Hátindur og Jórutindur
Fegurstu
Þingvallafjöllin að undanskildum Botnssúlunum að mati þjálfara
Gengin var
hefðbundin leið þjálfara sem fóru fyrst könnunarleiðangur á þessi
bröttu fjöll til að finna færar leiðir
... en á báða tinda
þarf að fara krókaleiðir upp og niður... frekar brattar leiðir...
Hrikaleg fegurð á þessum slóðum...
... eins og stödd værum við í miðri Hringadróttinssögu...
Útsýnið ofan af Hátindi er kyngimagnað yfir allt Þingvallasvæðið...
Við nutum þess lengi vel hér og horfðum til allra hinna Þingvallafjallanna...
Sköflungur er með
fjöllum fegurstum á suðvesturhorni landsins...
Jórutindur hér
neðan við hátind... báðir tindar mjög brattir og ókleifir á nánast
alla vegu...
Orkan í hópnum er
sérlega góð þessar vikurnar...
Útsýnið til austurs...
Útsýnið til norðausturs...
Útsýnið til norðurs...
Fremra og Innra
Mjóafell og félagar í sólargeislunum þarna austan við Ármannsfell...
Útsýnið til
norðvesturs... Jórutindur þarna niðri... og Litla sandfell þar
fjær...
Útsýnið ofan af Hátindi til Þingvallavatns...
Útsýnið til
suðurs.. Hengillinn með Vörðuskeggja trónandi efst í skýjunum... Þessi hægra megin
virðist vera nafnlaus... en er þá kannski bara hæsti tindur í hinum
eiginlegu Dyrafjöllum ?
Leiðin niður af Hátindi var um bratt gil niður í dalinn milli tinda...
Töfrandi flottur staður milli Jórutinds og Hátinds...
Hátindur hægra megin... niðurgönguleiðin þarna um gilið....
Til að komast á Jórutind þarf að krækja aftan/vestan við það...
... talsverðan spöl enda ílangur fjallshryggur...
Gullfallegt hjarta á leiðinni sem Ágústa Harðar fann...
Uppleiðin á Jórutind er mjög brött og engin mynd var tekin af henni því miður...
Uppi er komið í
skarð milli þessara þverhníptu fjallseggja beggja vegna...
... en þó klöngraðist Anton hinn ólofthræddi og fimi fjallgöngumaður þessa leið um hann hér ofarlega á mynd....
Hátindur hér vinstra megin... og hluti af Jórutindi hægra megin... Við fórum niður
milli þessarar fjallseggjar hægra megin og hinnar bak við hópinn...
en hún er eina færa leiðin upp á Jórutind... ... en grjóthrun
var einmitt verkefnið niður af Jórutindi...
Niðri kræktum við
svo einnig fyrir nyrðri hluta fjallseggjanna í Jórutindi til að
komast hinum megin við hann áleiðis í bílana...
Hópmynd á þessari öxl með nyrðri hluta fjallseggjarinnar á Jórutindi bak við hópinn... Mættir alls 23 manns: Anna Sigga gestur, Ágústa H., Ágústa Þ., Ásmundur, Bára, Bestla, Bjarnþóra, Björn H., Gerður Jens., Guðný Ester, Guðmundur Jón, Gylfi, Hlöðver, Jóhanna Diðriks, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Ólafur Vignir, Sigga Sig., Sævar, Vilhjálmur, Þorleifur, Þórkatla, Örn. Litið til
norðurs... þar gaf á að líta Litla sandfell...
... hitt var
Krummar... sem er þessi fjallshryggur fyrir miðri mynd sem rennur út
í Þingvallavatn
Niður í dalinn fórum við svo mjög fallega leið um klettabeltið og svo kjarrið...
.... og komum við
uppi á nafnlausum tindi sem við kölluðum "Jónstind" á sínum tíma
Klöngur hér upp og ekki pláss fyrir marga í einu...
Séð fjær hér... þverhnípt niður hinu megin...
Hátindur og Jórutindur hér ofan okkar... við fórum upp í skarðið á milli tindana fyrir miðju fjalli... Alls 5,3 km á 2:51
klst. upp í 433 m hæð á hátindi og 393 m á Jórutindi ekki alveg á
hæsta tind þar Alger yndisganga um krefjandi slóðir í bratta og grjóti... vel gert á fallegu kveldi :-) Baula um helgina...
svo Þjórsárdalurinn og vonandi Laugavegurinn áur en þjálfarar fara í
frí 22. júní...
Myndbandið hér: Gps-slóðin hér: |
|
Við erum á
toppnum... hvar ert þú?
|