Allar þriðjudagsgöngur frá
júlí til september 2020
í öfugri tímaröð.
Drumbur, Sveifluhálstagl syðra
og Krýsuvíkurmælifell 29. september.
Háhryggur Dyrafjöllum 22.
september.
Ölfusvatnsfjöll, Gildruklettar,
Lambhagi og Einbúi 15. september.
Súlur í Súlárdal í Skarðsheiði
8. september.
Búrfell Grímsnesi 1. september.
Vífilsfell öðruvísi 25. ágúst.
Krummar Grafningnum 18. ágúst.
Þjálfarar í fríi 11. ágúst, #vinafjalliðmitt var á dagskrá.
Skjaldbreiður 4. ágúst.
Marardalur í Henglinum 28. júlí.
Helgafell í Hf óhefðbundið klúbbganga með Jóhönnu Fríðu 21. júlí.
Búrfellsgjá óhefðbundið klúbbganga með Jóhönnu Fríðu 14. júlí.
Eilífsdalur yfir Esjuna klúbbganga með Hjölla 7. júlí.
Drumbur Þriðjudaginn 29. september gengum við á þrjá sjaldfarna tinda við suðurstrandaveg... Það rigndi meira og minna allan daginn í borginni þennan dag...
Þessi regnbogi kallaði á hópmynd... alls 35 manns mættir... Agnar, Anna Sigga, Ása, Bára, Beta, Björgólfur, Diljá, Gerður jens., Gulla, Guðmundur Jón, Gylfi, Haukur, Hjölli, Jóhanna Ísfeld, Jóhanna D., Jón St., Jórunn Ósk, Katrín Kj., Lilja Sesselja, Maggi, Margrét Páls., Marsilía, Oddný, Sandra, Sigrún Bj., Silja, Steinunn Sn., Tinna, Valla, Vilhjálmur, Þorleifur, Þórey, Þórkatla og Örn en Bára tók mynd og Batman og Myrra gáfu okkur ósvikna gleði og samveru ferfætlinganna þetta kvöld... Þó nokkrum fjölda manns vísað frá þessa vikuna sem vildu koma í prufugöngu eða skrá sig í klúbbinn.... Sjá Bæjarfell og Arnarfell sem eru reglulega á dagskrá klúbbsins... Drumbur er glæsilegur tindur í enda Sveifluhálssins... þó ekki sé hann hár... en þó nokkuð brattur að hluta... Það var mjög gaman að sjá hann snjólausan og í auðu sumarfæri í sól... en hann var genginn fyrst í janúar 2014... og svo í rigningu og þungbúnu veðri á maíkvöldi árið 2015... Sólarlagið skreytti þessa göngu mjög fallega allt kvöldið til enda... Komin upp hálsinn á Drumbi... Geitahlíð og Bæjarfellið hægra megin... Birtan svo hlý og mjúk í sólinni.... Litið til baka með Drumbinn að baki... Langur fjallshryggur með smá tindi í endann liggur milli Drumbs og Krýsuvíkurmælifells og tengist Sveiflúhálsinum norðan megin... hann er nafnlaus og nefndum við hann Sveifluhálstagl syðra á sínum tíma árið 2014... ... það nafn fær að standa um þennan tind... annað er ekki sanngjarnt... Hann mældist 228 m hár og var líka genginn í þriðja sinn í sögu klúbbsins... Krýsuvíkurmælifellið var næst framundan... og sólin enn á lofti... Litið til baka... hvílíkir litir þetta kvöld... Annar lægri tindur er á tagli Sveifluhálssins... en hann fær að vera hluti af taglinu hvað okkur varðar... Ef kvöldsólin slæst með í för á þriðjudagskveldi... þá erum við í hlýlega litríkum málum... Hér blasti Krýsuvíkurmælifellið enn betur við... ... við áttum stefnumót við það með sólsetrið í farteskinu... Þetta var eina erfiða brekkan í þriggja tinda göngu kvöldsins... og um leið sú fegursta... Tunglkennt landslag... í mótsögn við grænt svæði Vigdísarvalla... Móberg með lausagrjóti ofan á... ekta Reykjanes... eitt erfiðasta færi á fjöllum sem gefst... Krýsuvíkurmælifellið reyndist vera þétt, grýtt brekka upp... Við gegnum í landslagi á heimsmælikvarða... Það voru hrein forréttindi að standa á þessum brúnum og horfa yfir alla þessa fjölbreyttu fegurð lita, áferðar og forma... Vigdísarvellir... með öllum sínum hraun-... mosa- og grasbreiðum... Sveifluhálsinn sunnan megin útbreiddur hér hægra megin... Tindurinn á Krýsuvíkurmælifelli mældist 235 m hár... Útsýnið algerlega magnað....hér til suðursrandavegar og fjallgarðsins kringum Núpshlíðarhálss... ... og svo Selsvallafjalls og innar Meradalahnúka og félaga... .... og svo fjallanna við Sogin í fjarska norðan megin... Fíflavallafjalls, Trölladyngju og eggjanna við vötnin þrjú... Eftir góða pásu uppi héldum við til baka niður létta brekku austan megin um lendurnar til austurs... ... og enduðum á gamla suðurstrandaveginum síðasta kaflann í myrkri sem skall hratt á... Alls 6,7 km á 2:33 - 2:40 klst. upp í 264 m á Drumbi, 228 m á Sveifluhálstagli syðra og 235 m á Krýsuvíkurmælifelli Ómetanleg útivera og samvera í hæsta gæðaflokki... Mikið var gaman að hitta ykkur öll og ganga með ykkur og spjalla... Tindaskagi og Söðulhólar á dagskrá næstu helgi ef viðrar... |
Háhryggur Dyrafjöllum Fimmta þriðjudaginn í röð þann 22. september... var dúndrandi mæting á æfingu... alls 44 manns... Veðurspá góð eftir mjög rysjótt veður síðustu daga... alveg fram yfir hádegið þennan dag... en svo átti sólin að skína... og hún gerði það sannarlega í bænum... en þegar keyrt var til Dyrafjalla lá þoka yfir svæðinu... og læddist hún um svæðið þegar við lögðum af stað inn að Háhrygg... Það var erfitt að átta sig á hvurt var nafn þessa dals hér sem við áttum eftir að ganga upp eftir í lok kvöldsins... en í kring voru Sporhelludalir, Dyradalur, Sleggjubeinsdalur, Skeggjadalur, Folaldadalir, Botnsdalur og Kýrdalur meðal annars... mögnuð örnefni og smekklega valin... hugsanlega gengum við í einum af Sporhelludölunum ? Snjóföl yfir öllu... Bjarnþóra hafði keyrt Nesjavallaleiðina fyrr um daginn í slyddu og snjókomu... Þetta slapp án keðjubroddanna... en það er greinilega stutt í að við notum þá... og best að hafa þá hér með í bakpokanum eins og sumir gerðu... Í þessum hryggjum og dölum eru alls kyns furðuheimar... heilu hellarnir... gjárnar... klettaborgirnar... hamraveggirnir... kynjamyndir um allt... við þurfum að skoða þennan heim betur... ... og gróðurinn er ekki síðri á þessum slóðum... sérstaklega í haustlitunum eins og nú... Þjálfarar voru með gps-slóð í tækjunum sínum frá fyrri göngu á Háhrygg árið 2015 en tókst samt að fara of langt niður lendurnar þar sem gönguslóði afvegaleiddi okkur sem og þetta fallega útsýni niður að Þingvallavatni... Við tókum því snögga vinstri beygju og héldum upp á hrygginn sjálfan... Smá klöngur hér... en í stað þess að fara til hægri og niður eftir hryggnum eins og við gerðum... hefðum við þurft að skjótast aðeins upp til vinstri til að eltast við efsta tind... en slepptum því sem kom ekki að sök þar sem skyggni var ekkert... Héðan röktum við okkur niður eftir hryggnum... ... í dæmigerðu landslagi og litum Hengilsins... Þunn þokan og stutt í sólina sem skein í kring... Við vonuðumst til að sjá hana þegar á liði kvölds... en nú lækkar hún ört á lofti og myrkrið tekur smám saman við þegar líður inn í október... Þórkatla átti afmæli þetta kvöld... og mætti í göngu eins og svo margir aðrir hafa gert í klúbbnum... sem er magnað alveg... Sjá riddarapeysuna hennar sem er hettupeysa... og pils í stíl... mjög smart og til eftirbreytni... Hér var tilvalinn hópmyndastaður... þjálfari hafði greinilega ekki hugmynd um skyggnið sem beið okkar neðar.... Reynt að fá menn til að dreifa sér meira svo þeir sjáist betur... en fremstu menn sáust mun betur en hinir í þokunni... Allt í einu opnaðist fyrir þingvallamegin og vatnið blastið við svo fallegt með sólargeislana á stöku stað á yfirborðinu... Ótrúlega fallegt og við nutum stundarinnar á þessari brún Háhryggjar... Það var ráð að taka aðra hópmynd í þessu fallega útsýni og haustlitum niðri á láglendinu... Þetta tókst ágætlega... öftustu menn hefðu samt þurft að koma framar.... við erum að læra þetta... Í stafrófsöð: Arna Jóns, Arnar, Ása, Ásmundur, Ásta Jóns., Bára, Beta, Bjarni, Bjarnþóra, Björgólfur, Diljá, Gulla, Guðmundur Jón, Guðrún Helga, Gunnar Viðar, Gunnar Már, Heiða, Haukur, Hjölli, Inga Guðrún, Jóhann Ísfeld, Jóhanna Diðriks., Karen, Katrín Kj., Kolbeinn, Lilja Sesselja, Margrét Páls., María Björg, Marta, Oddný, Sandra, Silja, Sigríður Lísabet, Sigrún Bjarna, Sigurður Kj., Steinunn Sn., Sveinbjörn, Tinna, Valla, Vilhjálmur, Þorleifur, Þórey, Þórkatla, Örn og Batman, Bónó, Moli og Myrra nutu lífsins með okkur. Riddarapeysurnar voru nokkrar þetta kvöld... og aðra prjónapeysur líka... og mikið spáð í prjónaskap fram að formlegu riddaragöngunni í nóvember... Hátindur og Jórutindur hér vinstra megin uppi... Farið niður hér í dalinn sem var svo genginn til baka... ótrúlega fallegt... Haustlitirnir með fegursta móti þetta kvöld... Riddarapeysurnar innan um alla litina í náttúrunni sem verið er að fanga í peysunum... Eftir góða pásu hér var haldið til baka um dalinn... ... í hvílíkum dýrindishaustlitum að við tókum oft andann á lofti... Allir litir um allt... Ótrúlega falleg mynd hér... með snjóföl efst í Háhrygg vinstra megin... Við skulum ganga þennan dal niður eftir næst og fara svo upp á Dyrakamb sem svo heitir hægri hryggurinn að austan sem við héldum að væri nafnlaust því hann er ekki á mapsource en hefur nafnið Dyrafjallshnúkur hjá Landmælingum og nefnist Dyrakambur á göngjukorti Orkuveitunnar af svæðinu... Ljósmynd af kortinu þar sem Dyrakambur sést á kortinu... Sjá kortið hér... gamalt en mjög gott að nota það... Virkilega falleg leið hér inn eftir og nauðsynlegt að fara hér aftur í meiri birtu fyrr að sumri til... Litið til baka... sjá haustlitina um allt... Gengið milli Háhryggjar og Dyrakambs... mjög gaman að eiga þann síðarnefnda eftir... en hann var kominn á dagskránna 2021 sem nafnlaus tindur... nú er spurning hvort við verðum að bæta honum við í Þingvallafjallasöfnuninni... af því nafnið Dyrafjallshnúkur kallar einhvern veginn á það... nema Háhryggur sé hærri... þá gæti hann verið fulltrúi Dyrafjalla eins og við vorum búin að leggja upp með... Stígur alla leiðina... hér væri mergjað að skokka á löngum óbyggðahlaupum... Sjá svipmikinn Dyrakambinn hægra megin... Tinna fór upp hér framar og rakti sig eftir honum meðan við vorum niðri... Sjá hellinn þarna... með strítulaga þaki... við verðum að skoða hann í næstu ferð... Mjög flott landslag um allt... nokkrir staðir á þessari leið sem við viljum skoða betur næst í engu kapphlaupi við dagsbirtuna... Annar hellir í klettunum... engin smásmíði... Aftur niður í dalinn... þjálfari hafði áhyggjur af Tinnu fyrir ofan... en það væsti ekki um hana og hún skilaði sér niður síðar... Stílhreinar rákir í berginu ofarlega í dalnum... Komin í botninn þar sem skiltin voru efst... Litið til baka eftir dalnum... Dyrakambur á vinstri hönd og Háhryggur á hægri... Komin að skiltunum þar sem við beygðum upp í fjöllin í byrjun göngunnar... Alls 33 bílar og 44 göngumenn... sambýlingar saman í bíl en annars sameinast menn almennt ekki í bíla nema algera nauðsyn krefji meðan þriðja bylgjan gengur yfir... líklega er þetta met í bílaflota í okkar göngum... svona er kófið nú skrítið þessi misserin... Alls 7 km á 2:31 klst. upp í 446 m hæð með 392 m hækkun úr 354 m upphafshæð. Gullfalleg ganga á töfraslóðum sem við skulum skoða betur næstu árin... Sjá myndband af kvöldinu hér: Sjá gps-slóð |
Ölfusvatnsfjöll og félagar Þingvallafjöll númer 25 og 26 voru gengið þriðjudaginn 15. september í enn einu blíðskaparveðrinu þetta árið á þriðjudagskveldi en veðurblíðan á þessum öðrum degi vinnuvikunnar hefur verið með ólíkindum allt kóf-árið mikla 2020... Þetta er ein fegursta kvöldgangan sem gefst á þessu svæði... ... og skákar leiðum á þekkt flott fjöll eins og Búrfell í Grímsnesi sem hér blasir við í fjarska... Víkur, tjarnir og ásar sem skreyta Þingvallavatnið allan hringinn eru hvert öðru fegurra og það er búið að vera sérlega gefandi að upplifa þetta svæði frá öllum hliðum... í öllum veðrum... á öllum árstímum... nú var það haustið með sínum djúpu, gjöfulu litum... Við byrjuðum á Ölfusvatnsfjöllunum sjálfum... sem við töldum fjall eitt af tvö þetta kvöld... Súlufell hér á bak við... Kyllisfell innar... Hagavík... lengst vinstra megin... þar sem við leggjum bílunum þegar gengið er á Sandfell og Mælifell... Komin upp á hæsta tind Ölfusvatnsfjalla þaðan sem gefst magnað útsýni yfir Þingvallavatnið og á öll fjöllin á svæðinu... Þessi fjöll teygja sig til norðurs að vatninu og enda í smá höfða sem heitir Lambhagi og við enduðum á áður en snúið var við... Frábær mæting fimmta þriðjudaginn í röð á þessu ári... alls 37 manns... Ágústa, Ása, Ásta J., Bára, Bjarni, Bjarnþóra, Björgólfur, Brynja, Elísa, Gerður Jens., Guðný Ester, Guðmundur Jón, Guðmundur V., Gunnar, Haukur, Helgi Máni, Hjölli, Inga Guðrún, Jóhanna D., Karen Rut, Katrín Kj., Kolbeinn, Lilja Sesselja, María E., María Björg, Marta, Oddný, Sandra, Sigríður Lísabet, Sigrún Bjarna, Sigurður Kj., Silja, Stefán Bjarnar, Vilhjálmur, Þórkatla, Örn og Þórey, vinkona Silju og Sigríðar Lísabet var gestur kvöldsins og fékk undanþágu með að skrá sig í klúbbinn þar sem við erum eiginlega búin að loka á skráningar vegna fjölda... og Batman og Myrra voru ferfætlingar kvöldsins... Sem betur fer... vorum við svona mörg að njóta þessarar fegurðar... Lægra Ölfusvatnsfjallið framundan.. í beinni línu við Miðfell og Dagmálafell handan vatnsins... Gefandi samvera og umræður með meiru þetta kvöld... Sandfell og Mælifell vinstra megin... Hengillinn efst ofan við nesjavallavirkjum... Glæsilegar brúnirnar á Ölfusvatnsfjöllunum... Gildurklettar hér framundan... og ofan við þá lúrir Lambhagi úti á vatninu nánast eins og eyja... Við reyndum að virða friðhelgi þeirra sem eiga bústaði á þessu svæði með því að ganga eingöngu í fjörunni og hvergi inni á landi þeirra... ... og uppskárum gullfallega leið meðfram vatninu sjálfu... Ölfusvatnsfjöllin hér í baksýn... Haustlitirnir svo fallegir... þetta er orkumikill árstími sem án efa gefur okkur dýrmæta hleðslu áður en veturinn skellur á... Það er eitthvað heilandi við það að ganga meðfram gjálfrandi öldunum... Virðing... botnlaus... fyrir náttúrunni sem lifir í mun betra jafnvægi við umhverfi sitt en við mennirnir... Sterkleg og falleg strá ofan á smá mosabreiðu... ofan á grjóti... í sandfjöru.... með öldur Þingvallavatns vaggandi til og frá... Haustlitir.... Hvílík snilldarinnar fegurð... samneyti... jafnvægi... elja... Nú neyddumst við til að fara upp í land til að halda áfram för... ... og gengum upp með Gildruklettum sem svo heita á þessu svæði... . Framundan var Lambhaginn sjálfur... Lúpínan virtist vera að taka yfir allt svæðið á Lambhaga... Nesti úti í enda... með Þingvallavatnið útbreitt fyrir framan okkur... Friðsæld og kyrrð eins og hún gerist best.... Eins metra reglan í gildi og eingöngu sambýlingar sitjandi hlið við hlið... Menn fara vel eftir þessum reglum enda dreifast nestistímar og hópmyndir um allt þetta árið... Ofurhjónin Guðmundur Jón og Katrín Kjartans... meiri reynsla er vandfundin innan raða Toppofara... Eins og síðast fórum við alveg niður að vatninu úti í enda... Þar er klettur einn sem fékk smá heimsókn frá fremstu mönnum... Erni, Hjölla og Kolbeini... ... og svo frá Ingu Guðrúnu, Ásu og Sigurði Kjartans... ... og loks fóru Silja og Sigríður Lísabet þarna upp... Við röktum okkur eftir fjörunni til baka... Algert logn... dásamlegt veður... Austan megin Lambhagans er kofi í niðurníðslu... Þar stóð vodkaflaska á borðinu... fallega byggt hús af metnaði á sínum tíma... ... eins og þetta er fallegur staður... Einbúi var síðasti formlegi viðkomustaður kvöldsins... telst ekki sem sér tindur en er skemmtilegur uppgöngu í bakaleiðinni... ... og gefur mjög fallegt útsýni yfir svæðið og gönguleið kvöldsins um láglendið frá Ölfusvatnsfjöllum... Við kveiktum á höfuðljósum síðasta kaflann til baka eftir veginum og móanum... en þjálfari steingleymdi að taka mynd af því... fyrstu höfuðljósum vetrarins... en tók þessa í staðinn á heimleið um Nesjavallaleið í myrkrinu.. Alls 9,2 km á 3:17 - 3:19 klst. upp í 249 m á Ölfusvatnsfjöllum og 173 m á Lambhaga Yndislegt að ná svona fallegri göngu áður en myrkrið skall á... nýtum haustið vel.. það er sannarlega vel þess virði... Hrafnabjörg og félagar framundan um helgina ef veður leyfir... en við ætlum þó veðurspáin sé ekki mjög góð... þar sem við þurfum að halda vel á spöðunum til að ná öllum þessum fjöllum á Þingvöllum... áður en árið er liðið... |
Súlur Loksins kynntumst við tindunum sem rísa inni í miðjum Súlárdalnum í sunnanverðri Skarðsheiði... Syðsta súla veifaði og þakkaði fyrir helgina... en þangað upp gengu 17 Toppfarar síðasta laugardag... Grenjandi rigning í bænum... það var ekki spennandi að leggja í fjallgönguæfingu í slíku veðri... Leiðin á Súlurnar er einföld og hægt að ganga langleiðina á jeppaslóða upp eftir... ... en við fórum með gljúfrinu og gegnum berjaland sem var að springa af berjum... ... og áttum erfitt með að halda áfram gangandi fyrir berjatínslunni... Mjög sterkir litirnir í náttúrunni á haustin... jörðin að springa eftir gjöfult sumarið... litirnir aldrei sterkari... Himininn ekki síður fagur en jörðin þetta kvöld... Litið til baka... Esjan vinstra megin... Akrafjall hægra megin.. Svínadalur þarna niðri.... Súláin rann niður eftir... og tekur 90 gráðu beygju áður en hún kemst niður úr Súlárdal... sem er svolítið sérstakt... Súlurnar eru í miðjum dalnum eins og smá faldar gersemar... Haustlitirnir... svo ægifagrir... riddarapeysa í þessum litum ? ... ekki slæm samsetning... Eyrarþúfa/Hlíðarfótarkambur á hægri hönd... Þverfjallið vinstra megin á mynd... Súlurnar eru nokkrir klettóttir tindar í dalnum... og við klöngruðumst upp á fleiri en einn... Mjög fallegt landslag og sérkennilegt inni á milli fjallakambanna... Litið til baka... Þarna uppi borðuðum við nesti... Ekki pláss fyrir alla... margir mættir svo menn dreifðu sér í kring... Litið ofar eftir Súlunum... þjálfarar ákváðu sem betur fer að klára þessa hnúka upp eftir Reynslan... sagan... vináttan... sem skapast hefur í þessum klúbb með alls kyns göngum á öllum árstímum árum saman... myndar bönd sem aldrei slitna á milli manna... og endast án efa út lífið... það sést vel á þeim vináttuböndum sem menn hafa bundist í klúbbnum í gegnum árin... og maður finnur vel þegar maður hittir gamla Toppfara eftir jafnvel nokkurra ára hlé... Alls 36 manns mættir... frábær frammistaða og mikill kraftur í nýliðunum Jú... við létum okkur hafa það að klára út eftir Súlunum... og vorum enga stund... .... þurftum reyndar að brölta aðeins upp smá hækkun :-) ... en það var þess virði... Nestiskletturinn hér að baki vinstra megin... Við hefðum varla getað sagt að við hefðum náð Súlunum í Súlárdal Skarðsheiðarinnar ef við hefðum ekki gengið á þennan tind... hann var hæstur þetta kvöld og mældist 434 m hár... Ætlunin var samt fyrst og fremst að sjá handan við hann til fossaraðarinnar sem við vissum að Súlá byði upp á innst í dalnum... jahá... þá vitum við hvernig þetta lítur út... ætli það sé göngufært upp fjöllin þarna innar og ofar ? Bakaleiðin var svo létt og laggóð niður eftir lendunum beinustu leið í bílana... ... hver á sínum hraða að njóta yndisstundarinnar sem sólarlagið og landslagið bauð upp á í stútfullum haustlitunum... Batman er búinn að eignast nokkra fleiri dásemdarvini í klúbbnum... Alls 6,0 km á 2:23 klst. upp í 434 m hæð með alls 424 m hækkun úr 81 m upphafshæð. Rauðöldur í Heklu á dagskrá um helgina ef veður leyfir... vonandi náum við þeim líka loksins... |
Búrfell Grímsnesi Það gekk á með skúrum þriðjudagskveldið 1. september og þoka læddist um efsta tind Brekkurnar upp Búrfellið eru þéttar og utan slóða í mjúkum mosa sem við reyndum að hlífa og ganga vel um... Allir á svipuðu róli í gönguhraða sem var frábært þar sem nýliðarnir voru mjög margir mættir... Bjart yfir Ingólfsfjallinu og við mændum þangað... Svo falleg sveitin við Úlfljótsvatn og nágrenni... Allsendis óvænt gengum við fram á þennan falda foss í klettunum hér... Mikið spjallað og mjög gaman að sjá hversu duglegir menn eru að kynnast innbyrðis... Fegurð í hverju skrefi... Þjálfarar voru með gps-slóðina frá því síðast árið 2018 en fóru samt aðra leið upp Uppi í 548 hæð var nesti í þokunni sem skreið ansi þunn um og það glitti í bláma himinsins... ... víðsýnt útsýnið af Búrfelli fór þarna fyrir lítið... Þjálfarar gátu ekki ákveðið sig hvaða leið skyldi farin niður Tveggja metra reglan er orðin mönnum ansi töm... Mættir voru alls 38 manns sem er mesta mætingin á árinu: Anna Sigga, Ása, Ásta J., Bára, Bjarnþóra, Díana, Gerður jens., Guðmundur Víðir, Guðmundur J'on, Gunnar Viðar, Haukur, Inga Guðrún, Íris Ósk, J'ohann Ísfeld, Jóhanna D., Jón St., Karen Rut, Katrín Kj., Kolbeinn, Kolbrún Ýr, María Björg, María E., Marta Rut, Oddný, Sandra, Sigríður Lísabet, Sigrún Bj., Sigrún E., Silja, Siggi, Steinunn Sn., Sveinbjörn, Tinna, Valla, Vilhjálmur, Þórkatla og Örn... og hundarnir voru þrír; Batman, Myrra hennar Ásu og Stella hennar Írisar Óskar. Sjá hér til samanburðar hópmyndina þriðjudaginn 22. september árið 2009 þegar mætingametið var slegið og stendur enn... ... enda eru fá andlit þarna sem eiga sér ekki langa og góða sögu með klúbbnum... Þarna er Gerður Jens sem líka var í kvöld... geri aðrir betur... segir allt um þessa ofurkonu ! Sjá ferðasöguna hér... skrolla aðeins niður undir Esjusöguna: http://www.fjallgongur.is/aefingar/9_aefingar_juli_sept_2009.htm Vatnið á toppi Búrfells í Grímsnesi er nafnlaust að því er við best vitum... Sjá útfallið hér efst á mynd... Við héldum niður eftir góða stund við vatnið og skyggnið opnaðist um leið og við lækkuðum okkur frá toppnum... Við okkur blasti Grímsnesið allt... Ingólfsfjallið... Sogið... Hengilssvæðið austan megin... Niður fórum við ásinn hér og létum landslagið stjórna okkur alla leið niður.... Ljósafosstöð þarna niðri og Úlfljótsvatn... Rökkrið skreið inn á niðurleiðinni... og það skall á myrkur keyrandi heim... Karen og Sigrún Eðvalds... mikið erum við lánsöm með klúbbmeðlimi... Alls 7,3 km á 2:55 - 3:07 klst. upp í 548 m með alls hækkun upp á 553 úr 67 m upphafshæð.
Sjá tölfræðina af Búrfellinu frá upphafi... |
Vífilsfell öðruvísi Örn var lengi búinn að biðja "dagskrárgerðarmann Toppfara" :-) :-) :-) http://www.fjallgongur.is/tindur1_vifilsfell_140607.htm Það kom loksins að því þriðjudaginn 25. ágúst... Þoka var á tindinum á Vífilsfelli en mjög gott veður engu að síður... Hryggurinn sem var leiðin upp... og gilið sem var leiðin niður... Torfær þessi leið en mjög skemmtileg... ... enda voru allir glaðir og þakklátir fyrir að fá nýja upplifun á þessu frekar vinsæla fjalli... Það hlýtur nú að hafa legið smá slóð í skriðunni eftir hópinn eftir þetta kvöld... Þétt upp... lausamöl og skriða... þetta reyndi vel á... ... enda var þetta æfing... besta leiðin til að æfa sig í fjallgönguform er að ganga á fjöll... Mikil gleði fyrlgir nýliðunum... Böndin milli manna í fjallgöngum almennt myndast fyrst og fremst við að ganga og upplifa saman... Örn var einn þetta kvöld... það er meira en að segja það með 28 manns mætta... Þokan lá nefnilega efst í fjallinu... Skyggnið var samt gott í hina áttina... til Jósepsdals og Ólafsskarðshnúka... Þetta eru nú meiri gleðigjafarnir sem hafa rekið á fjörur okkar þessar vikurnar :-) Klettaborgin sem liggur sunnan Vífilsfells er ægifögur og býður upp á aukaupplifun af þessu fjalli Komin á hefðbundna leið... Ferðafélag Íslands búið að setja kaðal í neðra haftið upp klettana Komin á tindinn á Vífilsfelli: Agnar, Anna Sigga, Arnar, Ása, Beta, jarni, Björgólfur, Díana, Gerður Jens, Gulla, Guðmundur Víðir, Guðmundur Jón, Guðrún Helga, Gunnar Viðar, Haukur, Inga Guðrún, Íris Ósk, Jóhann Ísfeld, Jón St., Katrín Kj., Kolbeinn, María Björg, María E., Sigrún Bjarna, Sigrún Eðvalds., Silla, Steinunn Sn., Sveinbjörn, Sævar, Tinna, Valla, Þorleiefur og Örn. Efri reipið á leið til baka... Neðra reipið... flott framtak hjá FÍ :-) Tíkin Myrra er ung og einstaklega lífsglöð... Guðrún Helga var í sinni fyrstu göngu í langan tíma eftir krabbameinsmeðferð... Leiðin til baka um klettaborgina sunnan tindsins... Mjög skemmtileg leið sem við höfum líka farið þegar við höfum tekið lengri göngu kringum Jósepsdalinn Í stað þess að fara sömu leið niður hrygginn var nú klöngrast niður gilið til baka... Mjög skemmtilegar myndir teknar þetta kvöld... af fremsta þjálfara en ekki aftasta ens og vanalega... Íris Ósk Hjaltadóttir hér og Stella tíkin hennar að fóta sig niður gilið... Flott leið... Díana er ein af nýliðunum sem koma núna í klúbbinn og eru í toppformi og með talsverða reynslu á fjöllum... Við þurfum að fara nákvæmlega þessa leið aftur... ekki spurning... Hryggurinn... og Gilið... Það var ekki annað hægt en vera þakklátur með göngu kvöldsins... Alls 8,9 km á 3:15 klst. upp í 665 m hæð með alls 592 m hækkun úr 194 m upphafshæð. Frábær frammistaða hjá öllum þetta kvöld... ekki síst öllum nýliðunum ! |
Krummar
Þriðjudaginn 18. ágúst var heitasta þriðjudagsæfingin á
árinu... 19 stiga hiti í byrjun göngunnar...
Örn mætti
einn þar sem Bára beið niðurstöðu úr Covid-19 mæingar
Þetta var ný leið í sögu klúbbsins...
... og því tilraunakennd eins og svo oft áður...
... út með lágum fjallsrana sem liggur frá Nesjavallaleið út í Þingvallavatn...
Landslagið
kom á óvart og var fjölbreyttara en við áttum von á...
Frábær mæting ! Sumir að
koma eftir langt sumarhlé... aðrir verið duglegir að mæta í
sumar...
Reynt að virða 2ja metra regluna eins og hægt er í stórum hópi...
.... án efa
minni smithætta í útiveru með nóg af fersku lofti og smá
andvara eða vindi...
... en samt
ekki spurning að hver og einn gæti þessarar 2ja metra reglu
í hvívetna
... en þjálfarar vilja kóvíd-kærleika í hvívetna... engar kóvídlöggur... ... enda á
máltækið "sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum"...
Þetta var dásamlegt kvöld í friðsemd og rólegheitum...
... yndisganga eins og þær gerast bestar og fegurstar...
Lengar var
ekki komist...
Enda vel hægt að njóta náttúrunnar og útsýnisins héðan og ofan af fjallsrananum fyrr um kvöldið...
Bakaleiðin var ekki farin eftir veginum vestan megin eins og við vorum búin að spá í...
... heldur
með slóða austan megin...
sem þýddi smá brölt í gegnum
kjarr...
Alls 6,8 km á 2:24 klst. upp í 276 m hæð með als 319 m hækkun úr 183 m upphafshæð. Dásamlegt... verum þakklát númer eitt... og góð hvert við annað :-) Myndbandið hér:
Gps-slóðin hér: |
Skjaldbreiður
Hálfnuð með Þingvallafjöllin vorum við þriðjudaginn 4. ágúst
þegar gengið var á Skjaldbreið
Bylgja tvö farin af stað af miklum þunga hjá Covid-19 og vangaveltur um hvort og hvernig við getum sameinast í bíla og ferðast að fjöllum sem eru eingöngu jeppafær og því var þessum fögru fjöllum sem hér rísa framan við Langjökul... Litla og Stóra Björnsfelli frestað enn og aftur og nú fram á árið 2021... þar sem svo mikið af Þingvallafjöllunum eru á dagskrá í haust og vetur eru eingöngu jepplingafær og eins eru tvær töfragöngur á hálendinu sem krefjast jeppafæris og vert að draga úr flækjustiginu með bílamálin eins og hægt er...
Fínasta veður til að byrja með... en þoka á efsta punkti í Skjaldbreið...
Smá snjór efst í fjallinu en annars var færið autt nánast alfarið...
Þetta var fjórða ferð Toppfara á þetta fjall... hinar hafa verið farnar í september og svo í júní...
Við gengum hringinn um gígbarminn þar sem veðrið var friðsælt en
það var von á vaxandi rigningu og vindi þegar liði á kvöldið
Sannarlega þess virði að fara hringinn samt... og við vorum líklega um korter að því eða svo...
Nesti þegar hringleiðinni var lokið í smá skjóli við klettinn... og það koma smá útsýni á köflum meðan við borðuðum..
Fjórtán mættir...
Kjartan gestur, Sigrún Bj., Inga Guðrún, Brynhildur Thors, Örn,
Ágústa, Kolbrún Ýr, Guðmundur Víðir, Oddný, Kolbeinn,
Sjá hvernig útsýnið opnaðist öðru hvoru...
Bakaleiðin var yndis... niður í mót allan tímann á bullandi
spjalli allan tímann... mergjaðar ferðir að baki klúbbmeðlima í
sumar... Alls 8,5 km á 3:18 klst. upp í 1.071 m hæð með alls 556 m hækkun úr 594 m upphafshæð.
Alls 22 Þingvallafjöll að baki... og 22+ framundan fram að
áramótum...
Gps-slóðin: https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=54407451
|
Marardalur
Gönguleiðin inn að Marardal í Henglinum er stikuð og vel troðinn alla leiðina frá upphafsstað í Skeggjadal... en þriðjudaginn 28. júlí gengu þjálfarar í fyrsta sinn þessa leið og fóru beinustu leið upp á fjallshrygginn sem rakinn er svo til suðurs alla leið að dalnum... í stað þess að fara stíginn sem lá frá bílastæðinu sem þeir héldu að lægi aðra leið... og höfðu þannig ekki hugmynd um að leiðin væri svona fjölfarin :-)
Við
komum því fljótlega á stíginn og röktum okkur svo eftir honum á mjög
fjölbreyttri og ægifagurri leið
Friðsælt veður... milt og lygnt og úrkomulaust...
Móbergsklappirnar sem skreyta suðvesturhorn landsins að stórum hluta
nýtur sín einna best á þessum svæði
Töfrandi fallegt og formfagurt...
Flestir búnir að koma hér áður og ljóst að bæði utanvegahlauparar, hjólarar og göngumenn fara hér reglulega um...
Spennandi skúmaskot um allt og við ákváðum að skoða sum þeirra betur í bakaleiðinni ef veðrið leyfði...
Sköflungur hér í fjarska hægra megin...
Vörðuskeggi í Henglinum hér framundan í öllu sínu veldi...
... og gönguleiðin inn að Marardal ofan á hryggnum til suðurs...
Aldrei dauður punktur og farið upp og niður svo útsýnið var ýmist til suðurs, norðurs, vesturs eða austurs...
Smá
dalverpi hér þar sem sauðfé stríddi aðeins hundum kvöldsins...
.. og Batman léku sér alla þessa göngu en x er nokkurra mánaða og var til í leik allt kvöldið en Batman er kominn á miðjan aldur og fannst á tímabili nóg um en reyndi eins og hann gat :-)
Dásamlegt að fara í svona yndisgöngu á miðju sumri og bara njóta hvers skrefs til hins ítrasta...
Marardalur að birtast í fjarska...
Já... alls kyns landslag á þessari leið...
Nestisstund í skarðinu með Marardalinn í fanginu að hlaða sig náttúruorku í leiðinni...
Sérstakur staður... staður þar sem manni dytti í hug að búa á ef
maður væri að leita að slíkum stað hér á öldum áður...
Tólf
mættir... Örn,
Bjarni, Kolbeinn, Anna Sigga, Gerður Jens., Ása sem var að mæta í
sína fyrstu göngu með klúbbnum,
Vörðuskeggi í samhengi við þennan útsýnisstað norðan í Marardal...
Hellisskútinn þarna niðri með dýjamosann verður skoðaður næst... er það ekki ?
Marardalur í öllu sínu veldi... töfrandi flottur staður... hér þurfum við að vera með utanvegahlaupaæfingu er það ekki ?
Bakaleiðin var sama leið að mestu...
Ísland er best... í heimi...
Fílsfæturnir sem við skutumst til að skoða betur... magnað...
Ása að klöngrast utan í þeim...
Fórum upp á Fílinn til að horfa betur yfir...
Gengum svo ofan á fílnum til norðurs og Hjölli fór á undan til að
sjá hvort leið væri niður af honum fjær...
Á
þeim kafla niður móbergið hér með rúllandi lausagrjótið um allt fann
Sigga Sig þennan stein með gati í...
Alls kyns spennandi ferðir í sumar viðraðar í göngunni...
...og spáð í spilin næstu helgi þar sem ætlunin er að fara á
Grænufjöllin að fjallabaki
Rigningardroparnir mættu í akstrinum á leið heim um kvöldið... og
það var allt blautt í bænum þegar lent var þar í ljósaskiptunum...
Alls
7,9km á 3:05 klst. upp í 499 m hæð með alls 343 m hækkun úr 338 m
upphafshæð. |
Eilífsdalur yfir Esjuna "Fórum 10 Toppfarar
yfir Esjuna í gærkvöldi (Inn Eilífsdal, upp á Eilífskletta, á
Hábungu, svo Þverfellshorm og síðan niður að Esjustofu).
|
Búrfellsgjá óhefðbundið
"Ja...hvað getur maður sagt, annað en takk
fyrir frábæra þriðjudagsToppfaraskemmtigöngu
JóHanna Fríða Dalkvist.
|
Helgafell Hf óhefðbundið Takk fyrir samveruna í gær þessa óhefðbundnu leið á Helgafell. Rannsóknarefni kvöldsins leyst (þau sem ég mundi).
Þá er það
myndaflóðið úr um 13 km göngu um Gvendarselshæð, Litluborgir,
Helgafell, yfir Valahnúka,
|
Við erum á toppnum... hvar ert
þú?
|