Tindferð 32 - Hróarstindar 30. janúar 2010
Hrífandi Hróarstindar
Alls mættu
36 manns
í tindferð
nr. 32
laugardaginn 30.
janúar á tignarlegu tindana sem liggja í hnapp í
Hafnardal
inn af
Hafnarfjalli
og kallast
Hróarstindar.
Gangan var nokkuð krefjandi um tvö gil inn
dalinn og upp bratta, hála og drjúga skriðu á tindana
og svo um hálan tindahrygginn að norðaustasta
tindinum þar sem
Katlahryggir taka við mun
neðar og telst gangan með þeim
tignarlegustu
í sögu
klúbbsins. Veðrið var
kristaltært í heiðskírri
vetrarsól en bítandi
frosti sem fór frá -2°C upp
í rúmlega ! ! ! ÁFRAM ÍSLAND ! ! ! Undanúrslitaleikur var í handboltanum gegn Frökkum á EM þennan dag og var afskaplega erfitt fyrir flesta að velja milli spennandi göngu í stórkostlegu veðri og æsispennandi handboltaleiks... svo við slógum tvær flugur í einu höggi og gengum handboltaliðinu til heiðurs og stuðnings með íslenska fánann í algleymi og sendum kveðju af tindinum til handboltaliðsins á www.ibs.is og á www.youtube.com. Sjá kveðjuna á: http://www.youtube.com/watch?v=rC7qoZY6Loo ... og upptöku af tindinum: http://www.youtube.com/watch?v=-Xxw0FAfrRI Það er spurning hversu oft maður getur sagt "ein af flottustu göngunum í sögu klúbbsins"... þær hrarnnast óðum upp þessa mánuðina, ekki síst þar sem þessi vetur býður upp á einmuna veðurblíðu og heiðskíru dögum saman ... en þessi ganga telst með þeim fegurstu hvað gönguleið, landslag og útsýni varðar... það var þess virði að missa af leiknum fyrir annað eins og ógleymanlegt að geta tengt handboltastemmninguna við gönguna með þjóðarstoltið í hjartanu, útvarpið í eyranu og íslenska fánann á lofti í fyrsta sinn í fjallgöngu Toppfara... ------------------ferðasagan hefst------------------
Lagt var af stað úr bænum
kl. 8:00
í heiðskíru
veðri, NA3 og -2°C...
Dagsbirtan skreið inn með morgninum og þegar lagt var af stað gangandi kl. 9:11 var klukkutími í sólarupprás (kl. 10:14). Hróarstindar risu hnarreistir inni í Hafnardal í bláma morgunskímunnar... ... og við vissum að undurfagur göngudagur var framundan...
Stikla þurfti yfir tvær sprænur í Illagili í Gildal og Skarargili í Skarardal og gekk það vel hjá nánast öllum... Steinarnir voru hálir í frostinu svo Ásta Henriks skall öll ofan í lækinn en var svo forsjál að vera með allan klæðnað til vara og gat skipt um allt svo ekki kom að sök í göngunni. Hrafnhildur T. sem var á sinni fyrstu göngu með hópnum tók svo nokkur skref í vatninu eftir misstig við hopp yfir en var með varasokka sem líka björguðu deginum.
Lexía dagsins:
Inn með Hafnardal reis Hafnarfjallsöxl á vinstri hönd og svo Giljatunga, Suðurhnúkur og Gildalshnúkur á Hafnarfjalli fjær og á hægri hönd breiddi Blákollur úr sér hinum megin gljúfursins og framundan risu Votuklettar og Hestadalsbrúnir í sjónmáli.
Hróarstindar stigu svo eins og kóngurinn á svæðinu upp úr miðju fjallasalarins... eða sperti unglingurinn sem ekki lætur auðveldlega abbast upp á sig og stendur keikur og hvass fyrir sínu... Þeir virtust ókleifir í fjarska og ekki árennilegir... ekki einu sinni þegar þjálfari benti mönnum á skriðuna í miðju klettabeltinu þar sem við skyldum fara upp ef hálkan stöðvaði ekki för... Þeir sem ganga mikið á nýjar slóðir komast fljótt að því að það sem virðist ókleift í fjarska er oft vel greiðfær þegar nær dregur... og eins að það sem virðist vel fært við fyrstu sýn reynist ókleift þegar nær er komið... Það verður ástríða fjallgöngumannsins með tímanum að velta því ósjálfrátt alltaf fyrir sér "hvar maður kemst upp" þegar gónt er á fjöllin alls staðar þar sem maður ferðast... um Ísland eða önnur lönd...
Brekkur Hróarstinda voru þéttar svo mönnum hitnaði í hamsi á uppgöngunni þrátt fyrir kalda goluna og frostið.
Íslenski fáninn blakti við hún göngumanna og það var eins og ekkert væri eðlilegra en að hafa hann með í för þó þetta væri í fyrsta sinn sem við flöggum honum í þessari nánar tiltekið 159. fjallgöngu Toppfara...
Hitamælir Inga
kom að góðum notum og sýndi
-2,2°C í
ágætis skjóli í
nestispásunni
við fjallsrætur Hróarstinda.
Litið til baka í vestur yfir
Hafnardal
frá fjallsrótum Hróarstinda...
Skarargil
nær og
illagil
fjær...
Yndislegt
göngusvæði
á ljúfu sumri í skoppandi
sól með gróðurilminn í vitum og ljúfan
lækjarniðinn í eyrunum...
Hróarstindar... þarna ætluðum við upp.. um skriðuna sem klýfur klettabeltið fyrir miðri mynd... Til vara var uppgönguleið í vesturhlíðum þar sem við vissum að nokkrar góðar brekkur væru í boði, m.a. skaflinn frá því síðasta vor en hann höfðum við hugsað okkur til niðurgöngu þó svo gæti farið að hann væri of háll eftir frost og þýðu til skiptis í vetur án nokkurrar snjósöfnunar að ráði. Skaflar eru nefnilega oft besta niðurgönguleiðin þar sem hægt er að fara mjúklega og geyst niður þá um brattar og drjúgar brekkur í stað þess brjótast hægfara niður grjót og skriður.
Allir klárir og bröltið hófst... þjálfari varaði
menn við... þetta var
drjúgari
kafli en hann leit út fyrir
Hálkan jókst með hverjum metranum ofar sjávarmáli og grjótið úr skriðunni fór að rúlla niður á þá sem voru neðar svo það var ráð að allir fylgdu þjálfari í einni röð eins og best er að gera alltaf þegar farið er um varasamari svæði.
Þjálfarar voru búnir að fara þarna um í maí 2009 og höfðu þá komist að því að skriðan er laus í sér og það brött að best er að halda sig vinstra megin við klettana til að hafa meiri fótfestu, hvað þá þegar hálkan flækist fyrir..
Þeir sem farið höfðu beint upp eða hægra megin gátu smám saman því sameinast hópnum en hálkan hindraði för Önnu Elínar yfir til okkar svo hún hélt áfram upp til að ná á góðan stað til að græja á sig gormana áður en hún fikraði sig yfir.
Ingi
og
Heimir
voru hins vegar ekki seinir á sér að skutlast
yfir til hennar Svona eiga félagar á fjöllum að vera... alltaf til staðar hver fyrir annan þegar á þarf að halda...
Sjá þremenningana þegar litið var niður... ekki alveg eins bratt og það virðist á fyrri mynd... en samt ansi þétt!
Hópurinn rúllaði skriðunni upp eins og ekkert væri þeim tamara og snjórinn tók smám saman við með tilheyrandi hálku..
Einn af klettum beltisins þegar litið var til baka út Hafnardalinn... magnaður staður til að vera á...
Síðustu metrarnir upp þegar skriðunni sleppti
urðu ansi
margir...
En
það var ráð að fara í
gormana með
hálkunni í í hækkandi hæð og hópurinn græjaði sig
við fyrsta tækifæri...
Ísilagðir klettar Hróarstinda í sólargeislunum... þarna fórum við í gormana og áttum talsvert brölt eftir áfram upp á hrygginn. Ingi aðstoðaði menn ljúflega að setja þá á sig enda búinn að útvega fjölda manns í hópnum gorma á sérlega góðu verði.
Ingi og Ásta með snjófjúkið fram af hnúknum ofar og hlíðar Blákolls með Moldbrekkugil? á mynd.
Loksins komumst við á eitthvurt sléttlendi... framundan var tindahryggur Hróarstinda...
Ingi, Ásta og Örn...
Myndataka
eins og annað tefur för en er þess virði Carpe diem...
Brekkurnar á hryggnum voru
hálar
eftir frost og þýðu til skiptis
síðustu vikurnar og litla snjósöfnun...
Á þessum kafla minnti færið og umhverfið stundum á Hóls- og Tröllatinda frá því í nóvember 2009...
Þetta var hryggur með sífellt nýjum hnúkum og klettum á leiðinni og fljúgandi hálku undir snjófölinni.
Hér komin á annan af hæstu tindum Hróarstinda í mögnuðu útsýni 360°...
Fagurlega mótaður hópur af fjalli...
Síðasti tindurinn og hinn hæsti tindur Hróarstinda... Fjær liggur Katlahryggur sem forvitnilegt væri að fóta sig um síðar að sumarlagi ef mögulegt er... handan hans tekur Katlaþúfa við og þaðan er greið leið yfir á hina hnúka Hafnarfjalls sem við munum ganga þvers og kruss um í sjötindagöngu í október 2010...
Litið til baka... Kári Rúnar og Ásta... ljósmyndarar með meiru... Tindahryggur Hróarstinda til suðurs, Blákollur (716 m) fjær og Akrafjall enn fjær... Hafið bláa á hægri hönd en það er alltaf jafn einstakt að hafa sæinn útbreiddan ofan af fjallsbrún...
Norður-Hróarstindur
með Strút og
Eiríksjökul
í fjarska... tindarnir í
febrúar
og
apríl...
Hópurinn að tínast inn á nyrsta tindinn en hinn hæsti tindurinn fjær með nokkrum félögum þar.. þeir mældust nánast jafn háir í þessari göngu en sá suðaustari líklega þó lítið eitt hærri (sem hér sést á mynd í fjarska).
Stórkostleg sýnin á Skarðsheiðina ofan af brúnum Hróarstinda.
Sjá
norðausturbrúnir
Hróarstinda fremst á mynd,
Rauðahnúkafjall
og
Svartatind
á heiðinni á milli og
svo
Skessuhorn,
Kambshorn?,
Skarðskamb,
Heiðarhorn
og
Skarðshyrnu
- talið frá vinstri.
Á nyrsta tindinum var hálkan svelluð niður hlíðina undir fölinni og þverhnípi ofan af brúnunum í austri svo mönnum leist ekki á blíkuna ef einhver skyldi renna af stað niður og hópurinn yfirgaf þennan fagra útsýnisstað því skjótt og ákveðið var að taka hópmyndina af syðri tindinum.
Sif, Kristín Gunda, Anton og Hrafnhildur hér
fremst að snúa við með hópnum. Þessu tengt ræddum við í göngunni um möguleikann á framleiðslu á léttum göngubroddum sem Ingi var á þennan dag og lét smíða fyrir sig (6-brodda) en þeir líkjast gömlum göngubroddum sem Heimir var með á sínum skóm (4-brodda) og virka vel í göngu sem þessari... sjá nánar síðar um þessa brodda sem eru mun minni í sniðum en jöklabroddar, léttari og handhægari og myndu henta vel í flestum vetrargöngum okkar... Ingi er að vinna í málinu en Heimir benti einnig á að hægt væri að kaupa brodda eins og hann á á www.amazon.com.
Hér hjálpuðust menn að og leiddu hver annan eða
veittu stuðning ef þurfti yfir hálasta og
brattasta hlutann
Nokkrir voru heldur snöggir til að fara um
hrygginn og niður í skjól sunnan við
tindaröðina... og
voru sóttir til baka með harðri hendi þjálfararans þar
sem við ætluðum sko að taka myndband og hópmynd
Á TINDINUM
! Sjá myndband af tindinum á http://www.youtube.com/watch?v=-Xxw0FAfrRI
The hidden agenda... ...ja, kannski ekki leynileg... en allavega á dagskrá til viðbótar fjallgöngunni... Við ætluðum ekki bara að toppa þennan dag... íslenski fáninn var með af ákveðinni ástæðu...
! ! ! ÁFRAM ÍSLAND ! ! !
Þennan dag gengum við til heiðurs
Íslenska handboltaliðinu
sem keppti
undanúrslitaleikinn
sinn við Frakka á sama tíma Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=rC7qoZY6Loo
Efri frá vinstri:
Þar af voru Auður, Hrafnhildur, Ingibjörg M. og Sif að mæta í sína fyrstu göngu með Toppförum.
Jú, nú máttum við flýta okkur niður úr ísköldum vindinum í skjól og mat...
Sjá
Blákoll
og
Akrafjall
fjær...
En við áttum alltaf eftir að fá okkur hádegismat... hann fékkst loksins í gegn kl. 13:15 og var kærkominn í ágætis skjóli. Suðurhnúkur og svo Gildalshnúkur - hæsti tindur Hafnarfjalls í 844 m hæð - í baksýn.
Bakaleiðin var svo gengin með handboltaleikinn í eyrunum... fyrstu mörkin skoruð þegart við úðuðum í okkur hádegisnestinu... og við hrópuðum húrra fyrir Íslensku strákunum... enfljótlega fór að halla undan fæti... hjá okkur og handboltaliðinu... Þau sem voru með útvarpið opið kölluðu stöðuna upp yfir hópinn öðru hvoru og þetta leit ekki vel út... Frakkarnir komnir yfir og bilið breikkaði sífellt... skælbrosandi fjallgöngumennirnir urðu alvarlegri og einbeittari... þangað til við slökktum á tækjunum og gerðum okkur grein fyrir því að þó Hróarstindar hefðu verið sigraðir þennan dag þá yrðu Frakkarnir það ekki... við "gerðum okkar besta" þennan dag eins og handboltaliðið gerði allt EM-mótið... stundum dugar það ekki og maður þarf aðra atrennu síðar... slík voru örlög handboltaliðsins en hugur okkar var áfram hjá þeim og við vorum fegin að hafa þó toppað sjálf á þessum fagra vetrardegi í fallegasta og duglegasta landi í heimi...
Ætlun þjálfara var að fara niður um stóra skaflinn sem liggur í góðu gili í vesturhlíðum Hróarstinda en hann lá undir grun um að vera of háll og harður til að komast þar um með stóran hóp sem almennt var ekki á broddum með exina á lofti... þessi grunur reyndist réttur þegar Örn kannaði aðstæður og þá var ráð að finna aðra brekku eða fara niður um skriðuna góðu sem menn vildu helst ekki gera. Við þessar vangaveltur fremstu manna komu þeir auga á góða brekku norðan við skaflinn og reyndist það fyrirtaks niðurgönguleið fyrir hópinn. Giljatunguhnúkur í baksýn... þar sem við klöngruðumst upp í maí í fyrra í ævintýralegri þriðjudagsæfingu...
Hált grjót fyrst... svo þessi fínasti mjúki skafl með smá svelli undir... og svo mosi og möl neðst...
Þetta var bara snilld og hlátrasköllin glumdu um Skarardal í einskærri niðurgöngugleði..
Eftir skaflinn tók við mjúk ganga um fjallsrætur
Hróarstinda í
Skarardal
Frostið læsti klónum um allan dal í öllum þeim raka sem það komst í... grjóti, sprænum, mýri og votlendi...
Halldóra kristín
og
Kristín Gunda
fremst á mynd...
Skarargil
þverað og hópurinn vel dreifður á heimleið eins
og vera ber...
Örn beið eftir síðustu mönnum í gilinu... og hópurinn beið þá bara eftir okkur öllum ofan við gilið...
Spennandi
Skarðsheiðarskeið
Ferðafélagsins rætt í samhengi við álíka hugmynd
Inga af slíku fjallamaraþoni í anda 24x24, Sumarið 2010 verður íslenskt og spennandi...
Björn, Hildur Vals, Heiðrún og Ingi með Hróarstinda í Hafnardal baksýn vinstra megin á mynd... Þarna fórum við upp og toppuðum daginn... Sjá hve drjúgt er eftir þegar klettabeltinu sleppir... ekki skrítið hve lengi við vorum að komast upp eftir skriðuna... og takið eftir hve klettabeltið og skriðan á milli virðist lítill kafli í fjarlægðinni, en heill heimur þegar nær er komið...
Síðasti spölurinn um birkikjarrið og
sumarhúsabyggðina var
sumarlegur.. það var eins
og
vor í lofti
fannst okkur..
...eða alls 11,6 km á 6:22 klst. upp í 792 m hæð með 723 m hækkun.
Takið eftir að línan rís hæst tvisvar á prófílnum sem þýðir að við gengum á hæsta punkt tvisvar, þ.e. á leiðinni norður eftir hryggnum og til baka. Ef sá yzti - nyrsti - væri hæstur hefði prófíllinn sýnt hæstan punkt í miðjunni (við gengum einu sinni á hann, en tvisvar á næstnyrsta). Ætla má því af þeim prófílum sem við höfum úr okkar tækjum og báðum ferðum okkar á hróarstinda að fyrri tindurinn, sá syðri af þessum tveimur hæstu sé sá hæsti sem þýðir að við tókum þá hópmyndina á hæsta tindi og sá nyrsti er þá næsthæstur... ekki að það sé aðalmálið samt... bara gaman og fastur liður að velta því fyrir sér hver sé hæsti tindurinn... Gangan á Hróarstinda fer í eðalflokkinn... eins og svo margar aðrar...
Þetta var
hörkuferð
með
dúndurfjallgöngumönnum
sem greinilega láta ekki handboltaleik, frost,
hálku né bratta
Sjá Hafnarfjallssvæðið í heild sinni með gula slóðanum okkar þennan dag. Í október 2010 förum við í sjö tinda göngu um Hafnarfjall... á Tungukoll, Klausturstunguhól, Þverfell, Katlaþúfu, Gildalshnúk, Suðurhnúk og Vesturhnúk-Hafnafjallsöxl... það verður spennandi ganga í stórbrotnum og djúpum fjallasal sem telja má einn þann fegursta á suðvesturhorninu og kemur verulega á óvart hjá þeim sem ekki hafa farið þarna um áður. Sjá myndband Áslaugar af göngunni: http://www.youtube.com/watch?v=GILNdjGIZqk&feature=related
Sjá myndband
Gylfa Þórs
af göngunni:
http://www.youtube.com/watch?v=YxtDEc1j0yY |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|