Tindferð 190
Hóls- og Tröllatindar Snæfellsnesi
laugardaginn 1. febrúar 2020
Kristaltærir ------------------- Veðurspáin var með ágætum þennan dag og loksins fengum við gott veður á þeim degi sem tindferð dagsins var sett á í dagskránni... en ekki eitthvurt varafjall eða annar dagur en áætlaður var í upphafi... Fagraskógarfjall og Kolbeinsstaðafjall hér að fljúga framhjá okkur í veðurblíðunni... Tvíhnúkar hér þessir tveir hvítu fyrir miðri mynd... Elliðatindar hér dökkur að hluta á hamrinum hægra megin... sjá hvernig þeir eru eins og kóróna með mörgum oddum upp... Aldrei þessu vant voru þjálfarar ekki búnir að hringja í bóndann á svæðinu til að fá leyfi til að fara um land þeirra að fjallsrótum þar sem við mundum eftir því að fyrir tæpum ellefu árum síðan þá keyrðum við langt frá bænum og upp eftir á slóða sem truflaði ekkert býlið... en þetta var rangt mat hjá okkur því fljótlega eftir að við vorum byrjuð að græja okkur kom bóndinn á Ölkeldu á blússandi hraða til okkar og bóndinn skjálfandi af reiði yfir þessari ófyrirséða átroðningi... eðlilega... en við útskýrðum okkar mál... að síðast hefðum við hringt og fengið leyfi en minnt að þetta væri svo langt frá bænum að þeim væri örugglega sama um þessa umferð... en auðvitað vildi hann vita af okkur... og mælumst við til þess við alla sem feta í okkar fótspor og ætla sér að ganga á Hóls- og Tröllatinda að fá leyfi hjá bóndanum á undan takk... slíkt er bara virðing fyrir þeim sem eiga landið og hlúa að því allt árið... enda er alltaf mikill fengur í því að hringja í bændurna því þeir eru alltaf boðnir og búnir til að hjálpa, gefa ráð og hafa augun hjá sér með hvort við skilum okkur ekki örugglega til baka fyrir nóttina :-) Það var fullkominn friður í veðrinu þennan dag... blankalogn allan daginn... líka uppi á tindunum sjálfum... Þar sem frost var í jörðu og von á hálku og erfiðu færi ofarlega í brekkunum Það var keðjubroddafæri frá byrjun... Hann sótti því í skaflana meðan við örkuðum bara yfir svellin... Þegar að ásnum kom stóðumst við ekki freistinguna og lögðum í hann upp brekkurnar frekar en að fara alveg út í taglið... Þetta þýddi löng og ströng brekka í hörðun færi... en það slapp mjög vel... Grýtt færi og engan veginn jöklabroddafæri á þessum kafla... https://kjarninn.is/frettir/2020-01-31-alltaf-haetta-ad-ferdast-i-fjalllendi-ad-vetrarlagi/ Líklega tæplega 40 gráðu halli ? Sjá færið hér... smá slóði myndaðist undan okkur... gripið var almennt gott þessa brekku og tilvalið færi fyrir keðjubrodda... Elliðatindarnir í öllu sínu veldi... en þeir áttu eftir að skreyta allan daginn með alls kyns ólíkum ásýndum sínum... Batman, Ísleifur, Ágústa, Ásmundur, Agnar, Biggi, Steinar Ríkharðs., Arngrímur, Maggi, Doddi, Björgólfur, Ólafur vignir, Við tók þétt grýtt mosavaxin brekka og hjallar upp á meginland Hólsfjallsins... Eftir því sem ofar dró birtust Hóls- og Tröllatindarnir fannhvítir í fjarskanum... Elliðatindarnir í öllu sínu fjallsrótarveldi vestan megin... Furudalsgljúfur neðst... Vetrarsólin stórkostleg úti á hafi... Þorgeirsfell og Þorgeirshyrna hér til vesturs... þar gengum við um árið í friðsælu veðri og hrikalegu landslagi: http://www.fjallgongur.is/tindur134_thorgeirsfell_151016.htm Leiðin framundan... langur vegur upp með öllu Hólsfjalli upp á þessa tvo tinda þarna efst uppi... Guðmundur Jón, Ólafur Vignir og Maggi... við vorum komin á brúnirnar http://www.fjallgongur.is/tindur29_hols_trollatindar_071109.htm Uppgönguleiðin hér upp vinstra megin... Litið til baka stuttu síðar... sjá skarðið þar sem við komum upp árið 2009... Nú fóru leikar að æsast... tindurinn á Hólsfjalli... sem við komumst að niðurstöðu um að héti ekki Hólstindur... Litið til baka... menn voru að njóta... taka myndir og horfa alla leið til hitastrókanna upp úr Bláa lóninu á Reykjanesi... Fyrstu menn komnir upp og öftustu að koma að... Davíð kældi sig með því að fara úr bolnum og horfa yfir allt.. magnaður útsýnisstaður.. Batman á nokkra eðalvini í Toppförum... sem gauka að honum alls kyns góðgæti... Davíð er einn af þeim... Brekkurnar undir hólnum voru flughálar og glerharðar... Haftið upp á klettinn norðan megin... Síðustu menn að koma upp... þessi brekkar var hindrun og það þurfti að fara varlega... Smá fimleikar hér við að koma sér upp helfrosið haftið... í mjúku færi er mosinn að gefa gott hald... Kletturinn umhorfs uppi við... kyngimagnaður útsýnispallur náttúrunnar... Fengum okkur notalegt nesti hér og nutum lífsins í þessu algera logni sem ríkti... En... við vorum stutt á veg komin... eins gott að halda áfram upp á þessa hvítu tinda þarna upp frá... Hér þurfti að fara varlega... og gott að fá hjálparhönd ef maður var óöruggur... Nú var arkað upp eftir... þægilegur kafli á frosinni jörðinni... Smám saman reis Snæfellsjökull fyrir vestan... og þegar á tindana kom fannst okkur við vera ofan hans... Skyndilega komum við fram á brúnir Hólsfjalls... og tindar Gráborgar birtust okkur... Stórkostleg náttúrusmíð... og ekki viss með nafnið á þessum fjallseggjum... Tindar Snæfellsness vestan megin birtust smám saman líka... Hvítihnúkur, Lýsuhnúkur o.m.fl... Sjá hér samhengið við jökulinn... Mögnuð birtan þennan dag... gulur litur til suðurs til sjávar... Gráborgareggjarnar... Við vorum dolfallin... heilluð... himinlifandi... með að vera nákvæmlega þarna... þennan dag... Afstaðan hér miðað við tindana til vesturs... við vorum komin ansi hátt upp... Hrímaðir klettarnir... Hólstindur hér hægra megin... Þetta var veisla... það var nokkuð ljóst... Framundan var þessi tindur hér hægra megin... fyrri tindur dagsins... Hólstindur í rúmlega 900 m hæð... Útsýnið á þessum tímapunkti til Elliðatinda... Steinar Ríkharðs kom með plastað kort af svæðinu sem var vel gert... svo gaman að spá í kortin... sérstaklega þegar við erum að fara frekar fáfarnar slóðir þar sem ekki er komin hefð á nafnanotkun á fjöllunum... Sjá þennan texta frá því í ferðinni okkar árið 2009 sem gildir ennþá: "Hvað heita þessir tindar annars? Ekkert lesefni fannst af göngum á Hóls- og Tröllatinda á veraldarvefnum né við snögga leit í bókum og því voru þjálfarar tvístígandi yfir því hvað kalla má Tröllatinda. Á sumum kortum eru allir tindarnir klárlega nefndir Tröllatindar 930 m og punkturinn yfir fjöllin yfirleitt þar sem tindur tvö er eða þar sem hryggurinn er, á einu korti er hálendi beggja fyrstu tindanna sem eru hæstir merkt Gráborg, en á öðrum kortum er Hólstindur nefndur sér og þá sá vestasti. Hann er merktur 930 m og mældur 939 m hjá okkur þennan dag, en sá við hliðina (tindur tvö hjá okkur) mældist svipaður eða 1 m lægri/hærri hið mesta. Tröllatindar eru sagðir 930 m og á kortum má ætla að tindur tvö og hryggurinn sjálfur séu hinir eiginlegu Tröllatindar með eða án Hólstinds. Sjá Árbók FÍ frá 1986 um "Snæfellsnes norðan fjalla" - bls. 72 (og sjá myndalýsingu á bls. 71): "Annars má segja að þarna sé hin mesta tröllabyggð, því yfir gnæfa Tröllatindar á háfjallinu. Þar eru nokkrir drangar sem trúlega eru tröll þau, sem tindarnir draga nafn af, en einn drangurinn er þó miklu mestur. Hann rís vestast í tindaröðinni og ber við himinn ferlegur að sjá neðan úr Eyrarbotni". Þessi lýsing virðist eiga við Hólstind en gæti átt við tind nr. tvö eða "Tröllatind" skv. okkar nafngift en allavega má vera ljóst að skv. þessu getum við verið viss um að hafa gengið á Tröllatinda með bröltinu á fyrstu tvo tindana. Þá má lesa í Árbók FÍ frá 1982 um "Snæfellsnes frá Löngufjörum að Ólafsvíkurenni" - bls. 43: "Vestur af kinnunum uppi á fjallinu eru Kjóamýrar, en norður af þeim rísa Hólstindur (930 m) og Tröllatindar. Eru tindar þessir með þeim hæstu á fjallgarðinum og af þeim er víðsýnt mjög í björtu veðri". Einnig skal nefnt að í bókinni og á netinu má sjá að við lýsingar á ljósmyndum af Tröllatindum þá eru þeir allir nefndir Tröllatindar og því litið á þá sem eina heild og jafnvel hugsanlegt að Hólstindur sé aukanafn á vestasta Tröllatindinum. Niðurstaða okkar er sú að við gengum á Hólstind fyrst (sem hæsta tind Hólsfjalls) og svo á Tröllatinda með því að ganga á þann hæsta þeirra fyrst, tind tvö - nefnum hann hér Tröllatind - og svo yfir á Tröllatindahrygginn sjálfan sem við enduðum á. ATH! Hér kemur viðbót við ofangreindan texta þann 30. nóvember 2009: Tilvitnun frá árinu 2009 lýkur. Hér fórum við í jöklabroddana og náðum í ísexina í stað stafa... Allir á nokkuð góðum broddum en þjálfarar hafa einu sinni endurnýjað sína frá því þeir byrjuðu með Toppfara... og þá bara af því þessir gömlu eru mjög þungir og þeir safna á sig snjó undir ilinni sem þessir léttu frá GG-sport gera ekki... Kvenþjálfarinn fór yfir notkun brodda og ísexi og rifjaði upp reglurnar fimm með broddana og svo ísexina:
Að ganga á
broddum: *Stíga jafnt á yfirborðið svo broddarnir nái allir að grípa taki í hjarnið en ekki stíga á ská (eins og maður gerir í skóm og hliðarhalla þegar maður stingur jarkanum á skónum inn í brekkuna til að mynda syllu í jarðveginn - alls ekki gera þetta ef maður er á broddum heldur nýta alla broddana til að grípa í hjarnið með því að ganga "flötum fótum").*Lyfta fótum vel upp til að reka ekki broddana í hjarnið og detta fram fyrir sig. Með broddunum erum við komin með "lengri fætur" og auðvelt að gleyma sér þegar líður á daginn og menn orðnir þreyttir eða kærulausir. Líkaminn vanur ákveðinni vegalengd sem hann þarf að lyfta fætinum upp og stíga næsta skref (flókin taugalífeðlisfræðileg athöfn) en þegar maður er kominn á brodda þarf maður að muna að lyfta hærra upp til að reka sig ekki niður undir. *Ganga aðeins gleitt með smá bil milli fóta til að flækja ekki broddunum hvor í annan eða flækja broddunum í skálmarnar og detta um sjálfan sig af þeim sökum eins og margir hafa reynt (sbr. rifnar skálmar á hlífðarbuxum v/broddanna). Chaplin eða skíðastökkvarar hér fyrirmyndin.
*Taka
stutt
skref til að
hafa betra
vald á
hverju
skrefi. * Ganga með framhlið manns vísandi niður brekkuna ef undirlagið er mjög frosið, bratt og hált til að ná sem jöfnustu gripi - en ekki "ganga á hlið" eins og maður gerir vanalega á göngu í hliðarhalla. Á við í mikilli hálku, svelli eins og t.d. áKerhólakambi í desember 2007 þar sem við fórum vel yfir þetta og æfðum o. fl. ferðum. *Þegar hálkan er minni en samt til staðar skal ganga í hliðarhalla með því að snúa "efri" fæti, þ.e. fætinum sem er ofar í brekkunni í göngustefnu en "neðri" fæti um 45° niður í móti til að nýta betur yfirborð broddana og hafa meira vald/öryggi á göngunni. Með því að ganga zikkzakk upp brekku er gott að hvíla kálfana með þessu þar sem maður beitir efri og neðri fæti misjafnt eftir því hvernig maður snýr mót hallandi brekkunni. Að ganga með ísexi: * Ef farið er í brodda skal alltaf taka ísexi með í hönd líka því þá er maður kominn í hálkufæriþar sem nauðsynlegt er að geta stöðvað sig með ísaxarbremsu.
*Halda
skal í
ísexina með
breiðara
skaftið fram
og beittara
skaftið snýr
aftur
(oddurinn)
og venja sig
á að halda
alltaf á
henni svona
*Ef
gengið er í
hliðarhalla
skal ísexin
ávalt vera í
þeirri hendi
sem
snýr að
brekkunni
*Sé gengið niður brekku getur verið gott að styðja ísexinni aftan við sig til að hafa stuðning/hald. Eins og alltaf... um leið og maður er kominn á jöklabroddana... líður manni vel... Sama stórkostlega birtan þegar litið var til sólar í suðri... Hér virkuðu broddarnir vel og menn nutu þess að æfa broddagöngu og ísaxarstuðning... Ólafur Vignir og Björgólfur með Gráborgareggjar í baksýn... Örn kominn upp á hálsinn og þá var bara tindurinn eftir... Sjá mjúkt færið þar sem snjórinn hafði ekki feykst burt... Brosin... kátínan... og jákvæðnin hans Ólafs Vignis... Björgólfur á leið upp Hólstind með hina tignarlegu Gráborg.. sem töfraði okkur upp úr skónum frá öllum hliðum... í baksýn... Litið til baka frá efsta manni... Ágústa var framarlega alla leiðina... Sjá afstöðuna miðað við fjallgarðinn... við vorum komin í um 900 m hæð... Davíð og Ágústa komin upp ásinn undir tindinum... Hinir að skila sér inn... Áfram héldum við eftir ásnum upp með síðustu klettunum... Því miður kom snjór á linsuna hér... en dýrmætt sjónarhorn að sjá til að átta sig á brattanum sem var talsverður hér... Fremstu menn að koma upp á Hólstind... Í austri blasti jafn mikill fjallasalur við eins og í vestri... Ljósufjöll þarna þríhnúkarnir... Færið var sérstakt... grrófhrímað, lauskornótt, hábrakandi, lausþétt í sér... erfitt að lýsa nema vera á staðnum... Litið til baka ofan af tindinum á hópinn að koma upp.. stórkostleg leiðin þarna upp ! Útsýnið niður í Kolgrafarfjörð með Eyrarhyrnu og Eyarfjall í fjarska hinum megin... http://www.fjallgongur.is/tindur153_eyrarfjall_eyrarhyrna_030218.htm Frábær mynd af Steinari Ríkharðs að koma upp á tindinn... Guðmundur Jón að koma upp á brúnirnar... Sýnin frá öftustu mönnum á hópinn að brölta upp... Gráborg... hvassar fjallseggjar... Ásmundur að stökkva niður af tindinum... frábær mynd af honum :-) Agnar og Björgólfur að koma upp... og Guðmundur Jón og Bára neðar... Komin upp... magnað ! Agnar á tindinum að mæla hæðina :-) Hólstindur mældist 943 m hár hjá þjálfurum... Stórkostlegt útsýni... það besta sem gefst ofan af fjallstindum á Snæfellsnesi Endilega bendið okkur á betri útsýnisstað ef hann er til ! Hópmynd hér ef mögulegt er með þessu alpakennda útsýni... Jú, það tókst ágætlega :-) Arngrímur, Davíð, Steinar R., Ágústa, Biggi, Ásmundur, Björgólfur, Örn, Guðmundur Jón., Ólafur Vignir, Maggi, Ísleifur, Doddi og Agnar Útsýnið til vesturs bak við hópinn... Gráborg, Leiðarhnúkur (Klakkur), Stóritindur út frá Gráborg http://www.fjallgongur.is/tindur155_hviti_hnukur_thverhlidar_070418.htm Norðan við tindinn til vesturs... Til norðvesturs... Kolgrafarfjörður með Gunnólfsfell, Lambahnúk, Klakk, Eyrarfjall og -hyrnu fjærst Hæsti Tröllatindurinn hér hvítur... hann beið okkar sem seinni tindur dagsins... Hinir Tröllatindarnir í framhaldi af þessum hæsta... já, ekki spurning að þeir heiti allir Tröllatindar... Tröllatindarnir og Elliðatindarnir.. og allt Snæfellsnesið til austurs... Eftir dágóða stund á tindi Hólsfjalls héldum við niður hrímaðan brattann oafn af honum áleiðis á hæsta Tröllatindinn... Svipaða leið og síðast nema nú var snjór yfir öllu og gaddfreðið færi... Jöklabroddarnir komu sér vel og allir æfðu vel notkun þeirra með öllu þessu brölti í hliðarhalla, harðfenni, bratta... Knenþjálfarinn svo upptekinn í myndatökum að hún marg missti af hópnum... Framhjá þessum kletti sem heillaði okkur svo mikið árið 2009... Bakhlíð Gráborgar... hrikaleg ásýndum... Ísilagður kletturinn... Hólstindur hér baksviðs... Síðasta brekkan upp Tröllatind... Klettarnir þétthrímaðir... ótrúlega fallegt... Minnti á frosnu klettana á Heiðarhorni og Skarðshyrnu árið 2007... http://www.fjallgongur.is/tindur6_skardsh_heidarh_031107.htm Bröltið hafið... Hólstindur hér í baksýn fremstu manna upp... Samhengið í landslaginu... þarna niðri komum við upp... Sólin skein að hluta til á okkur og þá birti svo fallega til... Lág vetrarsólin lék á fjallstinda Snæfellsness eins og á píanó... Hólstindur... fyrri tindur dagsins... Guðmundur Jón að koma upp síðustu metrana... Hér var hægt að vera lengi... og spá í fjöllin í fjarska... við sáum allt... fannst okkur... fjöllin við hálendi Langjökuls... Magnaður staður að vera á... við máttum varla vera að því að borða... Hólstindur enn einu sinni... svo fallegur... Útsýnið ofan af tindinum en það gafst aðeins betra ef maður fór fram á þessa brún... Hraunsfjörður og fjöllin hans... m. a. Bjarnarhafnarfjallið: http://www.fjallgongur.is/tindur106_bjarnarhafnarfjall_050414.htm Þriggja vatna fjöllin okkar... Gráakúla, Horn og Vatnafell sem við gengum á í fyrra í febrúar... Nær eru hinir Tröllatindarnir allir og fjærst eru Ljósufjöll og Skyrtunna og fjöllin hennar. Reyndum að grípa hópmynd með smá sólargeisla á okkur og þessu útsýni: Með austurhluta Snæfellsness í baksýn: Maggi, Ásmundur, Ágústa, Davíð, Björgólfur, Örn, Doddi, Guðmundur Jón. Hér með vesturhluta Snæfellsness í baksýn: Guðmundur Jón, Örn, Björgólfur, Ólafur Vignir, Arngrímur, Maggi, Ísleifur, Ásmundur, Biggi. Og svo með útsýnið til norðurs og sjávar hér: Guðmundur Jón, Örn, Björgólfur, Ólafur Vignir, Arngrímur, Ísleifur, Ásmundur, Krákhyrna, Bjarnarhafnarfjall, Mjósund (Hraunsfjörður), Vatnsmúli, Hvílíkur útsýnisstaður... ljósmyndarnarnir voru í veislu... Hólstindur með Guðmundi Jóni höfðingja... afreksmanni dagsins sem fer enn á öll fjöll... Hólstindur og Gráborgareggjar... Aðeins betra útsýnið héðan niður af Tröllatindinum... Uppáhaldsmynd þjálfara úr ferðinni... Menn drifu sig á hinn útsýnisstaðinn til að njóta... Klárað að borða og mynda og njóta... Reyndum að ná góðri hópmynd með þetta sjónarhorn en ljósmyndarinn hefði þurft að vera fjær... Nú var ráð að koma sér til baka og niður... Litirnir þennan dag... magnaðir... Örninn núna upplýsingur... sem og Helgrindur að hluta... Brekkan var fín niður í mót... hjarnið frosið en mjúkt undir og allt létt og þægilegt... Þjálfarar ákváðu að sleppa lægri Tröllatindunum... Þetta var magnaður staður að vera á... Sjaldfarnir tindar en algerlega þeir flottustu á Snæfellsnesi hvað útsýni varðar... Biggi og Davíð með Tröllatinda og Elliðatinda í baksýn beggja vegna... og Snæfellsnesið til austurs... Gráborg stal senunni líklega oftast þennan dag... við gátum ekki hætt að horfa á þessa glæsilegu fjallseggjar... Lögð af stað niður milli Hólstinds og Tröllatinds... Sjá leiðina hér... neðar er saklaust grýtið... Gott að arka niður í mót... en varasamt um leið því kæruleysi niðurgönguleiðar eykur á slysahættuna... Elliðatindar byrjaðir að leika á sympóníuna sína sem glumdi um allan þennan fjallasal það sem eftir var dags... Skyndilega sló vetrasólin geislum sínum óskertum á Tröllatindana og birtan varð sérkennilega gul að lit... Bláminn á himninum jókst og skýjaslæða lognsins fyrr um daginn hvarf á köflum... Sólin var tekin að setjast... degi var tekið að halla... Sólarlagsgeislarnir skreyttu Tröllatindana ólýsanlega fallega á þessum kafla og við vorum algerlega dolfallin... Hér snerum við til austurs eftir að Bárunni leist ekkert á brekkurnar neðar og grunaði þær um að luma á klettabelti neðar sem reyndist rétt og því var ráð að leita að niðurgönguleið austar um skarðið sem vonandi væri fært hér neðar... Menn voru flestir sammála enda þreytan farin að segja til sín á löngum ströngum göngudegi... Brattinn engu að síður talsverður... Örn, Doddi og Maggi fóru á undan og könnuðu aðstæður... Kyngimögnuð birtan sem þarna var... Jú... það var fært þarna niður sem betur fer... Bláminn... hvítan... gyllingin... hreinleikurinn... Leiðin sést hér... fínasta leið... ef í harðbekka slær er hægt að fara enn fjær niður skarðið þar sem brekkan er enn minni... Enn eigum við eftir að rekja okkur eftir Tröllatindunum hinum lægri... Fremstu menn lagðir af stað niður hliðarhallann... Hann var fínn yfirferðar en nokkuð harður til að byrja með... Bless Tröllatindar... þið eruð einir af okkar uppáhalds... Elliðatindar með enn eina ásýndina ofan af hliðarhallabrekkunni... Komin í mýkra færi hér... Litið til baka... svo fallegir litirnir á þessum klukkutíma sem þetta tók okkur að koma okkur niður úr tindunum... Lungamjúkt hér og við flutum niður... Gleðin var allsráðandi... hvernig var hægt annað en dansa og hlæja og njóta með bros á vör ! Síðustu menn að skila sér inn... Hópurinn þéttur hér og sólin orðin ansi framlág... við vorum að missa geislana bak við Hólsfjallið... Elliðatindarnir... ef vel er hlustað... má heyra fjallahljómkviðuna... og dáleiðast í kjölfarið... Hörkubroddaæfing þessi ganga... þetta var alvöru... fyrsta flotta æfingin fyrir Vestari Hnapp :-) Við að kveðja sólina... Komin í skuggann... klettarnir undir tindunum enn í geislunum... Magnaður staður að ganga um... Hér þurfti að spá í gljúfrin og gilin og halda sig ofarlega til að sleppa brölti upp og niður... Fágæt fegurð... sem fáir njóta... Klettarnir undir tindunum... ófrýnilegir en um leið svo fagrir... Einu konur göngunnar... Ágústa ofurkona og Bára þjálfari... ekki slæmt að vera þjálfari með svona konur innanborðs ! Við bókstaflega gengum inn í sólarlagið og þessi stund er ógleymanleg í minningunni... Engin orð lýsa þessari fegurð í fjöllunum... Takk fyrir okkur Hóls- og Tröllatindar... þarna upp fórum við... Hópurinn þétturl... röskur og flottur hópur á ferð þennan dag og engin vandræði... ... nema jú okkur tókst að rífa nokkrar flíkur takk fyrir ! Agnar hér með rifuna á jakkanum eftir að hafa verið að höggva í eina snjóhengjuna... Ísleifur reif legghlífarnar sínar með broddunum... Guðmundur Jón reif svo buxurbnar sínar með broddunum, frekar ofarlega þegar hann var að klöngrast upp eina brekkuna... Gulbleiki litur sólarlagsins lék um fjallstindana það sem eftir lifði dags á niðurleiðinni... Elliðatindar... Agnar og Ólafur Vignir og svo Davíð... Hvernig gat niðurleiðin verið svona löng... aldrei man maður eftir að hafa gengið svona langt upp eftir... Guðmundur Jón náði að halda þessum klaka á húfunni sinni alla gönguna... Elliðatindarnir og síðasti kaflinn niður... Tindar dagsins komnir ansi langt í fjarskann... Tunglið komið hátt á himininn... Við spáðum í að fara hér niður og svo til hliðar... Og hún var skínandi fín niðurferðar... en samt tafsöm og erfið... Loksins komin niður af fjallinu og farið að rökkva... Við gengum ansi rösklega síðasta kaflann... vildum ekki lenda í myrkri... Sjá hér hvernig menn gengu á þessum hvíta "vegi".. sem var ekki vegur heldur skurður... ... og kvenþjálfari þorði einmitt ekki að ganga á honum þar sem henni fannst þetta vera lækur... Hér lauk skaflinum sem búið var að ganga á ofar... Sjá hér... eins gott að enginn pompaði hér niður í bríeríi bakaleiðarinnar :-) Hvílík sæla... hvílíkur dagur... hvílík veisla... Batman fékk dekur þegar hann kom niður... frá Bigga vini sínum :-) Sjá hér fyrri uppgönguleiðina um skarðið... Ísleifur og Davíð fengu sérhannaðan bjór fyrir að klára 12 ókunn fjöll á eigin vegum á 12 ára afmælisári Toppfara... Tindar dagsins í húminu á heimleið... Tindarnir í apríl.. Tvíhnúkar... þessir tveir þarna saman... Alls 12,5 (14,4 ?) km á 7:15 klst. upp í 943 m hæð á Hólstindi og 936 á Tröllatindi Gula leið dagsins árið 2020... og sú svarta leiðin árið 2009... Frábær frammistaða á krefjandi göngu í heilmiklum bratta og stóran hluta á broddum... Þessi ferð fer í sérflokkinn og flokkast sem önnur besta ferðin í febrúar Sjá myndband af ferðinni í heild hér: Sjá slóðina á wikiloc:
|
Við erum á toppnum... hvar ert
þú?
|