Stórkostlegir Hrútsfjallstindar
Mögnuð ferð á
Hrútsfjallstinda
í
Vatnajökli
er að baki þrjátíu Toppfara sunnudaginn
8. maí...
------------------------------
Lagt var af stað
úr bænum á laugardeginum kl. 12:30
eða fyrr ef menn komust og ekið úr sól og
blíðu, gegnum rigningu og súld á
Kirkjubæjarklaustri
þar sem við fengum okkur að borða og aftur inn í veðurblíðu,
logn og hlýindi í
Skaftafelli
seinnipart laugardagins
Tindar Vatnajökuls blöstu við okkur frá grunnbúðum og Hrútsfjallstindarnir sjálfir kölluðu okkur til sín... Sjá uppgönguleið næturinnar um Hafrafellið hægra megin á mynd upp að snjólínu og gegnum sjóinn um skarðið og upp í þokuna.
Perúfarar voru margir í þessari ferð, enda í dúndurformi... og hvað annað en í tjaldi... ekkert mál ;-) Áslaug, Kári, Lilja og Ágústa.
Skúli sem mætti
fyrstur á svæðið bauð félögum sínum á tjaldstæðinu í bestu
orkuhleðslu sem unnt er að fá sér fyrir krefjandi göngu...
Ágústa, Hanna og Lilja með
Hrútsfjallstinda í baksýn í fjarska - sjá uppgönguleiðina eftir
Hafrafelli og yfir snjólínuna að skarðinu og áfram upp... ...við vissum að okkar beið
enn eitt
fjallaævintýrið...
Jöklamenn eða Glacier Guides - www.glacierguides.is voru leiðsögumenn dagins og þeir voru hvergi smeykir við veðrið frekar en við... enda batnaði og stækkaði þessi veðurgluggi eftir því sem nær dró þó flestir afboðuðu eða frestuðu ferðum þessa helgi... nei þessi sunnudagur lofaði góðu og það var of miklu fórnað ef við myndum fresta ferðinni, því þá kæmust ekki með einstaklingar sem búnir voru að stefna að þessari ferð vikum eða mánuðum saman...
Eftir tjöldun og búnaðargræjun fóru menn beint í rúmið, eða borðuðu fyrst og svo í rúmið, eða borðuðu og spjölluðu.... ha, rölluðu???... áður en þeir fóru í rúmið... því það var uppvakning kl. 22:30 og brottför kl. 24:00 frá fjallsrótum... Sjá frábærar myndir tjaldbúanna af kvöldinu á fésbókinni.
Lagt var af stað kl. 00:25 í algeru logni og fágætum hita á þessum árstíma með tandurhreina fjallasýn fyrr um kvöldið en nýlagðri skýjabreiðu yfir öllu sem gerði nóttina enn mýkri og notalegri til að byrja með.
Við gengum í
myrkri með höfuðljós fyrstu klukkustundirnar en eftir um 1,5 km
missteig
Heimir
sig og þurfti að snúa við
Gengið var inn eftir skriðjökli Skaftafellsjökuls um 2 km sem var heldur lengra en hefðbundna uppgönguleið og lagt á bratt Hafrafellið í grjóti og mosa og fljótlega læddist þokan um okkur meðan gengið var gegnum skýjabreiðuna sem lá eins og sæng yfir öllu fram á morguninn.
Við vorum hins vegar ekkert á því að liggja undir þessari sæng... og gengum fljótlega upp úr skýjunum... inn í óborganlega dagrenninguna sem birtist eins og hugljómun ofan okkar í bröttum hliðarhallanum á Hafrafelli...
Þarna sáust efstu
tindar
Hrútsfjalls
bera við gullfallegan himininn og við tókum síðasta kaflann í
beinskeyttum hliðarhalla
Vel greiddist úr hópnum á þessum kafla enda fremur krefjandi í bröttum hliðarhalla í talsverðri hálku og menn almennt ekki komnir á brodda.
Það var þess virði að staldra við og njóta... fyrstu dagskímunnar í bláma morgunsins...
Hrútsfjallstindarnir fagrir og glæsilegir beint í fanginu á okkur...
Halldóra Þórarins að koma sér gegnum skaflana sem voru ansi harðir á köflum og hálir langt niður eftir gljúfrinu svo við hefðum átt að vera í broddum á þessum kafla eins og við gerum flest á niðurleiðinni.
Fyrsta nestispása dagsins í "Hafrafellsskarði" með magnað útsýni að tindum dagsins...
... og Hvannadalshnúk sem hvergi hefur sést okkur ferskari en þennan morguninn...
Skýjabreiðan gaf mikinn svip þennan hluta dagsins og einangraði okkur frá allri menningu og öðrum mannskapnaði...
Stórfengleg sýn að fjöllunum allt um kring sem voru vel með á nótunum...
Eftir góða pásu í skarðinu var haldið áfram upp í snjóinn... en þarna sneri ein kona við úr Ferðafélags hópnum í fylgd leiðsögumanns enda hafði hún dregist mikið aftur úr og var ekki í stakk búin fyrir krefjandi göngu dagsins sem þarna var rétt að byrja. Skýrt dæmi um ástæðu þess að þjálfari lagði á það áherzlu fyrir þessa ferð að við yrðum ekki sameinuð leiðangri annarra eins og forðum daga í fyrstu tilraun okkar á Hnúkinn með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.. Þegar menn hafa þjálfað sig mánuðum saman fyrir svona ævintýri er ekki sanngjarnt að tefjast mikið með fólki sem ekki er vel undirbúið og það var synd að eftir þessu var ekki farið enda kom það niður á okkar hópi með þessari löngu bið og því að okkar síðustu menn týndust milli hópa og villtust á uppgönguleiðinni, þar sem leiðsögumann vantaði aftast í okkar hóp og fyrsti leiðsögumaður FÍ-hópsins átti greinilega að þjóna sem okkar aftasti leiðsögumaður.
En... dagurinn var
of fagur til að staldra lengur en nokkrar mínútur við neikvæðni
sem af þessu hlaust
Fagrar fjallakonur
í sínu rétta umhverfi þar sem þær blómstra báðar öllum
stundum...
Skuggar
Hrútsfjalls í morgunsólinni niður á láglendið minntu á skugga
El Misti í Perú á svipaðri
næturgöngu...
Í rúmlega 700 m hæð fórum við í brodda með himininn lygilega fagran ofan okkur...
Og Hrútsfjallstindana sífellt glæsilegri í fjarska...
Fegurðin var ólýsanlega tær...
Hvannadalshnúkur í fyrstu
sólargeislunum...
Hrútsfjallstindarnir í allri sinni dýrð- sá hæsti nr. tvö frá vinstri sem við gengum upp á.
Uppi tók útsýnið við norðan megin og við vorum agndofa....
Áningastaður tvö þar sem útsýnið var óborganlegt niður á Skaftafellsjökul og fjallasal hans og niður á Svínafellsjökul og fjallgarð hans.
Í vestri breiddist úr suðurlandinu með jökla og fjöll skríðandi fram af hálendinu...
Miðfellstindur er á dagskrá Toppfara sumarið 2013... en þá erum við að hugsa um að faraí helgarferð um miðjan júní? með tjaldútilegu tvær nætur inni í Kjósinni sem er vin inni í skál sem myndast milli þessara fjalla... já grilla og sofa úr okkur Miðfellstindinn í tjaldbúðum án þess að fara í sturtu alla helgina eins og í Perú... nema við göngum þetta á 20 klst. eins hópar hafa gert síðustu ár...?
Jú, jú, strákarnir fundu sér ýmislegt til dundurs þegar tóm gafst til undan endalausu útsýnisglápi og brekkubrölti...
Hluti af
Team Orange
sem aldrei klikkar... í viðeigandi
félagsskap
Þumals,
Miðfellstinds
og félaga;
Hluti af dýrmætum
kjarna
Toppfara sem er algerlega óstöðvandi í
öllum tindferðum... með
Skaftafellsfjöllum
og félögum;
Ferðafélagshópurinn
með heiðursfélögum klúbbsins sem mikill fengur er að hafa
innanborðs;
Umhverfið var alpakennt og útsýni fágætt...
Skaftafellsjökull í allri sinni dýrð að koma í ljós undan næturskýjunum eins og stórfljót meðfram fjallshryggjunum...
Við vorum sammála um að gönguleiðin stæði göngu á Hvannadalshnúk langtum framar...
Loksins komum við að þessu Sveltiskarði... þar sem lækka þarf sig um tæpa 100 m áður en hækkunin hefst aftur... Miklu saklausara og minna en lýsingar höfðu sagt til um... kannski einmitt þess vegna...
Sólin hækkaði sífellt á himni og fór smám saman að skína á fjöllin allt um kring fjær okkur...
Við gengum hins vegar í skugga upp Sveltisskarðið og nutum sólargeislanna sem flugu yfir okkur...
... og skreyttu hæstu tinda ofar svo hreinasta unun var um að ganga...
Litið til baka yfir gönguleiðina sem var að baki yfir hluta af Sveltisskarði.
Að vakna með fjöllunum Fjallasýnin dýpkaði stöðugt og þokan sem lá yfir láglendinu undirstrikaði hrikaleik landslagsins vel með því að skríða inn dali og gil með okkur einhvern veginn í hæstu hæðum ein í heiminum með fjöllunum...
Það var eitthvað
kyngimagnað
við þetta...
Að
vakna með fjöllunum
og uppgötva töfra landsins smátt og smátt
Að loknu
Sveltisskarði
tók
sólin
við og faðmaði okkur hlýjum örmum sínum
Þarna fullkomnaðist dýrð dagsins og við vorum frá okkur numin af umhverfinu sem við vorum stödd í...
Nestisstaður nr. þrjú... með ólýsanlega fallegu útsýni...
Allir í línur
Þá var betra að vera búinn að fara afsíðis og tæma umfram vökva
og bæta á sig eða af sér fötum
Þetta var stórfenglegur áningastaður...
Línan sem allt
getur.. . líka að vera síðust upp á tind þó það sé ekki alveg
þeirra stíll svona alla jafnan...
Fegurðin
var allt umvefjandi og þjálfari tók
fleiri ljósmyndir
en nokkurn
tíma í einni dagsferð
Ljós og skuggi.. hvítur og blár... hiti og kuldi...
Sólin hitar allt... lýsir allt... getur allt...
Brátt fór allt að skína...
Og við runnum saman við jökulinn...
... með sporum okkar.... svitasdropum... og skuggum...
Í jöklalínum eru örlög manna ráðin með hvenær tindinum er náð óháð
formi
Við vorum að mestu samferða alla leið á tindinn þó stundum skildi eitthvað á milli líinanna.
Oddaflug og fuglasöngur upp í hæstu hæðir var eitt af einkennum
þessarar ferðar enda ríkti sumarlegt logn nánast allan tímann... Björgvin, Kári, Óskar, Áslaug, Roar, Örn, Örn Glacier Guides og Heiðrún.
Hanna, Lilja K., Áslaug, Halldóra Þórarins, Rósa og Björgvin.
Á þessum tímapunkti prófaði þjálfari að senda
status
í fyrsta
sinn á
fésbókinni
af stöðu mála gegnum símann
Vesturtindur...
glæsilegur og girnilegur... en ekki göngufær þennan dag sökum
snjóhengja og
snjóflóðahættu
enda sneri
Flugbjörgunarsveitin
frá fyrr um morguninn en þau ætluðu á hann eins og hluti af
okkar hópi,
Sjá
Kjósina
í skýjunum í fjallasalnum neðan við
Miðfellstind...
þar sem við munum tjalda eftir tvö ár eða hvað?... og
Jón Gauti
fór með
Fjallafólk
um helgina eftir þessa í sama blíðskaparveðrinu en með í för var
Leifur
Toppfari ásamt Guðmundi vini sínum sem einu sinni gekk stuttan
tíma
með Toppförum.
Gengið var framhjá Vesturtindi til að komast að Hátindi ofar og var þetta einn fallegasti hluti leiðarinnar á sjálfum jöklinum.
Sólin bak við tindinn... og skýin...
Ólýsanlega falleg augnablik...
... gegnum norðurhlíðarnar á Vesturtindi...
Færið með besta móti upp eftir... nægilega hart en góð mýkt í mesta brattanum...
Gerður, Sæmundur, Örn, Örn, Kári og fleiri með Kjósina eins og bolla fullan af skýjum í fjarska...
Fyrsta lína byrjaði að spila myllu... og við í annarri línu stóðumst ekki mátið að spila með... spurning hvort síðasta lína hafi unnið...
Stutt eftir... bara hálftímagangur á þessum hraða upp á tind skv gps...
Hér skildi aðeins milli tveggja fyrstu lína og þriggja síðustu og vindurinn fór að blása í eina skiptið alla leiðina.
Tindurinn í seilingarfjarlægð...
Sprungurnar út frá honum sáust vel...
Tindinum var náð eftir 10 klst. göngu og
logn
ríkti á toppnum eftir vind frá Vesturtindi upp eftir... ... og sigurinn var ólýsanlegur... Við áttum einstaka klukkustund þarna uppi í botnlausri gleði yfir þessum fallega degi.
Sigga Sig með Miðtind og Suðurtind í baksýn... jú, þeir gefa tilefni til að ganga aftur á Hrútsfjallstinda...
Sigga var
fyrst upp á
topp sem var vel við hæfi þar sem hún var að fara í fyrsta sinn
á brodda frá slysinu
Björn, Anton, Anna Sigga, Jóhanna Karlotta og Irma að koma upp með þetta tindabros sem engu líkist...
Síðasta línan upp og gleðin var við völd á ógleymanlega fallegum
fjallstoppi...
Í fjarska er Kjósin í
Morsárdal
snjólaus að hreinsa upp síðustu leifarnar af skýjunum Menn hvíldu sig og nærðu sig á milli myndataka... hamingjuóska... skemmtiatriða...
Óskar og Skúli Wildboys
Bestu vinir í blíðu og stríðu... á
einum af ófáum tindinum sem þeir hafa toppað saman...
Óskar Wild átti afmæli deginum fyrir göngu... á upphaflega fyrirhuguðum göngudegi 7. maí og var með rúmlega 30 stk. af köldum öl í bílskottinu til að veita hverjum einasta göngumanni einn kaldan eftir göngu... en það flæktist aðeins til á þessum langa degi...
Hann vissi hins vegar ekkert um áætlanir Áslaugar og Skúla
sem gáfu honum "a
la mamma menu"
á toppnum...
Hanna klikkar ekki á smáatriðunum... með hitabrúsa í stíl við Team Orange... hún var líka með innpakkaðar mini-samlokur hangandi á bakpokanum til að hafa holla og kjarngóða orku í seilingarfjarlægð... eitthvað sem er svei mér þá til eftirbreytni í komandi tindferðum...
Fatastíllinn frá
Perú
skilaði sér alla leið upp á
Hrútsfjallstinda...
Stórkostlegt útsýni niður með
Svínafellsjökli
niður á láglendið
Hvernig áttum við að tíma að fara niður af þessum stað...?
Svífandi hamingjusamir Hrútsfjallstindafarar:
Efri:
Halldóra Þ., Jóhannes, Áslaug, Björgvin, Hugrún, Sigga Sig.,
Kjartan, Anna Sigga, Kári, Anton, Róbert (f.austan), Hjölli,
Roar, Lilja K., Rósa, Ingi, Heiðrún. Þar af komu Óskar og Skúli Wildboys frá Egilsstöðum... Róbert, bróðir Valdísar frá Reyðarfirði en hann hefur gengið með okkur áður... höfðingjar Toppfara, Björn og Ketill voru að sjálfsögðu með í dýrðinni... og fjögur voru að fara í sína fyrstu jöklaferð, þau Anna Sigga, Ágúst, Jóhanna Karlotta og Kjartan... og fengu það flottasta sem gefst á fjöllum...
Stelpurnar létu ekki segja sér það tvisvar að fá mynd með leiðsögumönnunum...
Hugrún, Bára, Jón Heiðar, Gerður, Einar, Ágústa, Lóló, Gísli, Anna
Sigga, Hanna, Sigga Sig.
Niðurleiðin
hófst
kl. 11:34 fyrir hádegi og var löng og
ströng í sama góða veðrinu
Næstu tindar í kortunum...
Vindurinn tók aftur við ofan af tindinum og blés nú harðar en á uppleiðinni svo skafrenningurinn varð á köflum... Ketill og Kjartan með Gísla leiðsögumann aftast.
Niðurleiðin tók
sjö klukkustundir
þar sem veðrið og útsýnið tafði
för eins og á leiðinni upp
Brátt lagaðist veðrið aftur og við gengum inn í sama lognið og sólarblíðuna og fyrr um daginn...
Halldóra Þórarins, Ágúst, Hugrún og Jóhannes með Vesturtind í baksýn.
Alvöru mini-hvíld í fimm mínútur á breiðunni undan Vesturtindi...
Svo var haldið áfram en nú var snjórinn óðum að bráðna og festist fljótt í broddunum sem ekki voru með spöng á milli sperra...
Suðurlandið útbreitt í fanginu á okkur...
Hugrún, Ágúst og Halldóra Þórarins með skafrenninginn á Vesturtindi í baksýn.
Brátt var hitinn orðinn óbærilegur og við urðum að létta á okkur...
Fyrsta línan upp... Sigga Sig, Heiðrún, Áslaug - Ingi, Óskar, Skúli og Roar.
Önnur línan upp:
Þriðja línan upp: Sú fjórða fékk sína mynd í upphafi línulífsins... af því maður hélt að maður sæi þau nú ekki aftur... ;-)
Hvergi gefið eftir og vel haldið
áfram milli hvílda þar sem allar mögulegar
flíkur
rötuðu ofan í bakpokann á endanum...
Það var einstakt að hafa gengið nánast allan tímann á ullarbrækunum og ullarbolnum einum fata þennan dag...
Færið þungt í sólbráðinni og útsýnið annað en á uppleið...
...þar sem skýjin voru horfin af
láglendinu og allt sem annað hvort var í
morgunskugga eða myrkri fyrr um nóttina
Þetta var töfraveröld sem hvergi rúmast fyrir á myndum...
Síðasti leggurinn úr Sveltisskarði...
Litið til baka yfir Sveltisskarð.
Flubbarnir
fóru fyrr um daginn með hryggnum og slepptu
hækkuninni/lækkuninni með því að þræða hann í miklum halla og
hálku
Óborganleg sjónarhorn þessa dags voru óþrjótandi...
Snjórinn orðinn ansi gljúpur með hverri mínútu í Spánarhitanum...
Toppfarar á
góðri
stundu á fjöllum...
... og ekki verra ef fagrir fjallatindar eru með í för... sérstaklega eftir að hafa sigrað þá... eins og þessa...
Einar Ísfeld
aðal-leiðsögumaður
dagsins og alltaf slakur, ásamt Lóló (Laurent?) frá Frakklandi,
Jóhannesi og Inga lengst til hægri....
Nestispása á niðurleið með Hvannadalshnúk í hvarfi við göngumenn... Við vorum svo jákvæð á að vera fljót niður að við trúðum ekki Einari þegar hann giskaði á heimkomu um sexleytið... nautjs... við verðum komin niður svona um fjögurleytið... en Einar hafði rétt fyrir sér upp á nánast mínútu...
Það var ekki hægt að biðja um meira þennan dag...
Hrútsfjallstindar í baksýni... allir fjórir... og sá hæsti (nr. tvö frá vinstri) í fótum og hjarta Toppfara hér með...
Útsýni sem hvergi kemst fyrir á mynd og upplifist eingöngu á stað og stund...
Við gengum sömu
leið niður, um
Hafrafell
með
Svínafellsjökul
á vinstri hönd og
Skaftafellsjökul
á hægri hönd... Hafrafell með neðri hluta Svínafellsjökuls vinstra megin á mynd. Í skarðinu áðum við og þéttum hópinn.
Færið var flóknast um
Hafrafellið
með lúmskum
hálkublettum innan um snjóskaflana og hart grjótið í löngum bröttum
hliðarhalla
Landlagið og
útsýnið annað en um morguninn þegar við gengum þarna í rökkri og
skýjaþoku
Litið til baka yfir Hafrafellsskarð með Hrútsfjallsstindana að hverfa bak við skarðið...
Flestir voru orðnir vatnslausir á niðurleiðinni og þessi spræna var kærkomin til að bæta upp allt svitatap dagsins...
Ægifögur ásýnd Skaftafellsjökuls var áhrifamikil og gerði okkur svo smá í samanburðinum...
Sæmundur
sem aldrei hvikar og fór létt með þessa göngu eins og aðrar með
Toppförum...
Einar Ísfeld var í skóm í rétta litnum... hvað er Team Orange eiginlega að pæla?
Hafrafellið skánaði ekkert þegar hálkunni sleppti... torfært, grýtt, bratt og laust í sér með tilheyrandi grjóthruni og ærnu tilefni til að misstíga sig í þreytunni og óþreyjunni... en fagurt var útsýnið yfir ruðninginn á Skaftafellsjökli niður að lóni og við áðum í dýrðinni til að þétta hópinn þar sem auðvelt er að villast á þessari leið og mikilvægt að klára heill og allur undan Illuklettum...
Lilja Kristófers, FÍ-félagar, Jóhanna Karlotta, Áslaug, Irma og Sæmundur...
Sigga Sig., Ingi, Heiðrún, Gerður og Skúli...
Þarna tóku skýin að hrannast upp og fjöllin að hverfa... og
vindurinn sem feykti tjöldunum flötum í Skaftafelli var ekki
langt undan...
Stórgrýti... lausagrjót... grjóthrun...
Dýjamosinn bræðir alltaf hjarta manns...
Stærsta rós
þessarar gönguleiðar er sú að það er aldrei
dauður punktur frá fyrsta skrefi til þess
síðasta...
Lónið undan jökulruðningnum var síðasti hluti töfrabragða dagsins...
Heimir sem misstigið hafði sig í byrjun göngunnar um nóttina gekk á móti okkur seinnipartinn til að fagna hetjunni sinni...
Þessari töfrandi eldraun... á gönguleið sem aldrei missti hvorki fagran svip né krefjandi torfæru.. sem hélt okkur stöðugt við efnið frá fyrsta skrefi til þess síðasta... var loks á enda klukkan sex á sunnudagskvöld þar sem sturta og heitur matur beið okkar á Hótel Skaftafelli... eftir að tjaldbúarnir voru búnir að bjarga tjöldunum sínum í snarvitlausum vindi sem jú, einmitt, tók við af veðurblíðunni á nákvæmlega sama tíma og við skiluðum okkur í bílana... Þetta var með ólíkindum... frá því við mættum á svæðið á laugardagseftirmiðdag og tjölduðum og þar til við lukum göngu á sunnudagseftirmiðdag ríkti blíðskaparveður í sólarhring... við nýttum hann eins vel og hægt var með því að miða rétt á hann... og fórna svefni og hvíld fyrir og eftir göngu sem gerir þessa helgi að enn sætari sigri... því við eignuðumst loksins eina fegurstu gönguleið Íslands í safnið... eftir 3ja ára bið... því Hnúkurinn tók jú þrjú ár!
Meira að segja
bílastæðið toppaði öll önnur malarstæði sem við höfum verið á
gegnum árin
Sýnin upp að
Hrútsfjallstindum frá hótelinu hálftíma eftir gönguna... orðið úfið og
skyggni ekkert...
Eftir smá lúr og
góða kvöldmáltíð á hótelinu hélt helmingur hópsins heim á leið
um
kl. 22:00 um kvöldið á meðan hin lögðust dauðþreytt í
rúmið... Þessum degi gleymum við aldrei
Sjá allar ljósmyndir þjálfara úr ferðinni:
Að ekki sé talað um magnaðar myndir leiðangursmanna á
fésbókinni; www.facebook.com
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|