Tindur 45 - Hafnarfjall - níu tindar - 2. október 2010
á skrautlegum haustfagnaði Toppfara

TUTTUGUTÍMAÆVINTÝRITOPPFARA
Í níu tinda hátíðargöngu á Hafnarfjalli
og tíu tíma haustfagnaði að hætti Inga og Skagamanna


Gengið á neðri Katlaþúfu með Miðhnúk og Gildalshnúk framundan og glittir í Suðurhúk og Vesturhnúk á bak við.
Giljatunga lengst til vinstri neðar.

Alls lentu 54 Toppfarar í ógleymanlegum ævintýrum á 20 tímum laugardaginn 2. október þegar gengið var hring um Hafnarfjall frá norðri til suðurs með viðkomu á níu tindum um alls 14,1 km langa leið á 7:40 klst. upp í 844 m hæð með alls hækkun upp á 1.680 m með öllu milli tinda (lægra en meðaltalshækkun 2x3 gps-tækja þjálfara sem mældu þetta frá 1680 - 1810 m hækkun á þessum degi og í könnunarleiðangri þjálfara fyrr í haust í þremur tækjum !).

Veðrið var lyginni líkast á þessu veðrasama fjall sem brynjaði sig með roki og rigningu þegar við mættum við fjallsrætur um morguninn svo við vígbjuggumst vel í upphafi göngu, en bauð upp hlýtt, lygnt og léttskýjað gönguveður þegar við vorum lögð af stað... og skellti svo á eftir okkur með sama rokinu og rigningunni þegar ekið var frá fjallsrótum að loknum ógleymanlegum degi... með þá tilfinningu að annað hvort vorum við með svona mikið sólskin í sinninu að við tókum ekki eftir veðrinu eða Hafnarfjallið felur sig á bak við blekkingarvef veðravítis og geymir töfraveröld baksviðs sem stendur öllum þeim til að boða að njóta er leggja það á sig að ganga af stað... eða ljónheppni Toppfara varðandi veður óháð veðurspám og veðurútliti var enn einu sinni á ferðinni...

Leiðin var greiðfær og fjölbreytt um ólík fjöll á hringleið um bálkinn þar sem komið var inn á hefðbundna, styttri leið með viðkomu í geilinni frægu sem á það til að fela sig svo til vandræða hefur marg sinnis horft (og endað) þeim sem ganga vanalega leið á Hafnarfjall (leið sem er vel lýst í bók Ara Trausta og Péturs Þorleifs.), en geilin sú arna var til í allt með þessum ærslabelgjum sem þarna gengu framhjá og vildu skoða sig um...ærslabelgjum sem gengu í hlátrasköllum allan daginn og máttu varla vera að því að taka eftir kílómetrunum sem söfnuðust fyrir undir fótunum... né útsýninu sem við blasti allan hringinn þennan dag í þessum tignarlega og alpakennda fjallasal... því þeir voru uppteknir í hópmyndakeppni á tindunum níu sem þjálfari hafði úthlutað til hópsins í anda Blikdalsins fyrr á árinu og voru viðbrögðin og metnaðurinn langtum framar vonum og segir sitt um keppnisskapið í hópnum, en leikurinn var auðvitað eingöngu gerður til þess að brjóta upp hefðbundna tindferð, slá hátíðartóninn strax í byrjun dagsins og hita upp fyrir fagnað kvöldsins enda gátu þjálfarar ekki gert upp á milli hópa þegar á reyndi...

Vísubotnakeppni Ágústu - sigurvísan frá Áslaugu:

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir
Strunsa, akra, stika, rölta
stórstígir og hraðir.

Á síðasta ári kallaði þjálfari eftir einhverjum til að halda utan um Haustfagnað Toppfara 2010 sem haldinn skyldi í október 2010 og bauð Ingi sig strax fram og var ekki lengi að koma með frábærar hugmyndir að degi sem skyldi hefjast um morguninn með göngu á Akrafjalli, sundi, Toppfaraleikum, köfun, mat, balli og við fórum á flug í tilhlökkun...

Þar sem tindferðin í október var á dagskrá viku seinna ákváðum við að sameina hana þessum haustfagnaði í stað þess að hittast tvær helgar í röð og passaði Hafnarfjallið sem var á dagskrá í október vel inn í staðsetningu haustfagnaðinn sem átti að fara fram á Akranesi.

Sjö tinda ganga á Hafnarfjall var gamall draumur þjálfara sem höfðu mænt upp á alla tindana frá Borgarnesi gegnum árin frá þjóðvegi eitt og fundist aðkallandi að þræða sig eftir þeim öllum í einni ferð en ekki eingöngu fara upp með Klausturstunguhól eins og hefðin hefur verið gegnum tíðina.

Sá draumur rættist þennan dag en villtustu draumar um uppákomur á hverjum tindi og skemmtilegan dag/kvöld frá morgni fram á nótt gátu ekki toppað það sem laugardagurinn 2. október bjó í skauti sér...

Dagurinn hófst með rútu frá Ártúni kl. 8:00 með viðkomu á Akranesi að sækja stuðboltana af Skaganum þar sem heiðurgestir hátíðarinnar, þeir Skúli og Óskar Wildboys frá Egilsstöðum mættu einnig til leiks... í þar til gerðum skreyttum bíl sínum í anda Team Orange hugmyndafræðinnar... með hurðirnar merktar nöfnum sínum báðum megin...


Lilja K., Heiðrún, Hanna, Inga Lilja, Vallý, Auður, Hildur Vals. og Ágústa.

Skyldubúnaður dagsins var hlátur ásamt mörgu öðru
og var sá búnaður sá fyrsti sem var tekinn í fulla notkun strax um morguninn ;-)

Hafnarfjallið blasti við okkur í byrjun göngunnar sveipað haustlitunum
og það var enga snjóföl að sjá í sögulegum hlýjindum haustsins 2010...

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir
taka níu tinda og skrölta
töff og uppátækjaglaðir!
(Ágústa)

...haustlitum sem skrautlegur fatnaður göngumanna skákaði ekki einu sinni...

Náttúran á sér engan líka sama hvað við speglum hana í öllum okkar mannanna verkum ;-)

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir
rammvilltir, reikulir skrölta
rykugir, blautir og kátir!
(Sigga Sig)

Gengið var inn með Innri Seleyrardal á góðum kindagötum að dalbotni þar sem góð fjallstunga bauð upp á einkar greiðfæra og þægilega uppgönguleið í mosa og möl.

http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/14/clo-IgoVG7I

Mesta hækkun dagsins var tekin í fyrstu brekkunni og eftir það var lífið upp og niður um tinda Hafnarfjallsins
með listafögru útsýni í allar áttir.

Anna Elín, Lilja B., Ásta Bjarney, Helga og Elsa Inga
með
Þverhnúk, Katlaþúfu, Klaustursstunguhól og tinda Miðhnúks og Gildalshnúks lengst til hægri.

http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/13/l49i6Wqf3ik

Forrétturinn var snæddur á fyrsta tindi dagsins, Tungukolli í 682 m hæð með Snæfellsnesið allt í fanginu
og Borgarnesið og Borgarfjarðarbrúnna við fjallsræturnar.

Hvílíkur nestisstaður sem oftar...

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir
upp og niður þeir rölta
reifir hópast í raðir
hamast og hærra vilja brölta
toppa farar himnafaðir?
(Sirrý)

Ingi lét vita af óvæntum glaðningi dagsins... bjórgilinu sem beið okkar í lok göngunnar í Ytra-Seleyrargili í boði... (ath)

Tónlistin glumdi og komið var að fyrsta atriði dagins sem var innblásið af gjörningnum á Blikdalshringnum í mars þetta árið:
http://www.fjallgongur.is/tindur34_blikdalsfjallahringur_200310.htm

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir
Fyrir Perúferð þeir költa
um Hafnarfjallsins hlaðir!
(Bára)


Lið Perúfara: Sigurður, Rikki, Roar, Gylfi þór, Lilja Sesselja, Heiðrún, Ingi, Sigga Sig., Áslaug, Alma, Anna Sigríður, Hjölli,
Gerður, Ágústa, Hildur, María E., Gunnar, Lilja K., Inga Lilja, Örn og Bára.

Perúfararnir 2011 klæddust litríkt að hætti Perú á Tungukolli, undir flautuleik Siggu Sig og spænskri tónlist
með burðarmennina sína til beggja handa.

Sjá síðar tengil á þetta atriði á Youtube ef einhver á - endilega sendið mér !

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir
Bára myndar, brussur rölta
burðarmenn mynda raðir!
(Lilja K.)

Næsti tindur var Þverfell í 635 m hæð sem var lægsti tindur dagsins og sá eini sem manni gat kannski fundið að ætti ekki að telja með
en samt sérbunga með sína hækkun og lækkun á leiðinni... og merktur sér á kortum ólíkt sumum öðrum tignarlegri tindum dagsins.

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir
hafa nokkra burðargölta
sem bera þungar hlaðir!
(María)


Lið Siglfirðinga: Alma og Elsa Inga.

Þarna héldu siglfirðingarnir tveir - þeir einu sem ekki voru fyrir norðan þennan sögulega dag þess kaupstaðar - upp á opnun Siglufjarðargangna / Héðinsfjarðargangna með því að bjóða félögum sínum upp á að vígja heimatilbúin göng!

http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/12/5-_Vy5B-KyM

Þessum sögulega gjörning norðanmanna var ekki fyrr lokið og við búin að ganga að næsta tindi en Septemberhópurinn - þau sem komu inn í klúbbinn í september 2009  - gerði sig kláran fyrir atriði dagsins
en þau kusu að vera neðan við þriðja tind dagsins,
Þverhnúk sem mældist 736 m hár.

Septemberhópurinn söng sinn eigin texta við lag Páls Óskars "Það geta ekki allir verið gordjöss"
þar sem dívurnar báru prinsana sína á höndum sér og hlógu mest allra tindhópa eins og vanalega ;-)

Líkt og fuglinn Fönix rís
Fögur lítil diskódís
Upp úr djúpinu gegnum diskóljósafoss
Ég er hraustur - ég er hraður - ég er candyfloss

Göngulagið silkumjúkt
Sjáið bara þennan búk
Einstök klassík
Hér er allt á réttum stað
Ég er fagur - ég er fríður - ég er fjalla-gúmmelaði

Það geta ekki allir verið gordjöss
Það geta ekki allir verið töff
Það geta ekki allir verið fabjulöss
eins og ég
Það geta ekki allir verið gordjöss
Það geta ekki allir meikað það eins og ég

Húðin alltaf veðurstrekkt
Dressið óaðfinnanlegt
Þvílík fegurð
Hvað get ég sagt
Ég er dúndur, ég er fjalló
Það er mikið í mig lagt
...

http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/11/eRng6QW-2DA

Í öllum þessum hlátri og gleði sem glumdi um Hafnarsalinn allan undir skemmtiatriðum dagsins,
hélt veðrið áfram að
batna með tilheyrandi logni, hlýju og sólskini... svona þegar við tókum eftir því í búningaskiptum og reddingum...

Sólin vildi greinilega ekki missa af neinu atriði...
...
og sópaði öllum skýjunum burtu til að sjá betur þessi skemmtiatriði
sem hún mundi ekki eftir að hafa upplifað áður á íslenskum fjallatindum...

Lilja Sesselja, Lilja B., Súsanna, Ingi og Helga með Svartatind (728 m) og Rauðuhnúkafjall (782 m) í fjarska nær og Skarðsheiðina fjær með Skessuhorn, Hádegishyrnu, Þverhorn (nafnlaus), Skarðskamb og Heiðarhorn.

Katlaþúfa var næst og var sigruð í 778 m hæð.

http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/10/sulVCn1e6YU

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir.
Tifandi upp hlíðarnar þeir brölta
öldungarnir, ótrúlega hraðir!
(Hildur Vals.)

Súsanna með Hróarstinda í allri sinni norðanhliðardýrð.

Þarna vorum við á hægri tindi Hróanna í lok janúar 2010 í kristaltæru veðri og sungum fyrir handboltalandsliðið:
 http://www.fjallgongur.is/tindur32_hroarstindar_300110.htm


Alma, Anna Sigríður, Auður, Ágúst, Árni, Ásta Bjarney, Brynja, Einar, Gunnar, Helga, Hulda, Hanna, Jórunn,
Kristín Grétars., María, Valdís, og Þorsteinn J.

Fjölmennasta lið dagsins !

2010 árgerðin eða þau sem bæst hafa í klúbbinn á þessu ári stimpluðu sig með stæl inn í ærslagang klúbbsins á Katlaþúfu með því að leika leikskólabörn með vesti og blöðrur og sleikjó-snuð i munni, sungu sína útgáfu af Leikskólalaginu og gengu í röð í bandi til öryggis ;-)... en þess skal getið að þau hófu undirbúning atriðisins kvöldið fyrir gönguna og sömdu textann á göngunni svo þarna voru greinilega á ferð sömu fjöllistamennirnir og aðrir í þessum klúbbi ;-)

http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/9/DKUL9YpQJqI


Helga, Brynja, Einar, Kristín, Anna Elín, Valdís, Hulda og Björgvin að taka mynd.

Þarna var orðið léttskýjað og útsýnið orðið glimrandi gott með gylltu skyggni lengst upp á jöklana í fjarska...

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir.
Tinda skrölta, brekkur brölta
brosandi þeir mynda raðir!
(Helga Bj.)


Ásta Þ., Linda Lea, Jórunn og Irma nær.

Við vorum í algleymi fjallamannsins og skildum ekkert í Inga sem reyndi að reka á eftir kærulausum göngufélögum sínum með misjöfnum árangri þar sem hann bar ábyrgð á dagskrá kvöldsins og var með köfunarmenn og kokka á sínum snærum sem biðu í viðbragðsstöðu niður í byggð ;-)

Gengið ofan af Katlaþúfu yfir á Klausturstunguhól með Borgarfjörð í baksýn og skugga göngumanna í forgrunni.

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir
Tæpitungulaust þeir tölta
og rápmiklir mynda raðir!
(Bára)


Óskar, Irma, Kristín Gunda, Jórunn, Linda Lea, Skúli, Súsanna, Ásta Þ., Ásta Bjarney og Sigurður.

Á Klausturstunguhól í 751 m hæð hélt Gammel Dansk klúbburinn tölu um ágæti þess að hafa stundum með sér mýkjandi drykk í lengri göngum og bauð heiðursgestum hátíðarinnar, þeim Skúla og Óskari wildboys frá  Egilsstöðum og nýliðunum tveimur sem bættust í klúbbinn fyrr þessa göngu, þeim Jórunni og Sigurði, upp á Gammel Dansk að hætti gönguskvísa klúbbsins... og sungu meira að segja á dönsku á undan!

http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/8/fafXHoNIFGs


Inga Lilja, Björgvin J., Anna Elín, Gylfi Þór, Lilja Sesselja, Roar, Vallý, Jóhannes, Örn, Árni, Anton, Sigrún.
Sæmundur og Hulda.

Æstur hópur aðdáenda Gammel Dansk klúbbsins...

... og þeir sem vonuðust til að fá kannski einn sopa ef það yrði afgangur ;-)


Skúli, Óskar, Ingi í hvarfi og Rikki.

Jú, við gáfum okkur einstaka sinnum tóm til að njóta landslagsins en ekki bara fíflaskaparins í eigin félögum... ;-)

Næst á dagskrá var afvegaleiðing þjálfara... sem ruglaði suma í rýminu þar sem farið var niður í mót og ekki í áttina að næsta tindi... en það var þess virði þar sem þjálfurum fannst ekki hægt að ganga um allt Hafnarfjallið öðruvísi en að koma við á dularfyllsta stað þess... geilinni frægu sem á  það til að fela sig svo til vandræða hefur marg sinnis horft (og endað) þeim sem ganga vanalega leið á Hafnarfjall (leið sem er vel lýst í bók Ara Trausta og Péturs Þorleifs.).


Jóhannes, einn af lofthræðslulausu félögum klúbbsins með öllu, á góðum myndatökustað...

En geilin sú arna var til í allt með þessum ærslabelgjum sem þarna gengu framhjá og vildu skoða sig um...

Sjá ýmis blogg af göngum þarna um á veraldarvefnum:

Blogg Leifs Hákonarsonar en hann deilir mörgum gps-slóðum á wikiloc og er með frábæra myndasíðu af ótal fjallgöngum.
Þau fara sama hring og Ari og Pétur og
finna geilina neðan frá:
http://leifur.smugmug.com/date/2007-06-28/2007-06-28/3/169146739#169147051_qsznn

Blogg Leós nokkurs - mjög skemmtileg frásögn - en þeir fara öfugan hring við bókina og finna ekki geilina þrátt fyrir ítrekaða leit og enda með að ganga Katlaþúfumegin norðaustan við Klausturstunguhól niður og eru í kapphlaupi við myrkrið að komast í bílana. Það sem er ótrúlegt eða grátlegt við söguna er að það er mynd af geilinni í frásögninni, en þeir fara bara ekki nógu nálægt henni líklega til að átta sig á að þetta er hún!
http://leor.123.is/blog/record/287363/

Blogg Sigurpáls Ingiberssonar sem oft er með skemmtilegar lýsingar af fjallgöngum.:
Þau fóru einnig öfugan hring og
fundu ekki geilina þrátt fyrir ítrekaða leit og sneru við:
http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/333251/

Þá skal þess loks getið að þjálfarar fundu þrjár aðrar geilur í könnunarleiðangri þarna fyrr um haustið, allar sunnan við þessa.
Ekki var hægt að sjá slóð eftir fólk um þær en þær virtust jafn auðveldar uppgöngu en flóknari kannski neðan frá um klettabeltið þaðan.


Lilja Sesselja - eina af göngukonum Toppfara sem vílar ekkert fyrir sér

Nokkrir úr hópnum létu þessa geil ekki framhjá sér fara og fengu innsýn í hve flókið það er að koma auga á hana þegar gengið er um fjallið Klausturstunguhólsmegin.

Við ætlum að fara þessa leið hinum megin frá á einum af þessum ofurþriðjudagsgöngum okkar hásumarið árið 2011...

Megin nestispása dagsins... aðalrétturinn var á bröttum ægifögrum útsýnisstað við Klausturstunguhól í fjallaleikhúsi Borgarness
neðan við
Miðhnúk sem var næsti tindur dagsins...

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir.
Fimmtugir á fjöllin skrölta
fikra sig áfram, ekki hraðir!
(Björgvin J.)

Við rætur hans í skjóli voru Frábærir fimmtugir af árgerð 1960 með spuna-leikrit og heimtuðu súrari mysu, ódýrara víagra, bölvuðu ellikellingu og skildu ekkert í þessum "leikskólakrökkum" sem voru að mynda þau í gríð og erg þarna fyrir framan þau í móðunni... eða voru þetta "kindur sem þau sáu þarna fyrir framan sig"...? ;-)

http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/7/Vi_Vn2Yqjaw

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir
allir saman brölta
Flottastir þó allra áfram hökta
fimmtugir og staðir
verst að fætur skrölta!
(María)

Svipmesti tindur Hafnarfjalls er nafnlaus og við nefndum hann Miðhnúk til að aðgreina hann frá hinum.

Hann er kallaður Þverfell í bók Ara Trausta og Péturs Þorleifs og í kjölfarið hjá ýmsum gönguhópum/ferðafélögum í kjölfarið, en að sögn heimamanna sem gáfu út göngukort á svæðinu í fyrra (korti sem Ingi dreifði á hópinn í fyrra) þá rís Þverfell norðar og lægra í 618 m hæð og við gengum á hann fyrr um daginn gegnum Héðinsfjarðargöngin ;-)
Sjá þessu til staðfestingar í frásögn Leós að ofan, að kona af svæðinu (heimamaður)
segir það sama þegar þeir spjalla við hana á Hafnarfjalli.

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir.
Fimmtugir á fjöllini brölta
almáttugi faðir!
(Ágústa)

Miðhnúkur bauð upp á annars lags uppgöngu en fyrri tindar dagsins;
smá brölt og klöngur upp á topp sem var ekkert slor.

http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/6/X89nYwWsR34

Það var varla að við kæmumst öll fyrir þarna uppi svo við klöngruðumst fljótlega aftur niður og fóru flestir í kjölfar Arnarins sem var búinn að finna út að þetta væri greiðfærasta leiðin en nokkrir tóku flóknari leið á þetta suðaustan megin og lentu í ýmsum ævintýrum ;-)

Litið til baka upp... oft líta leiðirnar saklausar út séð neðan frá en ofan frá
og best að láta sig hafa það í
öryggi hópsins og komast að því að þetta er yfirleitt lítið mál!

http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/5/GAR1wAl9m2U

Fegurðin ljómaði áfram
á jörðu sem himni
 í sálinni og sinni
Toppfara

Þriðji síðasti tindur dagsins var sá hæsti á Hafnarfjalli, Gildalshnúkur í 854 m hæð (844 m).

Hvílík fjallafegurð

Litið til baka með Rauðahnúkafjall og Skarðsheiði í allri sinni dýrð í baksýn;
Skessuhorn lengst til vinstri,
Hádegishyrna lengst í fjarska þar við hliðina sem við gengum á 2. janúar 2010,  Þverhorn/nafnlaus (sá sem tengir Skessuhorn við meginland Skarðsheiðar), Skarðskambur, Heiðarhorn og Skarðshyrna lengst til hægri.

Á hæsta tindi var útsýnis notið í 360° og skrifað í gestabókina
og svo var komið að sjötta skemmtiatriði dagsins...


Team Orange - Skúli, Sæmundur, Anna Elín, Stefán Alfreðs og Óskar.

Team Orange hélt áhugaverða tölu um ágæti appelsínugula litarins á öllum sviðum mannlífsins, hvort sem það sneri að mat, drykkjum, lífsstíl eða hugmyndafræði og Wildboys tóku þetta alla leið... ekki bara með því að mæta með appelsínugult skreyttan bílinn sinn alla leið frá Egilsstöðum heldur og með því að mæta um kvöldið með appelsínugul bindi til að undirstrika staðfestu sína í órans-lífsstílnum ;-)

http://www.youtube.com/user/BaraKetils?feature=mhum

Æstur aðdáendahópur Team Orange að mynda goðin sín ;-)

Næst síðasti tindurinn var nafnlaus og við nefndum hann Suðurhnúk og mældist hann 824 m hár en hann er ósköp saklaus séður frá þeim hæsta, Gildalshnúk, en einkar glæsilegur séður sunnan frá úr Hafnardal og fékk því að vera með... 

...enda alvöru "tindur" þegar nær var komið...
... og með annað útsýni en hinir suður í
Hafnardal, yfir Syðri Hafnarfjallsöxl, út á Akranes, Akrafjall, Esju t. d. og á haf út...

Áttunda lið dagsins, Vinir Ágústu - The Nælons voru með óborganlegan gjörning við Suðurhnúk þar sem ýmislegt rúllaði út um þúfur
og kallaði fram enn meiri hlátur en nokkru sinni á göngunni... og er þá mikið sagt þar sem hlátrasköllin bergmáluðu þá þegar um allt Hafnarfjallið og verður þetta atriði ásamt hinum þennan dag seint gleymt...

http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/3/HOO2C9mQnGU

Ofan af Suðurhnúk fór að sjást fyrir endann á göngunni og við stefndum á síðasta tind dagsins... Vesturtind nefndan af okkur en hann er hæsti hlutinn á Hafnarfjallsöxl sem myndar kunnuglegan fjallsvegginn/hrygginn sem þjóðvegur 1 liggur eftir að Borgarnesi.

Útýnið ofan af Vesturhnúk í 797 m hæð er óborganlegt um hlíðarnar niður á þjóðveg
og þennan haustdag var sýnin skreytt haustlitum í sumarhúsabyggðinni við Borgarfjörðinn sjálfan.

http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/4/8vSgzdLxf6s

Skagamenn áttu síðasta skemmtiatriði dagsins en höfðu engan tíma og buðu okkur þess í stað upp á atriðið undir einum köldum niðri í bjórgili... svo auðvitað flýttum við okkur niður í herlegheitin sem voru enn ein útgáfan af mjög svo fjölbreytutm skemmtiatriðum dagins...

Þarna fór vindurinn skyndilega að blása og það fór að þykkna upp í fjarska með versnandi skyggni...

Hvað gerðist? Það var líkt og við gengjum á vegg...
Vorum við að fara gegnum veðra-virki Hafnarfjalls sem er ásýnd þess dags daglega í víðsjárverðum vindum niður á þjóðvegi?

Á þessari leið fengum við sérstaka fjallameðferð á læri og hné og ókeypis andlitslyftingu frá Kára kuldabola ;-)

Brattir tindar Tungukolls og Klausturstunguhóls í flasinu á okkur á leið niður í dalinn.
Dal sem er einn sá þrengsti og svipmesti sem gefst á fjallgöngu á suðvesturhorni landsins og verður án efa árlegur viðkomustaður okkar á þriðjudagsgöngu í ýmsum útgáfum ;-)


Súsanna, Jóhannes og Lilja Bjarnþórs með Klausturstunguhól og Miðhnúk í baksýn.

Sjá hamravegginn þar sem geilin leynist séðan neðan frá...

Ekki séns að koma auga á hana...
...enda mjög bratt þegar að er komið... skoðum þetta á góðu þriðjudagskveldi næsta sumar 2011 ;-)

Kælirinn í Bjórgili

Hjölli og Gunnar sóttu fenginn sem skreytti aldeilis síðasta atriði...

http://www.youtube.com/user/BaraKetils?feature=mhum#p/a/u/2/gULVLqAS9Vg

Niðri í "Bjórgili"... ehhh, Ytra-Seleyrargili... beið okkar einn kaldur...
...sá besti sem gefst þegar úr manni þurfa að líða nokkrir kílómetrar af þreytu...

Myndavélin var líka orðin þreytt...
eða ljósmyndari búinn að fá sér einn sopa...
eða nefnilega það
dimmdi hratt yfir með þungum regnskýjum
sem demdu sér yfir svæðið rétt í þann mund sem við vorum komin upp í rútuna með versnandi myndaskilyrðum hálftíma á undan..

Skagamenn - Gulir og glaðir eða gr... buðu upp á drykkjarstöð sem aldrei hefur áður þekkst í sögu þessa klúbbs; heilt net af 60 stk. ísköldum bjór í boði... ath? sem var búinn að liggja í kæli við gömlu stífluna í ánni frá því á fimmtudag (þegar Ingi kom þeim þar fyrir) en þau hömpuðu auðvitað íþróttafélaginu ÍA og sungu í stíl með myndir af félögum sínum meðferðis, þeim Guðjóni Pétri og Maríu sem ekki komust með þennan dag á fjöll.

http://www.youtube.com/user/BaraKetils?feature=mhum#p/a/u/1/CQgKG5U8lWw

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir.
Skagamenn á sínum hraða rölta
svaka gulir og gr....aðir!
(Lilja K.)


Hópurinn í "Bjórgili" með  tvo hæstu tinda dagsins, Miðhnúk og Gildalshnúk í baksýn.

Gleðifarar Hafnarfjalls:

Efsta röð frá vinstri: Anton, Gunnar, Örn, Roar, Skúli wildboys, Björgvin, Ásta Þ. Stefán Alfreðs., Steini P., Hanna, Rikki, Gerður, Sigurður og Kristín Gunda í hvarfi.
Miðröð frá vinstri: Vallý, María, Anna Elín, Jórunn, Sigrún, Ágúst, Hulda, Árni, Alma, Heiðrún, Valdís, Lilja K., Anna Sigríður, Lilja B., Einar, Áslaug, Inga Lilja, Elsa Inga, Auður, Súsanna, Hildur Vals., Sigga Sig. og Linda Lea.
Neðst frá vinstri: Hjölli, Rósa, Ásta Bjarney, Steini J., Ágústa, Bára, Brynja, Lilja Sesselja, Gylfi Þór, Óskar, Ingi, Sæmundur, Steinunn, Helga, Kristín Grétars., Jóhannes og Irma.

Við svifum á ósýnilegu sólarskýji niður í rútu síðasta spölinn... sama skýinu og menn svifu um næstu vinnuvikuna eftir svona ferð... eða enn lengur því þessi dýrðardagur... með allri sinni gleði, brosum og gantaskap sat lengur í manni en aðrar uppákomur Toppfara...


Miðhnúkur, Gildalshnúkur og Vesturhnúkur í Hafnarfjallsöxl.

Haf þökk fyrir fröken Hafnarfjall... þú varst fabulously gjördjöss ;-)

Allir inn í rútuna...

Hér skildu leiðir nokkurra sem áttu önnur erindi um kvöldið en fara í pottinn og matinn með félögunum...

Frú Dimma

Leiðtogi ferfætlinganna í Toppförum...
Hún var búin á því og skreið inn í bíl eftir sögulegan dag...

Á þessum tímapunkti afsöluðu þjálfarar sér öllum völdum og Ingi tók við og sló tóninn strax fyrir það sem eftir lifði sólarhringsins; "þetta var BARA upphitun, NÚ byrjar ballið"... með haustfagnaði sem hann hafði tekið að sér að skipuleggja af einstökum metnaði með dyggri aðstoð Heiðrúnar og Skagamanna og hafði leyft okkur að hlakka til í marga mánuði, en hann fól m. a. í sér heitan pott eftir gönguna, kennslu í köfun og æsispennandi sundknattleik á Akranesi, speglaboð Skagakvenna, lambalæri og meðlæti í Miðgarði og dynjandi dansiballi til tvö um nóttina með kynningu frá Wildboys og skemmtiatriðum frá hinum ýmsu frábæru félögum okkar á fjöllum sem öll eiga þakkir skilið.

Það var Toppfarískt stuð í rútinni á leiðinni á Skagann
meðan regnið og vindurinn buldi á rúðunum sem gerði blíðskaparveðrið á göngunni fjarstæðukennt...

Bjarnalaug á Akranesi...

...(ath nafn!).. kenndu okkur köfun af stakri prýði og þolinmæði
og voru margir að láta gamlan draum rætast með því að prófa loksins þessa merkilegu íþrótt
sem Ingi stundar af ástríðu þegar hann kemur því við.

Sundknattleikurinn var tekinn af fullri alvöru og menn börðust fram á síðasta blóðdropa...

Hvíta liðið vann með dómarann í sama liði og allt var leyfilegt nema það sem dómaranum fannst ekki leyfilegt  ;-)

Speglaboð Skagakenna

...dreifðist í þrjú hús á Akranesi... partý á þremur stöðum í einu...
eitthvað sem eingöngu Skagamönnum dettur í hug að afreka ;-)


Valdís, Ingi, Árni og kokkurinn.

Við tók kvöldverður í Miðgarði undir stjórn Inga þar sem dagskráin var þétt og sveitt...


Linda Lea, Skúli, Valdís, Ágústa og Brynja.

Ballið hófst með fordrykk og ljúffengu lambalæri sem bráðnaði ljúffengt upp í hungraða gönguúlfa...


Lilja Sesselja, Gylfi Þór, Árni Heiðrún (í hvarfi), Björn, ?. Roar, Halldóra Á., Hildur Vals. og Sigga Sig.

Eitt af nokkrum borðum kvöldsins.

Gítarleikarar kvöldsins voru Steini og Rikki... og söngurinn glumdi...

Óskar græjar myndasýninguna sem hann og Skúli voru með af spennandi slóðum/ferðum með Wildboys í framtíðinn... en þeir félagar skiluðu Súsönnu stafnum sem Óskar skilaði Súsönnu stafnum sem flaug niður af Dyrfjöllum í ágúst... sjá mynd frá þeim af þeirri björgun:


Óskar að bjarga stafnum hennar Súsönnu...

... og NB stafurinn var skreyttu appelsínugulum borða... geri aðrir betur í staðfestu sinni á að vera í liðinu "Team Orange"...


Keppendurnir í karlmennsku... Steini sigurvegari, Óskar, Sigurður og Sæmundur.

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir
Um kvöldið saman brölta ot skrölta
í dansi saman allir snarir
(Valdís)

Við tóku skemmtiatriði kvöldsins þar sem var leikir á gítar og sungið,
kenndur línudans í boði Heiðrúnar
keppt í karlmennsku,
horft á myndasýningu,
afmæliskonum dagsins, Lindu Leu og Helgu Björns gefnar gjafir frá Volcano Iceland o.fl.
o.fl.
...og dansinn dunaði sveittur til tvö...
þegar rútan keyrði okkur heim...
lúin en sæl eftir tuttugu tíma ævintýri...

Toppfarar á Hafnarfjall tölta
taktfastir og glaðir
Í dansi verðum snarir
og tómir verða barir

(Valdís)

Hvílíkur dagur, hvílík gleði, hvílíkir félagar... orð fá þeim ekki lýst...

Hjartansþakkir Ingi og félagar !
...og allir þeir sem lögðu hönd á plóginn til að gera þennan sólarhring að þessari snilld sem hann var ;-)

Gordjöss myndband Áslaugar af deginum: http://www.youtube.com/user/aslaugmelax#p/a/u/0/Z7aMwo5jL5o

Myndir Wildboys af göngunni: http://wildboys.123.is/album/default.aspx?aid=190678

Myndir Gylfa Þórs af göngunni: http://gylfigylfason.123.is/album/default.aspx?aid=190760&lang=en

Myndir þjálfara af göngunni:http://picasaweb.google.com/Toppfarar

Sendið mér línu ef ég gleymi einhverju, þetta var mjög flókinn dagur og margs að minnast og margs að þakka !
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir