Tindferð 193
Sandfell, Mælifell og Stapafell sunnan Þingvallavatns
Þingvallafjöll nr. 7, 8 og 9
laugardaginn 14. mars 2020

Suðurskautslandslag
nepalskir litir
norðlensk snjóþyngsli
um fjöllin þrjú sunnan Þingvallavatns
helgina áður en 100 manna og 2ja metra samkomubann tók í gildi


Nýjar hópmyndir hér með.... tveir metrar á mill manna en þó ekki fjölskyldumeðlima... þetta var fyrsta æfing í því...

Fullkominn dagur á fjöllum...
á Sandfell, Mælifell og Stapafell sunnan Þingvallavatns í snjóþungu færi
en fagurtæru skyggni og einstöku útsýni yfir allt Þingvallasvæðið og fjöllin okkar allan hringinn kringum vatnið... 

-----------------------

Síðasti laugardagurinn áður en 100 manna samkomubann lagðist á íslensku þjóðina sökum Covid-19
var laugardaginn 14. mars... og þá var keyrt um Mosfellsheiði sem verður ansi oft ekin
áður en árið er liðið á þessu Þingvallafjallaáskorunarári
og nú skörtuðu Stardalshnúkarnir sínu fegursta í nýföllnum snjónum
sem kyngdi niður í unnvörpum fimmtudeginum á undan
og skáru sig meira úr en oft áður...

Skafrenningur á leiðinni um heiðina og hálf kuldalegt...
... var martröðin frá Reyðarbörmunum að fara að endurtaka sig með mun meiri vindi á fjalli
en við áttum von á og spáin sagði til um ?

Akstursleiðin meðfram Þingvallavatni að vestan skartaði töfrum þegar við keyrðum að Súlufelli í janúar...
ennþá snjór og sólin á heiðum himni nú... en komin mun hærra á loft en þarna í lok janúar...

Svona var þetta 26. janúar...

http://fjallgongur.is/tindur189_sulufell_260120.htm

Hengillinn í fjarska stór og umfangsmikill hægra megin...
og fjöllin okkar þennan dag vinstra megin í ásum niður að vatninu...

Jórutindur og Hátindur... á dagskrá á þriðjudegi síðar á árinu...
einir glæsilegustu og óþekktustu fjallatindarnir við  Þingvallavatn...
það verður gaman að bjóða klúbbmeðlimum á þessi tvö...

Staðurinn þar sem bílum er lagt til að ganga á fjöllin þrjú sem voru á dagskrá þennan dag...
norðan við Sandfellið sem var fyrsta fjall dagsins...
einn fegursti staðurinn til að á við Þingvallavatn almennt...
paradís á jörð og ekkert minna...

Þingvallavatnið ísilagt og snjór ofan á ísnum... mjög sérstakt... það er 14. mars...
jebb... veturinn 2019 - 2020 lætur ekki að sér hæða...

Jeppar og ekkert annað... best ef það er mögulegt... og af þeim er nóg í fjallgönguklúbbnum...

Lagt af stað kl. 9:01... og sólin komin talsvert á loft... mars er töframánuður hvað þetta varðar...
sólin komin hátt á loft en ennþá snjór og útivistin gullin og björt...

Snjóþyngslin talsverð... það átti eftir að reyna mikið á fremstu menn þennan dag að spora út fyrir hópinn...

Skógurinn hér sunnan vatnsins er mjög fallegur....
það er kominn tími á þriðjudagsæfingu hér að sumri til...

... þriðjudagurinn 16. ágúst árið 2016... gengið þá á Sandfellið og hæsta tind Mælifells...
ekkert smá fallegt kvöld þarna um árið 2016...

En... við vorum í mars árið 2020... sá dagur hefði ekki getað verið fallegri heldur...

Þingvallavatnið frosið og hulið snjó upp í fjöru um miðjan mars... jahá... munum þetta...
og rifjum þetta reglulega upp til að gleyma því ekki... ísilagt Þingvallavatn um miðjan mars...

Þjóðgarður á heimsmælikvarða...

Sjá fersku mjöllina yfir öllu svo hreina og tæra...

Þær voru margar brekkurnar upp og niður þennan dag...
enda endaði uppsöfnuð hækkun göngunnar  í 1.052 metrum...

Fyrsta fjall dagsins var Sandfellið... en syðsti hluti þess kallast Bæjarfell á kortum...

Heiður himinn... logn... frost... glænýr snjór...
engin spor nema eftir rebba sem var greinlega búinn að ganga þarna um á undan okkur
og Batman var ólmur að feta í fótspor á og hnusa af þessum ferfætlingi...

Æfing númer eitt í breyttum hópmyndum...

Samkomubann yfirvorandi eftir helgina... menn þegar byrjaðir að undirbúa þessa skrítnu tíma...
nú skulu vera tveir metrar á milli manna og engir hittingar yfir 100 manns...
við getum þetta... er það ekki... ?

Kvenþjálfarinn fór yfir fjallahringinn og öll fjöllin sem við ætlum að ganga á á þessu ári til að ná öllum....
 ja, nú eru þau orðin 37 Þingvallafjöllin sem við erum komin með á skrá...
og enda kannski í 40 eða hvað ?

Við vorum ennþá á Sandfelli.. sem er ílangur fjallshryggur... ás sem gengur frá suðri til norðurs...
hæsta fjallið af þeim sem eru þarna á svæðinu enda lengra uppi á landi en hin...
þó manni fyndist hin eiga að vera hærri af því þau eru innar
en fjörurnar í Þingvallavatni skekkja skynjunina... þær eru ekki sjávarfjörur, bara stöðuvatnsfjörur...
og því var Sandfellið alveg eftir bókinni... hærra en fjöllin sem rísa sunnan þess...

Hengillinn hér að koma í ljós hægra megin...

Hvílíkt útsýni... þarna voru Reyðarbarmarnir tveir sem við gengum á síðasta þriðjudag...
Bæjarfellshlutinn af Sandfelli hér niðri...
Ölfusvatnsfjöllin, Gildruklettar og Lambhagi hægra megin sem verða á þriðjudegi
og Miðfell og Dagmálafell sem var í janúar þarna úti á vatninu að manni finnst...

Það var kominn tími á keðjubrodda... svellað undir snjónum og menn runnu óvænt til í brekkunni...

Saklausar brekkur til að byrja með en miklu þægilegra að vera bara á broddunum
og þurfa ekki að leita að góðum stað til að stíga á...

Tindurinn á Sandfelli nálgast...

Fegursta mynd dagsins... tekin af Erni til baka á hópinn að koma upp á hæsta tind Sandfells
með dýrðina alla við Þingvallavatn...

Fjallasýnin merkt inn af Báru þjálfara...

Tindurinn... í 427 m hæð... hæsti punktur þennan þriggja tinda dag...

En Sandfellið var lengra... við gengum eftir því öllu til enda í suðri...

Komin hér fram á suðurbrúnir...

Stórbrotinn útsýnisstaður til suðurs að Henglinum hægra megin.. Hellisheiði fyrir miðju...
og Hrómundartindi og félögum vinstra megin...

Hvílíkur staður til að vera á....

Yndislegt... heiðríkja... friður... samvera... gleði...

Svona var þetta árið 2016 í ágúst...

Nú var æfing tvö í að taka hópmynd með tvo metra milli manna vegna yfirvofandi samkomubanns...

Jú... þetta var mun betri frammistaða... svona á að gera þetta... dreifa hópnum nær og fjær... mjög flott
og kannski komið til að vera oftar á non-Covid-19 - hópmyndum í framtíðinni ?

Niðurleiðin af Sandfelli hér á leið á Mælifellið á hægri hönd
en Stapafellið sem var þriðji og síðasti tindur dagsins hér hægra megin ofan við hópinn..
til vinstri er svo Súlufellið marglaga og norðurtaglið á Hrómundartindi hægra megin efst...
Kyllisfellið svo enn fjær...

Þessi brekka var aðaláhyggjuefni þjálfara...
og önnur af tveimur brekkum sem ollu því að jöklabroddar skyldu fara með í gönguna ef menn ættu þær græjur...
en það voru ástæðulausar áhyggjur... mjúkur snjór og gott færi...

Aftari þjálfarinn hér... dróst aftur úr við að setja hópmyndina á fb...

Árið 2016 fórum við bara á Sandfellið og út á þessa nös sem sést vinstra megin ofarlega á myndinni hér að ofan...
Búrfell í Grímsnesi hér í fjarska...

http://www.fjallgongur.is/aefingar/37_aefingar_juli_sept_2016.htm

Mælifellið hér framundan á hægri hönd... fimm hnúkar á því... við enduðum á að fara á alla fimm...

Sýnin til norðausturs úr hlíðum Sandfells... tindaraðirnar liggja eins og ásar kílómetrunum saman...
og eru Ölfusvatnsfjöllin hluti af þessum tindaröðum sem Kálfstindar, Klukkutindar, Skefilsfjöll mynda norðar...

Brekkan brakandi mjúka... þarna niðri á ásnum fengum við okkur nesti...

Svona var brekkan 12. apríl árið 2016...

Litið til baka frá fremri þjálfara...

Nestistími... yndislegt...

Batman var ómögulegur að geta ekki fengið smá gott í gogginn frá félögum sínum...
og þeir voru líka ómögulegir yfir því... þetta var rætt lítillega og svo aftur í göngunni
og niðurstaðan er sú að leyfa honum að vera frjálsum í nestistímunum hér með...
þeir sem ekki vilja að hann eða aðrir hundar séu að sníkja verða að passa að gefa hundunujm aldrei
og ýta þeim frá sér og segja ákveðið "nei"... þá leita þeir ekkert á þá...
þeir sem gefa hundi einu sinni af nestinu sínu...
eru þar með komnir í sníkjuhópinn og sitja uppi með að hundarnir leita alltaf til þeirra í von um æti þegar það er nestistími...

Sjá færsu Báru þjálfara á fb varðandi þetta
undir mynd Siggu Sig af Batman í bandi að reyna að toga sig í burtu frá þeim
til Bjarnþóru sem er einn af hans bestu vinum í Toppförum:

"Æji hann á svo marga góða vini sem vilja gefa honum af nestinu sínu greyið en bandið stoppar... við erum búin að fara í marga hringi með þetta og ég tók þá ákvörðun í gær að hafa hann ekki í bandi í nestistímum hér með vegna nokkurra athugasemda í síðustu göngum. Menn njóta þess að gefa honum og vilja fá að gera það, mjög margir í hópnum. Þessi vinátta milli hunda og manna er svo falleg og hluti af samverunni í fjallgöngunum. Þeir sem vilja ekki þessa truflun frá hundunum í nestistímum verða að gefa hundunum skýr skilaboð, aldrei gefa þeim neitt og þá láta hundarnir þá í friði. Ég gaf t.d. Dimmu aldrei og hún sníkti aldrei hjá mér og sótti aldrei í mig. Stuttu áður en hún dó þá knúsaði hún mig mikið og ég skildi ekkert í því þá en áttaði mig svo á því að þarna var hún að kveðja mig og þakka mér fyrir göngurnar öll árin... þessi vinátta milli hunda og fjallgöngufélaga í hópnum er ómetanleg í mínum huga og nú hafa margir kvartað og vilja deila nestinu sínu með Batman og klappa honum smá í leiðinni og ég ætla að leyfa þeim það og hætta að hafa hann svona í bandi í nestistímum :-)

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10222650748522964&set=pob.1376913439&type=3&theater

Já... njótum þess að hafa hundana með í göngum og í njótum þess að eiga þá að sem vini...
verum umburðarlynd og góð við hvort annað og ferfætlingana okkar í göngunum...

Sólin svo björt og falleg... skein í heiði allan daginn...

Brekkan góða og nestisstaðurinn...

Hingað niður og alla leið niður taglið fórum við síðast... en ekki í dag...

... heldur þessa leið hér niður...

Ekki leiðinlegt í dúnmjúka fannferginu ofan á grjótinu...

Mælifellið framundan hér... hnúkur númer eitt og tvö hér í sjónmáli...

Litið til baka með hópinn að koma niður af ásnum...

Öftustu menn hérna megin... Stapafell og Hrómundartindur í fjarska....
hluti af hryggjarröðinni sem nær allt að Skjaldbreið og þar um...

Brakandi logn og hiti hér í sól og snjó... eins og það gerist ferskastog skærast í marsmánuði...

Þessi brekka var löng og brött en vel fær...

Fínt færi...

Leiðin að baki alla leiðina ofan af Sandfelli...

Þessi brekka var krefjandi... löng og brött... í hita og svita... eins og fleiri þennan dag...

Fremstu menn komnir upp á fyrstu öxlina sem taldist ekki hnúkur  á Mælifellinu...

... sem var í 334 m hæð...

Sigga Sig bað okkur um hópmynd af skuggunum okkar á þessum fallega stað...

Skemmtilegur gjörningur :-)

Allir glaðir... þakklátir... þetta gæti verið síðasta tindferðin í bili... ef ástandið versnar...
en við héldum ekki... vorum vongóð...

Hnúkarnir á Mælifelli voru um allt... við lögðum af stað á þann fyrsta...

Enn ein snjóbrekkan...

Litið til baka... ferskara og bjartara gerist það varla...

Uppi á þessum hnúk voru litirnir nepalskir...
en í Nepal upplifðum við skærasta bláa litinn nokkurn tíma...
og hvítasta litinn nokkurn tíma... enda í 5.600 m hæð og því mun nær himninum en þarna í 334 m hæð eða svo...

Útsýnið magnað af ekki hærri fjöllum...

Sýnin til Sandfells sem við vorum búin að ganga á... og Þingvallavatnið...

Lagt af stað á hnúk tvö...

Dúnamjúkar lendurnar...

Sandfellið hér í baksýn...

Bjarnþóra, Bjarni, Biggi og Steinar Adolfs... ekkert nema gleði og kátína...
auðmýkt og alúð... fylgir þessu fólki...

Litið til baka...

Hnúkur þrjú... langur ás...

Jebb... krefjandi færi með þessari skóflun...

Sandfellið orðið ansi glæsilegt í baksýn...

Enn einir broddarnir sem slitna... eftir litla notkun...

Hafún með vírklippur og vír til að gera við eftir reynsluna í fyrri ferð...
og Kolbeinn var ekki lengi að gera við broddana með þessum græjum...

Þriðji hnúkurinn langt í burtu...

Litið til baka...

Enn á leið á þennan þriðja með Hengilinn hægra megin... ótrúlega falleg sýn á hann þennan dag...

Spjallað og spáð í spilin... síðasta sinn sem má standa svona nálægt hvort öðru...
við reyndum samt að halda fjarlægð eins og við gátum og eins og við mundum eftir en gleymdum okkur stundum
enda ekki komið samkomubann þó við vildum samt venja okkur á þetta strax...
hjón og pör samt ennþá nálægt hvort öðru enda deilandi sama heimilinu og sama bílnum
en nú þurfa allir að venja sig á þessa fjarlægð meðan faraldurinn gengur yfir...
vonandi áður en sumarið er komið í hámæli...

Brúrnirnar á þriðja hnúknum...

Vert að passa sig á snjóhengjunum...

Komin á þriðja hnúkinn sem mældist 392 m hár og var hæstur af þeim sem voru á Mælifellinu...

Stefnt á fjórða hnúkinn... talsverður aukakrókur en veðrið gott og hópurinn sprækur svo það var ráð að sleppa honum ekki
eins og við gerðum nefnilega árið 2016...

Guðmundur Jón með fimmta og síðasta hnúkinn í fjarska...

En fyrst var að klára þennan fjórða...

Hann mældist 374 m hár...

Stapafellið og Súlufellið hér vinstra megin....

Jú... ekkert mál... bara einn eftir... áður en Mælifellið var fullgengið...

Sandfellið og fimmti hnúkur Mælifells...

Svo fallegur hnúkur og ferskur í nýföllnum snjónum...

Mann langaði oft að skíða þennan dag...
eflaust margir fjallaskíðamenn og gönguskíðamenn á ferðinni þennan dag...

Gerist ekki fallegra en þetta... svo einfalt er það...

Þessi ferð átti eftir að verma fjallahjartað okkar lengi vel gegnum Covid-19 faraldurinn
sem lokaði okkur smám saman inni og frá hvort öðru næstu vikur...
og mánuði ? ... ef að líkum lætur... ...

Svona ferskleiki er engu öðru líkur og ómetanlegur með öllu...

Ekkert sjálfsagt við þetta... bókstaflega ekkert... að vera ein í heiminum þarna... fyrst á ferð... á eftir rebba reyndar...
hvergi nærri sjálfgefið í stærra samhengi heimsins... með ferskt loft... engin villidýr að ógna öryggi okkar... engir óvinir í nánd...
engin böð né bönn sem hindruðu för... ekkert sjálfsagt við þetta... einfaldlega forréttindi....

Sandfellið hér og Þingvallavatn vinstra megin...

Stapafellið og Súlufellið hægra megin...

Enn ein fjallsbrúnin og nú með austrið í fanginu...

Súlufellsfararnir Guðmundur Jón, Sigga Sig. og Katrín Kjartans en þau skelltu sér á það 22. febrúar
þar sem þau misstu af Toppfaraferðinni og lentu í smá áskorun efst í frosinni snjóhengjunni
en rúlluðu því auðvitað upp enda öll mjög reynslumikil og vön öllu mögulegu og ómögulegu á fjöllum :-)

Stefán sem á mjög erfitt með að bíða eftir hópnum og vill helst hlaupa um fjöllin enda utanvegahlaupari
sá góða leið yfir Ölfusvatnsá þar sem hún virtist frosin yfir...
og Örn var sammála en vildi kanna leiðina fyrst...

Bára var skeptísk á þetta... alltaf að hugsa um öryggið og sá fyrir sér snjóhengjugildru í miðri á...
sem var heldur mikið lagt í áhyggjubankann þegar nær var komið
enda skellihlógum við að þessum óþarfa áhyggjum hennar síðar um daginn  :-)

En við byrjuðum á að renna okkur niður þessa brekku hér...

Ekki leiðinlegt... tók bara myndband og enga mynd á leið niður nema þessi þegar ég var orðin stopp...

En náði þessari af Elísu sem gekk meðan við renndum okkur niður...

Fremstu menn búnir að kanna leiðina yfir... hún var í skínandi góðu lagi...

Ekkert mál hér yfir ána:-)

Síðustu menn að skila sér inn...

Frábært að ná að fara beint hér yfir og þurfa ekki að leita að vaði ofar í ánni og fara í vaðskó...

Renna sér hér niður... ekki spurning...

Þykkt lag af ís og snjó yfir ánni...

Ansi snjóug frá toppi til táar... við sem renndum okkur...

Þá var það Stapafellið... Sandfellið búið... sem og Mælifellið... sem og áin...

Ótrúleg fegurðin þennan dag... brakandi blíðan... ferska loftið... tærleikurinn... hreinleikurinn...

Stapafellið... svo formfagurt og skínandi hreint og bjart...

Örninn ákvað að fara hringleið upp á það í stað þess að fara sömu leið upp og niður...
og því þurfti að fara krók að því sunnan megin...

Yfir eina girðinu til að komast að fjallinu...

Lítil snjóflóð í hvilftinni í fjallinu vestan megin...
hliðinni sem fær lengsta tímann með sólinni á heitasta tíma dagsins...
hádegið og seinniparturinn þar sem kvöldsólin er enn á lofti...

Við spáðum í snjóflóðahættu en hún var hverfandi á þessum slóðum þar sem stutt var í grjótið alls staðar,
sjá hér hvernig það kemur upp úr hægra megin...

Og Örn reynd að leita í hrygginn hér á leið upp... og sniðganga hvilftirnar í fjallinu...

Litið til baka... Mælifellið marghnúkótt í baksýn... og gljúfur Ölfusvatnsárinnar...

Snjóhengja hér efst... og heilmikið fannfergi hér... en snjórinn mjög mjúkur og reglulega stutt í grjót eða strá...

Við mátum það svo að það væri ekki snjóflóðahætta hér...

Hrómundartindur vinstra megin... mjög fallegur þennan dag...

Komin upp... snjóhengjan var eini staðurinn þar sem maður sá fyrir sér að gæti komið snjóflóð
en kuldinn var slíkur þennan dag og snjórinn svo jafnfallinn
að það var ljóst að hann þarf að þjappast meira og safnast meira saman
til að fara að gefa undan þyngdaraflinu niður hlíðarnar...

Komin upp á tindinn á Stapafelli... í 360 m hæð...

Batman að hvíla sig eftir átökin að baki... með bakaleiðina alla útbreidda framundan...

Hvorki meira né minna en 6,5 kílómetrar eftir af leiðinni í bílana...

Allir himinlifandi með daginn... en Perúfararnir þó slegnir enda rann Perúferðin þeim úr greipum tveimur dögum fyrir ferðina þegar Trump lokaði Bandaríkjunum og þar með leið þeirra til Perú... en eftir á að hyggja var það gott... því enginn hefði viljað vera staddur í Suður-Ameríku vikurnar sem á eftir komu... ástandið í heiminum breyttist mjög hratt þessa daga og átti eftir að versna mikið... flest lönd búin að loka landamærum sínum áður en vikan var liðin... svo allir Íslendingar sem vettlingi gátu valdið voru farnir að flýja heim úr öllum heimshornum...
líka þeir sem búið hafa árum saman erlendis og jafnvel úthúðað Íslandi árum saman á samfélagsmiðlum sem misheppnuðu þjóðfélagi...

Súlufellið hér á hægri hönd... og Búrfell í Grímsnesi fjær...

Þá var ekkert eftir nema koma sér til baka í bílana...

Löng leið... og frekar einhæf... í erfiðu færi...

... þar sem reyndi mun meira á fremstu menn en þá öftustu...

Fannfergið mikið og langt síðan við höfum skóflast í gegnum svona mikinn snjó í tindferð...

Komin að girðingunni sem markaði leiðina kílómetrunum saman gegnum sumarhúsabyggðina...

Sjá aukakróka Batmans... hann var ekki þreyttari en svo að hann varð að þvælast svona út um allt
enda ekkert náttúrulegt við það að ganga beinustu leið í langan tíma...

Sjá snjódýptina á köflum...

Stefán og Kolbeinn ruddu þennan síðasta hluta dagsins að mestu og hvíldu þannig Örn sem hafði rutt leiðina fram að því...

Það var vel gert... takk kærlega fyrir strákar :-)

Komin að tærum fallegum læk...

Gott að á smá og ná sér í meira vatn að drekka í þessum svala hita...

Yndislegt...

Sumir búnir með vatnið og þá var þetta kærkomið...

Batman var líka þakklátur... hann gat loksins fengið sér að drekka...

Svo fallegt þarna...

Og nú tók við síðasti hlutinn... enn meira ark...

Stapafellið í baksýn...

Komin í bústaðalandið...

Hér héldum við að við fengjum loksins ruddan  slóða... vorum farin að lengja verulega eftir því...
en svo reyndist ekki vera... bara hjólför eins og slóðinn okkar...

Ekta jólatré... með klingjandi frosinn klakann niður með greinunum...

Frostkertin...

Lágur lofthiti en logn og sól... svo snjórinn breyttist í þetta klakahröngl á trjánum...

Svo fallegt...

Þetta var eini ruðningurinn... en þetta var sko munur... smá harðara undir... smá viðnám þegar stigið var niður...

... og svo tók þjóðvegurinn við kringum Þingvallavatnið... alls rúmlega tveggja kílómetra langur...
Ölfusvatnsfjöll á hægri hönd, Sandfellið hærra fjallið vinstra megin...

Þetta var ansi langur kafli... og erfiður fyrir líkamann... en hollir kílómetrar engu að síður...

Litið til baka... já, rúmlega tveir metrar á milli manna takk hér allavega :-) :-) :-)

Komin í bílana eftir langa og stranga göngu í paradís á jörðu...
og ekkert minna en það takk fyrir !

Ekkert sjálfgefið að við fengjum svona upplifun í bráð á þessum skrítnu tímum...

Alls 13, 8 - 14,3 - 15,4 km... við skrifuðuð 14,9 km á þetta...

+

Úrið oftast lengra en stóra gps-tækið... tekur færri tungl... nemur kannski meiri hreyfingar...
í tölvunni er vegalengdin frá stóra gps-tækinu orðin styttri en á skjá tækisins í log göngunnar...

Alls 14,9 km á 7:20 - 7:27 klst. upp í 427 m á Sandfelli, 392 á Mælifelli og 360 m á Stapafelli
með 1.052 m hækkun úr 113 m upphafshæð.

Leiðin á korti... sérstök þessi beina leið ofan af Stapafelli og svo meðfram girðingunni
og sjá svo á þjóðveginum... hálf óþægilega beint eitthvað en svona var þetta :-)

Öll Þingvallafjöllin níu í fimm göngum:

Miðfell og Dagmálafell gul þann 5. janúar...
Súlufell rautt þann 26. janúar...
Búrfell í Þingvallasveit frá Brúsastöðum grænt þann 29. febrúar...
Litli og Stóri Reyðarbarmur skærblár þann 10. mars...
Ganga dagsins... Sandfell, Mælifell og Stapafell fjólublátt þann 14. mars...

Heimleiðin meðfram vatninu var heilandi eins og alltaf...
aksturinn á heimleið í tindferðum er alltaf sérstök upplifun... hífuð eftir útiveruna... þakklát með daginn...
þreytt og veðurbarin... ekkert framundan nema heit sturta, góður kvöldmatur og notalegheit í sófanum heima...
viðrandi ferðina í huga, hjarta og stundum hönd á samfélagsmiðlum í símanum...

Hvílíkur dýrðarinnar dagur...
það verður gaman að rifja þessi Þingvallafjöll öll upp þegar árið er liðið...
það verður afrek að klára þetta...
... sérstaklega ef Covid-19 tekur lungað úr árinu að ganga yfir...

Sjá myndband um gönguna hér:

https://www.youtube.com/watch?v=aDUM4vlEvPk&t=9s

Sjá gps-slóðina á Wikiloc hér:

https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=48022601
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir