Þvert yfir Ísland 4
frá Kaldárseli í Bláfjöll
nokkrum klukkustundum eftir að gos hófst í Geldingadölum
svo breyta þurfti upphafsstað göngu

Þvert yfir Ísland 4 - Kaldársel upp í Bláfjöll... á 3ja gíga leið með mjög skemmtilegu brölti upp á Stórabollagíg, Þríhnúkagíg og StóraKóngsfellsgíg...

... í mildu veðri niðri en snjóhríð á köflum uppi í fjöllunum... engin gasmengun og ekkert örlaði á gosinu vestar á Reykjanesi... og keyrt úr snjókomu í Bláfjöllum niður í rigningu í byggð...

... sætur sigur og flottur leggur utan stíga og utan Reykjavegar að mestu að hætti hússins ... en við mælum sérstaklega með því að taka þessa aukakróka á þessari leið milli Grindarskarða og Bláfjalla...

... alls 20,8 - 21,3 km á 6:59 klst. upp í 563 m hæð með alls 852 m hækkun þar sem gengið var í samfelldri hækkun úr 120 m hæð...

... næst förum við legg 2 frá Stóra Leirdal inn að gosstöðvunum í Geldingadölum og yfir í litrík Landmannalaugakenndu Sogin um Djúpavatns- og Grænavatnseggjar að Djúpavatni...

... og leggur 3 bætist þá við úr því við komumst ekki frá Vatnsskarði út af nýhöfnu gosinu og þá skulum við spá í að skreyta leiðina frá Djúpavatni með viðkomu á Fíflavallafjalli og á hinum mjög svo sjaldförnu Mávahlíðum... úr því þetta eru orðnir tveir leggir sem við eigum eftir vegna jarðhræringanna... báðir þessir leggir eru veisla...

... tónninn er sleginn í þessari Þverun Íslands næstu árin... við ætlum að tína upp alls kyns perlur á leiðinni í aukakrókum eða smá brölti um fagrar náttúrusmíðar eins og í dag

-------------------------------------------------

Kvöldið áður en við lögðum í göngu tvö Þvert yfir Íslandum legg fjögur... þar sem ætlunin var að fara frá Vatnsskarði við Vigdísarvelli um Kaldársel og upp í Bláfjöll... hófst gos í Fagradalsfjalli... við sem ætluðum í þessa göngu vorum á leiðinni í háttinn þegar fréttirnar bárust... og þjálfarar tóku þá ákvörðun um klukkustund eftir að fréttirnar bárust að færa upphafsstað göngunnar yfir í Kaldársel þar sem hætta á gasmengun, hugsanleg lokun á Krýsuvíkurvegi og umferðaröngþveiti að gosstöðvunum gætu flækt för um morguninn... því það varð allt vitlaust strax á föstudagskveldinu...

Sem betur fer hlustuðum við ekki á úrtöluraddirnar (fólk sem ætlaði ekki í þessa göngu NB) sem fóru strax að finna hindranir og sáu hættur í öllum hornum meðal annars vegna hugsanlegrar gasmengunar yfir á gönguleiðina til Bláfjalla... en þar fannst okkur heldur djúpt vera í árina tekið... því ef við værum raunverulega í hættu þar... þá hlyti að þurfa að rýma allt höfuðborgarsvæðið því Kaldárselið væri ansi nálægt byggð... og við að fjarlægjast gosstöðvarnar þaðan í frá með göngu upp í Bláfjöll... það er alltaf heillavænlegast að hugsa í lausnum en ekki hindrunum... ekki stökkva á allar mögulegar ástæður til að aflýsa eða fresta... heldur láta slag standa og sníða stakk eftir vexti... mjög margar magnaðar Toppfaraferðir hefðu aldrei orðið að veruleika ef við hugsuðum svona í hindrunum eins og menn gera dæmalaust mikið stundum...

Enda var panikkið þetta föstudagskvöld allt of mikið miðað við það sem síðan gerðist... því allir streymdu að gosstöðvunum strax um kvöldið, nóttina og daginn eftir... svo ef gosið hefði hafist tveimur sólarhringum áður... þá hefðum við getað farið legg 2 eins og hann átti að vera... frá Stóra Leirdal að Vigdísarvöllum en við höfðum því miður neyðst til að geyma þann legg vegna lokana á öllu Reykjanesgöngusvæðinu vegna jarðhræringa og jarðskjálfta áður en nokkurt gos var hafið...

Gosið var hins vegar mikill fengur fyrir okkur því þar með mun það skreyta legg tvö og lengja hann svo við enduðum á að þurfa að skipta upphaflega legg 2 í legg 2 og 3.. og hafa þannig legg þrjú frá Djúpavatni að Kaldárseli þar sem við neyddumst til að sleppa kaflanum frá Vatnsskarði að Kaldárseli vegna eldgossins í panikástandinu sem skapaðist þetta föstudagskvöld sex klukkustundum áður en við þurftum að vakna til að fara í þessa göngu þennan laugardag 20. mars 2021...

Lending er því sú að þennan laugardag 20. mars fórum við legg 4 á leiðinni Þvert yfir Ísland... leggur 2 verður frá Stóra Leirdal inn að gosstöðvunum og um Núpshlíðarháls að Spákonuvatni um Sogin að Grænavatni og Djúpavatni.. og þar með var ákveðið að leggur 3 yrði um Fíflavallafjall og Mávahlíðar og þaðan um Vatnsskarð og Undirhlíðar í kaldársel... sem sé mun fjölbreyttari og fallegri leiðir en hefðbundinn Reykjavegur... og við getum ekki beðið eftir að fara þessa tvo leggi... þeir verða veisla... eins og leggur 4 var þennan laugardag þar sem við fórum utan slóða á þrjá gullfallega og ólíka gíga sem ekki eru á hefðbundinni leið Reykjavegarins en er vel þess virði að skoða á þessari einsleitu leið frá Grindarskörðum upp í Bláfjöllin...

Eftir svefnlausa nótt með gosið í hausnum allan tímann... var vaknað 5:30 til 6:00... og mætt við Kaldársel kl. 7:00... allir yfirspenntir og agndofa yfir atburðum föstudagskvöldsins... en ekkert sást til gossins... engin mengun sjáanleg eða merkjanleg í loftinu... allt með ró og spekt...  við lögðum af stað kl. 7:22...

Gengum rösklega og glaðlega meðfram Valahnúkum og Valabóli þar sem enginn var tilbúinn til að staldra við enda aðeins of kunnuglegar slóðir... og spenningurinn hófst ekki fyrr en við vorum komin út í hraunið milli Helgafells og Grindarskarða... en sá kafli er mjög fallegur...

Sem fyrr um allt Reykjanesið.. eru svona sprungur á hraunhellunum... sannarlega vanmetinn staður á landinu... en aldeilis búinn að koma sér á heimskortið núna þetta Reykjanes...

Úfin leið og greið leið til skiptis... Grindarskörðin hér framundan...

Litið til baka... mjög skemmtileg hlaupaleið fyrir þá sem elska að skokka úti í náttúrunni...

Við fylgdum formlegri Reykjavegarleið... eða Selvogsgötuleið... sem fer hér um eftir vörðunum og slóðanum...

Komin á leiðina ofan við Hafnarfjarðarafleggjarann... þar sem við ætluðum að hafa fyrsta nestisstoppið við skálann...

Mjög notalegt hér og hentugt í smá skjóli við húsið í gjólunni sem var samt ekki mikil...

Þessi leið upp í skörðin er alltaf jafn mögnuð... það er svo sorglegt að við erum búin að missa þessa gönguleið upp í Grindarskörð frá ´Hafnarfjarðarafleggjaranum upp í Bláfjöll af því einhver snjall fræðingur sá skyndilega að vatnsbólið á svæðinu stafaði hætta af umferðinni um þann veg og því var honum lokað í fyrra... sem þýðir að það er ekki lengur hægt að keyra upp í Bláfjöll úr Hafnarfirði... heldur þurfa allir að keyra í gegnum alla borgina... okkur grunar sterklega að ástæðan hafi frekar verið sú að þarna sparast viðhald á heilum vegi fyrir Hafnarfjarðarbæ... það er alveg á hreinu að þeir sem tóku þessa ákvörðun gera sér enga grein fyrir missinum sem skíðafólk og útivistarfólk varð fyrir með þessari ákvörðun... sorglegt með meiru og við syrgðum þetta saman á göngunni...

Ofar í Grindarskörðum var veturinn... eins og svo oft áður... ótrúlegur munur á færðinni þarna upp frá og við veginn neðar...

Bollarnir skreyta skörðin á magnaðan hátt og hér með þurfum við að spá í hvernig við heimsækjum þá á næstunni öðruvísi en að þurfa að fara heila dagleið þangað... líklega er það samt raunveruleikinn því miður...

Riddarapeysurnar voru talsvert margar í þessari ferð... og fengu hér mynd af sér á þessum hrauni mitt í snjónum...

Svala, Bára, Bjarnþóra, Bjarni, Siggi, Örn, Gerður Jens., Björn H., Ólafur Vignir, Kolbeinn, Ragnheiður og Fanney...

Leiðangursmenn dagsins voru 26 manns:

Silla, Haukur, Margrét B., Svala, Kolbeinn, Davíð, Ragnheiður, Ólafur Vignir, Fanney, Bestla, Gerður Jens, Örn, Björn H., Vilhjálmur, Bjarnþóra, Siggi, Elísa, Bjarni, Sandra, Svandís, Sigurjón, Steinar R., Marta, Oddnýr og Oddný Sig Guðmundsdóttir gestur.

Tvær nýjar riddarapeysur... Ragnheiður og Svala...

Við vorum komin í snjó í skörðunum...

Óskaplega fallegt landslagið á þessum slóðum...

Hálka en samt ekki svo mikil að þið þyrftum að vera á keðjubroddunum...

Litið til baka með leiðina sem var að baki fyrir aftan... Húsfellið og Valahnúkar þarna niður frá...

Helgafellið í Hafnarfirði svo hér í baksýn....

Magnaðir litir í landslaginu... sömu litirnir og eru í sumum riddarapeysunum...

Syðstu bollar hér í baksýn...

Miðbollar hér framundan...

Hraunhellar um allt undir yfirborðinu... við fengum að sjá í beinni útsendingu næstu dagana og vikurnar á eftir hvernig svona landslag verður til í eldsumbrotunum sem voru hafin á Reykjanesi nokkrum klukkustundum áður...

Við gengum framhjá Miðbollunum og þjálfarar ákváðu að úr því veðrið var svona gott og við styttum leiðina um 8 - 9 km fá Vatnsskarðinu í Kaldárselið að þá skyldum við flækja leiðina frá Grindarskörðum í Bláfjöll með viðkomu á þremur gígum utan hefðbundinnar gönguleiðar...

Einn af Miðbollunum... en þessir gígar hafa allir verið gengnir á þriðjudagsæfingum Toppfara... en eru ekki lengur í boði sem slíkir vegna lokunar á Hafnarfjarðar-Bláfjalla-afleggjaranum öllum...

Stóri bolli hér framundan... við ætluðum upp á gíginn hans... og enduðum á að láta hann nægja og ekki fara upp á efsta tindinn sjálfan... þetta væri jú 3ja gígaleið...

Litið til baka með Miðbollana nær og Syðstu bolla fjær...

Gígurinn á Stóra bolla var fagurmótaður... að hugsa sér að einu sinni gaus hér...

Við sneiddum því í raun framhjá tindinum á Stóra bolla og hringuðum bara gíginn hans...

Framundan hér voru Þríhnúkar og gígurinn hans þar sem hellaskoðun fer fram með því að fara í sérútbúinn lyftu ofan í hann...

Á leiðinni komum við að þessari tjörn og hér ríkti einstakur friður... öræfakyrrðin var alltumlykjandi hérna...

Fótspor eftir björn í hlíðinni....

Dásamleg stemning og allir svo glaðir að hafa náð þessari göngu og ekki þurft að fresta henni eða aflýsa út af gosinu...

Litið til baka á Stóra bolla...

Sólin var ekki langt undan...

Við litum stöðugt við í áttina að gosinu... en sáum aldrei neitt nema sérstaka þykknum í loftinu fyrir ofan sem við vissum ekki hvort tengdist gosinu eður ei...

Þríhnúkarnir framundan komnir ansi nær en áðan... þetta sóttist vel í sterkum gönguhópi...

Ísbreiður og hraun á milli... ennþá ekki komin í broddana... þetta var það mjúkt og grýtt...

Mögnuð víðátta...

Mikil heilun að ganga hér...

Við stefndum beint á Þríhnúkagíg... og komum skyndilega fram á þessa turkís-bláu tjörn sem lúrði í snjónum utan í einum Þríhnúknum...

Magnaður staður og magnaður litur !

Mynd ferðarinnar... einstaklega gefandi að fá svona óvænta fegurð á leiðinni... þetta gefst bara á þessari stundu í þessu veðri í þessum leysingum... eflaust allt þurrt og með ró og spekt hér að sumri til...

Við gleymdum okkur við þessa tjörn...

... og tókum fjölda mynda...

Sjá mannvirkið uppi á Þríhnúkagíg...

Frosnar öldurnar á tjörninni...

Svo fallegt... veturinn er svo gefandi göngutími... synd hversu margir fara á mis við þennan árstíma og ganga bara á fjöll og um óbyggðirnar að sumri til... við ætlum ekki að falla í þá gryfju að þora ekki út í veturinn... við ætlum alltaf að kunna á hann og geta farið út að leika þó það sé janúar eða mars eða nóvember...

Frosið hraunið í tjörninni í öllum litum...

Við ætlum sérstaklega að passa að upplifa allar árstíðirnar á göngunni Þvert yfir Ísland... og upplifa landið þannig frá öllum sjónarhornum veðurs og færðar...

Takk fyrir okkur saklausa tjörn sem varðst svona fyrirvaralaust á vegi okkar eins og fegursta fjallavatn...

Þríhnúkagígur...

Komin mannvirki hér fyrir alla ferðamennina sem koma hér að fara niður í hellinn eða ganga kringum hann...

Nú breyttist veðrið og það þyngdi mikið yfir... ekki lengur sást til Bollana almennilega í Grindarskörðum...

Mjög flott aðstaðan hér og metnaðarfullt...

Teikning af Þríhnúkagíg.. magnað fyrirbæri...

Þegar við gengum fyrst á Þríhnúka var hellirinn bara op ofan á gígnum og ekkert sem lokaði eða varði hann... þá var í umræðunni að búa til aðstöðu til að fara ofan í hann og bjóða ferðamönnum að upplifa þennan magnaða helli og manni fannst sá sem vakti athygli á þessu vera ansi stórhuga... en þetta hefur allt ræst og vel það... virkilega vel gert og aðdáunarvert... svona gerast töfrarnir ef menn eru með skýra sýn og nægilega mikinn metnað... einstaklingsframtakið takk fyrir !

https://www.vso.is/project/thrihnukagigur/

https://grapevine.is/travel/2016/06/09/discovering-thrihnukagigur/

Við gengum upp á Þríhnúkagíg...

Kominn stígur og handrið og allt saman...

Skilti með flottum útskýringum beggja vegna...

Mjög smart...

Uppi var handrið og stígur sem leiddi menn hringinn að mestu...

Hinir Þríhnúkarnir hér i vestri en við höfum alltaf gengið á þá alla þrjá þegar við höfum verið hér á þriðjudagskvöldum...

Lyftan og sigbúnaðurinn... vel frá þessu gengið...

Stóra Kóngsfell hér í austri... og síðasti gígur dagsins þar fyrir neðan...

Hellirinn hér niðri og hinir Þríhnúkarnir á bak við hópinn...

Hellirinn... eins gott að gæta sín hér...

Tjörnin okkar þarna niðri...

Við snerum við og fengum okkur nesti tvö við húsin... en gátum ekki hætt að stara á mann að okkur fannst standa við einn skaflinn niður frá...

Sjá hér manninn úti á einni nösinni... sést ekki vel hér reyndar...

Önnur tjörn við Þríhnúkana... ekkert skyggni lengur til Helgafells í Hafnarfirði...

Við drifum okkur niður í kaffi... snjókoman sem var í spánni var greinilega mætt á svæðið...

Og nesti var borðað í snjóhríð.... hver vill ekki upplifa svoleiðis í vetrargöngu ha ?

Ekkert fútt í þessum vetrargöngum nema taka þetta alla leið !

Enda voru allir glaðir með meiru þrátt fyrir veðrið :-)

Meir dugnaðurinn í þessu fólki :-)

Batman fær alltaf mjög mikið að borða í Toppfaraferðunum... og er botnlaus með öllu :-)

Jæja... síðasti gígurinn á leið til Bláfjalla... við spáðum í hvort við ættum að sleppa honum en flestir voru á því að fara þetta þó það væri smá útúrdúr... hann var nú ekki mikill en sannarlega þess virði...

Stóra kóngsfell hér og litlu gígarnir hans suðvestan við hann... þangað ætluðum við...

Þeir voru stærri þegar nær var komið eins og svo oft vill verða...

... og mjög gaman að þræða sig eftir gígbarminum sem reyndist sá mest krefjandi af þremur frekar saklausum gígum dagsins samt...

Svo fallegir litir... við verðum að ná þessum litum í riddarapeysu !

Greiðfært til að byrja með... Stóra Kóngsfell hér yfirgnæfandi...

Litið til baka með hina gígana sunnar...

En hér austan megin var smá klöngur sem vafðist fyrir sumum...

Fremstu menn ekki lengi að þessu og komnir niður hinum megin...

Litli gígurinn norðan megin við okkar...

Afstaðan utan í Stóra kóngsfelli...

Hér töfðust menn og þessi kafli minnti okkur vel á hversu mikilvægt það er að við æfum vel klöngur á þriðjudögum svo enginn hiki við að fara svona kafla í tindferðunum þegar ekki endilega er í boði að sneiða framhjá...

Mergjuð leið...

Til norðurs... það var mjög gaman að kynnast þessari hlið á Stóra Kóngsfelli...

Komin niður og hópurinn þéttur hér eftir gíginn...

Alls 16 manns hafa mætt í báðar göngurnar Þvert yfir Ísland... við ætlum að skrásetja þetta mjög vel og þetta verður sögulegt verkefni... við skorum á alla sem vilja vera með að mæta þegar þessar göngur eru og fresta frekar öðru sem er á dagskrá þeirra sama dag ef þeir mögulega geta (matarboði t.d. þó ekki sé hægt að fresta fermingu t.d.)... því það er okkar reynsla að mun leið og menn fara að elta svona áskoranir eftir á, þá lenda þeir í vandræðum og fæstir ná því á endanum... svo verum með frá upphafi... þetta er svo magnað verkefni !

Nú var ekkert eftir nema koma sér upp i Bláfjöll... sem voru í seilingarfjarlægð að manni fannst... gígarnir þrír búnir og allir viðkomustaðir dagsins að baki...

Snjónum kyngdi niður... þessi dagur fór eins vel og hann gat farið.... það var lán í óláni að við gengum ekki frá vatnsskarði heldur frá Kaldárseli því hitt hefði þýtt að við hefðum ekki fengið svona gott veður á Þríhnúkagíg sem rétt slapp fyrir snjókomuna miklu...

Snjóhellur og hraunhellur og varasamt að stíga hvar sem var...

Mjög flottur kafli og eflaust betri í snjó en að sumri...

Hér þurfum við að koma að sumri samt á þriðjudagskveldi og taka alla gígana í Stóra Kóngsfelli...

Stóra Kóngsfell hér og Drottning... mergjað að ná þessum sjónarhorni á þessi fallegu fjöll....

Allir í góðum málum í þessari göngu...

Við vorum um hálftíma að ganga frá gígnum að rútunni í Bláfjöllum... þetta var léttara og styttra en við áttum von á... þjálfarar voru að vonast til að hafa náð yrir 20 km með þessum útúrdúrum... og það tókst sem betur fer !

Snjókoman var slík að snjórinn lagðist á allt og alla...

Bakpoki þjálfara hvítur....

Húfan á Davíð :-)

Rúturnar voru tvær þar sem stóra rútan var biluð... við skiptum okkur í báða bíla og vorum mjög fegin að þurfa ekki að ferja bíla á milli upphafs- og endastaðar þennan dag... klukkan var bara 14:30 og við höfðum nógan tíma til að koma okkur heim og skoða fréttir af gosinu og spá í framhaldið...

Allir himinligandi með daginn og að hafa náð göngunni... strax komnir í símann að spá í fréttir af gosinu... Agnar Toppfari hafði farið strax um nóttina og hitt á hafnfirska stráka sem hann slóst í för með og þeir upplifðu gosið einir í heiminum um nóttina... magnað alveg... og svo fóru menn í hrönnum dögum saman eftir þetta... en Bjarni kom með þá hugmynd í rútunni að hafa þriðjudagsæfingu vikunnar að gosinu og þjálfarar gripu þá hugmynd á lofti, auðvitað ! ... og þurftu svo að fresta þeirri göngu um viku vegna lokunar á svæðinu á þriðjudagskveldinu vegna logns og gasmengunar og uppskáru kyngimagnað kvöld við gosið... og núna miðvikudaginn 31. mars þegar þetta er skrifað þá er verið að taka ákvarðanir um takmarkanir inn á svæðið vegna fjölda bíla að gosstöðvunum...

Batman var gegnblautur eftir snjóinn en prúður í rútunni greyið enda farið nokkuð oft með Guðmundi í rútu í þrjá tíma hvora leið...
duglegur elsku skinnið...

Takk kærlega Guðmundur og Axel fyrir að skutlast eftir okkur þennan dag... þetta verður fyrsta af mörgum ferðum Þvert yfir Ísland í ykkar félagsskap ef að líkum lætur...

Alls 20,8 - 21,3 km á 6:59 klst. upp í 563 m hæð með alls 852 m hækkun þar sem gengið var í samfelldri hækkun úr 120 m hæð...
sjá hvernig hækkunin er á þessari leið hér í þversniði af gönguleiðinni...

Leiðin á korti...

Leggur 1 þessi guli frá Reykjanesvita í Stóra Leirdal... og leggur 4 blái leggurinn frá Kaldárseli upp í Bláfjöll...

það sést vel hér hvernig leggur 2 og 3 munum skipta á milli sín svæðinu frá Stóra Leirdal í Kaldársel... þetta er of langt til að fara á einum degi takk fyrir ! ... enda ætlum við að skoða svo mikið á leiðinni !

Gosið tók alla okkar orku eftir að við vorum komin heim úr þessari göngu...

... og allir Íslendingar mændu á það fyrstu dagana og vikurnar...
á legg tvö komum við við hér og skreytum aldeilis leiðina með þessum eldstöðvum...

Gps-slóðin hér:
https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=69286775

Myndband úr ferðinni hér: