Hátindur og Jórutindur
brött og hrikaleg
Þingvallafjöll 19 og 20

Fegurstu Þingvallafjöllin að undanskildum Botnssúlunum að mati þjálfara
voru gengin þriðjudaginn 2. júní í skýjuðu en friðsælu veðri og frábærri mætingu...

Gengin var hefðbundin leið þjálfara sem fóru fyrst könnunarleiðangur á þessi bröttu fjöll til að finna færar leiðir
eins og svo mörg önnur á fyrstu árum Toppfara....

... en á báða tinda þarf að fara krókaleiðir upp og niður... frekar brattar leiðir...
en þessi upp á Hátind var sú skásta af þeim þremur...

Hrikaleg fegurð á þessum slóðum...

... eins og stödd værum við í miðri Hringadróttinssögu...

Útsýnið ofan af Hátindi er kyngimagnað yfir allt Þingvallasvæðið...

Við nutum þess lengi vel hér og horfðum til allra hinna Þingvallafjallanna...

Sköflungur er með fjöllum fegurstum á suðvesturhorni landsins...
en hann er ekki hluti af Þingvallaáskoruninni...
og er genginn reglulega í klúbbnum...

Jórutindur hér neðan við hátind... báðir tindar mjög brattir og ókleifir á nánast alla vegu...
en á hann er ekki fært venjulegum göngumönnum alla leið upp á tind...
en við komumst upp með að fara í skarðið þarna fyrir miðju upp í 393 m hæð
sem er ekki langt frá þeim hæsta...

Orkan í hópnum er sérlega góð þessar vikurnar...
reynslumiklir Toppfarar til margra ára með áhugasömum nýliðunum
og nú eru talsvert margir fyrrum Toppfarar að koma til baka
eins og Ágústa hér fremst á mynd og Anna Sigga ofan hennar í pilsinu...

Útsýnið til austurs...

Útsýnið til norðausturs...

Útsýnið til norðurs...

Fremra og Innra Mjóafell og félagar í sólargeislunum þarna austan við Ármannsfell...
sem við gengum á í síðustu viku....

Útsýnið til norðvesturs... Jórutindur þarna niðri... og Litla sandfell þar fjær...
ekki hátt en nægilega samt til að bætast á listann yfir Þingvallafjöllin öll sem eru þá núna orðin 44 talsins...

Útsýnið ofan af Hátindi til Þingvallavatns...

Útsýnið til suðurs.. Hengillinn með Vörðuskeggja trónandi efst í skýjunum...
Háhryggur í Dyrafjöllum hér vinstra megin en hann er á dagskrá á þriðjudegi í haust...

Þessi hægra megin virðist vera nafnlaus... en er þá kannski bara hæsti tindur í hinum eiginlegu Dyrafjöllum ?
... ath betur... þá bætist hann við sem fjall nr. 45... hvar endar þetta eiginlega ? :-) :-) :-)

Leiðin niður af Hátindi var um bratt gil niður í dalinn milli tinda...

Töfrandi flottur staður milli Jórutinds og Hátinds...

Hátindur hægra megin... niðurgönguleiðin þarna um gilið....

Til að komast á Jórutind þarf að krækja aftan/vestan við það...

... talsverðan spöl enda ílangur fjallshryggur...

Gullfallegt hjarta á leiðinni sem Ágústa Harðar fann...

Uppleiðin á Jórutind er mjög brött og engin mynd var tekin af henni því miður...

Uppi er komið í skarð milli þessara þverhníptu fjallseggja beggja vegna...
sem eru ókleifar venjulegum göngumönnum nema með hjálpartækjum...

... en þó klöngraðist Anton hinn ólofthræddi og fimi fjallgöngumaður þessa leið um hann hér ofarlega á mynd....
en þjálfarar sneru við í könnunarleiðangri á sínum tíma og töldu þetta ekki færa leið fyrir hópinn :-)
... vel gert Anton !

Hátindur hér vinstra megin... og hluti af Jórutindi hægra megin...

Við fórum niður milli þessarar fjallseggjar hægra megin og hinnar bak við hópinn... en hún er eina færa leiðin upp á Jórutind...
nema jú þjálfarar fóru niður mjög bratta leið norðvestan megin utan í egginni ofan úr skarðinu á sínum tíma...
en þar er talsvert grjóthrunog betra að vera fáir og fótfráir þar niður...

... en grjóthrun var einmitt verkefnið niður af Jórutindi...
þar sem engin mynd var því miður tekin frekar en á uppleið...
mjög bratta leið í talsverðu grjóthruni svo við urðum að fara varlega og kalla öðru hvoru "grjót"...

Niðri kræktum við svo einnig fyrir nyrðri hluta fjallseggjanna í Jórutindi til að komast hinum megin við hann áleiðis í bílana...
en þar er öxl sem er greiðfær og gefur fallegt útsýni yfir svæðið...

Hópmynd á þessari öxl með nyrðri hluta fjallseggjarinnar á Jórutindi bak við hópinn...

Mættir alls 23 manns: Anna Sigga gestur, Ágústa H., Ágústa Þ., Ásmundur, Bára, Bestla, Bjarnþóra, Björn H., Gerður Jens., Guðný Ester, Guðmundur Jón, Gylfi, Hlöðver, Jóhanna Diðriks, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Ólafur Vignir, Sigga Sig., Sævar, Vilhjálmur, Þorleifur, Þórkatla, Örn.

 

Litið til norðurs... þar gaf á að líta Litla sandfell...
sem varð 44. Þingvallafjallið sem bíður okkar að ganga á áður en yfir lýkur á árinu :-)

... hitt var Krummar... sem er þessi fjallshryggur fyrir miðri mynd sem rennur út í Þingvallavatn
og er komið á dagskrá á þriðjudagskveldi í haust...

Niður í dalinn fórum við svo mjög fallega leið um klettabeltið og svo kjarrið...

.... og komum við uppi á nafnlausum tindi sem við kölluðum "Jónstind" á sínum tíma
þar sem Jón 10 ára barnabarn Guðmundar Jóns og Katrínar Kjartans skaust upp hann snarbrattan á sínum tíma
í göngu á alla þessa bröttu tinda en drengurtinn sá var augljóslega ástríðufjallamaður og naut sín vel í þessu fjallabrölti...

Klöngur hér upp og ekki pláss fyrir marga í einu...

Séð fjær hér... þverhnípt niður hinu megin...

Hátindur og Jórutindur hér ofan okkar... við fórum upp í skarðið á milli tindana fyrir miðju fjalli...

Alls 5,3 km á 2:51 klst. upp í 433 m hæð á hátindi og 393 m á Jórutindi ekki alveg á hæsta tind þar
með alls 515 m hækkun úr 189 m upphafshæð.

Alger yndisganga um krefjandi slóðir í bratta og grjóti... vel gert á fallegu kveldi :-)

Baula um helgina... svo Þjórsárdalurinn og vonandi Laugavegurinn áur en þjálfarar fara í frí 22. júní...
einhverjir að fara á Hvannadalshnúk um helgina og fá líklega glimrandi gott veður
sem þau eiga sannarlega skilið eftir eljusaman vetur við æfingar :-)

Myndbandið hér:
https://www.youtube.com/watch?v=dk5JPpOS-5U&t=10s

Gps-slóðin hér:
https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=50489235

 

 

 

 


 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir