Tindur 16 - Alparnir 12. - 20. september 2008
 


Toppfarar
í svissnesku, ítölsku og frönsku Ölpunum
í
2.362 m hæð...
Á fyrstu fjallgöngu klúbbsins erlendis...

Örn, Bára, Páll, Þuríður, Jón Ingi, Stefán Jóns., Guðbrandur, Hjörleifur, Guðvarður
og neðri Íris Ósk, Þorbjörg, Grétar Jón, Gylfi Þór, Helga Björns og Guðjón Pétur.

Allar myndir úr ferðinni á www.picasaweb.google.com/Toppfarar
en ferðasagan hér neðar með nokkrum útvöldum myndum

Mont Blanc fjallahringurinn var genginn í vikuferð um svissnesku, ítölsku og frönsku alpana og er vægt til orða tekið að segja að útsýnið og landslagið skákaði þeim myndum sem við skoðuðum fyrir ferðina...
Alparnir voru magnaður staður til að vera á og engin orð nægileg til að lýsa fegurðinni, þessum háu fjöllum allt um kring, óteljandi fjölda tinda og andstæðunni í umhverfinu.
Á
5 göngudögum gengum við 69,1 km á 33:03 klst. upp í allt að 2.386 m hæð með samtrals hækkun um 3.749 m.

The hiking vikings slógu hvert metið á fætur öðru í sögu Olivers og Elaine...
...og eiga fullt erindi í hóp
celebrities eins og Spears,  Bowles, Beckham og Posh...

Svo fór því miður að Ingi okkar varð að snúa heim á 4. degi, eftir einn göngudag, en fyrsta göngudaginn var rigning og þoka en eftir það skein sólin  með hvassa tinda allt um kring og nýja sýn á Mont Blanc á hverjum degi. Loftið var svalt og gott til göngu og sveiflaðist frá snjóflygsum og kulda yfir í sól og blíðu í nokkurra stiga hita upp í 24°C.

Enginn dagur var eins en aðbúnaður og þjónusta hjónanna Olivers og Elaine sveik engan og við áttum ógleymanlegar stundir í Ölpunum þökk sé bæði þeim og eins þeim einstaklega góða anda sem hver og einn í hópnum færði til ferðarinnar...
Við bókstaflega hlógum í viku og eigum sjálfsagt eftir að varðveita þessa ferð í hjartanum um ókomna tíð.

Ferðasagan birtist hér í tímaröð eftir dögum...


D A G A R   1  -  3 :   1 2 .  -  1 4 .   S E P T . - Göngudagur nr. 1
 
Ferðalagið hófst föstudaginn 12. september og flugu menn ýmist um morguninn til London eða seinnipartinn.

Morgunhópurinn skoðaði sig um í London og verslaði og fór svo út að borða á indverskum veitingastað við Oxford stræti og Hyde Park sem Þorbjörg sá um.

Síðdegishópurinn fór beint á hótelið, Crown Plaza Hotel við Heathrow og hittist á koníaksstofunni eftir að töskur voru komnar upp á herbergi.

Fljótlega tíndust menn úr downtown London og hópurinn í horninu á barnum stækkaði óðum svo menn nýttu það sem til féll til að sitja á.

Þetta kvöld var einstakt andrúmsloft í hópnum og hláturtónninn sleginn fyrir komandi daga...

Myndavél þjálfara skemmdist á Vífilsfelli fyrir ferðina með aðstoð 3ja ára sonarins en það tók nokkra daga að læra á þessa nýja vél með lélegum myndum í byrjun.

Morguninn eftir, þann 13. september, var flogið frá London til Genf og á flugvellinum beið okkar fulltrúi frá Exódus sem reyndist vera Oliver sjálfur...

Leiðsögumaðurinn okkar næstu dagana sem ásamt eiginkonu sinni, Elaine stjanaði við okkur allan tímann á ógleymanlegan máta.

 

Þessi ferð var farin með bresku ferðaskrifstofunni Exódus gegnum Ultima Thule á Íslandi en flestir í ferðinni höfðu greitt inn á hana í janúar 2008 og látið sig hlakka til í rúma átta mánuði... svo loksins, loksins vorum við mætt á staðinn...það var biðarinnar virði.

Aksturinn tók um eina klukkustund, það var rigning og þoka, ekkert skyggni nema á láglendinu og umhverfið svolítið öðruvísi en maður hafði vænst...

Við vissum að veðurspáin fór skánandi frá þessum degi og Oliver hughreysti okkur á leiðinni.

Útskýrði með sinni þýðu rödd og ljúfa breska hreimi hvernig næstu dagar yrðu, húsreglur gistiheimilisins og hvers var að vænta.

Þarna var snillingur á ferð...

Sjá vefsíðu þeirra hjóna og gistiheimilisins: www.chaletsavoy.com

Eftir komuna á gistiheimilið og útdeilingu á herbergjum skutlaði Oliver okkur niður í miðbæ Chamonix þar sem við skoðuðum okkur um og fengum okkur að borða á ágætis veitingastað.

Þjónninn þar hellti rauðvíni yfir Örn og Örn hélt svo áfram að hella niður en annars var maturinn ágætur og stemmningin góð.

Það var rigningarlegt í bænum, allir í regnfötum og útivistarbúðir um allt...
Við tæmdum kjörbúðina í miðbænum þegar allir ákváðu að birgja sig upp af drykkjum fyrir göngurnar næstu daga... allt Powerade seldist upp... í alvöru... eins og þessir pokar sýna vel.

Þegar Oliver kom að sækja okkur...

...hafði hann aldrei séð eins mikið af Powerade-flöskum hjá nokkrum hópi í 16 ár í bransanum...;)

Algeng sjón á gistiheimilinu...

Hjölli og Jón Ingi í tölvunum, aðrir í sófunum og Örn á fjarstýringunni...

Þetta var notalegt og heimilislegt og vandist mjög vel.

Enginn hefði viljað skipta yfir á hótel þegar við vorum búin að vera þarna í tvo daga þó heldur fannst okkur þetta þröngt svona til að byrja með.

Fyrsti kvöldmaturinn í matsalnum, ja ef sal skyldi kalla, hver fermetri vel nýttur á heimilinu en þannig þéttist bara hópurinn vel og hlátrasköllin glumdu þá bara hærra þarna í heila viku...

Maturinn lystilega vel eldaður og sló öllum veitingastöðum út í Frakklandi þessa vikuna.

Þessi Íslendingahópur var hávær og glaður og fór strax að slá metin í sögu hjónanna Olivers og Elaine...

Aldrei áður höfðu þau fengið svona nærgöngular spurningar strax á fyrsta kvöldi með nýju fólki...

"may we ask how old you are...?"

Yfirmáta kurteisu Bretarnir áttu jú til orð enda ýmsu vanir en samt ekki kynnst hópi af Íslendingum áður...

Fagrar fjallakonur Toppfara á fyrsta göngudeginum
þann
14. september...

Íris Ósk, Þuríður og Þorbjörg.

Þrjár af fimm konum ferðarinnar auk Helgu Björns og Báru.

 

Veðrið lofaði ekki góðu um morguninn... sami suddinn og á komudeginum en við ákváðum að láta þetta ekki trufla okkur... við vissum að sólin var í kortunum síðar í vikunni og það var best að kára leiðingeða veðurdaginn strax í byrjun...

Oliver ók okkur í rúman hálftíma yfir til Sviss að upphafsstað göngunnar þar sem gengið yrði að landamærum Sviss og Frakklands og endað í Frakklandi.

Veðrið milt og lygnt en lágskýjað og þoka yfir fjöllunum.

Oliver hér að útskýra leiðina upp hlíðarnar.

Gengið var frá Trient í Sviss úr 1.340 m hæð í upphafi (1.337 m skv gps þjálfara).

Lagt af stað með bros á hverju andliti...

Og gengið hraðar en Oliver hafði kynnst með fyrri hópa...

Skógurinn tók fyrst við eins og oft á þessu svæði en við áttum eftir að ganga upp fyrir skóglínuna og upp á heiðarnar með vaxandi þoku er ofar dró.
Komin upp á heiðina í þykkri þoku en hlýtt og logn og við bara nutum þess að ganga saman í þessu nýja umhverfi og ímynda okkur útsýnið...

"Oliver... Oliver... the highest peak in Iceland is 2.110 m... we have to celebrate and taka a picture at that point..."

Oliver skildi þetta svo sem þó 2.110 m hæð væri honum ósköp hversdagslegt... fjórðungur Skoti, Íri, Wales-ari og Breti eða var það hálfur og hálfur og svo...

Og kynnst því að ganga í Skotlandi þar sem hæsta fjallið er Ben Nevis (1.344 m) sem einnig er hæsta fjall Bretlands og oft kallað "The Ben"svo hann skildi þessa gleði...

Hann kannaðist líka við lýsingar óbyggðanna frá fjöllum Íslands þar sem gengið var frá fjallsrótum með útsýni frá byrjun en ekki í skógi og hvað þá kláfi í byrjun.

Hópmynd í 2.110 m hæð...

 

Hjörleifur, Guðbrandur, Jón Ingi, Íris Ósk, Örn, Gyldi Þór, Stefán Jóns., Þuríður, Páll, Grétar Jón, Guðvarður

 

og

 

Ingi, Þorbjörg, Guðjón Pétur, Helga Björns og Bára.

 

Myndin dekkt og óskýr af vanstillingu...

Komin að Col de Balme við skála Les herbageres sem var lokaður en í þessu skarði (col þýðir skarð) lágu landamæri Frakklands og Sviss.

Hér standa Hjörleifur og Þorbjörg á landamæralínunni með steininn merktan Sviss öðrum megin og Frakkland hinum megin.

Hópmynd á hæsta punkti þessarar dagleiðar í 2.219 m hæð...

Myndavélin ekki að taka góðar myndir og myndin dekkt í tölvunni til að sjást betur.

Það var blautt... eins og sjá má á pollunum...

Gengið svo "niður í Frakkland" og öðru hvoru opnaðist aðeins fyrir skyggnið en það hvarf svo aftur.

Oliver fræddi okkur um margt á leiðinni og var alúðin uppmáluð...

"Here we would see over to Trient glacier if it wasn´t for the fog..."

... og hughreysti okkur... það yrði betra skyggni á morgun...

Kroppinbakarnir voru nokkrir á þessum fyrsta göngudegi...

Menn að prófa nýju regnslárnar sem þeir keypti í Chamonix deginum áður og voru ágætis hlíf fyrir pokann og herðar og þannig hægt að vera frjálsari undir en ekki í þungum regnbuxum.

Enda var þetta mestmegnis úði og dropar en ekkert í líkingu við íslensku rigninguna á Vífilsfelli eða haustúrhellið sem hrjáði Ísland á sama tíma...

Hláturinn sem réði ríkjum alla ferðina festist hér á mynd...

 

Oliver að fræða hópinn og segja brandara þess á milli um Camillu Parker Bowles, David Beckham og Posh Spice með hárbeittum breskum húmor..

Fræga fólkið sem verður ekki samt í huga okkar allra eftir útreiðina þessa vikuna  og munu minna okkur á Oliver það sem eftir er ævinnar...

 

Komin í skóginn aftur með lækkandi hæð... fallegt var umhverfið í þokunni.

 

Smám saman létti til og það var einstakt að ganga um  skóginn sem var svo lifandi í sínu stöðugu ferli vaxtar og niðurbrots... sjá tréð sem hér liggur fallið lárétt yfir.

Skiltin leiða ferðalanga um stígana allt um kring í fjöllunum umhverfis Mont Blanc með upplýsingum um göngulengd í tíma (Col de balme 2h30) en við hefum auðvitað viljað hafa km-merkingar... af því við gengum á íslenskum víkingahraða...

Oliver sá það strax á fyrsta degi að hann var ekki á göngu með venjulegu fólki... þetta voru sannarlegir "hiking vikings"...

Aldrei hafði hann áður séð svona marga með gps-tæki í þau sextán ár sem hann hafði gengið með hópa um Alpana... eða þurft að svara svona oft í hvaða hæð ar stefnt... hve margir kílómetrar þetta voru þann daginn....

"oh, about 11 km...
var svarið hans nánast daglega með undrunarsvip yfir þessum stöðugu pælingum um kílómetra og hæðarmetra...)

Niður á láglendinu leiddi leiðsögumaðurinn okkur að slóða sem lá niður að sveitakrá þar sem við skyldum fá okkur mýkjandi öl eftir daginn á meðan hann hjólaði til baka að ná í bílinn...

Við héldum nú ekki að við myndum sleppa því að sjá þær aðfarir... Bára, Örn, Ingi Og Guðjón fylgdu honum að staðnum þar sem hann skildi hjólið eftir um morguninn og sáum þá hversu lítillátur hann var í þeim efnum eins og öðrum..

Jeminn, var þetta hjólið hans dag hvern að ná í bílinn margra kílómetra leið í brjálaðri umferð, jafnvel milli landa...?

..."we want to see how you bike back and take a photo... is that ok...?"

Oliver vissi varla hvernig hann átti að haga sér... aldrei áður fengið fólk sem fylgdi honum að hjólinu og tók myndir af honum þegar hann lagði af stað...

En hann skellti sér á bak með okkur að þvælast fyrir sér og þegar hann var spurðum hvort við værum nokkuð að valda honum óþægindum neitaði hann pent en það mátti lesa örlitla undrun og eins og hik í rödd hans... en þetta var ekki búið...

Ingi sagðist taka bakpokann hans... í því hafði hann heldur ekki lent áður... og vissi varla hvort hann átti að þiggja það...

 En þáði það fegins hendi þegar við ítrekuðum að við myndum ganga með pokann að kránni sem væri nú lítið mál svo hann þyrfti ekki að þvælast með hann á þessu smá hjóli alla leið yfir til Sviss...

Ingi þarna að gera eitt góðverkið af mörgum þennan dag eins og honum einum er lagið...

... enda var mikill missir af honum fyrir hópinn þegar hann þurfti að snúa til Íslands daginn eftir.

Strákarnir hér að bera pokann og stafina að sveitakránni.

Hinir komnir á undan að kæla ölið...

Svellkaldur, mýkjandi og styrkjandi var hann mjöðurinn í lok dagsins...

Bara dásemdar endir á góðum degi í þurru, lygnu og mildu veðri en þó kólnaði manni við setuna og einhverjir flúðu inn í hús á meðan aðrir hlógu áfram úti...

Þetta þyrftum við að gera heima... enda æfingarnar á einum öl í gáska og gleði áður en heim yrði haldið... en nei, þetta er bara svona í útlandinu svo við nutum þess bara að vera í tímaleysinu fjarri öllu stressi svona til tilbreytingar.

Brátt kom Oliver á bílnum, búinn að skella hjólinu aftan á bílinn og tilbúinn til að keyra okkur heim.

Hjólatúrinn hafði gengið vel og allir glaðir með þessa fyrstu göngu ferðarinnar sem mældist 13,1 km löng á 5:51 klst. upp í 2.219 m hæð með 862 m hækkun miðað við 1.337 m upphafshæð.

GPS tækin voru ansi ósammála í ferðinni eins og oft á Íslandi en ósamræmið jókst við sambandsleysi í skógunum svo af þremur gps-tækjum þjálfara var tekið mark á meðaltölum til að hafa þetta sem sannast þó ekkert eitt sé rétt í þessu.

"Heima beið okkar potturinn...

Sjá útsýnið út úr glugga þjálfara niður á pottinn í garðinum...

Potturinn í nærmynd... og strákarnir umburðarlyndir kvenþjálfaranum sínum fyrir samviskusemina í heimildavinnslu ferðarinnar...

 

Og Páll kannski að gefa strákunum forskot á söguna  um Britney Bryndísi Spears Oddsdóttur sem hann las upp fyrir hópinn hvert kvöld þó ekki náði þjálfari mynd af því fyrr en síðar...

... og gufan sem við urðum líka fljótt mjög háð að fara í til að mýkja skrokk og sál eftir góðan göngudag...

Hver og einn fékk handklæðaslá að mexíkóskum hætti til að hafa yfir sér á þvælingnum frá herbergi yfir í gufuna og pottinn og gaf þetta síðdeginu sérstakan ævintýralegan blæ...

Þetta gat ekki verið notalegra og heimilislegra... 

Kvöldmatur af hætti Elaine, alltaf þriggja rétta og Oliver bar til borðs þar til nokkrir samviskusamir í hópnum tóku að sér að bera diskana á milli.

Það var eitthvað ekta við þessa umgjörð, látlaus lúxús sem Oliver og Elaine buðu okkur upp á en við komumst fljótt að því að þau hjónin þjónuðu okkur að öllu leyti og slík var natnin að það snerti okkur öll inn að hjarta...

Hvernig yrði veðrið á morgun...?
Ítalía á dagskrá og veðurspáin sagði "sunny spells"...
Oliver var greinilega hrifinn af þessum hluta leiðarinnar
og talaði um fína og ríka fólkið á Ítalíu þar sem dagurinn myndi enda...


D A G U R   4:   1 5 .   S E P T. - Göngudagur nr. 2.
 
Göngudagur nr. 2 mánudaginn 15. september byrjaði engu betur en sá fyrsti hvað varðaði veðrið út um gluggann á sjallettinu... lágskýjað, rigningarlegt og þoka...

Og hann byrjaði að einu leyti verra en sá fyrsti þar sem morguninn fól í sér að kveðja Inga sem var á leiðinni til Íslands og Guðjón Pétur ætlaði að vera með honum þennan dag svo við yrðum bara fjórtán sem myndum gangan að sinni.

Það var sárt að sjá á eftir Inga, mikill var missirinn fyrir hópinn og meira að segja Oliver greindi muninn á hópnum.

Ekið var um göngin til Ítalíu en það var ógleymanlegt að koma út úr göngunum því úr súldinni í Frakklandi ókum við í sólina á Ítalíu... við gripum andann á lofti.... loksins fengum við að sjá þessi mögnuðu fjöll Alpanna... og þau brugðust engum væntingum...
Mynd tekin út um bílgluggann eftir göngin.

En sólinni fylgdi kuldi svo þegar við fórum út úr bílnum og græjuðum okkur fuku snjóflyksurnar um allt og það var svona 3°C hiti eða svo...

Svalt eins og veturinn og skrítin tilfinning en við erum  öllu vön, kyngdum bara nokkrum sinnum og lögðum af stað...

Fjallasýnin hins vegar dásamleg og við störðum upp í loftið og út um allt allan þennan dag... sem við gengum utan í hlíðum Monte de la Saxe ofan dalsins Ferret Valley.

 

 

 

Með óskerta fjallasýn að Mont Blanc (4.808 m) Grande Jorasse (4.208 m)  sem hér kemur í ljós undan skýjunum og að jöklunum sem skriðu niður suðurhlíðar fjallsins hví-ta.

Fljótlega skein sólin á okkur þegar skógurinn þynntist og við stefndum að ítölskum fjallakofa sem var greinilega í uppáhaldi hjá Oliver.

Við skildum hvers vegna þegar komum á staðinn og gæddum okkur á veitingunum...

Jón Ingi, Hjölli, Guðbrandur og Guffi á síðustu metrunum að skálanum með fjallshlíðar Mont Blanc í bakið.

Hérna var ekki annað hægt en að staldra við og njóta... Mont Blanc kom smám saman í ljós undan morgunskýjunum og við áttum ekki til orð en smelltum þeim mun meira af myndum.

Komin í ítalska fjallakofann Bonnatti refuge sem er í rúmlega 2.000 m hæð og skartar einu fegursta útsýni á Mont Blanc fjallahringleiðinni- "Tour de Mont Blanc"..

Hérna fengum við eitt besta kaffi og eitt besta heita súkkulaði sem framreitt hefur verið í manna minnum... sannarlega stórmerkilegt þarna í óbyggðunum og til eftirbreytni...

Heita súkkulaðið var raunverulega fljótandi heitt súkkulaði... og kakan með var bara gott í göngumennina sem voru óskaplega þakklátir þessu veðri og þessu skyggni eftir þokuna deginum áður.

Einn hrikalegassti nestisstaður fjallgönguklúbbsins frá upphafi... með tinda Grande Jorasse bókstaflega yfirgnæfandi...
Hópmynd á hæsta punkti í
2.055 m
skv. gps þjálfara með hæsta tind Mont Blanc í baksýn (hægri hvíti tindurinn).

Þuríður, Gylfi Þór, Þorbjörg, Hjölli, Jón Ingi, Guðbrandur, Guffi, Stefán Jóns., Örn

og Páll, Grétar Jón, Helga Björns., Íris Ósk og Bára.

Oliver tók mynd eins og oft í ferðinni en af honum náðist hópmynd á vélina hennar Þorbjargar daginn eftir þennan og verður sú mynd dýrmæt þegar tíminn líður.

Áfram var haldið um hlíðar Saxa-fjalls með tindana um allt.

Haustið farið að sveipa sínum blæ á umhverfið, flestar plöntur fallnar og haustlitir á gróðrinum en gönguveðrið þannig hið ákjósanlegasta, ekki of heitt og sennilegasta skýringin á því hvers vegna enginn fékk blöðru alla ferðina (fyrir utan að slóðinn var alltaf góður og gönguhraðinn jafn en á móti kom að gengið var nokkra daga í röð).

Hópurinn að hlýða á Oliver í einni fræðslustundinni.
Gylfir Þór átti þessi skyndikynni við engisprettu á leiðinni...
Ein margra fallegra mynda úr ferðinni...

 

Á þessari leið hittum við aðra göngumenn en sjaldnast gerðist það almennt í ferðinni enda vorum við utan annasamasta ferðamannatímans.

Þarna var á ferð hópur sem fannst stórmerkilegt að hitta Íslendinga eins og fleirum en einn hópanna sem við mættum voru á leiðinni allan hringinn í heild með allt á bakinu og einhvern veginn öfunduðum við þau ekki.... við hefðum ekki viljað sleppa pottinum og gufunni... sérherbergi og sérbaði... ísköldum öl í lok hvers dags... tilbúnu mat og öðrum lúxús...

Ítalskar fjallakýr á beit með Toppfara að glápa á sig...

Þetta voru blómlegar fjallshlíðar.

Oliver, Gylfi Þór, Íris Ósk, Grétar Jón, Páll,Þuríður, Helga Björns., Hjölli, Guðbrandur, Guffi, Jón Ingi, Örn og Stefán Jóns...

Enn einn flottur nestisstaður sem þessi ferð bætti í safn klúbbsins...

Kaldur gustur ofar en skjól í lautinni og dásamlegt að gæða sér á þessari samloku frá Elaine sem jafngilti 3ja rétta máltíð með kökubitanum sem alltaf fylgdi í pokanum.

Kalt í lofti og við vorum ekki beint í sólbaði í nestistímanum eins og maður gat ímyndað sér að gerðist fyrr að sumri á þessari leið.

Bara magnað útsýni þennan dag.. hér niður í Courmayeur með seinni fjallaskálann nær sem við ætluðum að á stutta stund við.
Enginn fjallaskálanna sem við heimsóttum voru í líkingu við aðra skála. 

Hér úði og grúði af ítölskum skólakrökkum, salernið var ekki upp á marga fiska (hola í gólfinu) en útsýnið mergjað og notaleg stemmning.

Menn fleygðu sér stutta stund á bekkina, fengu sér eitthvað að drekka og nutu þess að eiga bara eftir niðurleiðina.

Hún fólst í stígum gegnum skóginn eins og oft varð úr í fjallshlíðunum og það var snarbratt þarna niður með tilheyrandi útsýni.

Hitinn jókst mikið á þessum síðari kafla dagsins, eftir svalann utan í norðurhlíðum Saxa fjallsins tók steiknandi hitinn við sunnan megin og við enduðum í 24°C niðri í þorpinu.

Bærinn Courmayeur rvar fallegur, áberandi snyrtilegur og húsin ríkmannleg, hér áttu hinir betur stæðari sumar- eða vetrarhúsin sín og verðið var eftir þessu... bjórinn og kókið kostaði meira en á íslenskum veitingastað.

En góður var endirinn á þessum degi og yndislegt að vera í sólinni þar til Oliver kom og sótti okkur.

Páll, Þuríður, Helga Björns., Gylfi Þór og Íris Ósk.

Dagurinn endaði í 15,2 km göngu á 6:52 klst. upp í 2.055 m hæð með 395 m hækkun miðað við 1.666 m upphafshæð en lækkunin var 833 m.

Við fréttum af Guðjóni Pétri að Ingi hefði náð fluginu eftir seinkun en hann fór gegnum Genf og Berlín heim og var Guðjón að enda 16 km göngutúr í hlíðum Chamonix dalsins þegar þjálfari heyrði í honum

Potturinn og gufan biðu okkar svo um kvöldið, góður kvöldmatur og kvöldvaka eins og fyrri daginn.

Það var framhald á æsispennandi rímum Bryndísar Oddsdóttur sem Páll las um af listfengi en rímurnar eru eftir Gísla Ásgeirs, frænda Páls.


D A G U R   5:   1 6 .   S E P T .- Göngudagur nr. 3.
 
Á þriðja göngudegi þann 16. september breytti Oliver um ferðaplan og færði dagskrá fimmtudagsins (göngud. 4) fram um tvo daga til þess að tryggja gott skyggni á þessari leið því veðurspá hljómaði upp á þrumuveður seinnipartinn á fimmtudag.

Þegar dagurinn rann skildum við hvers vegna hann gerði þessa breytingu... nákvæmlega þarna var nauðsynlegt að njóta óskertrar fjallasýnarinnar...

Hún var með því tignarlegasta sem sést á þessum slóðum og flestar fallegustu myndirnar af "Tour de Mont Blanc fjallahringnum"  eru af þessari gönguleið.

Myndirnar fönguðu þó engan veginn fegurðina...

Þarf að vera á staðnum til að upplifa það sem fjallshlíðar rauðu fjallanna höfðu upp á bjóða...

Lagt var af stað kl. 8:28 frá Col de Montets sem var endastaður göngunnar á fyrsta degi en í stað þess að ganga niður í sveitaþorpið fórum við yfir veginn og upp hlíðar fjallgarðs rauðu fjallanna eða Massif des Aiguilles Rouges sem rísa hæst 2.965 m.

Stefnan var tekin upp brattar hlíðarnar í skógi og klettum og að hvíta vatninu Le lac Blanc.

Veðrið var enn betra en í byrjun hina fyrri tvo dagana, en áfram svalandi gott gönguveður enda jókst hæðin hratt úr 1.439 m byrjunarhæð.

Fjallasýnin varð fljótlega mögnuð...

Sskínandi tindar í suðaustri að Mont Blanc.

Við vorum núna hinum megin við fjallgarðinn sem blasti við okkur ítölsku megin deginum áður og fengum nýja  sýn á Grand Jorasse og Mont Blanc summit.

Gönguleiðin á fyrsta degi sást vel úr hæðunum þennan dag.

Sjá skarðið fyrir miðri mynd... þarna vorum við á landamærum Sviss og Frakklands...

Gengum svo niður skarðið vinstra megin á myndinni í skógarstígunum og enduðum á láglendinu á sveitakránni...

Það var frábært að sjá svona vel það sem við misstum af í þoku fyrsta göngudagins og þessi sýn bætti það mikið upp.


Toppfarar og tindar...
Grétar Jón hafði upphaflega planað með Þorbjörgu að ganga alla leið á tind Mont Blanc með því að framlengja ferðina um nokkra daga en af þeirri viðbót varð ekki.

Hann losnaði samt ekki við knýjandi löngunina til að toppa Hvíta fjallið og leitaði leiða til þess að koma því við ef þess var einhver kostur þessa daga sem við áttum í hlíðum Mont Blanc en allt kom fyrir ekki.

Oliver tók ekki vel í þessa fyrirspurn frá upphafi en þegar hann sá að Grétari Jóni var alvara í að nýta frídaginn í einhvers lags tindferð og helst alla leið... hafði hann samband við leiðsögumenn sem fara með menn á toppinn til að kanna möguleikann.

Úr varð að leiðsögumenn vildu lengri tíma til að ganga með Grétari Jóni áður en þeir færu með hann alla leið upp svo tindurinn varð að bíða betri tíma...

Í þessari rosafengnu nálægð við tignarlega tinda Mont Bland var ekki furða að á okkur öll rann knýjandi löngun til að fara alla leið á tindinn og fór hópurinn á flug með þetta í ferðinni.

Það eru hins vegar til margir fallegir fjallgarðar í heiminum og þjálfarar hallast að því að toppa Mont Blanc eftir 2-3 ár og kynnast í millitíðinni fleiri tindum og fjallgörðum heimsins.

Svo gæti þó farið að hluti hópsins fari á tind Mont Blanc að ári og verður spennandi að fylgjast með því ævintýri...

 

 

Rauðu fjöllin komu smám saman í ljós þegar ofar dró og bergið var ljóst og þurrt innan um mosa og lyng.

Sjá fjallaskála Chalet du Lac Blanc efst við þokulínuna...

Þokan lék við efri hluta fjallshlíðanna þegar við nálguðumst en við vorum svo heppin að þegar við svo skiluðum okkur upp var þokan farin og allt hreinsaðist burt.

Nestisstaðurinn við minni vötnin... Lacs des Cheserys.

 í svölu fjallalofti en mögnuðu útsýni.

Samlokan hennar Elaine sem reyndist heil máltíð og meira til...

Aldrei sama áleggið...

Það var afrek að klára hana...

Áfram var haldið þegar kuldahrollurinn rak okkur af stað eftir nestið og við tóku stigar og tröppur í efsta hjallanum að skálunum.
Hvíta vatnið og skáli þess.

Einn fallegasti staður fjallaskála sem nokkurt okkar hafði séð í lífinu.

Fengum sæti við handriðið með fjöllin nánast við liðina á manni...

Þetta var magnað...

Kakó og kaffi í breiðum bollum... bjórinn kaldur... kakan góð...

Hér tóku menn myndir eins og þeim væri borgað fyrir það...

Hvers lags töfrarstaður var þetta eiginlega...?

Oliver fór með okkur upp að efra vatninu og tók hópmynd.

 Þorbjörg tók eina af okkur öllum með Oliver með á mynd enda með forláta þrífót meðferðis sem nýttist þarna vel.

Páll, Þuríður, Guffi, Guðbrandur, Hjölli, Örn, Stefán Jóns., Guðjón Pétur, Þorbjörg.

Bára, Jón Ingi, Helga Björns., Gylfi Þór, Íris Ósk og Grétar Jón.

Hér var tekið ógrynni af myndum... eflaust einn fegursti staður á jarðríki...

Chalet du Lac Blanc

... á klettunum

... í 2.362 m hæð

Flestir klöngruðust upp klettana að óskertu útsýni við vatnið og héldu áfram að taka myndir...

Komumst í aðeins hærri hæð þarna...

Hæst 2.386 m...

Niðurleiðin var rösk og þægileg niður góðan slóða með sömu fjöllin í fanginu nánast eins og maður gæti snert þau...
Skálinn framundan í fjarska með kláfnum sem skyldi flytja okkur restina niður í dalinn...

La Flegere...

Hópurinn þéttur og sagðir brandarar sem aldrei fyrr...
Menn voru snortnir af fegurðinni þennan dag og sérstakur andi fylgdi okkur niður af Hvíta vatninu...

Þuríður, Íris Ósk, Gylfi Þór, Helga Björns., Guffi, Jón Ingi, Hjölli og Oliver á góðum snúningi...

Stefán Jóns og Örn að skoða Grande Jorasse norðan megin (sést aðeins í hann vinstra megin á mynd) en hann heillaði okkur svakalega sunnan megin deginum áður...

Það var erfitt að slíta augun af fjöllunum...

Oliver bryddaði upp á íslenskri nýjung og lét okkur fara yfir stóra grjótskriðu sem féll í gili við La Flegere skálann...

Hann var sko búinn að fá að heyra það að við gengum mestmegnis utan slóða á Íslandi og fann vel fyrir því að þessir víkingar sem hann sat uppi með þessa vikuna á voru vanari að klöngrast í ójöfnu undirlagi en skottast á fjölförnum slóða...

... og var ekki lengi að finna viðeigandi verkefni fyrir þessa brjálæðinga...

 

Kláfurinn var þéttsetinn, heitur og hraðskreiður...
misvinsæll innan hópsins en allt gekk vel.

Við fórum yfir girnilegan gólfvöll og falleg sumarhús... og fundum vel hvernig við yfirgáfum hálendið og komumst niður í sól og blíðu láglendisins...

Hvítklæddir hermenn í bland við Toppfara...

...að koma af æfingu úr fjöllunum...

Auðvitað fengum við að hvílast á kaffihúsi meðan Oliver sótti bílinn...

Þarna skein sólin og sinnið í svala og slökun.

Stefán Jóns., Örn, Guðbrandur, Hjölli og Jón Ingi.

 

 

og

neðar

Íris Ósk, Gylfi Þór, Þorbjörg, Guðjón Pétur og Grétar Jón

...að skála fyrir frábærum göngudegi

...í einni hláturkviðunni...

en Grétar Jón átti ekki þetta glas allavega...

...æj, þessar dúllur...

Gangan þennan dag var 10,6 km á 6:28 klst. upp 2.386 m hæð sem var hæsti punktur ferðarinnar með hækkun upp á 947 m.

Við fengum Oliver til að staldra aðeins lengur þarna í sólinni því stemmningin var einstaklega góð...

Allir í banastuði á heimleiðinni og kvöldið eftir því... lesið upp um Bryndísi Spears,rímað, sungið, hlegið, planað og vakað aðeins fram eftir...

Það var frídagur daginn eftir og við ætluðum flest að Annessy þorpinu við vatnið og svo með kláfnum upp á du Midi en Páll ætlaði þó í gólf og Grétar Jón í jökulgöngu...


D A G U R   6:   1 7 .   S E P T .- Frídagur.
 
Það var flókið að ákveða hvað ætti að gera á frídeginum 17. september.

Flestir vildu fara með kláfnum upp á du Midi í rúmlega 3.800 m hæð en um leið var freistandi að þiggja boð Olivers um dagsferð í franska þorpið d´Annessy og fá far með honum í lok dagsins að kláfnum og taka síðustu ferð þar upp.

Þá þurfti maður ekki að hugsa og finna kláfinn...

Flest okkar enduðum á því að þiggja þetta en mörgum fannst eftir á að hyggja að sniðugra hefði verið að sofa út og eyða hálfum deginum í kláf du Midi því þar var heilt ævintýri út af fyrir sig og alls ekki ráðlegt að taka síðustu ferðina upp því það gaf allt of lítinn tíma til að spoka sig í þessum tindasal sem þarna var.

Þorpið Annessy var hins vegar virkilega fallegur staður, minnti á Feneyjar, var blómlegur og friðsæll staður en samt iðandi af afslöppuðu mannlífi.

Menn fóru á kaffihús eða út að borða, versluðu og dóluðu sér í bænum.

Páll eyddi þessum degi í gólf, Helga Björns. tók sér frí og Grétar Jón fór ævintýraför upp á du Midi og svo jöklagöngu á Mer du Glasse sem hann kvikmyndaði m. a. og á eftir að vera dýrmæt varðveisla á ævintýralegri göngu og sérstökum ferðafélagar...

Oliver og Elaine sóttu okkur svo tímanlega og spjölluðu við þá sem voru komnir að bílastæðinu... hér að spjalla við Þorbjörgu en þau voru viðræðugóð, jákvæð og fróð í allri viðkynningu.

Aksturinn til Chamonix tók um klukkutíma og var fínasti fróðleikur á leiðinni í báðar áttir þar sem Elaine sagði okkur allt um sögu svæðisins og landanna í kring og fléttaði inn í það þeirra eigin sögu, hvernig allt var þegar þau tvö fluttu til Chamonix og hve miklar breytingar hafa átt sér stað á þeim 16 árum sem liðin eru síðar þá.

Við tókum svo eina síðustu ferðina upp með kláfnum...

Áfangastaðurinn var Aguille du Midi í 3.842 m hæð...

... eins og sjá má á lyftuhúsinu hér.

Skógurinn neðst í hlíðunum,

svo hrjóstugar lendur og grjót,

svo klettar

og svo snjórinn / jökullinn að tindinum...

 

Við þurftum að taka tvo kláfa, sá fyrri fór hálfa leið og svo tók efri við.

Þetta reyndist hina mesta útsýnisferð yfir fjöllin, Chamonix dalinn og fjallsrætur Mont Blanc í öllu sínu veldi frá dalbotni.

Á miðri leið sáum við brottfararpall fallhlífarstökkvarana og einn fór akkúrat af stað þegar við kláfuðumst yfir...

Bara mergjað að sjá það...

Hér á millipallinum að bíða eftir síðari kláfnum með stöðina uppi á de Midi efst þarna á toppnum lengst í fjarska...

Það kólnaði með hækkandi hæð og við klæddum okkur í...

En þarð varð ekki nærri eins kalt þarna uppi eins og búið var að vara við...

Við vorum augljóslega heppin með veður enda var skyggnið frábært...

Mynd tekin úr kláfnum gegnum plastrúðuna að endastöðinni uppi á kletti du Midi.

Hvernig fóru þeir að þessu að reisa heilu húsin svona ofan á klettinum?

Ætli klettarnir gefi sig aldrei?

Hrynur ekkert úr þessu?

Hvernig þora þeir þessu?

 


Fjallgöngumenn á leiðinni upp skaflinn að tindi Du Midi...
Við fengum fyrir hjartað að sjá þetta... lotning og spenna í senn...
Við sem höfðum talað svo fjálglega um að toppa tindinn að ári eða eftir 2-3 ár... þetta var greinilega meira en að segja það en um leið í svo mikilli seilingarfjarlægð og lifandi mögulegt
að flestir í ferðinni eiga eflaust eftir að toppa Mont Blanc einn daginn...
Brúin á milli kletta.

Þarna var miðasalan upp í lyftuna að efsta tindinum sem var aðeins ofar (100m?) en þar var enginn og við fengum ekki að taka lyftuna...

Misstum af því tækifæri af því við fórum á síðasta snúningi þarna upp sem undirstrikaði hve klaufalegt það var að fara upp með síðustu ferð.

Á einum svölunum... en það voru svalir, gangar og pallar um allt þarna... sáum við nokkra klifrarar koma á broddum og í línum upp þverhnípta klettana og fara stiga upp á svalirnar...

Spjölluðum aðeins við þá og þeir urðu svo samferða okkur með kláfnum niður.

Sjá fleiri myndir af þessu öllu á

www.picasaweb.google.com/Toppfarar


Fjallasýnin var mögnuð allan hringinn... hér í austur?
Sjá lyftuhúsið utan í klettunum...

Neðri húsin hægra megin eru gangurinn að stöðinni fjær sem við fórum eftir...

Hinum megin (ekki á mynd) voru svo búðir du Midi þar sem menn sofa fyrir göngu og eins var þarna veitingastaður, verslun og annað.

Upp eftir efsta tindi du Midi þar sem lyftan fór en við fengum ekki að fara í...

Í norðnorðaustur ?
Sjá brýrnar utan í berginu bæði uppi þar sem fólkið er og neðar.

Hvernig komast menn í lyftuhúsið?

Þurfa þeir að klifra kletta eða er hægt að ganga út á jökulinn?

Við fundum engan stað og Grétar Jón sem var þarna fyrr um daginn sagði að þetta væru einu leiðirnar...

Þeir sem fóru upp þetta síðdegi að stilla sér upp fyrir hópmynd sem Gylfi Þór tók á þrífæti:

Þuríður, Örn, Helga Björns., Guffi, Hjölli, Þorbjörg, Guðbrandur, Stefán Jóns...

...og á mynd vantar Báru og Gylfa Þór.

Helga hitti okkur þarna uppi en hún sleppti ferðinni til Annesssy og Jón Ingi og Guðjon Pétur slepptu þessum tindakláf.


Í suðsuðvestur ?
Á niðurleiðinni sáum við betur gönguleiðirnar upp eftir fjallinu hvíta og neðri búðir... (mynd gegnum plastrúðuna á kláfnum) og þá varð það einhvern veginn svo freistandi að ganga á Mont Blanc frá dalbotni...

Auðvitað !

Annað er hálfkæringur og eins og einhvern veginn ekki nógu heillen fjallganga ?.

Við erum vön þessu heima að ganga frá fjallsrótum... Snæfellsjökull, öræfajökull og Eyjafjallajökull þegar í reynslubankanum...

Þegar við spurðum Oliver að þessu sagði hann að langflestir færu frá efstu búðum, þeir sem gengju frá dalbotni væru ekki lengi til viðbótar á göngu (1 dagur) en mönnum dytti sjaldnast í hug að leggja þaðan af stað... hann skildi kannski okkar löngun til að fara frá fjallsrótum að einhverju leyti en ég er ekki viss...

Var það galin hugmynd? Sjáum hvað framtíðin leiðir í ljós...

Um kvöldið var farið út að borða á veitingastað í Les Houches, Le Grand Balcon.

Maturinn var misgóður eftir því hvað menn pöntuðu og ekki eins góður og hjá Elaine fannst sumum...

En veitingastaðurinn var opnaður sérstaklega fyrir okkur að frumkvæði Olivers og því vorum við ein þarna.

Menn voru fremur rólegir þetta kvöld og fóru snemma heim en eflaust áttu húsráðendur von á brjáluðum víkingum sem myndu hlæja hátt, drekka hratt og vaka lengi... en svo varð ekki reyndin...

Grínið og hláturinn voru samt í aðalhlutverki eins og alltaf en hér lét Guffi  menn slaufa um sig servíettunum.

Við gengum svo um 1,5 km upp brekkurnar "heim" í gistiheimilið og fórum snemma að sofa... til að melta the summit of Mont Blanc sem við nánast snertum...


D A G U R   7 :   1 8 .   S E P T .- Göngudagur nr. 4.
 
Fjórði göngudagurinn hófst öðruvísi en áður...

Við gengum af stað frá gistiheimilinu, niður hlíðar Les Houches að kláf sem flytja skyldi okkur upp að Bellevue skálanum.

Það var svalt og hálfskýjað snemma morguns að haussti og fínasta gönguveður.

Gengið niður hlíðarnar og dalsbotninn neðar.
Kláfurinn fór úr um 950 m hæð upp í um 1.895 m hæð sem var þá byrjunargönguhæðin þennan dag.

Fremur lítil hækkun á dagskrá en það átti eftir að breytast þar sem Oliver bauð okkur upp á tvo viðbótar tinda á íslenskan máta...

Hópurin hér að skoða útsýnið niður í Chamonix dalinn sem var magnað í morgunsvalanum.

Gengið í átt að Bionassay jöklinum (4.052 m) sem við ætluðum svo að þræða ræturnar á og fara um skarð þess við Col Tricot (2.119 m).

 

Eftir brekkur gegnum skóginn þar sem við m. a. fórum yfir brautarteina lestarinnar sem gengur upp með Bionassy jöklinum að Gouter - leiðinni að tindinum komum við að skriðjökulgörðum Bionassy.

Jökulgarður hér með gnægð af grjóti í ísnum og vatnssöfnun í berginu en Oliver leyfði okkur ekki að fara nær þó maður reyndi að vera óþekkur...

Yfir hengibrú fórum við svo til að komast að skarðinu og var brúin a tarna bara heljarinnar upplifun sem við stöldruðum við og tókum myndir í allar áttir.

Hér gengum við fram á veiðihóp nokkurn sem var vopnaður (leiðsögumennirnir) og voru þeir ekki í mjög miklu uppáhaldi hjá Oliver.

Eitt órætt dýr skaust framhjá okkur á göngunni sem engan veginn var hægt að átta sig á hvað væri fyrir hraðanum og mátti finna óttann í loftinu hjá bráðinni...

 

Oliver gekk á Mont Blanc fyrir þremur? árum og sagði okkur frá þeirri reynslu fyrr í ferðinni auk þess sem við fengum að horfa á myndbandsupptöku af göngunni hans eitt kvöldið en sú upptaka hún kveikti enn betur í okkur öllum að sigra tindinn einn daginn.

Hérna gátum við séð leiðina hans upp... algengustu uppgönguleiðina á tindinn á Mont Blanc...

...Gouter leiðin þar sem farið er með lestinni áleiðis upp, gist í Refuge de´Aguille Gouter skálanum eða öðrum skála þarna í klettunum og gengið svo upp á einum degi með því að vakna á miðnætti og ganga allan daginn frá því um kl. 01:30 um nóttina.

Vanalega komast menn svo niður í dal sama dag.

Fleiri skálar eru á þessu svæði og hér bendir hann okkur á þá en það var misjafnt hversu vel gekk að koma auga á þá eins og fyrri daginn í fjöllunum.

Kíkirinn hans Páls kom þá að góðum notum.

Áður en við komum að skarðinu Col de Tricot stakk Oliver upp á íslenskum aukakrók í göngu dagsins... upp þessa hlíð hérna að tindinum sem slútti brattur niður í dalinn hinum megin.

Við höfðum nokkur haft augastein á þessum tindi fyrr um daginn og vorum að planleggja að skjótast þarna upp í nestistímanum svo þetta féll nú aldeilis í kramið að bæta þessu bara við dagskrána...

En... þetta var sannarlega lengri, brattari og meira krefjandi  brekka en hún leit út fyrir að vera...

Sjá afstöðuna á myndi, bratti báðum megin.

Ekki bara einhver skottúr í korter...

Við stóðum á öndinni þarna sem við klóruðum okkur upp mosann og notuðum lyngið sem haldreipi og vorum dauðfegin þegar einhvers lags kindagötur gáfu smá jafnslettu einhver skref...

Fór enda svo að hluti af hópnum fór með Oliver að skarðinu og ákvað að taka sinn nestistíma þarna en ekki á þessu aukabrölti...

Hinir létu sig hafa svitann og mæðina og gáfu stelpurnar ekkert eftir.

 

Þuríður hér að klára síðasta spölinn...


Mont Vorassay í 2.287m hæð skv. korti en mældist
2.327 m skv gps (öll þrjú gps þjálfaravoru  yfir 2.300 m).

Uppi var ólýsanlegt útsýni í allar átti með Bionassy  og Miage jöklanaog tindgarðinn fryir framan okkur og Chamionix dalinn hinum megin...

Snarbratt niður hinum megin og tindurinn allur einn hryggur með kindagötu ofan á...

En dýr létu merkurinnar ekki sitt eftir liggja heldur sátu þarna í nmakindum og og skildu ekkert í þessari móðu og másandi innrás göngumanna í þeirra friðsæla fjallalíf...

Nestið var borðað þarna í hlíðinni við tindinn og var bara magnað að sitja svona í snarbrattri hlíð með aðrar eins snarbrattar hlíðar Mont Blanc á móti manni.
Grétar Jón

Stefán Jóns.

Páll

Bára

Örn

Helga Björns.

Þuríður

Gylfi Þór

Guffi

Þorbjörg

Guðjón Pétur

Niður héldum við svo á góðum hraða að skarðinu þar sem hinir biðu með útsýni til Miage jökulsins sem sorfið hafði þann dal sem við stefndum næst á til að fá okkur hressingu við skála þar.

Upp þessa tungu hér á miðri mynd áttum við svo eftir að ganga og koma niður í dal bæjarins Les Contamines.

Niðurgangan að Chalet de Miage var einnig mun drýgri en ætla mátti en þarna leyfði Oliver hópnum að fara á frjálsum hraða og rak sjálfur lestina.

Þjálfarar nutu  þess að reka lestina líka og spjölluðu heilmikið við leiðsögumanninn sem hafði frá svo mörgu að segja...

...m. a. hvernig hópurinn virkaði á hann.

...en þegar þjálfari afsakaði hamaganginn, grófleikann, háværðina og skortinn á breskri kurteisinni í íslensku víkingunum...

....kannaðist Oliver ekki við neitt svoleiðis fólk

...og fannst við bara vera einstaklega glaðvær og jákvæð...

Var líklega ekki verið að svara af kurteisi þarna heldur fyrst og fremst af einlægni því fas þeirra hjóna og framkoma í okkar garð var í samræmi við þessi orð þó eflaust höfum við á einhverjum stundum farið nálægt þeirra mörkum eða þess sem þau eru vön og reynt á einhvers lags þolinmæði eða umburðarlyndi... en bara bættum það upp með kátínu og einlægri vináttu sem hópurinn sýndi þeim hjónum.

Veitingarnar í Miage skálanum voru góðar í veðurblíðunni í dalnum með skriðjöklana ofar í hlíðum.

Enn einn fallegur áningastaður ferðarinnar...

þeir voru hver öðrum fallegri...

Þetta var dalur sem öfundsvert var að eiga hús í...

Upp héldum við hina brekkuna, skógi vaxna og svo lágvaxna en gróðursæla og friðsæla.
Og þar beið hinn íslenski tindurinn...

Mun styttri og auðveldari en engu að síður ekki fyrir smekk allra svo hluti af hópnum hélt áfram á meðan hinir skelltu sér upp.

Þetta var bara gaman en hér var slóði alla leið og farið meðfram girtum svæðum.
Guðjón Pétur, Grétar Jón og Örn fóru fyrstir upp og nutu þess að rífa svolítið í þolið á sér og keppasts..

Hinir fylgdu svo fast á eftir og voru allir glaðir að fá annan svona hressandi svitatúr þann daginn.

Olvier vissi vel hvað hann var að gera þessum ólmurum...

Svitahópurinn mikli...

Grétar Jón, Stefán Jóns, Páll, Örn, Guðbrandur, Guffi og Guðjón Pétur

og  stelpurnar sem gefa strákunum ekkert eftir...

Þorbjörg, Helga Björns., þuríður og Bára.

Þarna var útsýnið magnað að Miage jöklinum og tindum Bionassy lengra og ofar.

...en við urðum að halda áfram og ná hinum...

Gangan var hressilega hröð niður og eftir lendunum að brekkunum hinum megin.
Skógi vaxnar hlíðarnar að Les Contamines en þarna var um nokkrar leiðir að ræða niður...

Hvert höfðu hinir farið?

Auðvitað merktu þau leiðina sína og krotuðu í mölina pílur og Ísland...

Bara snilld og kannski einhver skátabragur á þessu?

Dagurinn reyndist á endanum vera 6:21 klst. á göngu um 14,4 km leið upp 2.327 m hæst með hækkun upp á 432 m með öllu.

Að beiðni nokkurra í hópnum var komið við í kúabjölluverksmiðju á leiðinni heim (eitthvað sem Oliver var ekki vanur að menn bæðu um þegar á reyndi) og þar keyptu menn sér bjöllur af öllum stærðum og gerðum...

Kúabjöllur sem verða hér með órjúfanlegur hluti af Toppförum...

Nú var lag að hafa hádegisskokk-æfingu en ferðin reyndist þannig að almennt var því ekki við komið að hafa skokkæfingu þar sem hver dagur var pakkaður og menn yfirleitt þreyttir á leiðinni heim.

En... þetta var tækifæri sem var ekki hægt að sleppa...

Skokkæfing erlendis gefur alltaf aðra sýn á hvern stað og maður sér aldrei eftir því að skokka um hverja þá staði sem maður heimsækir í heiminum.

Bára, Örn, Þorbjörg og Grétar Jón skelltu sér á þessa æfingu sem var ákveðin með 10 mín fyrirvara og hefði örugglega verið fjölmennari ef þjálfarar hefðu verið ákveðnari í að ákveða tíma og stað með lengri fyrirvara fyrir alla til að koma sér í gírinn..

Um kvöldið var framhald á rímum Bryndísar Spears, söngur og gleði með kvöldmatnum og síðasti dagurinn ræddur með Oliver og Elaine.

Páll gerði okkur Britney Oddsdóttur ógleymanlega í þessri ferð með lystilegum upplestri og rímur Gísla Ásgeirs fellu vel í kram hópsins...

En þetta var ekki allt...

 

Páll lumaði á fleiri textum...

Mm. a. söngtextum og las fyrir okkur hrikaleg örlög stúlkunnar í lagi Tom Jones Delailah í tilefni af sprengihlægilegum Tom Jones-brandara Olivers.

Hann plataði Oliver til að lesa upp textann sem vissi varla hverju hann átti von á og hélt að þetta væri gildra...

En harðneitaði svo að syngja og Elaine fékk að spreyta sig...

Hún sló okkur öllum við og bætti við einu versi í laginu sem vantaði og undirstrikaði enn betur hin örlagaríku endalok Delai-luh...


D A G U R   8 :   1 9 .   S E P T .- Göngudagur nr. 6 og heimför.
 
Síðasti göngudagur ferðarinnar var föstudaginn
 
19. september.

Hann byrjaði með rigningarveðri um morguninn eftir skúri og þrumuðveður kvöldið áður...

Oliver mátti ekki keyra stóran bíl sjö daga í röð skv. reglum Evrópusambandsins sem tryggir einn hvíldardag í viku í akstri stórra bíla...

...og því fórum við á tveimur bílum; leigubíl og svo minni bíl með Oliver en Elaine fór svo á stærri bílnum á móti okkur frá endastað.

 

Rigningardroparnur drupu af trjánum eftir rigningar næturinnar

...

Þokan skreið eftir dölunum

...

Og fjöllin þornuðu smám saman

...

 Með morgunsólinni sem bræddi burtu skýin.

Ofar sleppti þoku láglendisins en þá grúfðu skýin bara yfir tjallatindunum og við sáum ekki hæstu tinda.

þessa nótt snjóaði ofar og við fengum ferska snjólínu í fjöllin sem var frábær endir á gönguferðinni í heild.

Þennan dag höfðum við útsýni yfir gönguleið dagsins á undan, vorum nú í hlíðum Le Brevent (2.525 m) með Mont Blanc sem aldrei fyrr í fanginu í suðaustri.

Gengið var úr 1.338 m hæð upp 980 m í byrjun dagsins en hæst náðum við 2.318 m í staðinn fyrir 2.525 m þar sem lyfta upp á Plan Praz stöðvarinnar var í viðgerð og vi fórum ekki á hæsta tind Brevent fjallsins.

Þegar leið á uppgönguna um brattar brekkur Brevent létti til þar til orðið var léttskýjað þegar við tókum morgunpásu með ævintýralegu útsýni til vesturs.

Þarna ræddu menn næstu ferð að ári...

Viljum við fara í viku eða tvær vikur...?

Til Nepal, Perú eða Norður Afríku?

eða...?

 

Við ætluðum upp þessa tinda sem ofar voru svo áfram var haldið með þokuna skríðandi niðri og á toppunum og stundum nálægt okkur en sólina annars að bræða og þurrka allt.
Útsýnið óborganlegt...

Hér sést yfir til gönguleiðarinnar deginum áður...

Upp fórum við um skarðið milli fjallsins vinstra megin í snjólínunni (Bionassy hryggurinn)  og svo upp Mont Vorassay sem við toppuðum flest.

 

Mont Blanc fór smám saman að sýna sig og við hækkuðum okkur á meðan til að fá betra útsýni.
Örn og Guðjón Pétur hér með stíginn sem við fórum að baki um hryggina.
Síðustu metrarnir upp í og Alparnir allt í kringum okkur ...
Jón Ingi og Páll hugfangnir eins og við hin.
Skálað var í Hot and Sweet eða einhverju álíka sem þjálfari hafði þrælst með í pokanum alla dagana að bíða eftir rétta augnablikinu...

Þarna kom það, allir með og síðasti tindurinn að baki í Ölpunum að sinni.

"Skál fyrir mjög velheppnaðri ferð..."

Þjálfari þakkaði öllum fyrir þeirra framlag til þess að gera ferðina eins góða og hún reyndist...

Þetta er hópur sem samanstendur af ólíkum einstaklingum, sterkum og litríkum karakterum og sannarlegu svo frábærum að manni leiðist ekki eina sekúndu uppi á fjöllum með þessu fólki...

 

Nú skyldum við ganga á hina hnúkana eftir hrygg Brevent og hvítir kollar Mont Blanc voru þarna hinum megin dalsins að bjótast út úr skýjunum.

 

Hæsti punktur í 2. 318 m hæð.

Víkingarnir ákváðu að skilja eftir sig vörðu á einum staðnum og varð þetta myndarlegasti gjörningur af hendi stelpnanna...

...þar til strákarnir skitu allt út bókstaflega með því sem mest var af þarna á hólnum... eða rugluðust kannski á því og steinum...

... en Oliver lærði íslenska orðið "kindaskítur" við þessi fíflalæti...

Hláturinn var eftir þessu...

og Oliver upplýsti að svona vörðu hefðu hann nú ekki séð áður...

Áfram var hlegið þegar Oliver var svarað heldur klaufalega þegar hann bauð hópnum að klöngrast upp á hæsta tind Brevent úr því kláfurinn var í viðgerð...

...en það þýddi 2 klst. viðbót að lágmarki... og menn voru almennt gíraðir inn á að klára síðasta göngudaginn rösklega og hafa meiri tíma á síðustu sveitakránni fyrir heimferð...

...þannig að þegar Oliver bauðst til að bæta þessum aukagöngukrók við daginn þar sem hann hefði nógan tíma og vissi hvaða brjálaða göngulið þessir Íslendingar væru og vildi sjálfsagt bjóða þeim einn hressilegan fjallatúr á síðasta degi... svaraði kvenþjálfarinn pent...

"No, I don´t think so, they just want to go to the pub..."

;)  ;)  ;) ;)

Síðasti nestisstaður Alpanna...

Í svölu haustloftinu í um 2.000 m hæð með fjallið Pointe Noire de Pormenaz í norðvestri (2.323 m).

Eftir síðustu langlokuna í ferðinni héldum við áfram í landslagi sem var furðu íslenskt...

Mosi, grjót, lækjarsprænur, mýri...

Og hæsti tindur Brevent fyrir framan okkur sem við sögðum pass við að sinni...


En fjallatindar Mont Blanc voru sko ekki íslenskir en í stíl við Toppfarana eins og oft áður.

Örn, Guffi, Gylfi Þór, Íris Ósk, Þuríður, Bára, Hjölli, Helga Björns., Jón Ingi, Þorbjörg, Páll, Guðjón Pétur, Grétar Jón og Stefán.
Nákvæmlega þegar það hentaði hreinsuðust skýin brátt frá Mont Blanc...

Oog við tókum andann á lofti...

Og gátum sem fyrr varla slitið augun af þessum fjallasal...


Svo ákveðið var að taka enn eina mynd af hópnum með Mont Blanc tindinn í baksýn...
Toppfarar and The summit of Mont Blanc - 4.808 m...

Skálinn

Refuge de Bel Lachat.

sem var lokaður fyrir veturinn var svo heimsóttur áður en haldið var niður...

 

Allt lokað en gaman að koma þarna og hægt að ímynda sér stemmninguna á þessum palli með Mont Blanc yfirgnæfandi...

Pallurinn náði eins og fram af og var magnað að horfa niður í Chamonix dalinn.
Brekkurnar biðu okkar svo á niðurleiðinni, langar en á góðum slóða en þennan dag lækkuðum við okkur um rúma 1.100 m sem var hressilegur endir á ferðinni.
Smæð okkar í samanburði við fjöll Alpanna...

Sjá Toppfarana neðst á mynd...

Áhrifin af fjöllum Alpanna nást ekki á mynd...

Verður að vera á staðnum og upplifa...

Alveg eins og á Íslandi...

Elaine beið okkar í miðjum hlíðum Brevent, hafði gengið áleiðis á móti okkur og var dormandi þegar við komum að henni.

Það var frábært að fá að ganga með henni síðasta daginn því  hún var okkur jafn kærkomin og Oliver.

Sjá fjarlægðirnar... þangað niður ætluðum við...
Stundum voru heilu skrefin járnsmíðuð i bergið ef slóðinn varð eitthvað annað en auðveldur...

En svona smíði sáum við öðru hvoru í ferðinni.

Við vorum greinilega ekki á íslandi að klöngrast...

Oog ítrekuðum við þau hjónin að koma til Íslands...

Við myndum fara með þeim ævintýralegar slóðir um land ísa og eldfjalla...

Þar sem járnsmiðir auðvelda ekki för nema yfir brjálaðar jökulár í mesta lagi...

Þegar neðar dró urðu fjöllin enn áhrifameiri og við sáum örn fljúga um í dalnum eins og áður...

Fugl þessarar ferðar var tvímælalaust Örninn.

Á áfangastað beið bílinn og það var pláss fyrir átta manns...

Hinir átta sem ekki voru að flýta sér að Mer du Glasse eins og Þorbjörg og Grétar Jón eða gátu hugsað sér að ganga lengra áleiðis meðan bíllinn fór fyrri ferðina með hópinn héldu af stað og fífluðust með að hleypa ekki bílnum framhjá...

Þessi göngutúr á eftir bílnum varð rétt tæplega 3 km langur eftir veginum um brekkurnar þar sem stytta af Jesú blasti m. a. við okkur í hlíðunum en þetta var ágætis útrás fyrir óðamála göngumenn hópsins.

Sveitakráin á síðasta deginum var í Les Houches í göngufjarlægð frá gistihemilinu svo við sögðum Oliver að vera nú ekki að sækja okkur... við myndum ganga heim...
Við sátum úti eins og alltaf og þetta var dásamlegur endir á síðasta göngudeginum...

...eftir 15,5 km göngu á 7:36 klst. upp í 2.318 m hæð með 980 m hækkun og 1.170 m lækkun seinni hópur.

 

Heim við gengum svo mjúk og glöð upp brekkur Les Houches um 1 km leið og fórum í pottinn og gufuna...

Borðuðum síðustu kvöldmáltíðina með Oliver og Elaine og þökkuðum vel fyrir okkur.. skrifuðum í gestabókina, buðum Oliver upp á fljótandi rauðan Ópal, skiptumst á netföngum, sýndum Oliver vefsíðu hópsins og hvöttum þau til að koma til Íslands og ganga með okkur...

Pökkuðum niður, fórum snemma að sofa og vöknuðum eldsnemma þann 20. september fyrir klukkutíma akstur til Genf þar sem flogið var kl. 10:20 til London...

Fyrri hópur fór beint í flug til Íslands á harðahlaupum kl. 13:00 eftir lendingu um kl. 11:00 á Heathrow .. en hinir skutluðust til London og nutu þess að vera í borginni í góðu veðri og flugu heim um kvöldið kl. 21:10.

Allt gekk vel og ferðinni lauk í sama toppandanum og hún var í frá upphafi...  en við höfðum lagt að baki...:

33:03 klst. á göngu með öllu

69,1 km

3.749 m hækkun

og líklega enn meiri lækkun

upp í yfir 2.000 m hæð alla daga en hæst 2.386 m...

Látum þessar tölur eiga síðasta orðið...

 

  

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir