Verum
þakklát...
Við Steininn eftir
göngu upp á Þverfellshorn á
þriðjudagskveldi 28. febrúar 2008
Hjartansþakkir fyrstu myrkurgöngumenn
Toppfara...
... þið sem fóruð með okkur í gegnum fyrsta
veturinn í sögu klúbbsins árið 2007... ... þegar fyrsta myrkrið skall á og við
vissum ekkert hvort það væri yfirleitt hægt
að fara á fjall í myrkri að vetri til á
Íslandi... ... þegar ekkert nema reynslan af því að
ganga á tindinn á Kilimanjaro í myrkri með
höfuðljós árið 2002 sagði okkur að það væri jú hægt að fara á fjöll í myrkri
ef höfuðljós væri meðferðis... en á Íslandi
að vetri til í öllum veðrum ?
Takk fyrir að fara í gegnum fyrsta veturinn
með okkur...
... þegar allur fjöldinn sem mætt hafði um
vorið og sumarið hætti að mæta um leið og
veturinn skall á... ... þegar margir hristu höfuðið og sögðu
okkur að það væri galin hugmynd að stunda fjallgöngur að kveldi til allt
árið um kring...
... þegar við vorum stundum óskaplega fá
mætt í göngu en lögðum samt í hann... ... þegar við þjálfarar keyrðum að Esjurótum
í erfiðu veðri árið 2007 og vorum viss um að
enginn myndi mæta en hittum þá fyrir fyrstu Toppfarana
galvösk með bros á vör og mætt í göngu...
þó það væri myrkur... snjór... hálka...
vindur... rigning... slagveður...
Án ykkar væru Toppfarar ekki til...
... án
ykkar hefðum við ekki komist að því að það
er yfirleitt alltaf veður til að fara á
fjall á þriðjudegi... ... án ykkar hefðum við ekki komist að því
að það er mun einfaldara mál að fara í
fjallgöngu þó það sé myrkur... ... án ykkar hefðum við ekki komist að því
hversu miklir töfrar bíða manns ef maður fer
út úr borginni að vetri til í myrkri með snjó yfir öllu og upplifir kyrrðina í
brakandi snjónum... og birtuna sem stafar af
tungli, stjörnum, snjó og svo borgarljósunum í fjarska og síðar
friðarsúlunni frá október til desember...
Af öllum
öðrum ólöstuðum standa Halldóra Ásgeirs og
Roar upp úr...
... af þeim
Toppförum sem fórum í gegnum fyrsta veturinn
með okkur... þau mættu í nánast hverja einustu göngu sama
hvernig veðrið var... alltaf glöð, jákvæð, gefandi, hjálpsöm,
brosandi, áræðin, þakklát og með þetta
ævintýrablik í auga... algerlega ómetanlegt og virkilega
aðdáunarvert... við munum alltaf meta ykkar þátt mikils í
tilveru Toppfara almennt...
#Takkfyrirokkur
elsku
sporgöngumenn Toppfara; Alda, Alexander, Ásta Þórarins., Grétar Jón,
Guðjón Pétur, Guðbrandur, Guðmundur Ólafur,
Gylfi Þór, Halldóra Ásgeirs, Halldóra
Þórarins., Heiða, Heiðrún, Helga Björns,
Helga Sig., Herdís Dröfn, Hilma, Hjölli,
Hrönn, Ingi, Íris Ósk, Jón Ingi, Jón
Tryggvi, Ketill, Kristín Gunda, Páll,
Rannveig,
Roar,
Sigríður Einars., Soffía Rósa, Stefán
Heimir, Þorbjörg, Þorleifur, Þuríður.
Þau ykkar sem
ekki eruð lengur í þessari
fjallgönguvitleysu með okkur.... eruð öll alltaf velkomin í göngu með
okkur... bara í heimsókn... alltaf...
:-)
Færslan á
fasbók:
https://www.facebook.com/Toppfarar.is/photos/a.256734734451322/1896284903829622/?type=3&av=256369974487798&eav=AfZ5xs2RbLDOX8EVR3VGUcqXoU5Y89vV-ItTlETKbsT6k1_U88LFRSfNaVhpejSUqoo&theater
Myndband af
fyrsta árinu 2007 til 2008:
https://www.youtube.com/watch?v=6NaKxRPGUF0&t=2s
|