Undirbúningur
fyrir árlega göngu Toppfara
á Vatnajökul í maí
Þjálfun fyrir ferð: Neðan við Dyrhamarinn á leið á Hvannadalshnúk þar sem snúa þurfti við vegna ofsaveðurs uppi við tind16. maí 2009...
1... ekki
gera ekki
neitt... Besta leiðin til að vera í formi er að detta aldrei úr formi. Þetta er grundvallarregla okkar þjálfara. Sama hvað maður gerir... ekki gera ekki neitt... hreyfum okkur alltaf allt árið... dettum aldrei úr formi því þá snýst líkamsræktin alltaf um að koma sér í form sem kallar á sífellda óþarfa baráttu... Með því að halda sér í formi allt árið um kring, árum saman, alla ævi er maður alltaf í góðu formi og kemst í öll ævintýri og allar ferðir sem eru í boði hverju sinni á lífsleiðini... ... svo þetta er regla númer eitt :-)
2...
vinafjallið
mitt einu
sinni í
viku... Besta leiðin til að þjálfa gott fjallgönguform er að velja bæjarfjallið sitt eða eitthvað annað vinafjall og fara á það allt árið einu sinni í viku rösklega án þess að stoppa nema uppi (já, ekki taka myndir eða neitt nema uppi takk) #vinafjalliðmitt Fjallið gæti verið Úlfarsfell, Helgafell í Hf. eða Mosó, Esjan, Akrafjall... eða bara Vífilsstaðahlíð alla leið upp og niður og kringum vatnið... mergjuð æfing ! Hafa þessa æfingu sem sína einkaþjálfun og gæðastund með sjálfum sér og fjallinu sínu (og öðrum ef vill) og mynda þannig ómetanlegt samband við bæjarfjallið sitt sem margir gera nefnilega árum saman og er lykillinn að þeirra góða líkamsformi :-)
3... mæta í
Toppfaragöngur...
4... nýta
göngurnar
sem
þolþjálfun...
Byrja allar göngur framarlega í hópnum eða í miðjum hóp eins og formið leyfir þó það sé erfitt og maður sé móður. Nýta þannig orkuna frá hinum og máta sig við hópinn. Gefa svo eftir ef þolið leyfir ekki meira það sinnið ... en sjá í næstu göngu hvort maður hélt lengur út að vera framarlega eða komst lengra upp brekkurnar án þess að þurfa að stoppa o. s. frv... Aldrei staðsetja sig aftast í byrjun og ekki leyfa sér að dragast aftur úr nema í allra lengstu lög Muna samt NB að það getur verið eðlilegt fyrstu ferðirnar að vera aftast meðan maður er að vinna upp þolið. Ef maður er búinn að ganga vikum, mánuðum eða árum saman þá er löngu kominn tími til að staðsetja sig framar en aftast. Líta þannig á göngurnar sem þolþjálfun en ekki bara útivist til að njóta stundarinnar... ... erfiðið skilar sér nefnilega þakksamlega síðar og þá er hægt að njóta útivistarinnar án þess að vera sífellt móður eða að erfiða... eða alltaf aftastur og sá sem verið er að bíða eftir... 5... æfa aukalega sjálfur ef þarf...
EF maður nær
ekki að
staðsetja
sig nema
aftast í
öllum göngum
þó vikur og
mánuðir eða
jafnvel árin
líði Dagarnir fyrir ferð: Á Kotárjökli og Rótarfjallshnúk um ótroðnar og göldróttar slóðir sem aldrei eru gengnar þann 4. maí 2019...
1... taka
því rólega
vikuna fyrir
ferð... (þjálfarar reyna að hafa hana létta fyrir jöklaferð en stundum hentar það illa dagskránni). *Krefjandi dagsferð helgina fyrir jöklagönguna er í lagi en hver og einn metur hvort hún sé of orkufrek fyrir sig samt. *EKKI gera eitthvað óvenjulegt vikuna fyrir ferð eins og að hjóla skyndilega í vinnuna alla dagana, fara skyndilega í morgungöngur FÍ sem maður hefur aldrei gert áður, mála þakið á húsinu, fara í nýja spinningtíma, smíða pall o.s.frv... Ekki gera neitt sem framkallar nýjar harðsperrur og álag sem líkaminn er ekki vanur... bíða með það þar til jöklagangan er að baki það vorið :-) Borða og drekka vel og halda vökvabúskap líkamans í lagi, þ.e. borða hollt og drekka vel á móti allri svitnun. *Innan afreksíþróttamanna er áfengisbann algengt... og þeir sem keppa reglulega sniðganga oft áfengi 1 - 2 vikum fyrir erfið átök en hver og einn metur þetta fyrir sig. Áfengi sólarhring fyrir erfiða ferð er ekki æskilegt og ef menn eru tæpir á líkamlegu formi og líðan þá ættu þeir alfarið að sniðganga það lágmark 1 viku fyrir ferð NB: *Vikan fyrir jöklaferð á ekki að vera álagsvika, hvorki vinnulega, andlega né líkamlega. Líta á þessa viku sem orkuhleðslu fyrir átök.
2...
sólarhringinn
áður...
Jöklagangan sjálf: Á Dyrhamri og Hvannadalshrygg um Virkisjökul í einum sætasta sigri í sögunni 6. maí 2017...Almennt gildir í jöklagöngum...
*Að vera vel
æfður og
vel
sofinn
og vel
nærður sbr.
ofangreint.
Þreytan
eftir þessar
ferðir er
meiri en
eftir aðrar
tindferðir
og
stemningin
er öðruvísi.
Að ganga á broddum: *Stíga jafnt á yfirborðið svo broddarnir nái allir að grípa taki í hjarnið en ekki stíga á ská (eins og maður gerir í skóm og hliðarhalla þegar maður stingur jarkanum á skónum inn í brekkuna til að mynda syllu í jarðveginn - alls ekki gera þetta ef maður er á broddum heldur nýta alla broddana til að grípa í hjarnið með því að ganga "flötum fótum").*Lyfta fótum vel upp til að reka ekki broddana í hjarnið og detta fram fyrir sig. Með broddunum erum við komin með "lengri fætur" og auðvelt að gleyma sér þegar líður á daginn og menn orðnir þreyttir eða kærulausir. Líkaminn vanur ákveðinni vegalengd sem hann þarf að lyfta fætinum upp og stíga næsta skref (flókin taugalífeðlisfræðileg athöfn) en þegar maður er kominn á brodda þarf maður að muna að lyfta hærra upp til að reka sig ekki niður undir. *Ganga aðeins gleitt með smá bil milli fóta til að flækja ekki broddunum hvor í annan eða flækja broddunum í skálmarnar og detta um sjálfan sig af þeim sökum eins og margir hafa reynt (sbr. rifnar skálmar á hlífðarbuxum v/broddanna). Chaplin eða skíðastökkvarar hér fyrirmyndin.
*Taka
stutt
skref til að
hafa betra
vald á
hverju
skrefi. * Ganga með framhlið manns vísandi niður brekkuna ef undirlagið er mjög frosið, bratt og hált til að ná sem jöfnustu gripi - en ekki "ganga á hlið" eins og maður gerir vanalega á göngu í hliðarhalla. Á við í mikilli hálku, svelli eins og t.d. áKerhólakambi í desember 2007 þar sem við fórum vel yfir þetta og æfðum o. fl. ferðum. *Þegar hálkan er minni en samt til staðar skal ganga í hliðarhalla með því að snúa "efri" fæti, þ.e. fætinum sem er ofar í brekkunni í göngustefnu en "neðri" fæti um 45° niður í móti til að nýta betur yfirborð broddana og hafa meira vald/öryggi á göngunni. Með því að ganga zikkzakk upp brekku er gott að hvíla kálfana með þessu þar sem maður beitir efri og neðri fæti misjafnt eftir því hvernig maður snýr mót hallandi brekkunni. Á Þverártindseggjum í ógleymanlegri ferð sem gleymist aldrei 26. maí 2012.Að ganga með ísexi: * Ef farið er í brodda skal alltaf taka ísexi með í hönd líka því þá er maður kominn í hálkufæriþar sem nauðsynlegt er að geta stöðvað sig með ísaxarbremsu.
*Halda
skal í
ísexina með
breiðara
skaftið fram
og beittara
skaftið snýr
aftur
(oddurinn)
og venja sig
á að halda
alltaf á
henni svona
*Ef
gengið er í
hliðarhalla
skal ísexin
ávalt vera í
þeirri hendi
sem
snýr að
brekkunni
*Sé gengið niður brekku getur verið gott að styðja ísexinni aftan við sig til að hafa stuðning/hald. Bratta brekkan á leið á Miðfellstind með klettinn Þumal á vinstri hönd 18. maí 2013.Ísaxarbremsa: *Ísaxarbremsu er ekki hægt að lýsa - hana verður einfaldlega að æfa verklega! *Með því að halda alltaf rétt á exinni er maður viðbúinn eins og hægt er að grípa til hennar. *Mikilvægt að halda henni sem næst brjóstkassanum þegar bremsunni er beitt og missa hana ekki of langt ofan við sig til að geta beitt líkamsþunganum á ísexina - lítið hald í henni ef maður er kominn lengst fyrir neðan exina sjálfa. *Hinn hlutinn af líkamsþyngdinni á að fara á hnén og lítið/ekkert annað af líkamanum að snerta jörðina - til að láta líkamsþungann liggja á exinni annars vegar og hnjánum hins vegar en þetta getur skipt sköpum upp á að bremsan virki ef hjarnið tekur illa við. * Broddarnir mega ALDREI snerta jörðina ef maður rennur af stað. Þetta er mikilvægasta viðbragðið því ef broddarnir rekast í hjarnið á hraðferð rennandi niður kastast menn til og fara í loftköstum niður án þess að geta nokkuð stjórnað sér og beitt exinni og geta slasast illa við það - en ekki síður við það að fóturinn mun höggvast móti mótstöðunni þegar broddarnir fara í hjarnið og ökklar eða aðrir hlutar fótar geta brotnað illa.*Menn þurfa að æfa vel ísaxarbremsu, hún verður þeim eingöngu töm sem æfir hana oft og reglulega við allar aðstæður. *Nauðsynlegt er að vera jafnvígur á hægri og vinstri hendi og æfa bremsuna á báðum þannig að hún sé manni töm beggja vegna og æfa fall með höfuð niður í móti á maganum og bakinu, fall frá hlið beggja vegna en ekki eingöngu með falli niður í móti á afturendanum eins og einfaldast er að gera. *Gott er að fara alltaf yfir ísaxarbremsu í hvert skipti sem farið er á brodda og hún tekin í hönd ef menn gera það sjaldan á hverju ári og fyrir þá sem fara reglulega á brodda með ísexi að æfa sig í huganum á göngunni, taka hana í viðbragðsstöðuna önnur hendi á efra skafti og hin á neðra skafti og ísexin ber við brjóstkassa. *Þegar ísaxarbremsa er æfð er öruggast að vera ekki á broddunum til að auka ekki slysahættuna og velja öruggt æfingasvæði, þ. e. svæði þar sem menn stöðvast sjálfkrafa neðar og ekkert tekur við annað en snjór, hvorki grjót, möl, gljúfur né annað. Á þriðja og síðasta tindinum... um þrjá hæstu tinda landsins... Sveinstind, Snæbreið og Hvannadalshnúk ævintýralega sólarhringinn 29. maí 2014Hvað gera menn ef leiðsögumaðurinn Ef eingöngu ein lína ef á ferð skulu allir í línunni bíða, gott getur verið að grípa í hjarnið með ísexinni ef þarf, setjast strax allir niður, halda línunni strekktri og passa að þunginn dreifist á alla línuna en ekki bara fremsta mann sem tekur eðlilega mesta höggið við fallið og mesta þungann til að byrja með þegar slysið verður. Ef fleiri en ein lína er í leiðangrinum kemur önnur lína til björgunar: Björgunarlínan : Leiðsögumaðurinn þar nálgast brúnina varlega þar sem yfirleitt er snjóhengja á brúninni og sprungan liggur breiðari innan undir snjónum - notar til þess snjóflóðastöng til að kanna snjóalög og finna hvar fasta landinu sleppir til að gæta að eigin öryggi - grefur þá með skóflu úr brúninni til að bandið grafist ekki eins mikið inn, setur svo bakpoka, skóflu, skíði, staf eða annað þvert yfir snjóhengjuna til stuðnings til að línan skerist ekki inn í meðan á björgun stendur.Leiðsögumaður sendir svo aukaspotta niður til þess sem féll ofan í sprunguna með hnút og karabbínu (aukalínan sem leiðsögumaðurinn er með hjá sér í pokanum (þessa 20 metra)) en hann mælir út circa hversu langan spotta þarf miðað við hve sprungumaðurinn er farinn langt niður - setur karabínu á hnútinn - og sá sem féll nælir karabínuna á sama stað á beltinu og hina karabínuna (sá sem féll má alls ekki losa karabínuna sem fyrir er og heldur honum öruggur við sína eigin línu). Tryggja skal með spurningu til sprungumannsins hvort karabínan sé örugglega læst og með samfelldu átaki björgunarlínunnar í nokkrum áföngum þar sem fremsti maður í björgunarlínunni kallar "bakka" er maðurinn smám saman togaður upp úr sprungunni - mikilvægt að allir kalli skipun fremsta manns aftar á næsta mann, menn séu samtaka, veiti gott viðnám og taki hlutverk sitt alvarlega svo allt fari vel . Á meðan heldur lína sprungumannsins vel í og tryggir að hann falli ekki neðar ef eitthvað mistekst við björgunarlínuna (t.d. við að festa sjálfur aukaspottann í sig) og bakkar líka eins og línan þeirra losnar við uppgöngu leiðsögumannsins. Næst fremsti maður í þeirri línu skal meðan á björgun stendur næla sig í línuna með karabínunni sinni með því að næla henni fyrst í línuna og svo losa hana af hnútnum í beltinu - en þannig er hann laus úr línuhnútnum en áfram nældur í línuna og getur gengið rólega að sprungunni - þar skal hann halda munnlegu sambandi við þann sem féll og tryggja að alls sé í lagi hjá honum meðan hann er hífður upp. Til eru svo margar aðrar gerðir sprungubjörgunar sem fara þarf yfir á sérnámskeiði sem við tökum síðar eftir því hvort menn eru eingöngu tveir saman á göngu, ein lína á göngu o.fl.
Í hnotskurn...
Æfa vel,
borða og
drekka vel, hvíla vel
vikuna fyrir
göngu og
ekkert
aukaálag þá,
sofa vel
aðfararnótt
föstudags,
ekkert nýtt
í búnaðinum,
Sjá allar
göngur
Toppfara á
Vatnajökli á
hverju ári í
maí frá því
árið 2008
http://fjallgongur.is/vatnajokulsferdir_fra_upphafi.htm
Sjá brodda-
og
ísaxarnotkun
og
sprungubjörgun
á jökli:
Sjá
samantekt á
öllum
námskeiðum
klúbbsins,
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|