Alla þriðjudagsgöngur frá
apríl út júní 2018
í öfugri röð
Viðey 12. júní.
Trölladyngja, Grænadyngja, Hörðuvallaklof og Lambafellsgjá 5. júní.
Ásfjall Hf í stað Trölladyngju og félaga vegna slagveðurs 29. maí.
Geithóll Esju í stað
Gunnlaugsskarðs vegna illviðris 22. maí.
Búrfell Grímsnesi 15. maí.
Syðri stapi og Innri stapi við
Kleifarvatn 8. maí.
Slaga og Skálamælifell 24.
apríl.
Þyrilsnes 17. apríl.
Grindaskörð 10. apríl.
Undirhlíðar, Gvendarselshæð og
Gullkistugjá með Jóhönnu Fríðu 3. apríl.
Viðey
Viðey geymir
þúsund ára sögu Íslendinga marrandi úti á hafi
rétt utan við höfuðborg landsins...
Þriðjudagin 12.
júní... í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli
íslands
Eina leiðin fyrir
hóp eins og okkar sem ekki nær 30 manns á mætta
æfingu hverju sinni
Niðrustaðan var
því sú að nýta Viðeyjarferjuáætlunina sem þýddi
brottför kl. 16.15 frá Skarfabakka og til baka
kl. 18:30...
Við fengum engu
að síður skínandi góða göngu út úr þessum
tveimur tímum þetta kvöld
Að koma við í
kaffihúsinu í Viðeyjarstofu hér hægra megin
Við lögðum a
fstað gangandi kl. 16:29 eftir formála og
siglingu sem tók ekki nema fimm mínútur
Þjálfarar
ráðfærðu sig við staðarhaldara fyrir gönguna sem
tók vel í þá hugmynd að fara hringleið um
eyjuna, einmitt af því sagan er mikil úti í
austurenda þar sem færri fara en ekki eingöngu
við Viðeyjarstofuna sjálfa
Göngustígur er
allan hringinn og var hann fínn yfirferðar...
við gengum heldur rösklega yfir
Við gengum eftir
suðurströndinni fyrst og enduðum á Þórsnesi í
suðausturhorninu
Þarna... við
Þórsnesið fóru borgarbúar á sröndina hér áður
fyrr...
Í fjörunni þar
við fundum við þetta hreiður þegar gæsin skaust
skyndilega undan hópnum
Þurrkhúsið var eitt það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi...
Salthúsið var annað húsið sinnar tegundar á landinu... það var mikil frumkvöðlastarf í Viðey hér áður fyrr... þrátt fyrir erfitt aðgengi... eða líklega að hluta til einmitt þess vegna... menn urðu að vera sjálfbærir með alla hluti hér og aðgengi að sjófarendum var betra en í landi...
Í austurendanum
gekk úrkomubelti yfir borgina og okkur... og enn
og aftur fórum við í rigningarjakka
Milljónafélagið var stórtækt í framkvæmdum...
Lítið eftir af þessum stórhug en mjög áhugavert að lesa sér til...
Það voru meira að segja bílar í Viðey...
Staðarhaldari hafði mælt með að koma við í gamla skólahúsinu á hringleiðinni svo við tókum smá útúrdúr upp að því...
.... en þar við
var vatnstankurinn gamli sem Viðeyingafélagið
nýtir nú sem félagsmiðstöð sína...
... og hefur
byggt upp flotta aðstöðu og maður sá fyrir sér
Vatnstankurinn
gerði það að verkum að Viðey var eini staðurinn
á landinu fyrir utan Bíldudal
Við röltum um rústirnar og lásum söguna...
Hvert stórvirkið
á fætur öðru... elja... þrautsegja...
lausnamiðuð hugsun... úthald...
Skólahúsið blasir við í austurenda Viðeyjar... hvítt með rauðu þaki...
Sjá Grafarvog
handan sjávarins og Úlfarsfellið vinstra
megin...
Við skólahúsið var kort af þorpinu sem áður var...
Heil gata... og öll nauðsynleg þjónusta...
Mikið fuglalíf er í Viðey... það sást vel á skiltunum sem voru liggjandi :-)
"Milljónafélagið"
svokallaða var stofnað af Pétri Thorsteinssyni
og Thor Jensen
Þarna tókst
úrtölumönnum ekki að stöðva stórhuga menn
Milljónafélagið
varð gjaldþrota árið 1914 en útgerð hélst áfram
Árið 1931 laug
togaraútgerð frá Viðey og þá fjaraði smátt og
smátt undan byggðinni Síðustu ábúendur fóru árið 1943... það er ekki lengra síðan...
Hvíta húsið er eina byggingin sem eftir stendur af þlorpinu fyrir utan Viðeyjarstofu og Kirkjuna... ?
Búskapur Eggerts Briem...
Rómantíkin á bak við fullkomnasta fjósið á landinu... áður en Milljónafélagið varð til...
Eggert nam
búfræði í Danmörku og reisti fullkomnasta fjós á
landinu í Viðey
Hrossin syntu og kýrnar fluttar með pramma...
Búskapurinn upp á gamla mátann þrátt fyrir nýtískulegheitin...
Íbúafjöldinn í Viðey... hófst árið 1907... flestir árið 1930... allir farnir 1943...
Í skyrtu með bindi og vindil að selflytja...
Gatan í þorpinu í Viðey...
Ferjuflutningarnir...
Aftur í núið... árið 2018... eftir lesturinn héldum við aftur niður að fjöru...
... verstu
hugsanlegu leiðina yfir þýft landslagið í boði
Báru...
Veðrið fyrir
löngu aftur orðið gott...
... og fundum hana við fjóinn norðan megin...
Við vorum 23
manns í þessari göngu...
Mættir:
Dásamlegur straður.. lygn sjórinn segir allt um friðinn sem þarna var...
Geldinganesið frá
Viðey... nú vitum við nákvæmlega hvernig fjörur
Viðeyjar líta út í samanburði...
Notaleg samvera og ekkert síðri en fjallgöngurnar svona inni á milli...
Þessir tveir tímar sem við höfðum voru ansi knappir og við máttum ekki dóla okkur um of...
Stógurinn fínn
allan hringinn og ekki hægt annað en mæla með
því við alla að ganga þessa leið
Það er eitthvað við það að ganga meðfram sjónum...
Komin út í endas á Austurey og Vesturey fjær sem bíður seinni tíma göngu...
Sjá hana hér og eiðið á milli en það hverfur allt undir sjó í stórstraumi...
...og því er spáð innan nokkurra áratuga að eyjurnar aðskiljist með öllu...
Sumarið er
komið... þrátt fyrir sólarleysið... gróðurinn
blómstrar í rigningunni...
Við vorum komin í
alfaraleið á eyjunni.. stígnum milli eiðsins og
Viðeyjarstoru
Hópurinn gerði það en kvenþjálfarinn fylgdi Perlu út að fjöru sunnan megin...
.... þar sem hún gallaði sig fyrir kajakinn sinn...
... og festi á
sig sérstakan hring sem lokar alveg gatinu þar
sem hún sest ofan í...
Hún róar vanalega
í hóp... en nú var hún ein á ferð... og veðrið,
straumar og vindar
Á meðan hún græjaði sig gekk hópurin að Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju og skoðuðu staðhætti...
Því miður ekki
mikill tími til annars er rétt að skoða sig um
Við endurtökum
Viðeyjarferð einhvern tíma síðar... og tökum þá
Vestureyjuna með...
Hópurinn kominn um borð og Perla siglir hér framhjá Viðeyjarferjunni vinstra megin á mynd...
Örn náði þessari
mynd af henni fara framhjá hópnum...
Kajakferðin mikla
á Stokkseyri féll ítrekað niður í fyrra vegna
vinds...
Sjá Perlu hér sem
litla punktinn hægra megin neðan við eyjuna...
Við tókum ferjuna öll hin 22 og vorum sæl með gönguna þó allt of stutt hefði verið...
Frábær hópur á ferð.. alltaf til í allt... þannig gerast töfrarnir... og engan veginn öðruvísi...
Saga þeirra sem
byggðu Viðey og ráku þar blómlegt kúabú og
umsvifamikla togaraútgerð
En... meðan allir
keyrðu heim til sín eftir Viðeyjarferðina...
fóru þjálfarar upp í Grafarvog...
Sólin mætt
og veðrið var hrien dásemd...
Fleiri
kajakræðarar á ferð...
En hvorki tangur
né tetur sást af Perlu... enda átti hún ekki að
vera komin...
... og drifu sig
svo keyrandi aftur niður að Geldinganesi áður en
þeir fóru heim...
Hvílík tímasetning... hvílík fegurð.. friður... dásemd þetta hlýtur að vefra að koma hér að landi..
Þjálfari tók
saman myndband með smáforriti í símanum af
kvöldinu þar sem kajakmæting Perlu var í
forgrunni https://www.youtube.com/watch?v=byfrlIv1S1U
Þetta var í fyrsta sinn sem einhver mætir í Toppfaragöngu á kajak... það var heiður að taka þetta saman og varðveita... og minnti á Soffíu Rósu sem mætti einu sinni á fjórhjóli í fjallgöngu við Hafravatn...
Já, ofurkonur
Toppfara eru kyngimagnaðar...
Við hjálpuðum Perlu að koma kajakbátnum í land...
Aðstaða
kajakfólks er til fyrirmyndar í Geldinganesi
enda er lífið þar blómlegt
Perla tínir
alltaf upp plast og rusl í ferðum sínum...
Gleðlilegt sumar elsku Toppfarar ! Ef hugarfarið er jákvætt... er allt mögulegt...
Áfram Ísland...
áfram
jákvætt hugafar...
áfram
lausnamiðuð hugsun...
|
Trölladyngja
Gangan um
Trölladyngju og Grænudyngju með viðkomu
í Lambafellsgjá gegnum Hörðuvallaklof
Leiðin er
greypt inn í minnið og hefur verið farin
í öll skiptin í skýjuðu veðri...
Frerkar
svalt í veðri og varla að
fingravettlingar dugðu...
Birtan af
sólargeislunum var dásamleg og það var
gott að nýta þetta fallega veður
Trölladyngja hægra megin.... grýtt,
hvöss og brött... við byrjuðum á þeim
tindi....
Útsýnið
ofan af tindi Trölladyngju er gjöfult
yfir á Sogin og fjöllin þrjú við
eggjarnar...
Lausagrjót ofan á móbergi einkennir
niðurleið beggja dyngjanna
Keilir
er konungurinn á Reykjanesi þó ekki sé
hann hár...
Spákonuvatn hér neðan við
Grænavatnseggjar...
Uppi á
Grænudyngju höfum við yfirleitt snætt
nesti í góðu yfirlæti
Grændadyngja leynir á sér... er grasi
gróin og saklaus að sunnan og vestan...
Jú, þetta var hér niður... tvær giljarennur mögulegar með góðu móti fyrir gönguhóp...
Leiðin hér niður með Grænudyngju yfir á Hörðuvallaklof er einstaklega skemmtileg...
Hörðuvellir sandarnir hér hægra megin, Hörðuvallaklof
framundan,
Þetta var skínandi góður nestisstaður...
Nú var að koma sér áfram yfir á Hörðuvallaklof...
Risavaxnir móbergshnullungar... og við
mundum sum eftir kindahræinu sem þarna
lá alltaf...
Jebb... nokkur bein eftir... og önnur lágu dreifð um svæðið...
Þetta var
ekki bara eitt hræ sem við fundum
þriðjudagskveldið 12. maí 2009 ...
heldur tvö... Hornið af hrútnum lá ennþá skammt frá kimanum... og hauskúpan hvíta einnig...
Þetta var
í annað sinn á innan við viku sem við
sem hópur förum sjaldfarna leið ... hin var hauskúpan á Hellismannaleið laugardaginn 2. júní...
Þessi
kafli niður af Grænudyngju yfir á
Hörðuvallaklof reynir vel á listina að
detta ekki ofan á lausagrjóti
Færið sést vel hér... með brattanum... já, það þurfti að vanda hvert skref...
Litið til
baka... Grænadyngja vinstra megin og
Trölladyngja hægra megin...
Leiðin
yfir Hörðuvallaklof er mjög skemmtileg
og fjölbreytt...
Mávahlíðar fjær... já, við þurfum að
endurtaka göngu á þær...
Hópurinn var þéttur á miðju klofi og þar stóð Sigga í stórræðum...
Slaufa að
verja eigandann sinn...
Nú tóku
dásamlegu mosabreiðurnar við í tagli
Hörðuvallaklofs
Óskaplega
falleg og heilandi leið...
Hörðuvallaklof að baki...
Mávahlíðarnar fallegar héðan...
Keilir... fegurðin var síbreytileg þetta kvöld og litir, form og áferð heil veisla...
Slóðin yfir á Lambafell er orðin ansi fjölfarin og hefur breyst mikið frá því við fórum þetta fyrst...
Systurdyngjurnar tvær... þessi mjúka og svo þessi hvassa...
Lambafell
er ósköp flatt og venjulegt fell í
landslaginu
Slóðinn
að gjánni er orðinn ansi fjölfarinn á
nokkrum árum
Við vorum 11 manns þetta kvöld... en þrjú farin á undan og því náðust eingöngu sjö á mynd...
Arnar,
Bára, Birgir, Björn Matt., Guðrún Helga,
Helga Björk, Ingi, Jórunn, Sigga Sig.,
og Örn
Kyngimagnað fyrirbæri þessi gjá...
... og skemmtileg yfirferðar upp í mót milli rakra klettaveggjanna...
... með smá klöngri efst í brekkunni en vel fært öllum og stálpuðum börnum líka...
Tilvalin
leið til að bjóða erlendum gestum í...
Kvöldsólarlagið var farið að segja til sín þegar við komum upp úr gjánni...
... og
þessa tvo síðustu klukkutíma sem sólin
var á lofti þetta kvöld þá skreytti hún
stöðugt himininn
Við gengum eftir Lambafellinu og niður á stíginn vestan megin og í bílana...
Litið til
baka.. hraunbreiðurnar ná upp að fellinu
og hafa ekki komist lengra
Keilir
svo fagur... þegar við vorum komin í bílana og spáðum
í Viðey..., eða ekki Viðey...
Enn ein
sýnin á Keili... úr bílnum á leiðinni
heim... Alls 7,8 km á 3:35 - 3:39 klst. upp í 390 m á Trölladyngju, 404 m á Grænudyngju, 301 m á Hörðuvallaklofi og 165 m á Lambafellsgjá með alls hækkun upp á 623 m miðað við 134 m upphafshæð
Gullfallegt kvöld og stórfengleg
gönguleið
|
Slagveður... aftur... Aftur var slagveður á þriðjudegi... Þar sem slagveðrið lamdi á bílunum við Ásvallalaug ákváðu menn að láta Ásfjallið nægja... Gangan var 4,2 km á 1:11 klst. í ágætis veðri þegar á reyndi... Vonandi glæðist veðrið... tvær þriðjudagsæfingar framundan með þjálfurum sem svo fara í sumarfrí í 3 vikur og svo 2 æfingar með þjálfurum áður en þeir fara aftur í frí í 2 vikur en á því tímabili er spennandi sumarferðin okkar á Strandir þar sem við göngum úr friðlandi Hornstranda suður að Hvalá og getum skoðað fossana sem nú er deilt um í fjölmiðlum.... heimamenn virðast nokkuð ákveðnir í að fá rafmagn í sveitina sína... það verður forvitnilegt að skoða þetta svæði í ljósi deilnanna þar sem erfitt er að taka afstöðu... en líklega mega heimamenn einfaldlega ráða sínum ráðum... það eru jú þeir sem búa þarna og ekki við hér í Reykjavík... og við sem ekki búum fyrir vestan heldur hérna megin mættum hugsa betur um umhverfið sem við nú þegar göngum um og breytum stöðugt.... hendum plasti og mengum með bílum... breytum landslagi eins og ekkert sé... nú síðast fyrsta legg gönguleiðarinnar á Ásfjallið sem búið er að moka sand yfir til að koma fyrir frekari íþróttaaðstöðu Hauka... en það er svo sem bara vel og skiljanlegt... og enn eitt dæmið af óteljandi þar sem gönguleiðir hafa breyst á fjöllin við borgina frá því við byrjuðum með Toppfara árið 2007... Esjan, Úlfarsfell, Helgafell í Mosó o.s.frv... |
Þriðjudaginn 22.
maí gekk enn eitt slagviðrið yfir
suðvesturlandið á þessu vori
Það var því
fyrirséð af veðurspám að ekki yrði unnt að taka
þá flottu kvöldgöngu
En þetta veður
átti að standa stutt yfir og vera gengið yfir um
áttaleytið (sem rættist)
Því þrátt fyrir slagveður... tvo áhættuþætti af mörgum... vindur og úrkoma... var allt annað með okkur... autt færi, dagsbirta, tiltölulega hlýtt... og þeir félagar fengu svo skyggni sem við áttum ekki von á að yrði en það hefði líklega stytt gönguna enn frekar ef það hefði verið þoka... og í áhættumati (sem þjálfari kemst ekki í að ljúka við að birta á vefsíðunni hér) má sjá að enn fleiri hlutir voru með þeim félögum; form þeirra, reynsla/öryggi og sem fyrr segir rötunarlega og undirlagslega séð góð og örugg leið.. Já, ég þarf að fara að klára þetta áhættumat... sem er einmitt gott að notast við þegar verið er að taka ákvarðanir um hvort maður á að fara eður ei... hugmyndin kviknaði upphaflega þegar kvenþjálfarinn áttaði sig á að hún var ósjálfrátt að meta nokkra hluti fyrir hverja fjallgöngu út frá því hver áhættan yrði og þar spiluðu inn í veðrið, leiðin sjálf, ástand þjálfara, rötunar þekking og ástand hópsins sjálfs... ...og nýtti það svo þegar hún var að taka ákvörðun um hvort hún ætti að hjóla í vinnuna eða ekki... þetta var áður en hún fór að hjóla alltaf sama hvað... en fyrst var reglan sú að fara ekki á hjólinu ef þrír af fimm atriðum væru í ólagi... þ.e. birta, hitastig, vindur, úrkoma og færi... síðar bættust við fleiri þættir eins og upplag (líðan þann daginn, stundum fer maður hálflasinn í vinnuna en ekki í standi til að hjóla) og verkefnin sem væru framundan þann daginn... en svo lærði hún að það rætist yfirleitt alltaf úr veðri... að veðrið er yfirleitt mun betra en spáin sagði fyrir um kvöldið áður... og það er mun léttara að hjóla en það lítur út fyrir sama hvernig veðrið er... og fór að hjóla sama þó spáð væri illviðri... fór eiginlega að hætta að horfa á veðurspána... heldur kíkja út að morgni og taka ákvörðun út frá því... og hefur komist að því að það er nánast alltaf hægt að hjóla í og úr vinnu sama hvernig veðrið er... líklega 1 - 3 dagar á ári sem það er ekki mögulegt... ekki fleiri... þó oft sé spáð slæmu veðri... ef þeir sem virkilega hjóla allt árið eru spurðir um þetta þá segja þeir allir það sama... það er yfirleitt alltaf hægt að hjóla...
Eingöngu Davíð mætti í þessa göngu og því varð þetta fámennasta æfingin í sögu klúbbsins (fyrir utan jaðaríþróttaæfingar sem reynt var að halda úti í fyrra þar sem eingöngu þjálfarar mættu í tröppuspretti og brautarhlaup)...
Þeir félagar voru
í stuði og báðir í toppformi
Í
Sjá reynsluna af
hringleiðinni kringum Kleifarvatn í hinum
átakanlega janúarmánuðií fyrra http://www.fjallgongur.is/tindur137_kleifarvatn_210117.htm
Þeir félagar
fengu alls 7,2 km æfingu út úr þessu á 2:00
klst. upp í 558 m hæð með alls hækkun upp á 563
m
Slagveður er uppáhalds hlaupaveður
kvenþjálfarans þótt ótrúlegt sé... |
Á Búrfelli í
Grímsnesi
Þriðjudaginn 15.
maí fögnuðum við 11 ára afmæli
fjallgönguklúbbsins
...sem gengu í pilsum, jakkafötum, skyrtum, með
bindi og hatta, slæður og sjöl... á fjall og
jökla,
Bjarnig og Björn
klæddust alla leið þetta kvöld og nokkrir aðrir
komust nálægt því...
En það náðist af
einni þeirra... Jóhönnu Fríðu sem gat því miður
ekki mætt í göngu vegna meiðsla
En aftur að
lituðu veröld okkar tíma...
... og Ágúst gaf okkur fersk jarðarber úr sveitinni í upphafi göngunnar í tilefni dagsins...
Hópurinn í upphafi göngu með fjallið Búrfell í Grímsnesi í baksýn:
Jórunn, Svavar,
Maggi, Björn Matt., Árný Gyða, María, Arney og
Ólafur Vignir.
Þetta var önnur
ganga á þetta fjall en síðast fórum við 2014 um
suðurhlíðar
Sérstakt að ganga
á fjall í þessum gamla skrúða...
Stelpurnar voru í
pilsum og sjölum og með hatta og bidni eins og
þá var algengt hjá kvenþjóðinni líka...
Ef fætur eru ekki
hindraðir er hreinlega dásamlegt að ganga í
pilsi á fjöllum...
Þegar við keyrðum
um Nesjavelli á leið að fjallsrótum kom
heljarinnar éljagangur og allt hvítnaði
Himinin var því úfinn og formfagur í skýjafarinu allt kvöldið með þessum úrkomubeltum...
Blár himinn og sólríkar lendur þess á milli...
Við fórum ekki slóðina sjálfa upp á fjallið heldur ákváðum að fara með gilinu upp og svo slóðina til baka...
Fleiri höfðu greinilega tekið þessa sömu ákvörðun því öðru hvoru sáum við marka fyrir slóð fyrri göngumanna...
Gormur hikaði við
að hoppa hér niður af hjallanum... og hlýddi
ekki Jórunni
Þarna kom éljagangurinn... og menn fóru í yfirhafnir...
... en þetta var svo létt að sumir slepptu því
að klæða sig meira...
Skýjafarið þetta kvöld var göldrótt hreint út sagt...
Við bara störðum og nutum þess að horfa yfir Grímsnesið...
Fyrstsa var þetta
eins og elding niður úr himninum.. Óskaplega fallegt andlit bjartsýni go gleði... já... sólin mun koma í sumar !
Við dóluðum okkur þetta kvöld og nutum þess að vera til í góðu veðri sem ekki hefur verið mikið af þetta vorið...
Leiðin aflíðandi upp og mjög skemmtileg...
Sjá fremstu menn komna upp á efsta tind og öftustu mættir upp á brúnina...
Landslag Búrfells er umfangsmikið uppi...
...
þar er heilt stöðuvatn í gígnum sem gefur af sér
hæsta tind
Litirnir þetta kvöld voru töfrar...
Birtan og sólin og skýin léku stórt hlutverk allan tímann... Úlfljótsvatn og Þingvallavatn í baksýn.
Birtan breyttist stöðugt og sólargeislarnir voru sterkir og bjartir...
Uppi gafst ótrúlega m-víðfeðmt útsýni til fjarlægra fjalla á suðurlandi og til hálendisins...
Steinhjarta... þau eru ansi mörg sem tínast í safn Toppfara þetta misserið...
Nestispása í
skjóli þar sem þjálfara buðu upp á freyðivín og
konfekt,
Englar... það er eina rétta orðið yfir þetta fólk...
Í bakaleiðinni fórum við hring kringum vatnið á tindi Búrfells...
Ansi kalt og
sumarið greinilega enn að hrista af sér
veturinn...
Ingólfsfjall í
fjarska.. þurfum að fara að endurtaka göngu á
það frá Alviðru
Hópmyndin sem var gerð svarthvít...
Allir áttu að vera mjög alvarlegir eins og fólk var á myndum "í þá daga"...
Niðurleiðin var svo farin á hraða hvers og eins svo allir fengu að njóta með kvöldsólina í fangið...
Hinir þungklæddu
Bjarni og Björn Matt Alls 7,4 km á 3:18 klst. upp í 551 m hæð með alls hækkun upp á 550 m miðað við 66 m upphafshæð.
Virðing... alla leið... fyrir fjallgöngumönnum fyrri tíma...
Hvítt í fjöllum og grámi niður á lendur... vorið er kalt árið 2018 og við munum minnast þess lengi... allar fjórar helgarnar í maí voru ófærar í Skaftafelli á Öræfajökul... það hefur aldrei gerst frá því Toppfara hófu göngu sína... það hefur alltaf verið allavega ein helgi göngufæri... stundum tvær eða þrjár... en aldrei bókstaflega engin...
Vonandi verður
sumarveðrið betra en þessi byrjun...
|
Friður
og fegurð
Kyrrðarganga
var þriðjudaginn 8. maí
Gengið var frá
norðurenda vatnsins meðfram veginum til að byrja með
Heilmikið brölt
upp og niður hóla og hæðir, hjalla og kletta
Frekar
kuldalegt vorið síðustu vikurnar....
Nokkrir
sjaldséðir hrafnar mættir í þessa göngu...
Hæsti "tindur"
þetta kvöld var á Innri stapa eða Stefánshöfða
... þar sem vatnið togaði okkur sterkt til sín... og heillaði upp úr skónum...
Mættir voru 19 manns og fimm hundar... Sarah, Svavar,
Gylfi, Sigga Sig., Ágúst, Steingrímur, Ólafur Vignir, Guðrún
Helga, Arnar, Guðmundur Jón.
Við höfum
þrisvar gengið kringum Kleifarvatn... í annað sinnið
gengum við á alla tindana kringum vatnið í
mars
árið 2016 í síbreytilegu veðri Og loks fórum
við tindferðar-leitargöngu í
janúar 2017 þegar
öll þjóðin leitaði að Birnu sem þá var týnd
Engin þessara
þriggja ganga eru því líkar... hver með sínu sniðið....
... því þetta þriðjudagskvöld árið 2018 var upplifunin af Kleifarvatni enn ein og önnur en áður...
... sérlega fagurt um að litast... sólríkt... friðsælt... fallegt...
Örn fór með
okkur upp hvern einasta stapa, hól og klett... líka aukahrygginn
hér á milli þessara tveggja stóru...
Fegurðin þetta kvöld kom á óvart...
Við sáum að það
átti að vera nokkurn veginn þurrt þetta kvöld
... en að það yrði svona sólríkt og hlýtt og fallegt var óvæntur ávinningur...
Upp á þennan
hrygg höfum við ekki komin áður
... þá var það þess virði...
Veðrið batnaði smám saman þegar á leið kveldið... lognið varð algert og vatnið alveg lygnt...
Friðurinn var áþreifanlegur og menn nutu hvers einasta skrefs þetta kvöld...
Það er einhver
dulinn kraftur í Kleifarvatni...
...það stórt að líkist stórsjó þegar illa viðrar...
... en á svona kveldi fær maður aðra hlið á því...
Strendur þess síbreytilegar og leiðin kringum það virkilega skemmtileg...
... og höfðar
þess og fellin öll kringum það sérlega gjöful á fagurt útsýni
Hvasst hraun... lungamjúkir sandar... lausar skriður... ilmandi mosi...
Við eigum eftir
að endurtaka hringleið kringum Kleifarvatn oftar en einu sinni
næstu árin...
Landslagið kringum Syðri stapa skákaði öllu landslaginu þetta kvöld...
Sjá sorfið bergið hér sisvona í sandströndinni...
Þarna varð kvöldið fegurst...
... landslagið töfrandi...
.... og friðurinn slíkur að við drukkum hann í okkur...
Hér upp klöngruðust menn og fram á brúnirnar...
Sjá gatið í klettinum...
Það var ekki hægt að láta það framhjá sér fara...
Strákarnir urðu að fara út á steinbrúnna...
Steingrímur...
á réttri hillu í lífinu... úti á ystu nöf.. alltaf til í allt...
hefur vit á að njóta lífsins út í ystu æsar...
Kyngimagnaður staður til að vera á...
Myndirnar sem teknar voru þetta kvöld voru ótal margar góðar...
Þessi ganga var veisla allan tímann...
...heilun og orka eins og þær gerast bestar...
Ágúst og fleiri
tóku virkilega fallegar myndir þetta kvöld
Þarna út á var endapunktur göngunnar... búin með 3,5 km og áttum eftir að fara til baka...
... við tímdum
því ekki og ákváðum að ná þessari vík og þessari nös
Sjá Sveifluhálsinn fyrir ofan... við þurfum að fara að endurtaka göngu um hann...
Ótrúlega
fallegt landslagið við Kleifarvatn...
Kvöldsól... hlýjindi... logn... það var kominn tími á svoleiðis...
Það var fyrri
undanriðill í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetat kvöld
Víkin við nösina á Syðri stapa er einstakur staður...
Við áðum þarna en skoðuðum okkur fyrst um niðri við nösina...
Mæðgurnar Jórunn og Þórunn með hundinn sinn Gorm sem fékk sér sopa úr Kleifarvatninu...
Að eiga hund og njóta með honum svona staðar... er ómetanlegt...
Nösin á Syðri
stapa minnti svolítið á Lambhagann í Hornvík neðan við
Rekavíkurbjarg
Hérna fann þjálfari góðan stað fyrir tvö kerti sem þjálfarar og Björn Matt komu með...
... í klettunum hér...
... í skjóli
fyrir vindinum svo loginn myndi ekki slokkna...
Við hugsuðum
til Guðlaugar Óskar og Karenar Rutar Guð gefi þeim
og fjölskyldum þeirra styrk á erfiðum tímum...
Blessuð sé
minning Valdimars Snæs Stefánssonar
Hér snerum við
til baka... rúmir fjórir kílómetrar í bílana...
Við fórum sneggri og einfaldari leið til baka...
Sniðgengum hóla og kletta eins og kostur var...
... og enduðum
fyrr á bílveginum en við hefðum óskað í óþolinmæðinni
En fegurðin
hélst út gönguna þrátt fyrir stílbrjótandi malbikið...
Alls 8,5 km á
2:49 klst. upp í 189 m hæst með alls hækkun upp á 259 m
Gula slóðin gangan þetta kvöld 2018
Takk öll elsku englarnir mínir... þið eruð best...
Rótarfjallshnúkur aflýstur... spurning um flotta göngu á
laugardaginn í staðinn |
Guðmundur sjötugur
Þriðjudaginn 24. apríl varð Guðmundur Jón Jónsson Toppfari fjötugur og datt ekkert betra í hug en mæta á fjallgönguæfingu með félögum sínum til margra ára eins og hann gerir nánast hvern einasta þriðjudag allan ársins hring... árum saman... auðvitað... best að vera í fjöllunum að njóta... en þau Katrín Kjartansdóttir, eiginkona hans eiga óumdeilanlega mætingametið í klúbbnum en Katrín var því miður ekki með þetta kvöld þar sem hún er í hnémeiðslum sem við erum viss um að hún muni jafna sig á í sumar...
Guðmundur og Katrín eru með ólofthræddustu meðlimum kúbbsins... ástríðufullir fjallgöngumenn inn að beini og alltaf til í allt á fjöllum... hafa mætt nánast í allar göngur frá því þau bættust í hópinn og hafa botnlausan áhuga á að fara nýjar slóðir eins og þjálfara er siður... Guðmundur er alltaf boðinn og búinn til aðstoðar þjálfurum í göngunum, bæði við rötun fremst sem og að rétta mönnum hjálparhönd aftast... það er einhver einstök yfirvegun, traust og öryggi sem einkennir nærveru Guðmundar og það er algerlega ómetanlegt að hafa svona mann innan raða okkar... haf þökk elsku hjón fyrir allt sem þið hafið gefið okkur og gert fyrir hópinn með nærveru ykar og óþrjótandi fjallaástríðu... við bíðum óþreyjufull eftir Katrínu að koma aftur til leiks í fjöllunum... og efumst ekki um að þau eiga eftir að sigra ógrynni fjalla með okkur næstu árin :-)
Þennan hátíðlega
dag Guðmundar gengum við á frekar óþekkt og sjaldfarin fjöll sem við
höfum oft horft til keyrandi suðurstrandaveginn... þau varða
innaksturinn um Leirdal þar sem við fórum í janúar til að ganga á
Meradalahnúka og félaga...
Við byrjuðum á að
ganga á Slögu... og veðrið lék við okkur...
Slaga mældist 164 m
há og var greið uppgöngu... allt skraufþurrt... engir skaflar...
engin bleyta...
Ofan af Slögu
blasti rauðleitt keilulaga fjall við... í sömu lögum og mörg fjöll á
þessu svæði
Fjórir hundar voru
mættir til leiks þetta kvöld... perluvinirnir Batti og Gutti
Í allri þessari
hundagleði var tilvalið að ná þessum föngulega hópi á mynd... eina
hundahópmynd....
Sextán manns mættir sem lögðu út í rigninguna sem aldrei varð... Batti, Örn, Heimir,
Bessi, Slaufa, Sigga Sig., Svala, Súsanna, Jóhanna Fríða, Björn
Matt., Guðmundur Jón, Með Skálamælifell í baksýn.
Suðurströnd
landsins...
Brekkurnar upp á
Skálamælifell voru skínandi góðar í mjúku skriðukenndu hrauninu Sjá hér Langahrygg
og Stóra hrút í baksýn sem við gengum á ásamt
Meradalahnúkum og
tindinum Langhól í Fagradalsfjalli
Komin á tindinn hér... Slaga lengst í fjarska þarna hinum megin við bunguna nær...
Guðmundur bauð öllum upp á ljúffenga skál á tindinum... eða kók...
... sem yljaði mjög vel og á okkur sveif kæruleysið og Hornstrandafílíngurinn...
Jóhanna Fríða
gleðigjafi bauð upp á kanilsnúða
Höfðingjar Toppfara eru nú orðnir þrír... tveir enn á meðal vor... Guðmundur Jón og Björn Matt... magnaðir menn sem eru okkur öllum dýrmætar fyrirmyndir... Brátt bætast Gerður
Jens í höfðingjahóp Toppfara núna í desember... Svo eru ekki svo
mörg ár í næstu hjón sem ná sjötugsaldrinum...
Vín og víf á toppnum ! Kvennaknús í tilefni dagsins úr því Katrín var ekki með :-)
Slaufa elskar að klifra og fara upp á stall... og fékk að fara á tindinn...
Bessi vinur hennar
spangólaði af löngun til að gera það sama og Heimir reyndi að hjálpa
honum...
Við fórum til baka að Slögu í tómu kæruleysi...
Gárungar sögðu nöfn
fjallanna mjög svo viðeigandi þetta kvöld...
Í stað þess að fara aftur um fjallsbungurna á Slögu fórum við meðfram henni til baka...
... og það reyndist hin fegursta leið meðfram fuglabjörgum og sumarlega ilmandi hrauninu...
Komin upp á þjóðveg þar sem bílarnir voru... suðurhlíðar Slögu og Skálamælifell lengst til hægri...
Það var sko haldið áfram að plokka frá því á Þyrilsnesi... pokinn fullur af drasli hjá Súsönnu ! :-)
Sumarið er komið... Alls 5,1 km á 2:12
klst. upp í 164 m á Slögu og 181 m á Skálamælifelli |
Þyrilsnes
Ein skemmtilegasta
láglendisgangan sem
við höfum farið í
gegnum tíðina en
meðfram stsröndum
Þyrilsness
Að þessu sinni var
gengið í hina áttina
og byrjað á
norðurbrúnunum þar
sem við enduðum árið
2014
Fljótlega blöstu
klettarnir við
norðan megin
Kletturinn fagri þar sem margir fengu mynd af sér í fyrri göngu hér um...
Nú ætluðum við að ná hópmynd á honum...
... en hópurinn varð
svo smár í þessu
stóra landslagi
þessa litla ness...
... og þá var nú betra að taka bara aðra hópmynd nær á klettinum...
Guðmundur Jón,
Bjarni, Örn.
Sjá Þyrilinn sjálfan... sjálft fjallið í baksýn göngumanna hinum megin sjávarins...
Gunnar Már hefur
tínt upp rusl í
göngunum með okkur
frá því hann slóst í
hópinn í fyrra
... en hann var
stórtækastur af
okkur öllum í
þessari göngu og
safnaði í heilan
svartan ruslapoka
Guðmundur Jón hér að rétta honum glerbrot...
... en það eina
eiginlega sem rak í
okkar fjörur við
leit að rusli á
Þyrilsnesi voru
einmitt leifar af
mannvistum
... og svo voru all skyns dýrabein að finna... stór og smá... og ógrynni ígulkera eftir sjófuglinn...
Sunnan megin á Þyrilsnesi er flatlendara og friðsælla en við klettana...
... og við nutum
hvers skrefs sem hér
var stigið með
orkuna af sjónum svo
mikla
Jóhanna Fríða er
alltaf til í allt
með sinni smitandi
gleði og jákvæðni
öllum stundum...
Lítil svört strönd
bauð okkur í
kaffipásu sem við
þáðum með þökkum
Dásamleg
nestisstund...
jebb...
Hundarnir fundu
bein að naga á
fleiri en einum stað
og vissu varla hvaða
lukkupott þeir voru
dottnir í...
Allt að kvikna.... hlýjindin og lognið var áþreifanlega gott fyrir sálina þetta kvöld...
Örn hennar
Aðalheiðar fann
þessa hreindýralegu
trjágrein
Múlafjall blasir hér
við og það glittir í
Botnssúlur hægra
megin í Brynjudal
Þyrill í öllu sínu veldi hér fyrir framan hópinn...
Einstakt að ganga
þarna um og fá þessa
sýn á fjöllin öll
sem við höfum gengið
á...
Plokkarar
kvöldsins... allt
frá einu
glerbroti...
plasttappa... upp í
heilu greinarnar,
beinin,
einangrunarplötur og
fleira...
Gersemar urðu og á
vegi okkar... sjá
þennan sterka rauða
lit í þessum stein
sem Jóhanna Fríða
fann ? Alls 5,8 km á 2:14 klst. upp í 62 m hæð með alls um 100 m hækkun miðað við 23 m upphafshæð :-) Dásamlegt...
Gerum þetta oftar að
ganga meðfram
sjónum... fara í
léttari kvöldgöngur
innan um þær
erfiðari... |
Grindaskörð Þriðjudaginn 10. apríl var ætlunin að ganga loksins aftur á Miðbolla og Stóra bolla Eingöngu 9 manns mættir og hafði veðrið eflaust sitt að segja í því Auð jörð og vorlegt til að byrja með þegar gengið var upp slóðann að Grindaskörðunum sjálfum... ... en smám saman jukust skaflarnir eftir því sem ofar dró... Hópurinn þéttur reglulega en Bára var ekki með sökum vinnu úti á landi þetta kvöld... Í skörðunum sjálfum var allt á kafi í snjó en hann var gljúpur í þessum lofthita og auðfær... Uppi var hins vegar meira slagveður... meiri vindur... og þoka sem tók af allt skyggni... Það var því nokkuð ljóst að brölt yfir á Bollana hafði litla þýðingu aðra en slag við vind og regn Mættir: Með smá semingi var því snúið við aftur niður í vorið þarna niðri rétt hjá... Og menn almennt fegnir því það var ekki spennandi að brölta í bröttum hraunbrekkum í þoku og sudda... Léttara yfir neðar og gott að fá skyggnið aftur... Í stað þess að svekkja sig á því að komast ekki upphaflegu gönguleið kvöldsins ... og skemmtu sér konunglega... ... fóru inn í hella... Mynd af fb ! og hoppuðu fram af brúnum... Alls 6 km á 1:49 klst. upp í 486 m hæð með alls hækkun upp á 286 m miðað við 235 m upphafshæð.
|
Undirhlíðar ... í boði Jóhönnu Fríðu...
Þriðjudagskvöldið
3. apríl
voru
þjálfarar
erlendis og
Jóhanna
Fríða bauðst
til að taka
fyrirhugaða
göngu Hér kemur ferðasagan hennar... og myndirnar...
Aðeins kalt í byrjun en heppin við að taka mesta brattann þá, þá hitnaði okkur fljótt.
Bjart og fallegt útsýni.
Hópmynd á
hæsta
toppnum
(144m), á
Undirhlíðarhorni
nyrðra
Gengum Gvendarselshæðina og komum við í þessari fallegu skál fyrir hópmyndatöku.
Ekki var þetta síðri hópmyndatökustaður og hvað er meira heilandi en að setjast og dingla fótunum og horfa á útsýnið.
Karen Rut,
Georg, Helga
björk,
Birgir,
Guðmundur
Jón, Erna,
Þorbjörg,
Ingibjörg
gestur,Pálín
Ósk,
Sólin að brjótast fram úr skýjunum.
Fundum fallega geil til að skjóta okkur niður í Gullkistugjá.
Ákveðið að stoppa og taka sólarhópmynd.
Dásemd !
Í gegnum skóginn.
6,5 km á 2:30 með 230 m samanlagðri hækkun, heilunarganga af betri gerðinni :-) Takk ! kærlega Jóhanna Fríða ! :-)
|
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |