Tindur 35 - Fimmvörðuháls á skírdegi 1. apríl 2010
Eldgjósandi afreksganga
...
í
veðurblíðu
...
heiðskíru
...
klakabundnum
fossum
...
jarðskjálfta
...
tæru
skyggni
...
ómetanlegu útsýni
...
Ógleymanleg ganga í mögnuðu sjónarspili náttúrunnar
Örn
kom með góða hugmynd að nýju eldstöðinni...
JÖKLA ...
nýja fjallið MILLI jökla... í stíl við Hekla,
Katla, Askja... Orð fá með engu móti lýst þeirri fegurð sem við urðum aðnjótandi á Fimmvörðuhálsi.
En
þjálfari mun gera sitt ítrasta til að gefa einhverja
innsýn inn í þessa gönguferð okkar
Á
Fimmvörðuhálsinn förum brátt
Brunum núna brátt af stað Breytt ferðaplön Við höfðum ætlað okkur í píslargöngu á Snæfellsjökul á föstudaginn langa... en við enduðum á gosgöngu á skírdag þar sem veðurspá var hagstæðust þann dag og úrkoma og vindur í kortunum á föstudaginn langa og gekk sú veðurspá eftir.
Þetta
þýddi að ekki komust allir með sem hefðu viljað en
margir úr hópnum höfðu þá þegar farið að
gosstöðvunum, ýmist
gangandi
frá Skógum (Hrafnkell og Fríða, Petrína og Hlyndur,
Roar og Aníta o.fl.?), á
jeppum
(Jóhannes og Lilja B. o.fl.?),
snjósleðum
(Hjölli, Anton, Kristinn, Hrund ofl.? sem gengu svo
niður), eða
fjórhjólum
(Gylfi Þór og Lilja Sesselja o.fl.?). Sjá magnaðar myndir þeirra sem fór snemma á fésbókinni, Youtube og myndasíðu ofangreindra. Myndband Gylfa á Youtube: http://www.youtube.com/watch?v=zs9dw1ec7ac&feature=email Ný sprunga
Kvöldið fyrir okkar göngu, miðvikudagskvöldið 30.
mars opnaðist
ný sprunga
á Fimmvörðuhálsi -
Sjá http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/01/nyr_gigur_a_halsinum/ Hún var norðvestan við þá eldri svo gönguleiðinni okkar var ekki ógnað eins og maður óttaðist við allra fyrstu fréttir. Þetta þýddi engu að síður að allri umferð um svæðið var lokað í kjölfarið þá um kvöldið, m.a. gönguleiðinni okkar frá Skógum og voru björgunarsveitarmenn á vakt sem meinuðu mönnum upp frá Skógum að morgni skírdags. Við höfðum fallið frá upphaflegum brottfarartíma kl. 7:00 frá Reykjavík þar sem ætlunin var að vera uppi á hálsi í ljósaskiptum og fram í myrkur sem eindregið var mælt með af þeim sem þegar höfðu farið að gosstöðvunum. Brottfarartími okkar frá Reykjavík var því á skírdag kl. 9:30 með það markmið að leggja af stað gangandi kl. 12:00 frá Skógum og vera komin til baka í bíla eftir miðnætti.
Menn voru
því tvístígandi á N1 að morgni skírdags en þjálfarar
efuðust ekki um að leiðin yrði opnuð, einfaldlega
vegna þess að það var ekkert nýtt í fréttum af
svæðinu, veðurspá og vindátt hagstæð og ekkert því
til fyrirstöðu að svæðið yrði ekki opið í byrjun
fimm daga páskafrís þar sem þúsundir manna ætluðu
sér að skoða gosstöðvarnar. Á leiðinni að Skógum hringdi þjálfari í þjónustumiðstöð eldgossins á Hvolsvelli þar sem þær upplýsingar fengust að öllum leiðum væri enn lokað á svæðið en frekari ákvörðun yrði tekin á fundi Almannavarna kl. 11:00. Innst inni trúðum við ekki öðru en að leiðin yrði greið þegar við kæmum að Skógum og það gekk eftir. Við komuna til Skóga voru lögreglumenn og björgunarsveitir á svæðinu og skal þess minnst að einn lögreglumannanna taldi litlar líkur á að svæðið yrði opnað sem kom okkur á óvart, við hefðum aldrei komið hópnum alla leiðina austur ef líkurnar hefðu verið litlar enda reyndist þetta ekki rétt til getið og stuttu síðar tilkynntu þeir að búið væri að opna svæðið... og brúnin lyftist hátt á okkur öllum og gleðin réð ríkjum... ...við vorum á réttum stað á réttum tíma og gátum lagt af stað upp á Fimmvörðuháls...
Lagt var af stað kl. 12:10 eftir stutta tölu þjálfara um mikilvægi þess að halda hópinn og tímaáætlun, fara rólega upp eftir til að eiga næga orku fyrir langan dag og njóta þess að ganga meðfram Skógá, við værum ekki eingöngu í þessari göngu fyrir gosstöðvarnar heldur og til nýta tækifærið og sjá leiðina upp á Fimmvörðuháls í vetrarbúningi. Með okkur í för til að byrja með voru þeir Guðjón Pétur og Þorsteinn, Toppfarar, sem gátu ekki farið á okkar brottfarartíma og höfðu ætlað upp um morguninn en ekki fengið og beðið við Skógafoss þar til græna ljósið kom... En við nutum ekki samvista þeirra lengi og þeir örkuðu af stað... og getur Björgvin Jóns. vitnað um háan gönguhraða þeirra bræðra þar sem hann gekk óvart með þeim til að byrja með og skildi ekkert í því afhverju hópurinn fylgdi ekki þar til hann áttaði sig á að hann var lentur í öðru föruneyti en hinum formlega Toppfaraleiðangri ;-)
Það var sléttskýjað í norðri á hádegi en hálfskýjað í suðri og smám saman varð alveg heiðskírt þennan dag. Loftið var kristaltært með frost í jörðu og gönguleiðin með besta móti; hálka á votum köflum og engin leðja.
Myndband þjálfara nr. 1 af 13 á þessum tímapunkti:
Gosbólstrarnir komu fljótlega í ljós í fjarska og einkenndust af gráma neðst og hvítu skýi sem reis langt upp eftir himni. Í góðu skyggni sáust þeir vel frá Skógum en skýin skyggðu okkur sýn þarna í hádeginu niðri.
Skógá skartaði sínu fegursta og sýndi aðrar hliðar á sér en að sumri til. Allt frosið í hlíðunum með óteljandi útgáfum af ísfossum alla leið.
Myndband þjálfara nr. 2 af 13 á þessum tímapunkti:
Lifandi leið sem lokkaði okkur hægt og bítandi áfram...
...en við gættum þess að njóta augnabliksins og
fórum okkur að engu óðslega með myndavélarnar á
lofti...
Eini
erfiði kaflinn á leiðinni sem hægt er að
sleppa með því að ganga austan við þennan slóða
- Ísfoss - gosbólstrar - mosavaxið hraun - Toppfarar - Við sáum ferðamenn fara hinum megin árinnar upp eftir og stefna í beinni línu að gosbólstrununum en töldum þá vera á öryggri slóð þar sem þeir hlytu að enda við skálann á hálsinum.
Björn
valdi þennan góða
nestisstað með því að ganga á
undan til að nýta pásurnar og setjast svo værðarlega
Ísfossar og göngumenn með gosbólstrana í baksýn... Eitt af mörgum gullnum augnablikum göngunnar meðfram Skógár...
Myndband þjálfara nr. 3 af 13 á þessum tímapunkti:
Brátt tók snjólínan við og fegurðin gerði ekki annað en aukast á gönguleiðinni.
"Hálkugormastöðin" með Eyjafjallajökul í baksýn. Heiðrún, Ingi, Kári Rúnar, Guðný, Kristín Gunda, Harpa, ?,?, Helga Björns, Steinunn, Lilja K., Hanna, Vallý og Áslaug.
Skyggnið batnaði til suðurs og það var brakandi blíða í golunni...
Þegar
komið var að brúnni yfir Skógá risu gosbólstrarnir frá gosstöðvunum
í stærð
Áin nánast frosin og hægt að ganga yfir hana á skafli með hljóðið af rennandi vatninu neðar...
Myndband þjálfara nr. 4 af 13 á þessum tímapunkti:
Við tók heiði Landnorðurstungna (ótrúlega óþjálft nafn sem þarfnast útskýringar!) að skálanum eftir brúna - þekkt kaflaskil á þessari gönguleið þar sem manni finnst hálendið taka við með hrjóstrugra og grýttara landslagi eftir að ánni sleppir sem fylgt hefur mann vistleg og væn á vinstri hönd fram að þessu.
Guðrún Helga og Súsanna með Eyjafjallajökli sem var ekki skjannahvítur norðanmegin heldur grábleikur af ösku frá gosstöðvunum (sést ekki vel á ljósmynd en sást vel með berum augum).
Myndband þjálfara nr. 5 af 13 á þessum tímapunkti:
Litið til baka síðastu brekkuna að skálanum. Skyggnið var frábært - fyrirtaks göngufæri - og brakandi blíða...
Það
voru fleiri á ferð þennan dag... Leifur Toppfari m.
a. með félögum sínum, erlendir ferðamenn Tvisvar fóru framhjá okkur tveir menn saman sem voru annars vegar klæddir venjulegum buxum og úlpu en hvorki með húfu né vettlinga og eins tveir menn í gallabuxum og varð maður hálf hjákátlegur í öllum sínum búnaði þegar við skálann stóð maður í gallabuxum og úlpu með sígaréttu í höndunum og gsm-síma í hinni... en kjánahrollurinn skánaði þegar ljóst var að hann hafði greinilega gefist upp og var að láta ná í sig... Þá mættum við borgaralega klæddum manni við skálann sem var á niðuleið... sá hafði farið svo hratt yfir (augljóslega vegna kuldans svona lítið klæddur) að hann hafði lítið séð og sagði allt svæðið lokað, m. a. niður að hraunfossunum... og að manni læddist illur grunur um að við værum of sein að ganga á Fimmvörðuháls vegna lokana en þetta reyndist sem betur fer ekki rétt hjá manninum.... hann hafði greinilega flýtt sér allt of mikið...
Við vorum komin að Baldvinsskála eftir ... klst. göngu. Skálinn er í niðurníðslu og vonandi mun FÍ koma honum í viðunandi lag í framtíðinni en þeir eignuðust hann fyrir ekki svo löngu síðan minnir mig. Án þess að vita nokkuð um málið þá hefði manni fundist Útivist mega eiga þennan skála (þó þeir eigi þennan nýja líka ofar við Eyjafjallajökul) þar sem þeir standa fyrir víðfrægum göngum um Fimmvörðuháls á hverju ári. Þetta er fjölmennur viðkomustaður að sumri til sem gæti hæglega rekið sig með kaffisölu eða slíku eins og tíðkast í skálum uppi í fjöllunum á frægum gönguleiðum erlendis... en slíkt hefur alltaf í för með sér ákveðna ókosti sem eru líklega ástæða þess að menn hafa ekki farið út í slíkt... íslenska naumhyggjan á hálendinu er dýrmæt sbr. umdeild mannmergin í Landmannalaugum sem hefur sína kosti og galla...
Eftir skálann tók við brött brekka niður um skafl sem skafið hafði með brekkunni norðan við skálann. Ágætis tilbreyting eftir aflíðandi gönguleið upp eftir og minnti á náttúrulegan þrautakóng ;-)
Smám saman sortnaði umhverfið... gjóska dekkti snjóinn með hverju skrefi nær Fimmvörðuhálsi... það var brunalykt í loftinu... skyndilega var maður kominn með "sand" milli tannanna... korn í augað... dynur í eyrunum... ösku í andlitið... gosstrókarnir urðu dekkri og gegnumsærri í vaxandi nálægðinni...
Við
vorum komin að útfallssvæði gosstöðvanna og maður
fylltist lotningarfullri eftirvæntingu
Fleiri farartæki en fætur fóru að sjást á svæðinu... fjórhjól, þyrlur, flugvélar, jeppar, snjósleðar og við mættum m. a. s. tveimur á reiðhjólum á þessum kafla og dáðumst að þeim... bara snilld ;-)
Svartur átti leik... og hvítur hörfaði... ...í mögnuðu einvígi elds og íss á Fimmvörðuhálsi...
Litið til baka að Baldvinsskála - það var hvítara yfir eftir því sem fjær dró... við vorum komin á miðju taflborðsins og drógumst inn á umráðasvæði svarts...
Myndband þjálfara nr. 6 af 13 á þessum tímapunkti:
Smám
saman urðu hólarnir alveg svartir, drunurnar hærri í
gosstrókunum
Horft yfir til eldri gígsins, við vorum dolfallin og gleymdum öllu öðru...
Myndband þjálfara nr. 7 af 13 á þessum tímapunkti:
Ákveðið var að fara fyrst að þeim eldri og var gangurinn þennan kafla "geystur" af eftirvæntingu...
Smæðin okkar í samanburði við ógnaröfl og stærð náttúruaflanna á svæðinu þennan dag var slík að aldrei gleymist og olli því m. a. hve mikil áhrif þetta hafði á mann til frambúðar að vera umkringdur eldsumbrotunum. Það var engum ofsögum sagt að menn voru breyttir einhvern veginn eftir för að gosstöðvunum... maður skildi það vel þegar komið var á staðinn.
Þegar að eldri gígnum kom setti mann hljóðan...
Myndband þjálfara nr. 8 af 13 á þessum tímapunkti:
Við
tókum endalausar myndir og sérstakur andi ríkti á
þessum stað í botnlausri hrifningu yfir fegurð
og krafti eldgossins
Útsýnishóllinn að eldri gígnum og Toppfarar fyrir neðan. Við vorum í raun á óleyfilegum stað með nýjum takmörkunum björgunsveitanna en vissum það ekki fyrr en síðar.
Gosfararnir á Fimmvörðuhálsi...
Efri
frá vinstri:
Neðri
frá vinstri.
Vantar Björn og Óskar Úlfar. Bára tók mynd.
Fljótlega kom lögreglan á staðinn og vísaði okkur
frá þar sem þetta væri utan takmarkana þó hvergi
væri það merkt
Við
lofuðum að fara en áttum erfitt með það og þurftum
að láta segja okkur það tvisvar
Þá fórum við upp á útsýnishólinn sem var í rauninni betri staður og þar sáum við víðfeðmi hraunbreiðunnar sem lekið hafði frá eldri gígnum frá því gosið hófst 30. mars...
Það
gneistaði
milli elds og íss þegar logandi hraunið mætti
snjónum og ógnarstórir gólstrar hófu sig stöðugt en
óreglulega til himins... þeir hinir sömu og sáust
niður í Skóga og alla leið á Selfoss og um allt
Suðurlandsundirlendið þessa dagana...
Fjallasýnin til fjallabaks var ólýsanleg - kristaltær og freistandi. Sjá magnaðar myndir félaganna af landslaginu á fésbókinni og myndasíðum.
Skuggar gosbólstranna á Mýrdalsjökli... ...einn af mörgum augnakonfektmolum dagsins...
Það lá beinast við að fara niður að hraunfossunum í Hrunagili þegar við höfðum staðið við eldri gíginn í rúmlega hálftíma. Þetta þýddi að Anton og Óskar Bjarki sem skotist höfðu yfir að nýrri gígnum fóru á mis við okkur og við sáum þá ekki meira fyrr en í myrkrinu síðar um kvöldið.
Leiðin
var fær og ekki lokuð eins og heyra mátti á þeim sem
farið höfðu borgaralega klæddir
Litið til baka á útsýnishólinn til suðurs með hópinn í forgrunni.
Gosbólstrarnir tóku á sig ómótstæðilegar kynjamyndir yfir eldri gígnum og hraunbreiðunni sem var logandi heit og geymdi hraunár frá gígnum alla leið niður í Hrunagil. Sjá fjórhjóliin í forgrunni, jeppa og gangandi menn.
Tindfjallajökull í fjarska með Ýmu og Ými (þarna vorum við fyrir nákvæmlega ári síðan) - Útigönguhöfði vinstra megin, Heljarkambur lengst til vinstri, Morinsheiði útflöt (sjá línu göngumanna þar fyrir miðri heiði og yfir Heljarkamb) og hluti af fjallshlíðum Rjúpnafells lengst til hægri við Heiðarhorn Morinsheiði og loks brúnin við Hrunagil þar sem bílar og mannfjöldinn er og við stefndum.
Hraunfossinn í Hrunagili sem ekki gleymist nokkrum manni sem þarna var þennan dag... Einstakt andrúmsloft og við sáum eftir því að hafa ekki tekið með tjald og prímus og dvalið þarna næturlangt...
Myndband þjálfara nr. 9 af 13 á þessum tímapunkti:
Mannfjöldinn var mikill á brún Hrunagils, sumir
sátu með fætur dinglandi fram af brúninni Hitinn var það mikil að manni hlýnaði vel á brúninni eins og þegar staðið er við bál að vetri til í frosti. Myljandi magnaður staður.
Aldursforsetar Toppfara
Björn
og Ketill sem báðir eru komnir yfir sjötugt Öll fjögur með bestu fjallgöngumönnum Toppfara.
Við bara urðum að taka hópmynd aftur og fengum nærstaddan til að smella...
Efri:
Neðri:
Vantar 15 manns á myndina af hópnum.
Myndband þjálfara nr. 10 af 13 á þessum tímapunkti:
Brátt fór að dimma og við urðum að yfirgefa þennan töfrandi stað til að ná gígunum í ljósaskiptum og myrkri... Við áttum jú enn eftir að skoða nýrri gíginn...
Nokkrir voru þegar lagðir af stað upp eftir aftur en
þjálfarar fylgdu þeim sem eftir voru Örn valdi að krækja fyrir hólinn og sleppa þéttu brekkunni þar sem það voru tilmæli björgunarsveitarmanns á svæðinu á leiðinni niður og hann taldi það æskilegri leið vegna þreytu í hópnum. Þarna drógust hins vegar strax þó nokkrir aftur úr og því afráð Bára sem fylgdi síðasta manni að fara styttri leiðina upp bröttu brekkuna aftur. Þetta þýddi að hóparnir urðu viðskila á þessum tímapunkti og náðu ekki saman aftur fyrr en í myrkrinu við nýrri gíginn og lærðum við þá lexíu að í mannfjölda (sem við vitum reyndar ekki hvenær gerist aftur í okkar fjallgöngum) þá er mikilvægt að halda hópinn allan tímann til að menn týnist ekki inn í fjöldann á svæðinu.
Við sem fórum brekkuna gengum að hraunbrúninni sem logaði af hita og virtist ekki vera bannsvæði.
Sjá rauðgula litinn í hrauninu sem brátt kom í ljós í ljósaskiptunum og sýndi logandi hraunrennslið innan í og ofan á hraunmassanum sem safnast hafði fyrir frá gígnum.
Þegar nær var komið sáum við hraunrennslið frá gígnum enn betur og heilu árnar...
Og
við gátum tekið okkur logandi mola til minja...
maður bókstaflega varð að velja "kaldan" mola
Loginn innan í hrauninu...
Vallý
"steikti" göngustafinn sinn
eins og grillpinna á teini á nokkrum sekúndum
Ferðamenn tóku sér logandi hraunmola í hönd með snjóinn eina til hlífðar sem var ekki lengi að bráðna í höndunum á þeim... Við lékum þetta ekki eftir... enda ekki ástríðufullir jarðfræðinemar eins og manni heyrðist þau vera.
Áfram var haldið meðfram hraunbreiðunni að útsýnishólnum gamalkunnuga en hvorki sást tangur né tetur af Erni og hinum hópnum sem við treystum á að væru stödd við hólinn á okkar fyrri slóðum. Á þessum tímapunkti voru þau líklega á leiðinni að hólnum eða hinum megin við hann?
Stanslaus bílaröð var á Mýrdalsjökli sem varð upplýstur bílljósum í ljósaskiptunum og myrkri næturinnar í kjölfarið.
Töfrandi sýn sem fylgdi okkur svo í myrkrinu á
niðurleið sem órjúfanleg bílaröð bókstaflega eftir
öllum jöklinum
Logandi hraunár "Jöklu" með Inga, Vallý, Helga Mána og Siggu Sig í forgrunni. Myrkrið afhjúpaði stöðugt meiri liti og töfra í landslaginu og við vorum algerlega á valdi umhverfisins.
Myndband þjálfara nr. 11 af 13 á þessum tímapunkti:
Jú, hópmynd líka hér... af óhlýðna hópnum hennar Báru... Valdís, Kristín Gunda, Heiðrún, Einar, Vallý, Ingi, Súsanna, Sigga Sig., ketill og Bára (vantar Helga Mána).
Þegar komið var að eldri gígnum náði sjónarspilið hámarki og við tókum endalausar myndir. Ýmir og Ýma á Tindfjallajökli gægjast hvítklædd upp úr í fjarska. Þyrla á lofti eins og stöðugt þennan dag.
Myndband þjálfara nr. 12 af 13 á þessum tímapunkti: Þarna var þjálfari farinn að ókyrrast og fá alvarlega áhyggjur af hinum hópnum sem hvergi sást... við ræddum hvað gera skyldi en það lá beinast við að fara að nýrri gígnum sem var það eins sem eftir var að skoða. Helgi Máni skellti sér upp á útsýnishólinn til að leita að hinum og fann þau þar en þá vorum við farin að nýju sprungunni. Önnur lexía þarna því auðvitað átti þjálfari að skjótast þarna upp á meðan hinir biðu til að útiloka að Toppfarar væru þarna. Ástæðan fyrir því að það var ekki gert var sú að ef þau væru þarna þá myndu þau örugglega vera sömu megin og við (menn leita alltaf á fyrri slóð ósjálfrátt ef þeir verða viðskila eða vilja þefa aðra uppi sem hafa týnst) en þau voru náttúrulega að skima eftir okkur norðan megin þar sem við áttum að vera gangandi á eftir þeim auk þess sem það var bannsvæði að fara gígmegin við hópinn eins og við gerðum og því leituðu þau ekki þeim megin skv. þeim sem var skiljanlegt.
Leiðin að nýja gígnum var um 1 km löng í ljósaskiptum með bílaröðina báðar leiðir en þarna hittum við Anton og Óskar Bjarka sem sáu heldur enga Toppfara á svæðinu og voru að koma frá nýja gígnum. Þeir vissu að engir Toppfarar væru þar og vildu leita annað en þjálfari vildi ekki breyta út af plani með að fara þangað þar sem það var líkegasti staðurinnn til að hitta á hina á endanum.
Nýrri gossprungan í ljósaskiptunum var ekki síðri og aftur sogaðist maður á vald eldgossins... hraungusurnar hærri og strókurinn stundum beint upp - sjá eldri gíginn hægra megin á mynd til samanburðar á uppsöfnun hrauns kringum gígana. Þarna rigndi hraunmolunum yfir mann enda varð strókurinn hár sbr. efsta mynd eða 100 - 200 m skv. fréttum þennan dag.
Myndband þjálfara nr. 13 af 13 á þessum tímapunkti:
Þjálfari skipaði mönnum að hvíla herðarnar með því að leggja pokana frá sér, drekka og nærast og halda kyrru fyrir við útsýnislínu nýja gígsins meðan hún skellti sér upp á útsýnishólinn til að svipast um eftir hinum hópnum. hér máttu menn ekki fara að tapast úr hópnum. Litlar líkur voru á að hinir væru á hólnum því hann var ekki stór og augljóslega ekki með tæplega 30 Toppfara þarna uppi en allt skyldi útilokað og var þetta ansi örvæntingarfullur þjálfari sem lýsti höfðuljósinu sínu framan í alla menn á hólnum og rýndi í alla hraunmola á staðnum til að þefa uppi verksummerki eftir Toppfarana sína.
Sýnin
þegar hún var búin að fínkemba svæðið og sneri við
niður aftur (með það í huga að tala við
björgunarsveitarmenn og biðja þá um að kanna hvort á
hinum hólnum væru gönguhópur að leita að restinni af
sínum hópi)
Hinir voru jafn fegnir en þeir höfðu staðið í svipuðu stríði við leit að okkur hinum... Þeir sem farið höfðu á undan frá gilinu höfðu annað hvort sameinast hópi Arnar á hólnum eða hópi Báru við hraunbreiðuna og voru það sem betur fer allir. Örn hafði skipað mönnum harðlega að halda hópinn á stóra útsýnishól eldri gígsins þegar ljóst var að eftirlegukindurrnar úr Hrunagili skiluðu sér ekki upp á hann fyrr um kvöldið og tók sömu ákvörðun og hinn þjálfarinn, að halda að nýja gígnum. Við fyrstu sýn virtust allir vera á staðnum og það var nauðsynlegt að njóta augnablika nýja gígsins... þjálfarar mæltu með því að fara upp hólinn þeir sem hefðu þrek til þess en nándin við nýja gíginn var ekki síðri við línuna niðri. Menn drukku og nærðust, léttu á sér og löguðu sig til... það virtist ekki vera til beygur í mönnum með það sem framundan var en líklega földu menn það vel þeir sem burðuðust með hann.. 15 km ganga í myrkri og frosti eftir langan göngudag þá þegar... beygurinn var allavega til staðar í þjálfurum sem báru ábyrgðina og lásu upp menn í hópnum eftir bílum til að hægt væri að tryggja að allir væru á staðnum.. mikið var það góð niðurstaða... ferðin hefði flækst óumræðilega ef það vantaði einhvern...nei, þetta var samstilltur hópur sem vissi greinilega vel hvað hann var að gera og hafði þó haldið hópinn með öðrum hvorum þjálfaranum. Þegar við vorum að tygja okkur til heimfarar kom í ljós að Helga Björns hafði útvegað sér bílfar niður eftir vegna meiðsla og fór á endanum Gerður og Írunn með henni, þar sem meiðsli hrjáðu þær allar. Þær fengu hreinasta jeppaævintýri út úr þeirri för þar sem fararstjórar bílsins stóðu í björgunaraðgerðum fyrir aðra bíla alla leiðina niður um Mýrdalsjökulinn.
Þegar
lagt var af stað til baka kl. 21:45 að kveldi skírdags gaf
þjálfari tóninn fyrir heimferðina; halda skyldi
hópinn undantekningarlausts enginn mátti taka upp á
sitt einsdæmi að stoppa heldur nýta formleg gönguhlé
til að athafna sig því það var auðvelt að týna
hópnum ef menn stoppuðu. Á þetta reyndi nokkrum
sinnum á leiðinni og var þjálfari mjög strangur í
þeim tilfellum að skipa mönnum að halda vel áfram og
halda í við hina og menn skildu
alvarleikann og voru stilltir inn á þetta... það var
ekkert minna en
lífsnauðsynlegt
að halda hópinn og halda tímaáætlun, vegalengdir og
tímalengdir göngunnar voru ekkert grín og menn
skildu það vel enda vann hópurinn eins og einn maður
alla leið.
Engar myndir fengust af niðurleiðinni þar sem myndavélin var enn á valdi gossins uppi... eða kannski það hafi verið frostið sem loksins kláraði málið eftir gríðarlegar myndatökur dagsins... en síðasta mynd ferðarinnar náðist við skiltið á Fimmvörðuhálsi af Skúla Júlíussyni frá Egilsstöðum, einum af gestum göngunnar sem kom að austan, en hann er einn tveggja fjallgöngumanna frá Egilsstöðum sem ganga einnig á fjöll allt árið um kring en þeir fóru t. d. á Snæfell um daginn við vetraraðstæður.
Þeir
ætla að leiðsegja Toppförum á ein svipmestu fjöll
Íslands -
Dyrfjöll í Borgarfirði eystri í júní 2011
Sjá flotta myndasíðu þeirra með fullta af fjallsnöfnum sem maður hefur aldrei heyrt af enda allt annar staður á landinu !: http://wildboys.123.is/home/ Heimförin var ekki síður söguleg en uppgangan um Skógá og dáleiðslan um gosstöðvarnar. Eldglæringarnar og logandi hraunstraumurinn virtust gefa okkur orkuna sem til þurfti fyrir stranga niðurleið - sannkallaða píslargöngu inn í aðfararnótt föstudagsins langa - sem var hreinasta afrek í ísköldum meðvindi og myrkri í tæpa fjóra klukkutíma...
Sjá
göldrótt myndband Ketils af ljósagöngu Toppfara með
eldgosið í baksýn á niðurleið:
http://www.youtube.com/user/ketillarnar#p/a/u/0/abupH3tSb8k Áfram var svo haldið niður að brú og var sá kafli mjög háll í frostinu og nokkrir duttu við þar til flestir voru komnir á gormana eða brodda. Á brúnni féll Ingi (gormalaus) niður með brúnni en sakaði ekki og minnti þetta á hve menn eru gjarnari á að lenda í óhöppum á niðurleið þegar þreyta, óþreyja og andvaraleysi ræður ríkjum. Við brúnna sameinaðist hópurinn okkar öðrum sem þáðu fylgdu með okkur þar sem þau voru ekki með gps-tæki og óviss með niðurgönguna. Við tók jeppaslóðinn sem var góður í fyrstu en versnaði eftir því sem neðar dró og var með versta móti lengi vel í háum hryggjum, stórgrýti og lausamöl... og samruna umhverfisins þar sem maður sá varla hvar maður gekk... ógleymanleg þrekraun var niðurgangan um þennan veg... Margs ber að minnast á niðurgöngunni sem ein og sér jafnaðist á við tindferð að erfiðleikastigi og vegalengd en tæplega þó tímalengd (15 km á tæpum 4 klst.) en upp úr stendur hin magnaða upplifun að ganga með stóran appelsínugulan eldbjarma í bakið frá gosstöðvunum milli tveggja glitrandi hvítra jökla í myrkrinu, glitrandi stjörnuhvolfið á heiðum himni og iðandi græn norðurljósin og fullkomnaði þessi umgjörð bakaleið gosgönguna á Fimmvörðuhálsi svo sjaldséð verður að upplifa aftur annað eins. Gangan var í raun þrír ólíkir kaflar:
1.
Gangan meðfram Skóga up á Fimmvörðuháls í sól og
blíðu að degi til í ca 6 klst.
Hvílíkt afrek
Stærð
fegurðar þessarar ferðar var umfram öll orð
Sjá
mergjað myndband Áslaugar á Youtube af ferðinni:
Sjá
allar myndir þjálfara á myndasíðu Toppfara:
Sjá
myndbönd þjálfara á Youtube:
Myndband Gylfa Þórs af ferð hans og Lilju ATH! ferðasaga tindferða þarfnast lagfæringa og breytinga fyrstu dagana eftir birtingu! ----------------------------------------------------- Lexíur göngunnar: Sjá síðar nokkra liði sbr. ofangreint í texta.
|
---------
ELDGOSIÐ Í EYJAFJALLAJÖKLI
14.
apríl 2010
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/14/gosid_er_nalaegt_habungunni/?ref=fphelst http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/14/aldrei_sed_jafn_storan_mokk/ http://www.ruv.is/frett/stor-sigdaeld-umhverfis-giginn Bærinn Þorvaldseyri liggur undir ógnarvaldi Eyjafjallajökuls þessi augnablikin eins og aðrir bæir undir Eyjafjöllum en við keyrðum framhjá þeim blómlega bæ á leiðinni á Fimmvörðuháls um daginn. Ketill stakk upp á því að heimsækja Þorvaldseyri í leiðinni í ferðinni á Fimmvörðuháls en við töldum ekki tími til þess vegna langrar göngu framundan og ákváðum að koma slíkri heimsókn á í næstu fjallgöngu á svæðinu. Bærinn er vel heimsóknarinnar virði þar sem þar fer eitt framsæknasta býli landsins, kúabú sem rekið er af brautryðjendum í kornrækt, með eigin rafstöð og eru þau einnig frumkvöðlar m. a. í framleiðslu olíu úr olíuplöntunni Repju (vonandi allt rétt hjá mér, hringdi í pabba áðan en hann er staddur á suðurlandi). Það hvílir skuggi yfir tilveru bæja undir Eyjafjallajökli þessar stundirnar en við vonum að engin heimili fari undir hlaup eða ösku svo skaði hljótist af. Vonandi fáum við því annað tækifæri til að heimsækja þennan merkilega bæ þegar við göngum á eitt af sunnlensku fjöllum landsins í síbreytilegu landslagi þess landshluta!
13.
apríl 2010
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/14/jardskjalftahrina_undir_eyjafjallajokli/
11.
apríl 2010: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/11/eldgosinu_ad_ljuka/
8.
apríl 2010:
Eldri gígurinn er þagnaður að sögn jarðfræðinga...
nákvæmlega viku eftir að við vorum þarna...:
31. mars 2010:
28. mars 2010:
24. mars 2010:
Ljóst
er af fréttum að hraun rennur yfir gönguleiðina um
Fimmvörðuháls og höfum við ákveðið að láta
ofangreindar pælingar standa til minningar um þessa
fyrstu daga gossins þegar maður var með hjartað á
Fimmvörðuhálsi og maður velti því fyrir sér hvaða
afleiðingar það hafði á það svæði sem við þekkjum
sum svo vel.
22.
mars 2010:
--------------------- Síðasti hlutinn - frá skálunum á hálsinum niður í Bása í Þorsmörk. GPS-myndaupplýsingar: Sjá gps-slóðann þrískiptan um Fimmvörðuháls frá Skógum niður i Bása Þórsmerkur og loftmyndir af Goolge-earth - til fróðleiks fyrir þá sem ekki eru með gps:
Allar athugasemdir velkomnar !
Ferðasagan af
Fimmvöruhálsi
í blíðskaparveðri alla leið 14. júní 2008:
Allar myndirnar af
Fimmvörðuhálsi:
Ferðasagan af
Eyjafjallajökli
í heiðskíru alla leið 6. apríl 2008:
Allar myndirnar af
Eyjafjallajökli:
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|