Tindferð 212
Vörðuskeggi í Hengli
um Sleggjubeinsskarð og Húsmúla og svo Innsta dal til baka
laugardaginn 19. desember 2020

Vörðuskeggi
um Sleggjubeinsskarð
í vetrarsólarupprás og sólarlagi

Þegar... dagrenning breytist í sólarlag og birtan er stöðug ljósaskipti yfir hábjartan daginn... ólýsanleg fegurð sem fæst eingöngu á dimmasta tíma ársins... mun lengri dagur en í borginni... langtum meiri birta en í borginni... orkuhleðsla á heimsmælikvarða...

... takk íslensk fjöll og óbyggðir... fyrir að vera til og gefa okkur vetrarævintýri sem líkjast engu öðru... Hengillinn upp á Vörðuskeggja um Sleggjubeinsskarð á Húsmúla og Innstadal til baka...

... Þingvallafjall nr. 48 af 49 á árinu... næst síðasta fjallið... Súlnaberg eða "Austursúla" verður það síðasta á annan eða þriðja í jólum... og þá skálum við fyrir Þingvallafjöllunum öllum á árinu 2020 👏

...alls um 14,1 km á 5:18 klst. upp í 813 m hæð með 931 m hækkun... í lygnu og svölu veðri... brakandi góðu og frosnu færi... og mögnuðu útsýni yfir suðvesturhluta landsins... 🎄😊❤ #TakkÍsland #Fjallorkagegnveiru #Fjallorka

Síðustu helgina fyrir jól... þriðju helgina í röð í desember... var veðrið ennþá með okkur... eftir magnaðar göngur tvær síðustu helgar á önnur Þingvallafjöll... en þennan dag var frost, logn og sól... og allt færi hart og þægilegt... bílastæðið ein svellbunga... snjórinn frekar harður yfirferðar... og brekkurnar sluppu samt nema á einum stað þar sem við gátum sniðgengið hefðbundna leið...

Á þessum dimmasta tíma ársins höfum við yfirleitt farið úr bænum klukkan níu... og gerðum það þennan dag... sem þýddi að það var komin glæta á himininn þegar lagt var af stað klukkan 9:41 frá efra bílastæðinu neðan við Sleggjubeinsskarð norðan Hellisheiðarvirkjunar...

Þarna er kominn vel troðinn slóði... og við vorum ekki eina fólkið á þessari leið þennan dag... dæmigerðir kóftímar... fólk á öllum gönguleiðum nálægt borginni...

Það birti hratt á uppleið upp í Sleggjubeinsskarð... sjá hér hugsanlega byggingarefni fyrir stígana undir plasti... en við vorum ekki viss...

Mjög flott leið upp í skarðið... morgunhúmið svo fallegt...

Hellisheiðarvirkjun í fjarska... Lambafellið hægra megin... og svo Bláfjallasvæðið...

Sleggjubeinsskarð... við skiptum okkur í tvo 10 manna hópa þennan dag skv. fyrirmælum Almannavarna...

Örn fór fremstur með níu manns... og Bára kom á eftir með átta manns...

Reynt að halda löngu bili á milli hópa... en áður en maður veit af er maður kominn að fremri hópnum... og þá er ekkert annað í stöðunni en að bíða og láta bil myndast á milli... lífið í samkomubanni er krefjandi... og maður er sífellt að verða betri í þessu... við misstígum okkur eins og aðrir á þessum skrítnu kóftímum... rétt eins og Þríeykið hefur gert, fjölmiðlar, ríkisstjórn Íslands, ráðherrar, þingmenn, opinberar stofnanir, Landspítalinn og fleiri... og ekkert annað í stöðunni en að halda áfram að verða betri í þessu... :-) n

Úr skarðinu fórum við upp með Húsmúla með sjálfan Vörðuskeggja í fjarska... hér hvítur lengst þarna í burtu...

Frá Húsmúla er síbreytileg leið inn eftir um hjalla, sléttur, kletta, mosa og skriður... en að mestu undir snjó á þessum árstíma...

Litið til baka eftir Húsmúla....

Keðjubroddarnir komu sér vel í þessu frosna bergi sem var þennan dag en eins og alltaf er best að mæta alltaf með jöklabroddana sína því þegar farið er á fjall yfir 800 m í desember má vera ljóst að það verður jöklabroddafæri á einhverjum tímapunkti...

Þetta gekk samt eins og í sögu til að byrja með...

Stuttur dagur... og birtan ekki mikil... sérstaklega ekki ef skýjað er á himni þó ekki sé nema að hluta til...
enda gengið í raun í stöðugu sólarlagi (dagrenningu og sólsetri) á þessum árstíma...

Eggjarnar hér voru aðaláhyggjuefni þjálfara fyrir þessa göngu á þessum árstíma...

Hér er talsverður bratti að sumri til og því líkur á að færið sé erfitt að vetri í brattanum...
en þetta slapp vel á keðjunum enda stutt í mosann...

Hér mættum við fjórum göngumönnum sem lagt höfðu stað á undan okkur um morguninn
en þau sneru hér við og fóru ekki öll í skarðið enda krefjandi ef menn kljást við lofthræðslu...

Þetta gekk framar vonum...

Við gátum fótað okkur á keðjunum...

... og haldið okkur svo uppi á eggjunum og við klettana alla leið upp...

Litið til baka eftir leiðinni um eggjarnar...

Eftir eggina kemur slétta og svo tekur síðari hluti Hengilsins við... þar sem sjálfur Vörðuskeggi trónir á toppnum...

Yndisleg samvera í húminu... þetta ár hefur verið erfitt fyrir okkur öll... en upp hafa komið tvö mjög erfið mál innan klúbbsins og fyrra málið þanið taugar þjálfara til hins ítrasta... seinna málið hefur og reynt á þó nokkra klúbbmeðlimi og eftir sitja særindi og ósætti þar sem þjálfarar hafa reynt að ganga í milli en ekki gengið sem skyldi...

 

Þjálfarar vona innilega að árið 2021 verði heilandi... nærandi... fyrirgefandi... umvefjandi... skilningsríkt...
... kærleiksríkt... umburðarlynt... fjölbreytilegt... og lærdómsríkt...
þar sem við tökum utan um hvort annað þrátt fyrir allt... og lærum hvert af öðru nýja hluti
... og verðum betri manneskjur fyrir vikið...

Konur Toppfara eru töffarar inn að beini... takk fyrir okkur elsku englarnir okkar...

Bjarnþóra, Silla, Sigrún E., Gulla og Kristbjörg... magnaðar konur hver og ein einasta !

Hér áðum við og fengum okkur jólanesti...

Hópur eitt sestur og byrjaður þegar hópur tvö bar að...

Það var mjög kalt... enda sólin ekki ennþá komin upp... og við sitjandi á frosnum snjósköflum...

Jólalegt nesti... en það vantaði jólaölið... það gleymdist í snjónum því miður...

Æj þetta var svo notalegt þrátt fyrir kuldann...

Hópur eitt lagður af stað... hópur tvö ennþá að borða... við vorum sko algerlega að standa okkur í hópaskiptingunni þennan dag !

Hópur tvö að tygja sig eftir matinn...

Með hverjum metranum upp jókst fegurðin... jebb... láglendið er fallegt... en jafnast aldrei á við fjöllin...

Mögnuð birta þennan dag... og leiðin sérlega falleg þennan síðari kafla að tindinum...

Skottið á hópi eitt að fara fyrir hornið hér...

Hópur eitt kominn upp í skarðið þar sem framundan var hliðarhallinn inn að dalnum neðan við Vörðuskeggja...

Litið til baka...

Bláminn á himni þennan dag svo fagur...

Hliðarhallinn hér... Örn fór út í þessa brekku á keðjubroddunum til að kanna aðstæður og leist ekki á þessa leið... hér er vanalega klöngrast í hliðarhalla í grjóti, skriðum og sandi... en í frosnum skafli er þetta ekki ráðlegt nema á jöklabroddum... sem ekki allir voru með...

... og því var ekkert annað í stöðunni en að taka útúrdúr upp á hinn tindinn á svæðinu og fara umhverfis hann áleiðis á Skeggja...

Þessi leið reyndist hin skemmtilegasta... en þjálfarar hafa eingöngu einu sinni farið hér um áður... í könnunarleiðangri árið 2007... og aldrei með hópinn áður hér... svo þetta var sérlega gefandi...

Þessi brekka var fín á keðjunum enda djúp og góð spor í mjúkan skaflinn fyrir alla...

Birtan var mjúk og notaleg... en einhvern veginn jafnaðist engan veginn á við stórkostlegu birtuna sem beið okkar viku síðar á Súlnabergi... og eins fóru Bjarnþóra og félagar og svo Jóhanna D. og Vilhjálmur í ólýsanlega fallegri birtu á hrútafjöll og Kálfstinda milli jóla og nýárs... en myndir úr þeim ferðum voru svakalegar fallegar og sýndu vel fram á hvernig þessi árstími er engu öðru líkur í birtu... enda í raun gengið í sólarlagi allan daginn...

Hér var hola gegnum snjóinn og Örn og fleiri í hópi eitt léku sér aðeins með hana... Linda hér :-)

Komin upp á aukatindinn og farin að sjá til austurs alla leið til Heklu...

Þessi leið var frábær... hvergi erfiðar brekkur nema í mjúka snjónum á leiðinni upp...

Vörðuskeggi beið okkar þolinmóður og gestrisinn með eindæmum...

Við gengum hver á sínum hraða og vel greiddist úr báðum hópum síðasta kaflann...

Litið til baka... frelsið var áþreifanlegt á þessum kafla...

Hópur eitt fer upp á Vörðuskeggja...

Hópur 1 kominn upp... í 813 m hæð... þau nutu sín vel á tindinum meðan hópur 2 beið niðri í skjóli... því hér var ísköld gjólan um allt...

Þórkatla, Jóhanna D., Vilhjálmur, Örn, Agnar, Steinar Ríkharðs., Linda, Guðný Ester, Siggi, Kolbeinn og Bára tók mynd.

Sýnin til Þingvallavatns með fjærlinsu í Samsung S20 síma þjálfara... magnað alveg !

Hópur 1 fór svo niður og hópur 2 kom upp á tindinn...

Gulla, Bjarnþóra, Sigrún E., Björgólfur, Bjarni, Kristbjörg, Biggi, Silla og Bára tók mynd.

Við stöldruðum ekki lengi í kuldanum uppi... niður skyldum við fara og finna góðan nestisstað í skjóli...

Yndislegt að snúa til baka í friðinn sem þarna ríkti... ótrúlega falleg leið... sem maður fær aldrei leið á...

... en tignarlegasti kaflinn var sniðgenginn vegna hliðarhallans... við förum þetta aftur að sumri til fljótlega !

Aftur um lægri tindinn til baka...

En hér hittum við á Gunnar sem gekk á þrjú Þingvallafjöll þennan dag... Vörðuskeggja... Hátind og Úlfljótsvatnsfjall... vel gert að gera þetta einn... en hann lenti í vandræðum á sinni leið hér upp frá Nesjavallavirkjum þar sem hann var heldur ekki með jöklabrodda né ísexi og þurfti að fara um brattar, langar, frosnar brekkur... og fékk því ísexina hjá kvenþjálfaranum að láni til að komast nú klakklaust til baka... en okkur var ekki sama um hann... og það var léttir að heyra í honum á heimleið þegar við hringdum og hann var kominn niður úr mestu brekkunum...

Við fórum niður þessa leið til baka... en snerum svo út af uppgönguleiðinni og fórum aðra leið í Sleggjubeinsskarðið...

Mikið spjallað... og sérlega gefandi að fá þessa daga á fjöllum þar sem menn eru almennt lítið að hitta aðra og mikil einangrun er í gangi... best í heimi... takk fyrir mig...

Brekkan okkar góða... takk fyrir að vera fær... annars hefðum við þurft frá að hverfa...

Lexían: vera alltaf með jöklabrodda og ísexi þegar farið er á fjöll í hærri kantinum þar sem þó ekki sé nema ein brekka... það er nóg til að hindra för !

Leiðin framundan vinstra megin um sléttuna þarna lengst... leiðin að baki hægra megin um Húsmúla...

Hér áði Örn og við fengum okkur nesti númer tvö þennan dag...

Litið hér til annarra sem voru á fjallinu á sama tíma en einhverjir sneru við og fóru ekki alla leið á Vörðuskeggja...

Flott leið hér niður í brakandi góðu færi...

Brekkurnar brakandi harðar og fínar... gamalt snjófljóð hér...

Sjá nær... það var ekki snjóflóðahætta þennan dag... þetta var gamal og snjórinn var hvorki nægilega þungur fyrir fall né nægilega flekaður fyrir flekaflóð... enda var fennt í þetta flóð...

Litið til baka...

Sólarlagið skreytti síðasta hluta göngunnar þennan dag...

Smá kafli hér sem var krefjandi... en ekkert nema snjór neðan við hana og því engin slysahætta...

Jólanesti tvö þennan dag... yndislegt... mandarínan var ísköld og fersk... piparkökurnar orkumiklar... kókómjólkin alger nauðsyn...

Jólahúfurnar þennan dag... við skulum sko hafa svakalega jólagöngu árið 2021... það verður allt gert tvöfalt á næsta ári til að bæta upp fyrir árið 2020 ! :-)

Lagt af stað... hér sjást báðir hópar og ekki mikil skil á milli... en samt mikil fjarlægð milli manna í samanburði við allar gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu, bæði innan borgarinnar og á höfuðborgarfjöllunum öllum...

Agnar fór smá aukaferð upp á þennan...

Nú gengum við til baka um Innsta dal að hluta og sólin skreytti himininn og landslagið ógleymanlega vel...

Þessi leið er líka mjög falleg... og margt hér undir snjónum sem við þurfum að fara að rifja upp að sumarlagi...

Appelsínuguli lækurinn kom undan snjónum...

Það er mikil náttúrufegurð á þessum kafla... litríkt og formfagurt landslag þar sem klöngrast þarf svolítið um... gerum það næst... stundum er snjórinn alger snilld í að slétta út flóknar leiðir !

Litið til baka að Vörðuskeggja...

Lækirnir undir snjónum að stórum hluta á þessum kafla...

Sólin svo gul og falleg...

Skyndilega tók hún að lýsa allt meðan við gengum í gegnum klettana...

Hér steig Silla gegnum snjóinn niður í einn lækinn en varð ekki meint af...

Heilmikið landslag hér og brölt...

Þessi birta... engu lík að vetri til... hvernig tíma menn að vera bara sumargöngumenn ?

Gilið hér fullt af snjó  og við fórum yfir heilu lækina á snjóbrúm...

Sýnin alla leið til Reykjadals og svo til Vestmannaeyja...

Magnaðir litir...

Hóparnir þéttir eftir allt klöngrið...

Og svo tók við rösklegt og mjög hollt struns yfir sléttuna... sem er aðeins flóknari að sumarlagi yfir mosa, gras, grjót, mýri og læki um allt...

Hvílík heilun, næring og orkuhleðsla í þessu landslagi !

Klettarnir í Húsmúla frá sléttunni... þetta er allt annar heimur að vetri til en sumri...

Lækirnir um allt undir snjóbreiðunni...

Litið til baka...

Frostklærnar á lækjarbakkanum...

Náttúran skákar manninum alltaf...

... margfalt...

Hvað þykist mannskepnan eiginlega vera... ? ... hún mætti oft lækka í sér rostann... og þjálfa með sér meiri auðmýkt gagnvart snilld náttúrunnar... sem er komin ansi mikil lengra í þroska, aðlögun og snilldartöktum...

Sleggjubeinsskarð... þarna var sérstök birta rétt áður en sólin settist...

Nærmynd.. menn eru fjær hver öðrum en marka má hér þar sem mikill aðdráttur er á myndatökunni...

Hópur eitt sem sé kominn í skarðið... hópur tvö á leiðinni upp eftir...

Litið til baka... það var farið að dimma aftur... ótrúlega stuttur dagurinn á þessum tíma...

Við rétt náðum niður í bílana í dagsbirtu...

Vorum ekki lengi að skokka hér niður brekkurnar...

... á stikaða stígnum alla leið... þar sem keðjubroddarnir komu enn einu sinni að góðum notum...

Komin í bílana eftir 14,1 km göngu á 5:18 klst. upp í 813 m hæð með alls 931 m hækkun alls úr 308 m upphafshæð.

Orkuhleðsla á heimsmælikvarða korteri fyrir jól... takk innilega fyrir okkur !

Nú er bara eitt Þingvallafjall eftir... Súlnaberg sem er á dagskrá þriðja í jólum... en það fór reyndar svo að við enduðum á öðrum degi jóla í ólýsanlegri fegurð sem skákaði flestum vetrarferðum okkar hingað til í litadýrð !

Myndbandið hér:
https://www.youtube.com/watch?v=Ynwwf6y8vJQ&t=3s

Gps-slóðin hér:
https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=62800298

 

 



Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir