Tindferð 90
Vestmannaeyjar - sjö tinda hringleið
Blátindur Dalfjalli, Háin, Stóra klif, Heimaklettur, Eldfell, Helgafell, Sæfjall
helgina 1. - 3. mars 2013
 

Vinir í Vestmannaeyjum
...þar sem villtur fjallgöngudraumur þjálfara rættist
...við bestu aðstæður veðurs og færðar
 ... þökk sé áræðnum og glöðum göngumönnum
... og einstökum heimamönnum sem tóku okkur opnum örmum ...


Með nyrðri tinda Dalfjalls við Blátind, hluta af byggð Vestmannaeyjabæjar og Stórhöfða í baksýn

Fyrstu helgina í mars fóru 40 klúbbmeðlimir með mökum og einum tíu ára dreng til Vestmannaeyja...
og freistuðu þess að ganga sjö tinda hring kringum byggðina í Heimaey... þar sem komið var við á átakanlegum söguslóðum...
og lék veðrið við göngumenn þennan dag... eftir sleitulítil illviðri í vetur... og erfið veður beggja vegna göngudagsins...
versta veðri í fjö
gur ár vikuna á eftir... þar sem vindur mældist yfir 40 m/sek í Eyjum...
og Herjólfur sigldi ekki tvo daga í röð og bera fór á vöruskorti í Eyjum...
svo með ólíkindum var hversu blítt það viðraði nákvæml
ega þennan hálfa sólarhring sem við höfðum til göngu...

---------------------------------------------------------

Ferðasagan hefst...

Veðurspáin var mjög tæp fyrir þessa helgi... enda um byrjun mars að ræða...
og margir höfðu litla trú á að það væri yfirleitt gáfulegt að skipuleggja göngu í Vestmannaeyjum á þessum árstíma...

Já... eyjaskeggjar segja að það sé yfirleitt blíða í eyjum og fannst þetta mörgum bara smart...
... sumir sögðu að eyjan væri mun fegurri að sumri til í grænum gróðri sem er rétt...
en það á við um nánast allt á Ísland... það er auðveldast og fallegast almennt að ganga um landið yfir hásumarið...
en þegar gengið er allt árið um kring verða sum fjöll og leiðir að lenda á vetrarmánuðunum
og svæði við sjó eru mun snjóléttari en hálendið... svo okkur þótti tilvalið að fara til Eyja á þessum tíma...
þar sem snjó festir yfirleitt ekki á eyjunum nema yfir dimmasta vetrartímann...
mars... er því eiginlega vortími á þessum útnára... og það reyndist rétt út reiknað....

Veðurglugginn var sláandi flottur þennan laugardag annan mars árið 2013...

... þetta var bókstaflega eini mögulegi dagurinn að ganga í fallegu veðri...

... ef við bara hefðum vitað... að illviðri myndu geysa dögum saman á undan og eftir okkar ferð...

Í þessu vestmannaeyska bjartsýniskasti kvenþjálfarans... sem var búin að úthugsa þessa Vestmannaeyjaferð lengi
eftir dásamlegan könnunarleiðangur þjálfara til eyja í október árið á undan í fádæma veðurblíðu...
var auðvitað ætlunin að fara með Herjólfi frá Landeyjahöfn í 35 mín siglingu...
ein af aðalorsökum þess að þjálfurum fannst þetta yfirleitt vera góð hugmynd...
að skreppa til Eyja eina helgi í flotta dagsgöngu um fjöllin öll á eynni...
... "ekkert mál þegar ferjan er núna bara hálftíma að sigla" ...

En þegar að var komið ferðar... var auðvitað ekki fært frá Landeyjahöfn...
svo okkar beið 3ja tíma sigling hvora leið frá Þorlákshöfn...

Það hafði sem betur fer ekki þau áhrif að menn hættu við
en oft hafa minni ástæður nefnilega valdið því...
áhugi manna á að fara til Vestmannaeyja og upplifa fjöllin þeirra var greinilega það mikill
að 3ja tíma sigling frá Þorlákshöfn fældi ekki frá...

Við undirbjuggum okkur bara betur... þeir sem áttu til að verða sjóveikir fengu sér sjóveikilyf
og flestir voru með slíkt í maganum, vasanum eða lófanum þegar lent var í Þorláki...

Herjólfur siglandi frá Þorlákshöfn reyndist fínasti fararkostur og mun minna mál en við héldum...

Sumir höfðu engar áhyggjur og nutu þess bara að sigla frá meginlandinu...

... fengu sér bara góðan kvöldmat á leiðinni og unnu í tölvunni...

Aðrir leigðu sér koju og lágu fyrir alla siglinguna...
eða horfðu á sjónvarpið eða sátu stjarfir og ákveðnir í að verða ekki sjóveikir...

Katrín virkjaði Toppfaramerkið í þessari ferð og kom með nokkur stykki handa þjálfurum...
en þessi merki áttu eftir að skreyta smám saman nánast hvern einasta bakpoka klúbbmeðlima...

Hluti hópsins fór snemma á föstudagsmorguninn til Eyja og melduðu inn fallegar myndir
sem lofuðu góðu fyrir okkur hin sem mættum á staðinn á föstudagskvöldinu...

Við sigldum inn í höfnina og gengum frá borði í myrkri...
og þá var ekkert annað í boði en að ganga með allan farangurinn frá höfninni og á hótelið...
það var eitthvað sérstaklega skemmtilegt við þetta...
einfaldleikinn við að fara siglandi og svo gangandi öll erindi í Eyjum...
og ekkert annað farartæki í boði... bara þetta var tær snilld...

Þjálfarar fóru tveimur árum síðar á fótboltamót til Eyja og sváfu í tjaldi
og minntust þessarar ferðar þá og gerðu það sama... gengu með allt útilegudótið sitt frá höfninni...
og mikið til allra sinna erinda meðan á mótinu stóð...
og kynntust eyjunum enn betur en nokkru sinni fyrir vikið...

Gangan tók um 20 mín á 1,4 km leið frá höfninni að Hóteli Vestmannaeyjar við Vestmannabraut...
... ekki var það nú langt...

Hótel Vestmannaeyjar er glæsilegt hótel í alla staði... þar var framúrskarandi þjónusta...
og viðmót eigenda, Magnúsar og Öddu gleymist aldrei en þau voru boðin og búin
til að græja góða gistngu fyrir þennan stóra hóp sem ætlaði að kynnast fjöllunum þeirra...

Veitingastaðurinn Einsi Kaldi var á hótelinu en þar ætluðum við að borða eftir gönguna á laugardagskvöldið...
og sáum ekki eftir því... háklassamatur og sérlega góð stemning...

Lundinn er einkennisfugl Vestmannaeyja... og hótelsins...
... eyjarnar eru nefnilega stærsta lundabyggð í heimi... meira en tíu milljónir lunda búa í Vestmannaeyjum...

Þegar komið er til Vestmannaeyja er áþreifanlegt hvernig ægileg saga þeirra drýpur af hverju strái...
ef maður bara gefur sér smá tíma til að taka eftir því, upplifa... og helst lesa sér aðeins til...

Á veggjum hótelsins mátti sjá hrikaleik Heimaeyjargossins árið 1973 á hverjum vegg...

... sem og sýnina frá Eyjum á gosið í Eyjafjallajökli árið 2010...

... og fegurðin og friðsældin sem þarna gefst eins og hvergi annars staðar
var á sumum myndanna...

Já, þetta var dásamlegt hótel með heitum pottum og gufubaði í kjallaranum
sem við fengum aðgang að eftir gönguna daginn eftir... hvílík þjónusta !

Við vöknuðum snemma á laugardagsmorgninum...
og hlóðum okkur vel af orku í glæsilegum morgunmatnum á hótelinu...

Það var mjög sérstakt að ganga af stað í fjallgöngu frá hótelinu sínu...
það höfðum við aldrei gert áður... og áttum ekki eftir að gera það aftur fyrr en í Chamonix í Frakklandi
þegar við gengum frá gististaðnum í kláfinn upp á Aquille du Midi þaðan sem við gengum af stað árið 2017....

Og því var nauðsynlegt að fá mynd af okkur með hótelhöldurunum...
þeim Magnúsi og Öddu sem reyndust okkur ómetanlega vel í hlýjum móttökum sínum...

Loksins var lagt af stað gangandi kl. 8:09 um Vestmannabraut áleiðis í Herjólfsdalinn
þar sem fyrsti tindur dagsins gnæfir yfir...

Við mændum í allar áttir... Heimaklettur var þarna rétt hjá... en hann átti að vera fjórði tindur dagsins...

Stóra og Litla klif hér og Háin nær... svolítið á reiki með örnefnin samt og ekki alltaf talað eins um þessa tinda...
stundum bara talað um Dalfjall og svo Eggjarnar yfir á Hánna og Klifin ekki nefnd á nafn...
en skv. korti er Háin hér út eftir en klettarnir hægra megin Litla og Stóra Klif
og skv. því fórum við yfir á Hánna en ekki fram á hana og upp á Stóra Klif en ekki á Litla klif...

Herjólfsdalur framundan...
Dalfjallið þarna í fjarska og Blátindur sem er hæstur stingandi sér þarna upp úr eins og píramídi...

Hér sést hann betur... skagandi upp úr klettunum... þarna áttum við eftir að standa flest...
og gleyma því aldrei...

Dalfjallið og Eggjarnar yfir á Hánna hér eins og faðmur utan um Herjólfsdalinn...
einstakur staður... það er ekki skrítið að Þjóðhátíð í Eyjum heldur velli sem flottasta útihátíð á Íslandi fyrr og síðar...
þetta er ekki síst ástæðan... þessi umgjörð... hvílíkur staður...

Blankalogn... svalt í veðri... en bjart... sólin var að koma upp... þetta gat ekki verið betra... ótrúlegt veður !

Við söfnuðumst saman eftir arkið frá hótelinu neðan við fyrstu brekkuna upp á Dalfjallið...
... fyrstu 2 kílómetrarnir að baki gegnum bæinn að fjallsrótum...

Þjálfari rifjaði aðeins upp sögu Þjóðhátíðar í Eyjum áður en lagt var af stað
sem nær allt til ársins 1974...
en þá komust eyjamenn ekki til hátíðahalda á meginlandsinu í tilefni af 1.000 ára afmælis Íslandsbyggðar
en þá afhenti Kristján IX Danakonungur fyrstu stjórnarskrá landsins á Þingvöllum...
árangur áratuga baráttu Jóns Sigurðssonar og félaga... og vísirinn að sjálfstæði landsins að lokum...

https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0h%C3%A1t%C3%AD%C3%B0_%C3%AD_Vestmannaeyjum

Brattinn er mjög mikill upp á Dalfjallið og tók strax verulega í...
það var því gott að vera búin að hita upp á láglendinu frá hótelinu gegnum bæinn í dalinn...

Sólin að koma upp bak við Hánna þar sem Helgafellið ber við morgunroðann og Sæfellið er flatt þarna hægra megin...

Já... þetta er ástæðan fyrir fjallgöngunum...
útsýnið verður strax ótrúlega mikið og meira gefandi en af láglendinu...

Séð hér út eftir eyjunum til suðurs... 
Suðurey, Hellisey, Súlnasker, Geirfuglasker og hægra megin glittir í Álsey...

Stórbrotið landslag í smæð eyjanna er eiginlega eina rökrétta lýsingin á þessu landslagi sem þarna var...
landflæmi Vestmannaeyja er ekki mikið í kílómetrum...
en það segir bókstaflega ekkert um mikilfenglegt landslagið sem gleypti okkur frá fyrsta skrefi þarna upp...
við máttum okkar lítils í þessu landslagi sem við gengum þar með klukkutímunum saman í...

Girt í brekkunum á Dalfjalli í fleiri en einni röð...

Þjálfarar voru báðir með myndavélar í þessari ferð og því eru myndir frá fremstu mönnum og öftustu í bland
í þessari ferðasögu... en því miður eru myndgæðin ekki góð...
reyndar mjög léleg í samanburði við símana sem nú hafa tekið við myndatökum í ferðunum okkar
þegar þetta er loksins skrifað árið 2018...

Já... þetta var svo rosaleg tindferð að hún fékk sömu örlög og flóknustu utanlandsferðir Toppfara...
að komast aldrei að í skrifum fyrr en nokkrum árum síðar þar sem aldrei virtist vera tími til að setjast niður og taka þetta allt saman...
slík voru gæði þessarar ferðar... líklega þriðja flottasta gangan í sögu Toppfara frá upphafi...
en við eigum eftir að raða þessu samt upp... svo það er óstaðfest hér !

Ógnarstærð landslagsins í Vestmannaeyjum sést einnig vel hér... sjá bæinn þarna niðri, Suðurey... klettana út við sjó...
og mannmaurana þarna neðan við klettinn...

Við áttum eftir að rifja þessa ferð upp árum saman... og verða sífellt þakklátari að hafa farið...

Nánast metfjöldi í ferðinni... 40 manns... metið á Blikdalurinn í Esjunni þar sem 53 mættu
en þessar mætingatölur eru alveg hættar að sjást nú orðið árið 2018
þegar við erum varla að ná upp í 20 manns í hverri göngu
en nákvæmlega þannig viljum við hafa það... 40 manns eru of mikið... 20 manns er algert hámark...
þannig helst stemningin nefnilega sem ein heild og gengið er eins og einn maður
en ekki eins og nokkrir smærri hópar í svona miklum mannfjölda...

En... sem betur fer vorum við engu að síður þetta mörg í þessari ferð...
hún var af slíkum gæðum að það var gott að sem flestir fengju að upplifa þetta...

Blátindur hér vinstra megin uppi...

Við flýttum okkur ekkert í þessari göngu... vorum bara að njóta og dóla...

Taka myndir og upplifa friðinn og fegurðina...

Sjófuglinn sem býr í eyjunum fylgdist spenntur með þessari hjörð sem fór um þeirra slóðir...

Í Vestmannaeyjum lifa eða hafa lifað nánast allir fuglar sem búa á Íslandi á annað borð... 
um 30 tegundir af sjófugli í milljónatali...
... farfuglarnir lenda fyrst í eyjum... og fara síðastir þaðan...

http://www.heimaslod.is/index.php/Fuglar

Þéttni brekkunnar sést vel... það var gott að taka þetta bara í smá skömmtum...

Grasið gult eftir veturinn... það væri mjög gaman að fara þessa leið aftur að hásumri...
já... það er í pípunum að endurtaka þennan leik einn daginn...

Séðar nær... Suðurey, Hellisey, Súlnasker, Geirfuglasker ?

Bláminn á himni lofaði góðu... friði í veðri næstu klukkutímana en við vissum að þegar liði á daginn væri þetta búið...

Sólarupprásin öll að gerast bak við Eldfellið í hvarfi af Hánni...

Góður slóði hér upp... mergjað að vera utanvegahlaupari í eyjum og skokka þetta upp og eftir hryggnum niður Klifið...

Jebb... þetta er flott leið og brött...

Fremstu menn komnir fram á brúnina...

Farið að sjást í leiðina yfir á Hánna og Klifin...

Það var frost í jörðu... það var það kalt þennan morgun...

Dásamlegt að vera á þessum stað... á þessum tíma...

Fyrstu geislar morgunsólarinnar tóku að falla á okkur...

Og þá breyttist allt... varð bjart og gult og hlýtt og auðvelt ... sólin breytir öllu...

Hún varpaði nú geislum sínum á þau fáu ský sem voru á himni og þarna var fegurðin alltumlykjandi...

Við nutum í botn og máttum varla vera að því að halda áfram...

Útsýnið til lands... til Norðureyjar eins og eyjamenn kalla meginlandið...
hvílíkur útsýnisstaður á Íslandið sjálft...

Já, hér var hópmyndin tekin sem varð einkenni þessarar ferðar...

Efri: Willi, Guðjón, Irma, Ingi, Björn H., Örn, Steinunn, Jóhanna Ísfeld, Guðmundur V., Guðmundur Jón, Hjölli, Sylvía,
Ólafur, Berglind, Þórey, Anna Sigga, Kári?, Roar, Anna, og Hjálmar.
Neðri: Unnur, Heimir, Sigga Sig., Gylfi, Jóhanna G., Bestla, Ágúst, Heiðrún, Þórunn, Katrín Kj., María S., Aðalheiður E., Örn A.,
Soffía Jóna, Heiða, Dagbjört, Helga E., Halldóra Á og Bára tók mynd.

Blátindurinn beið okkar næstefstur og glæstastur allra á eyjunni...

Greið leið til að byrja með og ekkert mál...

Hvílík fegurð !
Eldfellið og Helgafellið hér að varða upprásina...

Litið til baka frá fremstu mönnum...

Þarna var hús... sérstakur staður... saga þess eflaust mikil...
Er einhver að skrifa sögur um öll þessi hús í eyjum... baráttuna, erfiðleikana, fórnirnar, lausnirnar, sigrana...
eflaust margt stórmerkilegt... og harmrænt og jafnvel sársaukafullt líka...

Gleðin var við völd... hvergi annars staðar í veröldinni vildi maður vera en nákvæmlega þarna á þessari stundu...

... í sólarupprásinni í Vestmannaeyjum...

Skerin úti á hafi fyrir neðan...

Það voru englar í þessari ferð... Heiðrún, Helga Edwald og Irma...

Litið til baka frá fremstu mönnum... hér kom skriða sem brölta þurfti upp og yfir um...

Samhengi landslagins ofar... að brölta í svona brekkum með sjóinn fyrir neðan er einstakt...

Eyjafjallajökull hér í baksýn... og Hekla lengst vinstra megin... er þetta Þríhyrningur þarna þessi dökki ?
... erfitt að sjá ... en líklega...

Helga Edwald er ein af úrvalsgleðigjöfum Toppfara...
þessi mynd færir manni hláturinn hennar inn að hjartastað...

Skriðan sést betur hér... í stórum hóp þarf að passa grjóthrun...

Herjólfsdalurinn að birtast í heild sinni... og Bjarnarey fjær...

Bláminn af hafinu einstakur og næst þrátt fyrir léleg myndgæði...

Skriðan neðan frá...

Örn hennar Aðalheiðar kemur ekki í margar tindferðir með okkur
en hann var sem betur fer í þessari...

Komin upp og nú var það hryggurinn áleiðis inn að Blátindi...

Jú, þetta er líklega Þríhyrningur og svo Hekla og Eyjafjallajökullinn aldrei flottari en séður frá Vestmannaeyjum...

Þessi kafli að Blátindi er ógrúlega fagur... hópurinn að koma sér upp úr skriðunni...
erfitt að mynda afstöðuna á þessari leið en héðan frá séð er þetta ansi bratt...

Ein af nokkrum uppáhaldsmyndum þjálfara úr öllum göngum Toppfara...

Sem og þessi... sjófuglinn... Blátindur... fremstu menn... og öftustu að klára skriðuna upp...

Fleiri komnir áleiðis...

Útsýnið niður... þetta var snarbratt og engin leið að stöðva sig ef maður missti fótana...

Íþróttahúsið og fótboltavöllur ÍBV vinstra megin... og golfvöllurinn dreifður um allt...

Sumir létu þetta nægja og fóru ekki lengra...
hugnaðist ekki að brölta um þúfurnar að Blátindi í brattanum beggja vegna...
bara nutu þess að vera þarna og mynda og horfa...

Fyrstu menn komnir á Blátind :-)

Útsýnið af honum yfir á Klifin, Hánna og Heimaklett... og svo Eyjafjallajökull í öllu sínu veldi...

Síðasti kaflinn á Blátind...

Litið til baka eftir hryggnum...

Var endalaust pláss fyrir menn þarna uppi á þessum tindi ?

Önnur uppáhaldsmynd þjálfara...

Að standa á Blátindi...
fyrsta tindi dagsins í morgunsólinni með Vestmannaeyjarnar útbreiddar fyrir framan sig er einstök upplifun...

Það var smá klöngur í viðbót þarna á milli höfðanna...

Jú, nóg pláss á tindinum í raun...
en haftið þarna á milli varasamt og eins gott að fara varlega þar..

Það er til siðs að taka utan um stöngina til að ljúka uppgöngu á þennan tind...
sem þykir varasamari en sjálfur Heimaklettur...
og situr meira að segja í mörgum Eyjamanninum sem margoft hefur jafnvel gengið á Heimaklett...
sem við furðuðum okkur ekki á... eftir að hafa farið um haftið og klöngrast upp á sjálfan tindinn...
þar sem varla var pláss fyrir alla...

Við ákváðum að fara ekki alveg öll upp í einu heldur skipta hópnum...
 svo fyrstu menn tíndust smám saman til baka...

... á meðan við hin tókum myndir...

Þetta var smá brölt og best að sleppa bakpokanum þegar margir eru að fara á sama þrönga tindinn...

Úff... eins gott að enginn var með snöggar hreyfingar...

Sýnin niður á leiðina upp eftir...

Maður verður hálf lofthræddur af að sjá þetta...

Herjólfsdalurinn í allri sinni dýrð...

Þetta hlýtur að vera fallegt í grænku hásumarsins...

Það var einstakt að setjast niður á þessum tindi og horfa á haf út...

Hér sjást suðureyjarnar betur...

Ólofthræddi hluti hópsins naut þess mjög að fara hér upp
á meðan við hin skulfum nett og sumir slepptu þessum tindi takk :-)

Eldfellið og Helgafellið... því miður safnaðist nú mistrið upp á himninum
og sólin barðist sífellt við að komast í gegnum það en varð undir...
en það var logn og friðsælt og ekki svo kalt...
og því var ekki hægt að kvarta...

Jæja... best að koma sér af Blátindi... hann mældist 286 m hár...
þessi tala er ósköp ómerkileg í samanburði við hæstu fjöll landsins... en tindurinn er í sama gæðaflokki og þau...
engin spurning... leiðin á hann er einfaldlega stórkostleg !

Það var svo sannarlega blanklalogn og háskýjað, sjórinn lygn og friðurinn einstakur...
svala sjávarloftið var það eina sem sagði til um að kannski væri ekki sumar...

Ferðasöguritari hér efst ásamt Gylfa, Guðmundi Jóni ofl...

http://www.heimaslod.is/index.php/Dalfjall

Gylfi tók þessa mynd af Blátindi af síðustu mönnum niður... pælið í snilldartöktum... ;-)
Takk Gylfi fyrir lánið! - sjá magnað myndasafn hans hér:
www.123.is/gylfigylfason

Í suðurlandsskjálftunum þann 17. júní árið 2000 hrundi mikið úr Blátindi og tindunum í kring...
með tilheyrandi skriðuföllum og hávaða meðan á þjóðhátíðarhöldum stóð í Herjólfsdal
og olli þetta skelfingu viðstaddra sem voru minnugir eldgossins... en engin meiðsli urðu á fólki...

http://www.heimaslod.is/index.php/Bl%C3%A1tindur

Við vorum í sæluvímu eftir fyrsta tind dagsins... þann næsthæsta þennan dag... og brattasta...
en Heimaklettur átti reyndar eftir að gera tilkall til þess líka...

Við fórum sömu leið til baka fyrstu hryggina...

Upp og niður þessa hóla og skriður á milli að hluta...

Löngunin til að fara gönguferð til Færeyja kviknaði í þessari Vestmannaeyjaferð
og hún hefur ekki yfirgefið okkur síðan...
þokusúld og erfið veður í Færeyjum hafa hins vegar valdið því að við hikum alltaf...
það er svo grátlegt að fljúga þangað og lenda svo bara í þoku og rigningu...
en við eigum eftir að fara einn daginn...

Heilunin og orkan sem fæst út úr því að ganga svona við sjóinn er óumdeilanleg að mati þeirra sem stunda slíkt...
þjálfari þreytist ekki við að segja þetta... það er svo mikill sannleikur í þessu 
og það er synd hversu fáir átta sig og hafa vit á að nýta sér það...

En...  leiðin var enn varasöm til baka og við þræddum okkur eftir eggjunum...

... og áttum eftir að halda áfram að þræða okkur eftir þessum eggjum hér út eftir að Hánni og Klifunum...

Litið til baka...

Skriðan stóra niður hér...

Þessi er líka í uppáhaldi... Herjólfsdalurinn neðan við okkur á eggjunum ofan við skriðurnar....

Það var eins gott að fara varlega og vera ekki hér í miklum vindhviðum...

Stundum er svona kafli betri á leið upp en niður...

Grjótskriðan fór með okkur hálfa leið...

Í svona stórum hóp er þetta seinfarið og grjóthrunshættan heilmikil...

Eftir skriðuna var þetta góður slóði út á brúnirnar...

... þar sem fremstu menn biðu eftir þeim öftustu...

Komin niður á brúnirnar með stíginn að baki...

Það er ótrúlega gaman að skrifa þessa ferðasögu nú árið 2018 og sjá alla þessa félaga sem voru með í henni
og maður hefur ekki séð lengi... eins og Björn og Bestlu... og fleiri...
vonandi fáum við að njóta félagsskapar allra þeirra sem voru í þessari ferð oftar en nú er...

Næsti tindur var Háin... ef svo má segja...

Leiðin frá Blátindi upp á Hánna er einstök og einnig einn af þeim stöðum sem þjálfara langar að heimsækja aftur...

Við kvöddum Blátind með virktum...

Slóðinn fínn áfram út eftir... greinlega mikið genginn eða hlaupinn...

Litið til baka... einstakt landslag...

Sami brattinn í skálinni hér...

Blátindur í öllu sínu veldi... vinstre megin... og leiðin okkar upp um morguninn ...
nú sýnist þetta ekki vera sérlega þétt upp :-)

Smá klöngur á kafla en ekkert til að tala um...

Maður bara verður að koma hingað aftur...

Litið til baka... Blátindur þarna efstur vinstra megin...

Eyjafjallajökullinn er ógnarstór séður frá Vestmannaeyjum...

Tæpistigurnar um eggjarnar breyttust í sífellu og voru heilt ævintýri út af fyrir sig...

Það var ekki skrítið að menn vilji kalla þær sérnafni... Eggjarnar...

Háin... ef marka má kortin...

Litið til baka eftir hópnum...

Það var ákveðið að fá sér nesti þarna uppi...

Síðasta brekkan upp á Hánna...

Stígurinn mjög góður...

Fuglinn um allt... og Blátindur sífellt að sýna á sér nýjar hliðar...

Já, þetta var þétt upp...

Eggjaleiðin okkar að baki...

Fínasta brekka í grasi og mosa...

Útsýnið niður hamrana þegar komið var upp...

Leiðin okkar frá fjallsrótum á Dalfjallið og hingað yfir sést vel hér...

Sýnin niður að dalnum og bænum og suðureyjunum...

Í Vestmannaeyjum eru um 120 plöntutegundir... 30 grastegundir... og kringum 80 skordýrategundir...

http://www.heimaslod.is/index.php/Gr%C3%B3%C3%B0ur

Þessi kafli leyndi á sér...

En gekk vel...

Komin upp og hér var áð með notalegri nestisstund...

Mjög gaman að koma á Hánna því nú breyttist sýnin á bæinn og umhverfi eyjanna...

Ljósmyndarar klúbbsins vissu aldrei í hvaða átt þeir ættu að velja að mynda fyrst...
þetta var alger veisla fyrir þá...

Síðustu menn að koma upp síðasta kaflann...

Litla Klif og Stóra Klif...  grassléttur uppi... Litla klif er ekki auðvelt uppgöngu án klifurtækja...
og Heimaklettur fjær... og Bjarnarey fjærst...

Ef vel er að gáð... má finna sjávarilminn... og heyra í fuglinum...

Við nutum...

... og mynduðum...

... og borðuðum...

Svo var haldið áfram...
en Háin var talin sem tindur tvö þennan dag og mældist 236 m há þar sem við fórum um hana norðan megin...

Ofan af Hánni austan megin blasti bærinn í Heimaey við okkur...

Við gáfum okkur góðan tíma hér að spá og spekúlera...

Horfðum í allar áttir og virtum landslag eyjanna fyrir okkur út með hafinu...

Vestmannaeyjar eru alls 15 talsins og um 30 sker og drangar...
syðsta eyjan er Surtsey (1,9 ferkílómetrar) og sú nyrsta er Elliðaey
en Heimaey er stærst þeirra allra... 13,4 ferkílómetrar...

Svæði Vestmannaeyja er 38 km að lengd og 29 km að breidd... það eru 8 km í landi og 10 km í höfn...

Íbúar Vestmannaeyja eru nú um 4.200 talsins... um eitt þúsund færri en voru fyrir gosið 1973...

https://en.wikipedia.org/wiki/Vestmannaeyjar

Heimaklettur hér fyrir framan og svo Bjarnarey...

... og nýja hraunið sem rann í gosinu 23. janúar 1973 fram í sjó og ógnaði höfninni svo gera þurfti ráðstafanir
með kælingu sem efnuðu í flóknum björgunaraðgerðum sem fjöldi manns tók þátt í
og búnaður fluttur erlendis frá...

Takið eftir gufustróknum frá höfninni sem liðast þráðbeinn upp í loftið...
og segir allt um lognið sem þarna var...

Helgafellið og Sæfjallið... og Stórhöfði lengst til hægri...
það er ekki skrítið að veðurmælingar í Stórhöfða gefi ekki rétta mynd af veðrinu í bænum sjálfum
sem er í ágætis vari af fjöllunum langleiðina hringinn í kring...

Eldfellið og Helgafellið... Helgafellið er brattari og glæsilegri gígur...

Mjög gaman að geta staðið þarna og virt bæinn fyrir sér...

... og alla gönguleiðina sem var framundan þennan dag...

Það var víst ráð að halda áfram... tveir tindar af sjö að baki og sá þriðji framundan í Klifunum...

Sömu þéttu brekkurnar niður hér...

Við máttum varla vera að því að ganga...
þetta var svo stórkostleg upplifun að vera þarna í þessum friði...

þar sem vængjablak fuglsins heyrðist svo skýrt og afgerandi... eins og saumnál að detta...

... upplifa náttúruna og fuglalífið beint í æð...

Stóra klifið framundan næst og svo var það sjálfur Heimakletturinn...

Klifin eru glæsileg að sjá... og með sitt sérstaka landslag eins og allir hinir tindarnir þennan dag...
hver með sínu lagi...

Við þurftum að lækka okkur svolítið til að komast framhjá Litla klifi...

... í fínu færi og slóða...

... framhjá þessum kletti einnig...

Já, þetta virtist lítið... en var allt umfangsmeira þegar að var komið...

Milljónir fugla lifandi í eyjum... já... við trúðum því á þessari göngu... magnaður félagsskapur að ganga í...

Höfnin í eyjum... fiskimið eru gjöful við eyjarnar...
... ýsa, þorskur, rauðspretta, koli, karfi, smá Hvalur, selur, lúða, humar...

Slóðinn um klifin er fínn á grasi að mestu...

... með björgin ofan við mann alla leið að skriðunni þar sem farið er upp...

Fyrst á grasi og grjóti...

Litið til baka...

... en svo á mölinni og það eru keðjur/kaðlar til stuðnings...

Ritan ?

Fínasta leið og kaðlarnir blekkja þetta svolítið, þeir eru meira til stuðnings í mjúkum sandinum sem tefur för...

... en það var gott að hafa þá...

... þar til einn slitnaði hjá fremstu mönnum svo menn féllu við...
sem betur fer í mjúkri og saklausri  brekkunni svo enginn meiddist
og Örn batt hann aftur í...

Sést betur hér...

Ljósmyndararnir voru um allt að mynda... fram á brúnum og klettum og þúfum og ...

Sjá fleiri kaðla hér...

Eins gott að treysta ekki um of á svona kaðla...

Skriðan rök en ekki leðjuð og fín uppgöngu...

Sjá til baka...

Tafsamt í stórum hópi en allir í banastuði að njóta og enginn að flýta sér...

Þetta var hvorki erfiðasti né brattasti né varasamasti hluti göngunnar þennan dag
þrátt fyrir alla þessa kaðla...

Litið til baka frá fremstu mönnum...

Komin upp... öll helstu loftskeytamöstur Vestmannaeyjinga eru á Stóra klifi
sem skemma svolítið upplifunina af að koma þarna upp
en einhvers staðar verða þau að vera...

Enn einn stórfenglegi útsýnisstaðurinn að koma upp á...

Blátindur hér fjær og Háin nær að baki Halldóru Ásgeirs ofurferðalanga...

Sléttan uppi var góð tilbreyting frá eggjunum fyrr um daginn...

Við fórum fram á brúnirnar...

Brekkurnar Dalfjalli...

Sýnin að jöklinum...

Heimaklettur... sem var næsti tindur dagsins...

Höfnin... sem við gengum í gegnum til að komast að Heimakletti...
og aftur í gegn á leið í Eldfellið síðar um daginn...

Vestmannaeyjabærinn sjálfur...

Suðureyjarnar á hafi úti...

Við nutum... enn og aftur...

Stóra klif reyndist vera 239 m hátt...

Heimaklettur olli nettum kvíðaboga hjá sumum í hópnum og hugurinn var kominn þangað...

Það var ráð að koma sér þá upp á þann tind og ljúka þeirri eldraun af...

Eldfell - Helgafell - Sæfjall - Stórhöfði

Aftur í gegnum allt kaðlakraðakið...

Blátindur og Háin hér fjær...

Mun léttara niður í mót þennan kafla...

Já, það væri gaman að prófa að hlaupa þetta...

Nú er komið nýtt hlaup í Vestmannaeyjum árið 2018... Lundahlaupið eða Puffin Run
þar sem farinn er hluti af okkar leið...

https://runninginiceland.com/the-puffin-run/

Sjá leiðina hér neðan frá, frá fremstu mönnum...

Skemmtileg leið og nú bættist sjálf höfnin inn í gönguleiðina...

Komin niður þar sem fremstu menn biðu við bensínstöðina...

Aldrei... hvorki fyrr nér síðar... höfum við komið við á bensínstöð gangandi í miðri tindferð...
já, Vestmannaeyjar eru einstakur staður að heimsækja og ganga um...

Það var svolítið svalt að koma hér við og halda svo áfram...
einhverjir fóru á salernið og einhverjir keyptu sér orku...

Búin með þrjá tinda af sjö... og framundan sá flóknasti og frægasti og hæsti...

... sjálfur Heimaklettur... útvörður eyjanna og sá sem varðar innsiglinguna þegar komið er með Herjólfi
en innsiglingin sú er heill heimur að upplifa út af fyrir sig þegar komið er til eyja...

Háin hér vinstra megin og Stóra klif hægra megin...

Sjá klettana norðan megin við Heimaklett... brattur er hann og illkleifur að sjá...
Þegar þjálfarar fóru könnunarleiðangur um Vestmanneyjar fyrir þessa ferð með yngsta soninn 8 ára í vetrarfríi
í október árið á undan... sneru þeir við í miðjum brekkunum hér og leist ekkert á blikuna...

Upplýsingar og aðvaranir við fjallsrætur...

Örnefni Heimakletts... það eru heilmiklar sögur á bak við mörg þessara örnefna...

Hér biðu okkar fjórir heimamenn boðnir og búnir að lóðsa okkur upp Heimaklett...

Þessar mótttökur voru að undirlagi Halldórs B. Halldórssonar, Eyjamanns  sem hafði samband við þjálfara í janúar þegar af því fréttist að stór gönguhópur ætlaði að heimsækja Eyjarnar í mars og bauðst hann þá til að ganga með okkur um Heimaklett óhefðbundna hringleið með félögum sínum og taka gönguna upp á myndband sem hann ætlaði svo að setja saman og varpa á Youtube sem hann var búinn að gera klárt og ganga frá í endanlegri  mynd á veraldarvefnum eftir hádegið daginn eftir sunnudaginn 3. mars... hér kemur það frá frábærri myndbandasíðu hans:

http://www.youtube.com/watch?v=mWxfUGux5zA

Þetta voru þau:

 Halla Svavarstóttir
önnur af tveimur heimamönnum sem voru í Landanum nokkru áður
en hún og Pétur Steingrímsson hafa kveikt á kertum í Heimakletti í  nokkur ár í hvert sinn sem aðstæður leyfa:
http://www.ruv.is/frett/kertaljos-i-heimakletti

Faðir hennar Svavar Steingrímsson
77 ára, fæddur 1936,  sem fer ótal sinnun á ári Heimaklett
og var búinn að fara 154 sinnum á hann þegar Morgunblaðið tók viðtal við hann í nóvember 2013
en hann á sitt kertastæði ásamt Höllu og Pétri og er þekktur fyrir að gefa kindunum brauð á göngu sinni upp klettinn
og við áttum eftir að sjá þetta þegar upp var komið... algerlega ógleymanlegt...
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1486977/

Sigurlás Þorkelsson
kennari og skólastjóri í Vestmannaeyjum og afreksfótboltamaður
en hann átti lengi vel markametið í ÍBV og var þrisvar markahæstur efstu deildar Íslandsmótsins.
Hann lést á göngu á Heimakletti þann 24. apríl 2018... á sömu vikum og þessi ferðasaga var í skrifum
og því kom fréttin sérlega illa við okkur og við sendum samúðarkveðjur til eyja...
Blessuð sé minning Sigurlásar Þorkelssonar.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/04/26/andlat_sigurlas_thorleifsson/

Halldór B. Halldórsson
einstakur öðlingsmaður sem haldið hefur úti myndbandasíðu um Vestmannaeyjar:
... og er ötull að deila fallegum myndum af eyjunum á öllum árstímum:
https://www.youtube.com/channel/UCim0nAumNRD_2W1ser9sRzQ

...  en maðurinn sá er hjálpsamur og vinsamlegur með eindæmum og einstakt að hafa fengið að kynnast honum
hér má sjá sögu hans af lífsreynslunni við það að vera fluttur í hasti upp á land þegar gosið hófst í Vestmannaeyjum:
http://1973ibatana-sogur.blogspot.is/2014/02/Halldorbhalldorsson.html
... og fleiri sláandi sögur hér:
http://1973ibatana-sogur.blogspot.is/2013/08/sogur.html

... og svo geymir veraldarvefurinn fleiri fjársjóði um eyjarnar...
ef maður bara leggur í að glöggva sig þar um...

Tæplega 40 manns að ganga saman á Heimaklett...

... þá var betra að skilja bara bakpokann eftir niðri að ráði heimamanna...

Svavar hélt smá tölu í byrjun, fróðleik og skemmtilegheit
og kom með góð ráð um hvernig við skyldum fara að svona mörg á þessari bröttu leið...

Til að byrja með er leiðin fín í sandi og svo grjóti og grasi...

... við vorum ægilega spennt... loksins fengjum við að upplifa Heimaklett á eigin skinni... loksins...

... en leiðin brattnar ansi fljótt og stigar, kaðlar og keðjur taka við á þremur stöðum
sem "versna" eftir því sem ofar dregur...

Fyrsti stiginn er ekkert mál...

...en orkan og öryggið af hópnum er óumdeilt að skipta máli á svona yfirferð...

Skrifað í steininn...

Hey, lítið þið við !

Fremstu menn komnir ofar og líta niður á þá öftustu...

Svo koma grashjallar og slóðinn er í fínu lagi...

Næstsi stigi er líka í lagi... ekkert mál...

Litið niður eftir...

En svo var það síðasti stiginn... leit ágætlega út neðan frá...

... en leyndi á sér þegar nær var komið og hærra upp í hann... og tók í fyrir suma...

En... þegar maður fer með félögunum þá kemur eitthvurt öryggi sem skiptir öllu máli...
og kvenþjálfaranum fannst þetta ekkert mál eftir að hafa skolfið af hræðslu þegar þau voru í könnunarleiðangrinum hálfu ári áður...
en þá reyndar með 8 ára soninn meðferðis... kannski var það móðureðlið að halda aftur af foreldrunum...

Við fengum sögur og fróðleik frá Svavari og félögum
á meðan við biðum í röðinni að komast upp...

... og spáðum í söguna og örnefnin ofan af klettinum...

Þetta var ekkert mál... í góðum hópi engla...

Halla ofurkona hér að passa hópinn...
hún fór einhverja aðra leið minnir mig hér handan við... eða er það rangt munað ?
... var hún kannski bara að tékka á kertastæðunum sem eru þarna utan í hlíðinni ?

Stiginn var mjög brattur... en traustur...

Sigurlás og Örn tóku á móti mönnum uppi...

Brattinn niður...

Eiginlega var þessi kafli erfiðastur á leið niður... svona í minningunni...
en að sjá Ágúst koma upp hér svona létt skokkandi er ekki marktækt,
hann er með ólofthræddustu mönnum klúbbins og hikar aldrei í svona klöngri...

Allir komnir upp og við bara horfðum í allar áttir og nutum augnabliksins...

Þetta var stórkostlegur staður að vera á...

Í stað þess að fara hefðbundna leið upp á hæsta tind fórum við aukakrók hér...

Mjög falleg leið ofan við höfnina og nýja hraunið...

Ekki mikið tekið af myndum þegar báðar hendur eru notaðar við að klöngrast...

Mjög gaman að koma hér upp...

Sjá leiðina upp á tindinn...

Nú var það ekki lengur bara fuglinn sem fylgdist með okkur heldur og íslenska sauðkindin...

Litið til baka, Háin þarna hægra megin og suðureyjarnar...

Stóra Klif hér í fjarska og leiðin okkar... já, þetta var ágætlega bratt...

Höfnin...

Kindurnar hans Svavars... ef svo má segja...

Alltaf í sama brattanum... þetta var sannarlega mikið klöngur sem leyndi á sér...

Útsýnið þegar komið var lengra inn eftir...

Litið niður frá fremstu mönnum...

Komin áleiðis á hæsta tind...

Jæja... jú, þær máttu alveg vera hissa og jafnvel hneykslaðar
yfir þessum óskapar fjölda fólks að þvælast þarna upp...

Eitt af kertastæðum þeirra Höllu, Péturs og Svavars...

Svavar fer aldrei á Heimaklett án þess að taka með sér brauð handa kindunum...
þær eru um fjörutíu talsins og hafa vetursetu á Heimakletti...

Vinátta þeirra var augljós og nærvera okkar var að trufla samskipti þeirra
þó við reyndum að vera ekki fyrir...

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1486977/

En við vorum svo yfirþyrmandi mörg... og urðum að taka myndir... þetta var einstakt að sjá...
þær allra hugrökkustu uppskáru sætan brauðmola á meðan hinar störðu furðu losnar á litríkan mannfjöldann
sem þarna myndaði þær í gríð og erg svo þær þorðu ekki nær...

Það eru forréttindi að mynda vinskap við dýr...
hvort sem það er sauðkindin, hundur, köttur, hestur eða annað...
upplifun og lífsgæði sem ekkert annað gefur á sama hátt...
alger forréttindi sem þessi ritari myndi aldrei vilja vera án...

Fagrar voru þær...

Og þær allra hugrökkustu orðnar gæfari og þorðu að skoða þetta fólk sem kom með Svavari vini þeirra...

Já, og voru alveg til í að þiggja smá góðgæti frá dýravinum hópsins...

Þetta var alveg ný upplifun... að gefa kindunum eins og maður gefur hestunum...

Sauðkindin er magnað dýr... og leynir á sér eins og svo margt í íslenskri náttúru... allt niðrandi tal um hana...
að vera sauðheimskur og ég veit ekki hvað... segir allt um þann sem fann það orð upp og notar það...
ekkert um kindina... að lesa bókina Forystufé er ný sýn á heim sem fáir þekkja
og þessi ritari hér efast ekki um að gáfurnar sem sú bók lýsir á við um margt sauðféð þó ekki sé það forystufé:

https://www.forlagid.is/vara/forystufe/

Sjá einnig hér:

http://www.forystusetur.is/is/frettir/bok-um-forystufe

Loksins héldum við áfram...

Við áttum stefnumót við hæsta tind Heimakletts...

Hann var ekki langt undan og fremstu menn löngu komnir og upplifðu því miður ekki kynnin við sauðféð...

Litið til baka... Dalfjallið efst og Háin fyrir framan og svo Stóra klif hægra megin...
tindarnir þrír sem voru að baki þar til þessum tindi var náð sem nú var gengið upp á...

... sjálfum Heimakletti Vestmannaeyja...

Afstaðan frá tindinum niður að sjó...

Vel troðinn stígurinn... sjaldan í snjó og hálku...

Halla hér fremst á mynd... sauðféð að elta hópinn upp á brún... suðureyjarnar... Blátindur, Háin og Stóra klif...

Sjá féð komið áleiðis upp á eftir hópnum...

Æj, já... þetta var ekki hæsti tindurinn... hann var aðeins innar...

Komin upp og Sigurlás segir mönnum frá landslaginu...

Hér er myndatökumaður kominn loksins upp á hæsta tind...

Við flýttum okkur ekkert... nutum hvers skrefs hér upp...

Listaljósmyndarar Toppfara að mynda grasið...
einstakt auga Katrínar og Heiðrúnar hefur gefið okkur marga einstaka ljósmyndina
af hinu smáa í landinu...

Heimaklettur mældist 293 m hár... svo hann var hærri en Blátindur... hæsti tindur eyjanna sum sé...

Útsýnið til suðurs...

Ef einhvern tíma er ástæða til að skrifa í gestabók þá er það á þessum tindi...

Nýja hraunið... eyjamönnum bauðst að ættleiða sinn hluta af því
og rækta það upp og gera þannig það besta úr þeirri slæmsku sem þetta heita eyðileggingarafl hafði í för með sér fyrir bæinn
með því að eyðileggja eða skemma að hluta um 60% allra húsa á eyjunni árið 1973...

... nálægt þriðjungur allra húsa fór undir hraun... 300 hús... 11 götur...
400 fjölskyldur misstu heimili sín...

...íbúarnir 5.273 voru allir fluttir til lands í hastt þessa janúarnótt... flestir sneru aftur að því loknu og margir fyrr...
einn lést af völdum gaseitrunar tengt gosinu... 

... en eingöngu ein hjón tóku þeirri áskorun... og uppskeran kom og kemur enn á óvart...
þennan stað er ekki hægt annað en mæla með að allir skoði sem fara til Vestmannaeyja:

Gaujulundur
"Það var sumarið 1988 sem hjónin Erlendur Stefánsson og Guðfinna Ólafsdóttir hófu af mikilli eljusemi uppgræðslu og ræktun í dalverpi eða lundi á Nýja hrauninu í Vestmannaeyjum aðeins 15 árum eftir jarðeldana 1973.  Það eru því 20 ár næsta sumar síðan uppgræðslan hófst, en í upphafi var þar enginn jarðvegur annar en tómur vikur.  Með árunum dafnaði lundurinn og fékk nafnið Gaujulundur eftir öðrum frumherjanum.  Lundurinn hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem og Eyjamenn og á síðasta sumri skrifuðu sig um 3000 manns í gestabókina en margir komu án þess að kvitta fyrir.  Erlendur lést í ágúst á þessu ári.  S.l. sumar tóku Sólbakkablóm, sem hjónin Jónas Þór Sigurbjörnsson og Hrefna Ósk Erlingsdóttir reka, við umhirðu og áframhaldandi uppbyggingu Gaujulundar.  Sparisjóðurinn vill leggja sitt af mörkum til að viðhalda því uppbyggingarstarfi sem frumherjarnir lögðu grunn að í virðingarskini við þá.  Auk þess að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu m.a. til að bæta aðgengi að Gaujulundi."

http://www.visitvestmannaeyjar.is/see-do/gaujulundur/

Fiskiskip úti á hafi...

Elliðaey... 0,45 ferkílómetrar...

Við ströldruðum lengi þarna uppi...

Hópmynd af leiðangursmönnum með heimamönnum
en því miður var Halldór farinn þar sem hann vildi taka myndir og myndband af hópnum að koma niður...

Sigurlás, Svavar og Halla fremst.
Roar, Ágúst, Heiðrún, Ingi og Gylfi, Heimir, Sigga Sig., Anna Jóhanna, Hjálmar, Björn H., Bestla, Anna Sigga, Guðmundur Jón,
Þórunn, Sylvía Reynis, Soffía Jóna, Hjölli, Örn, Jóhann Ísfeld, Steinunn Sn., Katrín Kj., Irma, Heiða, Dagbjört, Guðmundur Víðir,
Ólafur Vignir, Berglind, Katrín Reynis, Þórey, Kári Rúnar, Jóhanna Gunnlaugs, Willi, Örn A., Aðalheiður, Guðjón Pétur og María en Halldóra Ásgeirs var ekki með á þessum kletti og Bára tók mynd.

Nú fórum við niður aðra leið en upp...

... skoðuðum norðurhlíðar Heimakletts...

... og snarbratta tindana þar... og spáðum í það hvort þeir væru göngufærir því þeir virtust vera það...
eina vandamálið var að komast yfir á þá...

Elliðaey og Bjarnarey...

Höfnin Klettsvík þar sem Keikó (fæddur við Vestmannaeyjar 1979 og fangaður þar þremur árum síðar)
var fluttur í árið 1998 og þjálfaður þar í nokkur ár til að lifa aftur sem frjáls háhyrningur í hafinu
eftir að hafa leikið í nokkrum bandarískum kvikmyndum... m. a. Free Willy...
en eftir að hann var látinn frjáls árið 2002 fannst hann við strendur Noregs
þar sem hann myndaði tengsl við mannfólkið þar,
sem svo var reynt að banna en hvalagæslumenn gættu hans
þar til hann greindist með lungnasjúkdóm og dó í desember árið 2003...

Fréttin af komu Keikós:
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/420972/

Saga Keikós:
http://eyjar.net/read/2008-09-10/10-ar-fra-komu-keiko-til-vestmannaeyja/

Yfirlit:
https://is.wikipedia.org/wiki/Keik%C3%B3

Nú... árið 2018... eru í skipulagningu aðrir flutningar á háhyrningum í svipuðum tilgangi
þar sem framkvæmdin er mun viðameiri og framtíðaráætlanir þar um fyrir fleiri háhyrninga síðar...

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/05/02/byrjad_ad_byggja_hus_fyrir_hvalalaugarnar/

Óskaplega fallegur staður að koma ofan frá...

Þetta var snarbratt eftir því...

... og gott að fara varlega...

Betra þegar komið var neðar þar sem stígurinn tók við...

Grasið hálf grænt hér...

Við lækkuðum okkur enn lengra hér niður... hvílík leið...

Hingað verður maður að koma aftur...

Næst þegar maður siglir inn í höfnina í vestmannaeyjum er ágætt að rifja upp þessar brekkur...
... fórum við virkilega þarna niður ?

Hvert skref hér var veisla...

Húsið hinum megin... ætli það sé til samantekt á sögum um húsin í Vestmannaeyjunum ?

Víkin sést betur hér... þetta er paradís í góðu veðri án efa...

Svo var farið með hlíðunum til baka...

Sjá brattann hér...

Mjög skemmtileg leið til baka...

Rigningarvatni safnað fyrir sauðféð á klettinum...

... annars gæti það ekki haldið þarna til allt árið...

Mjög skemmtileg sýn á nýja hraunið ofan af Heimakletti...

Ef það er ekki heilandi að ganga á þennan tind... þá veit ég ekki hvað...

Við vorum í sæluvímu með þetta ævintýri...
og erum heimamönnunum fjórum óendanlega þakklát með að sýna okkur þessa leið...

Reyndum að sannfæra þau um að kíkja við upp á land og fá hjá okkur í staðinn spennandi göngu
á Heklu til dæmis eða álíka... nú sé ég eftir því að hafa ekki ítrekað þetta boð...

Komin hringinn... handan við hornið er fyrsti stiginn...

Fyrstu menn ekki lengi að koma sér niður...

Tröppurnar fyrst... og svo kaðallinn...

Lítið mál þegar maður er kominn niður og horfir upp... en sínu verra ofan frá þegar horft er niður...

Fyrstu menn komnir niður og litið upp eftir á hópinn að koma sér gegnum alla þrjá stigana...

Þetta tók sinn tíma að koma öllum heilu og höldnu niður...

Það var eiginlega flóknast að byrja efst og fara fyrsta stigann...

Við sem vorum síðust tókum myndir og skemmtum okkur konunglega...

Svavar var mikil stoð og stytta á þessum stað...

Niðri pössuðu Sigurlás og Halldór okkur...

Svo var það næsti stigi...

Bratt en öruggt... og langtum auðveldara þegar maður er saman í hópi...

Kærar þakkir Svavar...

Halldór... Sigurlás... og Halla...
fyrir öðlingsmennskuna ykkar og alúðina...
við að koma þessum Toppfaragrislíngum á frægasta fjallið ykkar :-)

Jebb, þetta var alvöru... og geggjað gaman !

Heiður að fá að upplifa þetta...

Svo tók grasið við niður... en þetta var ekki búið...

Síðasti stiginn var eftir... þessi saklausasti... sem er ekkert mál eftir klettastigann...

Komin niður og aftur með bakpokann á herðarnar til að halda áfram á hina þrjá tindana sem voru eftir...

Þetta grjót var ansi tæpt og laust þarna uppi...

Við örkuðum af stað... þarna var klukkan að verða þrjú...

Aftur í gegnum höfnina...

... framhjá bensínstöðinni...

... gegnum hafnarhverfið...

... og bæinn...

... framhjá fiskvinnslunni ?

... vel skreytt ...

... upp þessa brekku... á malbiki... það var eitthvað mjög skrítið við þetta...
en um leið skemmtilega svalt...
og eins og stundum áður...
náttúrulega drepfyndið að ganga svona gegnum borg og bý í miðri tindferð...

Við fórum sum sé gegnum hafnarsvæðið að dönsku húsunum sem geymdu enn eina svakalega sögu Vestmannaeyja...
Tyrkjaránið þann 16. júlí árið 1627... skelfleg og blóðug saga...

"Mánudaginn 16. júlí 1627 réðust ræningjarnir á Vestmannaeyjar. Snemma morguns þann dag sáust í landsuður af Eyjum þrjú skip er stefndu að eyjunum. Mikill ótti greip fólk í Vestmannaeyjum, þegar sást til skipanna, enda höfðu Vestmannaeyingar frétt af ránum í Grindavík og víðar um landið. Höfðu þeir því komið sér upp vörnum við höfnina. Sjóræningjarnir sigldu hins vegar fram hjá höfninni, suður með eynni og gengu þeir á land á Ræningjatanga og komu þannig Eyjamönnum í opna skjöldu. Ólafur Egilsson segir í Reisubók sinni að Íslendingur sem var í áhöfn enska skipsins sem þeir hertóku hafi sagt þeim hvar þeir gætu tekið land.

Af ræningjunum er það að segja, að þeir fóru í þrem hópum í kaupstaðinn. Hvar sem ræningjarnir fundu fólk á vegi sínum, tóku þeir það, bundu og ráku á undan sér niður í þorpið. Sama gilti jafnvel líka um búpening, sem á vegi þeirra varð. Þeir, sem komust ekki nógu hratt, voru höggnir niður og drepnir. Á efstu bæjunum hefur fólkið orðið verst úti, þar sem ræningjana bar svo fljótt að og óvænt. Fólkið á neðri bæjunum komst fremur undan og leitaði skjóls í hellum og gjótum. Danski kaupmaðurinn komst undan ásamt áhöfninni á dönsku kaupskipi sem lá á höfninni og reru þeir lífróður til lands.[3]

Sjóræningjarnir dvöldu í þrjá daga í Vestmannaeyjum, með aðsetur á Ræningjaflöt í Lyngfellisdal. Þeir handteknu voru bundnir á fótum og höndum og geymdir í dönsku verslunarhúsunum. Þeir sem veittu mótspyrnu eða þóttu ekki söluvænir voru drepnir. Flóttafólk sem reyndi að komast undan til fjalla var elt uppi, en margir björguðu lífi sínu með því að klifra upp í klettana. Vestmannaeyingar földu sig á ýmsum stöðum, meðal annars í Hundraðmannahelli og Fiskhellum. Er talið að um 200 manns hafi komist undan með því móti.

Landakirkju brenndu ræningjarnir eftir að hafa rænt skrúða hennar og öðru fémætu. Þjóðsögur segja að kirkjuklukkunum hafi verið komið undan í fylgsni í fjallaskúta, og er önnur enn í fullri notkun í Landakirkju. Tveir prestar voru í Vestmannaeyjum, og var annar þeirra, séra Jón Þorsteinsson, einn af þeim 34 sem talið er að hafi verið drepnir í ráninu en hinn, séra Ólafur Egilsson, var handsamaður og fluttur út í skip ásamt konu sinni, sem komin var að barnsburði, og tveimur börnum þeirra."

https://is.wikipedia.org/wiki/Tyrkjar%C3%A1ni%C3%B0

Það var ekki nóg með að skelfilegar afleiðingar Heimaeyjargossins árið 1973 væru á hverju strái...
og sorgleg saga háhyrningsins Keikós bæri fyrir okkur á leið um klettana...
heldur mátti og sjá minnismerki um Tyrkjaránið sem hafði örlagarík áhrif á lífið í eyjunum
... og þá áttum við enn eftir að fara á söguslóðir Guðlaugs Friðþórssonar sjómanns
sem komst einn lífs af sjóslys við lygilegar aðstæður árið 1961...

... hvílíkar söguslóðir... örlagaslóðir... hetjuslóðir...

Heimaklettur í öllu sínu veldi... þarna upp gengum við um klettana... svo í hliðarhalla að gefa kindunum
og upp á hæsta tind... og niður hægra megin og til baka um brekkurnar...
Heimaklettur verður engu okkar samur eftir þetta...

Gamla sundlaugin var tíu metrum undir okkur... og nýja hrauninu...
en það umlykur og sjótankinn sem fyrrum safnaði sjó þegar Eyjamenn fengu ekki vatn frá Landeyjum...

Sagan á hverju strái...

... við vorum ekki fyrr búin að melta Tyrkjaránið...
að við gengum inn á nýja hraunið á jaðrinum þar sem undir lágu hús og híbýli hundruða manna
sem einu sinni áttu heima hér...

Úfið alveg fram að jaðri þar sem húsin eru sem sluppu...

María kona Guðjóns Péturs er Vestmannaeyjingur...
ein af þeim sem fluttu upp á land í kjölfar gossins og sneru ekki aftur...

Sjá jaðarinn á hrauninu og byggðina þar við...

Helgafellið ofar en neðan við það má sjá framkvæmdir við nýja safnið sem nú hýsir gosminjasafn Vestmannaeyja...

Svona leit þetta út við hraunjaðarinn árið 1973... ógnvekjandi að sjá...

Orðið grasi gróið núna... sjá síðu sem geymir myndir og minningar af gosinu:

https://www.1973-alliribatana.com/copy-of-myndir

Stundum í úfnu hrauni en heimamenn hafa mýkt jaðarinn með því að þekja hann grasi...

Saklaust og friðsælt að sjá núna...

... en svona var þetta þá...

Viðhorf heimamanna til hraunsins er misjafnt...
kali er það fyrsta sem ritari þessarar sögu myndi segja að kæmi upp í hugann þegar talað er við eyjamenn...
kannski er það vitleysa... en sú staðreynd að eingöngu ein hjón hafi tekið boltann
og ræktað upp sinn reit í hrauninu segir sína sögu...
menn virðast almennt ekki vera búnir að taka nýja hraunið í sátt...
það er auður, kuldalegur, druslulegur (í hvarfi) og einmanalegur staður á eyjunni...

Ætli það séu til myndir af þróuninni á þessu horni hér í gegnum árin ?
hvernig kom þetta gras til ? ... var þessu sáð... er þetta sjálfsáð... settar þökur... væri gaman að vita...

Hraunjaðarinn er nokkurra tuga hár þar sem hann stöðvast í miðri byggð og þá búinn að fara yfir fjölda húsa...

Alls misstu 400 fjölskyldur heimili sín... um 300 hús fóru undir hraun... og afgangur bæjarins lá undir þykku öskulagi...
1.700 eyjamenn sneru aldrei aftur...

 Það var meira en að segja það að hýsa og hlúa að rúmlega 5.000 eyjamönnum sem kippt var úr rúmum sínum þessa örlagaríku nótt
og áttu ekki afturkvæmt fyrr en mörgum mánuðum síðar... ef þau sneru þá aftur...

Sláandi staðreyndir um lífið eftir gos hér - fengið að láni frá snilldarvefsíðunni Heimaslóð:

http://heimaslod.is/index.php/Heimaeyjargosi%C3%B0

"Strax fyrstu gosnóttina hófst mikil skipulagning á því hvernig fólksflutningunum skyldi háttað. Einhversstaðar þurfti að koma rúmlega 5.000 manns fyrir uppi á landi. Á þessum tíma voru Vestmannaeyingar 2,5% landsmanna og því mikið verkefni fyrir höndum að koma börnum í skóla, fólki í vinnu og útvega húsnæði. Viðlagasjóður og ríkisstjórnin sáu til þess að Vestmannaeyingar fengu allt það nauðsynlegasta. Ýmiss félagasamtök hjálpuðu til og gaf t.d. Aðventistar fatnað þeim sem þurftu. Samhugur og samúð landsmanna var hjá Eyjamönnum. Rauði krossinn átti mikinn þátt í hjálparstarfinu og hjálpaði fólki að koma sér fyrir á fastalandinu. Fljótlega bárust rausnarleg hjálparframlög í ýmsum myndum víðs vegar að úr heiminum. Erlendar ríkisstjórnir gáfu peninga og fjársafnanir voru í Noregi og Færeyjum. Frá Norðurlöndum og Kanada voru keypt 550 tilbúin hús og þeim komið fyrir víðs vegar um land, þó einkum suðvestanlands.

Eyjabúar voru mjög þakklátir fyrir þær móttökur sem þeir fengu þessa nótt á meginlandinu. Þeir voru fljótir að koma sér fyrir og gera sig gagnlega í nýjum störfum og lifnaðarháttum á meðan þeir biðu milli vonar og ótta eftir að vita hvort þeim yrði nokkurn tíma fært að snúa heim. Flestir tóku þessum flóttamönnum mjög vel, en þó var Eyjamönnum ekki alls staðar vel tekið, og hafa margir Eyjamenn af því sögur að hafa fengið viðurnefni á borð við „þurfalingar“, sökum þeirrar bágu aðstöðu sem þeir fundu sig í.

Þrátt fyrir gríðarlegan velvilja og umfangsmiklar fjársafnanir voru húsnæðismálin erfið viðfangs. Þau þokuðust hægt áfram, en jafnframt hækkaði húsaleiga á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Það reyndist erfitt fyrir Eyjamenn að fá lán til þess að tryggja sér íbúðir. Allar dyr voru lokaðar einstaklingum og samtökum húseigenda í Vestmannaeyjum. Aðrir en Vestmannaeyingar gátu aftur á móti fengið lán til að ljúka við og fullgera íbúðir með því skilyrði að þeir leigðu Eyjamönnum íbúðirnar. "

Gosminjasafnið í Eyjum hér í byggingu...
en engum sem í það fer dylst eftir það hvílíkar hörmungar þetta voru fyrir heimamenn...

Sjá uppbyggingu á safninu Pompei norðursins þar sem verið er að grafa upp eitt af húsunum
sem hér liggja grafin undir vikri og fjallað var um í Landanu á RUV:  ...
... en áætlað var að opna safnið fyrir goslokahátíðina 3. júlí árið 2013...
en safnið átti upphaflega að opna á sjálfum gosdeginum 23. janúar 2013
sem ekki stóðst enda dýr framkvæmd og óvissa var með hvenær það myndi klárast yfirleitt...

Fjórði tindur dagsins var nefnilega þetta eldfjall sem varð til þessar vikur árið 1973 og ollu þessum mikla skaða...
Eldfell í Vestmannaeyjum...

Létt uppgöngu... litríkt... lifandi... heitt... eins og Hekla...

Sýnin til Heimakletts og Ysta kletts og Miðkletts...

Komin ofar hér með byggðina í forgrunni og klettana þrjá aftar...

Eldfellið er rauður gígur... og svartur... og gulur... marglitur í raun þegar nær er komið...

Einhver sérkennilegur kraftur fer alltaf um mann þegar gengið er á lifandi eldfjall...
þetta raunverulega op niður í iðrum jarðar er áþreifanlegt...

Einu sinni upplifðum við eins og rafmagnsstrauma fara í gegnum bakpokana á Eldborg í Bláfjöllum...
það var ekki ímyndun... og erfitt að útskýra hvað það var annað en einhvers lags virkni í þessum gömlu eldstöðvum...

Þarna liggur stígur alla leið upp... og leiðin er vinsæl meðal ferðamanna... þarna geta fjölskyldur farið...
stálpaðir krakkar hefðu mjög gaman af því að fara þarna upp...

Roðinn í berginu verður meiri eftir því sem ofar dregur...

Uppi eru kynjamyndir í hrauninu... mikið búið að taka úr fjallinu eflaust með hverjum ferðamanni...

Já, þetta er eins og að heimsækja lifandi veru...

Gígbarmurinn...

Litadýrðin er einstök þarna uppi og þess virði að fara fyrir þá sem annars ganga lítið... að láta sig hafa það...

Öðruvísi fjall en öll hin sex...

Við gátum ekki annað en dvalið lengi hér og andað inn orkunni...

Fundið ógnarkraftinn sem þarna leynist ennþá undir...

... og getur brostið út aftur hvenær sem er...

Heill heimur út af fyrr sig þetta Eldfell...

Ekki stórt né umfangsmikið... en þess virði að koma hingað... sjá nýja hraunið neðan við gíginn í áttina að Heimakletti...
hraunið rann alla leið út í sjó og var við það að loka höfninni sem hefði þýtt að ekki yrði hægt að sigla til eyja...

Baráttan við skaðaminnkandi aðgerðir vegna gossins stóðu yfir vikum saman
og menn notuðu meðal annars sjó til að kæla hraunið og stöðva það við höfnina
en þegar flest var unnu 75 manns við kælinguna og dælt var um 6,2 milljónum tonna af sjó á hraunið...

En á endanum gaf hraunið meira landflæmi og skjól við höfnina fyrir suðaustan áttinni sem hafði alltaf verið erfið
svo eftir á varð höfnin í Heimaey ein sú besta á landinu...

http://safnahus.vestmannaeyjar.is/sidur/eldgosid-a-heimaey

Eldfellið sem enn er funheitt ef maður leggur hönd á hraunið á sumum stöðum
eða grefur aðeins niður nokkra sentimetra...

Þetta er lifandi fjall... þar sem nánast má finna hjartað slá...

Við dvöldum lengi hér... gátum ekki annað...

Hvílíkir litir...

Heimaey er stundum kölluð Pompei norðursins... eini munurinn er sá að hér lifðu allir gosið af...

Sjá hraunflæmið vel hér...

Fyrir gos mældist Heimaey 11,2 ferkílómetrar... eftir gos 13,44 ferkílómetrar...
hún minnkaði eitthvað vegna rofs...

Lengst er hún 6,7 km frá Ysta kletti að Stórhöfða sem breyttist ekki í gosinu...
breiddin fór úr 3,5 km í 4,6 km eftir gos...

http://heimaslod.is/index.php/Heimaeyjargosi%C3%B0

Það var auðvelt að gleyma sér á þessum stað...
... bara upplifa, njóta, mynda, horfa, spá...

Eldfellið mældist 218 m hátt og var tindur fimm af sjö...
hér voru nokkrir búnir að fá nóg og héldu niður á hótelið...

Þarna var vindurinn mættur á svæðið og rigningardroparnir...
veðurspáin var að rætast með vaxandi vindi og úrkomu eftir blankalogn og blíðskaparveður fyrstu fjóra tindana...
þreytan farin að segja til sín... nokkrir þá þegar lagðir af stað til byggða...
en þeir allra þrjóskustu vildu klára síðustu tvö fell dagsins þó hugurinn væri farinn að leita til heitu pottana og slökunar eftir viðburðaríkan dag... svo fjölbreyttan að hann tók varla við mikið meiru og eiginlega krafðist þess að fá frið til að meltast sem fyrst í huga og líkama...

... en 19 af 39 héldu áfram... vildu ná sjö af sjö tindum...
og rúlluðu því niður úr vindinum um suðurhlíðar Eldfellsins yfir á Helgafellið sem einnig er gígur en mun eldri en Eldfellið...

Helgafellið gaus fyrir um fimm þúsund árum síðan og sameinaði að öllum líkindum nyrðri klettana (fyrstu fjóra tind dagsins)
og Stórhöfða og myndaði þar með Heimaey í þeirri mynd sem hún er í dag sem samfellda heild...

Fjallið er kennt við írska þrælinn Helga sem Ingólfur Arnarson, landnámsmaður felldi ásamt fleiri þrælum
sem flúið höfðu til Vestmannaeyja eftir morð á Hjörleifi, bróður Ingólfs...
en Írar og Skotar voru hér áður fyrr gjarnan kallaðir Vestmenn og þaðan er nafn Vestmannaeyja talið koma,
í höfuðið á þrælunum sem þarna voru vegnir með hefnd Ingólfs á drápi bróður síns...

Niðri var orðið svo heitt við þessa strunsun að við þurftum að fækka fötum á miðri leið...

Mosavaxið er Helgafellið og formfagurra í raun en Eldfellið...

En hér fór súldin að koma...
dásamlega veðrinu sem við höfðum verið í fram að þessu var að ljúka smám saman...

Helgafellið mældist 241 m hátt og við dvöldum stutt þar uppi... héldum ótrauð áfram yfir á Sæfjallið...
klukkan orðin margt og kominn tími á að ná í pottinn og matinn...

En á miðri þeirri leið vildu þjálfarar koma við á einum mjög merkilegum stað... enn einum í Vestmannaeyjum...
og þó fórum við ekki á nærri alla merkilega staði eyjanna... því miður ekki að Gaujulundi...
né ströndinni þar sem Tyrkirnir gengu á land...

Baðkarið þar sem Guðlaugur Friðþórsson sjómaður fæddur 1961 braut ísinn til að fá sér að drekka...
eftir að hafa komist í land við illan leik í frosti og næðingi um hryllilega úfið hraunið syðst á nýja hrauninu...
eftir að hafa synt um 6 kílómetra á líklega um fimm klukkustundum í ísköldum sjónum í myrkrinu...
eftir að báturinn hans sökk með fimm menn innanborðs...
og félagar hans voru hættir að svara kalli þar sem þeir reyndu að synda í land...
í mars árið 1984...

... en eftir að hafa dauðþyrstur eftir erfitt sundið drukkið vatn úr baðkarinu gekk hann milli Helgafells og Eldfells til byggða
alls um 3,1 km ef talið frá þeim stað er hann kemur í land... að næsta ljósi og
knúði aðframkominn dyra...
honum fannst gangan í raun erfiðari en sundið...

Átakanlegt fyrst og fremst... lygilegur sigur... óskiljanlegt afrek... magnaður maður...
eflaust þungar byrðar að bera fyrir Guðlaug að hafa lifað af eins og vel er þekkt meðal þeirra sem lifa af hamfarar
þar sem flestir aðrir láta lífið... erfitt að gera sér í hugarlund örlög hans og lífsgæði eftir þetta...

Hvílík saga...  áhrifamikla frásögn hans má lesa hér í viðtali við Árna Johnsen:
http://www.heimaslod.is/index.php/Kraftaverki%C3%B0_Gu%C3%B0laugur_Fri%C3%B0%C3%BE%C3%B3rsson 

Baltasar Kormákur kvikmyndaði hana með Djúpinu...
http://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/1462

Múkkinn sem fylgdi Guðlaugi... er eitt það áhrifamesta í sögunni... ofan á allt annað...
https://www.youtube.com/watch?v=x2cXyRli7R4


Enn einn sögustaðurinn... þar sem sagan er lygilegri en skáldskapur... alveg eins og Tyrkjaránið... alveg eins og Heimaeyjargosið... alveg eins og sagan af Keikó... í alvöru talað þá hljóta Vestmannaeyjar að vera einn merkilegasti staðurinn að skoða ekki bara á Íslandi heldur og í heiminum... enda mæla þjálfarar alltaf með þeim þegar erlendir ferðamenn spyrja hvert þeir eigi að fara þegar þeir koma til Íslands... hver einasti Íslendingur ætti að heimsækja þessar eyjar og kynna sér alla þessa sögu... þessar lygilegu atburði sem hér hafa átt sér stað... það er bókstaflega hægt með einni helgarferð... jafnvel einni dagsferð... það er margfalt þess virði... og langtum meira gefandi en borgarferð til Evrópu... nema kannski Berlín... þar drýpur sláandi sagan einnig af hverju strái... jú, og París reyndar... og jú, fleiri stórborgir... en enginn staður á Íslandi býður upp á aðra eins söguveislu og þessar eyjar allavega...

Síðasta fjall dagsins eftir... Sæfjallið... lægst,  léttast, saklausast...
við færum nú ekki að sleppa því þó það væri komin súld og tíminn að hlaupa frá okkur...

Röskur hópur á ferð þessi tvö síðustu fjöll svo þetta sóttist hratt...

Fórum upp austan megin á fínum slóðum...

Með hafið ennþá í ró og spekt þarna úti og fyrir neðan...

Já, það væri gaman að hlaupa þetta einn daginn...

Sjö tinda hlaupið er fyrirbæri sem Halla hefur boðið upp á í eyjum lengi
og Bjarni Ben fjármálaráðherra fór í snilldarþáttunum "Úti" eftir Brynhildi Ólafsdóttur og Róbert Marshall
... þar fönguðu þau náttúrufegurðina á einstaklega flottan máta...
drónar eru að gefa okkur allt aðra sýn á landið nú síðustu ár en nokkurn tíma...
... kyngimagnaðir þættir í einu orði sagt !

https://www.vertuuti.is/

Vá... góða veðrið og góða skyggnið farið...
hvílíkt lán að ná þessum fallega degi á öllum þessum tindum fram að þessum...

Við fengum sannarlega góða vætti með okkur í lið þennan dag og þökkuðum fyrir það í hjartanu...

Sæfjallið er og með möstrum uppi á tindinum...

Þarna niðri voru slóðir sem við eigum eftir að ganga um... það væri hægt að fara hlaupadagsferð til eyja...
en, hey... nei, við viljum fara alvöru gönguferð hingað aftur... að hásumri... í grænku og sól og logni...

Sæfjallið mældist 201 m hátt...

Alls kláruðu 19 úr 39 manna gönguhóp dagsins þetta síðasta fjall dagsins sem var ansi gott
þar sem veðrið var orðið allt annað en á fyrstu fimm tindum dagsins og þreytan farin að segja til sín...

Örn, Guðmundur, Kári, Sylvía, Hjálmar, Irma, Anna Sigga, Heiða, Anna Jóhanna,
Björn H., Bestla og Katrín en Bára tók mynd
en Aðalheiður og Örn, Jóhann Ísfeld og Steinunn, Dagbjört og Ólafur voru farin á undan niður...

Komin þoka upp á tindinn þegar við snerum við...
en gleðin var svimandi með alla sjö tindana í höfn og eingöngu 2,1 km framundan til baka á hótelið skv gps...

Við vorum ekki lengi að komast úr þessari þoku aftur...

Hæstánægð með afrek dagsins... þessi ganga myndi aldrei gleymast okkur...

Nú var bara að koma sér til baka...

... sveigja handan við flugvöllinn sem flæktist fyrir okkur...

Við gengum að Helgafellinu aftur...

... framhjá bænum þar undir...

... og straujuðum svo veginn inn í bæinn aftur...

Þungbúið veður og blautt... farið aðeins að skyggja... það var jú byrjun mars... hávetur í raun...

En sagan sleppti ekki alveg af okkur takinu...
... kirkjugarðurinn.. hvurs hlið varð táknrænt fyrir gosið í Eyjum
þar sem það stóð á kafi í ösku með spúandi eldfjallið í baksýn...

Víða um bæinn standa "öskusúlur" sem sýna hversu hátt öskulagið náði eftir gosið og þarna sýndi hún 180 cm hæð... tæpir tveir metrar af öskulagi sem þarna þurfti að hreinsa eftir gos... sagan um vikurnar og mánuðina eftir gos... raunir manna við endurreisnina eftir allan missinn á heimilum sínum, fjölskyldulífi og samfélagi eins og það var fyrir gos... eiga í raun enn eftir að viðrast í samfélaginu og meltast með okkur öllum... hvílíkur harmleikur í raun þó eingöngu einn hafi fallið í valinn vegna gasleka sem rekja mátti til gossins... því missirinn var örugglega sárlega mikill þrátt fyrir nánast ekkert mannfall...

Skiltin sláandi...

Svona hafði hraunið rutt sér yfir bæinn... inn göturnar... yfir húsin... og heilu hverfin...

Við áttum skilið einn kaldan eða heitan eða sætan...

Það var óskaplega gott að lenda á Hótel Vestmannaeyjar...

Síðustu menn lentir rúmlega sex... hvað, nógur tími... !

Um 20,5 km ganga á 10:08 klst. upp í 293 m (er 283 m) mælda hæstu hæð á Heimakletti
með alls hækkun upp á 1.549 m miðað við 12 m upphafshæð...

Leiðin í heild... náðum stórum hluta eyjunnar... en ekki nærri allt samt...

Nær...

Gangan á Dalfjallið, Eggjarnar, Hánna og Klifin...

Gangan um Heimaklett...

Eldfellið, Helgafellið og Sæfjallið...

Hvílíkar móttökur... heilsulindin með pottum og sauna og kærkominni sturtu...

Fengum að taka með okkur drykki...
viðrunin þarna var geggjað skemmtileg eftir atburði dagsins...

Við ræddum það sem var að baki...

... skoðuðum ljósmyndir sem héngu upp á veggjum hótelsins...

... ræddum söguna við heimamenn...

... deildum því sem við höfðum heyrt...

... og gerðum okkur sífellt betur grein fyrir því hvers lags slóðir við höfðum verið að ganga um...

Hvers lags barátta... harmleikur... missir... skaði... sigur... vinna... afrek...
var að baki Vestmannaeyjingum sem upplifað höfðu gosið
og þurftu að taka til eftir það og byggja allt upp aftur...

Hvílíkur skelfingar hryllingur og harmleikur í raun ef maður gefur sér tíma til að skoða, lesa, melta...
tár á hvarmi er óhjákvæmilegt þegar staldrað er við þessa sögu...

Magnús og Adda hótelhaldarar... við eigum þeim ekki síst það að þakka að við fórum yfirleitt til Vestmannaeyja...
...þökk sé þeim og heimamönnunum fjórum í göngunni varð þessi ferð þriðja flottasta ferðin í sögu Toppfara...

Um kvöldið var hátíðarkvöldverður á veitingastaðnum Einsa Kalda á hótelinu...

Glæsilegur veitingastaður og matur í hæsta gæðaflokki...

Mikið gott að sparibúast og skála fyrir ævintýrum dagsins...

... viðra allt sem var að baki sem var svo mikið að það rúmaðist eiginlega ekki í meltingu á einni göngu...

Þjónustan var til fyrirmyndar á veitingastaðnum sem og á hótelinu en í eyjum eru margir flottir veitingastaðir
og þjálfarar áttu eftir að upplifa tvær fótboltamótsferðir þarna árin á eftir sem heldur gleymast aldrei...

Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum sem nú... árið 2018 þegar þetta er ritað...
er nýkomin í kvikmyndahús og fangar vel þær upplifanir...

https://kvikmyndir.is/mynd/?id=11447

Ræðuhöld og þakklæti.. gleði og glens... einkenndi kvöldið...

Við skemmtum okkur konunglega í góðra vina hópi...
og þeir allra þrjóskustu fóru í bæinn og héldu út til þrjú um nóttina...

Það er einfaldlega gulls ígildi að eiga svona fjallgöngufélaga að...

-------------------------------------

Daginn eftir var siglt til baka með Herjólfi í Þorlákshöfn og gekk siglingin vel...

Vestmannaeyjar... Heimaey... verður ekki samt í huga okkar eftir þessa ferð...

... ekki heldur eyjamenn sjálfir... að eiga þessa sögu...
það er ekki skrítið að fyrirbæri eins og ÍBV og Þjóðhátíð í eyjum séu svona einstök...

Veðrið var með ágætum fyrri hluta dagsins en það snarversnaði er á leið og átti eftir að vera slæmt dögum saman...

Hér fyrir neðan má sjá nokkur skjáskot af veðrinu frá föstudagskvöldinu 1. mars fram á sunnudag 3. mars
og svo helgina á eftir...
þar sem bókstaflega eingöngu þessi hálfi sólarhringur sem við gengum var glimrandi góður veðurgluggi...
og enginn annar...

Veðrið fös 1. mars kl. 15:00... 16 metrar/sek og úrkoma...

Á miðnætti aðfararnótt göngudags...  17 metrar/sek...

Laugardagurinn 2. mars kl. 6:00... ennþá 11 m/sek...

Laugardagurinn 2. mars kl. 9:00... vindur kominn niður í 5 m/sek og sólin mætt...

Laugardagurinn á hádegi... skýjað og nánast logn...

Laugardagurinn kl. 15:00... farið að auka í vind...

Laugardagurinn 2. mars kl. 18:00 þegar við vorum að enda gönguna...
vindur kominn í 9 m/sek og þarna vantar úrkomuna sem sannarlega var komin

Laugardagskvöldið 2. mars kl. 21:00... 13 m/sek og úrkoma...

Sunnudagurinn 3. mars kl. 12:00... 11 m/seik og slydda...

Helgin á eftir föstudagurinn 8. mars... 31 m/sek !

Laugardagurinn 9. mars... 10 m/sek og mikil rigning...

Laugardagurinn 9. mars kl. 12:00 ... ennþá hvasst... 27 m/sek...

Já... við vorum heppin með veður þennan laugardag 2. mars árið 2013...

Einstök ferð sem fer í sérflokkinn

Aldrei fyrr höfum við lagt af stað á fjall frá gististað í byggð... aldrei fyrr gengið um viðlíka átakanlegar söguslóðir... fengið aðra eins viðkynningu heimamanna...  gengið í byggð á miðri leið... komið við í sjoppu á miðri leið... gengið eins mikið á malbiki í gönguferð... verið í annarri eins fuglamergð... lent á svona afmörkuðum veðurglugga þar sem illviðri geysuðu á undan og eftir göngutímanum sjálfum og náðu nánast í skottið á okkur í lok göngu... og sjaldan fengið aðra eins fjölbreytni í einni göngu nema ef vera skyldi gosgangan árið 2010 á Fimmvörðuhálsi... og fullt annað sem safnast saman í ferðasögunni sem er í vinnslu út vikuna...

Hjartansþakkir fá Magnús og Adda á Hótel Vestmannaeyjar fyrir einstaka ljúfmennsku og hlýlegar móttökur á glæsilegu hóteli,
Einsi Kaldi fyrir dásamlegan kvöldverð á gullfallegum veitingastað,
Halldór B. Halldórsson fyrir ómetanlegt myndband af göngunni á Heimaklett,
Svavar, Halla, Sigurlás og Halldór fyrir mikla alúð við leiðsögn, fróðleik og spjall á Heimakletti...

... og síðast en ekki síst þeir 39 ferðafélagar sem lögðu í þessa ferð
því ef ekki hefði verið fyrir góða mætingu og jákvætt hugarfar hefði ekkert af þessu orðið að veruleika.

Sjá Eyjafréttir af heimsókn hópsins: http://www.eyjafrettir.is/frettir/2013/03/04/rumlega_fjortiu_manna_gonguhopur_heimsotti_eyjar_um_helgina

Sjá myndband Halldórs af göngunni:
 
http://www.youtube.com/watch?v=mWxfUGux5zA

Sjá myndband Jóhanns Ísfelds af göngu á Blátindinn:

Sjá fréttir af ófærð dögum saman til eyja svo vöruskortur varð í Vestmannaeyjum:
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1457694/

Já auglýsingu frá Hafdísi Kristjáns um sjö tinda göngu á sömu leið og við + Stórhöfða þar sem áætlaður tími er 3-5 klst...
væri forvitnilegt að vita hversu margir gátu það, líklega farið þá mjög hratt yfir og ekkert dól eins og við vorum í :-)
http://www.eyjafrettir.is/skrar/file/augl/hafdis-7tindar2013.pdf
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir