Æfingar alla þriðjudaga frá
júlí út september 2009
Í öfugri tímaröð:
Esjan 29. september
Litli Meitill 22. september
Háihnúkur og tæpigata Akrafjalli 15. september
Kristjánsdalahorn og Þríhnúkar 8. september
Móskarðahnúkar og Laufskörð 1. september
Blákollur og Sauðadalahnúkar 25. ágúst
Vörðuskeggi 18. ágúst
Litla Sandfell og Geitafell 11. ágúst
Arnarfell Þingvöllum 4. ágúst
Gullbringa Kleifarvatni 28. júlí með Jóni Inga í sumarfríi þjálfara
Ingólfsfjall 21. júlí með Jóni Inga í sumarfríi þjálfara
Sýlingafell og Þorbjörn 14. júlí
Kristín Gunda og Hjölli á 24 tindum Glerárdals
Björn sigraði Kilimanjaro
Tjarnarhnúkur, Lakahnúkur, Hrómundartindur, Tindagil, Klambragilslaug 7. júlí
Esjan á sprettinum...
Alls mættu 43 manns í tímamælingu á Esjunni upp að steini 29. september í lok sumartímabils Toppfara árið 2009 og rættist vel úr veðri þar sem við fengum úrkomulaust og lygnt veður þrátt fyrir hryssingslegt veðurútlit. Fyrstu menn voru rúmar 44 mínútur upp að steini og voru margir á góðum tímum og undir 60 mín og því hæstánægðir með frammistöðuna. Aðrir voru ekkert að stressa sig og tóku bara góða fjallgönguæfingu en síðasti maður skilaði sér inn á tæpum 70 mín í rólegheitunum sem er frábært enda vorum við sem rákum lestina alls 2:05 klst. með alla gönguna í heild, 6,9 km upp í 614 m (597 m) með 601 m hækkun. Ein var að koma niður þegar þau fyrstu lögðu af stað, tvær fóru styttra en upp að steini og enginn fór lengra en upp að steini enda veðrið ekki það besta fyrir klettaklöngur... en annars var farið í nokkrum hópum upp og niður og var gleðin svo sannarlega við völd á Esjunni þetta kvöld og einhver galsi í mönnum...
Mættir voru:
Nýir
meðlimir voru
fimm;
þau Anton, Hermann, Nanna Bergþórs., Ólafur og
Svala
Látið mig vita ef það vantar Toppfara eða hund á
listann ! Flott æfing sem tekin er tvisvar á ári í klúbbnum, í lok mars (lok vetrartímabils) og lok september (lok sumartímabils).
Við mælum með því að menn taki
tímann
sinn upp að steini reglulega
Hér
með hefst vetrartímabilið frá október til loka mars |
Logn á Litla Meitli
Þátttökumet var
slegið í
fjórða sinn í
fjallgönguklúbbnum þetta síðsumarið
Með í för voru fjórir nýjir meðlimir, þau Ágústa, Ásta H., Eiríkur og Steinunn auk þess sem margir nýlegir meðlimir mættu galvaskir innan um kjarnann sem aldrei lætur sig vanta og þar innan um voru nokkur gamalkunnug og kærkomin andlit sem létu sjá sig eftir langt hlé eins og Jóhannes Gísla og Þorleifur. Þá voru aldurshöfðingjarnir tveir með í för, þeir Björn og Ketill og Toppfararnir ungu, þau Einar Logi og Ester Þorleifsbörn svo aldursbilið í hópnum þetta kvöld var 4ra - 72ja ára sem telst til tíðinda og spá þjálfarar því að þessi mæting í magni og aldurssamsetningu verði seint slegin...
Einar Logi
sem nú er að verða 9 ára á tvímælalaust metið í
þátttöku barna í klúbbnum og rifjuðum við upp
fyrstu göngurnar hans með hópnum fyrsta veturinn
2007 þegar hann var sex ára að verða sjö og
versta veðrið á æfingu þann veturinn geisaði
Og loks voru hundarnir
fimm á æfingunni og stóðu sig vel í tillitssemi
við göngumenn;
Veðrið var með
eindæmum gott í haustlægðunum þessar vikurnar...
Gengið var upp með Meitilstagli í norður með ægifögru útsýni í allar áttir eftir því sem ofar dró.
Hæsti tindur Litla Meitils framundan og Hellisheiðin galvirkjuð í fjarska.
Mættir voru - 68 manns:
Efst frá vinstri:
Birna, Ketill, Jón Sig., Ingibjörg, Elísabet
Rún., Ágústa, Sveinn Máni, Steinunn, Eiríkur,
Kalli, Óskar K., Halldór, Helgi Stefnir, Alda,
Ella, Gaui, María, Guðjón Pétur, Gurra, Simmi,
Jón Ingi, Óskar Bjarki, Björn, Addý, Rósa, Lilja
B., Sigga Ingva., Rikki, Gnýr, Jóhannes,
Gengið var niður af tindinum eftir hópmyndina
þar sem mönnum var orðið of kalt fyrir
nestispásu á sama stað
Lambafell og Stóri Meitill hér nær með svæðið "mili meitla" á milli. Esjan og Móskarðahnúkar lengst í fjarska. Mönnum datt í hug að fara yfir á Stóra Meitil í bríeríi veðurblíðunnar en það hefði verið of langt á þessum árstíma nema menn hafi verið tilbúnir til að ganga í myrkri alla leiðina til baka... allt í allt þá 10 - 11 km sem hefði verið fínasta ganga um hásumarið... en þessi heiði þarna á milli leynir á sér... og báðir meitlarnir eru tilvalin dagsganga sbr. nóvembergangan okkar forðum í kristaltæru frosti og snjó árið 2007...
Bláfjallagarðurinn
og
Jósepsdalafjöllin
fjær vinstra megin og
Lambafell nær fyrir
miðju.
Eftir niðurgöngu um norðurhlíðina var
nestisstopp og
skrafað um það sem framundan er í hópnum,
Bakaleiðin var um fallega dalinn í vesturhlíðunum og klettaborgina niður að grasbalanum að Votabergi þar sem hópurinn var þéttur í síðasta sinn og rökkrið tók við að bílunum en fáir kveiktu höfuðljósin og þjálfari er einhvern veginn ekki kominn í gírinn með að setja flassmyndir með myrkrinu á vefinn... það eru víst nógu margar vikur framundan í myrkri fyrir svoleiðis...
Fínasta ganga í fallegu útsýni og friðsælum anda
Við endum sumartímabilið á
Esju-tímamælingu næsta þriðjudag og þar
með hefst vetrarævintýri
Toppfara í þriðja sinnið.
Andstæðurnar milli
sumargangnanna og vetrargangnanna eru svo miklar
að þetta haustið finnst manni það ennþá
óraunverulegt að vera að fara að mæta á æfingu í
myrkri næstu mánuðina þó þetta sé þriðji
veturinn í röð sem við höldum úti vikulegum
fjallgöngum allt árið... (myrkur verður alveg
frá byrjun æfinganna í nóv til jan)... en um
leið og þessi myrkurhrollur eftir sumardekrið
fer um mann minnist maður þess að
friðsæl ganga í brakandi snjó, kristaltæru
frosti, stjörnubjörtum himni og tungsljósi
er tvímælalaust það sem stendur upp úr í
minningunni af því sem þessi hópur hefur afrekað
frá upphafi... það eru því spennandi tímar
framundan... eins og alltaf hjá Toppförum... |
Gullbringa við Kleifarvatn
Seinni gangan í boði Jóns Inga var þriðjudaginn 28. júlí á Gullbringu við Kleifarvatn og sendi hann eftirfarandi línur: "Í gær var gengið á Gullbringu í fínu veðri. Smádropar fyrst til að rykbinda og síðan blankalogn og blíða. Mættir voru 17 manns og hundur einn. Gylfi sendir þér tölfræðina úr tækinu sínu og nokkrar myndir....vélin mín varð eftir heima". Gylfi Þór sendi hópmyndina ofar með eftirfarandi línum: "Ganga upp á 315 metra háa hlíð kölluð Gullbringa suðaustan megin við Kleifarvatn.
Gengið með 16
félögum í Toppförum undir stjórn Jón Inga
Gíslasonar en Bára og Örn eru í sumarfríi. Og tengill á myndasíðuna hans af fleiri myndum með ferðasögu: Hjartansþakkir Jón Ingi og Gylfi Þór ! |
Ævintýri á Akrafjalli
Þátttökumet var slegið í þriðja sinn á þessu síðsumri á æfingum Toppfara þegar 48 manns mættu þriðjudaginn 15. september og gengu á Akrafjall.
Nýjir félagar voru fimm og hundarnir líka fimm en þar af var Stormur að koma á sína fyrstu æfingu.
Skagamenn
voru eingöngu þrír í þetta sinn eða þau Ingi,
Heiðrún og Petrína
Gengið var upp vesturbrúnir fjallsins áleiðis á Háahnúk með útsýni til vesturs á Akranes, norðurs á Hafnarfjall, austurs á fjallgarð Skarðsheiðar, Hvalfjarðar, Esjunnar og suðurs til Reykjavíkur.
Veðrið
lygilega gott í þessari rigningarroksviku en þó
snarpur vestanvindur sem lægði með kvöldinu,
Slóðinn upp Akrafjall er eins og á Esjunni... fjölfarinn og þægilegur og fleira göngufólk var á svæðinu bæði sunnan og norðan megin en hér ganga Lilja Sesselja og Rikki ásamt Stormi upp brúnirnar með Akranes í fjarska og magnaða sjávarsýnina af þessu fjalli en vindurinn úr vestri truflaði svolítið tómið til að njóta þess.
Sjá Háahnúk í fjarska.
Tanginn var genginn þar sem veðrið gaf gott tóm í algeru logni þarna niðri í suðurhlíðunum með hvíld frá vestanvindinum uppi. Ekkert nafn virðist vera til af þessum stað eins og hann er fallegur...
Alls lögðu 30 af 48 manns í þennan tæpa slóða sem þó er ekki svo tæpur en virkar það í þessari smæð sem maðurinn er þarna í stærðarinnar grasgrónum klettahlíðum fjallsins. Sjá myndband þjálfara frá minni tanganum á leiðinni: www.youtube.com/BaraKetils
Þrjátíu Toppfara í heimsókn á Tanganum í 474 m hæð í suðurhlíð Akrafjalls:
Ingi, Gylfi Þór, Bára, Rikki, Anna Elín, Birna,
Halldór, Kristinn, Helgi Máni (niðri við
steininn) Hrund, Rósa, Óskar Bjarki, Valgerður,
Sigrún, Hjölli, Sigga Rósa, Alexander, Gerður,
Hildur Vals., Silla, Áslaug, Júlíus, Halldóra
Þ., Harpa., Elsa Þ., Lilja Sesselja, Örn og
Sæmundur.
Þetta er einn magnaðasti viðkomustaður á fjöllum í nágrenni Reykjavíkur og ekki spurning að þeir sem ekki komu með í þetta skipti setji sér það sem langtímamarkmið að koma með næsta sumar :-)
Sjá slóðann til baka, góðar grasi grónar götur sem verða aðeins tæpar á stöku stað,
Slóðinn hinum megin við hornið að "Þingmanninum" eða "Frambjóðandanum" eða "Framsóknarmanninum" eða "Sjálfstæðismanninum" eða heitir hann "Strákur" ef maður skoðar kortið frá Inga af Hvalfjarðarhringnum?
Örn var með
tilræði
gegn "Þingmanninum"... eða beindist það að
félögunum sem fyrir neðan gengu í mesta
sakleysi...
Þeir sem ekki fóru tangann tíndust upp síðustu metrana á Háahnúk og biðu uppi þar til hinir skiluðu sér.
Nestispása
í vindinum á hæsta tindi sunnan megin
Akrafjalls...
Akrafjallsfararnirfjörutíuogáttaoghundarnirfimm:
Efri frá vinstri:
Erna, Halldór, Sigrún, Alexander, Halldóra Þ.,
Júlíus, Silla, Inga, Birna, Örn, Rósa, Sveinn
Máni, Jón Sig., Ingibjörg, Elísabet Rún, Helga
Sig., Elsa Inga, Gylfi Þór, Harpa, Valgerður,
Lilja B.
Þar af voru Elísabet Rún, Guðrún Helga, Helgi
Stefnir, Lilja B. og Valgerður að koma í sína
fyrstu
göngu með hópnum.
Hinir fimm heiðursfélagar Toppfara eru: Öll fimm með einstakan anda á fjöllum svo förin er ekki söm á eftir...
Hópurinn gekk frá tindinum niður um Dagmálagil austan við Háahnúk sem liggur niður í Berjadal og þar var gengið með Berjadalsá alla leið að Gljúfri við vesturendann þar sem "Tæpigata" var gengin meðfram gljúfrinu í myrkri með höfuðljós. Það var ánægjulegt að sjá hve hópurinn sem samanstendur að stórum hluta af nýrri meðlimum klúbbsins þetta kvöldið var vel búinn í þessari göngu, flestir með höfuðljós og hópurinn bæði samstilltur og hjálpsamur innbyrðis sem eru einmitt lykilatriði í göngu sem þessari þar sem farið er krefjandi aukakrók og gengið í myrkri á tæpri slóð. Hafið þakkir fyrir þeir sem huguðu að göngufélögum sínum þetta kvöld og réttu þeim hjálparhönd, lýstu leiðina á Tæpugötu og sneru jafnvel við á henni til að lána félaga sínum auka höfuðljós :-) Þjálfari tók ekki góðar myndir eftir Háahnúk.. hreyfðar og skyggðar og rökkvaðar og loks myrkar... var of áhyggjufull af hópnum um tæpigötuna í bakaleiðinni til að fara út í ljós-ljósmyndir að sinni en hér sjást þó ljós Toppfara í hlíðinni með borgarljós Akraness í fjarska. Sjá myndir félaganna á fésbókinni og myndasíðu Gylfa. Kvöldgangan varð eilítið lengri en áætlað var en svoleiðis gerist víst þegar veðrið, vindurinn og útsýnið blæs mönnum djörfung í brjóst... fyrir utan að það er sérstakur andi á Akrafjalli sem gerir mann eins og ósigrandi... hvaðan haldið þið að Skagamenn hafi sinn einstaka anda...?... en við gengum 7,2 km á 2:48 - 2:50 klst. upp í 565 m hæð með 502 m hækkun miðað við 63 m upphafshæð.
Sjá frábært myndband Gylfa Þórs af Tanganum og
göngunni allri:
Og
smá myndband frá þjálfara á Youtube... sko smá í
samanburði við Gylfa!... af tanganum:
- Flott
ganga á flott fjall með flottu fólki - svo
einfalt var það - |
Þríhnúkar í kvöldsól
Alls mættu
41 manns
á 106.
æfingu
þriðjudaginn
8. september
Þar af voru
níu nýir
meðlimir
og nokkrir nýlegir og er innkoma þeirra allra
góð
Gengið var fyrst á Kristjánsdalahorn sem slútir niður að veginum milli Þríhnúka og Grindaskarða og mældist það 329 m hátt (325 m skv Landmælingum).
Sjá
Grindaskörð
í fjarska: Stóra Bolla, Miðbolla og Syðstu Bolla
sem við gengum um
Mættir voru:
Efri frá vinstri:
Óskar Kristófers., Halldór, Erna Inga, Rósa,
Sirrý, Harpa, Hildur Vals, Snædís, Hjölli, Linda
Lea, Örn, Gnýr, Nanna, Kristbjörg, Rakel, Óskar
Bjarki, Ella, Gaui, Jón Sig., Sigrún, Ingibjörg,
Júlíus, Inga, Birna, Sesselja, Rikki.
Þar af voru Birna, Elsa Inga, Erna, Gerður, Lilja Sessselja,
Óskar Bjarki, Óskar Kristófers, Sesselja og
Snædís
Gönguleiðin var um dúnmjúkan mosa í byrjandi haustlitum og grýti upp snarpar brekkur Kristjánsdalahorns og svo um heiðina yfir á Vesturhnúk sem hér sést á mynd en hann er hæstur Þríhnúka og mældist 563 m hár.
Útsýnið einstakt til allar átta yfir heiðina að suðurströndinni, Grindaskörðum, Lönguhlíð, Sveifluháls, Trölla- og Grænudyngju og Keili o.fl., Helgafelli í Hafnarfirði, Valahnúkum, Húsfelli og Búrfellsgjá, Reykjavíkurborg, Akranesi og Akrafjalli þar sem nokkrir Skagamenn tóku sína æfingu þetta kvöldið... og við reyndum að koma auga á þau... og að Esjunni, Móskarðahnúkum og Skálafelli, Botnssúlum og Skjaldbreið m. a. sem er á dagskrá á laugardaginn... og loks að Vífilsfelli, Stóra Kóngsfelli og Bláfjöllum með Sauðadalahnúkana kíkjandi á bak við... svo eitthvað sé nefnt... ...m a g n a ð ú t s ý n i s s v æ ð i . . .
Ofan af Vesturhnúk var farið á Miðhnúk en svo nefnast tindar Þríhnúka gjarnan ásamt þeim þriðja sem Þríhnúkagíg. Sjá Vífilsfell og Stóra Kóngsfell í baksýn.
Miðhnúkur mældist 552 m og 1 m hærri en Þríhnúkagígurinn sjálfur (551 m) sem beið okkar. Sjá Bláfjöll og skíðasvæðið í baksýn.
Ofan af
Miðhnúk
sem hópurinn klífur á þessari mynd
naut
Þríhnúkagígur
sín vel í austri
Það var ekki
eftir neinu að bíða að skoða þessa
næststærstu og dýpstu hraunhvelfingu heims
...
Þríhnúkagíg
sem er
120 m
djúpur og var lengstum talinn botnlaus þar til
fyrst var sigið ofan í hann
Sjá ýmslar vefslóðir um
Þríhnúka
og
Þríhnúkagíg
með því að vafra...
Flestir gengu
hringinn kringum gíginn og kíktu ofan í eins
stutt og það var nú hægt... Sjá Grindaskörð og Bollana í baksýn.
Enn ein skuggamynd Toppfara... Þeir varpa skuggum sínum hvarvetna...
Sesselja - eða
Silla - lét
mynda sig við
upplýsingaskiltið
af Þríhnúkagíg sem gefur góða mynd af umfangi og
formi gígsins.
Erna - Halldór - Helgi Máni - Rósa og Gylfi Þór
Nestispásan var tekin í lautinni ofan á Þríhnúkagíg... ...það var bannað að stappa niður fótunum eða hoppa...
Tunglið heilsaði svo upp á okkur í austri með sólsetrinu sem fangaði okkur á niðurleiðinni...
Maður var snortinn af kyrrðinni sem var áþreifanleg með borgina glitrandi í síðustu sólargeislunum í fjarska...
Gullfalleg ganga
með góðu fólki og góðum nýjum félögum |
Gullið kvöld
á
Þátttökumet
var aftur slegið í fjallgönguklúbbnum Það er því nokkuð ljóst að með þessari dúndurmætingu verða klúbbmeðlimir Toppfara ekki fleiri en 100 manns hámark... enda viljum við halda persónulegu og vinalegu viðmóti klúbbsins og hafa nýir félagar klúbbsins sannarlega stimplað sig vel inn í hópinn með þægilegu viðmóti... svo þeir sem sleppa inn í klúbbinn fyrir lokun eru hér með boðnir hjartanlega velkomnir :-)... eða hvað...?... var þeim kannski bara útjaskað á sínum fyrstu æfingum sbr. Vörðuskeggja um daginn og svo þessa "jæja, drífa sig-æfingu"... ? hmm... sjáum hér neðar...
Gönguleið Móskarða og Laufskarða er í uppáhaldi þjálfara og ein sú sérstakasta sem gefst á höfuðborgarsvæðinu og skartaði hún sínu fegursta í háskýjuðu veðrinu þar sem fjallstopparnir risu upp úr fjarlægu landslaginu allt um kring.
Dalir
Esjunnar eru frá austri til vesturs:
Svínadalur
(milli Skálafells og Móskarðahnúka,
Eyjadalur
sem rennur úr skarðinu sem við borðuðum
nestið (þaðan genga Suðurárdalur og
Norðurárdalur inn í vestur og austur),
Flekkudalur,
Eilífsdalur,
(sem Hjölli fór með hópinn um í fyrra),
Blikdalur
(þar sem við gengum á Smáþúfur) og loks
Gljúfurdalur
sem rennur milli Kerhólakambs í suðri og
Langahryggjar í norðri (sem við gengum í des
2007) Mættir voru:
Efri frá
vinstri:
Birgir, Grétar Jón, Roar, Þorsteinn, Hjölli,
Kalli, Ásta, Jón Sig., Rósa, Alexander,
Addý, Elsa, Halldór, Heiðrún og Sæmundur. Áslaug, Gaui, Ingibjörg, Jón Sig. og Rakel að mæta á sínu fyrstu æfingu og nokkrir á sinni annarri...
Veðrið lék við göngumenn í mildri A3 og 11°C en golan uppi var líklega ekki nema um 4 - 5°C.
Gengið var rösklega upp á efsta hnúkinn í kapphlaupi við birtuna og var æfingin ansi stíf fyrir nýja meðlimi klúbbsins og suma eldri félaga sem vita vel að göngur Toppfara eru yfirleitt ekki í svona látum... en nýju félagarnir stóðu sig mjög vel og skildu sjálfsagt ekkert í þessu stressi í þjálfurum sem fannst nánast yfirdrifið að fara síðsumars langa kvöldgöngu með þetta mikinn fjölda manns þar sem margir eru nýlegir í hópnum... En töfrar kvöldsins voru slíkir að allt gekk glimrandi vel og menn voru alsælir í kvöldlok.
Ofan af hæsta tindi í 815 m hæð skv. gps fikraði hópurinn sig svo eftir öllum fimm hnúkum Móskarða í myljandi líparítinu...
... og yfir á mosagræn Laufskörðin við Esjuna... Tekið að rökkva við sólsetur og við máttum ekki tæpari vera á tæpistigum Laufskarða...
Nánast allir
fóru stíginn yfir og til baka en á næsta ári
væri spennandi að fara
öfuga leið;
upp á
Laufskörðin
fyrst og svo á
Móskarðahnúka
og þá á
hásumri
(júní, júlí) þegar nógur er tíminn og sólin
hátt á lofti...
Æfingin endaði á röskri niðurgöngu um hrygginn sem góður slóði er um beinustu leið að bílunum... sumir fljótari en aðrir sem ekkert voru að flýta sér... í rökkri sem endaði í myrkri með höfuðljós... Og tunglið yfir Bláfjöllum svona til að minna okkur á myrkurgöngurnar sem framundan eru í vetur... Alls 8,8 km á 3:40 - 3:58 klst. upp í 815 m hæð með 659 m hækkun + milli hnúka.
---
T
ö
f r a n d i
f ö
g u r
k v ö
l d g
a n g a
--- |
Þátttökumet
slegið í haustviðri...
Alls mættu
37 manns
á 104.
æfingu
fjallgönguklúbbsins
þriðjudaginn
25. ágúst
og er það
þátttökumet
í öllum göngum Toppfara en gamla metið var
36 manns
frá sumrinu
2007...
Veðrið var ekki upp á marga fiska og veðurspáin var 12 m á sec kl. 18:00 á Sandskeiði og rigning en reyndar 12°C... og það kom ekki í veg fyrir að mætingin springi svona af sér allar meðaltalstölur sumarsins sem hefur almennt verið góð í veðurblíðunni... það er greinilegt að gamlir sem nýir Toppfarar láta veðrið ekki aftra sér og er það vel... öðruvísi er ekki hægt að stunda útivist á Íslandi... útsýni og gott veður er bara bónus ofan á hressandi líkamsrækt í íslenskri náttúru...
Nóg af
prédikun...
Fara þurfti um stórgrýtta mosagróna brekku áleiðis á hnúkana og sást þarna vel til suðurs á Eldborgirnar syðri og nyrðri í hrauninu og til Geitafells sem var skýjað í rigningarsuddanum.
Upp á nyrðri hnúk Sauðadala var farið upp grýttar brekkurnar og mældist hann 559 m hár en gaf ekkert skyggni af sér og eingöngu rigningu og rok... mikil synd en við förum þarna um síðar...
Niður í dalnum
var
nestispása
við hrakinn skála hvurra... skátanna?
Mættir voru:
Efri frá vinstri:
Helgi
Máni, Þorsteinn, Petrína, Guðjón Pétur, María,
Marcel (gestur frá Hollandi), Harpa, Birgir,
Júlíus, Alexander, Rikki, Sigga Rósa, Ellen,
Halldóra Á., Kalli, Elsa, Rósa, Ragna, Bjarni,
Margrét Gróa, Hjölli, Kate (gestur frá Nýja
Sjálandi) og Sigrún. Þar af voru Halldór, Harpa og Rósa að koma á sína fyrstu æfingu með hópnum.
Eftir nestið var farið upp aflíðandi hlíðar syðri hnúksins og sóttist gangan vel upp að vörðunni á tindinum.
Heldur var hvasst þarna yfir brúnirnar en skjól ofar í klettunum en þá tók þokan við í rigningarúða.
Uppi var ekkert skyggni og Örn fann ekki þá góðu niðurgönguleið fyrir hópinn sem hann hafði fundið í könnunarleiðangri í síðustu viku svo við þreifuðum okkur í þokunni með góða leið niður um móbergsklappir og brattar, grýttar brekkurnar sem voru kjöraðstæður fyrir grjóthrun. Það var eins og Herðubreið fylgdi okkur enn því þrátt fyrir aðgát og tilraunir til að stýra þessum stóra hópi niður þar sem menn kölluðu "grjót" ef slíkt fór af stað varð Margrét Gróa fyrir grjóti sem kom á fljúgandi ferð niður og fór í framhandlegg og öxl. Hún féll aftur fyrir sig á bakpokann og varð ekki alvarlega meint af en þó stokkbólgin og aum í framhandleggnum við olnboga og verður eflaust vel marin eftir þetta. Okkur varð öllum hverft við þetta óhapp og reyndum að fara enn varlegar það sem eftir leið ferðar.
Skyndilega batnaði skyggnið og menn fundu góða leið það sem eftir var niður og var eins og allir flýttu sér niður skriðurnar þar með, fegnir að vera lausir úr þessum þokukenndu, bröttu brekkum sem eru varasamar þegar jafn stór hópur gengur niður um þær.
Niður í fallegan Jósepsdalinn var svo gengið um vegaslóðann til baka og var komið rökkur í lok göngunnar enda rúmir 7,9 km að baki á 3:17 klst. upp í 534 - 559 - 584 m hæð með alls 736 m hækkun milli hnúka. Sirrý sem sleppt hafði seinni hnúknum hafði þá beðið hópsins í Sauðadalaskarðinu án þess að sjá hópinn þar sem hann tafðist og hafði hún komið sér sjálf til baka. Vonandi heilsast Margréti Gróu vel...
Nýjustu fréttir 26. ágúst:
... en Lexíur þessarar göngu eru nokkrar: *Alltaf merkja punkt á gps við niðurgönguleið þó um lágt fjall sé að ræða og nokkuð augljósa leið í skyggni því í þoku verður allt grátt, keimlíkt og áttavillandi. Þjálfarar fóru könnunarleiðangurinn hlaupandi þarna upp í kapphlaupi við tímann í síðustu viku og fundu nokkrar niðurgönguleiðir norðar og norðvestar en töldu ekki þörf á að merkja niðurgöngupunkt. Þetta kvöld fórum við of langt til suðvestur á niðurleiðinni sem skrifast á villandi þokuna og lentum í klöppum í stað þess að fara um mjúkar skriðurnar norðar sem þó eru líka varasamar varðandi grjóthrun í þetta stórum hópi. *Gera sér grein fyrir því að gjaldið fyrir að fara sífellt á ný fjöll í þessum klúbbi felur í sér að hópurinn er oft að fara nýjar slóðir sem eingöngu er búið að ganga um einu sinni innan hópsins (þ.e. í könnunarleiðangri þjálfara) og oft er um ótroðnar slóðir að ræða sem lítt eru þekktar meðal göngumanna almennt. Það er auðvelt að þekkja vel til nokkurra gönguleiða en allt annað mál að vera sífellt að bjóða upp á nýjar gönguleiðir sem ekki er búið að slípa til með nokkrum göngum í ólíkum veðrum á mismunandi árstíðum. Hrein og tær fjallamennska felur engu að síður þetta í sér... að fara sífellt nýjar og ókunnar slóðir og hefur það verið eitt aðalsmerkja þessa klúbbs frá upphafi. *Stærð klúbbsins er orðin slík að hér með geta gestir því miður ekki komið með í göngur klúbbsins. Göngurnar eru því hér með eingöngu fyrir klúbbmeðlimi sem skrá sig í klúbbinn og greiða að lágmarki 1 mánuð. Það er ábyrgðarhluti að leiða stóran hóp af fólki um óbyggðir í alls kyns veðrum allan ársins hring og nauðsynlegt að allir sem mæta séu raunverulega tilbúnir og í stakk búnir til að takast á við fjallgöngu við íslenskar aðstæður allt árið um kring. Vefsíða klúbbsins gefur góða mynd af starfsemi hans og sú innsýn sem hún gefur verður hér með látin nægja þeim sem áhugasamir eru um að vera með í klúbbnum til að taka ákvörðun um aðild. *Gera sér grein fyrir því að líkur á minniháttar óhöppum og jafnvel alvarlegum slysum eru raunverulega til staðar við ástundum fjallgangna almennt. Varðandi Toppfara þá aukast tölfræðilegar líkur á óhöppum verulega þegar gengið er 1 - 2 svar sinnum í viku allt árið um kring (tæplega 70 fjallgöngur!) og er þetta bláköld staðreynd sem við þurfum að lifa við sem fjallgönguklúbbur. Hópurinn þarf því almennt að vera undir það búinn að allt geti gerst í fjallgöngunum og vinna sem einn maður að því að koma í veg fyrir hvers kyns óhöpp með því að búa sig vel, nærast vel fyrir og í göngunum, hlýta tilsögn þjálfara í einu og öllu, vera í takt við hópinn, gæta að og hlúa að næsta manni, standa sem einn maður þegar óhapp eða slys verður og læra af reynslunni... Átakanleg reynsla hópsins á Skessuhorni í mars á þessu ári sýndi vel og sannaði hversu sterkur þessi hópur er því af öllum ofangreindum atriðum stóðu menn sig aðdáunarvert vel þegar á reyndi. Við vonum einlæglega að hópurinn muni aldrei lenda í slíkum aðstæðum aftur en það er nokkuð ljóst að minniháttar óhöpp eins og Margrét Gróa lendir í (sem eru auðvitað talsverð fyrir viðkomandi og eiga lítð skylt við "minniháttar" í því samhengi) eru fylgifiskur fjallgangna þrátt fyrir einlægan ásetning um að ekkert komi nokkurn tíma fyrir í fjallgöngunum okkar. Þjálfarinn sem þetta skrifar hefur fjórum sinnum dottið illilega á hlaupum síðustu tíu ár þar sem hún hefur átt í slæmum áverkum í nokkrar vikur á eftir og sumum sem aldrei gróa alveg, en það hefur aldrei stöðvað mann í íþróttinni heldur reynir maður að koma í veg fyrir að detta aftur og nýtur þess að stunda útivistina af öllu hjarta :-)
Frábær ganga
þrátt fyrir allt um tignarlega fjöll í
fallegu landslagi
|
Hörkuganga á Henglinum ...17 Kvenhetjur og 4 fylgdarsveinar... Þar af fimm nýir meðlimir...
Þar af voru Laufey, Ella, Elsa, Addý og Sigrún að koma á sína fyrstu æfingu. 103. Æfing var þriðjudaginn 18. ágúst á Vörðuskeggja og mættu 21 manns og Þula en þetta var fyrsta haustlega gangan í ár.
Gengið var um Sleggjubeinsdal og með Húsmúla að Skeggja og svo Innsta dal til baka.
Veðurspá var ekki góð og við veltum fyrir okkur mætingunni... 21 manns en þar af eingöngu fjórir karlmenn...
Uppi voru
kenningar um að karlmenn hópsins hefðu látið
veðurspánna aftra sér
...og uppskáru þær eftir því, því það rættist aldeilis úr veðri...
...þó rokið væri hífandi á köflum í mótvindi upp eftir...
NA 11 og 7°C skv. veðurstofunni...
...og við vorum
undir það búin að ganga eingöngu hluta af
leiðinni ef það færi að rigna...
...en það
rigndi ekkert
svo við héldum bara áfram að Skeggjanum
glæsilega sem hér stendur hnarreistur vinstra
megin... ... og fengum háskýjað veður alla leiðina á tindinn í 818 m hæð skv gps (805 m) þar sem við fengum okkur nesti með Þingvallavatn, Reykjavíkurborg, Bláfjallasvæðið og Grafninginn að ótöldum öllum fjöllunum allt upp að Langjökli, Þórisjökli, Eyjafjalla- og Tindfjallajökli o.fl. í fanginu...
...og nutum þessa
stórkostlegs
útsýnis af Henglinum
Bakaleiðin var
rösk í kapphlaupi við birtuna um Innstadal á
sömu fögru og síbreytilegu göngustígunum
Hörkuganga á fögrum slóðum... þar sem nýjir meðlimir hópsins fengu sannkallaða eldskírn inn í hópinn enda var gengið alls 12,9 km á 4:19 - 4:36 klst. upp í 818 m hæð með 504 m hækkun... og eitt stykki hné á nýjum meðlimi kvartaði í lokin en vonandi heilsast það vel...
Nú
er lag að pakka hér með niður
höfuðljósum...
Athugið að rokið var hvílíkt að myndirnar eru flestar hreyfðar þrátt fyrir miklar tilraunir með að ná góðum myndum... synd í þessu mergjaða útsýni en vonandi fáum við eitthvurt árið sól og blíðu á Henglinum þegar hann skartar sínu fegursta... |
Geitafell og Litla Sandfell
...voru gengin þriðjudaginn 11. ágúst á 102. æfingu hópsins og mættu 18 manns og hundurinn Dimma. Stemmningin var sérstök enda Herðubreiðarvíman ekki farin af þeim sem gengu síðustu helgi í Möðrudalsöræfum og var veðrið eftir því; logn, léttskýjað og smá hitaskúr í byrjun eða S4 og 14°C.
Farið var um
Litla Sandfell
og upp á hæsta tind þar
í 301 m hæð...
þ.e.a.s. þeir þrír sem skelltu sér þar
upp... Gnýr, Hjölli og Stefán Alfreðs... hinir máttu ekkert vera að þessum 100
m aukakrók sem var náttúrulega engin viðbót
Geitafellið hér í baksýn ofan af Sandfelli.
Gengið var svo um dúnmjúkan mosa rúma 3 km að Geitafelli með viðkomunni á Sandfelli og var þessi mýkt ágæt fyrir þreytta skrokka af hálendinu þó heldur væri þetta nú skoppótt á köflum. Við fögnuðum Birni Kilimanjaro-fara þetta kvöld en hann hafði reyndar litið við á æfingu í aukagöngunum sem voru í sumar í fjarveru þjálfara og mátti ekki annað sjá en að hátindavíman væri ekki heldur farin af honum..
Útsýnið og kvöldsólarfegurðin á Geitafelli sveik engan...
Hér með
sjávarsýnina í suður þar sem sjá mátti
Herjólf
leggja úr vör frá
Þorlákshöfn
síðar um kvöldið
Mættir voru: Helgi Máni, Kalli, Íris Ósk, Þorbjörg, Björn, Stefán Alfreðs., Örn, Jón Ingi, Ragna, Gnýr, Hjölli, Nanna, Helga Björns., Júlíus, Sigga Rósa, Rikki, Sirrý og Bára, en Rikki var að mæta á sína fyrstu æfingu með hópnum.
Mynd tekin
með jú, þessum forláta
þrífót sem Björn gaf
þjálfara... ef einhver var ekki búinn að
frétta það :-)
Nestispása var á tindinum með sjóinn í fangið og ræddar framtíðargöngur Toppfara.... Snæfell hreinlega getur ekki beðið eftir mögnuðu upplifunina í öræfunum síðustu helgi þar sem hann blasti við okkur í fjóra daga eins og kóngur til móts við Drottninguna Herðubreið og er kominn á dagskrá í ágúst 2010... og hugmynd Kristínar Gundu um sund í Lagarfljóti er nú barasta komin á blað hér með... hver stenst svoleiðis áskorun í anda sundsins í Víti...? En eins voru Kerlingarfjöll rædd, Macchu Picchu 2011, Vestfjarðarferðin 2010, Borgjarfjörður Eystri með sín Dyrfjöll sem heilluðu þjálfara í fyrra á ferðalagi um Austfirðina og komust þá strax á blað fyrir árið 2011..., Hornstrandir og margt annað spennandi sem bíður fjallgönguklúbbsins næstu árin... af nógu er að taka á Íslandi !
Bakaleiðin var ekki síðri en uppgangan, með fjallasýnina til Reykjaness, Bláfjalla, Þrengsla, Hengilsins og Hellisheiðar.
Hengillinn lengst til vinstri í fjarska, þá Stóri Meitill, Litli Meitill, Grafningur í fjarska, Skálafell á Hellisheiði og svo Litla Sandfell.
Verðið gullið eins og landslagið þetta kvöld - Ingólfsfjall í fjarska fyrir miðju og suðurströndin lengst til hægri en skýin huldu Eyjafjallajökul og Heklu sem sjást ásamt mörgum öðrum fjöllum ofan af Geitafelli í skýru skyggni.
Niður var farið um brattan mosa og skriðu þar sem grjótið hrundi aðeins á þeim sem neðar voru rétt eins og að andi Herðubreiðar væri enn með okkur... og gengum við svo síðasta spölinn að bílunum, 3,4 km leið um vegslóðann sem sést óljóst á mynd en er skýrari við Sandfellið. Æfingin endaði í 10,7 km á 3:36 klst. upp í 301 m og 516 m hæð með 90 m og 305 m hækkun eða alls 395 m.
Hvað biður
maður um meira þessa dagana...? |
101 Arnarfell... ... á heitu ágústkveldi...
101. æfing fjallgöngukúbbsins frá upphafi... ...var á Arnarfell á Þingvöllum eftir 2ja vikna sumarhlé þjálfara þar sem ævintýralegar göngur höfðu verið gengnar í umsjón Jóns Inga síðari partinn í júlí.
Veðrið var dásemdin ein... lygnt og hlýtt eða SA2 og 16°C... Gönguleiðin gulllfalleg og síbreytileg um hnúka Arnarfells...
Og fjallasýnin eftir
því...
Og svo
Búrfell
og
Botnssúlur
til vesturs...
Nestispása við Þingvallavatn
með rústir og trjálund eyðibýlisins
Arnarfells
í baksýn.
Bakaleiðin svo með
ströndum Þingvallavatns þar sem stundum var
gengið með þverhnípi niður að vatni á
einstaklega fallegri leið.
Menn, tré og ský í hnapp...
Komið var við í Stapatjörn sem lá lygn og girnileg til sunds á sandinum þar sem hópurinn var þéttur.
Gengið svo með hlíðum norðurhluta Arnarfells til baka að bílunum um góðar kindagötur með Hrafnabjörg, Kálfstinda og Skjaldbreiður í fanginu og svo um ilmandi birkiskóginn í austri. Þarna reif Jón Tryggvi í hásinina í misstigi og komst við illan leik til baka þar sem hann haltraði fyrst en strákarnir báru hann svo restina þegar þeir sneru við til okkar sem dregist höfðum aftur úr vegna óhappsins. Gangan varð 3:44 klst. löng fyrir þá sem héldu áfram alla leið á 7 - 7,2 km langri leið upp í 243 m hæð miðað við 126 m byrjunarhæð með alls 427 m hækkun þar sem klöngrast var upp og niður hnúka. Yndisleg ganga og æðislegt að hitta félagana aftur en þó skyggði mikið á að Jón Tryggvi skyldi lenda aftur í meiðslum þar sem en hann hefur verið ótrauður félagi klúbbsins og hádegisskokksins gegnum mikla meiðslasögu í hásinum frá því klúbbarnir hófu göngu sína. Þetta var fyrsta sumargangan hans frá upphafi vegna þessara meiðsla og einstaklega sárt að þetta skyldi koma fyrir loksins þegar hann komst að sumri til... en vonandi er lag með endanleg Áfram Jón Tryggvi ! |
Gullbringa við Kleifarvatn
Seinni gangan í boði Jóns Inga var þriðjudaginn 28. júlí á Gullbringu við Kleifarvatn og sendi hann eftirfarandi línur: "Í gær var gengið á Gullbringu í fínu veðri. Smádropar fyrst til að rykbinda og síðan blankalogn og blíða. Mættir voru 17 manns og hundur einn. Gylfi sendir þér tölfræðina úr tækinu sínu og nokkrar myndir....vélin mín varð eftir heima". Gylfi Þór sendi hópmyndina ofar með eftirfarandi línum: "Ganga upp á 315 metra háa hlíð kölluð Gullbringa suðaustan megin við Kleifarvatn.
Gengið með 16
félögum í Toppförum undir stjórn Jón Inga
Gíslasonar en Bára og Örn eru í sumarfríi. Og tengill á myndasíðuna hans af fleiri myndum með ferðasögu: Hjartansþakkir Jón Ingi og Gylfi Þór ! |
"Tilræðið" á Ingólfsfjalli ...
Tvær göngur voru farnar í umsjón Jóns Inga á meðan þjálfarar tóku sér sumarhlé í tvær vikur í júlí og fer hér frásögn af fyrri ferðinni sem var óborganleg undir sögustund Bjarna Harðar þriðjudaginn 21. júlí:
Hér kemur textinn frá Jóni Inga úr bréfi hans til þjálfara: "Frábær ferð á Ingólfsfjall að baki. 28 + 2 hundar mættu í 4 t göngu. Bjarni frábær að vanda".
"Fínt veður, smá gola fyrri hlutann síðan kom ský á Inghóli en gott útsýni af fjallsbrúnum við uppgöngu Grafningsmegin og niðurgöngu við námur á móti Selfossi".
"Mættir voru ; Jón Ingi, Bjarni Harðar + frú, Hjölli, Karl Gústaf, Ellen, Margrét, Sigga Rósa, Sigrún (ný), Kristbjörg, Anna, Nanna, Gnýr, Heimir, Sigga, Sæmundur, Gúnda, Björn sjálfur!, Roar + 2 vinir, Sirrý, Alexander, 5 stk Skagamenn".
Sjá Slóð á
óborganlega frásögn af göngunni á blogginu
hans Bjarna Harðar:
Hjartansþakkir Jón Ingi ! |
Sýlingarfell og Þorbjörn Níu gengu á Sýlingarfell sem hér sést í bakgrunni ofan af Þorbirni, eða þau Örn, Heimir, Sigga, Sara Rut, Sigga Rósa, Jón Ingi, Kristbjörg, Anna Margrét og Sirrý. Hin sjö, Bára, Ragna, Bjarni, Jóhanna María, 8 ára, Yngvi Snær, 4ra ára, Sæmundur og Sæmundur yngri, 9 ára ferjuðu bílana yfir og gengu á Þorbjörn þangað sem hinir stefndu að loknu Sýlingarfelli. Sjá Jóhönnu Maríu, Bjarna og Yngva Snæ á göngu upp norðurhlíðar Þorbjarnar með Bláa Lónið í bakgrunni. Veðrið var sólríkt og skyggni gott en hífandi norðanvindur (N12) feykti okkur upp hlíðarnar og skyggði á annars góða göngu sem hefði verið mun friðsælli í þessu fallega umhverfi ef það hefði verið lygnara. Líklega er þetta mesta rokið sem við höfum fengið á sumargöngu frá upphafi !!! Sæmundarnir tveir hér að skoða Grindavíkurbæ ofan af Þorbirni þar sem styttri gönguhópurinn áði í fyrri nestistíma Eftir nesti í skjóli sem Bjarni og Yngvi Snær fundu neðan við möstrin fórum við könnunarleiðangur um gjárnar ofan á Þorbirni sem sannarlega eru ævintýraleg híbýli trölla og vætta... og þjófa... því eitt þessara hamragilja kallast þjófagjá og fengu lengri göngumenn góða fræðslu frá Kristbjörgu um söguna á bak við gjanna og Gálgakletta sem sjást vel frá Sýlingafelli. Sjá frásögn frá "leiðsögumönnum Reykjaness" - www.reykjanesguide.is Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, - oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom Gjárnar sviku engan á för þetta kvöld... ... og skoðuðum við okkur vel um dauðfegin að komast undan rokinu sem samt hvein innan um veggina þarna uppi.. Magnaður staður si svona efst uppi á stöku fjalli á láglendi á Íslandi - klofið fjall ! Flottu fjallgöngumenn Toppfara þetta sumarkvöldið með stórt bjarg í bakið ofan í einni gjánni: Sæmundur - Jóhanna María og Yngvi Snær Sæmundur yngri hefur kynnst klettaklifri og stóðst ekki mátið... Upp á hæsta tind Þorbjarnar skelltum við okkur svo með stórfenglegu útsýni um allt Reykjanesið... en lítinn frið til að njóta þess í því hífandi roki sem þarna var svo vart var stætt á köflum... Sæmundarnir klöngruðust gegnum "gatið" upp á tindinn og fór sá yngri alla leið gegnum klettana - sjá mynd... en við hin fórum hina klöngurleiðina... Sjá Sýlingarfell bak við göngumenn. Þarna sáum við lengri gönguhópinn koma upp að möstrunum og fylgdumst við með þeim koma niður gegnum gjárnar. Grindavík í fjarska meðfram sænum.. og göngumenn nær á leið niður gjárnar. Og uppi á Þorbirni sameinuðust hóparnir í 240 m hæð en Bjarni og yngsti göngumaðurinn, Yngvi Snær, fóru þó niður eftir gjárævintýrið og slepptu toppnum enda nóg komið þegar maður er 4ra ára og vindurinn gnauðar eins og hann gerði þetta kvöld... Örn, Heimir, Sara Rut og Þula Sirrý, Jón Ingi, Sigga Rósa og Sigga Sæmundur, Sæmundur yngri, Anna Margrét, Jóhanna María, Kristbjörg og Ragna Bára þorði ekki að nota þrífótinn í þessum vindi og tók mynd... Vantar Bjarna og Yngva Snæ á mynd. Niðurleiðin greið um grasbalann efst og svo grasigrónar brekkurnar niður í skógræktina á Baðsvöllum. Þarna var mun lygnara og hitinn snarhækkaði eftir norðanrokið uppi... jú, það var sumar... Í skóginum fékk styttri gönguhópurinn sér nesti nr. tvö og lengri gönguhópur fékk sér loksins nesti eftir barninginn við vindinn alla gönguna þar sem enginn hafði haft lyst á að stoppa til að borða... nema í þessum lygna trjálundi með kanínurnar skoppandi í kring og krummana fjóra sveimandi yfir Þulu... Að baki var 6 km ganga hjá lengri hópnum, 3,7 km hjá þeim styttri upp í 217 m hátt Sýlingarfell og 240 m háan Þorbjörn með 173 m hækkun í fyrra fjalli og 260 m í því seinna eða 379 m hækkun alls á 2:15 klst. bæði fjöllin eða 2:00 klst. styttri hópur. Þjálfarar fara nú í 2ja vikna sumarfrí og kvöddu með virktum. Þeir mæta aftur til leiks í byrjun ágúst - þriðjudaginn 4. ágúst á Arnarfell á Þingvöllum Sjá efst á síðunni upplýsingar um flottar göngur í umsjón Jóns Inga þann 21. og 28. júlí á Ingólfsfjall og Gullbringu við Kleifarvatn en þjálfarar eru honum mjög þakklátir fyrir framtakið ! |
Hjölli og
Kristín Gunda
Hjölli og Kristín Gunda luku við 24 tinda á glæsilegum tímum síðasta laugardag og var þjálfari í sambandi við þau fram undir morgun en Kristín Gunda (22:10 klst.) var að fara í fyrsta skipti og Hjölli stórbætti tímann sinn á þessari leið (21:27klst). Við óskum þeim innilega til hamingju með þetta þrekvirki! Sjá nánar á vefsíðu Glerárdalshringsins www.24x24.is
|
Björn sigraði Kilimanjaro !
Okkar kæri Björn Matthíasson gekk á Kilimanjaro og náði tindinum þann 8. júlí - sjá fésbókina og nokkrar línur frá honum til þjálfara: Komst a
tindinn i fyrradag.
Sjá myndir á fésbókinni hjá Birni !
Sjá myndasíðu eins ferðafélaga Björns:
Við óskum Birni innilega til hamingju Hann
ferðast með Exódus
- sömu ferðaskrifstofunni og við fórum
með
Hér er texti úr ferðaupplýsingum þeirra af vefsíðu www.exodus.co.uk
Kilimanjaro is
generally accepted as the highest 'walkable
mountain’ in
Altitude |
Tjarnarhnúkur - Lakahnúkur - Hrómundartindur
Þriggja hnúka ganga á Ölkelduhálsi
í blíðskaparveðri
99. æfing Toppfara var þriðjudaginn 7. júlí og var stefnt á þrjá ólíka hnúka á Ölkelduhálsien alls mættu 18 manns á þessa æfingu ásamt tíkinni þulu sem aldeilis hefur mætt vel í göngurnar í sumar.
Lagt var af stað í blindaþoku en hlýju og lygnu veðri í 405 m hæð á Ölkelduhálsi og gengið á Tjarnarhnúk. Hann nældist 527 m hár en gaf lítið skyggni og varla svo að þornuð tjörnin sæist í gíg hans.
Uppi á Lakahnúk var skyggnið lítið betra en sólin þó farin að skína gegnum þokuna en hann mældist 549 m hár..
Ákveðið var að staldra aðeins við á
tindi hans þar sem undur fallegt
landslags hans úr veðursorfnu
móbergi
...þokan létti sér ekki þessar mínútur sem við biðum á toppnum og við lögðum í síðasta tindinn á þessari leið...
...Hrómundartind sem var svo gestrisinn að rífa smám saman af sér þokuna þegar við nálguðumst hann...
Og við fengum smám saman að njóta útsýnisins af þessari gönguleið.
Mosinn sumargrænn og sólin fór að gylla allt sem á vegi varð.
Hrómundartindur framundan og brekkan stíf en stutt.
Klettarnir í brekkunni stærri en virtust neðar.
Og útsýnið dásamlegt yfir á Hengilsvæðið og Hellisheiði.
Í skarðinu efst á uppgönguleiðinni á toppinn.
Uppgangan
á
tæpa
kaflanum gekk eins og í sögu...
Útsýnið magnað ofan af Hrómundartindi sem sjálfur var klofinn á köflum eftir jarðskjálftana í fyrra og áhrifamikið að sjá hvernig heilu björgin höfðu færst til og bergið klofnað niður. Hrómundartindur er sagður hæsta fell á Grafningi fyrir utan Hengil og Ingólfsfjall og undir Hrómundartindi sýna rannsóknir að undir sé kvikuhólf sem jafnvel sé sjálfstætt eldstöðvakerfi; Hrómundartindskerfi og hitt kvikuhólf svæðisins sé undir Henglinum; Hengilskerfið.
Nestispásan
í undursamlegu útsýni og logni eða
golu eftir því hvar maður sat.
Hildur Ágústs og Jón Finnur líta hér
til baka yfir á
Tjarnarhnúk
Og þá var tindaröðin eftir Hrómundi næst á dagskrá með Þingvallavatn og fjöll þess allt um kring böðuð í sólinni en þessi kafli er tæplega 1 km langur hvorki meira né minna alla leið frá tindi og niður að Tindagili.
Einn tæpur kafli á leiðinni sem reyndist lítið mál fyrir flesta. Til hægri gaf á að líta Stóru og Litlu Kattartjarnir sem teljast gamlir sprengigígar frá ísöld en klettabarmar þeirra voru hrikalegir að sjá og við vorum sammála því að þarna væri forvitnilegt að fara um og skoða síðar.
Landslagið stöðugt að breytast og andsrúmsloftið einstakt á þessum kafla.
Þingvallavatn og göngumenn í ægifegurð fjalla...
Við tóku grasigrónar lendur norðar...
...
með lækkandi hæð og
Djáknapolli
í fjarska við
Súlufell
(446 m)
Þingvallavatn fjærst og Mælifell og Sandfell (408 m) vinstra megin.
Íris Ósk,
Sigga Rósa, Helga Björns og Stefán
Alfreðs á einum klettinum á
niðurleiðinni.
Stutt
áning á niðurleiðinni að
Tindagili.
Komin í Tindagil þar sem hæð yfir sjávarmáli var 238 m sem var mun lægra en bílarnir við upphafsstað.
Þar fórum við á kostum og tókum klettahópmynd við "klettagatið" á miðri leið en myndavélinni tókst ekki betur til en svo að fókusinn vantaði aðeins í þessari ljósvillu... greyjið... mikil synd með allt þetta brosandi fólk í myndinni en brosin öll bæta þetta upp... Sigga, Heimir, Sigga Rósa, Íris Ósk, Anna Margrét, Lilja, Sirrý, Kristbjörg, Stefán Alfreðs, Helga Bj., Hildur Á., Birgir, Örn, Jón Finnur, Alexander, Sæmundur og Stefán Heimir en Bára tók mynd.
Tindagil
er dyntótt í landslagi og jarðvegi...
Eftir
gilið tók við ganga um slóða eftir
mosa, möl og svo grasi.
Við komum að bílunum eftir um 8,4 km (?) göngu á tæpum 4 klst. (?) og skelltum á okkur sundfötum og lögðum í hann inn Reykjadalinn þar sem heitur lækur rennur úr Klambragili... en þessi göngukafli reyndist vera 1,6 km langur og voru menn ans þakklátir þegar þeir loksins fengu notið heita náttúrubaðsins eftir langa göngu. Veðrið yndislegt, lygnt og hlýtt og kvöldsólin að gæla við léttskýjaðan himininn bak við Molddala- og Ölkelduhnúka.
Baðið varð þó heldur stutt enda funheitt og kvöldið áliðið... við lofuðum okkur því í annað sinn á þessum stað að koma með mýkjandi drykk með næst... við verðum að efna það loforð að ári... hafa göngutúrinn styttri og baðið lengra... en annars er þjálfari að sjóða saman vetrargöngu á svæðið af einskærri forvitni yfir því hvernig það sé að fara í lækinn í vetrarumhverfi og vetrarveðri... brrrr... það sem þessi hópur tekur ekki upp á... Gangan að bílum var snaggaraleg og hástemmd í upphituðum göngumönnum og endaði kringum miðnætti eftir 11,8 km göngu á 5:30 klst. með baðinu upp í 562 m hæð hæst, 238 m lægst og hækkun alls upp á 850 m með öllu.
Ægifögur ganga í ævintýralegu umhverfi á
íslensku sumarkvöldi eins og það gerist
best. |
Við erum á toppnum... hvar ert þú?
|