Allar þriðjudagsæfingar frá júlí út september 2016
í öfugri tímaröð


Helgafell í Mósó 4. október.
Hjólað á Fjall-ið eina og til baka 27. september.
Póllandsferð Toppfara stóð yfir þri 20. sept, Esjan á dagskrá en veður var ekki gott og engin mæting líklega?
Geldingaárháls og Kinnahóll 13. september.
Vífilsfell 6. september.
Sjávarsíðuskokk frá Mosó í Grafarvog - jaðaríþrótt nr. 8 af 12 30. ágúst.
Grænsdalur og Dalafell 23. ágúst.
Vesturhnúkur Hafnarfjalli 16. ágúst.
Helgafell í Hafnarfirði 9. ágúst án þjálfara.
Þríhyrningur 2. ágúst.
Sandfell um Ölfusvatnsgljúfur 26. júlí.
Elífsdalur Esjunni 19. júlí með Hjölla.
Esjan öðruvísi 12. júlí með Hjölla.
Vörðuskeggi 5. júlí með Gylfa.

Hjólað á fjall
frá Ásvallalaug að Fjallinu eina og til baka
í töfrandi fögru sólsetri og ljósaskiptum
Þetta var miklu léttara og skemmtilegra en við héldum !!!

Sjö manns mættu á hjóli þriðjudaginn 27. september á jaðaríþróttaæfingu nr. 9 af 12 á árinu...

... og hjóluðu frá Ásvallalaug í Hafnarfirði um Ásbraut
og svo Krýsuvíkurveg að afleggjaranum að Fjallinu eina vestan við Vatnsskarð...

... í sól og blíðu og gullfallegum haustlitum...

... þeir fyrstu á 29 mínútum og þeir síðustu á um 40 mínútum...

... en Batman sá um að lóðsa alla inn á réttan afleggjara...

... þar sem Arna og Njáll bættust í hóp hjólreiðamanna kvöldsins...

Höfðingi Toppfara, Björn Matthíasson... sá eini af Póllandsförunum sem mætti á æfingu fyrir utan þjálfara...
fjögur enn stödd í Póllandi og hinir að hvíla sig eftir ferðina og sumir jafnvel með kvefpest sem gekk innan hópsins í ferðinni...

... var ekki á nógu góðu hjóli en Njáll náði að herða eitthvað á dempurunum fyrir heimferðina...

Það voru fleiri á hjóli um Krýsuvíkurveg en við... tugir manna í hóp á hjólaæfingu...
og við hlógum að vitleysunni í okkur að bæta smá fjallgöngu við 20 km hjólaæfingu kvöldsins...

Fjallið eina... það eina sem við áttum enn eftir ógengið af öllum fjöllunum á svæðinu...

... það var tími til kominn að bæta því í safnið...

Þrjú mættu eingöngu í göngu... Bára (svo Batman gæti komið með, hann komst ekki á hjóli), Gylfi og Olga...

Berjamó á leiðinni... lífið var yndislegt...

Sólin settist smám saman meðan við gengum á fjall...

... algerlega gullinn tími á leið upp og litirnir óborganlegir...

Útsýnið og skyggnið kristaltært og fagurt...

... og norðurljósin áttu eftir að leika listir sínar síðar um kvöldið...

Fjallið eina er aflíðandi norðan megin og hnúkast svo í tindinum að sunnan...

... við röltum þetta aflíðandi leiðina... og vorum sammála því að Theresa hin pólska hefði verið mjög hrædd um okkur
síðasta spölinn á hæsta tind... grjót, skriður og smá klöngur...
hún trúði okkur aldrei þegar við sögðumst vera svo vön þessu klöngri utan við alla göngustíga :-)

Olga, Erna, Svavar, Björn, Arna, Njáll, Örn, Súsanna, Gylfi, Batman og Bára tók mynd.

Keilir, Trölladyngja, Grænadyngja, Hörðuvallaklof, Grænavatns- og Djúpavatnseggjar, Selsvallafjall, Fíflavallafjall og Mávahlíðar...
allt fjöll sem komin eru í safnið... það verður gaman að rifja upp göngurnar á þessum fjöllum næstu árin...

Við borðuðum nesti og horfðum á sólina setjast...

... og fundum ótrúlega glöggt hvernig varminn og birtan hörfuðu hratt þegar sólin fór...

Ljósaskiptin tóku við þegar hjólin voru aftur dregin fram fyrir heimferðina...

... en samt ágætlega bjart til að byrja með...

... höfuðljósin komu sér vel því engin voru götuljósin á Krýsuvíkurveginum...

Svavar fór á undan og Björn fékk far með Gylfa til baka þar sem hjólið hans var ekki í nægilega góðu standi...
því hjóluðu sex manns til baka og voru hvorki meira né minna en tíu mínútum fljótari niður í mót en upp í mót...

Þetta var miklu auðveldara og skemmtilegra en það hljómaði þegar þessi hugmynd kom fyrst upp á borðið...
það munaði ekki miklu að við aflýstum þessari æfingu úr ef háu flækjustigi og hinidranahugsunarhætti eins og þeim að það væri svo mikið vesen að þvæla hjólinu í fjallgöngu... en það voru svo jákvæð viðbrögð á snjáldru við hjólreiðunum
að við ákváðum að halda áætlun... og þó svo að ekki nærri allir hafi skilað sér sem fannst þetta spennandi hugmynd...
og eflaust einhverjir flækst í hindranahugsunarhættisnetinu... 
þá getum við öll lært af þessu að þetta var virkilega gaman og mjög svo viðráðanlegt öllum sem hafa ágætis hjól :-)

Svei mér þá ef við gerum þetta ekki að árlegum viðburði á dagskrá Toppfara !

Alls 9,6 km hjól frá Ásvallalaug upp að Fjallsafleggjara á Krýsuvíkurvegi kl. 18:30 - hjólað í 29-40 mín úr 20 m upp í 125 m...
Alls 3,8 km fjallganga á Fjallið eina kl. 18:25 á 1:21 klst. frá 125 m upp í 223 m...
Alls 9,6 km hjól frá Fjallsafleggjara á Krýsuvíkurvegi niður í Ásvallalaug kl. 19:53 úr 125 m niður í 20 m hæð.

Lent við Ásvallalaug áður en það var alveg komið myrkur... Vá hvað þetta var flott æfing !

Lexíur kvöldsins:
Léttara og hraðara að hjóla en við héldum... léttara að fara í fjallgöngu milli hjólreiða en við héldum... léttara að hjóla í myrkri til baka en við héldum... styttra á milli fyrsta og síðasta manns á hjólinu en við héldum... miklu fleiri að hjóla á svæðinu en við héldum... ekkert mál að taka smá fjallgöngu í hjólagallanum/strigaskónum... væri öruggast að gera þetta snemma í september næst eða að vori (apríl), þegar það er bjart allt kvöldið til að tryggja öryggi sem mest og njóta birtunnar sem við höfum alltaf á kvöldin á íslenska sumrinu :-)

... og synd að fleiri skyldu ekki mæta, þó ekki væri nema til að taka létta og flotta fjallgöngu í geggjuðu veðri þó hjólið hefði ekki verið með... og upplifa að uppgætva hversu svona geggjaðar hugmyndir eru stundum alveg að gera sig þó maður efist fram á síðustu stundu... :-)

Þetta verður pottþétt árlegt hér með !
... spurning að finna fleiri leiðir með góðu aðgengi og smá fjalli með
frá öllum sundlaugunum í höfuðborgarsvæðinu svo allir geti upplifað að hjóla heiman frá sér á fjallgönguæfingu :-)

Næsta jaðaríþrótt er skák í október... til minningar um skákina forðum daga í Grunnbúðum Everest...
það verður eitthvað á Jókubungu í Akrafjalli upp óhefðbundna leið um Kúludal í ljósaskiptunum...
pant fá jafn flott veður og þetta kvöld og nánast öll önnur kvöld ársins 2016... :-)
 

 

Með tungli og sól
upp Geldingaárháls og Kinnahól
í Koppakofugili... já það er satt :-)

Sólin settist fallega hliðar við Snæfellsjökul á æfingu þriðjudaginn 13. september...

... þegar gengið var á Geldingaárháls og niður um Kinnahól í Koppakofugili...

... þar sem Blákollur, Hafnarfjallið allt, Hróarstindar, Skessuhorn, Heiðarhorn og Skarðshyrna
og fjær Botnssúlur, Esjan að norðan, Hvalfjarðarfjöllin öll, Akrafjallið og meira að segja Baula lengst í fjarska
veifuðu og þökkuðu fyrir síðast...

... og við rifjuðum upp hverja mögnuðu fjallgönguna á fætur annarri á þessum slóðum...
... það var ekki eitt einasta fjall ógengið að sjá úr þessum fjallasal... sem er ótrúlegt að uppgötva...

Ágúst, Jóhann Rúnar, Anna Elín, Magnús, Ólafur Vignir, Sarah, Örn, Gylfi, Karen Rut, Olga, Lilja H., Björn Matt, Gerður Jens, Ester, Batman og Bára tók mynd...

Póllandsfarar í meirihluta enda ferðin mikla að hefjast á laugardaginn...
http://www.exodustravels.eu/is/poland-holidays/walking-trekking/trek-polish-high-tatras/tvt-86467?setcountry=IS

Hróarstindarnir vinstra megin, hluti af Hafnarfjalli á bak við, Baula (og 2009) strítan í fjarska bak við Jóhann og Önnu og loks Svartitindur og félagar hægra megin... fjöll sem gengin voru 2012 í einni af mörgum mergjuðum tindferðum
sem líklega hafi fallið of mikið í gleymskunnar dá með árunum...

Hlýju litir sólarinnar... rauður, gulur og appelsínugulur... lögðust yfir allt í upphafi göngunnar...

... og svalir litir tunglsins... bleikur, blár og grár... tóku svo við þegar sólin gaf boltann yfir...

... og Snæfellsjökullinn fékk margar flottar myndir af sér þarna mitt á milli... hér kominn til hægri á mynd...

Ætlunin var að ganga upp á hólinn þarna ofan við fagurmótaðan gíginn...

... en tunglið togaði okkur til sín niður á hina fjallstunguna... Kinnahól sem reis hinum megin gilsins...
og þar beið okkar klöngur og skemmtilegheit í myrkrinu með höfuðljósin...

Já, það er að koma vetur... með sínum svölu litum... skæra tunglsljósi... bjarta stjörnuhvolfi... fannhvítu breiðum... dulúð myrkursins... brakandi friðsældinni og einstökum tærleikanum sem ekki næst að sumri til... sem er ástæðan fyrir því að vetrargöngurnar eru í uppáhaldi þjálfara... enda einstakt að upplifa dagrenningu... sólarupprás... og sólarlag í einni göngu... göngur í óbyggðum gerast einfaldlega ekki flottara með slíku...

Svo verður gott að upplifa vorið aftur með öllum sínum krafti... við gætum ekki lifað við sömu árstíðina allt árið...
það yrði fljótt leiðigjarnt... svo fögnum næstu árstíð og njótum kosta hennar sem mest... 

Alls 6,5 - 7 km á 3:09 klst. upp í 609 m hæð með alls hækkun upp á 590 m miðað við 112 m upphafshæð.

Yndisleg ganga þar sem Póllandsfarar kvöddu og gera sig nú klára fyrir sex göngudaga og mikla menningarferð þar sem fegurð og skelfing munu skiptast á að segja okkur söguna... um þetta stríðshrjáða fyrrum austantjaldsland... þar sem borgararnir hampa hvergi landinu sínu og það er innibyggt í þjóðarsálina að vera ekki með nokkurt þjóðarstolt sem einkennir svo okkur Íslendinga... af lærðum sársaukafullum ótta við enn frekari innrásir herja alls sjö nágrannalandanna sem liggja að Póllandi...
 

 

Komið niður úr skýjunum
á V
ífilsfelli

Eftir fegurstu gönguna í sögu Toppfara helgina á undan...

... var gengið á Vífilsfell þriðjudaginn 6. september í blíðskaparveðri...

... og ævintýrin að fjallabaki rifjuð upp í sæluvímunni sem enn er ekki runnin af mönnum ...

Farið var stikuðu leiðina sem nú hefur verið færð austar upp um klettana
og er fínasta leið en það væri gaman að vita hvers vegna leiðin um gilið var tekin úr umferð ef einhver veit það?

Póllandsfarar mæta nú grimmt
og undirbúa sig fyrir fimmtu landvinningaferð Toppfara á erlendri grundu...

Þetta er búið að vera viðburðarík sumarlok... Lónsöræfin stórkostleg..  Fjallabakið enn stórfenglegra...
og nú er bara Pólland eftir...

...áður en svalur og tær veturinn tekur við... með sínar allra flottustu göngur sem gefast...

já, það er í alvöru flottasti tíminn á fjöllum þó þessar sumarblíðugöngur séu magnaðar...
og því var ótrúlegt að upplifa að gangan um Hrygginn milli gilja... milli Jökulgils og Sveinsgils
skyldi toppa allar okkar mögnuðu jöklaferðir og vetrarferðir...
svo að Grunnbúðum Everest og Machu Piccu í Perú var meira að segja ógnað í fegurð...
þó þær standi samt ennþá upp úr öllu saman...

Batman hitti tvífarar sinn á tindi Vífilsfells...

... og sá vildi bara alls ekki fara niður með eiganda sínum...
heldur leika meira við þennan hund sem var svona agalega spennandi...

Mættir voru 20 manns með Erninum því Bára var á Akuureyri og Húsavík að safna fersku norðlensku blóði :-)

Batman, Hjölli, Lilja H., Sarah, Maggi, Ágúst, Jóhann Rúnar, Hlöðver, Anna Elín, Erna, Guðný Eser, Ester, Ólafur Vignir,´Pálín Ósk, Gerður Jens., Sigríður Arna, Kolbrún Ýr og María en Örn tók mynd.

... og Björninn... sjálfur höfðinginn mætti seinna á eftir hópnum og eins Aðalheiður sem sneri fyrr við...
og vá hvað það var gaman að fá líka Ernu aftur til leiks... já, endilega mæta vel í vetur, þetta er svo gaman :-)
Hvað voru menn að spá að sleppa Fjallabakinu ? !!!

Alls 7,0 km á 2:30 klst. upp í 668 m hæð með alls hækkun upp á 512 m miðað við 213 m upphafshæð.

Góð mæting og góð stemning... það er greinilega notalegt að hafa svona fremur léttar og fjölfarna fjallgöngu í bland við allar þessar tilraunakenndu könnunarleiðangri eins og þessum hópi er lagið síðustu árin...
verst að við erum eiginlega búin með allt hér á suðvesturhorninu... :-)
... þess vegna rifjum við upp það svalasta á næsta ári upprifjunar og þakklætis
á 10 ára afmælisári Toppfara :-)
 

 

Skástræti Harry Potters
frá Mósó í Grafarvog...

Hlaup á braut var jaðaríþrótt ágúst mánaðar og sú áttunda sem við prófum á árinu... eða ekki reyndar því fjallaskíðin (4 af 12) komust aldrei á blað þar sem enginn sýndi áhuga á þeim því miður og eins féll fjallahlaupið (7 af 12) niður með Laugaveginum því miður (þjálfurum að kenna) svo hlaup á braut komst í þriðja neðsta sætið hvað áhuga varðar þar sem enginn virtist vera mættur þegar þjálfara dóluðu sér við innganginn að Varmárlauginni og innganginn að vellinum þar sem hlaupabrautin er... og fóru því heim með skottið á milli lappanna... enda hafði enginn meldað inn þátttöku eða lýst yfir áhuga á þessari jaðaríþrótt nema nýliðinn hún Olga sem afboðaði sig eðlilega, líklega að hluta til þegar hún sá að bókstaflega enginn sýndi þessari æfingu áhuga né meldaði sig nema hún :-)

... en svo kom í ljós að bæði Björn Matt og Svavar höfðu mætt þetta kvöld, reyndar aðeins of seint þannig að þeir hafa misst af þjálfurum á svæðinu... sem var auðvitað synd þar sem við náðum þá ekki að taka æfinguna... en um leið mikil sárabót fyrir þjálfara eftir á að það skyldi hafa verið smá glæta í áhuga á þessari "brjáluðu hugmynd" að bjóða Toppförum upp á að prófa að hlaupa á braut :-) Synd að ná ekki að taka æfingu saman því þetta er svo ótrúlega gaman... ef við hefðum vitað að einhver ætlaði að mæta þá hefðum við skyggnst betur eftir viðkomandi og kannski beðið aðeins lengur, en svo fór sem fór og ekkert svekk yfir því nema rétt á meðan á því stóð :-)


Sjá kajakræðarana vinstra megin við fjöruna - glittir í hvítt.

En... með hlaupastoltið sært... nei kannski bara smá sárt af leiða yfir þessu... og skottið milli lappanna tók Örn bílinn heim aftur og Bára og hundurinn Batman skokkuðu frá Varmárlauginni í Mosfellsbæ með sjávarsíðunni alla leið í Grafarvog... og nutu lífsins eins og svo oft áður í hlaupatúrum sumarsins... það var blankalogn, skýjað og hlýtt... og á leið okkar urðu hestar í haga í Mósó... hestamenn í útreiðatúr á þessum frábæra reiðstíg meðfram sjónum í Mosó og á reiðbrautinni sem liggur við sjávarsíðuna í Mosó (hvílík snilld), veiðimenn að sniglast kringum veiðihúsið í Korpuánni... golfarar að taka hring á Korpuvellinum... kajakræðarar að fara yfir helstu tækniatriði í voginum við Geldinganes og fleiri ræðarar að sigla utar í voginum... flugáhugamaður að fjarstýra flugvél... hlauparar um allt að skokka... göngufólk um allt með og án hunda... hjólreiðamenn á fullu að koma úr vinnunni eða að taka hjólaæfingu... krakkar og fullorðnir í fjöruferð við kræklingatínslu sýndist manni... það eina sem vantaði var svifdrekamaður að fljúga ofan af Úlfarsfelli sem gerist oft yfir sumartímann á þessu svæði... og jú sjósundsmenn líka sem stundum sjást í voginum...

... og þetta minnti mann á göngutúr sem ritari tók með Batman síðasta vetur og þá taldi hann líka tíu ólíkar tegundir af útiveru sem fólk var að njóta allt í kringum okkur þar sem við skokkuðum frá Rimunum í Grafarvogi upp á Úlfarsfell og til baka... því á þeirri leið okkar urðu gönguskíðamenn að skíða frá Úlfarsárdalshverfinu (bókstaflega út úr bílskúrnum sínum sagði maðurinn) upp að Hafravatni, snjósleðamenn að keyra um allt svæðið kringum fjallið, motorkrossarar að spóla á frosinni Leirtjörninni, krakkar að leika sér á skautum annars staðar á tjörninni, fjórhjól með erlenda ferðamenn að keyra upp á Úlfarsfell, fjallgöngumenn að ganga á fellið, jeppamenn að reyna á snjófærið upp vegaslóðann, krakkar að renna sér á sleða í brekkunum og meira að segja svifflugvél dólandi yfir svæðinu... og loks aðrir hlauparar á stígunum milli Úlfarsárdals og Grafarvogs... alls tíu ólíkar leiðir til að njóta veðurblíðunnar sem þá ríkti líka þann fagra vetrardag...

Lífið gerist ekki betra en nákvæmlega þetta... að taka hlauparúnt með vini / vinum sínum (sem stundum er hundurinn) sem elskar þetta jafn mikið og maður sjálfur... í hverfinu sínu heilsandi öðrum hverjum manni... og njótandi þannig útiverunnar með öllu þessu fólki sem hvert og eitt er á sínum forsendum að drekka í sig orku náttúrunnar og veðurblíðunnar... hvílík forréttindi að fá að upplifa þetta reglulega...

 ...eða eins og Bryndís Baldursóttir ofurhlaupari og -bloggari sagði einu sinni svo snilldarlega ... "hlaupaheimurinn er eins og Skástræti í Harry Potter" og þessi samlíking situr í þjálfara því hún er svo rétt... fáir sem komast í gegnum múrsteininn á brautarstöðinni... en ef þú kemst í gegnum hann þá ertu kominn í töfraheim sem fáir vita af og fáir skilja... og einhverjir jafnvel fordæma... heim sem þú ert reglulega gagnrýndur fyrir að sækja sífellt í... heim þar sem allir tala sama tungumálið og skilja hver annan... heim sem þú ert óendanlega þakklátur fyrir að fá að upplifa... heim sem þú sækir alltaf í aftur og aftur eins og hversdagslífið gefur þér færi á (lífið "réttu megin" á brautarstöðinni)... heim sem þú vilt aldrei vera án eftir að þú hefur kynnst honum...


Mynd sem hékk við innganginn á völlinn við Varmárlaugina...  af árlegu sjö tinda hlaupi Mosfellinga
en þar er hægt að velja um 12, 19, 34 og 37 km hlaupaleið á allt að sjö fjöll/fell í Mosfellsbænum
... allt fjöll sem við göngum reglulega á allt árið síðustu níu árin í Toppförum :-)
Úlfarsfell, Reykjaborg, Reykjafell, Æsustaðafjall, Grímmannsfell, Mosfell, Helgafell...
... ótrúlega spennandi leið fyrir fjallahlaupara !

Hey... þjálfari er að spá í að halda áfram með jaðaríþróttaþemað á næsta ári með einni á hverri árstíð (fjórar á ári) og þá er nú kominn tími á kajakróður að bætast á lífsreynslulista Toppfara... Sarah mætir allavega því hún æfir kajakróður tvisvar í viku frá Geldinganesi þar sem þessir ræðarar voru... og mætir helst ekki í tindferð ef það er lygnt veður í spánni því þá eru aðstæður bestar fyrir kajak og hún velur það þá helgina :-) Þetta kvöld skildi maður vel afhverju menn stunda þetta... hvílk friðsæld...
og önnur ásýnd á landið en áður... og... við verðum auðvitað að prófa til að vita :-)

Þessi æfing þriðjudaginn 30. ágúst skráist sem 10 km á 1:02 klst. upp í 93 m hæð
með alls hækkun upp á um 80 m miðað við 92 m upphafshæð.
svona til að hafa tölfræði æfingarinnar með í heildarmyndinni
þó þetta hafi ekki verið hlaup á braut eins og lagt var upp með :-)
https://www.endomondo.com/users/7274026/workouts/796461921

 

Sumargrænkan beint í æð
um Grænsdal og Dalafell

Sumarblíðan þetta árið 2016 verður lengi í minnum haft og minnir óneitarnlega á sumarið 2012
þar sem sól og blíða lék við okkur þá eins og nú...
nema nú er lognið eiginlega það sem mest hefur einkennt þetta sumar (fyrir utan sólina)...

... og því fengum við enn einu sinni dásemdargöngu á þriðjudegi þann 23. ágúst þegar gengið var um hinn mun fáfarnari Grænsdal sem liggur austan megin við Dalafellið en fellið það aðskilur Reykjadal og Grænsdal... með þann fyrrnefnda löngu sprunginn af ferðamönnum síðustu tvö árin eða svo...

Gufudalur er svo þeirra austastur... þar höfum við og gengið um allt og upp á fjöllin sem umlykja hann... það er ekki einn tindur eftir á þessu svæði ógenginn nema þau sem slúta yfir Hveragerðisbæ austur að Ingólfsfjalli... Reykjafjall og Bjarnarfell sem fá einhvern tíma að komast að á þriðjudegi... :-)

Það hafði verið lagt upp með að feta í fótspor okkar aprílkvöld nokkurt 2013 þegar við gengum inn allan Grænsdalinn og upp með fossinum í klakaböndum og á Dalaskarðshnúk og þaðan yfir á Dalafellið og niður úr til baka... en við ákváðum að stytta gönguna lítið eitt og sleppa fossinum og hnúknum og fara upp úr dalnum í skarðinu milli Dalaskarðshnúks og Dalafells...

... þaðan sem mjög gott útsýni náðist yfir Reykjadalinn sjálfan... já, búið að smíða palla eftir öllum læknum og búningsaðstöðu á þremur stöðum... ótrúlega vel gert og gaman að sjá þetta en um leið fer viss sjarmi af svæðinu... en þetta var orðið útbíað eftir mikinn ágang og eflaust ekkert annað í stöðunni... synd hvað samskiptamiðlar og veraldarvefurinn með öllum sínum upplýsingum hefur breytt leyndardómsfullu yfirbragði staða eins og þessa dals sem áður var flestum ókunnur... við erum ekki síður slæm með þetta á þessari vefsíðu... deilandi upplýsingum g myndum af stöðum sem stundum mega ekki við því að fá slíka holskeflu yfir sig af ferðafólki eins og Reykjadalurinn... sem hefur verið mikið í fréttum í sumar...

http://www.mbl.is/myndasafn/mynd/398121/

Tuttugu manns mættir á æfilngu... dásamlegur andi og mikið hlegið... meðal annars að þjálfara fyrir að hræða líftóruna úr Póllandsförunum sem var sagt að æfa mjög vel fram að ferð því framundan væru sex göngudagar... þar af tveir léttir í byrjun og endann en fjórir erfiðir upp á 20 km, 16 km, 16 km og loks 20 km... áður en skokkað verður til byggða fyrir hádegi og tekin menningarganga um hina ævintýralegu Kraká, útrýmingarbúðirnar í Auswitsh og Birkenau og loks um hinar lygilegu saltnámur sem liggja neðanjarðar kílómetrunum saman með allt úr salti niður í smæstu smáatriði í ljósakrónum og húsgögnum... það verður eitthvað... já, þetta er engin eldri borgara ferð enda er afrekshöfðinginn sjálfur með í för til að sanna það :-)

Dalafellið var skokkað létt til baka í glimrandi gleði og pælingum með Perúferðir og Afríkuferðir og aðrar ferðir...
magnaðar utanlandsferðir að baki Toppförum og hugurinn kominn til Afríku... en það er dýr ferð og því fórum við að spá hvort norðurhlutinn væri hugsanlega betri kostur... Marokkó... spáum í þetta saman...

Alls 8,5 km á 3:05 klst. upp í 408 m með alls hækkun upp á 374 m miðað við 85 m upphafshæð.

Jaðaríþrótt næst á dagskrá eftir viku.... hlaup á braut...
hvernig er að hlaupa 100 m eins og Usain Bolt eða 800 m eins og Aníta?

... við verðum náttúrulega að komast að því á eigin skinni !
 

 

Hafnarfjallið
í eftirsæluskjálftum Lónsöræfa...

Eingöngu sex manns mættu á æfingu á Hafnarfjallið þriðjudaginn 16. ágúst sem var kannski ekki skrítið því tveimur dögum áður lauk mergjaðri 4ra daga gönguferð um Lónsöræfi...
og Reykjavíkurmaraþon er næstu helgi svo það var ráð að hvíla þessa vikuna...

... en þau sem mættu uppskáru langa og stranga æfingu í djúpskornu fjallalandslagi og mergjuðu útsýni
eins og Hafnarfjallinu einu er lagið...

... og í annað sinn var eingöngu gengið á Vesturhnúk og Gildalshnúk sleppt
þar sem þoka og rigning uppi gaf ekki tilefni til brölts upp á hæsta tind þessa mergjaða fjallasalar að sinni...

Guðmundur Jón, katrín Kj., Jón Tryggvi, Ingi, Heiðrún og Örn tók mynd
en Bára var með einhverjar afsakanir eins og aðrir og skrópaði :-)

 Steingrímur lét hins vegar ekki vinnuna stoppa sig...
né rok og rigningu og tók smá göngu á Grænlandi sama kvöld :-)

Já, Póllandsfararnir þurfa nú að spýta í og vera í góðu formi fyrir krefjandi 6 daga göngur í 9 daga ferð
upp um hin ægifögru Tatrasfjöll sem marka landamæri Póllands og Slóvakíu... :-)

Alls 8,9 km á 3:27 klst. upp í 809 m með alls hækkun upp á 778 m miðað við 47 m upphafshæð.

Grænsdalur sem átti að vera á dagskrá um daginn er eftir viku og þá verður vonandi mætingin hörkugóð...
Súlufell víkur þá fyrir dalnum þeim og fær góðan tíma síðar...

Það verður mjög forvitnilegt að ganga um Grænsdalinn og upp  eftir fjöllunum sem rísa milli hans og Reykjadals
og horfa ofan í síðarnefnda dalinn og sjá umferðina um hann eins og sagt er frá í ítrekuðum fréttum í fjölmiðlum síðustu vikrurnar.. ótrúleg fjöldun ferðamanna þarna upp eftir... ekki síst samskiptamiðlum um að kenna þar sem öllu er nú deilt á veraldarvefnum og upplýsingar um alls kyns leyndar náttúruperlur skyndilega komnar á flug um allan heim... sem fær mann til að endurskoða sjálfur þessa síðu og vel a fyrir sér hverju skal deila og gefa upplýsingar um og hverju skal halda ónefndu og ólýstu eins og hægt er... :-)
 

 

Helgafell í Hafnarfirði
rétt fyrir Lónsöræfi

Þriðjudaginn 9. ágúst var Örn þjálfari 55 ára og því skrópuðu þjálfarar á æfingu
svo menn tóku notalega göngu á Helgafell í Hafnarfirði enda stór ferð á dagskránni tveimur sögum síðar...
Lónsöræfi sem reyndust magnað fyrirbæri í mergjaðri ferð...
fámennt en góðmennt á Helgafellinu þetta kvöldið og hinir heima að pakka :-)

 

 

 

Þriggja þjóða ganga
á Þríhyrningi
A Three nation´s hike
up Mt Three Horns

Five Germans, one American and twelve Icelanders took a very good hike up the famous mountain Þríhyrningur
or "Three horns" on a lovely Thuesday night August the 2nd 2016...

The American girl was a guest of Ólafur Vignir, been staying here for one year and working as a chiropractor...

The five Germans were visitors of the trainers of the club... staying at their house for one week before they head on to the south shore to the north east of the country for a long horse riding trip...

... such lovely people who had made a home exchange with the trainers last year so they stayed in their flat for a week in Berlinwhile attending the European Championship in basketball for the first time in history for Iceland :-)

The weather has been exceptionally good for the south and west part of Iceland this spring and summar...
very sunny and warm and still weather... and it started that way that day in Reykjavik...
but it went on with some heavy rain showers in the south part... so while driving up to Mt Þríhyrningur it rained a lot...

... but then it was very good on arrival at the mountain roots and the sun was shining... and then came the fog crawling over the mountain peaks and we lost hope of being able to enjoy the marvellous view from the top...

... but the fog was just visiting to put some mystic atmosphere for us hikers that night...

... so when we arrived at the top it cleared for us just at the right time...

... and we could enjoy the glaciers, the islands, the earth from down below...

... and the green, green grassy slopes of this historic mountain where vikings hide during the times of "Njála"...
the masterpice of a story from the Icelandic Sagas...
http://sagadb.org/brennu-njals_saga.de
http://sagadb.org/brennu-njals_saga.en

One day there will be made tv-series of this story.. we´re sure of it !

The sun setting earlier than before this summer but still a long time up there...

Late dinner at one of the gorgeous sustainable restaurants of the Icelandic mountains :-)

Group picture with our honourable guests in the front; Paulina 15 years old, Heiko, Ralf, Nicole and Grita in the front with Batman the dog, Jeannie from the USA in the green at the right in the front, and finally Örn, Hilmir 11 years, Hjölli, Anna Elín, Jóhann Rúnar, Björn Matt., Ísleifur, Ólafur Vignir, Njáll, Arna and Guðríður Olga, ,a new member of the club coming for the first time :-)... and Bára took the picture.

The way back... was on everyone´s taste of speed...
some very quickly down, others enjoying the Icelandic landscape and chattering about everything...

Westman Islands... "Pompei of the north"...  with the volcano "Eldfell" or "Fire mountain" that erupted in year 1973 still warm on the top... which sended lava over homes of hundreds of people that fled up to the mainland and some never returned back... surely jewels in the south part of the country... we recommend you all to visit them for at leasts a daytrip...
you won´t regret it for a second !

https://en.wikipedia.org/wiki/Vestmannaeyjar and 
 http://www.south.is/en/inspiration/towns/vestmannaeyjar-westman-islands

Thanks so much for visiting us for one mountain hike... this was a real treat... hope you all Germans have a good trip for the rest of your time in Iceland... and hope you will come again Jeannie from the US, you are always welcome to join the club... not bad to have another English speaking member along Sarah McGarrity from England :-)

... by the say, where were you Sarah ?... this was a hike mostly done "in English"...
wish you had been with us... you who attend almost 100 % all last year :-)

And of course thanks all you Icelanders for a nice hike...
we have to take a time measure hike up here later on this summer !
 

 

Gullnir Þingvellir
með þjálfurum úr sumarfríi

Þjálfarar skiluðu sér loksins úr sumarfríi þriðjudaginn 26. júlí...

...og buðu upp á frekar útlenska göngu um suðurhluta Þingvallavatns...

... þar sem hásumarið naut sín til hins ítrasta í blússandi gróðri, logni og hita...

Farið var upp Sandfellið sem rís ofan við sandfjöruna fallegu...

... og uppi blés svolítið eftir brakandi hitann niðri...

... en útsýnið var tært og ómengað...

Mætingin framar vonum þar sem þessi árstími er yfirleitt fámennur...

Þór, Örn, Guðrún Helga, Arnar, Hjölli, Ólafur Vignir, Kolbrýn Ýr, Guðmundur víðir, Hlöðver, Guðrý Este,
María Guðrún, Sigga Rósa, Halldóra Þ.
Björn Matt., Ester, Jóhann Rúnar, Katrín kj., Arna, Sarah
og systurnar Hrefna og Erna 16 ára, sem gengið hafa með okkur frá því 2007 eða svo :-)
Bára tók mynd og Batman skoppaði af gleði yfir því að fá loksins fjallgöngu eftir allt þetta letisumarfríslíf :-)

Mjög gaman að ganga um þessar slóðir og rifja upp vetragönguna frá í fyrra þar sem gengið var á þessi fjöll hér...

... Mælifell hægra megin, Hrómundartindur hægar megin við miðja mynd og Stapafell grænt vinstra megin...

Nú gengum við vestar uppi á Sandfellinu og fórum þar niður í sumarfæri...

... sem væri ekki eins góð leið að vetri til... en samt kannski bara fínasta leið...

Niðri gengum við að gljúfri Ölfusvatnsárinnar sem sker sig eftir landslaginu öllu þarna í heilu hlykkjunum...

... og stigum fram á brúnirnar.. og slepptum því að fara niður í gljúfrið þar sem það var nokkuð áliðið og menn vildu ekkert ganga í mývargnum sem nú herjar á vötnin á suðurlandi í öllu þessu logni sem ríkt hefur í allt sumar...

... héldum þess í stað í átt að Þingvallavatni aftur um melar og grjót... mosa og mýrar... kjarr og lautir...

... þar sem berin kölluðu á okkur úr krókum og kimum...

Yndislegt að ganga í íslensku sumri... þetta er ótrúlega stuttur tími í raun... og vert að njóta hans sem mest...

Halldóra og dætur hennar, Erna og Hrefna að æfa sig fyrir 5 daga gönguferð um Víknaslóðir fyrir austan um miðjan ágúst... vonandi fá þær gott veður eins og við vonumst eftir þessa sömu helgi í Lónsöræfum...

Fullkomið kvöld og eitt af mörgum þetta sumarið...

Sólin farin að setjast þegar komið var í bílana...

... en síðasti kaflinn var sérlega skemmtilegur
þar sem við lentum á góðum slóða og þræddum okkur flotta leið niður að vatninu...

k

... með alls kyns útúrsnúningum og klöngri...

Alls 7,0 km á 3:05 klst. upp í 418 m hæð með alls hækkun upp á 399 m miðað við 111 m upphafshæð.

Yndislegt að hitta alla aftur... en það er stórmerkilegt að upplifa að manni finnst maður ekki vera að sjá fólk efti langan tíma því nú eru menn meira og minna í sambandi gegnum samfélagsmiðlana þó menn séu í fríi... Lónsöræfi, Fjallabak og Pólland framundan að ekki sé svo talað um svalan veturinn sem öllu skákar...  og menn farnir að undirbúa sig vel fyrir þær perlur allar... já, og Laugavegurinn var ræddur þetta kvöld og fjögur ákveðin í að fara komandi verslunarmannahelgi... en það endaði með því að þjálfarar hættu við vegna annríkis... og því komust Hjölli og Sarah ekki en þau voru sko til í slaginn... synd að fleiri skyldu ekki vera með í þessari spennandi áskorun... því mikið voðalega eigum við að fara þessa leið ! Í alvöru ! :-) Gerum þetta !

Þetta var fyrsta þriðjudagsgangan eftir að Dimma varð öll... og það var sárt...
við munum minnast hennar í fjöllunum um ókomna tíð...
 

 

Síðasta fjallganga Dimmu
um Eilífsdal með Hjölla

Elsku dásamlega, fallega og skemmtilega Dimma... sem gengið hefur með Toppförum frá upphafsári klúbbsins árið 2007
fór í sína síðustu fjallgöngu þriðjudaginn 21. júlí um Eilífsdal undir forystu Hjölla
þar sem gengið var í fallegu veðri og sólarlagi efst... en hún lést uppi á Esjunni og var borin látin niður af Antoni
og jörðuð degi síðar í landi fjölskyldunnar í Grímsnesi þar sem hún undi sér alltaf best...

Við eigum eftir að sakna þessa yndislega hunds sem auðgaði líf okkar í Toppförum ómælt...

 ... en hún fór í óteljandi margar fjallgönguferðir með okkur...

 ... og margar hverjar ansi erfiðar...

... göngur sem hefðu ekki orðið samar ef hennar hefði ekki notið við...

...við kveðjum hana með miklum söknuði og væntumþykju...

Hvíl í friði elsku Dimma mín... þú varst gullið okkar allra... við munum alltaf minnast þín í óbyggðunum...
 

 

Esjan öðruvísi með Hjölla

Hjölli bauð félögum sínum enn eina ferðina upp á öðruvísi göngu á Esjuna í mjög fallegu veðri
þriðjudaginn 12. júlí þar sem Lilja Sesselja sem fæddi hreinræktaðan Toppfara í fyrra, hann Þorstein Inga :-)

... og Dimma sín var með í för...

...þetta var hennar næst síðasta fjallganga en heldur hafði dregið úr henni á þessu ári
og augljóst að hún var farin að eldast og reskjast verulega elsku litla skinnið...
 

 

Vörðuskeggi með Gylfa

Þriðjudaginn 5. júlí gekk Gylfi með 28 Toppfara á Vörðuskeggja í Hengli í blíðskaparveðri
á meðan þjálfarar voru í sumarfríi og fengu þau dásamlegt útsýni þetta kvöld :-)

Frá Gylfa:

Veðurlýsing: Heiðskýrt með smá þoku á toppnum, en svalt 10 gráður í 500 metrum utan vindkælingar sem var talsverð í Sunnan strekkingi og gaf ekki marga staði í skjóli þó við höfum komið norðan megin að.
Og eins og ég sagði á Toppfara Facebook: "Vörðuskeggja 802 m skv. mínu armbands gps.
550 metra hækkun og 9,5km á 3,5klst. til 4klst10mín.
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir