Alla þriðjudagsgöngur frá apríl út júní 2018
í öfugri röð

Viðey 12. júní.
Trölladyngja, Grænadyngja, Hörðuvallaklof og Lambafellsgjá 5. júní.
Ásfjall Hf í stað Trölladyngju og félaga vegna slagveðurs 29. maí.
Geithóll Esju í stað Gunnlaugsskarðs vegna illviðris 22. maí.
Búrfell Grímsnesi 15. maí.
Syðri stapi og Innri stapi við Kleifarvatn 8. maí.
Slaga og Skálamælifell 24. apríl.
Þyrilsnes 17. apríl.
Grindaskörð 10. apríl.
Undirhlíðar, Gvendarselshæð og Gullkistugjá með Jóhönnu Fríðu 3. apríl.

Viðey
saga íslensku eljunnar í hnotskurn

Viðey geymir þúsund ára sögu Íslendinga marrandi úti á hafi rétt utan við höfuðborg landsins...
og speglar hún dugnaðinn, stórhugann og eljuna sem einkenndi landsmanna hér áður fyrr
svo um munar...

Þriðjudagin 12. júní... í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli íslands
ákváðu þjálfarar að hafa Viðey á dagskrá þó seint verði eyjan sú talin til fjalla
í sama anda og áður að gera eitthvað öðruvísi í júní áður en sumarið skellur á af fullum þunga...

Eina leiðin fyrir hóp eins og okkar sem ekki nær 30 manns á mætta æfingu hverju sinni
... sem afsannaðist reyndar nánast þetta kvöld...
er að sigla á áætlun Viðeyjarferjunnar fram og til baka en hún fer á klukkustundarfresti eða svo
en síðasta ferð til baka er kl. 18:30...
 og því kannaði þjálfari með að kaupa sérferð fyrir hópinn en slíkt kostar 54.000...
og könnunn á áhuga á slíkri ferð var náði hvergi nærri 30 manns sem var ætlaður fjöldi til að halda uppi þeim kostnaði miðað við 1900 kr á mann í ferjugjald...

Niðrustaðan var því sú að nýta Viðeyjarferjuáætlunina sem þýddi brottför kl. 16.15 frá Skarfabakka og til baka kl. 18:30...
það þýddi 2 klukkustundir til að spranga um eyjuna...
þjálfarar voru búnir að áætla 3ja klukkustunda göngu um hana...
en sættu sig við þetta og þrengdu hringinn niður á Austureyjuna eingöngu og því var Vesturey sleppt...
en eftir á að hyggja hefðu þrír tímar heldur ekki verið nóg...
fjórir til fimm tímar eru lágmarksheimsóknartími út í Viðey ef menn vilja ganga hana allan hringinn...
lesa sér til umn söguna... og njóta náttúrunnar og friðarins sem þarna er...

Við fengum engu að síður skínandi góða göngu út úr þessum tveimur tímum þetta kvöld
og allir gátu séð hversu einfalt það er að mæta einfaldlega að Skarfabsakka og kaupa sér far út í eyjuna
og mæta svo til baka niður á höfn þegar hentar að fara til baka...

Að koma við í kaffihúsinu í Viðeyjarstofu hér hægra megin
og fá sér smá hressingu og setjast niður er til dæmis dásemdin ein...
eða koma með nesti og jafnvel grilla pylsur... er hrein snilld á fallegum degi hér...

Við lögðum a fstað gangandi kl. 16:29 eftir formála og siglingu sem tók ekki nema fimm mínútur
og með í för voru þrír vanir Toppfarahundar í ól
og þrír gestir...

Þjálfarar ráðfærðu sig við staðarhaldara fyrir gönguna sem tók vel í þá hugmynd að fara hringleið um eyjuna, einmitt af því sagan er mikil úti í austurenda þar sem færri fara en ekki eingöngu við Viðeyjarstofuna sjálfa
og eyðið millil eyjanna beggja vestan megin þar sem flestir gestir fara almennt...

Göngustígur er allan hringinn og var hann fínn yfirferðar... við gengum heldur rösklega yfir
og þjálfarar reyndu að halda niðri hraðanum en það var eithvað orkumikið í loftinu
og menn bara drukku í sig íslensku náttúruna eins og hún gerist best í júní...
allt að kvikna og blómgast fyrir framan mann...

Við gengum eftir suðurströndinni fyrst og enduðum á Þórsnesi í suðausturhorninu
en það er talið hafa verið blótsstaður að heiðnum sið ér áður fyrr
og það hefur látið mikið á sjá vegna landbrots undan sjógangi...
en fyrir nokkrum árum var hlaðinn grjótgarður því til barnar sem sést glitta í hér vinstra megin...

Þarna... við Þórsnesið fóru borgarbúar á sröndina hér áður fyrr...
... jákvætt hugarfar lausna en ekki neikvætt hugarfar hindrana ...

Í fjörunni þar við fundum við þetta hreiður þegar gæsin skaust skyndilega undan hópnum
sem kom askvaðandi...

Þurrkhúsið var eitt það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi...

Salthúsið var annað húsið sinnar tegundar á landinu... það var mikil frumkvöðlastarf í Viðey hér áður fyrr... þrátt fyrir erfitt aðgengi... eða líklega að hluta til einmitt þess vegna... menn urðu að vera sjálfbærir með alla hluti hér og aðgengi að sjófarendum var betra en í landi...

Í austurendanum gekk úrkomubelti yfir borgina og okkur... og enn og aftur fórum við í rigningarjakka
en tuskan sú er algengasta flík borgarbúa þetta vorið.... já og sumarið..

Milljónafélagið var stórtækt í framkvæmdum...

Lítið eftir af þessum stórhug en mjög áhugavert að lesa sér til...

Það voru meira að segja bílar í Viðey...

Staðarhaldari hafði mælt með að koma við í gamla skólahúsinu á hringleiðinni svo við tókum smá útúrdúr upp að því...

.... en þar við var vatnstankurinn gamli sem Viðeyingafélagið nýtir nú sem félagsmiðstöð sína...
... þ. e. afkomendur þeirra sem bjuggu í Viðey...

... og hefur byggt upp flotta aðstöðu og maður sá fyrir sér
að þarna hittist þau einu sinni á ári og viðhaldi tengslum...

Vatnstankurinn gerði það að verkum að Viðey var eini staðurinn á landinu fyrir utan Bíldudal
þar sem skip gátu lagst upp að bryggju og fengið rennandi vatn um borð...
... aðdáunarvert...

Við röltum um rústirnar og lásum söguna...

Hvert stórvirkið á fætur öðru... elja... þrautsegja... lausnamiðuð hugsun... úthald...
það var ekkert pláss fyrir væl og úrtölur á fyrri tímum...
menn einfaldlega lifðu ekki slíkt af...

Skólahúsið blasir við í austurenda Viðeyjar... hvítt með rauðu þaki...

Sjá Grafarvog handan sjávarins og Úlfarsfellið vinstra megin...
kvikmyndaver Baltasars Kormáks eitt af stóru hvítu húsunum þarna...

Við skólahúsið var kort af þorpinu sem áður var...

Heil gata... og öll nauðsynleg þjónusta...

Mikið fuglalíf er í Viðey... það sást vel á skiltunum sem voru liggjandi :-)

"Milljónafélagið" svokallaða var stofnað af Pétri Thorsteinssyni og Thor Jensen
og fleirum sem hlutafélagið P.J.Thorsteinsson
utan um útgerð, fiskvinnslu ofl. og reisti á skömmum tíma fjöld mannvirkja í Viðey...
það fyrsta árið 1907 en þá seldi Eggert Briem félaginu eyjuna... (sjá neðar um það)
... í kjö0farið voru hafskipsbryggjur smíðaðar, fiskverkunarhús... og fólk flutti í stórum stíl út í Viðey...
Um höfnina fóru allt að 60 þúsund tonn af vörum á ári þegar vegur hennar sem mestur
og skipakomur voru um 360...

Þarna tókst úrtölumönnum ekki að stöðva stórhuga menn
og það er hrein unun er að lesa framkvæmdagleði fyrri tíma manna
þrátt fyrir mun verri aðstæður en nú eru...

Milljónafélagið varð gjaldþrota árið 1914 en útgerð hélst áfram
og eyjan varð miðstöð Kárafélagsins frá árinu 1924...

Árið 1931 laug togaraútgerð frá Viðey og þá fjaraði smátt og smátt undan byggðinni
og þegar stríðið skall á varð eftirspurn eftir vinnuafli til þess að allir sem vettlingi gátu valdið fluttu upp á fastaland...

Síðustu ábúendur fóru árið 1943... það er ekki lengra síðan...

Hvíta húsið er eina byggingin sem eftir stendur af þlorpinu fyrir utan Viðeyjarstofu og Kirkjuna... ?

Búskapur Eggerts Briem...

Rómantíkin á bak við fullkomnasta fjósið á landinu... áður en Milljónafélagið varð til...

Eggert nam búfræði í Danmörku og reisti fullkomnasta fjós á landinu í Viðey
og var Viðeyjarbúið stærsta bú landsins um tíma...
með 70 kýr sem gáfu 500-600 lítra af mjólk á dag yfir í Laugarnesið...
magnað...

Hrossin syntu og kýrnar fluttar með pramma...

Búskapurinn upp á gamla mátann þrátt fyrir nýtískulegheitin...

Íbúafjöldinn í Viðey...  hófst árið 1907... flestir árið  1930... allir farnir 1943...

Í skyrtu með bindi og vindil að selflytja...

Gatan í þorpinu í Viðey...

Ferjuflutningarnir...

Aftur í núið... árið 2018... eftir lesturinn héldum við aftur niður að fjöru...

... verstu hugsanlegu leiðina yfir þýft landslagið í boði Báru...
bara beinustu leið norður og ekkert væl :-)

Veðrið fyrir löngu aftur orðið gott...
þetta var fimm mínútna skúr þarna áðan og við slepptum því að borða nesti í húsinu
heldur vildum finna fallega lautu fyrir slíkt úti við...

... og fundum hana við fjóinn norðan megin...

Við vorum 23 manns í þessari göngu...
svo eftir á að hyggja hefðu 29 manns vel getað slegið saman með 1900 kr. á mann og náð 54.000 kr.
og þannig fengið sérferð frá kl. 17:30 til 20:30...
ef við bara hefðum vitað að svona margir ætluðu nað koma...
en nú vitum við að það er lagmark að vera 5 tíma í eyjunni í raun... svo það hefði getað verið 17:00 - 22:00
og þá hefðum við fengið magnað sólarlag á eyjunni... því spáð var sól upp úr sex...
og það rættist svo sannarlega... synd...
en skoðanakönnunin réði og hún sagði hvergi til um að 23 manns myndu koma út í Viðey...
... já... synd...

Mættir:
Ágúst, Bára, Birgir, Bjarni, Björn Matt., Guðmundur Jón, Halldóra Þ., Heiðrún, Helga Björk og dóttir hennar 17 ára -  nafn?, Hörður gestur, Ingi,Jórunn, Katrín Kj., Olga gestur, Perla, Sigga Sig., Súsanna, Svala, Svavar, Örn og með voru Batman, Gormur og Slaufa.

Dásamlegur straður.. lygn sjórinn segir allt um friðinn sem þarna var...

Geldinganesið frá Viðey... nú vitum við nákvæmlega hvernig fjörur Viðeyjar líta út í samanburði...
landslagið er stórbrotnara í Geldinganesi... en við eigum samt eftir að ganga Vesturey Viðeyjar...
svo í raun getum við ekki borið þetta saman almennilega fyrr en þá...

Notaleg samvera og ekkert síðri en fjallgöngurnar svona inni á milli...

Þessir tveir tímar sem við höfðum voru ansi knappir og við máttum ekki dóla okkur um of...

Stógurinn fínn allan hringinn og ekki hægt annað en mæla með því við alla að ganga þessa leið
ef þeir á annað borð fara út í Viðey...

Það er eitthvað við það að ganga meðfram sjónum...

Komin út í endas á Austurey og Vesturey fjær sem bíður seinni tíma göngu...

Sjá hana hér og eiðið á milli en það hverfur allt undir sjó í stórstraumi...

...og því er spáð innan nokkurra áratuga að eyjurnar aðskiljist með öllu...

Sumarið er komið... þrátt fyrir sólarleysið... gróðurinn blómstrar í rigningunni...
og heldur ótrauður sínu striki þó mannfólkið haltri inni í sumarið...

Við vorum komin í alfaraleið á eyjunni.. stígnum milli eiðsins og Viðeyjarstoru
og Björn mælti með því að menn gæfu sé tíma til að skoða kirkjuna...

Hópurinn gerði það en kvenþjálfarinn fylgdi Perlu út að fjöru sunnan megin...

.... þar sem hún gallaði sig fyrir kajakinn sinn...

... og festi á sig sérstakan hring sem lokar alveg gatinu þar sem hún sest ofan í...
já, mig vantar alveg kajak-orðin yfir þetta...

Hún róar vanalega í hóp... en nú var hún ein á ferð... og veðrið, straumar og vindar
voru með henni til baka að Geldinganesi...

Á meðan hún græjaði sig gekk hópurin að Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju og skoðuðu staðhætti...

Því miður ekki mikill tími til annars er rétt að skoða sig um
en í góðu veðri er vel hægt að vera hér heilan dag...

Við endurtökum Viðeyjarferð einhvern tíma síðar... og tökum þá Vestureyjuna með...
ekki spurning...

Hópurinn kominn um borð og Perla siglir hér framhjá Viðeyjarferjunni vinstra megin á mynd...

Örn náði þessari mynd af henni fara framhjá hópnum...
og fuglinn fylgdi henni áleiðis...

Kajakferðin mikla á Stokkseyri féll ítrekað niður í fyrra vegna vinds...
við skulum ná henni einn daginn líka...
og að sjálfsögðu sigla sjóinn en ekki bara árósana...

Sjá Perlu hér sem litla punktinn hægra megin neðan við eyjuna...
þetta hlýtur að vera einstakt að upplifa...

Við tókum ferjuna öll hin 22 og vorum sæl með gönguna þó allt of stutt hefði verið...

Frábær hópur á ferð.. alltaf til í allt... þannig gerast töfrarnir... og engan veginn öðruvísi...

Saga þeirra sem byggðu Viðey og ráku þar blómlegt kúabú og umsvifamikla togaraútgerð
eru hrópandi vitni um slíkan hugsunarhátt...

En... meðan allir keyrðu heim til sín eftir Viðeyjarferðina... fóru þjálfarar upp í Grafarvog...
þar sem Geldinganesið er rétt í túnfætinum á heimili þeirra...
og skimuðu eftir Perlu...

Sólin  mætt og veðrið var hrien dásemd...
það hefði nú aldeilis verið fallegt að vera þá staddur vestan í Vesturey
að horfa á sólarlagið og borða eftirréttinn í nestisboxinu...

Fleiri kajakræðarar á ferð...
Geldinganesið er blómlegur staður og alltaf iðandi af lífi göngumanna, hundaeigenda, kajakræðara,
brimara og seglbrattakappa... allt árið um kring...

En hvorki tangur né tetur sást af Perlu... enda átti hún ekki að vera komin...
hún hafði áætlað 40 mín í túrinn til baka og við vorum eingöngu 10 mín á leiðinni frá Skarfabakka upp í Geldinganes
 svo þjálfarar skelltu sér í Hagkaup í Spönginni að kaupa í matinn á meðan...

... og drifu sig svo keyrandi aftur niður að Geldinganesi áður en þeir fóru heim...
og sáu Perlu sigla inn að landi...

Hvílík tímasetning... hvílík fegurð.. friður... dásemd þetta hlýtur að vefra að koma hér að landi..

Þjálfari tók saman myndband með smáforriti í símanum af kvöldinu þar sem kajakmæting Perlu var í forgrunni
og deild því á fasbókinni og setti það á YT:

https://www.youtube.com/watch?v=byfrlIv1S1U

Þetta var í fyrsta sinn sem einhver mætir í Toppfaragöngu á kajak... það var heiður að taka þetta saman og varðveita... og minnti á Soffíu Rósu sem mætti einu sinni á fjórhjóli í fjallgöngu við Hafravatn...

Já, ofurkonur Toppfara eru kyngimagnaðar...
það eru forréttindi að kynnast og ganga með svona fólki...

Við hjálpuðum Perlu að koma kajakbátnum í land...

Aðstaða kajakfólks er til fyrirmyndar í Geldinganesi enda er lífið þar blómlegt
og alltaf einhverjir á ferðinni ef veður leyfir... líka um hávetur...

Perla tínir alltaf upp plast og rusl í ferðum sínum...
löngu áður en plokkátakið hófst í vor 2018
... þetta plast hirti hún í Viðey, í fjörunni og úr sjónum á leiðinni...

Gleðlilegt sumar elsku Toppfarar !

Ef hugarfarið er jákvætt... er allt mögulegt...

Áfram Ísland... áfram jákvætt hugafar... áfram lausnamiðuð hugsun...
burt með neikvæðni og hindranamiðaða hugsun...
því þá er allt mögulegt :-)

 

 

Trölladyngja
Grænudyngja
Hörðuvallaklof
Lambafellsgjá
í litríkri kvöldsól og töfrandi landslagi

Gangan um Trölladyngju og Grænudyngju með viðkomu í Lambafellsgjá gegnum Hörðuvallaklof
er leið sem þjálfarar sömdu á fyrstu árum Toppfara... sumarið 2009....  og skipa enn sérstakan sess í hugum okkar
en þriðjudagskveldið 5. júní voru kynnin rifjuð upp af þessari einstöku leið
eftir fimm ára hlé frá því árið 2013...

Leiðin er greypt inn í minnið og hefur verið farin í öll skiptin í skýjuðu veðri...
aldrei í sólskini að ráði
og svo var heldur ekki þetta kvöld...
en þó var bjartara yfir en áður og sólin skein vel fyrri hluta kvölds...

Frerkar svalt í veðri og varla að fingravettlingar dugðu...
belgvettlingar komnir á þegar leið á kvöldið sem er ótrúlegt af júní að vera...
en það er ekki í fyrsta sinn sem það er svona napurt í júní þó...
... það sem er verra nú en áður er þessa samfellda veður-ótíð frá því í lok apríl...

Birtan af sólargeislunum var dásamleg og það var gott að nýta þetta fallega veður
mitt í grámanum vorið 2018...

Trölladyngja hægra megin.... grýtt, hvöss og brött... við byrjuðum á þeim tindi....
Grænadyngja vinstra megin... gróin, ávöl og mjúk...

Útsýnið ofan af tindi Trölladyngju er gjöfult yfir á Sogin og fjöllin þrjú við eggjarnar...
þar leynist einnig leið sem við saumuðum saman og þræðir eggjar og fjörur þriggja vatna
með viðkomu um litríkt hverasvæðið í Soginu...

Lausagrjót ofan á móbergi einkennir niðurleið beggja dyngjanna
en þetta var mun minna mál en í minningunni frá því við fórum þetta fyrst...
það venst greinilega allt og minnkar við nánari kynni...

Keilir er konungurinn á Reykjanesi þó ekki sé hann hár...
og tók alla athyglina hvert sem við fórum...
skipti litum allt kvöldið og það hefði getað verið sérstakt ljósmyndaverk að ná honum
á alla þá margslungnu vegu sem hann var þessa klukkutíma sem við vorum á staðnum...

Spákonuvatn hér neðan við Grænavatnseggjar...
og í fjarska stingast Stóri hrútur og Meradalahnúkar líklega upp úr landslaginu ásamt félögum sínum
en við ætlum að halda áfram að klára þá tinda næstu vetur...

Uppi á Grænudyngju höfum við yfirleitt snætt nesti í góðu yfirlæti
en það var napurt þarna uppi svo við ákváðum að koma okkur niður í berggangana neðan við hana
og á þar...

Grændadyngja leynir á sér... er grasi gróin og saklaus að sunnan og vestan...
en brattari og grýttari að austan og norðan
svo það þarf að leita færis niður gilin til að komast þeim megin niður með góðu móti...

Jú, þetta var hér niður... tvær giljarennur mögulegar með góðu móti fyrir gönguhóp...

Leiðin hér niður með Grænudyngju yfir á Hörðuvallaklof er einstaklega skemmtileg...

Hörðuvellir sandarnir hér hægra megin, Hörðuvallaklof framundan,
Mávahlíðar fjærsti hryggurinn og Helgafell í Hafnarfirði hægra megin í fjarska...

Þetta var skínandi góður nestisstaður...

Nú var að koma sér áfram yfir á Hörðuvallaklof...

Risavaxnir móbergshnullungar... og við mundum sum eftir kindahræinu sem þarna lá alltaf...
skyldi það vera hérna enn þá ?

Jebb... nokkur bein eftir... og önnur lágu dreifð um svæðið...

Þetta var ekki bara eitt hræ sem við fundum þriðjudagskveldið 12. maí 2009 ... heldur tvö...
hrútur og annað hvort rolla eða lamb...
vesalingarnir litlu... leitað skjóls fyrir veðri og orðið úti ?

Hornið af hrútnum lá ennþá skammt frá kimanum... og hauskúpan hvíta einnig...

Þetta var í annað sinn á innan við viku sem við sem hópur förum sjaldfarna leið
og rekumst á hauskúpu af rollu á leiðinni...

... hin var hauskúpan á Hellismannaleið laugardaginn 2. júní...

Þessi kafli niður af Grænudyngju yfir á Hörðuvallaklof reynir vel á listina að detta ekki ofan á lausagrjóti
rúllandi á móbergsklettunum....
versta göngufæri sem þekkist að sumri til á Íslandi :-)

Færið sést vel hér... með brattanum... já, það þurfti að vanda hvert skref...

Litið til baka... Grænadyngja vinstra megin og Trölladyngja hægra megin...
nú var aldeilis hvassari svipur á þeirri grænu...
en úr fjarska í Reykjavík er vel hægt að þekkja þessar systur sem tvö fjöll ekki ósvipuð Keili
en þó ekki eins formfögur í frístandandi fegurðinni sinni...  annað tindótt upp í loftið (Trölladyngja)
og hitt ávalt við hliðina vinstra megin (Grænadyngja)...

Leiðin yfir Hörðuvallaklof er mjög skemmtileg og fjölbreytt...
byrjandi í lausgrýtta móberginu og endandi í dúnmjúkum mosabreiðum niður á hraunbreiðurnar...

Mávahlíðar fjær... já, við þurfum að endurtaka göngu á þær...
og Helgafell í Hafnarfirði hægra megin ávala fjallið... það sést nefnilega ansi vel hvaðanæva frá...

Hópurinn var þéttur á miðju klofi og þar stóð Sigga í stórræðum...

Slaufa að verja eigandann sinn...
og Batman og Gutti eitthvað að reyna að fá þefa uppi hvað þeir séu nú eiginlega að missa af... 
eða það héldum við :-)

Nú tóku dásamlegu mosabreiðurnar við í tagli Hörðuvallaklofs
og hér varð veðrið mildara eftir svala goluna uppi...

Óskaplega falleg og heilandi leið...
auðveldlega hægt að fara hér á hverju vori
og ná sér í góða móbergs-hraun-mosa-hleðslu á sálinni sem gefur orku fyrir allt sumarið framundan...

Hörðuvallaklof að baki...
Grænadyngja vinstra megin ávöl og Trölladyngja hægra megin tindótt...

Mávahlíðarnar fallegar héðan...
 mjög sjaldfarin fjöll sem við höfðum mænt á lengi áður en við skelltum okkur fyrir rúmum tveimur árum...
og komumst að því að leiðin er mergjuð... bæði aðkoman og eftir öllum hryggnum...
við sem héldum fyrstu árin að þetta væri ókleifur tindahryggur og engin leið að komast að honum einu sinni...
förum þetta á næsta ári !

Keilir... fegurðin var síbreytileg þetta kvöld og litir, form og áferð heil veisla...

Slóðin yfir á Lambafell er orðin ansi fjölfarin og hefur breyst mikið frá því við fórum þetta fyrst...

Systurdyngjurnar tvær... þessi mjúka og svo þessi hvassa...

Lambafell er ósköp flatt og venjulegt fell í landslaginu
og það er ekki möguleiki að maður geri sér grein fyrir hvað leynist í þessu felli fyrr en að er komið...

Slóðinn að gjánni er orðinn ansi fjölfarinn á nokkrum árum
og var enginn austan megin en þar er nú greinilegur slóðir... en við höfum alltaf farið vestan megin
þegar við höfum farið eingöngu í gjanna og ekki á hin þrjú eins og þetta kvöld...

Við vorum 11 manns þetta kvöld... en þrjú farin á undan og því náðust eingöngu sjö á mynd...

Arnar, Bára, Birgir, Björn Matt., Guðrún Helga, Helga Björk, Ingi, Jórunn, Sigga Sig., og Örn
og Batman, Gutti og Slaufa héldu uppi hundastuðinu þetta kvöld...

Kyngimagnað fyrirbæri þessi gjá...

... og skemmtileg yfirferðar upp í mót milli rakra klettaveggjanna...

... með smá klöngri efst í brekkunni en vel fært öllum og stálpuðum börnum líka...

Tilvalin leið til að bjóða erlendum gestum í...
eða bjóða hópum upp á öðruvísi upplifun í náttúrunni því aðkoman er ekki löng né yfirferðin erfið...

Kvöldsólarlagið var farið að segja til sín þegar við komum upp úr gjánni...

... og þessa tvo síðustu klukkutíma sem sólin var á lofti þetta kvöld þá skreytti hún stöðugt himininn
með alls kyns birtuflötum í skýjunum...

Við gengum eftir Lambafellinu og niður á stíginn vestan megin og í bílana...

Litið til baka.. hraunbreiðurnar ná upp að fellinu og hafa ekki komist lengra
þegar síðast var hér gos...

Keilir svo fagur... þegar við vorum komin í bílana og spáðum í Viðey..., eða ekki Viðey...
þar sem ómögulegt reynist að fara út í eyjuna nema kaupa sérferð á 54.000 kr
sem dreifist á hópinn sem yrði þá að nálgast 30 manns sem er allt of margir fyrir okkar smekk...
eða nýta fastar ferðir Viðeyjarferjunnar sem við enduðum á að ákveða að gera
eftir kosningu á Toppfarafasbókinni...

Enn ein sýnin á Keili... úr bílnum á leiðinni heim...
þarna endaði líklega allt landslagið í roðaslegnu sólarlagi sem við misstum af... þá komin í bæinn...

Alls 7,8 km á 3:35 - 3:39 klst. upp í 390 m á Trölladyngju, 404 m á Grænudyngju, 301 m á Hörðuvallaklofi og 165 m á Lambafellsgjá með alls hækkun upp á 623 m miðað við 134 m upphafshæð

Gullfallegt kvöld og stórfengleg gönguleið
eins og þær gerast bestar á kvöldin við borgina...

 

 

Slagveður... aftur...
... hvenær kemur sumarið ... ?

Aftur var slagveður á þriðjudegi...
þann 29. maí þegar ætlunin var að ganga um eina af uppáhaldsleiðum þjálfara
á Trölla- og Grænadyngju og um Hörðuvallaklof og Lambafellsgjá til baka...
og þegar mætt var við Ásvallalaug kl. 17:00 var ljóst að eingöngu þrír voru mættir til leiks...
höfðingjarnir Björn Matt og Guðmundur Jón... elsku meðlimir klúbbsins ásamt Erni þjálfara
þar sem Bára sleppti göngu vegna hálsbólgu...

Þar sem slagveðrið lamdi á bílunum við Ásvallalaug ákváðu menn að láta Ásfjallið nægja...
það tæki því ekki að keyra alla leiðina inn með Keili og lengra að dyngunum til þess eins að slást við veðrið
heldur stefna þangað í sól og sumaryl eftir viku...
já... það verður komið svo gott veður nefnilega í næstu viku.... maður verður að halda í vonina... 

Gangan var 4,2 km á 1:11 klst. í ágætis veðri þegar á reyndi...
heilmiklu skjóli af fjallinu sjálfu þar sem gengið var á það vestan megin
með alls hækkun upp á 113 m miðað við 56 m upphafshæð og 136 m hæstu hæð á þessum tindi hér...

Vonandi glæðist veðrið... tvær þriðjudagsæfingar framundan með þjálfurum sem svo fara í sumarfrí í 3 vikur og svo 2 æfingar með þjálfurum áður en þeir fara aftur í frí í 2 vikur en á því tímabili er spennandi sumarferðin okkar á Strandir þar sem við göngum úr friðlandi Hornstranda suður að Hvalá og getum skoðað fossana sem nú er deilt um í fjölmiðlum.... heimamenn virðast nokkuð ákveðnir í að fá rafmagn í sveitina sína...  það verður forvitnilegt að skoða þetta svæði í ljósi deilnanna þar sem erfitt er að taka afstöðu... en líklega mega heimamenn einfaldlega ráða sínum ráðum... það eru jú þeir sem búa þarna og ekki við hér í Reykjavík... og við sem ekki búum fyrir vestan heldur hérna megin mættum hugsa betur um umhverfið sem við nú þegar göngum um og breytum stöðugt.... hendum plasti og mengum með bílum... breytum landslagi eins og ekkert sé... nú síðast fyrsta legg gönguleiðarinnar á Ásfjallið sem búið er að moka sand yfir til að koma fyrir frekari íþróttaaðstöðu Hauka... en það er svo sem bara vel og skiljanlegt... og enn eitt dæmið af óteljandi þar sem gönguleiðir hafa breyst á fjöllin við borgina frá því við byrjuðum með Toppfara árið 2007... Esjan, Úlfarsfell, Helgafell í Mosó o.s.frv...
 

 


Í slagveðri á Geithól
í stað Gunnlaugsskarðs sem enn einu sinni kemst ekki á blað vegna veðurs...

Þriðjudaginn 22. maí gekk enn eitt slagviðrið yfir suðvesturlandið á þessu vori
en ætlunin var að ganga á Gunnlaugsskarð í Esjunni frekar langa og krefjandi leið...

Það var því fyrirséð af veðurspám að ekki yrði unnt að taka þá flottu kvöldgöngu
og þjálfarar bjuggu sig undir að láta stígana í áttina að Geithól nægja og meta aðstæður að staðnum
eftir því hvernig veðrið yrði og hverjir væru mættir...

En þetta veður átti að standa stutt yfir og vera gengið yfir um áttaleytið (sem rættist)
og af áralangri reynslu við að skoða veðurspár og ganga svo í eftir þeim þá er það okkar reynsla að ef veðurhamurinn gengur yfir á nokkrum klukkustundum og frekar stutt er í að veðrinu sloti, þá er oft hægt að ná góðri útiveru ef leiðin er örugg hvað bæði rötun og yfirferð varðar og þá átti við leiðina upp að geithól, aflíðandi leið um lendur á stíg allan tímann og hvergi bratti né fallhætta...

Því þrátt fyrir slagveður... tvo áhættuþætti af mörgum... vindur og úrkoma... var allt annað með okkur... autt færi, dagsbirta, tiltölulega hlýtt... og þeir félagar fengu svo skyggni sem við áttum ekki von á að yrði en það hefði líklega stytt gönguna enn frekar ef það hefði verið þoka...  og í áhættumati (sem þjálfari kemst ekki í að ljúka við að birta á vefsíðunni hér) má sjá að enn fleiri hlutir voru með þeim félögum; form þeirra, reynsla/öryggi og sem fyrr segir rötunarlega og undirlagslega séð góð og örugg leið..

Já, ég þarf að fara að klára þetta áhættumat... sem er einmitt gott að notast við þegar verið er að taka ákvarðanir um hvort maður á að fara eður ei... hugmyndin kviknaði upphaflega þegar kvenþjálfarinn áttaði sig á að hún var ósjálfrátt að meta nokkra hluti fyrir hverja fjallgöngu út frá því hver áhættan yrði og þar spiluðu inn í veðrið, leiðin sjálf, ástand þjálfara, rötunar þekking og ástand hópsins sjálfs...

...og nýtti það svo þegar hún var að taka ákvörðun um hvort hún ætti að hjóla í vinnuna eða ekki... þetta var áður en hún fór að hjóla alltaf sama hvað... en fyrst var reglan sú að fara ekki á hjólinu ef þrír af fimm atriðum væru í ólagi... þ.e. birta, hitastig, vindur, úrkoma og færi... síðar bættust við fleiri þættir eins og upplag (líðan þann daginn, stundum fer maður hálflasinn í vinnuna en ekki í standi til að hjóla) og verkefnin sem væru framundan þann daginn... en svo lærði hún að það rætist yfirleitt alltaf úr veðri... að veðrið er yfirleitt mun betra en spáin sagði fyrir um kvöldið áður... og það er mun léttara að hjóla en það lítur út fyrir sama hvernig veðrið er... og fór að hjóla sama þó spáð væri illviðri... fór eiginlega að hætta að horfa á veðurspána... heldur kíkja út að morgni og taka ákvörðun út frá því... og hefur komist að því að það er nánast alltaf hægt að hjóla í og úr vinnu sama hvernig veðrið er... líklega 1 - 3 dagar á ári sem það er ekki mögulegt... ekki fleiri... þó oft sé spáð slæmu veðri... ef þeir sem virkilega hjóla allt árið eru spurðir um þetta þá segja þeir allir það sama... það er yfirleitt alltaf hægt að hjóla...

Eingöngu Davíð mætti í þessa göngu og því varð þetta fámennasta æfingin í sögu klúbbsins (fyrir utan jaðaríþróttaæfingar sem reynt var að halda úti í fyrra þar sem eingöngu þjálfarar mættu í tröppuspretti og brautarhlaup)...

Þeir félagar voru í stuði og báðir í toppformi
svo þeir nutu þess að skunda upp stíginn alla leið á Geithól og til baka
og Davíð var hæstánægður með veðrið þar sem hann var nýkominn úr sólinni á Króatíu
og var alveg til í smá slag við veðrið.....
og ekki síður því hann var nýbúinn að vera í bandi við þjálfara með vatnsheldni fjallgöngubúnaðar síns
og gat nú prófað hann í alvöru veðri...
veðri sem getur skollið á manni hvenær sem er á hálendinu... á Hornströndum...
og annars staðar á margra daga göngum...
og því eins gott að vera vanur slíku veðri, búinn að sjá búnaðinn sinn við þessar aðstæður
og þekkja sjálfan sig í hávaðaroki og rigningu...

Í þessum aðstæðum lærir maður til dæmis að allur dýri, fíni útivistarfatnaðurinn dugar skammt í alvöru slagveðri...
það eina sem dugar er alvöru regnfatnaður...
það gæti þess vegna verið ráð að klæðast plastpoka á verstu köflunum frekar en að treysta á 3ja laga fatnaðinn...
að góðir vettlingar geta brugðist ef þeir eru fingravettlingar... þó þeir séu úr ull....
belgvettlingar eru það eina sem duga við þesar aðstæður...
og þá úr ull því hún einangrar og heldur hita þó hún verði blaut...
en meira að segja hún á sín takmörk ef bleytan og vindurinn er mikill...
að skórnir eru fljótir að blotna þegar gengið er í regnbuxum því af þeim rennur rigningin í stríðum straumum niður á skóna...
þá eru legghlífar það eina sem hjálpa og þá eingöngu ef þær eru undir buxunum en ekki utan á þeim
þar sem þá rennur vatnið meðfram þeim og beint niður í skóna...
en bleytan fer samt inn... þar sem legghlífunum sleppir...
og að lokum í gegnum buxurnar og niður í sokkana og skóna...
hettur gera lítið gagn ef þær eru ekki með góðar reimar sem hægt er að festa þær um hálsinn...
og ef maður er ekki með góða hettu þá er voðinn vís...
að allt í bakpokanum blotnar fljótt ef ekki er regnhlíf á honum...
og þessar regnhífar duga skammt ef rokið er mikið því þær fjúka af og losna...
og þær eru ekki svo regnheldar þegar virkilega á reynir...
og þá er eina leiðin að vera með allan farangur pakkaðan inn í þykkan plastpoka í bakpokanum...
og helst skipta farangrinum líka upp þar ofan í, í nokkra minni plastpoka...
ef einhvers staðar kemst vatn inn þá rennur það stríðum straumum og er fljótt að bleyta allt...
að bakpokinn er lengi að þorna þegar hann blotnar...
og hann er því í raun "blautur staður til að vera á" fyrir allt sem er í honum...
ef maður stoppar og þarf að bíða er maður mjög fljótur að kólna...
eina leiðin til að halda sér heitum þegar maður er orðinn blautur er að halda áfram að hreyfa sig sama hvað...
og því er löng nestispása í slagvirði ekki í boði í raun...
betra að borða standandi og mjög stutt
og svona má lengi telja...
það er engin leið að vita hvernig veðrið reynist nema ganga í því og reyna búnað og sjálfan sig við þessar aðstæður...

Sjá reynsluna af hringleiðinni kringum Kleifarvatn í hinum átakanlega janúarmánuðií fyrra
 - sem og mýmargar aðrar göngur Toppfara í mun erfiðara veðri en þessu þriðjudaginn 22. maí
 - göngum sem við búum að að hafa kennt okkur ótalmargt um mikilvægi þess
að reyna sjálfan sig í alvöru veðrum til að vera undir þá búinn:

http://www.fjallgongur.is/tindur137_kleifarvatn_210117.htm

Þeir félagar fengu alls 7,2 km æfingu út úr þessu á 2:00 klst. upp í 558 m hæð með alls hækkun upp á 563 m
og er það frábær frammistaða á svona kvöldi
enda voru þeir hæstánægðir með gönguna og nutu þess báðir að geta gengið á sínum hraða rösklega upp og niður :-)

Slagveður er uppáhalds hlaupaveður kvenþjálfarans þótt ótrúlegt sé...
 ástæðan er einfaldlega sú að það felst einhver heilun í því að fara út og koma veðurbarinn og rennblautur til baka...
eins og að fara í andlegan þvott og koma tandurhreinn á sálinni til baka...
þetta er ein besta hugleiðsla sem gefst og bara tilhugsunin ein gefur manni vellíðan...
... við skorum á alla að prófa :-)
 

 


Í anda liðinna tíma...

Á Búrfelli í Grímsnesi
til heiðurs fjallgöngumönnum fyrri tíma...

Þriðjudaginn 15. maí fögnuðum við 11 ára afmæli fjallgönguklúbbsins
með því að klæðast eins og fjallgöngumenn fyrri alda...

...sem gengu í pilsum, jakkafötum, skyrtum, með bindi og hatta, slæður og sjöl... á fjall og jökla,
brattar leiðir og erfiðar kílómetrunum saman... stundum dögum saman... án þess að kvarta...

Bjarnig og Björn klæddust alla leið þetta kvöld og nokkrir aðrir komust nálægt því...
Bjarni í frakkanum allan tímann og Björn í jakkafötum allan tímann...
sem verður að teljast að minnsta kosti aðeins erfiðara en að ganga í pilsunum og sjölunum
sem stelpurnar mættu í þó þær hafi verið gkæsilegar líka...
æj,æj... afhverju náðist ekki ein konumynd af öllum sem mættu í fullum skrúða ! ? 

En það náðist af einni þeirra... Jóhönnu Fríðu sem gat því miður ekki mætt í göngu vegna meiðsla
en mætti engu að síður uppáklædd í Grjóthálsinn við upphaf ferðar
með kleinur í viskastykki með stafinn sem var keyptur í Chamonix í fyrra
og sparibúin eins og konur voru á fjalli á fyrri tímum...

En aftur að lituðu veröld okkar tíma...
Jóhanna Fríða gaf okkur gott veganesti með dásamlegum kleinum þegar lagt var í hann frá borginni...

... og Ágúst gaf okkur fersk jarðarber úr sveitinni í upphafi göngunnar í tilefni dagsins...

Hópurinn í upphafi göngu með fjallið Búrfell í Grímsnesi í baksýn:

Jórunn, Svavar, Maggi, Björn Matt., Árný Gyða, María, Arney og Ólafur Vignir.
Neðri: Örn, Ágúst, Ingi, Heiðrún, Bjarni, Aðalheiður, Gerður Jens og Sarah.
Bára tók mynd og Batman og Gormur voru með.

Þetta var önnur ganga á þetta fjall en síðast fórum við 2014 um suðurhlíðar
en nú ákváðum við að fara vestan megin upp frá sumarhúsabyggðinni
og það reyndist skemmtilegri leið...

Sérstakt að ganga á fjall í þessum gamla skrúða...
það var frábært að sjá hversu alvarlega menn tóku búnað kvöldsins og voru mættir í alls kyns múnderingum
sem gat ekki verið mjög þægilegt að ganga í...

Stelpurnar voru í pilsum og sjölum og með hatta og bidni eins og þá var algengt hjá kvenþjóðinni líka...
þetta var virkilega vel útfært !

Ef fætur eru ekki hindraðir er hreinlega dásamlegt að ganga í pilsi á fjöllum...
... en það er aðeins flóknara að vera með sjal undir bakpokanum...
og bindi flaksandi í vindinum... og hatt fjúkandi af höfðinu...

Þegar við keyrðum um Nesjavelli á leið að fjallsrótum kom heljarinnar éljagangur og allt hvítnaði
og okkur leist ekker tá blikuna...
þegar Ágúst keyrði inn Grínmsnesið frá suðurlandinu skall á með slyddu og allt varð blautt og kuldalegt...
svona er veðrið búið að vera sllan maímánuð og varla hvíld á...
einhvera hluta vegna ákvað sólin að vera mætt þegar við lögðum af stað í gönguna og hún hélt velli allan tímiann utan eins netts éljagangs á miðri leið...

Himinin var því úfinn og formfagur í skýjafarinu allt kvöldið með þessum úrkomubeltum...

Blár himinn og sólríkar lendur þess á milli...

Við fórum ekki slóðina sjálfa upp á fjallið heldur ákváðum að fara með gilinu upp og svo slóðina til baka...

Fleiri höfðu greinilega tekið þessa sömu ákvörðun því öðru hvoru sáum við marka fyrir slóð fyrri göngumanna...

Gormur hikaði við að hoppa hér niður af hjallanum... og hlýddi ekki Jórunni
en komst ekki upp með annað en að sklella sér bara þarna niður...
þetta er eina leiðin fyrir hundana að vera á fjalli...
læra að láta sig bara vaða...

Þarna kom éljagangurinn... og menn fóru í yfirhafnir...

... en þetta var svo létt að sumir slepptu því að klæða sig meira...
og jafn skjót og þetta skall á... hvarf það aftur og það var komin sól...

Skýjafarið þetta kvöld var göldrótt hreint út sagt...

Við bara störðum og nutum þess að horfa yfir Grímsnesið...

Fyrstsa var þetta eins og elding niður úr himninum..
en skyndilega sá maður bjart brosandi andlit stúlku sem lítur upp til sólarinnar í gegnum gatið á skýjunum...
sjáið þið það ekki líka ?

Óskaplega fallegt andlit bjartsýni go gleði... já... sólin mun koma í sumar !

Við dóluðum okkur þetta kvöld og nutum þess að vera til í góðu veðri sem ekki hefur verið mikið af þetta vorið...

Leiðin aflíðandi upp og mjög skemmtileg...

Sjá fremstu menn komna upp á efsta tind og öftustu mættir upp á brúnina...

Landslag Búrfells er umfangsmikið uppi...

... þar er heilt stöðuvatn í gígnum sem gefur af sér hæsta tind
og það er nauðsynlegt að hringa þennan gíg þegar komið er upp á þetta fjall...

Litirnir þetta kvöld voru töfrar...

Birtan og sólin og skýin léku stórt hlutverk allan tímann...

Úlfljótsvatn og Þingvallavatn í baksýn.

Birtan breyttist stöðugt og sólargeislarnir voru sterkir og bjartir...

Uppi gafst ótrúlega m-víðfeðmt útsýni til fjarlægra fjalla á suðurlandi og til hálendisins...

Steinhjarta... þau eru ansi mörg sem tínast í safn Toppfara þetta misserið...

Nestispása í skjóli þar sem þjálfara buðu upp á freyðivín og konfekt,
Jórunn gaf smá gjöf í tilefni dagsins og menn söfðu nokkur falleg orð...

Englar... það er eina rétta orðið yfir  þetta fólk...

Í bakaleiðinni fórum við hring kringum vatnið á tindi Búrfells...

Ansi kalt og sumarið greinilega enn að hrista af sér veturinn...
hvíti og græni mosinn sögðu allt sem segja þurfti....

Ingólfsfjall í fjarska.. þurfum að fara að endurtaka göngu á það frá Alviðru
sem er mun styttri ganga en frá malarnámunum í suðri en um leið mun brattari...

Hópmyndin sem var gerð svarthvít...

Allir áttu að vera mjög alvarlegir eins og fólk var á myndum "í þá daga"...

Niðurleiðin var svo farin á hraða hvers og eins svo allir fengu að njóta með kvöldsólina í fangið...

Hinir þungklæddu Bjarni og Björn Matt
sögðu að þetta hefði verið léttara en þeir áttu von á að klæðast svona á fjalli...

Alls 7,4 km á 3:18 klst. upp í 551 m hæð með alls hækkun upp á 550 m miðað við 66 m upphafshæð.

Virðing... alla leið... fyrir fjallgöngumönnum fyrri tíma...

Hvítt í fjöllum og grámi niður á lendur... vorið er kalt árið 2018 og við munum minnast þess lengi... allar fjórar helgarnar í maí voru ófærar í Skaftafelli á Öræfajökul... það hefur aldrei gerst frá því Toppfara hófu göngu sína... það hefur alltaf verið allavega ein helgi göngufæri... stundum tvær eða þrjár... en aldrei bókstaflega engin...

Vonandi verður sumarveðrið betra en þessi byrjun...
við ætlum í magnaða 3ja daga göngu um Strandirnar í júlí...
það er eins gott að það verði komið sumar þá !

 

 

Friður og fegurð
á kyrrðargöngu
við Kleifarvatn

Kyrrðarganga var þriðjudaginn 8. maí
þar sem hugur okkar var hjá Guðlaugu Ósk og fjölskyldu hennar
sem og Karenar Rutar systur hennar og öðrum aðstandendum...

Gengið var frá norðurenda vatnsins meðfram veginum til að byrja með
en fljótlega út á stapana sem varða vatnið vestan megin og leyna verulega á sér...

Heilmikið brölt upp og niður hóla og hæðir, hjalla og kletta
með vatnið friðsælt öðru megin og tignarlegan sveifluhálsinn hinum megin...

Frekar kuldalegt vorið síðustu vikurnar....
og nýbúið að blása í fyrsta sinn í sögu Toppfara af jöklagönguna árlegu sem alltaf er farin í maí ár hvert á Vatnajökul...
sökum veðurs... tvær suðlægar áttir á leið til landsins næstu daga...
eftir stífa og mjög kalda vestanátt síðustu tvær vikurnar
sem kallað hefur yfir okkar landshluta regluleg haglél, kulda, vind og snjókomu hvað eftir annað fram í maí...

Nokkrir sjaldséðir hrafnar mættir í þessa göngu...
Steingrímur, Ágúst, Gylfi og fleiri sem þó hafa mætt aðeins oftar en þeir þrír í vetur...

Hæsti "tindur" þetta kvöld var á Innri stapa eða Stefánshöfða
sem var fyrri stóri höfðinn í göngunni...
en annars höfðum við miklu meiri áhuga á strandlengjunni en hæstu höfðunum þetta kvöld...

... þar sem  vatnið togaði okkur sterkt til sín... og heillaði upp úr skónum...

Mættir voru 19 manns og fimm hundar...

Sarah, Svavar, Gylfi, Sigga Sig., Ágúst, Steingrímur, Ólafur Vignir, Guðrún Helga, Arnar, Guðmundur Jón.
Gunnar Már, Þórunn, Jórunn, Slaufa, Heiða, Tinni og Moli, Birgir, Helga Björk, Gormur, Gerður Jens., Björn Matt.
Örn og Batman en Bára tók mynd.

Við höfum þrisvar gengið kringum Kleifarvatn...
fyrst í desember 2010 í kyrrsælu og fallegu veðri þar sem við röktum okkur fyrst um Sveifluhálsinn vestan megin
og fórum svo hringinn kringum vatnið austan megin en þá var óvenju lítið í vatninu
og við gátum gengið í fjörðuborðinu neðan við fjöllin austan megin...
sem ekki hefur verið mögulegt aftur...
en þetta var söguleg lækkun á vatnsyfirborðinu og rakin til jarðhræringa eftir jarðskjálftana árið 2000...

í annað sinnið gengum við á alla tindana kringum vatnið í mars árið 2016 í síbreytilegu veðri
og þá klöngruðumst við yfir þessa sömu stapa og nú voru skoðaðir vel
en á mun brattari stöðum með heilmiklu klöngri og stundum í klettunum alveg við vatnið
sem var mjög eftirminnilegt...

Og loks fórum við tindferðar-leitargöngu í janúar 2017 þegar öll þjóðin leitaði að Birnu sem þá var týnd
en þennan dag var hálfgert slagveður og við rennblotnuðum í gegn
og gengum þá bílveginn til baka vestan megin eftir allt volkið fyrr um daginn...

Engin þessara þriggja ganga eru því líkar... hver með sínu sniðið....
já, það er hægt að upplifa sama staðinn mörgum sinnum á mjög ólíkan hátt...

... því þetta þriðjudagskvöld árið 2018 var upplifunin af Kleifarvatni enn ein og önnur en áður...

... sérlega fagurt um að litast... sólríkt... friðsælt... fallegt...

Örn fór með okkur upp hvern einasta stapa, hól og klett... líka aukahrygginn hér á milli þessara tveggja stóru...
til að við fengjum sem mest úr út þessari láglendisgöngu
sem sannarlega leyndi á sér í erfiðleikastigi...

Fegurðin þetta kvöld kom á óvart...

Við sáum að það átti að vera nokkurn veginn þurrt þetta kvöld
þrátt fyrir nánast stanslausar rigningar næstu daga í kortunum...

... en að það yrði svona sólríkt og hlýtt og fallegt var óvæntur ávinningur...

Upp á þennan hrygg höfum við ekki komin áður
og þó þetta væri bara hóll sem farið var upp og niður strax aftur...

... þá var það þess virði...

Veðrið batnaði smám saman þegar á leið kveldið... lognið varð algert og vatnið alveg lygnt...

Friðurinn var áþreifanlegur og menn nutu hvers einasta skrefs þetta kvöld...

Það er einhver dulinn kraftur í Kleifarvatni...
það er oft þungbúið og ógnþrungið þetta vatn...

...það stórt að líkist stórsjó þegar illa viðrar...

... en á svona kveldi fær maður aðra hlið á því...

Strendur þess síbreytilegar og leiðin kringum það virkilega skemmtileg...

... og höfðar þess og fellin öll kringum það sérlega gjöful á fagurt útsýni
ef maður bara kemur sér þarna upp...

Hvasst hraun... lungamjúkir sandar... lausar skriður... ilmandi mosi...

Við eigum eftir að endurtaka hringleið kringum Kleifarvatn oftar en einu sinni næstu árin...
það er svo merkilegt.. að mann langar alltaf aftur að fara þessa leið...

Landslagið kringum Syðri stapa skákaði öllu landslaginu þetta kvöld...

Sjá sorfið bergið hér sisvona í sandströndinni...

Þarna varð kvöldið fegurst...

... landslagið töfrandi...

.... og friðurinn slíkur að við drukkum hann í okkur...

Hér upp klöngruðust menn og fram á brúnirnar...

Sjá gatið í klettinum...

Það var ekki hægt að láta það framhjá sér fara...

Strákarnir urðu að fara út á steinbrúnna...

Steingrímur... á réttri hillu í lífinu... úti á ystu nöf.. alltaf til í allt... hefur vit á að njóta lífsins út í ystu æsar...
hvenær sem færi gefst... "afi adrenalín" er réttnefni á þessu gulli af manni...

Kyngimagnaður staður til að vera á...

Myndirnar sem teknar voru þetta kvöld voru ótal margar góðar...

Þessi ganga var veisla allan tímann...

...heilun og orka eins og þær gerast bestar...

Ágúst og fleiri tóku virkilega fallegar myndir þetta kvöld
en hér stillum við okkur upp fyrir hann í einni af mörgum stórkostlegum ljósmyndum
sem hann tók af göngunni...

Þarna út á var endapunktur göngunnar... búin með 3,5 km og áttum eftir að fara til baka...

... við tímdum því ekki og ákváðum að ná þessari vík og þessari nös
og kveikja á minningarkerti fyrir son Guðlaugar Óskar og fjölskyldu á góðum stað þarna...

Sjá Sveifluhálsinn fyrir ofan... við þurfum að fara að endurtaka göngu um hann...

Ótrúlega fallegt landslagið við Kleifarvatn...
það er þess virði að fara bíltúr þangað á góðum degi og ganga aðeins um...
 eins og margir gera því þarna voru slóðar eftir ferðamenn...
og þrír á ferð á sama tíma og við...

Kvöldsól... hlýjindi... logn... það var kominn tími á svoleiðis...

Það var fyrri undanriðill í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetat kvöld
og vanalega skrópar Bára þjálfari þá þar sem hún er lager júróvisjónnörd...
en svona ganga var þess virði að hafa sleppt sófanum að sinni...
enda bjargar græni takkinn á fjarstýringunni algerlega svona nördum sem ekki vilja missa af nokkru...

Víkin við nösina á Syðri stapa er einstakur staður...

Við áðum þarna en skoðuðum okkur fyrst um niðri við nösina...

Mæðgurnar Jórunn og Þórunn með hundinn sinn Gorm sem fékk sér sopa úr Kleifarvatninu...

Að eiga hund og njóta með honum svona staðar... er ómetanlegt...

Nösin á Syðri stapa minnti svolítið á Lambhagann í Hornvík neðan við Rekavíkurbjarg
í ógleymanlegu Hornstrandaferðinni okkar árið 2013...

Hérna fann þjálfari góðan stað fyrir tvö kerti sem þjálfarar og Björn Matt komu með...

... í klettunum hér...

... í skjóli fyrir vindinum svo loginn myndi ekki slokkna...
Sjá gulleita logann rétt ofan við höfuðið á hundinum Batta
við vorum viss um að kertin fengju frið til að loga út þessa nótt og lýsa upp bergið...

Við hugsuðum til Guðlaugar Óskar og Karenar Rutar
sem nú eiga um sárt að binda eftir sviplegan sonarmissi Guðlaugar...

Guð gefi þeim og fjölskyldum þeirra styrk á erfiðum tímum...
... verkefnin í lífinu gerast ekki erfiðari en þetta...

Blessuð sé minning Valdimars Snæs Stefánssonar
F. 14. nóvember 1993
D. 2. maí 2018

Hér snerum við til baka... rúmir fjórir kílómetrar í bílana...
það var ráð að láta þetta nægja í bili þó enn væri kvöldið fagurt og sól hátt á lofti...

Við fórum sneggri og einfaldari leið til baka...

Sniðgengum hóla og kletta eins og kostur var...

... og enduðum fyrr á bílveginum en við hefðum óskað í óþolinmæðinni
og freistandi tækifærinu til að sleppa þúfunum...

En fegurðin hélst út gönguna þrátt fyrir stílbrjótandi malbikið...
og við keyrðum inn á blautar götur í borginni þar sem hafði rignt um kvöldið...
við vorum stálheppin með veður og fengum heilun og orkuhleðslu...
frið og kyrrð eins og hún gerist best á svona kveldi...

Alls 8,5 km á 2:49 klst. upp í 189 m hæst með alls hækkun upp á 259 m
miðað við 154 m upphafshæð.

Gula slóðin gangan þetta kvöld 2018
Bláa gangan í desember 2010 með Sveifluhálsi
Rauða gangan um níu tindana kringum vatnið í mars 2014
Ljósbláa gangan kringum vatnið og bílveginn til baka í janúar 2017

Takk öll elsku englarnir mínir... þið eruð best...

Rótarfjallshnúkur aflýstur... spurning um flotta göngu á laugardaginn í staðinn
þar sem fimmtudagurinn býður ekki upp á nægilega gott veður nema rétt um morguninn...
Sjá þegar nær dregur helgi...

 

 

Guðmundur sjötugur
á fjalli... hvar annars staðar... ! ?
... með víni og vífi á toppnum ...
Skálandi á Skálamælifelli og slagandi upp við Slögu :-)

Þriðjudaginn 24. apríl varð Guðmundur Jón Jónsson Toppfari fjötugur og datt ekkert betra í hug en mæta á fjallgönguæfingu með félögum sínum til margra ára eins og hann gerir nánast hvern einasta þriðjudag allan ársins hring... árum saman... auðvitað... best að vera í fjöllunum að njóta... en þau Katrín Kjartansdóttir, eiginkona hans eiga óumdeilanlega mætingametið í klúbbnum en Katrín var því miður ekki með þetta kvöld þar sem hún er í hnémeiðslum sem við erum viss um að hún muni jafna sig á í sumar...


Guðmundur með gjöfina frá hópnum sem Sigga Sig og Jóhanna Fríða græjuðu af stakri snilld...
gisting fyrir tvo á Siglufirði og heimsókn í bjórböðin í Eyjafirði... og peningagjöf til biðbótar til að gera vel við sig fyrir norðan...
Takk stelpur fyrir að gera þetat svona vel fyrir hönd hópsins !

Guðmundur og Katrín eru með ólofthræddustu meðlimum kúbbsins... ástríðufullir fjallgöngumenn inn að beini og alltaf til í allt á fjöllum... hafa mætt nánast í allar göngur frá því þau bættust í hópinn og hafa botnlausan áhuga á að fara nýjar slóðir eins og þjálfara er siður...

Guðmundur er alltaf boðinn og búinn til aðstoðar þjálfurum í göngunum, bæði við rötun fremst sem og að rétta mönnum hjálparhönd aftast... það er einhver einstök yfirvegun, traust og öryggi sem einkennir nærveru Guðmundar og það er algerlega ómetanlegt að hafa svona mann innan raða okkar... haf þökk elsku hjón fyrir allt sem þið hafið gefið okkur og gert fyrir hópinn með nærveru ykar og óþrjótandi fjallaástríðu... við bíðum óþreyjufull eftir Katrínu að koma aftur til leiks í fjöllunum... og efumst ekki um að þau eiga eftir að sigra ógrynni fjalla með okkur næstu árin :-)

Þennan hátíðlega dag Guðmundar gengum við á frekar óþekkt og sjaldfarin fjöll sem við höfum oft horft til keyrandi suðurstrandaveginn... þau varða innaksturinn um Leirdal þar sem við fórum í janúar til að ganga á Meradalahnúka og félaga...
 og heita þeim ólíkindanöfnum Slaga annars vegar og Skálamælifell hins vegar...

Við byrjuðum á að ganga á Slögu... og veðrið lék við okkur...
rigning og þungbúið í bænum og á leiðinni... en það skein sól þarna lengst við suðurströnd landsins
og við fengum ávæning af henni... líklega Guðmundi til heiðurs...
sólinni hefur fundist það ótækt að hafa rigningu á þessum flotta degi...

Slaga mældist 164 m há og var greið uppgöngu... allt skraufþurrt... engir skaflar... engin bleyta...
enda nálægt sjónum og þurrkandi vindurinn greiður hér um slóðir...

Ofan af Slögu blasti rauðleitt keilulaga fjall við... í sömu lögum og mörg fjöll á þessu svæði
eins og Meradalahnúkarnir, Keilir... o. m. fl...
þar fór sum sé Skálamælifell og við stefndum þangað á seinna fjall kvöldsins...

Fjórir hundar voru mættir til leiks þetta kvöld... perluvinirnir Batti og Gutti
og skvísan hún Slaufa sem bauð vini sínum með... Bessa en hann var í pössun hjá Siggu Sig og Heimi...
og þeim kom öllum vel til vina og nutu þess að ganga...
(við skulum ekkert nefna þetta rifrildi milli Batta og Gutta þarna í lokin... :-)...)

Í allri þessari hundagleði var tilvalið að ná þessum föngulega hópi á mynd... eina hundahópmynd....
þetta var það skásta sem náðist... eftir miklar fortölur við ferfætlingana
sem fannst fáranlegt að vera skipað að vera kyrr lengst uppi á fjalli :-)

Sextán manns mættir sem lögðu út í rigninguna sem aldrei varð...

Batti, Örn, Heimir, Bessi, Slaufa, Sigga Sig., Svala, Súsanna, Jóhanna Fríða, Björn Matt., Guðmundur Jón,
Helga Björk, Ólafur Vignir, Birgir, Svavar, Arnar, Perla og Georg en Bára tók mynd.

Með Skálamælifell í baksýn.

Suðurströnd landsins...
magnaður staður að ganga um eins og sumir hafa gert með snilldarstrandgöngum VV og Ferðafélagi Árnesinga og fleirum...

Brekkurnar upp á Skálamælifell voru skínandi góðar í mjúku skriðukenndu hrauninu
upp í 181 m mælda hæð...

Sjá hér Langahrygg og Stóra hrút í baksýn sem við gengum á ásamt Meradalahnúkum og tindinum Langhól í Fagradalsfjalli
í janúar í mergjaðri ferð og allt öðru yfirbragði en nú að sumri...

Komin á tindinn hér... Slaga lengst í fjarska þarna hinum megin við bunguna nær...

Guðmundur bauð öllum upp á ljúffenga skál á tindinum... eða kók...

... sem yljaði mjög vel og á okkur sveif kæruleysið og Hornstrandafílíngurinn...

Jóhanna Fríða gleðigjafi bauð upp á kanilsnúða
og hundarnir fengu líka sinn snúð...

Höfðingjar Toppfara eru nú orðnir þrír... tveir enn á meðal vor...

Guðmundur Jón og Björn Matt... magnaðir menn sem eru okkur öllum dýrmætar fyrirmyndir...

Brátt bætast Gerður Jens í höfðingjahóp Toppfara núna í desember...
og Katrín Kjartans svo í febrúar á næsta ári...

Svo eru ekki svo mörg ár í næstu hjón sem ná sjötugsaldrinum...
það eru magnað afreksfólk í þessum klúbbi og við njótum öll óendanlega góðs af því...

Vín og víf á toppnum !

Kvennaknús í tilefni dagsins úr því Katrín var ekki með :-)

Slaufa elskar að klifra og fara upp á stall... og fékk að fara á tindinn...

Bessi vinur hennar spangólaði af löngun til að gera það sama og Heimir reyndi að hjálpa honum...
en hann var allt of stór fyrir þennan stöpul...

Við fórum til baka að Slögu í tómu kæruleysi...

Gárungar sögðu nöfn fjallanna mjög svo viðeigandi þetta kvöld...
skálað á Skálamælifelli og slagað til baka um Slögu...

Í stað þess að fara aftur um fjallsbungurna á Slögu fórum við meðfram henni til baka...

... og það reyndist hin fegursta leið meðfram fuglabjörgum og sumarlega ilmandi hrauninu...

Komin upp á þjóðveg þar sem bílarnir voru... suðurhlíðar Slögu og Skálamælifell lengst til hægri...

Það var sko haldið áfram að plokka frá því á Þyrilsnesi... pokinn fullur af drasli hjá Súsönnu ! :-)

Sumarið er komið...

Alls 5,1 km á 2:12 klst. upp í 164 m á Slögu og 181 m á Skálamælifelli
með alls hækkun upp á 385 m miðað við 41 m upphafshæð.
 

 

Þyrilsnes
í orkuhleðslu af hafi

Ein skemmtilegasta láglendisgangan sem við höfum farið í gegnum tíðina en meðfram stsröndum Þyrilsness
í Hvalfirði og því endurtókum við þá göngu þriðjudaginn 17. apríl
þar sem annar hver þriðjudagur nokkurn veginn skal nú vera í léttari og styttri kantinum...

Að þessu sinni var gengið í hina áttina og byrjað á norðurbrúnunum þar sem við enduðum árið 2014
í sólsetrinu ógleymanlega... og nú gengum við ekki upp ásinn heldur í hlíðunum sem liggja niður að sjó
og það var léttur Hornstrandafílíngur í mönnum á þessum slóðum...

Fljótlega blöstu klettarnir við norðan megin
og við nutum þess að ganga um brúnirnar með sjóinn fyrir neðan okkur friðsælan og djúpbláan...

Kletturinn fagri þar sem margir fengu mynd af sér í fyrri göngu hér um...

Nú ætluðum við að ná hópmynd á honum...

... en hópurinn varð svo smár í þessu stóra landslagi þessa litla ness...
að hún endaði í aðdrætti til að ná einhverjum á mynd...

... og þá var nú betra að taka bara aðra hópmynd nær á klettinum...

Guðmundur Jón, Bjarni, Örn.
Aðalheiður, Örn A., Gunnar Már, Karern Rut, Björn Matt., Heiða með Tinna og Bónó, Súsanna, Svavar, Svala,
Gerður Jens., Ólafur Vignir og Jóhanna Fríða en Bára tók mynd.

Sjá Þyrilinn sjálfan... sjálft fjallið í baksýn göngumanna hinum megin sjávarins...

Gunnar Már hefur tínt upp rusl í göngunum með okkur frá því hann slóst í hópinn í fyrra
og því var það ekkert nýtt fyrir hann að nú gengi eitthvurt plokkaraæði yfir mannskapinn..

... en hann var stórtækastur af okkur öllum í þessari göngu og safnaði í heilan svartan ruslapoka
þó lítið væri í raun um rusl á nesinu...

Guðmundur Jón hér að rétta honum glerbrot...

... en það eina eiginlega sem rak í okkar fjörur við leit að rusli á Þyrilsnesi voru einmitt leifar af mannvistum
hvers konar... spýtnabrak sem spyrja  mátti hvort væri rusl eður ei...
en við tókum eingöngu stöku spýtur sem lágu stakar hér og þar...

... og svo voru all skyns dýrabein að finna... stór og smá... og ógrynni ígulkera eftir sjófuglinn...

Sunnan megin á Þyrilsnesi er flatlendara og friðsælla en við klettana...

... og við nutum hvers skrefs sem hér var stigið með orkuna af sjónum svo mikla
að við fórum á flug í umræðum og vangaveltum um framtíðargöngur næstu árin...

Jóhanna Fríða er alltaf til í allt með sinni smitandi gleði og jákvæðni öllum stundum...
svo einn lítill plasttappi liggjandi í brattanum var ekkert mál að ná í með smá varlegheitum
og félagana með hjartað í buxunum ofar að horfa á og mynda...

Lítil svört strönd bauð okkur í kaffipásu sem við þáðum með þökkum
en hér voru leifar af við sem kveikt hafði verið í fyrir bál og beinagrind af stærra dýri en fugli...

Dásamleg nestisstund... jebb...
það er kominn tími á nesti í þriðjudagsgöngunum aftur með hækkandi sól :-)

Hundarnir fundu  bein að naga á fleiri en einum stað og vissu varla hvaða lukkupott þeir voru dottnir í...
þetta bein vildi Batti ekki að nokkur maður hjálpaði honum að halda á...
hann bar það langa leið í kjaftinum og nagaði um leið og tækifæri gafst...

Allt að kvikna.... hlýjindin og lognið var áþreifanlega gott fyrir sálina þetta kvöld...

Örn hennar Aðalheiðar fann þessa hreindýralegu trjágrein
sem virtist hafa fokið frá trjáræktinni honum megin sjávarins og tók með í bæinn...

Múlafjall blasir hér við og það glittir í Botnssúlur hægra megin í Brynjudal
og Hvalfellið vinstra megin í Botnsdal...

Þyrill í öllu sínu veldi hér fyrir framan hópinn...

Einstakt að ganga þarna um og fá þessa sýn á fjöllin öll sem við höfum gengið á...
já, bókstaflega öll fjöllin í Hvalfirði eru að baki Toppfara einu sinni eða oftarhvert og eitt þeirra......

Plokkarar kvöldsins... allt frá einu glerbroti... plasttappa... upp í heilu greinarnar, beinin, einangrunarplötur og fleira...
en í raun  lítið af rusli.... til þess erum við komin of langt frá borg óttans greinilega...

Gersemar urðu og á vegi okkar... sjá þennan sterka rauða lit í þessum stein sem Jóhanna Fríða fann ?
og Súsanna var með...

Alls 5,8 km á 2:14 klst. upp í 62 m hæð með alls um 100 m hækkun miðað við 23 m upphafshæð :-)

Dásamlegt...

Gerum þetta oftar að ganga meðfram sjónum... fara í léttari kvöldgöngur innan um þær erfiðari...
 og plokkum alltaf smá rusl þegar viðe rum á ferð...
einn lítill plastpoki í hliðarvasa er ekkert mál :-)
 

 

Grindaskörð
og engir bollar vegna veðurs

Þriðjudaginn 10. apríl var ætlunin að ganga loksins aftur á Miðbolla og Stóra bolla
ofan við Grindaskörðin en slagveður þetta kvöld kom í veg fyriur það því miður...

Eingöngu 9 manns mættir og hafði veðrið eflaust sitt að segja í því
en þeir sem mættu voru í banastuði...

Auð jörð og vorlegt til að byrja með þegar gengið var upp slóðann að Grindaskörðunum sjálfum...

... en smám saman jukust skaflarnir eftir því sem ofar dró...

Hópurinn þéttur reglulega en Bára var ekki með sökum vinnu úti á landi þetta kvöld...

Í skörðunum sjálfum var allt á kafi í snjó en hann var gljúpur í þessum lofthita og auðfær...

Uppi var hins vegar meira slagveður... meiri vindur... og þoka sem tók af allt skyggni...

Það var því nokkuð ljóst að brölt yfir á Bollana hafði litla þýðingu aðra en slag við vind og regn
og því var afráðir að ganga ekki út á þá í þessu veðri heldur láta skörðin nægja að sinni...

Mættir:
Jóhanna Fríða, Gunnar Már, Svavar, Svala, Guðmundur J'on, Geort, Perla og Davíð og Örn tók mynd.

Með smá semingi var því snúið við aftur niður í vorið þarna niðri rétt hjá...

Og menn almennt fegnir því það var ekki spennandi að brölta í bröttum hraunbrekkum í þoku og sudda...

Léttara yfir neðar og gott að fá skyggnið aftur...

Í stað þess að svekkja sig á því að komast ekki upphaflegu gönguleið kvöldsins
brugðu menn á leik í bakaleiðinni...

... og skemmtu sér konunglega...

... fóru inn í hella...

Mynd af fb !

og hoppuðu fram af brúnum...

Alls 6 km á 1:49 klst. upp í 486 m hæð með alls hækkun upp á 286 m miðað við 235 m upphafshæð.
Fín kvöldganga miðað við aðstæður... við tökum þetta Bolla einn daginn í gullnu sólarlagi
og sjáum þá ekki eftir því að hafa geymt þá til betri tíðar...

 

Undirhlíðar
Gvendarselshæð
Gullkistugjá

... í boði Jóhönnu Fríðu...

Þriðjudagskvöldið 3. apríl voru þjálfarar erlendis og Jóhanna Fríða bauðst til að taka fyrirhugaða göngu
á Undirhlíðar frá Kaldárseli en þeim slóðum er hún vel kunn eftir snilldarinnar göngur þar um áður með hópinn...

Hér kemur ferðasagan hennar... og myndirnar...

Aðeins kalt í byrjun en heppin við að taka mesta brattann þá, þá hitnaði okkur fljótt.

Bjart og fallegt útsýni.

Hópmynd á hæsta toppnum (144m), á Undirhlíðarhorni nyrðra
(sem varaþjálfari þurfti að æfa sig nokkrum sinnum í að segja).

Gengum Gvendarselshæðina og komum við í þessari fallegu skál fyrir hópmyndatöku.

Ekki var þetta síðri hópmyndatökustaður og hvað er meira heilandi en að setjast og dingla fótunum og horfa á útsýnið.

Karen Rut, Georg, Helga björk, Birgir, Guðmundur Jón, Erna, Þorbjörg, Ingibjörg gestur,Pálín Ósk,
Steingrímur, Herdís, Svavar, Heiða og Gunnar M'ar með Bónó og Tinna.

Sólin að brjótast fram úr skýjunum.

Fundum fallega geil til að skjóta okkur niður í Gullkistugjá.

Ákveðið að stoppa og taka sólarhópmynd.

Dásemd !

Í gegnum skóginn.

6,5 km á 2:30 með 230 m samanlagðri hækkun, heilunarganga af betri gerðinni :-)

Takk ! kærlega Jóhanna Fríða ! :-)

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir