Allar þriðjudagsgöngur frá 
júlí út september 2018
í öfugri tímaröð
Staki hnúkur og Stóri Meitill 25. september. 
Sandfell í Kjós 18. september.
Valahnúkar 11. september.
Tindar Gufudal 4. september.
Leirvogsá og Tröllafoss 28. ágúst.
Skálafellsháls og Írafell 21. ágúst.
Mávahlíðar 14. ágúst.
Kattartjarnahryggir og Kyllisfell 7. ágúst.
Grindaskörð með Olgeiri og Sigríði Lár í sumarfríi þjálfara 31. júlí.
Hrútaborg með Inga í sumarfríi þjálfara 24. júlí.
Stapatindur, Folaldatindur og Hofmannatindur 17. júlí.
Sköflungur 10. júlí.
Skálafell Mosó með Siggu Sig 3. júlí.
| 
								 
								
								Staki hnúkur og Stóri Meitill  
								
								 
								Þrítugasta og 
								níunda vika ársins 2018 var illviðrasöm og úfin
								 
								
								 
								Þjálfarar veltu 
								vel fyrir sér hvort breyta ætti fjallavali 
								vikunnar vegna þessa  
								
								 
								Veðrið var hvergi 
								með ágætum... gekk á með éljum, roki og kulda...
								 
								
								 
								Fáir mættir sökum 
								veðursins líklegast...  
								
								 
								... um nýja leið 
								á hnúk sem við höfðum ekki gengið á áður... 
								
								 Haustið komið í allri sinni litadýrð.... og veturinn bankar ákveðinn á dyrnar... 
								
								 Staki hnúkur var snarbrattur en vel fær og hressileg byrjun á kvöldinu... 
								
								 Uppi blasti mjög fallegt útsýnið við til allra átta... frá sjó upp á land... 
								
								 Stóri Meitill þarna í fjarska ofar og innar á heiðinni... snjófölur efst... 
								
								 
								Gráu hnúkar hinir 
								vestari... við eigum þá enn eftir... komnir á 
								dagskrá árið 2019 á þriðjudegi... 
								
								 Hvasst... svalt... en þó ekki svo kalt... og þurrt að mestu... ægilega fagurt í þessu úfna veðri... 
								
								 
								Spjölluðum svo 
								mikið að við tókum varla eftir veðrinu...  
								
								 Litli Meitill í fjarska fyrir miðri mynd... og Geitafell hægra megin... 
								
								 
								Gráu hnúkar 
								austri fjær vinstra megin og Litla Sandfell sem 
								er kominn tími til að fá í safnið 
								
								 
								Falleg er hún 
								vetrarbyrjunin...  
								 
								Þarna í skarðinu 
								merkti Örn niðurleiðina sem fara skyldi í 
								bakaleiðinni....  
								
								 
								Við strunsuðum 
								yfir heiðina á Stóra Meitil...  
								
								 Bratt upp vestan megin en við þóttumst sjá færa leið í klöngri um klettana... 
								
								 Ekkert mál til að byrja með... en flóknara þegar ofar var komið og fara þurfti varlega einn í einu... 
								
								 Uppi á gígbarminum undir tindinum var hópurinn þéttur og við réðum ráðum okkar... 
								
								 Skyndilega mætti sólin og skein svo gul og fallegt að allt varð lygilegt á litinn... 
								
								 Þá var nú ráð að grípa hópmynd í gyllingunni... 
								Steinunn Sn., 
								Guðmundur Jón, Jóhanna Ísfeld, Örn, Guðlaug Ósk, 
								Karen Rut og Gerður Jens  
								
								 
								Uppi á tindinum 
								var ágætis veður þrátt fyrir allt...  
								
								 Sjá Litla Meitil niður frá og Geitafell hægra megin... 
								
								 
								Gekk þetta eins 
								og í sögu að fara kringum gíginn...  
								
								 Veturinn og sumarið... norðurhlíðin og suðurhlíðin... 
								
								 
								Í hinum endanum 
								klöngruðumst við niður í skarðið og spáðum í 
								hvort við ættum að fara upp aftur og niður  
								
								 Æj, við nenntum ekki að fara aftur þarna upp... og ákváðum að fara bara sömu leið... 
								
								 
								Og hún reyndist 
								léttari en okkur minnti....  
								
								 
								Niður fórum við 
								svo um skarðið sem við höfðum skoðað fyrr um 
								kvöldið Blaut en hæstánægð með hörkugöngu þessa vikuna skiluðum við okkur í bæinn í rökkrinu... 
								Það er kominn
								
								höfuðljósatími... 
								munum öll að pakka þeim niður hér með... 
								Alls 5,8 km á 
								2:15 klst. upp í 432 m hæð á Staka hnúk og 541 m 
								á Stóra Meitli 
 
								Sjá tölfræðina 
								yfir allar göngur á Stóra Meitil frá upphafi...
								  | 
							
| 
								 
								
								Kóngurinn í Kjósinni 
								
								 
								Í annað sinn í 
								sögu klúbbsins gengum við á formfagra fjallið 
								Sandfell 
								
								 
								Dásamlegt veður 
								enn og aftur á þriðjudegi þetta síðsumarið og 
								haustið 
								Örlög hærri 
								fjalla einmitt þetta...  
								
								 
								Við römbuðum inn 
								á göngustíg sem liggur frá bílveginum upp að 
								Vindáshlíð 
								
								 
								Þegar stígnum 
								sleppti við litla girðingu ofarlega í fjallinu 
								tóku móbergsklappirnar og skriðurnar við 
								
								 
								Það var sérlega 
								gaman að horfa til Írafells og Skálafellshálss 
								
								 Skúraleiðingarnar farnar yfir og himininn bjartur og blár... 
								
								 
								Uppi var 
								nestistíminn heilandi og eins fullkominn og hann 
								getur verið á fjalli... 
								
								 
								Steinunn Sn., 
								Jóhann Ísfeld, Örn, Gerður Jens., Katrín 
								Blöndal, Karen Rut, Guðmundur jón, Lilja 
								Sesselja og Halldóra Þórarins en Bára tók mynd 
								og hundarnir voru fjórir... Batman, Bónó og Moli 
								og svo Jasmín sem var að koma í sína aðra göngu 
								með hópnum og smellpassar inn í þesa ljúfu 
								ferfætlinga sem gefa göngunum sérlega vinalegt 
								yfirbragð  
								
								 
								Við höfðum 
								einhverjar slæmar minningar af leiðinlegum 
								flækingi gegnum kjarr og lúpínubreiður árið 2013 
								
								 Sem fyrr vel þegið að fá smá klettabrölt á þessu ljúfa fjalli... 
								
								 
								Farið að rökkva 
								snemma á kvöldin... sólin sest upp úr sjö og þá 
								dimmir fljótt... 
								
								 Alls 4,8 km á 2:10 klst. upp í 404 m hæð með alls hækkun upp á 367 m. 
								Sjá gula slóðin 
								þetta kvöld 2018 en sú græna árið 2013...  
								Prestahnúkur 
								loksins á dagskrá helgina eftir þessa göngu...
								  | 
							
| 
								 
								
								Valahnúkar 
								
								 
								Seinni tapleikur 
								íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í 
								Þjóðadeildinni haustið 2018 
								
								 
								Konur aldrei 
								þessu vant í meirihluta... eingöngu tveir 
								karlmenn... og tveir nýir hundar í göngu...  
								
								 
								Veðrið var með 
								besta móti... skýjað og þurrt...  
								
								 
								Bratta 
								klöngurbrekkan við hæsta tind var í annað sinn 
								sniðgengin að sinni 
								
								 ... nóg var klöngrið samt og leiðin eftir öllum Valahnúkum alltaf jafn skemmtileg... 
								
								 
								Sex hundar voru í 
								þessari göngu...  
								
								 
								Það styttist í 
								rökkrið á þriðjudögum og vert að allir fari yfr 
								höfuðljósin sín 
								
								 
								Vonandi fáum við 
								samt fleiri sólsetursgöngur áður en myrkrið 
								tekur endanlega yfir um miðjan nóvember... 
								
								 
								Katrín Blöndal, 
								Steinunn, Jói, Arna, Svala, Súsanna, Karen, 
								Heiða og Lilja Sesselja 
								
								 Alls 5,1 km á 1:45 klst. upp í 209 m hæð með alls 200 m hækkun miðað við 88 m upphafshæð... 
								Sandfell í Kjós 
								er fjall næstu viku... svipuð vegalengd og 
								tímalengd á létt en svipmikið og mjög fallegt 
								fjall   | 
							
| 
									 
									
									Heitir tindar 
									
									 
									Margtindótt 
									fjall rís milli Gufudals og Grænsdals ofan 
									Hveragerðis 
									
									 
									Lagt var af 
									stað frá golfvellinum þar sem bílum var 
									lagt...  
									
									 ... en við stefndum fljótt út úr alfaraleið og upp í hlíðarnar fyrir ofan... 
									
									 
									Þetta var frá 
									sama stað og þegar við gengum hringleið um 
									Gufudal á laugardegi í febrúar 2014 í erfiðu 
									veðri... 
									
									 
									Í stað þess 
									að fara inn dalinn og upp á Tindana að 
									ofanverðu...  
									
									 Þetta var fínasta leið og gott að brölta svolítið í klettunum... 
									
									 Vorum ekkert viss hvort þetta væri fært... en eins og svo oft áður... var þetta greið leið þannig séð... 
									
									 Það var algert logn... og því lék himininn listir sínar í blíðunni... 
									
									 Töfrarnir voru allt um kring... í landinu og ofan okkar... einstakt að fá svona kvöld... 
									
									 
									Klöngrið upp 
									Tindana var skemmtilegt og algerlega 
									nauðsynlegt  
									
									 Hundarnir voru sex þetta kvöld... og skoppuðu af gleði allan tímann... 
													
									 Hveragerði hér í baksýn... og Hellisheiðin hægra megin... 
									
									 Ofar var heiðin og við stefndum á hæsta staðinn á þessari fjallsbungu ef svo má kalla... 
													
									 Kolsvart berg... berggangar... stuðlar... innan um mosann... ef að var gáð... 
									
									 
									Þetta leit 
									svolítið öðruvísi út en um árið í 
									febrúar 2014...  
									
									 Þegar efst var komist var snúið sér á hina tindana sem rísa á þessum ás sem aðskilur dalina... 
									
									 ... og farið upp og niður eins og landið leyfði... 
									
									 
									Og þá var 
									komið fram á brúnirnar yfir Grænsdalnum... 
									þetta -s í orðinu truflar málvitund manns... 
									 
													
									 Landslagið þarna uppi er hæðótt... dalótt... þýft... þúfótt ?... segi svona :-) 
									
									 ... og rjúkandi hverir um allt... 
									
									 Við sóttum einn heim... fallegt var nú þarna... og varasamt um leið... hægt að stíga hvar sem er niður í sjóðhitann... 
									
									 Strákarnir stóðust ekki mátið... á meðan sumum fannst að þarna ætti ekki að stíga fæti... frá bæði umhverfisverndarsjónarmiðum séð... og öryggissjónarmiðum... :-) 
									
									 Bullandi heitur leirhver... sem engu eirir ef hann lokkað gæti þarna niður... 
									
									 Sunnar komum við fram á dalsmynni Grænsdals... 
									
									 
									
									...
									þar sem sást vel til ferðamannanna sem lögðu 
									leið sína inn í Reykjadal...  
									
									 Við gengum eftir brúnunum og ákváðum að kíkja niður á nösina þarna fyrir neðan... 
									
									 Dásamlegt að hittast og spjalla saman... bera saman bækurnar eftir ævintýri sumarsins... og ræða ferðirnar sem eru framundan hjá klúbbmeðlimum... meðal annars Kilimanjaro sem Ágúst sér um fyrir Toppfara í ár og óskandi hefði verið að fleiri hefðu nýtt sér... en þangað fara 12 manns og munu án efa upplifa einstakt ævintýri í Afríku... heimsálfu sem á engan sinn líka... og við verðum að fara öll til og upplifa á eigin skinni... 
									
									 
									Þjálfarar 
									reyndu að teygja vel úr þessu fjalli eins og 
									hægt var...  
									
									 Rjúkandi hverir um allt... einstakt svæði sem er þess virði að skoða vel... 
									
									 Þarna var fallegur útsýnisstaður og við stefndum þangað áður en snúið skyldi til baka... 
													
									 Sjá kraðakið niðri við Reykjadalinn... 
									
									 Gerður Jens gengur á Kilimanjaro með Ágústi í október... og bætist í hóp "höfðingja Toppfara" í lok nóvember... hún verður fyrsta konan til að gera það... sú fyrsta sem nær 70 ára aldri í klúbbnum... það er heiður að hafa hana meðal vor... létt á tá og alltaf á fjöllum... hjólandi... gangandi... njótandi... alltaf glöð og jákvæð... geislandi jákvætt hugarfar hennar er án efa hennar yngingarmeðal sem veldur að hún er eins og ung stúlka að sjá og upplifa við nánari kynni, en ekki kona að verða sjötug... 
									
									 Grænsdalur í baksýn... Halldóra Þ., Batman, Gerður Jens., Gunnar Már, Guðmundur Jón, Jóhann Ísfeld, Maggi, Svavar, Örn, Arna, Svala, Guðrún Helga, Katrín Blöndal, Steinunn Sn., Sigríður Arna, Arnar, Sigga Sig., Slaufa, Heiða með Tinna, Ágúst... og framar er Bónó og svo var annar Moli og hinn Moli einhvers staðar þarna líka :-) ... en Bára tók mynd :-) 
									
									 Bakaleiðin var valin neðan við klettana sem skerast niður af fjallinu til suðurs... 
									
									 Það var vel valið því þar niðri var enn einn hverinn... 
									
									 ... og lækurinn rennandi neðan við... 
									
									 Maggi fór upp og tók skemmtilegt myndband af hópnum ganga þarna niður... 
									
									 Við fórum handan við ásana í suðri með sveitina í Hveragerði fyrir neðan okkur... 
													
									 Litið til baka... hverinn hans Magga þarna í baksýn... 
													
									 Sólin farin að setjast... það var stutt í rökkrið... 
													
									 ... óhugnanlega stutt þar til myrkrið tekur öll völd á kvöldin... 
									
									 
									Eins gott að 
									njóta meðan birtu varir og svona kvöld 
									gefast...  
									
									 
									Í akstrinum á 
									leið heim blasti gullfallegt sólsetrið við 
									okkur af þjóðvegi eitt  
									Alls 4,2 km á 
									2:12 klst... jahá... við vorum greinilega að 
									njóta...  
									Rökkrið fer 
									að skríða inn hér með...  
									Valahnúkar í 
									næstu viku...   | 
								
| 
								 
								
								Leirvogsá og Tröllafoss  
								
								 
								Leirvogsá sem 
								rennur úr Leirvogsvatni á Mosfellsheiði og 
								gegnum Mosfellssveitina og Esjurætur alla leið 
								niður í Leiruvog 
								
								 
								... en 
								þriðjudaginn 28. ágúst gengum við upp með 
								þekktasta hluta hennar  
								
								 
								Leiðin er nokkuð 
								vel mótuð af fyrrum kindagötum og nú göngustíg 
								
								 
								
								... nema mönnum hugnist að blotna í fætur við 
								brölt upp með þrengingunum sem verða á ánni ofar 
								
								 
								En við héldum 
								okkur þurrum að þessu sinni... 
								
								 
								Gljúfur 
								Leirvogsár er glæsilegt og vel þess virði að 
								koma hér með fjölskylduna eða erlendi gesti og 
								njóta  
								
								 Við fórum frekar óhefðbundna Toppfaraleið að Tröllafossi þetta kvöldið... 
								
								 Erum vanari því að fara norðan megin og þar svo upp í fjöllin til baka... 
								
								 
								... en þetta var 
								heilunarganga þar sem við ætluðum að njóta hvers 
								skrefs...  
								
								 Mjög skemmtileg leið og umhverfið allt í sínu fegursta formi... 
								
								 
								Fossinn er mjög 
								breytilegur í vatnsmagni og höfum við upplifað 
								hann mjög vatnsmikinn og mjög vatnslítinn... 
								
								 Klettarnir sorfnir af vatnsflaumnum og þarna voru ólgandi katlar sem hefðu getað gleypt heilu hundana... 
								
								 
								Súsanna, Helga 
								Björk, Birgir, Aðalheiður, Björn Matt., Karen 
								Rut, Ingi, Örn, Jóhanna Ísfeld með Mola, Ásta 
								H.,  
								
								 Við gáfum okkur góðan tíma hér áður en haldið var áfram ofan við fossinn... 
								
								 Hjarta sem Helga Björk fann... og við sendum Katrínu Kjartans til heilunar... 
								
								 Ævintýraheimur út af fyrir sig... gljúfrið í Leirvogsá upp að Tröllafossi... 
								
								 
								Ofan við fossinn 
								er áin lygn... en samt skemmtileg uppgöngu... 
								eða til óbyggðahlaups... 
								
								 
								Við þveruðum ánna 
								til að geta gengið meðfram henni til baka norðan 
								megin... 
								
								 Súsanna sjósundskona mætti í sjóskónum sínum... góður botn og léttir... 
								
								 
								Nestisstund... og 
								þjálfarar voru næstum því búnir að lengja upp í 
								Stardalshnúkana hér ofar  
								
								 
								Hinum megin við 
								fossinn var gaman að horfa niður á svæðið þar 
								sem hópmyndin var tekin... 
								
								 Dásamlegt veður... ágúst er algerlega búinn að bjarga sumrinu fyrir suðvesturhorn landsins... 
								
								 
								Þetta er 
								litríkasti tími ársins til að ganga úti í 
								óbyggðunum...  
								
								 
								Við gengum "okkar 
								leið" niður með ánni til baka og rifjuðum upp 
								þegar við fórum hér í febrúar  
								
								 
								Hvílík heilun á 
								sál og líkama svona kvöld...  
								
								 Alls 4,4 km á 1:50 klst. upp í 166 m hæð með alls 324 m hækkun miðað við 107 m upphafshæð... 
								Tindótta fjallið 
								sem kallast "Tindar" og rís milli Gufudals og 
								Grænsdals ofan við Hveragerði næsta þriðjudag...
								  | 
							
| 
								 
								
								Villuráfandi  
								
								 
								Þriðjudaginn 21. 
								ágúst fórum við í annað sinn á Írafell og 
								Skálafellsháls  
								
								 Gengið var gegnum bæjarstæðið á bænum Írafeflli en þar voru fyrir ábúendur sem leist ekkert á þessa hjörð göngumanna með fimm lausa hunda með í för... en eftir leyfi frá þeim fengum við að halda áfram með hundana í bandi sem var auðvitað sjálfsagt þar sem gengið var í gegnum lendur þeirra þar sem fé og hestar voru á beit... 
								
								 
								Leiðin um 
								gljúfrið sem liggur milli þessara tveggja fjalla 
								er ein af mörgum perlum sem fyrirfinnast um allt
								 
								
								 
								Mjög fallegt 
								þegar lengra var komið...  
								
								 
								En við fengum 
								ekki þokuna strax og þetta var dásamleg 
								útivera...  
								
								 Sandfell í Kjós hér vinstra megin í þokunni... 
								
								 Skýin komu og fóru og við vonuðum að við slyppum við þokuna ofar í Skálafellshálsi... ... og gripum skyggnið til að taka hópmynd... 
								Helga Björk, 
								Birgir, Jóhann Ísfeld, Steinunn, Gerður Jens., 
								Ingi, Örn, Guðmundur Jón, Bjarni,  
								
								 
								Því miður kom 
								þokan á leið upp á efsta hluta Skálafellsháls
								 
								
								 
								Uppi á tindinum 
								borðuðum við nesti og snerum svo við hálf kólnuð 
								
								 
								En í stað þess að 
								fara beinustu leiðn niður að Írafelli leiddu 
								þjálfarar hópinn allt of langt til hægri...  
								Engin gild 
								afsökun hjá þjálfurum á þessu önnur en sú að 
								vera ekki nægilega vel undirbúnir...  
								
								 
								Þetta þýddi um 
								eins kílómetra lengingu á göngunni og hálftíma 
								viðbót í tíma...  
								
								Við lofum að 
								passa að þetta komi ekki fyrir aftur... 
								 
								
								 
								En við nutum þess 
								að vera þarna uppi þrátt fyrir smá útúrdúr og 
								neðar var skyggni og útsýni dásamlegt... 
								
								 Dásamleg samvera og fjörlegar umræður í besta félagsskap sem gefst... 
								
								 Hundarnir voru ekki lengi að þefa uppi að Heiða væri með smá gott í gogginn... 
								
								 
								Írafellið var 
								ósköp saklaus viðbót við göngu kvöldsins... 
								ekkert í samanburði við háa heiðina á 
								Skálafellshálsi 
								
								 
								Katrín 
								Kjartans... öflugasta kona Toppfara frá 
								upphafi... sú sem mætt hefur oftast af öllum 
								konum klúbbsins...  
								Alls 8,2 km á 
								3:23 - 3:29 klst. upp í 598 m hæð á 
								Skálafellshálsi og 261 m á Írafelli   | 
							
| 
				 
				Mávahlíðar 
				 Í annað sinn í sögu klúbbsins gengum við á dularfulla hrygginn sem rís í norðri þegar litið er yfir Reykjanesið ofan af Keili, Dyngjunum og Sveifluhálsinum... hrygg sem við héldum lengi vel að væri úr seilingarfjarlægð þar til við prófuðum að ganga á hann árið 25. ágúst 2015... 
				 Þá... fyrir sum 
				sé þremur árum... mætti Lilja Sesselja komin sjö mánuði á leið 
				og gekk alla leiðina...  
				 Síðast fórum við einhverja leið yfir hraunið og niður um Hrútagjána en fundum stíg á leiðinni til baka.. 
				 Svo Örn gætti þess að finna stíg yfir gjána í þetta sinn svo leiðin væri greiðari og minna rask á svæðinu... 
				 Margir mættir í 
				þessa göngu... sem Bára kvenþjálfari svekkti sig svolítið á þar 
				sem hún var ekki mætt sökum vinnu...  
				 Leiðin að Mávahlíðum er mjög falleg og magn hraunsins á leiðinni yfirþyrmandi... þarna er tökustaður game of Thrones og fleiri kvikmynda... því þarna eru margir heimar huldir niðri í gjótum og gjám... 
				 Mávahlíðar rísa svo sem hryggur til suðurs þarna hinum megin hraunbreiðurnnar... 
				 Sveifluhálsinn 
				og Móhálsatindar hér í baksýn...  
				 Þegar að Mávahlíðum var komið var farið upp góða brekku og fyrst kíkt á suðurtaglið... 
				 Magnað landslag sem leynir á sér þar til nær er komið... 
				 Útsýnið til Helgafells í Hafnarfirði, Vatnshlíðarhorn, og Sandfellið við Fjallið eina... 
				 Útsýnið til Fíflavallafjalls vinstra megin, Grænudyngju, Trölladyngju, Hörðuvallaklofs, Lambafells og Keilis... 
				 Hópurinn þéttur en það er flóknarar að passa 20 manna hóp þegar annar þjálfarinn er ekki mættur... 
				 Farið var eftir 
				öllum hryggnum til norðurs  
				 Sjá hér slóðann sem liggur yfir í Hörðuvallaklof en enginn greinanlegur slóði liggur líklega að Mávahlíðunum sjálfum... 
				 Júbb... upp á 
				hæsta tind... þó það sé smá brölt...  
				 Arna, Gerður 
				Jens., Katrín Blöndal, Ágúst, Herdís, Davíð, Ríta Rún hennar 
				Helgu Bjarkar, Biggi, Perla, Maggi, Þóranna, Ferfætlingar dagsins... Batman, Gutti og ? hennar Þórönnu nutu í botn... 
				 Hryggur Mávahlíða er ægifagur og þess virði að arka yfir hraunbreiðurnar til að kynnast honum... 
				 Hann er vel fær alla leið og alltaf hægt að klöngrast til hliðar ef mönnum sýnist svo... 
				 Gleðin var við völd... margir sjaldséðir hrafnar og "gömlu kynnin gleymast ey fílíngur" í hópnum... 
				 Ofan af norðurtagli Mávahlíða var snúið til baka um greiðfærar slétturnar til að byrja með... 
				 Litirnir og 
				skerpan í landslaginu er aldrei meiri en á haustin á Íslandi...
				 
				 Töfrandi fögur 
				leið frá upphafi til enda... spennandi hlaupaleið fyrir þá sem 
				spá í það...  
				 Leiðin til baka var greiðfærari í sléttara landslagi þó ekki væri á stíg... 
				 En svo tók 
				stígurinn við þegar nær dró Hrútagjánni...  
				 Sjá leiðirnar útbreiddar hér og Mávahlíðar í fjarska... 
				 Hjólförin leyna sér ekki... einhvers staðar þurfa hjólamenn að vera til að njóta eins og við... 
				 Alls 38,3 km á 3:01 klst. upp í 254 m hæð með alls hækkun upp á 279 m miðað við 216 m upphafshæð... 
 Sjá tölfræðina 
				frá því 2015 og svo 2018...  
				Dásamlegar 
				göngur að baki í sumar þrátt fyrir allt og ævintýrið heldur áfram síðsumarið 2018 sem 
				ætlar að vera veðursælla en fyrri hluti þess... vonandi fáum við 
				fleiri svona dýrindisgöngur og eru að baki í ágúst hingað til... 
				Írafell og Skálafellsháls í næstu viku sem fáir ganga á... 
				fremur krefjandi orkuganga... og svo er það aldeilis notaleg 
				heilunarganga af bestu gerð að Tröllafossi meðfram Leirvogsá 
				beggja vegna helst með viðkomu í stuðlunum í Stardalshnúkum í 
				leiðinni ef veður leyfir þar næsta þriðjudag...   | 
			
| 
								 
								
								Töfrarnir  
								
								 
								Þjálfarar mættu 
								aftur til leiks þriðjudaginn 7. ágúst eftir 2ja 
								vikna sumarhlé...  
								
								 
								Sökum vindsins 
								ákváðu þjálfarar að snúa leiðinni við og fara 
								fyrst á Kattartjarnir og svo upp á Kyllisfell í 
								bakaleiðinni 
								
								 Þetta reyndist skínandi góð ráðstöfun því um leið og við vorum komin niður að syðri tjörninni var komið logn og blíða... 
								
								 
								Orkan við að 
								ganga kringum vötn og tjarnir... læki og ár... 
								gljúfur og sjávarstrendur er engu öðru lík...
								 
								
								 Austurströnd syðri Kattartjarnar er brött og ekki fær niðri við vatnið... 
								
								 ... en þar er kominn stígur upp með hlíðinni sem er vel fær öllum... 
								
								 Himininn var úfinn í þessum vindi þetta kvöld... og var síbreytilegt og heilt listaverk út af fyrir sig allt kvöldið... 
								
								 Dásamlegt veður þrátt fyrir vindinn... já við vorum mun lánsamari með veðrið en áhorfðist á leiðinni og við bílana... 
								
								 
								Uppi á 
								Kattartjarnarhryggjum fundum við skjólgóða hlíð 
								þar sem við fengum okkur nesti 
								
								 
								Norðurstrendur 
								hennar eru einstakur staður til að vera á...  
								
								 
								Hvílíkur 
								staður... Kyllisfell vinstra megin... 
								Reykjadalur er svo mun sunnar en ekki langt 
								frá...  
								
								 Við röktum okkur kringum tjarnirnar báðar og stefnum á góðan útsýnisstað þar sem taka skyldi hópmyndina... 
								
								 
								Næst skulum við 
								skoða þessa strönd hér fyrir neðan betur... og 
								skútann þarna...  
								
								 Já... himininn... bauð upp á sitt eigið landslag sem breyttist stöðugt... 
								
								 Skútinn er hér vinstra megin fyrir neðan... kannski er þétt brekka þar upp á brúnirnar... 
								
								 
								Kattartjarnir eru 
								einstök náttúrusmíð sem vann hjarta þjálfara frá 
								fyrstu kynnum... 
								
								 Jú... var þetta ekki hópmyndastaðurinn... okkur minnti það... 
								
								 Falleg mynd... en stærð landslagsins þarna er slík að hún fangast hvergi almlennilega á mynd... 
								Guðmundur Jón., 
								Örn, Ólafur Vignir, Davíð, Birgir, Kolbrún Ýr, 
								Helga Björk, Björn Matt.  
								
								 Frá brúnunum héldum við upp ávalar brekkur Kyllisfells með vindinn í bakið... 
								
								 "Brúni hryggur" í Kyllisfelli... eins og sá Græni í Sveinsgili.. þeir leynast víða þessir fallegu hryggir... Vindurinn var slíkur uppi á Kyllisfelli... og niður hann aftur í bílana... og umræðurnar milli dásamlegra göngufélaganna svo gefafndi og líflegar... að öll myndataka gleymdist... 
								... en svo það sé 
								skráð þá gengum við niður af Kyllisfelli nokkuð 
								austan megin vði að forðast hvassar 
								vindhviðurnar...  Alls 5,9 km á 2:12 klst. upp í 407 m hæð með alls hækkun upp á 271 m miðað við 380 m upphafshæð. 
								Yndiskvöld eins 
								og þau gerast best... þrátt fyrir þennan hvassa 
								vind...   | 
							
| 
			 Hrútaborg með Inga 
			 Tveir mættu með Inga í göngu á 
			Hrútaborg á Snæfellsnesi  
			 Alvöru menn... engar afsakanir... bara mætt á Hrútaborg á júlíkvöldi og notið alla leið :-) Bjarni, Guðmundur Jón og Ingi. Vantar fleiri myndir og tölfræðina úr göngunni 
			strákar !  | 
		
| 
								 
								
								Loksins sól ! 
								
								 
								Loksins fengum 
								við sól á æfingu þriðjudaginn 17. júlí... og var 
								það einn af þremur kærkomnum sólardögum í þeirri 
								viku 
								
								 
								Við áttum 
								stefnunmót við Stapatind og félaga á 
								Sveifluhálsi og nú fórum við frá Syðri stapa... 
								
								 Dásamlegt að vera úti þetta kvöld og við drukkum í okkur blíðviðrið... 
								
								 
								Farið var upp á 
								hrygginn og stefnan tekin á Stapatind sem 
								þjálfarar voru með merktan inn norðar  
								
								 
								Móbergið með 
								skoppandi lausagrjótið ofan á sér er versta færi 
								sem gefst...  
								
								 
								Það var því 
								stundum gott að fá smá hjálparhönd yfir verstu 
								kaflana  
								
								 
								Uppi beið okkar 
								síbreytilegur heimur þessara fjalla með ótæmandi 
								fegurð  
								
								 
								Við tókum krók 
								til norðurs á Stapatind sem mældist 409 m hár í 
								þetta sinn... 
								
								 Frá Stapatindi snerum við svo til suðurs að ná hinum tveimur tindum kvöldsins... Mávahlíðar hér í fjarska til vesturs... en þær eru á dagskrá einn þriðjudaginn í ágúst... 
								
								 
								Klöngur allan 
								tímann og heilmikið brölt einkennir þessi fjöll 
								og veldur að yfirferð er ekki hröð  
								
								 
								Tólf manns 
								mættirsem telst gott á þessum hásumarstíma...
								 
								
								 
								Folaldatindur hér 
								framundan... ef marka má kort og gps-merkingar 
								þjálfara...  
								Fallega strítan 
								fjær stingandi sér upp nefndum við Hofmannatind 
								á sínum tíma...  
								Við nefnum alltaf 
								alla nafntinda sem við göngum á... til 
								aðgreiningar síðar... 
								
								 Litið til baka með Stapatind að baki og Kleifarvatnið norðan megin... 
								Stórmerkilegt að 
								sjá Lambhagatjörnina þarna niðri norðan við 
								Kleifarvatnið kúffulla af vatni...  
								
								 Milli tindanna eru svo skemmtilegir hryggir sem við klöngruðumst upp og niður um... 
								
								 ... hægt að fara á ýmsa vegu upp og um og niður um Sveifluhálsinn og engin ein rétt leið... 
								
								 Við lékum okkur í þessu landslagi og sumir klöngurðust aukalega ef klettarnir kölluðu... 
								
								 
								Tjörnin neðan við 
								Stapatind er nafnlaus... en hún er í 
								Folaldadölum...  
								
								 Komnir á Hofmannatind og hérna áðum við með nesti og útsýni til vesturs... 
								
								 
								Hofmannatindur 
								mældis 401 m hár en þeir félagar Folaldatindur 
								og Stapatindur mældust 409 m báðir  
								
								 
								Niðurleiðin var 
								svo farin einhvern veginn niður af 
								Hofmannatindi...  
								
								 
								Saklaust að sjá 
								eins og svo oft séð ofan frá þegar leitað er að 
								niðurgönguleið en smá klettahaft getur tafið 
								för...  
								Þetta hefur 
								stundum verið verra... verst líklega þegar við 
								fórum niður af Vestursúlu í fimm súlna göngunni 
								
								 
								Sjá brattann 
								hér... s+est eki í grjótvegginn neðar sem fara 
								þurfti niður um  
								
								 
								Litið til baka... 
								jæja... fórum við niður um þessa kletta já...
								 Alls 7,3 km á 3:31 - 3:41 klst. upp í 409 m hæð með alls hækkun upp á 479 m miðað við 147 m upphafshæð. 
								Fimm daga 
								gönguferð á Strandir endaði á að verða aflýst í 
								bili næstu helgi   | 
							
| 
								 
								
								Sköflungur 
								
								 
								Eftir 3ja vikna 
								sumarhlé þjálfara var haldið á Sköflung í 
								Dyrafjöllum þriðjudaginn 10. júlí 
								
								 
								
								Ágætis veður í bænum, þurrt og háskýjað...  
								Ótrúlega oft 
								einmitt svona í gegnum tíðina... rigning í 
								byrjun göngu... svo þurrt og fínt alla 
								gönguna...  
								
								 
								Gengin var 
								hefðbundin leið frá því við fórum hér fyrst árið 
								2011 eftir honum endilöngum... hryggjarlið eftir hryggjarlið... 
								
								 
								Kominn góður 
								slóði þar sem sífellt fleiri fara hér um...  
								
								 
								Hásumar og litir 
								náttúrunnar í hámarki...  
								
								 Litið til baka... hann lækkar og hækkar svo aftur sunnar... 
								
								 
								Brátt sást í 
								aðalhryggjarliðinn... þann hvassasta af þeim 
								öllum...  
								
								 
								Tíu manns 
								mættir... þar af einn gestur... bróðir Arnar 
								þjálfara, Valur Gunnarsson hjólreiðamaður 
								
								 Þessi tindur togaði okkur til sín dáleiðandi... 
								
								 
								Þjálfarar fóru 
								fyrst könnunarleiðangur hér um sumarið 2011  
								
								 Hann er lausgrýttur og brattur... en skildi vera hægt að fara alla leið... ? 
								
								 
								Við reyndum... og 
								komumst hingað... þetta var alveg nóg...  
								
								 
								Við þveruðum því 
								neðan við efsta tindinn og áðum sunnan megin 
								eins og áður  
								
								 
								Hátindur og 
								Jórutindur hér í fjarrska vinstra megin... hluti 
								af Dyrafjöllum líka 
								
								 Hey ! Það er smá sól hérna ! Og blár himinn ! Það gefst ekki meira en þetta þessar vikurnar á okkar landshluta og því þarf ekki mikið til að gleðja okkur... 
								
								 Sólin skein svolítið eftir þetta og við nutum þess að ganga í þessari hlýju birtu sem af sólinni stafar... 
								
								 Litið til baka... tindurinn sunnan megin... lausgrýttur en mosagróinn og gæti verið í lagi ef grjótið losnar ekki undan... 
								
								 
								Við höfum 
								vanalega gengið út taglið allt 
								
								 Þyrla hér á ferð fyrir ofan hópinn... virtist vera Landhelgisgæslan... 
								
								 Aftur smá sólarglæta... þetta var óskaplega fallegt... 
								
								 Fallegt landslagið í suðurtaglinu og engin spurning að klára út það allt... 
								
								 Það hljóta að flokkast sem forréttindi að geta farið í svona fallega göngu 20 mínútum frá höfuðborg landsins... 
								
								 Við gengum meðfram grófu grjótinu og sneru við á flötu taglinu til baka... 
								
								 Nú með hrygginn á hægri hönd og var sýnin stórfengleg alla leiðina til baka... 
								
								 Þýft landslag í kindagötum og svo mannaslóðum... þurr jarðvegur og ágætur yfirferðar... 
								
								 
								Alls 9,4 km á 
								3:01 til 3:08 klst. upp í 434 m hæð með alls 
								hækkun upp á 371 m miðað við 391 m upphafshæð Fullkomin kvöldganga... 
								... maður biður 
								einfaldlega ekki um svona nokkuð á þessum tímum 
								!  | 
							
| 
     
 Við erum á toppnum... 
	hvar ert þú?  |