn og kastalinn hinum megin...
Eftir sturtu og hreinföt var einn kaldur eitt það besta sem hægt var að biðja um í menningunni...
Menn fóru í allar
áttir að versla og borða... við leituðum að minjagripum frá
Slóveníu til að hengja á bakpokann - eins og Perúfararnir hafa
margir gert... en það var lítið að finna.... og eins til að
finna eitthvað til að gefa leiðsögumönnunum...
Við fórum öll
saman út að borða um kvöldið...
Mjög smart staður sem við borðuðum á, fengum frábæran mat og skemmtum okkur konunglega...
Þetta kvöld viðruðum við ferðina saman, kvöddum leiðsögumennina og sungum fyrir þau texta eftir Nossa-laginu sem hafði einkennt ferðina en Jóhanna Fríða lét sig ekki muna um að semja texta til þeirra á ensku við lagið og skrifa það niður á nokkur blöð fyrir hópinn, svo við gátum öll sungið fyrir þau... en þetta ásamt mörgu öðru höfðu þau aldrei upplifað áður í kynnum sínum af ferðamönnum sem þau leiðsegja í Slóveníu...
Miha, Alja,
Alija, you're a
natural baby
Miha, Alja,
Miha, you're the
most amazing guide,
Miha, Alja, ----------------------------------- 9. september 2012
Daginn eftir var frjáls dagur í Bled og heimför seinnipartinn. Við höfðum syrgt það að hafa ekki heilan dag í Bled en komumst að því að þetta var alveg temmilegt... það var nægur tími til að gera það sem mann lysti í þessum einstaka póstkortabæ og ná heim til Íslands um kvöldið...
Menn versluðu, borðuðu, sigldu út í eyju, prófuðu sleðana niður brekkuna, fengu sér bað í vatninu og slökuðu á...
Múslímafjölskylda úti í eyjunni að fá sér að borða...
Sundfólk að hvíla sig eftir sundferð út í eyjuna...
Úr kirkjunni í
eyjunni barst undurfagur kórsöngur...
Litli
múslimastrákurinn að hringja bjöllunum... það var sem sé í boði
fyrir gesti að hringja kirkjuklukkunum...
Nokkrar baðstrendur eru við vatnið Bled...
Og sums staðar eru menn bara prívat og geta haft það eins og þeir vilja...
Kajakræðari á vatninu...
... og veiðimenn...
Hann var ansi stór þessi sem þeir náðu... en honum var sleppt aftur...
Maður komst ekki yfir þessa klifurplöntu...
Útsýnið gegnum glugga á veitingastaðnum síðar um daginn... Triglav trónandi þarna yfir öllu í fjarska... Slóvenía er svo ósköp lítið land að hæsta fjall þess gnæfir nánast yfir því öllu að manni fannst...
Seinnipartinn fórum við með rútu frá Bled á flugvöllinn við Ljúbljana en hann var of langt frá þeirri fallegu borg til að við gætum notið hennar á nokkurn hátt... flogið þaðan til Frankfurt og svo heim og lent seint um kvöld. Mergjuð ferð í alla staði... fallegra land, flottari gönguleið og skemmtilegri ferð en við áttum von á í frábærum félagsskap undir stjórn framúrskarandi leiðsögumanna sem líða okkur aldrei úr minni ;-)
Tölfræði göngunnar
sjálfrar: Alls 73,3 km á 6 göngudögum upp í 2.863 m hæst (2.861
á hinu gps - er opinberlega 2.642 m)
Tölfræðin 3/9:
Alls 11,9 km á 6:45 klst. úr 698 m upp í 1.678 m hæð með alls
1.601 m hækkun. |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|